2016-18 handbók kjörsvið:klínískl.kathleen mahan, escott-strump sylvia and raymond janice l....

12
2016-18 Handbók nemenda & kennara Kjörsvið:Klínísk næringarfræði Handbók þessari er ætlað að vera leiðbeinendum sem koma að kennslu við„Klínískt kjörsvið“ til upplýsinga og útskýringa um öll þau helstu atriði sem uppfylla þarf á námskeiðinu. MS nám á klínísku kjörsviði í næringarfræði er 120 eininga einstaklingsmiðað framhaldsnám með 30 eininga rannsóknarverkefni unnið undir handleiðslu og í samstarfi við kennara matvæla- og næringarfræðideildar og klínísks næringarfræðings.

Upload: others

Post on 14-Aug-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 2016-18 Handbók Kjörsvið:KlínískL.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and the Nutrition Care Process , 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8

2016-18 Handbók

nemenda &

kennara

Kjörsvið:Klínísk

næringarfræði

Handbók þessari er ætlað að vera leiðbeinendum sem koma að kennslu

við„Klínískt kjörsvið“ til upplýsinga og útskýringa um öll þau helstu atriði

sem uppfylla þarf á námskeiðinu. MS nám á klínísku kjörsviði í

næringarfræði er 120 eininga einstaklingsmiðað framhaldsnám með 30

eininga rannsóknarverkefni unnið undir handleiðslu og í samstarfi við

kennara matvæla- og næringarfræðideildar og klínísks næringarfræðings.

Page 2: 2016-18 Handbók Kjörsvið:KlínískL.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and the Nutrition Care Process , 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8

1

Almenn atriði

Kjörsvið í klínískri næringarfræði er fræðilegt nám í næringarfræði þar sem lögð er

áhersla á klínísk vinnubrögð og aðstæður Kjörsviðið felst í starfsnámi, vali viðfangsefnis

(-a) í samstarfi við leiðbeinanda við klínískar aðstæður og klínískra næringarfræðinga,

verkefnavinnu, skýrslu um vinnu á starfsstöð og kynningu fyrir öðrum nemendum og

fagfólki.

MARKIÐ KJÖRSVIÐSINS

Er að nemendur kunni að starfa sem klínískur næringarfræðingur, átti sig á

starfsaðstæðum, mismunandi markmiðum og aðstæðum.

Er að nemendur þekki verklag næringarfræðinnar við klínísk störf, og læri fagleg

vinnubrögð í samskiptum við heilbrigðisstéttir, aðrar starfsstéttir og

fræðigreinar.

Einnig að nemendur átti sig á mismunandi ábyrgðarsviðum innan klínískrar

næringarfræði.

Fræðileg færni

Að nemandi geti greint frá og verði sjálfstætt fær um að:

Nota verklag næringarfræðinnar í mati á ýmsum starfstengdum aðstæðum s.s. við mat

á næringarástandi, munnlega of skriflega leiðsögn um mat og næringu, skriflegar

upplýsingar, hættu varðandi næringarástand og neyslu

Nota grunnatriði NCP við greiningu, meðferðaráætlun og áhættumat í

næringarmeðferð

Geta gert umsóknir og átt í formlegum samskiptum við ýmsar stofnanir innan og utan

heilbrigðiskerfisins s.s. Sjúkratryggingar Íslands, Hjálpatækjamiðstöð, heilsugæsluna

o.fl.

Þekkja vel milliverkanir lyfja við bætiefni og næringarefni í fæðu

Framkvæma helstu vinnuferla við mat á næringarástandi og næringarmeðferð ss.

skimun o.fl.

Taka ábyrgð næringarfræðings í samskiptum við aðrar starfsstéttir

Geta nýtt sér þekkingu í næringarfræði til úrlausna hvað varðar almenning og ýmissa

sér hópa

Taka þátt í að gera klínískar leiðbeiningar sem varða næringu.

Miðla bestu fræðilegri þekkingu um næringarfræðileg efni til almennings, bæði í

ræðu og riti.

Tengja helstu álitamál um mat, næringarefni og heilsu við almenn viðhorf miðað við

þá bestu fræðilegu þekkingu á hverjum tíma.

Þekkja reglugerðir varðandi heilbrigðisstarfsmenn og réttindi sjúklinga

Geta leyst úr siðfræðilegum álitamálum sem viðkoma næringarmeðferð

Page 3: 2016-18 Handbók Kjörsvið:KlínískL.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and the Nutrition Care Process , 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8

2

Færni í samskiptum og upplýsingatækni

Að nemandi:

Geti aflað sér áreiðanlegra upplýsingar

Geti miðlað upplýsingum í ræðu og riti

Geti tekið ákvarðanir varðandi næringarmeðferð með fræðilegum rökum

Geti leiðbeint öðrum varðandi næringartengd efni bæði öðrum fagstéttum og

almenningi

Kunni á helstu upplýsingatækni sem notuð er í fræðilegri vinnu

Geti miðlað þekkingu og stuðningi til einstaklinga við mismunandi aðstæður

Hagnýt færni

Að nemandi:

Geti svarað spurningum um næringartengd efni á áreiðanlegan hátt

Þekki til helstu ákvarðana sem klínískir næringarfræðingar þurfa að taka

Viti hvernig eigi að bregðast við raunverulegum aðstæðum

VÆGI NÁMSKEIÐSINS OG VINNUÁLAG NEMENDA

1. misseri haust 2016

Námsk.nr Námsk.heiti ECTS ATHS.

HVS003M Þverfræðileg samvinna í heilbrigðisvísindum 2 Heilsutorg

HVS004M : Heilsutorg (2e) HaustÞverfræðileg klínísk samvinna 2 Heilsutorg

NÆR701F Vísindi og verkferlar í næringarfræði 4

NÆR067 Undibúningur f. starfsnám 1 kennt með NÆR702F

Val 4

NÆR067 Starfsnám 9 skráð jafnóðum eftir því sem dvöl á viðk. deildum lýkur

LYF310F Náttúrulyf/náttúruvörur 6

Verkferlar (60-90mínx10 sk)/ starfsnám 2 Hluti af starfsnámi HEILSÁRSKÚRS!

Handleiðsla Hluti af starfsnámi

30

2. misseri vor 2017

Námsk.nr Námsk.heiti ECTS ATHS.

Val 10

Handleiðsla Hluti af starfsnámi

Klínískt starfsnám 20 skráð jafnóðum eftir því sem dvöl á viðk. deildum lýkur

30

3. misseri haust 2017

Námsk.nr Námsk.heiti ECTS ATHS.

HJÚ149F Nýting gagna og upplýsinga í heilbrigðisþjónustu (6e)Nýting gagna og upplýsinga í heilbrigðisþjónustu (6e) 6

Val 3

Handleiðsla Hluti af starfsnámi

Klínískt starfsnám 21 skráð jafnóðum eftir því sem dvöl á viðk. deildum lýkur

30

4. misseri vor 2018

Námsk.nr Námsk.heiti ECTS ATHS.

NÆR441L Klínískt verkefni/rannsóknarverkefni 30

Handleiðsla Hluti af starfsnámi

30

MS klínísk næringarfræði alls 120

Page 4: 2016-18 Handbók Kjörsvið:KlínískL.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and the Nutrition Care Process , 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8

3

Dæmi um valnámskeið

Klínískt verkefni 30 ein

Klínískt MS-verkefni í samvinnu við kennara næringarfræðideildar og að jafnaði undir

handleiðslu klínísks næringarfræðings.

Starfsnám 50 ein

Verkferlar á Næringarstofu LSH kennt 1x í viku, 10 skipti

Handleiðsla 10x á hverri önn (40 tímar)

Barnadeild 4 vikur

Nýru & ofnæmi 4 vikur

Efnaskipti 4 vikur

Skurðsvið 4 vikur

Taugadeild 4 vikur

Hjartadeild 4 vikur

Aðrar deildar 6 vikur

Samtals 30 vikur

DÆMI UM VAL NÁMSKEIÐ

HVS003M Þverfræðileg samvinna í heilbrigðisvísindum (2e) Haust

HVS004M Þverfræðileg klínísk samvinna: Heilsutorg (2e) Haust

LÝÐ104F Áhrifavaldar heilbrigðis - forvarnir (6e) Hausthaust 2018

HJÚ122F Mat á andlegri og líkamlegri líðan Haustvor 2018

HJÚ148F Sjúkdómamiðuð lífeðlisfræði (4e) H-2016

HJÚ142F Rekstur og heilbrigðisþjónusta (6e) H-2016

HJÚ334F Líðan og aðstæður aldraðra sem búa heima (4e) H-2016

HJÚ335F Skipulag og gæði í öldrunarþjónustu (8e) H-2016

HJÚ217F Öryggi og stjórnun (4e) H-2016

LÝÐ202F Verklag í vísindum (6e) Vor

ÖLD201F Áhrifaþættir öldrunar: Umhverfi, félagstengsl og

heilsufar (10e) Vor

HJÚ0AFF Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (5e) V-2017

HJÚ0AGF Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga V-2017

HJÚ149F Nýting gagna og upplýsinga í heilbrigðisþjónustu (6e) H-2017

HJÚ258F Forysta í heilbrigðisþjónustu (6e) V-2018

HJÚ0ABF Geðheilbrigði I, greining, meðferð og úrræði (8e) (áætl.) H-2018

HJÚ0AHF Leiðsögn og kennsla á vettvangi (6e) H-2018

Page 5: 2016-18 Handbók Kjörsvið:KlínískL.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and the Nutrition Care Process , 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8

4

STARFSNÁM Þeir sem sinna kennslu í starfsnámi eru klínískir næringarfræðingar við ýmis störf innan

og utan LSH til að auka fagþekkingu og víðsýni nemenda hvað varðar klíníska

næringarfræði. Einnig eru fjölbreyttar starfsstöður mikilvægar til að kynna og sýna

fjölbreytt og krefjandi starfsumhverfi klínískra næringarfræðinga.

Tilsögn fagaðila á vinnustað þ.e á starfsstöð er hluti af MS námi í næringarfræði og er

mikilvægur hluti í náminu.

Áður en starfsnám hefst þarf að fá nemaskráningu hjá LSH sjá slóð

http://www.landspitali.is/visindi-og-menntun/menntun-heilbrigdisstetta/skraning-

nemenda-fyrir-alla/ auk þess þarf að undirrita starfssamning HÍ og LSH sjá slóð

http://innri.lsh.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7659

Allir nemar þurfa að vera bólusettir áður en þeir hefja starfsnám og ef þeir hafa dvalist eða

unnið á erlendum sjúkrastofnunum í skemmri eða lengri tíma þurfa að fara í MOSA próf.

Upplýsingar um reglur varðandi nema í starfsnámi eru á heimasíðu LSH.

Umsjónakennari kjörsviðs er Ólöf Guðný Geirsdóttir ([email protected]) og eiga allar

fyrirspurnir að fara til hennar.

Landakot L5 – IS 101

Sími: +354 543 9898

Mikilvægt er að hafa samband við skrifstofu matvæla- og næringarfræðideildar

strax við upphaf klínísks náms því ekki er hægt að byrja starfsnám fyrr en búið er að

ganga frá þessum atriðum (sjá gátlista á næstu blaðsíðu)

Mikilvægt er að búið sé að ganga frá öllum atriðum áður en starfsnám hefst og er það á

ábyrgð nemanda að ganga frá þessum atriðum í tíma svo að starfsnám geti hafist.

Page 6: 2016-18 Handbók Kjörsvið:KlínískL.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and the Nutrition Care Process , 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8

5

GÁTLISTI FYRIR NEMA

Page 7: 2016-18 Handbók Kjörsvið:KlínískL.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and the Nutrition Care Process , 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8

6

KENNSLUBÆKUR Starfsnám: Lesefni:

L.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and

the Nutrition Care Process, 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8.

Handbók í lyflæknisfræði 4. Útgáfa. Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: Ari J. Jóhannesson,

Davíð O. Arnar, Runólfur Pálsson og Sigurður Ólafsson

Fræðigreinar og annað sem tilheyrir viðkomandi starfsstöð og verkefnum

Önnur námskeið: Kennslubækur, greinar og annað samkvæmt kennslukrá og

kennara viðkomandi námskeiðs

VIÐVERA Í starfsnáminu er ætlast til að nemendur skili 6-8 klst. á dag á starfsstöð eða í

verkefnavinnu í tengslum við starfsstöð, mánudaga til föstudaga. Nemendur eru

mismunandi lengi á hverri starfsstöð, en miðað er við að 30 stundir í starfsnámi gefi 1

einingar (ECTS). Leiðbeinendur og nemendur geta komið sér saman um hvaða tími

hentar t.d. frá 9-15 eða 10-16 o.s.frv. Æskilegt er að nemendur séu bæði fyrri hluta dags

og seinni hluta dags til að þeir nái að taka þátt í allri þeirri starfsemi sem fram fer á

hverjum stað. Á starfsstöðinni vinna nemendur hluta af þeim verkefnum sem þeir eiga

að skila að loknu starfsnámi.

Miðað er við a.m.k. 80% mætingarskyldu á starfsstöð til að teljast hafa lokið henni en

tekið er tillit til námskeiða sem tengjast náminu eða handleiðslu hvað varðar mætingu.

Ef nemandi vegna veikinda eða annarra aðstæðna nær ekki mætingarskyldu á starfsstöð

telst hann vera fallinn á viðkomandi starfsstöð. Ekki er sjálfsagt að framlengja dvöl nema

á viðkomandi starfsstöð enda getur leiðbeinandi/ klínískur næringarfræðingur verið

bundinn við annað eða annar nemandi með starfsstíma á viðkomandi deild. Því er

mikilvægt að umsjónakennari fái að vita um forföll nema í tíma.

Veikindi eru tilkynnt beint til leiðbeinanda, fyrir kl 9 þann sama dag. Ef um löng veikindi

er um að ræða þarf að taka á því sérstaklega.

Ætlast er til að nemendur sinni persónulegum erindum sínum utan þess tíma. Ef upp

koma óvæntar aðstæður þar sem nemandinn þarf að vera fjarverandi skal hann hafa

samband við leiðbeinanda.

Leiðbeinandinn mun gefa umsögn fyrir starfsnámið og er hægt að sjá matsblaðið undir

kaflanum „einkunnir“ og „mat á starfsnámi“. Matsblaðið skal berast til umsjónarmanns

námskeiðs að loknu stafsnámi nemanda. Nemandi mun fá umsögn leiðbeinanda en

einnig er hægt að koma athugasemdum eða öðru beint til umsjónamans námskeiðs sem

mun ekki koma fram í umsagnarblaði hjá nemenda.

Page 8: 2016-18 Handbók Kjörsvið:KlínískL.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and the Nutrition Care Process , 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8

7

ALMENNAR LEIÐBEININGAR OG REGLUR Áætlað er að neminn hafi samband við vinnustaðinn/næringarfræðinginn áður

en starfsnám hefst og að hann sjálfur undirbúi komu sína á staðinn u.þ.b. viku

síðar. Vinnustaðurinn og neminn geta þá valið saman verkefni sem neminn

vinnur að og kemur/koma staðnum vel. Auk þess er reiknað með að neminn

kynnist hlutverki og starfsemi staðarins.

Nemendur skulu klæðast snyrtilegum fötum og hentugum skóm meðan á

starfsnáminu stendur. Nemendur skulu klæðast viðeigandi vinnufatnaði,

sloppum o.þ.h. ef slíks er krafist á starfsstöð. Varast skal ilmvatn eða ilmsterk

krem, langar neglur eða skart á höndum er hentugur íverustaður sýkla og því ætti

að varast þess háttar.

Farsímar eru ekki leyfðir meðan á starfsnáminu stendur nema í matar- og

kaffitímum.

Nemendur skulu ávallt mæta á réttum tíma í starfsnámið, ástundun og stundvísi

eru hluti af umsögn leiðbeinanda.

Ætlast er til að nemendur komi að og vinni að verkefnum sem tilheyra starfsstöð

og sem leiðbeinandi á starfsstöð setur fyrir

Reiknað er með að nemi geti í lok starfsstíma metið næringarástand, áætlað

næringarþörf sjúklings, þekki helstu áhættuþætti hvað varðar næringu hjá

viðkomandi „sjúklinga“hóp, metið viðeigandi próf (ss niðurstöður ofnæmisprófa,

blóðprufa o.fl), tekið viðtöl, skrifað nótur samkv. NCP/SOAP og sett niður

framtíðar markmið.

Námsgögn

FERILBÓK (PORTOFOLIO) YFIR STARFSNÁMSTÍMABILIÐ Ætlast er til að nemendur skrifi dagbók á meðan starfstímabilið stendur yfir. Í

dagbókinni skal koma fram mikið af hans eigin hugsunum í tengslum við starfsemina,

störf næringarfræðings/-ráðgjafa, verkefnin (hvernig fannst honum ganga að gera

verkefnin, eitthvað sem hann myndi vilja breyta í tengslum við þau). Hvað gekk vel og

hvað gekk illa? Hvernig upplifði viðkomandi starfsnámið? Ekki skal koma fram í

dagbókinni nákvæmar skýringar á því hvað hann gerði eins og til dæmis svaraði í síma

eða þess háttar. Heldur hvernig atvik upplifanir voru og hans eigið mat á aðstæðum.

Tilgangur dagbókarinnar er að nemandinn skoði starfsumhverfi næringarfræðings og

vinni að raunhæfu verkefni /-um úti í atvinnulífinu. Ferilbók er tækifæri á að nota

speglun á eigin skoðanir, styrkleika og persónuþætti sem mikilvægt er að þroska til að

standast þær kröfur sem umhverfið hefur til næringarfræðinnar.

Til að nemandinn tileinki sér þekkingu í næringarfræði á opinn og á virkan hátt er

mikilvægt að nemandinn velti fyrir sér; „hvernig starfsumhverfi vil ég vinna í?“, „hvaða

Page 9: 2016-18 Handbók Kjörsvið:KlínískL.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and the Nutrition Care Process , 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8

8

áherslur myndi ég hafa ef ég ynni þessa vinnu?“, „hvernig næringarfræðingur vil ég

vera?“, „hvað þarf ég að gera til að ná þeim árangri sem ég vil, varðandi

næringarfræðina?“ og „hvað vil ég að vinnan mín skili til t.d. þjóðfélagsins?“ Hvernig er

framtíðarsýn mín, eftir 5 ár, 10 ár, 20 ár? Hvað þarf að gerast til að framtíðarmarkmið

mín rætast?

Nemandinn þarf að skoða starfsumhverfi næringarfræðinga á gagnrýninn hátt þannig að

hann geti metið aðstæður, upplýsingar og nýtt sér nýja þekkingu til að skapa sér

starfsvöll.

Dagbókin á að vera um skoðanir, hugsanir og tilfinningar. Skila skal dagbók um allar

starfseiningar til umsjónarkennara við lok starfsnáms.

VETTVANGSNÁM Verklegt nám felst í að fylgja næringarráðgjafa að störfum á deild. Þar sem kennsla er í formi

umræðutíma með klínískum næringarfræðing á deild og verklegrar kennslu.

Verklegt nám er á heilsugæslustöðvum, hjúkrunarheimilum og á sjúkrahúsi þar sem nemendur

fylgjast með störfum og æfa samtöl ásamt því að taka fæðissögu og framkvæma

líkamsskoðun.

Hver vettvangur styðst við eftirfarandi námslýsingu þannig að bæði leiðbeinandi og nemandi

eru með á hreinu hvað þarf að gera/ klára/ framkvæma svo nám á viðkomandi deild teljist

vera lokið

Nemi mætir með leiðbeinanda á teymisfundi, fjölskyldufundi, deildarfundi, viðtöl og annað

sem tilheyrir vinnu viðkomandi starfsstöðvar. ATH. Þarf alltaf að fá samþykki

sjúklings/aðstandenda að nemi sé viðstaddur

Mikilvægt að eftirfarandi sé gert á deild

Neminn hafi tækifæri á að æfa sig að tala við sjúklinga, sitji teymisfundi, fjölskyldufundi,

vinni almennt á deild, afla upplýsinga, vinna með sjúkraskrá, setja upp áætlun t.d varðandi

sondu, útskrift eða annað, fái reynslu varðandi einkennandi sjúklingahóp starfsstöðvar. Því er

mikilvægt að eftirfarandi sé framkvæmt á starfsstöð;

ATH. fylgja eftir hefðum deildar varðandi uppbyggingu og ritun sjúkraskrár.

o Styðjast við NCP & SOAP

Eftir hvern vettvang/deild mun nemandi verði prófaður í viðeigandi þekkingu

Amk 3 viðtöl á starfsstöð sem neminn fær að fylgjast með og þegar lengra er komið í

náminu, þarf neminn að taka sjálfstætt – viðtöl, frágang á nótum, bréfum, beiðnum til

TR og öðrum pappírum eins og við á

Færni í samskiptum, öflun upplýsinga, sjúkraskráritun, útfyllingu viðeigandi beiðna og

jafnvel líkamsskoðun er mikilvæg

Skila þarf greinargerð um hvern vettvang til umsjónakennara kjörsviðs, þar þarf að

hafa í huga að nemandinn er bundinn trúnaði við sjúkling

Page 10: 2016-18 Handbók Kjörsvið:KlínískL.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and the Nutrition Care Process , 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8

9

Gott er að næringarfræðingur fari yfir daginn með nemanum, sérstaklega þegar um ný

eða óvenjuleg tilfelli er um að ræða. Gott er ef nemi taki fyrir sjúklingatilfelli frá a-ö

og kynni leiðbeinanda á starfsstöð og þau rædd og yfirfarin vel með nemanda.

Starfsemi á deild greind og nemi þekki vel til starfsvenja hjá viðkomandi deild

o Klínískar leiðbeiningar fyrir viðkomandi sjúklingahóp/-a og vinnuvenjur hvað

verðar næringarmeðferð á deild

o Vita hver er deildarstjóri viðkomandi deildar

o Hvernig kemur klínískur næringarfræðingur að málum

o Hver eru helstu sjúkdómar/ ástæður sem klínískur næringarfræðingur kemur að

á deildinni

o Hverjir eru helstu samstarfsmenn inn á deild t.d. teymi, hjúkrunarfræðingur,

sjúkraliði, sálfræðingur o.fl.

o Hver ber ábyrgð á að fyrirmælum klínísks næringarfræðings er fylgt eftir

o Hvernig er eftirfylgd með sjúklingum

o Þekkja vel helstu sjúklingahópa hverrar deildar og hver er þjónusta

viðkomandi sjúklingahópa

NÁMSEFNI Ætlast er til að neminn undirbúi sig fyrir starfsnámsstöð. Neminn ber ábyrgð á því

sjálfur að kynna sér viðkomandi sjúklingahóp, áður en hann byrjar á starfsstöð.

Kennslubók

Klínískar leiðbeiningar m.v. deildir

Kennslubækur í lesherbergi á Næringarstofu

Kennsluglærur og fræðigreinar úr námskeiðum NÆR067, NÆR501 og

NÆR603

Lesefni sem klínískur næringarfræðingur lætur nema fá er námsefni viðkomandi

starfsstöðvar.

Námsmat

EINKUNNARGJÖF FYRIR ÁFANGANN: Námsmat á hverri starfsstöð er staðið /fallið

o Mat leiðbeinanda á starfsstöð gildir sem umsögn til að meta hvort

nemandi sé hæfur til prófs

Skipulag og virkni

Framlegð nemanda

Þekking á sjúklingahóp

Áhættuþáttum varðandi næringarástand

Geta nemanda til að vinna á starfsstöð

Page 11: 2016-18 Handbók Kjörsvið:KlínískL.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and the Nutrition Care Process , 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8

10

Verkefnavinna fyrir starfsstöð er metin

o Klínískur næringarfræðingur (leiðbeinandi) á stafsstöð sendi á

ábyrgðarmann námskeiðs, verkefni og annað sem nemi skilar af sér í lok

námsvistar.

Í lok hverrar starfsstöðvar er námsmat sem getur verið eitt eða allt af eftirfarandi

o Munnlegt – eða skriflegt próf

o Verklegt próf

o Raunhæft verkefni

Í lok starfsnáms

o Klínískur næringarfræðingur (leiðbeinandi) sendir umsögn á

umsjónarmann námskeiðs og lætur deildarskrifstofu vita að viðkomandi

nemi hafi lokið starfsnámsdvöl.

o Umsögn leiðbeinenda um nemandann verður höfð til hliðsjónar við

heildarmat og umsögn í lok starfsnáms

o Umsögn um ferilbók verður gefin sem nemi skilar til ábyrgðarmans

námskeiðs

o Fyrirlestrar & verkefni eða annað viðeigandi fá mat og umsögn í lok

starfsnáms bæði af leiðbeinanda á deild og ábyrgðarmanni námskeiðs.

Nemandi er einn ábyrgur að halda vel utan um öll verkefni og hvaða starfsstöðvar hann

hefur verið á og hve langan tíma.

Sjálfsmat

Námsmat nemenda hefur það gildi að nemendur skilji betur til hvers er ætlast til af þeim

í náminu, auk þess sem að námsmat eflir nemandann til að horfast í augu við þætti sem

geta dregið úr eða styrkt nemann í framtíðinni. Í sjálfsmati er áhersla lögð á virkni

nemenda og ábyrgð á eigin námi.

Við sjálfsmat þarf að meta eftirfarandi þætti;

Virkni í verkefninu, jákvæði, klárar verkefni, Er hugmyndum deilt í hópinn, tekur gagnrýni, getur tekið á ágreiningi Kurteisi, hlustað á aðra, stundvísi, virðing fyrir hugmyndum annarra Gengur vel að vinna með öðrum eða vinnur best einn

Page 12: 2016-18 Handbók Kjörsvið:KlínískL.Kathleen Mahan, Escott-Strump Sylvia and Raymond Janice L. Krause’s Food and the Nutrition Care Process , 13.ed 2012, ISBN 978-1-4377-2233-8

11

UMSÖGN LEIÐBEINANDA Umsögn leiðbeinanda verður höfð til hliðsjónar við námsmat.

Umsögnin skal berast til umsjónarmanns námskeiðsins að loknu starfsnámi nemanda.

Eyðublaðið er fyllt út af leiðbeinanda með því að skrifa athugasemdir undir hvern hluta.

Í umsögn leiðbeinanda þarf eftirfarandi að vera til hliðsjónar:

Já / nei eða texti

Kom nemandinn undirbúinn fyrir starfsnámið?

Sýndi nemandi áhuga á verkefnum sem lögð voru fyrir?

Vann hann verkefnin vel og nýtti vel tímann?

Getur nemandi unnið sjálfstætt og ber ábyrgð á eigin

námi?

Sýndi nemandinn markviss og öguð vinnubrögð?

Sýndi nemandinn vilja og hæfni til að vinna með

leiðbeinanda sem og öðru starfsfólki á starfsstöð?

Sýndi nemandinn vilja og færni í að sækja sér þá

þekkingu sem þurfti til að framkvæma öll þau atriði sem

snéru að starfsnáminu (bæði tengt verkefnum og

daglegum störfum á starfsstöð).

Hefur nemandinn fengið upplýsingar um starfsskyldur

á starfsstöð og veit hvaða ábyrgð viðkomandi

næringarfræðingur hefur gagnvart starfsfólki og

skjólstæðingum?

Athugasemdir leiðbeinanda: T.d. skilaboð um atriði sem skerpa þarf á næstu starfstöð, það

sem neminn er orðinn full fær um eða annað sem leiðbeinandi vill að komi fram.

Eyðublaðið er undir sameiginlegu drifi (s-drif) fyrir Næringarstofu í möppu sem heitir klínískt

nám og heitir „umsögn leiðbeinanda“.

Einnig er í sömu möppu excel skjal með yfirliti yfir þær starfsstöðvar sem neminn er búinn að

ljúka.