akureyri tónlistarbærinn

21
JÚNÍ 2020 MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI Akureyri Tónlistarbærinn

Upload: others

Post on 29-May-2022

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Akureyri Tónlistarbærinn

J Ú N Í 2 0 2 0M I N J A S A F N I Ð Á A K U R E Y R I

AkureyriTónl is tarbærinn

Page 2: Akureyri Tónlistarbærinn

2 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 3

Fyrstu opinberu tónleikarnir sem vitað er um með vissu á Akureyri voru í júlí árið 1868. Danska skonnortan Fylle sigldi þá inn Eyjafjörð og sjóliðar sem stigu á land léku í garðinum sunnan við læknishúsið, eins og það er orðað í blaðinu Norðanfara þremur mánuðum síðar. Læknishúsið, sem þarna er nefnt, er Gudmanns Minde, Aðalstræti 14. Spiluðu sjóliðarnir þar á einhvers konar blásturshljóðfæri miðað við lýsingu blaðsins og hlýddi margt manna á. Gud-manns Minde er húsið með ljósa gaflinum, fyrir miðri mynd.

Í Norðanfara segir, 10. október 1868: „Skipakomur. 22. júlí. næstl. komu hjer um miðjan dag 2 gufuskip, var annað þeirra or-logsskonnertan Fylla, fyrir henni rjeði Commandant Albech, skip-verjar voru 56; hitt skipið var frakknesk Corvetta Loiret að nafni með 77 skipverjum, foringi hennar hjet Saglio. Bæði þessi skip

komu frá Reykjavík vestan fyrir land. 26. s. m. bauð Command-antinn nokkru af fólki frá Friðriksgáfu og talsvert mörgum hjer úr bænum, einnig yfirmönnum hinna skipanna, sem hjer voru þá á höfninni, til veitinga og skemmtunar fram á skipi sínu; hann var eins og allir skipverjar hans, hinir mannúðlegustu og kurteysustu, því öllum sannarlega menntuðum og siðprúðum mönnum, þykir læging fyrir sig, að láta sjá á sér í viðmóti og umgengni þótta og stærilæti og sízt við þá sem þeim eru minni háttar. 6 af skipverjum spiluðu á hljóðfæri, er að nokkru leyti voru í lögun sem lúðrar, og blásið í þá og leikið á þeim með fingrunum sem á flautu eða viólíni. Þeir spiluðu og svo hjer tvisvar sinnum í garðinum sunnan við læknishúsið; sóttu þar að margir af bæjarmönnum. Fylla fór aptur héðan 28. s.m. sömu leið til baka og hún hafði farið að sunn-an, en ætlaði að koma við á Ísafirði, Ólafsvík eða Grundarfirði.“

Danskir sjóliðar með fyrstu opinberu tónleikana?

Hressandi gustur með ungum DanaHátíðahöld voru víða um land árið 1874, til að minnast þúsund ára byggð-ar á Íslandi. Eyfirðingar héldu sína hátíð á Oddeyri 2. júlí, mikill fjöldi kom þar saman þrátt fyrir að heldur kuldalegt væri í veðri og hátíðahöldin þóttu takast vel.

Danska herskipið Fylla lá enn á ný á Pollinum, nú fánum prýtt í tilefni hátíðarinnar, og setti mikinn svip á samkom-una. Samkvæmt blaðinu Norðanfara fóru hljóðfæraleik-arar af skipinu fyrir hátíðargöngu á samkomusvæð-inu, áður en dagskrá hófst. Léku þeir undir göngunni og þegar staðnæmst var byrjuðu „hljóðfæraleikararnir ... á hjartnæmum sálmi eftir prófast Björn Halldórsson í Laufási og söng allur söfnuðurinn með,“ segir í blaðinu 24. júlí 1874. Að sálminum loknum „stje sjera Björn í ræðustólinn, og flutti þar af brjósti fagra og hjartnæma ræðu; að henni lokinni var sungið vers eptir séra Björn, þar nærst fyrsta og síðasta versið af þjóð-söngnum Eldgamla Ísafold, og flutti þá sjera Arnljótur Ólafsson á Bægisá sögu-lega og fróðlega ræðu af brjósti fram; var þá sungið og leikið á hljóðfæri, en Einar hreppstjóri Ásmundsson frá Nesi flutti eptir skrifuðu blöðum fagra ræðu; að henni endaðri hrópaði söfnuðurinn: „Lengi lifi hin eldgamla Ísafold“ með þre-földu „hurra! og riðu þá af 3 skot ...“ segir í Norðanfara.

Söngurinn þótti hneyksliÞrátt fyrir að stutt hafi verið frá því sem kalla má fyrstu opinberu tónleikana á Akureyri var tónlist og söngur Akureyringum sannarlega ekki framandi á þessum árum, eins og Lárus Zophoní-asson, amtsbókavörður og um tíma formaður stjórn-ar Lúðrasveitar Akureyrar, segir í bókinni Skært lúðrar hljóma – saga íslenskra lúðrasveita.

Lárus segir: „Faktor Andreas Mohr, sem var verslunar-stjóri við „Gudmanns-verslun“ á árunum 1821-1852 var sagð-ur sönghneigður maður og orðaður við listilegan fiðluleik, einnig var Ari Sæmundssen umboðsmaður (1797-1876) músíkfróður í betra lagi á þeirri tíma vísu. Eftir hann er „Leiðarvísir til að spila á langspil“, pr. á Akureyri 1855.

Árið 1851 kemur frá Danmörku ungur verslunar maður, Bernhard August Steincke (1825-1891). Hann dvaldi þá á Akureyri um þriggja ára skeið sem verslun-arfulltrúi við „Gudmannsverslun“. Með þessum unga manni barst ferskur og hressandi gustur inn í fábreytt bæjarlífið. Unglingarnir á Akureyri þekktu þá ekkert

til skemmtunar, en þeim mun betur til strits, fátæktar og umkomuleysis, en Steincke vildi reyna að búa þeim bjartari og betri tilveru.

Hann fór að veita ungu fólk tilsögn í dansi, ýmsri skemmtan og kurteisi. Einkum var það veturinn 1852-1853, því þá mátti heita

að hann hefði „opið hús“ á hverju sunnudagskvöldi kl. 8-10 frá jólaföstu og fram yfir páska.“ Lagði Steincke þá til ljós

og fleira það er þurfti, „fyrir hvað allt hann þáði ekki einn skilding ...“, segir Lárus og vitnar í blaðið Norðra

frá þessum tíma. Auk þessa kenndi Steincke ýmsum söng og

gítarleik.Árið 1862 fékk Akureyri kaupstaðarréttindi

og sama ár var reist þar kirkja, en þegar kirkjuvígslan fór fram tókst svo illa til með sönginn, að hneyksli varð af.

Lárus rifjar upp að þá var Bernhard Steincke aftur búsettur á Akureyri og var faktor við Gudmannsverslun. Hafði hann og tekið upp fyrri iðju sína og farið að veita tilsögn í söng og dansmennt og einnig komið á fót leiksýningum, þeim fyrstu í bænum. En kirkjusöngshneykslið varð til þess að Steincke ákvað að efla söngkennslu sína og stofna almennan söngskóla, „hvar öllum unglingum og eldri mönnum sem hæfileika hafa til söngs og vilja læra hann, er veittur aðgangur þar til.“

Steincke hafði góða söngrödd og var nokkuð menntaður í tónlist, hafði hann

numið í Danmörku hjá Henrik Rung, að því er fram kemur í grein Lárusar.

Norðanfari segir svo um tilhögun kennsl-unnar: „Söngkennslan á að vera innifalin í því

að spila og syngja lög eftir nótum, svo að þeir er læra, geti lýtalaust sungið og spilað sálma og önnur

lög í kirkjum og heimahúsum.“Steincke kenndi eitt kvöld í viku að vetrinum og hélt

þeim hætti árum saman, án endurgjalds. „Bæjarbúar kunnu vel að meta þessa ósérplægni hans, og þótt kennslan

færi fram til skiptis í stærstu húsakynnum, bæjarins, skólahús-inu og kirkjunni, þá var þar alltaf fullt hús.

Trúlegar hefur enginn danskur faktor verið kvaddur með meiri söknuði af öllum almenningi en Bernhard August Steincke, er hann hvarf af landi brott árið 1875,“ segir í grein Lárusar.

Vert er að geta þess að Haraldur heitinn Sigurðsson, sem ritaði sögu Leikfélags Akureyrar, hafði Steincke í hávegum; sagði hann í raun föður leiklistar á Akureyri og kvað réttast að reisa af honum styttu í bæjarfélaginu, til að halda minningu Dan-ans á lofti!

Aðstaða til tónlistarflutnings á Akureyri gjörbreyttist þegar menningarhúsið Hof var tekið í notkun 2010. Stóri salurinn, Hamraborg, er sérstaklega hannaður fyrir flutning sinfónískrar tónlistar.

Tónlistarbærinn AkureyriHér verður ekki öll sagan sögð. Tónlistarlíf á Akureyri í gegn-um tíðina er einfaldlega of viðamikið til að gera því skil í einu blaði eða einni sýningu. Þetta er fyrsti kaflinn, opus 1, í sýningunni Tónlistarbærinn Ak­ureyri þar sem fjallað verður um tónlistarlíf bæjarbúa vítt og breytt. Norðursal safnsins hef-ur verið breytt í félagsheimili eða óræðan dansstað þar sem gefst færi á að sjá og heyra um tónlistina í bænum.

Leiðin frá hugmynd að sýn-ingu er lengri en ætla mætti og langt í frá að einhverju sé stillt upp af handahófi. Hugmyndin þróast og vex, meitlast og skerpist á víxl. Á endanum verður til sýning. Rannsóknin sem sýningin byggir á hefur staðið yfir með hléum síðan 2016. Hún varpar ljósi á margt sem fallið hefur í gleymsk-unnar dá eða hefur verið á fárra

vitorði. Á sýn-ingunni birtast því bæði góðir kunn-ingjar en einnig óþekktir þættir úr tónlistarsögu bæj-arins.

Við erum líka ekki hætt þótt sýn-ingin opni. Fleiri þættir munu bæt-ast við, t.d. verður fjallað um einstakar hljómsveit-ir og tónlistarfólk, leikhústón-listina, dans- og hljómleika-staði, ein stakar hljómplötur og texta, hljóðfæri svo fátt eitt sé nefnt. Ég býst við að okkur hafi yfirsést eitt og annað sem ætti heima á sýningunni. Þróunar-ferlið heldur því áfram. Kannski getur þú lagt okkur lið?

Margt hefur breyst síðan bæjarbúar heyrðu í fyrstu horna flokkunum á frönskum og dönskum skútum á Pollinum.

Eiginlega allt nema þorsti í að skapa eða hlýða á tónlist. Fyrsti atvinnutón-listarmaður bæjar-ins var fyrsti organ-istinn sem af mikl-um eldmóði kom t.d. upp bæði kór og hornaflokki. Þá var æfingaaðstaðan í heimahúsi eða hjá

skraddaranum. Tónlistarfólkið skiptist á að koma með ljósmeti og kol. Nótunum var stillt upp við saumavélina og takturinn sleg inn. Á Akureyri í dag eru eru fjölmargir sem hafa atvinnu af tónlist, hér eru tónlistarskólar, tónleikastaðir og heilt tónleika-hús. Hér eru forsendur allar fyrir blómlegu tónlistarlífi nú sem aldrei fyrr. En hvar eru bílskúrs-böndin? En hver þarf bílskúr þegar einfaldur upptökubúnað-ur fæst í Tónabúðinni eða á net-

inu? Hljómplatan er einfaldlega tekin upp við stofuborðið eða í herberginu heima. Æfingahús-næðið er kannski í Hofi í Tón-listarskólanum? Á sama tíma er Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kannski að taka upp kvikmynda-tónlist eða æfa fyrir stórtón-leika. Magnús organ isti sem kom ríðandi með orgelið í kirkj-una myndi ekki kannast við Tónlistarbæinn Akureyri í dag.

Svona sýning verður aldrei til nema fyrir velvild fólks sem bæði hefur lánað okkur gripi og lagt okkur til upplýsingar eða bent okkur á áhugaverða þætti eða hluti til að skoða. Fyrir það erum við ævinlega þakklát. Þá hlaut safnið góðan styrk úr Safnasjóði til að gera þessa sýningu, sem var bæði innblástur og hvatning.

Velkomin á Minjasafnið á Akureyri!Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri.

Haraldur Þór Egilsson.

Meðal efnis 4 Tónlistarskólinn: Miðstöð tónlistarlífs

í bænum

6 Ómenntaður alþýðumaður með óbilandi áhuga og ást á tónlist

7 Sigurgeir Jónsson frá Stóruvöllum

8 Fyrsti íslenski kórinn utan í söngför

10 Lúðrasveit starfandi með hléum síðan 1894

12 Bjuggum til tónleikastað í hvert skipti – Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

14 Hof beintengt við Hollywood

15 Goðsögnin Jonni í Hamborg

16 Atli Örvarsson: Samruni tónlistar og myndar er sterkur galdur

17 Jóhanna fyrsta bjarnastjarnan?

18 Litrík, hlý og hljómfögur – Hafliði Hallgrímsson tónskáld

19 Akureyrska ævintýrið – Kristján Jóhannsson

22 Röddin spratt fram eins og tær lind – Jóhann Konráðsson

24 Passíukórinn: Messías Händels í fyrsta skipti í heild hérlendis

25 Söngfélagið Gígjan – Kammerkórinn Hymnodia

26 Akureyri jafnan verið syngjandi bær

31 Lára Sóley Jóhannsdóttir: Mamma keyrði mig frá Húsavík í tónlistartíma

32 Lýður besti harmonikuleikari Norðurlanda

34 Björgvin Guðmundsson og Kantötukórinn

36 X-bandið fyrsta danshljómsveit bæjarins

40 Eydalsbræður byrjuðu barnungir

41 Gætirðu hugsað þér að syngja eitt sumar með hljómsveit á Akureyri? – Helena Eyjólfsdóttir

42 Sjallastemningin rómuð

46 Fjölbreytt tónlist í kirkjunum

48 Michael Jón Clarke, Jóhann Ó. Haralds-son, Birgir Helgason, Óskar Pétursson

49 Tveir fimir í fingraför Ingimars: Gunnar Gunnarsson og Óskar Einarsson

50 Ímyndunarafl og tilfinning – Dýrleif Bjarnadóttir kenndi í 44 ár

52 Plötur fyrst teknar upp á Akureyri 1933

53 Þegar nafn Geysis átti að víkja fyrir gömlu, góðu Heklu

54 Besti kvartett sem sungið hefur á Íslandi?

57 Baraflokkurinn, Hvanndalsbræður, Skriðjöklar, 200.000 naglbítar

60 Fékk ekki að selja íslenska tónlist á Akureyri og stofnaði því eigin útgáfu

61 Kvöld í Sjallanum kveikjan að Airwaves

64 Vinna þarf að vera ástríðutengd – Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir

65 Smíðaði gítara og fjölmörg langspil – Friðgeir Sigurbjörnsson

66 Gígja Kjartansdóttir fyrsti nemandi á pípuorgel hérlendis

67 Fyrsti íslenski barnakórinn utan í söngferð

68 Jón Hlöðver Áskelsson: Þurfti ekki að taka ákvörðun um að fara í tónlist

71 Hituðu átta sinnum upp fyrir eina vinsælustu rokksveit heims

Útgefandi Minjasafnið á Akureyri

Texti og hönnun Skapti Hallgrímsson

Umbrot Ásdís Ívarsdóttir

Prentun Landsprent

Gefið út í 2.500 eintökum

Page 3: Akureyri Tónlistarbærinn

4 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 5

Miðstöð tónlistarlífs í bænumTónlistarskólinn á Akureyri hóf starfsemi 20. janúar 1946 og hefur verið rekinn óslitið síðan. Það var Tón-listarfélag Akureyrar sem stóð að stofnun skólans, fé-lag sem varð til 1943 og hafði þá strax meðal annars á stefnuskrá að stofna og reka skóla. Einn helst hvata-maður að verkefninu var Stefán Ágúst Kristjánsson og var hann formaður Tón-listarfélags Akureyrar fyrsta aldarfjórðunginn.

Forráðamenn Karlakórsins Geysis höfðu einnig hugmynd-ir um að koma á fót tónlistar-skóla á þessum árum og úr varð að tónlistarfólk í bænum sam-einaðist um stofnun hans. Kom ið var á laggirnir rekstrar-félagi, Tónlistarbandalagi Akur-eyrar, þar sem sátu í stjórn full-trúar Tónlistarfélags Akureyrar, Karlakórsins Geysis, Karlakórs Akureyrar, Lúðra sveitar Akur-eyrar og Kantötukórs Akur-eyrar.  Félagið var ábyrgt fyrir rekstri og stjórnun skólans og starfaði hann sem sjálfseignar-stofnun allar götur til ársins 1986 en þá tók Akureyrarbær við rekstrinum.

Starfsemi skólans var fyrstu árin í húsnæði við Hafnarstræti, sem Karlakórinn Geysir hafði keypt af frímúrurum. Kórinn kallaði húsið Lón, en margir muna eftir því sem æsku-lýðsmiðstöðinni Dynheimum, Leikfélag Akureyrar hafði þar aðstöðu um tíma og nefndi Rýmið en nú er þar rekið hótel.

Starfsemi Tónlistarskólans fluttist úr Lóni í húsnæði norð-ar við Hafnarstræti og þaðan í Linduhúsið á Oddeyri, þar sem skólinn var til húsa í tæpan ára-tug, þar til starfsemin var flutt í menningarhúsið Hof, þegar það var tekið í notkun 2010 og er aðstaða þar öll til mikillar fyrirmyndar.

Margrét Eiríksdóttir, píanó-leikari og kennari, varð fyrsti skólastjóri og fyrsti formaður skólanefndar var eiginmaður hennar, Þórarinn Björnsson, kennari og síðar skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Nemendur fyrsta skólaárið voru 27. Þórarinn lauk ávarpi sínu við fyrstu setningu skólans með tilvitnun í Völsungakviðu: Hnigu heilög vötn af himinfjöllum. Kvaðst hann vona að er tímar liðu mætti heimfæra tilvitnun-ina upp á þau áhrif sem þessi skóli hefði á tónlistarlíf og menningu á Akur eyri.

Ljóst er að Þórarni varð að ósk sinni, því áhrif skólans í menningarlífi bæjarins hafa verið óhemju mikil í gegnum tíðina. „Samfélagshlutverk Tón-listarskólans á Akureyri hefur verið mun meira en að kenna á hljóðfæri og hann hefur skipt

mun meira máli en sambæri-legir skólar í Reykjavík, hann hefur verið miðstöðin í tónlist-arlífi á Akureyri og á að vera það,“ sagði Guðmundur Óli Gunnarsson eftir að hann varð skólastjóri þar á bæ, snemma á tíunda áratugnum.

Jakob „allt í öllu“Jakob Tryggvason var skóla-stjóri lengst allra, í tæpan aldar-fjórðung, frá 1950 til 1974, jafnframt því sem hann var organisti Akureyrarkirkju og stjórnaði kirkjukórnum. Haft hefur verið á orði að hann hafi

nánast verið „allt í öllu“ í tón-listarlífi bæjarins á þessum árum, og má til sanns vegar færa. Hann stjórnaði einnig þeim kunna Smárakvartett, auk þess að leika undir hjá fjölda söngvara.

Á starfstíma Jakobs fjölgaði

nemendum skólans úr 50 í 250 og á árunum 1974 til 1980 fjölgaði í skólanum úr 250  í 550. Þessa fjölgun má að hluta skýra með stofnun forskóla-deildar þar sem grunnatriði tónlistar eru kennd ungum nemendum á leikrænan hátt í hóptímum. Einnig var lögð mikil áhersla á samleiks- og hljómsveitauppbygg ingu, sem skilaði ótvíræðum árangri og gerði skólann eftirsóknar-verðari.

Um 1980 hófst í strengja-deild kennsla á fiðlu sam-kvæmt Suzuki aðferðinni og mikill vöxtur var í uppbyggingu strengja- og blásarasveita. Í blás aradeild var m.a. innleidd stigskipt blásarasveitakennsla þar sem meginmarkmiðið var að byggja upp góðar blásara-sveitir. Þetta tókst með eftir-tektarverðum hætti þar sem D-sveitin, sú blásarasveit sem lengst var komin, vann til gull-verðlauna í heimskeppni blás-ara sveita í Hol landi árið 1989 og náði góðum árangri víðar á erlendum vettvangi.

Hluti Stórsveitar – Big band – Tónlistarskólans á Akureyri, í Sjallanum 1988. Trommarinn Ingvi Rafn Ingvason, Birgir Karlsson gítarleikari og Atli Örvarsson við hljómborðið.

Fiðlunemendur með kennara 1977. Efri röð frá vinstri: Aðalheiður Steindórsdóttir, Halldóra Arnardóttir, Ólöf Garðarsdóttir og Björg Eiríksdóttir. Fyrir framan eru Sigrún Arngrímsdóttir, Kolbrún Hannesdóttir, Ragnhildur Pétursdóttir, Michael Jón Clarke og Agnes Smáradóttir.

Nemendatónleikar hafa alla tíð verið algengir í skólanum. Hér búa sig undir eina slíka haustið 1982, Sólveig Jónsdóttir píanóleikari, Soffía Guðmundsdóttir kennari, Gréta Baldursdóttir fiðluleikari og Gyða Halldórsdóttir sópransöngkona.

Skólastjórar Margrét Eiríksdóttir 1946-1950Jakob Tryggvason 1950-1974Soffía Guðmundsdóttir

1972-1973(Jakob var í námsleyfi þann vetur)

Jón Hlöðver Áskelsson 1974-1991Atli Guðlaugsson 1982-1984

(Jón Hlöðvar var þá í leyfi)Kristinn Örn Kristinsson

1989-1990

Roar Kvam 1990-1991(Jón Hlöðver bæði skólaárin í veik­indaleyfi)

Michael Jón Clarke 1991-1992Guðmundur Óli Gunnarsson

1992-1997A tli Guðlaugsson 1997-1999Helgi Þ. Svavarsson 1999-2008Hjörleifur Örn Jónsson frá 2008

Jakob. Helgi Þ. Jón Hlöðver. Hjörleifur Örn.

Frá afmælishátíð Tónlistarskólans í Hofi 2016, þegar 70 ár voru frá stofnun skólans. Daníel Þorsteinsson stjórnaði fjölmennri sveit nemenda sem kom fram.

Tónlist mikilvæg í uppeldi• Þyrí Eydal og Þórgunnur Ingimundardóttir kenndu í áratugi

Píanóleikararnir Þyrí Eydal og Þór-gunnur Ingimundardóttir kenndu lengst allra við Tónlistarskólann á Akureyri. Þórgunnur hóf þar störf sama ár og skólinn var stofnaður, 1946, en Þyrí ári síðar.

Þyrí er látin en Þórgunnur, sem er orðin 94 ára, býr enn á Akureyri. Hún telur það þátt í góðu uppeldi barna að stunda tónlistarnám og báðar lýstu raunar þeirri skoðun í viðtali við Dag árið 1996 í tilefni 50 ára afmælis skólans. Sögðu það líka „örugglega mjög hollt“ að læra á hljóðfæri.

Þær kynntust snemma. „Ég var orðin 12 ára þegar ég byrjaði að læra og Þyrí var fyrsti kennarinn minn, þá nýútskrifuð úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Ég var með fyrstu nem-endum hennar og kennslan fór fram heima hjá henni á Gilsbakkavegin-um,“ sagði Þórgunnur þegar hún leit til baka.

Þyrí sagði frá því á sínum tíma að hún sótti píanótíma í mörg ár en fimmtán ára, að afloknu gagnfræða-skólanámi, fór hún til Reykjavíkur til að læra hatta- og skermasaum. „Um tíma föndraði ég við hattana, en svo fór að ég innritaði mig í Tónlistar-skólann í Reykavík og útskrifaðist þaðan að loknu þriggja vetra námi. Aðalkennarinn minn var Árni Krist-jánsson, bróðir Gunnars í Verslun Eyjafirði, sem var þekktur kaupmað-ur á Akureyri í gamla daga. Eftir að ég kom norður aftur sótti ég einka-tíma hjá Árna þegar hann dvaldi á sumrum hjá bróðurnum og fjöl-skyldu hans,“ sagði Þyrí í Degi við annað tækifæri.

Margrét Eiríksdóttir var fyrsti skólastjóri Tónlistar-skólans á Akureyri. Hann var settur í fyrsta skipti 20. janúar 1946 og um haustið hóf Þórgunnur að kenna þar, en hún lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykja-vík um vorið. Hún starfaði með töluverðum hléum til 1994 en Þyrí, sem hóf störf við skólann 1947 kenndi þar óslitið til 1993 – í 46 ár.

„Tónlistarskólinn var mjög heppinn að fá Margréti sem fyrsta skólastjóra, hún var sérlega vel menntuð og

frábær kennari,“ segir Þórgunnur. Margrét var fyrst hérlendis til að taka upp það stigakerfi í tónlistarkennslu sem enn er notað, en því hafði hún kynnst er hún nam við Royal Academy of Music í London.

Í fyrstu var aðeins kennt á píanó í skólanum en kennsla á orgel bættist við eftir að Jakob Tryggvason kom að skólanum. „Í nokkur ár var alltaf fenginn prófdómari frá Englandi til þess að dæma stigspróf og það sýnir að frá upphafi ríkti metnaður við skólann og ég hygg að þessi metnað-ur hafi verið ríkjandi í starfi skólans alla tíð,“ sagði Þórgunnur í viðtalinu við Dag á sínum tíma.

Þær lögðu áherslu á að tónlistar-kennsla byrji sem fyrst. „Í Tónlistar-skóla læra börn öguð vinnubrögð og

það sýnir sig í námsárangri í öðrum skólum að tónlist-arnám hefur mikið gildi,“ sagði Þórgunnur.

Ekki gerðu þær upp á milli nemenda skólans, „en vildu þó minnast á ákaflega efnilegan nemanda, Þor-gerði Eiríksdóttur, sem lést af slysförum 1972 í London, þar sem hún var við framhaldsnám,“ sagði í Degi á sín-um tíma. Fjölskylda Þorgerðar stofnaði sjóð í minn-ingu hennar til að styrkja efnilega nemendur til fram-haldsnáms í tónlist, og enn eru tónleikar haldnir árlega í nafni sjóðsins.

Margrét Eiríksdóttir, fyrsti skólastjóri Tón­listarskólans á Akureyri.

Píanókennararnir Þyrí Eydal, til vinstri, og Þórgunnur Ingimundardóttir hófu störf við Tónlistarskól­ann skömmu eftir stofnun hans og kenndu í áratugi – Þyrí samfleytt í 46 ár.

Músíkfjelag með háleit markmið

Músíkfjelag Akureyrar, sem stofnað var 8. ágúst 1922, hafði þann tilgang „að efla framfarir á öllum þeim sviðum, er snerta söng- og músíkmenntir á Akureyri og Norðurlandi. Sjerstaklega vill fjelagið láta sjer ant um að efla heimilismenntun í þess- um listum,“ eins og sagði í fundargerð stofnfundar-ins.

Félagið stofnaði tónlistarskóla og stofnendur höfðu háleit markmið, meðal annars að koma einnig á fót hljómsveit.

Tilgangi sínum hugðist félagið ná þannig:● Fjelagið heldur úti skóla fyrir Akureyri og Norður-

land þar sem fyrst um sinn sjeu kendar 3 námsgrein-ar: 1) Píanóspil fyrir byrjendur og lengra komna, 2) Listsöngur, 3) Músíkfræði (Musikteori). Ef efnahag-ur fjelagsins leyfir og aðsókn reynist nægileg, skal bætt við kenslu í orgelspili og fíólín spili. Auk þess veitir skólinn, þeim sem óska að kynna sjer nútíma aðferðir í músíkkennslu, tækifæri til að fá tilsögn og æfingu í þeirri grein.

● Fjelagið ræður kennara þá, sem nauðsynlegir eru til þess að kensla við skólann fari sem best fram.

● Fjelagið annast um, eftir megni, að koma upp nótna-bókasafni við hæfi músíkskólans og stuðlar að því að fá til skólans góð hljóðfæri til kenslu og listiðk-ana.

● Fjelagið gengst fyrir því að koma upp æfðum söng-flokk meðal bæjarbúa. Jafnframt styður fjelagið, eft-ir megni, alla viðleitni, sem stefnir í þá átt að efla gott músíklíf í bænum.

● Fjelagið gengst fyrir því, að haldnar verði nokkrar opinberar söng- og músíkskemtanir á vetri hverjum hjer í bænum.

● Sjerhver fjelagsmaður skal hafa ókeypis aðgang að þeim söng- og músíkskemtunum eða þeim fyrir-lestrum um þessi efni, sem haldnir verða innan fjelagsins á vetri hverjum. Hver fjelagsmaður hefir auk þess aðgang fyrir einn gest á fjelagskvöld gegn kr. 0,25 gjaldi hvert kvöld. Fjelagskort gildir sem að-göngumiði á fjelagskvöldin. Utanfjelagsmönnum, sem ekki koma á einhvern hátt í skjóli fjelagsmanna, er ekki leyfður aðgangur að fjelagskvöldum. Þó skal stjórn fjelagsins heimilt að gefa út aðgöngumiða, sem þeir fjelagsmenn, sem kynnu að óska þess, geta keypt fyrir kr. 2,00 pr kvöld handa gesti.

Fram kemur að árgjald skuli vera 30 krónur.Í 4. grein laga, sem samþykkt voru á stofnfundinum

kemur fram að stjórn „fjelagsins skipa 5 menn: formað-ur, framkvæmdastastjóri, ritari og 2 gjaldkerar.“

Í fundargerð stjórnar 29. nóvember 1922 kemur fram að félaginu hafi borist símskeyti frá Jóni Leifs, tónlistarfræðingi í Halle í Þýskalandi, þess efnis að hann gæti útvegað „frábæran píanista“. Samið hafði verið við Þjóðverja, en einhverra hluta vegna brást hann. Því sneri framkvæmdastjórinn sér m.a. til Jóns „um útvegun á vel hæfum manni í Þýskalandi til for-stöðu skólans, og sje símskeytið síðasti árangur þeirrar málaumleitunar.“

Einnig kemur fram að framkvæmdastjóri félagsins hafi snúið sér til „firma í Þýskalandi viðv. kaupum á nótum og hljóðfærum og hafi honum borist verðlistar yfir hvort tveggja.“ Hægt sé að fá hljóðfæri í Ham-borg, frá bestu verksmiðju í Þýskalandi, fyrir 1.200 krónur „hingað komið“ eins og segir þar.

Í skeyti til Jóns Leifs segir: „Músikfjelagið gefur yður ráðningarheimild á grundvelli laga fjelagsins. Ábyrgist kr 600,00 mánaðarlega frá 1. febr. til 31. maí. Árleg ráðning væntanleg framvegis.“

Undir fundargerðina skrifa: Geir Sæmundsson vígslu-biskup, formaður, Vernharður Þorsteinsson, Kristján Matthíasson og Sig. Ein. Hlíðar.

Þýski píanistinn sem ráðinn var skólastjóri hét Kurt Häser og síðar voru ráðnir tveir að auki, fiðlu- og organ kennarar, að því er segir í söngmálablaðinu Heimi haustið 1923.

Tónlistarskóli Músíkfjelagsins varð ekki langlífur. Hann var lagður niður árið 1924.

Page 4: Akureyri Tónlistarbærinn

6 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 7

og fyrstu lúðrasveitina og stjórnaði báðum. Einnig fékkst hann við tónsmíðar, og lög hans vöktu hrifningu heima-manna þótt ekki næðu þau sömu útbreiðslu og tónsmíðar [Reykvíkinganna] Jónasar [Helgasonar] og Helga [Helga-sonar]. Á einu sviði steig hann feti framar en Reykvíkingarnir: Hann efndi til fyrstu söngfarar Íslendinga til útlanda árið 1905 með karlakórnum Heklu sem hann stofnaði og stjórnaði.“

Orgelið kom í Akureyrar-kirkju 1876 og mun hafa kost-að 280 krónur. Sunnudaginn 30. desember 1878 er að finna eftirfarandi frásögn í dagbók Bjarna Jónssonar ritstjóra: „Haldinn söngur og hljóðfæra-sláttur út á Vertshúsi, sem menn keyptu sig inn á og kost-aði inngangurinn 50 aura. Sagt er að nokkrir hafi gefið til þessa, svo sem læknirinn og Laxdal, sá fyrri 20 kr. Afgangur kostnaðarins, er sagt að eigi að ganga upp í orgelkostnaðinn.“

Óánægja og Magnús hættir

Magnús hafði raunar ekki verið organisti lengi þegar þær rædd-ir tóku að heyrast að hann væri vanhæfur í starfi, en ekki er vit-að hverjir það voru sem héldu kunnáttuleysi Magnúsar mest á loft. Hvað sem því líður hætti Magnús sumarið 1881, 33 ára að aldri; bæjarstjórn ákvað að framlengja ekki ráðningar-samning hans og réð organista Björn Kristjánsson, síðar þing-mann og ráðherra, sem var við tónlistarnám í Kaupmanna-höfn veturinn 1879 til 1880.

Það „hefir varla verið sárs-aukalaust fyrir hann að hverfa frá því lífsstarfi sem hann hafði valið sér og snúa aftur til heima haga í Þingeyjarsýslu á haustdögum eftir hálfgildings skipbrot,“ segir Aðalgeir Krist-jánsson í ævisögu Magnúsar. En þar tók hann þó upp þráð-inn; sinnti tónlistarkennslu og stofnaði kór.

Fimm ár liðu þar til Magnús sneri til Akureyrar á ný en þá var Björn Kristjánsson á braut, svo og Jón Laxdal, sem tekið hafði við af Birni sem organisti.

„Söngflokkur Akureyrarbúa“ og „Gígja“Áður en Magnús Einarsson fluttist til Húsavíkur haustið 1881 stjórnaði hann kór á Akur eyri sem kallaður var „söngflokkur Akureyrarbúa“ og söng t.a.m. á búnaðarsýn-ingu á Oddeyri vorið 1880. Starfsemi þessa söngfélags hefur væntanleg lagst niður við brottför Magnúsar til Húsa víkur, en eftir að hann kom aftur til Akureyrar eftir fimm ára fjarveru leið ekki á löngu uns kórstarf hófst á ný.

Hinn 10. janúar 1887 héldu

„Goodtemplarar“ upp á þriggja ára afmæli reglunnar og buðu betri borgurum bæjarins, eins og það er orðað í bókinni um Magnús, „þar sem menn skemmtu sér frá náttmálum til miðnættis með ræðum og söng, og var „söngfjelag bæj-arins“ til staðar, segir í Fróða 14. janúar 1887. Um þetta söngfélag er annars lítið vitað, en eðlilegast er að álykta að hér hafi „söngflokkur Akur-eyrarbúa“ verið endurborinn undir stjórn Magnúsar.“

Fyrir áramótin 1888-89 æfði Magnús blandaðan kór á Akureyri. Hann hélt samsöng í Akureyrarkirkju á gamlárs-kvöld. Séra Matthías Jochum-sson kallar kórinn „Gígju“ og greinir frá þessum atburði 31. janúar 1889 í blaðinu Lýð með þessum orðum:

„Magnús Einarsson org-anisti stýrði samsöng hér í Akureyrarkirkju á gamlárs-kvöld. Þótti það hátíðleg skemmtun og vel sungið – þótt stöku mönnum hafi þótt

sem sum af lögunum hefði mátt betur takast. En þess má geta, að bæði var tíminn, sem hafður var til æfinganna, of naumur, og nokkrir þeirra 34, sem sungu, höfðu ekki við all-ar æfingarnar verið. Herra Magnús á sérstaklega þökk og sæmd skilið fyrir óþreytandi alúð hans, dugnað og óeigin-girni við söngkennslu hér í kaupstaðnum og víðar, t.d. við Möðruvallaskólannn. Sjálfur hefir hann, sem um-komulaus erfiðismaður, aflað

sér sinnar listar, og er sorglegt, hve lítil laun hann, sem fleiri slíkir menn, verður við að búa sakir kringumstæðanna. En þau laun hefir hann fengið, að sönglist er komin í gott horf hér á Akureyri, og söngflokk-ur hans „Gígja“ telur ekki svo fáar góðar raddir. Þess má geta að hér er enginn stétta-rígur meðal hins unga fólks við söngæfingarnar og allir siðsamir unglingar, sem sung-ið geta, sitja þar jafnhátt.“

Magnús var sá eini sem helgaði sig tónlist þangað til Sigurgeir frá Stóruvöllum kom

Fram yfir aldamót var Magn-ús í raun sá eini sem helgaði sig tónlistarstörfum á Akur-eyri, en breyting varð á þegar Sigurgeir Jónsson frá Stóru-völlum í Bárðardal fluttist til Akureyrar 1904. Synir hans og Júlíönu Friðriku Tómas-dóttur voru m.a. ljósmynd-ararnir Eðvarð og Vigfús, sem einnig var píanóleikari og lék um tíma undir hjá Kantötukór Akureyrar. Sigurgeir hafði þótt sýna hæfni við kórstjórn á aldamótahátíð Þingeyinga að Ljósavatni þar sem kór skipaður söngfólki úr ná-grannasveitum söng við góð-ar undirtektir.

Eftir að Sigurgeir settist að á Akureyri stofnaði hann söng félagið Tíbrá, að öllum líkindum fjölmennasta kór sem fram að því hafði starfað í bænum. „Þessi kór söng nokkrum sinnum prýðilega, en varð ekki langlífur,“ segir Snorri Sigfússon, síðar skóla-stjóri, í æviminningum sín-um. Snorri var einn Heklunga, eins og þeir voru kallaðir, söngvararnir í Heklu, kór Magnúsar organista.

Aðalgeir Kristjánsson fjall-ar í bók um Magnús organ ista um aðdraganda þess að Sigur-geir tók við af Magnúsi sem organisti: „Hér virðist sem sagan frá 1881 hafi ætlað að endurtaka sig. Einhver sam-tök í bænum með Pál Briem amtmann í broddi fylkingar ætluðu að ýta Magnúsi úr starfi við kirkju og skóla. Áfengisvandinn [sem Magnús hafði lengi glímt við] kann að hafa ráðið einhverju um því að 29. nóvember 1902 birtist [...] yfirlýsing hans í Norður­landi að hann væri genginn í algert bindindi, en óvíst er að sú hafi orðið raunin.“

Í yfirlýsingu Magnúsar má greina nokkra beiskju og Heklungar brugðust hart við

þegar þeir séu þessa aðför að Magnúsi, segir Aðalgeir, „og skrifuðu bæði bæjarstjórn og skólanefnd Akureyrar allir 15 að tölu, þar sem þeir and-mæltu því að annar yrði ráð-inn í störf hans við kirkju og skóla. – Magnús hefir að vorri reynd öll þau skilyrði til að bera, sem útheimtist til að kenna söng svo til verklegs gagns sé fyrir nemendurna.“ Þeir báru lof á Magnús fyrir dugnað hans og áhuga á sönglist. Heklungar bættu því síðan við að tæpast væri of-

sagt að Magnús hefði með súrum sveita varið kröftum sínum í þjónustu sönglistar-innar, vægast sagt, gegn mjög lágu endurgjaldi. Það virtist því ekki ósanngjörn krafa að hann fengi óhindraður „að gefa sig við starfa sínum svo lengi, sem engin[n] kvartar yfir því að hann sé honum ekki í alla staði vaxinn, allra helst þar sem engin reynsla er fyrir því að sá sem gert er ráð fyrir að hann eigi að víkja fyr-ir, sé að nokkru leyti hæfari til þessa starfa.“

Sóknarnefnd Akureyrar-kirkju sagði álit sitt á málinu, samkvæmt beiðni bæjar-stjórnar, og lagði til að Magn-ús hélt því sínu striki, allt þar til árið 1911. „Um þetta leyti var mjög misvindasamt í lífi Magnúsar Einarssonar. Hann missti konu sína 14. mars 1911 og nokkru síðar sagði hann upp starfi sem organisti við Akureyrarkirkju með-fram af óánægju,“ segir Aðal-geir Kristjánsson í nefndri bók. Magnús var þá orðinn 66 ára.

Í Gjallarhorni 26. maí er haft eftir Magnúsi „að ekki minnsta ástæðan til þess, að hann hættir starfi sínu við kirkjuna, sé sú, að hann sé orðinn þreyttur á því að berj-ast fyrir kirkjusöngnum, sem aðallega gengur illa að hafa í góðu lagi vegna þess að engu fé sé til þess varið.“

Svo fór að Sigurgeir varð organisti á Akureyri 1911 og gegndi því embætti með miklum sóma allt til 1940, þegar Jakob Tryggvason kom til starfa.

Ómenntaður alþýðumaður meðóbilandi áhuga og ást á tónlist

• Magnús Einarsson organisti lagði grunn að öflugu tónlistarlífi á Akureyri • Heyrði hornablástur frá ensku herskipi og hafði aldrei komist í slíkt hrifningarástand • Stofnaði bæði kór og hornaflokk

Magnús Einarsson var frá Björgum í Þóroddsstaða-sókn í Kaldakinn, fæddur 8. júlí 1848. Framan af ævi var hann í vinnumennsku hér og þar, auk þess að stunda sjóinn, en það var vorið 1874, þegar Magnús var 25 ára, að hann réðist sem vinnu maður að Stóra-Eyrar-landi, sunnan og ofan byggð arinnar á Akureyri. Varð það síðasti áfangi á vinnumanns ferli hans.

Hafði aldrei komist í slíkt hrifningarástand

Skömmu eftir að Magnús kom að Stóra-Eyrarlandi kynntist hann æðri tónlist, sem svo er kölluð.

Séra Friðrik J. Rafnar, sem jarðsöng Magnús 1934, sagði meðal annars í útfararræðunni:

„Eg minnist í því sambandi sögu, sem hann sagði mér sjálf-ur frá æskudögum sínum hér á Eyrar landi. Hann hafði verið sendur ofan í bæinn einhverra erinda, og átti að vera fljótur. En þegar hann var á heimleið, að afloknu erindi, heyrði hann allt í einu undarlega, og ekki síður unaðs lega hljóma, sem hann í fyrstu ekki skildi eða vissi hvað var.

Hann settist, einhversstaðar í brekkunum, og gleymdi sér með öllu. Hann sagði mér sjálf-ur, að hann minntist ekki að hafa nokkurntíma á ævinni komist í slíkt hrifningarástand. Þegar hann áttaði sig aftur var dagur liðinn að kveldi og hann fékk ómjúkar aðfinningar þegar heim kom fyrir hve lengi hann var. Það sem hann hafði heyrt var hornablástur frá ensku herskipi sem lá hér á höfninni. Þetta atvik varð til

þess að vekja hann. Frá þeim degi vissi hann hvað hljómlist var, og frá þeim degi ákvað hann að ganga í þjónustu söng-dísarinnar og þjóna henni alla ævi sína.“

Enginn kunni að leika á „söngvélina“

Gera má ráð fyrir því að vinnu-maðurinn á Stóra-Eyrarlandi hafi verið meðal samkomugesta þegar þúsund ára afmæli Ís-lands byggðar var fagnað 1874. Ekki er vitað hvort Magnús kynntist af eigin raun tónlistar-kennslu danska verslunar-mannsins, Bern hard August Steincke, síðasta veturinn sem hann var á Akureyri – fyrsta vetur Magnúsar þar. Steincke var forsöngvari í kirkjunni og við brottför hans úr bænum stóð sæti þess danska autt, um það leyti var í undirbúningi að fá orgel í kirkjuna en enginn í sjónmáli sem kunni að leika á slíkt hljóðfæri; slíka „söngvél“ eins og hljóðfærið var stundum nefnt í blöðum. Svo fór að í starf organista var ráðinn „ómenntaður alþýðumaður sem hafði í rauninni ekki ann-að til brunns að bera en óbilandi áhuga og ást á söng og annarri tónlist. Jafnframt var honum gert kleift að verða sér úti um nokkra tilsögn í undir-stöðu atriðum svo að hann gæti gegnt starfinu,“ segir Jón Þórar-insson í formála bókar Aðal-geirs Kristjánssonar, Magnús organisti – baráttusaga alþýðu­manns.

Ekki er ljóst hvort Magnús Einarsson tók það upp hjá sjálf-um sér eða að annarra ráði að skrifa bæjarstjórn í apríl 1875 og gefa kost á sér til að „læra að spila á organ það eða Harmon-

ium sem ákveðið er að útvega handa Akureyrarkirkju, og skal eg ef bæjarstjórnin gengur að þessu boði mínu ekki forsóma að leggja alúð við að ná þeirri fullkomnun í því, sem mér er framast unnt.

Vegna vissra orsaka væri mér mikið kært að fá svar upp á þetta, svo fljótt sem hægt er.“

Þekki nótur „nokkurn veginn“

Bæjarstjórnin fór sér að engu óðslega í þessu máli. Vorið og sumarið liðu án þess að Magn-ús fengi svar og sendi hann annað bréf um miðjan nóvem-ber, minnti á umsókn sína og sagði síðan: „Eg hefi ennþá ekkert svar fengið þessu við-

víkjandi, og hefur mér komið þessi óvissa mjög illa, þar eg hefi ekki þorað að ráða mig í vist eða skiprúm sem hafa boð-ist mér, fyrr en eg fengi afgjört svar uppá þetta bréf mitt. –

Hvað kaup snertir ef eg kynni að verða látinn læra, þá býst eg ekki við miklu. Aðal-kostnaðurinn yrði fyrir kennsl-una, en hann ætti að geta fengist á líkan hátt og orgels-verðið, svo það yrði þá ekki þungbært fyrir sóknarmenn. Eg ímynda mér að mér gangi ekki mjög illa að læra að spila, því eg er ekki alveg ófróður í söng, þekki nótur nokkurn veginn, og hefi hina mestu löngun til að komast niður í sönglist. Eg vil ennfremur geta þess að eg

hefi í hyggju að koma mér svo-leiðis fyrir eftirleiðis, að eg þurfi ekki að ganga í stritvinnu, og geti verið til taks þegar á mér þarf að halda, ef eg skyldi verða kjörinn til þessa.“

Þetta bréf er merkilegt að því leyti að í því kemur fram að Magnús hafði lært að þekkja nótur „nokkurn veginn“. Hvar og hvenær það gerðist er ekki vitað, en sennilegt er að það hafi ekki gerst fyrr en hann kom til Akureyrar og þá helst hjá Steincke. Í annan stað gerir hann sér vonir um að geta séð sér far-borða með störfum að tónlistar-málum án þess að stunda erfið-isvinnu jafnhliða. Það fór reynd-ar mjög á annan veg.

Lærði í nokkrar vikur á Melstað

Magnús var nokkrar vikur á Melstað í Miðfirði, þar sem hann lærði að leika á harmoní-um hjá Theodóri, syni séra Ólafs Pálssonar. Síðan bætti hann við þekkingu sína smám saman af eigin rammleik, m.a. með námsferðum fyrst til Reykjavíkur (þar sem hann var í námi hjá Jónasi Helgasyni, dómkirkjuorganista) og síðan Kaupmannahafnar, og brátt gegndi hann á Akureyri svip-uðum störfum og starfsbræður hans í Reykjavík höfðu með höndum, að því er Jón Þórar-insson upplýsir í áðurnefndum formála, þótt sumt væri það ekki fyrr en nokkru síðar. „Hann var kirkjuorganisti, söng kennari við barnaskólann á Akureyri og Möðruvalla-skóla, og eftir að hann lagðist niður við Gagnfræðaskólann sem síðar varð Menntaskólinn á Akureyri. Hann stofnaði fyrsta félagskórinn á Akureyri

Magnús Einarsson, jafnan kallaður organisti, var frumkvöðull að skipulagðri tónlistariðkun á Akureyri; stofnaði bæði fyrsta kór bæjarins og fyrsta lúðraflokkinn.

Magnús organisti með kór skólapilta í MA sem hann æfði veturinn 1912 til 1913. Aftasta röð frá vinstri: Bjarni Halldórsson, Hallgrímur Sigtryggsson, Jens Eyjólfsson, Arinbjörn Hjálmarsson, Trausti Ólafsson. Miðröð: Jón Kjerúlf, Helgi Pétursson, Frits Berntsen, Ingólf­ur Espólin, Jónas Jónasson, Steinn Þórðarson og Jón Einarsson. Neðsta röð: Pétur Magnús­son, Sigurður Guðmundsson, Páll Magnússon, Sigþór Magnússon, Björn Jónsson og Ingi­mundur Árnason, sem átti eftir að stjórna karlakórnum Geysi í áratugi. Fremst situr Magnús söngstjóri. Að ofan: Akureyrarkirkja sem reist var 1862 en rifin 1943.

Sigurgeir Jónsson organisti ásamt kirkjusöngflokknum á sönglofti gömlu kirkjunnar í Fjörunni fyrsta sunnudag í vetri 1934. Frá vinstri: Tryggvi Jónasson, Stefán Árnason, Kristján S. Sigurðsson, Sigurgeir Jónsson við hljóðfærið, (aftan við hann) Guðmund Gunnarsson, Magnús Sigurjónsson, Pétur Þorgrímsson, Þórhildur Steingrímsdóttir, Stefanía Jóhannsdóttir, Steinunn Jónasdóttir, Helga Jónsdóttir, Margrét Steingrímsdóttir og Ingibjörg Steingrímsdóttir.

Sigurgeir organisti stofnaði og stjórnaði söngflokknum Tíbrá upp úr aldamótum.

Page 5: Akureyri Tónlistarbærinn

8 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 9

þess að Hekla gat ekki fengið æskilegan söngsal strax, en nokkurra daga bið þó notuð til æfinga. Á eina slíka æfingu var nafnkunnasta söngstjóra borgarinnar, Lars Søraas, boð-ið til að hlusta á kórinn. „Mun hann sennilega ekki hafa bú-izt við miklu, því að undrun hans leyndi sér ekki, er við hófum sönginn, og eftir að flokkurinn hafði sungið 3 eða 4 lög, þar á meðal norska þjóð sönginn, kom karl með útbreiddan faðminn móti Magnúsi Einarssyni og bauð hann velkomin með flokkinn og spáði honum góðri för.“

Hekla söng fjórum sinnum í Bergen, alltaf við góða aðsókn, að sögn Snorra Sigfússonar. Þaðan var haldið til Voss og sungið þar einu sinni og síðan lá leiðin til Stafangurs og Haugasunds „og sungið þar tvisvar eða þrisvar á hverjum stað við ágæta aðsókn og hinar beztu undirtektir. Og yfirleitt tóku Norðmenn kórnum vel, þeir sóttu vel samsöngvana, ávörpuðu kórinn margsinnis,

buðu hann velkominn og þökkuðu honum komuna. En af slíkum ávörpum verður minnisstæðust ræða Lars Eske-lands skólastjóra á Voss, er snerti ekki aðeins okkur, held-ur alla viðstadda. Í Haugasundi fékk flokkurinn ekki að búa í gistihúsi, heldur vorum við gestir ýmissa góðborgara bæj-arins. Sýndi góðtemplara-reglan þar okkur mikla vin-semd og virðingu, meðal annarra. Dýrindisveizlur voru flokknum haldnar víða, en þó bar ein af. Það var hjá Falk hin-um ríka í Stafangri. Þar var allt stórmenni borgarinnar saman komið Heklu til heiðurs. Þótti okkur þar mikið um dýrðir. Höfðum við aldrei fyrr séð slíka viðhöfn, né neytt slíkra kræsinga.“

Góðir dómar blaðannaSnorri heldur áfram: „En dóm-ar blaðanna um sönginn voru þó að sjálfsögðu fyrir mestu, og eftir þeim var beðið með mest-um spenningi, sem að líkum lætur, og þó einkum þeim

fyrstu. En eftir fyrsta sam-sönginn í Bergen byrjaði eitt blaðið þannig söngdóm sinn: „Det var med spenningi og inkje utan otta at me venta paa fyrsta konserten deira, men mann turva inkje en höyra de fyrste strofarne saa var den sorgen slökt.“

Þeir áttu, sem sagt, ekki von á miklu og voru hálf-kvíðnir, en sá kvíði hvarf, er þeir höfðu heyrt fyrstu tónana. Og segja mátti líka, að dómar blaðanna um sönginn væru á eina lund. Þeim þótti kórinn góður. Þau dáðu raddstyrk hins fámenna flokks, og þótti gott samræmi milli radda. En í þrem efstu röddunum voru 5 menn í hverri, en 6 í öðrum bassa, alls 21 söngmaður í kórnum. Mátti því Hekla vel við þá dóma una.“

Á heimleiðinni var sungið í Þórshöfn í Færeyjum en til Ak-ureyrar komið snemma í des-ember. Enginn í landi vissi, að Hekla var um borð, þegar Egill kastaði akkerum, en í grárri morgunskímunni fylkti Hekla liði uppi á þilfari og söng vísu

Jóns Ólafssonar: Guð minn þökk sé þér, þú að fylgdir mér aftur hingað heim ... og er ómur söngsins barst upp í bæ-inn, vissu menn að Hekla var komin heim. „Þóttust menn hana úr helju heimt hafa, en ekkert hafði af flokknum frétzt síðan hann fór, þannig var ein-angrun lands og lýðs fyrir 60 árum,“ segir Snorri í æviminn-ingum sínum.

Söngförin til Noregs var há-tindurinn í sögu og starfi Heklunga. Þeir héldu jafnan hópinn og á aldarafmæli Magnúsar Einarssonar vorið 1948 voru 12 enn á lífi. Af því tilefni komu tíu þeirra saman og létu taka af sér mynd sem birtist í söngskrá Heklu – sam-bands norðlenskra karlakóra – og önnur mynd var þar af tveimur gömlum Heklungum sem enn sungu og voru félagar í karlakórnum Geysi. Það voru bassarnir Páll Ásgrímsson og Oddur Kristjánsson. Sá síðar-nefndi átti meira að segja eftir að fara í söngför á fornar slóð-ir sem félagi í Geysi.

Fyrsti íslenski kórinn utan í söngförKarlakórinn Hekla, sem Magnús Einarsson organisti stofnaði um aldamótin 1900, var fyrsti íslenski kór-inn sem hélt utan í söngför. Það var haustið 1905 að far-ið var til Noregs en um sum-arið hafði Magnús siglt utan til þess að kanna aðstæður og undirbúa jarðveginn.

Snorri Sigfússon, skólastjóri og námsstjóri frá Brekku í Svarfaðardal, var einn Hekl-unga – eins og kórfélagarnir voru nefndir – og sagði frá um-ræddri utanför í fyrsta bindi æviminninga sinna, sem hann nefndi Ferðin frá Brekku.

„Þennan vetur [1904-1905] söng Hekla oft opinberlega á Akureyri, og mun oftast hafa verið sungið í stóra salnum á Hótel Akureyri, en einnig alloft í salnum á Hótel Oddeyri. Voru þessar „konsertar“ Heklu jafn-an vel sóttir og einstöku sinn-um var dansað á eftir,“ segir Snorri í bókinni.

Hann tekur svo til orða að Akureyri hafi verið „syngjandi bær“ á þessum tíma. Snorri segir að í „öllum heimboðum og á samkomum urðum við Heklungar að syngja, hvort sem við vorum fáir eða margir saman. Mátti þá með sanni segja, að Akureyri væri syngj-andi bær, því að auk Heklu var þar einnig söngfélag, sem Sig-urgeir Jónsson frá Stóruvöllum stjórnaði, er síðar var lengi söngstjóri og organleikari á Ak-ureyri, og var það blandaður kór, sem hann nefndi „Tíbrá“, og starfaði í nokkur ár. Og svo var þá á Akureyri einn hinna beztu söngmanna, sem Ísland hefur átt, sr. Geir Sæmundsson frá Hraungerði.”

Utan með leyndSnorri segir að um vorið hafi verið ákveðið leynilega að „Hekla færi söngför til Noregs, ef söngstjóranum litist svo á,“ og Magnús því farið utan um sumarið til að kanna aðstæður, og fá úr því skorið hvort heima-menn væru tilbúnir að greiða götu þeirra.

Vegna ferðarinnar til Noregs bað Magnús um leyfi frá störf-um og fékk, en greindi ekki frá ástæðum fararinnar. Hann hélt utan með Agli 18. maí og tók siglingin 11 daga.

Magnús hafði meðferðis „um sagnir þekktra manna um sig sem stjórnanda og Hekl-unga, þar sem borið var lof á báða,“ að því er segir í frétt norska blaðsins Gula Tidend 2. júní. Þar kemur fram hver til-gangur ferðarinnar var, en ekki er vitað frá hverjum umsagn-irnar voru. Talið er að Magnús hafi hitt Lars Søraas, þekktan söngkennara og organista, sem

stjórnaði Samkór Hörðalands í ein 30 ár. Hvergi kemur reynd-ar afdráttarlaust fram hvern Magnús hitti, en sá lofaði að greiða götu hans og kórsins. Magnús hélt heim á ný frá Bergen 13. júní og kom skipið til Akureyrar 20. júní. Þess má geta að séra Matthías Jochums-son var í sömu ferð.

Æfingar Heklu hófust á Ak-ureyri 15. september. „Á til-teknum tíma var ég kominn til Akureyrar. Þótti mér það vísu slæmt að þurfa að hverfa frá heyskapnum á Tjörn, sem ekki var að fullu lokið, en ég var staðráðinn í að bregðast ekki þessu merkilega uppátæki Magnúsar organista, að kynna íslenzkan kórsöng á erlendri grund fyrstur allra,“ segir Snorri Sigfússon.

„Komum við allir saman og var mikill hugur í liðinu. Flaug nú vitneskjan um förina eins og eldur í sinu um bæ og hérað, og þótti mörgum mikið í ráðizt og voru sumir undrandi yfir þessu tiltæki, sem líklega engum hefði áður dottið í hug eða vogað sér að framkvæma. Van-treystu sumir flokknum og töldu þetta flan eitt, sem gæti endað með smán. Var sagt að sumir viltu láta ráðherrann banna förina!

En aðrir litu öðruvísi á mál-ið. Þeir þóttust vissir um að Hekla mundi standa sig, ef við tækjum þjálfunina nógu alvar-lega. Og það vissu menn raun-ar að Magnús söngstjóri mundi vita og skilja, enda sat hann fastur við sinn keip og lét engan telja úr sér kjarkinn. Og víst mun svo hafa verið, að sá mað-urinn sem að allra dómi hafði

bezt skilyrði til að dæma um söng Heklu, sr. Geir Sæmunds-son, þaulkunnugur söng kór-ins, hafi fremur hvatt en latt Magnús fararinnar.

En hvort sem var, varð nú engu um þokað, förin var ráðin hvað sem hver segði. Og nú var tekið til við æfingar af hinu mesta kappi. Voru raddæfingar flestar heima hjá Magnúsi, en samæfingar hér og þar sem húsrými og aðrar aðstæður leyfðu. Eitthvað gátu þeir unnið sem heima áttu á Akur-eyri. En við, sem vorum utan úr sveitum, eins og ég, Árni Jónsson frá Hjalteyri og bræð-urnir frá Glæsibæ, Jón og Odd-ur, og Kristján Sigurðsson frá Dagverðareyri, gátum ekkert aðhafzt annað og urðum að kaupa húsnæði og fæði.“

Snorri segir spenning hafa verið mikinn í bænum vegna

fararinnar. Síðustu dagana fyrir brottför hafi Hekla sungið oft opinberlega í bænum enda sí-fellt fleiri bæjarbúar farnir að trúa því að vera kynni að söng-hópurinn yrði bænum til sóma.

Undrandi yfir góðum söng

„Og svo var það einn morgun, síðustu daga októbermánaðar, að lagt var af stað á „Kong Inge“, sem var skip Thorefé-lagsins, nýlegt en ekki stórt, og var í siglingum milli Íslands, Noregs og Danmerkur. Og er skipið lagði frá hafnarbryggj-unni framan við Höfners húsin í Innbænum var þar kominn fjöldi fólks til að kveðja flokk-inn, en við stilltum okkur upp á brú og bátadekki og sungum: Nú er ferðbúið fley, fljótt af stað, o.s.frv. meðan skipið sigldi út á Pollinn.“

Sungið var á nokkrum stöð-um á leiðinni; fyrst á Húsavík og síðan Fáskrúðsfiði og Eski-firði, alls staðar fyrir fullu húsi.

Siglingin til Noregs gekk ágætlega að sögn Snorra og komið var til Bergen seint um kvöld, öllum að óvörum. Sím-inn var þá ekki kominn milli Íslands og Noregs og því ekki hægt að boða komu hópsins. „Blöðin höfðu að vísu sagt frá komu okkar um haustið, en ekki hvenær við værum vænt-anlegir. Samt komumst við inn á gistihús af betra taginu, því að ekki dugði að hafa á sér of mikið kotungssnið, fannst for-ráðamönnum flokksins, og því sjálfsagt að búa á fínum stað. En seinna komumst við þó að því, að þetta hefði ekki verið sem búmannlegast. En á þessu gistihúsi, Smebys Hotel, bjó hópurinn meðan hann var í Bergen.“

Næsta morgun varð uppi fótur og fit, segir Snorri, „þegar við komum út á göturnar með hvítu húfurnar, svo að varla varð þverfótað fyrir forvitnum áhorfendum. Sögðu blöðin þá frá komu okkar og birtu viðtal við söngstjórann.“

Norðmenn höfðu í miklu að snúast þetta haust, sem Heklungar höfðu ekki reiknað nægilega með, að sögn Snorra. Sambandsslitin við Svíþjóð voru nýlega um garð gengin, og um haustið átti að fara fram atkvæðagreiðsla um stjórnarformið, lýðveldi eða konungsstjórn, „og var tals-verður hiti í þeim undirbún-ingi og fundahöld tíð,“ segir Snorri. Var þetta m.a. orsök

Glæsileg gjöf frá NoregiÁri eftir ferðina til Noregs fengu Heklungar sendan þennan stórglæsilega fána að utan. Hann er engin smásmíði; hvorki meira né minna en 2 metrar og 80 cm á hæð! Í síðustu veislu ferðar Heklu 1905, sem borgarstjórnin í Haugasundi bauð til, var því „yfirlýst, að flokknum mundi gefin gjöf til minningar um þessa fyrstu söngför frá Íslandi,“ segir Snorri Sigfússon, einn Heklunga, í endurminningum sínum, Ferðin frá Brekku. Það eru engar ýkjur, þegar Snorri segir: „Kom sú gjöf sumarið eftir. Það er forkunnar fagur fáni með nafni flokks-ins áletruðu á rautt silki en hinum megin mál-verk, mynd af fálka, sem situr á kletti og horfir út yfir hafið. Fylgdi þessari veglegu gjöf ávarp undirritað af fjölda manns. Vottaði þessi gjöf viðurkenningu á frammistöðu flokksins og vinarþeli til lands og þjóðar.“ Að ofan: Söngskrá var prentuð fyrir Noregs-ferðina, sú að ofan er dagsett 16. nóvember og fyrsta lagið á dagskránni var Hilsen til Norge eftir söngstjórann sjálfan, Magnús Einarsson.

TÓNDÆMIGengu allir í góð­templararegluna● Heklungar voru líftryggðir fyrir Noregsförina og gengu síðan allir í góðtemplararegluna. „Mun líftryggingin hafa verið eins kon-ar trygg ing fyrir víxli, sem við urðum að taka að láni,“ segir Snorri Sigfússon, einn Heklunga, í æviminningum sínum.

Föt og skyggnishúfur● Saumuð voru dökk föt á allan hópinn sem fór til Noregs, og skyggnishúfur; hvítur kollur og blá gjörð er í var saumuð harpa yfir miðju skyggninu, en sinn hvorum megin við hana: ísl. – kór.

Magnús naut „við ævilok mikillar virðingar“● Magnús organisti lést 1934, hálfníræður. „Hann naut við ævilok mikillar virðingar á Akur-eyri þótt hann ætti einatt á brattann að sækja fyrr á árum í viðureign við broddborgara staðarins. Margháttuð tónlistar-störf hans höfðu ekki verið metin til launa meir en svo að jafnframt þeim varð hann lengst af að stunda erfiðisvinnu til að framfleyta fjölskyldu sinni. En hann hafði notið vinsælda nem-enda sinna og annarra sem þekktu hann best. Við útför hans fjölmenntu kennarar og nemendur Menntaskólans til kirkjunnar og í þeim hóp var sem þá sem þetta skrifar, þá 16 ára gamall,“ segir Jón Þórarins-son, hið þekkta tónskáld, í for-málsorðum bókarinnar um Magnús organista.

„Verðskuldaður sómi“● Jarðarför Magnúsar organista fór fram 22. mars að viðstöddu fjölmenni. Í líkfylgdinni voru m.a. bæjarstjórn og bæjarstjóri, söng-félagið Geysir, meðlimir úr hinu gamla söngfélagi Magnúsar, Heklu og Lúðrasveitin Hekla. Karlakórinn Geysir söng í kirkj-unni og lúðrasveitin lék nokkur lög bæði við heimilið og kirkj-una. „Í skólunum minntust skólastjórarnir hins látna söng-frömuðar og fánar blöktu í hálfa stöng á öllum flaggstöngum í bænum. – Var minningu hins látna þannig sýndur verðskuld-aður sómi,“ sagði í Akureyrar-blaðinu Íslendingi.

Stúdentakór íKaupmannahöfn● Rétt er að geta þess að Hekla var ekki fyrsti íslenski kórinn sem söng á erlendri grund, en sá fyrsti sem fór utan í þeim tilgangi. Sigfús Einarsson hafði stofnað og æft íslenskan stúdentakór í Kaup-mannahöfn upp úr aldamótun-um. „Hann söng opinberlega nokkrum sinnum og hlaut frá-bærar viðtökur,“ segir í bókinni um Magnús organista.

Þeir sungu í NoregsferðinniHeklungar sem sungu í Noregsferðinni voru 21 að tölu. Þeir eru á myndinni, sem tekin var í Noregi. Aftasta röð, talið frá vinstri: Benedikt Jónsson, 2. tenór, Magnús Helgason, 1. bassi, Jónas Þór, 2. bassi, Árni Jónsson frá Hjalteyri, 1. bassi, Magnús Einarsson, söngstjóri, Kristján Sigurðsson frá Dagverðareyri, 1. bassi, Ásgeir Ingimundarson, 2. bassi og Jón Þórarinsson, 2. tenór. Miðröð: Páll Jónatansson, 2. bassi, Páll Ásgrímsson, 2. bassi, Jón Steingrímsson, 2. bassi, Pétur Jónasson, 1, bassi, Frímann Frímannsson, 1. bassi, Tryggvi Jónasson, 1. tenór, Snorri Snorrason, 1. tenór, Guðmundur Kristjánsson, 2. tenór og Oddur Kristjánsson frá Glæsibæ, 2. bassi. Sitjandi fremst, frá vinstri: Helgi Ísaksson, 2. tenór, Snorri Sigfússon frá Tjörn í Svarfaðardal, 1. tenór, Hallgrímur Kristjánsson, 1. tenór, Jón Kristjánsson frá Glæsibæ, 1. tenór og Þorsteinn Thorlacius, 2. tenór. Allir eru þeir Akureyringar, nema annað sé tekið fram. „Margir söngmannanna voru ungir að árum og nokkrir þeirra gagnfræðingar frá Möðruvöllum,“ segir í bók Ásgeirs Kristjánssonar um Magnús organista.

Page 6: Akureyri Tónlistarbærinn

10 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 11

skapur í fjöldamörg ár, hélt tón-leika víða norðanlands og aust-an, auk þess að taka þátt í landsmótum Sambands ís-lenskra lúðrasveita árum saman.

Lúðrasveitin lék í fyrsta sinn opinberlega á páskadag 25. apríl 1943, sunnan undir Akur-eyrarkirkju. Flutti hún þar sálmalög og sönglög.

Einn stofnendanna, Jón Sig-urðsson, var þá aðeins 15 ára. Hann lék á trompet með lúðra-sveitinni til 1949, og var í Sin-fóníuhljómsveit Íslands í 46 ár – frá 1950 til 1996 – auk þess að leika með ýmsum hljómsveitum og kenna. Jón segir í grein í 50 ára afmælisblaði Lúðrasveitar Akureyrar að Jakob Tryggvason hafi mótað smekk liðsmanna sveitarinnar „með metnaðarfullu vali viðfangsefna og var furðu djarfur að ráðast á garðinn þar sem hann virtist oft á tíðum ókleifur okkur, fákunnandi og leitandi.“ Þannig segir Jón hóp-inn skyndilega hafa verið kom-inn í snertingu við stórjöfra tón-bókmenntanna, m.a. Beethoven, Wagner, Gounod, Verdi og Jo-hans Strauss.

Jón segir síðan: „Það var kærkomin sending að sunnan þegar við fengum trompetleik-arann og tónskáldið Karl O. Runólfsson til þess að dvelja hjá okkur sumarlangt, árið 1945. Þar urðu fyrstu kynni margra okkar af lærðum blás-

ara. Allir sóttum við einkatíma hjá Karli, tvisvar í viku allt sumarið. Árangurinn var fljótur að koma í ljós.

Sami háttur var hafður á næsta sumar, en þá var horn-snillingurinn Wilhelm Lansky-Otto hjá okkur sumarlangt, stjórnaði okkur og kenndi. Dvöl hans lauk með tónleikum í Nýja Bíói, síðsumars, þar sem hann stjórnaði og var einleikari, bæði á horn og píanó, en hann var einnig konsertpíanisti.

Tónleikar þessir fengu góða dóma og juku á hróður sveitar-innar og ýttu undir metnað og sjálfstraust okkar spilaranna, því nú þóttumst við hafa sannað fyrir sjálfum okkur, og ef til vill fleirum, að nú værum við á réttri leið – komnir á beinu brautina.“

Starfsemi Lúðrasveitar Ak-ureyrar var í föstum skorðum í fjöldamörg ár. Sveitin hélt tón-leika og kom reglulega fram við ýmis hátíðleg tækifæri.

Fyrsta utanför Lúðrasveitar Akureyrar var 1989, þegar hún tók þátt í lúðrasveitamóti sem haldið var í tengslum við árlega sumarhátíð í Rostock í Austur-Þýskalandi. Dvaldi sveitin þar 30. júní til 9. júlí og leikið var op-inberlega á hverjum degi. „Með viðfelldnum og mjúkum tónum sannaði Lúðrasveit Akureyrar að þar fer samstæður hópur tónlist-armanna er spilar sem ein heild. Lagaval sveitarinnar var sérstak-

lega ánægjulegt, en íslensk verk voru þar í meirihluta og hljóm-sveitin var þannig sannur fulltrúi síns heimalands. Af tónlistar-mönnum verðskulda báðir ein-leikararnir sérstakt lof,“ sagði í umsögn dómnefndar mótsins. Einleikararnir voru Robert C. Thomas básúnuleikari og Christopher A. Thornton klar-inettleikari, báðir kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri. Stjórnandinn, Atli Guðlaugsson, fékk einnig mjög góða dóma fyr-ir sinn hlut.

Lúðrasveit Akureyrar hefur frá aldamótum heyrt undir Tón-listarskólann og kemur fram reglulega. Hana skipa nú bæði

nemendur við skólann og tón-listarfólk úti í bæ.

Roar Kvam, sem lengi kenndi við skólann, stofnaði á sínum tíma blásarasveitir nemenda og náðu þær afbragðsárangri, nældu til dæmis tvívegis í gull-verðlaun í stórri keppni erlendis. í fyrra skiptið sigraði hjómsveitin í World Music Contest í Hollandi árið 1989 og aftur í alþjóðlegri keppni þremur árum síðar í Sviss. „Þetta var mjög skemmti-legt fyrir krakkana, þau voru stolt og glöð. Sumir sögðu að ég væri orðinn vitlaus að fara með þau í alþjóðlega keppni en í ljós kom að þau áttu fullt erindi,“ segir Roar Kvam.

Lúðrasveit starfandi með hléum síðan 1894

Lúðrasveit Akureyrar var stofnuð 25. október 1942 og hefur starfað samfellt síðan. Slíkur félagsskapur hafði þá reyndar verið starfandi lengst af síðan fyrir aldamót; sam-kvæmt blaðinu Stefni, sem gefið var út á Akureyri. Í blað-inu kemur fram að laugardag 3. febrúar árið 1894 hafi ak-ureyrsk blásarasveit komið fram í fyrsta skipti. Þar segir: „Jarðarför Karls Kristjánsson-ar framfór hjer í bænum síð-astliðinn laugardag. Horn-leikarafjelagið á Akureyri ljek á horn við gröfina, og er það í fyrsta skipti sem slíkt hefir heyrzt hjer.“

Magnús Einarsson organisti stofnaði umræddan hornaflokk, sem var starfandi fram yfir alda-mót. Upphafið má rekja til þess draums, sem Magnús ól lengi með sér, að komast utan til að afla sér frekari tónlistarþekk-ingar. Beiðni bæjaryfirvalda til fjárveitingarvaldsins í Reykjavík um styrk bar ekki árangur en Magnús fékk hins vegar styrk frá Akur eyrarkaupstað og sýslu-sjóði Eyjafjarðarsýslu, auk þess sem fé safnaðist á skemmtunum sem söngfélag hans, Gígja, hélt.

Mikill áhugiLárus Zophoníason, sem lengi var í Lúðrasveit Akureyrar telur að snemma hafi kviknað áhugi á því að stofna hornaflokk á Akureyri en allt skort sem með þurfti: Hljóðfæri, kunnáttu og einhvern sem gæti stjórnað og leiðbeint flokknum. „En það var Akureyri til mikils happs að þar í bæ var búsettur maður með óbilandi áhuga á öllu er að tónlist laut og vann að þeim málum af mikilli elju. Þessi maður var Magnús Einarsson, eða Magnús organisti, eins og hann var ætíð nefndur í dag-legu tali,“ segir Lárus í bókinni Skært lúðrar hljóma: saga ís­lenskra lúðra sveita.

Það var vorið 1893 sem

Magnús fór til Kaupmanna-hafnar til náms, meðal annars skyldi hann afla sér einhverrar undirstöðuþekkingar í horna-músík, en Gígja, söngflokkur Magnúsar, og Díana, félag sem lítið er vitað um, hugðust gang-ast fyrir því að koma á fót hornaflokki. Meðan Magnús dvaldi ytra var unnið af kappi við að afla fjár til kaupa á horn-um fyrir væntanlegan flokk. Gígja og fleiri stóðu fyrir al-mennum samskotum meðal bæjarbúa. Söfnuðust þannig 200 krónur og 70 krónur öfluð-ust sem ágóði af söngskemmt-un sem Gígja hélt að Grund í Eyjafirði. Hornin kostuðu 300 krónur og greiddi bæjarsjóður það sem á vantaði, eða 30 krón-ur. Og í lok september sama ár kom Magnús heim frá Dan-mörku með sex lúðra og hóf að kenna mönnum hornablástur.

Með tilkomu Hornaflokks Akureyrar hófst nýtt skeið og aukin fjölbreytni í tónlistarlífi bæjarins. Magnús kenndi mönn um á hornin og þjálfaði blásarana í samleik. Flokkurinn

var skipaður sex mönnum, auk stjórnandans, Magnúsar. Hinir voru: Ketill Sigurgeirsson, Júlí-us Júlínusson, Gunnar Matthí-asson, Sigtýr Jónsson, Jón Jó-hannesson og Páll Magnússon.

Svanasöngur aldamótaárið

Hornaflokkurinn varð ekki lang-lífur. Á þessum árum var straum ur Íslendinga til Vestur-heims hvað mestur og þangað fluttust fjórir blásaranna um aldamótin. Sá fimmti fór til sjós svo aðeins einn úr upphaflega hópnum, Jón Jóhannesson, var áfram á Akureyri. Lárus Zoph-oníasson heldur því fram að starfsemi flokksins hafi lagst niður um aldamótin og telur að fjárskortur hafi ráðið nokkru þar um; bærinn útvegaði flokkn um húsnæði til æfinga en ef gera þurfti við hljóðfæri lenti kostn-aðurinn á blásurunum sjálfum. Á meðan hornaflokkurinn var við lýði kom hann víða fram, til að mynda á búfénaðarsýningu á Grund í Eyjafirði sumardaginn fyrsta 1895. Líklega var svana-

söngur hornaflokksins á alda-mótasamkomu á Oddeyri 23. júní 1900.

Magnús endurvakti sveitina árið 1907 og gaf nafnið Hekla, hið sama og hann nefndi kórinn sem hann stofnaði og stjórnaði. Starfaði blásara sveitin óslitið undir hans stjórn til ársins 1924, Hjalti Espólín tók þá við stjórn-inni til 1929, en þá réðist Karl Ottó Runólfsson, tónskáld, til bæjarins og kenndi og stjórnaði til ársins 1934. Lúðrasveitin lognaðist út af á ný við brottför Karls, einkum vegna fjárskorts.

Meðlimir Heklu gömlu kunnu því illa, að ekki skyldi vera starfandi lúðrasveit í bæn-um og þar kom, árið 1942, að nokkrir meðlimir, með Ólaf Tryggva Ólafsson í broddi fylkingar, hófust handa við að endurreisa starfsemina.

Á fundi 19. maí 1942 var Ólafi, Finnboga Jónssyni póst-manni, og Jakob Tryggvasyni, verðandi stjórnanda, falið að kanna málið betur. Þann 15. júní var endanlega ákveðið að reyna að stofna lúðrasveit og um

haustið, sunnudaginn 25. októ-ber, var stofnfundur haldinn í kapellu Akureyrarkirkju.

„Til máls tóku Finnbogi Jóns-son, Vigfús Jónsson og Stefán Ág. Kristjánsson. Eftir nokkrar umræður var samþykkt með öllum greiddum atkv. að stofna lúðrasveitina sem formlegt fé-lag,“ segir í stofnfundargerð Lúðrasveitar Akureyrar.

Stofnendur voru: Finnbogi Jónsson, póstmaður, Ólafur Tryggvi Ólafsson kjötbúðar-stjóri, Vigfús Jónsson málari, Stefán Ágúst Kristjánsson for-stjóri Sjúkra samlags Akureyrar og Borgarbíós, Jón Sigurðsson trompet leikari, Jakob Emilsson prentari, Eiður Haraldsson skó-smiður, Jakob Tryggvason org-anisti, sem ráðinn var stjórn-andi, Geir Sigurðsson Björns-son síðar prentsmiðjustjóri POB, Steingrímur Þorsteinsson afgreiðslumaður, Egill Jónsson rakari og Sigtryggur J. Helga-son gullsmiður.

Tónlistarfélag Akureyrar var stofnað nokkrum dögum síðar með það að markmiði að efla hverskonar tónlistarstarfsemi og tónlistaráhuga í bænum og meðal stofnenda voru þrír að-standenda hinnar nýju lúðra-sveitar, Finnbogi Jónsson, Jakob Tryggvason og Vigfús Þ. Jóns-son. Svo fór að Tónlistarfélagið tók ábyrgð á fjárreiðum lúðra-sveitarinnar, meðan þess þurfti. Þegar starfið var komið á traust-an grundvöll, að fimm árum liðnum, var því sambandi slitið, og starfaði Lúðrasveit Akur-eyrar sem sjálfstæður félags-

TÓNDÆMIEinkennisbúningar● Félagar í Lúðrasveit Akur-eyrar klæddust í mörg ár þeim fallega einkennisbún-ingi sem hér má sjá, þegar sveitin kom fram opin-berlega. Fötin voru saumuð á saumastofu Gefjunar árið 1962 og skartaði lúðrasveitin þeim í fyrsta sinn á 100 ára afmæli Akureyrar í ágúst það ár.

Áður hvítir kollar● Þegar Akureyringar fögnuðu 100 ára afmælinu var efnt til hátíðahalda sem stóðu í nokkra daga. „Eins og að líkum lætur þá var Lúðrasveit Akureyrar ætlaður stór þáttur þar í og sáu lúðrasveitarmenn sér nú leik á borði, að nota þetta tækifæri til að koma sér upp einkennisbún-ingi, en fram til þessa höfðu húfur með hvítum kollum verið sameiningartákn sveitarinnar,“ segir Lárus Zophoníasson, sem lengi lék með sveitinni, í bók-inni Skært lúðrar hljóma – Saga íslenskra lúðrasveita, sem kom út árið 1984.

Bærinn borgaðijakka og húfur● Lárus Zophoníasson segir að bæjaryfirvöld hafi veitt lúðrasveitinni styrk til að láta gera jakka og húfur á alla meðlimi sína, „en þeir keyptu sjálfir buxurnar, hver fyrir sig.“

Þrír alnafnar● Þrír alnafnar voru í Lúðra-sveit Akureyrar 1971, eins og sjá má á mynd neðst á síðunni. Skemmtileg tilviljun, en akur-eyrsk útskýring er þessi: frá vinstri, Árni sonur Árna Val-mundarsonar, Árni sonur Árna Árnasonar í BTB og Árni sonur Árna Þorlákssonar, yfirverk-stjóra í Slippstöðinni.

Hornaflokkur Akureyrar um 1895. Frá vinstri: Ketill Sigurgeirsson, Júlíus Júlínusson, Gunnar Matthíasson, Magnús Einarsson, stjórnandi, Sigtýr Jónsson, Jón Jóhannesson og Páll Magnússon. Ljósmynd: Minjasafnið á Akureyri/Anna Schiöth.

Lúðrasveitin Hekla um 1910. Aftari röð frá vinstri: Jónas Þ. Þór, Magnús Lyngdal, Magnús Einarsson stjórnandi, Ólafur Tryggvi Ólafsson og Hallgrímur Kristjánsson. Fremri röð frá vinstri: Jón Þ. Þór, Hjalti Espólín, H. Bebensee og Þorsteinn Thorlacius. Sitjandi: Friðbjörn Aðalsteinsson, vinstra megin, og Þórhallur Gunnlaugsson.

Ljósmynd: Minjasafnið á Akureyri/Hallgrímur Einarsson.

Lúðrasveit Akureyrar við dyr Hóladómkirkju sumarið 1950, þegar hún lék við vígslu kirkjuturnsins á 400 ára minningarhátíð Jóns Ara­sonar. Fremri röð frá vinstri: Geir Jónsson, Sigurður Jóhannesson, Örn Steinþórsson, Lárus Zophoníasson, Gísli Eyland, Jakob Tryggvason, Þráinn Þórhallsson, Sigtryggur J. Helgason, Sigvaldi Sigurðsson og Jón Haraldsson. Aftari röð frá vinstri: Hannes Arason, Kristján Krist­jánsson, Sigurður Vilhelm Hallsson, Jakob Emilsson, Svavar Ottesen, Pétur Breiðfjörð, Finnbogi Jónasson og Finnbogi Jónsson.

Karl Ottó Runólfsson og Lúðrasveit Akur­eyrar á þjóðhátíðardaginn, líklega 1940.

Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Alberto Carmona í Lystigarðinum 17. júní 2013. Í röðinni lengst til vinstri eru Sigurlína Rut Jónsdóttir fremst, Helen Teitsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Fremst í næstu röð Anna Atladóttir, þá Íris Orradóttir og Sunna Friðjónsdóttir. Fremst í þriðju röð er Anna Sara Ragnheiðardóttir og Baldur Auðunn Vilhjálmsson að baki henni. Lengst til hægri er Guðrún Hrafnsdóttir og aftan við hana, sjást Benedikt Fáfnir Benediktsson og Sölvi Halldórsson.

Lúðrasveit Akureyrar 1989. Efsta röð frá vinstri: Gísli Magnússon, Ingvi Rafn Ingvason, Garðar Karlsson, Finnur Eydal, Sigþór H. Guðnason, Emil Friðfinnsson, Eiríkur Rósberg, Óskar Einarsson, Gunnar Páll Gunnarsson. Miðröð frá vinstri: Sigurður Kjartansson, Robert C. Thomas, Ingimar Harðarson, Þorgerður Einarsdóttir, Védís Elfa Torfadóttir, Katherine L. Seedell, Christopher A. Thornton, Hannes Arason. Neðsta röð frá vinstri: Lárus Zophoníasson, Einar Janus Kristjánsson, Þóra Sigurjónsdóttir, Atli Guðlaugsson stjórnandi, Einar G. Jónsson, Guðlaugur Baldursson, Stefán Hallgrímsson.

Lúðrasveit Akureyrar 1971. Aftasta röð, frá vinstri: Sigurður Mikaelsson, Sævar Vigfússon, Hannes Arason, Pétur Breiðfjörð, Árni Árna­son, Árni Árnason, Árni Árnason, Stefán Bergþórsson. Miðröð f.v.: Finnbogi Jónasson, Auður Árnadóttir, Kristinn Kristjánsson, Lárus Zophoníasson, Grímur Sigurðsson, Guðjón Steindórsson, Guðlaugur Baldursson, Einar Jónsson. Fremsta röð f.v.: Kristján Falsson, Ólafur Þór Ævarsson, Ævar Karl Ólafsson, Sigtryggur Helgason, Einar Janus Kristjánsson, Stefán Hallgrímsson.

Lúðrasveitin Hekla árið 1930. Standandi frá vinstri: Sæmundur Pálsson, Ingimar Jónsson, Arn­grímur Árnason, Steingrímur Þorsteinsson, Vigfús Þ. Jónsson, Ólafur Tryggvi Ólafsson, Finnbogi Jónsson. Sitjandi frá vinstri: Guðjón Bernharðsson, Karl Ottó Runólfsson og Theódór Lillendahl. Fremst situr Sigtryggur J. Helgason. Ljósmynd: Minjasafnið á Akureyri/Vigfús Sigurgeirsson.

Page 7: Akureyri Tónlistarbærinn

12 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 13

Stóri salurinn í Hofi er mesta viðurkenning sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur hlotnast

Bjuggum tiltónleikastað í hvert skipti

• Stórkostleg breyting fyrir hljóm-sveitina að flytja í menningarhúsið

Sinfóníuhljómsveit Norður-lands (SN) var stofnuð haustið 1993 og fyrstu tón-leikar sveitarinnar voru í Ak-ureyrarkirkju undir stjórn Guðmundar Óla Gunn ars-sonar, sem lengst af var aðal-stjórnandi hljómsveitarinn-ar. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan, hljómsveitin hélt lengi vel 5 til 10 tónleika á ári en auk hefðbundins tónleikahalds tekur hljóm-sveitin nú reglulega upp sin-fóníska tónlist fyrir innlend-ar sem erlendar kvik myndir og sjónvarpsþætti.

Framan af voru tónleikar sin-fóníuhljómsveitarinnar í Akur-eyrarkirkju, seinna meir var Glerárkirkja aðal tónleikastað-ur hljómsveitarinnar, allt þar til menningarhúsið Hof var tekið í notkun árið 2010. Hljómsveitin lék þó mun víðar og vert er að geta þess að hún hélt á sínum tíma tónleika í öllum grunn-skólum á Norðurlandi.

Fyrst kammerhljómsveit„Áður en hljómsveitin flutti í Hof þurfti að búa til tónleika-stað fyrir hverja einustu tón leika, hvort sem var í Akur eyrarkirkju, Glerárkirkju, Íþrótta skemmunni eða annars staðar. Til dæmis var smíðaður pallur og settur upp fyrir hverja tónleika. Það var mikil vinna,“ segir Guðmundur Óli Gunnars-son. Hann segir flutninginn í Hof því hafa breytt öllu fyrir hljómsveitina og auðveldað starfið mjög að þessu leyti. „En mesta viðurkenning sem hljóm-sveitinni hefur hlotnast var að stóri salurinn í Hofi skyldi hannaður með sinfóníska tón-list sérstaklega í huga. Breyt-ingin fyrir hljómsveitina að

geta unnið við slíkar aðstæður var hreinlega stórkostleg,“ segir Guðmundur Óli.

Forveri SN var Kammer-hljómsveit Akureyrar, en tildrög að stofnun hennar má rekja til ársins 1984, þegar nefnd á veg-um menntamálaráðuneytisins skilaði áliti. Verkefni nefndar-innar var að fjalla um „hvernig vinna megi að því að efla Akur-eyri sem miðstöð mennta og vísinda utan höfuðborgarinnar.“ Nefndin lagði m.a. til að við Tónlistarskólann á Akureyri yrði stofnuð kammerhljómsveit til þess að tryggja búsetu hæfra og vel menntaðra hljóðfæraleik-ara á Akureyri. Við skólann hafði í mörg ár verið starfrækt hljómsveit nem enda, sem kenn-arar veittu liðsauka á tónleikum; nefnd Kammerhljómsveit Tón-listarskólans á Akureyri, en haustið 1986 gengust kennarar við skólann fyrir stofnun hljóm-sveitar eins og nefndin hafði lagt til og var hún nefnd Kamm-erhljómsveit Akureyrar.

Haustið 1988 var stofnað Fé-lag áhugamanna um rekstur hljómsveitarinnar, einskonar bakhjarl sem meðal annars var ætlað að efla starfsemina og koma hljómsveitinni sem mest og best á framfæri. Nægur mannafli var ekki á Akureyri og nágrenni til að skipa stóra hljómsveit og voru því iðulega fengnir tónlistarmenn af höfuð-borgarsvæðinu, gjarnan brott-fluttir Akureyringar, til þess að leika með heimamönnum.

Viðtökur tónlistarunnenda voru góðar og hljómsveitin skip-aði sér fastan sess í menningarlífi bæjarins. Félagið, sem áður var nefnt, annaðist rekst urinn í sam-vinnu við Akureyrarbæ til hausts 1993 þegar ákveðið var að það

rynni saman við Tónlistarfélag Akureyrar, undir nafni þess síð-arnefnda, sem varð rekstrarfélag SN. Þá kom ríkisvaldið í fyrsta skipti að fjármögnum hljóm-sveitarinnar en fram að því hafði Akureyrarbær einn veitt styrki til starfseminnar. Ákveð ið hafði verið, að þegar hljómsveitin kæmist inn á föst fjárlög yrði nafninu breytt, einnig að sú hljómsveit skyldi starfa eftir nýrri skipulagsskrá, en engin sér-stök lög voru áður til fyrir Kammerhljómsveit Akureyrar. Gunnar Frímannsson gerði drög að þeirri skipulagsskrá.

„Líf mitt verður aldrei samt ...“

Guðmundur Óli segir að fyrstu starfsár SN hafi verið leitast við að tengja hljómsveitina kórum og samstarf við Björn Steinar Sólbergsson, organista Akur-eyrarkirkju og stjórnanda kórs kirkjunnar, hafi til dæmis skipt miklu máli fyrir vöxt hljóm-sveitarinnar. „Mikill gagn-kvæmur vilji var fyrir því að vinna saman, og það tengdi marga inn í starf okkar. Á fyrstu árunum gerðist það iðulega að fólk kom að tónleikum loknum og þakkaði kærlega fyrir; fólk sem aldrei hafði heyrt sinfóníu-tónlist. Ég man eftir manni sem kom einu sinni til mín eftir tón-leika og sagði: Líf mitt verður aldrei samt eftir þessa tónleika. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að svona falleg músík væri til. Hér var fólk ekki vant því að vakna á sunnudagsmorgni og segja við sjálft sig: jæja, best að fara á

sinfóníutónleika í dag! Venja þarf fólk við og það tekur tíma.“

Tónlistarfélag Akureyrar var stofnað 1943 með það að markmiði að standa að tón-leikahaldi, stofna tónlistarskóla og styrkja hljómsveitarstarf. Félagið var helsta driffjöður og einn stofnenda Tónlistar skól-ans á Akureyri er hann hóf starfsemi sína árið 1946. Segja má að hálfri öld eftir að félagið var stofnað hafi hitt markmið-ið náðst, þegar stofnuð var sin-fóníuhljómsveit. Þolinmæði er vissulega dyggð!

Þau sjö starfsár sem Kamm-erhljómsveit Akureyrar var og hét, 1986 til 1993, voru haldnir 31 sinfónískir tónleikar, flestir á sjötta starfsári. Fastastjórn-andi hljómsveitarinnar var Roar Kvam og framkvæmdas-tjóri lengst af Jón Hlöðver Ás-kelsson.

„Verður ekki til af engu“

Það var merkur áfangi 24. októ-ber 1993 þegar SN tók við því hlutverki sem aðstandendur Kammerhljómsveitarinnar höfðu stefnt að, með fyrstu tónleikum sínum í Akureyrarkirkju. Þá-verandi menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, hitti nagl-ann á höfuðið í efnisskrá tón-leikanna: „Sinfóníuhljómsveit Norðurlands verður ekki til af engu, fremur en aðrar merki-legar nýjungar. Hún rís á þeim grunni sem Kammerhljómsveit Akureyrar hefur lagt með myndarlegri starfsemi undan-farin ár og hefur jafnframt stuðning af rótgrónu starfi Tón-listarskólans á Akureyri.“

Guðmundur Óli Gunnarsson stýrði SN á fyrstu tónleikunum og var aðalstjórnandi hljóm-sveitarinnar í liðlega tvo ára-

tugi, allt þar til Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tók við því starfi, þegar hann var ráðinn tónlistar-stjóri Menningarfélags Akur-eyrar frá og með 1. janúar 2015. Greta Guðnadóttir var konsert-meistari SN í mörg ár en Greta Salóme Stefánsdóttir hefur ver-ið konsertmeistari síðustu árin.

Þórgnýr Dýrfjörð var fyrsti framkvæmdastjóri Sinfóníu-hljómsveitar Norðurlands, fyrstu tvö starfsárin, en alls hafa níu gegnt því embætti, Magna Guð-mundsdóttir lengst allra.

Síðustu tónleikar Sinfóníu-hljómsveitar Norðurlands fyrir flutninginn í Hof voru í Glerár-kirkju á skírdag, 1. apríl 2010 þar sem Bryndís Halla Gylfadóttir var einleikari í sellókonsert nr. 1 eftir Dimitri Shosta kovich. „Nú eru glæsileg tímamót í sögu Sin-fóníuhljómsveitar Norðurlands, því framundan er langþráð tak-

mark; að eignast samastað í menningarhúsinu Hofi, og það er trú mín og vissa að þar fái bæði hljómsveit og áheyrendur að njóta hins sanna sinfóníu-tóns,“ skrifaði Jón Hlöðver Ás-kelsson, í umsögn um tónleik-ana sem birtist í Morgunblaðinu.

Fyrstu tónleikar Sinfóníu-hljómsveitar Norðurlands í Hofi voru á afmælisdegi Akureyrar, 29. ágúst 2010. SN frumflutti þá Hymnos, tónverk sem Hafliði Hallgrímsson samdi sér staklega fyrir hljómsveitina í tilefni há-tíðartónleikanna við vígslu Hofs. Sagði Hafliði markmiðið að semja hljómsveitarverk sem væri í eðli sínu bæði hátíðlegt og tignarlegt en kæmi samt víða við og gæfi hljómsveit og hljómsveitarstjóra tækifæri til að njóta sín sem best.

Á efnisskrá voru einnig pí-anókonsert eftir Edward Grieg

og sinfónía eftir Antonin Dvorák. Einleikari var Víkingur Heiðar Ólafsson og stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson.

Daginn áður kom hljóm-sveitin einnig fram í Hofi, á vígsluhátíð hússins. Kristján Jó hannsson söng þá Hamra-borgina, lag Sigvalda Kaldalóns við texta Davíðs Stefánssonar. Það var við hæfi þar sem stóri salurinn í Hofi fékk einmitt það nafn – Hamraborg.

Lifandi dæmi um mikilvægi SN

Enginn velkist í vafa um mikil-vægi Sinfóníuhljómsveitar Norð-urlands fyrir tónlistarlíf svæðis-ins. Guðmundur Óli nefnir dæmi sem stendur honum ná-lægt, sellóleikarann Hrafn hildi Mörtu, dóttur sína.

„Dóttir mín er lifandi dæmi um mikilvægi hljómsveitarinn-

ar. Hún væri ekki hljóðfæraleik-ari ef ekki væri fyrir þessa hljómsveit,“ segir hann. „Hún var dæmigerður unglingur sem tók mjög virkan þátt í margs-konar félagslífi, var í sellónámi og mjög efnileg en var ekki dugleg að æfa sig því svo mikið var að gera í öðru. Hrafnhildur Marta segist sjálf hafa löngu verið hætt í tónlistarnáminu ef hljómsveitin hefði ekki verið starfrækt, því seinni árin hér í skólanum fékk hún tækifæri til að spila með hljómsveitinni og það hélt henni gangandi.“

Hrafnhildur Marta lauk mastersnámi í sellóleik í Banda-ríkjunum vorið 2019. Hún var einleikari í sellókonsert nr. 2 eftir Dvorák undir stjórn föður síns, á hátíðartónleikum í Hofi 24. mars 2019, í tilefni 25 ára afmælis Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Fyrstu tónleikar Kammerhljómsveitar Akureyrar. Þeir fóru fram í Akureyrarkirkju að viðstöddum töluverðum fjölda fólks.

Roar Kvam stjórnaði Kammerhljómsveit Akureyrar frá stofnun og næstu árin.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnað í lok fyrstu tónleikanna. Einleikarinn Nardau og stjórnandinn Guðmundur Óli fyrir miðju. Ljósmynd: Páll A. Pálsson.

Byrjað á að leika Mozart og BeethovenÁ efnisskrá fyrstu tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norð-urlands voru forleikur að Töfraflautunni eftir Wolf-gang Amadeus Mozart, flautukonsert eftir sama höf-und og loks Sinfónía nr. 1 eft-ir Ludwig van Beethoven.

Einleikari á flautu á fyrstu tónleikunum, í Akureyrar-kirkju 24. október 1993, var Frakkinn Martial Nardau, sem búsettur hafði verið á Íslandi í áratug. Konsert-

meistari var Szymon Kuran. Á þessum tónleikum var hljómsveitin skipuð 38 hljóð-færaleikurum; 34 af lands-byggðinni og fjórum af höf-uðborgarsvæðinu.

Stjórnandi á fyrstu tón-leikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands var Guðmundur Óli Gunnarsson, sem stjórn-aði Kammerhljómsveit Akur-eyrar síðasta starfsár hennar. Guðmundur Óli hafði stund-að nám í hljómsveitarstjórn í

Hollandi og Finnlandi og var á þessum tíma nýráðinn skólastjóri við Tónlistar-skólann á Akureyri.

Roar Kvam stjórnaði fyrstu tónleikum Kammerhljómsveitar Akureyrar, forvera SN, haustið 1986 en einleikari var pólski flautuleikarinn Waclaw Lazarz, sem leik-ið hafði á tónleikum víða um lönd en starfaði um veturinn sem kennari við Tónlistarskólann á Dalvík.

Lazarz hafði um 12 ára skeið verið 1. flautuleikari í Útvarps- og sjónvarpssin-fóníuhljómsveitinni í Katowice og í lið-lega áratug leikið í tríói pólska útvarpsins.

Waclaw Lazars, einleikari á fyrstu tónleikum Kammer­hljómsveitarinnar.

Búið var að merkja hvar húsið stæði þegar fyrsta skóflustungan að Hofi var tekin, laugardaginn 15. júlí 2006. Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, um það leyti sem Hof var tekið í notkun.Svona leit svæðið, þar sem Hof stendur nú, út daginn þegar fyrsta skóflustungan var tekin við hátíðlega athöfn. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á sviði Hamraborgarsalar Hofs á vígsluhátíðinni, laugardaginn 28. ágúst 2010.

TÓNDÆMIMeðal annars Mozart og Clementi● Nýstofnuð Kammer-hljómsveit Akureyrar, forveri Sinfóníuhljómsveitar Norður-lands, hélt fyrstu tónleikana í Akureyrarkirkju sunnudaginn 9. nóvember 1986. Hljómsveitin flutti forleik eftir Rossini, konsert fyrir þverflautu og hljómsveit í G-dúr eftir Stamitz, tónverk eftir Mozart og Clementi og Sinfóníu í D-dúr eftir Johan Christian Bach.

Framhaldið ræðst af móttökum● „Framhald á starfi Kammer-hljómsveitar Akureyrar ræðst af aðsókn og móttökum tónleika gesta í Akureyrar-kirkju,“ sagði í tilkynningu sem send var út fyrir tónleikana. Hljómsveitin starfaði í sjö ár, þangað til sinfóníuhljómsveitin varð að veru leika, og hélt á þeim tíma 31 sinfóníska tónleika; á Akureyri, í Varmahlíð í Skagafirði, Ýdölum í Aðaldal og á Blönduósi.

Albert Hall● Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði Kammerhljómsveit Akureyrar fyrst á íslenskri píanó hátíð sem haldin var í maí 1992. Prófessor Marek Podhajski, sem þá kenndi við Tónlistarskólann á Akureyri, stóð fyrir hátíðinni sem fram fór í Safnaðarheimili Akureyrar-kirkju. Það hafði nýlega verið tekið í notkun.

„Jón Hlöðver Áskelsson, frændi minn, kallaði Safnaðar heimilið gjarnan Albert Hall, sérstaklega á með-an það var notað sem aðal tónleikastaður bæjarins,“ segir Guðmundur Óli og vísar þar bæði til hins þekkta Royal Albert Hall í Lundúnum, en einnig til húss sem langafi hans, Albert Jónsson frá Stóruvöllum í Bárðardal, byggði og stóð á svipuðum stað og nú er gengið niður í Safnaðarheimilið; skáhallt aftan við Akureyrarkirkju. Albert var bróðir Sigurgeirs Jónssonar söngkennara, sem lengi var organisti við Akureyrarkirkju.

Page 8: Akureyri Tónlistarbærinn

14 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 15

Hof beintengt við Hollywood• Fullkomnum tækjabúnaði til upptöku komið fyrir í húsinu fyrir nokkrum misserum

Umsvif Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hafa aukist til muna síðustu ár. Hljóm-sveitin lék lengi vel í fáein skipti árlega en tekur nú þátt í nær 30 verkefnum ár hvert og fjölbreyttari en áður.

„Kjarnastarfsemi hljómsveit-arinnar er á Akureyri, sem er lykilatriði,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistar-stjóri Menningarfélags Akureyr-ar og hljómsveitarstjóri Sin-fóníuhljómsveitar Norðurlands. „Þeim, sem eru á samningi við okkur, er alltaf boðið að vera með í verkefnum sem við tökum að okkur annars staðar og að sjálfsögðu spilar sá hópur á öll-um okkar tónleikum. En í sjálfu sér skiptir ekki máli hvaðan hljóð færaleikararnir eru; frá Litháen, Reykjavík, Aust-fjörðum eða héðan frá Akureyri,“ segir hann. „Við förum víða, en útgerðin er rekin héðan.“

Viðamesta breytingin er kvikmyndatónlistarverk-efnið SinfoniaNord, sem hófst í ársbyrjun 2015 og hef-ur vaxið fiskur um hrygg. Hljómsveitin leikur þá tón-list fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir, innlendar sem erlendar, og tekið er upp í Hofi.

Gæti verið gaman ...Síðla árs 2014, um það leyti sem Þorvaldur Bjarni flutti til Akureyrar, hitti hann Atla Örvarsson, kvikmynda-tónskáldið akureyrska sem þá bjó enn í Los Angeles. „Þegar ég sá Hof í byggingu fékk ég þá hugmynd að það gæti verið gaman að taka upp tónlist hér einn góð-an veðurdag,“ segir Atli. „Svo gerist það að Þorvaldur Bjarni vinur minn gerist tónlistarstjóri hjá Menningar-félagi Akureyrar. Við hittumst á Akureyri um jólin og settumst niður yfir kaffibolla. Þá kom í ljós að hann er með nákvæmlega þessa sömu hugmynd um að gera Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að upptökusveit og taka upp í Hofi,“ segir Atli.

Nokkrum vikum síðar var ýtt úr vör og tekin upp tónlist sem Greta Salóme Stefánsdóttir samdi fyrir Disney og í kjölfarið lék hljómsveitin tónlist Atla í kvikmyndina The Perfect Guy, sem Sony framleiddi.

Atli segir hugmyndinni strax hafa verið mjög vel tek-ið. „Ég var ekki viss um það hvernig Sony tæki í það að koma hingað og taka upp en það eru all ir mjög já kvæðir. Svo virðist sem Ísland sé sjóðheitt og all ir spennt ir,“ sagði hann þegar upptökur The Perfect Guy hófust.

Þá var al geng ast að kvik mynda tónlist af þessu tagi væri tek in upp í London.  „Það fer eft ir því hversu mikla fjár muni maður hef ur. London er Rolls Royc inn í brans an um en ann ars er oft ast farið til Aust ur-Evr-ópu, Prag eða Brat islava. Ég ákvað að nota þetta tæki-

færi til að láta reyna á þenn an draum minn og þessa nýju sveit hér sem Þor vald ur er með og láta slag standa,“ sagði Atli.

„Það eru eng ar æf ing ar í svona löguðu. Það er bara lesið í gegn nokkr um sinn um og svo tekið upp. Góður und ir bún ing ur er gríðarlega mik il væg ur, það verður að passa að all ar nót ur séu rétt ar og að allt sé á rétt um stað og straum línu lagað svo upp tök urn ar gangi vel.“

Reyndir upptökumenn, samstarfsmenn Atla erlend-is áður en hann flutti heim til Akureyrar, unnu að verk efninu með honum og hafa haldið því áfram.

Eins og hendi væri veifað hljóðritaði hljómsveitin fyrstu misserin tónlist inn á hátt í 20 titla fyrir fyrir-tæki eins og Netflix, BBC og Sony.

Fullkominn tækjabúnaðurHljómburður í Hamraborg, stóra salnum í Hofi er afar góður enda hannaður sérstaklega með sinfóníska tón-list í huga. Fullkomnum tækjabúnaði til upptöku var síðan komið fyrir í húsinu fyrir nokkrum misserum. „Við erum að vígja togarann Hof,“ segir Þorvaldur Bjarni þegar nýrri „stjórnstöð“ var komið fyrir í húsinu 2017. Aðstaðan hafi frá upphafi verið frábær til að framleiða kvikmyndatónlist, en aðeins vantað „stýris-húsið“ sem nú væri tilbúið.

SN tekur nú reglulega, með stuttum hléum, þátt í verkefnum sem tengjast upptökum á tónlist fyrir kvik-myndir.

Hljómsveitin fær um 50 milljónir króna í styrk ár-lega, í gegnum menningarsamning Akureyrar og ríkis-ins. Sú upphæð dugar til að halda ferna meðalstóra sinfóníutónleika í Hofi, að sögn tónlistarstjórans. „Engin hljómsveit getur þroskast og dafnað með því að koma aðeins fram fjórum sinnum á ári,“ segir hann. Frekara fjár sé aflað með sjálfsprottnum verkefnum, kvikmyndatónlistinni og fleiru.

Svarið við þeirri spurningu, hvernig hljómsveitin geti tekið þátt í svo mörgum viðburðum og raun beri nú vitni, er einfalt, að sögn Þorvaldar. „Með því að sækja fram og finna hljómsveitinni sérstöðu. Í því sambandi hjálpar til að aðstæður í Hofi eru fullkomnar til að hljóðrita tónlist fyrir kvikmyndir. Án mikils undirbúnings var þannig hægt að halda á þá braut að hljóðrita tónlist við hágæða erlendar sem innlendar kvikmyndir.“

Nú rekur hvert verkefnið annað. Tæknin gerir það að verkum að hljómsveitin og stjórnandinn eru á stóra sviðinu í Hamraborg, upptökustjóri situr við takka sína og tól á þriðju hæð hússins og í Los Angeles, svo dæmi sé tekið, hlýðir fulltrúi kvikmyndafyrirtækisins á og menn tala saman eins og þeir séu hlið við hlið.

Tónlist eftir Atla Örvarsson fyrir erlenda mynd tekin upp í Hofi á síðastliðnu ári. Upptökustjórinn fylgist grannt með uppi á þriðju hæð á meðan hljómsveitin leikur á stóra sviðinu.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum í Hofi á Skírdag 2011. Þá lék hljómsveitin verk eftir rússnesk tónskáld, Moussorgsky, Shostakovich og Tchaikovsky.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Greta Salóme, konsertmeistari SN.

Goðsögnin Jonni í Hamborg• Hóf að leika í danshljómsveitum 16 ára • Hélt fyrstu „íslensku“ djasstónleikana • Lést aðeins 22 ára Jóhannes Gísli Vilhelm Þorsteinsson var stjarna í íslensku tónlistarlífi skamman tíma laust fyrir miðja síðustu öld. Hann fæddist á Siglufirði 13. mars 1924, sonur Theódóru Pálsdóttur og Guð-mundar Hafliðasonar hafnarstjóra, en var fluttur sex mánaða gamall til Akureyrar og settur í um-sjá móðursystur sinnar, Laufeyjar Pálsdóttur, sem bjó í húsinu Hamborg á horni Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis. Var hann jafnan kallaður Jonni í Hamborg.

Laufey Pálsdóttir var með fyrstu konum sem lærði prentiðn, laust eftir aldamótin. Síðar gekk hún í Gagn-fræðaskólann á Akureyri, giftist ung Jóhannesi Þor-steinssyni, kaupmanni, og eignuðust þau einn son, Steingrím J. Þorsteinsson, sem varð prófessor við Há-skóla Íslands. Jóhannes lést 1920 og Laufey því ekkja þegar hún gerði litla drenginn að kjörsyni sínum, og skírði í höfuðið á eiginmanninum. Ári síðar, 1925, gift-ist hún á ný, Jóni E. Sigurðssyni, forstjóra, og eignuð-ust þau eina dóttur, Sólveigu Björgu.

Jonna er ekki síst minnst fyrir það að hann hélt fyrstu „íslensku“ djasstónleikana – þar sem eingöngu íslenskir hljóðfæraleikarar komu við sögu – í apríl 1946 í Gamla bíói í Reykjavík, nýorðinn 22 ára. Hann hafði flust til borgarinnar um tvítugt í því skyni að stunda tónlistarnám og hélt þetta sumar til frekara náms í Kaupmannahöfn, auk þess sem hann átti að leika með þeirri kunnu söngkonu, Elsu Sigfúss, á tónleikum ytra. Áður en fyrstu tónleikar þeirra Elsu fóru fram lést hann hins vegar af slysförum. Ekki er vitað með vissu hvernig andlát hans bar að, en talið að Jonni hafi fallið út um glugga á þriðju hæð og látist samstundis.

Síspilandi sem barn„Jonni var síspilandi sem barn, mest á píanó en hann æfði sig líka á trompet. Það gerði hann uppi á háalofti í Hamborg til að ónáða ekki heildsalann niðri.“ Þannig komst systir Jonna, Sólveig Björg Dyrhe Hansen, að orði í Morgunblaðinu í mars 2014, daginn sem dagskrá Jonna til heiðurs fór fram á Akureyri – þegar 90 ár voru liðin frá fæðingu hans.

Sólveig Björg, sem lengi var búsett í Danmörku og lést í mars 2019, var 86 ára þegar hún kom til Akureyr-ar til að vera viðstödd athöfnina til minningar um Jonna. Hún mundi vel eftir því þegar fjölskyldunni var tilkynnt um andlát hans. „Ég opnaði fyrir prestinum, séra Friðriki Rafnar, þegar hann kom heim í Hamborg að færa okkur tíðindin. Hann vísiteraði aldrei en kom því miður þennan dag. Það var hryllilegt,“ sagði Sól-veig. Hún var 19 ára þegar bróðir hennar lést. „Við vor-um mjög náin. Steingrímur bróðir okkar var 13 árum eldri þannig að við Jonni vorum einu börnin á heimil-inu þegar ég var að alast upp.“

Níu ára var Jonni sendur í píanónám til Lenu Otter-stedt, eiginkonu Knuts Otterstedt, rafveitustjóra og síðar gekk hann í Lúðrasveit Akureyrar, þar sem Jonni lærði á kornett hjá Jakobi Tryggvasyni. Jonni fékk ung-ur gríðarlegan áhuga á djassi, komst yfir grammófón-plötur og kynntist Fats Waller og Teddy Wilson sem urðu fyrirmyndir hans. Hann hlustaði á Bennie Good-man, Duke Ellington, Count Basie, Louis Armstrong, Art Tatum og aðra sem léku djass á þeim plötum sem bárust til landsins, að því er Vernharður Linnett hélt fram í Morgunblaðinu 1996, í aðdraganda tónleika sem haldnir voru í Gamla bíói, þegar 50 ár voru liðin síðan Jonni hélt tónleikana þar.

Aðeins sextán ára var Jonni farinn að leika í dans-hljómsveitum á Akureyri og Siglufirði og 1941 hélt hann til Reykjavíkur til að læra á píanó hjá dr. Victor Urbancic og trompet hjá Karli Ottó Runólfssyni. Sum-arið eftir lék Jonni á Hótel Norðurlandi í hljómsveit Sveins Ólafs sonar, sem var í hópi fyrstu djassleikara Íslands og trúlega þeirra fremstur, að mati Vernharðs Linnet. Þar léku einnig þeir Karl Karlsson, Guðmundur Finnbjörnsson frá Ísafirði og Magnús Guðjónsson. Um veturinn fór Svenni suður og Jonni tók við stjórninni.

Í ágúst 1945 hélt Jonni suður að nýju og hóf nám hjá Árna Kristjánssyni píanista og lék jafnframt með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar.

„Það hefur þurft mikið áræði að efna til alíslenskra djasstón-leika á þessum árum í sjálfu Gamla bíói. Djass-inn var ekki hátt skrifaður hjá tónlistarelítunni, talinn villimannamúsík, en ýmsir góðir menn studdu Jonna og fór þar fremstur í flokki vinur hans Guðmundur heitinn Ásmundsson Guðmundssonar biskups,“ segir Vernharður. Tónleikarnir voru 11. apríl 1946 og hófust klukkan hálftólf, því Baldur Kristjánsson píanisti, sem var einn af hljóðfæraleikurunum, var að leika á restra-sjón á Hótel Borg til klukkan hálftólf.

Að hrökkva eða stökkvaDaginn fyrir tónleikana í Gamla bíói birtist grein í Morgunblaðinu, þar sem segir meðal annars: „Jóhann-es Þorsteinsson, hinn vinsæli jasspíanóleikari, ætlar að halda hljómleika í Gamla bíói annað kvöld. Jóhannes er á förum af landi brott. Fer hann til Danmerkur í þessum mánuði með ungfrú Elsu Sigfúss og mun hann leika undir á hljómleikum með henni þar. Er ekki að efa að afrek þeirra beggja verða Íslandi til sóma. Reyk-víkingar eru orðnir langeygðir eftir jasshljómleikum þar sem íslenskir jasshljómlistamenn sýna hvað þeir

geta og ef að líkum lætur verða menn ekki fyrir von-brigðum á hljómleikum Jóhannesar. Hann er fyrir löngu orðinn alkunnur meðal yngri kynslóðarinnar fyrir píanóleik sinn, bæði í útvarpi og á dansstöðum. Hitt munu færri vita að hann er einn besti, ef ekki besti jasstrompetleikari á Íslandi.“

Í viðtali við blaðið var Jonni spurður hvort hann ætlaði ekki að mennta sig eitthvað í listinni þegar hann kæmi til Danmerkur og hefði lokið starfinu með Elsu Sigfúss. „Jú, ef mér tekst að fá góða kennslu annaðhvort í jassi eða klassískri músík, en þó helst í hvoru tveggja. Annars langar mig að fá tækifæri til að spila með einhverri danskri hljómsveit ef tök verða á slíku.“

Um tónleikana sagði hann að sig hefði lengi langað að halda konsert og nú væri að hrökkva eða stökkva því ekki væri víst hvenær hann kæmi heim frá Dan-mörku. Jonni var ánægður með þá sem áttu að leika með honum og sagði að vel hefði borið í veiði. „Karl Karlsson verður með mér á trommur. Við erum búnir að spila saman í mörg ár. Hann hefur léttan og skemmtilegan áslátt. Baldur Kristjánsson spilar á píanó í hljómsveitinni. Hann er þekktur píanóleikari og spilar á Borginni eins og allir vita. Björn R. Einarsson, eini maðurinn á Íslandi sem kann að spila jass á básúnu, verður líka með. Hann hefur stjórnað hljómsveitinni í Listamannaskálanum í vetur. Mér þykir ekki ólíklegt að hann verði einhverntíman virtúós á básúnu. Gunnar Egilsson er yngsti maðurinn í hljómsveitinni. Hann hefur spilað með Birni í Listamannaskálanum í vetur. Gunnar er þegar orðinn fær klarinettleikari og mér finnst hann sérstaklega efnilegur.“

Tækni, hugkvæmni, smekkvísiForsala aðgöngumiða var í Bókabúð Lárusar Blöndal og seldust miðarnir eins og heitar lummur og því voru

tónleikarnir endurteknir fjórum dögum síðar.Í gagnrýni í Morgunblaðinu var sagt að

tónleikarnir hefðu tekist afbragðsvel og „þetta væru einir bestu og líklega þó þeir bestu djasshljómleikar sem hér hafi heyrst.

Um einleik Jóhannesar er það að segja að hann var með ágætum. Það var sama hvort lögin voru hæg og rómantísk eða hröð. Alls staðar kom fram örugg tækni, skemmtileg hugkvæmni í improvisation-um og frábær smekkvísi. Ekki er gott að segja hvert laganna hann lék best því ekki mátti á milli sjá. M.a. lék Jóhannes lag eftir sjálfan sig, sem hann nefnir Wallers Weight, til minningar um eft-irlætispíanóleikarann sinn Fats Wall-er. Jóhannes varð að endurtaka mörg

laganna. Bárust honum blómvendir og fögnuður áheyrenda var með eindæmum. Hljóm-sveitin lék með mikilli prýði. Jó hannes mun hafa komið flestum á óvart með trompetleik sinum, tækn-in er góð og tónninn laus við að vera grófur eða rifinn eins og við hér eigum svo mjög að venjast. Baldur Kristjánsson lék á flygil með prýði og gaf hljómsveitin góðan rythma. Björn R. hefur náð mikilli leikni á básúnuna, það erfiða hljóðfæri og hefur fallegan tón. Gunnar Egilsson lék á klarinett af mikilli smekkvísi og tók margar góðar sólóar. Hann er ekki nema átján ára gamall og má það mikið vera ef hann á ekki eftir að verða í fremstu röð hljóðfæraleikara. Karl Karlsson hafði léttan áslátt og góðan rythma. Hljómsveitin varð að leika tvö aukalög. Yfir leik hennar var hreinn og ósvikinn dixílandblær.“

Það var rétt hjá Jonna í Morgunblaðsviðtalinu að nú væri að hrökkva eða stökkva, ekki væri víst hvenær hann kæmi frá Kaupmannahöfn. Förin var hans hinsta, því Jonni lést af slysförum í Kaupmannahöfn 3. júlí. Bálför hans var gerð í Kaupmannahöfn og síðan var askan jarðsett í Kirkjugarði Akureyrar við hlið alnafna hans, Jóhannesar G.V. Þorsteinssonar.

Jóhannes Gísli Vilhelm Þorsteinsson, Jonni í Hamborg, 11 ára.

Frásögn Morgunblaðsins eftir fyrstu „íslensku“ djasstónleikana og efnis­skráin sem gefin var út.

Page 9: Akureyri Tónlistarbærinn

16 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 17

Jóhanna fyrsta barnastjarnan?Jóhanna Jóhannsdóttir var ein efni-legasta söngkona landsins á sinni tíð. Hún var fædd 1908 í Þingeyjarsýslu en tekin í fóstur af frænku sinni, Marselíu Kristjánsdóttur, þekktri at-hafnakonu á Akureyri, eftir að for-eldrar Jóhönnu voru báðir látnir.

Jóhann Jóhannesson, faðir Jóhönnu, fékk lungnabólgu og dó áður en hún kom í heiminn og Guðrún Sveinsdóttir, móðir stúlkunnar, lést úr krabbameini þegar barnið var aðeins þriggja eða fjög-urra ára. Sagan segir að Jóhanna hafi sungið svo fallega yfir móður sinni að strax í útförinni hafi Marselía ákveðið að taka þessa litlu, ljóshærðu frænku sína með slöngulokkana í fóstur. Fyrir lá að systkinahópnum yrði skipt og Marse lía, sem var vel efnuð, hafi viljað taka Jóhönnu að sér og greiða götu hennar.

Guðmundur Johnsen, sonarsonur Jó-hönnu, hefur heimildir fyrir því að frændi fjölskyldunnar, Björn Björnsson ráðherra í Kanada, hafi boðið Guðrúnu að koma utan fljótlega eftir að eigin-maður hennar lést en hin unga móðir svarað því til að hún treysti sér ekki með nýfætt barn í svo langa ferð. Þegar Jóa yrði eldri gæti hún hins vegar vel hugsað sér að koma, en Guðrúnu entist ekki aldur til þess.

Kom fram frá fimm ára aldriMarselía Kristjánsdóttir var efnuð kona, rak hannyrðaverslun í Lækjargili og tók ríkan þátt í félagslífi heldri kvenna á Akur eyri. Saumaklúbbur hennar skipu-lagði margvíslegar skemmtanir í því skyni að safna fé til góðgerðarmála og Jóhanna söng reglulega við slík tækifæri. „Þannig æxlaðist það að amma varð lík-lega fyrsta barnastjarna Íslendinga; söng á skemmtunum frá fimm ára aldri,“ seg-ir Guðmundur, sem átti þess kost að kynnast ömmu sinni vel.

Marselía var fædd að Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði 1850, giftist ung Magn-úsi Ólafssyni, óðalsbónda á Möðru-völlum í Eyjafirði og eignuðust þau þrjú börn. Magnús lést 15 árum eftir að að þau giftust, Marselía bjó seinna með Sigfúsi Jónssyni kaupmanni á Akur eyri og eftir lát hans bjó hún með Önnu dóttur sinni á Akureyri í mörg ár.

Þegar Jóhanna var á unglingsaldri fluttust þær þrjár til Kaupmannahafnar þar sem hún – fósturdóttirin og frænkan – hafði fengið inni í Konunglega kon-servatoríinu. Þar stundað hún nám í söng fyrir tilstuðlan Marselíu, og fékk einnig tilsögn í píanóleik. Þær dvöldu ytra í um það bil fjögur ár, og eftir heimkomuna hélt Jóhanna fjölda tónleika, bæði á Akur-eyri og annars staðar. Í Kaupmannahöfn höfðu þær keypt lítið píanó, píanettu,

sem Jóhanna ferðaðist með um landið; lék á hljóðfærið og söng.

Báru sönginn uppiFljótlega fluttu allar þrjár saman til Reykjavíkur, þar sem Jóhanna var áber-andi í nokkur ár á tónlistar svið inu. Hún tók til dæmis þátt í fyrstu óperettu sem sýnd var á íslensku leiksviði, Meyjar-skemmunni eftir austurríska tónskáldið Franz Schubert, snemma árs 1934, með Hljómsveit Reykjavíkur og fleiri söngv-

urum. Austurrík-ismaðurinn dr. Franz Mixa stjórnaði. „Um söng leikaranna í heild sinni er það að segja, að hann var sljettur og feldur og kunnu allir prýðilega

vel hlutverk sín,“ sagði Páll Ísólfsson, sá mikli tónlistarfrömuður, í umsögn í Morgunblaðinu. Ennfremur sagði Páll: „Í fremstu röð ber að telja Kristján Krist-jánsson, sem ljek og söng hlutverk

Schuberts, og Jóhönnu Jóhannsdóttur, sem ljek hlutverk Hönnu, og frá sönglegu sjónarmiði leystu hlutverk sín best af hendi. Kom söngment þeirra skírt í ljós enda báru þau sönginn uppi.“

Jóhanna hvarf svo nokkuð skyndilega af sjónarsviðinu. Hún kynntist Baldri Garðari Johnsen, nýútskrifuðum lækni, þau giftust 1936 og þegar hann fékk stöðu héraðslæknis við Ísafjarðardjúp sá hún sæng sína upp reidda, aðeins tæplega þrí-tug. Eftir þetta söng hún ekki mikið opin-berlega en kenndi hins vegar söng bæði á Ísafirði, síðar í Vestmannaeyjum þar sem Baldur var læknir, og í Reykjavík eftir að þau fluttu til höfuðborgarinnar á ný. Jó-hanna lést haustið 1996.

TÓNDÆMIFjölskyldusport● Eplið fellur í sumum tilfellum ekki langt frá eikinni. Skemmtilegt dæmi er að Rannveig Óskarsdóttir lék lengi með Lúðrasveit Akureyrar og fjögur börn hennar komu einnig þar við sögu; Óskar Einarsson er þekktastur úr þeim hópi, nú tónlistarstjóri Fíladelfíu í Reykjavík og organisti í Lindakirkju, en systkin hans, Ingibjörg, Björn og Jakob ína Dögg, léku einnig um tíma með lúðrasveitinni.

Lærði að blása hjá Finni● Óskar Einarsson hóf tónlistarnám sex ára 1973, og lærði á píanó. Hann varð stúdent af tónlistarbraut MA, til þess að ljúka prófi varð hann að bæta við sig öðru hljóðfæri og varð saxófónnám hjá Finni Eydal fyrir valinu. Óskar blés fyrst í saxó-fóninn 1985, strax sama ár hóf hann að leika með lúðrasveitinni og var með henni þar til 1991 er hann flutti til Reykjavíkur.

Noregsferðin dýr● Söguleg ferð karlakórsins Heklu til Noregs 1905, fyrsta utanferð íslensks kórs, reyndist dýr og Heklungar voru lengi að greiða hana að fullu. „Úthaldið allt reyndist ærið kostnaðarsamt, og kom flokkurinn heim með talsverða skuld á baki, sem félagarnir urðu að taka á sig og skipta á milli sín. Mun það hafa verið um 200 krónur á mann,“ segir Snorri Sigfússon í endurminningum sínum, sem komu út í þremur bindum undir lok sjöunda áratugarins og í byrjun þess áttunda. „Það þykir smáupphæð nú en var ekki þá. Skal til glöggvunar geta þess, að næsta sumar var ég verkstjóri á sveitaheimili frá sumar málum til gangna og fékk 150 krónur í kaup yfir tímann, og þótti hátt þá. En allir munum við hafa greitt að lokum þessa skuld, og engum dottið í hug að láta aðra gera það. Og alla tíð höfum við verið minnugir þess og stoltir af því að hafa farið þessa skemmtilegu og ógleymanlegu för, og stutt þar með ágætan söngstjóra í merki-legu brautryðjendastarfi,“ segir Snorri.

Stuttur fyrirvari● Það var um áttaleytið á föstudags-kvöldi að síminn hringdi hjá Snorra Guðvarðssyni, gítarleikara. Ingimar Eydal var á hinum enda línunnar. Eftir að Ingimar fór aftur af stað með hljómsveit, eftir hlé vegna bílslyss, hafði hann imprað á því við Snorra annað slagið hvort hann vildi ekki koma og spila með sér en Snorri var með eigin hljómsveit, Jamaica, og vildi ekki svíkja félaga sína.

„Jamaica lognaðist útaf snemma á níunda áratugnum og þá hélt ég að ég væri einfaldlega hættur í þessum bransa. Var bæði að kenna og mála,“ segir Snorri.

Símtalið frá Ingimar reyndist hins vegar örlagaríkt. Jamaica ekki lengur til og Snorri til í tuskið, reiknaði með að verða boðaður á æfingu í næstu viku og spurði hvenær hann ætti að mæta.

Ingimar svarar: „Ja, e, e, eftir svona tíu mínútur!“

Það var sem sagt ball í Sjallanum og Brynleifur Hallsson hafði skaðast á hendi. Snorri bjó stutt frá, skipti um föt, greip gítarinn og magnara og segist hafa verið byrjaður að spila eftir um það bil hálftíma. „Þar með var ég orðinn meðlimur sveitarinnar!“

Barnastjarnan Jóhanna Jóhannsdóttir. Ljósmynd: Minjasafnið á Akureyri/Hallgrímur Einarsson.

Jóhanna Jóhannsdóttir.

Akureyringar í Sinfóníuhljómsveit ÍslandsEftirtaldir Akureyringar hafa leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gegnum tíðina. Nöfn þeirra sem starfa í hljóm-sveitinni um þessar mundir eru feitletruð.

Flauta: Emilía Rós Sigfúsdóttir. Óbó: Hólmfríður Þórodds-dóttir. Klarinett:  Egill Jónsson. Fagott: Dagbjört Ingólfsdóttir. Trompett: Jón Sigurðsson. Horn: Emil Friðfinnsson, Svan-hvít Friðriksdóttir, Guðmundur Andri Ólafsson, Jóhann Björn Ævarsson. Fiðla:  Þorvaldur Steingrímsson, Nanna Kristín Jakobsdóttir, Helga Steinunn Torfadóttir, Ragnhildur

Ólafía Pétursdóttir, Sigríður Baldvinsdóttir. Víóla: Skafti Sig-þórsson, Herdís Anna Jónsdóttir, Guðrún Þórarinsdótt-ir, Þórunn Ósk Marínósdóttir, Þórarinn Már Baldurs-son, Hanna Margrét Sverrisdóttir. Selló: Hafliði Hallgríms-son, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir. Kontrabassi: Þórir Jóhannsson, Gunnlaugur Torfi Stefánsson, Borgar Magna-son. Píanó: Guðrún Anna Kristinsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson, Sólveig Anna Jónsdóttir. Slagverk: Geir Rafns-son, Emil Þorri Emilsson, Halldór G. Hauksson.

Samruni tónlistar og myndar sterkur galdurTónlist Atla Örvars son ar hefur hljóm að í fjölda erlendra kvikmynda og sjónvarpsþáttaraða undanfarin ár. Drengurinn, sem fimm ára hóf að læra á orgel hjá Áskeli frænda sínum Jónssyni heima á Akureyri, var lengi búsettur í Los Angeles þar sem hann starfaði við tónsmíðar en flutti heim á ný fyrir nokkrum árum og heldur sínu striki; situr við að semja tónlist á Akureyri og rekur eigið fyrirtæki.

Atli hef ur mikið að gera og um fang vinnu hans er í raun orðið mun meira en hann ráðgerði; hon um gekk mjög vel sem kvik myndatón skáldi í Los Ang eles en renndi nokkuð blint í sjó inn þegar fjöl skyld an, Atli, bandarísk eiginkona hans, Anna Örvarsson, og börnin tvö, Óðinn og Sóley, ákvað að flytja til Ak ur-eyr ar: Atli hélt að sím inn myndi jafn vel ekki hringja fram ar, eins og hann tek ur til orða. Atli hefur hins vegar meira að

gera en nokkru sinni fyrr, situr og semur á Akureyri og er með fjölda fólks í vinnu vest ur í Banda ríkj un um. Tónlist Atla hljómar í fjórum sjónvarpsþáttaröðum þessi misserin: þremur kenndum við Chicago; Fire, Med og PD, svo og FBI og hefur fengið verðlaun fyrir alla Chicago þættina á uppskeruhátíð BMI, einna höfundaréttarsamtaka fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni í Bandaríkjunum, sem eru þrenn. Einnig fyrir kvikmyndina The

Hitmans Bodyguard, og hafði áður hlotn-ast sá heiður fyrir annað efni.

Síðustu ár hefur Atli einnig samið tónlist við nokkrar íslenskar kvikmynd-ir og rættist þar með gamall draumur hans. Hann gerði t.d. tónlist við Hrúta, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, við sjónvarpsþættina Hraunið, kvikmynd-irnar Fyrir framan annað fólk og Blóðberg, sem og barnamyndina Lói – þú flýgur aldrei einn.

Akureyri – Berklee – HollywoodAtli hóf formlegt nám á blokk-flautu í Tónlistarskólanum á Akureyri, en trompet varð svo hans hljóðfæri, frá sjö ára aldri og fram á unglingsár. Hann var í blásarasveit Tónlistarskólans og lék lítillega með Lúðrasveit Akureyrar. Ferill Atla sem at-vinnumanns í músík hófst þegar hann var 13 ára. Þá lék hann með hljómsveit í söng-leiknum My Fair Lady hjá Leik-félagi Akureyrar og segist varla hafa unnið við annað en músík síðan. „Ég var að vísu í öðru á sumrin meðan ég var í gagn-fræðaskóla en síðan ég byrjaði í menntaskóla hef ég aldrei unnið við annað en músík,“ segir hann.

Hagfræði? Stjórnmálafræði?

Þegar Atli var í Menntaskólan-um á Akureyri stofnaði hann ásamt Karli bróður sínum og fleirum hljómsveitina Stuð-kompaníið, sem lék á dansleikj-um víða um land. „Það var gam-an en ég sá samt ekki mikinn tilgang í því og eftir að ég úskrif-aðist úr MA var ég staðráðinn í að fara í eitthvað allt annað. Hugleiddi bæði hagfræði og stjórnmálafræði.“ En honum tókst ekki að feta aðra braut en tónlistarinnar. Stundum fá menn ekki við neitt ráðið.

Tvítugur fór Atli í Tónlistar-skóla FÍH í Reykjavík, lék jafn-

framt um tíma með popp-hljómsveitunum Sálinni hans Jóns míns og Todmobile en í janúar 1993, hélt hann til náms í þeim heimsfræga tónlistar-skóla Berklee í Boston, 22 ára að aldri, og var meira og minna í Bandaríkjunum liðlega tvo áratugi, þangað til hann flutti heim til Akureyrar á ný.

„Berklee er frábær músík-skóli að mjög mörgu leyti, meðal annars vegna fjölbreytni; þar er hægt að læra allt frá djass píanóleik yfir í upptöku-stjórn eða klassískar tónsmíð-ar. Þetta er mjög góður skóli til þess að finna hvað mann langar að gera.“

Í Berklee komst Atli einmitt að því hvað hann vildi verða. Hann hóf nám í djasspíanóleik en skipti yfir í kvikmyndatón-smíðar, af praktískum ástæð-um. „Mér sýndist það sniðugt aðalfag því það sameinaði margt sem mig langaði að prófa; tónsmíðar, útsetningar, upptöku- og tölvutækni. Um leið og ég fór að gera tónlist fyrir kvikmynd skynjaði ég svo að nákvæmlega þetta vildi ég gera; samruni tónlistar og myndar er sterkur galdur. Ég hef aldrei fundið mig í því að semja popplög, ekki það að ég gæti það ekki, en ég fann strax að tónlist fyrir kvikmyndir væri málið fyrir mig. Það er erfitt að útskýra tilfinninguna.“

Eftir að Atli útskrifaðist með bachelorgráðu frá Berklee 1996 hélt hann til Norður-Karólínu og hóf meistaranám í kvik-myndatónsmíðum í listahá-skóla þar. „Þar var ég í tvö ár hjá frábærum kennara, staðurinn var afskekktur og ég gat einbeitt mér algjörlega að náminu.“

Kennari Atla í sveitasæl-unni þekkir kvikmyndabrans-ann út og inn og sagði nem-anda sínum að skella sér til Hollywood að námi loknu. Hann væri búinn að læra allt og kvikmyndaborgin væri rök rétt framhald.

Lærir mest við vinnuHöfundaréttarsamtökin BMI veita árlega styrk sem Atli hlaut þegar þarna var komið sögu; vann samkeppni á veg-um samtakanna og hlaut að launum dvöl við fótskör goð-sagnarinnar Mikes Posts, sem samið hefur tónlist fyrir marga vinsælustu þætti í bandarísku sjónvarpi síðustu þrjá áratugi. „Ég sat við hlið hans í nokkrar vikur haustið 1998 og allt sem ég hef gert síðan er í rauninni framhald þess. Maður getur lært margt í skóla en mest við það að vinna í faginu.“

Atli fékk vinnu hjá Post og starfaði þar í fimm ár. „Þegar mér bauðst að gera tónlistina við Stuart litla númer 3 fékk ég frí hjá Mike til að sinna því

verk efni og eftir það fannst honum tímabært að ég stigi næsta skref. Kynnti mig fyrir umboðsmönnum sínum sem kynntu mig svo fyrir Hanz Zimmer, Þjóðverja sem rekur stóra músíkverksmiðju, ef svo má að orði komast.“

Zimmer þessi er heldur enginn miðlungur; einn sá þekktasti í bíómyndabransan-um og hefur sjö sinnum hlotið Óskarsverðlaun. Hann hefur gert tónlist við allar Pirates of the Caribbean mynd irnar sem og Gladiator, The Lion King, The Da Vinci Code, Sherlock Holmes og The Dark Knight svo ein-hverjar séu nefndar.

Atli starfaði um árabil inn-anbúðar hjá Zimmer ásamt öðrum tónskáldum áður en hann hóf að starfa sjálfstætt. Hann segir tímafrekt að semja tónlist í kvikmynd sem er hálf-ur annar klukkutími að lengd. „Ég líki því stundum við að skrifa ritgerð í skóla; ef maður hefur þrjá mánuði þá tekur verkið þrjá mánuði. Ef maður hefur þrjá daga tekur það þrjá daga.“ Eitt er ólíkt: „Þegar mað-ur semur músík er nauðsynlegt að mæta í vinn una á hverjum degi. Það er ekki hægt að fresta því að byrja á tónlistinni eins og ritgerð og því meiri tíma sem maður hefur til að sökkva sér ofan í verkefnið því betri verður útkoman.“

TÓNDÆMITenging úr Heklu í Sinfó● Ólafur Tryggvi Ólafsson var í lúðrasveitinni Heklu með Magnúsi organista þegar hljómsveitin var fyrst sett á laggirnar 1907. Sonur Ólafs var Kjartan bæjarpóstur, kunnur áhugaleikari á Akureyri í ára-tugi og Ólafur Tryggvi er því langafi Kjartans Ólafssonar, sem nú leikur á horn í Sinfóníu-hljómsveit Norðurlands. Horn sem Ólafur Tryggvi lék á með Heklu er nú í eigu Kjartans.

Varðveitti hljóðfærin● Þegar Hekla lagði upp laup-ana um miðjan fjórða áratuginn safnaði Ólafur Tryggvi flestum hljóðfærum lúðrasveitarinnar saman, keypti jafnvel sum sem voru í einkaeign, og varðveitti þau svo tækin yrðu til taks þegar ný lúðrasveit yrði stofnuð í bæn-um. Ólafur var einn aðal hvata-maðurinn að stofnun Lúðra-sveitar Akureyrar og lék með henni fyrstu árin en hætti 1946, 72 ára. Á 75 ára afmæli hans var Ólafur kjörinn fyrsti heiðurs-félagi Lúðrasveitar Akureyrar.

„Ætli Bing fari ekki að koma?“ ● Ingimar Eydal var lífsglaður maður og mikill húmoristi. Hann vildi öllum vel og gerði helst ekki grín á kostnað annarra, en sjálf-ur varð hann oft fyrir barðinu á prakkarastrikum, ekki síst félaga sinna í hljómsveitinni. „Enda var pabbi auðtrúa,“ rifjar Inga Ey-dal, dóttir hans, upp. „Hann trúði ekki neinu vondu upp á nokkurn mann.“

Bandaríski skemmtikrafturinn heimsfrægi, Bing Crosby, var einu sinni sem oftar við veiðar í Laxá í Aðaldal. Á sunnu dags-kvöldi voru Ingimar og félagar í vinnunni, rólegt var fram eftir kvöldi í Sjallanum og í einni af ferðum sínum í eldhúsið rekur Ingimar augun í miða á borði í salnum: Bing Crosby 12 manns.

Hljómsveitarstjórinn snerist á hæli og tilkynnti samstarfs-mönn unum tíðindin. Reynt var að rifja upp einhver lög með Crosby í snarhasti. Þegar á leið kvöldið og ekkert bólaði á goð-inu varð Ingimari að orði: „Ætli Bing fari nú ekki að koma?“

Þá tóku prakkararnir andköf af hlátri...

Atli Örvarsson í eigin hljóðveri á heimili sínu á Akureyri: Ég hélt jafnvel að síminn myndi ekki hringja framar!

Page 10: Akureyri Tónlistarbærinn

18 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 19

Litrík, hlý og hljómfögur• „Tónlist Hafliða ekki hefðbundin í neinum skilningi“Hafliði Hallgrímsson, sem fæddist á Akureyri 1941, hef-ur lengi verið búsettur í Bret-landi. Hann hefur átt fjöl-breyttan og viðburðaríkan feril, bæði sem sellóleikari og tónskáld og var til dæmis um árabil fyrsti sellóleikari Skosku kammer sveit arinnar. Síðustu áratugi hefur hann nær alfarið sinnt tónsmíðum.

Hafliði hóf nám í sellóleik 11 ára heima á Akureyri. Hann lauk burtfararprófi frá Tónlist-arskólanum í Reykjavík 1962 og fimm árum síðar lokaprófi frá Royal Academy of Music í London og hann debúteraði í Wigmore Hall með einleiks-tónleikum. Hafliði hafði leikið með Sinfóníuhljómsveit Ís-lands eftir að hann lauk námi í Reykjavík, veturinn 1963 til 1964.

Árið 1967 bauðst Hafliða staða í Haydn strengjatríóinu og varð fljótlega eftirsóttur sem þátttakandi í vel þekktum kammerhópum og kammer-hljómsveitum Lundúna, m.a. English Chamber Orchestra, Menuhin Festival Orchestra og Monteverdi Orchestra.

Ýmsar viðurkenningarHafliði varð árið 1977 fyrsti sellóleikari Skosku kamm-ersveitarinnar, Scottish Cham-ber Orchestra, sem lék árlega á Edinborgarhátíðinni og var í þrí-gang staðarhljómsveit á tónlist-arhátíðinni í Aix en Pro vance í Frakklandi. Árið 1982 sagði Hafliði upp stöðu sinni í kamm-ersveitinni og ákvað að helga sig svo til eingöngu tónsmíðum sem hann hafði stundað með-fram sellóleiknum allt frá ung-lingsárum. Hann stofnaði Mon-drian-tríóið í Edinborg sem lék aðallega í Skotlandi og hafði fasta tónleikaröð í Queen’s Hall í Edinborg í nokkur ár.

„Hafliði sker sig úr hvað varðar akureyrsk tónskáld, fyr-ir margra hluta sakir; hann er sér á báti,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, sem lengi var aðalhljómsveitarstjóri Sinfón-

íu hljómsveitar Norðurlands. „Ég verð reyndar að játa að ég hef ekki kynnt mér til hlítar sumt af gömlu verkunum, til dæmis verk Björgvins Guð-mundssonar, en Hafliði er sá eini sem sem getið hefur sér orð á heimsvísu og hlotið verð-laun frá virtum aðilum.“

Hafliði hefur m.a. hlotið fyrstu verðlaun í alþjóð- legu Viotti-tónlistarkeppninni á Ítalíu og önnur verðlaun í Wi-eniawsky-keppninni í Póllandi 1985, fyrir konsertinn Poemi, fyrir fiðlu og strengjasveit. Hann hlaut Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1986 fyr-ir sama verk. Verkið skrifaði Hafliði fyrir bólivíska fiðluleik-arann, Jaime Laredo, sem frum-flutti verkið ásamt Sinfóníu-hljómsveit Íslands í Reykjavík í janúar 1985, þar sem Hafliði stjórnaði flutningnum sjálfur. „Það er samið undir áhrifum af þremur myndum eftir Chagall, sem ég sá í Nice,“ sagði Hafliði þá. Í dómnefndaráliti sagði að Hafliði hefði flutt konsertform-ið á fagran og hugmyndaríkan hátt inn í hljóm- og formheim vorra daga. „Á litríkan hátt, sem er einkennandi fyrir tón-skáldið, hefur hann dregið upp þrjár myndir úr biblíunni. Ákaflega lifandi og hljómfögur tónlist með glæsilegri og hlýrri einleiksrödd,“ sagði í álitinu.

Fíngert og fágaðTónsmíðar Hafliða hafa verið leiknar víða um heim og eru þær nú ríflega hundrað talsins. Hann hefur í tvígang verið staðartónskáld Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands.

Guðmundur Óli fór þess á leit við Hafliða að hann semdi verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í tilefni vígslu menningarhússins Hofs árið 2010 og tónskáldið lét til leið-ast.

„Hafliði er líka myndlistar-maður og verk hans afskaplega fíngerð. Það einkennir allt sem Hafliði gerir og þar með tón-listina; allt sem hann lætur frá sér er vandað og þrautunnið, hugsað niður í smæstu smáat-riði,“ segir Guðmundur Óli.

„Ég hafði samband við Haf-liða af því að mér fannst ein-boðið að nú væri tækifæri til að fá hann til að skrifa verk fyrir hljómsveitina, sem flutt yrði við vígslu Hofs. Mér fannst við hæfi að fyrstu tónarnir af þessu tagi sem hljómuðu í húsinu yrðu hans. Hafliði sagðist í fyrstu ekki vera þannig tón-skáld; ég veit að hann fer ekki um með lúðrablæstri og látum, en verk við hátíðaropnun þarf ekki endilega að vera þannig. Svo var það dálítið seinna þegar ég var með hross ein-hvers staðar úti í móa í Svarf-aðardalnum að síminn hringdi: Hafliði var búinn að hugsa málið betur og hafði komist að þeirri niðurstöðu að tilefnið væri slíkt að hann gæti eigin-lega ekki skorast undan því að gera eitthvað.“

Guðmundur Óli gladdist mjög og ekki síður þegar hann fékk verkið í hendurnar. „Haf-liði er í viðkynningu mjög prúður og kurteis, afskaplega vandaður maður, og þannig er tónlist hans einnig. Nálgun hans á verkefnið var mjög skemmtileg og mér finnst synd að verkið hafi ekki heyrst oftar. Það sem einkennir verkið helst er fínleikinn, tónmál Hafliða er persónulegt, en tónlist hans er ekki hefðbundin í neinum skilningi.“

TÓNDÆMIHafliði lék sóló á plötu Pink Floyd● Hafliði Hallgrímsson lék árið 1970 sellósóló á Atom Heart Mother, plötu bresku rokksveit-arinnar Pink Floyd. Sólóið tekur eina mínútu og er við upphaf annars kafla verksins, Breast Milky. Þetta var á náms-árum Hafliða í London og honum finnst ekki sérlega mikið til koma í dag; segist hafa verið „alvarlega blankur“ á þessum tíma og sólóið ekki ýkja merkilegt. Óneitanlega er þó gaman að halda því til haga að Akureyringur hafi leikið inn á plötu með Pink Floyd, einni þekktustu rokkhljómsveit sögunnar.

„Strákunum finnst þú í góðu lagi!“● Synir Hafliða, Andri og Sölvi, gengu í sama skóla sem smá-strákar. Faðir þeirra segir drengina oft hafa verið ansi dapra vegna þess að skóla-bræðurnir gerðu sífellt grín að þeim fyrir að eiga pabba, sem spilaði klassíska músík. „Ég ákvað þess vegna að segja þeim frá viðskiftum mínum við Pink Floyd og þeir komu himin-sælir heim úr skólanum daginn eftir. Sögðu við mig hróðugir: „Daddy, the boys were very surprised and think you are alright!“ – „Pabbi, þetta kom strákunum í opna skjöldu og þeim finnst þú í góðu lagi!“

Fjögur systkini í tónlist● Hafliði steig ein fyrstu skrefin á tónlistarbrautinni í Lúðrasveit Akureyrar þar sem hann lék á flautu sem ungur maður. Þá voru þeir allir í sveitinni samtímis, bræðurnir Hafliði, Guðmundur, kallaður Muggur, og Stefán – Stebbi Hall, radíóvirki sem margir Akureyringar muna eftir eftir sem Stebba í Hljómveri. Systir þeirra, Lilja, var í Söngfélaginu Gígjunni og Kirkjukór Akureyrarkirkju, og kenndi lengi við Tónlistarskól-ann á Akureyri.

Glæsilegar til fara● Konurnar í Gígjunni vöktu mikla athygli á fyrstu tónleikunum, í Sjallanum 2. apríl 1968. Þar komu þær fram í grænum kjólum – sumir kölluðu það skikkjur – úr íslensku efni, sem framleitt var á Gefjun. Ein kórsystranna, Gunborg Kristinsson, teiknaði búninginn en Jórunn Guðmundsdóttir saumaði.

Hátíðlegt og tignarlegt vígsluverkMenn ing ar húsið Hof á Ak ur eyri var form-lega tekið í notk un 28. ágúst 2010 við há-tíðlega at höfn. Við upphaf sam komunnar lék Sin fón íu hljóm sveit Norður lands verk-ið Hymnos op. 45 eft ir Hafliða Hall gríms-son. Haf liði samdi verkið sér stak lega í til-efni opn un ar Hofs, að beiðni hljóm sveit-ar inn ar.

Hafliði sagði að markmiðið hafi verið

að semja hljómsveitarverk sem væri í eðli sínu bæði hátíðlegt og tignarlegt en kæmi samt víða við og gæfi hljómsveit og hljómsveitarstjóra tækifæri til að njóta sín sem best.

„Fyrsta verkið á efnisskránni var nýtt verk, Hymnos eftir Hafliða Hallgríms-son. [ ... ] Hymnos (gr.) þýðir lofgerð og ætla má að verkið sé að einhverju leyti

lofsöngur til hins nýja musteris tónlistar-innar og hljómsveitarinnar og þess sem hún hefur fram að færa. Verkið er nokk-uð í síðrómantískum anda, margslungið, fallegt og tignarlegt og af og til heyrast ágripskennd tilbrigði við klukkustef Ak-ureyrarkirkju,“ sagði Ívar Aðalsteinsson, tónlistargagnrýnandi Morg un blaðs ins, eftir hátíðartónleikana.

Hafliði Hallgrímsson.

Hafliði Hallgrímsson og Guðmundur Óli Gunnarsson rýna í verk Hafliða, Hymnos.

Akureyrska ævintýrið• Kristján Jóhannsson var kominn nálægt þrítugu þegar hann lét slag standa, seldi díeselstillingaverkstæðið

og hélt utan til söngnáms • Draumur rættist og Kristján söng við virtustu óperuhús heimsins í mörg árKristján Jóhannsson er kunnasti tenórsöngvari Ís-lands síðustu áratugi. Litli drengurinn, sem fyrst kom fram opinberlega átta ára sem jólasveinninn Stúfur á KEA-svölunum í miðbænum og söng Heims um ból, lagði heiminn að fótum sér og söng aðaltenórhlutverk í óp-erum um langt árabil í fræg-ustu óperuhúsum veraldar.

„Ég var í raun í toppformi í 20 ár, alveg til 2007,“ segir Kristján þegar hann lítur til baka, en segir að allra bestu árin hafi líklega verið frá 1987 til 2000. Enda söng hann reglu-lega í húsum eins og Metro-politan í New York, Covent Garden í London, Vínaróper-unni, Parísaróperunni og Scala í Mílanó.

Kristján hóf ungur að syngja með Karlakórnum Geysi, þar sem fyrir voru faðir hans, Jó-hann Konráðsson, og bróðirinn Jóhann Már.

Fyrsti kennari Kristjáns var Sigurður Demetz Fransson. Vincenzo Maria Demetz, sem fæddur var 1912 í Suður-Tíról, var á yngri árum kunnur söngv-

ari á Ítalíu, kom fram í óperu-húsum víða um Evrópu og söng meðal annars á Scala um 1950 en flutti til Íslands nokkr um árum síðar. Hann kom til Akur-eyrar sem söngkennari og radd-þjálfari en tók við stjórn Geysis 1973. Demmi, eins og hann var alltaf kallaður, sá fljótt hvað bjó í Kristjáni, hvatti hann til dáða og aðstoði við að komast til Ítalíu.

Í bók Gísla Sigurgeirssonar, Jói Konn og söngvinir hans, segir Demetz frá því að Jóhann Kon-ráðsson hafi iðulega komið til hans í skólann „og þar áttum við oft ánægjulegar stundir sam an. Þá tókum við stundum nokkrar óperuaríur og rennd-um okkur upp á háa C-ið eins og ekkert væri. Jói var góður söngvari, náttúrusöngvari, sem söng með hjartanu. Hann hefur gefið Íslendingum mikið.“

Demmi segir að gaman hafi verið að ræða við Jóa um söng og músík. „Hann sagði alltaf það sem hann var að hugsa og það kom frá hjartanu, þar var ekkert fals. En við vorum ekki alltaf sammála, fjarri því, og þá gátum við rifist. Hann hafði mikið skap og sjálfstraust;

sama skapið og Kristján sonur hans hefur. Öfundarmenn kalla þetta mont. En hvað um það, enginn verður mikill söngvari sé hann skaplaus og vantreysti sjálfum sér. Kristján væri ekki það sem hann er í dag ef hann hefði ekki þetta skap.“

Mikil barátta um störfUm tíma voru þrír feðgarnir hjá Demetz, Jói, Jóhann Már og Kristján. „Síðar bað Jói mig fyrir Kristján í einkakennslu. Hann kom með honum í fyrsta tímann. Þá þreif hann í jakka-boðungana mína, kippti mér að sér og horfði beint í augu mér um leið og hann sagði: Ef þú eyðileggur þennan strák fyrir mér þá drep ég þig! Eftir fyrsta konsert Kristjáns á Akureyri kom Jói til mín hrærður til að þakka mér. Ég hafði þá ekki eyðilagt strákinn hans!“

Kristján lærði plötusmíði í Slippstöðinni en keypti nokkr-um árum síðar díselstillingar-verkstæði þáverandi tengda-föður síns og rak þar til hann tók af skarið og hélt til náms á Ítalíu, sumarið 1976, orðinn 28 ára. Hann lauk námi 1979 og

þá hófst barátta fyrir því að fá vinnu, sem reyndist ekki auð-velt verk. Næstu misseri söng hann til prufu í ótal húsum.

Þegar Kristján hóf nám var hann kvæntur Áslaugu Krist-jánsdóttur. Annari konu sinni, söngkonunni Dorrièt Kavanna kynntist Kristján á Ítalíu, en hún lést langt fyrir aldur fram. Þriðja eiginkona Kristjáns er Sigurjóna Sverrisdóttir.

„Flestir vildu helst fastráða sig til þess að tryggja örugga inn komu,“ segir hann um fyrstu árin eftir nám. „Í Þýskalandi eru til dæmis yfir 60 óperuhús, barist um stöðu í þeim öllum og eitt vorið og sumarið keyrðum við Ingvar sonur minn út um allt Þýskaland þar sem ég prufu-söng í hverju húsinu á fætur öðru,“ rifjar hann upp. „Út úr því komu þrjú tilboð enda eins gott, því ég var orðinn skít-blankur. Engin námslán í boði á þessum árum og í tvö eða þrjú ár hafði ég haldið mér uppi með því að syngja á tónleikum hér og þar. Það var hins vegar ekki það sem ég ætlaði mér að gera; ég var staðráðinn í því að kom-ast inn í stóru óperuhúsin, og

mikilvægt var að taka rétt skref í átt að því.“

Kristjáni leist best á tilboð frá óperuhúsinu í Hanover. „Það var ágætt leikhús – gott B-leikhús eins og við köllum það. Ég hafði heillað óperustjórann því hann stoppaði mig strax eftir eina aríu og sagðist vilja ráða mig í að minnsta kosti tvö ár. Hann bauð mér nokkuð góð laun, sagði að ég myndi syngja í rómantískum, ítölskum arí-um, þannig að ég var ofboðs-lega ánægður. Hringdi heim í pabba og mömmu og allir sam-glöddust mér.“

Kristján segir að innst inni hafi hann ekki langað til að fast-ráða sig, því laun fastráðinna starfsmanna séu alltaf tals vert lægri en þeirra sem eru í lausa-mennsku, „fyrir utan það að húsin eru þekkt fyrir að fara ekki vel með söngvara, þeir eru látnir syngja allan andskotann! Eftir tvær eða þrjár vikur fæ ég svo sendan pakka heim til Ítalíu, samningurinn stóðst algjörlega – fjárhagshliðin, það er að segja, en í ljós kom að tvær fyrstu óper urnar voru ekki ítalskar, hvað þá að hlutverk mín væru í

Jóhann Konráðsson, Kristján, Fanney Oddgeirsdóttir og Dorrièt Kavanna eftir frumraun Kristjáns í Leeds 18. desember 1982. Jóhann var allur níu dögum síðar.

Page 11: Akureyri Tónlistarbærinn

20 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 21

þeim dúr sem mér hafði verið lofað. Það átti strax að fara að nýta mig í hvað sem er. Ég vissi að þetta færi ekki vel með röddina og kennarinn minn og góðir vinir voru sammála í ráð-leggingum: hentu þessu í Þjóð-verjana aftur! Staðan var snúin því ég átti varla fyrir húsaleigu og mat, en ég hugsaði fyrst og fremst um að ég vildi geta sung-ið almennilega næstu 40 árin og mikilvægara en nokkuð annað væri því að hugsa um röddina. Ég límdi pakkann því saman aft-ur og sendi til baka.“

Ákvörðunin fór ekki vel í alla – vægast sagt. „Umboðs-maðurinn hætti til dæmis, fór í fússi og sagði mig óalandi og óferjandi. Ég hafði samið við hann nokkrum árum áður í Salzburg, þar sem ég var í tvo eða þrjá mánuði á námskeiði og sigraði í söngkeppni sem haldin var í framhaldinu. Eftir hana gat ég valið úr einum tíu umboðsmönnum og valdi þenn an, sem var greinilega rangt val. Það fór allt til and-skotans! Ég man að pabbi hringdi og spurði: ertu orðinn kolvitlaus drengur? Þú hefur ekki efni á að setja þig á háan

hest, en ég sagði sem var að ég þyrfti að passa mig og hugsa fyrst og fremst um röddina.

Önnur óperan sem Þjóð-verjarnir ætluðu að láta mig syngja var eftir Strauss, hitt var Wagner ópera; hlutverk sem voru eins ólík því, sem mér hafði verið lofað, og hugsast getur.

Það sljákkaði aðeins í pabba og svo fór að vinir hans og að-dáendur gaukuðu að mér pen-ingum af og til, Valur Arnþórs-son og fleiri góðir menn; þeir vissu hvernig staðan var.“

Það var svo 1982 sem Krist-jáni bauðst að syngja aðaltenór-hlutverkið í Madama Butterfly, í National Opera North í Leeds. Grýtt ganga á milli leikhúsa skil-aði loks árangri. „Það var á veg-um umboðsmannsins Patriciu Greenen, konu sem ég átti eftir að vinna með í nokkur ár. Úr varð að ég fór til Bretlands og var þar meira og minna í þrjú ár í nokkrum leikhúsum. Sýningin í Leeds opnaði margar dyr.“

Foreldrar Kristjáns, Fanney Oddgeirsdóttir og Jóhann Kon-ráðsson, fóru til Leeds til að sjá soninn þreyta frumraun sína í „alvöru“ húsi. „Það var svaka-

lega dramatískt. Pabbi grét af gleði og stolti; hann var búinn að átta sig á því hvert stefndi. Hann var mikið fyrir léttan, ljóðrænan söng, enda var það stíllinn þegar hann var að syngja, en átti ekki eins vel við mig. Landslagið var líka að breytast og nýir stjórnendur vildu meiri kraft. Pabbi var alltaf mjög gagn-rýninn, en var virkilega ánægð-ur með mig í Leeds. Hann hafði séð mig syngja tvisvar áður í óp-eru niðri á Ítalíu, sem var yndis-legt að upplifa; ég á meira að segja upptöku af mjög góðri sýningu í Ancona þar sem ég söng Puccini óperuna Gianni Schicchi og eftir helvíti mikla aríu, sem ég söng vel, heyrist í karlinum utan úr áhorfenda-skaranum: Bravó! Þá vissi ég að hann var farinn að sætta sig við drenginn!“

Gleði og sorgFrumsýningin í Leeds var 18. desember og Fanney og Jóhann vörðu jólunum með syninum og tengdadótturinni, Dorrièt Kavanna. Gömlu hjónin héldu heim á leið 27. desember en Jói dó á leiðinni. Kristján hafði fylgt þeim í lest til Edinborgar

þar sem hann varð eftir á brautarpallinum en þau héldu áfram til Glasgow. Þegar Krist-ján kom aftur til Leeds beið Dorrièt hans með tárin í aug-unum.

Kristján söng hér og þar næstu árin en stærsta stund á ferlinum rann upp 31. janúar 1988; þá debúteraði hann í Scala óperunni í Mílanó – Teatro alla Scala – virtasta óperuhúsi heims. Söng hlutverk Jacopo í óperunni I due Foscari eftir Verdi. Þar með var ísinn brotinn; sá sem syngur aðalhlutverk á Scala er fær í flestan sjó.

„Scala er mikilvægasta húsið af þeim öllum. Eftir að ég komst þangað inn var ég með annan fótinn í húsinu í áratug með hléum, og alltaf í aðalhlut-verki auðvitað. Þeir eru ofsa-lega kröfurharðir á Scala, þang-

að kemst enginn inn nema vera á toppnum.“

Ári eftir frumraunina á Scala debúteraði Kristján í Lyric Opera of Chicago – „sem er mjög gott hús, enda kalla þeir það Scala Ameríku,“ segir hann – fljótlega í Metropolitan óper-unni í New York, Vínaróper-unni og Covent Garden í London.

„Áður en ég komst inn á Scala var ég búinn að syngja allan andskotann í minni hús-um hátt í tíu ár. Fór hefðbund-inn hring; söng víða í „litlum“ húsum í Ameríku og Evrópu, komst síðan inn í millistór hús en eftir að ég debúteraði á Scala var ég að mestu í tíu til tólf stærstu húsum heims.“

Kristján hóf ferilinn sem lýrískur tenór í hlutverkum á borð við Rodolfo í La bohème,

Pinkerton í Madama Butterfly og Alfredo í La Traviata, færði sig smám saman yfir í lýrísk-dramatísk hlutverk eins og titil hlutverkið í Andrea Chénier, Canio í Pagliacci, Des Grieux í Manon Lescaut, Cavaradossi í Tosca, Pollione í Norma, Ricc-ardo eða Gustavo í Un Ballo in Maschera (Grímudansleiknum) og Turiddu í Cavalleria Rusti­cana, áður en hann tókst á við stóru dramatísku hlutverkin, t.d. Radames í Aida, Caláf í Turandot, Manrico í Il Trovatore og titilhlutverkið í Otello. Þessi hlutverk söng Kristján mörg hundruð sinnum í New York, Mílanó, London, París, Berlín, Vín og München með heims-frægum hljómsveitarstjórum.

Kristján segir margt eftir-minnilega fyrir utan óperur í þekktustu húsum heims. „Mér

er til dæmis ofarlega í huga þegar ég söng í Notre Dame kirkjunni í París rétt fyrir alda-mót. Það var eitt þeirra augna-blika þar sem maður var virki-lega hrærður og gleymir aldrei. Við fluttum tónlist franska tón-skáldsins Berlioz, Fílharmoníu-sveit franska útvarpsins lék, þarna var kór og margir flytj-endum en ég var einsöngvar-inn. Það var tilfinningaþrungin stund.“

Þá tók hann þátt í mörgum eftirminnilegum uppfærslum í Arena di Verona, því fræga úti-leikhúsi og nefnir hvers lags ævintýri það er að syngja fyrir tugi þúsunda á stórum leik-vöngum, til dæmis í Suður-Kóreu og Japan, „þar sem settar voru upp miklar skrautóperur, Aida og Turandot, með flug-eldasýningu og jafnvel mörg

hundruð manns sem tók þátt í flutningnum! Þá vöknuðu hvarmar. Eða þegar ég söng í Forboðnu borginni í Beijing, það var svakalega glæsileg sýn-ing og gaman að taka þátt í henni.“

Það var í september 1998 að Kristján var í aðalhlutverki í óperunni Turandot, fyrstu óp-erusýningu sem um getur í For-boðnu borginni, þar sem um aldaraðir var aðsetur kín-verskra keisara.

Skemmtilegustu árinKristján segir síðustu fimm árin áður en hann söng á Scala – árin í „miðjuhúsunum“ – hafi verið frábær tími. „Við þvæld-umst mikið um Frakkland, Spán, Þýskaland, Bretland og Ítalíu auk þess sem ég kynntist helstu borgum í Ameríku.

Vann mikið með ungu fólki sem var spennandi, húmorinn var mikill og að mínu skapi og yfirleitt um nýjar uppsetningar að ræða þannig að hópurinn var saman í töluverðan tíma við æfingar. Þannig kynntist maður stöðum og fólki vel. Eft-ir að maður er orðinn „stór“ í bransanum verður vinnan mik-il rútína, maður syngur mikið til sömu óperurnar í sömu hús-unum til skiptis og mjög oft með sama fólkinu. Fólk heldur stundum að það sé gríðarlegur fjöldi sem er að syngja í bestu og flottustu húsunum en það eru sennilega ekki nema um það bil 100 manns í besta hópnum. Þá syngur maður mikið með sama sópraninum og sama baritóninum. Leikhús-stjórnendur para fólk gjarnan saman og við hittumst aftur og

aftur í stóru húsunum, syngj-um sex til tíu sýningar og för-um svo annað. Það er mjög þægilegt, því maður þarf ekki að leggja á sig að læra nýjar óp-erur.“

Kristján segist hafa lært um 70 óperur og sungið megnið af þeim fyrri hluta ferilsins, „en þegar maður er orðið „nafn“ syngur maður þær 12 til 15 óp-erur sem maður er bestur í. Þá fær maður líka miklu betur borgað og hættir að hafa áhyggjur, en ég fer ekki ofan af því að árin þar á undan voru skemmtilegust.“

Kristján flutti til Íslands ásamt fjölskyldunni þegar tæp-ur áratugur var liðinn af öldinni og hefur síðan kennt við söng-skóla í Reykjavík sem kenndur er við hans gamla mentor, Sig-urð Demetz.

Kristján og Sigurjóna Sverrisdóttir, eiginkona hans, þegar Kristjáni var færður bæjarlykill Akureyri fyrstum allra, árið 1993, fyrir frábæra frammistöðu á sviði sönglistar.

Kristján í óperunni La fanciulla del West í Palermo, vinstra megin, og Otello í borginni Bologna, á hægri myndinni.

Kristján að loknum flutningi Hambraborgarinnar eftir Sigvalda Kaldalóns, við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, á vígsludegi menningarhússins Hofs, 28. ágúst 2010. Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi SN, við hlið hans. Til hægri: Hefð er fyrir því að tenórinn í aðalhlutverki sýninga í hringleikahúsinu í Veróna á Ítalíu – Arena di Verona – sé teiknaður með þessum hætti; Kristján þarna í óperunni Aida 1997. Í sýningunni var hann vopnaður sverði úr skíragulli frá 1913.

Kristján og Sigurður Demetz Franzson eftir flutning Sálumessu Verdis í íþróttahöllinni á Akureyri 2003.

Kristján við upphaf ferilsins, fyrir óperuflutning á Englandi.Kristján og Guðrún A. Kristinsdóttir undirleikari.

Hjónin Dorriet Kavanna og Kristján synga fyrir troðfullri íþróttaskemmunni á Akureyri í nóvember 1981. Ólafur Vignir Albertsson við píanóið.

Kristján og Fanney móðir hans á tónleikum til heiðurs henni níræðri, í íþróttahöllinni 2007. Til vinstri er Anna María systir Kristjáns og maður hennar, Birgir Marinósson, Barbara dóttir hans fyrir aftan ömmu sína og lengst til hægri Sigurjóna, eiginkona Kristjáns.

Page 12: Akureyri Tónlistarbærinn

22 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 23

leiðsagnar hjá góðu fólki, t.d. hjá þeim raddþjálfurum sem kórarnir hafa fengið til sín. Sig-urður Birkis var með þeim fyrstu sem sagði mér til.

Hver hefur kennt þér að anda? spurði hann eftir að hafa próf-að mig í fyrsta tímanum.

Anda, hváði ég eins og glóp-ur, en áttaði mig svo á að auð-vitað átti hann við öndunina með söngnum. Ég sagði Sig-urði eins og var, að öndunina hefði ég aldrei lært sérskalega.

Það finnst mér einkennilegt, því þú andar nefnilega alveg rétt, sagði þá Sigurður.

Jóhann fór á fleiri námskeið, m.a. hjá ítalska óperusöngvar-anum Primo Montanari í Reykjavík og segir hann hafa kennt sér mikið.

Sjáðu hvernig ungabarnið grætur. Það er því eðlilegt. Því af­slappaðri sem þú ert, því betri verður röddin og því léttara áttu með sönginn, sagði Montanari.

Aðstæður leyfðu ekki nám

„Ég reyndi að tileinka mér þetta og ég held að ég hafi ver-ið opnari og óþvingaðri í söngnum eftir dvölina hjá hon-um. Að minnsta kosti minnist ég þess, að Áskell vinur minn Jónsson varð hissa á þeim fram förum sem ég hafði tekið, þegar ég kom norður eftir Reykja víkurdvölina.“

Síðasta stórstökkið til að auka söngkunnáttu sína, segir Jói, var námsferð til Kaup-mannahafnar 1962. Þá naut hann styrks frá Akureyrarbæ, Menningarsjóði KEA og ríkis-sjóði, og kvaðst afar þakklátur. „Magnús Jónsson, söngvari, vinur minn og frændi, var þá við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn. Hann kom því til leiðar að ég fékk að kom-ast þar í tíma hjá færustu kennurum óperunnar. Þar komst ég m.a. að hjá Stefáni Ís-landi. Kaupmannahafnardvölin er mér ógleymanleg og þar

opnaðist mér algerlega nýr heimur sönglistarinnar; óper-an.“

Það er asskoti mikið eftir í röddinni hjá þér karlinn, sagði Stefán við Jóa þegar hann kom til Kaupmannahafnar. „Ég var orðinn 45 ára þegar þetta var, en svo lengi lærir sem lifir. Vissulega hefði verið fengur í því fyrir mig, að komast í þessa ferð fyrr á ævinni, en ég hafði

bara enga möguleika til þess. Aðstæður mínar heima leyfðu það ekki. En betra er seint en aldrei og ég held að ég hafi komið betri söngvari heim.“

Jói söng um allt land, ýmist einn, með kórum eða einhverj-um af söngvinum sínum. Hann og Sverrir Pálsson, síðar skóla-stjóri Gagnfræðaskóla Akur-eyrar, ferðuðust víða og sungu saman, síðan Jói og Kristinn

Þorsteinsson og þá söng hann dúetta m.a. með Sigurði Svan-bergssyni, Jósteini bróður sín-um Sigurði Ólafssyni og Eiríki Stefánssyni, svo einhverjir séu nefndir. Þá tók hann þátt í mörgum uppfærslum Leikfé-lags Akureyrar.

Söng í báðum kórunumJói fór í söngferðir með Karla-kór Akureyrar og síðar Geysi,

með þeim síðarnefndu m.a. til Bretlands og síðar Ítalíu. Þá var hann í Kantötukórnum í Norður-landaferðinni eftirminnilegu 1951. Eiginkona hans, Fanney Oddgeirsdóttir frá Grenivík, var einnig í kórnum, prýðis söngkona þannig að ekki er að undra að afkomendur þeirra hjóna hafi erft sönghæfileik-ana, hetjutenórinn Kristján að sjálfsögðu þeirra langþekkt-astur.

Jóhann fór úr Karlakór Ak-ureyrar yfir í Geysi 1958, en slík „félagaskipti“ þóttu tíðind-um sæta. „Það var ekki í nein-um illindum frá minni hálfu. Á þeim árum var samstarf okkar Kristins Þorsteinssonar vax-andi í söngnum og hann var í Geysi. Auk þess voru á þeim tíma margir góðar tenórar í Geysi, sem ég hafði áhuga á að syngja með. Þess vegna ákvað ég að breyta til. Ég varð var við það, að vinum mínum í Karla-kór Akureyrar sárnaði þessi ákvörðun mín, en það jafnað-ist. Síðar átti ég eftir að syngja einsöng með Karlakór Akur-eyrar.“

Jói segir í bók Gísla að vissu-lega hafi verið mikill rígur á milli kóranna fyrr á árum. „Þá var sagt, að það væri fínna að vera í Geysi, hann væri heldri manna kór, en Karlakór Akur-eyrar væri bara „verkamanna-kór“. Sjálfsagt hefur verið eitt-hvað til í þessu í upphafi, því Karlakór Akureyrar verður til upp úr Verkamannakór Akur-eyar og á fyrstu árum Karla-kórs Akureyrr þóttu margir liðsmenn hans „rauðleitir“ í pólitík. Geysir þótti aftur á móti borgaralegri og ögn „blá-leitari“, svo við höldum áfram pólitísku litrófi.

En þetta máðist af með tím-anum og í rauninni held ég að ekki hafi verið annar munur á kórunum hér áður fyrr en sá, að Geysismenn áttu kjólföt en þeir sem voru í Karlakór Akur-eyrar ekki.“

Ein skrautjurtin í fjölbreyttum listaakri

Ein skrautjurtin í fjölbreytt-um listaakri Akureyrar um miðbik síðustu aldar var kvartett kenndur við smár-ann, þá kjörurt, sem var til heilla talin, ef hún bar fjögur blöð, eins og séra Bolli Gúst-avsson komst svo skemmti-lega að orði á sínum tíma.

Smárakvartettinn var stofn-aður 1936 og starfaði í þrjá ára-tugi. Tveir söngvaranna voru í hópnum allan þann tíma. Stofn-endur voru fimm iðnaðarmenn, allir í Karlakór Akureyrar og var

kvartettnum komið á fót með stuðningi stjórnandans, Áskels Snorrasonar.

Það var á raddæfingu í sal verkalýðsfélagsins, ekki löngu eftir stofnun kórsins, er Sveinn Bjarman hafði hlýtt gaumgæfi-lega á söngfélagana, að hann segir: „Hér er efniviður í kvar-tett, ef ég má gefa ábendingu,“ segir Bolli, og hefur án efa eftir föður sínum, einum fjórmenn-inganna.

Í beinu framhaldi voru valdir fjórir félagar úr hópi kórfélaga;

Sverrir Magnússon blikksmiður, fyrsti tenór, Jón Guðjónsson bakari, annar tenór, Gústav B. Jónasson rafvirki, fyrsti bassi og Magnús Sigurjónsson húsgagna-bólstrari, annar bassi. Stofn-fundur var haldinn 28. nóvem-ber 1936, heima hjá Sverri.

Smárakvartettinn söng án undirleiks fyrstu árin, en Jón Þórarinsson veghefilsstjóri gaf þeim félögum tóninn og stjórn-aði söng þeirra. Hann hafði lært á orgel og hafði fágætlega næmt tóneyra, skv. frásögn séra Bolla.

Sverrir Magnússon hafði glampandi fagra tenórrödd, sagði Bolli, „og var frá upphafi ein af máttarstoðum Karlakórs

Akureyrar. Einsöngvari kórsins var hann framan af á tónleik-um, og er það í minnum haft hversu lofsamlega dóma hann

fékk hjá gagnrýnanda í Reykja-vík, er kórinn var þar á tónleika-för. Það var því mikið áfall, er Sverrir varð að hætta að syngja

vegna veikinda í hálsi. Var þetta áfall m.a. til þess að Smárakvart-ettinn lagðist af um hríð.“

Það var 1940 sem Sverrir

varð að hætta en kvartettinn var endurvakinn haustið 1941. Jón Guðjónsson var ekki með við endurreisnina en hann var einn þeirra, sem stofnuðu Karlakór Akureyrar og söng með kórnum svo lengi sem heilsa leyfði.

Magnús Sigurjónsson frá Holti í Hrafnagilshreppi hinum forna söng annan bassa í Smára-kvartettinum frá því hann var stofnaður og allt til loka. „Hann hafði frábæra bassa rödd, sem hinir félagarnir byggðu listilega ofaná,“ segir Bolli. Hinn fé-laginn, sem söng í Smárakvart-ettinum allan tímann, er hann var við lýði, var Gústav, faðir Bolla. Hann var fæddur á Þing-eyri við Dýrafjörð en fjölskyld-an flutti til Akureyrar þegar Gústav var barn að aldri.

Jóhann Konráðsson varð

fyrsti tenór í stað Sverris og Jón Jakobsson Bergdal bókbindari tók hlutverk Jóns sem annar tenór. Jón hafði verið í Karlakór

Akureyrar en Jóhann nýkominn í hópinn þegar þetta var, 1941.

Jón Bergdal féll skyndilega frá 1953 og þá gekk Jósteinn Konráðsson, bróðir Jóhanns, til liðs við kvartettinn. „Hann hafði fallega tenórrödd og var prýðilega músíkalskur,“ segir Bolli. „Féll rödd hans einstak-lega vel inn í þennan hóp. Jó-steinn söng um áraraðir sem 2. tenór með Karlakór Akureyrar.“

Áskell Jónsson tók við stjórn Karlakórs Akureyrar haustið 1952 og gerðist um leið undir-leikari Smárakvartettsins, fljót-lega eftir að Jósteinn tók sæti Jóns. Jakob Tryggvason, sá mikli tónlistarfrömuður frá Ytra Hvarfi í Svarfaðardal, tók svo við sem undirleikari kvartetts-ins 1953, og gegndi því starfi allt til lokatónleika þessa vinsæla vinsæla söngflokks 1966.

Söngskrá tónleika Smárakvartettsins í Nýja bíói á Akureyri 1944.

Smárakvartettinn eftir að hann var endurvakinn árið 1941. Frá vinstri: Jóhann Konráðsson, Jón Bergdal, Gústav B. Jónasson og Magnús Sigurjónsson.

Smárakvartettinn eins og hann var eftir síðustu breytinguna, 1953. Frá vinstri: Jóhann Kon­ráðsson, Jósteinn Konráðsson, Gústav B. Jónasson og Magnús Sigurjónsson.

„Ég skipa þér, Jóhann, með lögregluvaldi að syngja þetta lag einu sinni enn“

Jóhann Konráðsson söng oft Andvarpið, rólegt, ljóðrænt lag sem oft gerði mikla lukku. Jóa var einn flutningur þess sérstaklega minnisstæð-ur, þegar hann kom fram ásamt Karlakór Akur eyrar í Ásbyrgi.

„Það var stórkostlegt að syngja í Ásbyrgi, sem er ein sú besta „sönghöll“ sem ég hef sungið í. Tónninn er svo lifandi þar. Klettarnir sjá um hljómburðinn,“ segir hann í bók Gísli Sigurgeirssonar, Jói Konn og söngvinir hans.

„Í umrætt skipti vorum við búnir að syngja Andvarpið í tvígang og enn klöppuðu þakklátir áheyrendur lagið upp. Þeir vildu fá að heyra það einu sinni enn. En við vildum ekki láta

það eftir þeim, fannst nóg komið, og ætluð-um að syngja næsta lag á söngskránni. Þá heyrðist kallað:

– Ég skipa þér, Jóhann, með lögregluvaldi, að syngja þetta lag einu sinni enn.

Það var Júlíus Havsteen, sýslumaður þeirra Þingeyinga, sem kallaði, sá mannlegasti sýslu-maður sem ég kynntist um ævina. Nú, það dugði ekki annað en gegna yfirvaldinu og Andvarpið var sungið í þriðja skiptið. En hvorki fyrr né síðar söng ég samkvæmt lögregluskip-un.“

Á myndinni eru Jóhann, Havsteen sýslu-maður og Áskell Jónsson í Ásbyrgi.

Röddin spratt fram eins

og tær lind• Jóhann Konráðsson var einn vin-sælasti söngvari landsins um árabil„Það var fyrst og fremst radd-fegurðin, þessi sérstaki blær raddarinnar, sem erfitt er að lýsa. Röddin var náttúrleg og spratt fram eins og tær lind. Þar við bættist skapið, þessar miklu tilfinningar sem hann hafði og kórónuðu söngvar-ann. Jói Konn hefði aldrei get-að sungið eins og hann gerði ef hann hefði verið skaplaus maður. En sem betur fer var hann það ekki. Við slíka söng-menn er ekkert annað að gera en láta þá synga. Hjá þeim þarf engu að breyta.“

Þannig lýsir Áskell Jónsson, söngstjóri, Jóhanni Konráðs-syni tenórsöngvara. Jói Konn var einn besti og vinsælasti söngvari landsins um árabil – náttúrubarn í listinni. „Með

engum var betra að syngja en honum. Hann var með gull í hálsinum maðurinn sá,“ segir Ólafsfirð ingurinn Kristinn Þor-steinsson í bók Gísla Sigur-geirsson, Jói Konn og söngvinir hans, en þeir Jói Konn sungu mikið saman.

Sísyngjandi „Mamma sagði mér, að ég hafi verið byrjaður að syngja áður en ég byrjaði að tala. Ég hef því verið sísyngjandi síðan ég man eftir mér. Sem barn söng ég fyr-ir sjálfan mig, en það skipti mig ekki máli þótt einhverjir hlust-uðu á. Söngurinn veitti mér útrás þá og síðar. Söngurinn var og er mitt yndi,“ sagði Jóhann sjálfur í bókinni.

Jói byrjaði að syngja með

karlakórnum Geysi haustið 1939 en fór suður á vertíð um áramót og segist hafa farið „að syngja af einhverri alvöru, þá með Karlakór Akureyrar“ 1941 eftir að hann hætti á sjónum. „Áskell Snorrason hafði verið stjórnandi Karlakórs Akureyrar þegar mig bar að garði, en hann lét af stjórninni þá um haustið vegna heilsubrests. Þá tók Sveinn Bjarman við stjórnar-taumunum.

Sveinn var elskulegur og músíkalskur maður, sem leiddi mig af nærgætni fyrstu skrefin mín á söngbrautinni. Hann tók mig meira að segja í einkatíma heim til sín. Þar lék hann ís-lensk sönglög á píanóið, en ég reyndi að syngja þau eftir bestu getu,“ segir Jói í bók Gísla.

„Hver hefur kennt þér að anda?“

„Heyrðir þú þetta kona, sagði Sveinn við Guðbjörgu Björns-dóttur eiginkonu sína, að af-lokinni einni kvöldæfingunni. Ég vissi ekki fyrst hvernig ég átti að taka þessu, áttaði mig ekki á því hvort þetta þýddi hól eða last. Þá sagði Sveinn mér eins og var. Hann hafði spilað öll lögin hærra í tónstig-anum en við höfðum gert á fyrri æfingum. Þá þekkti ég ekkert til í nótum eða tónfræði og í skjóli þeirrar fáfræði minn-ar gat Sveinn vinur minn plat-að mig.

Stuttu eftir þessa prófraun kom Sveinn til mín eftir karla-kórsæfingu með tvö sönghefti og rétti mér.

Jæja Jóhann minn, nú syngur þú sóló með kórnum á konsertinum í vor.“

Jói hafði ekki látið sig dreyma um slíkt og reyndi að malda í móinn, taldi sig ekki ráða við verkefnið. Þú syngur þessi lög Jóhann minn, það er á mína ábyrgð, sagði Sveinn. „Ég sá að það dugði ekki að mögla og lét því undan. Þar með var ísinn brotinn. Sólóna söng ég um vorið.“

Viðtökur á vortónleikunum voru góðar og ekki varð aftur snúið.

Áskell Jónsson tók síðan við stjórn kórsins og Jói kom jafn-an fram á samsöng kórsins sem einsöngvari.

„Ég er ekki langskólagenginn í söngnum, en ég hef notið

Söngleikurinn Bláa kápan settur upp hjá Leikfélagi Akureyrar leikárið 1960 til 1961. Þarna eru með Jóa Konn, frá vinstri: Brynhildur Steingrímsdóttir, Björg Baldvinsdóttir og Ragnhildur Steingrímsdóttir.

Page 13: Akureyri Tónlistarbærinn

24 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 25

Messías Händels í fyrsta skipti í heild hérlendisRoar Kvam, sem flutti til Ís-lands frá Noregi 1971, hefur komið víða við í akureyrsku tónlistarlífi. Ári eftir að Roar settist að í Eyjafirði stofnaði hann til að mynda Passíukórinn, sem var starf-andi í aldarfjórðung.

Tilgangurinn með stofnun kórsins, að sögn stjórnandans, var að flytja stærri kórverk með einsöngvurum og hljómsveit, sum þekktustu tónverk sög-unnar og einnig að kynna ný og óþekkt verk sem sjaldan eða aldrei höfðu verið flutt á Íslandi.

„Mig langaði að nýta mennt- un mína frá Tónlistarháskólan-um í Osló, þar sem ég nam kórstjórn og hljómsveitarstjórn og tók lokapróf 1971,“ segir Roar.

Þeir fluttu til Akureyrar á sama tíma, Roar og Michael Clarke og hafa báðir sett mik-inn svip á tónlistarlíf bæjarins allar götur síðan. Clarke kenndi á fiðlu en hefur látið mikið að sér kveða í söng í mörg ár. Roar var ráðinn kennari við blás-aradeild Tónlistarskólans og stjórn andi Lúðrasveitar Akur-eyrar og Gígja kona hans, fyrsta íslenska konan sem lærði á pípuorgel, kenndi á orgel auk þess sem hún var organisti í Svalbarðsstrandarkirkju og leysti af í Akureyrarkirkju.

Strax fyrsta veturinn eftir komuna til Akureyrar stofn-uðu Michael Clarke og Roar kirkjutónlistarhljómsveit. „Við fluttum alls konar kirkjumúsík. Lítið var um tónleika þegar við komum, Tónlistarfélagið gekkst fyrir einstaka tónleik-um sem voru, auk vortónleika tónlistarskólans, allt og sumt fyrir utan tónleika karlakór-anna,“ segir Roar.

Passíukórinn var formlega stofnaður 1972 og hélt að jafn-aði tvenna tónleika á ári í aldar-fjórðung. „Við héldum tónleik-

ana alltaf í Akureyrarkirkju þangað til við fórum að flytja stóru passíurnar og þurftum meira rými. Þá fluttum við okk-ur í íþróttaskemmuna. 1977 fluttum við þar Messías eftir Händel í fyrsta skipti í heild á Íslandi og 900 manns troðfylltu Skemmuna!“ segir Roar.

Flutningar Messíasar var stórt skref í sögu kórsins. „Þetta var mjög skemmtilegt og heilmikið mál fyrir fólkið, þótt ég hafi ver-ið vanur þessu enda hafði ég fengist við svona verk í náminu. Kórinn hafði flutt minni verk en þetta var stórt skref, já. Messías hefur verið fluttur hér á landi en verkið alltaf mikið stytt. Hjá okkur voru þetta þriggja klukku-tíma tónleikar með tveimur hlé-um og það tók heilan vetur að læra verkið.“

Passíukórnum var í tvígang boðið að syngja á Listahátíð í Reykjavík; frumflutti í fyrra skiptið Örlagagátuna eftir Björg-vin Guðmundsson og síðan

African Sanctus, framúrstefnu-verk eftir breska tónskáldið David Fansave. Flutningur þess í Gamla bíói vakti mikla athygli og stemning í salnum var afar góð: „allt brjálað, bara eins og á Ítalíu,“ segir Roar í Morgun-blaðinu. „Við fengum þakkir frá tónskáldinu fyrir að flytja þetta verk. Við höfum töluvert gert af því að flytja undarleg tónverk og það er mjög spennandi. Við fluttum t.d. eitt sinn messu-djass, kórverk með djasssextett og Andrea Gylfadóttir var ein-söngvari.”

Um 30 manns voru í kórn-um þegar hann hætti störfum og svo var lengst af, en á tímabili um 1980 jókst áhuginn verulega og voru kórfélagar þá um 60. „Þetta hefur verið stór-kostlegt tímabil og vissulega horfir maður til þess með eftir-sjá,“ sagði Roar í viðtali um það leyti sem kórinn hætti. Hann sagði eina helstu ástæðu þess að Passíukórinn væri lagður

niður, eftir farsælt starf í aldar-fjórðung, vera þá að mikil vinna væri í kringum tónleika og vart hægt að leggja það á kórfélaga lengur í sjálfboða-vinnu í sínum frístundum. „Kostnaðurinn við tónleika-haldið hefur aukist gífurlega á síðustu árum, það er mikil fyr-irhöfn að útvega peninga, mik-ið lagt á kórfélaga að ganga betlandi um milli fyrirtækja, það fer illa með fólk til lengri tíma,“ sagði Roar. Hann nefndi einnig að aðsókn að tónleikum hefði almennt farið minnkandi og það hafi sitt að segja. Fjár-hagslegur grundvöllur til að halda úti starfsemi af þessu tagi væri ekki fyrir hendi. Lokatónleikar Passíukórsins voru í íþróttaskemmunni á Akur eyri um páskana 1997, þegar kórinn flutti Sköpunina eftir Haydn. Einsöngvarar voru Þóra Einarsdóttir, sópran, Jón Björnsson, tenór og Keith Reed, bassi.

Fleiri tónleikar en æfingar

Um 20 manns hafa sungið í Kammerkór Norðurlands síðustu tvo áratugi, undir stjórn Guðmundar Óla Gunn arssonar. Hópurinn, fólk búsett víðs vegar í landshlutanum, hittist nokkr um sinnum á ári og formaður kórsins sagði fyrir nokkrum árum að líklega væri ekki algengt að kórar héldu fleiri tónleika en æf-ingar, en sú tölfræði ætti við í þeirra tilviki!

Æft er á Akureyri einn til þrjá daga í senn, þannig að þeir sem langst fara, búsettir á Kópaskeri, hafa ekið hátt í 400 kílómetra hverja æfinga-helgi, en víla það ekki fyrir sér. Enda hefur stjórnandinn nefnt að vegalengdir séu allt öðruvísi úti á landi en í Reykjavík; það þekki allir sem flutt hafi út á land eða búið þar, að alltaf sé styttra til Reykjavíkur en frá Reykja-vík! Svo sé það ekki svo mik-ið mál að keyra einhverjar vegalengdir úti á landi – það sé svo miklu skemmtilegra en að aka til að mynda úr Grafarvogi vestur í bæ, svo dæmi sé tekið!

„Guðmundur Óli gerir miklar kröfur og við fáum tækifæri til þess að fást við erfiðari verkefni en annars væri,“ sagði Kristján Þ. Hall-dórsson, einn kórfélaganna sem einmitt er búsettur á Kópaskeri, í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum.

Kórinn syngur nær ein-göngu a capella, án undirleiks. Áhersla hefur verið lögð á ís-lenska tónlist og tónskáld fengin til þess að semja sér-staklega fyrir kórinn.

Roar Kvam stjórnar Passíukórnum á æfingu í Íþróttaskemmunni fyrir flutning einnar af stóru passíunum sem vöktu mikla athygli.

Passíukórinn æfir fyrir tónleika í Akureyrarkirkju um 1980.

Flytja kirkjuleg verk og veraldlegHymnodia er kammerkór sem Eyþór Ingi Jónsson, organisti og kórstjóri, setti saman árið 2004. Upphaflega var þetta átta manna hópur en stækkaði fljótt í 16-17 manna kammerkór. Enn eru þrír kórfélagar starfandi sem byrjuðu 2004, Þórhildur Örvarsdóttir, Hjörleifur Hjálm-arsson og Pétur Halldórsson. „Nýir félagar hafa alltaf verið valdir með tvennt til hliðsjónar, að þetta væri gott söngfólk sem passaði raddlega við raddirnar sem fyrir eru og að persónuleik-inn passaði inn í félagsandann. Kór er nefnilega meira en söng-ur. Þetta er samfélag vina þegar best lætur,“ segir Pétur. Mark-miðið hefur alltaf, að sögn hans, verið að flytja metnaðar-fulla kórtónlist, bæði kirkjuleg verk og veraldleg. Hymnodia hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni og mikið flutt sam-tímatónlist en líka tónlist frá barokktímanum og fleiri tíma-bilum tónlistarsög unnar.

Hymnodia þýðir dýrðar-söngur. Þetta er latnesk útgáfa gríska orðsins hymnos. Hymno-dia er í raun sálmasöngur bund-inn í ljóðform, lofsöngur við helgihald kristinna manna. Upphaflega var þetta þó söngur safnaðarins sjálfs við helgi-haldið. „Á síðari árum hefur al-mennur söngur verið hafinn til vegs á ný í kirkjum og því má segja að við séum komin aftur til upphafsins og söngur kirkju-gesta sé hinn eini og sanni hymni,“ segir Pétur.

Kórinn flutti vorið 2006 verkið Membra Jesu nostri eftir Dietrich Buxtehude og fékk til liðs við sig íslenskt og sænskt barokktónlistarfólk ásamt sænsku barokksöngkonunni Önnu Zander. Árið 2010 setti Hymnodia upp óperuna Dídó og Eneas eftir Henry Purcell í Hofi í leikrænni uppfærslu und-ir stjórn Guðmundar Ólafsson-ar. Ingibjörg Bjarnadóttir list-dans kennari stýrði dansi og lát-

bragði. En Hymnodia hefur líka staðið á sviði með Skálmöld í Hofi og Hörpu, tekið þátt í flutningi á Stjórnarskrá Lýðveld­isins Íslands eftir Karólínu Eiríksdóttur, Ólaf Ólafsson og Lidiu Castro, haldið tíu tón-leika á tíu klukkutímum í tíu eyfirskum kirkjum, farið með skemmtitónleika um Norður-land með hljóðfæra slætti, haldið tónleika á bílaverkstæði og tekið upp þrjár plötur, meðal

annars eina í 8 stiga frosti í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Hópurinn vill því kalla sig tónlistarhóp frekar en hefðbundinn kór því verkefnin hafa verið af mjög ólíkum toga, allt frá hefðbundnum kórsöng án undirleiks upp í tilrauna-kennda gjörninga á borð við Voiceland eftir íslenska tón-skáldið Gísla Jóhann Grétars-son og þýsku sviðslistakonuna Maireike Dobe wall sem flutt

var í verksmiðjunni á Hjalteyri og í kart öflu geymslunum í Ár-túnsbrekku í Reykjavík.

Af öðrum verkefnum má nefna að Hymnodia hefur frumflutt verk eftir íslensk tón-skáld, komið fram á Hólahátíð, á sumartónleikum í Akureyrar-kirkju, við helgihald í kirkjunni og þrívegis á Myrkum músík-dögum. Hymnodia hefur líka farið til Sviss og Noregs í söng-ferðir.

Gígjurnar voru mjög vinsælar um árabilSöngfjelagið Gígja var stofn-að á Akureyri laust fyrir aldamótin 1900 af Magnúsi organista, blandaður kór sem starfaði í nokkur ár. Áratugum síðar, í febrúar 1967, var kvennakór með sama nafni – að vísu með greini – stofnaður og var að-alhvatamaður að því Sigurð-ur Demetz Franzson, sem var þá nýkominn til starfa sem söngkennari við Tón-listarskólann á Akureyri.

Jakob Tryggvason, skóla-stjóri Tónlistarskólans á Akur-eyri var organisti Akureyrar-kirkju og tók Demetz að sér að kenna kórfélögum söng. Margar konur voru í þeim hópi og höfðu á orði að gaman yrði að stofna kvennakór. Beið hann þá ekki boðanna heldur var blásið til fundar þar sem mættu um 50 konur og kór var stofnaður – Söngfélagið Gígjan.

Jakob stjórnaði kórnum alla tíð, að einu ári undanskildu þegar Michael Jón Clarke var við stjórnvölinn, en Demetz radd-þjálfaði, og einnig hélt kórinn raddþjálfunarnámskeið þar sem Sigríður Ella Magnúsdóttir og Hanna Bjarnadóttir kenndu. Kórinn hélt reglulega tónleika á Akureyri og voru þeir viðburðir mjög vinsælir meðal íbúa og jafnan fullt út úr dyrum. Kórinn fékk góða dóma og þá var radd-þjálfara og kórstjóra hrósað í hástert fyrir agaða framkomu og vel þjálfaðar raddir. Kórinn söng ávallt í fjórum röddum.

Fyrst heyrðist í kórnum opin berlega 17. júní 1967 og þótti hann glæsilegur á hátíðar-sviðinu á Ráðhústorgi, þar sem konurnar komu allar fram í ís-lenskum þjóðbúningum. Fyrstu tónleikana hélt kórinn ekki fyrr en árið eftir, þriðjudagskvöldið 2. apríl 1968 í Sjallanum og komust færri að en vildu þannig að tónleikarnir voru endurtekn-ir næsta laugardag.

14 ára undirleikariEinsöngvari á fyrstu tónleikun-um var Lilja Hallgrímsdóttir en

oftast voru í því hlutverki Björg Baldvinsdóttir, kunn söng- og leikkona í bænum til áratuga, Gunnfríður Hreiðarsdóttir og Helga Alfreðsdóttir. Fyrsti undirleikari kórsins var Þor-gerður Eiríksdóttir, þá enn að-eins 14 ára, stórefnilegur nem-andi við Tónlistarskólann á Akureyri, en hún lést af slys-förum aðeins 18 ára að aldri í London, þar sem hún var við framhaldsnám í píanóleik.

Jakob Tryggvason hætti störfum 1984 og var þá ákveðið að kórinn tæki sér frí, en átti

ekki afturkvæmt. „Á undan-förnum árum hefur reynst æ erfiðara að halda kórnum starf-andi á þann hátt sem við vild-um. Ýmislegt var þar til og má þar einna helst nefna aukna útivinnu kórfélaga. Þegar Gígj-an var stofnuð 1967 var aðal-uppistaðan húsmæður og voru þær þá miklu færri sem unnu utan heimilis, en nú var svo komið að við vorum allar, hver einasta, meira og minna úti-vinnandi og þar af leiðandi í tvöfaldri vinnu, því varð kór-starfið óhjákvæmilega útundan

að einhverju leyti,“ sagði Gunn-fríður Hreiðarsdóttir, formaður Gígjunnar, í fréttabréfi Menn-ingarsamtaka Norð lendinga árið 1986, þegar endanlega var ákveðið að leggja kórinn niður. „Einnig reyndist erfitt að fá ungar og áhugasamar konur til starfa í þeim mæli sem þarf til að eðlileg og nauð synleg endurnýjun geti forðað stöðn-um. Gígjan var kór sem hafði skapað sér gæðastimpil og honum vildum við halda. Þessi ákvörðun var því tekin að vendilega yfirveguðu máli.“

Fyrstu tónleikar Gígjunnar í apríl 1968. Aftasta röð, frá vinstri: Margrét Magnúsdóttir, Helga Alfreðsdóttir, Hrönn Björnsdóttir, Gisela Bjarnason, Halldóra Þórhallsdóttir, Guðrún Adólfs­dóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Ása Ingólfsdóttir, Björg Þórðardóttir, óþekkt, Ester Randversdóttir, Svanhildur Leósdóttir og Málmfríður Þorláksdóttir. Miðröð, frá vinstri: Guðlaug Her­mannsdóttir, Hildur María Hansdóttir, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Björg Baldvinsdóttir, Gunborg Kristinsson, Kristjana Jónsdóttir, Halldór Egilsdóttir, Sigrún Bjarnadóttir, Anna Jónsdóttir, Ingunn Kristjánsdóttir og Matthildur Sigurlaugardóttir. Fremsta röð, frá vinstri: Petrína Eldjárn, Lilja Hallgrímsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Áslaug Sigurðar dóttir, Lilja Guðbjörg Magnúsdóttir, Gunnfríður Hreiðarsdóttir, Ólöf Jónasdóttir, Þorbjörg Jóhannesdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir og Fanney Oddgeirsdóttir. Sitjandi, frá vinstri, Jakob Tryggvason, stjórnandi, Þorgerður Eiríksdóttir, undirleikari og Sigurður Demetz, raddþjálfari.

Hymnodia árið 2006. Frá vinstri: Hannes Sigurðsson, Pétur Halldórsson, Hjörtur Steinbergsson, Eyþór Ingi Jónsson, Michael Jón Clarke, Jóna Valdís Ólafsdóttir, Hildur Pétursdóttir, Elvý Guðríður Hreinsdóttir, Halla Jóhannesdóttir og Erna Þórarinsdóttir.

Page 14: Akureyri Tónlistarbærinn

26 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 27

Nokkrir „áhugasamir og söng­elskir“ menn komu upp karlakór

Það var 20. október 1922 að nokkrir söngmenn á Akur-eyri komu saman í þeim til-gangi að stofna söngfélag. Þorsteinn Þorsteinsson bygg ingameistari frá Skipa-lóni í Glæsibæjarhreppi –jafnan kallaður Þorsteinn frá Lóni – er talinn aðalhvata-maður að stofnun kórs ins og var gjaldkeri fyrstu stjórnar. Með honum í stjórninni voru Einar J. Reynis, formaður, og Þorsteinn Thorlacius, ritari. Tillögu að nafninu átti hins vegar Magnús organisti. Á meðal stofnenda Geysis voru fyrrverandi félagar úr Heklu og var hugmynd einhverra í fyrstu að notast við gamla nafnið, en Magnús mun hafa lagst gegn því.

Karlakór hafði ekki verið starfandi síðan Hekla lagði upp laupana nokkrum árum eftir söngför til Noregs 1905 en vin-sæll kvartett var í bænum, Prentsmiðjukvartettinn. Sums staðar er því haldið fram að þetta hafi verið „tvöfaldur“ kvartett en annars staðar að kvartettarnir hafi verið tveir. Ekki finnast óyggjandi heim-ildir um það. Sigurður O. Björnsson, sonur Odds Björns-sonar prentsmiðjustjóra, sem síðar gegndi því starfi lengi, mun hafa stofnað Prentsmiðju-kvartettinn, þá tæplega tvítug-ur; Sigurður fæddist 1901 en flutti til Akureyrar 1918. Hon-um var tónlistin í blóð borin. Halldór Blöndal segir í minn-

ingargrein um hann í Íslendingi í janúar 1975: „Sigurður O. Björnsson var mjög mús-íkalskur, enda átti hann ekki langt að sækja tónlistargáfuna. Foreldrar hans [Oddur Björns-son og Ingibjörg Björnsson Benjamínsdóttir] höfðu báðir numið söng hjá sama tónlistar-kennaranum í Kaupmanna-höfn, og tónlist var í hávegum höfð á heimili þeirra. Sigurður hafði bjarta baryton-rödd, sem mörgum þótti með fádæmum heillandi.“ Halldór segir Sigurð og Þorstein hafa haft forgöngu um stofnun Geysis „og var Sig-urður lengi einsöngvari með kórnum og burðarásinn í sinni rödd, fyrsta bassa.“

Eitt barna Sigurðar og Krist-ínar Bjarnadóttur, Þór, er kunn-ur bassasöngvari.

Prentsmiðjukvartettinn skip-uðu: Gunnar Magnússon 1. tenór, Zophonías Árnason 2. tenór, Sigurður O. Björnsson 1.

bassi og Axel Friðriksson 2. bassi.

Hinir fjórir voru Bjarni Hóseason 1. tenór, Þorsteinn Thorlacius 2. tenór, Þorsteinn Þorsteinsson (frá Skipalóni) 1. bassi og Jón Steingrímsson 2. bassi.

Þegar Karlakórinn Geysir var stofnaður 1922 gengu allir þessir söngvarar í kórinn.

Strax á fyrsta fundi Geysis-félaga mun hafa verið sam-þykkt að freista þess að fá Grenvíkinginn Ingimund Árna-son til þess að taka að sér stjórn kórsins. Hann var sonur prests-hjónanna, séra Árna Jóhannes-sonar og Karólínu Guðmunds-dóttur. Þorsteini frá Lóni og Sveini Bjarman var falið það verkefni að ræða við Ingimund og svo fór að hann flutti til Akur eyrar og hóf störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Það reynd ist mikið gæfuspor og Ingimundur stjórnaði kórnum

Akureyri jafnan verið syngjandi bær• Löng og farsæl starfsemi karlakóra • Geysir stofnaður 1922, Karlakór Akureyrar 1929

Akureyri varð snemma mik-ill kórabær og það sem skipti sköpum í upphafi var starf Magnúsar Einarssonar, Magnúsar organista, eins og hann var alltaf kallaður. Hann stofnaði fyrsta félags-kórinn á Akureyri, einnig fyrstu lúðrasveitina og stjórn aði báðum. Kunnastur sönghópa Magnúar er karla kórinn Hekla, sem hann stofnaði og stjórnaði, og fyrstur íslenskra kóra fór utan í söngför, til Noregs árið 1905.

Snorri Sigfússon, einn Hekl-unga (eins og söngmenn Heklu voru kallaðir), sagði í þriðja bindi æviminninga sinna 1972 að Akureyri „hefir jafnan verið

syngjandi bær, og verður von-andi áfram.“

Sú von Snorra rættist svo sannarlega. Um miðja öldina nefndu gárungarnir Akureyri stundum Gaulverjabæ, vegna þess hve söngur var útbreiddur og kórastarf öflugt.

Snorri var ráðinn kennari við Barnaskóla Akureyrar árið 1929 og skólastjóri ári síðar.

„Þegar ég hugsa til þessara ára við Akureyrarskólann, þyk-ir mér sem hann hafi verið syngjandi skóli. Á hverjum morgni hljómaði söngur úr hverri kennslustofu. Þá var sungið morgunvers, og síðan stundum í kennslustund, þegar svo bar undir, og eiginlega hvenær sem tækifæri gafst. Þá

var engin skólasöngbók til handa börnunum, svo að við létum fjölrita 77 vers og ljóð, sem skólinn notaði og börnin lærðu að mestu og sungu,“ seg-ir Snorri, sem stjórnaði Barna-skóla Akureyrar allt til ársins 1947, í æviminningum sínum.

„Auk hinnar venjulegu og hefðbundnu söngkennslu tók-um við upp þá nýjung, þegar sérstakur vorskóli starfaði með 7, 8 og 9 ára börnum, að láta söngkennara koma með fiðlu sína til barnanna í kennslustof-ur og kenna þeim söng í 10 mínútur á dag, en bekkjar-kennarinn gerði hlé á annarri kennslu á meðan. Ákveðið var hverju sinni hvað æfa skyldi, og höfðu börnin kynnzt ljóð-

inu áður, eða lært það. Þetta þótti auka tilbreytni og gaman og lærðu börnin fjölda laga og ljóða á þennan hátt.

Kórsöngur var að sjálfsögðu mjög æfður, en ekki komust þar allir að þegar vel átti að vanda til söngsins. Lengst af þessum árum var söngkennar-inn, Björgvin Guðmundsson tónskáld, og söng kórinn jafn-an á ársskemmtun barnanna og við ýmis önnur tækifæri, og auk þess a.m.k. einu sinni í út-varpið.“

KarlakórarnirKarlakórinn Geysir var stofn-aður 1922 og Karlakór Akur-eyrar nokkrum árum síðar. Báðir störfuðu kórarnir með

miklum myndarbrag í áratugi, settu svip á bæjarlífið og sungu víða um land, en snemma á ní-unda áratug síðustu aldar var farið að ræða um sameiningu kóranna og af henni varð eftir nokkurra ára umhugsun og umræður; Karlakór Akureyrar – Geysir, KAG, varð til haustið 1990.

Núverandi stjórnandi kórs-ins er Steinþór Þráinsson, sem tók við af Hjörleifi Erni Jóns-syni árið 2018. Hjörleifur hafði þá verið stjórnandi síðan 2012. Hann leysti Valmar Väljaots af hólmi, sem hafði stjórnað kórnum frá 2007, auk þess að leika oft undir sjálfur. Fyrsti stjórnandi hins sameinaða kórs var Roar Kvam.

Kristján Jóhannsson syngur með Karlakór Akureyrar – Geysi á 90 ára afmælistónleikum kórsins í Hofi árið 2012. Stjórnandi er Hjörleifur Örn Jónsson, Risto Laur við hljóðfærið.

TÓNDÆMITvær plötur● Karlakór Akureyrar-Geysir hefur gefið út tvo geisladiska. Vorkliður kom út 1997 þar sem Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, söng með kórnum við undirleik Richards Simm. Árið 2005 kom svo út diskurinn Á ljóðsins vængjum, þar sem kórinn syng-ur lög við ljóð Davíðs Stefáns-sonar frá Fagraskógi.

Flottir í tauinu● Þeir, sem voru í eldlínunni á árum áður, leggja allir áherslu á hve flottar danshljómsveitir hafi verið í tauinu. „Aldrei var farið svo af stað með nýja hljómsveit að ekki væri farið í JMJ og Jón látinn sauma á okk-ur nýja jakka. Oft vorum við bara í svörtum buxum en nýr jakki var lágmark, stundum heilu fötin. Maður fór ekki að spila bara í bol og vinnubuxum eins og margir gera í dag,“ segir Rafn Sveinsson og aðrir taka í sama streng.

Sameinaðir stöndum vér„Karlakórssöngur er ólaunað starf áhugamanna. Hversu margir þeir eru sem umhugað er um þetta form tónlistar breytist með sveiflum í tísku og tíðaranda eins og ásannast hefur hér í bæ síðasta áratug. Þegar kom fram yfir 1985 tók söngmönnum í Geysi að fækka svo að tvísýnt þótti að kórstarfi yrði haldið uppi. Karlakór Ak-ureyrar sem starfað hafði hér í bæ síðan 1929 sætti sömu örlögum,“ segir í bæklingi sem gefinn var út 1997, þegar 75 ár voru frá stofnun Geysis. Þar segir ennfremur: „Forsvars-menn beggja kóranna sáu ekki annan kost vænni en að sam-eina þá svo að karlakórssöng yrði haldið uppi hér í bæ með þeirri reisn og þeim þrótti sem einkenndi starf beggja þessara kóra á blómaskeiðum þeirra.“

Karlakórar bæjarins samein-uðust árið 1990 eins og fram kemur hér að ofan og eftir sam-

einingu hefur fjöldi söngmanna samsvarað því sem var í öðrum kórnum meðan þeir voru og hétu. „Svo sem kunnugt er varð starfsemi kóranna sífellt erfiðari á undanförnum árum vegna mannfæðar og leiddi það til þess að samstarf kóranna óx og endaði með sameiningu þeirra í þeirri von að með þeim hætti tækist að halda áfram karla-kórsstarfi á Akureyri, en eins og kunnugt er hefur þróttmikið kórastarf verið eitt af aðalein-kennum bæjarins í áratugi,“ skrifaði Ingvi Rafn Jóhannsson, fyrsti formaður KAG, í söng-skrá fyrstu formlegu vortón-leika hins sameinaða kórs vorið 1991. Ingvi Rafn söng með Kan-tötukórnum um miðja öldina, síðan í tæpa tvo áratugi með Karlakór Akureyrar þar sem hann var lengi í stjórn og m.a. formaður í eitt ár, og loks álíka lengi með Geysi þar sem hann var líka formaður um tíma.

Fyrsta lagið, skv. söngskrá, á fyrstu formlegu vortónleikum Karlakórs Akureyrar – Geysis 1991 var Látum sönginn hvellan hljóma, lag Edvards Grieg, ljóð-ið eftir Benedikt Þ. Gröndal.

Roar Kvam stjórnaði kórnum og Guðrún A. Kristinsdóttir lék á píanó. Aðrir hljóðfæraleikarar voru Helga Kvam, einnig á píanó og slagverksleikararnir Ingvi Rafn Ingvason, Pétur Már Guðmundsson, Halla Jónsdóttir og Helgi Þ. Svavarsson. Ein-söngvarar á tónleikunum Hólm-fríður Benediktsdóttir sópran og Steinarr Magnússon tenór.

Starf KAG er fjölbreytt, kór-inn er sýnilegur í menningarlífi Akureyrar og kemur víða við. Hin síðari ár hefur hann farið í söngferðir til Eistlands, Finn-lands og tvisvar til Ítalíu.

Síðasta utanferð KAG var 2016, þegar haldið var til Suður-Tíról, þar sem sungið var í Ortisei í ítölsku ölpunum, fæð-

ingarbæ Sigurðar Demetz Franz-sonar. Demetz setti sterkan svip á tónlistarlíf Akureyrar á sjö-unda og áttunda áratug síðustu aldar, kenndi við Tónlistarskóla Akureyrar í liðlega áratug, þjálf-aði báði karlakórana, stjórn aði Geysi um fjög urra ára skeið og Lúðrasveit Akureyrar í tvö ár. Auk þess stofnaði hann söng-sveitina Gígjuna ásamt öðrum og þjálf aði söngsveit innan menntaskólans, sem kallaði sig 24 MA félaga og varð vinsæl.

Demetz fór fyrst til Íslands 1955 til að halda námskeið fyrir söngvara. „Ég fór fyrst til Akur-eyrar árið 1967 til að þjálfa karlakórinn Geysi. Árið eftir kom Jakob Tryggvason til mín og sagði að Ísland væri nú meira heldur en bara Reykjavík,“ segir Demetz í bók Gísla Sigurgeirs-sonar, Jói Konn og söngvinir hans. Það varð til þess að hann flutti norður „og Akureyringur var ég í 13 ár,“ segir Demetz.

Fyrsta söngskráinSöngskrá fyrstu tónleika Karlakórsins Geysis. Hún er að vísu dagsett 17. desember 1922, en tónleikarnir voru kvöldið áður. Þarna má sjá lögin 12 sem kórinn söng. Fyrstu tvö á þessum fyrstu tónleikum voru eftir danska tónskáldið Christoph Ernst Friedrich Weyse. Upphafslagið, skv. söngskránni, var Nu ringer alle klokker, því næst söng kórinn Gud ske Tak og Lov og þriðja lagið og hið fyrsta íslenska var Hvar eru fuglar eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson (sem oftar virðist nefnt Vetur í seinni tíð), þá Jeg lít í anda eftir Sigvalda Kaldalóns og I Sachiernes Land eftir Weyse.

Sigurður O. Björnsson. Þorsteinn Þorsteinsson.

Karlakórinn Geysir á Alþingishátíðinni 1930 á Þingvöllum. Þar sungu Geysismenn sem hluti Landskórsins, 150 manna karlakórs sem skipaður var söngmönnum úr hinu nýstofnaða Sambandi íslenskra karlakóra; úr Karlakór Reykja­víkur, Karlakór Ísafjarðar, Söngfélagi stúdenta, Karlakór KFUM og Karlakórnum Vísi frá Siglufirði. Jón Halldórsson, þáverandi ríkisféhirðir, stjórnaði. Geysir var annar tveggja kóra sem einnig söng einn og sér og Ingimundur Árnason stjórnaði þeim söng. Hinn var Karlakór Ísafjarðar.

Page 15: Akureyri Tónlistarbærinn

28 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 29

Það var haustið 1968 að beðið var um fjóra söngmenn úr Geysi til að syngja viðlag inn á plötuna Unga kirkjan sem Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti stóð að. Fyrir valinu urðu Aðalsteinn Jónsson 1. ten-ór, Guðmundur Þorsteinsson 2. tenór, Birgir Snæbjörnsson 1. bassi og Sigurður Svanbergs-son 2. bassi. Það var svo ekki fyrr en 1979 að Geysiskvartett-inn söng 14 lög inn á hljóm-plötu. „Ár liðu og lagið Ég helga þér Kristur heyrðist oft í óska-lagaþáttum. Þá var þessi kvar-tett, sem raunar var ekki til, beðinn að syngja á fjáröflunar-samkomu,“ segir í söngskrá af-mælistónleika árið 1982, þegar Geysir fagnaði 60 ára afmæli. „Í skyndi var leitað til Jakobs Tryggvasonar organista og kenndi hann áðurnefndum söngbræðrum nokkur lög sem sungin voru við góðan orðstýr. Þetta spurðist og brátt tóku beiðnir um söng að berast víðs vegar að. Færðust þeir fimm æ meira í fang, héldu þeir t.d. söngskemmtun á Akureyri, sem endurtaka þurfti vegna mikillar aðsóknar. Kvartettinn söng svo víða um land við undirleik Jak-obs, ætíð við góðar undirtektir.“

Vert er að geta þess að Geysis kvartettinn tók þátt í nor-rænni kvartettakeppni skömmu fyrir sextugsafmæli kórsins og hreppti þriðju verðlaun.

Eindregnir vinstri sinnarForgöngumaður að stofnun Karlakórs Akureyrar sumarið 1929 var Áskell Snorrason frá Þverá í Laxárdal í Suður Þingeyj-arsýslu, sem lengi starfaði sem kennari á Akureyri. „Ekki er fjarri lagi að ætla, að einhver stéttarígur og bæjarmálapólitík hafi leitt til stofnunar kórsins. Í bænum var þá þegar starfandi Karlakórinn Geysir og var skip-aður kaupfélagsmönnum og jafn framt mönnum á hægri

væng stjórnmálanna,“ sagði séra Bolli Gústavsson frá löngu síðar, en faðir hans, Gústav B. Jón-asson rafvirki, var einn stofnfé-laga Karlakórs Akureyrar.

Áskell Snorrason var fyrsti formaður kórsins, gjaldkeri Aðalsteinn Þorsteinsson og rit-ari Þórir Jónsson.

„Þeir félagar, Áskell Snorra-son tónskáld og Skagfirðingur-inn Þórir Jónsson málarameist-ari voru eindregnir vinstri sinn-ar í stjórnmálum og fengu þá köllun að safna saman mönn-um á Oddeyrinni á sumar-mánuðum árið 1929. Hélt kór-inn fyrstu tónleika sína á að-ventunni, 14. desember sama ár,“ sagði séra Bolli.

Formlegur stofnfundur Karla-kórs Akureyrar var hald inn 26. janúar Alþingishátíðarárið 1930. Þann dag, segir í fundargerðar-bók, var fundur settur og hald-inn „í söngfjelaginu Karlakór

Akureyrar, og var mestur hluti fjelagsmanna mættur.“

Til umræðu voru lög félags-ins. „Þar sem eigi hafði komist á fyr að ganga frá þeim og sam-þykkja þau, verður fundur þessi að skoðast sá formlegi stofnfundur fjelagsins, enda þótt það hafi starfað nálækt þriggja mánaða tíma, eftir munnlegu samkomulagi fje-lags manna. Bráðabirgðastjórn fjelagsins hafði samið uppkast að lögum, fyrir fjelagið, las fundarstjóri það upp, eina og eina grein í einu, svo fundar-menn gætu áttað sig sem best á því, og komið með tillögur, og viðauka, ef mönnum sýndist. Urðu nokkrar umræður um lagafrumvarpið, en yfirleitt virt ust menn ánægðir með það, og var það að lokum samþykt, með nokkrum viðaukum.“

Karlakór Akureyrar æfði fyrstu árin í Verkalýðshúsinu

við Strandgötu en eftir að Geysir eignaðist Lón fékk kór-inn gjarnan þar inni, bæði fyrir æfingar og fundi. Þegar kom fram á sjötta áratuginn kvikn-aði áhugi á því fyrir alvöru að eignast húsnæði og bæði kom til greina að kaupa Laxagötu 5, kirkju sem söfnuður aðventista reisti snemma á fjórða áratugn-um, og byggja hús á lóð við Hvannavelli, í samvinnu við Sjálfsbjörg. Hvorugt varð að veruleika þá en laust eftir 1960 keypti kórinn kirkjuna við Laxagötu í félagi við Lúðrasveit Akureyrar og hafði þar sama-stað þangað til kórinn festi kaup á hæð við Óseyri árið 1981. Þar var aðsetur kórsins allt þar til hann sameinaðist Geysi og núverandi húsnæði hins sameinaða kórs var keypt.

Margir stofnfélaga Karlakórs Akureyrar höfðu verið í Karla-kór verkamanna, sem stofnaður

var 1927 að tilhlutan Verka-mannafélags Akureyrar, en starf-aði aðeins um eins árs skeið.

Áskell Snorrason stjórnaði Karlakór Akureyri fyrstu 13 árin en Sveinn Bjarman í eitt ár, eftir að Áskell hætti vegna heilsu-brests. Áskell Jónsson, frá Mýri í Bárðardal – faðir hinna kunnu tónlistarmanna, Jóns Hlöðvers, tónskálds og Harðar, organista Hallgrímskirkju – tók við stjórn kórsins 1943, strax og hann flutti til bæjarins, og gegndi embætti allt til ársins 1966.

„Þeir komu til mín austur að Laugum, nokkrir úr stjórn Karlakórs Akureyrar, og báðu mig að taka þetta starf að mér. Ég ákvað að prófa og sú prófun stóð í 25 ár! Þá var ég orðinn þreyttur, því sannleikurinn er nú sá, að ég hef meira gaman af að glíma við blandaða kóra heldur en karlakóra. En auðvit-að hafði ég gaman af þessu, annars hefði ég ekki enst svona lengi,“ sagði Áskell við Gísla Sigurgeirsson í bókinni Jói Konn og söngvinir hans.

allt til dauðadags 1954; í þrjá áratugi, að einum vetri undan-skildum.

Þórgunnur Ingimundardóttir sem býr á Akureyri í hárri elli segir foreldra sína ekki hafa flutt frá Grenivík fyrr en 1925. Í um það bil þrjú ár hélt Ingi-mundur því heimili á Grenivík þótt hann væri farinn að starfa á skrifstofu KEA á Akureyri og stjórna Geysi. Þórgunnur lærði píanóleik, var undirleikari með Geysi um tíma og kenndi á píanó á Akureyri í mörg ár.

Árni sonur Ingimundar tók við stjórn kórsins að föður sín-um látnum og gegndi embætti í liðlega áratug, en áður hafði hann bæði leikið með honum á píanó og sungið, þegar undir-leiks þurfti ekki með. Árni var til dæmis undirleikari í vel heppn-aðri söngför til Norðurlandanna árið 1952, sem farin var í tilefni 30 ára afmælis kórsins. Þá var sungið í Gautaborg, Kaup-mannahöfn og Þórshöfn í Fær-eyjum. Svo skemmtilega vildi til að einn Geysisfélaga í ferðinni, Oddur Kristjánsson frá Glæsi-bæ, var í hópi Heklunga í fyrstu utanför íslensks kórs 1905.

Geysir kom fyrst fram opin-berlega 1. desember 1922, á samkomu sem Stúdentafélag bæjarins hélt í Samkomuhúsinu, til þess að minnast fjögurra ára fullveldis Íslands og hefur 1. des-ember síðan verið talinn afmæl-isdagur kórsins. Í tilkynningum kom fram að þar hygðist kórinn syngja „nokkur lög“ en fyrsti op-inberi samsöngurinn – fyrstu tónleikar kórsi ns – var laugar-dagskvöldið 16. desember, skv. frásögn Akur eyrarblaðanna.

Í Verkamanninum birtist eftir farandi frétt 19. desember: „Nokkrir áhugasamir og söng-elskir menn hér í bæ, gengust fyrir því í haust að koma upp karlakór í bænum. Undirtektir urðu hinar bestu, og var Ingi-mundur Árnason í Grenivík fenginn til að æfa flokkinn. Hef-ir hann unnið að því svo sleitu-laust undanfarið, að flokk urinn sá sér fært að lofa bæjarbúum að heyra til sín s.l. laugardags-kvöld. Verður að telja þetta vel að verið, því flestir Geysismenn hafa ekki öðrum tíma úr að spila en kvöldstundum, að af-loknu fullu dagsverki. En bæði er það, að áhugi flokksmanna

hefir verið óbilandi og söng-stjórinn ötull og laginn.

Geysir söng 12 lög og tókst söngurinn prýðilega, að dóma söngvinna manna. Aðsóknin var góð og létu áheyrendur ánægju sína í ljósi með óblöndnu lófataki. Þó er óhætt að fullyrða að söngflokkurinn var ekki upp »upp á sitt besta« þetta kvöld. Hið slæma kvef, sem gengur í bænum, hefir ekki farið fram hjá Geysis-mönnum. Flokkurinn mun halda áfram með sama dugn-aði og hingað til, ný lög verða æfð og bæjarbúar mega eiga von á hverju »Geysisgosinu« á fætur öðru. Þarf ekki að efa að flokkurinn á eftir að veita bæj-arbúum marga ánægjustund í framtíðinni.“ Undir þessa um-fjöllun skrifar Áheyrandi.

Starfsemi Geysis var býsna öflug fyrstu árin. Veturinn 1929 var Sigurður Birkis, síðar söng-málastjóri þjóðkirkjunnar, ráð-inn um mánaðartíma til radd-þjálfunar og æft var af kappi undir 50 ára minningarhátíð Möðruvallaskóla, Alþingishátíð-ina 1930, þar sem Geysir kom fram, og fyrsta söngmót Sam-

bands íslenskra karlakóra (S.Í.K.), sem haldið var í Reykja vík að lokinni Alþingishátíðinni.

Snemma á fimmta áratugn-um hófu menn að ræða nauðsyn þess að kórinn eignaðist hús-næði. Hann hafði m.a. æft í Menntaskólanum en var oft á hrakhólum, 1944 var kosin nefnd um byggingu æfingahúss og ári síðar festi kórinn kaup á húseigninni Hafnarstræti 73, þar sem m.a. hafði verið bíó, smjörlíkisgerð og samkomusal-ur Frímúrara. Þorsteinn frá Lóni, lengi ein helsta driffjöður í starf-semi kórsins og einn helsti hvatamaður að kaupunum, lést árið áður en kórinn eignaðist húsið, og var húsið nefnt Lón, í virðingarskyni við Þorstein.

Síðar kallaðist Hafnarstræti 73 Dynheimar, þá félagsmið-stöð á vegum Akureyrarbæjar fyrir unglinga, enn síðar Rým-ið, þegar Leikfélag Akureyrar hafði það til umráða en þar er nú hótel.

Þess má geta að Tónlistar-skólinn á Akureyri var stofnað-ur 1946 og fékk þá inni í Lóni.

Rekstur hússins reyndist kórnum erfiður þegar frá leið,

húsið var leigt Akureyrarbæ 1971 og selt bænum fjórum árum síðar. Kórinn keypti þá minna húsnæði í Glerárgötu 34 en félagsheimili Karlakórs Akur-eyrar – Geysis í dag er við Hrísa-lund, og heitir Lón sem áður.

Söngför til Norðurlanda var nefnd fyrr. Hún var ákveðin 1950 en vegna hafta varð ekki af henni; gjaldeyrisleyfi fékkst ekki vegna fararinnar. Geysir fór hins vegar í Norðurlandaför 1952, siglt var með strandferða-skipinu Heklu og sungið á sex stöðum í Noregi, meðal annars í Þrándheimi, í Gautaborg í Sví-þjóð og bæði Álaborg og Kaup-mannahöfn í Danmörku.

Árið 1971, þegar Englend-ingurinn Philip Jenkins stjórn-aði Geysi, tók kórinn þátt í tón-listarhátíð í Stoke-on-Trent í Englandi og haustið 1974, þegar Sigurður Demetz Franzson, var við stjórnvölinn var aftur haldið utan, þá til Norður-Ítalíu og sungið á nokkrum stöðum.

GeysiskvartettinnKvartett sem kenndur var við Geysi varð vinsæll, en var þó í raun ekki til fyrstu árin!

Geysismenn skemmta Akureyringum með söng á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1923, árið eftir stofnun kórsins. Söngvararnir eru 16 talsins og stjórnandinn Ingimundur Árnason.

Geysiskvartettinn ásamt stjórnandanum, Jakob Tryggvasyni. Frá vinstri: Birgir Snæbjörns­son, Jakob, Aðalsteinn Jónsson, Guðmundur Þorsteinsson og Sigurður Svanbergsson.

Söngskrá, mjög líklega frá fyrstu tónleikum Karlakórs Akureyrar í desember 1929. Fyrsta lagið er Akureyri eftir Magnús „organ ista“ Einarsson.

Söngskrá eins af fyrstu tónleikum Karla­kórs Akureyrar.

Karlakór Akureyrar á söngmóti Sambands íslenskra karlakóra í Reykjavík árið 1950. Söngstjórinn, Áskell Jónsson, er fimmti frá vinstri í fremstu röð.

Karlakór Akureyrar á 40 ára afmælinu. Fremst sitja, frá vinstri: Jóhann Konráðsson, einsöngvari, Philip Jenkins píanóleikari, feðgarnir Áskell Jónsson og Jón Hlöðver Áskelsson stjórnendur, og Eiríkur Stefánsson, einsöngvari. Næsta röð, frá vinstri: Ingvi Rafn Jóhannsson, Jósteinn Broddi Helgason, Guðmundur Karl Óskarsson, Jónas Bjarnason, Sigurður Guðlaugsson, Sigurbjörn Sigurbjörnsson, Sigurður Hannesson, Friðrik Blöndal, Ægir Hallgrímsson og Páll Helgason. Næst aftasta röð frá vinstri: Gísli Bjarnason, Henning Kondrup, Sverrir Pálsson, Árni J. Haraldsson, Jónas Jónsson, Steingrímur Eggertsson, Kristján Benediktsson, Haukur Berg, Gústaf Jónasson og Jón Þórarins­son. Efsta röð frá vinstri: Arnfinnur Arnfinnsson, Þórarinn Halldórsson, Daníel Þórðarson, Einar Einarsson, Hrafn Sveinbjörnsson, Knútur Valmundsson (ekki tókst að bera kennsla á þann næsta, sem sést illa), Jón Höskuldsson og Ármann Helgason.

Áskell Snorrason einn stofnenda Karlakórs Akureyrar og fyrsti stjórnandi.

Karlakórinn Geysir um miðja síðustu öld. Fremstir fyrir miðju eru stjórnendurnir tveir fyrstu áratugina, feðgarnir Ingimundur Árnason og Árni Ingimundarson.

Forsíða söngskrár hljómleika Hljómsveitar Akureyrar og karlakórsins Geysis 1932.

Page 16: Akureyri Tónlistarbærinn

30 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 31

Félagar úr Karlakór Akureyrar og Geysi æfa í maí 1987 fyrir sameiginlega tónleika í íþróttaskemmunni. Fremstir sitja Páll Jóhannesson einsöngvari og Atli Guðlaugsson stjórnandi.

Skref í átt að sameininguFélagar úr Karlakór Akur-eyrar og Karlakórnum Geysi æfðu sameiginlega veturinn 1986 til 1987 undir stjórn Atla Guðlaugssonar og héldu saman tvenna tónleika í íþróttaskemmunni um miðj-an maí.

Gripið var til þessa af þeirri ástæðu að hvorugur kórinn var starfhæfur einn og sér um þess-ar mundir. Svo fáir voru liðs-menn orðnir. Tónleikarnir þóttu vel heppnaðir og í lok mán-aðarins hélt hópurinn tvenna tónleika á borgarhorninu, í Fé-lagsbíói í Keflavík og Langholts-kirkju í Reykjavík.

Einsöngvari á tónleikunum var Páll Jóhannesson og undir-leikarar Kristinn Örn Kristins-son píanóleikari, Þórir Jóhanns-son bassaleikari og Jón Elvar

Hafsteinsson gítarleikari. Krist-inn hefur lengi kennt við Söng-skólann í Reykjavík, Páll hefur árum saman leikið með Sin-fóníuhljómsveit Íslands og með Sinfóníuhljómsveit Norður-lands frá upphafi, og Jón Elvar

er þekktur í hljómsveitabrans-anum; var til dæmis í Stjórninni þegar hún flutti Eitt lag enn í Söngvakeppni evrópskra sjón-varpsstöðva árið 1990, þar sem Ísland varð í fjórða sæti.

„Kórarnir hafa áður starfað

saman en mannfæð í vetur varð þess valdandi að ákveðið var að efna til samstarfs, og ef vel tekst til er hugsanlegt að um framhald á því geti orðið að ræða,“ sagði í frétt Dags fyrir tónleikana. Sú varð raunin og kórarnir runnu saman þrem-ur árum síðar, eins og fjallað er um framar í blaðinu.

Hér til hliðar má sjá hluta söngskrár vortónleika Karla-kórs Akureyrar – Geysis árið 1991, þeirra fyrstu eftir sam-einingu kóranna. Fyrsta lag tónleikanna var Látum sönginn hvellan hljóma, lag Edvards Grieg við ljóð Benedikts Þ. Gröndal. Roar Kvam stjórnaði kórnum fyrst eftir samein-inguna og Guðrún A. Kristins-dóttir lék með á píanó á þess-um fyrstu tónleikum KAG.

Karlakór Akureyrar söng víða í Eyjafirði og einstaka sinnum annars staðar á Norð-urlandi og voru sumar ferðirnar afar eftirminnilegar. Í annál kórsins árið 1937, sem Halldór Stefánsson ritar, er til að mynda sagt frá ferð til Skagafjarðar: „Sú söngför var dálítið söguleg í báða enda. Til að byrja með voru ýmsir erfiðleikar á því að komast þessa ferð vegna þess að bann hafði verið á veginum fyrir Öxnadalsheiði en átti að aflétta því kl. 6 á sunnudags-morgun 6. júní, en Karlakórinn hafði ákveðið að fara laugardag 5. júní. Fékk hann loks eftir ítrek aðar hringingar til Vega-

málaskrifstofunnar þetta maka- lausa svar: „Farið þið þá, þið skuluð ekki vera klagaðir.“ Heim ferðin úr söngförinni gekk einnig dálítið skringilega. Þegar komið var að Bægisá á Þela-mörk var annar bíllinn bensín-laus og gekk í talsverðu þófi að ná bensíni af hinum bílnum til að bæta á hann. Var svo haldið áfram, en þegar kom inn fyrir Lónsbrú varð sá bíllinn sem tekið var af hjá Bægisá einnig bensínlaus og varð mannskap-urinn að ýta honum á undan sér inn fyrir Glerárbrú. Þá voru flestir farþeganna búnir að yfir-gefa hið ferðlausa farartæki og komu menn þess vegna einn og

tveir á strjálingi í bæinn. Var það í sjálfu sér hæfilegur endir á mjög óarðbærri söngför, en þó að ýmsu leyti heldur ánægju-legri.“

Syngur mest við hefilbekkinn!

Í öðrum annál er sagt frá því er kórinn fram framað Þverá í Eyjafirði árið 1934, í 16 stiga frosti „og var ekki búið að hita upp samkomuhúsið, er þangað var komið. Farið var héðan á tveim vörubílum skýlislausum með bekkjum þó. Skýldu menn sér fyrir frostnæðingnum með segldúk. Það var kalt og karl-mannlegt ferðalag.“

Karlakór Akureyrar fór fyrst utan í söngför sumarið 1967. Sungið var í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Stjórnandi var Guð-mundur Jóhannsson, undirleik-ari Kristinn Gestsson og ein-söngvarar Eiríkur Stefánsson og Hreiðar Pálmarsson.

Það mun hafa verið í þessari ferð, í Finnlandi, sem heima-menn spurðu: við hvaða óperu starfar bassasöngvarinn? Þar var átt við einsöngvarann, Eirík Stefánsson, og spurningunni var auðsvarað: hann er húsa-smíðameistari, rekur trésmiðju heima á Akureyri og syngur mest við hefilbekkinn!

TÓNDÆMIHvað kostar hálftími í viðbót?● Það er engin leið að hætta, segir í þekktu lagi Stuðmanna. Stundum er sú raunin, eins og Rafn Sveinsson rifjar upp, en hann lék í danshljómsveitum í áratugi. Rafn segir svo frá: „Það var á þorrablóti á Greni-vík fyrir mörgum árum. Ballið átti að vera til klukkan þrjú en þegar ég tilkynni að nú sé komið að síðasta lagi hljóm-sveitarinnar kemur til mín skip-stjóri, dregur upp veskið og spyr: Hvað kostar hálftími í viðbót? Ég segi honum það og hann borgar þegjandi og hljóðalaust.“

Nú er mál að linni● Hálftíma síðar endurtekur leikurinn sig, nema hvað það var ekki sami skipstjórinn. „Þannig gekk það áfram en þegar klukkan var orðin hálf fimm sagði ég nei, takk! Nú er kominn tími til að hætta. Við spilum ekki meira. Þegar fólk er komið í mikið stuð vill það gjarnan halda áfram, skiljan-lega, en yfirleitt er samt betra að hætta leik þá hæst hann stendur heldur en láta stemn-inguna fjara smám saman út,“ segir Rafn Sveinsson.

Tónlistarfjölskylda● Faðir Atla Örvarssonar, kvik-myndatónskálds, Örvar Krist-jánsson, var einn kunnasti harmonikuleikari landsins á sinni tíð. Systkini Atla, Þór hildur, Grétar og Karl, eru þekktir tónlistarmenn.

Vel menntuðog mikill

listamaðurMargrét Eiríksdóttir, fyrsti skólastjóri Tónlistarskól-ans á Akureyri, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja vík og tók loka-próf 1934, tvítug að aldri. Síðan var Margrét við tónlistarnám í London með hléum til ársins 1945. Tónlistarskólinn á Akur-eyri tók til starfa í janúar 1946 og þá hafði hún ver-ið ráðin til starfans.

Árið 1936 hóf Margrét nám við Royal Academy of Music í London og útskrifaðist þaðan 1939. Ýmsar viðurkenningar hlaut hún á þessum árum og hvatningu kennara sinna til áframhaldandi náms og eftir þriggja ára dvöl á Íslandi hélt hún utan á ný, þrátt fyrir styrj-aldarátökin, innritaðist í sama skóla og lauk prófi 1945.

Skömmu eftir heimkom-una bauðst henni starfið á Akureyri. Hún fór norður til fundar við skólanefndina og kynntist verðandi eigin-manni sínum, Þórarni Björns-syni frá Víkingavatni í Keldu-hverfi, sem sat í nefndinni. Hann var þá kennari við Menntaskólann á Akureyri og seinna skólameistari.

Eftir að Þórarinn varð skólameistari 1949 lét Mar-grét af skólastjórastarfinu. „Það þótti ekki viðeigandi að skólameistarafrú ynni utan heimilis. Í staðinn tók hún að sér prívatkennslu og valdi sér nemendur,“ sagði tengdasonur Margrétar, Sig-urður Karlsson, í minningar-grein eftir að hún lést 2001.

Þórarinn lést 1968, Mar-grét flutti til Reykjavíkur árið eftir og bjó þar æ síðan.

Tryggvi Gíslason, síðar skólameistari MA, segist stundum hafa verið gestur á heimili þeirra Þórarins í hinu gamla og virðulega húsi Menntaskólans á Akureyri á meðan hann var nemandi við skólann. „Stundum lék Mar-grét Eiríksdóttir á flygilinn og hafði ég aldrei áður heyrt leikið á hljóðfæri á þann hátt sem hún gerði, enda var hún vel menntuð og mikill lista-maður og naut margur góðs af kennslu hennar.“

Margrét Eiríksdóttir við flygilinn. Eigin­ maður hennar, Þórarinn Björnsson, skóla meistari, hlýðir á.

Mamma keyrði mig frá Húsavík í tónlistartíma

• Lára Sóley hóf að leika 14 ára með Sinfóníuhljómsveit NorðurlandsLára Sóley Jóhannsdóttir sem nýlega tók við starfi framkvæmdastjóra Sinfóníu-hljómsveitar Íslands, er fædd og uppalin á Húsa vík en sótti tónlistarnám til Akur-eyrar og bjó seinna meir lengi í höfuðstað Norður-lands.

„Ég byrjaði í Tónlistarskól-anum á Akureyri 1996. Bjó á Húsavík en mamma keyrði mig á milli og þetta sama ár var ég farin að spila á fiðluna með Sin-fóníuhljómsveit Norðurlands, 14 ára gömul,“ segir Lára Sóley. „Það var mikið samstarf á milli tónlistarskólans og hljóm sveit-ar innar og það var einmitt vegna tækifæranna sem Sinfón-ían gaf mér sem ég ákvað að fara í Menntaskólann á Akur-eyri. Ég útskrifaðist þaðan 2001 af tónlistarbraut, flutti þá til Bretlands en kom stundum heim og spilaði með Sinfóní-unni á meðan ég var í námi.“

Lára Sóley stundaði fram-haldsnám við tónlistarháskóla í Cardiff í Wales og lauk námi 2006. Þau Hjalti Jónsson, sem fluttur var út til Láru, ákváðu að setjast að á Akureyri þegar þau héldu heim á ný og Lára fékk kennarastarf við tónlistar-skólann. „Við ætluðum að vera í eitt ár en árin á Akureyri urðu 12,“ segir hún.

Kennslan var aðalstarf Láru Sóleyjar en hún hrinti líka í framkvæmd fjölda verkefna á eigin vegum og í samstarfi við

aðra. „Maður var alltaf að tak-ast á við eitthvað nýtt. Ég var til dæmis með í verkefninu Norð­lenskar konur í tónlist, sem í upp-hafi átti að vera ein tónleikaröð en varð miklu meira. Það var ótrúlega gefandi, samstarfið frábært og dýrmæt vinasam-bönd urðu enn sterkari en áður. Svo var ég bæjarlistamaður 2015-2016, sem var mjög dýr-mætt tækifæri því þá gat ég ein-göngu sinnt eigin verkefnum.“

Lára rifjar upp hve lánsöm hún var að fá að halda utan um fyrstu tónleikana sem haldnir voru í Hofi, þegar söngkonan Lay Low kom fram ásamt fjölda barna og öðru tónlistar-fólki á föstudagskvöldi, daginn fyrir vígsluhátíðina, í ágúst 2010. „Mér fannst það ótrúlega spennandi og þá kviknaði í raun þessi mikli áhugi á stýr-ingu viðburða, sem ég held reyndar að hafi blundað í mér alveg frá því ég var lítil. Þetta var upphafið að því að ég fór að vinna í hlutastarfi í Hofi í alls konar sérverkefnum.“

Svo fór að Lára Sóley hélt til Cardiff öðru sinni og menntaði sig í listastjórnun. „Ég hafði lengi hugsað mér að með tím-anum vildi ég færa mig meira yfir í einhverja svona vinnu, og draumastarfið var auðvitað það sem ég er í núna – fram-kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands. Námið var frá-bær, heildstæður undirbúning-ur fyrir að stýra menningar-

stofnun, þegar við fórum ætl-uðum við okkur að vera lengur en eitt ár úti en fluttum heim þegar mér bauðst starfið.“

Hún segir miklu máli hafa skipt, þegar þau Hjalti ákváðu að setjast að á Akureyri eftir nám hennar í Cardiff, að Sin-fóníuhljómsveit Norðurlands væri öflug og Lára telur hljóm-sveitina ekki síður mikilvæga nú. „Ég tel að nú, í þeim upp-

gangi sem fylgir öllum frábæru Netflix og kvikmyndaverkefn-unum, sé gríðarlega mikilvægt að halda því á lofti hve gott sé að búa og starfa á Akureyri. Það á að hvetja tónlistarfólk til að setjast þar að því bæði er bærinn dásamlegur, fólkið yndislegt og gaman að að spila fyrir það, auk þess sem mikil-vægt er fyrir bæjarlífið að hafa gott listafólk á svæðinu.“

Lára Sóley lék lengi með SN, en er nú framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm sveitar Íslands.

Tengslin við skólann mikilvægMagna Guðmundsdóttir var framkvæmdastjóri Sinfóníu-hljómsveitar Norðurlands í átta ár, lengst allra. Hún lék auk þess með sveitinni frá upphafi og hefur lengi verið kennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Þekkir því vel þróun mála síðustu áratugi.

„Það var stórt skref þegar Kammerhljómsveit Akureyrar var stofnuð. Áður hafði Kamm-erhljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri verið skipuð nemend-um og kennurum, en eftir breyt-inguna varð starfsemin mun um-fangsmeiri og stofnað var áhuga-mannafélag til stuðnings hljóm-sveitinni, sem gafst vel og var mikilvægt,“ segir Magna.

Fyrstu tónleikar Kammer-hljómsveitar Akureyrar voru haustið 1986. „Starfið einkennd-ist af áhugamennsku fyrstu árin og enginn þáði laun. Þetta byrj-

aði smátt; okkur fannst óþarfi að byrja með látum heldur vildum við byggja vel upp frá grunni og leyfa hljómsveitinni að þróast í rólegheitum.“

Skemmtilegur tími„Okkur þótti það svakalega stórt nafn, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,“ segir Magna um það þegar sú hljómsveit varð að veruleika 1993. „Ingólfur Ár-

mannsson, sem var menningar-fulltrúi Akureyrarbæjar, hafði unnið með ráðuneytinu og sagði okkur að ráðamenn vildu hafa stórt nafn á hljómsveitinni og tengja hana landshlutanum öllum, því þannig væri hægt að réttlæta betri styrki til starf-seminnar. Við sættum okkur því við nafnið en fannst við ótrúlega góð með okkur!“

Hún segir árin sem fram-kvæmdastjóri SN hafa verið afar skemmtilegan tíma. „Hljóm-sveitin þroskaðist mjög og ég lærði heilmikið. Guðmundur Óli Gunnarsson var listrænn stjórnandi og stjórnandi hljóm-sveitarinnar; hann byggði hljóm-sveitina upp og allir vita að hún væri ekki það sem hún er í dag, hefði hans ekki notið við.“

Mikil tengsl voru við Tónlist-arkólann á Akureyri á þessum árum, sem Magna segir mikil-

vægt. „Guðmundur hafði verið skólastjóri og þekkti aðstæður vel. Setti saman góða dagskrá miðað við þann mannskap sem við höfðum og af því hann var svo mikill skólamaður fannst honum mikilvægt að nýta inn-viðina; var duglegur að gefa ung-um hljóðfæraleikurum tækifæri og ég man eftir nokkrum sem voru farnir að leika með hljóm-sveitinni innan við fermingu.“

Töluvert var um að brott-fluttir Akureyringar lékju með hljómsveitinni og „einnig vor-um við dugleg að fá hljóðfæra-nemendur héðan sem voru í námi erlendis til að spila með okkur; ef þá langaði til dæmis heim í jóla- eða páskafrí kom fyrir að við greiddum ferða-kostnað í stað launa fyrir að spila með hljómsveitinni og þannig héldum við góðum tengslum við fólkið.“

Magna Guðmundsdóttir.

Page 17: Akureyri Tónlistarbærinn

32 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 33

TÓNDÆMIDinnermúsík● Þorvaldur Hallgrímsson er mörgum minnisstæður við píanóið á veitingastaðnum Smiðjunni á árunum um 1980. Algengt var lengi vel á níunda áratugnum að leikin væri dinnermúsík á veitingastöðum bæjarins; Ingimar Eydal sá um það á Hótel KEA, Gunnar Gunnarsson, Sigfús Arnþórsson og Kristján Guðmundsson komu einnig að slíku.

Um þessar mundir léku tveir á Fiðlaranum á þakinu, á efstu hæð Alþýðuhússins: „Menn voru flottir á því þar að bjóða upp á tvo; ég lék á píanóið og Michael Clarke á fiðlu,“ segir Óskar Einarsson þegar hann rifjar þetta upp. Hann var tæp-lega tvítugur þegar þetta var. „Mér finnst þetta alveg magn-að, eftir á að hyggja.“ Nú heyrir lifandi tónlist undir borðum á veitingastöðum sögunni til.

Filipus varð aðsetjast og bíða● Stefán Hallgrímsson radíó-virki, sem lék lengi með Lúðra-sveit Akureyrar, segir frá eftir-minnilegu atviki í gömlu afmæl-isblaði lúðrasveitarinnar. Það var þegar Filipus prins, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, kom til Akureyrar og móttaka var í Lystigarðinum. Lúðrasveitin lék og „þannig háttaði til að Jakob Tryggvason stjórnaði og snéri baki í ræðustólinn,“ segir Stefán. Jakob sá því ekki þegar hinn tigni gestur „gekk að stólnum og gerði sig líklegan að halda sitt ávarp, en rétt í því gaf Jakob okkur merki um að spila breska þjóðsönginn. Philip gekk til baka og brosti, enda ekki oft sem þaggað er niður í slíkum höfðingja. Eftir þetta gekk hann til Jakobs tók í hönd ina á honum og nokkrum nærstöddum lúðrarsveitarmeð-limum og þakkaði fyrir sig. Misskilningurinn var sá að við áttum að spila þjóðsönginn eftir ávarpið.“

Lýður besti harmoniku­leikari Norðurlanda

Lýður Sigtryggsson frá Ak-ureyri sigraði með miklum yfirburðum á Norðurlanda-móti í harmonikuleik sem fram fór í Stokkhólmi árið 1946. Þar mættust Dani, Norð maður, Finni og fjórir Svíar, auk Lýðs. Hann var þá 26 ára og hafði leikið á hljóðfærið frá barnsaldri.

Norðurlandabúar voru með-al bestu harmonikuleikara heimsins og ákvörðun Lýðs um að skrá sig til leiks þótti því stór og mikið lagt undir. Lýður flutti til Noregs 1939 og hafði þar fengið mjög góða dóma fyrir leik sinn, frábæra fingra-fimi og tækni á harmonikuna, og var því fullur bjartsýni. Í ljós kom að ástæða var til þess, því yfirburðir hans reyndust ótrú-legir.

Norðurlandameistarakeppn-in fór fram í Konserthuset í Stokkhólmi 16. mars. Lýður var fyrstur Íslendinga til að taka þátt en keppnin, sem var árleg fyrir stríð, hafði ekki ver-ið haldin síðan 1939.

Keppinautar hans voru Dan-inn Ropp Möller, sem nýlega hafði unnið meistaramót Jót-lands í harmonikuleik, Toivo Manninen, einn fremsti Finn-inn, Norðmaðurinn Erling Erik-sen sem var mjög þekktur bæði í heimalandinu og Svíþjóð, og Svíarnir, Wille Johnsson, sænskur meistari 1942 og besti harmonikuleikarinn í lands-keppni við Finnland í Stokk-hólmi 1944, Helmer Nerlund, elstur keppenda, fæddur 1905, en hafði unnið Norðurlanda-meistaratitilinn 1932 og 1933, Carl-Johan Nygren, og loks Tage Ekvall, aðeins 19 ára og yngstur þátttakenda í mótinu.

Góðar viðtökur á Íslandi

Fljótlega eftir keppnina hélt Lýður til Íslands ásamt norskri unnustu sinni, Klöru Strand, og kennara sínum, Hartvig Krist-offersen. Sigldu þau með Dronn ing Alexandrine frá Kaup mannahöfn og komu til Reykjavíkur 2. maí.

Lýður og Kristoffersen héldu fjölda tónleika á Íslandi, þá fyrstu í Gamla bíói 4. maí við af-bragðs undirtektir. „Léku þeir félagar bæði samleik og einleik og voru viðfangsefnin bæði klassisk lög og létt danslög. Hús-ið var þéttskipað áheyrendum og hylltu þeir listamennina ákaft við hvert verkefni, og urðu þeir að spila mörg aukalög. Harmon-ikusnillingunum bárust margir fagrir blómvendir og fagnað-arlátum áheyr end anna ætlaði aldrei að linna,“ sagði Alþýðu­blaðið eftir fyrstu tónleikana.

Síðar í mánuðinum léku þeir félagar á Akureyri. „Þrátt fyrir óhentugan tíma, var húsið fullt áheyrenda, og fagnaðarlæti þeirra meiri en venjulegt er að heyra á tónleikum hjer,“ sagði Íslendingur og talaði um miðnæt-urtónleika á mánudagskvöldi.

Ferðin heim til Akureyrar var langþráð. Í lok stríðsins 1945 og mánuðina eftir að frið-ur komst á lagði Lýður aðalá-herslu á æfingar á harmonik-una með það fyrir augum að fara sem fyrst til Íslands og halda þar hljómleika og hitta fjölskyldu sína og vini á Akur-eyri. Samskipti hans við fjöl-skylduna höfðu verið mjög stopul eftir að Þjóðverjar her-námu Noreg, póst- og pakka-sendingar lögðust nánast niður milli landanna og aldrei vitað með vissu hvort póstur kæmist

á leiðarenda, þegar fjölskylda Lýðs reyndi að styrkja hann meðan á náminu í Noregi stóð. Stundum bárust fjölskyldunni engar fréttir frá honum svo mánuðum og árum skipti, að sögn Hermanns bróður hans. Hermann var lengi íþróttafull-trúi á Akureyri og þriðji bróðir-inn, Ragnar, alltaf kallaður Gógó, var fyrsti landsliðsmað-ur Akureyringa í knattspyrnu.

Kristoffersen hélt til Noregs yfir sumarið en kom aftur í ág-ust og héldu þeir Lýður þá tón-

leika víða, m.a. á Austfjörðum. Eftir þá tónleikaferð hélt Krist-offersen aftur til Noregs en Lýður og unnusta hans voru áfram á Akureyri í foreldrahús-um Lýðs þar sem þau dvöldu fram á næsta ár. Um veturinn kenndi Lýður nokkrum nem-endum.

Vert er að geta þess að Hart-vig Kristoffersen samdi lag sem hann tileinkaði Lýð og kallaði Þingvalla-marsinn. Það varð vinsælt í Noregi og þeir Lýður og Hartvig spiluðu lagið m.a. saman á konsertunum á Ís-landi. Stef úr íslenska þjóð-söngnum kemur við sögu í Þingvalla-marsinum.

Tónlistin átti hug hans allan

Strax á unga aldri fékk Lýður mikinn áhuga á tónlist og má segja að hún hafi átt hug hans alla ævi. Lýður fæddist 6. júlí 1920 í Hrísey en flutti korn-ungur til Akureyrar með for-eldrum sínum. Móðir hans, Anna Lýðsdóttir, átti og spilaði á orgel og Sigtryggur Sigurðs-son, faðir hans, þótti góður harmonikuleikari á yngri árum,

Hjónin Lýður Sigtryggsson og Klara Strand, sem var mjög frambærilegur harmonikuleikari.

Lýður tekur við verðlaunagripnum eftir sigur á Norðurlandamótinu í Stokkhólmi.

„Mönnum finnst gott að spila hérna“Græni hatturinn hefur í hálfan annan áratug verið einn helsti tónleikastaður landsins. Hauk-ur Tryggvason kom staðnum á koppinn með þrjósku, þraut-seigju, og vænni slettu af ástríðu. Eftir tilraunir til dans-leikjahalds ákvað hann að brydda upp á þeirri nýjung að halda tónleika; fyrst á fimmtu-dögum, síðan einnig á föstu-dags- og laugardagskvöldum. „Það tók tíma að venja fólk á að mæta klukkan átta eða níu og ég hélt reyndar í fyrstu að það væri ekki hægt, en þegar Pétur Ben var hér fyrstur á laugar-dagskvöldi kom annað í ljós,“ sagði Haukur í bókinni Græni

hatturinn, sem kom út í tilefni 10 ára af-mælis staðarins árið 2013.

Reksturinn gekk ágætlega um tíma en síðan fjaraði und-an starfseminni og Haukur var kominn á fremsta hlunn með að taka niður hatt-inn; sá sæng sína upp reidda laugardagskvöld eitt í desember 2006. „Dyrnar voru ekki opnaðar allt kvöldið. Það kom enginn! En hljómsveitin má eiga það að hún lék allt sitt prógram og var fín. Keyrði svo suður aftur um nóttina.“

Stuttu seinna hringdi síminn og Grímur Atla-son umboðsmaður til-kynnti Hauki að hin þekkta, sænska söng-kona, Lisa Ekdahl, vildi koma. „Ég ætlaði að hætta um áramótin en ákvað að þrauka til 2. mars að beiðni Gríms. Lisa hafði áður komið til Íslands og

vildi í þessari ferð fara út á land.“

Akureyringar geta því þakk-að Lísu og Grími að menn-ingarmiðstöðin, sem stundum er kölluð svo af góðu fólki, lagði ekki upp laupana. „Tón-

leikar Lisu voru rosalega vel lukkaðir. Þeir spurðust út og það seldist upp áður en farið var að auglýsa.“ Ekdahl var lík-lega ekki mjög þekkt meðal al-mennings hér á landi „en í bæn-um er margt fólk menntað í Svíþjóð og sá hópur fyllti stað-inn!“

Þá var ekki aftur snúið. Haukur varð að hætta við að hætta og aðsókn hefur undan-tekningarlítið verið mjög góð allar götur síðan.

„Mönnum finnst gott að spila hérna, ég þarf aldrei að ganga á eftir hljómsveitum; í nánast öllum tilvikum hafa þær samband að fyrra bragði. Hér

er allt til alls; mjög öflugt hljóð-kerfi, trommusett, magnarar. Allar græjur.“ Og Hammond-orgel Karls heitins Sighvatsson-ar sem Haukur keypti fyrir nokkrum árum gerir það að verkum að til dæmis Þursa-flokkurinn vildi ólmur leika á staðnum. „Stór flokkur eins og Þursarnir mætti bara á fólksbíl; gítarinn var settur í skottið og keyrt norður. Áður þurfti flutn-ingabíl.“ Hollenska sveitin Focus er annað gott dæmi; Hammond orgelið er áberandi í tónlist sveitarinnar þar sem stofnandinn, Thijs van Leer lætur ljós sitt skína. Focus hefur tvívegis skemmt gestum Hauks á síðustu árum.

Hljóðkerfið á Græna hattin-um er 9000 vött en Haukur

nefnir í samanburði að þegar Led Zeppelin lék á frægum tón-leikum í Laugardalshöllinni um árið hafi verið þar 2000 vatta kerfi! Stemningin er gjarnan ákaflega góð vegna þess að fólk er komið til að hlusta. „Hér myndast mjög sérkennileg en notaleg þögn. Hljómsveitir hafa stundum á orði þegar þær koma í fyrsta skipti að þögnin sé hálfvandræðaleg; þær eru vanar að spila þar sem er mikið skvaldur en hér bíður fólk eftir músíkinni. Og tónlistarmönn-unum finnst þetta frábært þegar það venst.“

Myndin er frá útgáfutónleik-um akureyrsku hljómsveitar-innar Lost á Græna hattinum 2018; Kristján Pétur Sigurðsson og Jóhann Ásmundsson.

Haukur Tryggvason.

og áhugi og hljóðfæraleikur á heimilinu höfðu án vafa mikil áhrif á soninn.

Lýður eignaðist fyrstu harm-onikuna 13 ára gamall, litla 12 bassa píanoharmoniku af Hohner gerð. Áður hafði hann lært nokkur undirstöðuatriði í harmonikuleik hjá vini sínum sem átti takkaharmoniku. Eftir að Lýður eignaðist hljóðfæri sjálfur gerðust hlutirnir hratt; móðir hans kenndi honum að lesa nótur og hann kynnti sér ýmislegt sjálfur í sambandi við músik og tæknileg atriði í harmonikuleik. Lýður var fljót-ur að tileinka sér þetta hljóð-færi og náði góðum tökum á því á ótrúlega stuttum tíma.

Fyrr en varði var Lýður far-inn að spila á skemmtunum og dansleikjum á Akureyri og víð-ar, með sína litlu Hohner harm-oniku, sem hann notaði í tvö og hálft ár. Hann ákvað ungur að gerast atvinnumaður í tónlist: 16 ára útvegaði hann sér pianó-harmoniku í standard stærð með 41 nótu spilaborði og 120 bassatakka. Á þessum tíma voru margir góðir harmon-ikuleikarar hér á landi en ekki

mikið um leiðbein-endur eða kennara á hljóðfærið. Lýður ákvað því að halda utan til náms og fór 18 ára, með styrk frá foreldrum sín-um; vann fyrst í hálft ár á búgarði í Danmörku en fór að því loknu til Noregs, eins og upphaflega áætlun-in hafði verið. Þangað kom hann í september 1939, settist að í Osló, leigði sér lítið herbergi og mánuði seinna var hann búinn að kaupa sér ágæta harmoniku.

Lýður hóf nám hjá Kristoff-ersen sem áður var nefndur, þekktum tónlistarkennara og úr-vals harmonikuleikara. Með þeim tókust góð kynni og spil-uðu þeir oft dúetta saman.

Eftir rúmlega eins árs nám hjá Kristoffersen og þrotlausar æfingar þar á eftir taldi Lýður að hann væri orðinn það ör-uggur að nú væri hann tilbúinn að spila opinberlega og gerði það í haustrevíunni á Chat

Noir í Oslo 1942, þar sem hann spilaði í lokaatriði verksins Dans på bryggen.

Lýður lék í revíunni í einn mánuð en í millitíðinni hafði hann náð að kaupa sér píanó-harmoniku af ítölsku gerðinni Ciusaroli, sem hann notaði sem aðalhljóðfæri í mörg ár. Á þessum árum var hann nem-andi í fjögur ár í Musik Kon-servatoriet í Oslo þar sem kennarar hans voru meðal annara Torleif Eken og Trygve Lindeman.

Sumarið 1943 stofnaði Lýð-

ur eigið tríó sem var sett saman af harmoniku, gítar og trompet. Seinna skipti hann á gítarnum fyrir ásláttarhljóðfæri. Þetta tríó ferðaðist um suður og vest-ur Noreg og allt norður til Molde og lék í hinum ýmsu tívolíum og skemmtigörðum.

Lýður var, þegar þarna er komið sögu, trúlofaður ungri stúlku frá Bærum í Noregi, Klöru Strand. Hún var af Íslenskum ættum; móðir hennar frá Ísafirði en faðirinn Norðmaður sem vann um tíma þar í bæ. Foreldrar Klöru fluttust til Reykjavíkur og nokkrum árum síðar til Noregs þar sem þau settust að.

Klara lék á harmoniku, þau Lýður æfðu mikið saman en spil-uðu aldrei saman opinberlega.

Undir lok stríðsins ferðaðist Lýður um sem einleikari í tívol í-um og á skemmtistöðum og kenndi auk þess á harmoniku. Allt frá því um 1950 til dauða-dags, 1983, starfaði Lýður við sirkus í Noregi, fyrst sem tónlist-armaður og síðar framkvæmda-stjóri. Ungur Norðmaður, Knud Dal, stofnaði Cirkus Arnardo árið 1973 og Lýður stjórnaði hon um til dauðadags.

Lýður byrjaði ungur að skemmta fólki. Þetta er á samkomu í Menntaskólanum á Akureyri um miðjan fjórða áratuginn. Frá vinstri: Geir Stefánsson, Sigríður Sigurhjartardóttir, óþekktur, Kári Sigurðsson, Sesselía Jóhannsdóttir, Hjalti Gestsson, óþekktur með gleraugu, Gunnar Hlíðar, Sigurður Kristjánsson með Lýð Sigtryggsson á háhesti, óþekkt, Steindór Steindórsson, síðar skólameistari MA, Gísli Jónsson, sem seinna kenndi við skólann í áratugi, Árni Kristjánsson, Ragna Jónsdóttir, Erlendur Sigmundsson, Þórunn Sigurðardóttir og Jón Halldórsson.

Yfirburðir Lýðs á Norðurlandamótinu voru gífurlegir eins og sést á stigablaðinu; hann fékk 948 stig en næsti 408.

TÓNDÆMIAð spila sig í gegnum lífið● Þegar Rafn Sveinsson keypti sér Premier trommusett árið 1962 gekk hann á fund Jóns Sólnes, útibússtjóra Lands-bankans á Akureyri, í þeirri von að fá lán fyrir kaupunum. „Jón spurði mig hvað ég ætlaði að gera við þessa peninga. Þegar ég sagðist ætla að kaupa trommusett kom á hann. Ég lána þér ekki fyrir því; heldurðu að þú getir spilað þig í gegnum lífið? spurði Jón en lítið varð um svör hjá mér,“ segir Rafn.

Hljóðfæri á raðgreiðslum● Hljóðfæri voru afar dýr á þessum tíma. Hljóðfæraverslun Paul Bernburg í Reykjavík bauð kaupendum að dreifa greiðsl-um í allt að tvö ár og svo fór að Rafn nýtti sér þann möguleika. „Ég keypti mér trommusett og Gunnar vinur minn Tryggvason, sem var með í för, keypti sér gítar. Ég hefði því getað sagt Jóni mörgum árum seinna að ég hefði í raun spilað mig í gegnum lífið! Og haft af því ómælda ánægju.“

Tók 62 böll að borga settið● Trommusettið keypti Rafn 21. janúar 1962 fyrir 37.000 krónur og notaði í fyrsta skipti á dans-leik í Freyvangi 9. febrúar. Hann fékk 600 krónur í laun fyrir vinnu sína það kvöld. Miðað við þá upphæð tók það Rafn 62 dans-leiki að borga fyrir hljóðfærið.

Notaði trommurnar á 1.322 böllum● Rafn notaði trommurnar á alls 1.322 dansleikjum, þeim síðasta í Laugarborg í Eyjafirði 27. desember 1987 og þáði þá 8.000 krónur í laun. Þegar gamla trommusettið var orðið lúið og Rafni fannst ástæða til þess að kaupa nýtt, rölti hann í Tónabúðina og fjárfesti á nýjan leik. „Ég var tvö kvöld að vinna fyrir því trommusetti. Munur-inn var því ansi mikill, enda hljóðfæri ekki lengur tolluð í lúxusflokk,“ segir Rafn.

Samtals rúm 2 ár við trommusettið● Rafn hefur skrifað hjá sér hverja einustu æfingu og dans leik sem hann hefur tekið þátt í, frá því han byrjaði í tón-listinni um 1960, auk þess hvar hljómsveitin lék og hve mikið hljóðfæraleikararnir fengu borgað. „Böll og aðrar uppá-komur sem ég hef komið fram á eru að nálgast 2 þúsund. Ef gert er ráð fyrir að hvert ball taki um 5 klukkutíma og hljómsveitin hafi æft tvisvar í vikunni á undan má gera ráð fyrir, ef tíminn yrði lagður saman, að samtals hafi ég ver-ið í liðlega 2 ár á æfingum og böllum!“ segir Rafn.

Page 18: Akureyri Tónlistarbærinn

34 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 35

Björgvin og KantötukórinnBjörgvin Guðmundsson, tónskáld og söngstjóri, stofnaði Kantötukórinn haustið 1932 á Akureyri. Hann var þá nýfluttur til landsins eftir margra ára dvöl erlendis, lengstum í Kanada, og hugsaði sér kór-inn fyrst og fremst til þess að flytja eigin tónverk. Var Kantötukórinn áberandi í íslensku tónlistarlífi, en hann var starfandi með hlé-um í liðlega tvo áratugi.

Björgvin, sem fæddur var og uppalinn í Vopnafirði, flutti frá Kanada til Akureyrar ásamt Hólmfríði eiginkonu sinni og dótturinni Margréti haustið 1931 og hóf störf sem söng-kennari við Barnaskóla Akur-eyrar og Menntaskólann.

Karlakór Akureyrar og Geys-ir voru þá báðir starfandi en enginn blandaður kór, fyrir utan kirkjukórinn. Megnið af tónlist Björgvins var skrifuð fyrir bland aðan kór, hann starfaði með slíkum í Vesturheimi og hafði mikinn áhuga á að koma á fót sameiginlegum kór karla og kvenna á Akureyri. Sá draumur Björgvins rættist því strax árið eftir að hann fluttist til bæjarins. Konur fengu þarna kærkomið tækifæri, nokkuð var um nem-endur Björgvins í menntaskól-anum og barnaskólanum auk þess sem félagar í Geysi gengu til liðs við kór Björgvins, þar á meðal Ingimundur Árnason söngstjóri Geysis og formaður hans, Þorsteinn Þorsteinsson, þótt sá kór héldi jafnframt sínu striki. Áskell Snorrason, stjórn-andi Karlakórs Akureyrar, hafn-aði hins vegar samstarfi við Björgvin og hans fólks. Stofnaði Áskell raunar fljótlega kvenna-kórinn Hörpu, en sá varð ekki langlífur.

Rúmlega 30 manns mættu á fyrstu æfingu hins nýja kórs Björgvins, 23. október 1932, í Menntaskólanum á Akureyri en eftir töluverðar manna-breytingar sungu 56 á fyrstu

tónleikunum, 28 af hvoru af kyni; Alþingishátíðarkantata Björg vins, Íslands þúsund ár, var þá flutt í Nýja bíói, föstudags-kvöldið 31. mars 1933. Verkið hafði hann sent í samkeppni sem haldin var í tengslum við Alþingishátíðina 1930. Ein-söngvarar á þessum fyrstu tón-leikum voru Hermann Stefáns-son, Hreinn Pálsson og Gunnar Pálsson. Vigfús Sigurgeirsson og Þorbjörg Halldórs frá Höfn-um léku á flygla en Sveinn Bjarman á orgel. Haldnir voru fernir tónleikar og voru viðtök-ur afar góðar. „Kantatan er stórfellt tónverk. Má óhætt fullyrða, að flutningur hennar er hinn mesti músík-viðburður, sem gerst hefir á Akureyri,“ sagði í lesendabréfi sem birtist í Degi.

Það var svo 7. maí að haldinn var fundur og „samþykkt til-laga þess efnis, að kórinn gerði sig að félagi, sem hefði það að markmiði að flytja íslenska tónlist og þá ekki síst tónlist Björgvins Guðmundssonar. Einnig fékk kórinn nafn sitt á þessum fundi og hét eftir það Kantötukór Akureyrar,“ segir Haukur Ágústsson í bókinni Ferill til frama, ævisögu Björg-vins Guðmundssonar.

Margir þekktir söngmenn störfuðu með Kantötukór Ak-ureyrar í upphafi, til dæmis fjór-menningarnir í MA-kvartettin-

um, bræðurnir Steinþór og Þor-geir Gestssynir frá Hæli, Jón frá Ljárskógum og Jakob Hafstein.

Silfurverðlaun í Stokkhólmi

Þátttaka í norrænni kórakeppni í Stokkhólmi árið 1951 var ein stærsta stund í sögu Kant-ötukórsins, en þá hlaut hann silfurverðlaun í þjóðlagasöng. Áskell Jónsson stjórnaði kórn-um í keppninni, en Björgvin sjálfur stjórnaði flutningi á hluta eigin verks, Strengleikum, aðalefnisskrá kórsins á kóra-mótinu.

Áskell Jónsson var tekinn við stjórn Karlakórs Akureyrar af nafna sínum Snorrasyni, en

gekk til liðs við Kantötukórinn vegna fyrirhugaðrar ferðar til Svíþjóðar, Björgvin til aðstoðar. Nokkrir fylgdu Áskeli og sungu með Kantötukórnum í ferðinni, sem og fáeinir Geysisfélagar, en rétt að taka fram að Karla-kór Akureyrar starfaði áfram af krafti undir stjórn Áskels.

Norðurlandaferðin tók rúm-an mánuð. Kórinn sigldi með Dronning Alexandrine til Kaup-mannahafnar 30. maí og hélt þaðan til Svíþjóðar, en flaug heim á ný frá Osló 2. júlí, eftir að hafa komið fram í norsku höfuðborginni.

Að sögn Hauks Ágústssonar var fyrirkomulag söngmótsins það, að keppniskórar frá hverju

Norðurlandanna komu fram sem fulltrúar lands síns. Gátu þeir valið milli þess að keppa í flutningi þjóðlaga eða flutningi verka eftir Giovanni Pierluigi da Palestrina, ítalsks tónskálds sem uppi var á 16. öld. Kant-ötukórinn valdi að keppa í þjóðlagasöng og flutti, undir stjórn Áskels, lögin Forðum tíð einn brjótur brands í útsetningu Róberts Abrahams, Keisari nokk ur mætur mann, útsett af Sigúsi Einarssyni, og Meyjar­missir, sem Karl O. Runólfsson hafði útsett. Undirleikari í ferð-inni var Fritz Weisshappel.

Höskuldur Egilsson, einn söngvaranna, skrifaði í dagbók sína, skv. bók Hauks Ágústs-sonar, um það þegar úrslit voru tilkynnt: „Mér er óhætt að segja að ósvikinn fögnuður hafi grip-ið alla kórfélaga við þessi úrslit. Allt okkar erfiði og fyrirhöfn á liðnum vetri hafði þá ekki verið til ónýtis. Gleði okkar braust þó ekki út í jafn ofsalegum fagnaðarlátum eins og hjá sænska kórnum, sem hlaut fyrstu verðlaun. Þeir túlkuðu

Þau sungu í Norðurlanda-ferðinni 1951

Sópran Anna Jónsdóttir, Björg Baldvinsdóttir, Hall-dóra Egilsdóttir, Helga Jóns-dóttir, Ingibjörg Steingríms-dóttir, Júlía Jónsdóttir, Kristín Mikaelsdóttir, Mar-grét Steingrímsdóttir, Matt-hildur Sveinsdóttir, Ólöf Jónasdóttir, Petrína Þ. Eld-járn, Ragnhildur Steingríms-dóttir, Sigríður Schiöth og Valgerður Stefánsdóttir.Alt Aðalbjörg Jónsdóttir, Aðalheiður Oddgeirsdóttir, Brynhildur Steingrímsdóttir, Fanney Oddgeirsdóttir, Fríða Sæmundsdóttir, Hjör-dís Konráðsdóttir, Jónína Axelsdóttir, Margrét Guð-laugsdóttir, Matthildur Olgeirsdóttir, Sigríður P. Jónsdóttir, Sigurjóna Jakobsdóttir og Þórhildur Steingrímsdóttir.Tenór Garðar Loftsson, Henning Kondrup, Her-mann Stefánsson, Jóhann Konráðsson, Jón J. Bergdal, Jón Sigurgeirsson, Jónas Thordarson, Kristinn Þor-steinsson, Kristján Rögn-valdsson, Páll H. Jónsson, Sveinn Kristjánsson og Valdemar Jónsson. Bassi Bjarni Finnbogason, Guðmundur Stefánsson, Gústav Jónasson, Höskuldur Egilsson, Jakob Þorsteins-son, Jón Júlíus Þorsteinsson, Jón Þórarinsson, Jónas Jóns-son, Páll Helgason, Páll Jóhannsson, Stefán Þengill Jónsson, Sverrir Pálsson og Þráinn Þórisson. Myndin er tekin í Kaupmannahöfn.

Áskell Jónsson, hægra megin, stjórnar félögum í Kantötukórnum á góðri stund í Norðurlandaferðinni 1951.

Úr Norðurlandaferðinni. Frá vinstri: Fritz Weisshappel, Björgvin Guðmundsson kórstjóri, Aðalheiður Oddgeirsdóttir, Fanney Oddgeirsdóttir og Jóhann Konráðsson.

gleði sína með hljóðum og hreifingum og enduðu með því að „tollera“ söngstjóra sinn. Við aftur á móti bárum ekki eins mikil ytri merki fagnaðar en mörgum mun hafa verið hugs-að heim og glaðst yfir því að geta lagt ofurlítinn jákvæðan skerf til þess að kynna landið okkar á þessum vettvangi.“

Kórinn starfaði af töluverð-um krafti í 20 ár, reyndar mis-miklum á milli ára. Söngferð til Reykjavíkur 1937 þótti mjög vel heppnuð, en þar flutti kór-inn Alþingishátíðarkantötuna, einnig ferð til höfuðborgarinn-ar 1946, þar sem kórinn flutti Örlagagátuna, sem stumir telja merkasta verk Björgvins.

Mjög dró úr starfseminni undir lok fimmta áratugarins og var kórinn vart starfhæfur um tíma, en tilboð um að taka þátt í kórakeppninni í Stokk-hólmi hleypti miklu lífi í söngv-arana og ekki síður söngstjór-ann. Að ferðinni lokinni dofn-aði aftur yfir starfinu og síðustu tónleikar kórsins voru 4. maí 1955. Á aðalfundi kórs ins það ár var ákveðið að kórinn starfi ekki með venjulegum hætti um óákveðinn tíma, eins og segir í bók Hauks Ágústssonar, vegna þess að ekki væri fáanlegur söngstjóri og var sú samþykkt í raun andlátsorð kórsins að sögn Hauks.

Björgvin Guðmundsson lést á Akureyri 4. janúar árið 1961. Hann var afkastamikið tón-skáld, samdi yfir 600 verk, langmest söngverk.

„Tízkan byggist á heimskunni“Nokkurrar andúðar gætti í garð Björgvins Guðmundssonar og Kantötukórsins alla tíð, vegna verkefnavals. Hins vegar verður að hafa í huga að Björgvin stofnaði kórinn beinlínis til þess að koma eigin verkum á framfæri.

Sumir gagnrýnendur voru á þeirri skoðun að „verk Björgvins væru óveruleg að gæðum og ekki í samræmi við þann tíðaranda, sem ríkja ætti í samtíðinni, heldur væru þau lítið annað en eftiröpun fyrri tíða tónlistar, sem runnið hefði sitt skeið og ætti að víkja fyrir þeim straumum, sem uppi voru í tónlist sam-tímans,“ eins og Haukur Ágústsson orðar það í bók sinni Ferill til frama, ævisögu tónskálds-ins.

Tímaskekkja?Dæmi um gagnrýnina er grein Emils Thorodd-sen í Morgunblaðinu í apríl 1937, eftir tón-leika Kantötukórsins í Gamla bíói, þar sem hann flutti meðal annars Íslands þúsund ár, kantötu Björgvins.

„Öðru máli er að gegna um það, hvort slíkar tónsmíðar, sem þessar sjeu tímabærar á vorum dögum, hvort þær hafi okkur nokk-uð nýtt að flytja. Tónskáldið verður auðvitað að hafa fult frelsi til þess að láta í ljós það, sem honum býr í brjósti, í því formi, sem sannfæring hans býður honum, en sje þetta form alt bygt á tóniðkunum löngu liðanna alda, má hann ekki furða, þótt litið sje á hann sem „anakronisma“ [tímaskekkju], sem ekk-ert samband hefir við nútímann. Það er eins og höfundur þessa verks hafi ekkert heyrt af því, sem samið hefir verið af tónverkum í heiminum síðustu 100-150 árin, eða ef hann hefir heyrt það, þá hafi hann látið það sem vind um eyrun þjóta. Nú veit jeg, að þessi fastheldni við gömul form er runnin af bjarg-

fastri sannfæringu Björgvins, en jeg fæ ekki sjeð, að það breyti nokkru um þann dóm, sem nútímamaður verður að leggja á þessa stefnu.“

Útlendar eftirhermurBjörgvin var alla tíð staðfastur í trúnni. Hann segir m.a. í viðtali við Dag í tilefni sextugsaf-mælis síns árið 1951:

„Ég trúi því – og hef aldrei dregið dul á það – að íslenzka þjóðin geti orðið andlegt stór-veldi ef hún kann að vera þjóð. En það er þar, sem skórinn kreppir. Á mannvirðingastiginn hér að vísa upp eða niður? Eigum við að meta andleg afrek íslenzkra manna og leiða þjóðina þá leiðina til mikillar framtíðar, eða eigum við að lítilsvirða þau og setja allt okkar traust á framkvæmdir og tækni? Eg held að við verð-um aldrei nein fyrirmynd um tækni og verk-lega kunnáttu. Þjóðirnar verða fremstar í þeim efnum, sem þær dýrka mest. Ef við ölum börn okkar upp í virðingu og aðdáun á þjóðlegri, íslenzkri menningu og á íslenzkum listum og sýnum, að við kunnum að meta hvort tveggja, höfum við hæfileika og gáfur til þess að ná langt í andlegum afrekum. Við eigum að vera sjálfstæð í hugsun og háttalagi. – En við eigum víst langt í land að þessu marki. Í dag er það lítilsvirt, sem kemur frá sál þjóðarinnar í þess-um efnum. Útlendar eftirhermur þykja betri en þjóðleg, íslenzk list. Þetta stafar af því að við fengum menntunina á undan menn-ingunni. Við erum alltaf að reyna að tolla í tízkunni, en gætum þess ekki, að tízka og menning er sitt hvað. Menning er háttvísi, en tízkan byggist á heimskunni og heimskan er það eina í heiminum, sem eg er feiminn við og botna ekkert í, því hún er ævinlega í æp-andi þversögn við sjálfa sig.“

TÓNDÆMISvíar hældu kórnum á hvert reipi● Gagnrýnendur sænskra dagblaða hældu Kantötu-kórnum á hvert reipi. „Svo ánægjulega hreinan og bjartan og um leið þróttmik-inn, samhæfðan samhljóm með miklu umfangi blæbrigða hefur tæplega nokkur annar kór, sem ég hef haft tækifæri til að hlusta á föstudeginum og laugardeginum, haft til að bera,“ sagði gagnrýnandi Morgon Tidningen, að því er segir í bók Hauks Ágústssonar um Björgvin Guðmundsson.

Frábærir einsöngvarar● „Nokkrir félagar í kórnum komu einnig fram úr hópnum sem meira og minna frábærir einsöngvarar,“ sagði gagnrýn-andi Morgon Tidningen.

Ein söngvararnir sem um ræðir voru Helga Jónsdóttir, Hermann Stefánsson, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Jóhann Kon-ráðsson, Sigríður Schiöth og Sverrir Pálsson.

Ekki hrifnir af verkinu● Gagnrýnendur voru aftur á móti nánast á einu máli um að tónskáldið Björgvin hefði umtalsvert minna fram að færa en sá framúrskarandi kórstjóri sem hann var. „Almennt lag-rænum og hljómrænum afar einföldum þjóðlagastíl er blandað saman við dreifða drætti úr óhefðbundnu kór - formi, nítjándu aldar róman tík og átjándu aldar lag rænu. Það er kannski harð neskjulegt að kveða svo að orði, en þetta verk, þó það hefði þegar verið stytt, hefði mátt stytta enn meira til þess að gefa þessum frábæra kór færi á að sýna hæfni sína á einhverju öðru sviði en margmálli sveita-mennsku,“ sagði í Morgon Tidningen um Strengleika.

Ekkert íslensk sérkenni● Gagnrýnandi Svenska dagbladet tók í svipaðan streng. Sagði að í óratóríu Björgvins hefði ekki komið fyrir „einn einasti taktur, sem sýndi íslensk sérkenni, hvort heldur þjóðleg eða persónuleg. Annað hvort hafa Íslendingar gert mikil mistök að hafa valið þetta verk, eða það er dæmi - gert fyrir það, sem í boði er í íslenskri tónlist nú á tímum, sé svo, má vísa til landfræðilegrar einangrunar landsins sem mild-andi kingumstæðna.“

Íslands þúsund árKantötukórinn vorið 1933 þegar hann flutti hátíðarkantötu Björgvins Guðmundssonar við hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi í Nýja bíói á Akureyri. Efsta röð frá vinstri: Kristján Jónsson, Ingimundur Árnason, Þorgeir Gestsson, Örn Snorrason, Steinþór Gestsson, Jakob Hafstein, Unndór Jónsson, Sveinbjörn Finnsson, Gaston Ás-mundsson, Stefán Halldórsson og Guð-mundur Gunnarsson. Önnur röð að ofan, frá vinstri: Páll Jónsson, Gunnar Magnús-son, Gunnar Pálsson, Hreinn Pálsson, Her-mann Stefánsson, Jón Norðfjörð, Gunnar

Jónsson, Snorri Sigfússon, Stefán Gunn-björn Egilsson, Tómas Tryggvason, Jón Steingrímsson, Sigtryggur Benediktsson, Þorsteinn Þorsteinsson frá Lóni, Friðgeir H. Berg og þeir Sveinn Bjarman og Vigfús Sig-urgeirsson við hljóðfærið. Næst fremsta röð frá vinstri: Svava Jónsdóttir, Þóra Stein-dórsdóttir, Brynja Hlíðar, Ingibjörg Jóns-dóttir, Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth, María Hallgrímsdóttir, Þórhildur Stein-grímsdóttir, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Matt hildur Olgeirsdóttir, Guðrún Bíldal, Svava Stefánsdóttir, Anna Steindórsdóttir,

Kristín Guðlaugsdóttir og Rósa Þorsteins-dóttir. Fremsta röð frá vinstri: Steinunn Jónasdóttir, Lovísa Pálsdóttir, Sigurjóna Pálsdóttir, Þorbjörg Halldórs frá Höfnum (við hljóðfærið), Hulda Benediktsdóttir, Mar grét Steingrímsdóttir, Þórunn Þor-steinsdóttir, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Sig-urjóna Jakobsdóttir, Lára Jóhannsdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Anna Snorradóttir, Brynhildur Steingrímsdóttir, Rósa Gísla-dóttir og Filippía Þorsteinsdóttir. Fyrir framan sitja Davíð Stefánsson og Björgvin Guðmundsson.

IngibjörgSteingrímsdóttir.

Hermann Stefánsson.

Page 19: Akureyri Tónlistarbærinn

36 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 37

X­bandið skömmu eftir að það var stofnað. Frá vinstri: Þorvaldur Hallgrímsson, Tómas Steingrímsson, Jakob Möller, Jón Norðfjörð og Arngrímur Árnason.

X­bandið var fyrsta danshljómsveitinFyrsta danshljómsveit bæjar-ins var stofnuð árið 1928. Hljómsveitina stofnuðu ungir og bjartsýnir menn og köll-uðu sig X-bandið; þetta voru Þorvaldur Hallgrímsson, píanó leikari, Tómas Stein-grímsson, sem lék á klarinett, Jón Norðfjörð sem spilaði á banjó og flautu, Arngrímur Árnason trommari og Jakob Einarsson, sem lék á fiðlu. Til gamans má geta þess að fyrr þetta sama ár stofnaði Tómas klarinettuleikari, síðar kunn-ur heildsali í bænum, Knatt-spyrnufélag Akureyrar ásamt fleirum og varð fyrsti formað-ur þess. Tómas fagnaði 19 ára afmæli sínu í nóvember.

Þorvaldur Hallgrímsson sagði frá þessari fyrstu danshljómsveit Akureyrar í samtali við blaðið Dag haustið 1980, en þá lék gamli maðurinn gjarnan dinnermúsík fyrir gesti veitingastaðarins Smiðj unnar í miðbæ Akureyrar.

„Þegar við höfðum ákveðið að stofna hljómsveit var að

sjálfsögðu farið að reyna að út-vega hljóðfæri. Við fengum trommuna hjá lúðrasveitinni og bjuggum til hljóðfæri eftir þörfum. Einhver okkar hafði séð um borð í dönsku varð-skipunum kústskaft með áfastri dós á miðju skaftinu. Á þetta var strengdur vír og nokkur dósalok voru ofan á skaftinu. Þegar skaftinu var barið niður glömruðu lokin og þegar spýtu var slegið á streng-inn söng í dósinni.“

Áskrifendur að útsetningum

Danshljómsveit á þessum árum varð að geta boðið upp á vinsælustu slagarana, ekki síð-ur en krafist var síðar meir. „Þeir félagar komust í kynni við „forlag“ í Kaupmannahöfn, sem ekki aðeins seldi þeim hljóðfæri, heldur líka útsetn-ingar að vinsælustu slögurun-um á hverjum tíma. Piltarnir gerðust áskrifendur að útsetn-ingunum og því fengu Akur-

eyringar alltaf það nýjasta nýtt af dansmússik beint utan úr heimi. Þá var ekki útvarp eða sjónvarp til að spila fyrir fólk og því gerðar miklar kröfur til hljómsveita á dansleikjum,“ skrif ar blaðamaður Dags eftir frásögn Þorvaldar.

Þegar dansgestir þreyttust á dansinum í Gúttó gátu þeir far-ið í litla salinn og keypt sér lím-onaði og kaffi, segir Þorvaldur. „Á stórhátíðum var hægt að kaupa sér meðlæti, en áfengi fékkst ekki. Hitt er svo aftur annað mál að aldrei var hægt að gera Bakkus útlægan með öllu. Þorvaldur minnist þess að ungir menn fóru gjarnan út um bakdyr með pela og staupuðu sig hraustlega fyrir utan. Þegar kalt var í veðri fór stundum illa fyrir sumum þegar þeir komu aftur inn í hitann,“ segir blaða-maðurinn og hefur jafnframt eftir Þorvaldi: „Já, mórallinn var góður á þessum dansleikj-um. Fólk kom alltaf ákaflega vel klætt og var snyrtilegt.“

„Oft handagangur í öskjunni“

Þorvaldur lýsti fyrir blaðamanni balli frá tíma X-bandsins: „Í Gúttó [sem nú er betur þekkt sem Samkomuhúsið] voru sval-ir, með tvöfaldri bekkja röð, við austur- vestur og norðurvegg. Þegar fólkið kom inn streymdi það æfinlega beint upp á sval-irnar. Við spiluðum og spiluð-um, en enginn kom niður til að dansa. Þegar við höfðum t.d. spilað í hálftíma var kallað upp og sagt að hljómsveitin ætlaði að spila tvö lög til viðbótar, og ef fólk væri ekki farið að dansa þegar þau væru búin myndi hljómsveitin hætta. Það voru eiginlega alltaf sömu pörin sem komu niður. Ég man eftir Hjalta Antonssyni í þessum hópi, ann-ar hét Svavar og hann dansaði við Selmu. Þriðji karlmaðurinn hét Sigurður Þorsteinsson. Það voru miklar sviptingar þegar fyrstu pörin komu niður. Venju-lega kom einn dansherrann og bað okkur um að spila góðan

tangó eða hægan vals. Pörin dönsuðu frá vegg til veggjar með tilheyrandi hnébeygjum, því plássið var nóg á gólfinu. Eftir fyrstu dansana fór fólk að týnast niður. Á bekkjum sem raðað var upp við vesturvegginn sátu herrarnir og við austur-vegginn sátu dömurnar. Þegar byrjað var að spila þutu herrarn-ir af stað til að ná sér í dömu. Áður en dansleikurinn hófst var annaðhvort búið að bera talkúm eða tálga niður vax á gólfið svo það var hált, enda hlupu karl-mennirnir bara hálfa leiðina, en renndu sér síðan fótskriðu til stúlknanna. Það var oft handa-gangur í öskjunni, því það kom fyrir að margir karlmenn væru um sömu stúlkuna.“

Árin sem X-bandið lék í upp-runalegri mynd voru á margan hátt þroskandi fyrir meðlimina, segir Þorvaldur Hallgrímsson í viðtalinu við Dag 1980, en fljótt var höggvið skarð í hópinn. Arngrímur lést 1932 og Þor-valdur hætti að spila 1934.

Ekki ástæða til að amast við X­bandinu – þvert á mótiHljómsveit, sem hafði það hlutverk einvörð-ungu að spila á dansleikjum og öðrum samkom-um hafði ekki verið til á Akureyri og þótti það að sjálfsögðu merkisatburður þegar hin nýja hljómsveit, X-bandið, var stofnuð.

Í Degi þann 25. október 1928 var greint frá tíma-mótunum og þar sagði meðal annars: „Xbandið – hin nýja „jass“ hljómsveit hér í bæ – hélt fyrsta dansleik sinn í Samkomuhúsi bæjarins s.l. laugar-dagskvöld. Var þar talsvert margt af ungu fólki sam-ankomið og skemti það sér auðsjáanlega vel.“

Blaðamaðurinn skrifar svo að samkomufólkið

hafi notað fæturna fimlega og af hinni mestu kurteisi, svo unun var á að líta. „Menn voru hér svo auðsjáan-lega ekki „gerðir úr gömlum nöglum, sem rangt eru settir saman,“ eins og hinn frægi landi vor Gunnar Gunnarsson, sagði einu sinni í opinberum fyrirlestri um unga dansfólkið í kóngsins Kaupinhöfn, gladdi það mig mikið; eins og áður er sagt voru menn einkar kurteisir, og vil ég nefna sem dæmi, að tveir dansþreyttir unglingar; er leituðu hvíldar einmitt á stólnum, sem ég sat á, settust ekki ofaná mig, en báðu mig hæversklega að standa upp og færa mig – gerði ég það með ánægju. Enda þótt okkur eldri

mennina geti skort hæfileika til að meta kosti annar-ar eins nýtísku-listar og „jassinn“ er, getum við þó viðurkennt, að unga fólkið hefir rétt til að skemmta sér, og jafnvel þótt okkur geti fundist að aðrar listir séu til, sem meira væri um vert, að menn legðu sig eftir, verðum við að þó að viðurkenna, að það alténd er góðra gjalda vert, er menn reyna að gera sjálfum sér til gamans og skemta öðrum um leið; er því engin ástæða fyrir okkur til að amast við X-bandinu – þvert á móti – og aðsókn mun það fá, ef það heldur fleiri dansleiki.“

Dansinn dunaði víða um bæinnDansinn hefur að sjálfsögðu dunað frá fornu fari á Akur-eyri sem annars staðar og fjöldi tónlistarmanna verið áberandi. Eftir að X-bandið, fyrsta danshljómsveit bæjar-ins, lagði upp laupana laust eftir 1930, léku hinir og þessir fyrir dansi, kunnastur Jonni í Hamborg, Jóhannes Gísli Vilhelm Þorsteinsson, sem fjallað er um annars staðar í blaðinu. Hann fædd-ist 1924 og aðeins 16 ára, 1940, var hann farinn að leika opinberlega í dans-hljómsveitum á Akureyri og Siglufirði. Jonni hljóp raunar í skarðið mun fyrr, þegar píanó leikarar forfölluðust; sögur herma að aðeins 10 eða 11 ára gömlum hafi hon um verið laumað inn bakdyramegin og borinn að píanóinu svo lítið bæri á, því honum var að sjálfsögðu óheimilt að vera inni á vín-veitingahúsum.

Jón Hlöðver Áskelsson, tón-skáld og fyrrverandi skóla-stjóri, hefur eftir Akureyringn-um Jóni Sigurðssyni, trompet-leikara sem lést 2018, að hann hefði aldrei spilað með jafn músíkölskum manni og Jonna í Hamborg. Jón, sem var þremur árum yngri en Jonni, lék um tíma í Lúðrasveit Akureyrar og var trompetleikari í Sinfóníu-hljómsveit Íslands í hálfan fimmta áratug.

Dansleikir í „Nautnaborgum“

Á fimmta áratug síðustu aldar voru stundum haldnir dansleikir í Naustaborgum, þar sem nú er útivistarsvæði Akureyringa, stein snar ofan byggðarinnar í Naustahverfi, en var í þá daga langt fyrir utan bæinn. „Við kölluðum svæðið stundum Nautnaborgir!“ segir maður sem man eftir böllum í bragga, sem tilheyrt hafði hernáms liðinu.

Bragginn var skemmtistaður Sjálfstæðisfélaganna á Akur-eyri, skv. frétt í Morgunblaðinu frá því í ágúst 1948. „Sjálfstæð-isfjelögin á Akureyri og Eyja-fjarðarsýslu hjeldu hjeraðsmót sitt á hinum fagra og myndar-lega útisamkomustað Sjálf-stæðisfjelaganna á Akureyri í Naustaborgum. Hófst það um kl. 3 síðdegis á sunnudaginn. Var veður mjög hagstætt, enda var mótið mjög fjölsótt. Mun allt að eitt þúsund manns hafa komið í Naustaborgir þennan dag,“ sagði í Morgunblaðinu 10. ágúst 1948.

Helgi Pálsson, bæjarfulltrúi og formaður Naustaborgar-ráðs, setti mótið og eftir að Bjarni Benediktsson, utanríkis- og dómsmálaráðherra, hafði ásamt fleirum flutt ávarp, skemmti Valur Nordahl með

gamansögum og töfrabrögð-um. „Um kvöldið var dansleik-ur í Naustaborgum, og var þar mikill fjöldi fólks. Valur Nor-dahl skemmti þar einnig,“ segir í Morgunblaðinu.

Bragginn í Naustaborgum var ekki sá eini þar sem haldnir voru dansleikir. Annar slíkur reis á Glerárholti, á svæði aust-an við staðinn þar sem nú eru

mót Krossanesbrautar og Undir hlíðar. Skammt frá var hermannakampur. Í braggan-um á Glerárholtinu voru haldin almenn böll um tíma eftir að stríðinu lauk.

Eftir að bandaríska setuliðið leysti það breska af hólmi árið 1942 var komið upp afþrey-ingarstöðum sem sérstaklega voru ætlaðir hermönnum. „Í

Grófargili, fyrir ofan smjör-líkisgerðina, voru tveir yfir-mannabraggar samtengdir. Þar spilaði Óskar Ósberg og hljóm-sveit hans tvívegis fyrir dansi,“ segir Jón Hjaltason sagnfræð-ingur í bókinni Hernámsárin á Akureyri og Eyjafirði. „Á efri hæð Verkalýðshússins við Strand-götu, í sömu húsakynnum og Bretar höfðu áður leigt, áttu bandarískir yfirmenn einnig athvarf í litlum vínveitinga-klúbbi sem herinn starfrækti. Um haustið (1942) risu tveir miklir braggar, samtengdir, á lóð Gránufélagsgötu 4. Í tilefni af opnun þessa „hvíldar- og skemmtistaðar“ hins nýja setu-liðs efndi ameríski Rauði Kross inn til hljómleika í Sam-komuhúsinu fyrir bæjarbúa. Þetta þótti mikill viðburður enda blásturshljómsveit setu-liðsins fjölskipuð og lagavalið fjölbreytt, allt frá klassískri tón-list til léttra dægurlega.“

Lúðrasveitin undir stjórn Jakobs uppeldisstöð

Sigurður Jóhannesson, lengi aðalfulltrúi hjá Kaupfélagi Ey-firðinga og bæjarfulltrúi á Akur eyri, hóf að leika fyrir dansi í bænum undir lok fimmta áratugarins en áður hafði hann spilað með Lúðra-sveit Akureyrar. „Ég spilaði í fyrsta skipti opinberlega, með lúðrasveitinni, við komu Kald-baks EA 1, fyrsta skips Út-gerðarfélags Akureyringa, árið 1947. Þá var ég 15 ára, varð 16 ára um haustið,“ segir hann. „Lúðrasveit Akureyrar, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, var uppeldisstöð fyrir hljóð-færaleikara, bæði þá sem fóru út í að spila á dansleikjum og aðra,“ segir Sigurður.

Á fimmta áratugnum voru reglulega haldnir dansleikir á

TÓNDÆMIX­klúbburinn● Eftir að X-bandið var stofn-að varð X-klúbburinn til. Til-gangurinn með stofnun hans var sá að takmarka fjölda dans-gesta á dansleikjum hljómsveit-arinnar. Guðjón og Aðalbjörn, gullsmiðir á Akureyri, tóku að sér að smíða lítil „X“ úr silfri handa meðlimum klúbbsins.

Merkið og tíkall● Merki X-klúbbsins, og 10 krónur að auki, nægði til þess að fólk fékk að komast inn á dansleikina, en áður en varði var hálfur bærinn kominn með þetta merki í barminn.

Gullmerki● „Þeir sem betur voru settir létu sér ekki nægja X úr silfri heldur fóru til gullsmiðanna og fengu merkið úr gulli. Eins og gengur leigðu félagssamtök Gúttó fyrir sínar skemmtanir, en alltaf komu lausar helgar. Félagar X-bandsins fengu þá húsið á leigu fyrir hóflegt verð,“ sagði í Degi haustið 1980.

Léku fyrir Charcot● X-bandið lék eitt sinn franska þjóðsönginn fyrir þann merka franska vísindamann og landkönnuð, Jean Charcot. Þorvaldur Hallgrímsson sagði svo frá í Degi 1980: „Ég man eftir því að einu sinni sem oftar var Kvenfélagið Framtíðin með kaffisölu og basar í gamla barnaskólanum. X-bandið var þar að sjálfsögðu og spilaði fyrir gesti. Þá kom Steingrímur Matthíasson læknir til okkar og sagði að til bæjarins væri kom-ið franskt skip sem héti Pourquoi Pas? Um borð væri heimsþekktur vísindamaður sem héti dr. Jean Charcot. „Ég er búinn að bjóða honum í kaffi í barnaskólann í eftirmið-dag. Ég vildi gjarnan að þið spilið franska þjóðsönginn um leið og þið sjáið okkur koma inn úr dyrunum,“ sagði Stein-grímur.“

Koss frá Frakkanum● „Fólkið var byrjað að drekka kaffið þegar Steingrímur kom til okkar svo það var lítill tími til æfinga, en við tókum það ráð-ið að einn af öðrum fór niður í kjallara og æfði sig smávegis. Í pásu spilaði ég ósköp veikt á píanóið til að vita hvort ég kynni ekki örugglega franska þjóðsönginn. Það þarf ekki að orðlengja það frekar, en Stein-grímur kom von bráðar með dr. Charcot og við hófum að spila. Blessaður karlinn kom þjótandi til okkar þegar hann heyrði lagið og kyssti okkur alla í gleði sinni.“

Pourquoi Pas? fórst við Álftanes á Mýrum árið 1936. Aðeins einn maður komst lífs af en dr. Charcot og 39 aðrir fórust.

Ferill Þorvaldar hófst vegna þess að nikkarinn sofnaði!

Þorvaldur Hallgrímsson, einn stofnenda X-bandsins, sagði frá því í Degi 1980, hvernig það atvikaðist að hann spilaði fyrst á hljóðfæri opinberlega sem ungur drengur. „Kvenfélagið Fram-tíðin var eitt sinn með matarveislu inn á gamla Hótel Akur-eyri. Þá var Vigfús, sem hafði viðurnefnið „vert“ dáinn, en Karl Schiöth sá um veitingar. Eftir matinn ætlaði fólkið að dansa. Þegar til átti að taka kom í ljós að harmonikuleikarinn hafði fengið sér heldur duglega í staupinu meðan á matnum stóð og sofnaði hann fram á nikkuna. Það kom því enginn tónninn. Ég átti líka tvöfalda harmoniku og hafði oft spilað á stéttinni heima og sjálfsagt hafði Karl heyrt í mér, því hann átti að hafa sagt: Þetta er ekkert vandamál. Ég næ bara í hann Valda. – Nokkru síðar vaknaði harmonikuleikarinn úr rotinu og tók þá við af mér, en þetta var í fyrsta sinn sem ég lék fyrir dansi á samkomu.“

Dansleikur í Gúttó. Ekki er ljóst hvaða hljómsveit er á sviðinu, en leikið er á fiðlu, flygil, harmoniku og trommur.

Hljómsveit Karl Jónatanssonar, líklega sú sem starfaði um miðjan fimmta áratuginn á Hót­el Norðurlandi þegar hljómsveitarstjórinn var enn á unglingsaldri. Myndin er að vísu tekin á Siglufirði þar sem sveitin lék eitt sumar. Frá vinstri: Þórður Kristinsson, Guðni Friðriksson, Karl Jónatansson, Jakob Lárusson og Henni Rasmuss.

Page 20: Akureyri Tónlistarbærinn

38 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 39

nokkrum stöðum í bænum, þar sem fyrst og fremst voru leikin bandarísk dægurlög, svo og fallegir valsar og tangóar; á Hótel Norðurlandi, þar sem Borgarbíó er nú, í Alþýðu-húsinu við Gránufélagsötu og Góðtemplarahúsinu, sem gjarn an var kallað Gúttó, en er nú þekkt sem Samkomuhúsið, heimili Leikfélags Akureyrar. Auk þess í bröggunum, sem áður voru nefndir. Óskar Ós-berg var einn þeirra sem lék mikið í Gúttó ásamt hljómsveit og Jón Sigurðsson prentari og trompet leikari, sem getið er hér að framan, var til dæmis með hljómsveit á Hótel Norð-urlandi þar sem Sverrir Jóhann-esson, bróðir Sigurðar, lék á klarinett, svo dæmi sé tekið og Magnús Pétursson lék með honum á píanó; Magnús lék síðar með hljómsveitum í Reykjavík og stundaði kennslu, en margir mun jafnvel best eftir honum sem undirleikara í morgunleikfimi Ríkisútvarps-ins í 25 ár. Áður hafði dönsk hljómsveit leikið fyrir dansi á hótel Norðurlandi.

Í „alvöru“ hljómsveit„Á þessum tíma léku nokkrir harmonuleikarar líka mikið á dansleikjum, Haukur og Kalli voru til dæmis byrjaðir að spila saman; Haukur Ingimarsson og Karl Hróðmar Steingrímsson, Ingvi Rafn Jóhannsson lék líka fyrir dansi og seinna Hannes Arason, sem einnig lék á nikku en varð seinna þekktur bassa-leikari, auk þess að leika á bassa túbu og saxófón með Lúðra sveit Akureyrar,“ segir Sigurður Jóhannesson.

Seint á fimmta áratugnum komu nokkrir strákar saman og stofnuðu hljómsveit og var Sig-

urður einn þeirra. „Friðgeir Ax-fjörð, sem spilaði á gítar, hafði forgöngu um að við fórum að hittast, Sigvaldi Sigurðsson – Valdi rakari – lék á trompet, Bjössi í Grafarholti á trommur, Skjöldur Hlíðar var píanóleik-ari og ég lék á klarinett,“ segir Sigurður.

Hann segist svo hafa farið að leika í „alvöru“ hljómsveit haustið 1949, á Hótel Norður-landi. „Við vorum húshljóm-sveit þann vetur, Héðinn Frið-riksson húsgagnasmiður lék á píanó, Níels Sveinsson bifvéla-virki á harmoniku, Sigurður Valgarð Jónsson á harmoniku og trommur og ég á klarinett, auk þess að grípa í trommurn-ar. Dansleikirnir á Hótel Norð-urlandi stóðu jafnan frá klukk-an níu til eitt á föstudögum og sunnudögum, ef þá var opið, en frá níu til klukkan tvö eftir miðnætti á laugardögum. „Á þessum tíma var aldrei stoppað

heldur dansað allan tímann og við skiptumst því á að fara í pásu, tveir og tveir í einu. Þegar Siggi Valli vildi hvíla sig spilaði ég á trommurnar á meðan.“

Snemma á sjötta áratug síð-ustu aldar hófst svo dansleikja-hald á Hótel KEA. „Þar var ég í hljómsveit ásamt Reyni Jónas-syni, Rúmba eins og við köll-uðum hann, sem lék á nikku og alt saxafón, Hjörleifi Björns-syni sem spilaði á bassa og trommur, og unglingnum Ingi-mar Eydal sem lék á píanó. Við höfðum leikið með Ingimari áður, því hann hafði stundum bjargað okkur á Hótel Norður-landi sem krakki, í forföllum píanistans okkar.“ Ingimar sló sem sagt mjög ungur fyrstu tónana á dansleikjum. Reynir Jónasson er landsfrægur nikk-ari, var um tíma kennari og organ isti á Húsavík og í tæpa þrjá áratugi organisti í Nes-kirkju í Reykjavík.

Atlantic lék sjö kvöld í viku í Allanum

Alþýðuhúsið, Allinn, var einn helsti dansstaður Akureyrar um áraraðir, áður en Sjálfstæð-ishúsið var opnað 1963. Þar léku fjölmargar hljóm sveitir fyrir dansi og er Atlantic kvart-ettinn gott dæmi um hljóm-sveit sem náði feykilegum vin-sældum. Bræðurnir Ingi mar og Finnur Eydal höfðu stofnað Atlantic í félagi við trommar-ann Svein Óla Jónsson og gítar-leikarann Edwin Kaaber og hugðust starfa saman í mánað-artíma sumarið 1958 í Allan-um, en Ingimar hafði reyndar leikið þar um helgar um vetur-inn. Söngvarinn Óðinn Valdi-marsson kom til liðs við sveitina, en bræðurnir höfðu einnig mikinn áhug á að fá söngkonu, og svo fór að Hel-ena Eyjólfsdóttir, unglings-stúlka úr Reykjavík sem farin var að koma reglulega fram,

þáði boð þeirra bræðra um að koma norður og syngja með þeim um tíma. Vinsældir hljóm-sveitarinnar voru reyndar slík-ar að hún lék í tvo mánuði í Allanum.

Um veturinn, 1958-1959, hélt Ingimar uppi fjörinu í Al-þýðuhúsinu um helgar eins og veturinn á undan, ásamt söngv-aranum Óðni Valdimarssyni og um vorið bættust í hópinn samstarfsmennirnir frá sumr-inu á undan. Þá lék kvartettinn sjö kvöld vikunnar í Allanum allt sumarið og þegar leið að vori 1960 breyttist kvartettinn í kvintett þegar Edwin fluttist á höfuðborgarsvæðið en Örn Ár-mannsson, ungur gítarleikari, var ráðinn í hans stað og fimmti maðurinn bættist við – Gunnar Reynir Sveinsson, víbrafón-leikari, sem hafði bæði leikið með KK sextett og í eigin hljómsveit. Helena var eini söngvarinn en strákarnir sungu bakdraddir.

Sumarið 1961 lék Atlantic enn á ný í Allanum, og hljóm-sveit kennd við Ingimar Eydal tók svo að sér að leika þar fyrir dansi 1962. Þegar Sjálfstæðis-húsið var opnað handan Gler-árgötunnar 1963 flutti Ingimar sig þangað með hljómsveit sína og varð hún húshljómsveit í Sjallanum um árabil; húsið var langþekktasti skemmtistaður bæjarins og jafnvel landsins alls árum saman.

Vorið 1961 stofnaði píanist-inn Haukur Heiðar Ingólfsson, HH kvartett, og þegar einn bættist við varð úr kvintett; fimm manna hljómsveit, en í henni voru þá raunar sex, en nafni söngvara var gjarnan hnýtt aftan við eins og í þessu tilfelli: HH kvintett og Ingvi Jón. Mannskapurinn var, auk Hauks Heiðars, þeir Hannes Arason bassaleikari, Reynir Jóns son, sem blés í saxófón, trommarinn Hákon Eiríksson, Sigurður Jónsson gítarleikari og Ingvi Jón Einarsson söngvari, tannlæknir á Akureyri í fjölda-mörg ár. Hann var ekki ný-græðingur í söngnum, hafði ungur drengur sungið í Barna-kór Akureyrar og var einn þeirra sem spreytti sig á ein-söng á þeim bænum.

„Ég, Hákon, Siggi og Hauk-ur vorum allir 19 ára, en Reynir og Hannes eldri,“ segir Ingvi Jón um hljómsveit Hauks Heiðars. Veturinn 1961-1962 var hljómsveitin fastráðin á Hótel KEA en lék einnig reglu-lega í Laugarborg, Freyvangi og víðar, auk þess að koma fram á skólaböllum á Akur-eyri. Þarna var rokkið orðið vinsælt og Ingvi Jón söng lög Fats Domino og fleira goð-sagna. „Við hlustuðum á Radio Luxemborg og tókum upp á segulband, eins og hljómsveit Ingimars Eydal gerði, til þess að geta svo hlustað, skrifað niður textana og lært lögin.“

Hljómsveit Óskars Ósberg leikur fyrir dansi á Hótel KEA á gamlárskvöld árið 1950. Hljómsveitina skipa, frá vinstri, trommarinn Pétur Breiðfjörð, Skjöldur Hlíðar píanisti, hljómsveitar­stjórinn Óskar Ósberg sem þarna blæs í klarinett og Ingvi Rafn Jóhannsson með harmonikuna. Minjasafnið á Akureyri/Eðvarð Sigurgeirsson.

Hljómsveit Sigurðar Jóhannessonar sem lék á Hótel KEA veturinn 1954 til 1955. Frá vinstri: Reynir Jónasson, Sigurður, Hjörleifur Björnsson og Ingimar Eydal. Minjasafnið á Akureyri/Tryggvi Haraldsson.

Rafn og Pálmi tóku Allann á leigu

Þegar Ingimar flutti sig um set og fór í Sjallann, tóku Rafn Sveinsson og Pálmi Stefánsson Alþýðuhúsið á leigu og léku þar til skiptis sumarið 1963; Rafn var með hljómsveitina Laxa en Pálma stjórnaði Póló. Nóg var að gera og dansleikir haldnir á mánudags-, þriðjudags-, mið-vikudags- og fimmtu dags-kvöld um. Togarar Útgerðarfé-lags Akureyringa komu í land á virkum dögum, enginn þó sama daginn, og „strákarnir vildu fá sitt ball, þegar þeir voru í landi!“ segir Rafn. „Við vorum yfirleitt í fríi á föstudagskvöld-um en fórum hins vegar nær undantekningarlaust eitthvað út úr bænum á laugardögum og vorum þá ýmist með böll á svæðinu austan Akureyrar; í gamla þinghúsinu á Svalbarðs-eyri, á Grenivík, Húsavík, á Raufarhöfn eða Þórshöfn, eða í Skúlagarði í Mývatnssveit; fór-um jafnvel austur á Neskaup-stað eða Reyðarfjörð og einu sinni alla leið til Hornafjarðar. Flugum þangað með Tryggva Helgasyni á Beechcraft.“

Dansleikjamenningin var töluvert öðru vísi á þessum tíma en síðar varð. „Þá var yfir-leitt byrjað að dansa klukkan 10 og fólk var að til klukkan eitt eftir miðnætti. Húsin höfðu ekki leyfi til að vera opin leng-ur, en einstaka laugardag fékkst þó leyfi til að hafa opið til klukkan tvö,“ segir Rafn Sveins son.

Spilaði á balli átta helgar í röð 16 ára

Pálmi Stefánsson frá Litlu-Há-mundarstöðum á Árskógs-strönd – sem flestir Akureyr-ingar þekkja sem Pálma í Tóna-búðinni – var ekki nema 16 eða 17 ára þegar hann hóf að leika á dansleikjum út með firði, einn með harmoniku að vopni; 15 ára gömlum var honum gef-in lítil nikka og mikið var að gera við spilamennsku á dans-leikjum, á Dalvík, í Svarfaðar-dal og félagsheimilinu Reistará, þar sem nú heitir Freyjulundur. „Ég man að eitthvert sumarið spilaði ég átta laugardaga í röð á Reistará!“ segir Pálmi þegar hann rifjar þetta upp.

Pálmi lék á heimaslóðum

með hljómsveit Birgis Marinós-sonar, sem einnig er frá Ár-skógsströnd, og þeir héldu áfram samstarfi eftir að báðir fluttu til Akureyrar 1961. Birgir starfrækti hljómsveit til fjölda ára og lék víða á dansleikjum, en strax 1962 stofnaði Pálmi hins vegar hljómsveit í eigin nafni, en breytti því í Póló árið 1964; Póló og Erla varð þá að veruleika, en Erla Stefánsdóttir, enn aðeins 16 ára að aldri, sá um sönginn. Pálmi lék þá á harmoniku og bassa, Gunnar Tryggvason á gítar og Steingrímur Stefánsson, bróðir Pálma, á trommur. Haustið 1965 þáði Erla boð um að ganga til liðs við hljómsveit Ingimars Eydal og þá tók Bjarki Tryggvason við söngnum, en hann hafði nýlega gengið í sveitina sem gítarleikari; nafn-inu var breytt í Póló og Bjarki. Glókollur og Lási skó eru kunn-ustu lögin sem hljómsveitin gaf út þannig skipuð, en eftir að Erla snéri til baka 1967 kom út smellurinn Lóan er komin, sem enn heyrist af og til á öldum ljósvakans. Hljómsveitin kallað-ist þá Póló og Erla á ný, þótt Bjarki væri enn í hópnum. Póló

hætti störfum 1969 eftir nokkrar frekari mannabreytingar. Bjarki hóf þá störf með hljómsveit Ingimars Eydal og er þekktasta framlag hans í þeirri sveit tví-mælalaust Í sól og sumaryl; lagið kunna sem Gylfi Ægisson samdi í Lystigarðinum á Akureyri og fjallað er um annars staðar í blað inu. Lagið kom út á sam-nefndri plötu hljómsveitar Ingi-mars Eydal, fyrstu breiðskífu sveitarinnar, árið 1972.

Bjarki hafði áður verið í ung-lingahljómsveitunum Pónik, sem lék að mestu gítartónlist í anda Shadows, og Töktum, sem einhverjir töluðu um sem fyrstu norðlensku hljómsveit-ina til að leika bítlatónlist. Í þessum sveitum báðum lék Bjarki á bassa auk þess að syngja.

Rafn Sveinsson, sem í ára-tugi lék á dansleikjum, lengst af með eigin hljómsveit, hóf feril-inn með Birgi Marinóssyni. „Biggi átti gamlan fólksbíl, hljóðfærunum var komið fyrir á toppgrindinni og í skottinu, en sumt varð að vera inni í bílnum, þar sem maður sat í hálfgerðum keng innan um

dótið! Þannig var keyrt af stað, fyrsta ballið var í Víðihlíð í Húnavatnssýslu, þangað sem við skröltum í eina 5 til 6 klukkutíma; þá var vegurinn ekki malbikaður nema út að Lónsbrú. Við lékum svo á 5 tíma balli og síðan var keyrt aftur heim. Maður var oft ansi framlágur á sunnudögum!“

Á þessum árum tíðkaðist að tónlistarmenn væru „að sulla“ á böllum, að sögn Rafns en þegar hann stofnaði eigin hljómsveit var lagt blátt bann við drykkju á dansleikjum. „Ég sagði við mína stráka: gerið ykkur grein fyrir því að við erum að vinna fyrir fólkið í salnum; ekki fæ ég að vera fullur í vinnunni í bank-anum eða þið í ykkar vinnu. Sumir spurðu hvers vegna þeir mættu ekki skemmta sér eins og hitt fólkið og svarað var ein-falt: við erum í vinnunni!“

Sjallinn „átti bæinn“Fyrirkomulagið gekk yfirleitt vel, segir Rafn, „en einu sinni kom fyrir að ég hýrudró mann. Borðhald á þorrablóti dróst mjög á langinn og þar af leið-

andi byrjuðum við seint að spila. Einn okkar var búinn að fá sér heldur mikið neðan í því, lagði sig og svaf af sér ballið! Hringdi svo í mig eftir hádegi á sunnudegi, spurði hvort ég væri búinn að fá gert upp og sagðist myndu renna til mín eftir hádegi. Ég sagði hins vegar sem var, að ég hefði ekki rukk-að laun fyrir hann því hann hefði ekki spilað á ballinu. Þetta kom aldrei fyrir aftur.“

Rafn lék fyrir dansi á laugar-dagskvöldum í um það bil 10 ár á Hótel KEA, frá því um 1970, og segir nokkurn veginn sama fólkið hafa mætt þangað helgi eftir helgi. „Ég var að vinna í hljómdeild KEA á þessum tíma, var því í góðri aðstöðu til þess að fylgjast með nýrri mús-ík og við æfðum að lágmarki tvö ný lög í hverri viku til þess að flytja.“

Hann segir Sjallann hafa „átt bæinn“ í fjöldamörg ár. „Þar var alltaf fullt á föstudög-um og laugardögum, og meira að segja stundum á sunnudög-um. Við lékum á Hótel KEA annað slagið en það var ekki fyrr en Gunnar Karlsson varð hótelstjóri, þá nýkominn frá Sviss úr námi, að ákveðið var að bjóða upp á dansleiki öll laugardagskvöld. Hann féllst á þá hugmynd mína að prufa, og samið var um að hljómsveitin fengi lítil laun fyrstu kvöldin ef illa gengi. Fyrsta laugardaginn var reytingur af fólki, næsta laugardag hins vegar fullt hús og þannig var það flestar helg-ar næstu 10 árin! Það var gott að hafa mótvægi við Sjallann, hjá okkur var yfirleitt heldur eldra fólk en þar og við lékum yfirleitt heldur rólegri músík. „Okkar“ fólki fannst gott að hafa stað þar sem hávaðinn var ekki jafn mikill og í Sjallan-um.“

Þegar Sjálfstæðishúsið var opnað á öndverðum sjöunda áratugnum lögðust dansleikir niður á Hótel KEA og þráður-inn ekki tekinn upp fyrr en löngu síðar. Samkeppnin við Alþýðuhúsið hafði verið mikil, en ekki var markaður fyrir þrjá dansleikjastaði. Smám saman breyttist svo skemmtanamenn-ingin og hefðbundnir dansleik-ir, þar sem hljómsveit stóð á sviði og lék, lögðust nánast af.

Hljómsveit Birgis Marinóssonar 1961; Pálmi Stefánsson, Gunnar Tryggva­son, Rafn Sveinsson og Birgir. Birgir og Pálmi fluttu báðir frá Árskógsströnd þetta ár, en árið eftir stofnaði Pálmi eigin hljómsveit.

HH kvintett og Ingvi Jón 1961. Frá vinstri: Haukur Heiðar við píanóið, Hann­es Arason, bassaleikari, Reynir Jónsson sem blés í saxófón, Hákon Eiríksson trommari, Sigurður Jónsson gítarleikari og Ingvi Jón Einarsson söngvari.

HH kvartet, Valdi og Saga á Hótel KEA. Frá vinstri: Haukur Heiðar, Þorvaldur Halldórsson, Hannes Arason, Hákon Eiríksson, Birgir Karlsson og Saga Jónsdóttir. Minjasafnið á Akureyri/Gunnlaugur P Kristinsson.

Hljómsveitin Póló skömmu áður en hún hætti starfsemi haustið 1969. Myndin er tekin í Sandgerðisbót, í baksýn er togarinn Hrímbakur sem sleit legufæri rétt hjá Krossanesi og strandaði. Frá vinstri: Pálmi Stefánsson, Þorsteinn Kjartansson, Steingrímur Stefánsson, Gunnar Tryggvason og Bjarki Tryggvason. Minjasafnið á Akureyri/Matthías Gestsson.

Page 21: Akureyri Tónlistarbærinn

40 – TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI TÓNLISTARBÆRINN AKUREYRI – 41

Ingimar og Finnur Eydal voru meðal þekktustu tónlistarmanna landsins í áratugi

Byrjuðu barnungirað vinna við tónlist

Þegar bræðurnir Ingimar og Finnur Eydal eru nefndir dettur án efa flest-um tónlist í hug, enda voru þeir bræður í hópi þekktustu músíkanta Íslands í fjöldamörg ár. Hljómsveit Ingimars Eydal var ein sú allra vin-sælasta hér á landi á sinni tíð, Finn-ur lék þar með bróður sínum, en einnig rak hann eigin sveit um tíma. Auk þess komu þeir báðir mun víð-ar við á tónlistarsviðinu.

Ingimar var fæddur 1936 en Finnur var fjórum árum yngri. Bræðurnir hófu að leika á hljóðfæri barnungir og fljót- lega kom í ljós náðargáfa beggja á því sviði. Báðir reyndu sig fyrst við píanó-ið, ekki leið á löngu þar til Finnur fann sér annan farveg, en segja má að Ingi-mar hafi aldrei staðið upp frá hljóðfær-inu.

Þyrí, föðursystir þeirra, sem var lengi píanókennari við Tónlistarskólann á Akureyri, leiðbeindi bræðrunum í byrj-un og kenndi Ingimari fyrstu árin, áður en hann hóf nám við skólann sjö eða átta ára.

Frábært tóneyraÞað var Þyrí sem uppgötvaði músík-hæfileika Ingimars og hve frábært tón-eyra hann hafði, meðal annars vegna þess að eftir um það bil tvö ár áttaði hún sig á því að frændi hennar kunni ekki að lesa nótur! Í lok hvers tíma lék Þyrí það sem Ingimar átti að æfa fyr-ir næsta tíma, en eftir það hljóp Ingimar rakleiðis heim til sín og rifjaði lagið upp eftir eyranu. Honum fannst óþarfi að læra að lesa nótur, vegna þess hve auð-velt hann átti með að muna lögin. Eftir að Þyrí áttaði sig komst Ingimar hins vegar ekki lengur upp með þetta, en hann hafði orð á því seinna að þetta hafi verið mikil mistök og hann hafi í raun aldrei verið fljótlæs á nótur.

Aðalkennari Ingimars í Tónlistarskól-anum á Akureyri var Margrét Eiríks-dóttir, þekktur píanóleikari á Akureyri og síðar í Reykjavík. Margrét var skóla-stjóri Tónlistarskólans á Akureyri 1946 til 1950. Það var hún sem mælti með Ingimari, þegar Björgvin Guðmunds-son, tónskáld, stofnanda og stjórnanda Kantötukórs Akureyrar, vantaði undir-leikara vegna forfalla. Ingimar var ekki nema 13 ára en lék bæði á tónleikum og í útvarpsupptöku á kafla úr verkinu Friður á jörðu eftir Björgvin.

Ótrúlegt en satt, sama ár hóf Ingimar að leika fyrir dansi með hljómsveit Karls Adolfssonar á Hótel Norðurlandi, Land-inu eins og það var oft kallað. Karl lék á klarinett, Níels Sveinsson á harmoniku og Sigurður V. Jónsson var trommuleik-ari.

Nóg að gera ungurIngimar hafði sem sagt nóg að gera í tónlistinni strax á fermingaraldri. Auk þess að leika undir hjá Kantötukórnum fékk Áskell Jónsson unglinginn stund-um til þess að leika undir hjá Karlakór Akureyrar og söngmönnum úr kórnum og það gerði Ingimar í nokkur ár. „Hann er auðvitað þekktastur fyrir danstónlist en var alla tíð mikið í undirleik; ofboðs-lega stór hluti af hans daglega lífi var að spila undir hjá kórum og ýmsum skemmtikröftum,“ segir Inga Eydal, dóttir hans, sem lengi söng með föður sínum.

Fyrstu hljómsveitina stofnaði Ingi-mar þegar hann var í fyrsta bekk í gagnfræðaskólanum, ásamt Ágústi Sigurlaugssyni harmonikuleikara, Óla Fossberg gítarleikara og Sveini Óla Jónssyni trommuleikara, og lék hún á skólaböllum. Sveitin þótti ekki sérlega góð og þegar hún hafði verið klöppuð niður á nokkrum dansleikjum kvört-uðu dreng irnir við Þorstein M. Jónsson

skólastjóra og sögðust ekki nenna að spila á böllum og fá ekkert nema van-þakklæti fyrir. Þorsteinn stefndi nem-endum á sal, spurði hvort þeir hefðu eitthvað við hljómsveitina að athuga en þá gaf sig enginn fram. Ingimar var reyndar síðar rekinn úr hljóm-sveitinni.

„Hefði hvort sem er hætt...“Eftir Ingimari er haft, í bókinni Þeir vörð uðu veginn, þar sem Unnur Karls-dóttir fjallaði um hann: Ég byrjaði að spila á stað sem þá hét Hótel Norður-land – nú Borgarbíó. Ég var þá í fyrsta bekk gagnfræðaskólans, og fór þarna inn út á nótnalestur og veru mína í tón-listarskóla. Þeir voru að fá skemmti-krafta þangað af og til. Sá sem var þar fyrst á píanó las nefnilega ekki nótur og var settur á nikku. Ég kom á píanóið til að lesa fyrir skemmtikraftana. Þá var reyndar nýbúið að reka mig úr gagn-fræðaskólahljómsveitinni því ég kunni ekki þau lög sem gengu. En ég þóttist

nú mikill karl þegar ég fór að spila á hótelinu enda sagði ég þá: „Sko ég hefði hvort sem er hætt. Ég ætlaði ekk-ert að vera lengur í bandinu. Ég er að fara að spila útí bæ með atvinnuhljóm-sveit.“

Þegar Ingimar var örlítið eldri lék hann á Landinu með strákum sem höfðu verið í skólahljómsveit í Mennta-skólanum, en í hópnum var líka – lang-yngstur – Finnur Eydal, sem fékk að spila með eftir miklar fortölur. Hann var þá nýfermdur.

Hótel Norðurland var aðal samkomu-staður bæjarins en snemma á sjötta ára-tugnum keypti Góðtemplarareglan stað inn og breytti í kvikmyndahús, Borgarbíó. Um svipað leyti eignuðust verkalýðsfélögin hús við Gránufélags-götu, þar sem verið hafði þvottahús en var illa farið eftir bruna. Húsið var byggt upp, nefnt Alþýðuhúsið en í daglegu tali kallað Allinn. Þar spiluðu þeir bræður í félagi við aðra af miklum móð í mörg ár, og var Ingimar til að mynda viðloðandi húsið hvert sumar í um það bil áratug, þar til hann flutti sig yfir í Sjálfstæðis-húsið þegar sá kunni skemmtistaður var tekinn í notkun 1963.

Finnur lauk einleikaraprófi í klarí-nettuleik nýorðinn 16 ára, vorið 1956, frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og um sumarið hófst ferill hans sem at-vinnutónlistarmanns. Þá lék hann með Ingimari, Friðjóni Snorrasyni og Reyni Jónassyni á dansleikjum í Alþýðuhús-inu. Fjórmenningarnir kölluðu sig RIFF-kvartettinn.

Um haustið fóru bræðurnir báður suður til frekara náms, Ingimar í tón-menntadeild Kennaraskólans og Finnur í Tónlistarskólann í Reykjavík. Til þess að afla sér tekna léku þeir jafnframt fyr-ir dansi á fínasta stað Reykjavíkur, Hót-el Borg, með hljómsveit Jónasar Dag-bjartssonar, en vorið 1957 snéru þeir aftur norður og spiluðu á dansleikjum í Alþýðuhúsinu það sumar, ásamt Jóni Aðalsteinssyni, Sveini Óla Jónssyni og söngkonunni Önnu Maríu Jóhanns-dóttur, dóttur Jóhanns Konráðssonar og Fanneyjar Oddgeirsdóttur.

Eydalsbræður saman í RIFF­kvartettinum sumarið 1956, eftir að Finnur lauk einleikaraprófi í klarínettuleik 16 ára frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann er lengst til vinstri, þá Ingimar við píanóið, Reynir Jónasson blæs í tenorsaxófón og Friðjón Snorrason leikur á trommur. RIFF lék í Alþýðuhúsinu þetta sumar.

Atlantic kvartettinn og söngvararnir tveir í Alþýðuhúsinu sumarið 1959, ári eftir stofnun hljómsveitarinnar. Frá vinstri: Ingimar Eydal, Finnur Eydal, Edwin Kaaber, Sveinn Óli Jónsson, Óðinn Valdimarsson og Helena Eyjólfs­dóttir.

Gætirðu hugsaðþér að syngja eittsumar með hljóm­sveit á Akureyri?

Helena Eyjólfsdóttir var lengi ein helsta dægur-lagasöngkona landsins. Hún kynntist ung Finni Eydal, þau urðu lífsförunautar og samstarfsmenn í tónlistinni, lengst af á Akureyri.

Helena var barnastjarna, fædd og uppalin í Reykjavík. Hún söng fyrst opinberlega níu ára gömul, við undirleik Guð-rúnar Pálsdóttur, söngkennara í Melaskólanum, en á þeim tíma var Helena nýbyrjuð í söngtím-um hjá henni.

Haustið 1953, þegar Helena var 11 ára, söng hún í fyrsta skipti inn á plötu – Heims um ból og Í Betlehem er barn oss fætt, fyrir Tage Ammendrup sem hafði stofnað hljómplötuútgáf-una Íslenzka tóna. Hún kom fram hér og þar en fjáröflunar-tónleikar Sambands íslenskra berklasjúklinga, SÍBS, mörk-uðu þáttaskil að hennar sögn. Þar söng Helena með Hljóm-sveit Gunnars Orms lev, sem hitaði upp fyrir Tony Crombie and his Rockets frá London í Austurbæjarbíói 1. maí 1957. Þar kom hún í fyrsta skipti fram sem dægurlagasöngkona, 15 ára. Halda átti tvenna tón-leika en rokkið sló í gegn; vin-sældirnar urðu slíkar að tónlist-arfólkið kom fram átta kvöld í röð og tónleikarnir urðu fjórt-an.

Guðrún Pálsdóttir var systir Hreins óperusöngvara, og bjó á Sjafnargötu 14 ásamt dóttur sinni, Bríeti, leikkonu. „Þangað sótti ég tíma til hennar, tvisvar

í viku, í þrjá vetur,“ segir Hel-ena í ævisögu sinni. Eiginmað-ur Guðrúnar, Héðinn Valdi-marsson, verkalýðsleiðtogi og alþingismaður, var þá nýlega látinn.

Frá tólf ára aldri vildi Guð-rún að ég hvíldi röddina í nokk-ur ár meðan hún væri að mót-ast og þroskast en tæki síðan upp þráðinn á nýjan leik í klass ískum söng. Af því varð þó aldrei. Hugur minn stefndi annað.“

Eftir að faðir Helenu lést var hún vist á Akureyri, 11 ára gömul sumarið 1953, hjá Ágústi föðurbróður sínum og Helgu Vigfúsdóttir, foreldrum Kennedy-bræðranna, sem svo eru kallaðir. Hún passaði yngsta soninn, Eyjólf, sem var tveggja ára, og var alsæl með dvölina. Þegar hún sneri suður um haustið hét hún sjálfri sér því að fara einhvern tíma norð-ur aftur. Hún stóð sannarlega við það og hefur nú búið á Akur eyri í áratugi.

Þegar Helena kom fram með Hljómsveit Svavars Gests á árs-hátíð Málarameistarafélags Reykja víkur í Sjálfstæðishús-inu við Austurvöll haustið 1957, var í hljómsveitinni ung-ur klarínett- og baritónsaxafón-leikari frá Akureyri, sem Hel-ena mundi eftir að hafa séð í Allanum á Akureyri sumarið áður. Þótt ungar væru að árum leyfði afi bestu vinkonu Hel-enu, sem rak Allann á þessum tíma, stelpunum stundum að fara inn bakdyramegin, í eld-

húsið, „til þess að gægjast sem snöggvast fram í sal,“ segir í ævisögu Helenu. Afinn var Steingrímur Eggertsson en vin-konan Edda Þorsteinsdóttir.

Daginn eftir árshátíð mál-arameistaranna spurði Finnur hvort hún gæti hugsað sér að koma norður og syngja með hljómsveit þeirra bræðra næsta sumar og hún segist hafa samþykkt tilboðið án um hugsunar.

Vorið 1958 tróð Helena upp á dansleikjum með hljómsveit José Riba og starfaði með hon-um fram í júlí. „Hljómsveit José Riba var fyrsta hljómsveitin sem ég söng með á dansleikj-um. Riba var mér einstaklega góður og lagði mikið á sig til þess að kenna mér spænsk lög og segja mér frá innihaldi text-anna þannig að ég ætti auð-veldara með að túlka þá í söngnum. Þá kenndi hann mér á hin ýmsu hristuhljóðfæri sem hafa fylgt mér alla tíð.“

Riba hafði búið á Akureyri um tíma; flutti þangað frá Spáni árið 1950 með íslenskri eiginkonu sinni, Maju Ólafs-son, og tveimur sonum. Maju kynntist Riba þegar hann fór í ævintýraferð til Íslands árið 1933 og lék um tíma með fé-lögum sínum í Reykjavík. Riba kenndi við Tónlistarskólann á Akureyri á fiðlu, klarinett og saxófón og setti auk þess saman hljómsveit sem lék á Hótel KEA. Riba og fjölskylda fluttu til Reykjavíkur 1953.

Eftir að hafa leikið með

hljómsveit Riba fram í júlí 1958 hélt Helena norður, þar sem hún söng með Atlantic kvart-ettinum.

Veturinn 1958 til 1959 léku Helena og Finnur bæði í dans-hljómsveitum í miðbæ Reykja-víkur; hann með Svavari Gests á Hótel Borg en hún með hljómsveit Gunnars Ormslev í Framsóknarhúsinu.

Finnur og Helena bjuggu meira og minna í Reykjavík næstu árin en fluttu norður snemma árs 1966 þegar Finni bauðst að koma í hljómsveit bróður síns og ári síðar var Hel-ena orðinn hluti af hópnum.

Þegar Erla Stefánsdóttir, sem hafði verið söngkona Hljóm sveitar Ingimars Eydal síðan haustið 1965, varð ólétt bauðst Helenu að taka hennar sæti og þáði. „Fyrsta kvöldið mitt í Sjálfstæðishúsinu var 6. apríl 1967. Ég get ekki neitað því að mér fannst svolítið erfitt að koma inn í hljómsveitina. Erla var afar vinsæl söngkona og það voru ekki allir gestir Sjálfstæðishússins sáttir við að ég kæmi í hennar stað og jafn-vel nokkrir úr starfsliði þess. Fólk saknaði Erlu, sem ég skildi vel, enda frábær söngkona og persónuleiki. Ég þurfti því virkilega að sanna mig. En þetta kom fljótt og ég fann ekki annað en fólk væri bæri-lega sátt við mig eftir nokkrar vikur. Við Þorvaldur [Halldórs-son] náðum strax vel saman í söngnum og ég féll því ágæt-lega inn í hljómsveitina.“

TÓNDÆMIGuðrún mikilvæg● Helena Eyjólfsdóttir segir Guðrúnu Pálsdóttur hafa reynst sér afar vel sem söngkennari. „Hún hefur vafalaust skynjað að fjárhagsstaða pabba og mömmmu væri þröng því hún tók aldrei krónu fyrir alla söng-tímana sem ég sótti til hennar,“ segir Helena, sem segir Guðrúnu hafa kennt sér tónmyndun og grunnatriði í öndun sem æ síðan hafi nýst henni mjög vel.

Eina tilsögnin● „Þessir tímar á Sjafnargöt-unni eru eina tilsögnin sem ég hef fengið um dagana í söng. Ég hafði alltaf hugsað mér að fara í frekara söngnám enda stefndi ég að því að verða óperusöngkona og kennsla Guðrúnar miðaði að því. Til marks um áhuga minn á óperu-söng var ég tíður gestur á sýningum á bíómyndinni La Traviata í Stjörnubíói, ég held að ég hafi séð hana tíu sinnum.“

Margar plötur● Árið 1959 komu út hvorki fleiri né færri en sjö 45 snúninga plötur á vegum Íslenzkra tóna þar sem Helena kom við sögu; fjórar höfðu að geyma fjögur lög, en á þremur voru tvö. Vegna mikilla vinsælda platnanna sendi útgefandinn þær til starfsbræðra sinna í öðrum löndum og var Helenu boðið að syngja inn á plötur í Hollandi, Englandi Þýska-landi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum, en söngkon-an afþakkaði það.

Ung og ósjálfstæð● „Ég var afskaplega ung þarna og ósjálfstæð og hafði í raun engan til þess að standa í þessu fyrir mig. Sennilega skorti mig þann metnað sem tónlistar-fólk þarf að hafa til þess að hella sér í slíkt verkefni og innst inni treysti ég mér ekki í þetta. Það dró líka úr áhuga mínum á því að þekkjast þetta boð að ég hafði þá kynnst Finni og löngunin til þess að fara út var því minni en ella. Ég hugsa að ungar söngkonur í dag myndu ekki slá hendinni á móti slíkum tilboðum um að syngja erlendis. En tíðarandinn var annar í þá daga og ungt fólk fór lítið til útlanda. En þrátt fyrir þetta afsvar var þó eftir sem áður inni í myndinni að ég færi utan.“

Ekkert mál!● „Ég held að mörgum hafi þótt dálítið skrýtið að Trúbrot léki á plötu með óþekktum sveitastrák að norðan,“ segir Pálmi Stefánsson, sem fékk vinsælustu hljómsveit landsins til að spila með Geirmundi Val-týssyni á tveimur fyrstu plötum hans, sem Tónaútgáfan gaf út. „En ég hringdi einfaldlega í Gunnar Þórðarson og hann tók mér mjög vel. Þeir voru strax til í að spila með honum.“

Finnur Eydal og Helena Eyjólfsdóttir fljótlega eftir að þau kynntust.

Helena Eyjólfsdóttir syngur 15 ára á skemmtun í Skátaheimilinu í Reykjavík. Það er Ólafur Kristjánsson sem leikur á harmonikuna.