stykkishólms-pósturinn 14.júní 2012

6
SÉRRIT - 23. tbl. 19. árg. 14. júní 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Franskur fornbílaklúbbur í Stykkishólmi Hópur fermingarbarna sem fermdist fyrir 50 árum í Stykkishólmi hittist nýliðna helgi og rifjaði upp gömul kynni og það var glatt á hjalla þegar hópurinn stillti sér upp fyrir framan kirkjuna í upphafi dagsrkár. am 50 ára fermingarafmæli S.l. föstudag renndu 16 eðalvagnar inn í Stykkishólm og vöktu mikla eftirtekt þar sem þeir röðuðu bílum sínum upp framan við Tang og Riis/Ágústsson. Þarna voru á ferðinni fornbílar af meginlandi Evrópu í eigu franskra, belgískra og breskra ökumanna. Fyrir hópnum fór gamall rallýkappi frá Frakklandi en hópurinn gengur undir nafninu L’Imperal en í nokkuð mörg ár hefur hann farið víða um heim með bílana og ferðast. Hópurinn er aldrei stærri en 20 bílar í hvert sinn og hingað komu þeir með Norrænu en bílstjórar og farþegar flugleiðis annarsvegar til Keflavíkur og hinsvegar með einkaflugi til Egilsstaða, þar sem ferðin um Ísland hófst. Hópurinn fer sömu leiðina en ferðast ekki endilega allur saman þrátt fyrir það. Hingað var hópurinn kominn til að snæða á Narfeyrarstofu og fara í siglingu með Sæferðum um Breiðafjörð. Héðan fóru þau svo til næsta næturstaðar sem voru Búðir og þaðan til Reykjavíkur. Ferðinni lýkur svo á Reykjanesi, þar sem ökumenn og farþegar skilja við bifreiðarnar sem er ekið á flutningbíl austur til Seyðisfjarðar til að fara aftur um borð í Norrænu. Hópurinn frá ári til árs er misjafnlega samsettur en hefur ferðast víða um heim m.a. til Kína með bílana til að keyra um landið. Hópur 5-6 starfsmanna fylgir og m.a. bifvélavirki og bíll með kerru í eftirdragi, ef einhver bílanna skyldi verða óökufær. Í stuttu spjalli við Stefán Þorvarðarson einn fylgdarmanna hópsins eru allir þessir bílar upprunalegir að einhverju leiti. Bugatti sem var nr. 12 var t.d. alveg upprunalegur en Bentley nr. 4 árg. ca. 1940 var smíðaður upp úr gömlum hlutum en líka sérsmíðað í hann hlutir. En hann er eina eintak þessarar tegundar í heiminum. Yngsti bíllinn í þessari ferð var Porsche árg. 1971. Stefán sagði aðspurður um þennan ferðamáta, að hann væri auðvitað ekki á allra færi, enda væru þarna á ferð kaupsýslufólk, eigendur og fyrrverandi eigendur stórra fyrritækjasamsteypa utan úr Evrópu í fríi. Bílarnir voru frá hádegi og fram eftir degi í Stykkishólmi og vöktu mikla athygli bæjarbúa og gesta sem skoðuðu bílana í krók og kring, enda fóru bílarnir mjög vel í þessu umhverfi. Fleiri myndir á stykkisholmsposturinn.is am Hótel Egilsen í Stykkishólmi Frá síðasta ári hafa staðið yfir framkvæmdir í Egilshúsi eftir að bærinn seldi húsið til Gistivers ehf. Á næstu dögum verður hótelið opnað og hefur húsið nánast verið endurbyggt innan frá til að verða að því hóteli sem opnað verður. Mikið er lagt í þægindi á hótelinu sem er 10 herbergja hótel og hvert herbergi með baðherbergi og miklum eðalrúmum sem eflaust verður ekki amalegt að hvíla lúin beinin á. Matsalur verður á neðstu hæðinni og móttaka gesta. Gréta Sigurðardóttir fer fyrir hópi eigenda hótelsins og að hennar sögn er allt á fullu þessa dagana við að klára framkvæmdirnar. am 17. júní 2012 Lýðveldisdagurinn er n.k. sunnudag og verður að þessu sinni haldið upp á hann í Hólmgarði. Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni Hvítasunnukirkjan kemur að hátíðahöldunum við grunnskólann á Borgarbrautinni með heilmikið karnival fram eftir degi. Þá er bara að vona að veðurguðirnir verði Hólmurum hliðhollir á sunnudaginn. am www.stykkisholmsposturinn.is Þinn staður á netinu Við erum líka á Facebook

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 10-Mar-2016

248 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 14.júní 2012

SÉRRIT - 23. tbl. 19. árg. 14. júní 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Franskur fornbílaklúbbur í Stykkishólmi

Hópur fermingarbarna sem fermdist fyrir 50 árum í Stykkishólmi hittist nýliðna helgi og rifjaði upp gömul kynni og það var glatt á hjalla þegar hópurinn stillti sér upp fyrir framan kirkjuna í upphafi dagsrkár. am

50 ára fermingarafmæli

S.l. föstudag renndu 16 eðalvagnar inn í Stykkishólm og vöktu mikla eftirtekt þar sem þeir röðuðu bílum sínum upp framan við Tang og Riis/Ágústsson. Þarna voru á ferðinni fornbílar af meginlandi Evrópu í eigu franskra, belgískra og breskra ökumanna. Fyrir hópnum fór gamall rallýkappi frá Frakklandi en hópurinn gengur undir nafninu L’Imperal en í nokkuð mörg ár hefur hann farið víða um heim með bílana og ferðast. Hópurinn er aldrei stærri en 20 bílar í hvert sinn og hingað komu þeir með Norrænu en bílstjórar og farþegar flugleiðis annarsvegar til Keflavíkur og hinsvegar með einkaflugi til Egilsstaða, þar sem ferðin um Ísland hófst. Hópurinn fer sömu leiðina en ferðast ekki endilega allur saman þrátt fyrir það. Hingað var hópurinn kominn til að snæða á Narfeyrarstofu og fara í siglingu með Sæferðum um Breiðafjörð. Héðan fóru þau svo til næsta næturstaðar sem voru Búðir og þaðan til Reykjavíkur. Ferðinni lýkur svo á Reykjanesi, þar sem ökumenn og farþegar skilja við bifreiðarnar sem er ekið á flutningbíl austur til Seyðisfjarðar til að fara aftur um borð í Norrænu. Hópurinn frá ári til árs er misjafnlega samsettur en hefur ferðast víða um heim m.a. til Kína með bílana til að keyra um landið. Hópur 5-6 starfsmanna fylgir og m.a. bifvélavirki og bíll með kerru í eftirdragi, ef einhver bílanna skyldi verða óökufær. Í stuttu spjalli við Stefán Þorvarðarson einn fylgdarmanna hópsins eru allir þessir bílar upprunalegir að einhverju leiti. Bugatti sem var nr. 12 var t.d. alveg upprunalegur en Bentley nr. 4 árg. ca. 1940 var smíðaður upp úr gömlum hlutum en líka sérsmíðað í hann hlutir. En hann er eina eintak þessarar tegundar í heiminum. Yngsti bíllinn í þessari ferð var Porsche árg. 1971. Stefán sagði aðspurður um þennan ferðamáta, að hann væri auðvitað ekki á allra færi, enda væru þarna á ferð kaupsýslufólk, eigendur og fyrrverandi eigendur stórra fyrritækjasamsteypa utan úr Evrópu í fríi. Bílarnir voru frá hádegi og fram eftir degi í Stykkishólmi og vöktu mikla athygli bæjarbúa og gesta sem skoðuðu bílana í krók og kring, enda fóru bílarnir mjög vel í þessu umhverfi. Fleiri myndir á stykkisholmsposturinn.is am

Hótel Egilsen í StykkishólmiFrá síðasta ári hafa staðið yfir framkvæmdir í Egilshúsi eftir að bærinn seldi húsið til Gistivers ehf. Á næstu dögum verður hótelið opnað og hefur húsið nánast verið endurbyggt innan frá til að verða að því hóteli sem opnað verður. Mikið er lagt í þægindi á hótelinu sem er 10 herbergja hótel og hvert herbergi með baðherbergi og miklum eðalrúmum sem eflaust verður ekki amalegt að hvíla lúin beinin á. Matsalur verður á neðstu hæðinni og móttaka gesta. Gréta Sigurðardóttir fer fyrir hópi eigenda hótelsins og að hennar sögn er allt á fullu þessa dagana við að klára framkvæmdirnar. am

17. júní 2012Lýðveldisdagurinn er n.k. sunnudag og verður að þessu sinni haldið upp á hann í Hólmgarði. Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni að Hvítasunnukirkjan kemur að hátíðahöldunum við grunnskólann á Borgarbrautinni með heilmikið karnival fram eftir degi. Þá er bara að vona að veðurguðirnir verði Hólmurum hliðhollir á sunnudaginn. am

www.stykkisholmsposturinn.isÞinn staður á netinu

Við erum líka á Facebook

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 14.júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 23. tbl. 19. árgangur 14.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

KyrrðinSumrinu fylgja garðverkin og fátt er notalegra en sitja í garðinum og njóta blíðunnar og útsýnisins. Eina sem skyggir kannski á gleðina er að kyrrðin fær ekki notið sín! Það er alltaf einhversstaðar verið að slá gras eða klippa tré með tilheyrandi vélaverkfærum. Á einum of mörgum slíkum dögum undanfarið flögrar að manni hvort gerlegt væri - eða yfirhöfuð sniðugt, að verk þessi verði unnin t.d. á fimmtudagskvöldum. Þá væri kyrrðin allsráðandi önnur kvöld og um helgar og bensínskýið fjarri góðu gamni?? am

Fjarnám og stúdentspróf í umhverfis- og auðlindafræði

Frá og með haustönn 2012 verður hægt að stunda nám í umhverfis- og auðlindafræði á framhaldsskólastigi í fyrsta sinn hér á landi. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er einn fjögurra framhaldsskóla sem stendur að nýrri umhverfis- og auðlindabraut og samstarfsverkefni um fjarmenntaskólann.is. Um er að ræða fjarnám til stúdentsprófs sem nemendur geta stundað hvar sem þeir eru búsettir. Um allan heim snúast stærstu viðfangsefnin í nútíð og framtíð um samspilið milli nýtingar og verndunar auðlinda. Það sést á heitum umræðum hér á landi undanfarin misseri, þar sem spurt er; „hvernig á að nýta auðlindir lands og sjávar, hvar á að virkja og hvað á að vernda?“ Hagkerfi heimsins byggja á því að nýta auðlindir, án þess þó að eyðileggja þær. Á þetta reynir í öllum atvinnugreinum, sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði og ferðaþjónustu. Í náminu á umhverfis- og auðlindabraut fléttast náttúruvísindi og félagsvísindi saman á spennandi hátt. Auk kjarnagreina er boðið upp á áfanga í auðlindafræði, umhverfisfræði, vistfræði, landafræði, og hagfræði. Auk FSN standa Menntaskólinn á Egilsstöðum, Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu og Menntaskólinn á Tröllaskaga að umhverfis- og auðlindabrautinni, sem er fyrsta námið sem boðið verður upp á undir merkjum Fjarmenntaskólans. Nemendur staðsettir vítt og breitt um landið, eða hvar sem er í heiminum, munu tengjast sem einn hópur í gegnum námið, vinna að einstaklings- og hópverkefnum og staðbundnum rannsóknarverkefnum. Líkt og í staðbundnu námi stendur nemendum til boða námsráðgjöf og stuðningur. Námið leggur góðan grunn að háskólanámi og störfum á sviðum sem tengjast umhverfismálum og nýtingu og verndun auðlinda. Mikil alþjóðleg nýsköpun og gerjun er að eiga sér stað í þessum málum og bendir allt til þess að aukin þörf verði fyrir fólk með slíka þekkingu á komandi árum. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.fjarmenntaskolinn.is

SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ

16. júní 2012

Hreyfing til fyrirmyndar í

Stykkishólmi

Forskráning í

Heimahorninu.

Skráning á hlaupadegi

í Íþróttamiðstöð.

Skráningargjald kr. 1250

Frá Daglega. Stykkishólmi 9:00 15:45 Brjánslæk 12:15 19:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Ferjan Baldur Sumaráætlun frá 10. júní - 26. ágúst 2012

www.saeferdir.is

Þóra kemur á Snæfellsnes

Allir velkomnir!

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi

býður Snæfellingum til opins fundar

í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

þriðju daginn 19. júní kl. 20:15.

www.thoraarnors.is

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 14.júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 23. tbl. 19. árgangur 14.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Hefur þú áhuga á umhverfismálum og stóru spurningunum um verndun og nýtingu auðlinda?

NÝJUNGUmhverfis- og auðlindafræði – stúdentspróf í fjarnámi

Fjarnám

Stúdentspróf

Samþætting raunvísinda og félagsgreina

Nám fyrir framtíðina

Nánari upplýsingar:[email protected]

Sími 460 4246

FjölbrautaskóliSnæfellinga

MENNTASKÓLINNÁ EGILSSTÖÐUM

HÚS TIL SÖLU

Silfurgata 21115,7 fm. einbýlishús á tveimur hæðum byggt árið 1948 ásamt 19,2 fm. bílskúr byggðum árið 1965. Efri hæð skiptist í forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, baðher-

bergi, stofu og eldhús. Úr eldhúsi er stigi niður á neðri hæð sem skiptist í forstofu, gang, tvö herbergi og þvottahús. Nýlegar vatns- og skólplagnir eru í húsinu. Hitalagnir hafa verið endurnýjaðar að hluta og rafmagn hefur verið yfirfarið. Húsið býður upp á ýmsa möguleika og mætti t.d. skipta því í tvær íbúðir. Verð 18.900.000,-. Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

Opið alla daga frá kl. 11:30www.narfeyarstofa.is & Facebook

Sími 438-1119 [email protected]

Hlý og rómantísk Fagleg og freistandi

Í tilefni Lýðveldisdagsins 17. júní

bjóðum við föstudag og laugardag

15% afslátt af ýmsum barnafatnaði.

Velkomin í Heimahornið.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 14.júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 23. tbl. 19. árgangur 14.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

SöngurÍ sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a. með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu. Fyrstu skref verkefnisins voru tekin sumarið 2011 þegar rannsókn fór fram á eyðibýlum og yfirgefnum húsum í Austur-Skaftafellssýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. Af-raksturinn var heildstætt yfirlit um 103 yfirgefin hús sem kom út í veglegu riti. Í sumar mun rannsóknin ná til tveggja ólíkra landsvæða, annars vegar Norðurlands eystra og hins vegar Vesturlands. Fyrstu vettvangsferðir sumarsins hefjast í sveitarfélögunum Snæfellsbæ og Langanes-byggð 11. júní n.k.. Þá munu átta háskólanemar úr verkfræði, arkitektúr, jarðfræði og fornleifafræði vinna við rannsóknina með stuðningi Nýsköpunar-sjóðs námsmanna. Þar sem til stendur að skrásetja á komandi árum allt landið á þennan máta mun skapast verðmætur þekkingargrunnur um líf Íslendinga fyrr á tímum.Hugtakið eyðibýli er hér notað í nokkuð víðum skilningi. Það er látið ná yfir yfirgefin hús í sveitum og smærri þéttbýlisstöðum, jafnvel þótt þau standi þar sem enn er önnur byggð til staðar, þ.e. ekki eingöngu á eyðijörðum. Eyðibýli geta haft mikla þýðingu af ýmsum ástæðum. Þau geta verið merkar menningarminjar og mikilvægrar heimildir um byggðasögu. Aldur húsanna, húsagerð eða byggingarlag þeirra getur verið sérstakt en einnig er sérstaða húsanna í búsetulandslagi sveitanna oft mikil.Markmið verkefnisins er að meta menningarlegt vægi einstakra húsa og varðveita þannig valin yfirgefin hús á Íslandi. Í framhaldinu að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að eyðibýli og yfirgefin hús í sveitum landsins verði gerð upp af eigendum þeirra og/eða stofnað félag um rekstur og útleigu þeirra í ferðaþjónustu. Verkefnið hefur á nýliðnum vetri verið tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, Menningarverðlauna DV og Hvatningarverðlauna iðnaðarráðherra.Rannsóknum sumarsins lýkur með kynningu á verkefninu og bókaútgáfu á haustmánuðum. Með tíð og tíma mun ritröðin Eyðibýli á Íslandi ná yfir öll yfirgefin íbúðarhús í sveitum landsins.Rannsóknarhópur sumarsins er fullur tilhlökkunar fyrir komandi könnunarleiðöngrum og sendir landsmönnum fyrirfram sínar bestu kveðjur. Hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins á facebook: www.facebook.com/EydibyliEinnig má hafa samband við rannsakendur í gegnum netfangið [email protected]

Mótororf, sláttuorf til sölu, aðeins notað einu sinni. Bensín. Texas BZX300 Kr. 25.000 Upplýsingar veitir: Ingvar Valdimarsson s. 438-6414

Smáauglýsingar

Eyðibýli á Íslandi – sumarið 2012

Háskólanemarnir átta sem vinna að rannsókn á eyðibýlum á Vesturlandi og Norðausturlandi í sumar. Efri röð frá vinstri: Hildur Guðmundsdóttir, Axel Kaaber og Birkir Ingibjartsson. Neðri röð frá vinstri: Steinunn Eik Egilsdóttir, Þuríður Elísa Harðardóttir, Bergþóra Góa Kvaran, Olga Árnadóttir og Sólveig Guðmundsdóttir Beck.

Kór Stykkishólmskirkju lauk vetrarstarfi sínu s.l. fimmtudag þegar bæjarbúum bauðst að hlýða á lög af æfingadagskrá vetrarins, sem mislangt voru komin í æfingu. Gat að heyra þjóðlegrar tónlistar úr ýmsum áttum og nokkurra söngleikjalaga. Boðið var upp á léttar veitingar í hléi og voru tónleikarnir ágætlega sóttir. Þau mistök voru gerð í kynningu að lag við ljóð Jónasar Hallgrímssonar „Smávinir fagrir“ sem flutt var á tónleikunum var sagt eftir Atla Heimi Sveinsson. Atli Heimir hefur vissulega samið lag við ljóðið en það hefur einnig Jón Nordal gert og það var lagið sem flutt var á tónleikunum! Ágóði af tónleikunum fór í ferðasjóð kórsins sem hyggur á utanlandsferð árið 2014. am

Sumar á Snæfellsnesi – orka og stemning!

Nú í vikunni kemur sumardagskrá þjóðgarðsins Snæfellsjökuls út. Margar skemmtilegar ferðir verða á döfinni og viljum við hvetja alla til að taka þátt í þeim. Um helgina verða tvær ferðir í boði. Laugardaginn 16. Júní verður farið að refagreni og vonandi komum við auga á íbúa þess. Brottför er frá fjárhúsunum á Malarrifi kl. 14. Á þjóðhátíðardaginn verður leitað blóma í Búðahrauni og sagt frá þjóðtrú tengdum jurtum og nýtingu þeirra áður fyrr. Lagt verður upp frá Búðakirkju kl. 14. Báðar ferðirnar taka um 2 tíma. Föstudaginn 22. Júní verður sólstöðuganga á Hreggnasa sem er 469 m á hæð. Í ferðinni verður gestabók vígð. Lagt verður af stað kl. 21 og komið niður um miðnætti. Kvöldið eftir verður nokkuð erfiðari sólstöðuganga en þá verður gengið á sjálfan Snæfellsjökul í samstarfi við ferðaþjónustuna Út og vestur. Skráning í þá ferð er í síma 695 9995, 694 9513 og 436 6888. Verð í ferðina er 17.500 kr ef farið er frá Reykjavík með rútu en 12.500 fyrir aðra. Aðrar gönguferðir þjóðgarðsins eru gjaldfrjálsar. Nánari upplýsingar í síma 436 6888, á heimasíðunni snaefellsjokull.is og við erum líka á facebook.

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 14.júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 23. tbl. 19. árgangur 14.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Hátíðahöld í StykkishólmiÞjóðhátíðardaginn, 17. júní 2012

8:00 Fánar dregnir að hún.

13:00 Skrúðganga frá Tónlistarskólanum að Hólmgarði.

13:30 Hátíðardagskrá í Hólmgarði.Lúðrasveit StykkishólmsRitningalestur og bænÁvarp fjallkonuSöngur, Hrefna Rós Lárusdóttir Ræðumaður dagsinsSöngur, Klara Sól SigurðardóttirKaríus og Baktus

Trommusveit Tónlistarskóla Stykkishólms

14:30 Skemmtun á útivistarsvæði Grunnskólans við Borgarbraut hefst.

Karnival á vegum Hvítasunnukirkjunnar Sápubolti, hoppukastali, grasboltar, andlitsmálun, candy-floss, popp o.m.fl.

KassaklifurHestamenn bjóða börnum á bak

Sjúkrabíll, slökkviliðsbíll, björgunarbíll

15:00 Kaffisala kvenfélagsins á Hótel Stykkishólmi.

Allir þeir sem eiga útskriftarhúfur eru hvattir til að bera þær í tilefni dagsins.

Verði tvísýnt með veður , flytjast hátíðahöld inn í íþróttahús. Nánari upplýsingar á www.stykkishólmur.is

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 14.júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 23. tbl. 19. árgangur 14.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Efnahagshorfur

Dagskrá:

Hagvöxtur í skjóli haaKristrún M. Frostadóttir, sérfræðingur í greiningardeild

Krónan: Hvað er framundan?Þorbjörn Atli Sveinsson, sérfræðingur í greiningardeild

Fundarstjóri er Kjartan Páll Einarsson, útibússtjóri Arion banka S­kkishólmi. Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.15. Áætluð fundarlok eru kl. 9.30.

Skráning á arionbanki.is

Arion banki býður til morgunfundar á Hótel S�kkishólmi föstudaginn 15. júní kl. 08.30