stykkishólms-pósturinn 42.tölublað

8
SÉRRIT - 42. tbl. 18. árg. 1. desember 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Loksins kom snjór, hafa krakkarnir í Hólminum hugsað og talað um síðustu daga, enda hótelbrekkan full af krökkum á sleðum en hlátrasköll þeirra heyrðust vel í logninu nú um helgina. Margir voru á gangi um bæinn enda veðrið til þess. Meðal þeirra sem spókaði sig í bænum var þessi köttur sem læddist um á steinunum í Stöðinni og þegar betur var að gáð var stór fuglahópur í nágrenninu sem kötturinn var bersýnilega mjög spenntur fyrir! am Vetrarlegt í Hólminum Aðventudagatalið í Stykkishólmi komið út Aðventudagatalinu í Stykkis-hólmi er að þessu sinni ekki dreift með blaðinu sjálfu, en verður borið út miðvikudag og fimmtudag í hvert hús. Margir hafa haft það á orði að dagatalið sé ómissandi hluti af aðventunni hér í Stykkishólmi því alltaf sé nóg að gerast á þessum árstíma. Alltaf er eitthvað nýtt og að öðru ólöstuðu er helsta nýungin í ár Svokölluð Pop-Up verslun sem Sigríður Erla í Leir 7 stendur fyrir tvisvar sinnum fram til jóla í framtíðarhúsnæði Leirs 7 á Aðalgötu 20. Sigríður Erla og vinir hennar héðan og þaðan munu bjóða upp á eigin framleiðslu auk þess sem eitthvað verður til gamans gert á staðnum! Dagatalið er hægt nálgast á www.stykkisholmsposturinn.is en allir atburðir verða uppfærðir á atburðarsíðu blaðsins. am narfeyrarstofa.is sími 438-1119 Opið í hádeginu alla virka daga! Frá kl. 11:30 - 13:30 Fimmtud.: 18 - 21:30 Föstudagar: 18 - 01 Laugardagar: 17 - 01 Sunnudagar: 17 - 21 Um helgina: Kráarviska á föstudag Aðventuseðill föstudag og laugardag - Borðapantanir. Hádegisjólaplatti öll hádegi fram að Þorláksmessu aðeins kr. 1.590 Danskur Julefrokost 9.-10. desember og 16.-17. desember - Borðapantanir Aðventudögurður/Brunch 11. og 18. desember - Borðapantanir www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 12-Mar-2016

262 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

1. desember 2012 - 42. tölublað - 18. árgangur Bæjarblað Hólmara frá 1994

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 42.tölublað

SÉRRIT - 42. tbl. 18. árg. 1. desember 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Loksins kom snjór, hafa krakkarnir í Hólminum hugsað og talað um síðustu daga, enda hótelbrekkan full af krökkum á sleðum en hlátrasköll þeirra heyrðust vel í logninu nú um helgina. Margir voru á gangi um bæinn enda veðrið til þess. Meðal þeirra sem spókaði sig í bænum var þessi köttur sem læddist um á steinunum í Stöðinni og þegar betur var að gáð var stór fuglahópur í nágrenninu sem kötturinn var bersýnilega mjög spenntur fyrir! am

Vetrarlegt í Hólminum Aðventudagatalið í Stykkishólmi komið útAðventudagatalinu í Stykkis-hólmi er að þessu sinni ekki dreift með blaðinu sjálfu, en verður borið út miðvikudag og fimmtudag í hvert hús. Margir hafa haft það á orði að dagatalið sé ómissandi hluti af aðventunni hér í Stykkishólmi því alltaf sé nóg að gerast á þessum árstíma. Alltaf er eitthvað nýtt og að öðru ólöstuðu er helsta nýungin í ár Svokölluð Pop-Up verslun sem Sigríður Erla í Leir 7 stendur fyrir tvisvar sinnum fram til jóla í framtíðarhúsnæði Leirs 7 á Aðalgötu 20. Sigríður Erla og vinir hennar héðan og þaðan munu bjóða upp á eigin framleiðslu auk þess sem eitthvað verður til gamans gert á staðnum! Dagatalið er hægt nálgast á www.stykkisholmsposturinn.is en allir atburðir verða uppfærðir á atburðarsíðu blaðsins. am

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Opið í hádeginu alla virka daga! Frá kl. 11:30 - 13:30 Fimmtud.: 18 - 21:30

Föstudagar: 18 - 01 Laugardagar: 17 - 01 Sunnudagar: 17 - 21

Um helgina: Kráarviska á föstudag Aðventuseðill föstudag og laugardag - Borðapantanir.

Hádegisjólaplatti öll hádegi fram að Þorláksmessu aðeins kr. 1.590

Danskur Julefrokost 9.-10. desember og 16.-17. desember - Borðapantanir

Aðventudögurður/Brunch 11. og 18. desember - Borðapantanirwww.stykkisholmsposturinn.is

- þinn staður á netinu

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 42.tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 42. tbl. 18. árgangur 1. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Gefðu gjöf sem gleður, gjafakort frá ANKA.

snyrtistofa

Eins og alltaf fyrir jólin þá æfa nemendur tónlistarskólans nú jólatónlist af hjartans lyst. Bæjarbúar njóta að sjálfsögðu góðs af, því nemendurnir koma fram við hin ýmsu tækifæri um allan bæ. Jólatónleikar verða í næstu viku: mánudag og þriðjudag 5. og 6. des. kl. 18 í sal skólans, miðvikudaginn 7. des. kl. 18 í Vatnasafninu og fimmtudaginn 8. des. kl. 20 í sal skólans (kvöldtónleikar). Hátíðartónleikar, sem jafnframt verða þeir síðustu í jólatónleikaröðinni, verða að þessu sinni í Hótel Stykkishólmi fimmtudaginn 15. desember kl. 18:00.Hægt er að lesa um þetta allt á heimasíðu skólans, www.stykkisholmur.is/tonlistarskolinn. Við minnum á að allir eru hjartanlega velkomnir á alla þessa tónleika og að það er enginn aðgangseyrir.Skólastarf hefst aftur samkvæmt sömu töflum og á haustönn þriðjudaginn 3. janúar, þ.e. hafi engar óskir komið um breytingar. Ef nemendur hins vegar óska eftir breytingum á námi um áramót þarf að tilkynna það til skólastjóra fyrir 15. desember.

Skólastjóri

Aðventan í tónlistarskólanum

Jæja nú er tíminn til að minna landsmenn á að fóðra fuglana. Sem dæmi um fuglafóður má nefna brauð, epli, fitu, kjötsag, matarafganga handa þröstum, störum og hröfnum, sólblómafræ eða páfagaukafræ handa auðnutittlingum, kurlaður maís og hveitikorn handa snjótittlingunum. Silfurtoppan er hrifnust af eplum og rúsínum. Fita hentar flestum fuglum vel í kuldum til að halda á sér hita og hægt að blanda matarolíu eða bráðinni tólg við brauðafganga. Best er að gefa reglulega og hafa vatn aðgengilegt. Upplýsingar er að finna í Garðfuglabæklingnum Fuglaverndar (fæst á skrifstofu) á vefnum: http://www.fuglavernd.is/index.php/forsidalisti/1-almennaruppll-category/102-foerun-fugla-i-goereum og á Garðfuglavefnum: http://www.fsu.is/~ornosk/gardfuglar/

Frost framundan - fóðrum fuglanaNú langar mig sem höfuðborgarbúa að gerast svo djörf að gefa ykkur eitt stórt gott ráð:VERSLIÐ Í HEIMABYGGÐ.Þegar ég flutti suður var það ekki vegna verslananna, ég hafði gert mér grein fyrir því, að ég gat fengð nær allt sem ég þarfnaðist í Hólminum. Það var helst að ég þyrfti að leita suður til lækna og þar voru dætur mínar. Hér fyrir sunnan eru það vegalengdirnar milli hinna ýmsu staða sem mér gengur hvað verst að sætta mig við, vegalengdir í verslanir t.d. Því er það oftar en ekki að ég kíki í Heimahornið þegar ég kem í Hólminn og fæ þar kannski eitthvað sem ég hef ekki nennt að leita að fyrir sunnan. Ég hef nefnilega komist að því að sú verslun hefur upp á ótrúlegt vöruúrval að bjóða og á sama verði og fyrir sunnan. Í Stykkishólmi er Bónus sem býður sama verð alls staðar og ekki eru brauðin hjá Arnari og Hrefnu síðri en annars staðar. Skipavík er ,,alltmúgligt” verslun, meira að segja orðin blómabúð og apótekið með alls kyns varning auk lyfja, þeirra sömu og fyrir sunnan. Ekki má gleyma aðalbúðinni, Sjávarborg sem selur sömu bækurnar og fást fyrir sunnan auk ýmislegs annars. Nú svo eru snyrtistofur, hárgreiðslustofur og Bensó að sjálfsögðu, sem mun vera orðin ágætis matsölustaður og nú má líka fá ódýrt eldsneyti hjá Orkunni. Ýmis önnur þjónustufyrirtæki eru í Hólminum, verkstæði og hjólbarðaverkstæði en þar lét ég einmitt skipta á bílnum mínum um daginn yfir á vetrardekk, vegna þess að dekkin mín voru fyrir vestan. Ekki sá ég að Atli gerði það neitt öðruvísi en gert hefði verið fyrir sunnan. Ýmislegt er ótalið, listagallery, nuddstofa og bókstaflega allt sem hugsast getur að ógleymdri ýmiskonar tómstundastarfsemi og mínu aðaláhugaefni: Körfuboltadeildum Snæfells. Ég kemst auðvitað á fleiri leiki með því að búa hér fyrir sunnan en það var auðvitað ekki heldur ástæða þess að ég flutti. Og nú spyr flólk kannski: af hverju varstu þá að flytja burt úr þínum ástkæra heimabæ? Það verður fátt um svör en eina ástæðan er mínar yndislegu dætur sem ég nýt hvern einasta dag að vera í návistum við. Ég ólst upp við það að búa nálægt móðurömmu minni, sem var mér ómetanlegt. Mig langar að vera eins og hún, til staðar fyrir dætur mínar og barnabörnin en ykkur að segja, er það ekki síður sjálfrar mín vegna. Hvað sem öllu líður, þá verð ég alltaf Hólmari og erindið var að hvetja ykkur til að versla í heimabyggð og áfram Snæfell.Megi þið öll eiga góða og notalega aðventu í Bænum okkar við eyjarnar.

Kærar kveðjur,Guðrún Erna Magnúsdóttir

Ágætu Hólmarar og nærsveitungar!

Íslensk bláskel ehf

Fersk bláskel v ikulega!

Pantanir í síma 893-5056

www.blaskel.is Íslensk bláskel ehf

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á sunnudag.

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 42.tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 42. tbl. 18. árgangur 1. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Verðum með gleraugnaþjónustu,

samhliða komu augnlæknis

fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. desember á Heilsugæslu Stykkishólms

Yfirmatsveinn

Yfirmatsvein vantar á ferjuna Baldur frá 1. Janúar 2012.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Viðkomandi,karl eða kona þarf: • Að hafa reynslu og /eða menntun til kokkastarfa.• Að geta unnið undir mikilli pressu (á sumrin).• Að vera reglusamur og áreiðanlegur.• Að hafa góða samskiptahæfileika og vanur stjórnun.• Að hafa ríka þjónustulund.• Að hafa einhverja reynslu á sjó.

Viðkomandi þarf einnig að sækja nokkur öryggisnámskeið, hafi hann þau ekki, s.s. slysavarnanámskeið sjómanna og STCV námskeið starfsmanna sem vinna á farþegaskipum. Um er að ræða vaktavinnu.

Ferjan Baldur flytur um 50 þúsund farþega á ári og þar af um 40 þúsund yfir sumartímann. Starfsmenn í veitingaþjónustu eru 2-4.

Nánari upplýsingar gefur Pétur á skrifstofu SæferðaÍ Stykkishólmi eða í síma 433 2251, meil.: [email protected].

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 42.tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 42. tbl. 18. árgangur 1. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

SmáauglýsingarÓskum eftir að leigja hús/íbúð sem fyrst í Stykkishólmi.Áhugasamir hafi samband: Marcin s. 8411-907 eða Agnieszka 8411-904Til sölu Royal eikarborð úr Rúmfatalagernum og 6 eða 8 stólar með sessu. Eins árs gamalt. Lítur vel út. Ódýrt. 8465224 Krisztof eða 4381021 Katja.Fjögur negld snjódekk til sölu á 25.000kr. Mjög lítið notuð. Passa undir t.d. Suzuki Grand Vitara Gerð: Hercules Polar Trax Stærð: P225/70R16 Uppl. í síma 894-7133Fundist hefur á Hamraendum útprjónaður vettlingur, svartur og hvítur að lit með átta blaða rós. Upplýsingar í síma 896-1909

Fyrir þá sem ekki vita þá er hljóðupptökustúdíó starfandi í Stykkishólmi. Það eru þau Hafþór Smári Guðmundsson (Haffi Gúnda) og Elín Kristinsdóttir sem standa að því. Að sögn Elínar eru þau afskaplega ánægð með viðtökurnar sem þau hafa fengið enda ekki furða í svona tónlistarelskum bæ. Stúdíóið opnaði formlega á dönskum dögum sl. sumar og voru þau þá með opið hús þar sem gestum og gangandi bauðst að syngja með í viðlagi í lagi sem þau voru þá að vinna um Stykkishólmsbæ. Það mæltist mjög vel fyrir og skapaðist skemmtileg stemning þennan dag. Lagt var upp með að textinn væri einfaldur og að sem flestir þekktu lagið, því viðlagssöngvarar höfðu að sjálfsögðu ekki haft tækifæri til að æfa sig fyrir upptökurnar. Þetta heppnaðist mjög vel og hafa margir heyrt og séð af afrakstrinum á Youtube eða Facebook því þetta barst víða um veraldarvefinn í síðustu viku. „Það var mjög gaman að fylgjast með þessu og alveg merkilegt hvað vefurinn er öflugur og heimurinn lítill“ sagði Elín. „Tveimur dögum eftir að lagið fór inn á Youtube þá var búið að skoða það úr rúmlega 600 tölvum og fréttum við af því í Danmörku, Bandaríkjunum, Kanada, Noregi og Færeyjum ásamt því að hafa farið um allt land. Við höfum fengið þakkir frá foreldrum uppkominna, brottfluttra barna þar sem þau hafi öll langað heim eftir að hafa hlustað á lagið og skoðað myndirnar. Þessar mögnuðu myndir sem Eyþór Benediktsson var svo elskulegur að leyfa okkur að nota með laginu hafa eflaust mestu áhrifin á fólk því þær fanga bæjarstemninguna og fegurðina svo vel“. Lagið var svo afhent Gyðu bæjarstjóra sl. föstudag sem tók við því fyrir hönd allra bæjarbúa. „Já, þetta er okkar gjöf til Stykkishólmsbæjar og Hólmara og við vonumst bara til að það hafi jákvæð kynningaráhrif fyrir bæinn okkar. Við höfum a.m.k. fengið alveg ótrúlega mikið klapp á bakið og þakkir fyrir þetta framtak. En við viljum endilega fá að koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem komu að þessu með okkur, þ.e. Símoni og Svenna sem syngja lagið, Daða og Þórði fyrir tónlistina, Eyþóri fyrir myndirnar og svo öllum þeim sem syngja í viðlaginu sem samanlagt er um 50 manna kór“. Þessa dagana er jólatörn í stúdíóinu þar sem boðið er upp á einfaldar upptökur í jólapakkann. „Já þetta eru þriðju jólin sem við bjóðum upp á þetta, þó svo að við höfum ekki verið komin með endanlegt húsnæði fyrr en í sumar. Það hafa mörg ómetanleg gullkorn orðið til í þessum upptökum. Mitt uppáhald er krúttilegur söngur barnanna sem syngja bara með sínu nefi og eru í skýjunum með það. Það bræðir öll ömmu- og afahjörtu og yndislegt fyrir foreldra að eiga. Svo er líka algjör snilld þegar ömmur koma og

Stúdíó Stykkis

taka upp sögur og vöggulög fyrir barnabörnin, bara dásamlegt. Svo er auðvitað líka hægt að gera þetta meira alvöru og taka allan pakkann á þetta, með alvöru hljóðvinnslu og upptökum í bútum sem eru mixaðar saman, þ.e. eins og þetta er vanalega gert. Það er líka alveg frábært að sjá afraskur þannig vinnu.“ Um tilurð hljóðvers í Stykkishólmi segir Elín: „Nú, það var náttúrlega bara alveg út í hött að svona reynslumikill og fær upptökumaður, sem Haffi er, væri ekki að starfa við fagið. Hann hafði reyndar alveg fengið nóg á sínum tíma, þegar hann var með stúdíó í Reykjavík og var með verkefni upp fyrir haus. Hann hefur unnið með stórum hluta starfandi tónlistarmanna og á gullplötur í haugum en hann ákvað að segja skilið við þetta og koma heim í Stykkishólm, því hér er auðvitað best að vera. Hann átti megnið af þeim tækjum og tólum sem þurfti til að fara af stað með þetta svo við ákváðum að kýla á þetta. Við höfum verið að fá verkefni úr bænum sem unnin eru hér og svo send suður aftur. Tónlistarfólk úr borginni sér það líka sem kost að fara út á land yfir helgi og vinna í stúdíói svo vonandi hefur þetta allt bara jákvæð samverkandi áhrif fyrir bæinn. Hér á Snæfellsnesinu er líka fullt af góðu tónlistarfólki sem hefur jafnvel hug á að leggja í eina plötu eða svo“ sagði Elín að lokum.

Skilafrestur efnis í jóla- og áramótablaðið

sem kemur út þann 22. desember er

18. desember n.k.Blaðið verður borið út í hvert hús!

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 42.tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 42. tbl. 18. árgangur 1. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 42.tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 42. tbl. 18. árgangur 1. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Jólaljósin tendruð - Jólastund í Amtsbókasafninu

Föstudaginn 2. desember nk. kl. 17.00 verður kveikt á jólatrénu í Hólmgarði.

Jólatréð er gjöf frá Drammen vinabæ Stykkishólms í Noregi.

• Lúðrasveit Stykkishólms flytur jólalög.

• Kvenfélagið Hringurinn verður með heitt súkkulaði og smákökur til sölu.

• Það er aldrei að vita nema jólasveinar séu farnir að hugsa sér til hreyfings!

Laugardaginn 3.desember kl.13:00

verður jólastund í Amtbókasafninu þar sem við ætlum að hlusta á sögu, syngja og dansa í kringum jólatré.

AmtsbókasafniðStykkishólmsbær

Stórsveit Fjölbrautaskóla Snæfellinga hélt sína fyrstu tónleika þriðjudagskvöldið 22. nóvember í húsnæði FSN í Grundarfirði. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og viðtökur góðar. Lagalisti tónleikanna samanstóð af 10 lögum úr ýmsum áttum, t.d. Superstition, Fly like an eagle, Dynamite, Crazy train og Man in the mirror. Uppklappslag var þungarokkslagið Rage.Meðlimir sveitarinnar hafa allir lagt stund á tónlistarnám við tónlistarskóla á Snæfellsnesi og koma hér saman sem nemendur framhaldsskólans í áfanganum BIG103.Sveitin mun starfa áfram á vorönn 2012 og nýir hljóðfæraleikarar eru velkomnir í sveitina. Hljóðfæraleikararnir voru sammála um að þetta væri eitt af því skemmtilegasta sem þeir hefðu gert í skólanum því þarna færi saman nám og áhugamál.Velunnarar þessa verkefnis eru að gera sér vonir um að þetta sé aðeins upphafið og sveitin eigi eftir að skemmta okkur á næstu árum. Baldur Orri Rafnsson er stjórnandi Stórsveitarinnar.

(Fréttatilkynning)

Vel heppnaðir tónleikar Stórsveitar FSN

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 42.tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 42. tbl. 18. árgangur 1. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Nú er leiðinlega flatt hár úr sögunni!!SUPER HERO hannað af Charlie Le Mindu

sem er hársnyrtir Lady Gaga!

Línan samanstendur af þremur efnum:

SUPER DUST (Lyftiduft)!

• mikiluppbygging&fylling

• okkarkynslóðarxtúpering

• langvarandivirkni

BAD MUD (LEIRVAX)!

• óreglulegt&hráttútlit

HORIZON FIX SPREY

• góðfyllingírót

• gefurmikiðloft

• frábærglans

Sími 438 1587

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 42.tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 42. tbl. 18. árgangur 1. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected] arionbanki.is — 444 7000

Gjafakort sem hægt er að nota hvar sem erFinnur þú ekki réttu gjöfina?Gjafakort Arion banka hentar við öll tækifæri.

Hægt er að nota gjafakortið við kaup á vöru og þjónustu hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Einfaldara getur það ekki verið.

Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka.