19. júní - til hamingju með daginn

20
19. júní Helgin 19.-21 júní 2015 BLS. 12 „Fyndið að sjá pabba með barnavagna“ Vigdís Finnbogadóttir 1980 var Vigdís kjörin forseti Íslands. Hún varð fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins forseta. Vigdís gegndi embætti til ársins 1996. V igdís Finnbogadóttir var fljótt nefnd sem frambjóðandi þegar ljóst var að Kristján Eldjárn ætlaði ekki að sitja áfram. Mörgum fannst komin tími til að kona væri í framboði og má það rekja til kvenfrelsisvakningar áttunda ára- tugarins. Rauðsokkur skipulögðu kvennafrídaginn árið 1975 og þjóðinni varð ljóst að konur væru máttarstólpar samfélagsins, ekki síður en karlar. Vigdís var treg til að gefa kosta á sér en lét svo tilleið- ast og heillaði um leið þjóðina upp úr skónum með sinni geislandi og jafnframt eðlilegu framkomu. Hún hafði góðan húmanískan bakgrunn sem átti síðar eftir að nýtast henni vel í starfi, hafði starfað sem kennari, leið- sögumaður og leikhússtjóri, var mikil tungumálamann- eskja og þekkti landið og sögu þess betur en flestir. Eftir harða kosningabaráttu stóð Vigdís uppi sem sigurvegari með 33,8% atkvæða, einu og hálfu prósentu- stigi á undan Guðlaugi Þorvaldssyni. Albert Guðmunds- son hlaut 19,9% atkvæða en Pétur J. Thorsteinsson 14,1%. Jóhanna Sigurðardóttir 2009 varð Jóhanna forsætisráðherra, fyrst íslenskra kvenna. Jóhanna var jafnframt fyrsta opinberlega samkynhneigða konan í heiminum til að gegna starfi forsætisráðherra. Ríkisstjórn hennar var skipuð jafnmörgum konum og körlum. Þetta sama ár valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims. J óhanna fæddist 4. október 1942. Jóhanna sat á þingi í 35 ár samfleytt, lengst allra kvenna á þingi, frá árinu 1978-2013. Í kjölfar efnahags- hrunsins var hún kjörinn formaður Samfylk- ingarinnar og varð forsætisráðherra eftir kosningarnar 2009. Jóhanna starfaði sem flugfreyja og síðar á skrifstofu Kassagerðar Reykjavíkur en settist á þing 1978. Hún sat fyrst á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn, þá Þjóðvaka sem hún stofnaði var formaður hans, og síðast Samfylk- inguna. Þekktustu ummæli Jóhönnu eru orð sem hún lét falla eftir að hún hafði tapað í formannskjöri fyrir Jóni Baldvin Hannibalssyni á flokksþingi Alþýðuflokksins í júní 1994. Þá sagði hún í þrumuræðu sinni: „Minn tími mun koma!“ Sr. Agnes M. Sigurðardóttir 2012 var Agnes kjörin biskup Íslands, fyrst ís- lenskra kvenna. Agnes var sautján ára þegar hún ákvað að verða prestur og árið 1981 varð hún þriðja íslenska konan til að vera vígð sem prestur. A gnes sagðist í viðtali við Fréttatímann vera sannfærð um að jafnréttisstefna skipti kirkjuna miklu máli. „Jafnrétti skiptir alltaf máli, í kirkjunni jafnt sem annarsstaðar. Það er hverri stofnun, sem þjónustar fólk, nauðsynlegt að hafa fólk af báðum kynjum. Þau sem leita til kirkjunnar hafa þá líka val um hvort þau leita til karlkyns presta eða kvenkyns presta. Ef við viljum ná fram breytingum til batnaðar, þá er örugg- ara að setja markmiðin á blað og leitast við að vinna eftir þeim. Án jafnréttisstefnunnar værum við senni- lega ekki komin þó þetta á leið með að ná jafnrétti í kirkjunni. Betur má þó ef duga skal.“ Kjarnakonur og áfangar á heilli öld kvenréttinda Þess er minnst í dag, 19. júní, að öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Raunar gilti sá réttur aðeins fyrir konur fertugar og eldri en árið 1915 höfðu 25 ára karlar kosningarétt og voru kjörgengir til Alþingis. Þessu ákvæði var hins vegar breytt árið 1920. Frá þeim tíma hefur kosningaréttur og kjörgengi kynjanna verið jafnt. Margt hefur áunnist á þeirri öld sem liðin er frá þessum merku tímamótum – og margar konur hafa verið í fararbroddi kvenréttindabaráttunnar, brotið blað og sótt inn á hefð- bundin svið karla. Meðal merkustu áfanga í þeirri baráttu er kvennafrídagurinn árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands árið 1980, í kjölfar þeirrar hugarfarsbreytingar sem varð af fjöldafundinum. Annar stóráfangi náðist þegar Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti forsætisráðherra, fyrst kvenna, árið 2009 og síðan þegar Agnes M. Sigurðardóttir var kjörin biskup Íslands árið 2012. Þessara kvenna og fjölmargra annarra er getið í þessu blaði sem helgað er 19. júní – og þeirra áfanga sem náðst hafa í baráttunni fyrir kvenréttindum – og þar með mannréttindum.

Upload: frettatiminn

Post on 22-Jul-2016

289 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Fréttatíminn, Iceland

TRANSCRIPT

Page 1: 19. júní - Til hamingju með daginn

19. júníHelgin 19.-21 júní 2015

bls. 12

„Fyndið að sjá pabba með barnavagna“

Vigdís Finnbogadóttir1980 var Vigdís kjörin forseti Íslands. Hún varð fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins forseta. Vigdís gegndi embætti til ársins 1996.

V igdís Finnbogadóttir var fljótt nefnd sem frambjóðandi þegar ljóst var að Kristján Eldjárn ætlaði ekki að sitja áfram. Mörgum fannst komin tími til að kona væri í framboði

og má það rekja til kvenfrelsisvakningar áttunda ára-tugarins. Rauðsokkur skipulögðu kvennafrídaginn árið 1975 og þjóðinni varð ljóst að konur væru máttarstólpar samfélagsins, ekki síður en karlar.

Vigdís var treg til að gefa kosta á sér en lét svo tilleið-ast og heillaði um leið þjóðina upp úr skónum með sinni geislandi og jafnframt eðlilegu framkomu. Hún hafði góðan húmanískan bakgrunn sem átti síðar eftir að nýtast henni vel í starfi, hafði starfað sem kennari, leið-sögumaður og leikhússtjóri, var mikil tungumálamann-eskja og þekkti landið og sögu þess betur en flestir.

Eftir harða kosningabaráttu stóð Vigdís uppi sem sigurvegari með 33,8% atkvæða, einu og hálfu prósentu-stigi á undan Guðlaugi Þorvaldssyni. Albert Guðmunds-son hlaut 19,9% atkvæða en Pétur J. Thorsteinsson 14,1%.

Jóhanna Sigurðardóttir2009 varð Jóhanna forsætisráðherra, fyrst íslenskra kvenna. Jóhanna var jafnframt fyrsta opinberlega samkynhneigða konan í heiminum til að gegna starfi forsætisráðherra. Ríkisstjórn hennar var skipuð jafnmörgum konum og körlum. Þetta sama ár valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims.

J óhanna fæddist 4. október 1942. Jóhanna sat á þingi í 35 ár samfleytt, lengst allra kvenna á þingi, frá árinu 1978-2013. Í kjölfar efnahags-hrunsins var hún kjörinn formaður Samfylk-

ingarinnar og varð forsætisráðherra eftir kosningarnar 2009.

Jóhanna starfaði sem flugfreyja og síðar á skrifstofu Kassagerðar Reykjavíkur en settist á þing 1978. Hún sat fyrst á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn, þá Þjóðvaka sem hún stofnaði var formaður hans, og síðast Samfylk-inguna.

Þekktustu ummæli Jóhönnu eru orð sem hún lét falla eftir að hún hafði tapað í formannskjöri fyrir Jóni Baldvin Hannibalssyni á flokksþingi Alþýðuflokksins í júní 1994. Þá sagði hún í þrumuræðu sinni: „Minn tími mun koma!“

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir2012 var Agnes kjörin biskup Íslands, fyrst ís-lenskra kvenna. Agnes var sautján ára þegar hún ákvað að verða prestur og árið 1981 varð hún þriðja íslenska konan til að vera vígð sem prestur.

A gnes sagðist í viðtali við Fréttatímann vera sannfærð um að jafnréttisstefna skipti kirkjuna miklu máli. „Jafnrétti skiptir alltaf máli, í kirkjunni jafnt sem

annarsstaðar. Það er hverri stofnun, sem þjónustar fólk, nauðsynlegt að hafa fólk af báðum kynjum. Þau sem leita til kirkjunnar hafa þá líka val um hvort þau leita til karlkyns presta eða kvenkyns presta. Ef við viljum ná fram breytingum til batnaðar, þá er örugg-ara að setja markmiðin á blað og leitast við að vinna eftir þeim. Án jafnréttisstefnunnar værum við senni-lega ekki komin þó þetta á leið með að ná jafnrétti í kirkjunni. Betur má þó ef duga skal.“

Kjarnakonur og áfangar á heilli öld kvenréttindaÞess er minnst í dag, 19. júní, að öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Raunar gilti sá réttur aðeins fyrir konur fertugar og eldri en árið 1915 höfðu 25 ára karlar kosningarétt og voru kjörgengir til Alþingis. Þessu ákvæði var hins vegar breytt árið 1920. Frá þeim tíma hefur kosningaréttur og kjörgengi kynjanna verið jafnt. Margt hefur áunnist á þeirri öld sem liðin er frá þessum merku tímamótum – og margar konur hafa verið í fararbroddi kvenréttindabaráttunnar, brotið blað og sótt inn á hefð-bundin svið karla. Meðal merkustu áfanga í þeirri baráttu er kvennafrídagurinn árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands árið 1980, í kjölfar þeirrar hugarfarsbreytingar sem varð af fjöldafundinum. Annar stóráfangi náðist þegar Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti forsætisráðherra, fyrst kvenna, árið 2009 og síðan þegar Agnes M. Sigurðardóttir var kjörin biskup Íslands árið 2012. Þessara kvenna og fjölmargra annarra er getið í þessu blaði sem helgað er 19. júní – og þeirra áfanga sem náðst hafa í baráttunni fyrir kvenréttindum – og þar með mannréttindum.

Page 2: 19. júní - Til hamingju með daginn

19. júní Helgin 19.-21. júní 20152

Það er gott að nota kvenrétt-indadaginn 19. júní til að fagna

því sem áunnist hefur í jafnréttis-baráttu kynjanna og gera sér grein fyrir því sem ekki hefur enn náðst. Nú er öld liðin síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Hugmyndin þótti vitaskuld byltingarkennd í upphafi. Þó vildu konur ekkert annað og meira en sömu réttindi og karlar nutu. Fólk óttaðist þó að þær tækju upp á að kjósa bara hver aðra, með öðrum orðum að haga sér eins og karlar höfðu komist upp með að gera. Ekki hafa enn sést merki þess að konur kjósi bara aðrar konur – því miður. Allt fram á okkar daga hafa þær verið ötular að kjósa bæði karla og konur – jafnvel fólk sem virðist sama um réttindi þeirra og hag. Einn mesti sigur karlveldisins er nefnilega sá að hafa tekist að breiða út þá skoðun að það sé afbrigðilegt að styðja kvenréttindi eða femínisma. Fjölmiðlafólki þykir skemmtilegt að fá konu – helst sem valdamesta – lýsa því yfir opinberlega að hún sé ekki jafnréttissinni. Aldrei er körlum stillt upp við vegg og þeir spurðir hvort þeir séu með eða á móti auknum réttindum kynbræðra sinna. Samstaða þeirra er sjálfsögð á meðan samstaða kvenna boðar ógn og skelfingu. Án samstöðunnar, eljunnar og baráttugleðinnar væru konur líklega enn án mannréttinda eins og menntunar, kosningaréttar og ættu enn lengra í land en nú í launamálum.

Hvaða þýðingu Hefur 19. júní

í þínum augum?

Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld.

Ljós

myn

d/Þ

órdí

s Á

gúst

sdót

tir.

Án hormónaÖflug blanda

Nauðsynleg vítamínog steinefni

www.vitamin.isfacebook.com/vitabioticsvitamin

1887 Bríet Bjarnhéðins-dóttir hélt opinberan fyrirlestur 30. desember, fyrst kvenna, í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík.

1907 Stofnun Kvenrétt-indafélags Íslands.

1915 Konur, 40 ára og eldri, fá kosningarétt og kjör-gengi til alþingis.

1960 Selma Jónsdóttir listfræðingur varði doktors-ritgerð við Háskóla Íslands, fyrst kvenna.

1967 Pillan tekin á lyfja-skrá.

1970 Rauðsokkahreyfingin kom fyrst fram 1. maí 1970 þeg-ar „konur í rauðum sokkum“ gengu aftast í 1. maí-göngunni með stóra gifsstyttu sem á stóð „Manneskja, ekki markaðsvara“.

1970 Auður Auðuns fyrst kvenna ráðherra í ríkis-stjórn Íslands þegar hún tók við embætti dóms- og kirkju-málaráðherra.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir1887 hélt Bríet opinberan fyrirlestur 30. desember, fyrst kvenna, í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík.

Bríet fæddist 27. sept-ember 1856 að Haukagili í Vatnsdal í Austur-Húna-vatnssýslu.

Strax sextán ára gömul ritaði hún grein um stöðu kvenna, en sýndi engum fyrr en 13 árum seinna, er hún birtist endurbætt undir heitinu „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“ í tímaritinu Fjallkonan í tveimur hlutum í júní 1885 undir dulnefninu Æsa. Hún átti stærstan þátt í að hrinda af stað fyrstu bylgju kvenréttindabaráttunnar hér á landi fyrir lágmarksréttindum, svo sem kosningarétti, kjörgengi og rétti til

menntunar og atvinnu.Árið 1894 var Bríet ein af stofnendum Hins íslenska

kvenfélags. Árið 1895 hóf Bríet útgáfu Kvennablaðsins, hún var jafnframt ritstjóri þess til 1926.

1907 stofnaði hún, ásamt fleiri baráttukonum, Kven-

réttindafélag Íslands. Félagið stóð að því ásamt öðrum

kvenfélögum í Reykjavík að setja saman kvennalista til framboðs við

bæjarstjórnarkosningarnar árið 1908. Bríet og þrjár konur til viðbótar á listan-um náðu kjöri í bæjarstjórn.

Hún bauð sig fram til Alþingis, fyrst kvenna, árið 1916. Hefði ekki verið fyrir ný lög um útstrikanir hefði Bríet orðið fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi.

1922 Ingibjörg H. Bjarna-son fer fyrst íslenskra kvenna á þing.

1926 varði Björg Caritas Þorláksson fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi.

1935 Lög um getnaðar-varnir og fóstureyðingar sett. Fóstureyðingar voru heimilaðar í sérstökum tilfellum og máttu læknar veita konum upplýs-ingar um þungunarvarnir.

1945 Jórunn Viðar fyrst kvenna til að ljúka prófi í tón-smíðum.

1946 Valgerður G. Þor-steinsdóttir tók sólópróf í flugi, fyrst kvenna.

1957 Hulda Jakobsdóttir varð bæjarstjóri Kópavogs, og var því fyrst kvenna til að gegna bæjarstjórastöðu.

1958 Jafnlaunalög sett. Sérstakir kvennataxtar skyldu hverfa úr samningum verka-lýðsfélaga næstu 6 árin.

Ingibjörg H. Bjarnason1882 lauk Ingibjörg kvennaskólaprófi í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn í greinum tengdum uppeldis- og menntamálum og var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka leikfimikenn-araprófi, árið 1892.Þegar Þóra Melsteð, stofnandi Kvenna-skólans, lét af störfum sem skólastjóri tók Ingibjörg við og var þar skólameistari

allt þar til hún lést árið 1941.1915 var Ingibjörg í forystu

þeirra tólf kvenna sem sömdu frumvarp á Alþingi um þörfina fyrir byggingu Landspítalans og var for-maður Landspítalasjóðs Íslands.

1922 varð Ingibjörg fyrsta konan til að komst á þing þar

sem hún sat til ársins 1930.

Auður Auðuns1970 varð Auður Auðuns fyrst kvenna ráðherra í ríkis-stjórn Íslands þegar hún tók við embætti dóms- og kirkju-málaráðherra. Hún var enn-fremur fyrsta kona sem útskrifaðist á Íslandi sem lög-fræðingur og fyrsta konan sem varð borgarstjóri Reykjavíkur. Auður fæddist á Ísafirði 18. febrúar 1911. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1935. Hún var

alþingismaður fyrir Sjálfstæðis-flokkinn og tók við embætti

borgarstjóra Reykjavíkur ásamt Geir Hallgríms-

syni árið 1959.Auður var virk í Kvenréttinda-félagi Íslands. Hún var gerð að heiðursfélaga 19. júní þegar sjötíu ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu

kosningarétt. Landssamband

sjálfstæðiskvenna og Hvöt, félag sjálfstæðis-

kvenna í Reykjavík, gáfu út Auðarbók Auðuns árið 1981 í

tilefni af sjötugsafmæli Auðar.

RauðsokkurRauðsokkahreyfingin kom fyrst fram 1. maí 1970 þegar „konur í rauðum sokkum“ gengu aftast í 1. maí-göngunni með stóra gifsstyttu sem á stóð „Manneskja, ekki markaðsvara“. Rauðsokkahreyfingin var mjög tengd verkalýðsbaráttu og barðist fyrir kjörum verkakvenna. Þær gagnrýndu fegurðar-samkeppni, unnu að löggjöf um frjálsar fóstureyðingar, lögðu mikla áherslu á rétt kvenna til menntunar og börðust fyrir fjölgun leikskólaplássa.Rauðsokkur voru hópur vel menntaðra og róttækra kvenna sem voru með-vitaðar um lakari stöðu sína gagnvart körlum í samfélaginu og eitt aðal baráttumálið var rétturinn til jafnra launa á við karlmenn. Kvennaframboðið 1982 var stofnað af hluta kvenna sem höfðu yfirgefið Rauðsokkahreyfinguna sem þá leið undir lok.

1973 Dóra Hlín Ingólfs-dóttir og Katrín Þorkels-dóttir voru fyrstu konurnar sem klæddust einkennisbúningi lögreglumanna og gegndu almennum lögreglustörfum.

1974 Auður Eir Vilhjálms-dóttir vígð til prests, fyrst kvenna.

1975 Kvennafrídagurinn. Þann 24. október 1975 lögðu íslenskar konur niður störf og um 25 þúsund konur tóku þátt í útifundi á Lækjartorgi, einum stærsta útifundi Íslands-sögunnar.

1975 Sett ný lög um getnaðarvarnir og fóstur-eyðingar. Heimild til fóstureyð-ingar var rýmkuð verulega og aðgangur að getnaðarvörnum auðveldaður.

1976 Sett lög um jafnrétti kvenna og karla. Lögin áttu að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu karla og kvenna.

1980 Vigdís Finnboga-dóttir kjörin forseti Íslands.

1981 Kvennarokksveitin Grýlurnar stofnaðar.

KvennafríÞann 24. október 1975 lögðu íslenskar konur niður störf og um 25 þúsund kon-ur tóku þátt í útifundi á Lækjartorgi, einum stærsta útifundi Íslandssögunn-ar. Atvinnulífið gjörsamlega lamaðist þennan dag þannig að eftir var tekið og greinilegt hversu miklu framlag kvenna á atvinnumarkaði skipti, sem einmitt var markmið aðgerðanna. Minni baráttufundir voru haldnir um allt land.

Tildrögin voru þau að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að árið 1975 yrði sérstaklega helgað málefnum kvenna. Íslensk kvennasamtök tóku höndum saman til að skipuleggja aðgerðir og var samþykkt tillaga frá Rauðsokkahreyfingunni um að konur tækju sér frí frá stöfum á degi Sam-einuðu þjóðanna, 24. október.

Framtak íslenskra kvenna vakti athygli út fyrir landsteinana og víða í erlendum fjölmiðlum birtust myndir og viðtöl við íslenskar konur. Aðgerðir sem þessar höfðu verið skipulagðar í öðrum löndum en hvergi þótti hún takast jafn vel og á Íslandi þar sem samtakamáttur kvenna var gríðarlegur.

Í dreifiriti sem framkvæmdanefnd um kvennafrí útbjó voru tíundaðar ástæðurnar fyrir kvennafríinu, og sú fyrsta sem þar var nefnd: „Vegna þess að vanti starfsmann til illa launaðra og lítils metinna starfa, er auglýst eftir konu.“

Áfangar í kvennaréttindabaráttu liðinnar aldarBríet Bjarnhéðinsdóttir stendur upp úr þegar minnst er réttindabaráttu kvenna í öndverðu en margar aðrar hafa borið kyndilinn síðan. Nægir þar að nefna Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konuna sem settist á þing, Auði Auðuns, fyrstu konuna í ríkisstjórn, Vigdísi Finn-bogadóttur, fyrrum forseta Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra og Agnesi M. Sigurðardóttur biskup. Þeirra og fjölmargra annarra kvenna er getið hér í merkri sögu.

Page 3: 19. júní - Til hamingju með daginn
Page 4: 19. júní - Til hamingju með daginn

19. júní Helgin 19.-21. júní 20154

www.steypustodin.isHafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

Hringhellu 2221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8800 Selfoss

Smiðjuvegi870 Vík

Malarhöfða 10110 Reykjavík

Berghólabraut 9230 Reykjanesbær

20YFIR

TEGUNDIR

AF HELLUM

Graníthellur og mynstursteypaGraníthellur hafa mun lengri endingartíma en venju legar hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, þrep, litlar hleðslur og garða. Mynstursteypa er sniðug lausn í plön, stíga og verandir.

Gæði, fegurð og góð þjónusta

4 400 400

Fjárfesting sem steinliggur

vv

1982 Samtök um kvenna-framboð stofnuð 31. janúar

1982 Samtök um kvenna-athvarf stofnuð; kvennaathvarf opnaði í Reykjavík.

1994 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var fyrsta konan til að verða borgarstjóri Reykja-víkur, ein síns liðs.

1996 Nám í kvennafræðum (kynjafræði frá 1998) hófst við Háskóla Íslands.

GrýlurnarGrýlurnar eru almennt taldar vera fyrsta íslenska kvennahljómsveitin. Ragnhildir Gísla-dóttir hætti í hljóm-sveitinni Brimkló snemma árs 1981 og gaf út að hún ætlaði að stofna sína eigin hljómsveit. Þann 1. apríl voru Grýlurnar formlega stofnaðar. Ragnhildur söng og lék á hljómborð, ásamt Herdísi Hall-varðsdóttir, Ingu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir1994 varð Ingibjörg Sólrún fyrsta konan til að verða borgarstjóri Reykjavíkur ein síns liðs. Hún var þá oddviti R-listans en hafði áður setið á þingi fyrir Kvennalistann. Árið 2005 var hún kjörin formaður Samfylkingarinnar og tveimur árum síðar varð hún fyrsta konan til að gegna embætti utanríkis-ráðherra.Ingibjörg Sólrún hefur verið yfirmaður UN Women, stofnunar á vegum Sam-einuðu þjóðanna, frá haustinu 2011. Hún gegnir nú stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu með aðsetur í Istanbúl í Tyrklandi, en hún starfaði áður í Afganistan. Átján ríki heyra undir skrifstofuna í Istanbúl, þar á meðal nokkur ríki fyrrum Sovétríkj-anna.

1983 Kvennalistinn stofn-aður 13. mars upp úr Kvenna-framboðinu.

1985 Verkfall flugfreyja.

1988 Guðrún Helgadóttir varð forseti sameinaðs þings, fyrst kvenna.

1991 Sigríður Snævarr tók við embætti sendiherra Íslands, fyrst kvenna, í Stokkhólmi.

1992 Fríða Á Sigurðar-dóttir hlaut bókmenntaverð-laun Norðurlandaráðs, fyrst íslenskra kvenna, fyrir skáld-söguna „Á meðan nóttin líður“.

1993 Björk Guðmunds-dóttir hóf sólóferil sinn með plötunni Debut.

1993 Kvennakirkjan stofnuð.

Verkfall flugfreyja Þann 24. október 1985, nánar tiltekið á sjálfan kvennafrídaginn, setti Alþingi lög á verkfall flugfreyja sem þá hafði staðið yfir á annan sólarhring. Kröfur Flugfreyjufélagsins, áður en til verkfalls kom, var að þær fengju 33% vaktaálag fyrir vinnu sína en þær voru á föstum mánaðarlaunum. Gilti þá engu hversu mikið þær unnu, og ekki var greitt sér-staklega fyrir vinnu á helgidögum eða á nóttunni. Vinna yfir jól var lögð að jöfnu við vinnu á hefðbundum mánudegi.Mikil reiði ríkti meðal flugfreyja þegar ljóst varð með hvaða hætti leysa ætti kjaradeilu þeirra við Flugleiðir. Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, áskildi

sér ótiltekinn frest til að undirrita lögin og harmaði hún að íslensk stjórnvöld skyldu hafa verið svo óheppin að þurfa að setja slík lög varðandi konur þennan tiltekna dag, en skrifaði undir að lokin.

Free the nippleUpphaf Free the nipple hreyfingarinnar má rekja til Bandaríkjanna en hún náði til Íslands í mars á þessu ári þegar Femín-istafélag Verzlunarskóla Íslands auglýsti Free the Nipple-daginn og fleiri skólar fylgdi í kjölfarið. Dagurinn varð mjög sýnilegur á samfélagsmiðlum en á Twitter, Facebook og Instagram eru geirvörtur ekki leyfðar. Með því að frelsa geirvörtuna vilja konur taka til sín völdin og fá eignarhaldið yfir sínum eigin líkama aftur til baka, því á sama tíma og henni er bannað að sýna geirvörtuna, vegna laga eða siðferðis-

vitundar, er líkami hennar misnotaður á marga vegu, til að mynda sem söluvara og með hrelliklámi.

Björk Guðmundsdóttir1993 hóf Björk sólóferil sinn með plötunni Debut en síðan hefur Björk gefið úr ellefu plötur. Björk hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars tónlistarverð-laun Norðurlandaráðs árið 1997. Björk fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1965. Hún er einn þekktasti Íslendingur-inn fyrr og síðar og farsælasta tónlistar-kona landsins. Hún hóf tónlistarferilinn 11 ára gömul þegar hún byrjaði að læra á píanó og ári síðar kom út platan Björk þar sem hún söng þekkt íslensk barnalög. Hún heillaðist síðar af pönktónlist og árið 1983 stofnaði hún ásamt félögum sínum hljómsveitina Kukl sem þróaðist yfir í hljómsveitina Sykurmolana. Sykurmol-arnir náðu nokkrum frama á erlendum vettvangi og þegar þeir lögðu upp laup-ana árið 1992 hóf hún sólóferil. Platan Debut sló í gegn og hefur Björk síðan verið alþjóðleg stjarna. Hún vakti mikla

athygli á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2000 þegar hún mætti í svanakjólnum fræga en þá var hún tilnefnd til Óskars-verðlauna fyrir lagið „I ve seen it all“ úr mynd Lars Von Trier, Myrkradansar-anum. Nýjasta platan hennar Vulnicura, kom út í mars síðastliðnum.

19. júní hefur sérstakan sess í mínum huga sem dagur mik-

illar undrunar. Hverjum datt eigin-lega í hug að missa af vitsmunum helmings mannkyns? Og undrunin er ekki minni í dag þegar við höfum séð að baráttunni er hvergi lokið. Það þarf sífellt að sporna við öflum sem vilja minnka áhrif kvenna og draga í efa skoðanir þeirra og sýn á tilveruna. Það er því jafn mikilvægt og áður að halda deginum á lofti og undrast að einungis séu hundrað ár liðin frá kosningarétti kvenna. Jafnframt fögnum við öllum sigrum og framfararsporum, stórum sem smáum, til jafnréttis í dag og gleðjumst saman með því að njóta hugverka kvenna um alla borg. Til hamingju með daginn, við öll!

Hvaða þýðingu Hefur 19. júní

í þínum augum?

Hallfríður Ólafsdóttir, 1. flautuleikari

Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

1997 Helga Kress skipuð forseti heimspekideildar við Há-skóla Íslands, fyrst kvenna til að gegna embætti deildarforseta við háskólann.

1998 Guðfinna Bjarna-dóttir ráðin rektor Háskólans í Reykjavík, fyrst kvenna til að bera titil rektors.

2000 Vala Flosadóttir fyrsta íslenska konan til að hljóta brons á ólympíuleikum.

2000 Feður fá sjálf-stæðan rétt á fæðingarorlofi.

2003 Femínistafélag Ís-lands stofnað.

2005 Kristín Ingólfsdóttir skipuð rektor Háskóla Íslands, fyrst kvenna við HÍ.

2009 Jóhanna Sigurðar-dóttir varð forsætisráðherra,

fyrst íslenskra kvenna.

2012 Agnes M. Sigurðar-dóttir var kjörin biskup Íslands, fyrst íslenskra kvenna.

2013 Vilborg Arna Giss-urardóttir lauk eins síns liðs 60 daga göngu yfir suðurpólinn, fyrst íslenskra kvenna.

2015 „Free the nipple“ og „Bjútítipsbyltingin“.

Rún Pálmarsdóttur sem spilaði á gítar og Lindu Björk Hreiðarsdóttur sem spilaði á trommur.Tónlist Grýlanna einkenndist af pönki og framsæknu rokki. Árið 1982 voru þær fengnar til að leika í kvikmynd Stuð-manna, Með allt á hreinu, undir nafninu Gærurnar. Í

kjölfar myndarinnar öðluðust þær þónokkrar vinsældir, þær komu fram á plötu úr myndinni og gáfu jafnframt út sína fyrstu og einu breið-skífu, Mávastellið árið 1983. Grýlurnar fóru í tónleika-ferðir bæði til Skandinavíu og Bandaríkjanna.

Page 5: 19. júní - Til hamingju með daginn

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/N

AT

750

21 0

6/15

Réttur kvenna

Page 6: 19. júní - Til hamingju með daginn

19. júní Helgin 19.-21. júní 20156

Stórsigur í jafnréttisbaráttunni

Skúlagötu 19, 101 Reykjavík 525 2400 www.Hringidan.is

Hringiðan óskar öllum Íslendingum til hamingju með daginn.

Til hamingju við öll.

100 ára afmæli almenns kosningaréttar á Íslandi

ljósleiðari ljósnet símaþjónusta ótakmarkað

einfalt

niðurhal

1200

1000

800

600

400

200

0

60

50

40

30

20

10

0

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnarKosningum á íslandi 1962-2014 KynjasKipting á alþingi 1915-2015

Hlutdeild kvenna á Alþingi og í sveitarstjórnum í 100 ár

1962 1966 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1994 1998 2002 2006 2010

1916

1919

1923

1927

1931

1933

1934

1937

1942

a

1942

b

1946

1949

1953

1956

1959

c

1959

d

1963

1967

1971

1974

1978

1979

1983

1987

1991

1995

1999

2003

2007

2009

2013

a júlí,

b októ

ber,

C júní

, d októ

ber

Page 7: 19. júní - Til hamingju með daginn

N 292015

Listahátíðí Reykjavík

Listahátíð 2015 var tileinkuð höfundarverkum kvenna Til hamingju með daginn!

Láru

sso

n H

ön

nu

nar

sto

fa

Stofnaðilar Máttarstólpi Bakhjarlar

Page 8: 19. júní - Til hamingju með daginn

19. júní Helgin 19.-21. júní 20158

Einföld lausn á hvimleiðu vandamáli.

Vertu með fallegar neglur, alltaf !

Nailner penninnvið svepp í nögl.

Dreifing: Ýmus ehf

Fæst í apótekum

Það sem kom okkur mest á óvart er hversu hryllilega algengt kynferðisof-beldi er.

Kynferðislegt ofbeldi var best geymda leyndarmáliðGuðrún Jónsdóttir segir það hafa verið hræðilegt reiðarslag þegar hún gerði sér grein fyrir hversu útbreitt kynferðislegt ofbeldi er. Hún hafði starfað sem félagsráðgjafi í um 25 ár áður en hún gekk til liðs við Samtök um kvennaframboð og fékk þá fyrst inn á borð til sín kynferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum. Guðrún varð talskona Stígamóta þegar þau voru stofnuð árið 1990. Hún segir samstöðu kvenna lykilinn að breytingum í heiminum og kallar eftir því að konur fylgi eftir Beauty Tips-byltingunni með aðgerðum.

Kynjahlutfallið á mínu heimili er hnífjafnt. Við höfum mömmuna

og pabbann, soninn og dótturina og svo læðuna og fressið. Ég er í þannig stöðu að ég finn ekki mikið fyrir ójafnrétti í daglegu lífi. Ég hef ferðast dálítið til arabalanda þar sem konur eru í allt annarri stöðu en við á Íslandi. Þar er maðurinn minn ávarpaður: „Herra, góðan daginn herra!“ „Herra. Hvernig líður þér í dag, herra?“ Ég tók ekki eftir þessu forskeyti, herra, í fyrstu og svaraði bara: „Ég er bara mjög hress og kát takk,“ og það sem þeir voru hissa karlarnir. Það var sko ekki verið að tala við mig. Undir þessum kringumstæðum sér maður hvað við erum, sem betur fer, komin langt á Íslandi. Ég er mjög hrifin af Íslandi, kvenréttindum og mann-réttindum fyrir alla. Ég veit að ég á eftir að vera með króníska gæsahúð þann 19. júní í hátíðahöldunum og hugsa til forvera okkar og alls þess sem þær höfðu ekki en við höfum í dag.

Hvaða þýðingu Hefur 19. júní

í þínum augum?

Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúsaeigandi.

S amstaða kvenna er ástæðan fyrir þeim breytingum sem hafa orðið. Það er enginn sem

gefur okkur vald – við þurfum að ná því sjálfar,“ segir dr. Guðrún Jóns-dóttir félagsráðgjafi sem tók þátt í stofnun Samtaka um kvennafram-boð árið 1982 og stofnun Stígamóta árið 1990. „Samstaðan er númer eitt, tvö og þrjú. Það eru forrétt-indi að finna orkuna sem fylgir því að taka þátt í sameiginlegu átaki til að breyta heiminum og ég vona að sem flestar stelpur fái að upplifa slíkt einhvern tímann á ævinni,“ segir hún.

Guðrún fylgdist í fyrstu áhuga-söm með Rauðsokkahreyfingunni af hliðarlínunni og þegar undir-búningur fyrir kvennaframboðið fór af stað ákvað Guðrún að leggja sitt á vogarskálarnar. „Mér fannst Rauðsokkurnar alveg meiriháttar. Ég veit satt að segja ekki alveg af hverju ég tók ekki þátt fyrr. Ég held að það hafi verið aldurinn, flestar þessar konur voru yngri en ég og höfðu aðra reynslu. Ég var fædd inn í kreppuna og engin umræða um réttindi kvenna þegar ég var að alast upp. Ég man að ég gerði oft athugasemdir við að ég þyrfti að vaska upp á meðan bræður mínir fengu að fara út að leika en fékk litlar undirtektir,“ segir Guðrún sem fagnaði 84 ára afmælinu á þriðjudag, 16. júní, og var tæplega fimmtug þegar Samtök um kvenna-framboð voru stofnuð. „Ég mætti á stofnfundinn á Hótel Borg og skráði

Guðrún Jónsdóttir varð þeirri stund fegnust þegar hún losnaði úr borgarstjórn og gat einbeitt sér að því að vinna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn konum og börnum. Hún varð talskona Stígamóta þegar þau voru stofnuð árið 1990.

Ljós

myn

d/D

agsk

ráin

Sel

foss

i

mig í vinnuhóp. Dagvistunarmálin voru það sem brann hvað mest á konum á þessum tíma. Launabarátt-an var rétt að byrja og lítið sem ekk-ert talað um kynferðisofbeldi. Við lögðum áherslu á að fjölga dagvist-unarrýmum. Konur voru að koma í auknum mæli út á vinnumarkaðinn en samfélagið var svo langt á eftir þegar kom að því að gera konum það mögulegt,“ segir hún.

Bjartsýnar í byrjunKvennaframboðið fékk tvo kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og tvo á Akureyri. Kvennalistinn bauð fram í þremur kjördæmum árið eftir og hlaut 5,5% atkvæða. „Ég lenti efst á lista hjá Kvenna-framboðinu. Það æxlaðist einhvern veginn þannig þó ég væri alls ekki að sækjast eftir pólitískum frama. Satt að segja varð ég þeirri stund fegnust þegar kjörtímabilinu í borg-arstjórn lauk og ég gat einbeitt mér að starfi með konum og börnum sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Mér fannst ég gera miklu meira gagn í kvenfrelsismálum þar heldur en með því að þræta inni í borgarstjórn,“ segir hún.

Guðrún hafði starfað sem félags-ráðgjafi frá árinu 1957 en hafði aldrei fengið mál sem snerist um kynferðisofbeldi inn á borð til sín fyrr en hún fór að starfa innan kvennahreyfingarinnar. „Við vorum nokkrar, félagsráðgjafar og lögfræðingar, sem settum á stofn Kvennaráðgjöfina sem enn er starfandi. Þegar við fórum fyrst af stað vorum við mjög bjartsýnar á að við gætum upprætt kynferðis-

legt ofbeldi en eftir því sem við unnum lengur í þessum mála-flokki komu upp fleiri mál og fleiri birtingarmyndir ofbeldisins. Fram að þessum tíma var kynferðislegt ofbeldi best geymda leyndarmálið, sérstaklega kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Það myndaðist allt annað samband á milli okkar og þessarra kvenna sem leituðu til okkar því þarna var bara kona að tala við konu, frekar en fulltrúa stofnunar eða yfirboðara. Það sem kom okkur mest á óvart var hversu hryllilega algengt kyn-ferðisofbeldi er. Það var hræðilegt reiðarslag þegar við gerðum okkur grein fyrir að þetta væri svona djúpstætt og útbreitt vandamál. Fyrst vorum við að vinna með kon-ur sem hafði verið nauðgað, síðan sögðu konur okkur frá sifjaspelli, kynferðislegri áreitni á vinnustað, vændi og mansali. Eftir því sem umræðan jókst komu fram fleiri form valdbeitingar,“ segir Guðrún en Kvennaráðgjöfin var starfrækt í sjálfboðastarfi þar til þær stofnuðu Stígamót og var Guðrún sérleg talskona þeirra.

Valdatæki til að stjórna konumGuðrún segist alltaf hafa gaman af því að tala við ungar konur og telur að það sé enn meiri hreyfing á baráttu kvenna en sést á yfir-borðinu. „Ég er ekki mikið inni í þessum tölvuheimi en ég hef fylgst með fréttum af byltingunni þar,“ segir hún og vísar til byltingarinn-ar í Facebook-hópnum Beauty Tips þar sem hundruð kvenna hafa sagt frá því kynferðislega ofbeldi sem

þær hafa orðið fyrir. „Mér finnst stórkostlegt að konur hafi fundið sér leið til að tala um sín mál,“ segir hún og ítrekar að umræðan um kynferðislegt ofbeldi sé ekki einkamál þeirra sem hafa orðið fyrir því. „Kynferðislegt ofbeldi er valdatæki, tæki til að hafa stjórn á konum og börnum. Þar með hefur þetta áhrif á allar konur, hvort sem þær hafa verið beittar kynferðis-legu ofbeldi eða ekki. Þetta er yfirvofandi ógn sem stjórnar því hvernig við högum okkur og hvað við segjum. Í mínum huga hefur þetta aldrei verið spurning um „okkur“ og „þær.“ Þetta hefur áhrif á okkur allar og festir okkur í fjötrum ákveðinnar kvenímyndar og kvenhlutverka,“ segir Guðrún.

Eins hrifin og hún er af Beauty Tips-byltingunni segir hún að það sé ekki nóg að tala. „Þetta er stór-kostleg byrjun en síðan þarf að fylgja þessu eftir. Það er ekki nóg að við sitjum og rekjum harma okkar. Við þurfum líka að gera kröfur á samfélagið um breytingar. Ég myndi vilja sjá framvarðasveit kvenna sem væri bara í „aksjón“ sem væri ekki hægt að víkja sér undan. Það þarf gríðarlegt átak til að breyta þessu,“ segir hún og leggur aftur áherslu á samstöð-una. „Ekkert af því sem ég hef hér talað um hefði gerst nema fyrir tilstilli samstöðu kvenna. Þetta eru ekki afrek einstaklinga heldur afrek sem samstaðan skapar. Sam-staðan getur lyft grettistaki.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Page 9: 19. júní - Til hamingju með daginn

Smáratorgi 3 · 201 Kópavogi · 550 2700Nú versla Íslendingar á netinu... á Heimkaup.is!

Öryggi - Ekkert mál að skila eða skiptaAugljós kostur við að versla við innlenda risavefverslunog vöruhús eins og Heimkaup.is er að ekkert mál er að skila eða skipta ef upp koma vandamál.

Hægt að greiða við afhendingu Ólíkt mörgum netverslunum býðst þér einnig að greiða með peningum eða korti við afhendingu vörunnar. Öruggara verður það ekki.

Höfuðborgarsvæðið: Pantaðu fyrir kl. 13:00 og sendingin getur verið komin til þín fyrir 16:00 sama dagog strax sama kvöld ef pöntun berst fyrir kl. 17:00. Pantanir berast strax daginn eftir víðast hvar á landsbyggðinni.Allar pantanir yfir 4.000,- sendar frítt hvert á land sem er.

Frí heimsending samdægurs

heimkaup.is

HÖRKU TÆKI Á FRÁBÆRU VERÐI!

VERÐ 279.990,-

239.990,-LG 55" 4K SNJALLSJÓNVARP!Ótrúleg myndgæði: Ultra HD 3840x2160 díla upplausn. Tækið er afar vel búið; Smart TV, Triple XD Engine myndvinnsla, IPS panel, Magic remote fjarstýring og svo mætti lengi telja. Virkilega fallegt og jafnframt öflugt sjónvarp á flottu verði.

KYNNINGARVERÐ

40,000,-afsláttur

VIÐ SETJUM TÆKIÐ Á VAXTALAUSARRAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 12 MÁNAÐA*

55”

Netgíró vaxtalausar raðgreiðslur bera enga vexti, aðeins 3,95 % lántökugjald, 395 kr. færslugjald af afborgunum og 195 kr. tilkynningar- og greiðslugjald.

Visa og Euro Þessi sjónvörp standa korthöfum Visa og Euro einnig til boða á vaxtalausumraðgreiðslum til 12 mánaða. Greitt er 3.5% lántökugjald og 390 kr. greiðslugjald af hverri afborgun.

30,000,-afsláttur

VERÐ 199.990,-

169.990,-

LG 47" 3D SNJALLSJÓNVARP Þrívíddina heim í stofu! Tækið er með 800 Hz, FULLHD (1920x1080 díla upplausn), þremur USB tengjum, þremur HDMI tengjum og öllum helstu Smart TV fídusunum. Virklega fallegt tæki á góðu verði.

KYNNINGARVERÐ

VERÐ 149.990,-

129.990,-

LG 47" SNJALLSJÓNVARPVel búið tæki; LED skjár, Smart TV, Dual Core örgjörvi, 1,25 GB vinnsluminni, WiFi, DLNA, 2,2 rása hljóðkerfi, WebOS smart TV, Smart Share, Smart Share plus og fleira. Vandað og flott tæki á virkilega flottu verði.

KYNNINGARVERÐ

VERÐ 199.990,-

169.990,-

LG 55" LED SNJALLSJÓNVARPVirkilega flott hönnun. Tækið er vel búið; Smart TV, WiFi og 2.0 hátalarakerfi, FULL HD (1920x1080 díla upplausn), USB tengi fyrir flakkara eða minnislykla sem gerir þér kleyft að horfa á myndefni beint af minnistækinu þínu, ásamt fleiru. Flott verð.

KYNNINGARVERÐ

VERÐ 269.990,-

229.990,-

LG 55" SNJALLSJÓNVARP - 3DEfni í þrívídd heima í stofu - tækið getur breytt venjulegu myndefni í þrívíddar efni. Mjög vel búið tæki; Smart TV, DualCore örgjörva, 1,25 GB vinnsluminni, Cinema 3D tækni, WiFi, 500 MCI, DLNA og fleiru. Flott tæki á frábæru verði.

KYNNINGARVERÐ

30,000,-afsláttur

40,000,-afsláttur

20,000,-afsláttur

* *

Page 10: 19. júní - Til hamingju með daginn

19. júní Helgin 19.-21. júní 201510

Fallegir fætur í sumar - í utanlandsferðinni - á ströndinni-í sundlaugunum

Footner sokkurinnog þú færð silkimjúka fætur.

Fæst í apótekum

19. júní 2015 er dagur sem fólk mun muna eftir. Þegar 100

ár voru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi á Íslandi. Undanfarna mánuði hefur svo ótal margt gerst í jafnréttisbaráttu á Íslandi og mun afmælið því fá sérstakan sess í femínísku hjarta mínu. Ekki einungis vegna þess að afmælið er sannkallað stórafmæli heldur einnig því að árið 2015 tóku íslenskar konur svo fjölda mörg stór skref í átt að jafnrétti kynjanna. Með myllumerkja herferðunum #Freethenipple, #6dagsleikinn, #konurtala, #þöggun og með því að vera gagnrýnar og áberandi í allri umræðu.

Hvaða þýðingu Hefur 19. júní

í þínum augum?

Heiður Anna Helgadóttir, listfræðinemi og formaður

Femínistafélags Háskóla Íslands.

Horft til bakaFréttatíminn átti ein-staklega ánægjulega heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Þar hitti blaðamaður fyrir nokkrar konur sem voru tilbúnar að deila minn-ingum tengdum kvennafrí-deginum, þann 24. október árið 1975. Fljótlega kom í ljós að minningabanki þessara mætu kvenna gæti fyllt merkilegan bókaflokk en hér er drepið á nokkrum brotum.

Halla Harðardóttir

halla@frettatiminn.

Ljósmyndir/Halla.

Ætla að vera karl í næsta lífi„Mér finnst kvennabaráttan ekki hafa skilað miklu, það er alltaf verið að berjast en kaupið í kvennastéttum er enn miklu lægra. En baráttan er mikilvæg og verður að halda áfram. Þær kon-ur sem halda að jafnrétti sé náð hljóta að fá mikla hjálp utan frá. Þær vita heldur ekki hvað það er að þurfa að taka börnin með sér í kuldagöllum út í fjós í skítakulda og láta þau hanga í rólu á bás. Þegar krakkarnir voru litlir þurftum við að stía af einn básinn í fjósinu þar sem við geymdum þau á meðan ég mjólkaði. Það var allt handmjólkað því við vorum hætt með kýrnar þegar vélarnar komu, svo það er nú kannski ekki skrítið að skrokkur-inn sé að yfirgefa þessa glóru sem er eftir hér uppi.

Það var ekkert annað í boði á þessum tíma. Þegar ég byrjaði að búa átti ég enga þvottavél heldur sápuþvoði á bretti í bala á eldavélinni en fór svo í á sem var um kílómetra frá bænum til að skola þvottinn. Þetta var eina heimilisstarfið sem maðurinn minn hjálpaði mér með, því þvotturinn var svo þungur að ég gat ekki borið hann sjálf.“

„Ég ætla að vera karl í næsta lífi og þá á maður-inn minn að vera konan mín. Þá sér hann hvernig það er að vera ein með börnin og býlið á meðan ég er að vinna annarsstaðar.“

„Á kvennafrídaginn var sláturtíð og þá var ég að vinna í sláturhúsinu í Djúpadal. Sumar kon-urnar tóku sér frí en ég bara nennti því ekki.“

„Það var algjör-lega dásamlegt að fara niður í bæ á kvennafrídaginn, ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég var með drenginn lítinn en maðurinn minn kom að sjálfsögðu heim og tók yfir heimilið. Ég fór með bestu vinkonu minni, Maríu Jóhönnu Lárusdóttur sem var líka kennari, í bæinn en maðurinn hennar kom líka heim úr vinnunni. Við bara kvöddum og sáumst ekki aftur fyrr en um kvöldið. Það var ótrúleg þátttaka og mikill hugur í konum en það sem stendur upp úr er þegar við heimsóttum aldraða ömmu vinkonu minn-ar sem var komin yfir nírætt. Svo þegar við komum heim þá beið okkar málsverð-ur, svo þeir stóðu sig nú vel karlarnir. Í minningunni er þetta algjörlega ógleyman-legur dagur.“

„Ég gifti mig 21 árs og bjó svo eitt og hálft ár í Kaup-mannahöfn þar sem mað-urinn minn var að nema. Ég ætlaði líka að nema og langaði að sækja um í „Haandarbejdets Fremme“, sem er geysilega fjölbreyttur handavinnuskóli, en mað-urinn minn vildi það ekki svo það varð ekkert úr því. Hann vildi frekar að ég færi í tækniteiknun en mig lang-aði ekkert til þess. Eftir að við skildum fór ég að vinna skrifstofuvinnu og börnin fengu sem betur fer pláss á barnaheimili.“

„Ég held að jafnrétti fari aftur á bak og áfram og mér finnst þetta vera endalaus leikur hjá körlum sem þykjast hafa áhuga á því að konur fái jafn laun og karlar, því óvart eru þeir alltaf 10% ofar. En við erum sem betur fer komin langan veg frá þeim tíma þegar vinnukonan

Jafnrétti fer aftur á bak og áfram

átti að þjóna þremur eða fjórum karl-mönnum eftir að hafa unnið allan liðlangan daginn. Ég man vel eftir

kvennafrídeginum og alltaf þegar það eru sýndar myndir þaðan fer ég alltaf að leita að mér.“

Guðbjörg Lilja Guðjónsdóttir. Reykvíkingur, fráskilin, á 3 börn.

Anna Sigríður Árnadóttir, fyrrverandi menntaskólakennari. „Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki en ólst upp á Siglufirði þar til ég fór til náms á Akureyri 15 ára. Þar kynntist ég manninum mínum sem ég á tvö börn með, og við eigum gullbrúðkaup á næsta ári.“

Ógleymanlegur dagur

Hulda Heiðdal Hjartardóttir, bóndi í Fljótshlíð, fædd og uppalin í Vífilsdal í Dalasýslu. Ekkja, á 3 börn.

Þær [konur sem halda að jafn-rétti sé náð] vita heldur ekki hvað það er að þurfa að taka börnin með sér í kuldagöllum út í fjós í skíta-kulda og láta þau hanga í rólu á bás.

Page 11: 19. júní - Til hamingju með daginn

Kísilsteinefni unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísilK ísill er lífsnauðsynlegt stein­

efni og hefur oft verið kall­að gleymda næringarefnið.

Kísill er eitt algengasta steinefni jarðar og gegnir lykilhlutverki í myndun og styrkingu bandvefs í lík­amanum. Beinvefur, sinar, liðbönd og húð eru allt dæmi um bandvef.

Af hverju ættir þú að taka inn kísilsteinefni?Því við fáum ekki nægan kísil úr fæðu: Rannsóknir hafa sýnt að auk­in dagleg inntaka á kísil er sterk­lega tengd auknum beinþéttleika. Meðal kísilinntaka úr fæðu er al­mennt ekki talin nægileg, og því er mælt með aukinni inntöku af kísil með fæðu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hæfni líkamans, til að taka upp kísil, minnkar með aldrinum.

Losar þungmálma úr líkam-anum: Sýnt hefur verið fram á að kísill hjálpar líkamanum að losa sig við ál og aðra þungmálma úr líkamanum. Álsöfnun í líkamanum veldur einkennum sem svipa til ein­kenna Alzheimer sjúkdóms og var lengi talið að uppsöfnun áls væri orsök sjúkdómsins. Það hefur verið að mestu leyti hrakið en engu að síður er uppsöfnun áls í líkamanum alvarleg.

Fyrir meltingarveginn: K ís ­ill vinn ur gegn því að sníkju dýr, myglu­ og kandí da svepp ir geti þrif st í líkaman um. Kís ill hjálp ar til við að afeitra líkamann og los ar hann við eit ur efni sem safn ast hafa fyr ir í melting ar fær um.

Engin eitrunaráhrif: Neysla kís­ils hefur engin þekkt eitrunaráhrif. Kísill safnast ekki upp í líkaman­um heldur tekur líkaminn upp það

magn sem hann þarf úr fæðunni og skilar umfram magni, ef eitthvað er, út með þvagi. Fólk með eðlilega nýrnavirkni ætti því ekki að geta orðið meint af hóflegri kísilsneyslu. Vegna þessa hefur Matvælaörygg­isstofnun Evrópu (EFSA) enn ekki gefð út nein efri þolmörk fyrir kís­ilneyslu.

Fyrir stinnari og sterkari húð: Kísilsteinefni styrkir húðina og gerir hana stinnari. Rannsóknir hafa sýnt að kísill örvar myndun kollagens í líkamanum og getur því grynnkað hrukkur og lagað skemmdir á húð vegna of mikils sólarljóss.

Fyrir sterkara hár og neglur: Rannsóknir hafa sýnt að kísilstein­efni styrkir hár og neglur. Einnig getur kísill komið í veg fyrir eða minnkað hárlos og klofna enda.

Gjöf frá móður jörðGeoSilica Iceland ehf. framleiðir kísilinn beint úr iðrum jarðar og er því eins náttúrulegur og kostur er á. Fyrirtækið hefur þróað aðferð til að vinna kísilinn beint úr jarð­hitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Kísillinn er styrktur og hreinsaður svo að eftir stendur náttúrulegur og hreinn kísill í vatnslausn. Kísil­steinefnið inniheldur agnarsmá kísilkorn sem líkaminn á auðvelt með að vinna úr og nýta til styrk­ingar líkamans. Ráðlagður dag­skammtur er ein matskeið (10­15 ml). Kísilsteinefni Geosilica fæst í öllum helstu apótekum og heilsu­húsum um land allt.

Unnið í samstarfi við

GeoSilica

Fida Abu Libdeh, fram-kvæmdarstýra GeoSilica Iceland ehf. Fyrirtækið spratt upp úr lokaverkefni hennar og Burkna Páls-sonar í orku- og umhverfis-tæknifræði við Háskóla Íslands.

Verkir horfnir og lífið léttara"Ég hef aldrei verið neitt gefin fyrir vítamín eða fæðubótaefni er kannski af gamla skólanum.Hef alltaf talið að það besta fyrir líkaman væri að borða af öllum fæðuflokkum og það dygði.Leist samt vel á Kísilvökvann frá Geosilica og ákvað að prófa 1 flösku.Eftir 3 vikur tók ég eftir að margra ára verkur sem ég hef haft í mjöðm hafði hjaðnað all verulega, 3 vikum síðar var hann nánast horfinn. Á sama tíma tók ég eftir að ég var hætt öllu narti á kvöldin,sykurfíknin horfin og vigtin sagði 5 kg. voru farin.Þetta er ekki allt,ég sef betur og er léttari upp á morgnanna og allt þetta eftir aðeins 4 mánuði á kísilvökvanum frá Geosilica. Núna er verkurinn í mjöðminni með öllu horfinn ég get ekki annað en verið ánægð með þennan frábæra árangur.” - Birna Sigurbjörnsdóttir

Innilega til hamingju með daginn- án kraftmikillar baráttu kvenna hefði GeoSilica ekki orðið til

19. júníHelgin 19.-21. júní 2015 11

Page 12: 19. júní - Til hamingju með daginn

19. júní Helgin 19.-21. júní 201512

„Það er allt annað að vera ung kona í dag, það eru svo miklu meiri möguleikar, meiri fjárráð og meiri möguleikar á að mennta sig. Ég hugsa að ég hefði farið í hjúkrun hefði ég haft tækifæri til þess.“

„Það var svo stórkostlegt að fara niður í bæ á kvennafrídaginn og sjá allar þessar konur úti á götu. Og það er alveg stórkostlegt hvað Kvennalistinn áorkaði miklu. Þær umbyltu samfélaginu. Í dag hjálpa karlmenn konum með börnin og heimilsstörfin, þetta er alveg hreint ótrúlegt, þeir skipta meira segja á bleium. Þetta er svo ótrúlegt! Og barnaheim-ilin eru út um allt núna. Ég gleymi því aldrei þegar ég fór í göngutúr niður Laugaveginn með gönguklúbbnum mínum fyrir nokkrum árum þegar við mættum nokkrum pöbbum með barnavagna! Þetta hefði aldrei nokkurn tíma sést hér áður. Við vorum allar svo hissa að við fórum bara að hlæja.“

„Á kvennafrídaginn fór ég upp á Land-spítala til að lesa fyrir systurson minn sem lá þar fótbrotinn. Kvennabaráttan hefur aldrei náð því að blómstra en samt sem áður hafa konur unnið mikið á, en þær mega gera betur. Ég var óskaplega hreykin þegar ég fékk fyrst að kjósa. Það voru forsetakosningar þegar séra Bjarni, fermingarprestur-inn minn, var í framboði. Ég kaus hann og mér fannst það æðisleg upphefð. Mér finnst skömm að því að krakkar séu ekki að nýta kosningaréttinn. Þeir virðast ekki hafa skilning á því hvað kosningarétturinn er. Þetta er mikill réttur sem manni er gefin og það má ekki misvirða hann. Þetta er það sem við byggjum allt á og þar sem allir geta lagt fram sína skoðun og skoðun manns er heilög. Það er svo mikilvægt að fá að hafa skoðun og það þarf að berja það inn í unga fólkið í dag.“

„Ungar konur í dag eru miklu frjáls-ari. Þær geta gert hvað sem þær vilja. Það var ekkert ýtt á stúlkur að mennta sig hér áður fyrr. Á kvennafrí-daginn gengum við vinkonurnar saman niður í bæ úr Sigtúninu. Miklu seinna eftir að þessi vinkona mín dó var maðurinn hennar að taka til í gömlum kössum og þá kom í ljós blaðaúrklippa með mynd frá deginum og við vorum á myndinni.“

„Ég veit ekki hvort það skiptir ein-hverju máli að halda upp á þetta kosn-ingaafmæli, pólitíkin er öll svo vitlaus. En konur eru misjafnar eins og karlar, gáfunum er allsstaðar misskipt. Það eru ekki allir eins og svo er ríkidæmið nú meira hjá sumum en öðrum. Mis-réttið er á svo mörgum stöðum. En mér finnst mikilvægt að minnast þess sem konur gerðu innan veggja heim-ilisins, það er ekki metið til fjár.“

„Móðir mín hét Einara Ingileif Jensína Pétursdóttir og var úr Flatey en ég fékk ekki að alast upp með henni. Ég fæddist um tvöleytið en var tekin frá henni um fimmleytið og send í fóstur í Skáleyjar svo við kynnt-umst ekki fyrr en ég var komin á fermingaraldur. Einn daginn flaggaði móðir mín og ég skildi ekkert í því af hverju. Ég spurði hana hvað væri í gangi þar sem eng-inn í eyjunni átti afmæli. Þá sagði mamma mín þetta; „19. júní er mér heilagri en það. 19. júní fögnum við því að konur fá að kjósa til þings. Því mamma mín vissi hvað það var að vera kona sem litið var niður á, eins og hvert annað húsdýr. Eftir að mamma fékk að kjósa fannst henni hún verða meiri manneskja. Í dag vitum við ekki hvað það er að vera píndur áfram og mega ekki vera manneskja.“

„Hér er gott að vera. Ég er orðin blind og get því miður ekki lesið lengur en ég hef afskaplega gaman af sögum þó mér sé ekki sú list léð að ljóða til þín bögu.“

Mikilvægt að fá að hafa skoðun

Erla Kristjánsdóttir, fædd og uppalin í Reykjavík. „Ég er ekkja og átti engin börn en ég hef unnið mikið með börnum og elska að vera í kringum börn. Ég hef unnið ýmis störf fyrir borgina en lengst af vann ég í Langholtsskóla þar sem ég skúraði og var gangavörður í 31 ár.“

Fyndið að sjá pabba með barnavagna

Kristín Einarsdóttir. „Ég er 91 árs gömul og er fædd í Reykjavík. Ég hætti í skóla eftir fermingu og fór að vinna á saumastofu. Svo gifti ég mig þegar ég var tvítug og við áttum saman þrjú börn. Ég var heimavinnandi þar til ég missti manninn minn. Svo giftist ég aftur 1973 og stofnaði stuttu síðar gistiheimili við Flókagötuna, fyrsta gistiheimilið í Reykjavík.“

Vitum ekki hvað það er að mega ekki vera manneskja

Inga Jóhannesdóttir, fædd í Flatey á Breiðafirði en ólst upp í Skáleyjum. Ekkja, átti eina dóttur sem lést þrítug. Vann í fiski og sem aðstoðarverkstjóri í Hraðfrystistöðinni.

Misréttið er á mörgum stöðum

Arnfríður Snorradóttir. „Ég er fædd í Reykjavík en var alin upp á Burstafelli í Vopnafirði. Móðir mín gerðist þar ráðskona í sveit því faðir minn dó þegar ég var ársgömul. Ég fór í Húsmæðraskólann í Reykjavík 18 ára gömul og giftist svo strák úr sveitinni þegar ég var tvítug. Við bjuggum í Reykjavík þar sem við áttum fimm börn.“

Konur til hamingju með daginn

Hverfisgata 105 101 Reykjavík

stórar stelpur

Margar gerðir af búningasilfri.

Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum.

Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.

Sérverslun með kvensilfur

www.thjodbuningasilfur.is

Astroglide Sensitive Skin Gel

Sleipiefni fyrir þá sem eru viðkvæmir eða eiga í vandamálum vegna þurrks í leggöngum.

Fæst í apótekum

Page 13: 19. júní - Til hamingju með daginn

Stillanlegur hægindastóll.

Svart, brúnt, grátt og

ljóst leður á slitflötum.

80x90 H:105 cm.

Fullt verð: 99.900 kr.

TAMPAhægindastóll

Aðeins 79.900 kr.

TVENNUTILBOÐdúnsæng + koddiO&D dúnsæng· 50% dúnn· 50% smáfiður

+ Dúnkoddi

Fullt verð: 24.900 kr.

Aðeins 18.900 kr.Aðeins 18.900 kr.

TVENNUTILBOÐ

Afgreiðslutími Mánudaga til föstudaga frá kl. 10–18Laugardaga frá kl. 11–16www.dorma.is

Holtagörðum 512 6800Dalsbraut 1, Akureyri558 1100

Sumarútsala

NATURE’S RESTheilsurúm

Aðeins 59.900 kr.

Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni.Stærð: 140x200 cm.

Fullt verð: 92.900 kr.

33.000krónur

AFSLÁTTUR

· Svæðaskipt pokagormakerfi· Burstaðir stálfætur· Sterkur botn, val um 3 liti

· 320 gormar pr. fm2

· Góðar kantstyrkingar

Fyrir þínarbestu stundir

Mikið úrval af bómullarsængurverumfrá Nordicform og Zone

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

Holtagarðar | Akureyri | www.dorma.is

Sumarútsala

TVENNUTILBOÐdúnsæng + koddi

NATURE’S RESTheilsurúm

Aðeins 59.900 kr.

Nature’s Rest heilsudýna

með Classic botni.

Stærð: 140x200 cm.

Fullt verð: 92.900 kr.

33.000krónur

AFSLÁTTUR

O&D dúnsæng

· 50% dúnn

· 50% smáfiður

+ Dúnkoddi

Fullt verð: 24.900 kr.

Aðeins 18.900 kr.Aðeins 18.900 kr.

TVENNUTILBOÐ

Þú finnur Dormabæklinginn á dorma.is

MEIRA Ádorma.is

Page 14: 19. júní - Til hamingju með daginn

19. júní Helgin 19.-21. júní 201514

M eð jafnlaunavottuninni hefur bankinn fengið staðfestingu á því að búið

sé að kerfisbinda launaákvarðanir og að hann sé með jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST 85:2012. Í tilkynningu frá VR og Arion banka var haft eftir Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanni VR, að það væri ánægju-legt og ekki síður mikilvægt þegar stór banki á við Arion banka bætist í hóp jafnlaunavottaðra fyrirtækja. Jafnlaunavottun VR tekur nú til 24 fyrirtækja og stofnana á íslenskum vinnumarkaði.

Ábyrg vinnubrögðJónas Hvannberg, starfsmannastjóri hjá Arion banka, segir jafnlauna-vottunina hafa mikla þýðingu fyrir bankann, jafnt inn á við sem út á við. „Starfsfólk getur verið öruggt um að

við séum að vinna eftir ákveðnum vinnureglum og ferlum. Það skiptir einnig máli að almenningur viti að við erum að vinna á ábyrgan hátt hvað varðar jafnrétti. Fólk sem sækir um vinnu hjá okkur getur verið visst um að karlar og konur njóti sömu launaréttinda.“ Vottunarferlið hófst síðastliðið haust og frá áramótum hefur sérstakur verkefnastjóri starf-að innan bankans að því að undir-búa vottunina. Mikill vilji var meðal starfsfólks að innleiða jafnlaunakerfi og margir lögðu verkefninu lið. „Það er mikil ánægja með niðurstöðuna,“ segir Jónas.

Jafnlaunakerfið nær til fleiri þátta en jafnréttis kynjanna„Markmiðið með Jafnlaunavottun VR er að sjálfsögðu að jafna hlut kynjanna þegar kemur að launamál-

Arion banki fyrsti bankinn til að hljóta jafn-launavottun VRJafnlaunavottun VR var fyrst kynnt í febrúar 2013 og er markviss leið fyrir atvinnurekendur til að uppfylla kröfur nýs jafnlauna-staðals Staðlaráðs Íslands. Arion banki er stærsta fyrirtækið sem hefur hlotið þessa vottun og fyrsti bankinn. Kerfið mun tryggja að starfsfólki Arion banka sem vinnur sambærileg störf sé ekki mis-munað í launum.

um. Það kom okkur þó skemmtilega á óvart að þegar líða tók á ferlið átt-uðum við okkur á því að jafnlauna-kerfið nær til fleiri þátta. Þannig tryggir kerfið að jafn verðmæt störf eru borin saman þvert yfir bank-ann, ekki eingöngu á milli kynja. Sem dæmi má nefna að sambærileg störf eru borin saman á milli höfuð-borgarsvæðisins og landsbyggðar, milli deilda og sviða og á kerfið að tryggja að sambærileg laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð búsetu eða öðrum þáttum. Jafn-launavottunin tryggir því jafnrétti

starfsmanna almennt, þvert yfir ein-ingar, en ekki aðeins á milli kynja. Ég get ekki annað en mælt með því að sem flest fyrirtæki fari í gegnum þetta ferli sem er virkilega hollt og lærdómsríkt,“ segir Jónas.

Hluti af stærri jafnréttisstefnuÍsland telst vera fremst í flokki í jafnréttismálum á heimsvísu, sam-kvæmt Global Gender Gap Report. „Það er skýr krafa starfsmanna Arion banka að þeir geti treyst því að konur og karlar sitji við saman borð þegar kemur að launaákvörð-

unum og er jafnlaunavottunin liður í því að tryggja að svo sé. Við erum með skýra jafnréttisstefnu og sér-staka jafnréttisnefnd starfandi inn-an bankans. Þar er verið að huga að ýmsum öðrum þáttum eins og til dæmis ráðningum og kynjaskipt-ingu í deildum,“ segir Jónas. „Að lokum vil ég fyrir hönd starfsfólks Arion banka óska landsmönnum öll-um til hamingju með 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.“

Unnið í samstarfi við

Arion banka

Jónas Hvannberg, starfsmannastjóri hjá Arion banka. Arion banki er stærsta fyrirtækið sem hlotið hefur jafnlaunavottun VR. Þess má geta að listaverkið sem er í bakgrunni er eftir listakonuna Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur en verkið er hluti af sýningunni Fletir sem nú stendur yfir í Arion banka. Mynd/Hari.

B orgarsögusafn Reykjavíkur stendur fyrir tveimur merki-legum sýningum í tilefni

þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Um er að ræða sýningarnar Sjókonur sem búið er að koma fyrir í Sjóminjasafn-inu í Reykjavík og sýninguna Hjá-verkin sem sýnd er í Árbæjarsafni en bæði söfnin heyra undir Borgar-sögusafn.

Sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíðSjókonur er ný sýning í Sjóminja-safninu í Reykjavík sem rekur sögu íslenskra kvenna sem sóttu sjóinn, í fortíð og nútíð. Sýningin er sam-starfsverkefni Borgarsögusafns og dr. Margaret E. Willson, mann-fræðings við háskólann í Washing-ton í Bandaríkjunum. „Undanfarin ár hefur hún safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna, frá upp-hafi byggðar til vorra daga. Sýning-in byggir á áður óbirtum rannsókn-um dr. Willson en þær kollvarpa þeim hugmyndum sem uppi eru um sjósókn kvenna sem var og er mun almennari en áður var talið,“ segir Íris Gyða Guðbjargardóttir sýningarstjóri. Frásagnir af konum sem sóttu sjó markast ekki síst af hugdirfsku þeirra á sjó, útsjónar-semi og styrk. Heimildir greina frá aflsæknum konum og kvenkyns

formönnum. Finna má frásagnir af konum sem fæddu börn úti á opnu hafi eða í flæðarmáli rétt eftir lendingu. Þessi dæmi og fjölmörg fleiri benda til þess að sjósókn hafi verið eðlilegur hluti af lífi margra kvenna.

HjáverkinÁ Árbæjarsafni opnaði nýverið sýn-ingin Hjáverkin – atvinnusköpun kvenna í heimahúsum 1900-1970 sem byggir á safnkosti Borgarsögu-safns Reykjavíkur og rannsóknum safnsins á vinnu kvenna. Ábyrgð kvenna á eigin afkomu og afkomu fjölskyldunnar hefur almennt ekki verið mikils metin í samfélagslegri umræðu, bókmenntum og sögu-bókum. Langt fram eftir 20. öld voru karlar fyrirvinnur en konur voru heima. Framleiðsla kvenna hefur í gegnum tíðina verið vand-lega falin og vantalin í hagrænum skilningi. „Sýningin er því óður til kvenna. Óður til framtaksemi þeirra, hugmyndaauðgi og sjálfs-bjargarviðleitni. Konur hafa ætíð axlað ábyrgð en möguleikar þeirra hafa oft á tíðum verið afar takmark-aðir,“ segir Gerður Róbertsdóttir sýningarhöfundur. Á sýningunni er ljósi varpað á þessa földu veröld kvenna, hvernig konum tókst að afla tekna í hjáverkum samhliða skyldu-störfum til að sjá sér og sínum far-

Sýningar um sjómennsku og atvinnusköpun kvenna

borða. Frítt verður inn á Árbæjar-safn í dag, 19. júní, og boðið verður upp á leiðsögn um öll hús safnsins klukkan 11 og 14.

100 viðburðir í tilefni 100 áraSýningarnar eru hluti af 100 við-burðum sem borgin stendur fyrir

í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Ár-bæjarsafn og Sjóminjasafnið eru opin daglega frá kl. 10-17. Árbæjar-safn er í Kistuhyl, 110 Reykjavík og Sjóminjasafnið í Reykjavík er á Grandagarði 8, 101 Reykjavík. Á

vefsíðunni www.borgarsogusafn.is má nálgast nánari upplýsingar og þar er einnig að finna viðburða-dagatal sem sýnir alla viðburði safnsins.

Unnið í samstarfi við

Borgarsögusafn Reykjavíkur

Sýningin Sjókonur fer fram í Sjóminjasafn-inu í Reykjavík í tilefni 100 ára afmælis kosn-ingaréttar kvenna. Mynd/Borgarsögusafn

Sýningin Hjáverkin í Árbæjarsafni fjallar um atvinnu-sköpun kvenna í heimahúsum á tímabilinu 1900-1970. Frítt er inn á safnið í dag, 19. júní. Mynd/Borgarsögusafn

Page 15: 19. júní - Til hamingju með daginn

19. júníHelgin 19.-21. júní 2015 15

Fjóla Kristín Helgadóttir, starfsmannastjóri hjá IKEA á Íslandi og Valgerður María Friðriksdóttir aðstoðarstarfsmannastjóri.

IKEA sýnir jafnréttisstefnu í verkiIKEA á Íslandi var meðal fyrstu fyrirtækjanna til að hljóta jafn-launavottun VR í apríl 2013. Með vottuninni skuldbindur IKEA sig til að greiða jöfn laun og sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu og jafnverðmæt störf óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstudd-um viðmiðunum.

J afnlaunavottun VR var fyrst kynnt í febrúar 2013 og var IKEA meðal þriggja fyrirtækja

sem hlaut vottunina þremur mánuð-um seinna. Jafnlaunavottunin er fyrir öll fyrirtæki og opinberar stofnanir og byggir á Jafnlaunastaðli Staðlar-áðs Íslands. Undanfarin ár hefur umræðan um kynbundinn launa-mun verið áberandi og samkvæmt VR hefur kynbundinn launamunur innan félagsins dregist saman um rúman þriðjung frá árinu 2000. Þó er enn 9,4% óútskýrður munur á launum karla og kvenna innan VR.

Hluti af jafnréttisáætlunHjá IKEA á Íslandi starfa um 270 starfsmenn, helmingur þeirra eru konur. „Það er hluti af starfsmanna-stefnu okkar að framfylgja jafnrétt-isáætlun fyrirtækisins og fellur jafn-launastefna þar undir,“ segir Fjóla Kristín Helgadóttir, starfsmanna-stjóri hjá IKEA. Með jafnréttisáætl-un er það markmið fyrirtækisins að sjá til þess að hver einstaklingur sé metinn á eigin forsendum og fyllsta jafnræðis sé gætt milli allra starfs-manna. „Það er auðvelt fyrir fyrir-tæki að setja niður á blað skriflega yfirlýsingu um hvernig skuli vinna að og viðhalda sanngirni og jafn-rétti. Annað mál er svo að fara eftir því og fá það staðfest og sannreynt af óháðum aðilum. Það hlýtur því að vera jákvætt fyrir vinnustaði og traust starfsmanna til stjórnenda fyrirtækisins að fá óháða aðila til að sannreyna að engin mismunun á sér

stað innan fyrirtækisins hvað launa-ákvarðanir varðar, eða verklag sem snýr að þeim,“ segir Fjóla Kristín.

Vottun án launabreytinga„Vorið 2013 ákváðum við hjá IKEA að fara í gegnum jafnlaunaferli VR þar sem framkvæmd var fagleg út-tekt óháðra aðila á því hvort innan veggja fyrirtækisins væri verið að greiða misjöfn laun fyrir jafn verð-mæt störf,“ segir Fjóla Kristín. Vottunarferlið gekk afar vel. „Við getum verið stolt af því að hafa fengið vottunina án þess að þurfa að breyta launum hjá nokkrum starfsmanni. Þetta var því í góðum farvegi hjá okkur fyrir vottunina en vissulega var stórt skref að hljóta vottunina þar sem hún sannreynir að orð eru sýnd í verki hjá okkur hvað varðar jafnlaunastefnuna.“ Hjá IKEA fer reglulega fram endur-mat með reglubundnum hætti þar sem utanaðkomandi aðilar fram-kvæma launagreiningu og rýna í vinnubrögð og ferla. „Í síðustu við-haldsúttekt sem framkvæmd var núna í júní mældist kynbundinn launamunur 0,1%, sem við erum afar stolt af. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna orð í verki, setja sér jafn-launastefnu og sækja sér jafnlauna-vottun. Vottunin er stórt skref í því að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði og afnema kynbundinn launamun,“ segir Fjóla Kristín.

Unnið í samstarfi við

IKEA

Til hamingju með daginn konur!

Page 16: 19. júní - Til hamingju með daginn

19. júní Helgin 19.-21. júní 201516

Bernharð Laxdal, hefur þjónustað íslenskar konur í 77 ár með gæða kvenfatnað, og höldum því áfram,

verið velkomnar, ýmis tilboð í gangi í tilefni kvennadagsins

Konur taka á hörðustu málefnunumÞað er best fyrir samfélagið að auka hlut kvenna í pólitík. Þær takast á við hörðustu málefnin, málefni sem snerta kviku þess að vera mannlegur, segir Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur, forstöðumaður Kvennasögusafnsins og formaður afmælisnefndar 100 ára kosningaréttar kvenna. Auður ræðir við Fréttatímann í til-efni dagsins um upphaf kvenréttinda, kosningaréttinn og þátttöku kvenna í stjórnmálum.

Þ ann 19. júní 1915 fengu ís-lenskar konur, 40 ára og eldri, kosningarétt. Af hverju

þessi skilyrði, af hverju ekki allar konur?

„Þetta er mjög sérstakt og al-gjört einsdæmi í heiminum. Þetta kom þannig til að 1911 samþykkti Alþingi kosningarétt allra, kvenna og karla, 25 ára og eldri, það er að segja þeirra sem ekki voru hjú en það var þjóðfélagshópur sem var ekki sjálfstæður í lagalegum skilningi. En Jón Jónsson í Múla hét þingmaður sem kom fram með breytingatillögu um að konur fengju þennan rétt 40 ára en ekki 25 ára. Hann færði fyrir því rök að konur væru ekki nógu þroskaðar og þyrftu tíma, en hann var reyndar á móti kosningarétti kvenna. Þetta ákvæði

datt út en var svo aftur sett inn árið 1913 og allir þingmenn nema fimm samþykkja það. Rökin sem voru not-uð á þinginu voru meðal annars þau að það væri hættulegt að gefa öllum nýjum hópum, sem sagt konum og vinnumönnum, allan réttinn í einu. Það væri þá meirihluti kjósenda og því beinlínis hættulegt. Betra væri að þetta kæmi í skömmtum. Jafn-rétti átti að nást á 15 árum, með því að lækka réttinn um eitt ár á ári. En sem betur fer þá björguðu Danir okkur frá því með sambandslaga-samningnum og árið 1920 fengu ís-lenskar konur jafnrétti.“

En það fengu ekki aðeins konur kosn-ingarétt, heldur líka vinnumenn. Af hverju fögnum við kvenréttindum á þessum degi?

„Þetta er fyrst og fremst og ein-göngu kvenréttindamál. Alveg frá 1887 voru íslenskar konur að tala fyrir þessu. Hið íslenska kvenfélag var svo stofnað árið 1894 og það hafði þá stefnu að vinna að pólitísku jafnrétti og kosningarétti. Þá fór baráttan af stað og félagið gekkst fyrir undirskriftasöfnunum þar sem skorað var á þingið að samþykkja pólitísk réttindi fyrir konur.“

„1915 fengu svo konur og vinnu-menn, 40 ára og eldri, kosningarétt. Það er erfitt að reikna út hversu margir voru vinnumenn á þessum tíma en ég hef séð í riti Hagstofunn-ar leitt að því getum að um 1.500 vinnumenn hafi fengið kosningarétt árið 1915 en þetta voru um 12.000 konur. Þannig að þetta var klárlega gert fyrir konur. Síðan færist aldurs-takmarkið niður, bæði fyrir konur og vinnumenn, en hvað vinnumenn voru margir 25 ára og eldri á þess-um tíma veit ég ekki en þeir hafa kannski verið um 3 til 4 þúsund á meðan réttindin áttu við allar kon-ur landsins.“

„Þeir sem eru eftir, þegar lögin eru sett 1920 og færa öllum 25 ára og eldri jafnrétti, eru þeir sem skulda fá-tækrastyrk og þeir sem voru dæmd-ir ólögráða einstaklingar, til dæmis vegna geðsýki eða þroskahömlunar og þeir sem höfðu flekkað mannorð. Það er svo 1934 sem fátækrastyrkur-inn er tekinn út en ekki fyrr en 1984 sem ólögráða markið og mannorðs-missir var tekið burt.“

Það var svo Ingibjörg H. Bjarnason sem settist fyrst kvenna á Alþingi árið 1922, sem fulltrúi kvenna. Hvernig kom það til?„Það var settur saman listi árið 1922 af kvenfélögum, bæði í Reykjavík og úti á landi, og mein-ingin var sú að hún ætti að vinna þeim málum gagn á þingi sem voru konum efst í huga. Flokkarnir buðu konum ekki sæti á sínum listum en hér í Reykjavík höfðu konur verið með kvennalista og haft talsvert mikil áhrif á bæjarmálin. En 1920 þegar þær voru komnar á lista hjá öðrum flokkum var þeim ekki ætl-að sæti lengur og því sparkað úr bæjarstjórn. Þá urðu konur mjög reiðar og reiðin varð til þess að þær fóru af stað með þennan lista. Sem gekk svona ljómandi vel og Ingi-björg rauk inn á þing.“

Hver voru helstu hugðarefni kvenna á þessum tíma?„Aðaláhugamálið, og það sem Ingi-björg sagði sjálf að hún myndi beita sér mest fyrir, var Landspítalamálið. Að beita sér fyrir því að ríkisstjórn-in legði peninga í byggingu Land-spítala. Þetta ákváðu konur eftir að hafa fengið kosningaréttinn 1915 en þá héldu þær stóran fund til að reyna að finna út hvernig þær gætu minnst þessa réttar. Og þá ákváðu þær að byggja spítala fyrir alla lands-menn. Og þegar horft er til baka þá er þetta þvílíkur stórhugur að maður á bágt með að finna eitthvað sem lík-

ist þessu í dag. En þetta var á tíma mikillar bjartsýni og bjartsýnin færir fjöll. Þær hófu söfnun fyrir spítala um allt land og 19. júní var ákveðinn Landspítalasjóðsdagur og upp frá því var farið að halda hátíð 19. júní þar sem safnað var fyrir Landspítal-anum og kosningaréttarins minnst og dagurinn kallaður kvenréttinda-dagurinn. Ingibjörg fór inn á þing meðal annars til að fylgja þessu máli eftir. Landspítalinn tók til starfa árið 1930 og gamla byggingin er minnis-varði um kosningarétt kvenna. Við skulum aldrei gleyma því.“

Hlutur kvenna á Alþingi var svo ekki mjög stór fram eftir öldinni.„Nei, það var hann ekki. Fyrir 1983 höfðu konur verið mest 5% á þingi en þá koma fram tvö ný framboð, Kvennalistinn og Banda-lag jafnaðarmanna. Þá tók hlutur kvenna á alþingi kipp úr 5% í 15% og nær öll aukningin kom frá þess-um tveimur nýju flokkum, 3 kon-ur frá Kvennalista og 2 konur frá Bandalagi jafnaðarmanna. Síðan í næstu kosningum, árið 1987, þá áttuðu hinir flokkarnir sig á því að þetta gengi ekki lengur, að það gæti verið sniðugt reyna hala upp atkvæðin með konum. Og þá fór hlutur kvenna í 20% og konur fengu örugg sæti á lista, ekki bara sem skraut. Síðan hefur leiðin leg-ið upp á við.“

Framhald á næstu opnu

Page 17: 19. júní - Til hamingju með daginn

Auður Styrkársdóttir, stjór-nmálafræðingur, forstöðumaður Kvennasögusafnsins og formaður afmælisnefndar 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. „Ég hef nú alltaf verið fylgjandi kvótum. Bæði sem manneskja og sem stjórnmála-fræðingur sem hefur fylgst mikið með skrifum um hvernig á að fjölga konum á þingi.“ Mynd/Hari

SUMARKORTSumarið lítur vel út í World Class því nú geturðu nælt þér í heilsuræktarkort á sérstöku sumartilboði. Sumarkortið gildir í öllum stöðvum okkar og kostar

mánuðurinn aðeins 7.490 kr.

Nánari upplýsingar í síma 553 0000 og á worldclass.is

7.490 KR. MÁNAÐARKORT

AÐEINS

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

Opið: Mán. - föst. kl. 09-18

innréttingardanskar

í öll herbergi heimilisins

Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum,

geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými.

við hönnum og teiknum Fyrir þigKomdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.

sterkar og glæsilegar

þitt er valiðÞú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

betr

i sto

Fan

Lokað á laugardögum í sumar

Page 18: 19. júní - Til hamingju með daginn

19. júní Helgin 19.-21. júní 201518

Perspi Guard Bakteríusápa og svitastoppari

Dreifing: Ýmus ehf

Guard og svitastoppari

Fæst í apótekum

Til meðhöndlunar á vandamálum vegna ofsvitnunar

„Húrra fyrir okkur konum! Og dálítið húrra fyrir Hannesi Hafstein“ sagði Bríet Bjarnhéðinsdóttir í kjölfar áfangasigurs í baráttunni fyrir auknum réttindum kvenna. Bríet gaf Hannesi rauðar rósir með hvítum og bláum silkiböndum í þakklætisskyni fyrir liðveisluna. Í minningu vináttunnar og samvinnunnar skrýðist Hannesarholt rauðum rósum á þessum merku tímamótum.

Hannesarholt óskar öllum konum og körlum til hamingju með hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna og fátækra karla. Verið velkomin í húsið sem Hannes Hafstein byggði fyrir hundrað árum síðan.Opið alla virka daga frá 8-17 og um helgar frá 11-17.

Hvað breytist þegar konur fara á þing? Hvaða máli skiptir það?„Það skiptir ótrúlegu máli þegar maður lítur yfir söguna og sér hvaða mál er verið að ræða á þingi. Það eru til dæmis konur sem hafa áhuga á réttindum kvenna. Karlar hafa það líka svona í orði en á borði eru þeir uppteknari af öðrum hlutum. Það situr í mér sænsk rannsókn sem var gerð fyrir tíu árum á meðal sænskra þing-manna. Þar kom í ljós að aðeins 6% þingmanna, þ.e karlanna, höfðu áhuga á réttindum kvenna. Þetta segir manni að það sé beinlínis nauð-synleg fyrir konur að hafa konur á þingi, og þar með samfélagið allt því það er nú byggt af bæði körlum og konum.“

Nú er oft sagt að konur komi „mýkri“ málefnum að, sem snerti frekar heimilið og fjölskylduna. Að þeirra áherslur í pólitík séu aðrar en karla. Er það rétt?„Það er talað um mýkri mál en í reynd eru þetta afar hörð mál. Þetta eru miklu harðari mál en til dæmis hafnarstjórn eða utanríkismál. Þetta eru mál sem snerta okkar daglega líf og snerta kviku þess að vera manneskja, og það er mjög hart og erfitt. Stundum er sagt að konur hafi verið settar í félagsmálin og fengu bara að vera í hinu og þessu, en þá finnst mér vera lítið gert úr þeim. Kannski var það óvart að konur voru settar í þessi mál þar sem körlunum þóttu þetta vera léttvægari málaflokkar. En það eru þeir al-deilis ekki.“

Hvernig er best að virkja konur? Eru kynjakvótar góðir til þess?„Ég hef nú alltaf verið fylgjandi kvótum. Bæði sem manneskja og sem stjórnmálafræðingur sem hefur fylgst mikið með skrifum um hvernig á að fjölga konum á þingi. Þetta er umræða sem hefur farið fram frá því að ég man eftir mér. Og kvótar eru fljótlegasta leiðin til að fjölga konum, eða hverjum þeim sem maður vill sjá meira af. Ef reglurnar eru skýrar þá skapa þeir líka minnst vandræði. Við getum litið á kvóta svona eins og stillans þegar við erum að byggja fallegt hús. Við viljum að húsið standi og setjum upp still-ansa til að gera húsið enn fallegra og geta unnið í næði og í öruggu umhverfi. Svo þegar það get-ur staðið sjálft þá tökum við stillansana í burtu og það fallega kemur í ljós. Kvótarnir eru stoðir í kringum það sem við viljum sjá, en um leið og það er komið þá getum við tekið þær í burtu.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Land-spítalinn tók til starfa árið 1930 og gamla byggingin er minnis-varði um kosn-ingarétt kvenna. Við skulum aldrei gleyma því.

Page 19: 19. júní - Til hamingju með daginn

- Léttsveit Reykjavíkur og Kvennakórinn Katla

syngja Áfram stelpur. Texti eftir Dagnýju Kristjánsdóttur og Kristján J. Jónsson við lag eftir Gunnar Edander.

- Baráttuávarp, Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands. Tónlist.

Kynnir er Þórunn Lárusdóttir leikkona.

Ráðhús Reykjavíkur kl. 17.00

- Með eld í brjósti. Gjörningur Elínar Önnu Þóris-dóttur og Hörpu Rúnar Ólafsdóttur. Kvennakórinn Katla syngur undir stjórn Lilju Daggar Gunnars-dóttur og Hildigunnar Einarsdóttur.

- Söngflokkurinn Áfram stelpur flytur nokkur lög af plötunni Áfram stelpur.

- Leiklestur úr Lokaæfingu eftir Svövu Jakobsdóttur. Nanna Kristín Magnúsdóttir og Stefán Hallur

Stefánsson leikarar flytja.

- Verðlaun afhent í smásagnasamkeppni Soroptimista vegna 100 ára afmælisins.

- Unnur Sara Eldjárn syngur og leikur eigin lög.

Dagskrá á vegum Ungra femínista í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 13.00–17.00

Guðsþjónusta kl. 20.00

Kvennamessa Kvennakirkjunnar á Klambratúni.

Höfundur óþekktur – tónleikar í Hörpu kl. 20.30

Tónleikar KÍTÓN og framkvæmdanefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þema: Höfundarverk kvenna – kynjasnúningur og endurkoma. Tónleikunum er sjónvarpað beint á RÚV.

Opnun sýninga kl. 15.00 og 17.00

15.00 Hvað er svona merkilegt við það? – Störf kvenna í 100 ár. Sýningin opnuð í Þjóðminjasafninu.

17.00 Tvær sterkar. Sýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur og hinnar færeysku Ruth Smith opnuð á

Kjarvalsstöðum.

Allan daginn – sýningar um bæinnkl. 08.00–19.00

08.00–19.00 VERA:KVEN:VERA. Innsetning Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur í Ráðhúsi Reykjavíkur.

09.00–17.00 Vér heilsum glaðar framtíðinni. Sýning í Þjóðarbókhlöðu.

10.00–17.00 Hjáverkin – atvinnusköpun kvenna í heimahúsum. Sýning í Árbæjar-safni. Aðgangur ókeypis og leiðsögn um þátt kvenna í öllum húsum safnsins kl. 11.00 og 14.00.

11.00–18.00 Ásýnd kvenna við upphaf kosningaréttar 1915. Sýning

Borgarskjalasafns Reykjavíkur í Grófarhúsi.

11.00–18.00 Sjókonur. Sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð. Sýning í Sjóminja-safninu.

Hluti viðburða er í samstarfi við Reykjavíkurborg, söfnin í borg inni, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Kvennakirkjuna.

Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli

kosningaréttar kvenna

Óðinstorg, Hljómskálagarðurinn og Hallveigar­staðir kl. 11.00–14.00

11.00–11.40 Tónlistarhópurinn Náttsól frá Hinu húsinu og Unnur Sara Eldjárn flytja lög eftir kventónskáld á Óðinstorgi.

12.00–13.00 Gjörningaklúbburinn við Perlufestina í Hljómskálagarði.

13.15 Ganga frá Perlufestinni í Hólavalla-kirkjugarð við Suðurgötu. Forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir,

leggur blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.

13.30 Opið hús á Hallveigarstöðum: Félög kvenna fyrr og nú. Ávörp, súpa og spjall. Formleg dagskrá hefst kl. 14.00.

Lækjargata ómar til heiðurs konum kl. 14.30–15.30

14.30 Söngfjelagið undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar syngur við Stjórnarráðið.

14.50 Nýlókórinn undir Snorra Sigfúsar Birgissonar flytur talverkið Vatns-berann eftir Hörpu Björnsdóttur við styttuna Vatnsberann.

15.10 Sönghópur úr Domus Vox undir stjórn Margrétar Pálmadóttur syngur við styttuna Móðurást.

Austurvöllur ómar til heiðurs konum kl. 15.00–16.00

Höfundarverk kvenna í öndvegi:

15.00 Karlakórinn Þrestir undir stjórn Jóns Kristins Cortez.

15.20 Söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

Skrúðganga frá Miðbæjarskóla að Austurvelli, safnast saman kl. 15.30, hefst kl. 15.45

Barnakór Vatnsendaskóla með íslenska fána leiðir göngu frá Miðbæjarskólanum inn á Austurvöll ásamt harmonikusveit stúlkna, félögum í Æskulýðssambandi Íslands, Æskulýðsvettvangnum og öðrum hátíðar-gestum.

ATHÖFN VIÐ AUSTURVÖLL kl. 16.00–17.00 (bein sjónvarpsútsending RÚV)

- Kórsöngur: Vorlauf, lag Hildigunnar Rúnarsdóttur við ljóð Þorsteins Valdimarssonar.

- Ávarp: Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands, talar frá svölum Alþingishússins.

- Léttsveit Reykjavíkur undir stjórn Gísla Magna Sigríðarsonar frumflytur Við gerum fagran neista að björtu báli. Lag eftir Gísla Magna, ljóð eftir

Guðrúnu Evu Mínervudóttur.

- Ávarp forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, frá svölum Alþingishússins.

- Barnakór Vatnsendaskóla undir stjórn Þóru Marteins dóttur syngur Dómar heimsins dóttir góð. Lag eftir Valgeir Guðjónsson, ljóð eftir

Jóhannes úr Kötlum.

- Afhjúpun listaverks eftir Ragnhildi Stefánsdóttur. Höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason alþingis-manni, fyrstu konunni sem kjörin var til setu á Alþingi, afhjúpuð við Skála Alþingis. Gefendur eru:

Dagskrá í Reykjavík 19. júní 2015

r10g80b150

r183g183b183

pantone 2935

pantone 429

c100m47y0k0

rgb pantone cmyk

c0m0y0k30

Hátíðahöld verða víða um land 19. júní, sjá dagskrá á hverjum stað á vefslóðinni: www.kosningarettur100ara.is

Page 20: 19. júní - Til hamingju með daginn