vöktun kiðafellsár, leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...vöktun kiðafellsár, leirvogsár og...

57
Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 Samantekt unnin fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis Kristín Lóa Ólafsdóttir Júlí 2012 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Upload: others

Post on 15-Nov-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

Samantekt unnin fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis

Kristín Lóa Ólafsdóttir Júlí 2012

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Page 2: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

2

Page 3: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

3

Ágrip Vöktun á ástandi Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár fór fram á árinu 2009. Tekin voru sýni mánaðarlega og eftirfarandi þættir vaktaðir: Saurgerlar, næringarefni, þungmálmar, sýrustig, leiðni og hitastig. Heilbrigðisnefndum ber að flokka ástand vatns og setja langtímamarkmið fyrir vatnsgæði og vöktun vatna í því skyni að viðhalda náttúrulegu ástandi þeirra. Flokkun á Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá fór fram á árunum 2000 til 2001. Vöktun ánna árið 2009 var gerð samkvæmt þeirri flokkun. Ástand Kiðafellsár og Leirvogsár var í heildina gott og fóru sýni aldrei yfir umhverfismarkaflokk II hvað varðar þungmálma, fosfat, heildarköfnunarefni og ammoníak. Í Kiðafellsá fóru sýni í maí yfir mörkin hvað varðar saurgerla og heildar lífrænt kolefni en staðfest var að á sama tíma hafði húsdýraáburði verið dreift nálægt bökkum árinnar. Í Leirvogsá fór sýni í nóvember yfir umhverfismarkaflokk II hvað varðar heildarfosfór. Sýni í Úlfarsá fóru aldrei yfir umhverfismarkaflokk II hvað varðar þungmálma, fosfat, heildarköfnunarefni og heildarfosfór, en skar sig að því leyti frá hinum ánum, að þar fóru 8 af 12 sýnum yfir mörkin hvað varðar saurkólígerla og 3 fyrir enterókokka. Ammóníak fór þrisvar sinnum yfir mörkin og heildar lífrænt kolefni einu sinni. Í ljósi niðurstaðna úr vöktun 2009 þykir ekki ástæða til að vakta Kiðafellsá og Leirvogsá oftar en gert var ráð fyrir við flokkun ánna. Næsta vöktun á saurgerlum og næringarefnum er áætluð árið 2015 og árið 2021 á þungmálmum. Hvað varðar Úlfarsá er brýnt að finna uppsprettu saurgerlamengunar. Næsta vöktun á saurgerlum og næringarefnum í Úlfarsá er áætluð árið 2013 og á þungmálmum árið 2015.

Page 4: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

4

Efnisyfirlit

Ágrip .................................................................................................................................................. 3

1. Inngangur ....................................................................................................................................... 6

1.1 Helstu lög og reglugerðir ............................................................................................................. 6

1.2 Niðurstaða úr flokkun Kiðafellsár, Úlfarsá og Leirvogsár .......................................................... 7

1.3 Helstu ástæður mengunar í ám ..................................................................................................... 7

1.4 Staðhættir og helsta mengunarálag .............................................................................................. 9

2.Framkvæmd vöktunar, sýnatökustaðir, efni og aðferðir ................................................................... 12

2.1 Sýnatökustaðir............................................................................................................................ 12

2.2 Vöktunarþættir ........................................................................................................................... 13

2.3 Sýnataka ..................................................................................................................................... 13

2.4 Meðhöndlun, geymsla og flutningur sýna ................................................................................. 13

2.5 Mælingar og efnagreiningar ....................................................................................................... 14

2.6 Umhverfismörk .......................................................................................................................... 15

3. Niðurstöður og umræður .................................................................................................................. 18

3.1 Eðlisþættir .................................................................................................................................. 18

3.2 Næringarefni og kolefni ............................................................................................................. 24

3.3 Saurgerlar ................................................................................................................................... 27

3.4 Þungmálmar ............................................................................................................................... 29

3.5 Tillaga að áframhaldandi vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár ...................................... 31

Viðauki 1 .............................................................................................................................................. 34

Niðurstöður flokkunar Úlfarsár, Leirvogsár og Kiðafellsár ................................................................ 34

Viðauki 2 .............................................................................................................................................. 35

Vatnshæðarmælingar í Korpu/Úlfarsá vatnsárin 2008/2009 og 2009/2010 ....................................... 35

Viðauki 3 .............................................................................................................................................. 47

Úrkomumælingar við Korpu/Úlfarsá árið 2009 ................................................................................... 47

Viðauki 4 .............................................................................................................................................. 56

Settjarnir við Úlfarsá ............................................................................................................................ 56

Page 5: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

5

Töfluskrá Tafla 1. Mengunarflokkar fyrir grunnvatn og yfirborðsvatn skv. reglugerð nr. 796/1999. .................. 6

Tafla 2. Helstu uppsprettur þungmálmamengunar í vötnum. ................................................................ 9

Tafla 3. Efnagreiningaraðferðir og efnagreiningartæki. Taflan var gerð af rannsóknaraðila SLU. .... 14

Tafla 4. Greiningarmörk SLU og umhverfismörk I í rgl. nr. 796/1999. .............................................. 15

Tafla 5. Mengunarflokkar fyrir grunnvatn og yfirborðsvatn skv. reglugerð nr. 796/1999. ................ 16

Tafla 6. Umhverfismörk fyrir saurgerlamengun í yfirborðsvatni vegna útivistar, sbr. fylgiskjal A með reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. ....................................................................... 17

Tafla 7. Lægstu og hæstu gildi hitastigs í Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá árið 2009. ...................... 18

Tafla 8. Kiðafellsá 2009. Niðurstöður mælinga og skráninga á sjávarföllum, vatnshita, sýrustigi, leiðni og veðurlýsing............................................................................................................................ 19

Tafla 9. Leirvogsá 2009. Niðurstöður mælinga og skráninga á sjávarföllum, vatnshita, sýrustigi, leiðni og veðurlýsing............................................................................................................................ 20

Tafla 10. Úlfarsá 2009. Niðurstöður mælinga og skráninga á sjávarföllum, vatnshita, sýrustigi, leiðni og veðurlýsing. ..................................................................................................................................... 21

Tafla 11. Mælingar á dagsrennsli í Úlfarsá sýnatökudagana árið 2009. .............................................. 23

Tafla 12. Meðal mánaðarrennsli í Úlfarsá árið 2009. .......................................................................... 23

Tafla 13. Samanburður á niðurstöðum á leiðni og hitastigi á sýnatökustað og þar sem vatnshæðarmælir V311 er staðsettur. ................................................................................................... 23

Tafla 14. Niðurstöður mælinga á næringarefnum og kolefni í Kiðafellsá árið 2009. .......................... 24

Tafla 15. Niðurstöður mælinga á næringarefnum og kolefni í Leirvogsá árið 2009. .......................... 25

Tafla 16. Niðurstöður mælinga á næringarefnum og kolefni í Úlfarsá árið 2009. .............................. 25

Tafla 17. Samanburður á meðaltali fyrir næringarefni og TOC í ánum við vöktun/flokkun............... 26

Tafla 18. Niðurstöður mælinga á saurgerlum í Kiðafellsá árið 2009. ................................................. 27

Tafla 19. Niðurstöður mælinga á saurgerlum í Leirvogsá árið 2009. .................................................. 27

Tafla 20. Niðurstöður mælinga á saurgerlum í Úlfarsá árið 2009. ...................................................... 28

Tafla 21. Niðurstöður mælinga á þungmálmum í Kiðafellsá árið 2009 .............................................. 29

Tafla 22. Niðurstöður mælinga á þungmálmum í Leirvogsá árið 2009. .............................................. 30

Tafla 23. Niðurstöður mælinga á þungmálmum í Úlfarsá árið 2009 ................................................... 30

Tafla 24. Samanburður á styrk kopars annars vegar og króms hinsvegar við flokkun og vöktun í Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá. ........................................................................................................ 31

Myndaskrá

Mynd 1. Staðsetning settjarna við Úlfarsá (kort unnið af Þresti I. Víðissyni). .................................... 11 Mynd 2. Sýnatökustaðir við vöktunina. ............................................................................................... 12 Mynd 3. Mælingar á sýrustigi í Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá árið 2009. ..................................... 22 Mynd 4. Samanburður á rennsli í Úlfarsá og sýrustigi (pH) árið 2009. .............................................. 22 Mynd 5. Samanburður á TOC í Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá við vöktun árið 2009. ................... 26 Mynd 6. Niðurstöður úr mælingum á saurgerlum í Úlfarsá árið 2009. ............................................... 29

Page 6: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

6

1. Inngangur Á árinu 2009 unnu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis saman að vöktun annars vegar Kiðafellsár, sem er á mörkum sveitarfélaganna Reykjavíkur og Kjósahrepps, og hinsvegar Úlfarsár og Leirvogsár, sem eru á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Vöktunin var gerð í samræmi við reglugerð nr. 769/1999 um varnir gegn mengun vatns í kjölfar þess að árnar höfðu verið flokkaðar. Sýnatökustaðir voru valdir með tilliti til þess sem fram kom í skýrslum um flokkun ánna og voru sýni tekin mánaðarlega yfir árið. Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum þeirrar vöktunar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók að sér að skipuleggja verkefnið í samráði við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sáu um flestar sýnatökur, gengu frá sýnum fyrir flutning í greiningu og unnu úr gögnum frá rannsóknarstofum. Kostnaður við sýnatöku, flutning sýna til Svíþjóðar og úrvinnslu sýna bæði hér á landi og í Svíþjóð var samkvæmt samkomulagi greiddur af báðum aðilum. Í reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns kemur fram að heilbrigðisnefndum beri að flokka ástand vatns (grunn- og yfirborðsvatn) (Reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999). Á árunum 2001 og 2002 fór flokkun á fyrrnefndum ám fram og voru skýrslur gefnar út af því tilefni (Tryggvi Þórðarson, 2003a, Tryggvi Þórðarson, 2003b, Tryggvi Þórðarson, 2003c) (viðauki I). Samkvæmt fyrrnefndri reglugerð ber heilbrigðisnefndum að setja langtímamarkmið fyrir vatnsgæði og vöktun vatna í því skyni að viðhalda náttúrulegu ástandi þeirra og ber að stefna að því að vötn falli í flokk A sem ósnortið vatn, eða flokk B sem lítið snortið vatn (tafla 1). Stefnt er að því að Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá falli í flokk A. Tafla 1. Mengunarflokkar fyrir grunnvatn og yfirborðsvatn skv. reglugerð nr. 796/1999.

Flokkur Ástand

A Ósnortið vatn

B Lítið snortið vatn

C Nokkuð snortið vatn

D Verulega snortið vatn

E Ófullnægjandi vatn

1.1 Helstu lög og reglugerðir

Vorið 2011 var Vatnatilskipun Evrópusambandsins innleidd með lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála, og með setningu reglugerða nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun, og nr. 935/2011 um stjórn vatnamála. Tilgangur stjórnar vatnamála er að setja ramma um vernd yfirborðsvatns á landi, árósavatns, strandsjávar og grunnvatns þannig að komið sé í veg fyrir frekari afturför á vatnakerfum ásamt því að auka verndun og umbætur.

Page 7: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

7

Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir til varnar mengun vatns og grunnvatns, fráveitur og skólp, köfnunarefnis frá landbúnaði og fleiri reglugerðir á sviði umhverfisverndar. Með þessu er komið á lögbundinni stjórnun og verndun vatns óháð stjórnsýslumörkum, samþættri vatnastjórnun óháð mismunandi stefnumörkun sveitarfélaga og tímasettri áætlun um aðgerðir til að bæta ástand vatns eða viðhalda góðu ástandi þess (Umhverfisstofnun 2012). Sú reglugerð sem helst stuðst var við vöktun Kiðafellsár, Leirvogsá og Úlfarsár er reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir og draga úr mengun vatns og umhverfis þess af mannavöldum og takmarka afleiðingar mengunar sem þegar hefur orðið á vatni og að flokkun vatns lúti tilteknum reglum, sbr. ákvæði reglugerðarinnar.

1.2 Niðurstaða úr flokkun Kiðafellsár, Úlfarsá og Leirvogsár

Á árunum 2001 og 2002 voru Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá flokkaðar af Háskólasetrinu í Hveragerði (Tryggvi Þórðarson, 2003a, Tryggvi Þórðarson, 2003b, Tryggvi Þórðarson, 2003c). Niðurstaða mengunarflokkunar ásamt tillögu um langtímamarkmið er sýnd í viðauka 1. Sett voru fram langtímamarkmið til að koma ástandi allra ánna í náttúrlegt ástand, þ.e. í mengunarflokk A fyrir öll flokkunaratriði í öllum ánum. Í Kiðafellsá og Leirvogsá var lögð til vöktun á saurgerlum, næringarefnum og lífræn efnum á sex ára fresti og þungmálmum á tólf ára fresti. Hvað varðar Úlfarsá var í flokkunarskýrslu mælt með því að saurgerlar og næringarefni yrðu vöktuð á þriggja ára fresti og þungmálmar á sex ára fresti.

1.3 Helstu ástæður mengunar í ám

Ár á höfuðborgarsvæðinu er af tvenns konar uppruna, annars vegar eru lindár og lækir sem eiga upptök á stóru vatnasviði (286 km2) og hins vegar dragavötn sem eigu upptök sín í hlíðum dala sem byggðin er í. Meðal lindavatna eru Elliðaárnar, ásamt upptakaám Elliðavatns Suðurá og Hólmsá, Hraunholtslækur, Hamarskots-lækur, Kaldá í Hafnarfirði og neðanjarðará sem kemur upp í Straumsvík. Meðal dragavatna eru Brynjudalsá, Fossá, Kiðafellsá, Laxá og Bugða, Leirvogsá, Kaldakvísl, Varmá, Úlfarsá, Fossvogslækur, Kópavogslækur og Arnarneslækur. Sum þessara straumvatna eru blönduð og gætir t.d. lindavatns í þeim flestum (Tryggvi Þórðarson, 2003a; Gísli Már Gíslason, Jón S. Ólafsson og Ingi Rúnar Jónsson, 2007). Mengun í ám getur verið margvísleg, t.d. lífræn mengun vegna næringarefna og saurgerla en einnig vegna snefilefna eins og þungmálma. Vaxandi byggð þrengir að ám og getur haft þau áhrif að mengandi efni, s.s. skólpmengað vatn vegna rangra tenginga lagna, mengað ofanvatn af götum og þökum, vatn mengað áburðarefnum af görðum, golfvöllum og hesthúsabyggðum berst í árnar (Gísli Már Gíslason o.fl., 2007). Fastir, ógegndræpir fletir auka rennslissveiflur í ám auk þess sem aukið magn sets getur skaðað búsvæði þar sem það sest á botn straumvatna (Friðþjófur Árnason, 2007). Í ánum sem voru vaktaðar mætti nefna sem helstu uppsprettur mengunar:

Lindár: Stöðugt rennsli. Hitastig hátt ásamt sýrustigi (7.0-10.0) og há leiðni (80-200 µS/cm). Fjölbreytni smádýrasamfélaga há. Dragár: Að mestu yfirborðsvatn, miklar árstíðasveiflur í rennsli og hitastigi, sýrustig (7.0-7.5) og lág leiðni(20-120 µS/cm). Lífríki almennt fáskrúðugra en í lindám.

Page 8: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

8

• Ofanvatn. Þá er um að ræða vatn af föstum flötum, aðallega af vegum. • Náttúrulegur uppruni. Gerlamengun frá fuglum og öðrum dýrum. • Losun skólps. T.d. frá rotþróm út í ár og læki. • Landbúnaður. T.d. vegna áburðardreifingar. • Rangar tengingar skólps. Skólp er leitt í ofanvatnslagnir í stað skólplagna.

Hér á eftir verður rætt almennt um helstu mengunarefni í ám og vötnum. Mengun vegna næringarefna Næringarefnamengun getur m.a. verið tilkomin vegna losunar á skólpi og notkun og meðferð lífræns og ólífræns áburðar í landbúnaði. Ofanvatn í þéttbýli getur einnig tekið með sér talsvert af næringarefnum úr görðum og opnum svæðum og úrkoma getur borið með sér næringarefnamengun, aðallega köfnunarefni (Tryggvi Þórðarson, 2003a). Mengun af völdum saurgerla Saurgerlar (saurkólí og enterókokkar) eiga uppruna sinn í saur manna og dýra með heitt blóð. Magn þeirra í vatni er því beinn mælikvarði á saurmengun vatnsins. Vatnið er hins vegar ekki kjörlendi saurgerla og magn þeirra getur hafa minnkað talsvert eftir því sem þeir berast lengra frá upprunastað á sýnatökustað. Í undantekningartilvikum getur saurkólí fjölgað sér utan hýsilsins en það sama á ekki við um enterókokka. Þeir þættir sem helst eiga þátt í dauða saurgerla í vatni eru sólarljós, selta, hitastig og afát. Dauðatíðni er að jafnaði meiri að sumarlagi vegna meiri birtu en hitastig hefur einnig þýðingu. Venjulega eru saurgerlar vart mælanlegir í ómenguðu yfirborðsvatni á Íslandi, ekki síst vegna þess að hér lifa fá villt spendýr. Fuglar geta þó verið uppspretta slíkrar mengunar en þó þarf mikið fuglalíf til að saurgerlar fugla mælist í einhverjum mæli. Ef ekki eru sérstakar aðstæður við tiltekið vatn hvað þetta varðar má ætla að saurbakteríurnar stafi að lang mestu leyti af saurmengun af manna völdum, ýmist frá mönnunum sjálfum eða hús- og gæludýrum þeirra (Tryggvi Þórðarson, 2003a). Mengun af völdum málma Málmar geta verið í margföldum náttúrulegum styrk þar sem iðnaðarmengun er til staðar, s.s. frá málmhúðunarfyrirtækjum. Mikið af málmamenguninni tengist hinsvegar bifreiðum (tafla 2). Málmamengun getur að einhverju leyti einnig borist sem aukaefni úr salti sem borið er á götur. Mengunin getur bæði verið í formi uppleystra og fastra málma og málmsambanda. Í föstu formi geta þeir því safnast upp í seti. Þaðan geta þeir borist upp í vatnið að nýju, m.a. við upprót eða í gegnum fæðukeðjuna (Tryggvi Þórðarson, 2003a).

Page 9: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

9

Tafla 2. Helstu uppsprettur þungmálmamengunar í vötnum.

Þungmálmur Helstu uppsprettur Kopar (Cu) Slit lega, vélarhluta, bremsuborða og kælivökvar. Viss fúavarnarefni

innihalda kopar. Zink (Zn) Við dekkjaslit, úr vélaolíu og vélafeiti, zinkhúðuðu járni s.s.

bárujárni. Kadmíum (Cd)

Við dekkjaslit og úr tilbúnum áburði.

Blý (Pb) Slit lega, dekkjaslit, úr vélaolíu og vélafeiti, og kælivökvar. Króm (Cr) Slit á vélahlutum og bremsuborðum. Nikkel (Ni) Úr díselolíu og bensíni, smurolíu, malbiki og við slit bremsuborða.

Arsen (Ar) M.a. úr eldsneyti.

1.4 Staðhættir og helsta mengunarálag

Hér á eftir er stutt umfjöllun um Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá, helsta mengunarálag í hverri á fyrir sig og lausnir sem hafa verið notaðar til að koma í veg fyrir mengun. Kiðafellsá Kiðafellsá er dragá sem á upptök sín í hlíðum Tindstaðafjalls og er mynduð úr lækjum úr hlíðum þess og Eyrarfjalls handan dalsins. Áin fellur niður Miðdal og til sjávar í Hvalfjörð. Vatnasvið Kiðafellsár er um 13 km2

og lengd árinnar er um 9 km (Tryggvi Þórðarson, 2003a) Rennsli liggur ekki fyrir (Friðþjófur Árnason, Veiðimálastofnun, tölvupóstur 24. apríl 2012 ). Eins og staðan er í dag er Kiðafellsá ekki undir miklu mengunarálagi. Þar eru tvö býli, sumarbústaðir og þjóðvegurinn auk malarnáma. Á árinu 2012 stendur til að gera úttekt á ástandi rotþróa í landi Reykjavíkur á Kjalarnesi vestan Mógilsár. Leirvogsá Leirvogsá er dragá sem á upptök sín í Leirvogsvatni á Mosfellsheiði, rennur meðfram hlíðum Esju og fellur til sjávar í norðanverðum Leirvogi. Vatnasvið Leirvogsár er um 85 km2

og lengd árinnar er 19 km (Tryggvi Þórðarson, 2003b) Rennsli liggur ekki fyrir (Friðþjófur Árnason, Veiðimálastofnun, tölvupóstur 24. apríl 2012 ). Í úttekt sem gerð var sumarið 2011 á ástandi fráveitumála í landi Reykjavíkur sem tók til svæðisins við Leirvogsá kom í ljós að líklegt er að frárennsli úr úreltum rotþróm renni í læki og skurði sem renna út í ánna. (Stefanía Lára Bjarnadóttir, 2011). Úrbætur hvað þetta varðar eru þegar komnar í vinnslu hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur Hvað varðar mengunarálag vegna áburðarnotkunar og meðferðar húsdýraáburðar á svæðinu, eru þar nokkur býli sem gætu valdið mengun í ánni, þótt ekki sé hægt að sjá það á niðurstöðum vöktunar 2009 (Tryggvi Þórðarson, 2003 b).

Page 10: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

10

Ofanvatn af þéttum manngerðum flötum var nánast ekki fyrir hendi á vatnasviði Leirvogsár nema við þjóðveg 1 þegar flokkun fór fram. Árið 2009, þegar vöktun fór fram var Leirvogstunguhverfi í uppbyggingu. Með lagningu mislægra vegamóta eða Hringvegar við Leirvogstungu/Tungumela í Mosfellsbæ jókst ofanvatn af þéttum flötum lítillega. Litið er á vegbrýrnar sem hluta af lokaða gatnakerfinu á svæðinu þ.e. með kantsteinum og hefðbundnum niðurföllum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ofanvatn af Hringvegi meðhöndlað með því að veita því í lokað regnvatnskerfi sem tengist ofanvatnskerfi Leirvogstunguhverfis. Þaðan fer það í settjörn eins og ofanvatn af öðrum götum í hverfinu sem staðsett er við ósa Köldukvíslar (Alta og Fjölhönnun, 2008; Jóhann J. Bergmann, Vegagerðin, tölvupóstur 30. Mars 2012).

Úlfarsá Úlfarsá er dragá sem á upptök sín í Hafravatni, rennur að hluta á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og fellur til sjávar í Leirvogi í Blikastaðakró. Vatnasvið árinnar er 54 km2, lengd árinnar er 10,4 km og meðalrennsli er um 1,55 m3/sek (Tryggvi Þórðarson, 2003c). Úlfarsá ásamt 200 m breiðum bakka beggja vegna árinnar er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa. Ástæðan er sú að hún er talin falleg og góð laxveiðiá og við hana eru margir grónir valllendisbakkar. Engum laxaseiðum hefur verið sleppt í ána síðustu áratugina og er stofninn því náttúrulegur og sjálfbær og hefur mikið verndargildi (Helga Helgadóttir, 2011). Úlfarsá er einnig hverfisvernduð samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar og samþykktu Aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Áin er vernduð ásamt 100 m helgunarsvæði beggja vegna árinnar en innan þess eru ekki heimil mannvirki nema til útivistar (Alta, 2003). Meðfram Úlfarsá, Hafravatni og Seljadalsá sem fellur í Hafravatn eru sumarbústaðir og býli, m.a. garðyrkjubýli. Þessi hús eru ekki öll tengd fráveitukerfi sveitarfélaganna en afrennsli frá þeim er leyst á annan máta t.d. leitt um rotþró. Á árinu 2010 var gerð úttekt á ástandi fráveitumála á völdum stöðum í Reykjavík þ.á.m. í Úlfarsfellslandi og er unnið að úrbótum á nokkrum stöðum (Gunnar Fannberg Gunnarsson, 2011). Ofanvatni af þéttum flötum s.s. götum, gangstéttum og bílastæðum er veitt í Úlfarsá. Á þremur stöðum við Úlfarsá er búið að koma fyrir settjörnum til hreinsunar ofanvatns áður en vatnið er leitt út í ána til að draga úr hættu á mengun (mynd 1, viðauki 4). Í dag er settjörn á á gatnamótum Vesturlandsvegar og Reynisvatnsvegar sem tekur við ofanvatni frá norður og vestur hluta íbúðabyggðar Grafarholts (settjörn 1). Önnur tekur afrennsli frá athafnasvæði austan Vesturlandsvegar og mun í framtíðinni taka afrennsli frá fyrirhuguðum hverfum þar fyrir austan allt að Leirtjörn (settjörn 2). Þriðja settjörnin er vestan Korputorgs og tekur í dag einungis afrennsli frá verslunarhúsinu og tengdum bifreiðastæðum en mun í framtíðinni einnig taka afrennsli frá fyrirhugaðri íbúðabyggð austan Vesturlandsvegar (Sigurður Ingi Skarphéðinsson, Orkuveita Reykjavíkur, tölvupóstur 11. apríl 2012) (settjörn 3). Ofangreindar settjarnir og frárennsliskerfi eru á forræði Orkuveitu Reykjavíkur sem sér um uppbyggingu og rekstur fráveitukerfis Reykjavíkurborgar. Ekkert ofanvatn af Vesturlandsvegi fer í

Page 11: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

11

settjarnir við Úlfarsá (Sigurður Ingi Skarphéðinsson, Orkuveita Reykjavíkur, tölvupóstur 11. apríl 2012).

Mynd 1. Staðsetning settjarna við Úlfarsá (kort unnið af Þresti I. Víðissyni).

Page 12: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

12

2.Framkvæmd vöktunar, sýnatökustaðir, efni og aðferðir

Náttúrulegar sveiflur eru eðlilegar í ám og þær eru ástæða þess að svo oft þarf að taka sýni til að lýsa efnainnihaldi ánna. Mestu líkurnar á háum gildum af völdum auðleystra agna eru þegar vatnavextir eru í ánni því þá er áin að jafnaði gruggugust. Með sýnatöku í hverjum mánuði allt árið í ám er að jafnaði hægt að afla nægrar vitneskju til að fá mat á meðalinnihald heildarmálma viðkomandi vatns þrátt fyrir sveiflur sem kunna að koma fram (Tryggvi Þórðarson, 2003a).

Hér á eftir fylgir lýsing á því hvaða þættir voru vaktaðir í Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá, árið 2009, sýnatökustaðir, meðhöndlun sýna og hvar greining fór fram. Í kafla 2.6 er rætt um umhverfismörk skv. reglugerð um varnir gegn mengun vatns.

2.1 Sýnatökustaðir

Einungis var notast við einn sýnatökustað í hverri á og voru það sömu sýnatökustaðirnir og notaðir voru við flokkun vatnsins.

Mynd 2. Sýnatökustaðir við vöktunina. Kiðafellsá: Sýnatökustaðurinn er rétt neðan við þjóðveginn. Staðarákvörðun sýnatökustaðarins er N64°18,096´, V21°47,320. Leirvogsá: Sýnatökustaðurinn er rétt neðan við brú á þjóðveginum. Staðarákvörðun sýnatökustaðarins er N64°11,297´, V21°41,199. Úlfarsá: Sýnatökustaðurinn er efst í sléttum kafla, um 100-200 m ofan við neðsta fossinn. Staðarákvörðun hans er N64°09,874´, V21°44,748.

Page 13: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

13

2.2 Vöktunarþættir

Eftirfarandi efnaþættir voru vaktaðir: Saurgerlar (saurkólígerlar og enterókokkar), heildarfosfór (t-P), fosfat (PO

4-P), heildarköfnunarefni (t-N), ammóníak (NH

4-N), heildar lífrænt kolefni (TOC),

heildarmagn málmanna kopars (Cu), zinks (Zn), kadmíums (Cd), blýs (Pb), króms (Cr), nikkels (Ni) og arsens (As). Auk þess voru vatnshiti (°C), sýrustig (pH) og leiðni (µS/cm) mæld. Tími sýnatöku ásamt veðurlýsingu og sjávarfallatölum var skráður.

2.3 Sýnataka

Sýni voru tekin á þeim stöðum sem þegar hafa verið tilgreindir. Sýnin voru tekin beint í þar til gerðar sýnatökuflöskur frá rannsóknarstofum. Við sýnatökuna voru notaðir plasthanskar. Reynt var að forðast að fá sjáanleg ”óhreinindi” með í sýnaflöskuna, s.s. slý, flugur o.þ.h og voru sýnin tekin um 10-20 cm undir yfirborði og upp í straumstefnuna. Fyrir málmgreiningar voru notaðar 60 ml sýruþvegnar flöskur og fyrir næringarefni 2x 250 ml flöskur. Flöskur fyrir greiningu á málmum og næringarefnum voru frá rannsóknastofu Sveriges Lantbruksuniversitet (SLU) sem sá um efnagreiningu sýnanna. Bakteríusýni voru tekin í gerilsneyddar plastflöskur frá Matís ohf., 250 ml eða stærri. Áður en sýni til efnagreininga voru tekin voru flöskurnar skolaðar upp úr vatninu sem sýnið var tekið úr. Bakteríusýnaflöskur voru ekki skolaðar áður en sýni var tekið. Sýnin voru ekki síuð skv. leiðbeiningum frá rannsóknastofu og í samræmi við það sem gert var við flokkun ánna. Alls voru 12 sýni tekin á 12 mánaða tímabili í hverri á. Sýnatökudagar voru ekki fyrirfram ákveðnir heldur valdir jafnóðum. Miðað var við að fara í sýnatöku á fjöru til að fá sem minnst áhrif af sjávarföllum því sýni voru tekin neðarlega í ánum. Þó var miðað við að fara í upphafi viku svo hægt væri að greina sýnin um leið og þau kæmu á áfangastað. Sýni voru merkt skv. leiðbeiningum frá greiningaraðilum bæði í Svíþjóð og á Íslandi.

2.4 Meðhöndlun, geymsla og flutningur sýna

Næringarefna- og þungmálmasýni voru send strax út til greiningar hjá Sveriges Lantbruksuniversitet (SLU) í Uppsala í Svíþjóð. Sýnin voru send þangað með hraðsendingarþjónustu, geymd í myrkri og kæld. Bakteríusýni voru geymd í kælikassa og fóru til Matís ohf til ræktunar samdægurs þar sem þau voru rannsökuð m.t.t. saurkólígerla (E. coli) og enterókokka í 100 ml sýnis. Þungmálmaflöskurnar höfðu verið sýruþvegnar af greiningaraðilanum og voru með eimuðu vatni. Þungmálmaflöskurnar voru tæmdar af eimuðu vatni og skolaðar með sýnatökuvatni áður en fylltar aftur skv. leiðbeiningum greiningaraðila.

Page 14: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

14

Ammoníak varð að greina innan 24 tíma frá því að sýni var tekið, auk þess sem fosfat og heildar lífrænt kolefni varð að greina innan 1-3 sólarhringa.

2.5 Mælingar og efnagreiningar

Staðarákvörðun, sem var sú sama og var notuð við flokkun ánna, var gerð án leiðréttingar með Garmin Geko 201 staðarákvörðunartæki með WAAS viðmiðun. Vatnshiti var mældur með kvikasilfursmæli CaterTemp Plus (221 056) frá ETI með upplausn: 0,1°C. Sýrustig (pH) var mælt á staðnum með Double junction pH Testr3 handmæli frá OAKTON Instruments og leiðni með EC Testr low handmæli frá OAKTON (0-1999 míkrósímens). Ræktun á saurgerlum (saurkólígerla (E.

coli) og enterókokka í 100 ml sýnis) fór fram hjá Matís ohf. Mælingar rannsóknastofunnar hafa faggildingu samkvæmt staðlinum ISO 17025. Líftala eða fjöldi örvera var ákvörðuð með síun gegnum himnu og með talningu kólónía. Aðferð ÖVA 12 var notuð til að ákvarða líftölu enterókokka og aðferð ÖVA 2 var notuð til að ákvarða líftölu saurkólí. Þessar aðferðir eru faggildar aðferðir hjá Matís ohf. og eru teknar út af sænsku löggildingastofunni Swedac. Efnagreining sýna fór fram hjá rannsóknastofu Vatten och Miljö SLU (Sveriges Lantbruksuniversitet) í Svíþjóð. Allar efnagreiningar voru gerðar á ósíuðum sýnum. Gerð er grein fyrir efnagreiningaraðferðum og efnagreiningartækjum í töflu 3. Tafla 3. Efnagreiningaraðferðir og efnagreiningartæki. Taflan var gerð af rannsóknaraðila SLU.

Efnagreiningaraðferð Efnagreiningartæki Ammóníak (NH4-N)

Bran Luebbe Method No G-171-96, Rev 1 för AA 3 Autoanalyzer (Spektrofotometrisk detektion)

Autoanalyzer 3 från SEAL

Fosfat (PO4-P) Bran Luebbe Method No G-175-96 Rev för AA 3 Autoanalyzer (Spektrofotometrisk detektion)

Autoanalyzer 3 från SEAL

t-N SS EN ISO 12260:2004 Shimadzu Instrumentmanual Förbränning, kvävet förbränns till kväveoxid som mäts med en kemilumini-scensdetektor

Shimadzu TOC-VCPH med TNM-1 modul

t-P SS EN ISO 6878:2005, mod Bran Luebbe, Method No: G-175-96 Rev för AA 3 Autoanalyzer (Spektrofotometrisk detektion)

Autoanalyzer 3 från SEAL

Þungmálmar SS-EN ISO 17294-2:2005 ICP/MS-DRC

Elan DRC-e från Perkin Elmer

TOC SS-EN 1484, utg 1 Shimadzu Instrumentmanual Förbränning, kolet förbränns till koldioxid som mäts med en NDIR-detektor

Shimadzu TOC-VCPH

Page 15: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

15

Næmni efnagreininga og skekkjumörk Rannsóknastofa SLU er með vottun frá SWEDAC. Mæling á næringarefnum var endurtekin eftir ákveðinn tíma á rannsóknastofunni. Í sumum tilvikum voru fosfat og heildarfosfór ekki í lógísku sambandi. Þetta átti sér stað þegar niðurstöður mælinga voru mjög nálægt greiningarmörkum. Í töflu 4 má sjá umhverfismörk sem gerðar eru kröfur um í reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns miðað við lægstu greiningarmörkin hjá rannsóknastofu SLU. Upplýsingar um aðferðafræði og mælinákvæmni við efnagreiningarnar er að finna á slóð SLU (http://www.slu.se/sv/fakulteter/nl-fakulteten/om-fakulteten/institutioner/institutionen-for-vatten-och-miljo/laboratorier/vattenkemiska-laboratoriet/vattenkemiska-analysmetoder/). Tafla 4. Greiningarmörk SLU og umhverfismörk I í rgl. nr. 796/1999.

Kröfur í reglugerð nr. 796/199

Lægstu greiningarmörk SLU

t-N <0,3 mg/l 0,05 mg/l NO3-N <0,01 mg/l 0,005 mg/l NH4-N <0,01 mg/l 0,001 mg/l

t-P <0,01 mg/l 0,002 mg/l PO4-P <0,01 mg/l 0,001 mg/l TOC <1,5 mg/l 0,5 mg/l Cu <0,5 µg/l 0,04 µg/l Zn <5 µg/l 0,2 µg/l Cd <0,01 µg/l 0,005 µg/l Pb <0,2 µg/l 0,02 µg/l Cr <0,3 µg/l 0,05 µg/l Ni <0,7 µg/l 0,05 µg/l As <0,4 µg/l 0,03 µg/l

2.6 Umhverfismörk

Í reglugerð nr. 796/1999 er að finna skilgreiningar á flokkum vatns m.t.t. mengunar og eru flokkarnir fimm talsins (tafla 5). Flokkunin nær til yfirborðs- og grunnvatns. Forsendum flokkunarinnar er nánar lýst í 10. gr. reglugerðarinnar og með hliðsjón af fylgiskjali með reglugerðinni þar sem umhverfismörk einstakra efna og efnasambanda eru skilgreind fyrir ástand vatns. Samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 796/1999 skulu heilbrigðisnefndir skilgreina langtímamarkmið fyrir vatn og miða þau við flokka A og B. Í töflu 5 má sjá mengunarflokka fyrir vatn skv. reglugerð nr. 796/1999.um varnir gegn mengun vatns. Litamerkingar vísa til litar á skýringaruppdráttum við deiliskipulagsgerð.

Page 16: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

16

Tafla 5. Mengunarflokkar fyrir grunnvatn og yfirborðsvatn skv. reglugerð nr. 796/1999.

Flokkur Ástand

A Ósnortið vatn

B Lítið snortið vatn

C Nokkuð snortið vatn

D Verulega snortið vatn

E Ófullnægjandi vatn

Forsendur vatnaflokkanna eru skv. 10. gr. reglugerðar nr. 796/1999 eftirfarandi: Flokkur A. Ósnortið vatn. Engar eða litlar vísbendingar eru um áhrif frá mannlegri starfsemi á lífríki eða á efna- og eðlisfræðilegt umhverfi þess. Lífríki og efna- og eðlisfræðilegar breytur eru í samræmi við náttúrulegt ástand eða skilgreind bakgrunnsgildi. Flokkur B. Lítið snortið vatn. Lítil og ekki skaðleg áhrif eru greinanleg á lífríki og efna- og eðlisfræðilegt umhverfi þess vegna mannlegrar starfsemi. Efna- og eðlisfræðilegar breytur víkja lítillega frá skilgreindu bakgrunnsgildi, sbr. umhverfismörk í fylgiskjali með reglugerðinni. Flokkur C. Nokkuð snortið vatn. Marktæk áhrif eru á lífríki og efna- og eðlisfræðilegt umhverfi þess vegna mannlegrar starfsemi. Lífríki víkur nokkuð frá þeirri gerð sem við mætti búast ef umhverfi væri óraskað. Efna- og eðlisfræðilegar breytur víkja nokkuð frá skilgreindu bakgrunnsgildi, sbr. umhverfismörk í fylgiskjali með reglugerðinni. Flokkur D. Verulega snortið vatn. Veruleg og skaðleg áhrif á líffræðileg samfélög og efna- og eðlisfræðilegt umhverfi þeirra vegna mannlegrar starfsemi. Efna- og eðlisfræðilegar breytur víkja verulega frá skilgreindu bakgrunnsgildi, sbr. umhverfismörk í fylgiskjali með reglugerðinni. Flokkur E. Ófullnægjandi vatn. Ófullnægjandi ástand vatns utan þynningarsvæða fyrir losun efna frá mengandi starfsemi. Saurgerlar (saurkólígerlar og enterókokkar) eru vísbending um aðra mengun og því upplagðir mælikvarðar til vöktunar á vatni. Saurkólígerlar og enterókokkar fjölga sér illa eða ekki í vatni og því er gott að nýta þessar örverutegundir til þess að meta hugsanlega mengun. Enterókokkar eru harðgerari tegund en saurkólígerlar og geta því bent til eldri saurgerlamengunar á þeim stað sem verið er að mæla. Í fylgiskjali A með reglugerð nr. 796/1999, um varnir gegn mengun vatns, eru umhverfismörk fyrir gerlamengun í yfirborðsvatni vegna útivistar skilgreind og telst ásættanlegt ef vötn falla í I-II flokk (tafla 6).

Page 17: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

17

Tafla 6. Umhverfismörk fyrir saurgerlamengun í yfirborðsvatni vegna útivistar, sbr. fylgiskjal A með reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns.

Flokkur Ástand

I Mjög lítil eða engin saurgerlamengun

(< 14/100 ml)

II Lítil saurgerlamengun (14-100/100 ml)

III Nokkur saurgerlamengun (100-200/100 ml)

IV Mikil saurgerlamengun (200-1000/100 ml)

V Ófullnægjandi ástand vatns (>1000/100 ml)

Í fylgiskjali með reglugerð nr. 796/1999 eru skilgreindir fimm flokkar vatns m.t.t. umhverfismarka á nokkrum mengunarþáttum, þ. á m. fyrir saur-, málm- og næringarefnamengun. Umhverfismörkin byggjast á viðmiðunargildum sem tilgreind eru í fylgiskjalinu fyrir hvern mengunarþátt (Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingvason og Stefán Már Stefánsson, 2008).

Page 18: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

18

3. Niðurstöður og umræður

Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá eru vinsælar laxveiðiár og er afar sérstakt að hafa aðgengi að slíku ám í nálægð við helsta þéttbýliskjarna landsins. Undanfarin ár hefur mengunarálag aukist, sérstaklega í Úlfarsá og Leirvogsá, m.a. vegna þess að byggðin hefur sífellt færst nær ánum með hugsanlegum neikvæðum áhrifum á lífríki ánna m.a. vegna mengandi efna sem geta borist þangað. Á sama tíma hefur þó almenn umræða um náttúruvernd aukist . T.d. hefur settjörnum verið komið fyrir við Úlfarsá og Leirvogsá til að draga úr líkum á mengunarslysum vegna ofanvatns (Friðþjófur Árnason, 2007). Í flokkunarskýrslum fyrir Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá voru sett fram langtímamarkmið til að koma ástandi þeirra í náttúrulegt ástand, þ.e. mengunarflokk A fyrir öll flokkunaratriðin (viðauki 1). Í flokkunarskýrslum var jafnframt mælt með vöktun með vissu árabili og fór fyrsta vöktun fram árið 2009. Við vöktunina voru gerðar mælingar á sömu þáttum og við flokkunina, þ.e. á næringarefnum, kolefni, saurgerlum og þungmálmum. Aðrir þættir sem mældir voru, pH, leiðni og hitastig, eru ekki flokkunarþættir en gefa skýrari mynd af viðkomandi vatnsfalli þegar sýnið var tekið. Sýrustig ræðst fyrst og fremst af jarðefnafræðilegum þáttum og lífrænum efnaskiptaferlum í ánni en leiðni er mælikvarði á heildarstyrk uppleystra jóna í vatninu og ræðst af jarðefna- og vatnafræðilegri sögu vatnsins og mengunarálagi (Tryggvi Þórðarson, 2006). Hér á eftir verður rætt um niðurstöður þeirra þátta sem mældir voru og þær bornar saman við niðurstöður úr flokkun ánna.

3.1 Eðlisþættir

Hitastig var við frostmark í ánum þegar kaldast var í desember og náði hæst í um 17 °C í júlí . Þetta eru sambærilegar niðurstöður og við flokkun ánna (tafla 7). Tafla 7. Lægstu og hæstu gildi hitastigs í Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá árið 2009.

Kiðafellsá

lægsta/hæsta hitastig (°C) Leirvogsá

lægsta/hæsta hitastig (°C) Úlfarsá

lægsta/hæsta hitastig (°C) -0,4/10,4 -0,7/13,8 -0,4/16,9

Við vatnshitamælingar í Úlfarsá sem framkvæmdar eru af Veðurstofunni sýndu hitastigsmælingar á punkti sem er rétt neðan við brúna á Vesturlandsvegi svipaðar hitastigssveiflur og við vöktunina árið 2009 (viðauki 2).

Page 19: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

19

Í töflum 8-10 má sjá niðurstöður mælinga og skráninga á eðlisþáttum og veðurfari þá daga sem sýnataka fór fram (töflur 8-10). Tafla 8. Kiðafellsá 2009. Niðurstöður mælinga og skráninga á sjávarföllum, vatnshita, sýrustigi, leiðni og veðurlýsing.

Dagsetning

sýnatöku

Tími

sýnatöku

Flóð og fjara

Tími (kl) hæð(m)

Vatnshiti

(°C)

Sýrustig

(pH)

Leiðni

(µS/m)

Veðurlýsing

19.1.2009 09:20 00:26 3,1

06:40 1,4

1,1 6,8 116 SA, 3 m/s, -0 °C,

léttskýjað

23.2.2009 09:30 05:52 3,7

12:07 0,7

2,5 6,5 76 SV, 5 m/s, 6 °C,

alskýjað

23.3.2009 09:50 04:46 3,3

11:03 0,9

1,6 7,6 93 SSV, 2 m/s, 1 °C,

skýjað

27.4.2009 10:15 07:34 3,8

13:44 0,2

4,1 6,8 96 SV, 1 m/s, 8 °C,

heiðskírt

25.5.2009 10:10 06:39 3,7

12:48 0,2

5,2 7,3 86 S, 7 m/s, 8,2 °C,

skýjað

22.6.2009 11:00 05:40 3,6

11:50 0,4

8,7 8,2 104 SV, 7 m/s, 9 °C,

skýjað

20.7.2009 09:45 04:36 3,3

10:48 0,7

10,4 6,7 120 N, 5 m/s, 20 °C,

hálfskýjað

24.8.2009 10:20 08:52 4,0

15:01 0,3

8,1 8,2 104 N, 2 m/s, 12,4 °C,

skýjað

28.9.2009 09:55 01:46 2,6

08:08 1,7

3 8,4 89 A, 2 m/s, 6,2 °C,

heiðskírt.

19.10.2009 10:10 06:41 4,3

12:54 0,2

2,6 8,6 85 A, 3 m/s, 3,0 °C,

skýjað

30.11.2009 10:30 04:38 3,7

10:56 0,9

-0,4 8,2 110 A-NA, 3 m/s, -1,6°C,

skýjað

21.12.2009 06:20 02:53 0,9

09:10 3,7

-0,5 6,9 105 NA, 4 m/s, -2,0°C

léttskýjað

Page 20: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

20

Tafla 9. Leirvogsá 2009. Niðurstöður mælinga og skráninga á sjávarföllum, vatnshita, sýrustigi, leiðni og veðurlýsing.

Dagsetning

sýnatöku

Tími

sýnatöku

Háflóð

Tími (kl) hæð(m)

Vatnshiti

(°C)

Sýrustig

(pH)

Leiðni

(µS/m)

Veðurlýsing

19.1.2009 09:48 00:26 3,1

06:40 1,4

0,2 7,0 131 SA, 3 m/s, -0 °C,

léttskýjað

23.2.2009 09:50 05:52 3,7

12:07 0,7

0,2 7,5 69 SV, 5 m/s, 6 °C,

alskýjað

23.3.2009 10:35 04:46 3,3

11:03 0,9

0,8 7,6 76 SSV, 2 m/s, 1 °C,

skýjað

27.4.2009 10:40 07:34 3,8

13:44 0,2

4,8 7,3 72 SV, 1 m/s, 8 °C,

heiðskírt

25.5.2009 10:36 06:39 3,7

12:48 0,2

6,5 7,5 63 S, 7 m/s, 8,2 °C,

skýjað

22.6.2009 11:30 05:40 3,6

11:50 0,4

9,6 7,9 67 SV, 7 m/s, 9 °C,

skýjað

20.7.2009 10:05 04:36 3,3

10:48 0,7

13,8 7,7 83 N, 5 m/s, 20 °C,

hálfskýjað

24.8.2009 10:45 08:52 4,0

15:01 0,3

8,9 7,8 77 N, 2 m/s, 12,4 °C,

skýjað

28.9.2009 10:22 01:46 2,6

08:08 1,7

3,2 7,9 74 A, 2 m/s, 6,2 °C,

heiðskírt.

19.10.2009 10:30 06:41 4,3

12:54 0,2

2,4 7,6 74 A, 3 m/s, 3,0 °C,

skýjað

30.11.2009 11:00 04:38 3,7

10:56 0,9

-0,6 7,8 91 A-NA, 3 m/s, -1,6°C,

skýjað

21.12.2009 06:54 02:53 0,9

09:10 3,7

-0,7 7,5 85 NA, 4 m/s, -2,0°C

léttskýjað

Page 21: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

21

Tafla 10. Úlfarsá 2009. Niðurstöður mælinga og skráninga á sjávarföllum, vatnshita, sýrustigi, leiðni og veðurlýsing.

Dagsetning

sýnatöku

Tími

sýnatöku

Háflóð

Tími (kl) hæð(m)

Vatnshiti

(°C)

Sýrustig

(pH)

Leiðni

(µS/m)

Veðurlýsing

19.1.2009 10:05 00:26 3,1

06:40 1,4

0 7,4 162 SA, 3 m/s, -0 °C,

léttskýjað

23.2.2009 10:30 05:52 3,7

12:07 0,7

1,7 7,4 124 SV, 5 m/s, 6 °C,

alskýjað

23.3.2009 10:55 04:46 3,3

11:03 0,9

1,7 7,2 139 SSV, 2 m/s, 1 °C,

skýjað

27.4.2009 11:15 07:34 3,8

13:44 0,2

6,8 6,3 122 SV, 1 m/s, 8 °C,

heiðskírt

25.5.2009 11:00 06:39 3,7

12:48 0,2

8,7 8,0 128 S, 7 m/s, 8,2 °C,

skýjað

22.6.2009 12:00 05:40 3,6

11:50 0,4

12 8,0 121 SV, 7 m/s, 9 °C,

skýjað

20.7.2009 10:25 04:36 3,3

10:48 0,7

16,9 8,3 132 N, 5 m/s, 20 °C,

hálfskýjað

24.8.2009 12:20 08:52 4,0

15:01 0,3

12,2 8,0 126 N, 2 m/s, 12,4 °C,

skýjað

28.9.2009 10:40 01:46 2,6

08:08 1,7

5 7,9 117 A, 2 m/s, 6,2 °C,

heiðskírt.

19.10.2009 11:43 06:41 4,3

12:54 0,2

3,1 7,8 112 A, 3 m/s, 3,0 °C,

skýjað

30.11.2009 11:23 04:38 3,7

10:56 0,9

-0,3 7,6 151 A-NA, 3 m/s, -1,6°C,

skýjað

21.12.2009 09:25 02:53 0,9

09:10 3,7

-0,4 7,3 145 NA, 4 m/s, -2,0°C

léttskýjað

Sýrustig mældist á bilinu pH 6,3 til 8,6 í ánum. Árstíðarbreytingar á pH voru ekki miklar við

vöktunina sem var sambærilegt og við flokkunina. Sýrustig mældist þó almennt lægra við vöktunina

en þegar flokkun fór fram. Miðgildið fyrir pH var um 7,5 fyrir allar árnar en við flokkun var

miðgildið nær 8. Á mynd 3 má sjá samanburð á sýrustigi í Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá við

vöktunina árið 2009 (mynd 3).

Page 22: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

22

Mynd 3. Mælingar á sýrustigi í Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá árið 2009. Ekki hafa farið fram neinar rennslismælingar í Kiðafellsá og Leirvogsá. Hinsvegar hafa verið gerðar rennslismælingar í Úlfarsá allt frá árinu 1951. Vatnshæðarmælingar hófust í ánni árið 1951 með vatnshæðarmæli V81. Ástæðan fyrir því að farið var að mæla rennslið var að vatn úr ánni var notað í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Frá árinu 1951 til 1970 var lesið á kvarða fyrir ofan brúna á þjóðveginum en þá var komið fyrir síritandi skráningartæki á sama stað, en í október sama ár var síritinn fluttur niður fyrir brú í brunnmælistöð og hefur verið þar síðan. Mælistaðurinn ofan brúarinnar hefur staðarnúmerið V81 en staðurinn neðan brúarinnar V311 (Veðurstofan, 2012). Ekki voru skráðar athugasemdir um vatnafar við sýnatöku aðrar en þær að í júlí var lítið rennsli á sýnatökustað við Leirvogsá. Á mynd 4 má sjá samanburð á rennsli og sýrustigi í Úlfarsá árið 2009.

Mynd 4. Samanburður á rennsli í Úlfarsá og sýrustigi (pH) árið 2009.

6

6,5

7

7,5

8

8,5

9p

H Kiðafellsá

Leirvogsá

Úlfarsá

0

0,5

1

1,5

2

2,5

6,0

6,5

7,0

7,5

8,0

8,5

m3

/s

pH

pH

m3/s

Page 23: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

23

Hæstu pH gildi mældust um sumarið þegar minnst rennsli í ánni og er það í samræmi við það sem sást við flokkunina. Meðalgildi pH í úrkomu er 5,4 og þekkt er að pH í straumvötnum er að jafnaði lægra í leysingum á vorin (Tryggvi Þórðarson, 2003c). Þann 19. apríl var sýrustig lægst og má ætla að pH úrkomunnar/leysingarvatnsins hafi þar sett mark sitt á árvatnið. Skv. niðurstöðum í úrkomumælingum og rennlismælingum var nokkuð mikil rigning dagana áður (viðauki 3). Meðalmánaðargildið fyrir úrkomu var 1,66 mm en var yfir 2 mm alla vikuna áður. Í töflu 11 má sjá daglegt meðalrennsli í Úlfarsá þá daga sem sýnataka fór fram. Niðurstöður rennslismælinga og úrkomumælinga í Úlfarsá árið 2009 eru birtar í heild sinni í viðaukum 2 og 3 (Veðurstofa Íslands, 2012a; Veðurstofa Íslands 2012b). Tafla 11. Mælingar á dagsrennsli í Úlfarsá sýnatökudagana árið 2009.

Dags. 19.01. 23.02. 23.03. 27.04. 25.05. 22.06. 20.07. 24.08. 21.09. 19.10. 30.11. 21.12.

m3/s 1,04 1,80 2,25 1,52 0,74 0,58 0,33 0,35 0,62 1,91 0,41 0,35

Tafla 12. Meðal mánaðarrennsli í Úlfarsá árið 2009.

Mánuður jan feb mars apríl maí júní júlí ágúst sept okt nóv des

m3/s 1,69 1,20 1,37 1,66 1,36 0,62 0,39 0,38 0,54 1,16 0,90 1,13

Leiðni er mælikvarði á uppleystar jónir í vatni. Leiðni í ánum var á bilinu 60-160 en meðtalið fyrir Kiðafellsá var 100 µS/cm og 80 µS/cm í Leirvogsá. Meðaltalið í Úlfarsá var hærra eða 130 µS/cm. Í dragám er leiðnin að meðatali lág leiðni eða á bilinu 20-120 µS/cm (töflur 8-10). Í töflu 13 eru niðurstöður fyrir hitastig og leiðni í Úlfarsá annarsvegar á stað V311 þar sem vatnshæðarmælir er staðsettur og hinsvegar á sýnatökustað. Niðurstöður mælinga á sýnatökustaðnum voru alltaf ívið hærri en við V311. Tafla 13. Samanburður á niðurstöðum á leiðni og hitastigi á sýnatökustað og þar sem vatnshæðarmælir V311 er staðsettur.

Dags. Leiðni V311 (µS/m)

Leiðni sýnatökustað (µS/m)

Vatnshiti V311 (°C)

Vatnshiti sýnatökustað (°C)

19.01.09 119 162 0,7 0 23.02.09 104 124 1,4 1,7 23.03.09 97 139 1,9 1,7 27.04.09 107 122 5,9 6,8 25.05.09 102 128 9,5 8,7 22.06.09 110 121 10,8 12 20.07.09 104 132 15,1 16,9 24.08.09 101 126 10,8 12,2 21.09.09 102 117 9,0 5 19.10.09 103 112 3,9 3,1 30.11.09 121 151 0,5 -0,3 21.12.09 140 145 0,7 -0,4

Page 24: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

24

3.2 Næringarefni og kolefni

Í töflum 14-16 má sjá niðurstöður úr mælingum á næringarefnum og kolefni í Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá við vöktun árið 2009. Styrkur heildarnæringarefna (t-P og t-N) var yfirleitt lágur í öllum ánum og ekki varð vart ártíðarmunar nema helst í Leirvogsá á t-N en þar voru gildi lægri yfir sumartímann. Hæstu gildi heildar fosfórs (t-P) var í Leirvogsá í nóvember þegar gildið fór í 63 µg/l en annars fóru gildi þar aldrei yfir umhverfismarkaflokk II (Reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999). Tafla 14. Niðurstöður mælinga á næringarefnum og kolefni í Kiðafellsá árið 2009.

Dags. sýnatöku

Tími sýnatöku

NH4-N µg/l

Tot-N_TNb µg/l

PO4-P µg/l

Tot-P µg/l

TOC mg/l

19.1.2009 09:20 2 147 15 25 1,9 23.2.2009 09:30 2 97 15 24 1,5 23.3.2009 09:50 2 117 12 14 2 27.4.2009 10:15 3 76 12 14 1,8 25.5.2009 10:10 4 123 16 35 3,1 22.6.2009 11:00 1 65 11 10 2,4 20.7.2009 09:45 2 80 11 8 2,6 24.8.2009 10:20 5 77 10 8 2,8 28.9.2009 09:55 1 92 12 14 2,2

19.10.2009 10:10 3 74 12 16 1,7 30.11.2009 10:30 5 134 12 12 0,9 21.12.2009 06:20 2 126 11 11 2,2

Meðaltal 2,7 101 12,4 15,9 2,7 Staðalfrávik 1,4 28 1,9 8,1 1,4

Umhverfismörk I <10 <300 <10 <20 <1,5 II 10-25 300-750 10-20 20-40 1,5-3

III 25-100 750-1.500 20-50 40-90 3-6 IV 100-250 1.500-2.500 50-100 90-150 6-10 V >250 >2.500 >100 >150 >10

Page 25: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

25

Tafla 15. Niðurstöður mælinga á næringarefnum og kolefni í Leirvogsá árið 2009.

Dags. sýnatöku

Tími sýnatöku

NH4-N µg/l

Tot-N_TNb µg/l

PO4-P µg/l

Tot-P µg/l

TOC mg/l

19.1.2009 09:20 2 69 8 7 2,1 23.2.2009 09:30 1 52 6 11 1

23.3.2009 09:50 1 42 6 6 1,8 27.4.2009 10:15 2 32 5 5 1,2

25.5.2009 10:10 1 32 6 5 1,2 22.6.2009 11:00 1 35 7 8 1,5 20.7.2009 09:45 3 43 5 6 1,6

24.8.2009 10:20 5 42 4 13 1,8 28.9.2009 09:55 1 45 5 5 1,5

19.10.2009 10:10 3 64 5 5 1,5 30.11.2009 10:30 2 78 6 63 1,6 21.12.2009 06:20 1 69 8 6 1,6

Meðaltal 1,9 50 5,9 11,7 1,5 Staðalfrávik 1,2 16 1,2 16,4 0,30

Umhverfismörk I <10 <300 <10 <20 <1,5 II 10-25 300-750 10-20 20-40 1,5-3

III 25-100 750-1.500 20-50 40-90 3-6 IV 100-250 1.500-2.500 50-100 90-150 6-10 V >250 >2.500 >100 >150 >10

Tafla 16. Niðurstöður mælinga á næringarefnum og kolefni í Úlfarsá árið 2009.

Dags. sýnatöku

Tími sýnatöku

NH4-N µg/l

Tot-N_TNb µg/l

PO4-P µg/l

Tot-P µg/l

TOC mg/l

19.1.2009 09:20 50 226 6 12 2,4

23.2.2009 09:30 11 165 6 11 1,8 23.3.2009 09:50 11 155 6 9 2,5 27.4.2009 10:15 15 140 5 36 2

25.5.2009 10:10 10 113 5 10 2,3 22.6.2009 11:00 19 147 5 12 2,7

20.7.2009 09:45 41 210 8 13 3,1 24.8.2009 10:20 238 410 18 25 3,1

28.9.2009 09:55 3 159 4 9 2,3 19.10.2009 10:10 6 143 5 9 2,1 30.11.2009 10:30 13 193 7 18 2,5

21.12.2009 06:20 15 248 10 10 2,8

Meðaltal 36 192 7,1 14,5 2,47 Staðalfrávik 65 79 3,8 8,2 0,41 Umhverfismörk I <10 <300 <10 <20 <1,5

II 10-25 300-750 10-20 20-40 1,5-3 III 25-100 750-1.500 20-50 40-90 3-6 IV 100-250 1.500-2.500 50-100 90-150 6-10 V >250 >2.500 >100 >150 >10

Page 26: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

26

Uppleystu næringarefnin fosfat (PO4-P) og ammóníak (NH4-N) féllu í umhverfismarka- flokk I jafnt sumar sem vetur í Leirvogsá. Ammóníak var í umhverfismarkaflokki I við allar sýnatökur í Kiðafellsá en meðaltalið fyrir fosfat (PO4-P) féll í II flokk. Hæsta gildi ammóníaks og heildar köfnunarefnis (Tot-N_TNb) í Úlfarsá voru í ágúst. Heildar lífrænt kolefni (TOC) var á bilinu frá 0,9 til 3,1 mg/l en sveiflur í gildunum voru almennt litlar. Við flokkun á Leirvogsá fóru gildi fyrir TOC fjórum sinnum yfir umhverfismarka flokk II og lenti áin því í flokki B. Ekki er það sama upp á teningnum hvað varðar vöktunina árið 2009 en þá fór TOC aldrei yfir mörkin. Á mynd 5 má sjá samanburð á TOC í ánum við vöktun (mynd 5).

Mynd 5. Samanburður á TOC í Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá við vöktun árið 2009.

Í töflu 17 má sjá samanburð á meðaltali fyrir næringarefni og TOC í ánum annarsvegar við vöktun og hinsvegar við flokkun ánna. Tafla 17. Samanburður á meðaltali fyrir næringarefni og TOC í ánum við vöktun/flokkun.

NH4-N µg/l Tot-N_TNb µg/l PO4-P µg/l Tot-P µg/l TOC mg/l Kiðafellsá 2,7/11,6 101/201 12,4/10,7 15,9/16,2 2,7/1,94 Leirvogsá 1,9/<9 50/<50 5,9/<6 11,7/<10 1,5/3,09 Úlfarsá 36/12 192/146 7,1/6 14,5/8 2,47/3,70

0

0,5

1

1,5

2

2,5

3

3,5

TOC

(m

g/l)

Kiðafellsá

Leirvogsá

Úlfarsá

Page 27: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

27

3.3 Saurgerlar

Í töflum 18 til 20 má sjá niðurstöður úr mælingum á styrk saurgerla í Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá árið 2009. Tafla 18. Niðurstöður mælinga á saurgerlum í Kiðafellsá árið 2009.

Dags. sýnatöku

Tími sýnatöku Saurkólí Enterókokkar

19.1.2009 09:20 12 0 23.2.2009 09:30 13 6

23.3.2009 09:50 6 1 27.4.2009 10:15 1 1

25.5.2009 10:10 530 150 22.6.2009 11:00 26 6 20.7.2009 09:45 6 13

24.8.2009 10:20 8 2 28.9.2009 09:55 29 1

19.10.2009 10:10 30 3 30.11.2009 10:30 22 2 21.12.2009 06:20 13 1

Geometrísktmeðaltal 15 3

Umhverfismörk I <14 <14 II 14-100 14-100

III 100-200 100-200 IV 200-1000 200-1000 V >1000 >1000

Tafla 19. Niðurstöður mælinga á saurgerlum í Leirvogsá árið 2009.

Dags. sýnatöku

Tími sýnatöku Saurkólí Enterókokkar

19.1.2009 09:20 1 0 23.2.2009 09:30 7 0 23.3.2009 09:50 2 0 27.4.2009 10:15 4 1 25.5.2009 10:10 10 2

22.6.2009 11:00 50 9 20.7.2009 09:45 35 7

24.8.2009 10:20 40 62 28.9.2009 09:55 6 2

19.10.2009 10:10 2 1

30.11.2009 10:30 0 0 21.12.2009 06:20 2 0

Geometrískt meðaltal 6 2

Umhverfismörk I <14 <14 II 14-100 14-100

III 100-200 100-200 IV 200-1000 200-1000 V >1000 >1000

Page 28: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

28

Tafla 20. Niðurstöður mælinga á saurgerlum í Úlfarsá árið 2009.

Dags. sýnatöku

Tími sýnatöku Saurkólí Enterókokkar

19.1.2009 09:20 150 100 23.2.2009 09:30 400 19

23.3.2009 09:50 340 16 27.4.2009 10:15 810 49

25.5.2009 10:10 100 43 22.6.2009 11:00 200 28 20.7.2009 09:45 480 200

24.8.2009 10:20 1500 490 28.9.2009 09:55 65 18

19.10.2009 10:10 570 70

30.11.2009 10:30 95 48 21.12.2009 06:20 54 34

Geometrískt meðaltal 244 52

Umhverfismörk I <14 <14 II 14-100 14-100

III 100-200 100-200 IV 200-1000 200-1000 V >1000 >1000

Styrkur saurkóli og enterókokka var jafnan lágur í Kiðafellsá og Leirvogsá og fór aðeins einu sinni yfir umhverfismörkin í Kiðafellsá í maí eða í 530/100 ml saurkólí og 150/100 ml enterókokka. Annars voru gildi þar frá 0 upp í 62 saurgerla í hverjum 100 ml. Er nokkuð víst að bakteríurnar hafa skolast í Kiðafellsá með ofanvatni. Þó er ekki hægt að fullyrða það vegna þess að ekki voru vatnavextir á þessum tíma skv. rennslismælingum í Úlfarsá. Ekki er hægt að merkja árstíðarmun í bakteríustyrk í Kiðafellsá og Leirvogsá. Kiðafellsá er alveg við að vera í umhverfismarkaflokki I fyrir saurkóli en geometrískt meðaltal er 15/100 ml. Hinsvegar skar Úlfarsá sig úr, þar fóru gildi fyrir saurkólí yfir mörkin í 8 skipti og fyrir enterókokka í 3 skipti. Lægsta gildi fyrir saurkólí var 54/100 ml í desember (mynd 6) Þetta er svipað því sem var við flokkunina en þá fóru gildi yfir mörkin í Úlfarsá í 7 skipti af 12. Það sama var uppi á teningnum þegar gerðar voru mælingar í Úlfarsá árið 1999 og 2000 (Tryggvi Þórðarson og Þorsteinn Narfason, 2001).

Page 29: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

29

Mynd 6. Niðurstöður úr mælingum á saurgerlum í Úlfarsá árið 2009.

3.4 Þungmálmar Í töflum 21-23 er niðurstöður fyrir mælingar á þungmálmum við vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009. Tafla 21. Niðurstöður mælinga á þungmálmum í Kiðafellsá árið 2009

Dagsetning sýnatöku

Tími sýnatöku Cu µg/l Zn µg/l Cd µg/l Pb µg/l Cr µg/l Ni µg/l As µg/l

19.1.2009 09:20 0,38 0,37 0,005 0,02 0,15 0,1 0,06

23.2.2009 09:30 0,72 0,45 0,005 0,02 0,19 0,23 0,06 23.3.2009 09:50 0,42 0,32 0,005 0,02 0,14 0,12 0,06 27.4.2009 10:15 0,52 0,32 0,005 0,02 0,12 0,17 0,06

25.5.2009 10:10 1,1 0,79 0,005 0,08 0,23 0,41 0,07 22.6.2009 11:00 0,36 0,2 0,005 0,02 0,11 0,05 0,05

20.7.2009 09:45 0,83 1,1 0,005 0,06 0,57 0,22 0,12 24.8.2009 10:20 0,67 0,4 0,005 0,04 0,18 0,05 0,24 28.9.2009 09:55 0,45 0,38 0,005 0,02 0,12 0,17 0,09

19.10.2009 10:10 0,76 1,8 0,005 0,14 0,14 0,19 0,16 30.11.2009 10:30 0,59 0,42 0,005 0,02 0,22 0,25 0,08

21.12.2009 06:20 0,31 0,2 0,005 0,02 0,15 0,17 0,11

Meðaltal 0,59 0,56 0,005 0,04 0,19 0,18 0,10 Staðalfrávik 0,23 0,47 0,000 0,04 0,12 0,10 0,06

Umhverfismörk I <0,5 <5 <0,01 <0,2 <0,3 <0,7 <0,4 II 0,5-3 5-20 0,01-0,1 0,2-1 0,3-5 0,7-15 0,4-5

III 3-9 20-60 0,1-0,3 1-3 5-15 15-45 5-15 IV 9-45 60ö300 0,3-1,5 3-15 15-75 45-225 15-75 V >45 >300 >1,5 >15 >75 >225 >75

0

200

400

600

800

1000

1200

1400

1600

19

.01

23

.02

23

.03

27

.04

25

.05

22

.06

20

.07

24

.08

28

.09

19

.10

30

.11

21

.12

Sau

rger

lar

(fjö

ldi/

10

0 m

l)

Saurkólí

Enterókokkar

Page 30: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

30

Tafla 22. Niðurstöður mælinga á þungmálmum í Leirvogsá árið 2009.

Umhverfismörk I <0,5 <5 <0,01 <0,2 <0,3 <0,7 <0,4 II 0,5-3 5-20 0,01-0,1 0,2-1 0,3-5 0,7-15 0,4-5

III 3-9 20-60 0,1-0,3 1-3 5-15 15-45 5-15 IV 9-45 60-300 0,3-1,5 3-15 15-75 45-225 15-75 V >45 >300 >1,5 >15 >75 >225 >75

Tafla 23. Niðurstöður mælinga á þungmálmum í Úlfarsá árið 2009

Dags. sýnatöku

Tími sýnatöku Cu µg/l Zn µg/l Cd µg/l Pb µg/l Cr µg/l Ni µg/l

As µg/l

19.1.2009 09:20 0,56 0,57 0,005 0,02 0,35 0,39 0,16

23.2.2009 09:30 0,75 0,96 0,005 0,02 0,37 0,39 0,13 23.3.2009 09:50 0,63 0,77 0,005 0,02 0,32 0,36 0,11

27.4.2009 10:15 0,62 1,5 0,005 0,03 0,3 0,36 0,09 25.5.2009 10:10 0,57 0,51 0,005 0,02 0,27 0,21 0,11 22.6.2009 11:00 0,78 0,95 0,005 0,02 0,39 0,28 0,11

20.7.2009 09:45 0,61 0,92 0,005 0,03 0,28 0,3 0,12 24.8.2009 10:20 1,1 1,6 0,005 0,04 0,46 0,45 0,28 28.9.2009 09:55 0,48 0,5 0,005 0,03 0,16 0,28 0,15

19.10.2009 10:10 0,65 0,83 0,005 0,02 0,19 0,35 0,19 30.11.2009 10:30 0,69 1,1 0,005 0,02 0,34 0,42 0,17 21.12.2009 06:20 0,7 1,2 0,005 0,03 0,31 0,45 0,21

Meðaltal 0,68 0,95 0,005 0,025 0,31 0,35 0,15 Staðalfrávik 0,16 0,36 0,000 0,007 0,08 0,07 0,05

Umhverfismörk I <0,5 <5 <0,01 <0,2 <0,3 <0,7 <0,4 II 0,5-3 5-20 0,01-0,1 0,2-1 0,3-5 0,7-15 0,4-5

III 3-9 20-60 0,1-0,3 1-3 5-15 15-45 5-15 IV 9-45 60ö300 0,3-1,5 3-15 15-75 45-225 15-75 V >45 >300 >1,5 >15 >75 >225 >75

Dags. sýnatöku

Tími sýnatöku Cu µg/l Zn µg/l Cd µg/l Pb µg/l Cr µg/l Ni µg/l As µg/l

19.1.2009 09:20 0,3 0,2 0,005 0,02 0,15 0,08 0,08 23.2.2009 09:30 2,5 2 0,005 0,04 0,89 1,8 0,11 23.3.2009 09:50 0,38 0,2 0,005 0,02 0,15 0,15 0,05 27.4.2009 10:15 0,46 0,25 0,005 0,02 0,15 0,12 0,05 25.5.2009 10:10 0,31 0,2 0,005 0,02 0,12 0,09 0,06

22.6.2009 11:00 0,51 0,2 0,005 0,02 0,19 0,1 0,06 20.7.2009 09:45 0,92 0,76 0,005 0,05 0.39 0,33 0,07

24.8.2009 10:20 2 1,6 0,005 0,04 0,72 1,1 0,23 28.9.2009 09:55 0,68 0,2 0,005 0,03 0,12 0,15 0,08

19.10.2009 10:10 0,45 0,21 0,005 0,02 0,11 0,13 0,16

30.11.2009 10:30 1,2 1,6 0,005 0,02 0,74 1,1 0,08 21.12.2009 06:20 0,29 0,2 0,005 0,02 0,22 0,12 0,1

Meðaltal 0,83 0,64 0,005 0,03 0,32 0,44 0,09 Staðalfrávik 0,72 0,69 0,000 0,01 0,30 0,57 0,05

Page 31: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

31

Styrkur þungmálma fór aldrei yfir umhverfismarkaflokk II í neinni af ánum þegar vöktun stóð yfir. Við flokkun féllu allar árnar í mengunarflokk B hvað varðar zink og Úlfarsá einnig hvað varðar blý. Við vöktunina fóru þau efni aldrei yfir umhverfismarkaflokk I. Við vöktunina eru allar árnar að meðtali í umhverfismarkaflokki II hvað varðar kopar (Cu) og Leirvogsá og Úlfarsá falla einnig í þann flokk í krómi (Cr). Aðrir málmar héldust að meðaltali í flokki I. Ef borin eru saman meðaltalsgildi fyrir Cu og Cr við vöktun versus við flokkun kemur eftirfarandi í ljós (tafla 24): Kiðafellsá

Leirvogsá Úlfarsá

Cu (µg/l) 0,59/0,58 0,83/2,63 0,68/1,29 Cr (µg/l) 0,19/0,67 0,32/3,26 0,31/1,30

Tafla 24. Samanburður á styrk kopars annars vegar og króms hinsvegar við flokkun og vöktun í Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá.

Niðurstöður vöktunar 2009 gáfu til kynna að allar árnar myndu standast kröfur um að vera í mengunarflokki A hvað varðar þungmálma.

3.5 Tillaga að áframhaldandi vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár

Við flokkun á Kiðafellsá og Leirvogsá var lagt til að vöktun verði á saurgerlum, næringarefnum og lífrænum efnum á sex ára fresti og þungmálmar verði vaktaðir á tólf ára fresti. Við flokkun á Úlfarsá var mælt með því að örverur og næringarefni yrðu vöktuð á þriggja ára fresti og þungmálmar á sex ára fresti. Í ljósi niðurstaða vöktunar árið 2009 þykir ekki ástæða til að vakta Kiðafellsá og Leirvogsá oftar en gert var ráð fyrir við flokkunina. Næsta vöktun á skv. þessu að fara fram árið 2015 á næringarefnum, kolefni og saurgerlum og árið 2021 á þungmálmum. Hinsvegar bendir allt til að skólpmengað vatn renni í Úlfarsá. Rekja þarf þá mengun og koma í veg fyrir hana. Allt nágrenni Úlfarsár er vinsælt útivistarsvæði. Þar er golfvöllur, laxveiði, vinsælt svæði fyrir skóla- og leikskólabörn svo fátt eitt sé nefnt. Að finna uppruna mengunar í Úlfarsá er verkefni sem verður að vera í forgangi hjá bæði Reykjavík og Mosfellsbæ. Einnig er mikilvægt er að fram fari álagsgreining á ánum sambærileg og gerð hefur verið á Varmá í Mosfellsbæ (Tryggvi Þórðarson, 2007).

Page 32: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

32

4. Heimildir Alta. 2003. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Víkurvegi í Reykjavík að Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Tillaga að matsáætlun. Reykjavík. Júní 2003. Alta. Fjölhönnun ehf. Verkfræðistofa. 2008. Mislæg vegamót Hringvegar við Leirvogstungu/Tungumela í Mosfellsbæ. Matsskýrsla október 2008. Friðþjófur Árnason, Þórólfur Antonsson og Bjarni Jónsson. 2007. Bls. 77-82. Fiskar í straumvötnum innan höfuðborgarsvæðisins. Málþingsrit, Vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu – ástand og

horfur. 20. Mars 2007, Hótel Loftleiðum, Reykjavík. Friðþjófur Árnason. 2007. Seiðaástand, stangveiði og fiskteljari í Úlfarsá árið 2007. Skýrsla unnin fyrir Reykjavíkurborg. Gísli Már Gíslason, Jón S. Ólafsson og Ingi Rúnar Jónsson. 2007. Smádýr og þörungar í ám og lækjum. Bls. 67-70. Málþingsrit, Vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu – ástand og horfur. 20. Mars 2007, Hótel Loftleiðum, Reykjavík. Gunnar F. Gunnarsson. 2012. Rotþrær á völdum stöðum í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Helga Helgadóttir. 2011. Skipulag, framkvæmdir og rask í Úlfarsárdal. Landbúnaðarháskóla Íslands. Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingvason og Stefán Már Stefánsson. 2008. Mengunarflokkun á Reykjavíkurtjörn.Unnið fyrir Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. Náttúrufræðistofa Kópavogs. Fjölrit nr. 1-08. Jón S. Ólafsson, Gísli Már Gíslason, Hilmar J. Malmquist, Sigurður Reynir Gíslason og Þórólfur Antonsson. 2007. Vötn og vatnsvið á höfuðborgarsvæðinu – yfirlit. Bls. 7-12. Málþingsrit, Vötn og

vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu – ástand og horfur. 20. Mars 2007, Hótel Loftleiðum, Reykjavík. Reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999. Reynir Sævarsson. 2007. Settjarnir á höfuðborgarsvæðinu. Bls. 7-12. Málþingsrit, Vötn og vatnasvið

á höfuðborgarsvæðinu – ástand og horfur. 20. Mars 2007, Hótel Loftleiðum, Reykjavík. Stefanía Lára Bjarnadóttir. 2011. Umgengnis- og fráveitumál á Kjalarnesi, austan Vesturlandsvegar frá Esjurótum niður að Leirvogsá. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Tryggvi Þórðarson. 2003a. Flokkun vatna á Kjósarsvæði. Kiðafellsá. Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði. Tryggvi Þórðarson. 2003b. Flokkun vatna á Kjósarsvæði. Leirvogsá. Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði.

Page 33: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

33

Tryggvi Þórðarson. 2003c. Flokkun vatna á Kjósarsvæði. Úlfarsá. Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði. Tryggvi Þórðarson. 2006. Mengunarflokkun á Urriðavatni og ofanverðum Stórakrókslæk. Háskólasetrið í Hveragerði. Tryggvi Þórðarson. 2007. Mengunarflokkun vatna á Kjósarsvæði. Varmá. Endurflokkun. Háskólasetrið í Hveragerði. Tryggvi Þórðarson. 2008. Mengunarflokkun á Rauðavatni og Reynisvatni. Háskólasetrið í Hveragerði. Tryggvi Þórðarson og Þorsteinn Narfason. 2001. Vöktun á mengun í Úlfarsá. 1. áfangaskýrsla. Mælingar 1999 og 2000. Veðurstofa Íslands 2012a. Gagnabanki Veðurstofu Íslands, afgreiðsla nr. 2012-04-12/01 Veðurstofa Íslands 2012b. Guðrún Gísladóttir tölvupóstur 13. apríl 2012.

Page 34: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Viðauki 1

Niðurstöður flokkunar Úlfarsár, Leirvogsár og Kiðafellsár

Efni Úlfarsá Leirvogsá Kiðafellsá Núverandi

ástand* Mengunar

- flokkun

Tillaga að langtíma- markmiðu

m

Skoðun aðgerða Nauðsynleg

Núverandi ástand*

Mengunar-

flokkun

Tillaga að langtíma-

markmiðum

Skoðun aðgerða nauðsynleg

Núverandi ástand*

Mengunar-

flokkun

Tillaga að langtíma- markmiðu

m

Skoðun aðgerða nauðsynleg

Saurkólí í 100 ml*

II B A Já I A A Nei I A A Nei

t-P (mg/l) I A A Nei I A A Nei I A A Nei

PO4-P (mg/l) I A A Nei I A A Nei II B A Já

t-N (mg/l) I A A Nei I A A Nei I A A Nei

NH4-N (mg/l)

II B A Já I A A Nei II B A Já

TOC (mg/l) III B A Já III B A Já II B A Já

Cu (µg/l) II A A Nei A A Nei II A A Nei

Zn (µg/l) II A A Nei Liggur

ekki fyrir Flokkun ekki gerð

A á.e.v. IV B A Já

Cd (µg/l) II A A Nei * A A Nei II A A Nei

Pb (µg/l) II B A Já Liggur

ekki fyrir Flokkun ekki gerð

A á.e.v. I A A Nei

Cr (µg/l) II A A Nei * A A Nei II A A Nei

Ni (µg/l) II B A Já II B A Já II B A Já

As (µg/l) I A A Nei A A Nei I A A Nei

* Núverandi ástand víkur frá náttúrulegu ástandi víkur ekki frá náttúrulegu ástandi

Page 35: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Viðauki 2

Vatnshæðarmælingar í Korpu/Úlfarsá vatnsárin 2008/2009 og 2009/2010 (Veðurstofa Íslands 2012: Gagnabanki Veðurstofu Íslands, afgreiðsla nr. 2012-04-12/01)

Vatnsárið 2008-2009

Page 36: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

36

Page 37: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

37

Page 38: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

38

Page 39: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

39

Page 40: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

40

Page 41: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

41

Vatnsárið 2009-2010

Page 42: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

42

Page 43: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

43

Page 44: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

44

Page 45: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

45

Page 46: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

46

Page 47: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

47

Viðauki 3

Úrkomumælingar við Korpu/Úlfarsá árið 2009 (Veðurstofa Íslands, Guðrún Gísladóttir tölvupóstur 13. apríl 2012)

0,0 þýðir að úrkomu hafi orðið vart en ekki mælanleg, en eyða er þegar engin úrkoma hefur verið. Sýnatökudagar eru skyggðir. Reykjavík stöð 1 Korpa stöð 46

ár mán dagur úrkoma ár mán dagur úrkoma mm mm

2009 1 1 0,1 2009 1 1 0,4 2009 1 2 13,6 2009 1 2 15,3 2009 1 3 15,1 2009 1 3 18,4 2009 1 4 12,1 2009 1 4 14,7 2009 1 5 0,8 2009 1 5 0,8 2009 1 6 3,1 2009 1 6 5,5 2009 1 7 9,0 2009 1 7 12,2 2009 1 8 2,8 2009 1 8 3,4 2009 1 9 4,4 2009 1 9 4,7 2009 1 10 3,2 2009 1 10 6,9 2009 1 11 0,7 2009 1 11 1,5 2009 1 12 0,3 2009 1 12 0,6 2009 1 13 2009 1 13 2009 1 14 3,2 2009 1 14 2,1 2009 1 15 2,5 2009 1 15 4,4 2009 1 16 0,2 2009 1 16 0,5 2009 1 17 5,2 2009 1 17 5,0 2009 1 18 0,8 2009 1 18 2,3 2009 1 19 0,3 2009 1 19 0,6 2009 1 20 0,2 2009 1 20 2009 1 21 0,1 2009 1 21 0,8 2009 1 22 2,6 2009 1 22 1,3 2009 1 23 0,1 2009 1 23 2009 1 24 0,0 2009 1 24 0,2 2009 1 25 0,3 2009 1 25 0,7 2009 1 26 0,0 2009 1 26 2009 1 27 11,6 2009 1 27 10,8 2009 1 28 1,0 2009 1 28 1,2 2009 1 29 15,1 2009 1 29 13,1 2009 1 30 2009 1 30

Page 48: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

48

2009 1 31 2009 1 31 0,1 2009 2 1 2009 2 1 0,3 2009 2 2 0,4 2009 2 2 0,7 2009 2 3 2009 2 3 2009 2 4 2009 2 4 2009 2 5 2009 2 5 2009 2 6 2009 2 6 2009 2 7 2009 2 7 2009 2 8 2009 2 8 2009 2 9 2009 2 9 2009 2 10 2009 2 10 2009 2 11 2009 2 11 2009 2 12 2009 2 12 2009 2 13 2,0 2009 2 13 2,1 2009 2 14 1,9 2009 2 14 2,7 2009 2 15 0,8 2009 2 15 3,7 2009 2 16 3,1 2009 2 16 3,8 2009 2 17 2,6 2009 2 17 3,5 2009 2 18 6,5 2009 2 18 7,9 2009 2 19 3,0 2009 2 19 3,6 2009 2 20 12,6 2009 2 20 13,7 2009 2 21 4,2 2009 2 21 3,9 2009 2 22 1,9 2009 2 22 2,8 2009 2 23 6,6 2009 2 23 2,5 2009 2 24 0,9 2009 2 24 1,3 2009 2 25 2,0 2009 2 25 1,2 2009 2 26 2009 2 26 2009 2 27 0,0 2009 2 27 3,0 2009 2 28 4,2 2009 2 28 2,3 2009 3 1 0,1 2009 3 1 0,2 2009 3 2 4,5 2009 3 2 9,3 2009 3 3 2,9 2009 3 3 2009 3 4 1,5 2009 3 4 1,2 2009 3 5 2009 3 5 2009 3 6 2009 3 6 2009 3 7 2009 3 7 2009 3 8 2009 3 8 2009 3 9 2009 3 9 2009 3 10 2009 3 10 2009 3 11 14,0 2009 3 11 21,8 2009 3 12 0,5 2009 3 12 1,0 2009 3 13 2009 3 13 2009 3 14 2,9 2009 3 14 11,5

Page 49: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

49

2009 3 15 5,5 2009 3 15 7,7 2009 3 16 2,1 2009 3 16 4,0 2009 3 17 3,8 2009 3 17 4,9 2009 3 18 0,5 2009 3 18 1,6 2009 3 19 4,4 2009 3 19 4,7 2009 3 20 2009 3 20 2009 3 21 1,5 2009 3 21 2,4 2009 3 22 8,6 2009 3 22 12,7 2009 3 23 5,0 2009 3 23 8,4 2009 3 24 0,1 2009 3 24 0,5 2009 3 25 0,0 2009 3 25 0,0 2009 3 26 2009 3 26 2009 3 27 2009 3 27 2009 3 28 0,1 2009 3 28 2009 3 29 1,7 2009 3 29 4,2 2009 3 30 0,0 2009 3 30 2009 3 31 2009 3 31 2009 4 1 0,5 2009 4 1 3,8 2009 4 2 0,8 2009 4 2 1,7 2009 4 3 0,1 2009 4 3 0,1 2009 4 4 1,5 2009 4 4 1,2 2009 4 5 3,2 2009 4 5 3,1 2009 4 6 1,8 2009 4 6 1,0 2009 4 7 19,1 2009 4 7 22,8 2009 4 8 4,8 2009 4 8 10,3 2009 4 9 0,1 2009 4 9 2009 4 10 5,4 2009 4 10 4,9 2009 4 11 2009 4 11 2009 4 12 2009 4 12 2009 4 13 0,0 2009 4 13 2009 4 14 0,7 2009 4 14 0,9 2009 4 15 8,0 2009 4 15 6,1 2009 4 16 0,0 2009 4 16 2009 4 17 0,1 2009 4 17 0,7 2009 4 18 0,4 2009 4 18 1,0 2009 4 19 0,4 2009 4 19 1,3 2009 4 20 5,5 2009 4 20 5,1 2009 4 21 10,6 2009 4 21 16,8 2009 4 22 2,5 2009 4 22 3,3 2009 4 23 13,2 2009 4 23 12,0 2009 4 24 7,6 2009 4 24 9,7 2009 4 25 0,0 2009 4 25 2009 4 26 0,2 2009 4 26 0,5

Page 50: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

50

2009 4 27 0,0 2009 4 27 0,2 2009 4 28 0,0 2009 4 28 0,2 2009 4 29 1,9 2009 4 29 4,6 2009 4 30 11,5 2009 4 30 15,4 2009 5 1 0,4 2009 5 1 1,2 2009 5 2 8,8 2009 5 2 4,4 2009 5 3 1,6 2009 5 3 2,9 2009 5 4 4,7 2009 5 4 6,9 2009 5 5 10,7 2009 5 5 15,9 2009 5 6 0,0 2009 5 6 1,6 2009 5 7 2009 5 7 2009 5 8 2009 5 8 2009 5 9 0,0 2009 5 9 0,0 2009 5 10 2,2 2009 5 10 3,1 2009 5 11 4,7 2009 5 11 4,3 2009 5 12 10,4 2009 5 12 9,5 2009 5 13 2009 5 13 2009 5 14 0,0 2009 5 14 0,0 2009 5 15 2009 5 15 2009 5 16 2009 5 16 2009 5 17 2009 5 17 2009 5 18 2009 5 18 2009 5 19 2009 5 19 2009 5 20 2009 5 20 2009 5 21 2009 5 21 2009 5 22 2009 5 22 2009 5 23 3,2 2009 5 23 6,1 2009 5 24 1,0 2009 5 24 1,2 2009 5 25 1,9 2009 5 25 2,0 2009 5 26 3,5 2009 5 26 3,7 2009 5 27 2009 5 27 2009 5 28 4,0 2009 5 28 6,9 2009 5 29 3,6 2009 5 29 6,2 2009 5 30 3,7 2009 5 30 5,2 2009 5 31 1,6 2009 5 31 1,0 2009 6 1 0,1 2009 6 1 2009 6 2 0,0 2009 6 2 2009 6 3 2009 6 3 2009 6 4 0,0 2009 6 4 2009 6 5 2009 6 5 2009 6 6 1,9 2009 6 6 1,6 2009 6 7 2009 6 7 1,5 2009 6 8 4,8 2009 6 8 5,8

Page 51: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

51

2009 6 9 0,1 2009 6 9 0,6 2009 6 10 2009 6 10 2009 6 11 0,0 2009 6 11 2009 6 12 0,0 2009 6 12 2009 6 13 0,1 2009 6 13 0,5 2009 6 14 4,3 2009 6 14 5,0 2009 6 15 1,9 2009 6 15 6,1 2009 6 16 0,6 2009 6 16 1,2 2009 6 17 0,8 2009 6 17 0,8 2009 6 18 0,0 2009 6 18 2009 6 19 2009 6 19 2009 6 20 2009 6 20 2009 6 21 0,8 2009 6 21 2,7 2009 6 22 1,1 2009 6 22 1,6 2009 6 23 6,7 2009 6 23 6,5 2009 6 24 5,2 2009 6 24 4,4 2009 6 25 2009 6 25 2009 6 26 0,6 2009 6 26 0,9 2009 6 27 2009 6 27 2009 6 28 2009 6 28 2009 6 29 0,0 2009 6 29 3,4 2009 6 30 2009 6 30 2009 7 1 0,0 2009 7 1 2009 7 2 0,5 2009 7 2 0,9 2009 7 3 0,0 2009 7 3 2009 7 4 0,4 2009 7 4 0,5 2009 7 5 2,4 2009 7 5 3,1 2009 7 6 2,1 2009 7 6 2,0 2009 7 7 0,0 2009 7 7 2009 7 8 0,0 2009 7 8 0,0 2009 7 9 2009 7 9 2009 7 10 2009 7 10 2009 7 11 2009 7 11 2009 7 12 2009 7 12 2009 7 13 2009 7 13 2009 7 14 2009 7 14 2009 7 15 2009 7 15 2009 7 16 2009 7 16 2009 7 17 2009 7 17 2009 7 18 2009 7 18 2009 7 19 2009 7 19 2009 7 20 2009 7 20 2009 7 21 2009 7 21

Page 52: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

52

2009 7 22 0,2 2009 7 22 2009 7 23 0,0 2009 7 23 0,7 2009 7 24 2009 7 24 2009 7 25 2009 7 25 2009 7 26 0,0 2009 7 26 0,0 2009 7 27 1,1 2009 7 27 1,2 2009 7 28 0,1 2009 7 28 0,0 2009 7 29 4,7 2009 7 29 2,6 2009 7 30 0,0 2009 7 30 0,3 2009 7 31 2009 7 31 2009 8 1 2009 8 1 2009 8 2 2009 8 2 2009 8 3 2009 8 3 2009 8 4 2009 8 4 2009 8 5 2,0 2009 8 5 2,2 2009 8 6 1,1 2009 8 6 1,1 2009 8 7 6,3 2009 8 7 15,5 2009 8 8 1,7 2009 8 8 5,0 2009 8 9 11,7 2009 8 9 5,2 2009 8 10 4,3 2009 8 10 3,3 2009 8 11 0,2 2009 8 11 0,1 2009 8 12 0,0 2009 8 12 2009 8 13 0,0 2009 8 13 0,0 2009 8 14 2009 8 14 2009 8 15 2009 8 15 2009 8 16 2009 8 16 0,2 2009 8 17 0,0 2009 8 17 2009 8 18 0,1 2009 8 18 0,3 2009 8 19 1,9 2009 8 19 1,5 2009 8 20 0,9 2009 8 20 5,5 2009 8 21 2009 8 21 2009 8 22 1,8 2009 8 22 1,4 2009 8 23 0,5 2009 8 23 1,0 2009 8 24 1,1 2009 8 24 1,3 2009 8 25 9,5 2009 8 25 11,3 2009 8 26 5,9 2009 8 26 3,6 2009 8 27 3,0 2009 8 27 11,0 2009 8 28 2009 8 28 2009 8 29 2009 8 29 2009 8 30 2009 8 30 2009 8 31 2009 8 31 2009 9 1 2009 9 1 2009 9 2 2009 9 2

Page 53: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

53

2009 9 3 4,6 2009 9 3 5,5 2009 9 4 0,1 2009 9 4 2009 9 5 0,1 2009 9 5 0,0 2009 9 6 3,5 2009 9 6 8,9 2009 9 7 1,2 2009 9 7 1,5 2009 9 8 0,6 2009 9 8 1,2 2009 9 9 0,0 2009 9 9 2009 9 10 1,1 2009 9 10 3,1 2009 9 11 8,2 2009 9 11 9,7 2009 9 12 3,9 2009 9 12 4,8 2009 9 13 0,3 2009 9 13 0,6 2009 9 14 1,9 2009 9 14 1,8 2009 9 15 1,3 2009 9 15 3,2 2009 9 16 5,5 2009 9 16 6,9 2009 9 17 4,3 2009 9 17 4,0 2009 9 18 3,7 2009 9 18 3,2 2009 9 19 0,2 2009 9 19 0,2 2009 9 20 2,4 2009 9 20 4,6 2009 9 21 6,6 2009 9 21 3,6 2009 9 22 0,2 2009 9 22 0,8 2009 9 23 0,4 2009 9 23 0,8 2009 9 24 9,6 2009 9 24 10,7 2009 9 25 13,8 2009 9 25 14,5 2009 9 26 1,8 2009 9 26 3,2 2009 9 27 1,5 2009 9 27 2,1 2009 9 28 0,1 2009 9 28 0,0 2009 9 29 2009 9 29 0,0 2009 9 30 1,5 2009 9 30 2,7 2009 10 1 2009 10 1 2009 10 2 1,5 2009 10 2 6,0 2009 10 3 2,6 2009 10 3 4,3 2009 10 4 2009 10 4 2009 10 5 2009 10 5 2009 10 6 1,5 2009 10 6 3,0 2009 10 7 2009 10 7 2009 10 8 0,0 2009 10 8 0,0 2009 10 9 8,0 2009 10 9 11,0 2009 10 10 20,1 2009 10 10 23,5 2009 10 11 2009 10 11 2009 10 12 3,0 2009 10 12 3,6 2009 10 13 0,1 2009 10 13 0,4 2009 10 14 1,6 2009 10 14 2,1 2009 10 15 3,1 2009 10 15 3,3

Page 54: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

54

2009 10 16 0,0 2009 10 16 0,0 2009 10 17 9,7 2009 10 17 8,6 2009 10 18 12,2 2009 10 18 10,2 2009 10 19 1,3 2009 10 19 2,4 2009 10 20 2009 10 20 2009 10 21 0,0 2009 10 21 0,7 2009 10 22 1,3 2009 10 22 2,0 2009 10 23 3,2 2009 10 23 0,9 2009 10 24 1,3 2009 10 24 1,5 2009 10 25 2009 10 25 2009 10 26 0,6 2009 10 26 0,3 2009 10 27 1,3 2009 10 27 3,2 2009 10 28 0,1 2009 10 28 0,1 2009 10 29 0,1 2009 10 29 0,4 2009 10 30 0,9 2009 10 30 2,6 2009 10 31 4,8 2009 10 31 4,9 2009 11 1 0,2 2009 11 1 1,1 2009 11 2 2009 11 2 0,1 2009 11 3 0,8 2009 11 3 1,4 2009 11 4 2009 11 4 2009 11 5 2009 11 5 2009 11 6 0,0 2009 11 6 2009 11 7 0,0 2009 11 7 2009 11 8 2009 11 8 2009 11 9 20,1 2009 11 9 29,6 2009 11 10 7,3 2009 11 10 7,5 2009 11 11 2,7 2009 11 11 4,0 2009 11 12 2009 11 12 2009 11 13 2009 11 13 2009 11 14 2009 11 14 2009 11 15 2009 11 15 2009 11 16 2009 11 16 2009 11 17 2009 11 17 2009 11 18 0,0 2009 11 18 2009 11 19 0,0 2009 11 19 2009 11 20 0,7 2009 11 20 1,1 2009 11 21 0,0 2009 11 21 0,1 2009 11 22 0,0 2009 11 22 2009 11 23 2009 11 23 2009 11 24 2009 11 24 2009 11 25 2009 11 25 2009 11 26 2009 11 26 2009 11 27 0,0 2009 11 27 0,0

Page 55: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

55

2009 11 28 0,1 2009 11 28 0,2 2009 11 29 2,7 2009 11 29 4,0 2009 11 30 0,1 2009 11 30 0,2 2009 12 1 2009 12 1 2009 12 2 2009 12 2 2009 12 3 0,6 2009 12 3 1,0 2009 12 4 2009 12 4 2009 12 5 3,3 2009 12 5 3,7 2009 12 6 0,7 2009 12 6 0,5 2009 12 7 0,5 2009 12 7 0,1 2009 12 8 2009 12 8 2009 12 9 0,8 2009 12 9 1,7 2009 12 10 2,8 2009 12 10 2,8 2009 12 11 5,0 2009 12 11 11,5 2009 12 12 18,4 2009 12 12 24,9 2009 12 13 5,6 2009 12 13 8,3 2009 12 14 0,0 2009 12 14 2009 12 15 2009 12 15 2009 12 16 2009 12 16 2009 12 17 1,0 2009 12 17 2009 12 18 2009 12 18 2009 12 19 2009 12 19 2009 12 20 2009 12 20 2009 12 21 0,0 2009 12 21 2009 12 22 0,0 2009 12 22 2009 12 23 2009 12 23 2009 12 24 0,0 2009 12 24 0,0 2009 12 25 0,1 2009 12 25 0,1 2009 12 26 2009 12 26 2009 12 27 2009 12 27 2009 12 28 2,7 2009 12 28 0,8 2009 12 29 1,2 2009 12 29 2,8 2009 12 30 0,0 2009 12 30 2009 12 31 2009 12 31

Page 56: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

56

Viðauki 4

Settjarnir við Úlfarsá

Settjörn 1. (kort unnið af Þresti I. Víðissyni).

Page 57: Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009...Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009 7 Undir hatti stjórnar vatnamála eru allar reglugerðir

Vöktun Kiðafellsár, Leirvogsár og Úlfarsár árið 2009

57

Settjörn 2. (kort unnið af Þresti I. Víðissyni).

Settjörn 3. (kort unnið af Þresti I. Víðissyni).