menntaskólinn á akureyri

12
MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI SCHOLA AKUREYRENSIS

Upload: sverrir-pall-erlendsson

Post on 28-Mar-2016

231 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Kynningarbæklingur 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Menntaskólinn á Akureyri

MENNTASKÓLINN Á AKUREYRISCHOLA AKUREYRENSIS

Page 2: Menntaskólinn á Akureyri

2

Menntaskólinn á Akureyri er ein elsta menntastofnun landsins, gamalgróin stofnun með ríkar hefðir og framsækinn skóli í stöðugri þróun. Námskrá skólans hefur verið endurskoðuð í samræmi við ný framhaldsskólalög. Sú endurskoðun miðar að því að gera nemendur enn ábyrgari fyrir námi sínu og starfi til að auka áhuga þeirra og árangur.

Það er von mín að þeir sem í skólann koma finni nám við sitt hæfi og að nemendum líði vel enda leggur starfsfólk skólans metnað sinn í góða kennslu, blómlegt félagslíf og stuðning við nemendur.

Jón Már Héðinssonskólameistari

ÁVARP SKÓLAMEISTARA

VELKOMIN Í MA

Page 3: Menntaskólinn á Akureyri

3

VIRÐINGVÍÐSÝNIÁRANGUREI

NKU

NN

AROR

Ð

SKÓ

LAN

S

Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri veitir breiða almenna menntun og meginhlutverk skólans er að búa nemendur undir háskólanám og líf og starf í lýðræðis-þjóðfélagi. Skólasýn MA er skólastarfinu til grundvallar og endurspeglar áherslur í námi og kennslu. Námstími til stúdentsprófs er fjögur ár og brautskráning er 17. júní.

BREIÐ ALMENN MENNTUN

UPPBYGGINGNÁMSINS

Fyrsta árið er eins hjá öllum nemendum. Á öðru ári greinist námið í tvö svið og á þriðja og fjórða ári velja nemendur kjörsviðsgreinar. Val nemenda er um fjórðungur námsins og nemendur geta að hluta valið greinar af báðum sviðum.

Page 4: Menntaskólinn á Akureyri

4

Tungumála- og félagsgreinasviðNám á tungumála- og félagsgreinasviði er traustur undirbúningur fyrir háskólanám, einkum á sviði hug- og félagsvísinda. Markmiðið er að efla málafærni, félagslegt innsæi, menningarlæsi og reyndar læsi nemenda í mjög víðum skilningi.

RaungreinasviðNám á raungreinasviði er traustur undirbúningur fyrir háskólanám, einkum á sviði náttúru- og raunvísinda. Markmiðið er að efla færni nemenda í stærðfræði og raun-greinum, náttúrulæsi og reyndar læsi í mjög víðum skilningi.

TVÖ SVIÐ

Sverre JakobssonHandboltamaður

Stúdent 1997

Ég útskrifaðist af náttúrufræðbraut MA. Minningarnar frá menntaskólaárunum lifa vel enda ógleymanlegur tími. Á þessum árum tók maður út mikinn þroska og var mjög vel undirbúinn fyrir áframhaldandi nám. En það sem stendur þó helst upp úr er allt það frábæra fólk sem maður kynntist á þessum árum, þá bæði nemendur og starfsfólk.

Page 5: Menntaskólinn á Akureyri

5

RAU

NG

REIN

ASV

IÐ Líffræði og efnafræðiSál- og uppeldisfræði

Tungumál

Stærðfræði og eðlisfræðiHeimspeki og saga

HeilbrigðisgreinarFélags- og stjórnmálafræði

TónlistTónlistTUN

GU

LA -

OG

FÉLA

GSG

REIN

ASV

IÐÞórgunnur Oddsdóttir Fréttamaður á RÚV og myndlistarmaður Stúdent 2001

Menntunin sem ég öðlaðist í MA var afar víðtæk. Námið sjálft á félags-fræðibraut reyndist góður grunnur fyrir háskólanám en ég lærði líka svo margt annað. Ég sat til dæmis í stjórn Hugins og keppti í Morfís, það var góð reynsla sem hefur nýst vel í starfi. Í MA eignaðist ég jafnframt marga af mínum bestu vinum sem auðvitað er ómetanlegt.

Page 6: Menntaskólinn á Akureyri

6

HraðlínaEr leið fyrir nemendur sem koma úr 9. bekk grunnskóla og hafa lokið honum með hárri meðaleinkunn. Þeir flýta þannig námi til stúdentsprófs um eitt ár. Á fyrsta ári er blandað í nám þeirra þáttum úr 10. bekk. Að öðru leyti er skólaganga þeirra eins og annarra nemenda.

StoðlínaEr leið fyrir nemendur sem vantar herslumuninn upp á að uppfylla inntökuskilyrðin en vilja bæta sig og ljúka stúdents-prófi á fjórum árum. Nemendur taka fornámsáfanga í þeim námsgreinum þar sem þeir uppfylla ekki inntökuskilyrði en fylgja 1. bekk í öðrum greinum.

HRAÐLÍNA OG STOÐLÍNA

Edda Hermannsdóttir HáskólanemiStúdent 2006

Í MA fékk ég þann bóklega bakgrunn sem bjó mig mjög vel undir háskólanámið ásamt því að fá ómetanlega reynslu úr félagslífinu. Árið mitt sem formaður Hugins, 2005-2006, hefur reynst mér mjög dýrmætt og þá tengdist ég þeim sem í dag eru mínir bestu vinir. Í MA kynntist ég nýjum hliðum á sjálfri mér og andinn í skólanum ýtti mjög undir sjálfstæða hugsun hjá okkur nemendum.

Page 7: Menntaskólinn á Akureyri

7

Baldvin EsraEinarssonTónlistarútgefandiStúdent 1999

Vera mín í Menntaskólanum á Akureyri var einstaklega ánægjuleg í alla staði. Þar eignaðist ég mína bestu vini og á þaðan margar góðar minningar. Bekkurinn minn er samheldin eining góðra vina sem hafa haldið sambandi allar götur síðan. Námið á félagsfræði-braut er einnig góður undirbúningur fyrir háskólanám og sjálfsagi og góð vinnubrögð er það sem ég tók helst með mér úr MA.

Lýðræðislegt skólastarf er í hávegum haft í Menntaskólanum á Akureyri. Unnið er markvisst að því að efla lýðræði í skóla-starfinu með skólaráði, hagsmunaráði nemenda, hópvinnu og bekkjarfundum. Hlustað er á raddir nemenda og tekið tillit til skoðana þeirra með einkunnarorð skólans að leiðarljósi.

Í Menntaskólanum á Akureyri er nemendavernd sem felst í fjölbreyttri þjónustu, meðal annars með námsráðgjöf, öflugu umsjónarkennarastarfi fyrir ólögráða nemendur og störfum forvarnarfulltrúa og félagsmálafulltrúa. Nemendur Heima-vistar hafa aðgang að hjúkrunarfræðingi og læknisþjónustu.

LÝÐRÆÐISLEGTSKÓLASTARF

NEMENDAVERND

Page 8: Menntaskólinn á Akureyri

8

Lára SóleyJóhannsdóttir

Fiðluleikari Stúdent 2001

Ég útskrifaðist úr MA eftir þriggja ára nám á tónlistarbraut. Þessi ár voru mér mikilvæg. Persóna mín mótaðist mikið í þessu opna umhverfi þar sem ólíkir einstaklingar njóta sín, hver á sinn hátt. Þetta opnaði mér leið til framhaldsnáms í tónlist í Bretlandi og síðan kennslu og stjórnunarstarfs við Tónlistarskólann og í Hofi.

Frá upphafi hefur í MA verið bekkjakerfi. Samstaða og vinabönd sem mótast á langri samveru í bekk lifa með fólki ævina á enda. Bekkjakerfið er ein helsta ástæða þess hve mikla rækt gamlir nemendur leggja við skólann og koma reglulega í heimsóknir á fimm til tíu ára fresti.

Heimavistin hefur alltaf verið stór þáttur í skólalífi MA. Þar er nú heimili rúmlega þrjú hundruð nemenda í MA og VMA. Í tengslum við Heimavist eru Mötuneyti MA og þvottahús fyrir aðkomunemendur. Á vist er gæsla allan sólarhringinn. Sjá nánar á heimavist.is

Í BEKK

Á HEIMAVIST

Page 9: Menntaskólinn á Akureyri

9

Nemendur fara í náms- og kynnisferðir sem tengjast viðfangsefnum námsins, til dæmis náttúruskoðunarferð um Mývatnssveit og sagnfræði- og safnaferð um söguslóðir í Eyjafirði og Skagafirði og til Siglufjarðar. Nemendur á ferðamálakjörsviði fara í náms- og vinnuferðir innanlands og til útlanda og bekkir fara iðulega í kynnisferðir í stofnanir og fyrirtæki innanbæjar.

Skólinn á í samskiptum við skóla erlendis, en auk þess fara nemendur á eigin vegum til útlanda, frönskunemendur með frönskukennara til Parísar, eðlisfræðinemendur með eðlisfræðikennara til Lundúna og Oxford, svo eitthvað sé nefnt.

Á FERÐ OG FLUGI

Atli ÖrvarssonKvikmyndatónskáldStúdent 1989

Ég var á félagsfræðibraut og tók nokkurn þátt í félagslífi í skólanum, spilaði m.a. í uppsetningu LMA á söngleiknum Gretti og var í stjórn Tóma. Nú starfa ég sem kvikmyndatónskáld í Los Angeles og sú víðsýni og starfsvenjur sem mér voru innrættar í MA hafa reynst mér frábærlega. Gagnlegri undirbúning fyrir lífið get ég ekki hugsað mér en að læra að læra.

Page 10: Menntaskólinn á Akureyri

10

Félagslíf í MA er rómað og margir öðlast þar ómetanlega reynslu í félagslegum samskiptum. Allt félagsstarfið fer fram innan veggja skólans og er áfengis- og vímuefnalaust.

Huginn er skólafélagið, kjölfestan í félagsstarfinu, en undir regnhlíf Hugins starfa fjölmörg félög. Muninn er skólablað MA og vefur nemenda er muninn.is

Félagsstarfið snýst meðal annars um söng, dans, íþróttir, ljósmyndun, myndbandagerð, myndlist, kvöldvökur og tónleikahald. Keppt er við aðra skóla í íþróttum, Morfís og Gettu betur auk Söngkeppni framhaldsskólanna.

GÓÐUR FÉLAGSSKAPUR

Guðfinnur Sigurvinsson Frétta- og

dagskrárgerðarmaðurStúdent 1999

Veganestið sem ég hlaut í MA endist mér út lífið. Námið, hefðirnar og gildin sem skólinn stendur fyrir voru mér ómetanleg gjöf og hafa styrkt mig á allan hátt. Ég lærði góða íslensku í norðlenska skólanum og þátttakan í félagslífi MA hefur reynst mér einna best, en ég var formaður Hugins 1998-1999. Mestu skiptir samt að í MA eignaðist ég góða og trausta vini fyrir lífstíð.

Page 11: Menntaskólinn á Akureyri

11

Útgefandi: Menntaskólinn á AkureyriUmsjón/ábyrgð: Kynningarnefnd MALjósmyndir úr MA: Sverrir Páll Erlendsson og Skapti HallgrímssonUmbrot/hönnun: Herdís Björk ÞórðardóttirPrentvinnsla: Hjá GuðjónÓ

Skólastarfið þroskar víðsýni nemenda, gagnrýna hugsun, jafnréttisvitund, siðvit og samfélagslega ábyrgð.

Nemendur MA bera virðingu fyrirsjálfum sér, samstarfsfólki og umhverfi sínu.

Skólinn hefur að leiðarljósi vellíðan og heilbrigði nemenda og eflir trú þeirra á eigin getu.

Allir nemendur gera sitt besta og þroska fjölþætta eiginleika sína.

Skólastarfið eflir málvitund nemenda.

Kennsluhættir eru fjölbreyttir og aðferðir við námsmat einnig.

Skólinn leggur rækt við læsi í víðum skilningi, vísindalega hugsun og aðferðir.

Í skólastarfinu er lögð áhersla á gotttungumálanám, söguvitund,menningar- og náttúrulæsi.

Frumleiki og sköpun skipa veigamikinn sess í skólastarfinu.

Nemendur tileinka sér öguð og sjálfstæð vinnubrögð.

SKÓLASÝN MENNTASKÓLANSÁ AKUREYRI

Page 12: Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28600 AkureyriSími: 455-1555Netfang: [email protected]: www.ma.is