Ókeypis námskeið og ráðgjöf - Öryrkjabandalag Íslands · skemmtileg albúm fyrir uppáhalds...

Post on 29-Jun-2020

5 Views

Category:

Documents

0 Downloads

Preview:

Click to see full reader

TRANSCRIPT

| ||

Ókeypis námskeið og ráðgjöf

Qi – Gong - Æ�ngar sem hjálpa fólki að a�a, varðveita og dreifa orku um líkamann. Iðkun Qi – Gong á uppruna sinn í Kína. Undir-staðan er agaður líkamsburður, öndun og hugsun eða einbeitni.Umsjón: Viðar H. Eiríksson, Qi – Gong iðkandi. Tími: 12.00-13.00.

Einkatímar í söng - Fullt. Umsjón: Hulda Björg Víðisdóttir, söngkennari. Tími: 12.00-14.00.

Verði þér að góðu! - Fulltrúi Lýðheilsustöðvar gefur gagnlegar ábendingar um hvernig �nna má hollan og góðan mat á hagstæðu verði. Umsjón: Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar á Lýðheilsustöð. Tími: 13.00-14.00.

Áhugasviðskönnun - Ef þú hefur ákveðið starf eða nám í huga, getur könnunin staðfest hugmyndir þínar. Ef ekki, gæti hún hjálpað til við að koma auga á �eiri möguleika. Skemmtilegt og gagnlegt námskeið fyrir alla. Skráning nauðsynleg. Umsjón: Berglind Helga Sigurþórsdóttir, náms- og starfsráðgja�. Tími: 13.00-14.30.

Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks og viðbrögð þess í kjölfar slíkra atburða. Bent verður á hvað er mikilvægt fyrir fólk að gera í þessu sambandi. Umræður í lokin. Umsjón: Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur. Tími: 14.30-16.00.

Einkatímar í söng - Fullt. Umsjón: Hulda Björg Víðisdóttir, söngkennari.Tími: 12.00-14.00.

Ísgerð heima - Ís er sú fæða sem kemur fólki helst til að brosa. Fjallað er um ísgerð og nýstárlegar aðferðir við að búa til gómsætan rjómaís, mjólkurís og jógúrtís á �jótlegan hátt. Bragðgott og hressandi námskeið.Umsjón: Jón Brynjar Birgisson, mjólkurfræðingur. Tími: 13.00-14.30.

Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lí�ð af hlátri og gleði? Hláturjóga getur hjálpað til við að auðga lí�ð. Umsjón: Ásta Valdimars- dóttir, hláturjógakennari. Tími: 15.30-16.30.

Borgartúni 25 Reykjavík Sími 570 4000 raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is Opið virka daga kl. 12-17| |

Mánudagurinn 15. júní

Fimmtudagurinn 18. júní

Þriðjudagurinn 16. júní

Föstudagurinn 19. júní

Miðvikudagurinn 17. júní

Áhrif meðvirkni á �ölskylduna - Ráðgjafar frá Lausninni (www.lausnin.is) halda fyrirlestur um meðvirkni og a�eiðingar hennar á �ölskyldulí�ð. Meðvirkni er vandamál sem hefur neikvæð áhrif á einstaklinga og �ölskyldur, karla jafnt sem konur. Fyrsti hluti af þremur sjálfstæðum fyrirlestrum. Boðið verður upp á einstaklingsráðgjöf að fyrirlestri loknum. Umsjón: Ráðgjafar Lausnarinnar. Tími: 13.00-14.30.

Föndur, skrapp myndaalbúm - Lærðu að búa til skrautleg og skemmtileg albúm fyrir uppáhalds myndirnar þínar. Umsjón: Aðalheiður Einarsdóttir, skrapplistakona. Tími: 13.00-15.00.

Jóga - Viltu prófa jóga? Þú lærir léttar æ�ngar og teygjur og slakar svo vel á í lokin. Gott er að mæta í þægilegum fatnaði og hafa létt teppi meðferðis. Umsjón: Guðný Björk Hauksdóttir, jógakennari.Tími: 15.00-16.00.

Franska og frönsk menning - Framhaldsnámskeið - fullt. Tími: 12.15-14.15.

Prjónahópur - Við ætlum að koma saman, prjóna, hekla, fá okkur ka� og hafa það notalegt. Allir velkomnir, bæði þeir sem vilja læra að prjóna og þeir sem vilja deila reynslu sinni og hugmyndum með öðrum. Umsjón: Kolbrún Indriðadóttir. Tími: 13.00-15.00.

Gítarnámskeið fyrir byrjendur - Nú er komið að sjötta og síðasta tímanum og um leið að útskriftarverkefninu sem felst í þvíað nemendur standi fyrir framan hópinn og spili eitt lag. Vegna �öldafyrirspurna verður annað námskeið hugsanlega á haustdögum. Umsjón: Ottó Tynes, gítarglamrari. Tími: 15.00-16.00.

Lokað - 17. júní hátíðarhöld.

top related