akureyrarblaÐ 3. jÚlÍ 2013

52
Sumar 2014 Eflum norðlenska verslun Velkomin norður Opið: Mán.–fös. 10–18.30, lau. 10–17, sun. 13–17 Opið: Nettó: Mán.–fös. 10–19, lau. 10–18, sun. 12–18 Glerártorg verslunarmiðstöð | Akureyri | www.glerartorg.is

Upload: athygli

Post on 31-Mar-2016

290 views

Category:

Documents


22 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

Sumar 2014

Eflum norðlenska verslun

Velkomin norður

Opið: Mán.–fös. 10–18.30, lau. 10–17, sun. 13–17 Opið: Nettó: Mán.–fös. 10–19, lau. 10–18, sun. 12–18

Glerártorg verslunarmiðstöð | Akureyri | www.glerartorg.is

Page 2: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

Útgefandi:Athygli ehf. í samvinnu við Kaupmannafélag Akureyrar og Akureyrarstofu.

Textavinnsla:Gunnar E. Kvaran, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir, Sólveig Baldursdóttir, Valþór Hlöðversson.

Forsíðumynd:Auðunn Níelsson / audunn.com

Ljósmyndir: Auðunn Níelsson, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir og fleiri.

Auglýsingar:Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206. GSM 898-8022, [email protected]

Prentun og dreifing:Prentað í Landsprenti. Dreift með prentaðri útgáfu Morg un blaðsins. Einnig til allra heimila og fyrirtækja á Akureyri og í nágrenni, fimmtudaginn 3. júlí 2014.

„Ég tek við á mjög góðum tímamótum, það er margt jákvætt í starfseminni um þessar mundir sem vissulega er gott veganesti til framtíðar litið,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, sem tók við starfi rektors Háskólans á Akureyri nú um mánaðamótin.

Dr. Eyjólfur Guðmundsson tók við starfi rekt-ors Háskólans á Akureyri um nýliðin mánaða-mót. Hann kemur nú á ný til starfa við há-skólann, en þar starfaði hann áður í tæpan ára-tug, síðast sem deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar. Undanfarin ár hefur Eyjólfur starfað sem aðalhagfræðingur og sviðsstjóri greiningar fyrirtækisins CCP hf. Hann kveðst hlakka til að taka til starfa við Háskólann á Akureyri á ný, starfið sé vissulega krefjandi, en líka mjög spennandi.

„Ég mun byrja á því að ræða við starfsfólk háskólans og koma mér inn í málin, ég hyggst svo nýta sumarið áfram í það verkefni, kynna mér starfsemina og vera tilbúinn að takast á við þetta ögrandi verkefni þegar nýtt skólaár hefst um miðjan ágúst,“ segir Eyjólfur.

Leggst vel í migHáskólann á Akureyri segir hann hafa vaxið mjög að umfangi og eflst þau 27 ár sem hann hefur verið starfandi. „Það er margt jákvætt í starfseminni um þessar mundir sem vissulega er gott veganesti til framtíðar litið,“ segir Eyjólfur. „Verkefnið leggst því afar vel í mig og ég hlakka til að takast á við það.“ Hann nefnir nýútkomna úttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla þar sem HA komi vel út og gefi byr í seglin, aukin aðsókn sé að skólanum og þá hafi með þrautseigu og samstilltu átaki starfsmanna

háskólans tekist að vinna á skuldahala sem lengi fylgdi háskólanum. „Allt þetta gerir að verkum að ég tek við starfinu á mjög góðum tímamótum í sögu háskólans.“

Góð útkoma vekur ánægjuÚttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla er liður í skipulegu eftirliti ráðsins með gæðum náms við íslenska háskóla og var hún gerð af fjórum erlendum sérfræðingum auk fulltrúa nemenda. Aðstaða skólans var skoðuð og fundað með fjölmörgum hagsmunaaðilum. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum Gæðaráðs kemur fram að nefndin, sem að úttektinni vann, beri fyllsta traust til háskólans, bæði hvað varðar akademískt starf og námsumhverfi nemenda. Þá er háskólanum hrósað fyrir góða starfshætti, t.d. varðandi framboð í fjarkennslu, gæðastarf, húsnæði og námsumhverfi, markaðsstarf, bókasafnsþjónustu, öflun upplýsinga með könnunum og virkni nemenda í starfsemi há-skólans. „Háskólinn kemur almennt mjög vel út og það er mjög ánægjulegt,“ segir Eyjólfur.

Nefndin gerir einnig athugasemdir við ýmsa þætti í starfseminni og segir Eyjólfur að hafa verði þær í huga við áframhaldandi upp-byggingu skólans á næstu árum. Vinna við umbætur sé raunar þegar hafin og verði fram-haldið á næstu árum. „Það sem mér er efst í huga er að gæði kennslunnar standast fyllilega

samanburð við það besta sem í boði er í sam-bærilegum háskólum, skólinn byggir á traust-um og sterkum grunni sem gerir okkur kleift að byggja ofan á og efla hann enn frekar.“

Þá nefnir Eyjólfur að góð aðsókn sé að skólanum, en þegar frestur til að sækja um rann út í byrjun júní kom í ljós að umsóknir voru 7% fleiri en var árið á undan. Þannig er til að mynda vaxandi áhugi fyrir þeim námsleiðum sem aðrir háskólar hér á landi bjóða ekki upp á. „Þessi aukna ásókn er mjög ánægjuleg, ekki síst í ljósi þess ástands sem enn ríkir í samfélaginu, nokkrum árum eftir efna-hagshrun,“ segir hann.

Vel tekist til með stjórn peningamálaEyjólfur nefnir einnig að vel hafi tekist til varðandi stjórnun peningamála, en með aðdá-unarverðri þrauseigju og útsjónarsemi hafi starfsfólki skólans tekist að ná tökum á þeim skuldahala sem lengi var viðloðandi í rekstri hans. „Skólanum er enn þröngt stakkur skor-inn en starfsfólk hefur lagt á sig mikla vinnu til að ná þeirri stöðu sem hann nú er í. En auðvit-að verður áfram mikil vinna við að halda sjó,“ segir hann. „Það er ómetanlegt fyrir mig sem nýjan rektor að koma til starfa við þessar að-stæður, setjast ef svo má segja niður við hreint borð.“

Eyjólfur segir brýnt verkefni framundan að

mennta stærri hluta þjóðarinnar, auka fjöl-breytni náms og í því skyni að skoða vandlega hvað helst vanti upp á þegar að námsframboði kemur. „Við þurfum að skoða hvað það er sem fólk vill læra og hvað það er sem kemur sér vel fyrir bæði okkar nærumhverfi fyrir norðan sem og íslenskt samfélag almennt,“ segir hann.

Þá nefnir Eyjólfur að framundan sé gerð nýrrar stefnu og framtíðarsýnar fyrir Háskól-ann á Akureyri, en núverandi áætlun gildir til ársins 2017. „Það verður stórt verkefni að vinna að nýrri metnaðarfullri stefnumótun fyr-ir háskólann og við munum nýta næstu tvö ár til þess,“ segir hann. „Í þeirri áætlun mun koma fram hvernig við viljum sjá okkar samfé-lag þróast á næstu árum.“

Allir spenntirEyjólfur hefur síðustu daga verið að undirbúa flutning norður í land ásamt fjölskyldu sinni og segir hann að allir séu spenntir. Elsti son-urinn verður raunar eftir syðra, en hann er þar við nám og leikur að auki handbolta með Aft-ureldingu í Mosfellsbæ, miðstrákurinn hefur nám við Menntaskólann á Akureyri næsta haust og sá yngsti er í grunnskóla, „og hlakkar mikið til að geta farið í Hlíðarfjall alla daga.“

unak.is

2 | AKUREYRI // sumar 2014

Tek við starfi á góðum tímamótum í sögu skólans

Dr. Eyjólfur Guðmundsson, nýr rektor Háskólans á Akureyri:

Sumar 2014

Eflum norðlenska verslun

Velkomin norður

Opið: Mán.–fös. 10–18.30, lau. 10–17, sun. 13–17 Opið: Nettó: Mán.–fös. 10–19, lau. 10–18, sun. 12–18

Glerártorg verslunarmiðstöð | Akureyri | www.glerartorg.is

Page 3: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 3

Á AKUREYRI Í SUMAR

OPIÐALLAN SÓLARHRINGINN

Einfaldlega meira úrval í Hagkaup!

Page 4: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

Nýr meirihluti Framsóknarflokks, Samfylkingar og L-listans tók við stjórnartaumum á Akureyri um miðjan júní. Nokkuð er um liðið síðan síðast var þriggja flokka meirihluti við völd á Akureyri en Guðmundur Baldvin Guðmunds-son, oddviti framsóknarmanna og nýr formaður bæjarráðs Akureyrar,

segist fullur bjartsýni við þessi tíma-mót. Góður liðsandi sé í meirihlut-anum og segist hann þess fullviss að samstarf verði bæði gott innan hans, sem og við minnihlutaflokkana í bæjarstjórn. Guðmundur segir að áherslur meirihlutans muni m.a. sjást við fjárhagsáætlanagerð á kom-andi vetri. Nýi meirihlutinn setji á

oddinn að treysta innviðina, sérstak-lega hvað varðar skóla- og félags-þjónustu.

Sérfræðiþjónsta efld í grunn- og leikskólum„Við erum ekki að leggja upp með neinar stórfelldar breytingar heldur má segja að áherslur okkar komi til

með að beinast meira að innviðun-um á næstu árum og samstarfssamn-ingur meirihlutans ber þess glöggt merki,“ segir Guðmundur. „Við telj-um nauðsynlegt að auka fjármagn til skóla- og velferðarmála og ætlum m.a. að auka sérfræðiþjónustu í skólakerfinu, bæði til að mæta þörf og stuðla að ákveðnum forvörnum með það að markmiði að draga úr brottfalli úr skólum. Þá viljum við koma á fót ungmennamiðstöð og efla geðheilbrigðisþjónustu ungs fólks. Þessar aðgerðir kosta peninga en við teljum að til lengri tíma litið skili þeir fjármunir sér til baka til samfélagsins,“ segir Guðmundur.

Vandi Heilsugæslustöðvar í forgangiEitt allra fyrsta verkefni nýs meirihluta er að vinna að málefnum Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Rekstur hennar segir Guðmundur vera kominn að þolmörkum og sam-staða sé í bæjarstjórn um að bregðast þurfi við vandanum.

„Starfsfólk Heilsugæslustöðvar-innar á Akureyri hefur unnið gott starf við þröngar aðstæður en lengra verður ekki haldið án aðgerða. Úr verkefninu verður að leysa en þetta snýr meðal annars að mönnun og kjaramálum. Mikilvægast er auðvitað að tryggja þessa grunnþjónustu enda er hún lykilatriði í okkar samfélagi. Okkar verkefni er að ræða við ríkis-valdið um þá stöðu sem uppi er og ég vonast til að á næstu vikum fáist niðurstaða í það mál enda er þetta knýjandi og ekki má líða langur tími

þar til framtíðarlínur skýrast. Óviss-unni verður að linna,“ segir hann.

Raforkuskortur hamlandiNýi bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur á stefnuskrá sinni að koma á at-vinnu- og nýsköpunarráði og styrkja tengsl við fyrirtæki og samtök at-vinnurekenda í bænum.

„Hér er margt gott að gerast í at-vinnulífinu og nýleg könnun sýnir að staða fyrirtækja á Akureyri er al-mennt nokkuð góð. Það skapar okk-ur ákveðin sóknartækifæri. Hins vegar eru raforkumálin áhyggjuefni en skortur er á raforku til nýrrar at-vinnusköpunar. Það er slæm staða fyrir okkur og mjög brýnt að fundin verði lausn á því að auka flutnings-getu raforkukerfisins. Lítið hefur þokast í málunum á liðnum árum og við verðum að fara að ná niðurstöðu í þetta mál,“ segir Guðmundur.

Spennandi tímar framundan„Við erum klárlega að sjá landið rísa og ég get ekki annað en verið bjart-sýnn á næstu misseri hjá okkur. Við sjáum ýmis jákvæð teikn í atvinnu-lífinu m.a. í ferðaþjónustu og svo er ánægjulegt að skipulagsmál miðbæj-arsvæðisins eru á lokastigi og við sjá-um vonandi framkvæmdir þar á komandi árum. Það eru því spennandi tímar framundan en að sjálfsögðu munum við leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórn sem er jú lykillinn að áframhaldandi upp-byggingu samfélagsins,“ segir Guð-mundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.

„Hér er margt gott að gerast í atvinnulífinu og nýleg könnun sýnir að staða fyrirtækja á Akureyri sé almennt nokkuð góð. Það skapar okkur ákveðin sóknartækifæri,“ segir Guðmundur B. Guðmundsson, nýr formaður bæjarráðs Akureyrar.

Fullur bjartsýni ánæstu fjögur ár- segir Guðmundur B. Guðmundsson, nýkjörinn formaður bæjarráðs Akureyrar

4 | AKUREYRI // sumar 2014

Jötunn Vélar á Akureyri selja Filclair gróðurhús sem áralöng og góð reynsla er af hér á landi. Húsin eru fáanleg í mörgum stærðum og út-færslum, sjálfstætt standandi eða eru sniðin upp við húsvegg. Einnig er hægt að sérpanta þau eftir óskum hvers og eins. Við verslun Jötunn Véla á Lónsbakka er nú uppsett sýn-ingarhús en sölumenn veita upplýs-ingar um þær gerðir sem í boði eru.

Gróðurhúsin er hægt að fá með venjulegu gleri, öryggisgleri, hömr-uðu gleri eða svokölluðu holplasti sem margir kaupendur velja í þakið. Með því eykst einangrunargildið í húsunum og hitasveiflurnar verða minni, sem er ótvíræður kostur þegar garðeigendur eru á fullri ferð í ræktuninni, einkum á vorin þegar von er á næturfrostum. Hægt er að fá húsin með aukinni vegghæð en þá opnast möguleikar á hurðum á lang-hliðum, einföldum eða tvöföldum hurðum. Hillur fylgja húsunum.

„Gróðurhúsalínan okkar er mjög fjölbreytt og við bjóðum líka sex- og áttstrend hús, valmaþak og margt fleira. Og þar sem rýmið er minna geta útfærslurnar sem festar eru við húsvegg verið góður valkostur.

Möguleikarnir eru nánast óendan-legir,“ segir Valbjörn Þorsteinsson, sölumaður hjá Jötunn Vélum.

jotunn.is

Uppsett gróðurhús má skoða hjá Jötni Vélum á Lónsbakka.

Sumarið allt árið!

Page 5: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 5

Hjá Icelandair hótelunum er tekið á móti gestum af öllum kynslóðum með hlýlegum hætti. Umhverfið er fagurt, innanstokks er stílhreint og þjónustan er eins og best verður á kosið. Hjá Icelandair hótelum eru gæðin í fyrirrúmi og markmiðið að gestir kveðji staðinn sáttir. Hvert hótel hefur sín sérkenni en saman mynda þau sterka heild, rétt eins og samstæð fjölskylda þar sem ættareinkennið er gestrisni. Verið velkomin á öll átta Icelandair hótelin – þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi.

REYKJAVÍK NATURA REYKJAVÍK MARINA í KEFLAVÍK FLÚÐIR VÍK KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR

Nánari upplýsingar og bókanir: www.icelandairhotels.is eða í síma 444 4000.

Leiðandi keðja gæðahótela

Gestrisni fylgir fjölskyldunni

Page 6: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

6 | AKUREYRI // sumar 2014

„Aurora veitingastaðurinn er ein af skraut-fjöðrum okkar hér á Iceland-airhótelinu og á sér sífellt fleiri aðdáendur, bæði vegna mat-reiðslunnar og einnig vegna þess hversu nota-legur þessi staður er. Veitingastaðurinn er bjartur og rúmgóður og hægt að ganga beint út í hótelgarðinn. Gestir okkar kunna einmitt vel að meta að hér er góð hljóðvist og það skiptir máli þegar fólk vill eiga stund yfir góð-um mat,“ segir Snæbjörn Bergmann Bragason, veitingastjóri Icelandairhótelsins á Akureyri. Segja má að sumarumferðin sé komin á blússandi skrið á hótelinu og það sama á við um veitingastaðinn Aurora á jarðhæð hótelsins en þar hefur verið mikil aðsókn í allt sumar.

Nafnið sótt í söguna„Veitingastaðinn Aurora sækja ekki aðeins gestir hótelsins heldur er einnig mikið um hópa og einstaklinga sem eru á leið í gegnum bæinn. Síðast en ekki síst er svo sístækkandi hópur bæjarbúa sem sækir staðinn reglulega. Bæjarbúar tala gjarnan um að skreppa á Icelandair þegar hótelið verður fyrir valinu en hér innan dyra er að finna veitingastaðinn Aurora sem tekur um 90 manns í sæti og síðan er setustofan sem við köllum Stofu 14, með vísan í skólasögu hússins. Í Stofu 14 er líka hægt að njóta veitinga.“ segir Snæbjörn.

Nafnið Aurora er sótt í söguna um norður-ljósaleiðangur danskra vísindamanna til Akur-eyrar um aldamótin 1900 en rannsóknarhús með nafninu Aurora var á höfðanum þar sem nú er kirkjugarður Akureyringa. Norðurljósin eru einmitt snar þáttur í því að laða ferðamenn til Íslands yfir vetrarmánuðina og margir gesta

Icelandairhótelsins á Akureyri á veturna koma í þeim tilgangi öðrum fremur að sjá norðurljós með eigin augum.

Opið alla daga„Veitingastaðurinn hefur verið í stöðugri sókn frá því við opnuðum hótelið árið 2011. Aurora leggur áherslu á hráefni úr héraði; úrval smá-rétta, saltfisk, bleikju, ferskasta fisk dagsins, lamb og frábæra nautaborgara,“ segir Snæ-björn en matreiðslumeistari staðarins er Níels Jósefsson, sem að sjálfsögðu er Eyfirðingur, fæddur og uppalinn í Arnarneshreppnum, norðan Akureyrar.

Aurora er opinn alla daga frá kl. 12 á há-degi til 22 á kvöldin og auk þess er þar morgunverðarhlaðborð til kl. 10 á morgnana. Svokallað „High-tea“ að breskri fyrirmynd hefur notið mikilla vinsælda hjá hótelinu en það er í boði í Stofu 14 alla daga kl. 14-18.

Happy hour eða hamingjustund er alla daga frá 16-18 í Stofu 14 , þá er vín hússins, bjór af krana og kokteill dagsins á tilboði. Þetta hefur fallið vel í kramið hjá gestum og bæjarbúum og gestir hafa haft á orði að það sé gaman að eiga þess kost að kynnast heima-mönnum hér á barnum.

Hvort sem það er síðdegisstund með vina-hópnum eða eftirminnilegur kvöldverður þá er Aurora tilvalinn kostur. „Við getum ekki ann-að en verið hæstánægð með aðsóknina að Icelandair hótelinu það sem af er sumri,“ segir Snæbjörn.

icelandairhotels.is

Þau stýra Icelandairhótelinu og Aurora veitingastaðnum. Frá vinstri: Níels Jósefsson matreiðslumeistari, Sigrún Björk Jakobsdóttir hótelstjóri og Snæbjörn Bergmann Bragason veitingastjóri. Myndir Auðunn Níelsson

Veitingastaðurinn Aurorameð áherslu á hráefni úr héraði

Hótelgarðurinn fyrir framan veitingastaðinn Aurora á Icelandairhótelinu er vel búinn og veðursæll.

Page 7: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 7

Nokkrar staðreyndir um ferðamannabæinn Akureyri: Menning: Fjöldi viðburða og hátíða, skemmtileg söfn og gallerí, tónleikar og óvæntar uppákomur.

Afþreying: Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, heilsulindir, kvikmyndahús, skemmtistaðir, keilusalur, gönguferðir, siglingar, reiðtúrar, veiði, óvissuferðir, Grímsey, Hrísey og útivistarsvæðið í Kjarnaskógi.

Gisting: Hótel, gistiheimili, íbúðir, bústaðir, auk sveitahótela í næsta nágrenni.

Matur og drykkur: Úrval kaf�húsa og veitingastaða, matur úr Eyja�rði.

Verslun: Fjölbreytt og gott úrval verslana í miðbænum, á Glerártorgi og víðar. Stuttar vegalengdir, frítt í strætó og frítt í bílastæði - munið bílastæðaklukkurnar.

Sumar á Akureyri!Einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna í sannkallaðri ævintýraferð.

Verið hjartanlega velkomin! www.visitakureyri.is

Page 8: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

„Framkvæmdum sem staðið hafa yf-ir nokkur undanfarin ár er að mestu lokið og nú einbeitum við okkur að því að halda þessum gríðarlega flotta golfvelli að Jaðri góðum og snyrti-legum,“ segir Ágúst Jensson fram-kvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Hann tók við starfinu 1. nóvember á liðnu ári af Höllu Sif Svavarsdóttur sem gengdi því í fjöldamörg ár.

Hugurinn stefndi í þessa áttÁgúst er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi og byrjaði þar ungur, 8-9 ára að leika golf. Og var heldur ekki hár í loftinu þegar hann hóf fyrst sumarstörf á golfvellinum í sín-um heimabæ, aðeins 14 ára gamall. „Hugurinn stefndi alla tíð í þessa átt, að starfa við eitthvað sem tengist golfinu,“ segir hann.

Ágúst flutti suður til náms árið 1995, fyrst í framhaldsskóla og síðar háskóla. Hann hefur búið á höfuð-borgarsvæðinu upp frá því ef undan eru skilin tvö ár þegar hann stundaði nám í golfvallarfræðum í Skotlandi. Hann hefur lengi starfað fyrir Golf-klúbb Reykjavíkur, hóf þar fyrst störf árið 1997 sem sumarstarfsmað-ur, en í fullu starfi frá árinu 2002.

Mætumst á miðri leið!„Það má kannski segja að með því að flytja til Akureyrar mætumst við á miðri leið,“ segir Ágúst, en eigin-kona hans Dagbjört Víglundsdóttir er frá Neskaupstað. Þau eiga tvær dætur og segir hann að öllum lítist mjög vel á sig á Akureyri. „Það eru allir himinlifandi yfir þessum bú-ferlaflutningi hingað og kunna vel við sig,“ bætir hann við en eiginkon-an gat flutt starf sitt hjá Vífilfelli með sér norður. „Akureyri hefur alltaf heillað okkur og þegar þetta tækifæri gafst gripum við það og er-um hæstánægð.“

Ágúst segir að Jaðarsvöllur sé af-skaplega góður og skemmtilegur völlur. „Völlurinn er einstaklega skemmtilegur, mikið um landslag og líklega er hvergi að finna hér á landi völl sem státar af jafn gróskumiklum trjágróðri og á Jaðri,“ segir hann. „Við getum borið höfuðið hátt og

verið stolt af okkar velli, hann er án efa með þeim betri á landinu.“

Spennandi sumar framundanKlúbburinn er einnig öflugur, um 680 félagsmenn eru í Golfklúbbi Akureyri og nú nýverið var gerður samningur til 5 ára um að klúbbur-inn hafi umsjón með Lundsvelli í Fnjóskadal.

„Klúbbstarfið er mjög gott og

framundan í sumar eru mörg mót þannig að það er svo sannarlega ástæða til að hlakka til,“ segir Ágúst. „Miðnæturgolfmótið vinsæla, Arctic Open var hér hjá okkur í lok júní og þátttaka góð. Akureyrarmót GA er á sínum stað og þá verður lokamótið á Eimskipsmótaröðinni leikið á Jaðar-svelli.“ Ágúst nefnir að klúbburinn muni svo sjá um Íslandsmótið í golfi árið 2016, en nokkuð langt er um

liðið frá því Íslandsmót var síðast haldið á Jaðarsvelli, eða árið 2000.

Góð aðstaðaÆfingaaðstaða klúbbfélaga hefur batnað mikið eftir að inniaðstaða í Íþróttahöllinni var tekin í notkun og fólki gefst kostur á að æfa allt árið. „Þessi góða aðstaða sem klúbburinn býður upp á mun örugglega skila sér innan fárra ára með enn betri

kylfingum, þannig að það er bara bjart yfir öllum hér. Sumarið lofar góðu og hingað kemur fjöldi fólks á hverjum degi, ætli megi ekki skjóta á að allt að 200-250 kylfingar spili hér á vellinum þegar mest er og það er prýðisgott,“ segir Ágúst.

gagolf.is

Allir vita að mikilvægt er að við ná-um að hvílast vel í svefntímanum til að undirbúa okkur undir annir dags-ins. Þá skiptir öllu að vera í góðu rúmi enda verjum við stórum hluta ævinnar þar. Úrvalið á markaðnum er mikið og er nær eingöngu um að ræða innflutt rúm og dýnur nema hjá einu fyrirtæki: RB rúmum í Hafnarfirði. Þar er áhersla lögð á að sérsníða rúmin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Birna Katrín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri RB rúma, segir fyrirtækið ungt í anda og framsækið þrátt fyrir það að hafa náð 70 ára aldri á síðasta ári.

RB rúm í 70 ár„Faðir minn, Ragnar Björnsson, stofnaði þetta fyrirtæki fyrir 70 ár-um og hefur það alla tíð lagt áherslu á að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna ásamt því að vera í fararbroddi við þróun og framleiðslu spring-dýna. Við höfum fylgt hans fordæmi og teljum öllu skipta að fólk velji sér dýnur sem hæfir þyngd og hæð hvers og eins. Þess vegna bjóðum við upp á um mismunandi stífleika og framleiðum dýnur í þeim lengd-um og breiddum sem viðskipta-vinirnir óska eftir. Okkar markmið er að hámarka þægindin og tryggja viðskiptavinunum endingargóðar dýnur þar sem þeir hvílast vel frá dagsins önn,“ segir Birna Katrín.

RB rúm eru í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðasamtök fyrir-tækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýnum. Árið 2010 hlaut fyrirtækið alþjóðleg verðlaun á International Quality Crown Awards í London, fyrir vandaða framleiðslu og markaðs-setningu. Um er að ræða stór verð-laun sem aðeins eitt fyrirtæki í hverri grein fær ár hvert.

Sent um land alltHjá RB rúmum er auk rúma og dýna hægt að fá allt sem þarf í gott svefnherbergi, m.a. sængurverasett í úrvali, rúmteppi og púða, kistur og náttborð eftir málum, rúmgafla og vandaða heilsukodda. Einnig sérhæf-

ir fyrirtækið sig í viðhaldi og við-gerðum á springdýnum og eldri hús-gögnum.

Verslunin í Dalshrauni 8 í Hafnarfirði er opin virka daga frá kl. 09-18 og á laugardögum frá kl. 10-14. Pantanir eru sendar út um land allt.

rbrum.is

RB rúm í Hafnarfirði selja rúm um land allt:

Sniðin að þörfum hvers og eins

Ágúst Jensson tók við starfi framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar í lok síðasta árs. Hann segir klúbbinn mjög öflugan og Jaðarsvöll einn þann skemmtilegasta og besta á landinu. Mynd: Margrét Þóra Þórsdóttir

Framleiðsla og sala RB rúma fer fram að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði.

Birna Katrín Ragnarsdóttir, fram-kvæmdastjóri RB rúma.

Ágúst Jensson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar:

Getum borið höfuðið hátt og verið stolt af Jaðarsvelli

8 | AKUREYRI // sumar 2014

Page 9: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 9

Page 10: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

10 | AKUREYRI // sumar 2014

AKUREYRI

TískuverslunAkureyri

Sími 462 6200Herradeild

AkureyriSími 462 3599

Fjölbreytt úrval Veldu gæði, Komdu

Við tökum vel á móti þér Sumarið er í JMJ og Joe’s

Sumarið er...

Page 11: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 11

AKUREYRI

TískuverslunAkureyri

Sími 462 6200Herradeild

AkureyriSími 462 3599

Fjölbreytt úrval Veldu gæði, Komdu

Við tökum vel á móti þér Sumarið er í JMJ og Joe’s

Sumarið er...

Page 12: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fram-kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarð-ar, segir mýmörg tækifæri blasa við eyfirsku at-vinnulífi á komandi árum. Svæðið búi yfir miklum styrkleikum sem meðal annars megi merkja af góðum hagvexti eyfirska efnahags-svæðisins árin eftir hrun, nýjum upplýsingum um góða stöðu heimila og fyrirtækja, litlu at-vinnuleysi og fleiri þáttum.

Leiðtogar á landsvísu„Fyrst vil ég staldra við fjölmarga leiðtoga á landsvísu sem við eigum í atvinnulífinu og leyfi mér að nefna fyrirtæki á borð við Kæli-smiðjuna Frost, Slippinn, Rafeyri, Norðlenska, Kjarnafæði, MS, Höldur, Norlandair og Sam-herja. Allt leiðandi fyrirtæki í sínum greinum sem líka hafa sum hver unnið saman og skapað þannig betri tækifæri fyrir heildina. Ég held að styrkur Háskólans á Akureyri kunni líka að vera enn betur nýttur með breytingu á náms-framboði sem þá falli betur að grunnstoðum atvinnulífsins á svæðinu og reyndar landsins í heild. Umræðan um nýsköpun í atvinnulífinu beinist oft að einhverju nýju inn á svæðið en ég held að þurfum líka að vera minnug þess hversu sterkum stoðum við búum að og hvernig við getum unnið með þeim að því að vaxa enn frekar,“ segir Þorvaldur Lúðvík.

Nýsköpunarverkefni í orkuvinnslu hafa ver-ið og eru í talsverðum blóma á Eyjafjarðar-svæðinu. „Á mismunandi vettvangi hefur verið umtalsverð þróun í nýjum, sjálfbærum orku-gjöfum. Ég get nefnt orku úr kúamykju og hauggasi, bræðslu á plasti í þeim tilgangi að framleiða olíu og framleiðslu á lífdísel úr dýrafitu. Síðast en ekki síst vil ég nefna jarð-gerðarfyrirtækið Moltu ehf., sem að mínu mati á eftir að verða mjög dýrmætt í framtíðinni. Við getum verið ánægð með árangur Eyfirð-inga í jarðgerð og þátttöku almennings í söfn-un lífræns úrgangs en fyrirtækinu stendur hins vegar nokkuð fyrir þrifum að ríkisvaldið hefur ekki staðið sig í að framfylgja eigin reglugerð-um um förgun á lífrænum úrgangi sem enn er urðaður í alltof miklum mæli.“

Ekkert láglaunasvæðiFyrirliggjandi eru tvær nýlegar rannsóknir sem sýna fram á að á eyfirska efnahagssvæðinu varð verulegur hagvöxtur á fyrstu árunum eftir

efnahagshrunið, öfugt við t.d. höfuðborgar-svæðið. „Þetta er mjög athyglisvert og líka hitt að samsetning atvinnulífs er nú mjög fjöl-breytt, sem stuðlar að mun meira jafnvægi á svæðinu. Þetta er breyting frá þeim tíma þegar við byggðum á fáum mjög stórum vinnustöð-um og kannski má segja að við höfum dregið ákveðinn lærdóm af sögunni og kunnum betur í dag að dreifa fjöreggjunum okkar í margar körfur.

Í þessu sambandi má líka vekja athygli á nýrri rannsókn sem Rannsóknastofnun Há-skólans á Akureyri (RHA) vann fyrir Atvinnu-þróunarfélag Eyjafjarðar og sýnir fram á að Eyjafjörður er ekki láglaunasvæði, eins og oft hefur verið haldið fram, en jafnframt kemur í ljós að eyfirsk fyrirtæki hafa staðið hrunið bet-ur af sér en áður var talið og að uppsafnað eig-ið fé eyfirskra fyrirtækja taldi um 140 milljarða í árslok 2012, sem sjálfsagt stappar nærri því að vera um 200 milljarðar í dag. Loks sýnir þessi rannsókn óyggjandi að atvinnuleysi í Eyjafirði hefur að jafnaði verið um tveimur prósentustigum lægra en á landsvísu frá hruni. Atvinnuþátttaka er með öðrum orðum mun meiri en á landsmælikvarða. Þetta eru stað-reyndir sem ganga þvert á það sem alltof oft er haldið fram um eyfirskt atvinnulíf og við höf-um sjálf verið sek um það hér á svæðinu að tala okkur sjálf of mikið niður með röngum staðhæfingum á borð við þær að Eyjafjörður sé láglaunasvæði. Þess vegna réðumst við í þessa rannsókn og fögnum því að rétt mynd blasi nú við – svart á hvítu. Við eigum að vera stolt af því sem við eigum og sjá tækifærin í því að byggja enn frekar ofan á þann grunn.“

Akureyri á að vera annað hlið landsinsÞorvaldur Lúðvík segir ríkisvaldið stærsta örlagavaldinn í því hvort vöxtur ferðaþjón-ustunnar fái að ná til Eyjafjarðarsvæðisins og raunar svæðisins alls utan Suðvesturhornsins. „Við erum að tala um að taka eina milljón ferðamanna á ári í gegnum eina gátt til lands-ins, þ.e. Keflavíkurflugvöll. Aðeins 4% ferða-manna koma til landsins í gegnum aðra flug-velli og Norrænu á Seyðisfirði þannig að öllum má vera ljóst að það er mjög óskynsamlegt annað en opna annað alvöru hlið inn í landið og dreifa þannig vexti ferðaþjónustunnar betur og skynsamlegar. Er ekki eitthvað verulega

bogið við þessa þróun hjá okkur þegar ætlunin er að fjárfesta fyrir 12-15 milljarða í stækkun Leifsstöðvar á meðan samgönguáætlun gerir ráð fyrir niðurskurði til innanlandsflugvall-anna, m.a. þannig að t.d. Þingeyrarflugvöllur liggur undir skemmdum vegna skorts á viðhaldi og þannig þrengir enn frekar að kost-um Vestfjarða til byggðaþróunar og upp-byggingar atvinnulífs, svona svo dæmi sé nefnt. Við hlustum líka á að mikil nauðsyn sé að mæta auknum ferðamannastraumi með fleiri hótelum í Reykjavík. Við heyrum líka umræðuna um yfirálag á ferðamannastöðum á Suðvesturhorninu og Suðurlandi, þannig að ofbeit ógni náttúruperlum landsins og að ráð-ast þurfi í gríðarlegar fjárfestingar til að halda þessari hjörð í skefjum. Hvað með að minnka fjárfestingarþörfina og ofbeitina með því að opna aðra gátt inn í landið og dreifa álagi ferðamanna um landið allt? Hvað með að nýta fjárfestingu í ferðamannaþjónustu um allt land með því að stuðla að því að ferðamenn komist annars staðar inn í landið en í gegnum Leifs-stöð, hvaðan þeir keyra síðan flestir ekki lengra en 150 km. Þessu tengt má líka benda á að einn mesti starfaflutningur sem átt hefur sér stað í seinni tíð er uppbygging fiskvinnslu á Reykjanesi, þar sem unnið er úr hráefni af landinu öllu fyrir ferskfiskútfluting í gegnum Leifsstöð. Þannig leggjast af störf í fiskvinnslu úti á landi og flytjast á Reykjanesskagann af þeirri einu ástæðu að þannig er betur hægt að vinna ferskfisk til útflutnings með flugi. Ríkis-valdið hefur valdið í gegnum eign sína í Isavia ohf. og síðan Alþingi með samgönguáætlun og getur þannig mestu um þetta ráðið ef póli-tískur vilji er til staðar. Uppbygging annarra gátta til og frá landinu gæti verið ein besta fjár-festingin í framtíðinni fyrir ríkið á þessum tímapunkti,“ segir Þorvaldur Lúðvík.

Landsbyggðin skilar sínuFramkvæmdastjóri AFE segir þá umræðu þreytta að stilla höfuðborginni og landsbyggð-inni upp sem andstæðingum en á nákvæmlega sama hátt verði að bera virðingu fyrir þeirri staðreynd hversu mikil tekjusköpun sé utan höfuðborgarsvæðsins. Þess vegna láti fólk, fyr-irtæki og stofnanir á landsbyggðinni til sín heyra þegar halla þyki á í framkvæmdum eða þjónustuuppbyggingu.

„Mér finnst alltof mikil umræða hjá þeim sem ég vil kalla sérleyfishafa sannleikans í þá veru að landsbyggðin lifi á höfuðborgarsvæð-inu því þannig er það auðvitað alls ekki. Ætli stappi ekki nærri að aðeins önnur hver króna skatttekna sem fara frá Norðausturríki til ríkis-ins (Norðurlandi eystra og Austurlandi) komi til baka. Þannig mætti spyrja sig hvort að á sama tíma og leikhópur á Eskifirði eigi í vanda með að kaupa búninga fyrir uppsetningu á Dýrunum í Hálsaskógi fjármagni Eskfirðingar nokkrar sætalengjur í Hörpu? Svona svo þetta sé sett í raunhæft samhengi.“

Ekki verður skilið við Þorvald Lúðvík án þess að spyrja hann um þá nýju ákvörðun stjórnvalda að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Hann segir AFE enga aðkomu hafa haft að því máli og líkt og aðrir bíði hann þess að sjá heildarmyndina.

„Ég gef mér að að baki ákvörðuninni liggi ígrundað mat á kostum og göllum þessa gjörn-ings og að niðurstaðan sé sú að kostirnir séu ótvíræðir. Hér er vitanlega blómlegur sjávarút-vegur, öflugur háskóli, rannsóknarstofnanir, miðstöð norðurslóðamálefna, háskóla-sjúkrahús, öflugir innviðir, hátt atvinnustig, öflugur húsnæðismarkaður, sterkt svæði í at-vinnulegu tilliti, öflugar samgöngur og þannig mætti halda áfram. Umhverfi fyrir Fiskistofu ætti því að vera fyrsta flokks og prýðilegt fyrir hana til vaxtar. Þessi fyrsta umræða um hreppaflutninga er um margt sérstök, en lítið hefur verið rætt um ástæður flutningsins eða forsendur þar að baki. Ég geri hins vegar að sjálfsögðu ekki lítið úr því að þetta er mikið umrót fyrir starfsfólk stofnunarinnar, sem auð-vitað er vonandi að komi sem flest. Það er hins vegar enn of margt á huldu með þetta og ágætt að bíða átekta. Ef til þess kemur tel ég að vel verði tekið á móti þessu ágæta fólki Fiskistofu sem kannski lætur tilleiðast og flytur með, en annars er þá góður mannauður hér á svæðinu einnig,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AFE.

afe.is

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

12 | AKUREYRI // sumar 2014

Eyjafjarðar-svæðiðí stöðugum vexti

Page 13: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 13

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956

hluti af Bygma

ferðAlAgið

Allt fyrir ferðAlAgið í húsAsmiðjunni Akureyri

2.549 krmargir litir

tjaldstóll

6.490 kr2 manna

tjald hi-mArk

34.590 kr48 ltr. 12V-220V

kælibox

6.990 krúr áli

tjaldstóll

5.490 kr45x60 cm

tjaldborð

2.590 kr24 ltr.

kælibox

3899528

3901434

3000411

3899287

3899367

3899342

Page 14: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

14 | AKUREYRI // sumar 2014

„Sumarið fer mjög vel af stað. Það hefur verið stöðugur straumur til okkar það sem af er sumri og búðin full alla daga frá morgni til kvölds,“ segir Guðrún Karitas Garðarsdóttir, verslunarstjóri hjá Eymundsson í Hafnarstræti á Akureyri. „Þetta hef-ur verið mjög líflegt og skemmtilegt og mikið um að vera þannig að við erum bara bjartsýn á að sumarið verði gott.“

Guðrún Karitas segir að útskriftir úr framhalds- og háskólum setji svip

sinn á fyrri hluta sumars og gjarnan margt um manninn í versluninni í leit að útskriftargjöfum „og við höf-um nægt úrval af gjafavöru, bókum og öðru sem hentar til gjafa við slík tilefni,“ segir hún. Þá var að venju margt um manninn í tengslum við útskriftir, fjölskyldur útskriftarnema og júbílantar sem duglegir eru að heimsækja Akureyri á þessum tíma-mótum. „Þetta er alltaf stór helgi hjá okkur.“

Ferðamenn og Akureyringar í miðbæjarferðumHeimamenn leggja leið sína í Ey-mundsson í ríkum mæli, þeim þykir notalegt að skoða sig um í rúmgóðri og bjartri versluninni og fá sér hressingu í leiðinni. „Það er hluti af miðbæjarferð margra Akureyringa að líta við hjá okkur og bara gaman að því.“

Guðrún Karitas segir að einnig hafi verið mikið um ferðamenn í bænum það sem af er sumri. „Ferða-

menn skoða sig vel um hér í búðinni hjá okkur, þeir eru m.a. að leita að minjagripum og þá höfum við í miklu úrvali. Þeir eru einnig áhuga-samir um bækur um Ísland, en þær eru margar og fjölbreyttar, m.a. ljós-myndabækur með fjölda fallegra mynda sem falla ferðamönnum vel í geð. Þeir kaupa mikið að slíkum bókum, en einnig sýnist mér þeir vilja eignast bækur eftir höfunda sem búið er að þýða, t.d. eru Lax-ness, Arnaldur og Yrsa mjög vinsæl ir höfundar og bækur þeirra seljast alltaf vel yfir sumarið,“ segir hún.

Spennandi bókaútgáfa á sumrinÞá nefnir Guðrún Karitas að útgáfa á kiljum fyrir sumarið hafi aukist mikið undanfarin ár og í raun sé sá árstími ekki síður spennandi er jólin. „Það er mjög gaman að sjá hversu lífleg útgáfan er orðin hér á landi á þessum árstíma, ég hlakka ekki síður til að sjá hvað gefið er út fyrir sum-

arið en jólin. Yfirleitt eru þetta mjög léttar og skemmtilegar bækur sem-henta t.d. vel til að grípa með í sum-arfríið, en annars er úrvalið fjöl-breytt og þó svo að glæpasögur og léttmeti einkenni oft sumarútgáfuna má finna alls konar bækur innan um og saman við,“ segir hún.

Margs konar bækur eru einnig á boðstólum fyrir börn og ungmenni, m.a. þrautabækur og þess háttar sem henta vel til að hafa ofan af fyrir börnum sem eru á ferðinni. „Við er-um líka með fulla búð af gjafavöru, úrvalið er gott og fólk kemur hingað í leit að tækifærisgjöfum af ýmsu tagi. Við höfum svo dæmi sé nefnt boðið upp á sultur og sölt sem notið hafa mikilla vinsælda, bæði hjá útlendingum og eins fólki sem gríp-ur slíkan varning með sér þegar farið er í matarboð,“ segir Guðrún Kar-itas.

eymundsson.is

Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, segir að nú sæki fleiri en áður í vissar tæknigreinar sem Verkmenntaskól-inn bjóði upp á. Fjölgunin sé áber-andi meiri annars vegar í rafmagns-greinum og hins vegar í málm- og véltæknigreinum. Skýringuna segir Hjalti Jón vera líklegasta þá að nú sé að skila sér góð kynning skólans á þessum greinum undanfarin tvö ár. „Við höfum auk þess átt mjög gott samstarf við fyrirtæki á svæðinu sem hefur skilað sér í aukinni umræðu um mikilvægi þessa tæknináms og tæknigreina,“ segir Hjalti Jón. „Hér hefur undanfarið verið mikil eftir-spurn eftir tæknimenntuðu fólki á

þessum sviðum. Ég vona að það sé vísbending um breytt hugarfar frá því sem var þegar allir áttu helst að mennta sig í fjármálagreinum eða lögfræði. Auðvitað verður að vera til nóg af fólki til að vinna störfin ef at-vinnulífið á staðnum á að ná að efl-ast. Við mætum skilningi hjá fyrir-tækjum sem hafa verið dugleg að leggja okkur lið við að endurnýja tækjabúnað að undanförnu svo að skólinn geti boðið upp á sambæri-legar aðstæður og eru úti í atvinnu-lífinu. Allt hjálpar þetta til að gera góðan skóla enn betri.“

Hjalti Jón segir að bygginga-greinarnar eins og húsasmíði hafi ekki enn rétt úr kútnum eftir hrun. „Við finnum núna fyrir vit-undarvakningu þeirra sem eldri eru og það skilar sér til unga flólksins. Nú er mikil eftirspurn eftir vel menntuðu tæknifólki sem segir okk-ur að atvinnulífið er komið á skrið,“ segir Hjalti Jón. „Menn hafa auk þess verið að þrýsta á um að tækni-greinum verði gert hærra undir höfði hjá Háskólanum á Akureyri og í atvinnulífinu almennt,“ segir Hjalti Jón að lokum.

vma.is

Guðrún Karitas Garðarsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson við Hafnarstæti á Akureyri segir sumarið fara vel af stað; stöðugur straumur fólks frá morgni til kvölds. Myndir: Auðunn Níelsson

Guðrún Karitas Garðarsdóttir, verslunarstjóri hjá Eymundsson:

Erlendir ferðamenn áhuga-samir um íslenskar bækur

Eftir aðeins 35 km akstur frá Akur-eyri og 15 mínútna siglingu með Hríseyjarferjunni Sævari, sem fer frá Árskógssandi á tveggja tíma fresti, er komið til Hríseyjar sem er rómuð fyrir náttúrufegurð og friðsæld. Í þessu litla sjávarþorpi með 170 íbúa er auðvelt að kúpla sig út úr hvers-dagsleikanum. Fyrir þá sem vilja dvelja lengur en dagpart í Hrísey er boðið er upp á gistingu í Jónatans-húsi, Mínukoti (www.visithrisey.is) og á veitingahúsinu Brekku (www.brekkahrisey.is) Veitingahúsið Brekka í Hrísey er opið alla daga yfir sumarið og löngu landsþekkt fyrir matreiðslu sína en Brekka fagnar 30 ára starfsafmæli á árinu.

Í versluninni Júllabúð „fæst allt“, eins og Hríseyingar segja en þar er auk nauðsynjavöru hægt að kaupa kaffi, samlokur, pylsur og margs-konar sérvöru að ekki sé minnst á harðfiskinn frá Hvammi í Hrísey.

Orkulind og dráttarvélaferðir Í Hrísey er hægt að kaupa þurrkaða hvönn, bæði te og krydd, en það er fyrirtækið Hrísiðn sem þurrkar hvönn úr Hrísey og selur mestan hluta til náttúrulyfjagerðar en er far-ið að selja undir eigin merkjum. Hvönnin er ævagömul lækningajurt og talin hafa mjög góð áhrif á marg-víslega kvilla. Gestir eyjarinnar ættu svo að kíkja við í handverkshúsinu Perlu við höfnina. Þar er hægt er að skoða og versla fallegt handverk og listmuni. Þar byrjar líka útsýnisferð um eyjuna á dráttarvélavagni en þær ferðir eru í boði alla daga yfir sumar-tímann. Tekur hver ferð um 40 mínútur.

Gönguleiðir eru margar og

skemmtilegar í Hrísey og tilvalið er að leggja leið sína á austurhluta eyj-unnar þar sem sögð er vera önnur mesta orkulind landsins. Geislar friðar og elsku streyma yfir frá fjall-inu Kaldbaki sem gnæfir yfir austan fjarðarins. Upplýsingaskilti fyrir ferðamenn eru á gönguleiðunum.

Hús Hákarla-Jörundar hýsir fróðlega sýningu um hákarlaveiðar við strendur Íslands fyrr á tímum, þar má einnig sjá sögu Hríseyjar í máli og myndum. Þar er opið dag-lega yfir sumartímann og starfrækt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Eins konar byggðasafn Hríseyjar er í Holti, húsi Öldu Halldórsdóttur sem hún ánafnaði Hríseyjarhreppi eftir sinn dag. Allar nánari upplýs-ingar má nálgast í upplýsingamið-stöðinni.

Hríseyjarhátíð í júlí Efnt verður til fjölskylduhátíðar í Hrísey í sumar sem nefnist einfald-lega Hríseyjarhátíð. Hún hefur verið haldin frá árinu 1997 og er því ein elsta bæjarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin helgina 11.-13. júlí.

Ekki verður skilið við umfjöllun um Hrísey öðruvísi en nefna sund-laug staðarins. Úr lauginni er einstakt útsýni yfir Eyjafjörð og komið hefur fyrir að gestir í heita pottinum hafa getað fylgst með hvölum svamla úti fyrir eynni. Bjóði aðrir sundstaðir landsins betur! Í Hrísey er einnig afburðagóð aðstaða til sjósunds.

hrisey.is

Náttúrufegurðar Hríseyjar og útsýnis um Eyjafjörð má njóta með gönguferðum um eyjuna. Merktar gönguleiðir eru um eyjuna og upplýsingaskilti um það sem fyrir augu ber.

Leiðin liggur til Hríseyjar í sumar

Í kennslustund í vélgreinum í Verk-menntaskólanum. Mynd: Óskar Þór Halldórsson

Áberandi meiri áhugi á tækninámi

Hjalti Jón Sveinsson við brautskrán-ingarathöfn í Hofi nú í vor.

Page 15: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 15

HVERNIG SEM FER

FERSKUR BITI Á RÁÐHÚSTORGINU Á AKUREYRI

ÍSLEN

SKA

/SIA.IS SE

R 69714 06/14

HVERNIG SEM FER

MEXÍKÓVINNUR ALLTAF

HM BRAGÐLAUKANNA

Page 16: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

16 | AKUREYRI // sumar 2014

Hvar fer betur á því að undur gerist en einmitt í garði jólanna? Í Eyja-fjarðarsveit vestanverðri, nánar til-tekið skammt frá Hrafnagilshverfi opnaði fyrir 18 árum verslunin Jóla-garðurinn þar sem andi jólanna svíf-ur árið um kring, bæði innan húss og utan. Síðan þá hafa þau Benedikt Grétarsson og Ragnheiður Hreiðars-dóttir, eigendur Jólagarðsins smám saman útvíkkað starfsemina og þjón-ustuna, bætt við nýjum perlum á borð við heimsins stærsta jóladaga-tali, Óskabrunni ófæddra barna, Bangsahúsinu og í fyrrasumar Epla-kofanum þar sem í boði er rjúkandi heitt kaffi og volgir Voffar með rjóma og heimagerðu sírópi. Slíkir eru hvergi annars staðar fáanlegir á Íslandi. Bæði er sjón sögu ríkari og bragðlaukarnir reynslunni ríkari að smökkun lokinni. Í Eplakofanum má nefnilega líka fá gljáandi húðuð epli sem fá hugann til að reika til jólanna – jafnvel þó um um hásum-ar sé.

Sveinsbær verður til Þau undur gerðust síðan í vetur að við hlið Jólagarðsins reis úr jörðu Svarta húsið, stórt verslunarhús sem hýsir verslunina Bakgarð Tante Grethe en þá verslun hafa þau Bene-dikt og Ragnheiður rekið á Akureyri um nokkurra ára skeið og ákváðu að flytja hana í Eyjafjarðarsveit. Saman mynda Svarta húsið, Jólagarðurinn og Eplakofinn Sveinsbæ enda mikill bæjarbragur kominn á þyrpinguna með þessari nýjustu viðbót. Meira að segja er í Sveinsbæ hægt að heim-sækja Páfagarð til þar til gerðrar tafl-mennsku - án þess að nánar verði farið út í þá sálma!

Bakgarður á norrænum nótumSvarta húsið var sérhannað fyrir verslunina Bakgarð Tante Grethe en verslunin er tileinkuð danskri konu og sönnum lífskúnstner sem fæddist í Danmörku árið 1909, en fluttist til Íslands ung kona, giftist og bjó hér-lendis alla sína ævi. Vöruúrvalið í versluninni er allt á norrænum nót-um og eins og áður segir með sama sniði og var í versluninni á Akureyri en til viðbótar er síðan spunaverk-stæði Margrétar Veru Benedikts-dóttur í versluninni en hún er dóttir þeirra Benedikts og Ragnheiðar. Í Bakgarði Tante Grethe má því bæði fá nytjavörur til heimilisins, sem og listmuni og gjafavöru, sultur og fleira gómsætt.

Sjón er sögu ríkari í Svarta hús-inu sem öðrum í Sveinsbæ!

„Glerárdalshringurinn er fyrir fólk á öllum aldri en þetta er ganga sem reynir virkilega á, umtalsverð hækk-un þannig að fólk þarf að búa sig hana. Hins vegar er aðalatriðið að ætla sér ekki um of heldur njóta sem best. Því sannarlega er engu líkt að vera á göngu á tindum fjallanna við Glerárdal, horfa á miðnætursól af Kerlingu og hafa Eyjafjörðinn og nærsveitir fyrir framan sig. Oftar en ekki höfum við hitt á slíkar veðurað-stæður í Glerárdalshringnum og þeirri upplifun gleymir enginn,“ segja þeir Viðar Sigmarsson, Ragnar Sverrisson og Sigurjón Kristinsson sem hafa veg og vanda að undirbún-ingi Glerárdalshringsins 24x24 sem genginn verður þann 12. júlí næst-komandi.

Þrjár útfærslur í boðiÍ Glerárdalshringum eru gengnir fjallatindarnir umhverfis Glerárdal ofan við Akureyri en með 24x24 er vísað til þess að 24 tindar séu gengn-ir á 24 klukkustundum. Gangan er um 50 km og heildarhækkun um 4500 m. Lagt er upp frá Skíðahótel-

inu í Hlíðarfjalli að morgni laugar-dags, gengið upp Hlíðarhrygg og svo sem leið liggur hringinn í Glerárdal og að lokum niður hefðbundna leið af Súlum. Í boði eru einnig styttri göngur, þ.e. að ganga fyrstu þrettán tindana; frá Híðarfjalli að Jökul-borgum og þaðan niður Þverárdal að bænum Þverá í Öxnadal. Þriðja útfærslan er 7-tinda ganga þar sem farið er upp frá Finnastöðum í Eyja-fjarðarsveit á Kerlingu að kvöldi laugardagsins og gengnir tindarnir þaðan til norðurs og endað á Ytri-Súlu. Raunar má segja að þetta sé eina tækifæri fólks til að fara í skipulagða göngu á Kerlingu að næt-urlagi til að njóta miðnætursólar við Eyjafjörð eins og hún gerist best.

Í upphafi göngunnar er hópnum skipt í þrennt eftir gönguhraða og getu. Þannig fer hraðasti hópurinn alla tindana á um 18 tímum, B-hóp-ur fer á um 24 tímum og C-hópur á 28-30 tímum. Fararstjórar leiða alla hópana, sem og hópana sem fara styttri göngurnar. Þannig segja þeir þremenningar allt gert til að skipulag gangi sem best fyrir sig og

allir komist á leiðarenda. Gætt er vel að öllum öryggismálum, til að mynda með samstarfi við Björgunar-sveitina Súlur.

Upplýsingar um gönguna, lýsing

og skráningu er að finna á heimasíðu göngunnar.

www.24x24.is

Göngufólk á Hlíðarfjalli; Blátindur, Bunga og Strýta framundan.

Miðnætursólar notið á Þríklökkum undir lok Glerárdalshringsins. Við blasa Kista, Strýta og Hlíðarfjall handan dalsins, fyrstu fjöllin í hringnum.

Sveinsbær. Við hlið Jólagarðsins var Svarta húsið, sem svo er nefnt, byggt nú síðvetrar og opnaði þar Bakgarður Tante Grethe í júní.

Spunaverkstæði Margrétar Veru er í einu horni verslunarinnar og þar spinnur hún á rokkinn þegar tækifæri gefst.

Sólarhringur á fjallatindum

Bakgarður opnaður í Sveinsbæí Eyjafjarðarsveit

Page 17: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 17

Page 18: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

18 | AKUREYRI // sumar 2014

„Það er alltaf mikið að gera hjá okk-ur í Húsasmiðjunni og Blómavali á þessum tíma árs enda eru annirnar mestar í byrjun sumars og fram eftir sumri. Þá er fólk upptekið við að lagfæra og snyrta nánasta umhverfið eftir veturinn, taka í gegn garðinn og veröndina, sólpallinn og blómin bæði inni og úti. Við kappkostum að vera með allt sem til þarf að mæta þessum þörfum,“ segir Sigurður Harðarson, rekstrarstjóri verslana Húsasmiðjunnar og Blómavals sem eru undir sama þaki við Lónsbakka á Akureyri.

Breytt framsetning – aukið vöruúrvalHann segir að undanfarið hafi upp-röðun og framsetning, bæði í Blómavali og Húsasmiðjunni, verið tekin til endurskoðunar. „Við lækk-uðum hina dæmigerðu sölurekka sem einkenna byggingavöruverslanir til að hleypa inn meiri birtu og til að fólk fái betri yfirsýn yfir verslunina. Nú týnum við ekki viðskiptavinum á milli hárra vörurekka og fólk á auðveldara með að finna afgreiðslu-fólkið okkar.“ Sigurður segir mikla áherslu lagða á að viðhalda og auka gæði þjónustunnar. „Í þessari grein verslunar, þar sem samkeppnin er mjög hörð, eru verð milli verslana oft mjög svipuð. Þá geta gæði þjón-ustunnar og viðmótið sem mætir viðskiptavininum ráðið úrslitum um hvar fólk velur að versla.“

Hann segir að síðustu mánuði hafi verið unnið sérstaklega að því að efla vöruúrval og þjónustu Blómavals. Þannig hafi verið ráðinn sérstakur starfsmaður til blóma-skreytinga og nú er hægt að bjóða upp á sérunnar blóma skreytingar fyrir ólík tilefni, hvort sem það eru brúðkaup, fermingar eða útfarir. Búsáhaldadeildin, sem áður var til-tölulega lítið horn í Blómavali, hefur verið stækkuð og flutt framar í versl-unina. Meðal þess sem þar er að finna eru keramik pottar og pönnur frá Beca sem hafa notið mikilla vin-sæla. Að sögn Sigurðar eru margir að skipta út gömlu teflonhúðuðu eld-húsáhöldunum fyrir keramikáhöld sem hafa svipaða eiginleika. Það festist lítið við keramikið sem auk þess leiðir hitann betur þannig að matreiðslan tekur skemmri tíma með tilheyrandi sparnaði vegna minni rafmagnsnotkunar. Auk mik-ils úrvals af garðhúsgögnum og hverskyns sumarvöru getur Húsa-smiðjan nú aftur boðið tékknesku reiðhjólin frá Author sem er einn af stærri keppnishjólaframleiðendum í Evrópu. „Við erum hins vegar fyrst og fremst með ódýrari hjól í verslun-um okkar sem henta hinum al-menna notenda, en getum að sjálf-sögðu pantað inn dýrari hjól ef þess er óskað.“

Aukin umsvif og velta í hagkerfinuSigurður segir að sumarið hafi verið mun fyrr á ferðinni fyrir norðan í ár en í fyrra og nú séu menn komnir á fulla ferð við að endurnýja hjá sér palla og hvers kyns tréverk. Hjá Húsasmiðjunni er hægt fá sérstakt P5 pallaefni sem er fúavarið undir þrýstingi og er selt með 5 ára ábyrgð. „Það hefur verið gríðarleg

eftirspurn eftir þessu efni og við eig-um fullt í fangi með að anna henni.“

Sigurður segist verða áþreifanlega var við meiri umsvif í hagkerfinu en verið hefur og sölutölur bendi til að fólk sé bjartsýnna á framtíðina en oft áður. „Þetta merkjum við ekki síst á auknum umsvifum fagmanna en um helmingur af okkar veltu eru viðskipti við iðnaðarmenn. Einstak-

lingarnir eru einnig að koma sterkir inn aftur eftir að hafa haldið að sér höndum síðustu misseri og ár.“ Hann segist ekki vita hvað valdi. Hvort kaupmáttur fólks sé að aukast eða að þeir sem hafa frestað fram-kvæmdum síðustu misseri telji sig ekki geta beðið öllu lengur með að hefjast handa. „Ég vona hins vegar að þær breytingar sem við höfum verið að gera á versluninni hjá okkur

eigi einhvern þátt í auknum við-skiptum því það staðfestir þá þær já-kvæðu viðtökur sem við höfum fengið og bendir til að við séum á réttri leið,“ segir Sigurður Harðar-son, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals á Akureyri.

husa.is

blomaval.is

Birgir Björnsson stýrir fagmannasölu Húsasmiðjunnar á Norðurlandi. Sumarið kom snemma í ár og af krafti norðanlands sem gerði að verkum að utanhúss-framkvæmdir fóru á fulla ferð og lokkaði húseigendur í framkvæmdir við hús sín og í görðum. Myndir: Auðunn Níelsson

Garðálfar í Blómavali. Sumarblómin skarta sínu fegursta eins og vera ber á þess-um árstíma.

Reiðhjól og grill eru sumarvara í sölu hjá Húsasmiðjunni.

Breytingar hjá Húsasmiðjunni og Blómavali á Akureyri

„Þetta hefur gengið vel en það tekur sinn tíma að skapa staðnum nafn og kynna hann. Líkast til er ég samt orðin hvað þekktust fyrir staðinn er-lendis og fæ stöðugt fleiri erlenda ferðamenn sem hafa séð á erlendum síðum upplýsingar um hann,“ segir Kristín Kolbeinsdóttir, eigandi veitingastaðarins Silvu á Syðra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Silva opnaði vorið 2012 og er þetta því þriðja sumarið sem staðurinn er op-inn. Silva er að því leyti með sér-stöðu í íslensku veitingahúsaflórunni að bjóða eingöngu upp á grænmetis- og hráfæðisrétti.

„Meðal þess fólks sem lifir og hrærist í fæði af þessu tagi er Silva orðinn nokkuð þekkt nafn. Ég hef verið með kynningarefni á síðunni happycow.com sem stór hópur fólks fylgist með en síðan fæ ég stöðugt fleiri gesti af höfuðborgarsvæðinu sem sækjast sérstaklega eftir græn-metis- og hráfæði. Ég hef líka lagt mikla áherslu á kynningu í gegnum facebook.com og það hefur skilað góðum árangri,“ segir Kristín en hún hafði um margra ára skeið til-einkað sér áherslur í grænmetis- og hráfæði þegar hún tók ákvörðun um að stíga næsta skref og stofna fyrir-tæki og opna veitingastað, byggðan á þessu mataræði. Silva starfar í húsi sem á sínum tíma hýsti barnaskóla Öngulsstaðahrepps og síðar skrif-stofur Eyjafjarðarsveitar. Frá Silvu er

víðsýnt um Eyjafjarðarsveitina, yfir Akureyri og norður Eyjafjörð. Um 14 kílómetrar eru til Akureyrar.

„Þó sumum þyki svolítið langt að koma hingað til mín þá eru samt miklu fleiri sem eru ánægðir með staðsetninguna, útsýnið og hversu rólegt og þægilegt er að sitja hér. Enda er fólk oft lengi hjá mér og nýtur þess að slaka á. Það er því líka ótvírætt kostur að vera svolítið fyrir utan þéttbýlið,“ segir Kristín.

Lífrænt hráefni og heimaræktað salatOpið er alla daga á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst frá kl. 12 til 20. Alltaf er boðið upp á heitan græn-metisrétt, hráfæðisrétt, súpu og brauð, kaffi og kökur. Silva er því í senn matsölustaður og kaffihús. „Hráefnið er nánast allt lífrænt og við ræktum stærstan hluta af okkar salati sjálf. Ég hef fengið mikið lof fyrir ferskleika hráefnisins sem ég nota og að réttirnir séu bragðgóðir. Og margir matargestanna hafa talað um að þeim hafi komið á óvart hversu góðir grænmetis- og hráfæð-isréttirnir geti verið. Mér þykir vænt um að fá að heyra það,“ segir Kristín en auk veitingasalarins sjálfs er stefnt á að gestir geti setið og borðað undir berum himni, þegar þannig viðrar, á nýjum palli sem nú er unnið að við húsið.

Auk veitingastaðarins framleiðir

Silva vörur undir eigin merkjum sem seldar eru í sælkeraversluninni FISK kompaníinu og Flóru á Akur-eyri árið um kring. Þar er um að ræða kex, kökur og brauð. Þá veitir Kristín ráðgjöf um náttúrulegar að-ferðir sem hjálpa fólki að ná tökum á heilbrigðari lífsstíl og bættu matar-æði og heldur einnig námskeið yfir vetrartímann þar sem hollustan er höfð í fyrirrúmi.

silva.is

Veitingastaðurinn Silva í Eyjafjarðarsveit einstakur í veitingastaðaflóru landsins:

Grænmetis- og hráfæðisréttirnir heilla æ fleiri

Kristín Kolbeinsdóttir, eigandi Silvu í Eyjafjarðarsveit. Alla daga eru grænmetis- og hráfæðisréttir í boði á Silvu, súpa, brauð, kökur og kaffi. Það fer því enginn svangur út!

Silva á Syðra-Laugalandi.

Page 19: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 19

5% aukaafsláttur af tilboðunum!Skráðu þig í næstu heimsókn.

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.isVöruúrval mismunandi eftir verslunum. Tilboð gilda frá 3. júlí, til og með 6. júlí. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Þríhyrndir vaxlitirCrayola 16 stk.Verð kr. 1.299.-

VaxlitirCrayola 8/24 stk.8 stk. Verð kr. 399.-24 stk. Verð kr. 799.-

TrélitirCrayola 12/24 stk.12 stk. Verð kr. 1.229.-24 stk. Verð kr. 2.139.-

LITIR OG AFÞREYING ÍFERÐALAGIÐ

LITASETT FYRIR LITLA LISTAMENN

Verð kr. 699.-HEYRNARTÓL MAXELL RETRO DJ

vildar-afsláttur

20%

Vildarverð kr. 7.992.-Verð áður kr. 9.990.-

HEYRNARTÓL MAXELL PLAY

vildar-afsláttur

20%Vildarverð kr. 6.392.-Verð áður kr. 7.990.-

Vildarverð kr. 6.392.-Verð áður kr. 7.990.-

HEYRNARTÓL MAXELL JUICY

vildar-afsláttur

20%

LANDSINS MESTA ÚRVALTÍMARITA

Page 20: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

20 | AKUREYRI // sumar 2014

Óhætt er að segja að verslunarmið-stöðin Glerártorg á Akureyri sé að ganga í endurnýjun lífdaga um þess-ar mundir. Eftir að fasteignafélagið Eik eignaðist húsið snemma á þessu ári hefur verið unnið markvisst að því að rétta við reksturinn sem átti á brattann að sækja fyrst eftir efna-hagshrunið 2008. Verslunarrými sem áður voru að tæmast hafa verið tekin aftur í notkun, eitt af öðru og um miðjan ágúst nk. opnar Lindex stórverslun á Glerártorgi. Þá er í undirbúningi að taka í notkun nýtt rými á efri hæð verslunarmiðstöðv-arinnar sem hefur verið óinnréttað til þessa. Þegar fasteignafélagið Eik tók við Glerártorgi fékk félagið Þró-un og ráðgjöf – ÞOR til samstarfs, vegna þeirrar reynslu sem fram-kvæmdastjóri ÞOR, Ragnar Atli Guðmundsson, býr yfir en hann hafði yfirumsjón með byggingu Kringlunnar og svo aftur stækkun hennar. ÞOR vinnur nú að heildar-þróun Glerártorgs, verslunarsam-setningu, markaðsmálum og þróun annarrar hæðar. Fyrirtækið hefur fengið til liðs við sig bandaríska sér-fræðinga í þróun verslunarmiðstöðva ásamt arkitektum hússins hjá Arkís.

Spennandi tímar framundan „Glerártorg býður upp á mikla möguleika og verkefni okkar er að nýta þá betur og gera Glerártorg að enn glæsilegri og skemmtilegri stað að heimsækja en í dag,“ segir Edda Rún Ragnarsdóttir hjá ÞOR en hún er jafnframt formaður markaðsráðs Glerártorgs. Edda Rún segir nýja stjórn Glerártorgs hafa metnaðar-fulla markaðsáætlun og að framund-an séu skemmtilegir viðburðir og áhugi sé á að tengjast viðburðum bæjarins. „Það verður gaman að eiga samvinnu við bæinn því það er allra hagur að vinna saman og styrkja Ak-ureyri sem markaðssvæði í heild. Glerártorg er hluti af Akureyri og öfugt.“

Edda Rún segir að nú fari fram hugmyndavinna um framtíðarþróun Glerártorgs „Við bindum miklar vonir við nýja þjónustu- og af-þreyingarstarfsemi sem ráðgerð er á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Það eru spennandi tímar framundan hjá Glerártorgi.“

Lindex opnar í sumar„Strax og Eik tók við Glerártorgi snérum við vörn í sókn og erum nú þegar búin að fylla 12 af þeim 14 verslunarrýmum sem losnuðu. Við horfðum fyrst inn á við og fundum að það voru verslanir sem vildu stækka við sig. Síðan könnuðum við áhuga verslana sem voru annars staðar í bænum á að flytja sig yfir á Glerártorg og loks horfðum við til verslana á höfuðborgarsvæðinu sem kynnu að hafa áhuga á að koma norður. Þannig fengum við til dæm-is Lindex og það eru viðræður í gangi við fleiri aðila.“

Edda Rún segir mikinn feng í að fá stóra Lindex verslun inn á Glerár-torg. Lindex er sænsk verslunarkeðja með dömu- og barnafatnað á hag-stæðu verði sem hefur verið einn helsti keppinautur H&M á þessum markaði. Lindex rekur fyrir verslanir í Smáralind og Kringlunni og þegar fyrsta verslunin var opnuð í Smára-lind var henni tekið svo vel af ís-lenskum neytendum að hleypa þurfti inn í hollum.

Edda Rún segir að Glerártorg hafi sérstöðu meðal verslunarmið-

stöðva. Alla jafna er einn megin-toppur í verslun hér á landi á ári sem er í kringum jólin. Á Glerártorgi eru topparnir hins vegar tveir. Annars vegar um jólin en hins vegar er það sumarið. „Það er ótrúlegur fjöldi sem fer um Glerártorg á sumrin og yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna

sem kemur til Akureyrar kemur við á Glerártorgi. Þetta skapar traustan grunn fyrir verslun á þessum stað og

það munum við nýta okkur í þeirri þróunarvinnu sem nú stendur yfir,“ segir Edda Rún Ragnarsdóttir.

Innlendir og erlendir sérfræðingar undirbúa nú tillögur um nýtingu rýmis á efri hæð Glerártorgs sem hefur verið óinnrétt-að til þessa. Þar er gert ráð fyrir margvíslegri þjónustu- og afþreyingarstarfsemi.

Edda Rún Ragnarsdóttir, formaður markaðsráðs Glerártorgs segir miklar vonir bundnar við þá þróunarvinnu sem nú fer fram um framtíð Glerár-torgs.

Glerártorg snýr vörn í sókn- nýjar verslanir og aukið rými fyrir fjölbreytta starfsemi

Næstkomandi laugardag munu þýsku hjónin dr. Karl-Werner Schulte og Gisela Schulte-Daxboek færa íbúum Akureyrar formlega að gjöf fágætt safn Íslandskorta sem nú er til sýnis á Minjasafninu á Akur-eyri. Schulte hjónin tóku ástfóstri við Ísland og Akureyri fyrir nokkrum árum og ákváðu að gefa Akureyringum kortin sem gerð eru á árunum 1547-1808.

Kortin eru 76 að tölu, gerð víða í Evrópu og segir Haraldur Þór Egils-son safnstjóri Minjasafnsins að hér sé um einstaka og skemmtilega gjöf að ræða sem er afrakstur áratuga söfnunar þeirra hjóna. Kortin eru hvert öðru sérstakara og meðal þeirra er kort sem aðeins er til eitt annað eintak af í heiminum. Ekki verður reynt að geta sér til um verð-mæti þessarar gjafar en það hlýtur að vera mikið.

Haraldur segir að komið hafi upp hugmyndir um að sameina kortin Íslandskortasafni Landsbókasafnsins og fylla þar með upp í eyður sem eru á því safni, en þau hjón vildu frekar að kortin yrðu varðveitt á Akureyri. Hins vegar verða teknar stafrænar myndir af þeim kortum sem vantar í safn Landsbókasafnsins og þær gerð-ar aðgengilegar öllum á kortavefn-um, en hið raunverulega eintak verður varðveitt á Akureyri.

Sjóskrímsli og furðuverurLengi vel þekktu erlendir korta-gerðarmenn lítið til landsins og færðu hringlaga eyju inn á Evrópu-kortið. Þegar fram liðu stundir breyttist landið hins vegar úr tor-kennilegri eldfjallaeyju með sjó-skrímslum og furðuverum í kunnug-legt land með stórskorinni strönd.

Sýningin á Íslandskortunum í Minjasafninu á Akureyri ber yfir-skriftina „Land fyrir stafni“. Í sýn-ingarrýminu er einskonar borð-stokkur og ef menn halla sér yfir hann blasa við lágmyndir sem myndlistarmaðurinn Þórarinn Blön-dal hefur gert af nokkrum þeirra skrímsla og furðuvera sem sjá má í elstu kortunum á sýningunni. Í tengslum við sýninguna í Minjasafn-

inu er efnt til margvíslegra viðburða og fjölskylduleikja. Þannig skriðu sjóskrímslin á land á Jónsmessunni og tóku sér bólfestu í safninu og þá gefst yngri gestum kostur á að gerast landkönnuðir og geta fengið skjóðu með korti, áttavita og kíki og farið í ratleik um safnið.

Íslandskortasafnið verður sýnt í heild sinni í stóra sal Minjasafnsins á Akureyri í sumar og leysir þar af

hólmi grunnsýningu sem hefur verið síðan 1999. Í sumarlok verður sýn-ingin tekin niður en ráðgert er að breytilegar sýningar á einstaka hlut-um Íslandskortasafnsins verði settar upp árlega um páskaleytið.

Minjasafnið á Akureyri er opið alla daga kl. 10-17.

minjasafn.is

Fágætt safn Íslandskorta gefið til Akureyrar

Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins segir Íslandskortagjöfina afrakstur áratuga söfnunar þeirra Schulte hjóna. Mynd: Auðunn Níelsson

glerartorg.is

Page 21: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 21

Page 22: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

22 | AKUREYRI // sumar 2014

Múlaberg, bistro & bar var opnað á Hótel Kea síðastliðið sumar, veitingastaðurinn hlaut strax góðar viðtökur og breytti bæði ásýnd miðbæjarins og veitingaflórunni í bænum.

Ráðist var í gagngerar endurbætur á veitingarýminu og móttökusvæði hótelsins samhliða því að bætt var við stóru útisvæði framan við hótelið. Á sama tíma fengu funda- og ráðstefnusalir hótelsins andlitslyftingu en þar er afar hentug aðstaða til að halda allt frá fámennum fundum upp í fjölmennar ráð-stefnur. Matreiðslumenn Múlaberg nota úr-vals hráefni og það besta sem er í boði hverju sinni til að setja saman skemmtilega rétti undir frönskum, ítölskum og dönskum áhrif-um svo úr verður einstakt ævintýri fyrir bragðlaukana.

„Okkur finnst staðsetningin frábær hérna á þessu fegursta horni Akureyrar og vildum uppfylla væntingar heimamanna jafnt sem ferðamanna varðandi úrvals veitingastað,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, veitingastjóri Múlaberg, bistro & bar. „Við leggjum áherslu á fjölbreyttan matseðil og gott úrval kokteila. Við bjóðum einnig upp á smárétti sem fólk deilir gjarnan, freistandi eftirrétti og auðvitað allt þar á milli,“ segir Jón Friðrik. Hann segir að á Múlabergi finni starfsmenn vel fyrir auknum áhuga gesta sem koma iðulega aftur eftir að hafa heimsótt staðinn einu sinni. „Breytingin frá því sem áður var er mjög mik-il og hefur heppnast einstaklega vel. Það er orðið mikið um að fólk komi til okkar á bar-inn fyrir mat en við erum með „Happy Ho-ur“ alla daga frá kl. 16-18. Þá flyst stemn-ingin gjarnan út á pall í góðu veðri.“

Múlaberg, bistro & bar á Hótel Kea upp-fyllir kröfur og væntingar hinna vandlátu. Í boði er fjölbreytt úrval rétta þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

mulaberg.is

Úrval rétta er á matseðli veitingastaðarins.

Útisvæði Múlabergs kemur sér vel þegar sólin leikur við Akureyringa og gesti bæjarins.

Þéttsetið á Múlabergi.

Múlaberg, bistro & bar:

Heitasta hornið á Akureyri

Page 23: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 23

Page 24: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

24 | AKUREYRI // sumar 2014

Að varða veginn „Það er til lítils að hlaupa ef hlaupið er í vitlausa átt.“ Á sama

hátt stoðar lítt að fá umboð til að stjórna heilu bæjarsamfélagi ef ekki er ljóst hvert skal halda en dóla þess í stað í þoku og svíma vegna þess að ekki kemst í verk að móta skýra framtíðarsýn og því engu til að fylgja fram. Þess vegna er ástæða til að fagna hinum nýja samstarfssamningi um meirihlutasamstarf á Akureyri næstu fjögur árin. Í honum birtist framfarasinnuð sýn þar sem skilgreind eru ágætlega helstu viðfangsefni sem meirihlutinn ætlar vinna að og miða að því að gera bæinn okkar enn betri og áhugaverðari fyrir unga og aldna. Mig langar í þessum línum að gera að umræðuefni nokkur þeirra verkefna sem eru talin upp í samningnum og mér sýnist mikilvægast að vinna að strax á fyrri hluta kjörtímabilsins.

MiðbærinnNú liggur fyrir ákvörðun um framtíðarskipulag miðbæjarins. Þar var tekið mið af vilja bæjarbúa sem þeir skilgreindu á fjölmennu íbúaþingi árið 2004; skjólsæll og bjartur miðbær með lágreysta byggð og góða tengingu við Pollinn. Eitt af því sem vafðist fyrir þeim sem unnu að endanlegri útfærslu þessarar sýnar var sú staðreynd að þjóðvegurinn liggur í gegnum miðbæinn. Hvernig var best að tryggja öryggi í þeirri umferð ásamt því að gangandi vegfarendur kæmust greiðlega frá miðbænum niður að sjónum? Fram komu ýmis sjónarmið og vangaveltur ásamt athugasemdum opinberra aðila sem láta sig þessi mál varða. Að lokum var komist að niðurstöðu um þrengingu Glerárgötu frá Grænugötu til Kaupvangsstrætis sem miðar að því að hægja þessa umferð og gera hana öruggari. Um þá lausn hefur orðið góð samstaða í bæjarstjórn og meðal bæjarbúa.

Hugmynd að útfærsluEftir er að útfæra þrenginguna nánar og hvernig mannlíf og umferð geti lifað vel hvort með öðru á þessu svæði. Því er nú gott tækifæri fyrir leika og lærða að láta hugann reika og koma með sínar útgáfur og leggja orð í belg um frekara fyrirkomulag. Einn þeirra er fyrrum bæjarlistamaður okkar, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, sem hefur teiknað meðfylgjandi myndir af því hvernig hann sér lífið í og kringum

Glerárgötuna eftir fyrirhugaðar breytingar. Ekki er annað að sjá en allt leiki í lyndi og unnt ætti að vera að ná því takmarki að hægja umferðina í gegnum miðbæinn og jafnframt að tryggja öryggi gangandi vegfarenda sem eiga greiða leið frá sjó upp í miðbæ og þaðan í Skáta- eða Listagil. Alltént er gaman að virða fyrir sér útfærslu viðurkennds listamanns á mannlífinu í miðbæ sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga og náð því takmarki sem mótað var af íbúunum sjálfum fyrir tíu árum og þeim gefin ótal tækifæri til að koma að málum á undirbúningstímanum. Það má kalla raunverulegt íbúalýðræði.

Umferðarmiðstöðin Í samstarfssamningnum er ákveðið að byggja umferðarmiðstöð á kjörtímabilinu. Í nýju aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæinn er gert ráð fyrir að hún verði staðsett á svæðinu fyrir norðan ráðhús bæjarins. Þannig er stefnt að því að sameina á einn stað aðstöðu fyrir strætisvagna, hópferðabíla og leigubíla ásamt upplýsinga- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Gott aðgengi ferðafólks á einum stað að allri þjónustu sem það þarf á að halda er forsenda

þess að bærinn standi undir nafni sem fyrsta flokks ferðamannabær. Hér er því tvímælalaust um eitt af forgangsverkefnum nýrrar bæjarstjórnar að ræða. Kemur tvennt til; nauðsyn þess að bæta umrædda aðstöðu fyrir gestkomandi og bæjarbúa svo fljótt sem auðið verður og svo hitt að bærinn sýni gott fordæmi við að koma mótaðri miðbæjarsýn til framkvæmda án hiks. Þá ættu aðrir að fá áhuga á að leggja fé í uppbyggingu miðbæjarins og að þar rísi þau mannvirki sem gert er ráð fyrir í skipulaginu og er eitt af markmiðum samstarfssamningsins.

Þróun atvinnulífsinsÍ sáttmálanum er ákveðið að stuðla að atvinnufrumkvæði á öllum sviðum. Sjálfur tel ég miklu skipta að þetta frumkvæði miði að því að gera Akureyri að hálaunasvæði. Það verður aðeins gert með því að leggja áherslu á að efla enn frekar þær atvinnugreinar sem gefa af sér mestan virðisauka. Hvaða greinar eru það? Almennt er viðurkennt að nýsköpun á grunni tækni og vísinda og framleiðsla í framhaldi af því sé einn

vænlegasti kosturinn til mikils virðisauka – frá hráefni til endanlegrar framleiðslu. Það er um leið forsenda þess að geta greitt bestu laun. Við höfum nú þegar nokkur slík tæknifyrirtæki á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu sem hafa náð glæsilegum árangri á innlendum og alþjóðlegum mörkuðum. Slík fyrirtæki þarf að efla og bæta mörgum við á næstu árum. Í þeim efnum geta bæjaryfirvöld haft frumkvæði með því að ná þessum fyrirtækjum saman ásamt þeim skólum (VMA, HA) sem sérmennta fólk til starfa fyrir þau og mynda klasa um þau verkefni sem vinna þarf að. Það er því

góðs viti að í margnefndum samstarfssamningi er stefnt að því að stofna atvinnu- og nýsköpunarráð. Á þeim vettvangi ætti að vera hægt að láta slíka hluti gerast.

Nýsköpunar- og hátækniseturGóða reynslu annarra þjóða af þekkingarsetrum þar sem ofangreindir aðilar vinna við fyrsta flokks aðstæður að því að þróa tæknilausnir til nýsköpunar og þjálfunar starfsmanna er vissulega þess virði að skoða vandlega. Með því að tengja þannig

skóla bæjarins og fyrirtækin verður til deigla þar sem frjó hugsun dafnar auk þess sem slíkt setur á hægara með að rækta samskipti við innlendar og erlendar tæknistofnanir þangað sem margt er að sækja. Á sama tíma og einangrun fyrirtækja, skóla, bæjarfélaga eða þjóðar þrengir möguleika til bættra lífskjara er samstarf við aðrar þjóðir nauðsynlegur hvati til að efla arðbærar atvinnugreinar; sannast þá hið fornkveðna að sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.

Útivist og umhverfismálNýlega var samþykkt í bæjarstjórn skipulag í Glerárdal þar sem saman fer lítil stífla fyrir raforkuframleiðslu og umbætur fyrir gangandi inn dalinn og í fjallasalina umhverfis hann. Að þeirri framkvæmd lokinni opnast þessi perla í nágrenni bæjarins til enn frekari útivistar – hvort heldur stuttar eða langar gönguferðir eða fjallgöngur við krefjandi aðstæður. Með því verður lagður grunnur að einu magnaðasta útivistarsvæði sem völ er á. Þegar við bætist allt nærumhverfi bæjarins með Kjarnaskóg og Eyjafjörðinn í heild má segja með sanni að Akureyringum verði ekkert að vanbúnaði að njóta hollrar og hressandi útivistar í náttúru sem tekur öllu öðru fram.

HeillaóskirMargt er gott sem fram kemur í samstarfssamningi þeirra þriggja flokka sem mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. Hins vegar duga fögur orð lítt ef ekki fylgja athafnir. Þess vegna hef ég leyft mér að drepa á nokkur málefni í þessum línum sem mér finnst miklu skipta að fylgt verði eftir af áræðni og dug. Framtíðarsýn hefur verið mótuð og hún er áhugaverð um margt eins og

vörður á fjallvegi til fyrirheitna landsins. En vörðurnar koma fólki ekki áfram einar og sér ef ferðahug skortir. Þá verða þær eingöngu til marks um fögur fyrirheit sem aldrei urðu að veruleika.

Ég óska meirihlutanum til hamingju með samstarfssamninginn og vona að öll bæjarstjórnin sameinist um að koma honum í framkvæmd á kjörtímabilinu enda er hún skipuð valinkunnu sómafólki.

- Ragnar Sverrisson

Snjallir listamenn opna oft sýn með verkum sínum sem skýrir það sem öðrum er hulið. Einn þeirra, Guðmundur Ármann Sigurjónsson fyrrum bæjarlistamaður Akureyrar, hefur velt fyrir sér hvernig miðbærinn muni líta út eftir að búið verður að breyta þjóðveginum í gegnum hann í samræmi við nýtt skipulag. Hann sýnir á meðfylgjandi teikningum hvernig hann sér fyrir sér útsýnið frá hringtorginu við Grænugötu að Hofi og svo þaðan suður í átt til Kaupvangsstrætis.

Hugmynd að hluta nýrrar umferðarmiðstöðvar sem verður á milli ráðhússins og Smáragötu.

Ragnar Sverrisson, greinarhöfundur.

Page 25: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 25

Að varða veginn „Það er til lítils að hlaupa ef hlaupið er í vitlausa átt.“ Á sama

hátt stoðar lítt að fá umboð til að stjórna heilu bæjarsamfélagi ef ekki er ljóst hvert skal halda en dóla þess í stað í þoku og svíma vegna þess að ekki kemst í verk að móta skýra framtíðarsýn og því engu til að fylgja fram. Þess vegna er ástæða til að fagna hinum nýja samstarfssamningi um meirihlutasamstarf á Akureyri næstu fjögur árin. Í honum birtist framfarasinnuð sýn þar sem skilgreind eru ágætlega helstu viðfangsefni sem meirihlutinn ætlar vinna að og miða að því að gera bæinn okkar enn betri og áhugaverðari fyrir unga og aldna. Mig langar í þessum línum að gera að umræðuefni nokkur þeirra verkefna sem eru talin upp í samningnum og mér sýnist mikilvægast að vinna að strax á fyrri hluta kjörtímabilsins.

MiðbærinnNú liggur fyrir ákvörðun um framtíðarskipulag miðbæjarins. Þar var tekið mið af vilja bæjarbúa sem þeir skilgreindu á fjölmennu íbúaþingi árið 2004; skjólsæll og bjartur miðbær með lágreysta byggð og góða tengingu við Pollinn. Eitt af því sem vafðist fyrir þeim sem unnu að endanlegri útfærslu þessarar sýnar var sú staðreynd að þjóðvegurinn liggur í gegnum miðbæinn. Hvernig var best að tryggja öryggi í þeirri umferð ásamt því að gangandi vegfarendur kæmust greiðlega frá miðbænum niður að sjónum? Fram komu ýmis sjónarmið og vangaveltur ásamt athugasemdum opinberra aðila sem láta sig þessi mál varða. Að lokum var komist að niðurstöðu um þrengingu Glerárgötu frá Grænugötu til Kaupvangsstrætis sem miðar að því að hægja þessa umferð og gera hana öruggari. Um þá lausn hefur orðið góð samstaða í bæjarstjórn og meðal bæjarbúa.

Hugmynd að útfærsluEftir er að útfæra þrenginguna nánar og hvernig mannlíf og umferð geti lifað vel hvort með öðru á þessu svæði. Því er nú gott tækifæri fyrir leika og lærða að láta hugann reika og koma með sínar útgáfur og leggja orð í belg um frekara fyrirkomulag. Einn þeirra er fyrrum bæjarlistamaður okkar, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, sem hefur teiknað meðfylgjandi myndir af því hvernig hann sér lífið í og kringum

Glerárgötuna eftir fyrirhugaðar breytingar. Ekki er annað að sjá en allt leiki í lyndi og unnt ætti að vera að ná því takmarki að hægja umferðina í gegnum miðbæinn og jafnframt að tryggja öryggi gangandi vegfarenda sem eiga greiða leið frá sjó upp í miðbæ og þaðan í Skáta- eða Listagil. Alltént er gaman að virða fyrir sér útfærslu viðurkennds listamanns á mannlífinu í miðbæ sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga og náð því takmarki sem mótað var af íbúunum sjálfum fyrir tíu árum og þeim gefin ótal tækifæri til að koma að málum á undirbúningstímanum. Það má kalla raunverulegt íbúalýðræði.

Umferðarmiðstöðin Í samstarfssamningnum er ákveðið að byggja umferðarmiðstöð á kjörtímabilinu. Í nýju aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæinn er gert ráð fyrir að hún verði staðsett á svæðinu fyrir norðan ráðhús bæjarins. Þannig er stefnt að því að sameina á einn stað aðstöðu fyrir strætisvagna, hópferðabíla og leigubíla ásamt upplýsinga- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Gott aðgengi ferðafólks á einum stað að allri þjónustu sem það þarf á að halda er forsenda

þess að bærinn standi undir nafni sem fyrsta flokks ferðamannabær. Hér er því tvímælalaust um eitt af forgangsverkefnum nýrrar bæjarstjórnar að ræða. Kemur tvennt til; nauðsyn þess að bæta umrædda aðstöðu fyrir gestkomandi og bæjarbúa svo fljótt sem auðið verður og svo hitt að bærinn sýni gott fordæmi við að koma mótaðri miðbæjarsýn til framkvæmda án hiks. Þá ættu aðrir að fá áhuga á að leggja fé í uppbyggingu miðbæjarins og að þar rísi þau mannvirki sem gert er ráð fyrir í skipulaginu og er eitt af markmiðum samstarfssamningsins.

Þróun atvinnulífsinsÍ sáttmálanum er ákveðið að stuðla að atvinnufrumkvæði á öllum sviðum. Sjálfur tel ég miklu skipta að þetta frumkvæði miði að því að gera Akureyri að hálaunasvæði. Það verður aðeins gert með því að leggja áherslu á að efla enn frekar þær atvinnugreinar sem gefa af sér mestan virðisauka. Hvaða greinar eru það? Almennt er viðurkennt að nýsköpun á grunni tækni og vísinda og framleiðsla í framhaldi af því sé einn

vænlegasti kosturinn til mikils virðisauka – frá hráefni til endanlegrar framleiðslu. Það er um leið forsenda þess að geta greitt bestu laun. Við höfum nú þegar nokkur slík tæknifyrirtæki á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu sem hafa náð glæsilegum árangri á innlendum og alþjóðlegum mörkuðum. Slík fyrirtæki þarf að efla og bæta mörgum við á næstu árum. Í þeim efnum geta bæjaryfirvöld haft frumkvæði með því að ná þessum fyrirtækjum saman ásamt þeim skólum (VMA, HA) sem sérmennta fólk til starfa fyrir þau og mynda klasa um þau verkefni sem vinna þarf að. Það er því

góðs viti að í margnefndum samstarfssamningi er stefnt að því að stofna atvinnu- og nýsköpunarráð. Á þeim vettvangi ætti að vera hægt að láta slíka hluti gerast.

Nýsköpunar- og hátækniseturGóða reynslu annarra þjóða af þekkingarsetrum þar sem ofangreindir aðilar vinna við fyrsta flokks aðstæður að því að þróa tæknilausnir til nýsköpunar og þjálfunar starfsmanna er vissulega þess virði að skoða vandlega. Með því að tengja þannig

skóla bæjarins og fyrirtækin verður til deigla þar sem frjó hugsun dafnar auk þess sem slíkt setur á hægara með að rækta samskipti við innlendar og erlendar tæknistofnanir þangað sem margt er að sækja. Á sama tíma og einangrun fyrirtækja, skóla, bæjarfélaga eða þjóðar þrengir möguleika til bættra lífskjara er samstarf við aðrar þjóðir nauðsynlegur hvati til að efla arðbærar atvinnugreinar; sannast þá hið fornkveðna að sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.

Útivist og umhverfismálNýlega var samþykkt í bæjarstjórn skipulag í Glerárdal þar sem saman fer lítil stífla fyrir raforkuframleiðslu og umbætur fyrir gangandi inn dalinn og í fjallasalina umhverfis hann. Að þeirri framkvæmd lokinni opnast þessi perla í nágrenni bæjarins til enn frekari útivistar – hvort heldur stuttar eða langar gönguferðir eða fjallgöngur við krefjandi aðstæður. Með því verður lagður grunnur að einu magnaðasta útivistarsvæði sem völ er á. Þegar við bætist allt nærumhverfi bæjarins með Kjarnaskóg og Eyjafjörðinn í heild má segja með sanni að Akureyringum verði ekkert að vanbúnaði að njóta hollrar og hressandi útivistar í náttúru sem tekur öllu öðru fram.

HeillaóskirMargt er gott sem fram kemur í samstarfssamningi þeirra þriggja flokka sem mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. Hins vegar duga fögur orð lítt ef ekki fylgja athafnir. Þess vegna hef ég leyft mér að drepa á nokkur málefni í þessum línum sem mér finnst miklu skipta að fylgt verði eftir af áræðni og dug. Framtíðarsýn hefur verið mótuð og hún er áhugaverð um margt eins og

vörður á fjallvegi til fyrirheitna landsins. En vörðurnar koma fólki ekki áfram einar og sér ef ferðahug skortir. Þá verða þær eingöngu til marks um fögur fyrirheit sem aldrei urðu að veruleika.

Ég óska meirihlutanum til hamingju með samstarfssamninginn og vona að öll bæjarstjórnin sameinist um að koma honum í framkvæmd á kjörtímabilinu enda er hún skipuð valinkunnu sómafólki.

- Ragnar Sverrisson

Snjallir listamenn opna oft sýn með verkum sínum sem skýrir það sem öðrum er hulið. Einn þeirra, Guðmundur Ármann Sigurjónsson fyrrum bæjarlistamaður Akureyrar, hefur velt fyrir sér hvernig miðbærinn muni líta út eftir að búið verður að breyta þjóðveginum í gegnum hann í samræmi við nýtt skipulag. Hann sýnir á meðfylgjandi teikningum hvernig hann sér fyrir sér útsýnið frá hringtorginu við Grænugötu að Hofi og svo þaðan suður í átt til Kaupvangsstrætis.

Hugmynd að hluta nýrrar umferðarmiðstöðvar sem verður á milli ráðhússins og Smáragötu.

Ragnar Sverrisson, greinarhöfundur.

Page 26: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

26 | AKUREYRI // sumar 2014

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g m

yndb

reng

l og

gild

a á

með

an á

úts

ölun

ni s

tend

ur o

g bi

rgði

r end

ast.

Easy hægindastóllmeð skemli

nMjúkt og slitsterkt áklæði

naldrei að snúa

nSvæðaskipt poka gorma kerfi

nsteyptar kant styrk ingar

nsterkur botnnHeilsu- og hæg inda lag í

yfir dýnu sem hægt er að taka af

nBurstaðar stállappir

NaturE’s CoMfort heilsurúm

SUMARÚTSALA119.900 Fullt verð 149.900

Verðdæmi â160x200 cm

suMarútsalaN

SUMARÚTSALA20-50%AFSLÁTTUR

EKKI MISSA AF ÞESSU

Nýttu tækiFærið eNN betra

dormaverðakurEyri & rEykjaVík

nMjúkt og slitsterkt áklæði

naldrei að snúa

nSvæðaskipt poka gorma kerfi

nfábærar kant styrk ingar

nsterkur botnnBurstaðar stállappir

NaturE’s rEst heilsurúm Verðdæmi â

90x200 cm

SUMARÚTSALA48.900 Fullt verð 68.900

SUMARÚTSALA64.900 Fullt verð 89.900

aftoN hægindastóllmeð skemli

SUMARÚTSALA59.900 Fullt verð 99.900

SUMARÚTSALA169.900 Fullt verð 229.900

stærð: 158 x 90 cm. slitsterkt svart áklæði.Dýnustærð 140x200 cm. rúmfatageymsla

MoNtario svefnsófi

SUMARÚTSALA79.900 Fullt verð 99.900

MilaNo hægindastóll Brúnt tauáklæði

ÚtSala

aFSláttur50%

SUMARÚTSALA24.950 Fullt verð 49.900

ÚtSala

króNa aFSl.

60.000

ÚtSala

króNa aFSl.

30.000 ÚtSala

króNa aFSl.

20.000

ÚtSala

króNa aFSl.

20.000

ÚtSala

aFSláttur40%

iBiZa hornsófi með tungustærð: 286 x 198 H: 86 cm. slitsterkt dökkgrátt áklæði.tunga getur verið beggja vegna. Hægri tunga á mynd.

Holtagörðum, Reykjavík ✆512 6800 • OPIÐ: Virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 11–16 Dalsbraut 1, Akureyri ✆558 1100 • Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆558 1100

DúNsæNg 140x200 cm. 50% gæsadúnn

50% smáfiður

ÚtsöluVeRÐ: 13.230fullt verð: 18.900,-

DúNkoDDi 50x70 cm. 15% gæsadúnn

85% smáfiður

ÚtsöluVeRÐ: 3.430fullt verð: 4.900,-

ÚtSala

aFSláttur30%

Page 27: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 27

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g m

yndb

reng

l og

gild

a á

með

an á

úts

ölun

ni s

tend

ur o

g bi

rgði

r end

ast.

Easy hægindastóllmeð skemli

nMjúkt og slitsterkt áklæði

naldrei að snúa

nSvæðaskipt poka gorma kerfi

nsteyptar kant styrk ingar

nsterkur botnnHeilsu- og hæg inda lag í

yfir dýnu sem hægt er að taka af

nBurstaðar stállappir

NaturE’s CoMfort heilsurúm

SUMARÚTSALA119.900 Fullt verð 149.900

Verðdæmi â160x200 cm

suMarútsalaN

SUMARÚTSALA20-50%AFSLÁTTUR

EKKI MISSA AF ÞESSU

Nýttu tækiFærið eNN betra

dormaverðakurEyri & rEykjaVík

nMjúkt og slitsterkt áklæði

naldrei að snúa

nSvæðaskipt poka gorma kerfi

nfábærar kant styrk ingar

nsterkur botnnBurstaðar stállappir

NaturE’s rEst heilsurúm Verðdæmi â

90x200 cm

SUMARÚTSALA48.900 Fullt verð 68.900

SUMARÚTSALA64.900 Fullt verð 89.900

aftoN hægindastóllmeð skemli

SUMARÚTSALA59.900 Fullt verð 99.900

SUMARÚTSALA169.900 Fullt verð 229.900

stærð: 158 x 90 cm. slitsterkt svart áklæði.Dýnustærð 140x200 cm. rúmfatageymsla

MoNtario svefnsófi

SUMARÚTSALA79.900 Fullt verð 99.900

MilaNo hægindastóll Brúnt tauáklæði

ÚtSala

aFSláttur50%

SUMARÚTSALA24.950 Fullt verð 49.900

ÚtSala

króNa aFSl.

60.000

ÚtSala

króNa aFSl.

30.000 ÚtSala

króNa aFSl.

20.000

ÚtSala

króNa aFSl.

20.000

ÚtSala

aFSláttur40%

iBiZa hornsófi með tungustærð: 286 x 198 H: 86 cm. slitsterkt dökkgrátt áklæði.tunga getur verið beggja vegna. Hægri tunga á mynd.

Holtagörðum, Reykjavík ✆512 6800 • OPIÐ: Virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 11–16 Dalsbraut 1, Akureyri ✆558 1100 • Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆558 1100

DúNsæNg 140x200 cm. 50% gæsadúnn

50% smáfiður

ÚtsöluVeRÐ: 13.230fullt verð: 18.900,-

DúNkoDDi 50x70 cm. 15% gæsadúnn

85% smáfiður

ÚtsöluVeRÐ: 3.430fullt verð: 4.900,-

ÚtSala

aFSláttur30%

Page 28: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

28 | AKUREYRI // sumar 2014

„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur, sumarumferðin hófst óvenju snemma eða strax í maí og síðan hefur allt verið á fullu. Það er gaman að því,“ segir Örn Amin, rekstrar-stjóri Sæluhúsa ehf. Félagið á alls 7 stór og rúmgóð orlofshús auk 33 stúdíóíbúða sem standa við Sunnu-tröð á Akureyri, skammt sunnan við Sjúkrahúsið. Gistirými er fyrir um 160 manns og eru allar vistarverur vel búnar, ný og góð tæki í öllum húsum og íbúðum, háhraða net-tenging er í boði og heitur pottur við sum húsin og íbúðirnar.

Örn segir að síðastliðið sumar hafi verið mjög gott, eitt hið besta frá upphafi, en útlit sé nú fyrir að sumarið 2014 verði enn betra. „Það má segja að sé alveg fullt hjá okkur fram í miðjan september. Við getum ekki annað en verið ánægð með við-tökur, þær eru mjög góðar,“ segir hann.

Gestir eru einnig hæstánægðir með að dvelja hjá Sæluhúsum, en Örn segir að bæði í fyrra og eins í ár sé félagið á toppnum hjá Trip Advis-or og hafa gestir sem þar skilja eftir skilaboð farið lofsamlegum orðum um góðan aðbúnað. „Við erum himinlifandi og ákaflega stolt af þessu góða árangri. Við erum með fullt hús stiga, engar kvartanir og menn fara fögrum orðum um okk-ur. Betra verður það ekki,“ segir Örn.

Gestir ánægðir með góða þjón-ustuHann segir að áhersla sé á að bjóða gestum upp á eins góðan aðbúnað og völ er á, „og við erum alltaf að bæta okkur á því sviði, leggjum mik-ið upp úr góðri þjónustu og það kunna okkar viðskiptavinir að meta. Verðið er einnig hagstætt og fólk nefnir að það fái mikið fyrir pen-inginn. Þetta skilar sér allt í ánægð-um viðskiptavinum,“ segir Örn.

Staðsetning húsanna er einstök, gott útsýni yfir í Vaðlaheiði, um-hverfið er rólegt og fjölskylduvænt, fjarri ys og þys bæjarlífsins, en í göngufæri við það helsta sem Akur-eyri hefur upp á að bjóða.

Góð aðsókn, hefur að sögn Arn-ar, vissulega orðið til þess að menn hafa velt fyrir sér möguleikum á að fjölgja húsum, „en við látum það

bíða aðeins, nú leggjum við áherslu á að bjóða enn betri þjónustu,“ segir hann.

Bandaríkjamenn sækja norðurYfir sumarið er meirihluti gesta er-lendir ferðamenn, um 70% þeirra

sem dvelja í Sæluhúsum. Þegar sumri hallar og haust gengur í garð skiptir um og Íslendingar verða yfir vetrartímann meirihluti gestanna. „Það sem af er sumri höfum við í nokkrum mæli fengið til okkar Bandaríkjamenn. Þeir hafa verið sjaldséðir hér norðan heiða, einkum haldið sig syðra, í höfuðuborginni og farið Gullna hringinn, en virðast nú í auknum mæli leggja land undir

fót og heimsækja Norðurland. Bandaríkjamenn eru góðir við-skiptavinir, ganga vel um og eru skemmtilegir. Það er ánægjulegt að sjá að þeim fer fjölgandi hér hjá okkur,“ segir Örn.

saeluhus.is

Tískuvöruverslunin Imperial á Gler-ártorgi tók í liðinni viku í notkun nýtt rými og stækkaði verslunin þar með umtalsvert. Imperial er nú starfandi í þremur samliggjandi rýmum í verslunarmiðstöðinni. Til beggja hliða við upphaflegt rými verslunarinnar hefur aukið pláss ver-ið tekið undir starfsemina, fyrst tók verslunin við plássi sem snyrtivöru-verslunin Jara var áður í og nú ný-lega tók hún við plássi sem verslunin Indy var áður staðsett. Verslunarými Imperial hefur því aukist, starfsemin fer fram í björtu og rúmgóðu hús-næði á góðum stað á Glerártorgi.

Stærri karlmannadeildAnna Freyja Guðmundsdóttir versl-unarstjóri Imperial segir að við-skiptavinir séu ánægðir með stækk-unina. „Fólk er alsælt með þessar breytingar,“ segir hún. Hjá Imperial er bæði rekin dömu- og herradeild og í kjölfar stækkunar segir hún að kostur gefist á að stækka herra-deildina, hún fer nú í nýja plássið þar sem Indy var áður. „Við munum auka úrvalið og bæta við merkjum, þannig að stákarnir hafi úr enn fjöl-breyttara úrvali að moða en áður,“ segir Anna Freyja.

Þá segir hún að aukin áhersla sé lögð á að bjóða enn meira úrval af fylgihlutum af öllu tagi; skarti, skóm, töskum, beltum og því um líku. Það falli vel í kramið hjá við-skiptavinum búðarinnar sem hafi gaman af að skoða sig um.

Hún segir sumarið byrja vel, um-ferð hafi verið töluverð um Akureyri það sem af er sumri og muni eflaust aukast þegar líður á.

Blómabolir vinsælir„Sumarið er mjög skemmtilegur tími, það er mikið um að vera, fjöldinn allur af fólki á ferðinni, heimamenn og ferðamenn, bæði innlendir og útlendir. Það fylgir sér-

stök stemning sumrinu, það er létt yfir fólki,“ segir Anna Freyja. „Ferðafólkið kemur til okkar í tölu-verðum mæli, það er að skoða og versla. Margir kaupa sér fatnað og eru ánægðir með úrvalið, verðið og gæðin sem við bjóðum,“ segir hún. Í takt við hlýtt og gott veður, sem ein-kennt hefur norðanvert landið það sem af er sumri, er blómamynstur mikið í tísku en það á að sögn versl-unarstjórans bæði við um kven- og karlmannafatnað. „Blómabolirnir eru ekki síður fyrir strákana,“ segir hún. „Þetta er mjög fallegt, gaman að sjá fólk klæðast líflegum blóma-bolum í sumar.“

Imperial stækkar og úrvalið eykst

Örn Amin, rekstrarstjóri Sæluhúsa ehf. „Það má segja að það sé alveg fullt hjá okkur fram í miðjan september. Við getum ekki annað en verið ánægð með viðtökur, þær eru mjög góðar.“ Myndir: Auðunn Níelsson

Húsaþyrping Sæluhúsanna er á rólegum stað en í göngufæri við miðbæinn og það helsta sem bærinn hefur upp á að bjóða.

Örn Amin rekstrarstjóri Sæluhúsa ehf.:

Erum stolt af góðum árangri

Anna Freyja Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Imperial. Myndir: Margrét Þóra Þórsdóttir

Verslunarými Imperial hefur aukist og starfsemin fer fram í björtu og rúmgóðu húsnæði á góðum stað á Glerártorgi.

Page 29: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 29

Nýtt útlit á hleðslu og nýr fjölskyldumeðlimur

Við vitum að það þarf úthald og einbeitingu til að halda sér gangandi.Hleðsla er gerð úr náttúrulegu íslensku hágæðapróteini, inniheldur

engan hvítan sykur og byggir upp vöðvana. Fáðu sem mest út úr æfingunni með því að skella í þig Hleðslu eða njóttu hennar á milli mála.

Þinn líkami þarf Hleðslu ms.isÍSLE

NSK

A S

IA.IS

MSA

684

26 0

4/14

Page 30: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

30 | AKUREYRI // sumar 2014

„Það er alltaf mikið að gera hjá okk-ur yfir sumarið, við tökum eftir því að salan tekur kipp upp á við enda gríðarlegur fjöldi ferðamanna á Ís-landi yfir sumarmánuðina og þeir eru greinilega sólgnir í mjólkurvör-ur,“ segir Helgi Jónasson, markaðs-stjóri hjá MS-Akureyri. Hann segir nokkuð sama um hvaða vöruflokka sé að ræða; allt rjúki út, hvort sem um er að ræða mjólk, jógúrt eða osta. „Það er allt jafn vinsælt,“ segir hann.

Sem dæmi nefnir hann að MS-Akureyri, sem annast dreifingu á mjólkurvörum á Norðurlandi og Austurlandi, sendi umtalsvert meira magn austur á land yfir sumarið en á öðrum árstímum. „Við sendum að jafnaði um 10 tonnum meira austur yfir sumarmánuðina en við gerum aðra mánuði ársins, það er greinilegt að Austurland er vinsæll áfangastað-ur ferðamanna,“ segir hann. „Salan hefur hægt og bítandi verið að aukast í þessum landsfjórðungi undanfarin sumur.“

Nýjungar í sumarAð venju býður MS upp á ýmsar nýjungar yfir sumarið, en um þessar mundir er að koma á markað nýr smurostur í smurostalínu fyrirtækis-ins. Sá er með camenbertbragði og hentar vel með kexi og brauði en einnig í súpur og sósur. „Smurostar eru vinsælir allt árið,“ segir Helgi.

Þá kom nýverið á markað ný árs-

tíðabundin ostakaka, sumarostakaka og er hún með sítrónubragði, fersk og freistandi og hæfir vel sem eftir-réttur eftir vel heppnaða grillmáltíð, að sögn Helga. „Sumarostakakan hefur mælst vel fyrir, hún er mjög vinsæl og má segja að hún rjúki út,“ segir hann og bætir við að kakan verði í sölu fram á haust.

Í ár verður kötturinn Klói, sem prýðir kókómjólkina, 40 ára og segir Helgi að til standi að halda upp á þau tímamót í lífi kattarins síðar á árinu. „Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera hjá okkur,“ segir hann.

Skemmtilegt hreyfiátakHreyfiátaki, sem MS stóð fyrir með-al starfsmanna sinna, er nýlega lokið og segir Kristín Halldórsdóttir mjólkurbússtjóri MS-Akureyri að vel hafi tekist til og almenn ánægja ríkjandi í þeirra hópi með framtak-ið. „Þetta var mjög skemmtilegt og vonandi verður framhald á þessu hjá okkur,“ segir hún. Þeir starfsmenn sem hreyfðu sig tvisvar í viku ákveðinn tíma í senn voru leystir út

með mánaðarbirgðum af íþrótta-drykknum Hleðslu og var því til mikils að vinna. „Þetta átti ekki að vera keppni, heldur hvatning til starfsmanna að hreyfa sig, en mörg-um hljóp kapp í kinn þegar þeir sáu hvað margir samstarfsfélagar þeirra voru duglegir,“ segir hún og því hafi átakið að hluta til snúist upp í keppni þeirra á milli.

Hleðsla í fernu með tappaHleðsla er nú komin í breyttar um-búðir og gengur sala á þessum vin-sæla drykk vel, en hann inniheldur hágæða mysuprótein og kolvetni sem henta vel bæði eftir æfingar og eins sem millimál. Mikil ánægja er með nýju umbúðirnar sem eru líf-legar og hressandi, líkt og drykk-urinn sjálfur. Hleðsla er einnig ný-komin í fernur með tappa og hefur umbúðum af því tagi verið vel tekið á markaðnum.

ms.is

Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS-Akureyri og Helgi Jónasson markaðsstjóri. Flestar framleiðsluvörur fyrirtækisins rjúka út yfir sumarmánuðina. Mynd: Margrét Þóra Þórsdóttir

MS Akureyri. Fyrirtækið er stöðug með nýjungar á markaði og sumarmánuðirn-ir eru engin undantekning þar á. Sumarostakaka er meðal þess nýjasta í sumar.

Mikið að gera hjá MS-Akureyri á sumrin:

Ferðamenn sólgnir í mjólkurvörur

Page 31: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 31

SILKISKORIÐ ÁLEGG FRÁ GOÐA– gott á brauðið, í salatið eða bara eitt og sér!

KJÚKLINGAÁLEGG REYKT SPÆGIPYLSA HUNANGSSKINKA

ENN

EMM

/ S

IA •

NM

6325

8

SKINKA

Page 32: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

32 | AKUREYRI // sumar 2014

Í byrjun júní var haldið upp á að þá var eitt ár liðið frá því að verslun Húsgagnahallarinnar var opnuð á Akureyri. Húsgagnahöllin er rekin undir sama þaki og verslanirnar Betra bak og Dorma við Dalsbraut 1. Til glöggvunar má geta þess að þær eru við hliðina á Bakaríinu við brúna og A4. „Akureyringar hafa tekið okkur opnum örmum og reksturinn hér hefur gengið ljóm-andi vel,“ segir Kristinn Þórir Ingi-björnsson, sem er verslunarstjóri ásamt Sigurði Magnússyni. Hann segir að eins árs afmælinu hafi verið fagnað með viðeigandi afmælishátíð þar sem viðskiptavinum var boðið upp á Hamborgarafabrikkuborgara auk fjölbreyttra tilboða á vörum verslananna.

Rótgrónar og þekktar verslanirVerslanirnar eru allar í eigu sömu aðila og saman mynda þær sterka heild og á þessu fyrsta ári hefur þeim tekist að ná sterkri stöðu á markaðn-um á Norðurlandi. „Fyrirfram renndu menn nokkuð blint í sjóinn með það hvernig Akureyringar myndu taka þessu en í sjálfu sér átti velgengnin ekki að koma á óvart þegar haft er í huga að hér er um að ræða þrjár rótgrónar og þekktar verslanir af höfuðborgarsvæðinu.“

Kristinn Þórir segir að lögð sé áhersla á að vera með vandaðar vör-ur sem standist kröfur um styrkleika og gæði. Auk hvers kyns rúma og annars sem tilheyrir svefnherberginu er mikið úrval húsgagna og gjafa-vöru. „Við erum í stórum dráttum

með sömu vörur hér og í verslunum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Mark-aðssvæði okkar er Norðurland allt frá Hrútafirði í vestri og austur á Eg-ilsstaði, en verslunin okkar á Ísafirði sér um Vestfirðina.“

Endingargóðar vörurAð sögn Kristins Þóris er stærsti við-

skiptavinahópurinn fjölskyldufólk en einnig er mikið selt af rúmum og húsgögnum til hótela og gistihúsa enda eru þær vandaðar vörur sem endast vel. „Það er mjög hörð samkeppni í sölu á rúmum en í hús-gagnasölu erum við með ákveðna sérstöðu því við getum boðið mun fjölbreyttara úrval en flestir aðrir.“

Kristinn Þórir segir mikilvægt að fylgjast vel með og vera vakandi fyrir nýjungum og gæta þess að bæta við og skipta út vörum eftir því hvernig smekkur og áhugi neytenda breytist. „Við leggjum áherslu á að hafa búð-ina líflega og að vera með örar skipt-ingar þannig að viðskiptavinurinn upplifi eitthvað nýtt í hvert skipti

sem hann kemur í heimsókn,“ segir Kristinn Þórir Ingibjörnsson, versl-unarstjóri Húgagnahallarinnar.

husgagnahollin.is

betrabak.is

dorma.is

Þau selja Norðlendingum húsgögn og húsbúnað í Húsgagnahöllinni. Frá vinstri Hildur Hafbergsdóttir, Fjóla Kristjánsdóttir og Kristinn Þ. Ingibjörnsson. Myndir: Auðunn Níelsson

Kristinn Þórir segir Húsgagnahöllina hafa náð sterkri markaðsstöðu á Akureyri.

Norðlendingar hafa tekið Húsgagnahöllinni opnum örmum

Page 33: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 33

Page 34: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

Sumarið er mikill annatími í innan-landsfluginu. Fjölskyldu- og útihá-tíðir í júlí og fyrrihluta ágúst setja mark sitt á þennan tíma en þá nýta Íslendingar flugið í vaxandi mæli til að komast á þessar hátíðir. Á sama tíma er fjöldi erlendra ferðamanna í landinu í hámarki en þeir eru einnig duglegir að fljúga innanlands. „Það er gert ráð fyrir að hátt í 150 þúsund erlendir ferðamenn verði á landinu í júlímánuði og þeir eru í meira mæli farnir að nota innanlandsflug sem valkost í samgöngum enda telja þeir innanlandsflugið mjög hagstæðan kost miðað við okkar kannanir,“ segir Ingi Þór Guðmundsson for-stöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands. Hann segir að Ís-lendingar bóki sín ferðalög fyrr en áður þekktist þannig að þeir sem nýta sér flugið á þessum tíma eru al-mennt duglegri að bóka sér far tím-anlega.

Góð skipulagning Ingi Þór segir að Flugfélagið hafi um árabil verið í nánu samstarfi við bæj-arhátíðir víða um land og boðið nettilboð til áfangastaða í grennd við þær. „Við höfum verið með nettil-boð á flugi á þessar hátíðir sem birt-ast á vefnum og koma fyrst allra fyr-ir sjónir um 30 þúsund Íslendinga sem eru í Netklúbbnum okkar. Til-boðin koma tiltölulega snemma fram og því er um að gera að ganga fljótt frá kaupum á farmiðum, helst

nokkrum vikum fyrir brottför því þá eru flest nettilboð í boði.“

Hann segir ljóst að það verði mikið að gera í kringum þjóðhátíð-ina í Vestmannaeyjum. Nú þegar sé uppselt í tilteknar ferðir til Eyja með Vestmannaeyjaferjunni þannig að það muni mæða talsvert á Flugfé-laginu og á Flugfélaginu Erni sem er með áætlunarferðir til Eyja allt árið. „Við erum alla jafna ekki með áætl-unarflug til Vestmannaeyja en setj-um upp flug þangað þegar mikið er að gera og bætum þá við vélum eftir því sem þörf krefur.

Útihátíðir með sérstöðuIngi Þór segir að áhugavert hafi ver-ið að fylgjast með þróun hátíðanna

sem efnt er til út um allt land yfir hásumarið. Venjulega byrji þær frekar smátt en sæki síðan í sig veðr-ið eftir því sem árin líða. Sveitarfé-lögin og þeir sem að standa að há-tíðunum, leggi áherslu á að skapa þeim sérstöðu og því séu þær hver með sínum brag. Þannig hafi þungarokkið sett mark sitt á hátíð-ina Eistnaflug í Neskaupsstað um miðjan júlí á meðan Bræðslan á Borgarfirði eystra 26. júlí er meiri al-hliða tónlistarhátíð. Um miðjan júlí er líka boðið upp á listahátíðina LungA á Seyðisfirði. Um verslunar-mannahelgina nefnir Ingi Þór þrjár ólíkar hátíðir, annars vegar Þjóðhá-tíðina í Eyjum og Eina með öllu á Akureyri og hins vegar Mýrarbolt-

ann á Ísafirði. Fyrrihluta ágúst er Fiskidagurinn mikli á Dalvík síðan dæmi um enn eina hátíðina sem tek-ist hefur að marka sérstöðu.

„Þessar hátíðir eru flestar í lok júlí eða byrjun ágúst og þá er mikið um að vera. Umfang þeirra hefur verið að aukast og hátíðunum fer fjölgandi um allt land. Oft sníða einstaklingar og fjölskyldur ferðalög sín í kringum hátíðarnar og í fluginu verðum við vör við að brottfluttir íbúar halda gjarnan heim á æsku-slóðirnar þegar þessar hátíðir eru haldnar.“ Hann segir að sú hátíð sem hafi verið í mestum vexti um Verslunarmannahelgina sé Mýrar-boltinn. Leðjuslagurinn á Ísafirði virðist höfða til margra enda sé

húmor og léttleiki yfir hátíðinni sem laði fólk að. Hann segir að á árum áður hafi verið talsvert um pakkatil-boð, þar sem boðið var upp á flug, gistingu og jafnvel bílaleigubíl í sama pakkanum. Með aukinni net-notkun sé ekki sama þörfin fyrir slíkt því fólk hafi komist upp á lag með að panta sjálft ólíka þætti. Á netinu hafi menn mjög greiðan að-gang að ólíkum gistimöguleikum og bílaleigum. Íslendingar séu mjög duglegir að notfæra sér það en hins vegar séu það helst erlendir ferða-menn sem nýti sér að bóka pakka í gegnum Flugfélagið.

flugfelag.is

Fyrr í sumar var matvöruverslun opnuð við Ráðhústorg, Alaska Mini market heitir hún en í eina tíð rak Kaupfélag Eyfirðinga verslun við Strandgötu sem gjarnan gekk undir nafninu Alaska. Nafnið hljómar því kunnuglega fyrir þá sem þekkja að-eins til sögu Akureyrar.

Um langt árabil rak Yngvi Lofts-son Hafnarbúðina við Skiptagötu sem síðar skipti um nafn og nefndist Hólabúðin. Alls stundaði Yngvi verslunarrekstur með mat- og nauðsynjavöru í miðbæ Akureyri í 73 ár. Verslun hans var lokað síðast-liðið haust og engin svonefnd ný-lenduvöruverslun var í bænum þar til verslunin Alaska var opnuð í byrj-un sumars.

Þeir sem leið eiga um bæinn geta því gripið með sér nauðsynjavöru líkt og var á tímum Hafnarbúðar-innar og Hólabúðarinnar og eru menn eflaust alsælir með það. Í versluninni má finna alla allar helstu matvörur sem bæði heimamenn og ferðalanga gæti vanhagað um, en nálgast má varninginn frá morgni og fram á kvöld. Verslunin er opnuð kl. 8 á morgnana og lokað kl. 22 á kvöldin.

Auk þess að bjóða matvæli er safa- og samlokubar í Alaska þar sem

í boði eru ferskar safablöndur, sval-andi í sumarhitanum en safarnir bera heiti íslenskra fossa. Sam-

lokurnar eru smurðar á staðnum og þær heita eftir íslenskum fjöllum. Þriðja ferskvaran á barnum eru svo

þeytingar, smoothi‘s af nokkrum gerðum og heiti þeirra er sótt til ís-lenskra jökla.

Alaska komin aftur!

Það verður mikið að gera í innanlandsfluginu í sumar. Um 30 þúsund manns eru áskrifendur að nettilboðum Flugfélagsins. Mynd: Árni Sæberg

Ingi Þór Guðmundsson, forstöðu-maður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands.

Miklar annir í innanlandsflugi Flugfélagsins í sumar:

Ráðlegt að panta innanlandsflugið tímanlega

Alaska Mini Market, matvöruverslun sem einnig býður upp á vinsælan safa- og samlokubar var opnuð í miðbæ Akureyrar fyrr í sumar.

34 | AKUREYRI // sumar 2014

Page 35: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 35

„Aðdráttarafli Grímseyjar má í mín-um huga skipta í þrennt, þ.e. heim-skautsbaugurinn, fuglalífið og síðast en ekki síst eyjarskeggjar sjálfir. Ferðamenn upplifa svo sterkt þessa nálægð og samheldni í samfélaginu og eru oftar en ekki komnir í kaffi hjá heimamönnum áður en þeir vita af,“ segir Halla Ingólfsdóttir hjá Gistiheimilinu Básum í Grímsey. Hún segir ágætt útlit fyrir sumarið í ferðaþjónustunni og vel bókað í gistingu í Básum. Erlendir gestir leggja margir leið sína til Grímseyjar en Halla segist ekki síður ánægð með áhugann sem innlendir ferða-menn hafi sýnt á heimsóknum í eyj-una í norðri.

Siglt upp að fuglabjörgunum„Í fyrra byrjuðum við með skipulagðar siglingar sem slógu í gegn. Báturinn tekur 12-14 farþega og við förum bæði á daginn og á kvöldin, siglum hringinn í kringum eyjuna þegar gott er í sjóinn. Þessar ferðir taka um klukkustund og ég þori að fullyrða að á öðrum stöðum á landinu er ekki hægt að komast jafn nálægt bjarginu, fuglinum og hreiðrunum. Við förum alveg upp að bjarginu hér vestanvert á eyjunni og fólk kemst alveg upp að fuglinum sem er mjög gæfur og kippir sér ekki upp við þó ferðamenn séu að skoða hann. Kvöldsiglingarnar eru líka mikil upplifun því hvergi er betra að njóta miðnætursólarinnar en í sigl-ingu við Grímsey,“ segir Halla.

Lundinn, heimskautsbaugurinn og golf!Mikil lundabyggð er í Grímsey og raunar hefur viðgangur stofnsins þar verið með því besta á landinu síð-ustu ár. Halla segist því óhikað lofa ferðamönnum að þeir geti skoðað lunda vel fram í ágúst en ferðamenn fara mjög gjarnan í gönguferðir og skoða þannig fuglabjörgin af landi.

„Heimskautsbaugurinn er auðvit-að mikið aðdráttarafl fyrir okkur og bæði getur fólk farið yfir bauginn í siglingunum á sjó, gengið yfir hann á landi eða slegið sérmerkta golfkúlu yfir bauginn en núna erum við einmitt komin með þrjár golfbrautir og þykir mörgum mjög eftirsóknar-vert að spila golf í Grímsey,“ segir Halla.

Reglulegar siglingar eru með ferj-unni Sæfara frá Dalvík til Grímseyj-ar og áætlunarflug frá Akureyri. Til-valið er því að sigla aðra leiðina og fljúga hina. „Við getum lofað ógleymanlegri heimsókn til Gríms-eyjar,“ segir Halla.

basar.is

Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason Ferðamenn komast í mikla nálægð við fuglinn og hreiðrin í siglingunum sem nú er boðið upp á í Grímsey.

Grímsey:

Upplifun að sigla upp að fugla-björgunum

Heimskautsbaugurinn er mikið að-dráttarafl fyrir eyjuna. Og auðvitað tilvalið að taka eina skák á baugnum!

Page 36: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

36 | AKUREYRI // sumar 2014

Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri 700 - Egilsstaðir

Sími 480 0400 [email protected] www.jotunn.is

gróðurhúsEigum gróðurhús í öllum stærðum og gerðum.

Samtengd hús. Frábær gæði. Glerhús upp að vegg.

Plasthús tilvalið fyrir áhugamanninn.

Plasthús fyrir framleiðsluna.

Multi Span Oranjerie

Elegant Stærri hús

Serralux

Tengi hefur um árabil verið meðal leiðandi fyrirtækja hér á landi í inn-flutningi og sölu á blöndunar- og hreinlætistækjum ásamt efni til pípulagna. Tengi er fjölskyldufyrir-tæki sem var stofnað árið 1981. Fyr-irtækið er með höfuðstöðvar að Smiðjuvegi 76 í Kópavogi þar sem er að finna einn glæsilegasta sýn-ingarsal landsins með þessar vörur. Frá árinu 2007 hefur Tengi starf-rækt verslun að Baldursnesi 6 á Ak-ureyri. Þar er einnig að finna flottan sýningarsal með miklu vöruúrvali.

Stöðug og góð sala á Akureyri„Það hefur verið töluvert að gera hjá okkur undanfarið þannig að við get-um ekki kvartað,“ segir Guðmundur Stefánsson, sölumaður í verslun Tengis á Akureyri. Hann segir að síðasta ár hafi verið ágætt í þessum geira og það sem af er þessu ári hafi verið stöðug og góð sala. „Við erum með rúmgóðan og glæsilegan sýn-ingarsal þar sem fólk fær mjög góða yfirsýn yfir þær vörur sem við erum með á boðstólum. Hingað eru allir velkomnir, fagmenn sem og hinn al-menni viðskiptavinur sem eru að leita að blöndunar- og hreinlætis-tækjum eða öðru sem þeir kunna að

þurfa fyrir baðherbergið eða eldhús-ið. Að auki erum við með sérstaka lagnadeild þar sem píparar og aðrir fagmenn versla. Við bjóðum upp á mikið úrval fyrir þá sem eru að byggja, breyta eða að skipta út ein-hverju fyrir baðherbergið.“

Guðmundur segir það vilja loða við suma í þessari grein að bjóða upp á ný og óþekkt vörumerki ein-göngu vegna þess að þau séu ódýr. Svo þegar tækin virki ekki sé þeim hent út og eitthvað annað tekið inn í staðinn. Engin varahlutaþjónusta

sé þar af leiðandi fyrir hendi. „Við hjá Tengi störfum ekki þannig. Við fylgjumst vel með nýjungum en við tökum ekki annað inn í okkar versl-un en það sem við vitum að við get-um treyst. Tengi leggur höfuð-áherslu á gæði, ábyrgð og þjónustu á þeim vörum sem við bjóðum og þjónustan er lykilatriði.“

Guðmundur segist verða var við almenna ánægju viðskiptavina með

verslun Tengis á Akureyri, bæði hinn rúmgóða sýningarsal en einnig fái þjónusta þeirra mjög góða dóma. „Fólk sem kemur hingað einu sinni kemur yfirleitt aftur vegna þess að það er ánægt með þjónustuna. Þannig viljum við hafa það,“ segir Guðmundur Stefánsson, sölumaður hjá Tengi á Akureyri.

tengi.is

Sölumennirnir hjá Tengi, þeir Guðmundur Stefánsson (tv) og Ómar Þorri Gunnlaugsson veita holl og góð ráð um val á blöndunar- og heimilistækjum. Myndir: Auðunn Níelsson

Í rúmgóðum sýningarsal má sjá tækin uppsett.

Tengi leggur áherslu á vandaðar vörur og góða þjónustu

Í Minjasafni á Akureyri stendur um þessar mundir yfir óvenjuleg ljós-myndasýning „Með augum fortíðar, Akureyri ljósmynduð með tækni 19. aldar“. Þar eru sýndar myndir Harð-ar Geirssonar sem undanfarin ár hef-ur lært aðferðir sem notaðar voru við ljósmyndun á 19. öld á svokall-aðar votplötur. Á sýningunni gefur að líta myndir sem Hörður hefur tekið með þessari aðferð víða um Akureyri og í sumar bætast við nýjar myndir frá nýjum sjónarhornum. Í tengslum við sýninguna gefst tæki-færi til að fylgjast með ljósmyndar-anum að störfum og verður auglýst sérstaklega þegar hann verður á ferð

um bæinn með ljósmyndavélina. Teknar verða tvær slíkar ljósmyndir í mánuði það sem eftir lifir sumars. Þá geta þeir sem áhuga hafa á fylgst með hvernig myndir á votplötur eru teknar, allt frá því að silfurupplausn er sett á plötuna og þangað til myndin er tekin og hún síðan framkölluð.

Í sárabætur fyrir þá sem missa af viðburðunum er ljósmyndastofa á Minjasafninu þar sem gestir geta klætt sig upp og látið taka af sér gamaldags myndir.

minjasafnid.is

Hér má sjá hvernig mynd, sem tekin var á Akureyri fyrr í sumar, kemur út með hinni gömlu ljósmyndatækni.

Akureyri nútímans séð með augum fortíðar

Page 37: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 37

Page 38: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

38 | AKUREYRI // sumar 2014

„Við höfum fengið mikil og góð við-brögð við þeirri ósk okkar að bæjar-búar skreyti bæinn með rauðu á há-tíðinni Einni með öllu um verslun-armannahelgina. Það sýnir að bæjar-búar eru viljugir til að leggjast á árar með okkur og bjóða gesti velkomna í bæinn og gera Akureyri líflega í til-efni af hátíðinni,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson hjá Viðburðastofu Norðurlands sem vinnur að undir-búningi bæjarhátíðarinnar Ein með öllu um verslunarmannahelgina.

Samfelld fjögurra daga veislaHátíðin er ein samfelld viðburða- og tónlistarveisla í fjóra sólarhringa. Í aðdraganda hennar má búast við að hús og götur taki á sig skemmtilegar myndir með rauðum skreytingum og er eftir miklu að slægjast því veitt verða verðlaun fyrir best skreytta húsið og best skreyttu götuna. Og Davíð Rúnar vekur athygli á að héð-an í frá verði rauði liturinn einkenn-islitur í skreytingum þannig að þeir skreytingaglöðu geta smám saman byggt ofan á það sem þeir gera í ár.

„Hátíðin fer í fullan gang með Fimmtudagsfílingi, tónleikum í göngugötunni að kvöldi fimmtu-dagsins fyrir verslunarmannahelgina en þeir eru í samstarfi við sjónvarps-stöðina N4. Þar munu landsfrægir skemmtikraftar leggja línuna um lífsgleðina og fjölskyldustemninguna sem hefur einkennt Eina með öllu síðustu ár,“ segir Davíð.

Vegleg dagskráNokkrir dagskrárliðir hátíðarinnar eru orðnir mjög fassir í sessi og ein-kennandi fyrir þann fjölskyldublæ sem er á henni. Þar má nefna tón-leikana Fimmtudagsfíling í göngu-götunni með N4, kirkjutröppu-hlaupið, óskalagatónleika Ósk ars Péturssonar og Eyþórs Inga í Akur-eyrarkirkju, góðgerðaruppboð á muffins í Lystigarðinum, Dyn-heimaböll á bæði föstudagskvöldi og laugardagskvöldi, sýningar Leik-hópsins Lottu í Lystigarðinum, Æv-intýraland að Hömrum, siglingar á Pollinum t.d. með Húna II, tívolí, paint-ball, söngkeppni unga fólksins og margt fleira. Ekki má heldur gleyma dagskrárliðnum Ein með öllu, rauðkáli og kók í bauk sem verður við Iðnaðarsafnið á sunnu-deginum en þar fá gestir að smakka á þjóðarréttinum: pylsum frá Goða og kóki í bauk! Atlantsolíudagurinn verður líka haldinn við Glerártorg á föstudeginum og þar verða einnig pylsur og gos í boði fyrir gesti.

„Í ár fáum við Sirkus Íslands í heimsókn og þau verða með reglu-bundnar sýningar í sínum tjöldum á flötinni fyrir framan Samkomuhús-ið. Nýir eigendur verslunarmið-stöðvarinnar Glerártorgs eru áhuga-samir um samstarf við okkur og þar verður m.a. haldin söngkeppni unga fólksins sem er meðal fjölsóttra við-burða á hátíðinni og fleiri dagskrár-atriði koma til með að verða á sviðinu á Glerártorgi. Á Ráðhús-torginu verður hins vegar aðalsvið Einnar með öllu alla dagana og þar verða alls kyns viðburðir og tónlist-aratriði en síðan flyst sviðið á flötina neðan Samkomuhússins síðdegis á sunnudag og þá um kvöldið nær há-tíðin svo hámarki með Sparitónleik-um Einnar með öllu og í kjölfarið

glæsilegri flugeldasýningu sem fé-lagar í Hjálparsveitinni Súlum eiga heiðurinn að,“ segir Davíð Rúnar.

Landslið skemmtikraftaÚrval skemmtikrafta kemur fram á hátíðinni og á skemmtistöðum bæj-arins þessa helgi. Þar má helsta nefna Pál Óskar Hjálmtýsson, hljóm sveitirnar Kaleó, Dúndurfrétt-ir, Retro Stefsson, Ingó Veðurguð, Einar Mikael töframann, Pálma Gunnarsson, Hafdísi Huld, Rúnar Eff, Beebee and the bluebirds, Heimi Ingimars, Johnny and the

rest, Hákon Guðna, Ibsen, Stjórnina og Siggu Beinteins og Grétar Örv-ars, Body Bangers, plötusnúð frá Þýskalandi og þannig mætti lengi telja.

„Uppskriftin er fjölskyldugleði og bros á vör alla helgina. Það mun engum leiðast á Akureyri um versl-unarmannahelgina,“ segir Davíð Rúnar.

einmedollu.is

Davíð Rúnar Gunnarsson skipuleggjandi.

Fjölskyldan skemmtir sér öll á Einni með öllu. Flugeldasýningarnar í lok hátíðarinnar Einnar með öllu hafa jafnan verið stórglæsilegar.

Páll Óskar Hjálmtýsson skemmtir á hátíðinni í sumar.

Ein með öllu ennþá veglegri en fyrr

Hugmyndin að veitingastöðunum Serrano varð til hjá þeim félögum Emil Helga Lárussyni og Einari Erni Einarssyni á bakpokaferðalagi um Suður-Ameríku að loknu stúd-entsprófi. Þeir höfðu báðir verið skiptinemar á þessum slóðum og því kunnugir matargerð heimamanna. Að loknu háskólanámi tóku þeir fé-lagar upp þráðinn og til varð Serra-no. Fyrsti Serrano staðurinn opnaði í Kringlunni árið 2002. Hugmyndin var að færa Íslendingum metnaðar-fulla, mexíkóska matargerð en annar þeirra hafði búið um skeið í Mexíkó.

Í dag eru Serrano staðirnir níu talsins, átta eru á höfuðborgarsvæð-inu og síðastliðið sumar opnaði Serrano veitingastaður við Ráðhús-torgið á Akureyri.

„Markmiðið var alltaf að bjóða upp á einfaldan en um leið fjöl-breyttan matseðil sem gestir staðar-ins geta gengið að á hvaða Serrano stað sem er og finna sömu gæði alls-staðar,“ segir Jón Ragnar Jónsson, rekstrarstjóri Serrano á Íslandi. „Ak-ureyringar hafa tekið okkur mjög vel. Við vitum að nýja brumið er alltaf nokkuð en við höfum haldið viðskiptavinum okkar vel. Við bjóð-um upp á einn hollasta kostinn í skyndibita á Íslandi,“ segir Jón bros-andi.

Ástríðan fyrir næringu og holl-ustu„Innblásturinn að Serrano skyndi-

bitanum kemur frá Mexíkó þar sem Serrano piparinn leikur stórt hlut-verk í matargerðinni,“ segir Jón. „Það sem hvatti þá félaga, Einar og Emil áfram í byrjun var ekki aðeins ást þeirra á mexíkóskum mat heldur líka ástríða þeirra fyrir næringu og hollustu. Þeir vildu að fólki stæði til boða hollur, næringarríkur og

bragðgóður skyndibiti sem þeim fannst bráðvanta á Íslandi. Á Serra-no er staðið vel við upphaflega hug-mynd um gæðahráefni og hollan skyndibita á hagstæðu verði. Allar uppskriftir og megnið af því hráefni sem við notum er unnið eftir ströng-um gæðakröfum af yfirmatreiðslu-manni Serrano í miðlægu eldhúsi.

Þannig geta gestir treyst því að þeir fái uppáhaldsréttinn á hvaða Serrano stað sem þeir kjósa að heimsækja. Og nú er að finna einn slíkan á Ak-ureyri,“ segir Jón að lokum.

serrano.is

Serrano opnaði í fyrra norðan heiða:

„Akureyringar hafa tekið okkur vel“

Veitingastaðurinn Serrano er við Ráðhústorg á Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson

Page 39: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 39

„Það var algjörlega nýtt fyrir okkur að ráðast í rekstur af þessu tagi en viðbrögðin frá viðskiptavinum voru strax mjög jákvæð. Við höfum feng-ið mikið hrós fyrir innréttingar og útlit á búðinni og mikið verið spurð út í arkitektúrinn, en við hönnuðum allt sjálf með aðstoð fjölskyldunnar, bæði innréttingar og litasamsetn-ingar. Að sjálfsögðu höfum við einnig fengið mikið hrós fyrir ísinn og úrvalið sem við bjóðum upp á. Hér var mikið að gera í allt fyrra-sumar, aðsóknin meiri en við áttum von á í vetur og sumarið í ár hefur farið mjög vel af stað, enda er ómiss-andi þegar er sól og sumar á Akur-eyri að fá sér góðan ís,“ segja hjónin Gréta Björk Eyþórsdóttir og Eyþór Ævar Jónsson, sem létu á síðasta ári draum sinn rætast og opnuðu Ísbúð-ina Akureyri við Geislagötu 10. Reyndar fór það svo að fáeinum dögum eftir að þau opnuðu búðina tóku þau einnig við rekstri Ísbúðar-innar á Glerártorgi og ætla sér á næstu vikum að gera á henni útlits-breytingar þannig að verslanirnar tvær verði í sama stíl og auka um leið úrvalið þar.

Ísbúð og kaffihús„Sjálf var ég búin að vera í alls konar störfum síðustu ár og vann meðal annars á bar þegar við ákváðum að slá til og fara út í þennan rekstur. Eyþór var og er raunar enn í leigu-bílaakstri meðfram þessu,“ segir Gréta. „Ég sá fljótlega að hér væri ég komin í fulla vinnu og rúmlega það. Enda þýðir ekkert annað en að vera vakinn og sofinn yfir þessu og hafa tilfinningu fyrir því hvað er að gerast frá degi til dags. Þetta er auðvitað mikil vinna en í jákvæðri merkingu - hún er líka mjög skemmtileg,“ bætir Gréta við, en þegar þeim hjónum bauðst húsnæðið við Geislagötu 10 réðust þau í endurbætur; það þurfti að mála og flísaleggja, breyta skipulagi, setja upp innréttingar, tæki og tól og svo framvegis. Þau segja að eins og stundum vill gerast hafi verkefnið orðið viðameira en þau töldu fyrirfram en það hafi hins vegar borgað sig að vanda til allra verka. Enn fái þau hrós frá við-skiptavinum fyrir staðinn en góð að-staða er fyrir gesti innandyra og borð og stólar utandyra. Einnig er gott aðgengi fyrir hjólastóla auk sal-ernisaðstöðu. Hluti af ísbúðinni er líka kaffihús þar sem hægt er að fá kaffi, te, gosdrykki og kökur. „Kaffi-húsið og ísbúðin eiga mjög góða samleið í svona rekstri, oft vilja þeir fullorðnu frekar kaffið og kökurnar en börnin fá sér ís,“ segir Eyþór.

Kjörísinn lykilatriðiðLykilatriðið í því að hugmyndin varð að veruleika voru viðbrögð Kjöríss í Hveragerði þaðan sem allur ísinn í Ísbúðinni Akureyri kemur. Og það var hreint engin tilviljun að Kjörís varð fyrir valinu.

„Á okkar heimili hef ég alltaf staðið síðastur upp frá borðum ef Kjörís er í boði. Fyrir mér hefur hann algjöra yfirburði í bragði og gæðum. Enda kom líka á daginn að hingað komu viðskiptavinir í stórum stíl sem fögnuðu því að komin væri Kjörísbúð í bæinn. Þegar ég hafði fyrst samband við þá hjá Kjörís kom í ljós að þeir höfðu verið að horfa til þess að efla sig hér á svæðinu og við höfum síðan átt mjög gott samstarf við þá og fengið góð ráð hjá þeim.

Kjörís á því mikinn þátt í því að Ís-búðin Akureyri varð að veruleika og hefur fengið þau viðbrögð hjá við-skiptavinum sem raun ber vitni,“ segir Eyþór.

Mikið úrval er í boði hjá Grétu og Eyþóri; nýbúið er að stækka nammiborðið og er það nú eitt stærsta borð á landinu og í boði er mikið af nammi og ávöxtum. Einnig er mikið úrval af kúluís. Í kúluís-borðinu er pláss fyrir 18 tegundir af ís en þar á líka að fara að stækka og nýtt stórglæsilegt borð er á leið til landsins. Auk þess eru ísvélarnar

fjórar með tilheyrandi fjölbreytni og reyna þau að skipta reglulega um bragðtegundir þar. Sykurlaus ís er alltaf í boði auk sykurlausra sósa. Hluti brauðformanna og íssósanna

eru útbúin á staðnum. „Við erum með opið til kl. 23 öll kvöld. Þó við höfum í upphafi ætlað að opna litla ísbúð þá sjáum við ekki eftir að hafa stigið skrefið stærra. Í dag erum við

með hátt í 20 manns í vinnu saman-lagt í báðum verslunum og erum full bjartsýni.“

Gréta Björk Eyþórsdóttir og Eyþór Ævar Jónsson, eigendur Ísbúðarinnar Akur-eyri. Mynd: Auðunn Níelsson

Mikið úrval er í borðinu hjá Grétu og Eyþóri, m.a. 24 gerðir af kúluís.

Eyþór og Gréta kúventu sínu lífi og opnuðu Ísbúðina Akureyri:

Leigubílstjóri og barþjónn í ísbúðarrekstri

Page 40: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

40 | AKUREYRI // sumar 2014

„Við höfum fengið frábærar viðtök-ur og erum afskaplega þakklát fyrir það. Fólk hefur hrósað okkur fyrir gott vöruúrval og fallega verslun,“ segir Svala Fanney Njálsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum, Árna Páli Jóhannssyni rekur verslunina Kaup-túnið við Glerárgötu á Akureyri.

Verslunin var opnuð í október á liðnu ári, en í sama húsnæði er einnig barnafataverslunin Pjakkar & Píur og segir Svala að almenn ánægja ríki hjá fólki með að geta keypt allt á fjölskylduna á sama stað. Kauptúnið er einnig nýr umboðsað-ili fyrir Siemens og Bosch og segir hún að í boði sé mikið úrval af stór-um sem smáum heimilistækjum í þessum þýsku gæðamerkjum. „Þeir sem átt hafa slík tæki kunna vel að meta gæðin og endinguna og vilja helst ekki annað þegar kemur að endurnýjun, það eru bestu meðmæl-in.“

Persónuleg þjónustaNafnið á versluninni segir Svala vera vísun í gamla tíma þegar fólk gerði sér ferð í kauptúnið að versla allt það

sem ekki féll til við sjáfsþurftarbú-skapinn heima við. „Hér hjá okkur kennir margra grasa, fjölbreytt úrval heimilistækja, búsáhalda, gjafa- og matvöru,“ segir hún. „Okkar mark-mið var að opna heimilisverslun með vandaða og fallega vöru í hlý-legu umhverfi og með persónulegri og góðri þjónustu.“

Í boði er mikið úrval af skandi-navískum gjafavörum, merki á borð við House Doctor, Ferm Living, Kähler, By nord, auk gourmet mat-vöru frá franska matreiðslumeistar-anum Nicolas Vahé. Til stendur svo að auka úrvalið af íslenskri hönnun, nýlega var tekin í sölu vara sem heit-ir Merkið mitt og eru það stjörnu-merkjaplattar til að hengja á vegg og þá nefnir hún að „Jón í lit“ sé ævin-lega vinsæll.

Breyttar áherslur yfir sumarið„Áherslurnar breytast aðeins yfir sumarið, fólk er meira utandyra, situr á pallinum og vill hafa það notalegt. Oft þarf ekki mikið til að gera fallegt í kringum sig, blóm í potti, sætir púðar, kertalugt þegar

fer að skyggja og svo er nauðsynlegt að vera með góð teppi því stundum er svalt á kvöldin. Við eigum þetta allt saman og meira til,“ segir Svala og bætir við að gott úrval af grillvör-um frá Weber megi einnig nálgast í Kauptúninu.

„Við erum enn að þreifa fyrir okkur með vöruvalið og eru t.d. að vinna í því að auka úrvalið í bús-áhöldum og eldhúsvörum,“ segir

Svala, en nýverið tóku þau inn Ex-presso „hylkja“ kaffivélar frá Illy og níu tegundir af gæðakaffihylkjum. „Þetta eru þægilegar vélar í notkun, hella upp á einn bolla í einu og eru með mjólkurflóara þannig að hægt er að útbúa alls kyns kaffidrykki.“

Óskalisti fyrir brúðhjónSvala nefnir að í boði séu óskalistar fyrir brúðhjón, en þau geti komið í

verslunina og skrifað niður það sem þau langar í eða vantar í heimilis-haldið, allt frá kertastjaka og upp í hrærivél. Þá sé leikur einn fyrir gestina að velja gjöf eftir listanum. Brúðhjónin fái að auki gjafabréf frá versluninni að andvirði 20% þeirra gjafa sem keyptar eru þar.

kauptunid.is

Fóðurframleiðslufyrirtækið Bústólpi mun á haustmánuðum opna nýja verslun í nýrri viðbyggingu við höf-uðstöðvar fyrirtækisins á Oddeyrar-tanga á Akureyri. Byggingafram-kvæmdir eru hafnar en auk samtals 300 fermetra viðbyggingar fyrir verslun og lager er einnig að rísa 100 fermetra viðbygging sem í verða skrifstofur og starfsmannaaðstaða. Hólmgeir Karlsson, fram-kvæmdastjóri Bústólpa, segir mark-miðið að efla verslunarþjónustu bæði við bændur og um leið alla aðra viðskiptavini.

„Nýja verslunarrýmið verður rösklega 170 fermetrar að stærð, sem er gjörbylting frá því sem við höfum í dag. Með nýju versluninni getum við stillt fram okkar vöruúrvali en bæði erum við að selja ýmsar smærri rekstrarvörur fyrir bændur, svo sem sápur og hreinsiefni, hlífðarfatnað,

verkfæri og fleira auk almennra rekstrarvara á borð við áburð, fræ, girðingarefni og fleira. Markmiðið er að auka hlut verslunarinnar í rekstri Bústólpa, efla þjónustuna við bændur en ekki síður hitt að höfða enn frekar til hins almenna við-skiptamanns, jafnt í þéttbýli sem dreifbýlinu. Í okkar vöruúrvali eru margir flokkar sem eiga ekki síður erindi til þéttbýlisbúans en bænda þannig að við vonumst til að sjá bæjarbúa enn frekar hér hjá okkur,“ segir Hólmgeir.

Eins og áður segir verður starfs-mannaaðstaða Bústólpa einnig bætt verulega með viðbyggingu en í henni verður meðal annars skrif-stofuaðstaða fyrir verksmiðjustjóra

og starfsmenn í DeLaval þjónustu Bústólpa en sú deild er nýjasta við-bótin í rekstri fyrirtækisins og annast alla þjónustu við DeLaval mjalta-kerfi, allt frá smærri kerfum upp í mjaltaþjóna.

„Viðbyggingarnar eru hluti lang-tímaáætlunar í fjárfestingum fyrir-tækisins sem við höfum unnið eftir síðustu ár. Fyrsti hluti þeirrar áætl-unar sneri að endurnýjun í verk-smiðjunni sjálfri en síðan höfum við einnig ráðist í stærri viðhaldsverk-efni á húsum Bústólpa og einnig stækkun lóðar sem var undanfari viðbygginganna,“ segir Hólmgeir.

bustolpi.is

Bústólpi opnar nýja verslun í haust

Úrval í heimilistækjadeild Kauptúnsins.

„Hjá okkur kennir margra grasa, við erum með fjölbreytt úrval heimilistækja, búsáhalda, gjafa- og matvöru,“ segir Svala Fanney Njálsdóttir sem rekur Kauptúnið við Glerárgötu ásamt eiginmanni sínum Árna Páli Jóhannsyni. Myndir: Auðunn Níelsson

Fjölbreytt úrval heimilis- og gjafavöru í Kauptúninu:

Markmiðið að bjóða vandaða og fallega vöru og veita góða þjónustu

Tvær viðbyggingar við hús Bústólpa á Oddeyri eru samtals um 400 fermetrar. Í þeirri stærri verður nýja verslunin og vörulager.

Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa.

Page 41: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 41

Sumarsýning Listasafnsins á Akur-eyri ber yfirskriftina Íslensk sam-tíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Á sýningunni gefur að líta hvernig 70 listamenn hafa glímt við hugmyndina um portrett frá síðustu aldamótum til dagsins í dag.

Að einskorða sig við portrett er ein leið til að skoða á hvaða hátt ís-lenskir listamenn fjalla um samtíð-ina. Á þessari sýningu birtist áhorf-endum samtíðarsýn 70 listamanna sem hafa tekist á við hugmyndina í víðum skilningi. Á meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni má nefna Erró, Ragnar Kjartansson, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Hallgrím Helga-son, Steinunni Þórarinsdóttur, Hug-leik Dagsson, Aðalheiði S. Eysteins-dóttur, Baltasar Samper og Ólöfu Nordal.

Sýningin stendur til 17. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis.

Hönnun Gísla B. Sumarsýning Ketilhússins er yfirlits-sýning Gísla B. Björnssonar sem er einn atkvæðamesti grafíker íslenskr-ar hönnunarsögu. Hann setti á fót auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar eftir nám í Þýskalandi 1961 og ári síðar stofnaði hann sérdeild í auglýs-ingateiknun við Myndlista- og handíðaskólann sem í dag er braut

grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands.

Gísli hefur kennt óslitið í fimm áratugi, komið að markaðs- og ímyndarmálum fjölda fyrirtækja og stofnana á Íslandi og búið til mörg af þekktustu vörumerkjum landsins. Má þar nefna merki Sjónvarpsins, Norræna félagsins og Hjartaverndar.

Á sýningunni er horft yfir feril

Gísla og gefur að líta verk frá náms-árum hans, tímarit, bókakápur og umbrot og hönnun bóka. Sýnd eru gömul myndbrot af auglýsingastofu hans þar sem tækni þess tíma gefur innsýn í vinnu teiknarans og hug-myndasmiðsins. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 10-17.

Tvívirkni í DeiglunniSumarsýning Deiglunnar í Listagil-

inu ber yfirskriftina Tvívirkni þar sem GÓMS tvíeykið, þeir Georg Óskar og Margeir Dire hafa bundist sjónrænum böndum í einlægu bræðralagi og birta dreggjar karl-mennskunnar á sinn fegursta hátt.

Sýningin stendur til 31. ágúst og er aðgangur ókeypis.

sjonlist.is

Sýning Gísla B. Björnssonar í Ketilhúsinu.

Tvívirkni GÓMS í Deiglunni.

Sumarsýningar í Listasafni Akureyrar, Ketilhúsinu og Deiglunni:

Samtíðarportrett, grafísk hönnun og tvívirkni

ÁSINN

2x10 l. á sleða + karfaMál: 25 x 38/35 cm.

Flokkunaríláttil notkunar innan húss

Skápalausnir

TVISTURINN

2x18 l. á sleðaMál: 31 x 46/36 cm.

ÞRISTURINN

2 x 14 l. + 1 x 8 l. á sleðaMál: 31 x 46/36 cm.

KARFAN

1 x 8 l. fyrir lífræna söfnun.Mál: 18 x 22/22.

2 x 60 l.

Tvær 60 l. tunnur á hjólavagni.

3JA HÓLFA

3 x 11 l. Hentugt t.d. fyrir hótel, skrifstofur.

2JA HÓLFA

2 x 11 l. Hentugt t.d. fyrir hótel, skrifstofur.

2 x 40 l.

2 x tvær 40 l. tunnurá hjólavögnum.

2 x 90 l.

Tvær 90 l. tunnurá hjólavagni.

FLOKKUNARBARIR

Litrík, létt og lífleg lausn. Fáanlegir í mörgum litum.

EITT HÓLF

1x20 l. Með snerti- eða pedalopnun.

Hringhella 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2510 • [email protected] • www.hafnarbakki.is

Allar upplýsingar í síma 535 2510

Page 42: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

42 | AKUREYRI // sumar 2014

„Með GoPro vélunum erum við að sjá ljósmyndir og myndskeið frá sjónarhornum sem við höfum aldrei áður séð. Og raunar má segja að það sé ekki nema hugmyndaflugið eitt sem ræður því hvað hægt er að gera með þessum vélum,“ segir Axel Þór-hallsson hjá Pedromyndum á Akur-eyri en fyrirtækið selur GoPro myndavélar og allan aukabúnað við vélarnar. Axel segir að þrátt fyrir að vélarnar séu mest seldar til fólks sem stundar svokallað jaðarsport þá séu æ fleiri að sjá skemmtilega mögu-leika til að nota vélarnar í bæði leik og starfi.

„Fólk sem stundar íþróttir á borð við hjólreiðar, mótorsport, fall-hlífastökk, skíðaíþróttir og þess hátt-ar notar GoPro tæknina mjög mik-ið. Vélarnar eru gjarnan festar á hjálma eða annan búnað en við er-um líka með úrval aukahluta til að gera notkunarsvið vélanna ennþá meira. GoPro er að opna okkur al-veg nýjan heim,“ segir Axel en upp-haf þessarar tækni er rakið til einstaklings sem kom myndavél fyrir

á brimbretti. Í dag er GoPro orðið meðal þekktra vörumerkja á heims-vísu.

Endalausir möguleikarAxel segir GoPro fáanlega í þremur útfærslum þó í grunninn sé um sömu vél að ræða. Ljósnæmið er mismunandi mikið og segir hann vinsælustu vélina skila skýrum myndum þó tekið sé að næturlagi.

„Upplausn í myndum úr GoPro er mjög góð, bæði hvað varðar ljós-myndir og hreyfimyndir. Enda er þessi tækni í vaxandi mæli notuð hjá kvikmyndafyrirtækjum,“ segir Axel en vélarnar hafa gleiða linsu sem gerir notkunarsviðið mjög mikið. Vélin geymir myndir og myndskeið á lausu minniskorti og þannig er auðvelt að færa efnið yfir í tölvu til vinnslu.

„Það er til dæmis hægt að stilla vélinni þannig upp að hún taki mynd á 10 sekúndna fresti á meðan rafmagnið endist á vélinni. Með því að raða þeim römmum saman má síðan fá mjög skemmtilegar myndir

af t.d. náttúru eða öðru sem gaman er að sjá yfir lengra tímabil. Möguleikarnir eru nánast óþrjót-andi,“ segir Axel.

GoPro vélarnar kosta frá 49.900 kr. upp í 82.900 kr. sem er ljósnæm-asta vélin og býður upp á mestu stillingarmöguleikana. Jafnframt er

hún sú vinsælasta, eins og áður segir. „Með í pakkanum fylgja tvær gerðir af festingum en síðan erum við með úrval aukahluta til að auka á notk-unarmöguleikana og gera þessa ljós-myndun ennþá skemmtilegri. Þar má nefna stangir, hjólafestingar, hjálmafestingar, höfuðfestingar og

svo framvegis. Það gætu margir eignast skemmtileg GoPro mynd-skeið úr gönguferðinni, fjall-göngunni eða hjólatúrnum í sumar-fríinu,“ segir Axel.

pedro.is

Nýtt kaffihús verður í dag opnað í miðbæ Akureyrar, en það hefur fengið heitið Símstöðin café og er staðsett við Hafnarstræti 102, þar sem í eina tíða var rekin símstöð.

Eigendur eru þrír ungir menn með víðtæka reynslu úr veitinga-bransanum, þeir Kristján Þórir Kristjánsson fyrrverandi eigandi Rub23, Sveinn Sævar Frímannsson sem áður var rekstrarstjóri á Ham-borgarafabrikkunni og Haukur Gröndal, áður kokkur á Grand Hót-eli.

Mikil áhersla á fjölbreytta kaffi-drykki „Við leggjum áherslu á að reka kaffihús sem er heilsutengt, við leggjum mikið upp úr fersku og góðu hráefni og munum leika okkur með samsetningu ólíkra krydda,“ segir Kristján. „Við erum einnig með fjölbreytt úrval, hingað geta all-ir komið og fengið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem á boðstólum er má nefna súpur, kjúklinga-, fisk- og grænmetisrétti og á hádeginu verða í boði réttir úr hráfæði. Nýkreistir safar og þeytingar ýmis konar, (boost og smoothie)

Við munum leggja mikið upp úr

góðu og fjölbreyttu kaffi og kaffi-tengdum drykkjum og verðum með sérristað kaffi í boði. Með kaffinu verður hægt að fá glæsilegar kökur sem engan svíkja, nýbakað brauð, bökur, vefjur og þá erum við með fjölbreytt úrval af flottum salötum. Allt nýtt og brakandi ferskt,“ segir Kristján.

Góð útiaðstaðaViðskiptavinir Símstöðvarinnar hafa kost á því að taka allt sem boðið er upp á staðnum með sér út og snæða þar. Kristján segir að útiaðstaðan

verði einkar góð og glæsileg, „með því besta sem í boði er í bænum,“ segir hann og bætir við að eigendur hlakki til að gera gestum sínum glaðan dag. „Hér eiga allir að geta gert vel við sig í mat og drykk og haft það notalegt, hvort heldur sem er hér innandyra eða úti við á góð-viðrisdögum.“

Alla daga verður í boði svonefnd gleðistund, happy hour. Símstöðin tekur 80 manns í sæti að viðbættu stóru og góðu útisvæði. Opið er frá því snemma á morgnana eða frá kl. 07:30 og til 23:00 á kvöldin.

Eigendur Símstöðvarinnar café, Haukur Gröndal, Kristján Þórir Kristjánsson og Sveinn Sævar Frímannsson. Nafn sitt dregur kaffihúsið af staðsetningu sinni, er við göngugötuna í Hafnarstræti þar sem Símstöðin var til húsa á meðan hún var og hét. Myndir: Auðunn Níelsson

Frísklegir litir einkenna staðinn.

Heilsutengt kaffihús opnaðí miðbæ Akureyrar

Axel Þórhallsson hjá Pedromyndum. Sjálfsmyndina tekur hann á GoPro.

Dæmi um hvernig hægt er að fá ný sjónarhorn með GoPro vélunum.

GoPro opnar nýjan heim

Page 43: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 43

Allt fyrir hestaferðina

Komdu við í Líflandi áður en þú stígur á bak og heldur á vit ævintýranna.

Hnakktöskur, flugnanet, saltsteinar, kjarnfóður og allt fyrir hestaferðina.

Sími 540 1100Lynghálsi, Reykjavík Lónsbakka, Akureyri Efstubraut, Blönduósi

Ora vörur hafa notið mikilla vin-sælda hjá Íslendingum allt frá stofn-un fyrirtækisins árið 1953. Matvæli frá Ora hafa því verið á borðum Ís-lendinga í rúm sextíu ár og eru löngu orðnar hluti af matarhefð margra íslenskra heimila. Nægir að nefna Ora fiskibollur og Ora grænar baunir og rauðkál og Ora síld.

Nú kynnir Ora til sögunnar nýj-ung sem er tilbúinn heimilismatur sem hægt er að skella beint í ofn eða örbylgjuofn. Fyrstu afurðirnar í

þessum nýja vöruflokki komu í verslanir í júní en það eru þrjár tegundir af súpum; mexíkósk súpa með kjúklingi, humar-súpa og íslensk kjötsúpa. „Við byrjum á súpunum vegna þess að það er sumar og þær eru léttar og hentug sum-arvara. En það er fleira í pípunum og seinna í sum-ar kynnum við fleiri hefð-bundna rétti sem eru til-búnir í ofninn,“ segir

Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ora. Hann segir að viðtökur við súpunum hafi verið frábærar og því mikil hvatning til að halda áfram á þessari braut. Uppskriftir að nýju

heimilisréttunum eru þróaðar af vöruþróunarhópi hjá Ora og segir Leifur að það hafi vakið sérstaka ánægju þeirra sem hafa prófað súpurnar að þær innihalda hvorki hveiti né rotvarnarefni og ekkert MSG.

Orasósur undir öðrum merkjumÁ þessum árstíma er mikil eftirspurn eftir sósum en Ora hefur um árabil verið framarlega í hvers kyns sósu-gerð. „Við framleiðum mikið af sós-um undir Ora merkinu, bæði pipar- og hvítlaukssósur sem henta með öllum mat hvort sem það er grill-matur eða annað. Nýlega höfum við einnig sett á markað þrjár tegundir

af sósum sem koma í svokölluðum stand-up pokum sem eru til upp-hitunar, en það eru rauðvínssósa, kjúklingasósa og pipar ostasósa. Síð-ast en ekki síst framleiðum við líka sósur sem eru seldar undir vöru-merkjum annarra. Þannig framleið-um við til dæmis fjórar tegundir undir vörumerki Hrefnu Sætran, þrjár tegundir undir merkjum Saffr-an og loks 4 sósur undir merkjum Argentínu steikhúss. Ora kemur þannig víðar við sögu en fólk gerir sér almennt grein fyrir.“

Hjá Ora starfa milli 35 og 40 manns og koma um 30% af veltu fyrirtækisins frá vörum sem seldar eru á erlenda markaði. „Við höfum

verið í útflutningi í 30-40 ár og sú vara sem mest er seld erlendis er kavíar sem er unnin úr grásleppu- og loðnuhrognum. Síðan höfum við einnig verið að hasla okkur völl er-lendis í sölu á humarsúpu sem hefur gengið vonum framar. Í dag er út-flutningur orðinn stór hluti af rekstrinum og erlendir markaðir fyr-irtækisins ekki síður mikilvægir en sá innlendi,“ segir Leifur.

Helstu útflutningslönd Ora eru Danmörk, Svíþjóð, Belgía, Frakk-land, Spánn, Ítalía, Bandaríkin og Japan.

ora.is

Fyrstu vörurnar í Heimilismat Ora eru þrjár tegundir af súpum; mexíkósk súpa með kjúklingi, humar-súpa og íslensk kjötsúpa

Heimilismatur er ný vörulína frá Ora

Skip og teppi á Iðnað-arsafninu Á Iðnaðarsafninu á Akureyri eru í sumar sýnd líkön af 19 eyfirskum skipum en þau eru smíðuð af Grími Karlssyni. Má þar nefna Súluna EA 300, Ólaf Magnússon EA 250, Snæ-fell EA 740, björgunar- og varðskip-ið Maríu Júlíu, Frosta ÞH 230, Narfa EA 671 og mörg önnur glæsi-leg skip.

Á efri hæð Iðnaðarsafnsins er önnur áhugaverð sérsýning en þar geta gestir skoðað teppi sem fram-leidd voru hjá Gefjun á Akureyri á sínum tíma.

Iðnaðarsafnið á Akureyri geymir muni sem tengjast iðnaði og iðn-framleiðslu liðinna tíma, allt frá smjörlíkisgerðarvélum, prentvélum og rennibekkjum til saumavéla og áhalda til úrsmíða. Fjöldi tækja og véla úr gömlu verksmiðjunum á Ak-ureyri eru á safninu, vélum sem not-aðar voru til framleiðslu á vörum á borð við Saxbauta, Santos kaffi og Flóru smjörlíki, auk allskyns nytja-hluta og iðnvarnings. Á efri hæð safnsins er sýning á hinni víðtæku fata- og skóframleiðslu sem var á Akureyri á liðinni öld.

Opið er alla daga yfir sumartím-ann á Iðnaðarsafninu kl. 10-17

idnadarsafn.is

Eyfirsku skipin á Iðnaðarsafninu. Næst á myndinni er Súlan EA 300.

Page 44: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

Landsmót skáta verður haldið á Hömrum við Akureyri dagana 20-27. júlí næstkomandi. Fríður Finna Sigurðardóttir mótsstjóri segir að gert sé ráð fyrir rúmlega tvö þúsund þátttakendum og skipuleggjendum á mótssvæðinu og auk þess séu alltaf mjög fjölmennar fjölskyldubúðir.

„Þær eru opnar öllum, hvort heldur sem er eldri skátum, fjöl-skyldum þátttakenda eða bara þeim sem langar í útilegu með fjölbreyttri dagskrá og upplifun. Við gerum ráð fyrir að vera á bilinu 5-6 þúsund á mótssvæðinu þegar mest verður,“ segir Fríður. Auk þess segir hún að tæplega 1000 erlendir þátttakendur og starfsmenn verði á svæðinu.

Pláss fyrir alla í skátunumFríður segir að helsta vandamál skátahreyfingarinnar sé að nú vanti sárlega foringja. „Geysilega margir hafa áhuga á starfinu en telja sig ekki hafa tíma eða þekkingu til að að-stoða,“ segir Fríður. „Það er hins vegar pláss fyrir alla í skátahreyf-ingunni og verkefni við allra hæfi, bæði tíma- og þekkingarlega séð. Og svo er líka bara mjög gaman að læra og upplifa nýja hluti og við erum alltaf tilbúin til að aðstoða og kenna.“

Fríður segir að starfið snúist tölu-

vert um að ögra sjálfum sér, sama á hvaða sviði það sé. „Skátastarfið er í eðli sínu mjög fjölbreytt,“ segir hún. „Við erum alltaf að gera betur og læra meira sem er einmitt það sem dregur svo marga að starfinu og verður til þess að margir velja sér skátastarf sem lífsstíl,“ segir hún. „Skátastarfið verður aldrei þreytandi eða vanabundið því maður getur alltaf tekið sér eitthvað nýtt fyrir hendur.“

Í takt við tímannFríður segir að þrátt fyrir að skáta-hreyfingin sé ein elsta æskulýðs-hreyfing heims, yfir 100 ára gömul, sé hreyfingin í sífelldri endurskoðun og endurnýjun. „Við byggjum á gömlum gildum, lærum af reynsl-unni og tökum það besta með okkur áfram,“ segir hún. „Á sama tíma er-um við síung og leggjum áherslu á að nýjasta tækni og straumar í sam-félögum séu hluti af starfinu. Þannig undirbúum við skátana okkar best fyrir það að verða góðir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Þess vegna finnst okkur yfirskrift mótsins í ár „Í takt við tímann“ vera mjög lýsandi fyrir skátastarfið í heild. Þemað endur-speglast svo að sjálfsögðu í dagskrá mótsins. Við erum meðal annars með dagskrárþorpin Nútíð, Fortíð

og Framtíð þar sem við flökkum um í tíma og rúmi, umgjörðin byggir á árstíðunum og svo búum við á svæð-unum Vetur, Sumar, Vor og Haust. Á mótssvæðinu mun fólk líka sjá hvernig við nýtum tímann með margvíslegum hætti en þar er sjón sögu ríkari!“

skatamot.is

Fyrirtækið Wise hefur verið valið „Samstarfsaðili ársins 2014“ hjá Microsoft á Íslandi. Það var heiðrað ásamt fleiri samstarfsaðilum Microsoft á heimsvísu fyrir yfirburði í þróun og útfærslu á þjónustu-miðuðum lausnum sem byggðar eru á tækni frá Microsoft. Fyrirtækið er með starfsstöð á Akureyri.

„Það er okkur mikil ánægja að heiðra Wise sem „Samstarfsaðila ársins hjá Microsoft á Íslandi“. Wise hefur fært sameiginlegum viðskipta-vinum okkar framúrskarandi lausnir og þjónustu og er frábært dæmi um þá yfirburði sem við sjáum hjá okkar bestu samstarfsaðilum,“ sagði Phil

Sorgen, varaforseti Worldwide Partner Group hjá Microsoft.

Verðlaun voru veitt í mörgum flokkum og sigurvegarar valdir úr hópi fleiri en 2800 samstarfsaðila í 117 löndum víðs vegar um heiminn fyrir árangursríkt samstarf við Microsoft, nýsköpun, aukna ánægju viðskiptavina og ekki síst fyrir að laða að nýja viðskiptavini. Wise var sérstaklega heiðrað fyrir framúrskar-andi lausnir og þjónustu, auk góðs samstarfs við Microsoft á Íslandi.

„Það er afar ánægjulegt að hljóta þessi verðlaun í þriðja sinn. Ég tel lykilinn að velgengni okkar og vexti á markaðnum sé að við einblínum á Dynamics NAV og sérlausnir okkar fyrir sjávarútveginn, viðskiptagreind (BI) og viðskiptalausnir, en þar höf-um við fjárfest mikið í þróun og vottunum. Sterk markaðsstaða Wise byggist á því að við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á sam-þættar lausnir, byggðar á vörum Microsoft, sem uppfyllir kröfur þeirra,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise.

Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise.

Wise valið samstarfsaðili ársins í þriðja sinn

Ómæld skemmtun hjá þátttakendum á skátamóti.

Fríður Finna Sigurðardóttir og Ásgeir Ólafsson á landsmóti skáta 2012.

Þúsundir skáta sækja Akureyri heim

44 | AKUREYRI // sumar 2014

Page 45: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 45

Flugfélagið Greenland Express er um þessar mundir að hefja milli-landaflug um Akureyri. Upphaflega stóð til að hefja flug fyrr en utanað-komandi aðstæður urðu þess valdandi að fresta þurfti þeirri áætl-un.

Sigurður Pétur Hjaltason, tals-maður Greenland Express, segir að flugrekandanum, sem á vélarnar sem nýttar verða í flugið, hafi ekki tekist að afhenda þær á réttum tíma, en það sem þó olli mestum vandræðum sé bókunarkerfið sem ekki virkaði sem skyldi. Ýmsir agnúar komu upp í kerfinu en Sigurður segir að skipt hafi verið um bókunaraðila og mál því færst til betra horfs.

Flogið tvisvar í vikuGreenland Express áformar að fljúga tvisvar í viku til og frá Akureyri, á sunnudögum og miðvikudögum. Heimahöfn félagsins er í Álaborg og verður því flogið þaðan og til Kaup-mannahafnar og áfram til Akureyr-ar. Sama leið verður flogin til baka,

þannig að Norðlendingum gefst val um tvo áfangastaði í Danmörku. Sigurður segir Álaborg ekki síður áhugaverðan stað en Kaupmanna-höfn að ferðast til, Billund og Le-góland í seilingarfjarlægð, mikil sumarhúsabyggð er á svæðinu og stutt að fara á ströndina á Skagen. Álaborg sé einnig skemmtilegur val-kostur fyrir verslunarferðir á haustin og fyrir jólin.

Stefnt að flugi árið um kringHann segir að eitt af meginmark-miðum Greenland Express sé að vera samkeppnishæft þegar kemur að verði, þannig að meðalverð á flugi frá Keflavík annars vegar og Akureyri hins vegar til Kaupmanna-hafnar verði fyllilega sambærilegt og gerist og gengur hjá öðrum félögum. Opið verður fyrir bókanir til 25. október en flugfélagið stefnir að því

að flogið verði tvisvar í viku allt árið um kring til Akureyrar og markmið-ið er að gera Norður- og Austurland að eftirsóttum ferðamannastað yfir vetrartímann.

Flugvélin sem notuð verður er nýuppgerð vél af gerðinni Fokker 100. Vélin tekur 100 manns í sæti og er afar þægileg til ferðalaga en sætabil er t.a.m. 35“ sem er mun meira en önnur flugfélag bjóða hér á

landi. Töskugjald er innifalið í verðinu og ekki er rukkað fyrir mál-tíðir um borð á leiðinni til Dan-merkur sem getur munað þó nokkru fyrir fjölskyldu sem ferðast með börn.

Vonir bundnar við Akureyri sem framtíðaráfangastaðFélagið hefur yfir tveimur flugvélum að ráða og býður einnig upp á leigu-flug fyrir fyrirtæki, ferðaskrifstofur eða starfsmannafélög. „Ef áhugi er til dæmis fyrir fótboltaferð til Eng-lands eða skíðaferð til Frakklands þá getur félagið boðið upp á slíkar ferð-ir,“ segir Sigurður. Hann segir að Greenland Express bindi miklar vonir við Akureyri sem framtíðará-fangastað „enda hafa viðbrögðin ver-ið framar öllum vonum þótt starf-semin sé vart komin af stað,“ segir hann.

greenlandexpress.com

Flugvélin sem notuð verður í flugi Greenland Express milli Akureyrar og Kaupmannahafnar er nýuppgerð vél af gerðinni Fokker 100.

Millilandaflug Greenland Express frá Akureyri:

Viðbrögðin framar öllum vonum

Page 46: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

46 | AKUREYRI // sumar 2014

Gistiheimilið Básar

Verið hjartanlega velkomin

Bent flug frá Akureyri

kl. 13 alla dagana.

www.grimsey.is

Myn

d: F

riðþ

jófu

r He

lga

son

.

við heimsskautsbauginn

Sími 467 3103 - www.gistiheimilidbasar.is - [email protected] - [email protected]

„Við bjóðum upp á mikið úrval af girðingarefni af öllu tagi, hvort held-ur menn eru að leita að tún- eða raf-girðingum, garðaneti eða sérhæfðari girðingaefni, það fæst allt hjá okkur. Líkt og áður á þessum árstíma hefur verið mikið að gera í þessum geira,“ segir Ellert Jón Gunnsteinsson versl-unarstjóri hjá Líflandi á Akureyri. Þá er einnig í boði úrval af hlið-grindum, jafnt rörahlið sem dregin eru út sem og létthlið í mörgum stærðum. „Við erum með allan pakkann.“

Stæðuverkun fer vaxandiEllert Jón segir að á þessum árstíma þegar heyskapur stendur sem hæst sé einnig mikið að gera í versluninni, sem býður fjölbreytt úrval af öllu því sem lýtur að pökkun og verkun heyfengs. „Bændur verða að hafa réttu aðföngin við hendina,“ segir hann. Lífland er með rúlluplast frá Hollandi sem þykir hafa einkar góða endingu og límeiginleika auk ýmissa annarra kosta. Ellert segir að stæðu-verkun fari vaxandi, sífellt fleiri

bændur reyni fyrir sér með slíka verkun en Lífland hefur á boðstól-um stæðuplast, bæði undir- og yfir-plast. Eins er í boði úrval af íblöndunarefnum sem stuðla að betri verkun en ella.

Allt fyrir hestamanninn og hrossinLandsmót hestamanna er nýhafið á Gaddstaðaflötum á Hellu en Lífland er þar með sölubása sem opnir eru alla mótsdagana. Í boði er úrval af búnaði fyrir bæði hross og knapa, á keppnisvöllinn, í hesta ferðina og hinar almennu útreiðar. „Við höfum alla tíð lagt metnað okkar í að bjóða í okkar verslun allt sem viðkemur hestamennsku, hvort heldur er fyrir knapann eða hestinn. Við erum með mjög vandaðan og góðan fatnað á hestafólk frá þekktum framleiðend-um, það má segja að við höfum allt frá toppi til táar, skó, hjálma og allt þar á milli. Allt gæðavörur og á samkeppnishæfu verði,“ segir Ellert. Úrvalið hefur aukist, en nýverið keypti Lífland verslunarrekstur á

vegum Topreiter og bætt-ust vörur úr þeirri línu við nú fyrir skömmu.

Gæludýradeildin stækkarEllert segir að hjá Líflandi geti menn einnig nálgast fóður fyrir dýr af öll-

um stærðum og gerðum, kýr, kind-ur, hesta, svín, fugla, hunda og ketti. „Gæludýradeildin okkar er alltaf að stækka og við erum með mikið úrval af alls kyns vörum, fóður, nammi og leikföng af ýmsu tagi. Eigendur

gæludýra verða því ekki sviknir af því að líta við hjá okkur,“ segir Ell-ert.

lifland.is

Ellert Jón Gunnsteinsson, verslunarstjóri hjá Líflandi á Akureyri.

Hestavörur í úrvali.

Allt fyrir hestamanninn

Um 20 starfsmenn frá Kælismiðj-unni Frosti á Akureyri hafa verið í Fuglafirði í Færeyjum að undan-förnu þar sem fyrirtækið sér um uppsetningu frystibúnaðar í nýrri og fullkominni uppsjávarverksmiðju. Vinnslubúnaður verksmiðjunnar kemur frá fyrirtækinu Skaganum á Akranesi en þetta er önnur verk-smiðja hliðstæðrar gerðar sem ís-lensku fyrirtækin tvö setja upp í Færeyjum á stuttum tíma. Gunnar

Larsen, framkvæmdastjóri Kæl-ismiðjunnar Frosts, segir þetta verk-efni hafa gengið vel síðustu vikur og sé það á undan áætlun.

„Verksmiðjan á að vera tilbúin þann 1. ágúst og miðað við stöðuna núna verður hún það örugglega,“ segir Gunnar en um er að ræða vinnslu sem annað getur 600 tonn-um af uppsjávarfiski á sólarhring. Fyrri verksmiðjan sem fyrirtækin settu upp er á Suðurey í Færeyjum og afkastaði fyrsti áfangi hennar einnig 600 tonnum á sólarhring en hún var síðan stækkuð í öðrum áfanga og afkastar nú 1000 tonnum á sólarhring.

„Verkefnið í Fuglafirði er með sama hætti unnið. Það er miðað við að hægt sé að auka afköstin síðar en enn sem komið er hefur ekki verið samið um framhaldið. Við höfum átt gott samstarf við Skagann um þessi verkefni og reynslan af verk-smiðjunum er mjög góð,“ segir

Gunnar en verkefnið í Færeyjum er það stærsta sem Kælismiðjan Frost hefur haft á þessu ári. Fyrirtækið hefur einnig nýlokið uppsetningu frystibúnaðar nýrri uppsjávarvinnslu hjá Skinney Þinganesi á Höfn í Hornafirði en þar var einnig um að ræða samstarf við Skagann á Akra-nesi.

„Það eru síðan framundan verk-efni hjá okkur í landvinnslunum hér heima þannig að verkefnastaðan er góð. Við finnum líka fyrir auknum áhuga á nýsmíðum í íslenska skipa-stólnum og þá í því formi að til okk-ar er leitað með hönnun frysti- og kælikerfa, sölu búnaðar og eftirlit með uppsetningu í skipunum. Framundan eru því talsverð verk-efni, bæði hér heima og sömuleiðis eru fyrirspurnir erlendis frá,“ segir Gunnar Larsen.

frost.is

Starfsmenn Kælismiðjunnar Frosts vinna við uppsetningu kælikerfisins í upp-sjávarverksmiðjunni í Fuglafirði í Færeyjum.

Kælismiðjan Frost:

Tuttugu starfsmenn í verkefni í Færeyjum

Page 47: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 47

„Engin nýjung hjá okkur hefur feng-ið aðrar eins undirtektir síðan ég kom til starfa hjá Sundlaug Akureyr-ar. Það er alveg ljóst að nú verður ekki aftur snúið og greinilega mikill áhugi fyrir að hér verði kaldur pottur í framtíðinni,“ segir Elín H. Gísladóttir, forstöðumaður Sund-laugar Akureyrar um þá nýbreytni að bjóða upp á kalt bað á sund-laugarbakkanum.

Kaldi potturinn er raunar enn um sinn aðeins bráðabirgðafram-kvæmd, einfaldlega plastker sem í rennur kalt vatn. „Við fengum beiðni um að koma þessu keri upp fyrir öldungamótið í blaki sem haldið var hér á Akureyri í vor en það er komin hefð á að blakfólkið geti komist í kalt bað á sundstöðun-um þar sem mótin eru haldin. Síðan kom í ljós að almennir gestir sund-laugarinnar voru ólmir að nýta sér kalda baðið, bæði börn sem full-orðnir og margir sem hafa á því reglu að fara til skiptis í laugina og kalda baðið áður en sest er í heitu pottana. Stundum er biðröð eftir að komast ofan í kalda kerið og það er ekki bara til að kæla sig í góða veðr-inu sem verið hefur hér á Akureyri í sumar heldur tala margir um að kalt bað sé mikil heilsubót og hafa á því tröllatrú.

Jónsmessufagnaður og veður-blíðaVeðurguðirnir hafa verið sund-laugargestum á Akureyri sérlega hliðhollir það sem af er sumri og þarf ekki að fjölyrða um að aðsókn að lauginni hefur verið með besta móti. Jónsmessufagnaður Sund-laugar Akureyrar var í fyrsta skipti nú í júní þegar opið var fram til kl. 02 að nóttu og ýmislegt var til skemmtunar um kvöldið, ís og pyls-ur í boði og mikið um dýrðir. „Við hefðum mátt vera heppnari með veðrið þennan dag en við komum örugglega til með að hafa þessa dag-skrá sem fastan lið hjá okkur.“

Nýjar rennibrautir í haustÞegar líður að hausti hefjast fram-kvæmdir á laugarsvæðinu þegar 20 ára gamlar rennibrautir verða fjar-lægðar og nýjar settar upp.

„Við fáum tvær stórar brautir og eina minni. Við áætlum að brautirn-ar verði komnar í gagnið vel fyrir skíðavertíðina á komandi vetri og þær verða mikil lyftistöng fyrir okk-ur yfir veturinn þar sem stigaupp-gangan í stóru brautirnar verður í lokuðu og upphituðu húsi. Það gerir að verkum að hægt er að hafa braut-irnar opnar árið um kring og er auð-vitað börnum og unglingum mikið fagnaðarefni,“ segir Elín.

akureyri.is

Kalt bað slær í gegn!

GLERÁRGATA 34 600 AKUREYRIs. 464-1990 WWW.KAUPTUNID.IS

OPIð mÁN-föS: KL. 11-18 LAU: KL. 11-16

Illy FrancisFrancis x7.1 kaffivélinHandhæg og einföld í notkun. Hylkjavél. Þrýstingur 15 bör. 1100W. Ketill úr ryðfríu stáli. Þægilegt takkaborð. Skammta kerfi. Hægt að stilla bollastærð. Flóar mjólk.

Fullt verð: 36.900 · Kynningartilboð kr. 29.900

Verið hjartanlega velkomin í verslun okkar á Akureyrimeð það allra vandaðasta í heimilistækjum,

gjafa- og hönnunarvöru

GRILLVÖRUR

MERKIÐ MITT

minnum á óskalista

brúð-hjónanna

Elín H. Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar. Mynd: Auðunn Níelsson

Page 48: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

I C E L A N D I C B U S C O M P A N Y

HJALTEYRARGÖTU 10 • 600 AKUREYRI Sími: 5 500 700 • Fax: 5 500 701

HJALLAHRAUNI 2 • 220 HAFNARFIRÐI Sími: 5 500 770 • Fax: 5 500 771

[email protected] • www.sba.is

Velkomin norður!

Gleráreyrum 2, 600 Akureyri - Sími 461 2700, netfang: [email protected]

Opnunartími: Virka daga 7-18. Helgar 7-16

48 | AKUREYRI // sumar 2014

Page 49: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 49

Golfvöruverslunin Eagle, sem opn-aði fyrir rúmu ári við Strandgötu á Akureyri, var á dögunum flutt í stærra húsnæði að Ráðhústorgi 5. Verslunin er í eigu Hauks Dórs Kjartanssonar og Sunnu Dísar Klemensdóttur en auk stækkunar-innar hefur Eagle einnig opnað úti-bú frá versluninni í vallarhúsi Golf-klúbbs Akureyrar á Jaðri. Haukur Dór segir að reynslan hafi á þessu ári sýnt að mikil þörf hafi verið fyrir sérverslun með golfvörur á Akureyri enda golfáhugi stöðugt vaxandi þar líkt og annars staðar á landinu.

„Stærra húsnæði gerir okkur fyrst og fremst kleift að auka vöruúrvalið á öllum sviðum. Við höfum frá upp-hafi lagt áherslu á að vera með vand-aðan fatnað og skó fyrir golfara og breiddin er enn meiri en áður. Hér er gott úrval af golfkerrum, golfpok-um og enn meira úr að velja í stök-um kylfum en áður. Auk þess erum við með heil og hálf golfsett fyrir karla og konur, stakar kylfur eða sett fyrir börnin og veitum viðskiptavin-um ráðgjöf um val á kylfum. Þess utan erum við með mikið úrval af smávörum; hanska, kúlur, tí og þess háttar. Við bjóðum öll helstu merk-in í golfvörum og meðal þeirra nýju-stu hjá okkur eru vörur frá hinum þekkta golfvöruframleiðanda, Cleve-land,“ segir Haukur Dór.

Verslun á JaðarsvelliEagle gerði fyrir sumarið samning við Golfklúbb Akureyrar um að taka við rekstri golfvöruverslunarinnar í klúbbhúsinu á Jaðarsvelli. Hún er opin á opnunartíma skrifstofu golf-klúbbsins og segir Haukur þetta samstarf heillaríkt fyrir báða aðila.

„Í versluninni á Jaðri erum við með allt það helsta fyrir golfarana og leggjum áherslu á að alltaf sé gott úrval af þeim vörum sem golfspilara vanhagar um þegar þeir eru að leika á vellinum, t.d. kúlur, tí og aðrar smærri vörur. En auðvitað erum við líka með fatnað, kerrur og allt upp í heil golfsett en höfum síðan vörur í meira úrvali hér í versluninni við Ráðhústorg. Við eigum líka í góðu samstarfi við kennara GA hvað varð-

ar mælingar fyrir kylfinga sem eru mikilvægur aðdragandi að fjár-festingum í nýjum golfkylfum. Við erum mjög ánægð með þetta sam-starf við GA enda styrkir það alla þjónustu við kylfinga og styður þannig við vöxt íþróttarinnar,“ segir Haukur.

facebook.com/Golfvoruverslun

Haukur Dór Kjartansson í golfvöruversluninni Eagle. „Höfum allar vörur sem golfarana vantar.“ Myndir: Auðunn Níelsson

Eagle hefur nú flutt í rúmgott hús-næði við Ráðhústorg.

Golfkylfur, pokar, kerrur, föt, skór og smáhlutir. Og svo er líka hægt að æfa sig aðeins í stuttu höggunum inni á gólfi í Eagle.

Golfvöruverslunin Eagle stækkar

BLÁSA, herra golf-jakki, 2,5 laga. Vatns-heldni: 20.000 mm. Öndun: 20.000 gr.

– 39.990 kr.

FREISTA, herra golfpeysa með

V hálsmáli. 100% bómull. –

16.990 kr.

FREISTA, dömu golfpeysa með

V hálsmáli. 100% bómull. –

16.990 kr.

FREISTA, dömu golf-peysa, heilrennd.

Ómissandi peysa á golfvöllinn í sumar.

100% bómull. – 24.990 kr.

Ráðhústorgi 5 // 600 Akureyri // Sími 440 6800 // facebook.com/eagleakureyri

Í Þ R Ó T TA - O G Ú T I V I S TA R V E R S L U N

Virkilega öflugar 3. og 4. hjóla kerrur sem falla mjög vel saman. Þær ráða við allar stærðir af pokum. 3. hjóla kerra – 39.990 kr.4. hjóla kerra – 49.990 kr.

RÖKKVA, herra golfbuxur úr teygjan-

legu efni.Ómissandi í golfið.

– 16.900 kr.

DIMMA, dömu golf kvartbuxur úr

teygjanlegu efni. – 15.990 kr.

Velkomin í golfverslunina Eagle

Allt í boði fyrir golfarann

Page 50: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

50 | AKUREYRI // sumar 2014

„Það er rétt að bjórinn frá Akureyri hefur verið söluhæsti bjórinn hér á landi árum saman. Við bruggum margar ólíkar tegundir en flaggskip-ið okkar er hinn margverðlaunaði Víkingur gylltur sem hefur verið í framleiðslu nánast frá upphafi,“ seg-ir Baldur Kárason, bruggmeistari í verksmiðju Vífilfells á Akureyri. Hin mikla velgengni bjórframleiðslunnar á Akureyri hefur vakið athygli og því vaknar spurningin hvort skólabær-inn Akureyri sé að breytast í bjórbæ-inn Akureyri? Baldur segir fátt benda til þess, að minnsta kosti séu þeir alls ekki eins áberandi í bæjarlíf-inu og skólarnir í bænum.

Baldur er lærður bruggmeistari frá Edinborg í Skotlandi og hefur starfað við ölgerð í um 20 ár. Að-spurður hvort hann drekki mikið af bjór sjálfur segir hann það skilgrein-ingaratriði hvað teljist mikið. „Eig-um við ekki að segja að ég reyni að stilla þessu í hóf og drekki bara í vinnunni, en taki mér frí um helg-ar,“ segir hann og hlær.

Bjór er ekki bara bjórBaldur segir að fyrstu árin eftir að sala á bjór var leyfð hér á landi hafi bjórframboðið verið frekar einsleitt og mest eftirspurn hafi verið eftir ljósum lagerbjór. Um aldamótin

2000 hafi hins vegar orðið algjör sprenging og alls konar nýjar tegundir streymd inn á markaðinn. „Neytendur eru mun opnari í dag fyrir því að prófa eitthvað nýtt og þeir eru meðvitaðir um að bjór er ekki bara bjór, heldur eru til margar mismunandi tegundir sem henta við ólík tækifæri. Þannig er hægt að para bjór með mat alveg eins og vín.“ Hann bendir á að nú síðast hafi svo-

kallaðir árstíðabjórar bæst við flór-una en þeir eru framleiddir nánast allt árið. Hér nægir að nefna þorra-bjór, páskabjór, októberbjór, jóla-bjór og jafnvel sumarbjór.

En hvernig hefur bjórmenning Íslendinga þróast á síðustu árum, drekkum við sterkari eða veikari bjór í dag en við gerðum þegar sala á honum var aftur leyfð árið 1989? „Helsta þróunin varðandi styrkleik-ann er sú að hann skiptir fólk ekki jafn miklu máli og áður. Þegar bjór-inn var fyrst leyfður þá var sett ákveðið áfengishámark og bjór mátti ekki vera sterkari en 5,6%. Þá keyptu flestir bjór sem var einhvers-

staðar nálægt því hámarki. Í dag er fólk hætt að velta styrkleikanum jafn mikið fyrir sér og með breyttum reglum hefur framboðið orðið fjöl-breyttara. Nú eru bæði léttari og sterkari bjórar á markaðinum og hægt að fá bjór allt frá 2,25% pilsnerstyrk og upp í tveggja stafa tölu í ákveðnum sérbjórum.

Vatnið beint úr krananum í fram-leiðslunaÞví hefur löngum verið haldið fram að íslenska vatnið sé einstakt og gott, ef ekki besta vatn í heimi. Hvernig horfir það við bruggmeist-aranum? „Það er alveg rétt. Við eig-um mikið af góðu vatni og kostur-inn við að brugga bjór á Íslandi er einmitt vatnsgæðin. Við þurfum ekki að nota endurunnið vatn eins og tíðkast víða erlendis og hér á Ak-ureyri þurfum við ekki að með-höndla það neitt fyrir notkun, hvorki að hreinsa úr því mengandi efni eða steinefni eða að sótthreins-aða það, heldur getum við tekið vatnið beint úr krananum. Þær fjöl-mörgu viðurkenningar sem við höf-um fengið fyrir bjórinn okkar má meðal annars rekja til vatnsins,“ seg-ir Baldur Kárason, bruggmeistari hjá Vífilfelli.

vifilfell.is

Mæðgurnar Guðný Kristinsdóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir keyptu Saumastofuna Unu fyrir tæpum tveimur árum. Saumastofan hefur verið rekin um langt árabil í Fróða-sundi og hafði Guðný starfað lengi hjá fyrri eiganda sem seldi rekstur-inn þegar aldurinn færðist yfir. „Okkur bauðst að kaupa þennan rekstur og slógum til,“ segir Guðný. Húsnæðið er ekki stórt, 28 fermetrar og segja þær mæðgur í gríni að lík-lega sé mátunarklefinn hlutfallslega stærstur.

Saumastofan Una á þó nokkuð af föstum viðskiptavinum, þær mæðg-ur breyta fatnaði fyrir nokkrar tísku-vöruverslanir í bænum þegar þörf er á og einnig sinna þær viðgerðum á vinnugöllum fyrir fyrirtæki á Akur-eyri og víðar. Þær sjá um að sauma púða fyrir hönnunarfyrirtækið Lagð-ur og reglulega koma miklar vinnutarnir í kringum púðasaum-inn. „Það koma svona gusur í þessu öllu og þá er bara að bretta upp ermar,“ segir Jóhanna.

Almennir bæjarbúar eru duglegir að koma með flíkur til viðgerða og

eða breytinga hjá Saumastofunni. „Það er þó nokkuð um að fólk komi með föt sem einhver annar hefur átt, t.d. amma eða einhver annar í fjöl-skyldunni og láta breyta, víkka eða þrengja eftir atvikum. Svo dáist ég nú alltaf af unga fólkinu sem lætur staga í gallabuxurnar sínar, jafnvel aftur og aftur. Reyndar eru þetta dýrar flíkur og ef fólki líkar vel við sniðið er auðvitað um að gera að nýta þetta vel,“ segir Jóhanna.

Hugsunarháttur skiptir máliFyrir hátíðir, jól og áramót, árshá-tíðir og útskriftir er mikið að gera í sparifötunum og á haustin einkenn-ist tíðin af því að nýir rennilásar eru settir í fjöldann allan af úlpum og snjógöllum. „Annars er bara alltaf mikið að gera, sama hvaða árstíð er, fólk þarf alltaf að láta gera við fötin sín,“ segir Guðný. Þær mæðgur segja það fara eftir hugsunarhætti fólks hvort það láti gera við föt sín eða ekki. Þeir sem í góðæri hentu því sem slitið var geri það líka þegar illa árar og sama megi segja um þá sem nýti út úr hlutunum. Þeir geri það

hvort heldur sem er í góðæri eða kreppu.

Guðný og Jóhanna fá liðsauka fjóra daga í viku eftir hádegi þegar þrautreynd saumakona leggur þeim lið. „Það er ómetanlegt að fá hana inn og léttir örlítið á okkur álaginu,“ segja þær. Þegar upp kemur neyðar-ástand og viðskiptavinir eru í vand-ræðum reyna þær að bregðast við því, en almennt eru verkin tekin í röð og þegar mest er að gera verður nokkur bið.

Fjölskyldufyrirtæki„Þetta er skemmtilegt starf. Þess vegna erum við í þessu. Sérstaklega er gaman þegar við höfum svigrúm til að sauma fatnað sjálfar frá upp-hafi, en því miður gefast nú ekki margar slíkar stundir,“ segja þær.

Helgi sonur Guðnýjar og bróðir Jóhönnu tekur líka að sér sauma-vélaviðgerðir á vegum stofunnar og er mikið að gera á þeim vettvangi líka. Þá aðstoðar hann mæðgurnar við önnur verkefni þegar þörf er á. „Þetta er sannkallað fjölskyldufyrir-tæki,“ segir Jóhanna.

Mæðgurnar í Saumastofunni Unu

Baldur Kárason, bjórmeistari Vífilfells á Akureyri, er menntaður í fræðunum í Edinborg í Skotlandi. Myndir: Auðunn Níelsson

Þær fjölmörgu viðurkenningar sem við höfum fengið fyrir bjórinn okkar má meðal annars rekja til vatnsins,“ segir Baldur.

Vinsælustu bjórarnir koma frá Akureyri

Mæðgurnar Guðný Kristinsdóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir keyptu Saumastofuna Unu fyrir tæpum tveimur árum og er iðulega mikið að gera. Mynd: Margrét Þóra

Í sumarsólinni er tilvalið að bregða fiski á grillið. Ein af nýjustu verslun-um Akureyringa er FISK kompaní-ið, sælkeraverslun í Naustahverfi og þar má fá allt milli himins og jarðar í fiski, glænýtt hráefni af bátunum sem róa úti fyrir Norðurlandi. Hér er gómsæt grillmáltíð fyrir fjóra frá þeim í FISK kompanínu:

Risarækja í sweet chiliRisarækjaSweet chilisósa (di siam)Salat Risarækjan er afþýdd og sett í

sweet chili marineringu í u.þ.b. 1 klst. Svo er hún þrædd upp á grill-spjót og rétt svissuð á grillinu á hvorri hlið. Borið fram með salati og punkturinn yfir iið er að setja truff-leglaze yfir rækjurnar og salatið.

Pestómauk1 poki klettasalat1 bolli spínat1 bolli basilika1 bolli steinselja5-6 hvítlauksrif2 msk ferskt rosmarin1 msk dill1 ½ dl sítrónuolía2 msk furuhnetur1 tsk chiliflögur1 msk rifinn parmesan Salt og pipar eftir smekk

Allt sett í matvinnsluvél og smakkað til.

Bygg- og mangósalsa2 dl bankabygg1 tsk salt

1 tsk túrmerikFerskt kóríander1 1/2 dl ólífuolía1/2 rauðlaukur (en 1/4 ef hann er stór)1/2 gul paprika1/2 rauð paprika 1/2 agúrka án safans1/2 mangó2 tómatar án kjarnans1 limeBankabyggið er soðið ásamt salti

og túrmerik eftir leiðbeiningum eða þar til það er orðið mjúkt undir tönn. Allt grænmetið er smátt skorið og sett út í ásamt olíunni þegar að bankabyggið er til. 1 stk. lime er kreist yfir og smá agave síróp.

Léttsaltaður þorskhnakki 1-1200 gr léttsaltaður þorskhnakkiPiparHeimagert pestómaukRisarækjaSweet chilisósa (di siam)Bygg- og mangosalsaSmyrjið pestómauki á álpappír

og leggið þorsksteik ofan á og piprið fiskinn. Klárið að smyrja steikina á alla kanta og lokið álpappírnum. Hitið grillið á mesta hita í nokkrar mín og lækkið svo í meðalhita og leggið fiskinn í álinu á grillið í ca 8-10 mín. Slökkvið svo á grillinu og setja fiskinn upp á efri grind í 2-3 mín. Berið fram með sætum kartöfl-um, bygg- og mangósalsa og góðri kaldri sósu. Namm, namm!

Verði ykkur að góðu!

Grillaður léttsaltaður þorskhnakki og sweet Chili risarækja með bygg- og mangósalsa

Page 51: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

AKUREYRI // sumar 2014 | 51

Kjarnagata 2 • við hliðina á BÓNUS • sími 571 8080www.facebook.com/fiskkompani

Opnunartími: Mán-Fimmtud 11-18:30 - Föstud 10-19 - Laug 11-18

Við sjáum um veisluna fyrir þig

Öll vörulína fyrirtækisins Purity Herbs Organics á Akureyri hefur nú fengið nýtt útlit og er vel við hæfi þar sem fyrirtækið fagnar á þessu ári 20 ára afmæli. „Við höfum lokið þessari breytingu hvað íslenska markaðinn varðar og í september verða allar okkar vörur á erlendum mörkuðum einnig komnar með nýja útlitið,“ segir Ásta Sýrusdóttir sem rekið hefur fyrirtækið frá stofnun en eiginmaður hennar, Jón Þorsteins-son, starfar einnig við fyrirtækið, auk annarra starfsmanna í fram-leiðslu og vöruþróun.

Á þessum 20 árum hefur Purity Herbs Organics skapað sér sess á mörkuðum hér á landi sem og víða um heim, sér í lagi í Evrópulöndum. Ásta segir því stórt skref að breyta vöruútiliti með þeim hætti sem nú hefur verið gert, taka þurfi tillit til

margra þátta og til að mynda reglu-gerða innan Evrópusambandsins þar sem hert hefur verið á kröfum um merkingar og rekjanleika. „Aðal at-riðið er að okkar tryggu viðskipta-vinir geta treyst því að um sömu góðu vörurnar eru að ræða sem fyrr. Við höfum því lagt mikið upp úr að vanda mjög til verka í þessu skrefi sem er eitt það stærsta sem við höf-um ráðist í frá upphafi í okkar rekstri. En við bindum jafnframt vonir við að þessum breytingum verði vel tekið af viðskiptavinum,“ segir Ásta.

Nýjung í herralínunni Sem fyrr eru í vöruframleiðslu Purity Herbs Organic línur fyrir andlit, hendur og fætur, sérvörur fyrir húðvandamál, herralína, baðlína, barnalína og ástarvörulína.

Ásta segir að jafnframt útlits-breytingunni á vörunum bætist nýj-ung í herralínuna, vara sem nefnist Soft Shaving. „Þetta er rak- og lík-amssápa og er sérlega góð fyrir þá sem eru með viðkvæma húð. Herra-línan okkar hefur tekið talsverðum breytingum síðustu ár og í henni eru nú þrjár vörutegundir sem undir-strikar aukinn áhuga karlmann á að nota snyrtivörur,“ segir Ásta.

Eins og áður segir snúa útlits-breytingar á vörum fyrirtækisins

ekki síður að erlendum mörkuðum enda er meirihluti framleiðslunnar seldur erlendis. Auk þess að selja til landa í Mið-Evrópu og Norðurland-anna hefur Purity Herbs Organics selt í vaxandi mæli til Rússlands og Asíulanda. „Við erum því bjartsýn á afmælisári og hlökkum til að halda áfram á sömu braut í uppbyggingu á komandi árum,“ segir Ásta.

purityherbs.is

Jón Þorsteinsson og Ásta Sýrusdóttir með vörur fyrirtækisins í nýjum búningi ef svo má segja en útliti allrar vörulínu Purity Herbs hefur nú verið breytt. Myndir: Auðunn Níelsson

Herralínan frá Purity Herbs. Soft Shaving er það nýjasta í þeirri línu.

Nýtt vöruútlit hjá Purity Herbs

Laugavegi 25, 101 Reykjavík, s. 552-7499Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri, s. 461-3006 www.ullarkistan.is

GÆÐA ULLARFATNAÐURÁ ALLA FJÖLSKYLDUNA

Page 52: AKUREYRARBLAÐ  3. JÚLÍ 2013

FLJÚGÐU Á FESTIVALMEÐ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS

BRÆÐSLAN(26. - 28. júlí)

Flugfélag Íslands mælir með því að falla í stafi á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Gamla síldar­bræðslan hefur öðlast nýtt líf og bræðir núna hjörtu tónleikagesta með heitum tilfinningum og tónlist. Dulúð landslagsins magnar áhrifin í ómfagurt sumarævintýri. Bókaðu flugið ­ Bræðslan er sko ekkert slor.

EIN MEÐ ÖLLU(1. - 4. ágúst)

Flugfélag Íslands mælir með einni með öllu, rauðkáli og kók í bauk. Höfuðstaður Norðurlands stendur undir nafni með litríkri skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin byrjar á útitónleikum sem hrinda af stað bylg ju viðstöðulausrar kátínu sem springur svo út í risaflugeldasýningu yfir Pollinum. Bókaðu flugið strax.

VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islandsFLUGFELAG.IS

ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM(1. - 4. ágúst)

Flugfélag Íslands mælir með því að taka flugið á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Þar sameinast gleðipinnar allra landa við söng og dans. Fyrir marga er þetta hápunktur sumarsins en ekkert jafnast þó á við að sjá brennuna á Fjósakletti speglast í augum sem þú elskar. Bókaðu strax flug fyrir augun þín til Eyja.

MÝRARBOLTI (1. - 4. ágúst)

Flugfélag Íslands mælir með því að drulla sér vestur um verslunarmannahelgina og sóða sig almennilega út. Safnaðu liði og njóttu þess að sjá vini þína veltast í forinni. Hjá mörgum er það hápunktur sumarsins að fá að atast með blauta tuðru í leðjunni og skemmta sér með fjörlegasta liði landsins. Sturtan að leik loknum er líka mögnuð andleg upplifun.

BÓKAÐU

TÍMANLEGA Á

FLUGFELAG.IS

EISTNAFLUG(10. - 12. júlí)

Flugfélag Íslands mælir með því að losa umbindið, ganga snyrtilega frá jakkafötum eða dragtinni. Grafðu svo upp leðurjakkann, galla­buxurnar og jarðýtubeltið og reyndu að dratt­halast á Eistnaflug í Neskaupstað. Flugið til Egilsstaða tekur enga stund og svo tekurðu rútuna á svæðið eins og almennileg rokkskepna. Bókaðu á netinu.

NEISTAFLUG(1. - 4. ágúst)

Flugfélag Íslands mælir með Neskaupsstað fyrir fjörkálfa á öllum aldri um verslunarmannahelgina. Dansiböll á hverju kvöldi og látlaus skemmti­dagskrá yfir daginn. Hér koma allar kynslóðir saman og hlátrasköllin óma í logninu. Grill, drullubolti, varðeldur, leikhópar, töfrabrögð og dúndurtónlist. Fljúgðu í fjörið.

LUNGA(13. - 20. júlí)

Flugfélag Íslands mælir með því að taka flugið í átt að háleitari markmiðum. Listahátíðin LungA er uppspretta sköpunargleðinnar í stórbrotinni náttúru Seyðisfjarðar. Þetta er hátíð sem færir þér sjálfsþekkingu, ást, vináttu og góðar minningar. Ef það freistar þín þá skaltu endilega bóka flugið sem allra fyrst á netinu.