em 2010 bladid

32
ÁFRAM ÍSLAND

Upload: media-group-ehf

Post on 10-Mar-2016

246 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

EM bladid 2010 Iceland

TRANSCRIPT

Page 1: EM 2010 bladid

ÁFRAM ÍSLAND

Page 2: EM 2010 bladid

2

Page 3: EM 2010 bladid

3

Kæri lesandi!

Framundan er Evrópukeppni landsliða í handknattleik. Þetta mót er talið sterkasta handboltamót í heimi, enda leiða hér fremstu hanknattleiksþjóðir heims saman hesta sína. Mótið hefur verið haldið annað hvert ár frá árinu 1994, við Íslendingar kepptum þar fyrst árið 2000 og höfum tekið þátt í öllum mótum síðan. Árangur okkar hefur verið frá fjórða til þrettánda sætis og besta árangrinum var náð árið 2002.

Eftir árangur okkar á síðustu Ólympíuleikum, þar sem við náðum í silfurverðlaun eins og öllum Íslendingum er í fersku minni, eru væntingar landans miklar. Við skulum þó halda kröfum okkar í hófi þar sem við erum að keppa við bestu þjóðir heims og getumunur á milli liða er harla lítill. Hið margumtalaða dagsform mun því ráða miklu. Við höfum hins vegar óbilandi trú á strákunum okkar og við vitum að þeir munu standa sig vel og vera landi og þjóð til sóma.

Handknattleikurinn hefur verið í mikilli sókn og það sýnir frábær árangur yngri landsliða bæði í karla- og kvennaflokki. Þetta unga handknattleiksfólk fær mikla hvatningu frá landsliði okkar og ljóst er að afreksstarf HSÍ með unglingalandsliðunum mun skila okkur fleira handknattleiksfólki í fremstu röð í heiminum á næstu árum.

Landslið HSÍ leika alls um 80-100 landsleiki á þessu ári og á A-landslið kvenna mikla möguleika á að tryggja sér sæti á EM í fyrsta sinn síðar á árinu. Það kostar mikla fjármuni að halda úti svona umfangsmiklum rekstri og treystir HSÍ á mikla fórnfýsi fjölmargra einstaklinga og ekki síst landsliðsfólksins sjálfs. Mest mæðir þó á 23 samstarfsaðilum HSÍ og kunnum við þeim öllum miklar þakkir fyrir þann stuðning. Vona ég að Íslendingar taki vel eftir þeim í tengslum við okkar starf.

Framundan eru spennandi dagar þar sem við fylgjumst stolt með strákunum okkar og ég veit að þjóðin mun nú sameinast í stuðningi sínum við strákana. Á þeim erfiðu tímum sem við erum að ganga í gegnum er það okkur öllum mikilvægt að hafa á að skipa frábæru landsliði og glæsilegum keppnismönnum sem munu nú sýna allri Evrópu hvað í okkur býr.

Góða skemmtun og ÁFRAM ÍSLAND!!!.

Knútur G. HaukssonFormaður HSÍ

Strákarnir okkar

Umsjón og ábyrgð:Útgefandi: Media Group ehf Handknattleikssamband Íslands

Umsjón: Hilmar Þór Guðmundsson Snorri Sturluson Einar Þorvarðarson Ljósmyndir: Media Group ehf Guðmundur Lúðvíksson Umbrot: Media Group ehfPrentun: Prentheimar ehf

Meðal efnis:

Bls. 4 Strákarnir okkar

Bls. 7 Þjálfarinn

Bls. 8 Fyrirliðinn

Bls. 11 EM í Austurríki

Bls. 14 Varnartröllið

Bls. 18 Hornamaðurinn

Bls. 21 Markmaðurinn

Bls. 25 Þetta viltu vita

Page 4: EM 2010 bladid

4

Nafn: Alexander Petersson Staða: Horn/skytta

Aldur: 29 ára

Félag: Flensburg

Viðurnefni: Róbótinn

LEIKMENNNafn: Arnór Atlason Staða: Skytta/leikstjórnandi

Aldur: 25 ára

Félag: FCK Handbold

Viðurnefni: Sonurinn

Nafn: Aron Pálmarsson Staða: Skytta

Aldur: 19 ára

Félag: Kiel

Viðurnefni: Guttinn

Nafn: Ásgeir Örn Hallgrímsson Staða: Skytta/horn

Aldur: 25 ára

Félag: GOG

Viðurnefni: Kóngurinn

Nafn: Björgvin Páll Gústavsson Staða: Markmaður

Aldur: 24 ára

Félag: Kadetten

Viðurnefni: Módelið

Nafn: Guðjón Valur Sveinsson Staða: Hornamaður

Aldur: 30 ára

Félag: Rhein-Neckar Löwen

Viðurnefni: Vindurinn

Nafn: Hreiðar Levý Guðmundsson Staða: Markmaður

Aldur: 29 ára

Félag: TV Emsdetten

Viðurnefni: Pungurinn

Nafn: Ingimundur Ingimundarson Staða: Línumaður

Aldur: 29 ára

Félag: GWD Minden

Viðurnefni: Nautið

Nafn: Logi Geirsson Staða: Skytta/horn

Aldur: 27 ára

Félag: Lemgo

Viðurnefni: Loginn

Nafn: Ólafur Guðmundsson Staða: Skytta

Aldur: 19 ára

Félag: FH

Viðurnefni: Lambið

Page 5: EM 2010 bladid

5

ÍSLANDSNafn: Ólafur Stefánsson Staða: Skytta

Aldur: 36 ára

Félag: Rhein-Neckar Löwen

Viðurnefni: Fálkinn

Nafn: Róbert Gunnarsson Staða: Línumaður

Aldur: 29 ára

Félag: Gummersbach

Viðurnefni: Búðingurinn

Nafn: Snorri Steinn Guðjónsson Staða: Leikstjórnandi

Aldur: 28 ára

Félag: Rhein-Neckar Löwen

Viðurnefni: Mörgæsin

Nafn: Sturla Ásgeirsson Staða: Hornamaður

Aldur: 29 ára

Félag: HSG Düsseldorf

Viðurnefni: Julio

Nafn: Sverre Jakobsson Staða: Línumaður

Aldur: 32 ára

Félag: Grosswallstadt

Viðurnefni: Boxarinn

Nafn: Vignir Svavarsson Staða: Línumaður

Aldur: 29 ára

Félag: Lemgo

Viðurnefni: Hlunkurinn

Nafn: Guðmundur Guðmundsson Staða: Þjálfari

Félag: GOG

Nafn: Óskar Bjarni Óskarsson Staða: Aðstoðarþjálfari

Félag: Valur

Nafn: Ingibjörg Ragnarsdóttir Staða: Nuddari

Nafn: Pétur Gunnarsson Staða: Sjúkraþjálfari

Page 6: EM 2010 bladid

6Hafðu samband

sími 444 7000 • arionbanki.is

Hjá þjónustuveri Arion banka getur þú:

• Sinnt allri almennri bankaþjónustu

• Fengið stöðu á reikningum

• Fengið aðstoð við notkun á Netbanka Arion banka

• Fengið hækkun/lækkun á heimild

• Greitt innheimtukröfur og afborganir skuldabréfa

• Dreift greiðslum á kreditkortareikningum

444 7000Þjónustuver Arion banka

Þjónustuverið er opið frá kl. 09.00–18.00 alla virka daga.

Page 7: EM 2010 bladid

7

„Ég hef í sjálfu sér ágæta tilfinningu fyrir þessu móti, en það er hins vegar þannig að við erum í sterkum riðli og það getur allt gerst“, segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, þegar hann er spurður út í Evrópumótið í Austurríki. „EM er mjög sterkt mót og riðillinn okkar er erfiðari en margir virðast gera sér grein fyrir og ég held að það sé svolítið útbreiddur misskilningur að við séum í þægilegum riðli, ef hægt er að orða það þannig. Serbar eru með mjög sterkt lið, Austurríkismenn eru á heimavelli og voru t.d. að tapa fyrir Þjóðverjum með eins marks mun fyrir stuttu og svo má ekki gleyma því að Danir eiga Evrópumeistaratitil að verja. Fyrsta markmiðið okkar eru að komast upp úr þessum riðli og ég held að það sé hollast að við tölum sem minnst um áframhaldið fyrr en þessu fyrsta markmiði er náð.“

Nú hafa meiðsli sett svolítið strik í reikninginn í undirbúningi liðsins fyrir EM og óvíst er með þátttöku tveggja leikmanna sem hafa spilað býsna stór hlutverk í landsliðinu. Þetta hlýtur að flækja þitt verk umtalsvert, þú þarft væntanlega að miða undirbúning, ákveða áherslupunkta og leikkerfi og fleira slíkt út frá þeim mannskap sem þú hefur í höndunum, eða hvað?„Algjörlega. Við erum að vega og meta nokkur atriði og þessi óvissa er einmitt ástæða þess að við kölluðum tvo nýja leikmenn inn í æfingahópinn. Þetta er auðvitað ekkert nýtt, það er algjör undantekning ef landsliðsþjálfari hefur í höndunum leikmannahóp þar sem allir eru algjörlega heilir og allt vandræðalaust. Þetta er í rauninni eðlilegur hluti þess að undirbúa landslið fyrir stórmót, það eru alltaf einhverjir óvissuþættir og þeir skýrast þegar nær dregur móti. Þá tökum við þær ákvarðanir sem við teljum réttar,“ segir Guðmundur.

Finnið þið stemmningu og spennu fyrir landsliðinu og EM hérna heima?„Við erum svo sem ekki farnir að finna fyrir því mikið ennþá, við erum auðvitað svolítið uppteknir af okkar vinnu og því að undirbúa okkur sem allra best. Við vitum að það eru gerðar væntingar til liðsins og það er af hinu góða. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að við fylgjum eftir góðum árangri á síðasta stórmóti. Við erum öll, leikmenn og þjálfarar og aðrir sem að liðinu standa, staðráðin í að ná góðum árangri og einbeitum okkur þess vegna að því að undirbúningurinn verði eins góður og kostur er.“

Ekkert sjálfgefiðEr ekki mikilvægt að fólk geri sér einmitt grein fyrir því að þótt liðið hafi komist yfir ákveðinn þröskuld í Peking, þröskuld sem það hefur nú oftar en ekki nartað svolítið í, þá sé það ekki ávísun á t.d. sæti á verðlaunapalli á EM?

„Jú, það er algjörlega málið. Það er ekki samasem merki þarna á milli. Leikmennirnir þurfa auðvitað að vera nægjanlega hungraðir til þess að halda áfram og gefa allt í þetta. Við erum þannig lið að við þurfum að gefa rétt rúmlega 100% í verkefnið. Það þarf ákveðna geðveiki til þess að við spilum þann bolta sem þarf til þess að vinna sterkustu landsliðin í heiminum og það þarf að framkalla hana til þess að við náum árangri.“

Ólík störfGuðmundur er margreyndur þjálfari, bæði með félagsliðum og landsliði, og nýtur góðs af því að hafa sjálfur verið leikmaður á heimsmælikvarða. Hefur þjálfarastarfið breyst mikið með breyttum áherslum í handboltanum, hraðari leik og að mörgu leyti breyttum áherslum?„Já, svona að sumu leyti. Þegar upp er staðið snýst þjálfarastarfið samt að stærstum hluta um sömu hlutina. Það er auðvitað allt annað umhverfi hjá landsliðinu heldur en hjá félagsliði. Ég hef mun skemmri tíma til að móta landsliðið og koma áhersluatriðum á hreint, ég þarf í rauninni að gera meira á skemmri tíma heldur en hjá félagsliði. Maður þarf að taka ákvarðanir í sambandi við kerfi og uppstillingu út frá svolítið öðrum forsendum og hefur í rauninni ekki eins mikið svigrúm til að þreifa sig áfram. Hjá félagsliðinu er lengri aðdragandi að öllu, eðli málsins samkvæmt, og störfin eru að mörgu leyti ólík þótt þau snúist á endanum um sömu hlutina.“

Þú ert og hefur verið annálaður keppnismaður, bæði sem leikmaður og þjálfari. Er það þessi keppnisandi sem drífur þig stöðugt áfram, hvetur þig til dáða?„Já, ég hugsa það. Viljinn til þess að gera betur og bæta bæði mig og liðið mitt. Það er alveg rosalega gaman að vinna og ná árangri og það er alveg hrikalega leiðinlegt að tapa. Ég held að við deilum þessum skoðunum, ég og landsliðsmennirnir. Það sem keyrir okkur áfram er viljinn til þess að vinna og gera vel. Það er ákveðinn eldmóður sem fylgir íslenska landsliðinu og hann ber okkur oft býsna langt. Ég lít líka þannig á það að við erum að keppa fyrir hönd þjóðarinnar og það hleypir ákveðnum krafti í starfið.“

Menn sem þekkja þig vel taka til þess að þú hefur róast svolítið, þú ert orðinn rólegri og yfirvegaðri í öllum þínum aðgerðum. Er þetta rétt mat?

„Já, án nokkurs vafa. Ég hef breyst mikið. Keppnisskapið er reyndar enn á sínum stað, en ég hef breyst mikið sem einstaklingur. Ég er orðinn yfirvegaðri og rólegri og ætli það sé ekki best að orða það þannig að maður hafi þroskast með árunum,“ segir Guðmundur með bros á vör.

Hvað sérðu þig lengi í þessu starfi?„Ég veit það ekki, það er eiginlega ómögulegt að segja. Ég hef mjög gaman af þessu starfi og nýt þess að starfa með þessum leikmönnum. Það er ekki gott að plana of langt fram í tímann hvað þetta starf varðar og hefur aldrei verið. Maður tekur í rauninni hverja keppni fyrir sig og einbeitir sér að henni. Ég er svo sem ekkert að velta þessu neitt alltof mikið fyrir mér. Ég er með samning til 2012, fram yfir Ólympíuleika, og hugsa svo sem ekkert lengra en það. Núna einbeiti ég mér að EM, vinn í því að undirbúa liðið eins vel og mögulegt er og stefni að því að fylgja eftir því ágæta starfi sem við höfum unnið upp á síðkastið. Það má orða það þannig að við þurfum að halda í það sem við náðum að búa til í Peking og helst að bæta það. Það er okkar stærsta verkefni núna. Við þurfum ekkert að leita eftir einhverjum nýjum sannleika, heldur rækta og byggja á því sem við erum búnir að búa til. Við þurfum að hafa það á hreinu hvað það var sem skóp ágætan árangur á síðasta stórmóti og taka það með okkur inn í þessa keppni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, að lokum.

Byggjumá góðum árangri

Page 8: EM 2010 bladid

8

„Það gerðust góðir hlutir þarna í maí, gekk vel með Ciudad og ég er afskaplega ánægður með það,“ segir Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og Íþróttamaður ársins bæði hjá Sport.is og Samtökum íþróttafréttamanna, þegar hann er beðinn um að líta yfir farinn veg. „Það var gott að vinna Meistaradeildina aftur, en ég hafði satt best að segja minni trú á því að við myndum vinna þessa deild aftur, miklu minni en árið áður þegar við unnum einmitt Kiel líka. Þetta leit heldur ekkert sérlega vel út eftir að við töpuðum fyrri leiknum með fimm mörkum og vorum svo fimm mörkum undir í síðari leiknum. En þetta hafðist og árið var heilt yfir nokkuð gott. Menn lenda stundum í einhverri holu eftir gott gengi á Ólympíuleikum, fá lítinn frítíma og verða þreyttir. Ég hef haldið ágætri heilsu og ágætum fókus.“

Hjálpaði það þér eitthvað að þú varst búinn að gera upp hug þinn varðandi það að fara frá Spáni og breyta til?„Nei, ég held að það hafi nú ekki hjálpað til. Ég átti einn eða tvo slaka leiki þarna í apríl og þjálfarinn hreinlega bauðst til að hjálpa mér að flytja. Þetta endaði hins vegar vel og ég er mjög þakklátur fyrir það að ná að kveðja félagið með þessum hætti og þarna á ég nokkra mjög góða vini. Það var auðvitað ánægjulegt að vinna deildina á Spáni og eftir á að hyggja var sigurinn í Meistaradeildinni meiri ögrun og áskorun en ég hafði gert mér grein fyrir. Ég áttaði mig á því, svona þegar fór að hægja aðeins um, hversu ofboðslega margt þarf í rauninni að vera í lagi til þess að þú vinnir svona keppni.“

Fer sínar eigin leiðirÞú hefur þínar aðferðir og leiðir til þess að hafa hlutina í lagi og til þess að stilla þig af. Er rétt að skilgreina þetta þannig að þú þurfir þitt pláss og þinn tíma?„Já já, ég passa mig á því að vera ekki bara hamsturinn á hjólinu, heldur stekk stundum

af því og reyni þá að skapa mér það næði sem til þarf. Ég geri þetta í sátt og samlyndi við þá sem standa mér næst, hvort sem það er konan eða þjálfarinn eða hver sem er, og segi þeim einfaldlega að ég þurfi að stökkva aðeins frá. Ég held að það sé hverjum manni hollt að taka sig til nokkuð reglulega og skoða sína stöðu í lífinu. Stundum þarf maður virkilega að hafa fyrir því að ýta sér af stað og peppa sjálfan sig upp, eða eiga góða að sem gera það fyrir mann, til þess að koma ákveðnum hlutum í gegn. Oft er nefnilega ansi vafasamur tilgangur á bak við þá hluti sem við erum að gera. Við gætum hugsanlega haft það miklu betra og verið að gera okkar nánustu miklu meira gagn, en við lokum hins vegar ofast á þessa möguleika. Við hugsum ekkert alltof mikið út í það sem ekki er til staðar.“

Þú hefur oftar en ekki notað aðrar aðferðir en félagar þínir og samferðamenn til þess að halda einbeitingu og jafnvel búa þig undir leiki. Einhvertíma sagðirðu frá því að þú hefðir notað mismunandi liti inni í íþróttahöll til þess að kalla fram ákveðnar hugsanir og jafnvel fleiri aðferðir, eða hvað?„Já, þetta með litina var nú eiginlega bara tilraun og ég notaði þetta ekki mikið. Ég nota aðra tækni við þetta í dag, er meira fyrir það að skrifa hlutina niður. Ég skrifaði til dæmis niður fyrir síðasta leikinn minn með Ciudad þær hugsanir og tilfinningar sem ég fann fyrir og læri af því. Þá get ég notað ákveðnar hugsanir til þess að kalla fram vellíðan. Þetta er ekkert mjög flókið. Ég þarf nú reyndar stundum að passa mig á því hvað ég fer djúpt í að útskýra þetta, sumir segja að ég fari bara að þvæla eitthvað og það eru víst til dæmi um það,“ segir Ólafur hlæjandi. „Kannski kem ég þessu öllu á blað einn góðan veðurdag og fólk getur þá metið það fyrir sig hvort þetta er eitthvað sem vit er í.“

Það vakti óneitanlega athygli þegar þú tilkynntir að þú værir á leiðinni úr bikarasöfnun

á Spáni til liðs í neðri deildunum í Danmörku. Menn fóru þá svolítið að velta því fyrir sér hvort þú værir kominn í þá stöðu að geta gert nánast það sem þér dettur í hug og í leiðinni hvað það væri sem drífur þig áfram, nú þegar þú ert búinn að hlaða á þig bikurum og titlum.„Þetta er góð spurning. Sumir hafa sjálfsagt tekið þann pól í hæðina að ég vildi fara að slaka á, minnka kröfurnar, en það var alls ekki þannig. Það sem ég vildi gera í Danmörku, og sama hugsun er í rauninni á bak við það sem ég er að gera hjá Rhein-Neckar Löwen, er að takast á við ákveðna áskorun. Hjá AG var stefnan sett á að búa til gott lið á þremur árum og það sama er í rauninni uppi á teningnum hjá Löwen. Ég mat það einfaldlega þannig að þetta væri meiri áskorun heldur en að vinna allt eina ferðina enn með Ciudad, sem var rétt eins líklegt að myndi gerast. Fyrir mig yrði þetta þá bara eitt ár í viðbót við sömu aðstæður að gera sömu hluti. Fjölskyldan skiptir líka máli, börnin voru ekkert mikið meira en sæmilega ánægð í skólanum á Spáni og konan var til í að breyta til. Það að sjá börnin miklu ánægðari í skólanum réttlætir í rauninni alltaf þessa breytingu, þótt ekki væri annað. Þau fara brosandi í skólann og það eitt og sér skiptir máli. Þetta snýst ekki alltaf um verðlaunapeninga. Hversu erfið sem svona umskipti eru og þótt einhver brot af óhamingju seitli inn í líf manns öðru hverju held ég að svona breytingar séu alltaf þess virði. Þú ert alltaf að kynnast nýjum hlutum og getur notað þá til þess að þroska sjálfan þig og hjálpa til við þroska annarra. Ég held að það sé alltaf mikilvægara heldur en að fara alltaf sömu leiðina. Ég fékk góðan samning, svona svo að það sé á hreinu, og hann hefði alltaf þurft að vera betri en sá sem mér bauðst á Spáni. Aðalmálið var samt þessi áskorun og að taka þátt í því að hjálpa liði yfir þröskuldinn, færa sig upp á við.“

Landsliðið er að læraHvernig líst þér á stöðuna á landsliðinu og hollninguna á liðinu fyrir EM í Austurríki.„Árangurinn á Ólympíuleikunum staðfesti það að fólki finnst gaman að fylgjast með landsliðinu sínu og við fundum fyrir því. Við fundum líka hvað það var gaman að vinna að þessu verkefni sem Ólympíuleikarnir voru og leysa það svo, nánast óaðfinnanlega. Þetta var mjög verðmætt í þroska landsliðsins og þeirra einstaklinga sem þar áttu sæti. Núna þurfum við taka annan pól í hæðina og hann er sá að árangur er ekki einhver lokapunktur, heldur viðvarandi ferli. Það er oftast þannig að til þess að ná árangri þurfa nokkrir samverkandi þættir að vera í lagi og þeir eru það akkúrat á meðan menn vinna í því að ná árangri. Þegar þeir svo komast á þennan punkt, að ná tilsettum árangri sem jafnvel er túlkaður sem eitt atvik, detta þessari þættir út. Silfrið

Við þurfum að læra að nýta velgengnina

Page 9: EM 2010 bladid

9

okkar er gott dæmi um slíkan árangur. Þetta snýst í rauninni ekki um það að hafa unnið til silfurverðlauna, heldur er sannur árangur hegðun og líferni og hvernig þú nálgast og höndlar hluti. Þetta er í raun áfangi á þessari leið, að ná árangri, og þú þarft að halda áfram að þróa og þroska þessa hæfileika og setur þér takmörk. Landsliðið er að læra það núna að líta á árangur sem stöðugt ferli, hvernig bregðumst við við aðstæðum í dag og hvernig notum við þetta til þess að þroskast og læra. Það er mjög mikilvægt að liðið noti árangurinn í Peking til þess að spyrna sig áfram og halda áfram að bæta sig. Við þurfum að sýna það að við kunnum að læra af og nýta okkur velgengni. Við höfum verið ansi lunknir í því að læra af og bæta fyrir mistök, þá eru allir spenntir og á tánum og við þurfum að kunna það líka þegar vel hefur gengið. Það verður spennandi að sjá hvernig okkur tekst til með það.“

„Ég hef trú á þessu landsliði,“ segir Ólafur þegar hann er beðinn um að leggja kalt mat á stöðu landsliðsins og gengi þess í Austurríki. „Þetta hangir á svo mörgum þáttum. Ég gæti talað í tíu mínútur um að tiltekin atriði þurfi að vera í lagi og liðið þurfti að bregðast svona og svona við vissum aðstæðum, en ég held að það skili litlu. Ég er enginn spámaður, en eigum við ekki að byrja á því að stefna að einu af sex efstu sætunum.“

Lágvær leiðtogiHlutverk þitt í liðinu verður seint metið að fullu og leikmenn virðast leita til einmitt til þess að skilgreina hluti og setja þá í samhengi. Er þetta rétt mat?„Já kannski. Ég veit ekki, kannski er þetta einhver dulinn hæfileiki, þótt mér þyki reyndar óþægilegt að nota þá skilgreiningu. Ég hef aldrei litið á mig sem leiðtoga og mér finnst reyndar svolítið einkennilegt að skilgreina mig sem slíkan, því ég hef aldrei verið þessi týpa sem togar menn af stað.

Gunnar Dal skilgreindi leiðtoga sem þá sem eru í miðjum hópnum, ekkert sérlega áberandi og vinna frekar hljóðlega. Ég held að ég sé meira þannig. Ég er ekkert mjög hávær, en ég reyni að spila vel. Mér finnst ég eiginlega ekki hafa rétt á því að útdeila einhverjum boðskap ef ég skora úr tveimur skotum af tíu.“

Hlakkarðu til Evrópumótsins?„Já, ég hlakka til að takast á við það að vinna úr árangri. Það togar svolítið í mig og svo getum við orðað það þannig við taki tveggja eða þriggja ára plan, svo fer maður að láta gott heita. Líkaminn hefur verið góður við mig og ég góður við hann, enda lifum við saman í sátt og samlyndi. Ég er mjög þakklátur fyrir það sem ég hef fengið að upplifa, ég finn jafnvægið í því að hreyfa mig og hafa svo tíma fyrir sjálfan mig, þannig að þetta er ágætt.“

Við þurfum að læra að nýta velgengnina

Page 10: EM 2010 bladid

10

Page 11: EM 2010 bladid

11

EM í AusturríkiÍ s lensk a l ið ið le ikur í undanr iðl i í I nterspor t-höl l inni í L inz , sem er e i t t g læsi legasta íþróttamannvirk i Austurr ík is og tekur 6 þúsund manns í sæti . Höl l in var byggð ár ið 2003 og hýs i r f r já ls íþróttamót, tónle ik a og handbolta le ik i .

L inz er þr ið ja stærsta borg Austurr ík is , fy lk ishöfuðborg Efra Austurr ík is og er staðsett um 30 k í lómetra norður af landamærunum við Ték k land. Um 190 þúsund manns búa í borginni s já l f r i , en þegar úthver f i og nærl iggjandi smábæir eru ta ldi r með fer íbúatalan upp í rúm 270 þúsund.H in sögufræga á Danube, næst lengsta á Evrópu, rennur í gegnum borgina miðja .

Rómverjar lögðu grunn að borginni á s ínum t íma og hún var um t íma ein mik i lvægasta borgin í Rómar veldinu, enda haganlega staðsett varðandi f lutninga og vers lun. Rómverjar nefndu borgina Lent ia , en nafnið L inz er fyrst sk ráð t i l sögunnar ár ið 799.

Þýsk i st jarn- og stærðfræðingur inn Johannes Kepler er l ík lega sá íbúi L inz sem íbúarnir stæra s ig helst af, en Kepler er þek ktastur fyr i r þr jú lögmál sem viðhann eru kennd og hið þek ktasta þeir ra umbylt i hugmyndum manna um reik ist jörnurnar.

Adolf H it ler ó lst upp í L inz og á le i t hana s ína heimaborg. H it ler hafði uppi hugmyndir um að gera L inz að höfuðborg og miðju Þr iðja r ík is ins og hann hóf nok kurs konar iðnvæðingu og uppbyggingu borgar innar í miðr i s íðar i heimsst yr jö ldinni . For inginn lét m.a . r í fa hei lu verksmiðjurnar í Ték k landi og f lyt ja þær t i l L inz og borgin býr að nok k ru leyt i enn að þessar i uppbyggingu.

L inz er iðnaðarborg og er stá l iðnaður þar fyr i r ferðamestur. Þek ktasta afurð borgar innar er þó l ík lega hið góðkunna sælgæti Pez , sem hver t mannsbarn þek k ir.

Linz hefur upp á nokkra áhugaverða skoðunarstaði að bjóða. N ibelungen-brúin l iggur yf i r Danube og tengdi rússnesk ar og bandar ísk ar hersveit i r sem fre lsuðu borgina í s íðar i heimsst yr jö ldinni . E lsta k i rk jan í Austurr ík i er í L inz , k i rk ja Hei lags Mar teins, tónle ik ahöl l in Bruck nerhaus þyk ir skoðunar verð og Gugl-völ lur inn er heimavöl lur LASK , sem er þr iðja e lsta k nattspyrnufélag landsins.

B-riðill, leikið í Linz

Þriðjudagur 19. janúarKl. 17.00 Danmörk – AusturríkiKl. 19.15 Ísland – Serbía

Fimmtudagur 21. janúarKl. 17.00 Austurríki – ÍslandKl. 19.15 Serbía – Danmörk

Laugardagur 23. janúarKl. 17.00 Austurríki – SerbíaKl. 19.15 Danmörk – Ísland

Milliriðlar:Sunnudagur 24. janúar - Fimmtudagur 28. janúar

Undanúrslit og 5-6 sæti:Laugardagur, 30. janúar5-6 sæti, kl. 10.30Undanúrslit:kl.13.00 og 14.30

Úrslitaleikur og 3-4 sæti:Sunnudagur. 31. janúar:3-4 sæti: kl. 14.00

Úrslitaleikur EM 2010:Klukkan 16.30

Stefna kemur sífellt á óvart með viðbragðsflýti þegar á reynir. Snögg viðbrögð og góður skilningur á verkefnunum sem eiga vart sinn líka í hugbúnaðargerð á Íslandi.Pétur Rúnar GuðnasonRafræn markaðssetning VodafoneRafræn markaðssetning Vodafone

Sama hvaða vandamál hafa komið upp hvort sem það þurfti að forrita nýja hluti fyrir mig eða breyta gömlum voru svörin aldrei önnur en ekkert mál og svo var það bara gert.Jökull BergmannUIAGM FjallaleiðsögumaðurUIAGM Fjallaleiðsögumaður

Starfsmenn Stefnu hafa unnið hratt og vel að breytingum og þróun á virkni sem við höfum beðið um.Jón Hrói FinnssonÞróunarstjóri Fjallabyggðar

Þjónustan og viðmót var til fyrirmyndar og ekki á betra kosið.Benedikt Einar GunnarssonÓlafur Gíslason hf

Kerfið er mjög auðvelt í notkun og allar aðgerðir fljótlegar og auðskiljanlegar.Ingibjörg RingstedFjármálastjóri - Lostæt

Yfir 400 ánægðirviðskiptavinir

Ekki bara gott umsjónarkerfi heldur er þjónusta Stefnu til fyrirmyndar.Borghildur J. KristjánsdóttirLöðu

Öll vinna Stefnu í kringum heimasíðuna var til fyrirmyndar, afar fagmannlega unnið af hálfu starfsmanna og þjónusta öll hin besta.Arne Vagn OlsenForstöðumaður markaðs- og sölusviðsÍslensk verðbréf hf.Íslensk verðbréf hf.

Page 12: EM 2010 bladid

12

Lindu suðusúkkulaði - ómótstæðilega gott!

Lindu suðusúkkulaði fullkomnar baksturinn

Súkkulaðisamleikur sælkerans

PIP

AR

• SÍA

• 91

72

4

Page 13: EM 2010 bladid

13

Stefna kemur sífellt á óvart með viðbragðsflýti þegar á reynir. Snögg viðbrögð og góður skilningur á verkefnunum sem eiga vart sinn líka í hugbúnaðargerð á Íslandi.Pétur Rúnar GuðnasonRafræn markaðssetning VodafoneRafræn markaðssetning Vodafone

Sama hvaða vandamál hafa komið upp hvort sem það þurfti að forrita nýja hluti fyrir mig eða breyta gömlum voru svörin aldrei önnur en ekkert mál og svo var það bara gert.Jökull BergmannUIAGM FjallaleiðsögumaðurUIAGM Fjallaleiðsögumaður

Starfsmenn Stefnu hafa unnið hratt og vel að breytingum og þróun á virkni sem við höfum beðið um.Jón Hrói FinnssonÞróunarstjóri Fjallabyggðar

Þjónustan og viðmót var til fyrirmyndar og ekki á betra kosið.Benedikt Einar GunnarssonÓlafur Gíslason hf

Kerfið er mjög auðvelt í notkun og allar aðgerðir fljótlegar og auðskiljanlegar.Ingibjörg RingstedFjármálastjóri - Lostæt

Yfir 400 ánægðirviðskiptavinir

Ekki bara gott umsjónarkerfi heldur er þjónusta Stefnu til fyrirmyndar.Borghildur J. KristjánsdóttirLöðu

Öll vinna Stefnu í kringum heimasíðuna var til fyrirmyndar, afar fagmannlega unnið af hálfu starfsmanna og þjónusta öll hin besta.Arne Vagn OlsenForstöðumaður markaðs- og sölusviðsÍslensk verðbréf hf.Íslensk verðbréf hf.

Danmörk13.sæti á HM í Túnis 2005Brons á EM í Sviss 2006Brons á HM í Þýskalandi 2007Evrópumeistarar í Noregi 20087.sæti á ÓL í Peking4.sæti á HM í Króatíu 2009

Danska karlalandsliðið stóð lengi vel í skugga kvennalandsliðsins, sem bæði sópaði að sér verðlaunum og naut meiri hylli á heimaslóðum. Karlaliðið stimplaði sig hins vegar rækilega inn með því að næla í bronsverðlaunin á EM í Svíþjóð 2002 og hápunkturinn í ágætlega farsælli sögu liðsins síðan þá er Evrópumeistaratitilinn í Noregi 2008.Danska landsliðið nýtur góðs af því að leikmennirnir koma allir upp í gegnum danska kerfið, sem er að skila af sér og hefur skilað af sér nokkrum frábærum leikmönnum á undanförnum árum.

Danir hlutu sjálfkrafa keppnisrétt á EM sem ríkjandi Evrópumeistarar.

Þjálfari danska liðsins er hinn kennaramenntaði Ulrik Wilbek, en hann hefur átt stóran þátt í uppgangi Dana á íþróttasviðinu. Wilbek stýrði danska kvennalandsliðinu til metorða á sínum tíma, tók við karlaliðinu árið 2005 og á m.a. á afrekaskránni sinni þar bronsverðlaun á EM 2006 og HM 2007 og svo Evrópumeistaratitilinn frá 2008.Wilbek reyndi fyrir sér í stjórnmálum á sínum tíma og var vinsæll þulur á íþróttakappleikjum og í dag er hann einn vinsælasti ræðumaður Dana, en hann heldur ræður og efnir til hvatninganámskeiða fyrir mörg stærstu iðnfyrirtæki Danmerkur.

AusturríkiHefur aldrei tekið þátt í stórmóti.

Þrátt fyrir að austurríska liðið hafi aldrei tekið þátt í stórmóti ætla Dagur Sigurðsson og hans menn sér stóra hluti, stefnan er tekin á það að komast upp úr riðlinum.Landsliðið er skipað leikmönnum úr þremur sterkustu liðunum í austurrísku deildinni, Bregenz, AON Fivers og Alpla Hard. Leikmenn liðsins er lítt þekktir og austurríska liðið er sannast sagna eitt stórt spurningamerki, það gæti komið sér vel fyrir þá að andstæðingar þeirra þekkja lítið sem ekkert til þeirra.

Austurríkismenn hlutu sjálfkrafa keppnisrétt á EM sem gestgjafar.

Þjálfari austurríska liðsins er Dagur Sigurðsson, margreyndur kappi af Hlíðarenda. Dagur vann fimm Íslandsmeistaratitla með Val á sínum tíma, færði sig yfir til Wuppertal í Þýskalandi og þaðan lá leiðin til Wakanuga Hiroshima í Japan. Dagur hóf svo afskipti sín af austurríska handboltanum þegar hann gerðist spilandi þjálfara Bregenz með góðum árangri.Dagur lék 215 landsleiki fyrir Íslands hönd og var m.a. í liðinu sem náði fjórða sæti á EM 2002.Dagur tók við þjálfun austurríska landsliðsins í febrúar 2008 og þjálfari einnig lið Füscher Berlin í Þýskalandi.Dagur þótti skynsamur og úrræðagóður leikmaður og þá kosti hefur hann einnig virkjað sem þjálfari. Hann les leikinn vel, er fljótur að átta sig á styrkleikum og veikleikum, auk þess sem leiðtogahæfileikar hans koma að góðum notum í þjálfarastarfinu.

Serbía5.sæti á HM í Túnis 20059.sæti á EM í Sviss 2006Ekki með á HM í Þýskalandi 2007Ekki með á EM í Noregi 2008Ekki með á ÓL í Peking 20088.sæti á HM í Króatíu 2009

Serbar mæta til leiks í Austurríki með nýtt lið, ef þannig má að orði komast. Fram til ársins 2006 mættu Serbar á stórmót í samfloti við Svartfellinga og þetta sameiginlega lið Serbíu og Svarfjallalands náði sannast sagna takmörkuðum árangri þrátt fyrir ágætt úrval leikmanna og gott skipulag, sem erfðist að stórum hluta frá gömlu Júgóslavíu. Serbar eiga marga ágæta handboltamenn sem sumir hverjir leika með sterkum liðum í Evrópu, þetta eru að langstærstum hluta mjög teknískir og flinkir leikmenn sem geta tekið upp á því að spila eins og sannir meistarar. Lið af Balkanskaganum hafa í gegnum tíðina verð þekkt fyrir leikni og gæði, en helsti óvinir þeirra er í raun þeir sjálfir. Skapið á það til að hlaupa með menn í gönur og jafnvel skemma fyrir þeim heilu leikina.

Serbar urðu í 2.sæti 2.riðils undankeppni EM, hlutu 15 stig í 10 leikjum. Rússar unnu riðilinn og Bosníumenn urðu í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Serbum. Serbar voru þeir einu sem unnu Rússa í undankeppninni, en þeir töpuðu útileikjunum gegn Rússum og Bosníumönnum og gerðu jafntefli við Svisslendinga á útivelli.

Þjálfari Serba er Sead Hasanefedic, þjálfari Gummersbach, en hann hefur komið víða við og sankað að sér dýrmætri reynslu á 30 ára þjálfaraferli. Hasanefedic hefur m.a þjálfað Celje Lasko, Creteil, Granollers, svissneska landsliðið og landslið Túnis, sem varð í 4.sæti á HM 2005 undir hans stjórn.

Page 14: EM 2010 bladid

14

„Ég hef bara nokkuð góða tilfinningu fyrir EM,“ segir varnarjálkurinn Sverre Jakobsson þar sem við hittum á hann á landsliðsæfingu. „Við erum með flesta okkar leikmenn nokkuð heila og lykilmennirnir okkar eru allir að spila mikið með sínum félagsliðum, þannig að þeir eru í góðu formi og góðri leikæfingu. Það er auðvitað bagalegt að Logi skuli ekki ganga heill til skógar, en við vonum það besta. Það verður spennandi að sjá hvernig við höndlum pressuna sem fylgir árangri okkar á Ólympíuleikunum. Við missum reyndar af HM, sem sumir segja að hafa verið dulbúin blessun í ljósi þess að nokkrir leikmenn voru meiddir. Við fórum hins vegar í gegnum undankeppni EM þrátt fyrir að leikmenn vanti, óreyndir kappar koma inn og skila sínu. Kannski erum við hreinlega komnir með þá breidd og þann stöðugleika sem þarf til þess að ná árangri, en við vitum það líka að þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það verður spennandi að sjá hvernig við höndlum þetta allt saman, þetta er algjörlega undir okkur komið. Getan er til staðar og umgjörðin er í góðu lagi. Það getur auðvitað allt gerst á svona móti, það þarf allt að ganga upp til þess að árangur náist. Stundum ræðst þetta af því hvort skotið fer í stöngina og inn eða í stöngina og út, en við erum allir í liðinu spenntir að takast á við þetta verkefni og vonandi náum við að fylgja góðum árangri eftir.“

Hefur stemmningin í leikmannahópnum breyst eftir að liðið náði loksins yfir þennan margfræga þröskuld og vann til verðlauna á stórmóti?„Já, mér finnst það. Það er komin ákveðin tiltrú í hópinn, bæði hjá leikmönnum og öllum sem að liðinu standa. Það urðu auðvitað ákveðin kaflaskil í sögu landsliðsins í Peking, við náðum árangri sem ekki hefur náðst áður, en svo er spurningin hvernig við spilum úr þessu. Við höfum sýnt það og sannað að við getum þetta, við tókum þetta litla skref sem svo oft hefur þvælst fyrir okkur. Þetta getur reyndar reynst tvíbent, því nú er kannski komin upp sú staða að liðið veldur vonbrigðum ef það kemst ekki í hóp fjögurra efstu á stórmótum. Þetta má ekki vera þannig að við förum í alla leiki skíthræddir um að tapa og þar með klúðra okkar málum. Við megum ekki einblína bara á verðlaunapeningana og setja þetta þannig upp að allt annað en verðlaunasæti valdi vonbrigðum. Það getur stundum verið svo stutt þarna á milli, Króatar töpuðu til dæmis bara einum leik á HM í hitteðfyrra og lentu í fimmta sæti. Ég held reyndar að það sé af hinu góða að við setjum markið hátt og stefnum alltaf á það að vera að minnsta kosti í hópi fjögurra efstu. Þetta eru kannski stór orð og líkleg til að setja pressu á liðið, en við erum búnir að sýna að við getum þetta og eigum að stefna að því að byggja ofan á góðan árangur. Það væri gaman að komast aftur á pall, við höfum sett okkur ákveðin markmið hvað það varðar og svo verðum við bara að sjá til.“

Samstarfið við Didda er ekki hægt að útskýraÞið Diddi, Ingimundur Ingimundarson, hafið vakið verðskuldaða athygli fyrir allt að því dulrænt samband í miðri íslensku vörninni. Hvað er það nákvæmlega sem smellur svona vel hjá ykkur?„Ég kann eiginlega ekkert svar við þessu, hef oft verið spurður út í þetta og hef velt þessu fyrir mér. Margir halda að við höfum spilað lengi saman, en svo er ekki. Við mættumst reyndar í yngri flokkunum og höfum þekkst ágætlega í mörg ár, en við spilum ekki saman fyrr en landsliðið er að búa sig undir Ólympíuleikana í Peking og okkur er eiginlega stillt upp saman frekar óvænt. Þetta er einhverjum þremur vikum fyrir Ólympíuleika, við erum settir saman í vörnina í leik á móti Spánverjum í Valsheimilinu og það bara small eitthvað. Við unnum Spánverjana og það gekk allt upp hjá okkur tveimur og þarna strax myndast eitthvert sjálfstraust og hreinlega traust okkar á milli. Við fengum svo aftur tækifæri á æfingamóti strax í kjölfarið á Spánarleiknum, komum þá inn í vörnina þegar liðið er á leikinn og íslenska liðið í vandræðum og okkur tókst að snúa leiknum okkur í vil. Ég, eins og ég segi, veit ekki alveg hvað það er sem verður til þess að við náum svona vel saman, við erum ágætir félagar og eigum mjög auðvelt með að tala saman, bæði innan vallar og utan. Við erum að mörgu leyti mjög ólíkir varnarmenn og reyndar það ólíkir að við vegum hvorn annan upp. Í leikjum erum við það vel samstilltir að sekúndu áður en við þurfum að rúlla einhverju af stað getum við stillt okkur saman með ákveðnum lykilorðum og þá vitum við hvað hinn er að fara að gera. Mér finnst mjög gott að spila með honum og þetta er að mörgu leyti óvenjulegt samspil í ljósi þess að við höfum ekki spilað saman til margra ára. Oftar en ekki þurfa svona samvinna og skilningur að þróast með árunum, en við tókum þetta á styttri tíma. Við höfum auðvitað átt okkar döpru leiki, eins og gengur, en ef við náum að keyra svolítið upp geðveikina leggjum við grunn að góðum varnarleik, góðri markvörslu og svo hraðaupphlaupum í kjölfarið.“

Það kannski hjálpar ykkur bæði sem varnarmenn og sem félagar þarna í miðri vörninni lítið atriði sem virðist stundum gleymast; þið voruð báðir frambærilegir sóknarmenn og vel það á sínum tíma.„Já, ég held meira að segja að ég muni það rétt að ég hafi fyrst verið valinn í landsliðið á sínum tíma sem sóknarmaður. Ég held að ég muni það rétt að ég hafi spilað sóknirnar en skipt út af þegar kom að því að spila vörn. Hæfileikar mínir sem sóknarmaður hafa hins vegar skolast eitthvað til og jafnvel fjarað út með

árunum og ég skal alveg viðurkenna það að ég hef alltaf lagt meiri metnað í varnarleikinn heldur en sóknina. Ég tek svona eitt og eitt hraðaupphlaup með Grosswaldstadt, en ég læt mig ekkert dreyma um það að spila uppsetta sókn. Það yrði líklega bara vandræðalegt. Ég hugsa stundum hlýlega til skyttunnar sem í mér bjó, en hún er löngu farin og er ekkert að koma aftur. Ég er mjög sáttur við mitt hlutverk, ég er stundum spurður að því hvort það sé ekki leiðinlegt að spila bara vörn og taka ekki þátt í því að skora mörkin, en þetta eru mínar ær og kýr. Mér finnst alveg hrikalega gaman að spila góða vörn og hreinlega skil ekki þá sem leiðist varnarleikur.“

Hætti – og blómstraði svoHandboltaferill Sverres hefur að mörgu leyti verið mjög óvenjulegur. Hann hóf ferilinn með KA og lék svo með HK og Aftureldingu áður en hann hreinlega hætti og hafði ekki uppi nein sérstök áform um að taka skóna fram á ný. Eftir rúmlega tveggja ára fjarveru tók hann hins vegar til við fyrri iðju með Fram og skellti sér svo til Þýskalands í atvinnumennsku.„Það komu nú einhverjar fyrirspurnir erlendis frá þarna áður en ég hætti, en það varð svo sem aldrei meira en þreifingar og pælingar. Ég lagði líka áherslu á það að ljúka námi og var svo sem ekkert á þeim buxunum að feta þessa slóð. Svo kom tímabil hjá mér þar sem lítið gekk, ég átti stöðugt við einhver smávægileg meiðsli að stríða en hélt samt áfram að spila og var alltaf að beita mér vitlaust. Ég hætti hreinlega að hafa gaman að þessu og fannst eiginlega svolítið kjánalegt að vera að eyða ómældum tíma í eitthvað sem veitti manni ekki lengur sömu gleði og ánægju og það hafði gert áður fyrr. Ég ákvað að hætta í handbolta, var þá reyndar með tilboð frá Danmörku upp á vasann, en áhuginn var bara algjörlega í núlli. Ég kom ekkert nálægt handbolta í tvö og hálft ár, en fékk svo símtal frá Fram sem á þeim tíma vantaði mann í vörnina hjá sér. Ég ákvað að slá til, spila í eitt ár og hætta á aðeins skemmtilegri nótum en ég hafði gert þarna tveimur og hálfu ári áður. Þetta gekk svona líka ljómandi, ég var valinn í landsliðið, við urðum Íslandsmeistarar og ég fékk

Þetta er ekki sjálfgefið

Page 15: EM 2010 bladid

15

einhverjar persónulegar viðurkenningar þannig að áhuginn kviknaði aftur. Ég fékk svo tilboð frá Gummersbach og það hefði hreinlega verið kjánalegt að hafna því.“

Hvað sérðu þig standa lengi í hasarnum, þú átt væntanlega nóg eftir enda ekki nema 33 ára á árinu?„Ég planaði það þegar ég yfirgaf Gummersbach að koma heim og spila hér í tvö ár í viðbót. Ég fæ svo tilboðið frá Grosswaldstadt og stefni á það að klára þessi tvö ár sem ég á eftir af samningnum mínum þar og jafnvel svo að framlengja um eitt ár til viðbótar. Við höfum átt í viðræðum um þessa framlengingu og ég held að gangi það allt saman eftir láti ég

gott heita og fari að snúa mér að öðru. Ég held að ég geti gengið nokkuð

sáttur frá borði á þeim tímapunkti, búinn að eiga ágætan og að mörgu leyti svolítið óvæntan og sérstakan feril. Ég er mjög þakklátur fyrir það sem ég hef fengið að upplifa, það að spila í þýsku deildinni, með landsliðinu og ná þessum árangri á Ólympíuleikunum er eitthvað sem maður býr að lengi. Það hafa nokkuð

margir leikmenn sem hafa spilað lengur en ég, jafnvel betri leikmenn en

ég, ekki fengið að upplifa þessa hluti. Ég hef aldrei tekið þessu sem sjálfgefnu og hef

þess vegna notið þess til hins ítrasta og geri það enn.“

Page 16: EM 2010 bladid
Page 17: EM 2010 bladid

Óla

fur S

tefá

nsso

n

Page 18: EM 2010 bladid

18

Við ætlum upp úr riðlinum

Page 19: EM 2010 bladid

19„Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson um EM í Austurríki. „Ég held að hafi alltaf haft góða tilfinningu fyrir stórmót, svo ég sé nú alveg hreinskilinn, en mér líst virkilega vel á þetta hjá okkur og á hópinn okkar. Það hafa herjað talsverð meiðsli á þennan hóp, það voru ansi margir leikmenn fjarverandi í undankeppni EM en nú er þetta allt að smella saman. Þórir og Logi eru reyndar enn spurningamerki og eru mikilvægir hlekkir, en að öðru leyti eru menn bara nokkuð heilir og eru að taka vel á því á æfingum, þannig að mér líst nokkuð vel á þetta.“

Hversu erfitt er að eiga við meiðsli og óvissu varðandi leikmenn í þessu undirbúningsferli svona í ljósi þess að tíminn er naumur og skipulag liðsins veltur á því hvaða leikmenn eru til taks?„Þetta getur reynst snúið, en við búum reyndar vel að því núna að til dæmis Aron Pálmarsson er kominn inn í hópinn og hann getur leikið bæði sem skytta og hornamaður. Ólafur Guðmundsson er ungur og efnilegur og hann fær sín tækifæri, hvort sem það verður núna á EM eða síðar, og svo er Ragnar Óskarsson til taks ef með þarf. Ég held að við séum tilbúnari til þess að takast á við svona vandamál, ef hægt er að orða það þannig. Þórir er í horninu, bæði í vörn og sókn, og við höfum bæði Ásgeir Örn og Alexander til þess að leysa þá stöðu og þar eru náttúrulega líka tveir menn sem geta leyst Óla af í skyttustöðunni. Að því ógleymdu að þeir eru báðar góðir varnarmenn. Í undankeppninni í fyrra sá maður að það er nánast sama hver dettur út hjá okkur, það kemur maður í manns stað og við náum að halda ákveðnum gæðum í liðinu. Auðvitað var til staðar ákveðinn kjarni, en við vorum að missa út Arnór og Loga og Snorra og Óli var ekki með okkur og þetta eru býsna mikilvægir póstar. Margir spáðu því að við myndum lenda í tómu basli án sterkra leikmanna, en við erum einhvern veginn orðnir það öruggir í öllum okkar aðgerðum og hreinlega komnir í þann gæðaflokk að liðsheildin er sterkari en einstaklingarnir. Það er líka mikilvægt, ef við missum út alveg upp í þrjá sterka leikmenn, að þeir sem koma inn í hópinn finna styrkinn í hópnum og gera sér strax grein fyrir því að menn verða að gefa sig 120 prósent í verkefnið til þess að eiga möguleika á landsliðssæti. Stundum dugar það meira að segja ekki til. Landsliðið er fyrir þá bestu og maður finnur það þegar maður kemur á æfingar að maður verður að gefa allt í þetta. Það er enginn í landsliðinu í dag út á forna frægð, þeir sem eru í þessum hópi hafa allir unnið sér það inn.“

Silfrið jók tiltrúnaEr þetta öryggi og þessi tiltrú innan hópsins tilkomin vegna árangursins sem loksins náðist í Peking?„Já, ekki spurning, og við búum auðvitað allir að þeirri reynslu. Maður á svo sem ekki að dvelja lengi við það að líta í baksýnisspegilinn, en á Ólympíuleikunum upplifðum við eitthvað algjörlega stórkostlegt og eitthvað sem var mjög skemmtilegt. Lykillinn að þessu var kannski sá að við bjuggum til eitthvað sem hentaði okkur,

við vorum ekki mikið í því að horfa á önnur lið til þess að finna okkar leik. Varnarvinnan var til dæmis í stöðugri vinnslu alla Ólympíuleikana og náttúrulega í aðdraganda þeirra. Við vorum að laga okkur að leik andstæðinganna, þegar við sáum helstu styrkleika þeirra eða eitthvað sem gekk vel upp hjá þeim akkúrat á móti okkur gerðum við jafnvel litlar tilfærslur til þess að bregðast við. Í staðinn fyrir að umbylta vörninni vorum við að gera litlar breytingar á okkar kerfi og þetta er eitthvað sem er tiltölulega auðvelt að gera í leik og á milli leikja. Það eru svo sem engin ný sannindi að vörn og markvarsla eru gríðarlega mikilvægir hlutir í handbolta og þetta var í góðu lagi hjá okkur í Peking og í undankeppni EM. Við erum með eitt besta sóknarlið í heimi, það þori ég að fullyrða, og líklega standast fáir samanburð við okkur þegar kemur að hraðaupphlaupum. Við erum með gríðarlega fljóta leikmenn og vel spilandi leikmenn sem taka réttar ákvarðanir. Góður varnarleikur tekur líka ákveðna pressu af sóknarmönnunum, það er ekkert sérlega þægilegt að fá á sig mark í flestum tilfellum þegar staðin er vörn og þurfa svo að svara í næstu sókn, hafa alltaf þá pressu á sér að verða að skora sókn eftir sókn. Það er stigsmunur á því að vera undir þeirri pressu að hreinlega verða að skora í hverri einustu sókn, vera undir eða standa á jöfnu, eða vera í þeirri stöðu að geta tekið ákveðna áhættu og losað aðeins um sóknarleikinn.“

Menn virðast sumir hverjir hreinlega ætlast til þess að landsliðið standi héðan í frá á verðlaunapalli á stórmótum, svona í ljósi árangursins í Peking, en er ekki hollara að fara sér hægt og byggja markvisst á þeim grunni sem lagður var í austurvegi?„Jú, Það má heldur ekki gleyma því að það eru stórmót á hverju einasta ári og þetta er eitthvað sem kannski hefur skolast til af því að við vorum ekki með á HM í Króatíu í fyrra. Það er skammt stórra högga á milli og leikmenn eru í misgóðu ásigkomulagi og misgóðu formi, það eiginlega segir sig sjálft. Mér líst mjög vel á stöðuna á liðinu okkar í dag. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Fyrir Ólympíuleikana vorum við saman og undirbjuggum okkur í einn mánuð, núna höfum við tvær vikur. Þetta er skammur tími. Á EM er líka spilað þétt, ég held ég fari rétt með að þetta séu átta leikir á tólf dögum, en á Ólympíuleikunum var alltaf spilað annan hvern dag í mesta lagi. Í Austurríki kemur upp sú staða að við spilum jafnvel tvo daga í röð. Ég hef svo sem gengið í gegnum þetta áður og tel mig vita hvað ég þarf að gera til þess að komast klakklaust í gegnum þetta og stór hluti landsliðsins er í sömu sporum og ég treysti mönnum algjörlega til þess að klára þetta. Það sem hins vegar getur gerst er svona svipað og gerðist á EM í Sviss árið 2006. Þar detta örvhentu mennirnir út úr hópnum einn af öðrum, Óli brákar rifbein, Alex kjálkabrotnar og Einar Hólmgeirs rotast í einum leiknum. Allt í einu stöndum við uppi með hóp skipaðan rétthentum mönnum eingöngu og það getur verið ansi snúið að spila handboltaleik þegar strangt til tekið þig vantar leikmenn í tvær stöður á vellinum. Ég veit að þetta er klisja og

kannski er leiðinlegt að hlusta á þetta, en við verðum að taka einn leik fyrir í einu. Ég væri að fara með fleipur ef ég segðist ekki leiða hugann að því að komast á verðlaunapall, auðvitað viljum við það allir og við setjum okkur það markmið að vinna alla þá leiki sem við förum í, sama hvort við erum að spila við Austurríki, Serbíu, Danmörku, Frakkland eða Króatíu. Við vitum að á góðum degi getum við unnið öll þessi lið, en við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa; um liðið, um skipulagið og um undirbúninginn okkar. Ef okkur tekst að hafa þessa hluti í lagi er ég bjartsýnn og held alltaf í trúna á að við spilum vel og náum hagstæðum úrslitum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því það eru gerðar kröfur til okkar og ég vil miklu frekar hafa það þannig heldur en að hafa þetta eins og hjá mörgum félögum mínum sem koma frá milljónalöndum og fá færri áhorfendur á landsleiki heldur en við. Það hafa auðvitað komið stórmót þar sem heimkoman hefur verið frekar fúl, maður hefur fengið yfir sig spurningar um hvað hafi eiginlega verið í gangi og svo framvegis, en ég vil hafa þetta þannig frekar en að fólki sé sama. Svona eru Íslendingar bara, við trúum því að við séum stærstir, mestir og bestir og þrátt fyrir áföll síðustu mánaða held ég að þjóðarstoltið hafi ekkert beðið hnekki.

Riðillinn er fjarri því að vera auðveldurEinhverjir fögnuðu því lítillega þegar í ljós kom að við spilum í riðli með Austurríkismönnum, Dönum og Serbum, en gleymdu því væntanlega að við erum að fara að spila við heimamenn, sem ætla að sanna sig, ríkjandi Evrópumeistara og gríðarlega sterkt lið úr austurhluta álfunnar.„Það er eiginlega alveg sama hver íþróttin er, lið frá Balkanskaganum eru alltaf erfið. Serbarnir eru teknískir og góðir handboltamenn. Versti óvinur þeirra hefur yfirleitt verið þeir sjálfir, þeir eru fljótir að rjúka upp og jafnvel fara að rífast innbyrðis þegar á móti blæs og liðseiningin og liðsheildin hefur oftar en ekki verið veik. Menn eru líka að eyða orku og púðri í einhverjar sambandsdeilur og það eru til mýmörg dæmi af því að leikmenn neita að spila fyrir tiltekna þjálfara. Miðað við það sem ég sá til þeirra á HM í Króatíu getum við búist við hörkuleik þegar við mætum þeim. Þeir eru villtir, en svakalega teknískir. Við þekkjum auðvitað Danina út í gegn og þeir eiga Evrópumeistaratitil að verja, sem þýðir að það verður enn meira lagt á vogarskálarnar og svo geta Austurríkimenn reynst varhugaverðir, því þeir eru á heimavelli og leggja mikla áherslu á það að sanna sig. Við eigum að vera með betra lið en þeir, en spennan í kringum heimaliðið færir þeim stundum nokkur aukaprósent í baráttu og þegar mikið liggur við eiga dómararnir það til að halla sér að heimamönnum, eins og sást á HM í Þýskalandi. Þetta er snúinn riðill, eða snúnari en hann virðist við fyrstu sýn skulum við segja, og markmiðið okkar er einfalt. Við ætlum upp úr riðlinum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson að lokum.

Page 20: EM 2010 bladid

20

Sem þjálfari handboltaliðs fá leikmenn tækifæri til að stýra öllu sem snýr að liðinu, hvort heldur það sé að íþrótta-legum eða fjármálalegum toga. Þú velur liðið, taktík, uppstillingar, kaup og sölu á leikmönnum, kostendur, unglingastarf og margt fleira.

Í leiknum eru 70 landslið og meira en 30 deildarkeppnir, en meðal þeirra er íslenska landsliðið og íslenska deildarkeppnin. Auk þessa inniheldur leikurinn fullkominn "editor" þar sem menn geta búið til sína eign leikmenn, deildir og landslið.

Í leiknum er fullkomin þrívíddar grafíkvél þar sem leikmenn geta séð hvernig liðið spilar.

Page 21: EM 2010 bladid

21

„Staðan á liðinu er góð, svona þegar á heildina er litið. Auðvitað var það svolítið bakslag að missa Þóri Ólafs út úr hópnum, en við erum með leikmenn sem eiga að geta fyllt í það skarð,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson þegar hann er spurður út í stöðuna og andann í liðinu.

„Við höfum öðlast meira sjálfstraust,“ segir hann. „Þetta er orðin sterkari heild og við er orðnir þéttari félagslega. Við höfum náð ákveðnum gæðastaðli sem við þurfum að halda og við þurfum að sýna það núna á EM að við höfum tekið þetta skref fram á við. Við getum ekki komið á óvart mót eftir mót.“

Landsliðið hefur tiltölulega stuttan tíma til að stilla saman strengi sína fyrir EM, en frammistaðan í æfingaleikjum gefur ástæðu til bjartsýni. Ertu sammála því?„Já já. Þetta lítur ágætlega út og við erum þrátt fyrir allt að spila eina fimm leiki á átta dögum, sem er ágætt. Þetta er fín keyrsla. Fyrstu leikirnir gegn Þjóðverjum gáfu okkur ágæta hugmynd um það hvar við vorum staddir. Mér fannst Þjóðverjarnir reyndar vera slakir, þeir virtust vera komnir mun skemur í sínum undirbúningi en maður átti von á. Það sem stendur upp úr í þeim leikjum er eiginlega hvað Þjóðverjarnir voru slakir, við vorum ekkert að spila frábærlega og það er fínt að vita það að við eigum eitthvað inni. Við eigum að geta gert miklu betur. En maður verður ekki meistari í æfingaleikjunum, þá væri Liverpool fyrir löngu búið að fagna meistaratitlinum á Englandi!“

Sterkur karakter í liðinu„Það sem var sérstaklega jákvætt í þessum leikjum var til dæmis það að það kom í ljós ákveðinn karakter í liðinu þegar við lentum undir og virtumst vera að missa Þjóðverjana svolítið fram úr okkur,“ segir Björgvin Páll þegar hann rýnir betur í leikina gegn Þjóðverjum. „Það er alltaf ákveðinn mælikvarði á gæðin í liðinu hvernig það bregst við því að lenda undir og þá reynir á einstaklingana að rífa sig í gang. Við erum með það sterka einstaklinga í liðinu að það gengur upp, þetta eru menn sem bæði eru virkilega góðir í handbolta og eru sterkir andlega. Þessi styrkur og þessi gæði aukast með velgengninni, menn fá meira sjálfstraust og öðlast meiri trú á verkefninu.“

Guðmundur landsliðsþjálfari Guðmundsson talaði um það eftir þessa fyrstu æfingaleiki að hann hefði séð nokkur atriði í leik liðsins sem þyrfti að laga í einum grænum. Gefst ykkur svigrúm til þess?„Já, ég hef trú á því. Það væri í rauninni einkennilegt ef staðan væri sú að rúmri viku fyrir mót væri allt fullkomið hjá okkur og við þyrftum ekki að laga neitt. Við þurfum vissulega að laga eitt og annað, bæði í sóknarleiknum okkar og varnarleiknum, og við höfum tíma til þess. Ef við höldum rétt á spilunum tekst okkur það, það

tekur auðvitað tíma og vinnu og við munum berjast í því að laga það sem þarf að laga.“„Við erum einfaldlega komnir með mjög sterka liðsheild, mjög sterkt lið sem gefst aldrei upp og við förum ansi langt á íslenska baráttuandanum,“ segir Björgvin Páll.

Háleit markmið„Handboltinn í Sviss er öðruvísi en ég átti von á,“ segir markmaðurinn knái, en hann leikur sem kunnugt er með Kadtten í Sviss. „Fimm bestu liðin skera sig nokkuð úr og ég myndi telja að við værum með besta liðið, mestu breiddina og í raun tvo menn í öllum stöðum. Þegar neðar er litið í töfluna eru þar lið sem eru töluvert frá þeim efstu í styrk. Persónulega er ég mjög ánægður með mína frammistöðu og það má segja þetta

hafi verið mikilvægt skref í mínum ferli. Það er líka gott fyrir mig að spila á fullu, það mikilvægt fyrir unga markmenn,”

„Ég setti mér það markmið þegar ég var lítill að verða einn af fimm bestu markmönnum heims og það stendur enn. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er háleitt markmið en það nær enginn lengra en markmiðin sem hann setur sér. Minn draumur er að spila með Barcelona einhvertíma á ferlinum. Ég væri líka alveg til í að spila undir stjórn Alla (Alfreðs Gíslasonar) hjá THW Kiel. Auðvitað þarf allt að ganga upp til þess að maður nái háleitum markmiðum, en ég hef náð mínum markmiðum hingað til og mun berjast fyrir þessum markmiðum líka,” segir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður.

Sterk liðsheild

1 iPod nano á ári fyrir AukakrónurÞú getur keypt þér einn 8 GB iPod nano á ári í Apple-búðinni fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.

* M

.v. 1

50

þú

sun

d k

r. in

nlen

da

vers

lun

á m

ánuð

i, þ

.a. 1

/3 h

já s

amst

arfs

aðilu

m. /

Sjá

nán

ar á

ww

w.a

ukak

ron

ur.is

.

*

AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000

Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is

NB

I hf.

(Lan

dsb

anki

nn)

, kt.

471

00

8-2

08

0.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

39

30

5

Page 22: EM 2010 bladid

22

ÁFRAM ÍSLANDSmiðjuvegi 14 - 200 Kópavogur Sími 577 4230 - www.goldfinger.is

Gold�nger

Opið öll kvöld frá kl. 20.00

Page 23: EM 2010 bladid

23

ÁFRAM ÍSLANDÍS

LE

NS

KA

SIA

.IS

SF

G 4

2040

04.

2008 Gjögur hf

Hafnargötu 18Grindavík

Þvottahúsið HöfðiHafnarstræti 34

Akureyri

Ísfélag VestmannaeyjaSÍBS

Hafgæði sfKarl KristmannsBjörn Harðarson

Ráðstefnur og veisluhöldVið leggjum okkur fram við að bjóða bestu og tæknilega fullkomnustu ráðstefnuaðstöðu á landinu.

. Fyrirmyndaraðstaða fyrir allt að 10 – 470 manna ráðstefnur. . 14 funda- og veislusalir fyrir stórar sem smáar veislur. . Frábær aðstaða fyrir stórsýningar, fjarfundi og beinar útsendingar.

Við leysum málið– upplifðu fagmennsku í ráðstefnu- og veisluhöldum.

Grand Hótel Reykjavík

Sigtún 38

105 Reykjavík

Sími: 514 8000

Fax: 5148030

[email protected]

www.grand.is

Page 24: EM 2010 bladid

Líkami fyrir Lífið

Líkami fyrir Lífið

www.eas.is

Nánari upplýsingar eru á www.eas.is og á líkamsræktarstöðvum.

Hægt er að hefja áskorunina Líkami fyrir lífið eftirtalda mánudaga í janúar 2010:

• 11. janúar

• 18. janúar

• 25. janúar

Svona tekur þú þátt:

• Skráir þig á eas.is

• Borgar 5.000 kr. og færð kynningarpakka frá EAS

• Dagur 1: Tekur „fyrir mynd“ og mælir þyngd og fituprósentu

• Vika 6: Mælir þyngd og fituprósentu

• Í lok viku 12: Tekur „eftir mynd“ og mælir þyngd og fituprósentu

• Sendir inn báðar myndirnar, niðurstöður mælinganna og svör við spurningunum

• Færð EAS vörur að verðmæti 5.000 kr.

• Árangur: Betra líf, hraustari líkami og jákvæðara viðhorf

Fyrir Eftir

Fyrir og eftir myndirnar

Kynningarpakki frá EAS

Líkami fyrir lífið- taktu þátt í 12 vikna átaki til betra lífs!

Page 25: EM 2010 bladid

25

A-riðillLeikið í Graz

Króatía er með ógnarsterkt lið sem oftar en ekki stendur á verðlaunapalli á stórmótum. Króatar léku til úrslita á HM á heimavelli í fyrra, en urðu að sætta sig við tap gegn Frökkum í úrslitaleiknum. Þeir unnu til silfurverðlauna á EM í Noregi 2008 og urðu í fjórða sæti á Ólympíuleikunum síðar þetta sama ár, höfðu þá titil að verja. Króatar hafa reyndar ekki fagnað sigri á stórmóti síðan þeir urðu Ólympíumeistarar 2004.Króatar rúlluðu í gegnum undakeppnina, voru með Ungverjum, Slóvökum, Grikkjum og Finnum í 4.riðli og höfðu tryggt sér farseðilinn til Austurríkis þegar tvær umferðir voru eftir. Þeir töpuðu einum leik, lokaleiknum gegn Ungverjum, en sá leikur skipti nákvæmlega engu máli og var tekinn mátulega hátíðlega.Varla er veikan punkt á króatíska liðinu að finna, það er agað og vel þjálfað, enda er Lino Cervar án efa einn snjallasti þjálfari í heimi, og liðið verður að teljast líklegt til afreka á EM 2010. Króatar eru líklegir til þess að vinna A-riðilinn í Graz.

Rússland hefur átt misjöfnu gengi að fagna á handbolta-sviðinu undanfarin ár og frammistaðan á stórmótum hefur valdið nokkrum vonbrigðum. Rússar urðu í 16.sæti á HM í Króatíu í fyrra og 6.sæti á Ólympíuleikunum í Peking og eru að nokkru leyti að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Koksharov og Krivoshlykov eru hættir og landsliðið er að langmestu leyti byggt upp á leikmönnum hins víðfræga og sterka liðs Chehovskie Medvedi. Þjálfari liðsins er Nicolay Chigarev.Rússar voru býsna sannfærandi í undankeppninni, unnu 9 leiki og töpuðu aðeins einum og urðu efstir í 2.riðli. Eina tap Rússa var gegn Serbum, sem eru með okkur Íslendingum í riðli í Austurríki, en Serbar urðu í öðru sæti 2.riðils undankeppninnar. Rússar fengu einna harðasta samkeppni frá Serbum og Bosníumönnum, en auk þeirra voru Svisslendingar, Ítalir og Færeyingar í riðlinum.Rússneski björninn gæti tekið upp á því að rumska á EM og ætti, að öllu eðlilegu, að fara nokkuð örugglega upp úr A-riðli.

Norðmenn hafa á stundum sýnt ágæt tilþrif á stórmótum, en þeim hefur hins vegar gengið illa að standa almennilega í stórþjóðunum og árangurinn er því í rauninni ekkert til að hrópa húrra fyrir. Norðmenn urðu í 9.sæti á HM í Króatíu í fyrra, en voru ekki með á Ólympíuleikunum í Peking. Besti árangur þeirra á síðustu fimm árum er 6.sætið sem þeir náðu á heimaslóðum á EM 2008.Norðmenn voru í riðli með okkur Íslendingum í undankeppni EM og reyndust okkur býsna erfiðir. Ísland og Noregur gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum, en tap Norðmanna gegn Makedóníumönnum reyndist þeim dýrkeypt. Íslendingar urðu efstir í riðlinum, sællar minningar, og Norðmenn í öðru sæti.Norðmenn lentu í nokkrum vandræðum með að finna sér þjálfara, svona nokkurn veginn í þann mund sem allt virtist vera á hraðri leið til heljar, og svo fór að lokum að hinn sænski Robert Hedin var ráðinn til starfans. Undir stjórn Hedins

hefur orðið nokkur endurnýjun í norska liðinu, kappar á borð við Frodge Hagen og Glenn Solberg voru komnir á aldur, og hið „nýja“ norska lið þykir um margt lofa góðu.Norðmenn koma væntanlega til með að berjast við Úkraínumenn um þriðja sætið og eru líklegir til að komast áfram.

Úkraínumenn eru nú með á stórmóti í fyrsta sinn síðan á HM í Þýskalandi 2007, en þeim mistókst að tryggja sér keppnisrétt á EM og ÓL 2008 og HM í fyrra. Eftir fall Sovétríkjanna skaut úkraínska liðið upp kollinum á EM í Króatíu 2000 og tekur nú þátt á sínu sjötta stórmóti. Úkraínska liðið er að stórum hluta byggt upp á leikmönnum Zaporozhye, sem m.a. spilaði Evrópuleiki á landinu bláa eigi alls fyrir löngu, og nokkrir leikmanna liðsins leika með þokkalega sterkum liðum utan heimalandsins.Úkraínumenn urðu í 2.sæti 7.riðils undankeppninnar, urðu fjórum stigum á eftir toppliði Spánverja og nutu reyndar góðs af því leika í riðli með Hollendingum, Litháum og Kýpurbúum, sem aldrei voru líklegir til afreka. Úkraínumönnum tókst reyndar að leggja Spánverja að velli í undankeppninni, en þeir töpuðu svo aftur fyrir Spánverjum, Hollendingum og Litháum.Úkraínumanna bíður væntanlega hið óskemmtilega hlutskipti að verma botnsæti A-riðils.

Þetta viltu vita um EM

Króatía

Noregur

Rússland

Úkraína

169

Page 26: EM 2010 bladid

26

Fíto

n/SÍA

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

VirðingRéttlæti

Félagsmenn VR eru ekki einir á báti í langvarandi veikindum.Sjúkrasjóður VR er þér stoð og stytta á erfiðum tímum.

Kynntu þér réttindi þín á www.vr.is

Hefurðu fast land undir fótum þegar á reynir?

Sjúkrasjóður VR veitir öryggi í veikindum

Page 27: EM 2010 bladid

27

C-riðillLeikið í Innsbruck

Þýskaland er stórþjóð í handboltanum og þýska landsliðið var fastur gestur í úrslitaleikjum stórmóta frá 2002 til 2004, vann silfrið á EM 2002, HM 2003 og ÓL 2004 og varð Evrópumeistari í Slóveníu það sama ár. Síðasta stórafrek þýska liðsins er heimsmeistaratitillinn sem liðið vann á heimaslóðum árið 2007, en liðið varð í 4.sæti á EM í Noregi 2008, 9.sæti á ÓL í Peking og 5.sæti á HM í Króatíu í fyrra.Þýska liðið er gríðarlega sterkt, en hinn snjalli þjálfari þeirra, Heiner Brand, hefur reyndar varað þýska við of mikilli bjartsýni í ljósi þess að undirbúningstími liðsins var knappur.Þjóðverjar rúlluðu í gegnum 5.riðil undankeppninnar með fullt hús stiga og voru með 109 mörk í plús eftir átta sigurleiki. Slóvenar voru þeir einu sem sýndu þess einhver merki að veita Þjóðverjum einhverja samkeppni, en auk þeirra voru í riðlinum Hvít-Rússar, Ísraelar og Búlgarir.Þjóðverjar eru sigurstranglegir í C-riðilinum í Austurríki, en þeir fá líklega nokkuð verðuga samkeppni frá Svíum og verða að taka lið Pólverja alvarlega.

Svíar voru nánast einráðir á hæsta þrepi verðlaunapallsins, eða því næsthæsta, frá 1994 til 2002. Á þessu tímabili unnu þeir til fimm gullverðlauna, fjögurra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á stórmótunum og hnutu aðeins einu sinni; á EM 1996 á Spáni urðu þeir að sætta sig við fjórða sætið. Uppskeran hefur hins vegar verið býsna rýr allar götur síðan 2003 og liðinu hefur t.a.m. aðeins tekist að tryggja sér keppnisrétt á tveimur af fimm síðustu stórmótum; Svíar urðu í 5.sæti á EM í Noregi 2008 og í 7.sæti á HM í Króatíu í fyrra. Þeir misstu af EM í Sviss, HM í Þýskalandi og ÓL í Peking.Svíar geta gert fína hluti á góðum degi og búa að sigurhefð og ágætri kunnáttu þjálfaranna tveggja, Staffan „Faxe“ Olsson og Ola Lindgren, sem báðir léku lykilhlurverk í gullaldarliði Svía.

Svíar fóru taplausir í gegnum undankeppni EM og urðu efstir í 1.riðli, unnu sex leiki og gerðu tvö jafntefli; gegn Rúmenum og Pólverjum. Svartfellingar og Tyrkir voru einnig í 1.riðli.Svíar eiga ágæta möguleika á að komast upp úr C-riðlinum, þeir gætu strítt Þjóðverjum, en koma þó að öllum líkindum til með að berjast um annað sætið við Pólverja.

Pólverjar hafa látið til sín taka á tveimur síðustu heimsmeistaramótum, en þeir hafa hins vegar ekki náð að fylgja þeirri velgengni eftir á EM og ÓL. Pólverjar fengu bronsið á HM í Króatíu í fyrra og silfur á HM í Þýsklandi fyrir þremur árum, en í millitíðinni urðu þeir í 7.sæti á EM í Noregi 2008 og 5.sæti á ÓL í Peking. Þjálfari Pólverja er Bogdan Wenta, sem færður verður til bókar sem einn besti handboltamaður sögunnar. Wenta spilaði á sínum tíma 185 landsleiki fyrir Pólverja áður en hann öðlaðist þýskan ríkisborgararétt og lék 46 landsleiki fyrir Þjóðverja. Þessi pólskipti féllu í grýttan jarðveg á heimaslóðum og Wenta var nánast gerður útlægur, en velgengni landsliðsins undir hans stjórn hefur orðið til þess að Wenta hefur verið tekinn í fulla sátt á ný.Pólverjar urðu í 2.sæti 1.riðils undankeppni EM, urðu þremur stigum á eftir Svíum og þremur fyrir ofan Svartfellinga. Þeir töpuðu tveimur leikjum, gegn Rúmenum og Svíum og gerðu jafntefli við Svía á heimavelli.Pólverjar eru rétt eins líklegir til afreka í Austurríki, koma væntanlega til með berjast við Svía um annað sæti C-riðils, en gætu reyndar tekið upp á því að vinna riðilinn.

Slóvenar taka nú þátt í stórmóti í fyrsta sinn síðan á EM í Noregi 2008, en þeir misstu bæði af ÓL 2008 og HM 2009. Besti árangur þeirra er silfurpeningurinn sem þeir unnu sér inn þegar EM var haldið á þeirra heimaslóðum árið 2004, en annars hafa þeir yfirleitt dólað í kringum tíunda sætið á stórmótum.Slóvenska landsliðið býr að því að eiga nokkra menn úr einu sterkasta félagsliði heims síðustu árin, Celje Pivovarna Lasko, og að vera undir stjórn hins einstaka Zvonimir „Noka“ Serdarusic, fyrrverandi þjálfari Kiel. Slóvenar urðu í 2.sæti 5.riðils undankeppninnar og unnu alla nema Þjóðverja nokkuð auðveldlega. Þeir töpuðu í tvígang fyrir Þjóðverjum, en unnu Hvít-Rússa, Ísraela og Búlgari.Slóvena bíða væntanlega þau örlög að reka lestina í C-riðli.

Pólland

Svíþjóð

Slóvenía

Þýskaland

Page 28: EM 2010 bladid

28

Page 29: EM 2010 bladid

29

D-riðillLeikið í Vínarborg

Frakkar eru ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar og það segir líklega allt sem segja þarf. Þeir hafa verið óheyrilega sigursælir, nánast allar götur síðan 1994 og uppskeran á síðustu sex stórmótum er þrenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Þeir urðu síðast Evrópumeistarar í Sviss 2006, en urðu að láta sér lynda bronsverðlaunin í Noregi fyrir tveimur árum.Hvergi er veikan blett á franska liðinu að finna, leikmenn liðsins eru ekki aðeins frábærir handboltamenn heldur búa þeir einnig yfir gríðarlegum andlegum styrk og óbilandi sigurvilja. Ekki skemmir fyrir að þjálfarinn Claude Onesta á sér líklega engan jafnoka.Frakkar léku í 6.riðli undankeppninnar og unnu þar sex leiki og töpuðu tveimur. Þeir töpuðu útileiknum gegn Tékkum, sem urðu þeim jafnir að stigum og spila með þeim í D-riðlinum í Austurríki, og lokaleiknum gegn Lettum, en á þeim tímapunkti höfðu Frakkar þegar tryggt sér sigur í riðlinum.Frakkar eru líklegir til afreka á EM í Austurríki og fara örugglega áfram úr D-riðli.

Spánverjar hafa hlaðið á sig verðlaunapeningum í gegnum tíðina, en uppskeran hefur reyndar verið óvenjulega rýr síðustu misserin. Spánverjar unnu reyndar til bronsverðlauna á ÓL í Peking, en þeir urðu í 7.sæti á HM í Þýskalandi 2007, 9.sæti á EM í Noregi 2008 og 13.sæti á HM í Króatíu í fyrra. Spánverjar eiga engu að síður eitt sterkasta handboltalandsliðs heims og koma væntanlega til með að blanda sér í baráttuna um verðlaunapeninga.Þjálfari Spánverja er Valero Rivera Lopez, maðurinn sem gerði Barcelona að stórveldi í handboltanum. Valero Rivera var ráðinn landsliðsþjálfari í fyrra og hans hlutverk er í rauninni einfalt; að koma spænska liðinu í fremstu röð á ný.Spánverjar rúlluðu í gegnum 7.riðil undankeppninnar, unnu sjö leiki og töpuðu einum, útileiknum gegn Úkraínumönnum. Hollendingar, Lithára

og Kýpurbúar skipuðu hin sætin í riðlinum og það var því í raun hálfgert skylduverk fyrir Spánverja að komast áfram.Spánverjar eru með eitt sterkasta og sigursælasta liðið á EM og gætu blandað sér í toppbaráttuna. Þeir fara léttilega upp úr riðlinum, annað hvort sem sigurvegarar eða í humátt á eftir Frökkum.

Ungverjar áttu sitt gullaldarskeið í handboltanum á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu í fjórða sæti á ÓL 1980 og 1988 og unnu til silfurverðlauna á HM 1986. Eftir það hefur fjarað talsvert undan liðinu, sem varð í 6.sæti á HM í Króatíu í fyrra, komst ekki til Peking 2008 og varð í áttunda sæti á EM í Noregi fyrir tveimur árum. Handbolti nýtur gríðarlegra vinsælda í Ungverjalandi og í landsliðinu eru nokkrir ágætir leikmenn.Þjálfari liðsins er István Csoknyai, fyrrverandi leikmaður hins víðfræga liðs Veszprém. Csoknyai, sem fyrst og síðast gat sér gott orð sem frábær varnarmaður, er ungur og lítt reyndur en þykir hafa flest það til að bera sem prýða þarf góðan handboltaþjálfara.Ungverjar fylgdu Króötum upp úr 4.riðli undankeppninnar, en þar léku einnig Slóvakar, Grikkir og Finnar. Ungverjar töpuðu fyrri leiknum gegn Króötum á útivelli og heimaleiknum gegn Slóvökum, en unnu aðra leiki. Sigurleikurinn gegn Króötum var lokaleikur riðilsins og úrslitin skiptu því litlu.Ungverjar leggja væntanlega í reynslubankann á EM í Austurríki, en verða að teljast heldur ólílegir til þess að flækast mikið fyrir Frökkum og Spánverjum, en ættu að eiga ágæta mögulega á að komast áfram.

Tékkar hafa lítið blandað sér í toppbaráttuna á stórmótum síðustu árin, en á meðan Tékkóslóvakía var enn við lýði sankaði liðið m.a. að sér fimm heimsmeistaratitlum. Tékkar voru ekki með á síðustu tveimur stórmótum, HM í Króatíu og ÓL í Peking, en urðu í 14.sæti á EM 2008 í Noregi.Þjálfari Tékka er Slóvakinn Martin Lipka, margreyndur félagsliðaþjálfari og núverandi þjálfari Bregenz í Austurríki.Tékkar urðu í öðru sæti 6.riðils undankeppninnar og hlutu 12 stig, rétt eins og Frakkar. Úrslitin í riðlinum voru reyndar ráðin þegar tvær umferðir voru eftir og stigafjöldinn segir því ekki alla söguna. Tékkar töpuðu einu sinni fyrir Frökkum og Portúgölum í riðlakeppninni, en unnu alla aðra leiki. Tékkar verða líklega að sætta sig við það að verma botnsæti D-riðilsins í Austurríki.

Frakkland

Spánn

Tékkland

Ungverjaland

Page 30: EM 2010 bladid

30

„Við te l jum ok kur vera með sterkt l ið og þetta á ef t i r að verða spennandi mót,“ segir landsl iðsmaður inn Arnór At lason um Evrópumótið í Austurr ík i . „Það var ek k i mik i l l t ími t i l undirbúnings, ek k i nema t vær v ikur og þær voru nýttar vel .” Telurðu að Ís land eigi raunhæfa möguleik a á að komast á verðlaunapal l? “Ja , ef v ið tökum t i l l i t t i l þess að l ið ið er orðið reynslu-meira og búið að spi la s ig saman má a lveg ör la á bjar t-sýni . Evrópumótið er v i rk i lega er f i t t mót og það þar f margt að ganga upp t i l að þar náist árangur. Maður getur ek k i leyf t sér að e iga s lak a le ik i , hver le ikur er mik i lvægur og anstæðingarnir eru sterk i r. Það er mik i l -vægt að byr ja vel og gera a l l t t i l þess að tak a sem f lest st ig með ok kur í mi l l i r ið i l inn.”“Það koma mörg l ið t i l gre ina,“ segir Arnór þegar hann er spurður út í mögulega s igur vegara , „en Frak k arnir verða k lár lega v ið toppinn.” 

H vernig er t þú s já l fur stemmdur fyr i r EM? “Ég er búinn að hlak k a mik ið t i l að spi la á þessu móti og það hefur ver ið mjög ofar lega í hausnum á mér a l l t f rá því að ég fór í hnéaðgerð í mars á s íðasta ár i . Það hjá lpaði mér að hafa þetta mót t i l að stefna að í en-durhæfingunni og ég vona v i rk i lega að ég fá i að sprey-ta mig,“ segir Arnor At lason, öðru nafni „Sonur inn“.

Með sterkt lið

Page 31: EM 2010 bladid

31

Opið allan sólarhringinn við Hringbraut,Ártúnshöfða og Lækjargötu, Hafnarfirði.

A4_24 opnun.ai 1 15.1.2010 10:18

Page 32: EM 2010 bladid

EINSTAKARHERRAVÖRUR• Rakgel án ilmefna sem tryggir

áreynslulausan og öruggan rakstur.

• Rakagefandi andlitskrem sem róar húðina eftir rakstur.

• Ilmefnalaus svitalyktareyðir.

Fæst í næsta apóteki.

ÁN ILM–OG

LITAR–EFNA

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA