36 tbl 2015

20
vf.is vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is FÍTON / SÍA FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 36. TÖLUBLAÐ 36. ÁRGANGUR V egurinn að Reykjanesvita er svo slæmur að verðandi mæður eru farnar að nota veginn í fæðingarhjálp. Þeir sem aka veginn, sem er slæmur malarvegur, mega eiga von á að hossast og hristast á grjóthörðum og holóttum veginum. Kristín Guðmundsdóttir Hammer er nýbökuð móðir í Grindavík. Hún gerði sér ferð að Reykjanesvita um hádegi síðasta laugardag með fjölskyldu sína, komin á steypirinn. „Það er nú ekki hægt að neita því að það tók vel í bumb- una að fara þennan holótta veg og fékk ég einhverja sam- drætti. Fyrstu alvöru verkirnir komu svo rúmlega 17 og drengurinn var fæddur rúmlega 22 á laugardagskvöld,“ segir Kristín í samtali við Víkurfréttir. Drengurinn fædd- ist jafnframt í belgnum og það er víst talið gæfumerki, þó svo vegurinn að Reykjanesvita sé ekki gæfulegur. Drengurinn vóg 3355 gr. og var 50 sentimetrar en hann fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bæði móður og barni heilsast vel en þau eru nú komin í faðm fjöl- skyldunnar í Grindavík. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- sviðs Reykjanesbæjar hefur átt nokkra fundi með Vega- gerðinni um ástand vegarins. Hann var lagaður að hluta með veghefli í sumar en keyra þarf fyllingu í veginn til að gera hann ásættanlegan. Í næstu viku mun Vegagerðin fara í verðkönnun og gera kostnaðarmat á því hvað kostar að leggja klæðningu á veginn að Reykjanesvita. Gert er ráð fyrir að fyllingarefni verði ekið í veginn nú í haust og að hann verði lagður klæðningu næsta sumar. Vinsæll ferðamannavegur á Reykjanesi er gjörónýtur: Fæddi barn eftir að hafa hossast að Reykjanesvita Eins og sjá má er ástand vegarins mjög bágborið. VF-mynd: Hilmar Bragi. Drengurinn nýfæddur eftir að móðirin hafði hossast í bíl að Reykjanesvita. Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN Ys og þys á Keflavíkurflugvelli X XÞó svo komið sé fram í miðjan september er ferðamannastraumur um Flugstöð Leifs Eiríkssonar enn mjög mikill. Þar standa yfir miklar framkvæmdir til að bregðast við aukningu í farþegaflutningum. Í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld verður púlsinn tekinn á lífinu í flugstöðinni. Það er ekki bara líf við flugstöðina því á öðrum svæðum flugvallarins blómstrar einnig starfsemi. Hervélar hafa verið tíðir gestir að undanförnu. Um er að ræða bandarískar flugsveitir á leið yfir Atlantshafið. Sveitirnar eru skipaðar fjölda A10 árásarvéla sem njóta stuðnings eldsneytis- og birgða- flutningavéla. Þá hafa hervélar í loft- rýmisgæslu einnig verið áberandi. Innan um allt þetta hernaðarbrölt blómstrar svo friðsöm starfsemi Flug- akademíu Keilis. Myndin er tekin á dögunum þar sem sjá má vélar flug- skólans í forgrunni og bandarískar hervélar þar á bakvið. Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN í kvöld kl. 21:30 Þátturinn er endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring og aftur um helgina. FLUG FJÖR & Vöxturinn í flugstöðinni og heimatónleikar í Keflavík

Upload: vikurfrettir-ehf

Post on 23-Jul-2016

266 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

36. tbl. 36. árg. 2015

TRANSCRIPT

Page 1: 36 tbl 2015

vf.isvf.is

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.isauðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

einföld reiknivélá ebox.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 • 36. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Vegurinn að Reykjanesvita er svo slæmur að verðandi mæður eru farnar að nota veginn í

fæðingarhjálp. Þeir sem aka veginn, sem er slæmur malarvegur, mega eiga von á að hossast og hristast á grjóthörðum og holóttum veginum.Kristín Guðmundsdóttir Hammer er nýbökuð móðir í Grindavík. Hún gerði sér ferð að Reykjanesvita um hádegi síðasta laugardag með fjölskyldu sína, komin á steypirinn.„Það er nú ekki hægt að neita því að það tók vel í bumb-una að fara þennan holótta veg og fékk ég einhverja sam-drætti. Fyrstu alvöru verkirnir komu svo rúmlega 17 og drengurinn var fæddur rúmlega 22 á laugardagskvöld,“ segir Kristín í samtali við Víkurfréttir. Drengurinn fædd-

ist jafnframt í belgnum og það er víst talið gæfumerki, þó svo vegurinn að Reykjanesvita sé ekki gæfulegur.Drengurinn vóg 3355 gr. og var 50 sentimetrar en hann fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bæði móður og barni heilsast vel en þau eru nú komin í faðm fjöl-skyldunnar í Grindavík.Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis-sviðs Reykjanesbæjar hefur átt nokkra fundi með Vega-gerðinni um ástand vegarins. Hann var lagaður að hluta með veghefli í sumar en keyra þarf fyllingu í veginn til að gera hann ásættanlegan. Í næstu viku mun Vegagerðin fara í verðkönnun og gera kostnaðarmat á því hvað kostar að leggja klæðningu á veginn að Reykjanesvita. Gert er ráð fyrir að fyllingarefni verði ekið í veginn nú í haust og að hann verði lagður klæðningu næsta sumar.

Vinsæll ferðamannavegur á Reykjanesi er gjörónýtur:

Fæddi barn eftir að hafa hossast að Reykjanesvita

Eins og sjá má er ástand vegarins mjög bágborið. VF-mynd: Hilmar Bragi.

Drengurinn nýfæddur eftir að móðirin hafði hossast í bíl að Reykjanesvita.

Sjónvarp Víkurfrétta

Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN

Ys og þys á Keflavíkurflugvelli

XXÞó svo komið sé fram í miðjan september er ferðamannastraumur um Flugstöð Leifs Eiríkssonar enn mjög mikill. Þar standa yfir miklar framkvæmdir til að bregðast við aukningu í farþegaflutningum. Í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld verður púlsinn tekinn á lífinu í flugstöðinni.Það er ekki bara líf við flugstöðina því á öðrum svæðum flugvallarins blómstrar einnig starfsemi. Hervélar hafa verið tíðir gestir að undanförnu. Um er að ræða bandarískar flugsveitir á leið yfir Atlantshafið. Sveitirnar eru skipaðar fjölda A10 árásarvéla sem njóta stuðnings eldsneytis- og birgða-flutningavéla. Þá hafa hervélar í loft-rýmisgæslu einnig verið áberandi. Innan um allt þetta hernaðarbrölt blómstrar svo friðsöm starfsemi Flug-akademíu Keilis. Myndin er tekin á dögunum þar sem sjá má vélar flug-skólans í forgrunni og bandarískar hervélar þar á bakvið.

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN í kvöld kl. 21:30Þátturinn er endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring og aftur um helgina.

FLUG FJÖR& Vöxturinn í flugstöðinniog heimatónleikar í Keflavík

Page 2: 36 tbl 2015

2 fimmtudagur 17. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Menningarráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar, Súlunnar. Tilnefna skal einstakling, hóp og/eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bænum. Tilnefn-ingum skal skilað í Ráðhúsið Tjarnargötu 12 eða á netfangið: [email protected] fyrir 1. október næstkomandi.

Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is.

LEIKSKÓLAFULLTRÚI ÓSKAST

ÚTSVAR

HEILSU- OG FORVARNARVIKA

STYRKIR

SÚLAN

TILNEFNINGAR ÓSKAST

Reykjanesbær óskar eftir að ráða leikskólafulltrúa í afleysingar til eins árs. Leikskólafulltrúi starfar í teymi fagfólks á fræðslusviði sem sinnir margvíslegri sérfræðiþjónustu við nemendur í leik- og grunnskólum. Ráðið er í stöðuna frá og með 1. október nk.

Umsóknum skal skilað rafrænt á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna ítarlegar upplýsingar um meginverkefni, menntunar- og hæfniskröfur. Umsóknarfrestur er til og með 24. september nk.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs [email protected].

Reykjanesbær mætir Seltjarnarne-si í Útsvari á morgun kl. 20:00. Áfram Baldur, Grétar og Guðrún!

Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ verður haldin í áttunda sinn dagana 28. september til 4. október nk.

Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar sem vilja taka þátt eru vinsamlega beðin um senda viðburðinn sinn à netfangið [email protected] eigi síðar en 21. september nk.

Velferðarsvið Reykjanesbæjar auglýsir styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa skv. 27. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks og reglugerðar nr. 550/1994.Veittir eru styrkir í samræmi við reglur Reykjanes-bæjar til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig eru veittir styrkir til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing.

Umsóknarfrestur er til 10. október nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í þjónustuveri á Tjarnargötu 12 og eru einnig aðgengileg á vef Reykjanesbæjar.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Daníelsdóttir ([email protected]) og Hrefna Höskuldsdóttir ([email protected]).

-fréttir pósturu [email protected]

Umhverfisstofnun gaf út þann 11. september síð-astliðinn, starfsleyfi sem heimilar Thorsil ehf.

rekstur kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykja-nesbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Thorsil.„Veiting starfsleyfisins er mikilvægur áfangi á þeirri leið að gera verksmiðjuna að veruleika. Við hönnun verksmiðjunnar og við val á tækjabúnaði hefur þess verið gætt að nota bestu fáanlega tækni. Nú hafa tvær opinberar stofnanir farið yfir áætlanir okkar varðandi framleiðslutæki og mengunarvarnarbúnað en þessi búnaður uppfyllir ströngustu kröfur sem lög og reglur gera ráð fyrir. Þar af leiðandi hafa þessir sömu opin-beru aðilar staðfest að umhverfisáhrif verða vel innan allra æskilegra og leyfilegra marka,“ segir John Fenger, stjórnarformaður Thorsil í tilkynningunni.„Með útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi fyrir Thorsil var stigið stórt skref í framfaraátt fyrir atvinnu-

svæðið og tilkoma verksmiðjunnar mun fjölga at-vinnutækifærum á svæðinu til muna. Starfsemin mun og færa Reykjanesbæ og Helguvíkurhöfn árstekjur sem nema rúmum 700 mkr.“Í upphafi rekstrarins, sem gert er ráð fyrir að hefjist í byrjun árs 2018, verða framleidd um 54 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur ofnum. Þegar hefur verið samið um sölu á 82% árlegrar framleiðslu til átta og tíu ára. Um 130 manns munu starfa í verksmiðjunni þegar starfsemin hefst árið 2018.Auk fastra starfa í verksmiðju Thorsil mun starfsemin kalla á ýmis afleidd þjónustustörf, svo sem við flutn-inga, viðhald, verkfræðiþjónustu og fleira. Gert er ráð fyrir á fjórða hundrað ársstörfum á byggingartíma verksmiðjunnar. Áætlað er að framkæmdir við verk-smiðjuna hefjist í ársbyrjun 2016.

Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík:

700 millj. kr. árlega til Reykjanesbæjar

„Stórt skref í framfaraátt fyrir atvinnusvæðið,“ segir stjórnarformaður Thorsil

„Þjóðarsáttmáli um læsi snýst um að tryggja jafnan rétt barna,“ sagði Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra við undirritun sáttmálans í Bóka-safni Reykjanesbæjar á þriðju-dag. Illugi sagði jafnframt að mjög væri horft til þess árangurs sem orðið hefur á læsi á Suður-nesjum á skömmum tíma og væri til fyrirmyndar. 30% drengja á Íslandi og 12% stúlkna geta ekki að lesa sér til gagns við lok grunn-skóla. Við það væri ekki unað, þar sem sú niðurstaða byggi til stétta-skiptingu.Gylfi Jón Gylfason, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjanesbæ er í dag verkefnastjóri hjá Mennta-málastofnun og hafa hann og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra farið

um suðvesturhorn landsins á síð-ustu vikum til þess að undirrita þjóðarsáttmálann. Auk mennta-málaráðherra skrifar bæjarstjóri hvers sveitarfélags og fulltrúi frá

landssamtökunum Heimili og skóli undir sáttmálann. Lítil út-gáfa sáttmálans er einnig undir-rituð, henni rúllað upp og stungið í Íslandslíkan. Á bókasafninu í Reykjanesbæ undirrituðu Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri í Sandgerði og Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði sátt-málann. Fulltrúi Heimilis og skóla var Anna Sigríður Jóhannesdóttir. Ráðherra og föruneyti fóru einnig til Grindavíkur og þar undirrituðu þeir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur og Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum Þjóðarsáttmálann.

Þjóðarsáttmáli til að tryggja jafnan rétt barna:

Ráðherra segir horft til árangurs í læsi á Suðurnesjum

Frá undirritun þjóðasáttmála í læsi á bókasafni Reykjanesbæjar. Vf-myndir: Hilmar Bragi

Page 3: 36 tbl 2015

HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.iswww.volkswagen.is

Með e-Golf stígur Volkswagen skrefinu lengra með vinsælu Golf fjölskylduna. Þetta er fyrsti fjölskyldu

rafbíllinn sem byggir á áratuga reynslu og býður upp á öll þægindin sem þú finnur í venjulegum Golf.

Skiptu yfir í framtíðina með nýjum e-Golf.

Think Blue.

Rafmagnaður í alla staði.

Frí heimahleðslustöð. 8 ára ábyrgð á rafhlöðu.

Ný hugsun. Nýr rafdrifinn e-Golf.

Nýr rafdrifinn e-Golf

4.590.000 kr.

Til afhendingar strax!

Led-framljós spara orku.

Page 4: 36 tbl 2015

4 fimmtudagur 17. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir pósturu [email protected]

Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi (SAR) eru 5 ára

um þessar mundir og efna til fundarherferðar undir heitinu „Framtíð í atvinnumálum á Reykjanesi“ í haust og fram eftir næsta ári. Félagið var stofnað í maí 2010. Stofnfélagar voru 31 en í dag eru 220 fyrirtæki og stofn-anir aðilar að SAR.Á fundunum verður SAR kynnt stuttlega og skýrt frá verkefnum sem eru fyrirhuguð á Reykjanesi næstu 15–20 árin. „Við ætlum að veita upplýsingar og fá upplýsingar á hverjum stað fyrir sig. Þessi hringur verður svo endurtekinn en það eru um það bil 6 vikur á milli funda,“ segir Guðmundur Péturs-son, formaður félagsins.Fyrirkomulag fundanna verður þannig að mæting er 11:45 þar sem fundargestum stendur til boða léttur hádegisverður/súpa en fundi verður svo slitið á slaginu kl. 13.

„Við viljum hvetja alla til að mæta sem vilja ræða atvinnumál og hafa áhrif á mótun framtíðar í atvinnu-málum á Reykjanesi. Ætlunin er að vera með 10 mínútna kynningar á fyrirtækjum sem vilja koma með okkur í þessa vegferð á hverjum stað. SAR verður fyrst með 10 mín-útur eða svo til að kynna verkefni en svo verða umræður eftir fyrir-tækjakynningar.“

Dagskrá funda:1. Fundur Grindavík 8. október 2015.2. FundurSandgerði 19. nóvember 2015.3. FundurGarði 14. janúar 2016.4. FundurReykjanesbæ 25. febrúar 2016.5. FundurVogum 7. apríl 2016.

„Framtíð í atvinnumálum á Reykjanesi.“-Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi halda hádegisfundi

í öllum sveitarfélögum á Reykjanesi

Minjastofnun segir Brautarnesti hafa sögulegt gildiXuBílamenning og sjoppur eftir-

stríðsáranna er hluti af sögu þjóðarinnar á 20. öld. Þetta segir Minjastofnun Íslands við fyrirspurn vegna húsnæðis Brautarnestis í Keflavík. Lög um menningarminjar ná ekki yfir húsnæði Brautarnestis sem nú stendur til að rífa en Reykjanes-bær hefur fest kaup á húsnæðinu og ætlar að útbúa bílastæði fyrir leikskólann Tjarnarsel á lóðinni.Minjastofnun segir lítið hafi verið hugað að minjum sem tengjast þessari menningu, þær eru flestar horfnar eða eru að hverfa. Hús-næði Brautarnestis hefur mikið sögulegt gildi fyrir Keflavík og væri eftirsjá ef hún hyrfi, segir stofnunin. Minjastofnun Íslands segist styðja eindregið að a.m.k. framhluti hússins verði varð-veittur og honum fundið nýtt hlutverk og staður.

Að a l f u n d u r S a m b a n d s sveitarfélaga á Suðurnesjum

(SSS) verður haldinn í upphafi næsta mánaðar. Stefnt er að því að hafa sérstaka umfjöllun um mál-efni aldraðra á fundinum, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegu fréttabréfi sínu.„Bæjarstjórar sveitarfélaganna hafa undanfarið hist til skrafs og ráðagerða, sem leitt hefur til til-lögu hópsins til stjórnar SSS um að málið verði tekið á dagskrá fundarins. Hópurinn telur mikil-vægt að fjalla heildstætt um mála-flokkinn, en einskorða t.d. ekki

umræðuna við hjúkrunarþjónustu og heilbrigðismál. Staðreyndin er að á næstu árum mun mjög fjölga í þessum aldurshópi, og jafnframt má gera ráð fyrir að innan þessa hóps verði fólk almennt betur á sig komið og það virkara í en t.d. sami hópur var fyrir örfáum árum eða áratugum,“ segir Ásgeir.Allir sveitarstjórnarmenn á Suður-nesjum eiga seturétt á fundinum hjá SSS. Vonast er til að niðurstaða þessarar umfjöllunar skili sér í heildstæðri og markvissri stefnu-mótun og aðgerðaáætlun fyrir málaflokkinn.

Bæjarstjórar hittast og ræða málefni aldraðra

AÐ LOKINNI LJÓSANÓTT

Um leið og menningarráð þakkar fyrir vel heppnaða Ljósanótt kallar ráðið eftir hugmyndum, tillögum og ábendingum um viðburði og framkvæmd hátíðarinnar á netfangið [email protected].

Tillögurnar verða ræddar á sérstökum fundi um Ljósanótt sem ráðið mun boða til á nýju ári.

ÍBÚAÞING UM SKIPULAGSMÁLHLJÓMAHÖLL - MERKINES

Laugardaginn 19. september mun Umhverfissvið standa fyrir íbúaþingi um skipulags- og samgöngumál í Merkinesi sal Hljómahallar og mun þingið standa milli 14:00 til 16:00.

Farið verður yfir gildandi aðalskipulag og íbúum gefinn kostur að hafa áhrif á breytingar á því sem stendur til að fara í.

Northern Light Innhotel • restaurant • conferences • Iceland

ATVINNA / JOBS

HerbergisþrifNorthern Light Inn leitar að fólki í herbergisþrif. Framtíðarstarf. Unnið á 2-2-3 vöktum. Nánari upplýsingar hjá [email protected]

House keepingNorthern Light Inn is looking for people in the cleaning team. Permanent jobs. 2-2-3 shift system. More info at [email protected]

www.nli.is

Um 40% íbúða Íbú-ðalánasjóðs eða

Leigufélagsins Kletts sem er í eigu sjóðsins, voru á Suðurnesjum um síðustu áramót. Á Suðurnesjum voru það 781 íbúð, 418 voru í sölumeðferð og 347 í leigu. Sextán aðrar voru í undirbúningi fyrir sölu eða leigu. Þetta kemur fram í svari Eyg-lóar Harðardóttur, fé-lags- og húsnæðismála-ráðherra vegna fyrir-spurnar Steinunnar Þ. Árnadóttur á Alþingi.Næsta stærsta svæðið hvað varðar fjölda íbúða

í eigu sjóðsins eða leigu-félags hans var höfuð-b o r g a r s v æ ð i ð , 3 4 1 eign sem er rúmlega helmingi lægri tala en á Suðurnesjum.Alls voru 450 eignir færðar frá Íbúðalána-sjóði yfir í leigufélagið Klett, dótturfélag hans. Á Suðurnesjum eru 75 íbúðir hans í útleigu en flestar eru í leigu á höfuðborgarsvæðinu eða 157. Þriðja stærsta svæ ðið me ð íbúðir Kletts er Suðurland en þar eru 67 íbúðir í út-leigu.

Um 40% íbúða Íbúðalánasjóðs eða leigufélags á Suðurnesjum:

Á fimmta hundrað íbúðir í söluferli

Page 5: 36 tbl 2015

Sjóvá 440 2000

sjova.is

Ef þú skrifar skilaboð undir stýri lítur þú af veginum í allt að 5 sekúndur.

Á 70 kílómetra hraða keyrir þú því blindandi næstum 100 metra meðan þú skrifar.

Page 6: 36 tbl 2015

6 fimmtudagur 17. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Frá því Húsasmiðjan kom fyrst til Suðurnesja í nóvem-

ber 1996 þá hefur verslunin verið flutt tvisvar sinnum. Hún flutti frá Smiðjuvöllum á Fitjar í apríl 2008. Fyrr í þessum mánuði flutti svo verslunin undir sama þaki í það rými sem Blómaval var áður. Inngangur er nú er vinstra megin við gamla aðalinnganginn við hliðina á bakaríinu. Timbursalan er óbreytt á sínum stað og sami inngangur og áður.Einar L. Ragnarsson rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ segir í samtali við Víkurfréttir að nú sé Húsasmiðjan hér suður með sjó að fara aftur til upprunans áður en Blómaval kom til leiks. Nú er sagt skilið við blóm, gjafavöru og bús-áhöld að mestu leyti en áherslan er lögð á allar vörur til framkvæmda og einblínt á að verslunin verði áfram góð byggingavöruverslun.Þegar hrunið varð árið 2008 varð heilmikil breyting á sölu á svokall-aðri grófvöru til byggingarfram-kvæmda og dróst sala t.d. á steypu-styrktarjárni saman um 98% og á timbri um 80% og því var farin sú leið að aðlaga verslunina að breyttum aðstæðum á markaði. Nú er að lifna aftur yfir byggingafram-kvæmdum og áhersla Húsasmiðj-unnar í Reykjanesbæ sett á það.„Við erum með allt frá grunni að góðu heimili og við hér í Húsa-smiðjunni í Reykjanesbæ erum

að snúa til baka í það umhverfi að vera byggingavöruverslun fyrir fólk í framkvæmdum. Við hugsum verslunina þannig bæði fyrir fag-menn og alla þá sem standa í framkvæmdum og leggjum mikla áherslu á að þjónusta þá sem allra best og vera með vörur sem henta fyrir fagmenn og iðnaðarmenn,“ segir Einar rekstrarstjóri.

Um aðrar breytingar í vörufram-boði segir Einar að sagt hafi verið skilið við t.d. bílavörur en í Húsa-smiðjunni í Reykjanesbæ var m.a. hægt að kaupa olíur, bílaperur og þurrkur. Árstíðarvörur margar hverjar eins og tjöld, plastrenni-brautir og barnasundlaugar hverfa úr vöruúrvalinu en reiðhjól verða t.a.m. áfram í boði á sumrin svo og eitthvað af garðhúsgögnum. Þá verða grill og grillvörur áfram

í boði. Þó svo Blómaval sé farið, þá verða áfram í boði vörur eins og áburður og mold og ákveðnar plöntur. Áfram verða svo í boði þvottavélar, þurrkarar, ísskápar, ofnar, helluborð, örbylgjuofnar, ryksugur og önnur smáraftæki. Einnig verða jólaseríur og eitthvað af jólavörum fyrir jólin.Rými timbursölunnar er áfram það sama og áður en verslunarplássið sjálft minnkar umtalsvert en það rými sem losnar hefur verið endur-leigt til Krónunnar sem opnar þar stóra matvöruverslun síðar í haust. Í timbursölunni verður sett upp gólfefnadeild, flísar og park-et og einnig hurðir, loftaþiljur og sólbekkir. Þá er pípulagnadeildin komin í nýtt rými.Einar segir að þrátt fyrir færri fermetra þá ætli Húsasmiðjan í Reykjanesbæ að auka við sig í úr-vali byggingarvöru og hann horfi björtum augum á framtíðina enda verslun með byggingarvörur aftur á uppleið á Suðurnesjum og margar stórar framkvæmdir í gangi um þessar mundir og ýmislegt í píp-unum. Þá verði hann einnig var við að fjölmargir einstaklingar standa í framkvæmdum þar sem unnið sé að endurnýjun og viðhaldi fast-eigna.

Örn Garðarsson matreiðslu-meistari opnar um þessar

mundir nýtt kaffihús, Soho café, að Hrannar-götu 6 í Keflavík. Segja má að kaffihúsið sé í „reynsluakstri“ þessa dagana en verður svo opnað formlega síðar í mánuðinum. Soho café býður í dag upp á súpu og samlokur í hádeginu sem og smurt braut, bakkelsi, tertur o.fl.Örn segir að Soho café eigi fyrst og fremst að vera kaffihús en virka daga verða í boði tveir heitir réttir

í hádeginu en inni á staðnum eru sæti fyrir 35 manns.

Framkvæmdir við nýja kaffihúsið hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Það stendur efst á Hrannar-götunni og þaðan er gott útsýni yfir Keflavík, Bergið og út á Faxaflóa.Opnunartímar eru enn til skoðunar og þá er verið að bíða eftir síðustu leyfum í

hús, t.a.m. vínveitingaleyfi. Til að byrja með verður opið frá kl. 11 að morgni og fram eftir degi virka daga. Ekki verður opið á kvöldin.

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

vf.isvf.is

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected] Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected]ðrik K. Jónsson, [email protected]ý Gísladóttir, [email protected]ður Friðrik Gunnarsson, [email protected]ús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected]íkurfréttir ehf.Þorsteinn Kristinsson, [email protected], sími 421 0006

Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected]ís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] eintök.Íslandspósturwww.vf.is og kylfingur.is

ÚTGEFANDI:AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN:

RITSTJÓRI OG ÁBM.:FRÉTTASTJÓRI:

BLAÐAMENN:

AUGLÝSINGASTJÓRI:UMBROT OG HÖNNUN:

AFGREIÐSLA:

PRENTVINNSLA:UPPLAG:

DREIFING:DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáaug-lýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðju-

dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.

Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri

útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

PÁLL KETILSSON

RITSTJÓRNARPISTILL

VaxtaverkirnirÞað eru ýmsir vaxtaverkir sem fylgja ferðaþjónustunni og við höfum fjallað um nokkra á undanförnum vikum. Margir þessara vaxaverkja eru jákvæðir ef svo má segja, þ.e. vöntun á starfsfólki sem þýðir minna at-vinnuleysi og áframhaldandi þróun á þeirri leið.Sjónvarp Víkurfrétta tók góðan

rúnt í flugstöðinni í vikunni og hægt er að sjá af-raksturinn í þætti vikunnar. Það var alveg sama hvar við komum, rekstraraðilar eru mjög ánægðir eftir stærsta ferðamannasumar sögunnar og heyrst hafa tölur um þrefalt meiri sölu en í fyrra sem þó var gott. Um stöðina fara oft vel yfir tuttugu þúsund manns á hverjum degi. Fullur Laugardalsvöllur tekur tíu þúsund manns. Við erum að tala um tvo „fulla“ landsleiki sem rúlla í gegn flugstöðina á sólarhring. Flugtök og lendingar eru vel á annað hundrað.Í heimsókn okkar skoðum við stækkun stöðvarinnar, förum í rútu sem flytur flugfarþega frá flugstæðum inn í byggingu og smökkum þorskhnakka á nýjum veitingastað. En vissulega hefur ekki allt verið eins og dans á rósum í flugstöðinni í sumar. Ferðamann-aukningin varð enn meiri en spár gerðu ráð fyrir og við það mynduðust vaxtaverkir og biðraðir urðu á tímum illþolandi langar. En það er það sem gerist í

þennslu. Forsvarsmenn Isavia segjast vera tilbúnir í aðra eins aukningu á næsta ári, vel gangi að ráða fólk og nú í haust verða á milli 50 og 100 manns fast-ráðnir eftir að hafa verið með sumarráðningu.Svo berast fréttir úr Helguvík. Þar eru vaxtaverkir undanfarinna ára að linast. Kísilver Thorsil er komið með starfsleyfi og eigendur þess segja að Reykja-nesbær/Helguvíkurhöfn muni fá um 700 milljónir í tekjur á ári. Skuldir hafnarinnar eru á milli 6 og 7 milljarðar. Bæjarfélagið og höfnin munu fá tekjur af öðru kísilveri og annarri starfsemi sem er að aukast í Helguvík. Erum við að sjá fyrir okkur að þessar skuldir verði greiddar upp á næstu 1-2 áratugum? Ef svo mun gerast sem er ekki draumsýn miðað við þessar nýjustu fréttir er ljóst að bæjarstjórinn árið 2030 mun brosa mun breiðar en kollegi hans getur núna.

Soho café í „reynsluakstri“

– frábært útsýni yfir Keflavík og Bergið

RAFVIRKJAR

Óskum eftir rafvirkjum vegna aukinna verkefna, þurfa að geta unnið sjálfstætt.

Upplýsingar gefa:

Hjörleifur S: 8939065, [email protected]ón Ragnar S: 8979592, [email protected]

-viðskipti- og atvinnulíf pósturu [email protected]

Húsasmiðjan í Reykjanesbæ í færri fermetra:

Auka úrval byggingavöru þrátt fyrir minna pláss

Einar L. Ragnarsson rekstrarstjóri.

Page 7: 36 tbl 2015

Ný Corsa

Sigurvegarinn fæst líka sjálfskiptur

Bíll á

myn

d er

Cor

sa E

njoy

fim

m d

yra.

Bíla

búð

Benn

a ás

kilu

r sér

rétt

til b

reyt

inga

á v

erði

og

búna

ði. B

irt m

eð fy

rirva

ra u

m te

xta

og m

ynda

bren

gl.

Nýr Opel Corsa er stöðugt í sviðsljósinu. Við afhendingu á „AUTOBEST 2015“ verðlaununum sæmdi dómnefnd, skipuð bílasérfræðingum frá 15 Evrópuríkjum, Opel Corsa titlinum „Best Buy Car of Europe 2015“. Samkeppnin var hörð en hann stóð uppi sem sigurvegari. Nú fæst þessi frábæri bíll líka sjálfskiptur.

Bílabúð Benna og Lykill gera þér kleift að eignast nýjan Opel á þægilegan máta. Útborgun er að lágmarki 10% af verði bílsins og Lykill lánar þér afganginn til allt að sjö ára. Þú velur þér nýjan bíl hjá Bílabúð Benna og sölumenn sjá um að ganga frá láninu. Lánshlutfall ræðst af lánshæfis- og/eða greiðslumati hvers umsækjanda og getur hæst orðið 90%. Skylt er að kaskótryggja bifreiðina á lánstímanum.

ReykjavíkTangarhöfða 8590 2000

ReykjanesbærNjarðarbraut 9420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18Laugardaga frá 12 til 16 í ReykjavíkLaugardaga frá 10 til 14 í Reykjanesbæ

Kynntu þér Opel Corsa á opel.is eða á benni.is. Verið velkomin í reynsluakstur.

Opel Corsa 5 dyra, sjálfskiptur – 2.690.000 kr.

Opel Corsa 5 dyraVerð frá: 2.390.000 kr.

Útborgun frá aðeins: 239.000 kr.

Page 8: 36 tbl 2015

8 fimmtudagur 17. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Eitt elsta fyrirtækið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er Ramma-

gerðin sem rekur sögu sína þar til ársins 1970. Verslunin er afar vinsæl, bæði meðal útlendinga og Íslendinga en hún opnaði ásamt 66°Norður verslun í flug-stöðinni í sumar í nýju 440 fer-metra rými. Íslenskar handunnar vörur eru mjög vinsælar, allt frá lyklakippum og lopapeysum til hins þekkta og vinsæla 66°Norður fatnaðar. Frá árinu 2012 hafa verslunar- fermetrar verslananna tvölfaldast. Rammagerðin var hluti af verslun Íslensks Markaðar sem var við lýði í langan tíma í flugstöðinni. „Áherslan er lögð á íslenskt hand-verk og hönnun og afurðir frá Ís-lendingum, alls staðar af landinu, og er handverk frá Suðurnesjum þar í hávegum haft,“ segir Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri og Keflavíkurmærin Ólöf Kristín Sveinsdóttir, verslunarstjóri, tekur undir það. Í verslununum tveimur sem eru saman í þessu stóra rými starfa um 25 manns, nær allir frá Suðurnesjum, á vöktum, enda er opnunartíminn langur.“

Mikið lagt upp úr fjölbreytileikaLovísa segir að mikið sé lagt upp úr fjölbreyttu vöruúvali í Ramma-gerðinni. Íslenska lopavaran er mjög vinsæl. „Gærur, peysur, teppi og ýmsar smávörur,“ segir hún með áherslu og bendir á að samfara aukningu ferðamanna gefist aukin tækifæri fyrir hand-verksfólkið, tálgarann og bílskúrs-

manninn. Með meiri viðskiptum geta þessir framleiðendur gert vöruna sína verðmætari, merkt hana betur, pakkað henni betur og þannig í heildina gert hana að betri markaðsvöru. Við hjálpum oft til við þetta þróunarferli, eigum sam-starf við hönnuðina og handverks-fólkið,“ segir Lovísa. Útlendingar eru áhugasamir um íslenska sögu og menningu. „Allar vörur sem við seljum hafa ein-hverja íslenska tengingu þó þær séu ekki allar framleiddar hér á landi en ullin er okkar sérstaða í Rammagerðinni. Fyrirtækið er stofnað 1940 og það hefur alltaf lagt áherslu á íslenku ullina og ís-lenskar ullarafurðir. Hér á árum áður voru tískusýningar á fatnaði úr íslensku ullinni. Við höldum mikið í þessa sögu. Hún er rík og við höldum henni til haga. Mikil þróun á undanförnum árum í hönnunarvöru á Íslandi endur-speglast einnig í vöruvalinu.“

Klassísk gjafavaraÍslendingar eru líka góðir við-skiptavinir í Rammagerðinni. „Þeir vita að við erum með lægra verð vegna þess að það er ekki virðisauki á vörum í flugstöðinni. Sum vara sem við erum að selja t.d. íslensku ullarteppin eru klassísk gjafavara. Okkur hefur vaxið fiskur um hrygg með keramikið og ýmis konar list-handverk og eftir því sem fleiri eru tilbúnir að selja vöruna sína hér hjá okkur þá myndast meiri breidd.Varðandi útlendinginn þá er lopa-peysan gríðarlega vinsæl, sem og vettlingar og húfur. Þetta „flýgur

út“ í orðsins fyllstu merkingu. Bolir með merkingu frá Íslandi seljast líka vel. Vörur tengdar gosinu í Eyjafjallajökli eru mjög vinsælar. Það er magnað hvað þetta eldgos gerði.“

Tenging við íslenska hönnuðiHvernig gengur ykkur að tengja ykkur við hönnuði hér heima?„Við gerum það með ýmsum hætti. Við fylgjumst vel með, skoðum öll handverkshús sem við komumst í og svo erum við með nefnd í því að velja inn vörur. Við leggjum áherslu á góða þjónustu, fallegar fram-stillingar og gott samstarf við alla okkar birgja. Við fáum fyrirspurnir frá mörgum framleiðendum og handverksfólki vegna þess að þegar fólk kemur inn í búðirnar okkar

og skoðar úrvalið kveikir það í þeim. Við berum mikla virðingu fyrir vörunni sem við seljum, þetta sér fólk. Allar verslanir okkar eru vel staðsettar og eru nýuppgerðar, líka á Akureyri og í Reykjavík. Svo sækjum við auðvitað handverks-hátíðir í Reykjavík og á Akureyri, grípum hugmyndir þar og tengjum okkur við handverksfólk.“ Rætur í sjávarútvegFyrirtækið Miðnesheiði rekur verslanir Rammagerðarinnar og 66°Norður. „Við þessa stækkun í sumarbyrjun jukum við úrvalið af 66°Norður vörum í versluninni og bjóðum nú uppá mikla breidd af þessari vinsælu vöru, virðis-aukanum ódýrari en í öðrum 66°Norður verslunum. Vöru-

þróun er stór þáttur í starfsemi 66°Norður. Þetta er allt íslensk hönnun, hver einasta flík og ber hróður íslenskrar hönnunar út um allan heim. Hönnun 66°Norður hluta verslunarinnar ber merki þess að fyrirtækið á rætur að rekja í sjávarútveginn. Borðin vísa til frystihúsa þar sem fiskurinn var snyrtur og veðramerkin vísa til ís-lenska veðurfarsins sem fatnaður 66°Norður ver okkur fyrir“.

Hefur þetta ekki verið magnað sumar í flugstöðinni?„Jú, reyndar á öllum stöðum hjá okkur, á Akureyri, Reykjavík og í flugstöðinni. Sumarið er búið að vera mjög gott,“ segir Lovísa að lokum.

-viðskipti- og atvinnulíf pósturu [email protected]

Rammagerðin er ein elsta verslunin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar:

ÍSLENSK GJAFAVARA GRÍÐARLEGA VINSÆL

Rammagerðin og 66°Norður verslanir heilla útlendinga og Íslendinga

Lovísa og Ólöf Kristín með hluta starfsmanna sinna.

Page 9: 36 tbl 2015

15

-19

74

- H

VÍT

A H

ÚS

IÐ /

SÍA

Við leitum að fluggáfuðu fólki

Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinnaHjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1040 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum til starfa hjá Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Viðskiptafulltrúi í viðskiptadeild

Viðkomandi þarf að búa yfir þekkingu á tölfræði og úrvinnslu gagna, góðri þjónustulund og reynslu af gerð viðskiptaáætlana. Starfið felst meðal annars í úrvinnslu og miðlun upplýsinga til starfsfólks, rekstraraðila og farþega á leið um flugstöðina, þjónustu- og gæðae�irliti með rekstraraðilum og greiningu sem og innleiðingu á nýjum tekjutækifærum.

Viðskiptafulltrúi í bílastæðaþjónustu KEF parking

Viðkomandi þarf að búa yfir aðlögunarhæfni og vera fljótur að tileinka sér tækninýjungar auk þess sem hæfni við gerð markaðs- og tekjugreiningar og viðskiptaáætlana kemur sér vel í starfinu. Helstu verkefni eru val og innleiðing á fyrirframbókunarkerfi, markaðsgreiningar á vörum tengdum bílageymslu, vöruþróun og samskipti við viðskiptavini.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.isavia.is/atvinna Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2015

Óskað er e�ir skipulögðum og hugmyndaríkum einstaklingum með háskólapróf sem nýtist í starfi. Í boði eru spennandi framtíðarstörf hjá fyrirtæki í miklum vexti.

Page 10: 36 tbl 2015

Tilboðin gilda 17. sept – 20. sept 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

Mar

khön

nun

ehf

kræsingar&kostakjör

BAYONNESKINKAKJÖTSEL

999 ÁÐUR 1.998 KR/KG

-50%

GRÍSABÓGSSNEIÐARGRILL, KJÖTSEL

779 ÁÐUR 1.558 KR/KG

-50%ANDABRINGUR

FRANSKAR

2.986 ÁÐUR 3.598 KR/KG

KJÚKLINGABRINGA MIÐJ.H.MARINERING

1.883 ÁÐUR 2.384 KR/KG

SIMPLE SOAP BERRY946 ML, 128 ÞV

2.398 ÁÐUR 2.998 KR/PK

PIZZASTYKKI OSTUR, SALAMI

190 ÁÐUR 379 KR/STK

-50%

LAMBAINNRALÆRIFERSKT

2.893 ÁÐUR 4.450 KR/KG

-35%

LAMBAHRYGGURFERSKUR, KJÖTSEL

1.846 ÁÐUR 2.098 KR/KG

BLÓÐMÖR ÓSOÐINFROSIN,2 STK,GOÐI

757 ÁÐUR 1.164 KR/KG

-35%

LAMBAHJÖRTU - LAMBANÝRUFERSK, GOÐI, VACUMPAKKAÐ

358 ÁÐUR 398 KR/KG

LAMBALÆRIFERSKT, KJÖTSEL

1.487 ÁÐUR 1.690 KR/KG

LIFRARPYLSA,ÓSOÐINFROSIN,2 STK,GOÐI

762 ÁÐUR 1.088 KR/KG

-30%

Nýslátrað!

KJÚKLINGALUNDIR DANSKAR,700 GR

991 ÁÐUR 1.769 KR/PK

-44%

HROSSABJÚGUTAÐREYKT

719 ÁÐUR 1.198 KR/KG

-40%HROSSAKJÖT

SALTAÐ, SALTAÐ+REYKT

539 ÁÐUR 898 KR/KG

-40%

Frábært verð á hrossakjöti!

EMMESS SKAFÍS 3 TEG, 1 L

398 ÁÐUR 498 KR/STK

PIZZURNICE N’EASY, 4 TEG

299 ÁÐUR 439 KR/PK

-32%SOFT QUILT 9 RLKLÓSETTPAPPÍR

489 ÁÐUR 788 KR/PK

-38%

Namminamm!

OREO KEX NABISCO, 66 GR

99 ÁÐUR 129 KR/PK

Verðsprengja!

PEPSI MAX 4 X 2L

699 KR/PK

Haustmarkaður - mikið úrval af íslensku grænmeti!

-30%

Page 11: 36 tbl 2015

Tilboðin gilda 17. sept – 20. sept 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

Mar

khön

nun

ehf

kræsingar&kostakjör

BAYONNESKINKAKJÖTSEL

999 ÁÐUR 1.998 KR/KG

-50%

GRÍSABÓGSSNEIÐARGRILL, KJÖTSEL

779 ÁÐUR 1.558 KR/KG

-50%ANDABRINGUR

FRANSKAR

2.986 ÁÐUR 3.598 KR/KG

KJÚKLINGABRINGA MIÐJ.H.MARINERING

1.883 ÁÐUR 2.384 KR/KG

SIMPLE SOAP BERRY946 ML, 128 ÞV

2.398 ÁÐUR 2.998 KR/PK

PIZZASTYKKI OSTUR, SALAMI

190 ÁÐUR 379 KR/STK

-50%

LAMBAINNRALÆRIFERSKT

2.893 ÁÐUR 4.450 KR/KG

-35%

LAMBAHRYGGURFERSKUR, KJÖTSEL

1.846 ÁÐUR 2.098 KR/KG

BLÓÐMÖR ÓSOÐINFROSIN,2 STK,GOÐI

757 ÁÐUR 1.164 KR/KG

-35%

LAMBAHJÖRTU - LAMBANÝRUFERSK, GOÐI, VACUMPAKKAÐ

358 ÁÐUR 398 KR/KG

LAMBALÆRIFERSKT, KJÖTSEL

1.487 ÁÐUR 1.690 KR/KG

LIFRARPYLSA,ÓSOÐINFROSIN,2 STK,GOÐI

762 ÁÐUR 1.088 KR/KG

-30%

Nýslátrað!

KJÚKLINGALUNDIR DANSKAR,700 GR

991 ÁÐUR 1.769 KR/PK

-44%

HROSSABJÚGUTAÐREYKT

719 ÁÐUR 1.198 KR/KG

-40%HROSSAKJÖT

SALTAÐ, SALTAÐ+REYKT

539 ÁÐUR 898 KR/KG

-40%

Frábært verð á hrossakjöti!

EMMESS SKAFÍS 3 TEG, 1 L

398 ÁÐUR 498 KR/STK

PIZZURNICE N’EASY, 4 TEG

299 ÁÐUR 439 KR/PK

-32%SOFT QUILT 9 RLKLÓSETTPAPPÍR

489 ÁÐUR 788 KR/PK

-38%

Namminamm!

OREO KEX NABISCO, 66 GR

99 ÁÐUR 129 KR/PK

Verðsprengja!

PEPSI MAX 4 X 2L

699 KR/PK

Haustmarkaður - mikið úrval af íslensku grænmeti!

-30%

Page 12: 36 tbl 2015

12 fimmtudagur 17. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

„Það er alveg ótrúlega gaman að sjá hversu mikil og djúp áhrif víkingaskipið Íslendingur hefur á safngesti, alveg sama hvort þeir eru innlendir eða erlendir. Enda fullyrði ég hiklaust að Ís-lendingur, skipið hans Gunnars Marels, er einhver fegursti hlutur á Íslandi, segir Sveinn V. Björg-vinsson framkvæmdastjóri Vík-ingaheima á Fitjum í Njarðvík.

Eins og fram kom í Víkurfréttum fyrir stuttu, tóku nýir rekstrarað-ilar við safninu Víkingaheimar þann 17. júní sl. Eigendur að félag-inu Víkingaheimar ehf., eru þeir sömu og eiga útgáfufélagið Guð-rúnu en það fyrirtæki sérhæfir sig í útgáfu íslenskra miðaldabók-mennta á erlendum tungumálum. Útgáfufélagið Guðrún var stofnað árið 1992 og hefur m.a. gefið út Hávamál, bækur um rúnir, Snorra-Eddu og margt fleira á fjölmörgum tungumálum. Bækur frá útgáfu-félaginu eru til sölu í öllum helstu þjóðminjasöfnum í Norður-Evr-ópu og á öllum víkingasöfnum í Skandinavíu og Bretlandseyjum. Árið 2003 stofnaði fyrirtækið Gu-drun Publishing Ltd. í London en það sér um sölu og dreifingu á bókum fyrirtækisins innan ESB. Af þessum sökum er útgáfufélagið Guðrún í góðum samskiptum við öll helstu söfn á Norðurlöndum og Bretlandi sem nýtist fyrirtækinu vel í rekstri Víkingaheima.

Hvað fær fólk til að taka við rekstri eins og Víkingaheimum, rekstri sem hefur ekkert gengið neitt sér-staklega vel fram að þessu?„Já það er góð spurning. Það er fyrst og fremst áhugi á viðfangsefninu. Það er oft hægt að gera miklu betur en gert hefur verið áður. Þessir nýju rekstraraðilar sem tóku við í sumar, hafa mikinn áhuga á þessu safni og öllu því sem það tengist og þegar Reykjanesbær auglýsti eftir nýjum

rekstraraðilum að safninu þá var ekkert annað að gera en að slá til og prófa að spreyta sig á þessum rekstri,“ sagði Sveinn

Munum við sjá einhverjar áherslu-breytingar á safninu frá því sem fyrir var?„Bæði já og nei. Höfuðáherslan er auðvitað að ná að snúa rekstrinum við fyrst og fremst. Hvað varðar safnið sjálft og innanstokksmuni eru kannski ekki miklar breytingar í vændum, alla vega ekki í fyrstu. Helsta djásn safnsins er auðvitað þetta stórglæsilega skip hans Gunnars Marels, Íslendingur. Þetta skip er auðvitað bara stórkostlegur gripur og sennilega einhver flott-asti safngripur á Íslandi. Þetta er ekki bara gullfallegt skip heldur er það líka mjög merkur gripur. Það má ekki gleyma því að það er búið að sigla Íslendingi alla leið til Ameríku þar sem hann fékk mikla kynningu ásamt landi og þjóð á aldamótaárinu 2000. Við munum því áfram gera skipinu mjög hátt undir höfði í okkar sýningum sem og í öllu kynningarstarfi. Gunnar Marel er auðvitað sá sem startaði þessu öllu í byrjun með því að smíða Íslending og sigla honum til Ameríku og það er margt í því sem við getum nýtt okkur. Þessi tengsl Íslands við Ameríku og eins Grænland, þannig að möguleik-arnir liggja víða. Hvað sýningar al-mennt varðar þá stefnum við auð-vitað að því að halda áfram góðu starfi og reyna að bæta okkur og safnið á öllum sviðum og kannski fyrst og fremst að færa sýningar yfir í nútímann. Þá er ég aðallega að tala um að nýta okkur nútíma-tækni við sýningar á hina ýmsu vegu en það á svona eftir að gerast smátt og smátt.“

Gunnar Marel Eggertsson hóf smíði skipsins Íslendings árið 1994 og smíði þess stóð, með smá hlé-

um, til ársins 1996 þegar það var fullklárað. Íslendingur telst vera langskip en langskip voru herskip, útskýrir Sveinn og voru þau lengri en hin gerðin af skipum víkinga sem voru Knerrir. Knerrirnir voru styttri, breiðari og dýpri enda voru þau fyrst og fremst flutningaskip þess tíma. Langskipin voru með yfirbyggðu dekki yfir allt skipið og ekkert var geymt neðan þilja en knerrirnir voru aðeins með mjóum göngupalli allan hringinn að innanverðu og svo opið alveg niður í kjöl þar sem vörur voru geymdar. Knörr sem var svipað á stærð og skipið Íslendingur gat borið allt að sextíu tonnum. „Ég yrði mjög hamingjusamur ef hægt yrði með einhverju móti að fá Gunnar Mar-el til að smíða eins og eitt stykki knörr fyrir safnið okkar,“ sagði Sveinn hlægjandi.

Eigum við von á því, í samhengi við góð tengsl rekstraraðila við söfn erlendis, að hingað verði jafnvel fluttar inn sýningar erlendis frá?„Við getum í sjálfu sér ekki sagt neitt ákveðið um það. Fyrsta mark-mið okkar og það sem við munum einbeita okkur að í byrjun er að snúa taprekstri safnsins við og gera betur úr því sem við höfum. Sam-vinna við erlend söfn er auðvitað alltaf af hinu góða og hver veit hvað gerist í framtíðinni en þetta tekur bara allt sinn tíma. Við munum einbeita okkur í byrjun að bæta reksturinn og reyna að fá inn ein-hverja fjárfesta með okkur.“

Eigið þið von á því að geta fengið fjárfesta í lið með ykkur?„Já já við bindum miklar vonir við það, en það er þó ekkert sem er tíma-bært að tala um enn sem komið er. Það kemur bara allt í ljós síðar.“

Hvað eru margir starfsmenn í Víkingasafninu?

„Það eru tveir fastir starfsmenn en við erum fjögur í það heila. Það er óbreytt frá því sem var en vonandi tekst okkur að vaxa og dafna þann-ig að við getum bætt við okkur starfsfólki,“ sagði Sveinn.Sveinn sagði rekstraraðilana vera núna að vinna á fullu í sölu- og markaðsstarfi. „Markaðsstarf hefur verið í lágmarki fram að þessu en við erum að leggja áherslu á þau mál núna, bæði hér heima og er-lendis. Við viljum einnig fara út í nánara samstarf við ferðaþjónust-una, það starf var svo sem hafið en við ætlum að efla það enn frekar. Þetta safn hefur ákveðna sérstöðu á landinu. Það er ekkert annað safn til sem er með sömu áherslur og þetta safn, víkingatímann fyrst og fremst og landafundina í Ameríku sem og víkingaskipið hans Gunn-ars, þannig að við höfum ákveðna sérstöðu sem við viljum nýta okkur,“ sagði Sveinn.

Nú eruð þið með sýningu í gangi sem heitir landnám Íslands. Munið þið gera Suðurnesjunum einhver sérstök skil á þeirri sýn-ingu?„Já í sýningunni Landnám Íslands eru fornminjar frá Höfnum, frá Vogi úti í Höfnum þar sem hann Bjarni fornleifafræðingur er búinn að vera að vinna að uppgreftri. Hér hefur verið undanfarin fjögur til fimm ár verið óbeint samstarf við það verkefni og hér í Víkinga-heimum eru munir til sýningar frá þeim uppgreftri, að sjálfsögð í sam-starfi við Þjóðminjasafn Íslands. Við höfum mikinn áhuga á því að efla það eins og aðrar þær sýningar sem við erum með í gangi. Svo erum við með sérstaka sýningu um norrænu goðafræðina sem er á efri hæðinni hjá okkur. Allt tengist þetta auðvitað sögu lands og þjóðar og við viljum gera þessu áfram hátt undir höfði.“

Sveinn sagði að stefnan hjá þeim sé að reyna að fá í safnið sem flesta erlenda ferðamenn og helst að fá þá til að heimsækja safnið áður en þeir halda áfram inn í landið á ferða-lögum sínum. Ferðamenn gætu þá komið og fengið góða fræðslu um sögu Íslands og Íslendinga áður en ferðalag þeirra hefst fyrir al-vöru. „Það er auðvitað staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi á undanförnum árum og það er líka staðreynd að það er fullt af ferðamönnum hér á svæðinu. Það er fullt af góðri þjón-ustu við ferðamenn hér á Suður-nesjum og við viljum sækja í þann markað. Það er mikið af ferða-þjónustuaðilum hérna á svæðinu sem eru að vinna mikla og góða vinnu og okkur langar að efla sam-starfið á milli þjónustuaðila hérna á svæðinu. Markmiðið er að fjölga gestum hjá okkur og gera þetta að einum þeirra merku stoppistaða sem ferðamenn á Íslandi koma á, á ferðalögum sínum til landsins. Við erum að vinna í þessu markmiði okkar en það auðvitað tekur sinn tíma. Þetta er stór hluti af því mark-aðsstarfi sem við þurfum að sinna til að efla okkur út á við ásamt því að styrkja okkur inn á við.

Hver er framtíðarsýn hinna nýju rekstraraðila Víkingaheima?„Ef okkar markmið nást varðandi markaðsstarf, aukningu gesta og aðkomu fjárfesta, þá er markmiðið hiklaust að stækka safnið. Það mundi þá einnig gera okkur kleift að fá til okkar erlendar sýningar eins og þú minntist á í byrjun, í samstarfi við erlend aðila og er-lend söfn. Síðan stefnum við að því með tíð og tíma að efla verslunina í sjálfu safninu og að hér sé hægt að bjóða gestum uppá veitingar eftir að þeir hafa lokið við að skoða sig um í safninu,“ sagði Sveinn að lokum.

-viðtal pósturu [email protected]

„Víkingaskipið Íslendingur hefur mikil áhrif á safngesti“-segir Sveinn V. Björgvinsson, framkvæmdastjóri Víkingaheima

Sveinn um borð í víkingaskipinu Íslending, höfuðdjásni Víkingaheima.

Erlendir ferðamenn notfæra sér nýjustu tækni í Víkingaheimum. Safngestir skoða sig um í Víkingaheimum.

Helgi, starfs-maður Víkinga-heima er auð-vitað klæddur í anda víkinga við störf sín.

Page 13: 36 tbl 2015

13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 17. september 2015Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN í kvöld kl. 21:30Þátturinn er endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring og aftur um helgina.

SJÓNVARP VÍKURFÉTTA

Viltu auglýsa í þættinum?Hafðu samband við markaðsdeild í síma 421 0001

– í háskerpu á vf.is

blómstrar á Suðurnesjum og Sjónvarp Víkurfréttatekur púlsinn á fyrirtækjum á öllum sviðum atvinnulífsins.

FLUG FJÖR&Vöxturinn í flugstöðinni

og heimatónleikar

Á dagskrá Sjónvarps Víkurfrétta í haust:

ATVINNULÍFIÐ

Page 14: 36 tbl 2015

14 fimmtudagur 17. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-sjávarútvegur pósturu [email protected]

Fiskþurrkun Haustaks á Reykjanesi:

Næringarríkir þurrkaðir þorsk-

hausar í súpur og stöppur

Í auðlindagarðinum á Reykja-nesi eru tvö fyrirtæki sem

starfa við fiskþurrkun. Annað þessara fyrirtækja er Haustak sem er staðsett í grennd jarð-varmavers HS Orku á Reykja-nesi. Fyrirtækið þurrkar dálka og fiskhausa í fersku lofti hit-uðu með jarðgufu og eru afurð-irnar fluttar út til Afríku. Nær öll framleiðsla á þurrkuðum sjávarafurðum er seld til Níg-eríu, þar sem Íslendingar eru með um 70% markaðshlutdeild í þurrkuðum fiskafurðum.Fyr i r ut an haus a þur rkun stundar Haustak eftirtektarvert þróunarstarf. Til þessa hefur fiskslóg verið urðað með tilheyr-andi kostnaði. Fyrirtækið hefur þróað aðferð til að vinna verð-mæta olíu úr slógi og stofnað hefur verið fyrirtækið Codland í Grindavík, sem þróar líf-tækniaðferðir til að vinna lífvirk efni úr slógi. Til viðbótar þessu stundar fyrirtækið fjölbreytta vöruþróun. Hjá fyrirtækinu starfa 35 manns á Reykjanesi og rúmlega 20 manns í starfsstöð fyrirtækisins á Egilsstöðum.„Við fáum mest af okkar hrá-efni frá Vísi hf. og Þorbirni hf. í Grindavík en einnig frá öðrum fiskvinnslustöðvum. HB Grandi sá þurrkuninni fyrir hráefni til vinnslu í sumar. Þá eru fjöl-margir minni aðilar af Suður-

nesjum og úr Reykjavík í við-skiptum við okkur,“ segir Hall-dór Smári Ólafsson framleiðslu-stjóri Haustaks.Halldór Smári segir að núorðið sé nær allt þurrkað innandyra. „Frá því hráefnið kemur í hús þá tekur það okkur tvær og hálfa til þrjár vikur að þurrka. Fyrst fer fram forþurrkun, þá eftir-þurrkun og svo geymsla“.Hjá Haustaki er hægt að þurrka nær allan fisk. „Einu takmark-anir eru að fiskurinn sé of feitur til þurrkunar. Í dag eru það þorskur, ýsa, ufsi, keila og langa sem eru þurrkuð hjá fyrirtæk-inu,“ segir Halldór Smári. Nær allar afurðirnar fara til Nígeríu. Ein afurð, þurrkuð lönguflök, fara á Skandinavíu.„Þurrkaðir þorskhausar eru stærsta einstaka framleiðsla okkar en öll bein sem falla til við fiskvinnslu eru jafnframt þurrkuð hjá fyrirtækinu. Afurðir okkar eru í háum gæðaflokki og njóta vinsælda í Nígeríu þar sem þær enda í súpum og stöppum,“ segir Halldór Smári.Afurðirnar eru ríkar af nær-ingarefnum. „Það eru 76% af próteini eru í þorskhaus, og það er það sem heimamenn eru að leita eftir, að fá prótein og víta-mín,“ segir Halldór Smári Ólafs-son framleiðslustjóri Haustaks í samtali við Víkurfréttir.

Stórglæsilegt einbýlishús að Guðnýjarbraut í Njarðvík til leigu.

Húsið er 215m2. 3 svefnherbergi.

Allt fyrsta flokks að innan sem utan.LEIGUVERÐ KR. 230.000,- Á MÁNUÐI

Upplýsingar veitir Sverrir í síma 896 4266.

EINBÝLLISHÚS TIL LEIGU

Úr vinnslu Haukstaks á Reykjanesi.

Page 15: 36 tbl 2015

15VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 17. september 2015

PENNAVINUR ÓSKAST Í LEIFSSTÖÐ

• Góð tungumálakunnátta

• Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg

• Góð almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kostur

• Rík þjónustulund og jákvæðni

• Hæfni í mannlegum samskiptum

HÆFNISKRÖFURUm framtíðarstarf er að ræða og er unnið eftir vaktaskipulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Áhugasömum er bent á að sækja um á heimasíðu Eymundsson og er umsóknar-frestur til 23. september nk.

Hjá Pennanum Eymundsson starfar frábær hópur fjölhæfra og skemmtilegra einstaklinga – en okkur vantar fleiri.Við óskum eftir harðduglegum og brosmildum starfsmanni í afgreiðslustarf í verslun okkar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. október, til og með 12. október. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

StundarfróVildarverð: 4.799.-Verð áður: 5.999.-

Litróf dýrannaVerð: 2.599.-

Surtsey í sjónmáliVerð: 7.499.-

Skaraðu fram úrVerð: 3.999.-

Maðurinn sem hataði börnVerð: 4.299.-

ManndómsárVerð: 3.299.-

Fuglaþrugl og NaflakraflVerð: 3.499.-

Lína langsokkur - allar sögurnar Verð: 3.999.-

Út í vitannVerð: 3.499.-

[buzz] & [geim] - saman í pakkaVerð: 3.299.-

Í innsta hringVerð: 3.499.-

SkrímslakisiVerð: 3.499.-

LESTU EINS MIKIÐOG ÞIG LYSTIR!

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Keflavík - Sólvallagötu 2

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Akranesi - Dalbraut 1

Austurstræti 18

Skólavörðustíg 11

Laugavegi 77

Hallarmúla 4

Álfabakka 14b, Mjódd

Kringlunni norður

Kringlunni suður

Smáralind 540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Leifsstöð5% afsláttur af ÖLLUM VÖRUM einnig tilboðum

NÝ VERSLUN LAUGAVEGI 77

Af bestu lyst 4 hefur að geyma fjölmargar uppskriftir að hollum og ljúffengum réttum líkt og fyrri bækurnar í flokknum. Við gerð bókarinnar var tekið mið af börnum og barnafjölskyldum og áhersla lögð á spennandi mat sem er allt í senn góður fyrir bragðlaukana, heilsuna, budduna og umhverfið.

Bókin er gefin út í samvinnu við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Embætti landlæknis.

Verð 3.999 kr.

TVÆR ÍPAKKA!

FULLT AF NÝJUM BÓKUM

vildar-afsláttur

20%

Flugstöð Leifs Eiríkssonar Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. október, til og með 12. október. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

StundarfróVildarverð: 4.799.-Verð áður: 5.999.-

Litróf dýrannaVerð: 2.599.-

Surtsey í sjónmáliVerð: 7.499.-

Skaraðu fram úrVerð: 3.999.-

Maðurinn sem hataði börnVerð: 4.299.-

ManndómsárVerð: 3.299.-

Fuglaþrugl og NaflakraflVerð: 3.499.-

Lína langsokkur - allar sögurnar Verð: 3.999.-

Út í vitannVerð: 3.499.-

[buzz] & [geim] - saman í pakkaVerð: 3.299.-

Í innsta hringVerð: 3.499.-

SkrímslakisiVerð: 3.499.-

LESTU EINS MIKIÐOG ÞIG LYSTIR!

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Keflavík - Sólvallagötu 2

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Akranesi - Dalbraut 1

Austurstræti 18

Skólavörðustíg 11

Laugavegi 77

Hallarmúla 4

Álfabakka 14b, Mjódd

Kringlunni norður

Kringlunni suður

Smáralind 540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Leifsstöð5% afsláttur af ÖLLUM VÖRUM einnig tilboðum

NÝ VERSLUN LAUGAVEGI 77

Af bestu lyst 4 hefur að geyma fjölmargar uppskriftir að hollum og ljúffengum réttum líkt og fyrri bækurnar í flokknum. Við gerð bókarinnar var tekið mið af börnum og barnafjölskyldum og áhersla lögð á spennandi mat sem er allt í senn góður fyrir bragðlaukana, heilsuna, budduna og umhverfið.

Bókin er gefin út í samvinnu við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Embætti landlæknis.

Verð 3.999 kr.

TVÆR ÍPAKKA!

FULLT AF NÝJUM BÓKUM

vildar-afsláttur

20%

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Á hvaða braut ertu? Ég er á FélagsfræðibrautHvaðan ertu og aldur? Ég er frá Keflavík og verð 19 ára núna í nóvemberHelsti kostur FS? Fullt af frábæru fólki og félagslífiðÁhugamál? Áhugamálin mín eru að ferðast, kynnast fólki og bara gera það lætur mig líða vel og mér finnst skemmti-legtHvað hræðistu mest? Geitungar!Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Úff þessi er erfið, svo mikið af flottu og hæfileikaríku fólki í FS.Hver er fyndnastur í skólanum? Það er ekki spurning en það er Sig-urður Smár. Hann fær mann alltaf til að hlægja

Hvað sástu síðast í bíó? Straight outta compton! Mæli mjög mikið með henniHvað finnst þér vanta í mötuneytið? Mér finnst það mjög fínt eins og það er en væri alveg til í meiri fjöl-breytni. Verð alveg soldið þreytt að fá mér alltaf það sama í 10-kaffinuHver er þinn helsti galli? Ég er með mjög mikla frestunarár-áttu sem hjálpar ekki alveg þegar það er mikið að gera.Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Ég nota mest Snapchat, Instagram og FacebookHverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Fleiri veikindadaga og leyfa böll á föstudögumHvaða frasa eða orð notar þú oftast? Ég er með svakalegan ávana sem er mjög mikið gert grín af en það er að

ég segi soldið mikið HA í setningum sem allir taka eftir nema ég sem er bara fyndiðHvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst það bara frábært! Það er allt á uppleið og þetta skólaár er búið að fara ýkt skemmtilega af stað og ég get ekki beðið eftir komandi tímum því fólkið sem er með mér í stjórn eru algjörir snillingar. Við ætlum við að gera okkar allra besta að gera félagslífið sem best.Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Útskrifast sem stúdent. Svo er planið að fara í heimsreisu og svo sé ég hvert leiðin liggurHver er best klædd/ur í FS? Sylvía Rut er alltaf mjög fín

Með mikla frestunaráráttuLovísa er Keflavíkurmær og stefnir á stúdentinn en ætlar svo í heimsreisu. Hún er með mikla frestunaráráttu og myndi vilja leyfa böll á föstudagskvöldum.

-fs-ingur vikunnar EftirlætisEftirlætiskennari: Svo margir kennarar sem eru í uppáhaldi! En Kolla og Íris standa uppúr!Fag í skólanum: Sálfræði hjá ElísabetuSjónvarpsþættir: Mistresses, Grey's anatomy og auðvitað Bold and the BeautifulKvikmynd: Intouchables finnst mér flott myndHljómsveit/tónlistarmaður: Queen Beyonce!Leikari: Channing Tatum eftir Magic MikeVefsíður: Þegar ég er í tölvunni eyði ég mesta tímanum á Facebook svo finnst mér mjög gaman að skoða skemmtileg bloggFlíkin: Þórsmörk úlpan mín frá 66 Norður bjargar mér alveg á veturnaSkyndibiti: Lemon! Loksins kominn hollur skyndibitastaður í þennan bæHvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Frozen er alveg lúmskt gott lag

Bifreiðar skemmdarXXSex bifreiðir í umdæmi lög-

reglunnar á Suðurnesjum hafa orðið fyrir barðinu á skemmdar-vörgum á undanförnum dögum. Síðastliðið föstudagskvöld var tilkynnt um þrjár skemmdar bif-reiðir og aðrar þrjár um helgina. Rúður voru brotnar í þeim öllum og margt þykir benda til þess að grjóthnullungar hafi verið notaðir í þeim tilgangi. Lögregla rann-sakar málið og leikur grunur á að þarna hafi sami aðili eða aðilar verið að verki í öllum tilvikum.Eru þeir sem hafa orðið varir við umrædd skemmdarverk á bif-reiðum sem staðsettar voru við Bolafót nr. 11 og 15 í Njarðvík um helgina að hafa samband í síma 444 2200.

Á 162 kílómetra hraðaXXEinn nokkurra ökumanna, sem

kærðir voru fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suður-nesjum um helgina ók á 162 kíló-metra hraða eftir Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Ökumaðurinn, sem er vel innan við tvítugt þarf að greiða 150 þúsund krónur í sekt. Að auki kemur til svipting bráða-birgðaskírteinis hans og fær hann ökuskírteinið ekki aftur fyrr en hann hefur sótt sérstakt námskeið og tekið ökuprófið að nýju.Þá hafði lögregla afskipti af fáeinum til viðbótar sem ýmist óku undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða sviptir ökuréttindum.

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

Page 16: 36 tbl 2015

16 fimmtudagur 17. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent pósturu [email protected]

Nú g i l d a n d i aðalskipulag

Reykjanesbæjar er barn síns tíma þótt það hafi tekið gildi árið 2010 og þarfnast endur-skoðunar við, um það er Umhverfis-

og skipulagsráð sammála um.Aðalskipulagið gerir t.d. ráð fyrir um 3,5% fólksfjölgun í bænum en reyndin er öll önnur því hún er um 1.8% og kallar sú staðreynd ein og sér á endurskoðun. Þá gerir skipu-lagið núgildandi t.d. ráð fyrir að öllu atvinnuhúsnæði verði komið út úr byggð og yfir í jaðarsvæði en færa má rök fyrir því að meiri sveigjanleiki innan skipulagsins á ákveðnum svæðum sé skynsamari nálgun.Þegar USK skoðaði hvort endur-skoða þyrfti aðalskipulagið byrj-uðum við á að líta til íbúaþróunar og áhrif hennar á íbúðahúsnæði og atvinnuhúsnæði. Spurðum svo í kjölfarið nokkurra grunnspurn-

inga eins og: Er framtíðarsýn og markmið aðalskipulags enn í gildi? Þarf að bregðast við þróun síðustu ára? Er staðan og þróun í takt við aðalskipulagið? Eru komnar fram nýjar áskoranir? Er skipulagið í samræmi við svæðisskipulag og aðrar áætlanir?Umhverfis- og skipulagsráð ákvað eftir umræðu útfrá spurningunum hér að ofan að leggja til við bæjar-stjórn að farið yrði í endurskoðun aðalskipulagsins og bæjarstjórn samþykkti það. Áður höfðum við leitað til Skipulagsstofnunar sem tók undir þau sjónarmið USK að aðalskipulagið þarfnist endurskoð-unar.

Mótum bæinn okkar samanVinna við endurskoðun skipulags-ins er að hefjast og ef áætlanir stan-dast gæti nýtt aðalskipulag Reykja-nesbæjar legið fyrir haustið 2016. Aðkoma íbúa Reykjanesbæjar verður tryggð m.a. með íbúaþingi um skipulagsmál laugardaginn 19. september sem haldið verður í

Merkinesi sal Hljómahallar. Þingið hefst kl. 14 og lýkur kl. 16. Á þing-inu verður farið nánar yfir for-sendur breytinga á aðalskipulagi Reykjanesbæjar og íbúum bæjarins gefinn kostur á að koma á framfæri hugmyndum sínum og tillögum.Aukinn áhugi hefur verið á skipu-lagsmálum í bænum okkar síðustu misserin og er það vel því mikilvægt er að sem flestir bæjarbúar komi að því að móta umhverfi okkar og hafi áhrif á hvernig bærinn þróast. Bæjarbúum gefast tækifæri til þess að vera virkir og móta samfélag sitt í haust með því að taka þátt í íbú-akosningum í nóvember um deili-skipulagsbreytinguna í Helguvík og mæta á íbúaþingið á laugardag-inn og leggja fram hugmyndir sínar og tillögur um það hvernig bærinn okkar eigi að þróast til framtíðar.Sjáumst sem flest í Hljómahöllinni á laugardaginn.

Eysteinn EyjólfssonFormaður Umhverfis- og skipu-

lagsráðs Reykjanesbæjar

■■ Eysteinn Eyjólfsson skrifar:

Íbúaþing um skipulagsmál 19. september

■■ Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir skrifar:

Keflavíkurkirkja 100 áraVonandi hefur

þ a ð e k k i f ar i ð f r am hjá neinum að Kefla-víkurkirkja fagnar 100 ára afmæli á árinu.Margvíslegt hefur verið gert til að

fagna þessum tímamótum en einn-ig hafa tímamótaatburðir orðið án þess að tilheyra beinlínis hátíðar-höldunum.Þar ber fyrst að geta þess að nú er kirkjan búin að fá kvenkyns sóknarprest í fyrsta sinn, Erlu Guð-mundsdóttur og nú hefur einnig verið skipaður annar kvenprestur til starfa í kirkjunni, en það er Eva Björk Valdimarsdóttir. Umsækj-endur um embættið voru 6, en einn þeirra, séra Þórhallur Heimisson dró umsókn sína til baka. Rekstrar-stjóri kirkjunnar er einnig kona, vel kynnt í því starfi sl. tvö ár, Þórunn Íris Þórisdóttir. Það eru því konur í stafni á nýju árhundraði í Kefla-víkurkirkju og kannski er það tím-anna tákn og vel við hæfi á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.Því er ekki að neita að í þessu felst talsverð áskorun og mikil-vægt að styðja vel við bakið á þessum ungu konum, sem halda

munu um stjórntaumana næstu árin. Óþarfi er að kynna séra Erlu fyrir sóknarbörnum en hún hefur starfað í sókninni sl. 9 ár og í 6 sem safnaðarráðinn prestur. Nú tekur hún við forystuhlutverki í söfnuð-inum og mikilli ábyrgð. Hins vegar langar mig til að kynna fyrir ykkur Evu Björk Valdimarsdóttur, sem mun koma til starfa 15. september. Eva er guðfræðingur að mennt, en hún hefur einnig BA gráðu í sál-fræði og hefur sérmenntað sig í sál-gæslu. Hún útskrifaðist árið 2013 og hefur síðan verið framkvæmda-stjóri Æskulýðssambands Þjóð-kirkjunnar. Eva er 37 ára gömul, gift Ólafi Elínarsyni og eiga þau tvö börn. Hún mun búsetja sig hér í Reykjanesbæ strax og húsnæði fæst.Prestvígsla Evu fer fram í Dóm-kirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 20. september nk. kl. 11. Öllum er velkomið að vera viðstaddir. Þá verða þær séra Erla og Eva settar inn í embætti sunnudaginn 4. októ-ber nk. kl. 14. Það væri ánægjulegt að sem flestir sæju sér fært að vera viðstaddir athöfnina. Sóknarnefnd mun bjóða til kaffisamsætis að lok-inni athöfn.Sóknarnefndin þakkar ábendingar um lélegt hljóðkerfi í sal Kirkju-

lundar í blaðagrein í VF nýlega. Unnið er að endurbótum á hljóð-kerfinu og vonandi leysist það mál farsællega sem fyrst. Þó má geta þess að þetta vandamál er erfitt úr-lausnar og dýrt, en eins og segir í greininni og sóknarnefnd tekur fyllilega undir, þá þarf hljóðkerfið að vera í góðu lagi.Boðið er upp á sögusýningu í Bíó-sal Duushúsa um Keflavíkurkirkju og mun opin kóræfing verða haldin þar fljótlega. Einnig er í bígerð að bjóða upp á fræðslukvöld um sögu kirkjunnar á meðan á sýningunni stendur, en hún verður opin út septembermánuð.Keflavíkurkirkja hefur notið góð-vilja margra sjálfboðaliða, sem hafa innt af hendi margvísleg störf fyrir kirkjuna öll 100 starfsárin. Enn er þörf fúsra handa og þeir sem geta séð af nokkrum stundum í mánuði fyrir kirkjuna sína eru velkomnir.Að lokum þakkar sóknarnefnd sóknarbörnum og öðrum bæjar-búum fyrir góða þátttöku í at-burðum afmælisársins en kirkjan hefur oftar en ekki verið fullsetin.

Fh. sóknarnefndar Keflavíkurkirkju

Ragnheiður Ásta Magnús-dóttir formaður

Haukur Gígja,Jón Rósmann Ólafsson, Magnea María Ívarsdóttir,Bjarney Ásgeirsdóttir, Friðjón Axfjörð,Helga Hauksdóttir, Skúli Magnússon,Hulda Hauksdóttir,Hildur Hauksdóttir, Einar Jón Pálsson,barnabörn og barnabarnabörn.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

María Sigurðardóttir,áður til heimilis að Hlíðarvegi 50,

lést að hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Njarðvík, 12. september sl.

Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 22. september kl. 13:00.

STEINÁS 33, REYKJANESBÆ er til sölu eða leigu, sjá myndir fasteignasalan Brú.

Húsið er á fallega gróinni lóð og gott útsýni af svölum.

5 stór svefnherbergi, 2 baðherbergi, 2 stofur, eldhús, þvottahús, forstofa, hol og 40m2 bílskúr. Stórt bílaplan,

breið gata, göngu og hjólastígar eru í hverfinu. Stutt í þjónustukjarna og strætóstöð við hverfi.

Upplýsingar um sölu hjá Helgu í síma 822 2123 og fyrir leigu hjá Hjalta í síma 696 5335

TIL SÖLU EÐA LEIGU

www.vf.is83% LESTUR

+

TIL LEIGU

LÍTIÐ HÚS leigist í Keflavik að-eins til reglusömu, reyklausu pari eða einstaklings með Fastavinnu og góð meðmæli. Tala íslensku

eða ensku. Milli 16 - 20. 8546797.

5 herb. íbúð í tvíbýli í keflavík. 160þ. rafm og hiti innifalið. Laus

1.okt. Uppl. S: 8476131 Árni

Til leigu raðhús á Faxabraut (við Fjölbrautaskólan). Til-

búið til leigu 1. Okt. 170.000 kr + hiti og rafm. Miklar kröfur um meðmæli og aðrar uppl.

Sendið email [email protected] eða hr 8982265.

BílaviðgerðirPartasala

Kaupum bilaðaog tjónaða bíla

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979www.bilarogpartar.is

- smáauglýsingarVerið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00Hvítasunnukirkjan í Keflavík,

Hafnargötu 84

Page 17: 36 tbl 2015

17VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 17. september 2015

Minn fyrsti pistill á nýjum vettvangi. Hugmyndin

virtist auðveld, ætlaði að tækla þetta á sama hátt og alla aðra pistla, setjast bara niður og leyfa flæðinu að byrja. Allt kom fyrir ekki, ég var farin að rífa mig niður áður en hugsunin náði að setjast, hafði sett dæmið upp margsinnis og alltaf fengið sömu niðurstöðu.. Þetta myndi aldrei ganga, ég er ekki nógu góð til að skrifa í bæjarblaðið..Með því sögðu rifjaði ég upp allt það sem ég hef lagt af mörkum, öll hughreystingarorðin sem ég hef fengið frá mínum nánustu nú og áður, peppið frá vinkonum mínum fyrir framlag mitt til betri breytinga í þeirra lífi aftur og aftur. Smám saman kom litla stúlkan úr felum, fann sólina skína í andlitið og mundi hvers hún er megnug. Verkefnið er aldrei erfiðara en við sjáum það fyrir okkur, okkar allra versti óvinur erum við sjálf.Ég trúi því og stend við þá full-yrðingu að með jákvæðu hugar-fari færum við fjöll, við sjáum þetta góða í öllu og við þökkum

fyrir það sem við eigum. Við hættum að meta okkur í saman-burði við aðra, ef við lifum lífinu í stöðugum samanburði þá líður lífið og við gleymum að njóta. Lífið gerist á meðan við erum að undirbúa okkur og bíða eftir ein-hverju allt öðru. Lífið er núið, það snýst um þessar stundir sem við vissum ekki að við ættum, þessar stundir sem í byrjun þóttu lítil-vægar en eftir á eru þetta stund-irnar sem færðu okkur okkar allra mestu hamingju, stundarkornin sem við yljum okkur við þegar dregur fyrir sólu og okkur vantar að sækja styrkinn einhvers staðar.Góðir hlutir gerast hjá góðu fólki, alla daga, alltaf. Þetta snýst um að sjá þetta góða, draga inn andann, skilja við hugarfarið sem svo oft er hugfangið af erfiðleikum, blása frá okkur með bros á vör.Höldum út í daginn sterkari, jákvæðari og meðvitaðri um að tækifærin liggja hjá okkur sjálfum, ekki bara í dag heldur alla daga.

Ást og friðurLinda María

Lífið með Lindu Maríu

Einnig birt á www.naudungarsolur.is.

Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir

Brautarsel 39 fnr. 233-2503, Njarðvík , þingl. eig. Ökugerði eignarhaldsfélag ehf., gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðju-daginn 22. september kl. 10:10.

Búðir 129135 fnr. 209-2644, Grindavík , þingl. eig. Sigurjóna Haraldsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Grinda-víkurbær, þriðjudaginn 22. september kl. 12:20.

Efstahraun 5 fnr. 209-1622, Grindavík , þingl. eig. Sigurbjörg K Róbertsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 22. september kl. 11:30.

Grænás 1a fnr. 209-3325, Njarðvík , þingl. eig. Sara Lind Guð-mundsdóttir og Rafal Modzelewski, gerðarbeiðendur Trygg-ingamiðstöðin hf. og Íslandsbanki hf. og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 22. september kl. 08:55.

Hafnargata 26 fnr. 209-1775, Grindavík , þingl. eig. Eldhamar ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Tækniþjónusta SÁ ehf og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, þriðjudaginn 22. septem-ber kl. 12:10.

Heiðargerði 5 fnr. 228-4642, Vogar , þingl. eig. Þuríður Davíðs-dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 22. sept-ember kl. 10:30.

Hvammsdalur 14 fnr. 225-6465, Vogar , þingl. eig. Elenora Ósk Þórðardóttir og Pétur Jóhann Kolbrúnarson, gerðarbeiðendur Sveitarfélagið Vogar og Sýslumaðurinn á Blönduósi, þriðju-daginn 22. september kl. 10:50.

Lágseyla 14 fnr. 228-6689, Njarðvík , þingl. eig. Hannes Einars-son, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 22. septem-ber kl. 09:20.

Lómatjörn 40 fnr. 228-1269, Njarðvík , þingl. eig. Gréta Rósný Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Fjarskipti hf. og Valitor hf. og Íbú-ðalánasjóður, þriðjudaginn 22. september kl. 09:30.

Marargata 5 fnr. 209-2141, Grindavík 15% eignahl gþ. , þingl. eig. Reynir Bragi Bragason, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 22. september kl. 12:00.

Suðurhóp 8 fnr. 229-0747, Grindavík , þingl. eig. Inga Sigríður Gunndórsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Grinda-víkurbær, þriðjudaginn 22. september kl. 11:20.

Svölutjörn 59 fnr. 228-7431, Njarðvík , þingl. eig. Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og HS Veitur hf. og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 22. september kl. 09:40.

Tjarnabraut 8b fnr. 228-8308, Njarðvík , þingl. eig. Hjalti Guð-mundsson ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 22. september kl. 09:10.

Urðarbraut 1 fnr. 229-1666, Njarðvík , þingl. eig. Halldóra Hall-dórsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær

og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 22. september kl. 09:50.

Víkurbraut 42, Grindavík, fnr. 209-2548 , þingl. eig. Ólafur Ragnar Elísson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 22. september kl. 11:40.

Víkurbraut 54 fnr. 209-2564, Grindavík , þingl. eig. Jóhann Helgi Aðalgeirsson, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Íbú-ðalánasjóður, þriðjudaginn 22. september kl. 11:50.

Þórkötlustaðir Miðbær fnr. 209-2856, Grindavík , þingl. eig. Helgi Theódór Andersen, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 22. september kl. 12:30.

Þórustígur 8 fnr. 221-6386, Njarðvík , þingl. eig. Ríkharður Pescia, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og N1 hf. og Festa - lífeyrissjóður og Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 22. september kl. 08:45.

Djúpivogur 1, Hafnahreppur, fnr. 209-4326 , þingl. eig. Dorothy Lillian Ellison, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðviku-daginn 23. september kl. 11:20.

Eyjaholt 2, Garður, fnr. 209-5347 , þingl. eig. Alda Jocelyn Ereno, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 23. september kl. 08:45.

Holtsgata 31 fnr. 209-4880, Sandgerði , þingl. eig. Guðrún Jóna Árnadóttir og Pálmi Sigurður Pétursson, gerðarbeiðendur Sandgerðisbær og Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 23. septem-ber kl. 10:10.

Holtsgata 48, Sandgerði, fnr. 227-0147 , þingl. eig. Erla Kaja Emilsdóttir og Arnar Helgason, gerðarbeiðendur Íbúðalána-sjóður og Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 23. september kl. 10:20.

Klapparstígur 4 fnr. 209-4910, Sandgerði , þingl. eig. Smári Valtýr Sæbjörnsson, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Íbú-ðalánasjóður og Sandgerðisbær og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 23. september kl. 09:15.

Lyngbraut 8 fnr. 209-5619, Garður , þingl. eig. Ingveldur Ásdís Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lands-bankinn hf., miðvikudaginn 23. september kl. 08:55.

Lækjamót 16 fnr. 229-5689, Sandgerði , þingl. eig. Guðmundur Skúlason og Lóa Björg Gestsdóttir, gerðarbeiðendur Trygginga-miðstöðin hf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 23. septem-ber kl. 09:35.

Norðurgarður 8 fnr. 224-4107, Sandgerði , þingl. eig. Vogabúar ehf, gerðarbeiðendur Sandgerðisbær og Landsbankinn hf., mið-vikudaginn 23. september kl. 09:45.

Suðurgata 14, Sandgerði, fnr. 209-5079 , þingl. eig. Sigurpáll Árnason, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., miðviku-daginn 23. september kl. 10:30.

Suðurgata 38, Sandgerði, fnr. 209-5127 , þingl. eig. Magdalena Zembrzuska og Robert Zembrzuski, gerðarbeiðendur Íbú-ðalánasjóður og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 23. september kl. 10:40.

Suðurgata 40 fnr. 209-5129, Sandgerði , þingl. eig. Níels Frið-bjarnarson, gerðarbeiðendur Sandgerðisbær og Sjóvá-Al-mennar tryggingar hf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 23. september kl. 10:50.

Baldursgata 12, fnr. 208-6992, Keflavík , þingl. eig. Guðbjörg Þóra Snorradóttir, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Íbú-ðalánasjóður, fimmtudaginn 24. september kl. 09:25.

Grófin 17b fnr. 228-5113, Keflavík , þingl. eig. Sunrise ehf, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Suðurnesjum og Lands-bankinn hf., fimmtudaginn 24. september kl. 09:55.

Háteigur 12, Keflavík, fnr. 208-8286 , þingl. eig. Ólafur Már Kristjánsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 24. september kl. 10:35.

Háteigur 2 fnr. 208-8253, Keflavík , þingl. eig. Kristín Amonrat Traustadóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Háteigur 2,húsfélag, fimmtudaginn 24. september kl. 10:25.

Heiðargarður 22, Keflavík, fnr. 208-8692 , þingl. eig. Sigríður Sigurðardóttir og Ragnar Örn Pétursson, gerðarbeiðendur Íbú-ðalánasjóður og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, fimmtudaginn 24. september kl. 10:55.

Heiðarvegur 25 fnr. 208-9052, Keflavík , þingl. eig. Davíð Eldur Baldursson, gerðarbeiðendur Tryggingamiðstöðin hf. og Reykjanesbær, fimmtudaginn 24. september kl. 08:55.

Hringbraut 46 fnr. 226-2300, Keflavík , þingl. eig. Dagbjört Þórunn Þráinsdóttir, gerðarbeiðendur Tryggingamiðstöðin hf. og Íbúðalánasjóður og Vörður tryggingar hf., fimmtudaginn 24. september kl. 10:15.

Selvík 1 fnr. 228-9342, Keflavík , þingl. eig. Halldor Seafood ehf., gerðarbeiðandi Reykjanesbær, fimmtudaginn 24. septem-ber kl. 10:05.

Sólvallagata 24 fnr. 209-0534, Keflavík , þingl. eig. Margrét Kol-beinsdóttir, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, fimmtudaginn 24. september kl. 08:45.

Suðurgata 24, fnr. 209-0706, Keflavík , þingl. eig. Svanfríður Aradóttir, gerðarbeiðendur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Lands-bankinn hf, Keflavík og Reykjanesbær og Sýslumaðurinn á Blönduósi, fimmtudaginn 24. september kl. 09:05.

Vesturgata 13a fnr. 224-8291, Keflavík , þingl. eig. Guðmundur Hjaltason, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Festa - lífeyrissjóður og Landsbankinn hf., fimmtudaginn 24. september kl. 09:45.

Víkurbraut 3 fnr. 209-1279, Keflavík , þingl. eig. Hjalti Guð-mundsson ehf., gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátrygg-ingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 24. september kl. 09:35.

 

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

15 september 2015

Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

-uppboð

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

TILBOÐ Í HRINGBRAUT 93BBRAUTARNESTI

Umhverfissvið Reykjanesbæjar auglýsir hér með eftir tilboði í Hringbraut 93b (Brautarnesti). Skilyrði er að eignin verði fjarlægð og gengið frá lóð. Eignin selst í því ástandi sem hún er og með þeim búnaði sem er nothæfur.

Skoðunarferð um eignina verður mánudaginn 21.09 2015 kl. 16:00. Sama dag má nálgast sölu-útboðsgögn í Ráðhúsi Reykjanesbæjar gegn 2000 kr. gjaldi.  

Nánari upplýsingar gefur Sviðsstjóri Umhverfissviðs [email protected] eða í síma 4216700.

Page 18: 36 tbl 2015

18 fimmtudagur 17. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

Íslenska landsliðið í körfubolta vann hug og hjörtu körfubolta-

áhugamanna á Eurobasket sem að nú stendur yfir. Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað öllum leikjum sínum og er úr leik í mót-inu er óhætt að segja að strákarnir hafi staðist prófið og sýnt að það eigi heima á meðal bestu liða í álfunni. Riðillinn sem að liðið lék í var firnasterkur og hefði Ísland lent í lakari riðli er aldrei að vita hvað hefði getað gerst ef miðað er við hvernig liðið stóð uppi í hárinu á mörgum af bestu liðum heims.Njarðvíkingurinn Logi Gunnars-son lék stóra rullu í íslenska liðinu og var oftar en ekki fyrsti maður inn af varamannabekknum og kom með mikla baráttu í vörnina og ógn fyrir utan þriggja stiga línuna í sóknina. Blaðamaður Víkurfrétta náði tali af Loga í vikunni og var ekki að heyra annað á kappanum en að minningin um mótið sé hlý.

Veðbankar höfðu enga trú á okkur„Þetta var náttúrulega bara draumi líkast, að fá að keppa við þá bestu í Evrópu og að eiga í raun heilmik-inn séns að vinna þrjá þeirra. Hinir tveir sem töpuðust með meiri mun voru góðir líka, þar sem við vorum yfir á einhverjum tímapunkti í fyrri hálfleik. Til að mynda létum við Serbana tapa 15 boltum í fyrri hálf-leik og Spánverjarnir þurftu að taka tvö leikhlé til að stoppa áhlaupið okkar. Veðbankar í Evrópu spáðu okkur alltaf verulega stórum töpum og að vera fúll með að tapa á móti Þjóðverjum, Ítölum og Tyrkum segir alla söguna. Öll þessi lið eru á topp 10 listanum í álfunni.“

Á meðal efstu manna í skotnýtingu á öllu mótinuLogi nýtti sinn spilatíma mjög vel en hann lék að meðaltali rúmlega 17 mínútur í leik og gerði í þeim 9,4 stig og tók tæp 2 fráköst. Logi var með frábæra skotnýtingu en hann var með rúmlega 47% nýtingu í þriggja stiga skotum og 45% nýt-ingu innan þriggja stiga línunnar. Sjálfur segist hann mjög sáttur með eigin frammistöðu.„Já ég held að ég hafi bara ekki getað hugsað mér þetta eitthvað betra. Ég hitti mjög vel í mótinu og það gekk í rauninni allt upp hjá mér

persónulega. Ég er stoltur af skot-nýtingunni sem var mjög ofarlega á lista yfir alla leikmenn mótsins. Maður hugsar oft fyrir svona stóra leiki hvort að maður muni hitta eins og maður myndi helst kjósa sjálfur, sérstaklega á stóra sviðinu og það er gott að vita til þess að þetta gekk allt eins og maður vildi. Varnarlega fannst mér ég eiga gott mót og fannst mér ég finna mig vel á þeim enda vallarins líka.“Fann það um leið og ég sleppti bolt-anum að hann var á leiðinni niðurLogi átti eflaust stærsta skot móts-ins fyrir íslenska liðið þegar hann jafnaði leikinn gegn Tyrkjum á lokasekúndum leiksins með rán-dýrri þriggja stiga körfu sem setti leikinn í framlengingu. Logi segist ekki í neinum vafa um að þetta hafi verið eitt af hans stærstu augna-blikum á ferlinum hingað til.„Skotið á móti Tyrkjunum er náttúrulega eitthvað sem mann dreymir um alla ævi. Maður hefur hitt mörgum stórum skotum á ferl-inum en að gera það á stóra sviðinu á Eurobasket, sem er sjónvarpað um allan heim, er eitthvað sérstakt og ég tala nú ekki um á móti topp-liði eins og Tyrkjum. Ég fann það um leið og ég sleppti boltanum að hann var á leiðinni niður, ég hafði hitt vel í leiknum og ég held það hafi hjálpað í lokin þegar ég fékk skotið. Þessu gleymir maður aldr-ei.“

Sterkasti riðill í sögu keppninnarNú þegar Íslendingar hafa fengið smjörþefinn af því að leika á stór-móti í körfubolta er eðlilegt að leiða hugann að því hvort að raunhæft sé að gera væntingar um að kom-ast aftur á stórmót á næstu árum og jafnvel fara skrefinu lengra og vinna eins og 1-2 leiki?„Ég held að við séum bara í ágætis séns að komast aftur á Eurobasket, það þarf samt alltaf að stóla á smá heppni með dráttinn í undan-keppninni. Við verðum settir í hærri styrkleikaflokk næst þegar dregið verður þar sem við vorum með á Eurobasket í ár. Ef við náum aftur inn á mótið tel ég okkur eiga góða möguleika að ná í sigra eftir þessa reynslu í þessum dauðariðli sem er sterkasti riðill í sögu keppn-innar.“

Logi spilaði fantavel í Berlín

Ótrúleg leikgleði og barátta íslenska liðsins vakti mikla athygli

Logi í stuði á Eurobasket. VF-mynd/SkúliSig.

„Það er gífurlega sárt og svekkj-andi að Keflavík skuli ekki lengur vera með lið á meðal þeirra bestu en þetta er búið að vera yfirvof-andi í svolítinn tíma og eftir tapið í síðustu umferð á móti ÍBV var þetta orðið rosalega erfitt,“ sagði Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflavíkur í samtali eftir 3-2 tap gegn Valsmönnum á sunnudaginn. Tapið var síðasti naglinn í líkkistu Keflvíkinga sem að féllu fyrir vikið þrátt fyrir að þrjár umferðir séu enn eftir af Íslandsmótinu. „Það er búið að vera þungt og erfitt yfir þessu í undanförnum leikjum. Við þurfum að skora 4 mörk í leik til að eiga möguleika á að vinna og það er alltof mikið í fótbolta að þurfa alltaf að skora 3-4 mörk til að ná í sigur. Það hefur verið talað um að við þurfum að horfa til framtíðar og finna léttleikann. Ef þú ert ekki með gleði og framlag í fyrirrúmi er erfitt að ætlast til þess að maður nái einhverju útúr leiknum,“ sagði Haukur um mögulegar ástæður þess hvernig farið sé fyrir liðinu.Haukur gat lítið sagt um áfram-haldið hjá sér og Jóhanni Birni

Guðmundssyni varðandi þjálfun liðsins nema að þeir félagar séu með samning við félagið út þetta tímabil og að þeir ætli sér að klára það sem eftir er af tímabilinu með það í huga að byrja undirbúning fyrir næsta tímabil og að koma ungum leikmönnum inn í liðið sem munu fá stærra hlutverk næsta sumar. „Við höfum sest niður með stjórn knattspyrnudeildarinnar og gefið

það út að við séum farnir að horfa til framtíðar og að huga að því að undirbúa liðið fyrir 1. deildina næsta sumar. Það er aldrei ósk-astaða að fara niður en þetta er raunin. Við þurfum að þétta rað-irnar, horfa til framtíðar og skoða hvernig við getum komið liðinu eins vel undirbúnu til leiks næsta sumar og þar af leiðandi vonandi sem fyrst aftur upp í Pepsí deild-ina.“

KEFLVÍKINGAR FALLNIRUndirbúning fyrir 1. deildina næsta sumar hafinn

Þróttur í 3. deild næsta sumarTap fyrir Vængjum Júpíters í úrslitaleik

4. deildar skipti ekki máli

XXÞróttur Vogum vann sér inn sæti í 3. deild karla næsta sumar með því að leggja ÍH að velli í síðari leik liðanna í undanúrslitum umspils 4. deildar. Með sigr-inum tryggði Þróttur sæti sitt í 3. deild en liðið lék svo hreinan úrslitaleik gegn Vængjum Júp-íters á Vogabæjar-velli s.l. laugardag þar sem að úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni e f t i r a ð s t a ð a n hafði verið 1-1 að l o k n u m v e n j u -l e g u m l e i kt í m a og framlengingu. Þróttur hefur þurft að bíta í eplið súra síðustu ár og misst af því að vinna sér inn sæti í 3. deild þrátt fyrir að ná langt í umspilinu. Það er því kátt á hjalla í Vogunum og ástæða til. Liðið tapaði aðeins tveimur leikjum í sumar og fór sannfærandi í gegnum Íslands-mótið.Þar með er orðið ljóst að það verða að minnsta kosti þrjú Suðurnesjalið í 3. deild karla næsta sumar en fyrir eru Víðir og Reynir Sandgerði. Njarðvíkingar gætu fallið úr 2. deild og gert landslagið í 3. deildinni ansi heimilislegt.

XXCrossfitkonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði á Granítleik-unum svokölluðu sem fram fóru í Minnesotafylki í Bandaríkjunum síðustu helgi. Sara, eins og hún er oftar en ekki kölluð, lauk keppni með 1095 stig, eða 99 stigum meira en næsta kona á eftir henni og náði þeim frábæra árangri að lenda aldrei neðar en í 7. sæti í einstakri grein sem er magnaður árangur. Fyrir sigurinn hlaut Sara 25.000 dollara verðlaunafé, eða 3 milljónir íslenskra króna. Sara varð Evrópumeistari í grein-inni fyrr á árinu og hafnaði svo í þriðja sæti á Heimsleikunum í júlí í Kaliforníu og er því óhætt að segja að árið 2015 verði eftirminnilegt fyrir þessa ungu Njarðvíkurmær sem stefnir á sigur á Íslandsmótinu sem fram fer í næsta mánuði.

Ragnheiður Sara sigraði á Granítleikunum

Njarðvíkingar leika uppá líf og dauða

Síðasti leikur tímabilsins á laugardag og allt undir

XXÁ laugardag fer fram síðasta umferð 2. deildar karla og er óhætt að segja að botnbaráttan sé óbæri-lega spennandi. Njarðvíkingar gerðu vel um síðustu helgi og komu sér í kjörstöðu með því að leggja Sindra á heimavelli sínum 3-2. Þar með eru Njarð-víkingar skrefi á undan Tindastóli og Ægi en Njarð-víkingar leika einmitt gegn Ægi í Þorlákshöfn á laugardag og geta tryggt sæti sitt með jafntefli. Tapi Njarðvíkingar og Tindastóll vinnur Aftureldingu er ljóst að Njarðvíkingar falla niður í 3. deild og yrðu þá fjórða Suðurnesjaliðið í þeirri deild. Njarð-víkingar eru ekki óvanir því að vera að berjast fyrir lífi sínu í 2. deildinni en á síðasta tímabili var liðið í sömu sporum og tókst þá að forða sér frá fall-draugnum.

Page 19: 36 tbl 2015

19VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 17. september 2015

Sigurður Friðrik Gunnarsson skrifar um íþróttir pósturu [email protected]

BLACK & DECKER VERKFÆRI

INNI OG ÚTIMÁLNING FRÁ HÖRPU SJÖFN

30% AFSLÁTTUR

ALLAR VERKFÆRA-TÖSKUR

35% AFSLÁTTUR

EMMEVI BLÖNDUNARTÆKI

25% AFSLÁTTUR

Afslættir á útsölu gilda ekki af vörum merktum „lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ og tilboðsvörum • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

ÚTSÖLU LÝKUR UM HELGINA

25% AFSLÁTTUR

Sigvaldi búinn að afhenda söfnunarfé

- Heldur áfram að styrkja fjölskyldur veikra barna á Suðurnesjum

Sigvaldi Arnar Lárusson, lög-reglumaður og göngugarpur,

afhenti nýlega söfnunarfé sem safnaðist í sumar þegar Sigvaldi gekk frá Keflavík til Hofsóss til styrktar Umhyggju, sem er stuð-nigsfélag langveikra barna.„Á göngu minni þvert yfir landið tókst mér að safna talsvert mikið af peningum til handa Umhyggju. Einnig bætti ég alveg heilum hell-ing í reynslubankann minn sem mun nýtast mér um ókomna tíð.Mér finnst gaman að segja frá því að ég afhenti Umhyggju 2.017.000.- krónur í dag en þó er verkefnið enn í gangi.Á vegi mínum í sumar varð nefni-lega góðhjartaður aðili sem hefur verið að bæta í söfnunina. Aðili þessi hefur sett það sem „skilyrði“ að þeir fjármunir sem hann leggur til verði afhentir fjölskyldum sem eru með veik börn, á Suðurnesjum.Þessi aðili er búinn að bæta ofan á þessa tölu sem ég nefndi hér að ofan nokkur hundruð þúsund-köllum og er það mér sannur heiður að fá að taka þátt í því að koma þessu fjármagni hér út í sam-félagið okkar suður með sjó,“ segir Sigvaldi Arnar á fésbókarsíðu Um-hyggju-göngunnar í vikunni.

Fyrir nokkru síðan afhenti Sigvaldi fjölskyldu í Njarðvík 150.000 kr. sem kom frá þessum aðila og nú er kominn nýr styrkur frá þessum einstaklingi fyrir unga stúlku sem býr í Keflavík og mun Sigvaldi af-

henda henni styrkinn síðar í vik-unni.„Þetta verkefni er búið að gefa mér alveg helling og hver veit nema ég splæsi í fleiri svona verkefni í framtíðinni,“ segir Sigvaldi Arnar Lárusson að endingu.

Á myndinni hér að ofan sjá þegar Sigvaldi og Tinna Rut dóttir hans afhenda Guðmundi Björgvini, formanni stjórnar Umhyggju, afrakstur göngunnar.

Taekwondo deild Keflavíkur er með krílatíma fyrir börn

á aldrinum 3-5 ára. Æfingarnar eru til að efla hreyfiþroska barna með hinum ýmsu æf-ingum ásamt því að vera kynn-ing á íþróttinni. Íþróttafræðing-arnir Helgi Rafn Guðmundsson og Rut Sigurðardóttir sjá um tímana en í tímunum eru börn og foreldrar látin æfa og leika saman og styrkja þannig sam-

band þeirra með heilbrigðum hætti.Æfingar eru einu sinni í viku á fimmtudögum kl 17:15. Skráning og upplýsingar eru á keflavik.is/taekwondo.Þá má segja frá því að æfingar eru hafnar fyrir alla hópa hjá taekwondo deildinni og vel sóttar. Æfingar eru líka hafnar í Sand-gerði og Grindavík.

Taekwondo deild Keflavíkur:

Bjóða Krílatíma fyrir 3-5 ára börn

Page 20: 36 tbl 2015

vf.isvf.is

-mundiFIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER • 36. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Húsmæðurnar láta ekki taka sig í bólinu í Vogunum.

Vogamenn hvattir til dáða í bólinuXXVogamenn og meyjar tóku vel

í hvatningu bæjarstjóra síns fyrir ári síðan þegar þeir voru hvattir til dáða í bólinu með hug-myndum um ástarviku svipaðri þeirri sem Bolvíkingar efna til árlega.Nú eru tíu börn á fyrsta aldursári í Vogum en voru aðeins sex um svipað leyti í fyrra.„Við erum ef til vill að sjá ár-angurinn,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, í vikulegum pistli sem hann sendir þeim bæjarbúum er þess óska.Bæjarstjórinn fylgist vel með íbúa-tölum í Vogum og hefur íbúum fjölgað um þrjá á viku undan-farnar þrjár vikur. Vogamenn eru í dag 1130 talsins.

Ekki kom króna í ríkiskassann

XXL ögreg lumenn á Suður-nesjum voru með umferðar-eftirlit við Flugstöð Leifs-Eiríks-sonar á þriðjudagskvöld. Lögð var áhersla á kanna með rétt-indi sem og ástand ökumanna. Á milli 80 og 90 bifreiðar voru stöðvaðar og rætt við ökumenn þeirra.Á fésbókarsíðu lögreglunnar segir: „Gaman er að segja frá því að allir ökumenn sem við ræddum við í kvöld [þriðjudagskvöld] voru með sitt á hreinu og kom ekki króna í ríkiskassann“.

Tónlistarskólinn seldur

XXReykjanesbær hefur selt húsnæði sem áður hýsti Tón-listarskóla Reykjanesbæjar við Austurgötu.Bæjarráð samþykkti á fundi sín-um í síðustu viku gagntilboð upp á 33 milljónir og tuttugu þúsund krónur og hefur falið bæjarstjóra að ganga frá sölunni.Bærinn hafði áður selt húsnæði sem hýsti tónlistarskólann við Þórustíg í Njarðvík. Þar er nú rekið gistiheimili.

Fór mannlaus á rúntinn

XXBifreið sem lagt hafði verið í bifreiðastæði í Keflavík lagði óvænt af stað og rann aftur á bak út úr stæðinu, norður Hafnar-götu þar sem hún fór þversum á götunni og hafnaði á annarri bif-reið sem var kyrrstæð og mann-laus í nokkurri fjarlægð.Lítilsháttar skemmdir urðu á báðum bifreiðunum en ekki urðu aðrar afleiðingar af ferðalagi þeirrar fyrrnefndu.

Græjaðu þig í Omnis Reykjanesbæ

REYKJANESBÆHAFNARGATA 40 - S. 422 2200

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvil

lur o

g vö

rufra

mbo

ð

LENOVOB50

Verð 59.990 kr.

Örgjörvi Intel Celeron N2840 2,16-2,58GHz dual core 1MB Minni 4GB (8GB mest) Skjár 15,6” HD m. myndavél Upplausn: 1366x768 punkta Diskur 500 GB Skjákort Intel HD

HPProBook 455

Verð 119.900 kr.Örgjörvi AMD Quad Core A8-7100 1.8 GHz, Turbo Speed: 3.0 GHz Minni 8GB (DDR3) 1600MHz Skjár 15,6” LED HD Anti-glare skjár Diskur 500GB Smart SATA

DELLInspiron 15

Verð 149.900 kr.Örgjörvi Intel Core i7-5500U 5Gen (4M, allt að 3.30GHz) Minni 8GB 1600MHz DDR3L Skjár 15.6” HD WLED True-Life skjár Diskur 1TB harður diskur

CANON

PIXMA MG5650

Verð 16.900 kr.Háþróaður fjölnota prentari með WiFi. Prentun, ljósritun og skönnun. Litur: Svartur eða hvítur

LENOVOYoga3

Verð 179.900 kr.Fartölva og spjaldtölva í sömu græjunni, Intel Core 5 örgjörvi, 500 GB diskur og með Windows 10 stýrikerfi

MacbookAir 13”

Verð 209.990 kr.Örgjörvi Dual-core Intel Core i5 Minni 4 GB vinnsluminni Skjár 13” LED-bak-lýstur breiðtjaldsskjár (háglans) Diskur 128GB flash. Innbyggð 720 p FaceTime HD myndavél

LENOVOLEN Z51

Verð 159.900 kr.Örgjörvi Intel Core i5 5200u 2,2GHz dual core 3MB HT TB Minni 8GB 1600MHz DDR3L Skjár 15,6” FHD m. myndavél Diskur 1TB SSHD með 8GB flýtiminni

Úrvalið af tölvu

og fylgihlutum eru í Omnis