stykkishólms-pósturinn 22. mars 2012

6
SÉRRIT - 12. tbl. 19. árg. 22. mars 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Þrátt fyrir umhleypingasamt veður undanfarna daga er vorið þrátt fyrir allt á næsta leiti. Lóan er kannski ekki komin í Hólminn en það eru ýmsir fuglar hér á ferðinni engu að síður. Uglur hafa ratað í fréttir í höfuðborginni en þær hafa einnig haldið til hér í nágrenninu. ógleymdum örnum þeim sem sem komist hafa í mannahendur hér um slóðir. Þeir hafa nú heldur betur verið fréttaefni á landsvísu. En í vikunni náðist mynd af Branduglu við Stöðina og ljósmyndarinn sendi meðfylgjandi mynd hingað á Stykkishólms-Póstinn. Um helgina sáust a.m.k. tvær uglur í Sauraskógi en of mikil fjarlægð gerði það að verkum að erfitt var að greina hvort um var að ræða Eyruglu eða Branduglu. Ernir sem sveimuðu yfir og mynd náðist af mátti hinsvegar rekja til merkinga frá innanverðum Hvammsfirði sumarið 2009. am Norðurljós 2012 Bæjarstjórn Stykkishólms hefur ákveðið að blása að nýju til menningarhátíðar – Norðurljós 2012. Við það tilefni var safna- og menningarmálanefnd falið að tilnefna nefndarmenn og var það gert á fundi þann 24. janúar. Í nefndinni munu starfa Þórunn Sigþórsdóttir, Guðfinna Arnórsdóttir og Berglind Axelsdóttir sem hafa nú þegar fundað og ákveðið að hátíðin verði 18. – 21. október 2012. Okkur þykir rétt að láta vita af hátíðinni nú þegar svo allir þeir sem hafa áhuga hafi nægan tíma til þess að undirbúa sig. Þá eru það vinsamleg tilmæli frá okkur að allir taki helgina frá og nýti sér þann möguleika að koma fram með góðar hugmyndir. Við leitum að aðilum sem hafa áhuga á að standa fyrir viðburðum, sýningum, skemmtunum og gjörningum. Við beinum þessu til einstaklinga, skólanna, félagasamtaka, klúbba og fyrirtækja. Allir sem sjá sér hag í að nota þessa daga til að auglýsa sig og framleiðslu sína eða starfsemi ættu að vera með. Leggjum þess utan áherslu á að allir þeir sem leynast hjá listrænir hæfileikar á einhverju sviði noti þennan vettvang til að koma sér á framfæri. Áhersla okkar er á að hátíðin sé sjálfbær, hvert atriði sé haldið af áhugasömum aðilum og að hlutverk stjórnanda sé að samræma, auglýsa og aðstoða. Á netfangið [email protected] er hægt að kom með hugmyndir og ábendingar varðandi hátíðina. Norðurljósanefndin 2012 Trommusveitin fær viðurkenningu í Hörpu Lokahátíð Nótunnar 2012 – uppskeruhátíðar tónlistarskólanna – fór fram á sunnudaginn var í Eldborgarsal Hörpu. Tónlistarskóli Stykkishólms átti eitt af þeim þremur atriðum sem voru fulltrúar Vesturlands á hátíðinni, en það var trommusveit skólans. Trommusveitin er skipuð þeim Birki Frey Júlíussyni, Eyþóri Óskarssyni, Haraldi Björgvin Helgasyni, Hinrik Þór Þórissyni og Jóni Grétari Benjamínssyni. Drengirnir okkar voru fyrstir á sviðið á fyrri tónleikunum í fallegu gömlu lúðrasveitarbúningunum og léku af miklu öryggi og fagmennsku og vöktu mikla hrifningu tónleikagesta. Þeir vöktu líka hrifningu valnefndarinnar sem valdi níu bestu atriði dagsins og til að gera langa sögu stutta þá voru þeir fyrsta atriðið sem tilkynnt var í lokaathöfninni og fengu verðlaunagrip afhentan úr hendi forseta Íslands þegar þeir höfðu endurflutt lagið sitt. Öllum verðlaunahöfunum var síðan stefnt aftur í Hörpu á mánudaginn, nú til að fara í sjónvarpsupptöku. Ríkissjónvarpið var þá mætt á staðinn og ætlar að gera þátt um hátíðina sem sýndur verður þegar líður á vorið. Þar geta Hólmarar séð sína menn leika Slagverksbræðinginn sinn ásamt öllum hinum flottu atriðunum sem hlutu verðlaun, en til gamans má geta þess að Hólmarar komu við sögu í þremur verðlaunaatriðum. Auk trommusveitarinnar lék Sigurvin Þór Sveinsson með Léttsveit Reykjanesbæjar og Sigurbjörg María Jósepsdóttir lék í tríói frá Tónlistarskóla Seltjarnarness. Víkingasveitin fór líka með suður og skemmti tónleikagestum í andyri Hörpu í hléi á milli tónleika. Vakti hún líka mikla gleði og hrifningu með fallegum og líflegum hljóðfæraleik í fallegu nýju búningum lúðrasveitarinnar. Ljósmyndir: Hekla Fönn Beck Þinn staður á netinu www.stykkisholmsposturinn.is Listvinafélag Stykkishólmskirkju Framhaldsstofnfundur í Stykkishólmskirkju fimmtudagskvöldið 22. mars kl. 20.

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 29-Mar-2016

247 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

12. tbl. 19. árgangur Bæjarblað allra Hólmara

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 22. mars 2012

SÉRRIT - 12. tbl. 19. árg. 22. mars 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Þrátt fyrir umhleypingasamt veður undanfarna daga er vorið þrátt fyrir allt á næsta leiti. Lóan er kannski ekki komin í Hólminn en það eru ýmsir fuglar hér á ferðinni engu að síður. Uglur hafa ratað í fréttir í höfuðborginni en þær hafa einnig haldið til hér í nágrenninu. Að ógleymdum örnum þeim sem sem komist hafa í mannahendur hér um slóðir. Þeir hafa nú heldur betur verið fréttaefni á landsvísu. En í vikunni náðist mynd af Branduglu við Stöðina og ljósmyndarinn sendi meðfylgjandi mynd hingað á Stykkishólms-Póstinn.Um helgina sáust a.m.k. tvær uglur í Sauraskógi en of mikil fjarlægð gerði það að verkum að erfitt var að greina hvort um var að ræða Eyruglu eða Branduglu. Ernir sem sveimuðu yfir og mynd náðist af mátti hinsvegar rekja til merkinga frá innanverðum Hvammsfirði sumarið 2009. am

Norðurljós 2012Bæjarstjórn Stykkishólms hefur ákveðið að blása að nýju til menningarhátíðar – Norðurljós 2012. Við það tilefni var safna- og menningarmálanefnd falið að tilnefna nefndarmenn og var það gert á fundi þann 24. janúar. Í nefndinni munu starfa Þórunn Sigþórsdóttir, Guðfinna Arnórsdóttir og Berglind Axelsdóttir sem hafa nú þegar fundað og ákveðið að hátíðin verði 18. – 21. október 2012. Okkur þykir rétt að láta vita af hátíðinni nú þegar svo allir þeir sem hafa áhuga hafi nægan tíma til þess að undirbúa sig. Þá eru það vinsamleg tilmæli frá okkur að allir taki helgina frá og nýti sér þann möguleika að koma fram með góðar hugmyndir. Við leitum að aðilum sem hafa áhuga á að standa fyrir viðburðum, sýningum, skemmtunum og gjörningum. Við beinum þessu til einstaklinga, skólanna, félagasamtaka, klúbba og fyrirtækja. Allir sem sjá sér hag í að nota þessa daga til að auglýsa sig og framleiðslu sína eða starfsemi ættu að vera með. Leggjum þess utan áherslu á að allir þeir sem leynast hjá listrænir hæfileikar á einhverju sviði noti þennan vettvang til að koma sér á framfæri. Áhersla okkar er á að hátíðin sé sjálfbær, hvert atriði sé haldið af áhugasömum aðilum og að hlutverk stjórnanda sé að samræma, auglýsa og aðstoða. Á netfangið [email protected] er hægt að kom með hugmyndir og ábendingar varðandi hátíðina.

Norðurljósanefndin 2012

Trommusveitin fær viðurkenningu í Hörpu

Lokahátíð Nótunnar 2012 – uppskeruhátíðar tónlistarskólanna – fór fram á sunnudaginn var í Eldborgarsal Hörpu. Tónlistarskóli Stykkishólms átti eitt af þeim þremur atriðum sem voru fulltrúar Vesturlands á hátíðinni, en það var trommusveit skólans. Trommusveitin er skipuð þeim Birki Frey Júlíussyni, Eyþóri Óskarssyni, Haraldi Björgvin Helgasyni, Hinrik Þór Þórissyni og Jóni Grétari Benjamínssyni.Drengirnir okkar voru fyrstir á sviðið á fyrri tónleikunum í fallegu gömlu lúðrasveitarbúningunum og léku af miklu öryggi og fagmennsku og vöktu mikla hrifningu tónleikagesta. Þeir vöktu líka hrifningu valnefndarinnar sem valdi níu bestu atriði dagsins og til að gera langa sögu stutta þá voru þeir fyrsta atriðið sem tilkynnt var í lokaathöfninni og fengu verðlaunagrip afhentan úr hendi forseta Íslands þegar þeir höfðu endurflutt lagið sitt.Öllum verðlaunahöfunum var síðan stefnt aftur í Hörpu á mánudaginn, nú til að fara í sjónvarpsupptöku. Ríkissjónvarpið var þá mætt á staðinn og ætlar að gera þátt um hátíðina sem sýndur verður þegar líður á vorið. Þar geta Hólmarar séð sína menn leika Slagverksbræðinginn sinn ásamt öllum hinum flottu atriðunum sem hlutu verðlaun, en til gamans má geta þess að Hólmarar komu við sögu í þremur verðlaunaatriðum. Auk trommusveitarinnar lék Sigurvin Þór Sveinsson með Léttsveit Reykjanesbæjar og Sigurbjörg María Jósepsdóttir lék í tríói frá Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Víkingasveitin fór líka með suður og skemmti tónleikagestum í andyri Hörpu í hléi á milli tónleika. Vakti hún líka mikla gleði og hrifningu með fallegum og líflegum hljóðfæraleik í fallegu nýju búningum lúðrasveitarinnar. Ljósmyndir: Hekla Fönn Beck

Þinn staður á netinuwww.stykkisholmsposturinn.is

Listvinafélag StykkishólmskirkjuFramhaldsstofnfundur í Stykkishólmskirkju fimmtudagskvöldið 22. mars kl. 20.

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 22. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 12. tbl. 19. árgangur 22. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Sæferðir ehf. gerðu tilboð í siglingar milli lands og Vestmannaeyja en af tæknilegum ástæðum, af hálfu Vegagerðarinnar, hefur opnun tilboða verið frestað um heila viku. Tilboðsgjafar fá tilboð sín óopnuð aftur í hendurnar til að geta tekið tillit til þeirra atriða sem um er að ræða. am

Tilboðum í VestmannaeyjasiglingarEfling Stykkishólms hélt stjórnarfund mánudaginn 19.mars og var þar ákveðið að auglýsa eftir framkvæmdastjóra fyrir félagið. Í fyrrasumar var starfandi framkvæmdastjóri í 6 mánuði og gaf það mjög góða raun. Félagar Eflingar Stykkishólm eru um 60 talsins og fleiri eru líka velkomnir. Ákveðið var að boða til aðalfundar mánudaginn 16. apríl n.k. Það er von stjórnar að bæjarbúar verði duglegir að mæta þá og láta málefni bæjarins okkar til sín taka. Það sem rætt var um á síðasta stjórnarfundi var meðal annars: Undirbúningur fyrirkomulag og framkvæmd Danskra Daga núna í haust 2012.Bætt samstarf við atvinnumálanefnd, og hvernig megi skapa betra aðgengi inn á heimasíðu Eflingar út frá heimasíðu Stykkishólmsbæjar. Upplýst var um það hvernig Unaðsdagarnir í Stykkishólmi hefðu gengið fyrir sig undanfarið og fjallað um gerð og vinnu við göngustíga og upplýsingar um gönguleiðir. Ákveðin var sameiginleg pöntun á möppum fyrir gististaði og fleiri til að setja í samræmdar, markvissar og greinargóðar upplýsingar um Stykkishólm og hvað sé hægt að dunda sér við hér. Styrkur kom hingað í Stykkishólm til að lengja ferðaþjónustutímann og rætt var um hvernig megi notfæra sér EDEN verðlaunin til markaðssetningar fyrir bæinn, Fjallað var um Ferðavakann, nýtt gæðakerfi í ferðaþjónustu, og að í pípunum séu skipulagðar hópferðir hjólreiðafólks út frá Stykkishólmi. Samþykkt var einnig að hafa samband við Listaháskóla Íslands til að vinna að ákveðnu verkefni hér í bæ. Eins og hér má sjá er ýmislegt að gerast og vill stjórn endilega hvetja sem flesta til að koma með hugmyndir að hverju einu sem til heilla mætti horfa fyrir bæinn okkar.

Svanborg Siggeirsdóttir formaður

Efling

Kennarar tónlistarskólans ætla að bjóða til tónleika í kirkjunni n.k. föstudag kl. 20. Allir kennarar skólans koma fram og leika og syngja tónlist úr ýmsum áttum. Heyra má íslensk og erlend sönglög, píanó- og orgelleik, óbó, gítar, slagverk og e.t.v. eitthvað fleira.Ekki verður rukkaður aðgangseyrir en minnt er á sjóð kirkjunnar til kaupa á nýju hljóðkerfi. Reikningur nr. 0309-26-16747 og kennitala 630269-0839. Allir eru hjartanlega velkomnir og hvetjum við nemendur skólans sérstaklega til að koma nú og heyra í meisturum sínum. Skólastjóri

Kennaratónleikar á föstudag

Aðal körfuboltalið Stykkishólms, eða lið Mostra (ef þið voruð ekki viss), er komið í úrslitakeppnina. Fyrsti leikur úrslitakeppninnar hér í Stykkishólmi næstkomandi laugardag, 24. mars og hefst hann kl. 17.15 Einungis þarf einn sigur til þess að komast í fjögurra liða úrslit. Eins og flestum er kunnugt, þá er lið Mostra skipað afburðar fallegum ungum drengjum og hjálpar slík fegurð mikið uppá, til þess að lokka að stuðningsfólk af báðum kynjum á leikina.Mostramenn eru taplausir í vetur og hafa unnið 16 sigra á tímabilinu. Gunnlaugur þjálfari hefur lyft grettistaki í þjálfuninni og beitir óhefð bundnum aðferðum! Hann hefur komið ólíklegustu mönnum í form og má nefna að Árni, eða Lundinn eins og hann er gjarnan kallaður, er farinn að hlaupa 100 metrana á undir 10 sek, hoppa yfir körfubolta hringinn og hamfletta 400 lunda á mínútu. Gummi er farinn að skjóta fyrir aftan miðju, Addi farinn að troða með rassinum, Bjarki hleypur 10 km í einu og á sama tíma hnoðar hann deigið í Pizzurnar og Róbert bætti metið sitt í pylsuáti (fór úr 7 í 17) og svo mætti lengi telja... Ekki verður þó upplýst hvaða taktík Gunnlaugur þjálfari beitir til að ná fram þessum gríðarlegu framförum hjá þeim piltum, en allir hinsvegar hvattir til að mæta og sjá með eigin augum snilli þeirra Mostramanna. Á leiknum verður boðið upp á ýmis verðlaun og keppnir í leikhléum og hálfleik.Allir að mæta og styðja Mostra til sigurs!!!!! am

Nú er komið því!!!

Þetta er yfirskrift greinar sem Ægir Jóhannsson ritar og birt er í heilu lagi á www.stykkisholmsposturinn.is-Aðsent efni. Í stórskemmtilegri grein Ægis veltir hann fyrir sér sorpmálum í stóru samhengi, sorpbrennslu, endurvinnslu og kostnaði við hana og metanvæðingu bifreiða í Stykkishólmi. am

Umhverfismál eða ímyndarfegrun?

Heiðrún Höskuldsdóttir setti af stað á Facebook fyrir skömmu Sölusíðu Stykkishólms, þar sem fólk innskráð á Facebook getur auglýst hluti til sölu. Hefur síðan eignast marga „vini“ og greinilega blómstra þarna viðskipti með notaða hluti. Gott framtak. am

Sölusíða Stykkishólms

Snæfell leikur síðasta leik sinn í deildarkeppninni í IE-deild karla í kvöld þegar liðið mætir Val á Hlíðarenda. Stelpurnar léku hinsvegar sinn síðasta leik í deildarkeppninni s.l. laugardag þegar þær mættu Fjölni hér heima og unnu öruggan 90-74 sigur og sýndu að þær eru tilbúnar í úrslitakeppnina. Undanúrslitin hefjast á morgun hjá stelpunum og þar mætir Snæfell liði Njarðvíkur sem endaði í 2.sæti í deildinni og þarf þrjá sigurleiki til að komast í úrslitaleikina um titilinn þar sem mótherjinn verður sigurvegarinn úr viðureign Keflavíkur og Hauka.Leikjaniðurröðin hjá Snæfelli og Njarðvík er:

1. Leikur, föstudaginn 23. mars kl 19:15 í Njarðvík2. Leikur, sunnudaginn 25. mars kl 19:15 í Stykkishólmi3. Leikur, þriðjudaginn 27.mars kl 19:15 í Njarðvík

Ef það þarf til þá.....4. Leikur, laugardaginn 31. mars kl í Stykkishólmi

5. Leikur (oddaleikur), miðvikudaginn 4. apríl kl 19:15 í Njarðvík Svo er bara að fjölmenna í rauðu á pallanna og styðja Snæfell! srb

Úrslitin að hefjast

Go West tours - Út og vestur er vistvæn ferðaþjónusta sem skipuleggur útivistarferðir einkum á Breiðafjarðarsvæðinu og hefur getið sér gott orð fyrir ferðir sínar. Í apríl og maí býður fyrirtækið upp á ferðir á Snæfellsjökul, frá Reykjavík en einnig sérferðir eftir óskum hvers og eins. Á vefsíðu Go West vekur athygli að hluti greiðslu fyrir ferðina á jökulinn er framlag til björgunarsveita á svæðinu. Það eru hjónin Jón Jóel Einarsson og Maggý Magnúsdóttir sem eru gamlir útivistarjaxlar með rætur í byggðinni sem standa að baki fyrirtækinu og eru oftast fararstjórar. Þau búa yfir áratuga reynslu af útivist upp til fjalla, inn til dala og út til stranda og hafa uppgötvað að í því felast verðmæti sem þau vilja deila með öðrum. Jafnvægi er kjörorð fyrirtækisins sem birtist meðal annars í viðleitni til að:

Skipuleggja alltaf ferðir í samvinnu við heimamenn á því svæði sem sótt er heim.Fara um án þess að náttúru, menningu, umhverfi og öryggi sé teflt í tvísýnu.Halda á lofti sögu og menningarminjum á hverju svæði.Stuðla að frjóum samskiptum gesta og gestgjafa.

Í þessu felst vistvæn ferðaþjónusta sem er fyrirtækinu mikið hjartans mál. am

Út og vestur?

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 22. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 12. tbl. 19. árgangur 22. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

OA fundir á fimmtudögum kl.20.00 – 21.00 í Freyjulundi.

Til að gerast OA félagi þarf aðeins eitt:

Löngun til að hætta hömlulausu ofáti.

Allar nánari upplýsingar í síma 438-1119 og í netfanginu [email protected]

Föstudagstilboð!Heill kjúklingur og franskar kr. 1500

Fimm rétta seðill á laugardagskvöld

Hádegisopnun sunnudag: Dögurður (Brunch) Kr. 2.190/Kr. 890 12 ára og yngri.

Undratilboð í hádeginu í næstu viku!Fylgist með á Facebook

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

- Sjá páskaáætlun á heimasíðu Sæferða -

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

HÚS TIL SÖLU

Borgarhlíð 274,8 fm. íbúð í steinsteyptu parhúsi byggðu árið 2006. Íbúðin skiptist í forstofu, þvottahús, baðherbergi, tvö svefnherbergi og samlig-gjandi eldhús og stofu.

Flísar eru á forstofu, þvottahúsi og baðherbergi en parket á öðrum gólfum. Góðar og vandaðar innréttingar eru í íbúðinni. Góður sólpallur er á baklóð og hellulögð stétt framan við húsið. Verð 18.500.000,-.Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

FÉLAGS OG SKÓLAÞJÓNUSTA SNÆFELLINGAKlettsbúð 4, 360 Hellissandi, Sími:430-7800, Opið virka daga kl.10-15:30

Sumarstörf með fötluðum ungmennumí Snæfellsbæ og Stykkishólmi

Vinnutími alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00.Tímabil: Júní og júlí 2012

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SDS.

Frekari upplýsingar veitir Hanna Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga í síma 433 8787 eða 891 8297. Umsóknir skulu berast Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi, Snæfellsbæ eða í tölvupósti á netfangið [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2012

Forstöðumaður

Kennaratónleikar í Stykkishólmskirkjuföstudaginn 23. mars kl. 20:00.

Kennarar tónlistarskólans hrista fram úr erminni nokkra gullmola úr

tónlistarkistunni Skólastjóri

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 22. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 12. tbl. 19. árgangur 22. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Nýliðna helgi mættu um 30 snjósleða-kappar hingað vestur úr PolarisKlúbbnum til að þeysa á fákum sínum í frábæru færi um helgina. Hópurinn gisti á Skildi og fór svo upp í fjall strax á fös tudagskvöld ið undir leiðsögn Kristjáns Auðarssonar í Vélsleðasafninu. Heimamenn mættu margir hverjir líka og þeystu þeir félagar um í Ljósufjöllum í Kerlingarskarði fyrir vestan Baulárvallavatn og fyrir ofan Hraunsfjörð á föstudag og laugardag. Kvöldin voru einstök fyrir sleðamenn, því Norðurljósadýrðin var með ólíkindum að sögn Guðmundar Karls Magnússonar sem tók meðfylgjandi myndir.

Í vetur auglýstu Iðnarráðuneytið, Ferðamálastofa, Nýsköpunar-miðstöð Íslands og Landsbankinn eftir umsóknum um styrk til þróunar markaðssetningar afþeyingarmöguleika utan háannatíma ferðaþjónustunnar.Ákveðið var hjá Sæferðum að skoða möguleika þess að sækja um þennan styrk. Það var því haft samband við ferðaþjónustuaðila hér á staðnum, eins og veitingastaði, söfn, gallerí o.þ.h. til að kanna áhuga þeirra á því að hafa þessa þjónustu lengur opna en verið hefur. Þá þarf að opna fyrr á vorin og loka síðar á haustin. Þetta er einn aðal lykillinn að því að fá ferðamenn til að heimsækja stað eins og Stykkishólm á jaðartímum. Lögð var áhersla á það við þessa aðila að reyna að koma til móts við þetta atriði ef á annað borð væri áhugi á lengingu tímabilsins. Undirtektir voru jákvæðar.Í samvinnu við Kynnisferðir (Reykjavík Excursion) var ákveðið að kynna hugmynd af nýjum ferðum vor og haust til Stykkishólms. Kynnisferðir myndu bjóða hana sem sérstaka ferð frá Reykjavík til Stykkishólms. Ferðin í Stykkishólmi með Sæferðum myndi að sjálfsögðu vera opin öllum öðrum. Sótt var um styrk undir vinnuheitinu „Regnbogar náttúrulífsins við Breiðafjörð“. Umsóknir voru um 130 en ljóst var að aðeins væri hægt að sinna um 20 umsóknum þar sem fjármagn í verkefnið var takmörkum háð. Sæferðir komust í þennan hóp og var veittur 1,5 milljón kr. styrkur til markaðssetningar á þessum ferðapakka ásamt sérstakri viðurkenningu fyrir verkefnið. Fyrirtækið verður að leggja jafn háa upphæð á móti til verkefnisins, þannig að alls verða settar um þrjár milljónir í það.Í stuttu máli er ferðapakinn frá Reykjavík þannig að ekið er með Kynnisferðum til Stykkishólms og komið þar ca. Kl 10:30. Farið í sérstaka siglingu með Sæferðum, en þema þeirrar siglingar fer eftir því hvort um vorferð eða haustferð er að ræða. Siglingin tekur um 2 ½ tíma en eftir hana er stoppað í Stykkishólmi og farið í söfn, gallerí, veitingastaði og það annað sem áhugi verður á. Eftir er að skipuleggja þennan þátt endanlega.Það er mikil viðurkenning að hafa náð að komast í þennan hóp auk þess sem mjög mikilvægt er að geta farið í sérstakt markaðsátak fyrir Stykkishólm á jaðartímanum. Gert er ráð fyrir að fyrstu ferðirnar verði í haust í lok aðal sumarsúthaldsins og er stefnt að því að fyrsti áfangi verði að halda út þessum ferðum a.m.k.til loka október. Það hefur vakið athygli nú í vetur hve mikið hefur komið af ferðamönnum hingað í Stykkishólm sem og til landsins í heild sinni. Afþreying á þessum tíma árs er ekki eins og á sumrin og því þarf að bregðast við því, ef fram fer sem horfir að auking ferðamanna haldi áfram á jaðartímum og jafnvel dreifist meira yfir árið í heild. Ástæða fjölgunar ferðamanna á þessum tíma má e.t.v. rekja til markaðsátaks stjórnvalda og hér í Stykkishólmi gæti útnefning Stykkishólms til Gæðaáfangastaðar Evrópu 2011 haft eitthvað að segja.

Ísland allt árið - styrkur til Sæferða Sleðamenn í Kerlingarskarði

Fyrir skömmu var undirritaður samstarfssamningur sem leggur drög að stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi. Svæðisgarðurinn verður eign allra Snæfellinga, en þeir aðilar sem hafa tekið að sér að leiða verkefnið og undirbúning eru sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og félög sem eru samnefnarar í atvinnulífi á svæðinu; Ferðamálasamtök Snæfellsness, Snæfell - félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi, Búnaðarfélög Staðarsveitar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Eyrarsveitar, ásamt SDS, Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellsnessýslu. Myndin er tekin við undirskriftina í Bjarnahöfn.Nánar má lesa um svæðisgarðinn á https://sites.google.com/a/alta.is/snaefellsnes/home

am/Ljósmynd: Árni Geirsson

Svæðisgarður Snæfellssness stofnaður

Meðfylgjandi mynd tók Jóhannes Ólafsson í Ólafsvík í síðustu viku á vinnufundi Þróunarfélags Snæfellsness, þar sem framtíðarsýn Snæfellsness var rædd fram og aftur.

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 22. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 12. tbl. 19. árgangur 22. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á sunnudag.

Tónleikar Karlakórinn KáriGrundarfjarðarkirkja miðvikudaginn 28. marsStykkishólmskirkja fimmtudaginn 29. marsBáðir tónleikarnir hefjast kl.20.00Aðgangseyrir kr.1500Lionsklúbbur Stykkishólms býður eldri borgurum á tónleikana.

Fjölbreytt dagskrá

Meðleikari : Zolt KantorStjórnandi : Hólmfríður Friðjónsdóttir

Óskum eftir að ráða stafsmann í hálft starf.Vinnutími ca 10-14 virka daga.Upplýsingar í síma 436-1600

Vorum að taka uppHummel skó á krakka.

Frábær sumargjöfstr.30-35 verð kr. 9.990.-

Velkomin í Heimahornið

20 – 40 % spennandi starf ! Starfskraftur óskast í 20 – 40 % starfshlutfall

framkvæmdastjóra Eflingar Stykkishólms.Upplýsingar í síma 433 2253 eða á [email protected]

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 22. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 12. tbl. 19. árgangur 22. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Vináttu- og stuðningsfélag St.Franciskussystra, Stykkishólmi

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr styrktarsjóði Vináttu- og stuðninsfélags St.Franciskussystra.

Tilgangurinn sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði heilbrigðismála með það að markmiði að efla þekkingu á hjúkrun aldraðra og/eða endurhæfingu einstaklinga með stoðkerfisvandamál.

Styrkir, sem veittir verða, skulu nýtast til rannsókna og í þróunarverkefni á sviði heilbrigðismála, sem unnin eru í Stykkishólmi og miðast við þá þjónustu, sem veitt er í læknishéraði sýslunnar.Viðkomandi þróunarverkefni og rannsóknir skulu stuðla að aukinni færni starfsmanna til að mæta þörfum einstaklinga úr héraði.Önnur verkefni koma einnig til álita tengist þau þjónustu, sem gæti styrkt stöðu heimbrigðisstofnana á Snæfellsnesi.

Styrkir verða almennt veittir einstaklingum, félögum eða samtökum og hvatt er sérstaklega til þess að sótt verði um styrki úr sjóðnum og um leið minnst þess mikla starfs, sem St.Franciskussystur inntu af hendi í þágu íbúa héraðsins. Fjárhæð styrksins nemur 600.000 kr.

Umsóknarfrestur er til 15.05.2012. Trúnaðar er gætt við meðferð umsókna.

Umsóknum skal fylgja:• Stutt lýsing á verkefninu.• Tíma- og kostnaðaráætlun.• Aðrir styrkir, sem sótt er um fyrir sama verkefni.

Umsóknir skulu sendar Vináttu- og stuðningsfélagi St.Franciskussystra, Tjarnarási 3, Stykkishólmi eða í netfangið: [email protected] .

Nánari upplýsingar veitir Róbert W. Jörgensen, Stykkishólmi. S.: 893-2657

Vináttu- og stuðningsfélag St.FranciskussystraTjarnarási 3

340 Stykkishólmur