fka bladid 2013

60
Félag kvenna í atvinnulífinu Association of Business Women in Iceland Ein af strákunum í LÍÚ Ef maður óast umtal – þá gerir maður aldrei nei Eigum að selja rokið og rigninguna Þið bara verðið að ráða mig ... Meingallaðir og mennskir Hallærislegt að hafa þessi mál í ólagi Si hvað að fagna fólki eða „umbera“ það Bissness er boltaíþró Sáasemjari að eðlisfari Fallega reimt í Iðnó Taktu skref l baka

Upload: petur-halldorsson

Post on 10-Mar-2016

282 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

FKA bladid 2013

TRANSCRIPT

Page 1: FKA bladid 2013

Félag kvenna í atvinnulífinu

Association of Business Women in Iceland

Ein af strákunum í LÍÚEf maður óttast umtal – þá gerir maður aldrei neitt

Eigum að selja rokið og rigningunaÞið bara verðið að ráða mig ...

Meingallaðir og mennskirHallærislegt að hafa þessi mál í ólagi

Sitt hvað að fagna fólki eða „umbera“ þaðBissness er boltaíþrótt

Sáttasemjari að eðlisfariFallega reimt í IðnóTaktu skref til baka

Page 2: FKA bladid 2013

ÍSLE

NSK

A S

IA.IS

VO

R 5

8252

04/

12

VEISTU HVAÐ ÞÚ ÁTT?

VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR.

HeimiliðLíf- og heilsa

BíllinnFyrirtækið

Í gegnum árin byggjum við upp heimili utan um líf okkar.Við gerum okkur ekki grein fyrir verðmæti þess sem er í kringum okkur í daglegu lífi – ekki fyrr en eitthvað kemur fyrir.

Hafðu samband við okkur og saman finnum við út hversu mikla tryggingavernd þú þarft. Reiknivélin á www.vordur.is hjálpar þér fyrstu skrefin.

Page 3: FKA bladid 2013

ÍSLE

NSK

A S

IA.IS

VO

R 5

8252

04/

12

VEISTU HVAÐ ÞÚ ÁTT?

VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR.

HeimiliðLíf- og heilsa

BíllinnFyrirtækið

Í gegnum árin byggjum við upp heimili utan um líf okkar.Við gerum okkur ekki grein fyrir verðmæti þess sem er í kringum okkur í daglegu lífi – ekki fyrr en eitthvað kemur fyrir.

Hafðu samband við okkur og saman finnum við út hversu mikla tryggingavernd þú þarft. Reiknivélin á www.vordur.is hjálpar þér fyrstu skrefin.

Page 4: FKA bladid 2013

Decubal húðvörurfyrir þurra og viðkvæma húð

• Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Íslandi getur verið húðinni erfið.• Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika

húðarinnar – allt árið um kring.• Vörurnar henta bæði börnum og fullorðnum.

Decubal húðvörurnar fást í apótekum

Án:• parabena• ilmefna• litarefna

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA /

AC

TAV

IS

Page 5: FKA bladid 2013

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

H

VÍT

A H

ÚS

IÐ/S

ÍA

Það bætir lífið þegar við leggjum okkur fram um að eiga góð samskipti. Vodafone vill tala máli góðra samskipta í samfélaginu því þau eru grundvöllurinn að allri þjónustu sem við veitum.

Þín ánægja er okkar markmið  

Vodafone hefur trú á góðum samskiptum

vodafone.is/godsamskipti

Page 6: FKA bladid 2013

HYDRADERMIE LIFT MEÐFERÐIN ÖRVAR VÖÐVA, STYRKIR ÞÁ OG LYFTIR ANDLITSDRÁTTUM.MEÐFERÐIN SKILAR ÁRANGRI FRÁ FYRSTA SKIPTI.

Höfuðborgarsvæðið:

Snyrtistofan Gyðjan – s. 553 5044 Snyrtistofan Garðatorgi – s. 565 9120 Snyrtistofan Ágústa – s. 552 9070 Snyrtistofan Guinot-Mc – s. 568 9916 Snyrtistofan Ársól – s. 553 1262

HÁÞRÓUÐ ANDLITSLYFTING

Snyrtistofur sem bjóða Hydradermie Lift meðferð og Guinot vörur:

Snyrtistofan Hygea – s. 554 3960 Snyrtistofan Þema – s. 555 2215 Dekurstofan – s. 568 0909 Snyrtistofan Hrund – s. 554 4025 Snyrtistofan Krisma – s. 587 5577

Snyrtistúdió Önnu – s. 577 3132 GK snyrtistofa – s. 534 3424 Snyrtistofa Marínu – s. 896 0791 SG snyrtistofa – s. 891 6529 Snyrtistofan Dögg – s. 552 2333

Landið:

Snyrtistofa Ólafar, Selfossi – s. 482 1616 Snyrtistofan Lind, Akureyri – s. 462 1700 Snyrtistofan Abaco, Akureyri – s. 462 3200 Snyrtistofa Ágústu, Vestm.eyjum – s. 864 2838 Snyrtistofa Guðrúnar, Akranesi – s. 845 2867

Page 7: FKA bladid 2013

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Við bjóðum fyrirtækjumsérþekkingu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkurvel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínustarfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Hjá Íslandsbanka starfar hópur fólks sem býr að áratuga reynslu af ráðgjöf við stór ogsmá fyrirtæki í verslun og þjónustu og hefur víðtæka sérþekkingu á fjárhagsumhverfiþeirra. Þannig getum við ávallt tryggt þeim þá bankaþjónustu sem þau þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Lilja Pálsdóttir hefur 25 ára reynslu afráðgjöf til fyrirtækja í verslun og þjónustu.Lilja er útibússtjóri hjá Íslandsbanka.

Page 8: FKA bladid 2013

Margrét RósaEinarsdóttir

Iðnó

„Afternoon Tea“Haustferð FKA

til London

FKA Norðurland

Ingibjörg RingstedLostæti

Akureyrar

48

Ferð FKA tilKuala Lumpur

FKA Suðurland

51 53

Berglind VíðisdóttirKaritas

Hjúkrunar- og ráð-gjafarþjónusta

47 58

33

Eva MaríaÞórarinsdóttir

LangePink Iceland

14

JanneSigurðsson

Fjarðaál

29

Lára B. Péturdóttir

Congress Reykjavík

MarínMagnúsdóttir

Practical

Bryndís, Gréta og Ragnheiður

Reykjavík Concierge

37

HelgaMargrét Reykdal

True North

37

Frúin í HamborgMarkaðs-

stemmning

38

Bissness erboltaíþrótt

HafrúnKristjánsdóttir

4335 45

55

GæfusporSVÞ

Margrét Kristmannsdóttir

Hafdís Jóndóttir

Formaður FKA

24

ErnaÞórarinsdóttirMývatn hótel

33

KaritasKjartansdóttir

Harpa

23 35

Stjórn FKAGildi

Nefndir

Hulda Bjarnadóttir

framkvæmdastjóri FKA

Viðurkenningar-hátíð í Ráðhúsi

Reykjavíkur

12

FKA viðurkenninginMargrét

GuðmundsdóttirIcepharma

Þakkar-viðurkenning

Guðrún LárusdóttirStálskip

16

Hvatningar-viðurkenning

TulipopSigný og Helga

1910 21

Taktu skref til baka

Þóranna K.Jónsdóttir

Page 9: FKA bladid 2013
Page 10: FKA bladid 2013

20. tölublað – 2013

Útgefandi: FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu

Ritstjórn: Inger Anna Aikman og Margrét Blöndal

Fulltrúi stjórnar: Bryndís Emilsdóttir

Ljósmyndir: Björg Vigfúsdóttir, Kristín Bogadóttir o.fl.

Hönnun útlits: P & Ó

Auglýsingasala: Markfell

Markmið og gildi FKAStjórn og nefndir

a a a

Markmið FKA

Vekja athygli á fyrirmyndar-fyrirtækjum.Sýna fram á árangur og stöðu kvenna

í atvinnulífinu.Efla viðskiptatengsl.

Miðla viðskiptatengdum fróðleik.Vera álitsgjafar í atvinnulífinu.

Gildi

FramsækniKunnátta

Afl

FKA / 10

Nefndir FKA

Alþjóðanefnd

Anna Helga BaldursdóttirGeirþrúður AlfreðsdóttirHarpa EinarsdóttirHelga BjörnsdóttirIngibjörg Gréta GísladóttirJónína BjartmarzÞórdís Björk Sigurbjörnsdóttir

Ferðanefnd

Dagmar ÞorsteinsdóttirHarpa HauksdóttirHildur ÁstþórsdóttirKolbrún VíðisdóttirÓlöf Guðmundsdóttir SalmonPetrea Guðmundsdóttir

FKA Norðurland

Inga VestmannIngibjörg Ringsted

FKA Suðurland

Bryndís SigurðardóttirRósa TraustadóttirFræðslunefndErna ValsdóttirHelga Margrét ReykdalIngunn Svala LeifsdóttirÓlöf GuðmundsdóttirRakel SveinsdóttirUnnur Guðrún Pálsdóttir

Golfnefnd

Anna Día ErlingsdóttirHerdís JónsdóttirKristín EinarsdóttirLilja ViðarsdóttirSigrún Edda JónsdóttirSofía Johnson

Nýsköpunarnefnd

Agla Elísabet HendriksdóttirAnna María GuðmundsdóttirGuðmunda ÓskarsdóttirGuðný ReimarsdóttirMaría Lovísa ÁrnadóttirRagnheiður Jóhannsdóttir

Viðskiptanefnd

Anna ÞórðardóttirAuður Ýr SveinsdóttirFjóla FriðriksdóttirHanna María SiggeirsdóttirHildur ÁstþórsdóttirHildur PetersenIngibjörg Guðmundsdóttir Íris GunnarsdóttirMaría Anna ClausenRagnheiður Aradóttir

Stjórn LeiðtogaAuðar

Ása Karin Hólm BjarnadóttirAuður DaníelsdóttirGuðrún RagnarsdóttirHrönn GreipsdóttirSelma FilippusdóttirSigþrúður Guðmundsdóttir

Stjórn

FormaðurHafdís Jónsdóttir

framkvæmdastjóri Lauga Spa

VaraformaðurIngibjörg Guðmundsdóttir

framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins

Ingibjörg Gréta Gísladóttirframkvæmdastjóri Reykjavík Runway

Svava Johansenforstjóri NTC

Marín Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Practical

Rúna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Connected-Women.com

Bryndís Emilsdóttir framkvæmdastjóri Heimsborga

Page 11: FKA bladid 2013

vísindamanna . . .

Nýjar húðvörur sem

sameina2 hugmyndir um fegurð &

2 kynslóðir

VÖRUR SEM KOMA Á ÓVART. . .NOVEXPERT

Óm snyrtivörur • Tunguvegur 19 • 108 Reykjavík • Sími 568 0829 • [email protected] • www.om.is

Húðin er stór hluti af hverri manneskju.

Við treystum ekki hverjum sem er fyrir húð okkar.

Hjá Novexpert er neytandinn alltafmeðvitaður um hvaða vísindamaður þróaði viðkomandi vöru.Dr. Lintner Dr. D’Anna

Dr. Leclere Dr. Colletta

Þú nýtur góðs affrönskum vísindumheima fyrir

NOVEXPERT- leiðin

Page 12: FKA bladid 2013

Viðburðaríkur vetur Veturinn hefur verið viðburðaríkur og dag-skráin aldrei verið fjölbreyttari. Í vetur buðum við t.a.m. upp á einstaka fundi á netinu og er óhætt að segja að félagskonur nær og fjær hafi kunnað að meta þá viðbót. Síðastliðið haust var ráðist í þýðingarmikla stefnumót-unarvinnu og voru kallaðar til nefndarkonur FKA, sem eru um fimmtíu talsins, ásamt deild LeiðtogaAuðar. LeiðtogaAuður kom inn í FKA á síðasta ári en sá félagsskapur var á sínum tíma stofnaður í tengslum við verkefnið Auður í krafti kvenna.

Ný markmið FKA

Stjórn félagsins vann náið með þessum hópi kvenna til að móta sameiginlega sýn, setja niður ný markmið og móta gildi félagsins: Framsækni – Kunnátta – Afl. Allt eru þetta metnaðarfull en um leið raunhæf gildi félags sem er í blóma og horfir fram á bjarta framtíð.

Baráttan heldur áfram

Björt framtíð er þó ekki sjálfgefin og verða allir að hafa kjark til að taka ákvarðanir sem leiða til framfara því líkt og kom fram í máli Páls Harðarsonar forstjóra Kauphallarinnar á FKA viðburði á Alþjóðadegi kvenna þann 8. mars þá eru eingöngu karlar í forstjórastöðum í þeim 12 félögum sem skráð eru í Kauphöllinni. Og

í allri sögu Kauphallarinnar mundi Páll aðeins eftir einni konu sem forstjóra í skráðu félagi hérlendis. Í Evrópu er hlutfallið ekki skárra því af 705 skráðum fyrirtækjum í Evrópu eru konur forstjórar í einungis 21 fyrirtæki.

Framtíðin er björt

En leyfum okkur að vera bjartsýn og hverju framfararskrefi ber að fagna. Því er gaman að minnast á framgöngu og uppgang kvenna í áhrifastöðum er tengjast íslensku atvinnulífi. Svana Helen Björnsdóttir var kjörin formaður Samtaka iðnaðarins á liðnu ári og er hún fyrsta konan til að gegna embætti formanns. Mar-grét Kristmansdóttir mun gegna lykilhlutverki í forystusveit SA en hún var fyrir skömmu kjörin varaformaður samtakanna og nokkrum dögum síðar vann Ólafía B. Rafnsdóttir yfirburðarsigur í kosningu til formanns VR, stærsta stéttarfél-ags landsins. Hún er fyrsta konan í sæti for-manns VR í 122 ára sögu þess.

Við þreytumst aldrei á því að segja sögur af kröftugum konum og kostum fjölbreytileika í atvinnulífinu. Blaðið okkar ber merki þess.

Njóttu lestursins!

FKA / 12

Nýtt nafn – sterkari eining

Hulda Bjarnadóttir framkvæmdastjóri FKA

Þegar FKA var stofnað árið 1999 var félaginu ætlað að vera vettvangur fyrir konur sem áttu og ráku eigin fyrirtæki og nokkrum árum síðar var ákveðið að opna félagið fyrir öllum konum sem ráku fyrirtæki, óháð eignarhaldi. Á síðasta starfsári var svo ákveðið að breyta nafni FKA í Félag kvenna í atvinnulífinu og undirstrikaði það enn frekar mikilvægi þess að allar konur sem sinna stjórnunarstörfum láti til sín taka og gangi til liðs við félagið. Þessi breyting hefur nú þegar skilað sér í aukinni fjölbreytni í almennri umræðu og sjónarmiðum innan félagsins.Spennandi verður að sjá hvaða tækifæri og tengingar verða til nú þegar þessi stóri hópur kemur loks saman sem ein eining; ein heild. Og heildin er æði myndarleg því FKA státar nú af tæplega 800 félagskonum. Af þeim hafa yfir 300 lýst áhuga á stjórnarsetu og annar eins listi er til yfir félagskonur sem gefa kost á sér í viðtöl sé til þeirra leitað.

Sterkt tengslanet kvenna

Félagskonur eru hlekkur í sterku tengslaneti kvenna þar sem hver og ein hefur einhverjuað miðla; hugmyndum, hvatningu, reynslu og þekkingu. Það er nefnilega ekki fjöldi félagskvenna eða fjöldi viðburða sem gerir viðskiptatengslanetið svo sterkt sem raun ber vitni - heldur hvernig félagskonur nota það til að miðla markvisst upplýsingum og tengingum sín á milli. Það er hraustleikamerki faglegs tengslanets.

Page 13: FKA bladid 2013
Page 14: FKA bladid 2013

FKA / 14

Page 15: FKA bladid 2013

FKA / 15

FKA fögnuður í Ráðhúsi Reykjavíkur Eftirvæntingin lá í loftinu í Ráðhúsi Reykjavíkur í ljósaskiptun-um þann 30. janúar s.l. Jafnvel endurnar á tjörninni virtust for-vitnari en endranær þegar prúðbúið fólk tók að streyma að og svanirnir; táknmynd hins fullkomna æðruleysis, virtust skynja að það stæði eitthvað mikið til. Í stað þess að fylgjast með úr virðulegri fjarlægð stóðust þeir ekki mátið heldur svömluðu í kring milli þess sem þeir teygðu úr tignarlegum hálsinum og reyndu að kíkja inn um glugga ... komast að því hvers vegna og fyrir hverjum væri verið að skála. Inni í Ráðhúsinu var hinsvegar samankominn stór hópur fólks úr framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs sem velktist ekki í nein-um vafa um tilefnið; hér var um hina árlegu viðurkenningahátíð FKA að ræða. Þegar Hafdís Jónsdóttir, formaður félagsins hafði boðið gesti vel-komna flutti Katrín Jakobsdóttir fjármála- og efnhagsráðherra stutt ávarp og afhenti að því búnu fjórar viðurkenningar.Það var orðið dimmt þegar gestirnir yfirgáfu Ráðhúsið. Sumir héldu heim á leið á meðan aðrir trítluðu yfir brúna og héldu áfram að gleðjast yfir gómsætum kvöldverði í hinu sögufræga húsi; Iðnó. Meira að segja svanirnir voru sofnaðir þegar þeirri gleði lauk ...

Page 16: FKA bladid 2013

FKA / 16

„Alvöru leiðtogar hafa vit á að velja gott fólk í kringum sig, kjark til að treysta því fyrir ákveðnum verkefnum ... og nægan sjálfsaga til að skipta sér svo ekki af því hvernig það leysir þau.“ Þetta sagði Theodor Roosevelt, fyrrum Bandaríkjaforseti einhverju sinni og ef marka má ummæli starfsfólks Icepharma þá hefði hann auðveldlega getað verið að lýsa forstjóranum þeirra; Margréti Guðmunds-dóttur. „Hún hefur einstakt lag á að laða fram það besta í fari fólks“ segja þeir, „kröfu-hörð en sanngjörn, metnaðarfull en mann-úðleg, ákveðin og sveigjanleg í senn. Síðast en ekki síst er hún mjög skemmtilegur yfir-maður.“ Máli sínu til stuðnings benda þeir á að starfsmannavelta félagsins sé mjög lítil. Þeir sem á annað borð byrji að vinna þar vilji helst aldrei hætta. „Það er svo gott að vinna fyrir fólk sem er svona hreint og beint; veit hvað það vill ... og hvað það vill ekki.“

Húsverk hundleiðinleg

Og víst er það rétt; það hefur sjaldan vafist fyrir Margréti hvað hún vill ... og hvað hún vill ekki. Hún var rétt rúmur metri á hæð þegar hún ákvað að hún ætlaði aldrei að verða heima-vinnandi húsmóðir. Ástæðan var einföld og fullkomlega rökrétt; Henni hundleiddust hús-verk – og þar með var það afgreitt. Sjö ára tók hún aðra ákvörðun; Hún ætlaði í Háskóla Íslands. Nákvæmlega hvað hún ætlaði að stúdera þar var þá enn svolítið á reiki ... en stefnan var kristaltær. „Ég man það eins og gerst hefði í gær þegar ég stóð fyrir neðan tröppurnar fyrir framan Háskólann, horfði með lotningu á þetta merkilega hús og ákvað með sjálfri mér að einn góðan veðurdag skyldi ég ganga upp þessar tröppur á leið í tíma“ rifjar Margrét upp og hlær. Þessari sjálfstæðu ákvörðun var tekið fagnandi af foreldrum hennar, sem lögðu jafn ríka áherslu á að dæt-ur þeirra menntuðu sig eins og synirnir. „Þegar talað er um fyrirmynd er nærtækt að nefna Láru Pálmadóttur, móðurömmu mína. Hún var bara frábær“ segir Margrét. „Fædd-ist í torfbæ í Eyjafirði og giftist ungum manni á næsta bæ, Aðalsteini Kristinssyni, sem síðar varð framkvæmdstjóri SÍS. Hann missti hún fyrir sextugt og eftir það sá hún sjálf um öll sín fjármál. Ég fór oft með henni í bankann og ýmsar opinberar stofnanir sem var ákveðinn lærdómur. Þar hittum við ýmsa broddborgara þess tíma, sem var áhugavert fyrir unga stúlku. Við amma vorum í erindum. En mest lærði ég þó af samtölum okkar því þó hún hafi hætt hefðbundnu námi eftir gagnfræðaskóla þá las hún erlend tungumál og fylgdist vel með heimsmálunum allt þar til hún dó daginn áður en hún varð níræð.“

Bókfærsla og böll

Margrét er dóttir Höllu Aðalsteinsdóttur hús-móður og Guðmundar Árnasonar stórkaup-manns sem hóf sinn verslunarferil á stríðs-árunum í Bandaríkjunum. Hann bjó í New York

í 5 ár og sá um að útvega íslenskum fyrirtækjum vörur. Eftir að hann flutti til baka til Íslands varð hann annar eigandi G. Þorsteinsson og Johnson hf. Síðar meir stofnaði hann fyrirtækið Árvík hf. sem Árni sonur hans á og rekur í dag. En þrátt fyrir að umræðurnar við matarborðið hafi gjarnan snúist um verslun og viðskipti fannst Margréti það aldrei sjálfgefið að feta í fótspor föður síns og verða sjálfstæður atvinnurekandi. Hún valdi reyndar að fara í Versló „... en það hafði nú meira með félagslífið að gera en bull-andi bókfærsluáhuga“ upplýsir hún og brosir.„Árni bróðir minn var í Versló, en hann er 5 árum eldri en ég og þannig fylgdist ég með öllu fjörinu úr fjarlægð – og ég held að það hafi ráðið úrslitum. Enda var ég alltaf mjög virk í félagslífinu; sat t.d. í stjórn Nemendafélagsins, sem formaður skemmtinefndar.“ Hún sagði þó ekki alveg skilið við skólann við útskrift – því meðfram viðskiptafræðinámi í HÍ kenndi hún Verslingum hagfræði og stærðfræði. Á meðan á viðskiptafræðináminu stóð sat hún auk þess í þrjú ár í stjórn AIESEC, sem eru alþjóðleg stúdentaskiptasamtök viðskipta- og hagfræði-nema, þar af síðasta árið sem formaður.“

Fall er fararheill ...

Eftir háskólanámið hér heima fór Margrét til Brussel þar sem hún starfaði í eitt ár á aðal-skrifstofu AIESEC áður en hún hélt til kóngsins Köbenhavn þar sem hún lauk mastersnámi í Starfsmannastjórnun frá CBS. Flestir hefðu nú gert ráð fyrir því að fyrir konu með reynslu úr atvinnulífinu og tvær háskólagráður væri eft-irleikurinn auðveldur; fyrirtæki myndu slást um að fá hana til starfa. En reyndin var önnur. „Þegar ég lauk námi í Kaupmannahöfn var at-vinnuleysi mikið í Danmörku og erfitt fyrir ungt fólk að fá vinnu. Ég upplifði í fyrsta sinn á ævinni að vera atvinnulaus í nokkra mánuði“ upplýsir Margrét „og það var mjög sérstök og erfið upp-lifun ... en svona eftir á að hyggja einstaklega þroskandi og dýrmæt lífsreynsla“ bætir hún við og leggur áherslu á hvert orð. „Þessi reynsla jók skilning minn og samkennd með þeim sem í þessu lenda og ég á enn erfitt með að hlusta á fólk væna atvinnulaust fólk um að „vilja bara vera á bótum“. Eflaust eru til einhver slík dæmi en ég leyfi mér að fullyrða að það er einungis brotabrot af þeim sem eru atvinnulausir. Heil-brigt fólk þrífst ekki nema það hafi verðug verkefni að fást við og langvarandi atvinnuleysi er mannskemmandi; grefur undan sjálfstrausti fólks og sjálfsvirðingu. Og þá er voðinn vís“ seg-ir Margrét sem sjálf notaði tímann vel og skrif-aði fyrstu bók sinnar tegundar á íslensku sem Almenna bókafélagið gaf út. Yrkisefnið var mál sem henni hefur alla tíð verið afar hugleikið: Starfsmannastjórnun.

Ferillinn og fordómar

En myrkrið er víst alltaf mest rétt fyrir sólarupp-rás og ekki leið á löngu þar til Margrét fékk vinnu í starfsmannadeild Esso í Kaupmannahöfn þar sem hún sá um ráðningar á sér-

fræðingum og menntun stjórnenda fyrirtækis-ins; forstjórum og framkvæmdastjórum fram-tíðarinnar í Evrópu. „Ég var svo heppin að hafa yfirmann sem hafði óbilandi trú á mér og gaf mér tækifæri til að takast á við mjög krefjandi verkefni“ segir hún rétt eins og það hafi verið ótengt hæfni hennar. Þegar Esso var selt til Statoil 1986 var Margrét í fæðingarorlofi – og þegar hún kom til baka fannst henni margt hafa breyst á vinnustaðnum. Hún greip því tækifærið þegar Q8 auglýsti eftir framkvæmda-stjóra starfsmannamála; sótti um og var ráðin. „Skömmu síðar keyptu eigendur Q8 rekstur BP í Danmörku og einhverra hluta vegna treysti yfirmaður minn mér fyrir stjórnunarlegri ábyrgð á samruna félaganna“ segir Margrét. „Ég var bara 33 ára gömul og þetta var mesta áskorun sem ég hafði tekist á við; ótrúlega krefjandi en spennandi verkefni. Þarna gafst tækifæri til að byggja upp nýtt fyritæki – eitt það stærsta í Danmörku; móta stefnu, stjórn-unarstíl og fyrirtækjamenningu frá grunni“ útskýrir hún. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa ... það reyndist „innistæða“ fyrir traustinu sem henni var sýnt – og rétt rúmlega það. Ánægja starfsfólks jókst til muna og Q8 var talið fyrirmyndarfyrirtæki varðandi breytinga-stjórnun í mörg ár á eftir.

Q8 er arabísk félag – og Margrét er kona. Miðað við þær hugmyndir sem margir vesturlanda-búar hafa um viðhorf araba til kvenna – þá er rétt að spyrja hvort þeir hafi ekkert hikað við að ráða hana í svo ábyrgðarmikla stöðu. „Nei“ svarar hún án þess að hika. „Ég var reyndar fyrsta konan í Evrópu sem ráðin var í stjórnun-arstöðu hjá fyrirtækinu ... nýbökuð móðir með barn á brjósti. Og ég viðurkenni það fúslega að ég hafði mínar efasemdir. En allir mínir for-dómar hurfu um leið og ég fór að vinna fyrir þá. Þarna sannaðist fyrir mér hversu hættu-legir fordómar geta verið og hversu oft við höfnum því sem við þekkjum ekki, eingöngu af fáfræði. Ég leyfi mér að fullyrða að hvergi hefur mér verið sýnd jafn mikil virðing og hlýja í samskiptum eins og hjá þessu fyrirtæki enda vann ég þar í 9 ár ... eða allt þar til Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs hringdi í mig og bauð mér starf“. Það boð þáði Margrét í sam-ráði við eiginmann sinn Lúðvíg Lárusson, sál-fræðing og flutti heim með fjölskylduna.

Næsta áskorun

Hjá Skeljungi var Margréti falið að innleiða breytingar á rekstri bensínstöðva á Íslandi ... og enn og aftur fékk hún frjálsar hendur. Sem þýddi aðeins eitt; hlutirnir breyttust hratt og mikið. „Við settum upp Select stöðvarnar sem voru frá upphafi opnar 24 tíma á sólarhring, jukum vöruúrvalið til muna og fórum t.d. að selja pylsur og gæðakaffi sem þá var algjör nýjung hérlendis“ segir hún og bætir því við að hún hafi kunnað mjög vel við sig hjá Skeljungi „enda Kristinn og síðar Gunnar Karl Guðmunds-son frábærir yfirmenn“. En það kom að leiðar-lokum. Skeljungur hafði fengið nýja eigendur

Page 17: FKA bladid 2013

FKA / 17

sem hugðust reka bensínstöðvar og 10-11 verslanir saman. Smásölusvið Skeljungs var lagt niður og því tími til að leita annað. Hún kvaddi Skeljung eftir 9 ára starf árið 2005 og réði sig til Austurbakka, sem nýverið hafði verið selt til Atorku hf. Og þar beið næsta áskorun. Um haust-ið 2005 ákváðu stjórnendur Atorku að sam-eina þrjú félög í heilbrigðisgeiranum sem öll voru í þeirra eigu; Austurbakka, Icepharma og Ísmed. Margréti var falið að sameina félögin þrjú undir nafni Icepharma og gekk sú samein-ing mjög vel. Rekstur Icepharma gekk vel og þegar eigendur félagsins ákváðu árið 2007 að selja fyrirtækið, keyptu það nokkrir lykilstjórn-endur... og skyndilega var Margrét orðin at-vinnurekandi. „The rest is history“ myndu Ameríkanar segja því Icepharma hefur síðan hlotið flestar þær viðurkenningar sem við-skiptalífið býður upp á; var m.a. eitt af fyrir-myndarfyrirtækjum VR fimm ár í röð og hefur undanfarin þrjú ár hlotið viðurkenningu frá Creditinfo fyrir fjárhagslegan styrk félagsins.

„Þeysi“ um á traktornum

Margrét veit hvað hún vill ... og hvað hún vill ekki. Svar hennar er því afdráttarlaust þegar hún er innt eftir því hvort henni hafi aldrei dottið í hug að fara í pólitík og stýra „stærsta fyrirtækinu“; Íslandi. „Nei, aldrei“ segir hún

ákveðin. „Ég er í eðli mínu sáttasemjari en stjórnmál ganga hreinlega út á að vera ósam-mála. Hjá vel reknum fyrirtækjum er áherslan á að finna bestu lausnirnar ... og þá skiptir engu máli frá hverjum þær eru komnar. Þetta hugar-far þekkist varla í pólitík“ bætir hún við og það er ljóst að þetta mál er útrætt.

Icepharma starfar á sviði almennrar lýðheilsu og viðskiptavinirnir eru sjúkrahús, læknasto-fur og heilsugæslur, apótek, stórmarkaðir og íþróttaverslanir og starfsmennirnir 80 talsins. „Valinn maður í hverju rúmi“ fullyrðir Margrét og bætir við að það sé grunnurinn að góðum rekstri „að hafa nef fyrir góðu fólki og þora að hleypa því að“. Þar fyrir utan er hún stjórnar-formaður N1, formaður ESTA (European Surgi-cal Trade Association), er nýhætt sem formaður Félags atvinnurekenda ... og skógarbóndi á Snæfellsnesi. „Já, undanfarin 12 ár höfum við hjónin verið að rækta upp jörð sem við eigum fyrir vestan og njótum þess fram í fingurgóma enda hef ég alltaf haft meira gaman af útiverk-um“ segir Margrét, „veit fátt yndislegra en að „þeysa“ um á traktornum og planta trjám fyrir komandi kynslóðir“. Og þessar framtíðarkyn-slóðir eru nú þegar farnar að „tékka inn“ því Margrét er líka nýbökuð amma „og það er sko hlutverk sem ég hlakka til að takast á við“ segir hún með blik í auga.

FKA viðurkenningin 2013Margrét Guðmundsdóttir

forstjóri Icepharmastjórnarformaður N1

Sáttasemjari að eðlisfari

Page 18: FKA bladid 2013

Flugfélagið Ernir og Hótel Reynihlíð

Nú flykkjast FKA konur í dekurferðir í hina rómuðu sveit. Veldu þann pakka sem hentar þér og þínum!

Letidagar

Gleðilega páska

Vor við Mývatn

Villibráðarveislan

Haust við Mývatn

gildir fim-sun 15.febrúar - 24.mars kr. 29.900,- fyrir tvo

gildir 28.mars - 1.apríl kr. 33.600,- fyrir tvo

gildir fim-sun 4.apríl - 16.júní kr. 29.900,- fyrir tvo

5.október

gildir fim-sun 26.september - 27.október kr. 29.900,- fyrir tvo

Hefur þig aldrei dreymt um að snjóa inni eða verða veðurtepptur á hálendinu? Í góðum félagsskap, á góðu hóteli með fyrsta flokks þjónustu getur slíkur draumur orðið að lífsnautn sem þú aldrei gleymir. Takið með ykkur sleðann eða leigið hjá okkur, nóg af gönguleiðum á svæðinu, troðnar skíðagöngubrautir og ómótstæðileg náttúrufegurð innrömmuð í norðurljósum á fallegu vetrarkvöldi. Aukanótt kr. 13.000,- fyrir tvo, með fæði.

Það er gaman að vera í Mývatnssveit um páskana, sleðafæri um öll fjöll, troðnar göngubrautir fyrir gönguskíði, Píslargangan umhverfis Mývatn á föstudaginn langa, tónleikar með “Músík í Mývatnssveit” og svo auðvitað Jarðböðin á hverjum degi. Það er nóg um að vera og svo lýkur hverjum degi að sjálfsögðu með sælkeramáltíð á okkar vinsæla veitingahúsi Myllunni. Gleðilega páska! Önnur nóttin kr.13.000,- fyrir 2, þriðja nóttin kr. 9.000,- fyrir 2, fjórða nóttin frí!

Vorin á hálendinu eru töfrum líkust, rómantíkin svífur í loftinu sem ómar af fuglasöng í bjartri nóttinni. Land og lögur iðar af lífi og fjöri og náttúran lifnar öll við eftir vetrardvala. Göngu- eða hjólaferðir í þessu umhverfi er nokkuð sem lætur engan ósnortinn á sál og líkama. Hver aukanótt kr.13.000,- fyrir tvo.

fyrsta nóttin

fyrsta nóttin

fyrsta nóttin

fyrsta nóttin

Mývatnssveit er þekkt fyrir margt, eitt af því er mikil haustlitadýrð þegar heiðarlöndin skarta gulum og rauðum móum og hlíðum. Tilvalið tækifæri til að endurnýja kynnin við náttúrurómantíkina í sveitinni. Skammt frá hótelinu er golfvöllur Mývatnssveitar sem er einn af mest krefjandi golfvöllum landsins. 9 holur - par 66.Hver aukanótt kr. 13.000,- fyrir tvo.

Þann 5. október höldum við okkar rómuðu haustveislu, þar sem kokkurinn og þjónninn fara á kostum í mat og drykkjum. Þetta er einstök veisla sem enginn áhugamaður um mat og vín skyldi láta fram hjá sér fara.Á matseðlinum verður að sjálfsögðu villibráð, matreidd af alkunnri snilld matreiðslumeistara okkar og sérvalin vín með villibráð boðin með. Tilvalið að taka helgina í sveitinni, stunda gönguferðir, böð og njóta villibráðar bæði kvöldin. Munið að bóka snemma, undanfarin ár hefur orðið uppselt í veisluna.

Flug og bíll í fríið!Hótel Reynihlíð og Flugfélagið Ernir hafa tekið höndum saman og bjóða upp á einstakt tilboð. Flug og helgarpakki á Hótel Reynihlíð á einungis kr. 81.900 fyrir 2*Innifalið í tilboðinu er: Flug Reykjavík - Húsavík - Reykjavík með sköttum, gisting með fullu fæði, aðgangur í Jarðböðin við Mývatn og sundlaugina í Reykjahlíð**Einnig býður Bílaleiga Húsavíkur frábært tilboð á bílaleigubílum fyrir gesti sem fljúga norður til okkar. Hafið samband við Bílaleigu Húsavíkur í síma 464 1888 og þeir bíða með bílinn fyrir ykkur á Húsavíkurflugvelli.*Ath Páskapakkinn og Villbráðarpakkinn með flugi er á kr. 85.600,-**Ath. að til að bóka flugið þarf að hafa bókunarstaðfestingu frá Hótel Reynihlíð

kr. 33.600,- fyrir tvofyrsta nóttin

Mývatnssveitin er æði...

Hringdu og bókaðu þinn uppáhaldspakka í Hótel Reynihlíð í síma 464 4170 eða á netfanginu [email protected]. Í verði allra pakkanna er innifalin gisting eina nótt í 2ja manna herbergi með fullu fæði, morgunverði, hádegisverði og 3ja rétta kvöldverði. Drykkir ekki innifaldir. Einnig er innifalið í öllum pökkum aðgangur í Jarðböðin og sundlaugina í Reykjahlíð auk þess gönguskíði og skór eða vallargjöld á golfvöllinn í Reykjahlíð eftir því sem við á. Við hlökkum til að sjá þig!

Page 19: FKA bladid 2013

FKA / 19

Hún er kölluð Stálfrúin. Sumpart vegna þess að hún er „konan í brúnni“ hjá Stálskipum ... en kannski ekki síður vegna þess hversu blátt áfram og afdráttarlaus hún er í öllum sínum skoðunum og samskiptum. Hún heitir hinsvegar Guðrún Lárusdóttir, stýrir einu best rekna útgerðarfél-agi landsins og hefur nokkur undanfarin ár greitt ein hæstu meðallaun atvinnurekenda í landinu. En áður en starfsumsóknir fara nú að hrannast upp hjá Guðrúnu er rétt að benda á að það losna afar sjaldan „pláss“. Eðlilega. „Stór hluti mannskapsins er búinn að fylgja okkur á mörgum skipum“ segir hún „en auðvitað er alltaf einhver endurnýjun. Þegar við byrjuðum 1970 var ég meira og minna að ráða jafnaldra mína – síðan jafnaldra dætra minna og nú er ég með einn sem er 25 ára rétt eins og dóttur-sonur minn“ bætir hún við.

Uppruni

Guðrún er fædd í Reykjavík; dóttir hjónanna Ólafíu Sveinsdóttur og Lárusar Sigurbjörns-sonar, fyrrum borgarskjalavarðar. Móður sína missti hún þegar hún var aðeins þriggja ára gömul en ólst upp ásamt 4 systkinum hjá föður sínum og fósturmóður. Hún lærði ballett hjá Rigmor Hansen þegar hún var lítil – en þó hún hafi alltaf vitað að henni væri sennilega ekki ætlað að tipla á tánum í gegnum lífið þá hvarflaði það aldrei að henni að sjávarútvegur-inn yrði hennar lifibrauð. Þrátt fyrir að faðir hennar hafi verið fyrrum stjórnarformaður Leik-félags Reykjavíkur og unnið þrekvirki við að skrá sögu íslenskrar leiklistar leiddi Guðrún aldrei hugann að því að stíga á leiksvið. Kannski er ástæðan sú að hún hefur aldrei sóttst sér-staklega eftir athygli og dynjandi lófataki. Kannski vegna þess að henni fer best að vera

hún sjálf; nennir ekki „að þykjast“. Fátt veit hún betra en að hringa um sig í stól með prjóna eða heklunál og hlusta á útvarp. Það er hennar jóga. Þegar Guðrún var 17 ára kynntist hún eigin-manni sínum til 60 ára; Ágústi Sigurðssyni sem þá var í vélstjóranámi. Unga konan sá því fram á hefðbundið sjómannskonulíf með tilheyrandi aðskilnaði. Það gekk þó ekki eftir því Ágúst tók þá stefnuna á framhaldsnám í véla- og skipa-tæknifræði og fjölskyldan flutti til Danmerkur og bjó þar í þrjú ár.

„Ein af strákunum“ í LÍÚ

Guðrún segist trúa á tilviljanir „sem birtast í alls konar tækifærum sem skyndilega bjóðast“. En hvort sem það voru nú forlög eða hrein til-viljun – þá voru þau hjónin búin að kaupa skip, ráða mannafla og farin að reka alvöru útgerð nokkrum árum eftir að þau komu heim án þess að hafa beinlínis ætlað sér það. Saman byggðu þau félagið upp en fljótlega komst þó á ákveðin verkaskipting. „Þeir afla teknanna og ég ráð-stafa þeim“ útskýrir hún og á þá við „alla strák-ana sína“; eiginmanninn og áhöfnina á Þór Hf 4. Það kann að koma á óvart en framan af skipti Guðrún sér lítið af málefnum sjávarútvegsins. „Ég var auðvitað félagi í Útvegsmannafélagi Hafnarfjarðar en mætti nánast aldrei á fundi“ rifjar hún upp. „Mér fannst þetta bara einhver karla samkunda sem ég ætti lítið erindi á. Það þýddi þó ekki að ég hefði ekki skoðanir á hlut-unum“ segir hún og við efumst ekki eina mín-útu um það. „Það var samt ekki fyrr en mað-urinn minn var búinn að fá nóg af tuðinu í mér við eldhúsborðið sem hann benti mér á að fara bara á fund og koma þessum tillögum mínum á framfæri þar sem ég fór að láta til mín taka ... svona almennt“ upplýsir hún. Áður en hún vissi var hún hinsvegar orðin formaður fél-agsins og árið 1983 var hún svo skipuð í stjórn LÍÚ ... og er enn fyrsta og eina konan sem setið hefur við það stjórnarborð.

Óskiljanleg framkoma

Það er samt nánast eins og Guðrún hafi varla tekið eftir því að hún er eina konan við fundar-

borð Landssambands íslenskra útvegsmanna. „Nei, ég held ég hafi hvorki goldið þess né notið neitt sérstaklega að vera eina konan í hópn-um“ segir hún en viðurkennir að fyrst í stað hafi henni fundist dálítið skondið þegar menn hefðu misst út úr sér á fundum; „Jæja strákar...“ og flýtt sér síðan að biðja hana afsökunar á þessu orðalagi. „Bæði ég og þeir erum hinsvegar löngu hætt að kippa okkur upp við þetta – og það hlýtur að benda til þess að þeir líti bara á mig sem „eina af strákunum“, ekki satt?“ spyr hún og bætir svo við: „Við erum jafningar og á margan hátt þjáningarsystkin. Hópur fólks sem er lagður í einelti með jöfnu millibili“ segir hún og það er greinilegt að henni er mikið niðri fyrir. „Oft hefur þetta verið slæmt“ segir hún „en sjaldan eins og núna eftir hrun. Þessar árásir á útgerðarmenn eru að mínum dómi bæði óréttláttar og óskiljanlegar. Hér er um að ræða sjálfbæra atvinnugrein sem skilar ómældum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið, þiggur enga rík-isstyrki en er í bullandi samkeppni við þjóðir þar sem sjávarútvegur er styrktur upp í topp af viðkomandi ríkjum. Eflaust hafa einhverjir einhvern tíman hagað sér óskynsamlega en í heildina eru þetta atvinnurekendur sem eru að gera sitt besta – enda er það allra hagur. Því betur sem ég vinn úr aflanum – því betri kjör get ég boðið starfsfólkinu sem borgar þá aftur hærri skatta o.s.frv – fyrir nú utan öll afleiddu störfin því það eru ekki bara útgerðarmenn og sjómenn sem lifa af sjávarútvegi heldur líka véla- og rafmagnsverkstæði að ógleymdum tæknifyrirtækjum eins og Marel“ segir Guðrún og leggur áherslu á hvert orð. „Þess vegna er mér óskiljanlegt hvað vakir fyrir stjórnvöldum sem vilja í sífellu leggja steina í götu okkar. Það getur ekkert fyrirtæki gert framtíðaráætlanir þegar stöðugt er verið að hringla með allar forsendur. Og eitt er á hreinu: Því hærri sem álögur á sjávarútveginn eru – því minna er eftir til að endurnýja skip, kaupa fullkomnari tæki og taka þátt í tilraunum með frumkvöðlafyrirtækjum á þessu sviði. Maður eyðir nefnilega ekki sömu krónunni tvisvar.“

Þakkarviðurkenning FKA 2013Guðrún Lárusdóttir

Stálskip

Óhrædd að tjá skoðanir mínar

Page 20: FKA bladid 2013

ALLTAf ódýrAri á neTinufLugfeLAg.isÞAÐ MáTTu BóKA

pAnTAÐu í dAg

eKKi á Morgun

á fLugfeLAg.is

neTTiLBoÐNú er

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að bóka flugið á netinu. Það er fljótlegra, þægilegra og ódýrara. Smelltu þér á flugfélag.is, taktu flugið og njóttu dagsins.

ÍSLE

NSK

A/S

IA.IS

/FLU

593

58 0

4/12

Page 21: FKA bladid 2013

FKA / 21

„Hún er ævintýragjörn, hvatvís en þó umfram allt hugrökk. Það er alltaf eitthvað spennandi í gangi hjá þessari dugnaðarkonu. Hún elskar ráðgátur og leyndardóma, er uppátækjasöm og á það jafnvel til að vera svolítið hrekkjótt. Þó hún geti átt það til að vera dyntótt ólíkindatól þá sýnir hún það æ ofan í æ að á ögurstundu er enginn sem stendur sig betur undir álagi. Og, já, hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Alltaf.“ Ef maður vissi ekki betur þá gæti maður hæglega haldið að hér væri annað hvort verið að lýsa Signýju Kolbeinsdóttur eða Helgu Árnadóttur, eigendum Tulipop ... eða jafnvel þeim báðum. Því vissulega eru þær báðar hugrakkar, dug-legar og ævintýragjarnar. Og gott ef þær hafa ekki líka alltaf rétt fyrir sér ... eða í það minnsta mjög oft. En svo les maður áfram og kemst að því að þessi „stelpa“ býr víst við rætur eldfjalls-ins Jamm-Jamm og getur gert sig ósýnilega! Það er þá sem það fara að renna á mann tvær grímur. Svo er þessi stelpa líka sveppur sem gengur undir nafninu Gló. Og það eru okkar athafnakonur augljóslega ekki.

Ísland vekur alltaf áhuga

Eftir stendur engu að síður að þær stöllur eiga ýmislegt sameiginlegt með Gló og kannski ekki síður Fröken Maddý sem lifir fyrir listina og dreymir stóra drauma. Framtíðardraumar þeirra Signýjar og Helgu eru nefnilega alveg skýrir: „Að ná sem lengst, gera sem mest og kynna þennan ævintýraheim fyrir heimsbyggð-inni; gera Tulipop að þekktu alþjóðlegu vöru-merki.“ Þessi draumur er smám saman að verða að veruleika því nú er hægt að kaupa

Tulipop vörur í Bandaríkjunum, Bretlandi, Hol-landi, Þýskalandi, Frakklandi, Noregi, Svíþjóð og Írlandi, svo eitthvað sé nefnt. Um er að ræða íslenska hönnun frá A-Ö og Tulipop alíslenskt fyrirtæki. Að sögn Helgu hefur sú staðreynd gefið þeim ákveðið forskot þegar kemur að markaðsmálum. „Ísland vekur alltaf áhuga og forvitni“ segir hún.

Vinkonur og viðskiptafélagar

Þær Helga og Signý kynntust í MR. Eftir út-skrift héldu þær hvor sína leið; Signý fór í Lista-háskólann þar sem hún sérhæfði sig í vöru-hönnun og Helga kláraði MBA nám í viðskipta-fræði í London. Þegar hún kom heim var Signý búin að vinna „free-lance“ um skeið en var orðin eirðarlaus og klæjaði í puttana að skapa eitthvað sjálf. Í kollinum á henni fóru að fæðast alls konar furðufígúrur, sem hún festi jafnóðum á blað enda afburða teiknari. Þegar Helga kom heim ákváðu þær að láta langþráðan draum rætast og stofna fyrirtæki saman. „Þó svo við séum vissulega báðar aðeins með puttana í öllu sem viðkemur félaginu þá má segja að hin grófa verkaskipting sé sú að ég sjái um rekst-urinn en Signý um að skapa“ upplýsir Helga. „Það sem við eigum sameiginlegt er að við vitum hvað við viljum, erum báðar ótrúlega kappsfullar, höfum sömu sýn fyrir fyrirtækið, brennandi ástríðu og óbilandi trú á Tulipop. Og það skiptir öllu máli“ bætir Signý við. – En einhvern tíman sagði einhver góður maður: „Aldrei blanda saman peningum og vináttu – þú gætir misst hvort tveggja. “ Hafa þær engar áhyggjur af því að viðskiptaævintýrið muni skaða vináttuna. „Nei“ svara þær báðar án þess að hika. „Við vorum algjörlega meðvitaðar um þessa hættu“ segir Signý „og gerðum því viðeigandi ráðstafanir. Áður en við stofnuðum fyrirtækið settumst við niður, ýttum vinskapn-um út af borðinu, settum okkur ákveðnar reglur og gerðum lögbundinn samning okkar á milli um allt sem hugsanlega gæti komið upp á. Þar er nákvæmlega útlistað hvernig skuli bregðast við ef önnur okkar vill fara út úr fyrirtækinu, fá nýja fjárfesta inn í félagið o.s.frv. Þetta er gríðarlega mikilvægt“ segir Signý. „Enda hef-

ur ekki komið upp neinn ágreiningur frá því fyrirtækið var stofnað 2010“ bætir Helga við.

Signý, Helga ... og Hulda

Fyrirtækið Tulipop er alfarið í eigu þeirra Signýjar og Helgu en fyrir rúmu ári réðu þær sinn fyrsta starfsmann. Sú hefði náttúrulega helst átt að heita Ása ... en heitir víst Hulda og er að sögn eigendanna algjörlega ómissandi nú þegar umsvifin eru að aukast. En það er dýrt að stofna frumkvöðlafyrirtæki sem selur vörur út um alla heim. Enn sem komið er hafa engir fjárfestar komið að félaginu en nokkra styrki hafa þær fengið, nú síðast frá RANNÍS. „Þessir styrkir hafa skipt sköpum fyrir okkur“ viður-kenna þær. „Það er bæði dýrt að hrinda svona framleiðslu af stað og þó við höfum vaxið hægt og örugglega þá þarf svo lítið til að svona lítil fyrirtæki lendi í svokölluðum „cash-flow“ vanda. Um leið og einn viðskiptavinur greiðir of seint þá hægist verulega á hjólinu“ segja þær. „Við erum nú í fyrsta skipti fyrir alvöru að skoða möguleikann á að fá fjárfesta inn í fyrirtækið.“

Meingölluð og mennsk

Trúlega er þess skammt að bíða að Tulipop vörurnar verði heimþekkt vörumerki en auk þess hefur félagið hannað fígúrur fyrir önnur fyrirtæki og nægir þar að nefna Mosa sem er í eigu MB banka og húfur sem hannaðar voru fyrir VÍS. Auk þess gaf Bjartur út bók um þenn-an ævintýraheim með dásamlegum texta eftir Margréti Örnólfsdóttur.

En eiga fígúrurnar sér mennskar fyrirmyndir? Svipar þeim eitthvað til vina og vandamanna höfundarins. „Já eiginlega“ viðurkennir Signý. „Maddý er t.d. sláandi lík ömmu minni heit-inni og Kúpa á eitt og annað sameiginlegt með mömmu. En þegar upp er staðið þá eru þetta allt karakterar sem við þekkjum öll; skemmtilegir og meingallaðir. Er það ekki bara dálítið sammannlegt?“ spyr hún og við hljótum að kinka kolli

Hvatningarviðurkenning FKA 2013Signý Kolbeinsdóttir og

Helga ÁrnadóttirTulipop

Íbúar Tulipop skemmtilegir ... en

meingallaðir

Page 22: FKA bladid 2013

VELKOMINÍ VEISLUNAFáðu allt fyrir fermingarveisluna á einum stað.

Fatnaðinn, gjafirnar, veitingarnar og skreytingarnar.

Fíton | Kringlan

kringlan.isfacebook.com/kringlan.is

VELKOMINÍ VEISLUNAFáðu allt fyrir fermingarveisluna á einum stað.

Fatnaðinn, gjafirnar, veitingarnar og skreytingarnar.

Fíton | Kringlan

kringlan.isfacebook.com/kringlan.is

VELKOMINÍ VEISLUNAFáðu allt fyrir fermingarveisluna á einum stað.

Fatnaðinn, gjafirnar, veitingarnar og skreytingarnar.

Fíton | Kringlan

kringlan.isfacebook.com/kringlan.is

VELKOMINÍ VEISLUNAFáðu allt fyrir fermingarveisluna á einum stað.

Fatnaðinn, gjafirnar, veitingarnar og skreytingarnar.

Fíton | Kringlan

kringlan.isfacebook.com/kringlan.is

VELKOMINÍ VEISLUNAFáðu allt fyrir fermingarveisluna á einum stað.

Fatnaðinn, gjafirnar, veitingarnar og skreytingarnar.

Fíton | Kringlan

kringlan.isfacebook.com/kringlan.is

VELKOMINÍ VEISLUNAFáðu allt fyrir fermingarveisluna á einum stað.

Fatnaðinn, gjafirnar, veitingarnar og skreytingarnar.

Fíton | Kringlan

kringlan.isfacebook.com/kringlan.is

VELKOMINÍ VEISLUNAFáðu allt fyrir fermingarveisluna á einum stað.

Fatnaðinn, gjafirnar, veitingarnar og skreytingarnar.

Fíton | Kringlan

kringlan.isfacebook.com/kringlan.is

VELKOMINÍ VEISLUNAFáðu allt fyrir fermingarveisluna á einum stað.

Fatnaðinn, gjafirnar, veitingarnar og skreytingarnar.

Fíton | Kringlan

kringlan.isfacebook.com/kringlan.is

VELKOMINÍ VEISLUNAFáðu allt fyrir fermingarveisluna á einum stað.

Fatnaðinn, gjafirnar, veitingarnar og skreytingarnar.

Fít

on

|

Kri

ng

lan

kringlan.isfacebook.com/kringlan.is

Page 23: FKA bladid 2013

FKA / 23

SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hlutu Gæfusporið 2013. Viðurkenningin er veitt fyrir-tækjum, hagsmunasamtökum eða öðrum sem virkjað hafa kraft kvenna til áhrifa í atvinnulíf-inu. Margrét Kristmannsdóttir formaður SVÞ og ný-kjörinn varaformaður Samtaka atvinnulífsins veitti viðurkenningunni viðtöku. Hún segir sam-tökin vera þess mjög meðvituð að jöfn staða kynjanna sé mikilvæg og hlutverk SVÞ sé veigamikið í þeirri baráttu enda félagið annað stærsta aðildarfélag Samtaka atvinnulífsins.

Á aðalfundi SVÞ í fyrra gerðist það í fyrsta skipti að konur urðu í meirihluta í stjórn aðildarfél-ags innan Samtaka atvinnulífisns þegar 4 sæti af 7 í stjórn SVÞ var skipað konum. „Við eigum einnig fjögur sæti í stjórn SA og tvö sæti í fram-kvæmdastjórn og undanfarin ár hefur þeim verið skipt jafnt á milli karla og kvenna þrátt fyrir að engin fyrirmæli um slíkt sé að finna í reglum félagsins“ segir Margrét. Hún telur að slíkt sé í raun óþarfi, svo sjálfsagt sé það orðið að bæði kynin taki að sér ábyrgðarstöður innan fyrirtækja. „Sem betur fer er það orðið sjálfsagt og flestir farnir að gera sér grein fyrir að það getur skaðað ímynd fyrirtækja að hafa þessa hluti ekki í lagi - og er einfaldlega að verða hall-ærislegt að hafa þessi mál í ólagi.“

Auglýsing sem skipti sköpum

Þegar horft er til baka má sjá að margt hef-ur breyst á undanförnum tíu árum. Þá voru konur um 10 – 12% þeirra sem sátu í stjórnum fyrirtækja og lítið þokaðist í jafnréttisátt. Árið 2007 hóf FKA markvissa baráttu sem

miðaði að því að auka hlut kvenna og í janúar 2008 birtist heilsíðu auglýsing í dagblöðum sem vakti mikla athygli. Þar voru birt nöfn hundrað kvenna undir fyrirsögninni “Við segjum JÁ” sem lýstu sig tilbúnar til að taka að sér stjórnar-setu í fyrirtækjum landsins. Þá var Margrét for-maður FKA og hún segir að þessi auglýsing hafi orðið sá vendipuntur sem vonast var eftir. „Við birtum það svart á hvítu að konur væru tilbúnar til að axla þessa ábyrgð því alltof oft höfðum við heyrt talað um að þær færðust undan og segðu nei ef þeim væri boðið stjórnarsæti. Því væri við þær að sakast, ekki fyrirtækin.“

Árið 2009 varð annar vendipunktur þegar við fengum SA og Viðskiptaráð síðan með okkur í þessa baráttu og færðum þetta frá því að vera sérstakt baráttumál kvenna yfir í að vera bar-áttumál atvinnulífsins. Fimm árum síðar; árið 2013 er staðan gjörbreytt.

Erum á góðu róli

Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað hvatt til þess að fjölbreytni í forystusveit atvinnulífsins verði aukin, bæði með beinum og óbeinum hætti. Sem dæmi má nefna að samtökin hafa mark-visst fjölgað konum í stjórnum sinna lífeyris-sjóða og eru konur nú um 46% stjórnarmanna.

„Við erum á góðu róli“ segir Margrét „og sem betur fer eru fyrirtækin að átta sig æ betur á kröfum samtímans. Auðvitað er einn og einn sem þumbast ennþá við en jafnvel þeir sem voru mest á móti þessu átaki eru að mýkjast.“

Stjórnarseta er einn liður í því að auka áhrif kvenna í atvinnulífinu en að fleiru þarf að hyggja. Margrét telur það brýnt að þær konur sem sitja í stjórnum fyrirtækja séu meðvitaðar um að fleira þarf að koma til. „Já, við höfum vissulega náð árangri varðandi stjórnirnar en hefur hins vegar ekki tekist að fjölga konum í röðum millistjórnenda og forstjóra. Glerþakið svokallaða er enn á sínum stað og að mínu mati er það ekki síst á ábyrgð stjórnarkvenna að brjóta það og breyta þeirri staðreynd að hlutfall kvenna í efri lögum er enn of lágt.

Konur verða að tryggja að framgangur kvenna sé með eðlilegum hætti innan þeirra fyrir-tækja sem þær sitja í stjórnum í. Við sem höf-um fylgst hvað best með þessari hröðu þróun undanfarinn áratug segjum stundum í gríni að innan mjög stutts tíma muni kynjakvótar í fyrirtækjum fara að snúast um að tryggja körl-unum sæti til jafns á við konurnar.

Gæfuspor FKA 2013 Margrét Kristmannsdóttir formaðurSVÞ - Samtök verslunar og þjónustu

Hallærislegt að hafa þessi mál

í ólagi

Starfsfólk SVÞ

Andrés Magnússonframkvæmdastjóri

Guðbjörg Sesselja Jónsdóttirskrifstofustjóri

Lísbet Einarsdóttirforstöðumaður flutninga- og

fræðslumála

Lárus M. K. Ólafssonlögfræðingur

Page 24: FKA bladid 2013

FKA / 24

Ef maður óttast umtal – þá gerir maður

aldrei neitt Hafdís Jónsdóttir

fráfarandi formaður FKA

Page 25: FKA bladid 2013

FKA / 25

Þegar Hafdís Jónsdóttir bauð sig fram til for-mennsku í FKA loguðu eldar á Íslandi; bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Þjóðin var í uppnámi enda þá nýbúið að kippa undan henni fótunum fjárhagslega, atvinnuleysi var meira en það hafði verið í áratugi og flest fyrirtæki landsins nánast í lamasessi. „Já, þetta var dálítið svakalegur tími“ viðurkennir Dísa þegar við rifjum þetta upp með henni. Hún hristir hinsvegar höfuðið þegar við spyrjum hana hvort hún hafi aldrei hikað við að taka að sér formennskuna á þessum örlagatímum. „Nei, aldrei“ segir hún og brosir. „Ég hika yfirleitt ekki við að taka að mér erfið verkefni. Þvert á móti þá finnst mér gaman að takast á við svona stórar áskoranir; leita lausna og leiða“ segir hún. „Ég þekkti líka vel til og vissi að ég var að taka við sterku og góðu félagi úr höndum Margrétar Kristmannsdóttur fyrrum formanns. Síðast en ekki síst þá vissi ég að í félaginu voru ótrúlega flottar og hugmyndaríkar konur sem voru tilbúnar til að bretta upp ermar, snúa vörn í sókn og leggja sitt af mörkum til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Það var því engin ástæða til að hika“ bendir hún á „heldur einfaldlega hefjast handa.“ – Sem hún og gerði.

Sparar bæði tíma og fé

Þegar Dísa tók við félaginu í maí 2009 voru fé-lagskonur u.þ.b. 600 en eru í dag um 780 og fjölgar jafnt og þétt. „Eðli málsins samkvæmt er þetta afar fjölbreyttur hópur enda konur að fást við ólíka hluti; sumar að reka mjög stór fyrir-tæki, aðrar sem vinna að mestu einar og allt þar á milli“ upplýsir Dísa. „Nefndir félagsins hafa unnið frábært starf á undanförnum árum og ég leyfi mér að fullyrða að allir þessir hópar finna fyrirlestra og fræðslu sem hentar þeim; hvort heldur sem þær eru að stofna fyrirtæki, þurfa að endurfjármagna, vinna markaði erlendis, láta hanna umbúðir o.s.frv. Við höfum líka leit-ast við að kynna félagið fyrir yngri konum sem eru að stíga sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri því við vitum sem er að aðild að félaginu getur sparað þeim bæði tíma og fé. Þarna hafa þær aðgang að mjög öflugu tengslaneti og ómetan-legum reynslubanka ótal kvenna sem eru búnar að fara sömu leið, reka sig á og læra af reynslunni. Margar ungar konur hafa í kjölfarið gengið í félagið sem er fagnaðarefni“ segir hún.

Boðabílarnir

Dísa er uppalin í Garðabæ þar sem hún dansaði í gegnum unglingsárin; ballett, diskó, jazz og jive. Árið 1979 lauk hún kennaraprófi í samkvæmis-dönsum og hélt síðan til náms í listaháskóla í Flórída. Þegar heim var komið stofnaði hún Dansstúdíó Dísu enda var hún alltaf staðráðin í

að fara út í eigin rekstur. „Það kom aldrei ann-að til greina“ segir hún. „Kannski vegna þess að báðir foreldrar mínir unnu alltaf sjálfstætt. Mamma rak eigin hárgreiðslustofu og pabbi er matreiðslumaður að mennt. Svo rak hann nátt-úrulega Boðabílana“ segir hún og brosir út íannað. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að Boðabílarnir voru í raun gamlar Keflavíkur-rútur sem faðir hennar festi kaup á í kringum 1960. Á þeim árum voru fáar verslanir í Hafn-arfirði og Garðabæ; nokkuð sem húsmæður þess tíma kvörtuðu sáran undan. Rétt eins og dóttirin hugsaði Jón Boði í lausnum, fjárfesti í nokkrum rútum og innréttaði þær sem litlar matvöruverslanir. „Svo keyrði hann bara milli bæjarhluta og seldi banana, brauð, mjólk og jafnvel ís ... því þetta var alvöru græja með frystum og öllu tilheyrandi“ segir Dísa og hlær. „Þannig var málinu nú reddað í þá daga.“

Allt stórhuga fólk misstígur sig

Árið 1988 kynntist Dísa eiginmanni sínum og viðskiptafélaga; Birni Leifssyni, sem þá rak lík-amsræktarstöðina World Class í Skeifunni. Eftir að hafa rekið hvort sitt félag í eitt ár ákváðu þau að sameina þau undir merkjum World Class. „Við vissum mjög fljótt að þetta samband væri komið til að vera og vorum sannfærð um að við ættum auðvelt með að vinna saman svo það var í raun ekki eftir neinu að bíða.“ Saman hafa þau síðan rekið fyrirtækið sem er í dag stærsta líkamsræktarkeðja landsins með 10 stöðvar og 200 starfsmenn. „Það var hinsvegar aldrei neitt kappsmál hjá okkur að verða stærst ... bara best“ segir Dísa, „veita viðskiptavinum okkar eins góða þjónustu og hægt væri í öllu sem lýtur að heilsurækt.“ En flest fyrirtæki sem vaxa hratt eru viðkvæm fyrir hvers konar breytingum. Að ekki sé nú talað um kollsteyp-um eins og bankahruni. World Class fór ekki varhluta af þeim vandræðum sem fylgdu þeim forsendubresti og um tíma var mikið fjallað um mál þeirra í ákveðnum fjölmiðlum. „Það er allt að baki núna“ segir Dísa þegar þau mál ber á góma „og snerist fyrst og fremst um rekstur erlendis sem Björn tók þátt í ásamt öðrum. Sá rekstur var með öllu ótengdur World Class. Nú er hinsvegar búið að semja um þær skuldir – og nota bene; án þess að til nokkurs gjaldþrots eða afskrifta hafi komið hjá okkur. Þetta var erfitt tímabil, ég neita því ekki ... en jafnframt afar lærdómsríkt.“ Varðandi umtalið segir hún einfaldlega: „Ef maður óttast alltaf umtal þá gerir maður aldrei neitt. Fólk sem er stórhuga mun alltaf misstíga sig einhvers staðar á leið-inni. Það er óhjákvæmilegt. Ég kýs að líta á þetta sem dálítið há skólagjöld ... en nú erum við búin með þennan bekk og þá er bara að nýta lærdóminn og halda ótrauður áfram.“

Frábært samstarf

Það hefur vakið athygli að Dísa hefur mætt á nánast alla viðburði félagsins á sinni fjögurra ára formannstíð enda segist hún læra eitthvað á hverjum einasta fundi; fara ríkari heim. „Svo er þetta bara svo gaman“ segir hún. „Tengsla-netið sem myndast í svona sterkum félagsskap er mjög dýrmætt, áhrifaríkt og skemmtilegt. Ég hef líka verið mjög heppin með samstarfsfólk – ekki hvað síst þá tvo framkvæmdastjóra sem starfað hafa með félaginu. Sofía Johnson sem var í 60% starfi vann ótrúlega gott og óeigin-gjarnt starf fyrir félagið – og svo tók Hulda Bjarnadóttir við fyrir tveimur árum og hefur svo sannarlega stimplað sig vel inn; vinnur af lífi og sál fyrir félagið og er okkur mjög dýr-mæt“ segir hún.

En hvað stendur upp úr í minningunni eftir fjögurra ára formennsku? „Úff, það er svo margt“ svarar Dísa en bætir við eftir andartaks umhugsun: “Samstarf okkar við Viðskiptaráð,SA og LeiðtogaAuði um hvernig beri að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja er t.d. eft-irminnilegt enda árangurinn mjög merkjan-legur. Fyrir rúmum tveimur árum fórum við Rakel Sveinsdóttir sem rekur fréttamiðilinn spyr.is síðan á fund flestra fréttastjóra landsins og kynntum fyrir þeim lista FKA yfir þær konur sem lýstu sig reiðubúnar til að koma í viðtöl. Fram að því var því gjarnan borið við að konur færðust undan þegar þær væru beðnar um að tjá sig í fjölmiðlum. Þessir fundir voru mjög góðir – og ég held að fjölmiðlarnir hafi líka verið mjög fegnir að fá þessa lista í hendur því þeir hafa svo sannarlega notað þá“ segir hún. „Svo var það Boston ferðin þar sem við sett-umst stundarkorn á skólabekk í Harvard og heimsóttum McLean geðsjúkrahúsið. Á báðum stöðum hittum við Íslendinga í efstu stöðum sem sýnir manni enn einu sinni hvað þessi smáþjóð er í raun „stór“. Nú, ekki var London ferðin síðri“ heldur hún áfram. „Þar sóttum við m.a. Dorrit heim og nutum einstakrar gestrisni hennar, skoðuðum afurðir íslenskra hönnuða, fengum breskar athafna- og kaupsýslukonur til að flytja erindi í íslenska sendiráðinu og heimsóttum The Royal Court of Justice þar sem Sir Tim King, sérstakur Íslandsvinur fræddi okkur um breska lávarða-kerfið. Allt er þetta ógleymanlegt. – Jú, svo lærði ég að spila golf í gegnum FKA“ segir hún skyndilega og hlær. „Kannski ég fari bara að æfa það af kappi þegar ég hætti sem formaður í maí.“ - Miðað við metnaðinn og orkuna sem þessi kona býr yfir ... þá kæmi það fáum á óvart að hún færi þá holu í höggi í haust.

Page 26: FKA bladid 2013

www.alcoa.is

Íslenskar konur hafa undanfarna áratugi sótt fram á stöðugt fleiri sviðum þjóðlífsins og margar þeirra standa nú við stjórnvölinn í æðstu embættum landsins.

Við fögnum þessum árangri og hlökkum til að sjá fleiri konur komast til áhrifa í stjórnum fyrirtækja og stofnana á komandi árum.Tveir af þremur forstjórum álfyrirtækja á Íslandi eru konur og nærfjórðungur starfsmanna Alcoa Fjarðaáls eru konur.

Við hvetjum íslenskar konur til dáða og munum áfram leggja okkar af mörkum til að stuðla að jöfnum rétti karla og kvenna.

Fyrir samfélagiðog komandi kynslóðir

Sigríður Ingunn Bragadóttir, starfsmaður Fjarðaáls.

Áfram stelpur!

Page 27: FKA bladid 2013

Haute couture undirfatnaður frá París

FKA konur fá 10% afslátt

Laugavegi 82 101 Reykjavík sími 551 4473

lifstykkjabudin.is

VA

XTALAUS Einstakt úrval málverka og listmuna

www.gallerilist.isS K I P H O L T 5 0 A • 1 0 5 R E Y K J A V Í K

Page 28: FKA bladid 2013

Hálfsíða bls 28Elding Mar

Árangur er í fólkinu falinn

Mannauðsstjóri til leigu

Mannauðsráðgjöf og þjónusta

Ráðgjöf um stjórnun og stefnumótun

Viðhorfskannanir

Úttektir og greiningar

Starfs- og hæfnilýsingar

Stjórnendaþjálfun (coaching)

Samskipti á vinnustað

Margvísleg námskeið um stjórnun, samskipti, starfsfóstrun og mannauðsstjórnun.

www.attentus.is

stígur

Ægisgata

Garðastræ

tita

ómvallag.

Hafnar-stræti

Túngata

æti

Hverfisgata

astígur

SölvhólsgataIngólfsstræ

ti

llagata

Hringbraut.

Stýrim.st.

Mjós tr.

Hólav.

Vonarstræti

Tryggva- gata

tm.st.

Austur-

Pósthússtr

stræti

Aðalstræ

ti

Geirsgata

Bankastræti

Smiðjust.

Vatnsst.

Lindargata

Skúlag

Lækjargata

Ki.garð

Grjó.g. Vallars.

Gr

óif n

Kirkjust.

Kalkofnsvegur

SæbrautBrávallag.

Bl

isa

Fiskis

lóð

Vesturgata

Brekkust.

Hávalla-

Sólvalla- gata

Ánanau

st

RánarBáru-

Ásvallag-

Bræðraborgarstígurgata

Holts-

Framnesv

egur

Vesturvg.

Seljavegu

r

lendug.

Ný -

Mýrargata

Öldu-

Granda

garður

Hrann.st

n

Rastarg.

Hlésgata

Grunnslóð

Ægisgarð

ur

Gamla höfniní Reykjavík

Page 29: FKA bladid 2013

FKA / 29

Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hlaut nýlega Stevie-gullverðlaunin sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Þessi alþjóðlegu verðlaun eru veitt einu sinni á ári og aðeins þeim sem hafa skarað fram úr í stjórnun stofn-ana og fyrirtækja um allan heim. Janne hlaut sín verðlaun fyrir þátttöku í uppbyggingu, efl-ingu og rekstri álvers Alcoa við Reyðarfjörð. Sjálf segist hún vera þess fullviss að starfs-mannaánægja sé upphaf og endir alls ef vel á takast til við rekstur fyrirtækja.

Þorskur, ýsa … og eiginmaður

Janne er fædd og uppalin í Álaborg, dæmi-gerð borgarstelpa sem gekk vel í skóla og var þæg og góð, framan af. Á unglingsárunum fór ýmislegt að breytast og áhuginn á heimi-num jókst í réttu hlutfalli við minnkandi áhuga á námsbókunum. Þrátt fyrir það fór hún í menntaskóla en það var ekki fyrr en hún var byrjuð að læra stærðfræði og tölvunarfræði í háskóla sem áhuginn á námi kviknaði fyrir al-vöru. Ævintýraþráin var aldrei langt undan og eftir stúdentsprófið gerði Janne hlé á námi og hélt til Íslands til að vinna í fiski. Einhverra hluta

vegna varð Eskifjörður fyrir valinu sem reynd-ist ekki bara bjóða upp á þorsk og ýsu heldur líka tilvonandi eiginmann. Þau héldu síðan sam-an í framhaldsnám í heimalandi Janne, Dan-mörku. Fjölskyldulífið tryggði að Janne héldi sig við námsbækurnar frekar en félagslífið og árið 1995 útskrifaðist hún frá Háskólanum í Ála-borg með 9 mánaða gamlan son í fanginu og dóttur sem þá var orðin fimm ára sér við hlið. Þær mæðgur lærðu saman fyrir lokaprófin; önnur las upphátt og hin hlustaði af athygli.

„Heim til Íslands”

Að lokinni útskrift bauðst Janne staða tölvu-verkfræðings hjá KMD þar sem reksturinn fólst í að selja sveitarfélögum tölvulausnir. Henni gekk vel í starfi en fann þó fljótt að hugur hennar beindist fremur að stjórnunarstörfum og starfs-mannamálum en forritun og tölvufræðum og tæpu ári eftir að hún útskrifaðist úr háskólanum tók hún við fyrsta stjórnendastarfinu. Því lá leið hennar inn á þær brautir en eftir 15 ára veru í Álaborg var ákveðið að halda til Íslands. Janne og börnin tvö vildu halda til Íslands og tókst að telja fjölskylduföðurinn á sömu skoðun. „Heim til Íslands” eins og Janne orðar það því eftir veruna á Eskifirði langaði hana alltaf til að snúa til baka. Hún hafði engar áhyggjur af því þó hún væri ekki komin með vinnu og hugsaði sem svo að líklega gæti hún bara tekið sér smávegis frí og kallað það fæðingarorlof þó svo að sonur hennar væri orðinn ellefu ára.

Mikill heiður fyrir Alcoa

Fjölskyldan settist að á austurlandi. Þar var mikill uppgangur og hálfu ári eftir flutningana sá Janne spennandi auglýsingu frá Alcoa í blaði.

Þarna var draumastarfið komið! „Ég hringdi og sagði þeim að þeir yrðu að ráða mig“ rifjar hún upp hlæjandi og greinilega hefur sannfæring-arkrafturinn verið nógur því undanfarin sex ár hefur hún gegnt fimm mismunandi stöðum hjá Alcoa Fjarðaáli. Hún segir það mikla gæfu að hafa fengið að spreyta sig á mismunandi sviðum og kann vel við að vinna í opnu fyrir-tæki þar sem enginn lokar að sér og allir leggja sameiginlega á ráðin þegar móta á stefnu og gera áætlanir. Frá upphafi hefur Janne lagt sig fram um að skapa öruggt vinnuumhverfi í álverinu og náð miklum árangri í að auka starfs-ánægju í fyrirtækinu. Störf hennar hafa vakið verðskuldaða athygli og sama má segja um einlægan áhuga hennar á uppbyggingu sam-félagsins á Austurlandi. Hún hefur tekið virkan þátt í margvíslegum verkefnum enda segir hún ábyrgð stórfyrirtækja vera mikla. „Samfélags-áhrif þeirra eru gríðarleg, sérstaklega í litlum samfélögum“ segir hún og það leynir sér ekki að hún er stolt af stefnu Alcoa í þeim málum. Fyrirtækið tekur hlutverk sitt alvarlega og hefur m.a. varið um 800 milljónum í ýmiskonar sam-félagsverkefni. Stevie gullverðlaunin eru því að mati Janne ekki síður mikill heiður fyrir Alcoa.

Og sigurvegarinn er: Amma Janne

Það var mikið um dýrðir í New York þegar verðlaunin voru afhent - en Janne var fjarri góðu gamni. Hún brosir þegar hún er spurð um ástæðuna fyrir fjarverunni og svarar glettnis-lega: „Afhendingin var í sömu viku og ég átti von á fyrsta barnabarninu mínu og þó ég sé bæði stolt og hrærð yfir að hafa fengið þessi virtu verðlaun gat ég ekki hugsað mér að missa af fæðingunni. Amma Janne varð að fá að vera með í þeim merkisviðburði.“

“Þið bara verðið að ráða mig”

- sagði Janne Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls þegar hún sótti fyrst um

starf hjá félaginu

Page 30: FKA bladid 2013

Laugar - Seltjarnarnes - Spöng - EgilshöllHafnarfjörður - Turninn - Ögurhvarf

Mosfellsbær - HR - Kringlan

Heilsurækt, snyrti - og nuddmeðferðir

www.laugarspa.is www.worldclass.is

Settu þína heilsu í fyrsta sæti

Sími: 533 1177 Sími: 553 0000

Heilsurækt fyrir þig - á 10 stöðum

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Page 31: FKA bladid 2013

Ísland komið á kortið

FKA / 31

Það eru ekki mörg ár síðan Íslendingar lentu gjarnan í því að þurfa að útskýra fyrir útlending-um að þeir byggju ekki í snjóhúsum, hér yxu jafn-vel tré og endrum og eins færi hitinn yfir tuttugu gráður ... í plús. Heimsbyggðin virtist lítið vita um land og þjóð. Þetta heyrir hinsvegar sögunni til. Ekki aðeins hefur þeim fjölgað verulega sem hafa komið til landsins heldur hefur landið ratað mjög reglulega í heimsfréttirnar, fyrir ýmissa hluta sakir.

„Attention, please ...“

Ef horft er tíu ár til baka þá vakti landinn helst athygli fyrir óheyrileg fjárráð og satt best að segja svolítinn stórbokkaskap. Fréttamenn og fasteigna-salar víða um heim furðuðu sig á því hvernig fámenn fiskveiðiþjóð gæti keypt upp flaggskip annarra þjóða og lagt undir sig helstu verslunar-götur veraldar. Hagfræðingar heimsins voru marg-ir hverjir enn að klóra sér í kollinum þegar bank-arnir skyndilega féllu, nánast allir sem einn og í nokkra mánuði var Ísland til umræðu á öllum heimsins tungumálum. Við tóku myndir af mót-mælum við Alþingishúsið ... sem augljóslega var byggt úr einhverju öðru en snjó. Um svipað leyti hrundi krónan og eitt dýrasta land í heimi varð skyndilega eitt það ódýrasta og þar með freist-andi kostur fyrir ferðamenn. Í fjölmiðlum var Ísland hinsvegar ekki lengur aðal- fyrirsögnin. En þá lét „landið sjálft“ til sín taka; Eyjafjallajökull mótmælti harðlega. Ekki aðeins hrifsaði hann til sín alheims athyglina heldur lamaði samgöngur víða um heim; spúði ómældu magni af ösku út í loftið og kyrrsetti þannig þotur í þúsundatali. Ljósmyndir af landinu prýddu síður pressunnar, fréttamenn svitnuðu og æfðu í

laumi framburðinn á nafni jökulsins, sem í þeirra augum var lítið annað en stafasúpa. Og eftir að heimsbyggðin sá myndbandið með öllum kátu „eyjaskeggjunum“ og fræga fólkinu sem allt var algjörlega „inspired by Iceland“ var flestum orðið ljóst að Íslendingar búa ekki í snjóhúsum, landið er ægifagurt, sagan stórmerkileg og samtíðin ekki síður. Hvort það var þetta myndband sem kveikti í kvik-myndagerðarmönnum vestur í Bandaríkjunum skal ósagt látið en hitt er víst að síðasta sumar streymdu hingað erlendar stórstjörnur sem aldrei fyrr; það færðist smá Hollywood bragur yfir Höfn í Hornafirði, Borgarnes og fleiri bæjarfélög. Ísland var enn á ný komið í sviðsljósið ... og nú var um-fjöllunin alfarið á jákvæðum nótum. Leikararnir lofsungu land og þjóð í viðtölum og tweet-færsl-um og meðan Russel Crowe dásamaði íslenska skyrið lýsti Ben Stiller því yfir að hér vildi hann helst eiga heima. Menn þurfa ekki mastersgráðu í markaðsfræði til að sjá að þessi óumbeðna um-fjöllun er með öllu ómetanleg auglýsing. Eftir stendur að undanfarin ár hefur fjöldi ferða-manna aukist hratt og örugglega. Svo hratt að margir eru farnir að velta því fyrir sér hvar þol-mörk lands og þjóðar liggi. Þeir hinir sömu benda gjarnan á að fjöldi ferðamanna sé eitt – arðsemi annað. Öllum ber þó saman um að í ferðaþjónust-unni felist stór og mikil tækifæri – aðalatriðið sé að við stýrum straumnum; gerum það upp við okkur hvaða fólk við viljum helst fá í heimsókn og hvað við viljum bjóða gestum okkar upp á. Innan FKA eru fjölmargar konur sem starfa með einum eða öðrum hætti í ferðaþjónustu. Á síð-

unum hér á eftir fræðumst við nánar um félög nokkurra þeirra og skoðanir þeirra á greininni.

Vissir þú...... að 2003 fóru 308.768 erlendir ferðamenn um Leifsstöð... að 2011 voru þeir 540.824... og 2012 voru þeir 646.921... að japönskum ferðamönnum fjölgaði mest milli ára 2011-2012 – eða um 49.9%... á sama tíma fjölgaði breskum ferðamönnum um 39.9%... norskum um 23.3% - sænskum um 8.4%... en frændum vorum Dönum aðeins um 0.5% ... að 2011-2012 fjölgaði ferðamönnum hingað um 19.6% - meira en til nokkurs annars lands í Evrópu... að í janúar 2013 komu 33.992 ferðamenn til landsins um Leifsstöð... að í janúar í fyrra voru þeir 26.152... að munurinn er 7.840 sem jafngildir 30% fjölgun ... að í febrúar 2013 komu 39.979 ferðamenn til landsins um Leifsstöð... að í febrúar í fyrra voru þeir 27.909... að munurinn er 12.070 – eða 43%... að áætlað er að um 96% erlendra ferðamanna komi til landsins um Leifsstöð... að 2011-2012 fjölgaði ferðamönnum hingað um 19.6% - meira en til nokkurs annars lands í Evrópu... að næst mest fjölgaði ferðamönnum til Litháen; um 12% - og til Rúmeníu um 10%... að á sama tíma fjölgaði ferðamönnum til Bretlands ekki neitt; eða 0%... og á sama tíma fækkaði erlendum ferðamönnum til Ítalíu um 0.4% - Til Póllands um 2%

Heimildir: Ferðamálastofa og European Travel Commission Ljós

myn

d: B

jörg

Vig

fúsd

óttir

Page 32: FKA bladid 2013

Kræktu í KPMG appið á

Gluggaðu í skattabæklinginn, kíktu á molana og fylgstu með

fyrirhuguðum viðburðum.

app.kpmg.is

Page 33: FKA bladid 2013

FKA / 33

Það eru ekki ný sannindi að ferðamönnum þyki Mývatnssveitin eftirsóknarverður áfanga-staður. Áratugum saman hefur sveitin laðað til sín hundruði þúsunda ferðamanna og sé tekið mið af bókunum í upphafi þessa árs stefnir allt í að enn einn metið verði sett næsta sumar. Erna Þórarinsdóttir á og rekur hótelin Reyni-hlíð og Reykjahlíð ásamt manni sínum Pétri Snæbjörnssyni og að auki reka þau einstaklega hlýlegan veitingastað sem gengur undir nafn-inu Gamli bærinn. Saman er þetta allt www.myvatnhotel.is

Náttúrufrí - Myvatn Nature Break

„Það er löng hefð fyrir þessum rekstri í fjöl-skyldu Péturs“ segir Erna „og fólk hváir gjarn-an þegar það heyrir kennitöluna okkar og held-ur að því hafi misheyrst. Fjölskyldan hóf þjón-ustu við ferðamenn árið 1942 og svo af fullum þunga 1947 eftir að brúin kom á Jökulsá á Fjöll-um. Hlutafélagið Reynihlíð var stofnað árið 1961 og nú eru að verða átta ár síðan við Pétur keyptum reksturinn af hinum í fjölskyldunni.“ Reksturinn gengur vel og ferðamönnum hefur fjölgað mikið, sérstaklega yfir vetrarmánuðina og nýliðinn febrúar var t.d. álíka vel bókaður og maí var hér á árum áður. „Langflestir af okkar gestum koma vegna náttúrunnar“ segir Erna „og hér er hægt að njóta margs á litlu svæði bæði að vetri og sumri. Við settum upp dagskrá fyrir gestina sem við köllum „Myvatn Nature Break“ og byggir á þeirri staðreynd að flestir búa orðið í borgum og langar í frí í náttúrunni. Jarðböðin hafa gríðarlegt aðdráttarafl og okkar stórbrotna náttúra býður upp á mikla mögu-leika þegar kemur að afþreyingu. Við vinnum náið með Eyrúnu Björnsdóttur í Hike & Bike en hún skipuleggur sleða- og hestaferðir, skíða- og snjóþrúgugöngur, tröllaleit og heimsóknir til jólasveinanna svo eitthvað sé nefnt. Allt ævintýri sem okkar gestir kunna vel að meta. “

Föstudagar, Letidagar og lúxuslíf

Stór hluti þeirra gesta sem sækja Reynihlíð heim eru útlendingar. „Þetta er fólk sem veit hvað það vill. Það nýtir netið, gerir sín plön sjálft og vill upplifa eitthvað einstakt“ segir Erna „en auðvitað eru hér Íslendingar líka. Undanfarin ár hefur verið bryddað upp á ýms-um nýjungum og meðal þess sem hefur vakið verðskuldaða athygli eru Föstudagarnir svoköll-uðu sem við erum með í janúar ár hvert. Við höfum verið að þróa þetta hægt og rólega og erum bjartsýn á framhaldið. Þetta er tíu daga prógramm þar sem mataræðið er tekið í gegn og slökun sett í öndvegi ásamt útivist. Þarna fær fólk tækifæri til að fínstilla bæði líkama og sál og það er nú varla hægt að byrja nýtt ár betur“ segir Erna. Föstudagarnir hafa ekki verið auglýstir að neinu marki en orðsporið tryggt vaxandi fjölda gesta. „Það er gaman að sjá hvað fólki líkar þetta vel og ég veit ekki um neinn sem hefur ekki farið glaðari heim eftir þessa daga og þá er tilganginum náð.“ Letidagarnir hafa líka slegið í gegn. „Þeir eru ætlaðir pörum sem vilja eiga hér rómantíska

helgi, njóta náttúrunnar, hvers annars og ævin-týra í mat og drykk“ segir Erna sem bætir við að matur sé stór hluti af því að skapa stemmn-ingu og heillandi upplifun. Matarveislurnar í Reynihlíð eru eftirsóttar, sérstaklega haustveisl-urnar sem eru einstök útgáfa af villibráðar-fagnaði. „Þær njóta mikilla vinsælda og í fyrra fylltum við húsið tvisvar í október sem þykir meira en gott hér um slóðir. Framtíðin er því spennandi enda er hér allt til alls“ segir Erna sem stendur frammi fyrir því lúxusvandamáli að hótelin hennar eru að fyllast fyrir sumarið.

Fólk þarf ekki að koma út úr skápnum

í hvert sinn sem það tékkar inn

Árið 2004 kviknaði skemmtileg hugmynd í kolli Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange. Þá vann hún sem markaðsstjóri hjá ferðaþjónustu-fyrirtækinu Eldingu og fékk oft margvíslegar fyrirspurnir frá erlendum ferðamönnum sem vildu sækja Ísland heim. Margar þeirra komu frá

fólki sem hafði frétt af sterkri réttarstöðu sam-kynhneigðra á landinu og litu af þeim sökum á það sem áhugaverðan áfangastað. Eva María sinnti þessum erindum með mikilli ánægju og þegar hún fór að læra ferðamálafræði vann hún áætlun sem miðaði að því að laða hinseg-in ferðalanga til landsins. Áætlunin var fín en endaði ofan í skúffu þar sem hún mátti dúsa til ársins 2011 þegar Eva María ákvað að senda hana í samkeppnina um Gulleggið; frum-kvöðlakeppni sem haldin er árlega af Innovit og hefur það markmið efla ungt athafnafólk til dáða. Hundrað og fimmtíu hugmyndir bárust í keppnina og þegar Evu Maríu var sagt hún hefði hreppt verðlaunasæti sá hún að nú yrði ekki aftur snúið. Gulleggið 2011 reyndist „hvetj-andi spark í rassinn“ eins og Eva María segir og ekki leið á löngu uns hún ákvað að stíga skrefið til fulls og stofna fyrirtæki með kærustunni sinni Birnu Hrönn Björnsdóttur hjúkrunarfræðingi.

Munur á að fagna fólki eða „umbera“ það

Nafnið Pink Iceland varð fyrir valinu og lógó fyrirtækisins vísar í sögu samkynhneigðra. Bleikur þríhyrningur áþekkur þeim sem homm-ar báru í barmi í útrýmingarbúðum nasista og var þá merki dauðadóms. Í hugum samkyn-hneigðra var bleiki þríhyrningurinn lengi vel tákn sorgar en hefur nú öðlast gleðilega merk-ingu sem sameiningartákn. Líkt og upphafleg hugmynd Evu Maríu gerði ráð fyrir sérhæfir Pink Iceland sig í að þjónusta skilgreindan hóp ferðalanga; samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk. Sú staðreynd að Íslendingar líta á hinsegin ferðamenn sem góða gesti sem ber að fagna en ekki „umbera“ hefur vakið verð-skuldaða athygli víða um heim. „Hér þarf fólk ekki sífellt að biðjast afsökunar á sjálfu sér eða koma út úr skápnum í hvert sinn sem það tékk-ar sig inn á hótel“ segir Eva María „og það er ómetanlegur kostur. Þjónustuviðmótið skiptir gríðarlega miklu máli“.

Brúðkaupum fer fjölgandi

Pink Iceland skipuleggur bæði stuttar og langar ferðir auk margvíslegra viðburða. Brúðkaupum samkynhneigðra fer t.d. fjölgandi og oftar en ekki koma pörin í stutta ferð til landsins nokkruáður til að að skoða sig um og velja stað fyrir stóru stundina. Þessar kynningarferðir eru gjarnan einnig notaðar til að heimsækja ís-lenska hönnuði því margir kjósa íslenskan fatn-að og vilja setja upp íslenska giftingahringa. Hannes Pálsson vinur þeirra Evu og Birnu gekk til liðs við fyrirtækið haustið 2012 og síðan hefur það verið rekið af þríeykinu í sátt og samlyndi. Vinsældir þess fara stöðugt vaxandi og þegar SAF- samtök ferðaþjónustunnar veittu nýsköp-unarverðlaun sín í fyrra komu þau í hlut Pink Iceland. Við afhendingu þeirra verðlauna var fyrirtækinu hælt fyrir vandaða markaðshlut-un og faglega markaðssetningu sem leiða til þess að hægt er að nýta nýjar og jafnvel áður óþekktar auðlindir íslenskrar ferðaþjónustu.

Erna Þórarinsdóttirhóteleigandi Mývatnssveit

Mývatnssveitin er æði - allt árið um kring

Eva MaríaÞórarinsdóttir Lange

Pink Iceland

Page 34: FKA bladid 2013

Meira í leiðinni

RENNDU VIÐ HJÁ OKKUR OG NÁÐU ÞÉR Í HOLLARA

NESTI Á LEIÐINNI Í GOLF EÐA AÐRA ÚTIVIST

Þú safnar ávinningi með afslætti og N1 punktumí leiðinni um allt land.

Sæktu um kort á n1.is

Meira í leiðinniWWW.N1.IS

FÍT

ON

/ S

ÍA

Page 35: FKA bladid 2013

FKA / 35

Nú er orðið ljóst að ráðstefnubókanir í Hörpu eru um það bil 55% umfangsmeiri en árið 2012. Innlendi markaðurinn, á sviði funda og veislu-halda, hefur tekið vel við sér en mestu munar um fjölþjóðlegar ráðstefnur. Má búast við því að hátt í 15 slíkar verði haldnar í Hörpu árið 2013. Ljóst er að eftir tilkomu Hörpu geta ýmsar ráðstefnur verið haldnar hérlendis semekki gátu komið hingað áður. Í samvinnu við markaðsskrifstofuna „Meet in Reykjavík” er sótt fram á þessu sviði og byrjað að bóka ráð-stefnur allt fram á árið 2017. Athygli vekur að það eru sjö konur í átta manna framkvæmda-ráði Hörpu og að flestar stjórnunarstöður inn-an hússins eru í höndum kvenna.

Árangur Hörpu eftirtektarverður

Karitas Kjartansdóttir, ráðstefnustjóri tónlist-ar- og ráðstefnuhússins Hörpu, segir að við-burða- og ráðstefnudagatalið fyrir árið 2013 líti mjög vel út og töluvert verði af erlendum ráðstefnugestum í húsinu: ,,Við erum með litla sali og fundarherbergi fyrir allt niður í 6-8 manns, stærri sali eins og Silfurberg sem tekur 750 gesti og Eldborg sem rúmar 1.600 til 1.800 gesti.‘‘ Hún segir tækifærin vera óteljandi og að samkeppnisaðilar séu í sívaxandi mæli að sjá hag í að vinna saman enda margir sem njóta góðs af einni alþjóðlegri ráðstefnu. ,,Áætlað hefur verið að um 1000 gesta alþjóðleg 5 daga ráðstefna geti skilað hátt í hálfum milljarði inn í íslenskt hagkerfi. Staða krónunnar veitir Reykjavík ákveðið forskot sem ráðstefnu- og fundaborg.“ Veitingahús, hótel, hönnunarbúðir og kaffihús fá til sín fjölda gesta svo eitthvað sé nefnt og hver ráðstefnugestur eyðir u.þ.b. 60.000 krónum á dag sem er þrefalt hærri upp-hæð en aðrir ferðamenn að meðaltali. Slíkir ferðamenn eru eftirsóknarverðir og Íslend-ingar eru ekki þeir einu sem vilja laða til sín verðmæta ráðstefnugesti. Yfirleitt tekur mörg ár að byggja upp orðspor ráðstefnuhúsa og því er árangur Hörpu einkar eftirtektarverður. Þegar við opnun hússins var búið að bóka tölu-vert af stórum alþjóðlegum ráðstefnum og viðburðum og í ár mun þeim fjölga um 55% sem er mikið ánægjuefni segir Karitas. „Við get-um verið stolt af árangrinum og þessar góðu viðtökur efla okkur að sjálfsögðu til enn frekari dáða.”

Óopinberir sendiherrar

Það er enginn vafi á að Harpa hefur breytt miklu til góðs varðandi ráðstefnuhald hér á landi og full ástæða til að horfa björtum augum til framtíðar. Karitas segir spennandi tíma fram-undan og bendir á að margar leiðir séu til að kynna möguleika hússins og þá þjónustu sem það býður upp á. Markaðsskrifstofan „Meet in Reykjavík” er ein þessara leiða en hún var sett á laggirnar í fyrra en stofnaðilar að verkefninu eru Reykjavíkurborg, Icelandair og Harpa, auk fjölda annarra fyrirtækja sem tengjast ráð-stefnu-og viðburðahaldi hérlendis. Karitas sér líka fyrir sér að Íslendingar sem sækja ráðstefn-ur erlendis geti orðið einskonar óopinberir

sendiherrar borgarinnar. „Þetta snýst um að koma að hugmyndum, segja frá og kynna kosti Reykjavíkur. Lítið spjall í kaffihléi í fjarlægu landi getur orðið að alþjóðlegri ráðstefnu að nokkr-um árum liðnum með tilheyrandi margfeldis-áhrifum. Við fengum byr í seglin strax í byrjun og hann ætlum við að nýta vel.”

Congress Reykjavík hefur frá upphafi sérhæft sig í skipulagningu ráðstefna, þinga og funda. Margt hefur breyst á þeim tólf árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins en þó er þjónustan í grunninn alltaf sú sama. „Við sjáum um allt sem tengist ráðstefnum, smátt sem stórt“ seg-ir Lára „það eina sem við gerum ekki er að ákveða málefnin og hverjir tala“ bætir hún við brosandi. Þegar Lára stofnaði Congress Reykja-vík árið 2000 voru færri sem sinntu þessari tegund ferðaþjónustu hér á landi. Ýmsir hafa

bæst í hópinn og Lára nefnir líka að erlendar skrifstofur sjái í auknu mæli um skipulagningu ráðstefna hér á landi. „Þetta er eðlileg þróun en þýðir auðvitað að við verðum að hafa meira fyrir því að fá til okkar viðskiptavini en áður. Sem betur fer hefur okkur gengið vel. Við höfum fengið fjölmörg spennandi verk-efni og leyst þau farsællega enda vinnur starfs-mannahópurinn að því sem einn maður að setja upp árangursríka viðburði fyrir viðskipta-vini okkar. Reynslan og orðsporið er það sem selur.“ Efnahagsástandið hefur líka sett svip sinn á starfssemina og ekki verður litið fram hjá þeirri staðreynd að hrunið hefur haft sín áhrif. „Vissulega var reksturinn auðveldari fyrir hrun hjá okkur, líkt og flestum öðrum fyrirækjum“ segir Lára „það segir sig sjálft og svo varð ekki bara efnahagskreppa á Íslandi. Hún hefur komið víða við og stór, alþjóðleg fyrirtæki sem yfirleitt eru bakhjarlar ráðstefna hafa minna fjármagn en áður. Þetta birtist t.d. í því að fyrirtæki sem sendu kannski tíu manns á erlenda ráðstefnu fyrir hrun senda nú aðeins fjóra til fimm. Þannig að landslagið er breytt að hluta en viðfangsefnin eru alltaf jafn spenn-andi og krefjandi. Sú staðreynd að engar tvær ráðstefnur eru eins gerir þetta starf eins fjöl-breytt og skemmtilegt og raun ber vitni.“

Eftirsóknarverðir gestir

Lára kannast vel við þá umræðu að ráðstefnu-gestir séu eftirsóknarverðir ferðamenn.„Já þeir eru það. Þeir stoppa stutt og vilja góða þjón-ustu, góðan viðurgjörning getum við sagt í þann stutta tíma sem þeir eru á landinu. Í flest-um tilfellum er kostnaður greiddur fyrir þátt-takendurna en þó verður að varast að setja alla ráðstefnugesti undir sama hatt. Læknar sem hingað koma á alþjóðlega ráðstefnu eru líklegri til að eyða meiru en sjúkraliðar og bankamenn leyfa sér yfirleitt meiri lúxus en kennarar. Þ.e.a.s. eyðslan fer eðlilega eftir efnahag fólks. En að meðaltali eru töluvert meiri fjármunir á bak við ráðstefnugestina, en hinn almenna ferðamann, það er alveg rétt.“ Lára telur fulla ástæðu til að horfa björtum augum til fram-tíðar og hún og starfsfólk Congress Reykja-víkur mæta harðnandi samkeppni með bros á vör, tilbúin til að gera enn betur í dag en í gær.

„Tækifærin eru víða og við höfum upp á margt að bjóða sem við getum verið stolt af. Harpa er gott dæmi um það og hefur breytt miklu og það er óneitanlega gaman að geta loksins kynnt glæsilegt ráðstefnuhús sem valkost.“ Lára segist vera stolt af því að Congress Reykja-vík hafi verið með fyrstu, stóru, alþjóðlegu ráð-stefnuna í Hörpu og fleiri hafi svo siglt í kjöl-farið. „Það var virkilega skemmtilegt og fleiri eru á teikniborðinu á næstu árum.“

KaritasKjartansdóttir

ráðstefnustjóri Hörpu

Ráðstefnubókanir aukast um helming

milli ára

Congress ReykjavíkLára B. Pétursdóttirframkvæmdastjóri

Orðsporið selur

Page 36: FKA bladid 2013

Á réttri leið

Við höfum um árabil lagt áherslu á jafnréttismál. Við fylgjum jafnréttisáætlun fyrirtækisins, greiðum sömu laun fyrir hliðstæð störf, ráðum jafnmargar konur og karla í sumarstörf og höfum kappkostað að fjölga konum en þær eru um 20% af starfsliði okkar.

Í fyrra settum við okkur það markmið að auka hlutfall kvenna af nýráðnum starfsmönnum. Það tókst og var hlutfallið nánast jafnt. Metnaður okkar stendur til að gera enn betur, en við erum á réttri leið.

www.riotintoalcan.is

Page 37: FKA bladid 2013

FKA / 37

Stóraukinn ferðamannafjöldi hefur orðið til þess að menn eru í auknum mæli farnir að velta upp spurningum um þolmörk lands og þjóðar – og í framhaldi af því hvernig ferða-menn við viljum helst fá hingað til lands. „Í mínum huga er það arðsemi ferðaþjónust-unnar sem skiptir höfuðmáli ... ekki fjöldi ferðamanna“ segir Marín Magnúsdóttir eig-andi Practical. „Þó við vissulega bjóðum alla velkomna þá verður ekki fram hjá því litið að ferðamenn eru í þjóðhagslegum skilningi mis verðmætir, ef svo má að orði komast. Og við sem þjóð hljótum að vilja að gestir okkar skilji sem mest eftir - eigi viðskipti við sem flesta innlenda aðila; hótel, veitingastaði, verslanir og sam-göngufyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt“ segir hún.

Tvöföldun frá fyrra ári

Fyrirtækið Practical sérhæfir sig í hvataferð-um fyrir innlend og erlend fyrirtæki og hef-ur hlotið margar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir framúrskarandi þjónustu. Meðal annars voru þau valin „Best DMC in Iceland 2012“ en DMC stendur fyrir „Destination Management Company“. Marín segist afar stolt af þessum verðlaunum „ekki síst vegna þess að þau eru byggð á einkunnum viðskiptavina; þeirra sem notað hafa þjónustuna.“ Practical er ekki hefð-bundin ferðaskrifstofa þó félagið sé með öll tilskilin leyfi þar að lútandi. „Við erum þekkt erlendis fyrir „unique“ upplifanir og leggjum metnað okkar í að sérhanna ferðir og atburði fyrir hvern einstakan hóp“ útskýrir Marín og bætir því við að eftirspurnin sé gríðarleg. „Við erum með tvisvar sinnum fleiri erlenda hópa í ár en í fyrra“ segir hún „og það er ekki vegna þess að við höfum verið að standa í einhverju markaðsátaki. Ísland er einfaldlega „in“ núna og við njótum þess.“ En hvað ef einhver vill koma með starfsfólkið sitt hingað, skoða Gull-foss og Geysi og fá eins ódýra gistingu og hægt er? „Þá vísum við því annað“ svarar Marín. „Það eru aðrir sem sérhæfa sig í þannig ferð-um.“ Og sennilega felst í þessum orðum grunn-urinn að allri góðri markaðssetningu; að vita fyrir hvað maður stendur og vera reiðubúinn til að standa vörð um vörumerkið sitt.

„Affordable“ ... aldrei „Cheap“

Marín Magnúsdóttur er líka afar umhugað um annað „brand“; vörumerkið „Ísland“. Undan-farin misseri hefur hún m.a. átt sæti í nefnd á vegum Ferðamálastofu sem vinnur að því öll-um árum að auka ferðamannastrauminn hing-að yfir vetrartímann. „Við eigum að selja rokið og rigninguna“ segir hún hikstalaust. „Það er okkar sérstaða. Myrkrið og norðurljósin. Menningin og maturinn. Þetta höfðar allt til ferðamanna af því það er sérstakt. Um leið og við förum að lofa „sól og sumaryl“ þá verður viðskiptavinurinn fyrir vonbrigðum strax á fyrsta degi“ fullyrðir hún. Þessi hugmyndafræði virðist eiga við rök að styðjast því nú í febrúar komu hingað til lands 43% fleiri ferðamenn en í sama mánuði í fyrra. Eflaust hefur lágt gengi krónunnar undanfarin

fjögur ár hjálpað til við að fjölga ferðamönnum til landsins. Ísland sem lengi var eitt dýrasta land í heimi er nú skyndilega orðið einn ódýr-asti áfangastaðurinn. „Viðráðanlegur“ leiðrétt-ir Marín. „Ísland er nú loksins á viðráðanlegu verði - en við verðum aldrei „ódýr“. Við erum „finally affordable“ en ekki „cheap“ – og það er sko mikill munur á þessu tvennu“ segir hún ákveðin og þarf ekki að útskýra það neitt frekar.

Ertu að leita að list ... eða lopapeysu?

Þegar rætt var um ferðamenn fyrir tuttugu árum sáu flestir fyrir sér stútfullar rútur af fólki í lopapeysum og fjallgönguskóm með ljósmynda-vél á maganum. Og þegar minnst var á minja-gripi komu upp í hugann myndir af lundum í öllum stærðum og gerðum og nokkrar mis lag-legar þjóðbúningadúkkur. Það var nú úrvalið í þá daga. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runn-

ið og fjölmargir ferðamenn sem hingað koma eru að leita að einhverju allt öðru; vilja komast í snertingu við menningu jafnt sem náttúru; kaupa listaverk en ekki lunda. Reykjavík Con-cierge er fyrirtæki sem sinnir þessum ferða-löngum; kynnir fyrir þeim íslenska hönnun, fer með þeim á vinnustofur listamanna eða í versl-unarleiðangra, allt eftir óskum hvers og eins. „Nema kannski Gullfoss og Geysi ... það eru aðrir í því“ segir Bryndís Emilsdóttir ein af eigend-um Concierge. Hinar eru þær Gréta Hlöðvers-dóttir og Ragnheiður Friðriksdóttir sem á heið-urinn af hugmyndinni og stofnun félagsins.

Sjáum um makana á meðan

Concierge býður m.a. upp á svokallaða VIP þjónustu þar sem leitast er við að finna það sem viðskiptavinurinn vill sjá.; málverkasýningar, hönnuði, söfn og listagallerý. Allt eftir áhuga-sviði viðkomandi ferðamanns. Að sögn Bryn-dísar nýta æ fleiri sér þennan möguleika. „Ekki hvað síst yfir vetrarmánuðina“ upplýsir hún. „Það er búið að vera brjálað að gera í vetur enda geta menn þá síður klifið fjöll og firnindi og vilja nota tímann og kynna sér menningu okkar, frumkvöðlafyrirtæki og íslenska hönnun. Svo eru sumir sem vilja bara fara að versla; „shop ´til they drop“ ... og þá að sjálfsögðu gerum við það“ segir hún og brosir. En hvað vilja kúnnar þeirra kaupa? „Það fer svolítið eftir þjóðerni“ segir Bryndís. „Skandinavískar konur eru t.d. mjög vel að sér um íslenska hönnun á meðan amerískar konur hafi aðallega áhuga á lopa-peysunum og hefðbundnari hönnun.“ Helstu viðskiptavinir félagsins eru hinsvegar hótel, ferðaskrifstofur og ráðstefnufyrirtæki. „Oft eru hér haldnar stórar ráðstefnur þar sem þátttak-endur taka maka sína með. Meðan ráðstefnu-gestirnir funda á daginn er mökunum gjarnan boðið í ferð með okkur þar sem við kynnum fyrir þeim íslenska hönnun, list og menningu. Við reynum að hafa þetta eins persónulegt og hægt er“ segir hún „heimsækjum t.d. hönn-uðina sjálfa, sem vekur alltaf mikla lukku.“

Hönnuður mánaðarins

Í samstarfi við Icelandair Hotel Reykjavík Natura hefur Reykjavik Concierge undanfarin misseri staðið fyrir verkefninu Hönnuður Mánaðarins sem felur í sér kynningu á einum útvöldum listamanni í hverjum mánuði. „Verkum hans er þá stillt upp á ákveðnum stöðum á hótelinu“ upplýsir Bryndís „og á föstudögum kl. 17 fer svo fram ítarlegri kynning á verkunum á bar hótelsins á veitingastaðnum Satt. Þá spjall-ar hönnuðurinn gjarnan við gesti eða þá að boðið er upp á tískusýningar eða aðrar skemmti-legar uppákomur. Þetta hefur mælst afar vel fyrir meðal erlendu gestanna auk þess sem æ fleiri Íslendingar líta nú við á Hótel Natura á föstudögum. Ekki hvað síst konuhópar sem fá sér kannski hvítvínstár á barnum um leið og þær kynna sér verk viðkomandi hönnuð-ar“ segir hún. „Þetta eru mjög skemmtilegar samkomur ... enda er ég farin að byrja hverja helgi á barnum“ bætir hún við og hlær.

MarínMagnúsdóttir

Practical

Eigum að selja rokiðog rigninguna

Reykjavík ConciergeBryndís Emilsdóttir

Gréta HlöðversdóttirRagnheiður Friðriksdóttir

Page 38: FKA bladid 2013

FKA / 38

Page 39: FKA bladid 2013

FKA / 39

Þegar Helga Margrét Reykdal bókar hótelher-bergi ... þá bókar hún yfirleitt heilu hæðirnar. Og þegar hún talar við bílaleigur þá er hún venjulega að panta allan flotann. Engu að síður gistir hún sjálf helst heima hjá sér og ekur um á eigin bíl. Hótelhæðirnar og bílalestirnar eru fyrir viðskiptavini Truenorth; kvikmyndafyrirtækis sem hún stofnaði og á ásamt góðum félögum sínum. Félagið fagnar 10 ára afmæli nú í sumar en ef það sumar verður eitthvað í líkingu við það síðasta þá leyfum við okkur að efast um að það gefist mikill tími til hátíðahalda.„Þetta var ævintýralegt“ viðurkennir Helga Margrét þegar við rifjum upp þennan fjöruga tíma þegar vart var þverfótað hérlendis fyrir heimsfrægum leikurum og fylgdarliði þeirra. „Auðvitað var þetta afar ánægjulegt sumar fyrir fyrirtækið okkar, landið og efnahaginn – því svona stór verkefni eru auðvitað bæði at-vinnu- og gjaldeyrisskapandi“ bendir hún á. En þó svo mörgum Íslendingum finnist þetta hafa gerst mjög skyndilega þá liggur þarna að baki margra ára vinna og ítarlegt kynningarstarf. Það má því segja að sumarið 2012 hafi verið nokk-urs konar uppskeruhátíð. Truenorth mega líka vel við una því samkeppnin á þessum markaði er hörð; þetta er biti sem barist er um. Vissu-lega hjálpar hin óspillta íslenska náttúra til „en það eru hinsvegar mörg önnur lönd sem geta boðið svipað landslag“ segir Helga. „Þess vegna skiptir það höfuðmáli að menn vandi sig mjög við öll verkefni - því ekkert selur betur en gott orðspor.“ Ekki virðast þau hjá Truenorth þurfa að hafa miklar áhyggjur hvað það varðar því ef marka má viðtöl og „tweet-færslur“ Hollywood stjarnanna þá eiga þær varla nógu sterk orð til að lýsa landi, þjóð og íslensku samstarfsfólki sínu. „Það hefur öllum liðið vel hérna og farið glaðir heim – og það er frábært.“

Iceland is wonderful!

En hvers virði er það fyrir íslenskan ferðaiðnað þegar Crowe tilkynnir á Tweet-inu að Ísland

sé „wonderful“ eða Ben Stiller lýsir því yfir að landið sé ótrúlegt og hann vilji helst flytja hing-að? „Ég held að við gerum okkur enga grein fyrir því hversu mikil landkynning þetta er“ svarar Helga. „Í fyrsta lagi fáum við heilmikla umfjöll-un í erlendum fjölmiðlum meðan verið er að taka myndina auk þess sem stjörnurnar senda frá sér alls konar skilaboð um land og þjóð á samfélagsmiðlunum. Þar fyrir utan streyma hingað „papparasar“ sem að sjálfsögðu mynda eitt og annað hér milli þess sem þeir sitja fyrir fræga fólkinu. Þegar myndin er svo frumsýnd fara leikstjórinn og leikarar í ótal viðtöl og að sjálfsögðu er þar fjallað ítarlega um Ísland ... og svo lifa þessar myndir lengi á eftir; eru fyrst sýndar í bíó-um, síðan í sjónvarpi og verða svo alltaf til á DVD“ segir hún og við veltum því fyrir okkur hvað öll þessi umfjöllun myndi kosta svona á venjulegu auglýsingaverði.

Nokkurs konar harmonikka

Þrátt fyrir að Truenorth sé alhliða kvikmynda-fyrirtæki og framleiði fjölda auglýsinga fyrir innlendan og erlendan markað hefur félagið skapað sér algjöra sérstöðu þegar kemur að því að þjónusta kvikmyndaframleiðendur. „Við höldum utan um allan hópinn frá því þeir koma og þar til þeir fara; útvegum gistingu, bíla, mat, tæki og að sjálfsögðu alls konar starfsfólk“ útskýrir Helga Margrét. Hjá félaginu starfa alla jafna 11 manns „en þegar hæst stóð í sumar störfuðu fyrir okkur 288 manns, flestir þó sem verktakar. Fyrirtækið er því eins og nokkurs konar „harmonikka“ sem þenst út og dregst saman á víxl“ segir hún. Listinn yfir þær mynd-ir sem félagið hefur komið að er líka langur og tilkomumikill. Nægir þar að nefna mynd-ir eins og „Flags of our Fathers“, „Little Trip to Heaven“, ,,Journey to the Center of the Earth“,„Hostel Part II“ að ógleymdum „Obliv-ion“, „Noah“, „The Secret Life of Walter Mitty“ og Thor The Dark World sem enn hafa ekki verið frumsýndar.

Skilja ekki eftir sig nein spor

Helga verður leyndardómsfull á svip þegar hún er innt eftir framhaldinu; hvort einhverjar fleiri myndir séu á teikniborðinu. „Auðvitað er alltaf eitthvað í gangi“ segir hún svo, „en ekkert sem ég get staðfest hér og nú. Hinsvegar er þetta afar eftirsóknarvert fyrir margra hluta sakir. Landkynningin er eitt ... en starfsemin dregur líka heilmikinn erlendan gjaldeyri til landsins. Þar fyrir utan ýtir hún hressilega við hjólum atvinnulífsins því svona verkefni kalla á mikla einkaneyslu. Þeir eru ófáir bensínlítrarnir sem keyptir eru í tengslum við eina svona mynd sem og flugmiðar, húsgögn, matur, föt og hótelher-bergi, svo eitthvað sé nefnt. Og það sem meira er: þetta er grænn iðnaður“ bendir hún á. „Það fer dálítið mikið fyrir okkur rétt á meðan á tök-um stendur ... en þegar mannskapurinn hverf-ur á braut er allt eins og það var áður.“

Lofið er ljúft

Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri og einn eigenda Truenorth var valin ein af áhrifa-mestu konum landsins 2012 fyrir að laða kvikmyndaframleiðendur frá Hollywood til landsins, halda utan um framleiðslu fjögurra kostnaðarsamra kvikmynda og stuðla að verð-mætri landkynningu. Það liggur því beint við að spyrja hana hvað hún telji þurfa til að tryggja áframhaldandi velgengi á þessu sviði? „Standa vörð um endurgreiðslulögin“ svarar hún að bragði. „Þau skipta öllu máli. Sam-kvæmt þeim fá kvikmyndaframleiðendur 20% kostnaðarins endurgreiddan þegar endanlegt uppgjör liggur fyrir. Þetta var fest í lög 1999 og hefur skipt sköpum“ fullyrðir hún. „Mörg önn-ur lönd bjóða upp á svipuð kjör svo ef þessu yrði breytt þá værum við að dæma okkur sjálf úr leik ... sem væri afar sorglegt“ segir hún. Eflaust taka margir undir þau orð enda landinn orðinn vanur því að heyra stjörnurnar lofa land og þjóð í öllum helstu fjölmiðlum heims.

Landkynning sem lifir Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri Truenorth

Page 40: FKA bladid 2013

Hálfsíða bls 40Kaffitár

FA

STU

S_E

_10.

12.1

2

Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is • Verslun opin mán-fös 8.30 -17.00

Fastus býður uppá hágæða japanska hnífa og önnur eldhúsáhöld sem unun er að vinna með þegar matarundirbúningur stendur sem hæst.

Komdu í verslun okkar, Síðumúla 16 og skoðaðu úrvalið af áhöldum sem fagmenn, jafnt sem áhugamenn geta ekki án verið í góðu eldhúsi.

Ertu beitt í eldhúsinu?

Page 41: FKA bladid 2013

Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

jafnlaunavottun.vr.is

Óútskýrður launamunur kynjanna er 9,4% meðal félags manna VR. Með Jafnlaunavottun VR geta framsækin fyrirtæki látið gera faglega úttekt á því hvort innan þeirra veggja séu greidd misjöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.

Leiðréttum launamun kynjanna.

Page 42: FKA bladid 2013
Page 43: FKA bladid 2013

FKA / 43

Það er fátt skemmtilegra en að „kíkja inn um búðarglugg-ann“ hjá félagskonum FKA. Viðskiptanefndin sér til þess að félagskonur fái reglulega tækifæri til að kynna sínar vörur og þjónustu. Það er gefandi og um leið gaman að gera sig sýnilegan innan félagsins og á jólahátíðinni á Ice-landair Hótel Reykjavík Natura voru tæplega 40 konur með kynningu á fyrirtækjum sínum. Það var því auðsótt að gleðja sína nánustu með einhverju vel völdu í pakkann það árið.

Um leið minnum við á Markaðstorg FKA á www.fka.is Þar geta félagskonur gert sig sýnilegar og um leið verið virkar í markaðssetningu á vörum sínum og þjónustu á netinu. Markaðstorgið er opið allan sólahringinn alla daga ársins!

Frúin í Hamborg

Page 44: FKA bladid 2013

Margar gerðir af búningasilfri.

Þetta er ódýrasta

mynstrið.

Allt sem þarf

á upphlutinn,

settið frá 90.530 kr.

Allar upplýsingar um hefð

og gerðir búninga eru

veittar á staðnum.

Margar gerðir af búningasilfri.

Þetta er ódýrasta

mynstrið.

Allt sem þarf

á upphlutinn,

settið frá 90.530 kr.

Allar upplýsingar um hefð

og gerðir búninga eru

veittar á staðnum.

GULLKISTANFrakkastíg 10 / sími: 551-3160

thjodbuningasilfur.is

Margar gerðir af búningasilfri.

Þetta er ódýrasta

mynstrið.

Allt sem þarf

á upphlutinn,

settið frá 90.530 kr.

Allar upplýsingar um hefð

og gerðir búninga eru

veittar á staðnum.

Í Iðnó leggjum við áherslu á faglega þjónustu.

Við önnumst alla umgjörð og skreytingar með þínar óskir í huga svo veislan verði sniðin

að þínum þörfum.Sími 562 9700 • www.idno.is

Page 45: FKA bladid 2013

FKA / 45

„Hann er metnaðarfullur, leggur sig allan fram, er með skýr markmið, bæði langtíma og skammtíma. Hann veit hvað hann þarf að gera til að ná markmiðum sínum. Hann er full-ur sjálfstrausts, vinnur vel með fólki, er mikill leiðtogi og á auðvelt með að vekja áhuga þeirra sem hann vinnur með. Hann á auðvelt með að einbeita sér og er líklega einbeittastur þegar pressa og álag er mikið. Hann leysir vel úr streituvekjandi aðstæðum og tekst vel á við mót-læti en einnig meðbyr. Hann lætur ekki svo auðveldlega koma sér úr jafnvægi og á auðvelt með tilfinningastjórnun. Hann undirbýr mikil-væga atburði vel, er með áætlun og sér fyrir sér hvernig áætlunin muni ganga upp. Ákvarðana-taka þegar mikið liggur við er góð.“

Þessi lýsing hér að ofan gæti hæglega átt við framúrskarandi stjórnanda, afreksíþróttamann og þjálfara. Það er nefnilega svo að viðskipti og stjórnun eiga ótrúlega margt sameiginlegt með afreksíþróttum. Fyrirtæki er að mörgu leyti eins og íþróttalið. Á báðum stöðum er saman komið fólk sem þarf að vinna saman á einn eða ann-an hátt til að ná árangri. Hversu mikill árang-urinn er, stendur og fellur með frammistöðu einstaklinganna á hverjum tíma.

Eins og sjá má á lýsingunni hér að ofan þá eru það að miklu leyti sömu þættir sem ákvarða hversu miklum árangri afreksíþróttamenn og einstaklingar í viðskiptalífinu ná. Þeir þurfa að kunna sitt fag – kunna sína íþrótt vel, en það

eitt og sér dugar ekki til, margt annað þarf nauðsynlega að koma til.

Til að ná árangri í íþróttum og viðskiptum þarf:

Sjálfstraust og trú á eigin getu. Í rannsókn-um á íþróttaliðum hefur komið í ljós að eitt af því sem helst skilur að þá sem ná árangri og þá sem gera það ekki er sjálfstraust og trú á eigin getu. Íþróttamaður verður að hafa trú á að hann geti skorað, hoppað yfir rána eða komið á ákveðnum tíma í mark. Ef hann gerir það ekki er ljóst að árangurinn lætur á sér standa. Að sama skapi verður stjórnandi að hafa trú á því sem hann hefur lagt upp með, trú á hugmynd-inni sinni og fyrirtækinu sínu. Sölumaðurinn verður að hafa trú á því að hann geti selt þá vöru sem hann er með í höndunum.

Einbeitingu. Ein helsta skýring sem þjálfarar og íþróttamenn gefa fyrir slökum árangi er einbeitingarskortur. Af því leiðir að einbeiting er lykilþáttur í árangri í íþróttum. Einbeiting er eitthvað sem hægt er að æfa með margskonar aðferðum og nýta afreksíþróttamenn þær aðferðir til að hámarka árangur. Í viðskiptalíf-inu er einbeiting einnig lykilatriði. Enginn stjórn-andi nær árangri nema geta haldið einbeitingu á mikilvægum fundum, við mikilvæg verkefni undir mikilli streitu og við önnur tilefni þegar skiptir miklu máli að einbeiing sé nánast full-komin.

Hugrænan undirbúning. Afreksíþróttamenn nota mikið svokallaða hugræna þjálfun eða sjónmyndaþjálfun. Þeir sjá fyrir sér hvernig þeir leysa það verkefni sem þeir standa frammi fyrir. Sem dæmi sér langstökkvarinn fyrir sér hvernig hann framkvæmir hið fullkomna stökk á Ólympíuleikum, kvöldið áður en hann stekk-ur sjálft stökkið á stóra sviðinu. Hann sér ná-kvæmlega fyrir sér hvernig hann ætlar að fram-kvæma stökkið, hann sér fyrir sér hvernig hann ætlar að takast á við óvæntar aðstæður og hvernig hann ætlar að fagna góðum árangri. Rannsóknir hafa sýnt hversu mikilvægur góð-ur hugrænn undirbúningur er þegar kemur að frammistöðu íþróttamanna. Hugrænn undir-búningur er einnig eitthvað sem er afskaplega mikilvægur, en líklega vanmetinn þáttur í við-skiptalífinu. Mikilvægt er að leggja upp fundi, fyrirlestra, samningaferli með öflugum hætti og undirbúa sig hugrænt fyrir þær aðstæður sem mögulega gætu komið upp, ef tryggja á hámarksárangur.

Þetta eru bara þrír af fjölmörgum þáttum sem eru nauðsynlegir til að ná árangri bæði í viðskiptum og íþróttum. Þessir þættir, ásamt fjölmörgum öðrum, falla undir fræðigrein sem heitir íþróttasálfræði, en hún fjallar einmitt um hvernig sálfræðilegir þættir hafa áhrif áframmistöðu einstaklinga og liða. Innan þess-ara fræða er hafsjór af þekkingu um það hvernig bæta megi frammistöðu, sem svo auð-veldlega má heimfæra yfir á viðskiptalífið, yfir á fyrirtæki, yfir á stjórnun.

Hafrún Kristjánsdóttirsálfræðingur og aðjúnkt við

íþróttafræðisvið Háskóla Íslands

Bissness er boltaíþrótt

Laugavegi 80 S: 561 1330 www.s igurboginn . is

sokkabuxurog

samfellurfyrir

vandlátarkonur

Page 46: FKA bladid 2013

SILKIMJÚK OG LJÓMANDI

Sýnilegur árangur*

NÝTT 24 stunda krem, ávöxtur nær 20 ára rannsókna, sem byggt er á einstökum þörunga tegundum í vist kerfi

Bláa Lónsins. Efni úr þessum þörungum vinna gegn öldrun húðarinnar og örva og styðja við náttúru lega virkni

kollagens. Blue Lagoon Rich Nourishing Cream nærir, mýkir og örvar húðina og hentar vel til daglegrar

notkunar. Blue Lagoon Rich Nourishing Cream er náttúruleg vara og án parabena.

*in vitro og in vivo prófanir: Grether-Beck S. Neytendapróf: 45 konur.

ENDurNærð hÚð 95% FALLEGrI áFErð 91%

AuKINN LJÓMI 87% SILKIMJÚK áFErð 86%

Page 47: FKA bladid 2013

FKA / 47

Hún steikti franskar duftkartöflur í Grillinu í Austurveri þegar hún var fimmtán ára og þess á milli seldi hún ís í Ísborg eins og enginn væri morgundagurinn. Hún hefur alltaf verið ein-staklega athafnasöm og sextán ára réði hún sig í sumarvinnu á Hótel Búðir ásamt vinkonu sinni. Þar þreif hún og skipti á rúmum, afgreiddi bensín og blikkaði sveitastrákana á dansiböll-um um helgar. Hún á afar erfitt með að stand-ast spennandi hugmyndir og nýlega undirritaði hún samning við Reykjavíkurborg sem þýðir að næstu fimm árin heldur hún áfram að fylla Iðnó af menningu, listum og góðum mat. Mar-grét Rósa Einarsdóttir hefur verið í veitinga-rekstri í áratugi og nú er hún einnig að byggja upp ferðaþjónustu að Tjaldanesi í Mosfells-dalnum.

Síldarstúlka sem lærði að flambera í Geilo

Allt frá því að Margrét Rósa réði sig í Grillið í Austurveri hefur líf hennar tengst veitinga-rekstri að mestu. Hún vann að vísu sem sjúkraliði um tíma en árið 1979 hélt hún til Noregs til að vinna á lúxus skíðahóteli í Geilo. „Bærinn er mitt á milli Oslóar og Bergen og þangað kom mikið af ríku og frægu fólki. Haraldur Noregs-konungur sem þá var krónprins var tíður gestur ásamt mörgum öðrum og mér fannst þetta allt

óskaplega spennandi“ segir Margrét Rósa og hlær. Þarna lærði hún ýmsar kúnstir varðandi matargerðarlistina og eftir að hafa stjanað við norskt hefðarfólk lá leið hennar aftur heim. „Ég fékk vinnu á Lækjarbrekku og ákvað fljótlega að læra til þjóns. Það gekk allt saman vel og haust-ið eftir útskrift bauðst mér staða yfirþjóns sem ég þáði auðvitað.“ Margrét Rósa útskrifaðist að vori og sá fram á að vera kauplaus um sumarið. Það var auðvitað ekki vænlegur kostur svo hún gerði sér lítið fyrir og réði sig í síld austur á Reyðarfjörð. „Það var rosalega skemmtilegt og ég á aldrei eftir að gleyma þessu ævintýri. Í minningunni var sumarið 1986 sannkallað sólskinssumar og svo var auðvitað frábært að geta fengið þessa vinnu, geta bjargað sér.“

Iðnó iðar af lífi

Margrét Rósa var lengi á Lækjarbrekku og þaðan lá leiðin á Pisa við Austurstræti. Ýmsa aðra staði mætti nefna s.s. Við Tjörnina, Humar-húsið og Caruso í Bankastræti sem hún keypti ásamt vinafólki sínu. „Ég verð alltaf svo spennt þegar ég heyri af nýjum hugmyndum og það er gaman að láta á það reyna hvað gengur og hvað ekki. Caruso var ein af þessum skemmti-legu tilraunum og ég seldi ekki minn hlut fyrr en mér bauðst að taka við rekstrinum á Iðnó.“ Þar hefur Margrét Rósa ráðið ríkjum í ellefu ár. „Þessi staður hefur gjörbreytt lífi mínu, það er óhætt að segja það. Ég hef alltaf unnið mikið og í alltof mörg ár snerist líf mitt um að vinna, sofa og halda áfram að vinna. Ég sótti fáa menning-arviðburði en nú er ég með þá hérna hjá mér og það er ómetanlegt. Þessa dagana ómar t.d. söngur nemenda Söngskólans í Reykjavík um allt húsið því hér er verið að setja upp Gondóla og glæsipíur, sýningu sem byggir á óperum eftir

Gilbert og Sullivan.“ Iðnó iðar sannarlega af lífi. Þar eru leiksýningar, myndlistarsýningar, jazzhátíðir, tangóhátíðir, Innipúkinn og Air-waves. Bókmenntahátíðir og veisluþjónusta ... og ýmislegt sem ekki er þessa heims. „Það er fallega reimt hérna“ segir Margrét Rósa „og enginn til vandræða ... ekki að ráði a.m.k. Reyndar er einn sem á það til að bregða fæti fyrir mann í stiganum - en hann gætir þess að við dettum upp en ekki niður. “ Margrét Rósa kann ýmsar sögur sem tengjast reimleikum í Iðnó og sjálf átti hún það til að bregða sér upp á þriðju hæðina og spjalla við Kristínu sem eitt sinn var matráðskona í húsinu. „Hún var elskuð og dáð og var hjarta hússins í áratugi“ segir Margrét Rósa „mér finnst gott að vita af henni hérna og þegar ég var efins um reksturinn hér á árum áður bað ég hana stundum um að leið-beina mér og hún brást aldrei“ bætir hún við brosandi.

Tjaldanes í Mosfellsdal

Menningarlífið í Iðnó mun halda áfram að blómstra undir stjórn Margrétar Rósu næstu fimm árin. Hún mun líka halda áfram að taka á móti litlum og stórum hópum í mat eða allt frá 20 til 120 gestum í sitjandi borðhald. Hvað svo verður leiðir framtíðin ein í ljós en hugur hennar er líka við uppbyggingu ferðaþjónustu í Mosfellsdalnum. Þar rekur hún ódýra heima-gistingu í átta herbergja húsi og nú stendur til að girða svo hún geti tekið á móti hestafólki þegar vorar. Gistingin hefur þegar mælst vel fyrir, þjónustan er elskuleg í anda eigandans og þeir sem vilja kynna sér hana nánar geta kíkt á www.tjaldanes.is og facebooksíðuna Tjalda-nes Room for Rent.

Það er fallega reimtí Iðnó

Margrét Rósa EinarsdóttirIðnó

Page 48: FKA bladid 2013

FKA / 48

LINCON´S INN

1

SENDIRÁÐ ÍSLANDS Benedikt Jónsson,

sendiherra Íslands í London tók á móti hópnum

í íslenska sendiráðinu.

3

THE ROYAL COURT OF JUSTICE Sir Tim King bauð hópnum upp á kynningarferð um Lincoln´s Inn

og flutti okkur erindi um breska dómkerfið.

6 7

HÖNNUÐIR HEIMSÓTTIRÞað mátti ekki á milli sjá

hver þeirra heillaði mest; Donna Karan, Marta Jónsson eða Hendrikka Waage

enda allar frábærar, hver á sinn hátt.

8

Page 49: FKA bladid 2013

FKA / 49

Haustferð FKA til London

Another cup of tea, my dear?

HEIMSÓKN TIL DORRITMOUSSAIEFF

Hópurinn fékk höfðinglegar móttökur hjá Dorrit Moussaieff forsetafrú

áður en haldið var aftur heim á leið eftir frábæra Londonferð.

Um 50 félagskonur tóku þátt í viðamikilli dagskrá dagana 4. – 7. október þar sem þær nutu gestrisni fjölda fólks.

2

GOODWILLE LTD Laugardagsmorgunn með

Anniku Aman-Goodwille stofnanda og eiganda Goodwille Ltd. LONDON EYE

London eye hefur alltaf mikið adráttarafl þar sem það stendur á bökkum Thames og það verður heldur enginn svikinn af því að heimsækja Michelin staðinn TEXTURE sem

Agnar Sverrisson veitingamaður rekur. 14

18

DagskráFimmtudagur 4. október 07.40 Brottför til London.

11.45 Lent á Heathrow flugvelli. 17.00 - 19.00 Móttaka í íslenska sendiráðinu

Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands, Kristín Friðgeirsdóttir prófessor

London Business School, William Symington, stjórnarformaður

BRÍS/BICC (Bresk íslenska) ogGay Collins MHP Communications og The 30% Club.

19.00 - 19.30 Kvöldverður á Ishbilia.

Föstudagur 5. október 10.00 - 12.00 The Royal Court of Justice.

Sir Tim King flytur erindi. 12.30 „Lunch“ á Lincoln´s Inn.

15.00 Móttaka hjá Donnu Karan á Old Bond Street. 17.45 - 18.30 London Eye.

19.30-23.00 Sigling á Thames með kvöldverði.

Laugardagur 6. október 09.30 Móttaka hjá Goodwille Ltd.

Annika Aman stofnandi Goodwille Ltd. ogAnne-Lise Kjær stofnandi Kjaer Global Ltd.

12.00 - 14.30 Móttaka og hádegisverður hjá Mörtu Jonsson Ltd.

Marta Jónsson, stofnandi Marta Jonsson Ltd og Logo 69 Ltd. og

Hendrikka Waage, skartgripahönnuður. 18.00 - 20.00 Kynning á My retail media og BBC Int.,

Sara Lind Þrúðardóttir og Ingibjörg Þórðardóttir vefstjóri BBC Int.

20.00 Kvöldverður á TEXTURE-Michelin staðnumhjá Agnari Sverrissyni.

Sunnudagur 7. október 15.30 - 17.00 „Afternoon Tea“ heima hjá Dorrit.

21.10 Flogið heim til Íslands.

Page 50: FKA bladid 2013

Vöxtur Íslenska gámafélagsins hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið var stofnað árið 1999 og hafði þá tvo starfsmenn. Nú, fjórtán árum síðar eru þeir 250 og fátt sem getur komið í veg fyrir að fyrirtækið stækki enn frekar, enda umhverfismál sífellt fyrirferðameiri þáttur í lífi flestra. „Flokkun er töfraorðið í okkar bransa“ segir Agnes sem býður félagskonum FKA að fá Grænu flokkunartunnuna sér að kostnaðar-lausu í þrjá mánuði, án allra skuldbindinga. Það eru margir sem vilja prófa en láta ekki verða

af því að ná sér í tunnu og þetta er því kjörið tækifæri. Við komum með tunnurnar heim að dyrum og sækjum þær svo aftur ef konurnar vilja ekki halda flokkuninni áfram “ bætir Agnes við. Þetta gæti sem sagt ekki verið einfaldara.

Þær konur sem vilja nýta sér þetta tiboð geta sent póst á netfangið [email protected] eða hringt í símanúmerið 577-5757. Einnig er hægt að nálgast allar upplýsingar á www.gamur.is og www.tunna.is ef einhverjar spurningar vakna.

Má bjóða þér Grænu flokkunartunnuna

frítt í 3 mánuði? Íslenska gámafélagið

Agnes Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðssviðs

Auglýsing

Mímir-símenntun vinnur með atvinnulífinu

Nánari upplýsingar hjá Mími símenntun, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík, sími 580 1800 eða á www.mimir.is

Sérhæfing í námi fyrir starfsmenn með stutta formlega skólagönguRáðgjöf, þarfagreining, aðstoð við styrkumsóknir, skipulagning og framkvæmd náms

Hagnýtar námsleiðir sem taka mið að þörfum fyrirtækja og starfsfólks

NámsleiðirNámsleiðir eru kenndar eftir námsskrám staðfestum af menntamála-ráðuneytinu sem metnar eru til eininga á framhaldsskólastigi. Lengd þeirra er frá 60 upp í 660 kennslustundir. Dæmi um námsleiðir er nám fyrir starfsfólk sem vinnur við meðferð matvæla, jarðlagnir, verslun, flutninga og ferðaþjónustu.

Íslenskunám fyrir erlenda starfsmennÍslenska er kennd á sex stigum auk þess sem boðið er upp á starfstengt íslenskunám þar sem lögð er áhersla á starfstengdan orðaforða.

Náms- og starfsráðgjöf á vinnustaðVinnustaðir geta óskað eftir að náms- og starfsráðgjafar komi í heimsókn með kynningu og hvatningu til starfsmanna um hvernig er hægt að efla starfshæfni og finna námstækifæri við hæfi. Þjónustan er vinnustöðum að kostnaðarlausu.

Page 51: FKA bladid 2013

FKA / 51

FKA Norðurlandi

Það vantaði ekkert upp á stemmninguna þegar norðlenskar FKA konur hittu Huldu Bjarnadóttur framkvæmdastjóra og Rúnu Magnúsdóttur markþjálfa á Strikinu í febrúar. Fram kom að mikill hugur er í norðankonum að efla starfsemina, ekki bara á Akureyri held-ur á öllu norðurlandi.

Ræddar voru ýmsar leiðir til að kynna félag-ið betur auk þess sem undirbúningur fyrir Akureyrarferð ársins hófst óformlega. Ferðin verður dagana 3. – 4. maí og allar nánari upp-lýsingar er að finna á heimasíðu FKA.

Lostæti-Akureyri er móðurfélag fyrirtækj-anna Lostæti- Norðurlyst/Austurlyst og Sesam. Heildarfjöldi starfsmanna bæði á norður- og austurlandi er um 70 manns.Starf Ingibjargar felst í yfirumsjón með rekstri móðurfélags ásamt því að sjá um fjármálin í öll-um rekstrarfélögunum.

Það getur verið snúið að ákveða hvað maður ætlar að hafa í kvöldmatinn og ýmsir kannast við að snúast í kringum sjálfan sig í matar-búðum og stara tómum augum á hillurnar. Hin klassíska spurning „Hvað á ég að hafa í mat-inn?“ getur vafist verulega fyrir manni, hvað þá ef von er á 2000 manns í mat á hverjum degi. Fólki sem hefur að auki misjafnar þarfir og smekk. Ingibjörg Ringsted stofnaði Lostæti ásamt eiginmanni sínum, Valmundi Pétri Árna-syni matreiðslumeistara árið 1996 og frá upp-hafi hefur fyrirtækið sérhæft sig í að matreiða fyrir hópa og fyrirtæki. „Auðvitað veltir sérhæft starfsfólk okkar því fyrir sér hvað á að hafa í mat-inn en í okkar tilfelli dugar ekki að taka slíkar ákvarðanir samdægurs“ segir Ingibjörg bros-andi. „Það eru sérfróðir einstaklingar sem koma að gerð matseðlanna sem eru unnir langt fram í tímann.“ Hollusta án öfga er það viðmið sem stuðst er við í matargerðinni og þar er að mörgu að hyggja. Lostæti er með höfuðstöðvar sínar á Akureyri og starfsstöðvar bæði á Akureyri og í Fjarðabyggð. Á Akureyri eru ýmsar útfærslur af veitingaþjónustu, bæði stórar og smáar og í Fjarðabyggð sér Lostæti m.a. um alla matseld fyrir Alcoa – Fjarðaál, bæði starfsmenn og verk-taka. „Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á fjölbreyttan staðgóðan mat og gætum þess vel að réttirnir verði ekki einhæfir. Það er heilmikil kúnst að elda fyrir sama fólkið dag eft-ir dag og viku eftir viku. Það er í raun einfaldara að gera matseðla fyrir veitingahús því þar fær maður jú alltaf nýja viðskiptavini.“

Kjöt og kjötsúpa standa alltaf fyrir sínu

Tískusveiflur í matargerð hafa ekki farið fram-hjá Ingibjörgu og hún viðurkennir að margt hafi breyst á rúmum sextán árum. „Það fer ekkert á milli mála að hlutur grænmetis hefur aukist

á matseðlunum og léttari matur er vinsælli en áður. Þetta er hægfara þróun en vissulega má greina breytingar. Kjötsúpan stendur fyrir sínu en skoðanamunur er mikill meðal fólks og fer gjarnan eftir aldri og kyni. Við erum alltaf á verði og núna erum við t.d. að endurskoða alla okkar rétti með víðtæka sýn á hollustu í huga. Við viljum vera framsækið fyrirtæki og stöðnun er ekki í boði.“ Sjálf er Ingibjörg mikið fyrir að breyta uppskriftum þó sú tilraunastarfsemi fari aðallega fram í hennar eigin eldhúsi. „Ég hef alltaf verið óhrædd við að prófa nýjungar og að sjálfsögðu legg ég sitthvað til málanna þegar kemur að því að endurskoða matseðla fyrirtækisins.

„ með kardimommum og sykurhúð“

Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt og árið 2011 var stofnað bakarí á Reyðarfirði sem nefn-ist Sesam brauðhús. „Þetta er handverksbakarí og kaffihús með yndislegum brauðum og dýr-indis sætabrauði“ segir Ingibjörg. „Þar bökum við einnig ýmsar tegundir brauða fyrir öll okkar fyrirtæki. Sjálf hefur Inga gaman af því að baka þó hún fái lítið að láta ljós sitt skína í bakaríinu. „Já, mér finnst gaman að leika mér í eldhúsinu og á tímabili skemmti mér við taka þátt í alls konar samkeppnum. Sendi inn uppskriftir að hinu og þessu og fyrir ein jólin lentu frönsku kossarnir mínir í öðru sæti í smákökusam-keppni. Það var sama ár og lakkrístopparnir voru kynntir til leiks„ segir hún hlæjandi. Það verður þó líklega ekki smákökubakstur sem mun eiga hug Ingibjargar næstu mánuðina. Lostæti tekur sinn tíma og nýverið var hún einnig fengin til að taka þátt í verkefnahópi sem ætlað er að móta stefnu í atvinnumálum á Akureyri. Ingibjörg segir að markmiðið með þessari vinnu sé að ná fram víðtækri samstöðu um sameiginlegt hagsmunamál og benda á mögulegar leiðir til aðgerða. „Þetta er spenn-andi vinna og það verður gaman að sjá hver niðurstaðan verður. Ég hef fulla trú á að hún eigi eftir að skipta máli og verða til hagsbóta fyrir alla hagsmunaaðila„ segir Ingibjörg og án efa á hennar reynsla af atvinnurekstri eftir að verða verðmætt innlegg í umræðuna.

Mettar þúsundir á hverjum degiLostæti Akureyrar ehf

Ingibjörg Ringsted framkvæmdastjóri

Page 52: FKA bladid 2013

Hálfsíða bls 52Samhentir

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

PÖKKUNARLAUSNIRALLT Á EINUM STAÐ FYRIR ATVINNUMENN OG HEIMILI

• Kassar og öskjur• Arkir og pokar• bakkar og filmur• Límmiðar • Plastkort

• Aðgöngumiðar• Pökkunarvélar• Hnífar og brýni• Einnota vörur o.fl.

LÍMMIÐAR • PLASTKORTAÐGÖNGUMIÐAR OGMARGT FLEIRRA....

Skoðaðu vörulistan okkar á www.samhentir.is

Við veitum trausta þjónustuvið sölu, kaup og leigu fasteigna, skipa og fyrirtækja

Allir þurfa þak yfir höfuðið!

Erna Valsdóttir lögg. fasteigna-, skipa- og fyrirtækjasali

Ármúla 15 105 Reykjavík sími 515 0500

fasteignakaup.is skipakaup.is

Page 53: FKA bladid 2013

Undanfarin ár hefur alþjóðlegt starf FKA verið bæði blómlegt og árangursríkt. Markmiðið með því starfi er að efla viðskiptatengsl milli íslenskra og erlendra athafnakvenna.

Aðild félagsins að heimssamtökum kvenna í atvinnurekstri FCEM sem og TIAW (The Inter-national Alliance of Women) er liður í þeirri viðleitni. Í gegnum tíðina hafa margar FKA konur nýtt þau tækifæri sem felast í þessari aðild og sótt margvíslegar ráðstefnur sem haldnar hafa verið víða um heim. Ber þar hæst árlega heimsráðstefnu FCEM og Global Sum-mit. Á þessum fundum hafa skapast mörg viðskiptatækifæri sem FKA konur hafa getað nýtt sér í sínum fyrirtækjarekstri.

Alþjóðanefnd FKA hefur að undanförnu verið að undirbúa ferð á Global Summit Women ráðstefnuna sem að þessu sinni verður haldin Kuala Lumpur í Malasíu dagana 6.- 8. júní n.k. Yfirskrift ráðstefnunnar er Women: Creating NEW Economies. Íslenski hópurinn mun fljúga til Kaupmannahafnar og þaðan til Peking þann 29. maí n.k. og er heimkoma áætluð 10. júní.

Fyrir þær sem hinsvegar hyggjast sækja al-þjóðaráðstefnu FCEM í ár er rétt að benda á að hún fer fram dagana 24.- 29. september n.k. í Marrakech í Marokkó.

Góða ferð!

FKA konur tilKuala Lumpur

Global Summit Women6.- 8. júní

FKA / 53

FKA Suðurlandi

Starfsemi FKA á Suðurlandi hefur löngum verið æði lífleg enda félagskonur þar með eindæmum framtakssamar. Á vordögum 2012 buðu þær öðrum félagskonum að kynnast starfseminni og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem þær reka í sinni heimabyggð.

Er skemmst frá því að segja að móttökurnar voru höfðinglegar; bæði í Hveragerði og á Selfossi. Ekki aðeins var gestum boðið upp á pylsur og ís eins og hefð er fyrir hjá landanum í flestum lengri bíltúrum heldur líka kampavín og konfekt, sem kannski hefur aukið „kaupmáttinn“ eitthvað örlítið. Glæsilegar verslanir félagskvenna voru síðan skoðaðar áður en snæddur var ljúffengur kvöldverður á Hótel Selfossi.

Það var langt liðið á kvöld þegar haldið var heim á leið ... og ef marka mátti farangurinn virtust þó nokkrar konur hafa fundið eitt og annað sem þær bráðvantaði í verslunum FKA kvenna á Suður-landi; freistingar sem við fullyrðum að flestir myndu falla kylliflatir fyrir.

Page 54: FKA bladid 2013

Ultimate Greens:Spirulina pakkað af lífrænum næringar-efnum sem gefa mikla orku.

Barley Grass kemur á réttu pH gildi og gerir líkamann basískan.

Chlorella hreinsar líkamann af auka- og eiturefnum úr matvælum, lyfjum og mengun. Hreinsar einnig líkamann af þungmálmum, tölvu- og farsímageislun.Bætir líkamslykt, gott við streitu.

www.celsus.is

lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar

Fáðu heilsunaog orkuna upp!

Kraftmestaofurfæði jarðar

Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup, Nettó og Víði.

Page 55: FKA bladid 2013

FKA / 55

Þegar maður rekur fyrirtæki þar sem maður er allt í öllu, og er ekki markaðssérfræðingur, þá eiga markaðsmálin það til að vefjast fyrir manni.

Í heimi fullum af tvítum, lækum, leitarvélum, allskonar auglýsingum, grilljón fjölmiðlum og endalausum möguleikum er ekkert skrýtið að maður snúist stundum í hringi og viti ekki hvað snýr upp eða niður. Þar sem ég vinn mikið með litlum og meðalstórum fyrirtækjum í markaðsmálunum þá hef ég oft fengið beiðnir um aðstoð með Facebook, að finnast á netinu, hvar sé best að auglýsa, hvernig eigi að láta vita af sér o.s.frv.

Í eðli mínu er ég hjálpsöm manneskja og vil almennt allt fyrir alla gera, og fyrst eftir að ég byrjaði að vinna sjálfstætt var ég alltaf tilbúin að skoða öll mál og aðstoða við allt sem beðið var um. Eins og í öllu, þá lærði ég af reynslunni og ég lærði að það sem mér hafði verið kennt, og það sem ég vissi í hjartanu, maganum og öllum kroppnum, var rétt. Það þýðir ekkert að æða bara af stað og gera eitthvað. Í hvert ein-asta skipti sem ég hef látið undan viðskiptavin-inum og byrjað þar, byrjað á Facebook síðunni, byrjað á vefsíðuundirbúningnum, byrjað að vinna í að ná í fjölmiðlaumfjöllun o.s.frv. þá endum við í ógöngum og þurfum alltaf á end-anum að fara aftur á fyrsta reit. Svo ég er hætt að segja já við hverju sem er og geri þá kröfu til viðskiptavina minna að þeir treysti mér til að vita hvað er þeim fyrir bestu. Ég þróaði MáM þjálfunina til að geta á sem einfaldastan hátt leitt viðskiptavini mína í gegnum það sem þarf að gera til að byggja upp áhrifaríkt markaðsstarf.

Og hvað er þá fyrir bestu? Eins og með allt annað sem maður ætlar að byggja, þá verður maður að byrja á því að leggja góðan grunn. Á sandi byggði heimskur maður hús. Maður

verður að taka tíma, orku og umhugsun í að móta markaðsstefnuna sína.

Ef þú veist ekki hverri er vænlegast að selja (markhópurinn þinn) hvernig ætlarðu þá að vita með hvaða markaðsaðgerðum er best að ná til hennar? Hvernig ætlarðu að vita hvernig best er að tala til hennar? Hvernig ætlarðu að vita hvað skiptir hana máli og fær hana til að velja þig?

Ef þú veist ekki á milli hvaða möguleika fólk er að velja, hvernig veistu þá hverju þú átt að svara þegar þú ert spurð af hverju það eigi að velja þig? Þú þarft að þekkja samkeppnina. Hvað fólk hugsar um þig (fyrirtækið/vöruna/þjónustuna) og hvaða tilfinningar það ber til þín hefur áhrif á hvort þau skipta við þig. Ekki treysta á guð og lukkuna heldur taktu málin í

þínar hendur og gerðu allt sem í þínu valdi stendur til að brandið þitt, þ.e. hugsanir fólks og tilfinningar til þín, sé til þess fallið að það skipti við þig.

Allir þessir hlutir segja þér hvaða skilaboð virka best á Facebook, hvernig útlitið á að vera á markaðsefninu þínu, í hvaða fjölmiðlum er gott að birtast o.s.frv. Þú þarft að velja markaðsaðgerðirnar þínar í samræmi við stefnuna, koma þeim í gott kerfi svo þær taki sem minnstan tíma, peninga og orku en nái samt sem mestum árangri og vinni sem best saman að því að draga til þín viðskipti. Þegar þú vinnur grunnvinnuna almennilega þá er 80% af markaðsstarfinu komið og allt sem þú gerir verður margfalt áhrifaríkara. Taktu skref til baka og skoðaðu grunninn – ég get lofað því að það er þess virði.

Þóranna K. Jónsdóttir, MBA er markaðsráðgjafi og hefur þróað MáM þjálfunina í samstarfi við fjölda íslenskra fyrirtækja.

Frekari upplýsingar finnur þú á www.thoranna.is og www.mam.is

Markaðsstarf þitt mun eflast við það

Þóranna K. Jónsdóttirmarkaðsráðgjafi

Taktu skref til baka

Page 56: FKA bladid 2013

[ Pfa� ]

PANTONE

PANTONE 186 C

Æskilegt er að merki Pfa� sé notað í rauðum lit allsstaðar sem mögulegt er.

Í undantekningartilfellum má nota merkið hvítt, ef um dökkan bakgrunn og svarthvíta prentun er að ræða

CMYK - �órlitur

CYAN 10% / MAGENTA 100% / YELLOW 90% / BLACK 0%

Svarthvítt

BLACK 100%

Negatíft

Dýrabær Hlíðasmára 9, Kóp. sími 553-3062 Dýrabær Smáralind sími 554-3063

Dýrabær Kringlunni sími 511-2022 • www.dyrabaer.is

Allt fyrir hunda og ketti

Hundasnyrtistofa og gæludýravörur

FKA hvetur lesendur til að eiga viðskipti við eftirtalin fyrirtæki:

Vínlandsleið 16, Grafarholti

113 Reykjavík

Sími 577 1770

[email protected]

www.urdarapotek.is

Urðarapótek er glæsilegt apótek, frábærlega staðsett að Vínlandsleið 16 í Grafarholti, með gott aðgengi og næg bílastæði. Við bjóðum upp á úrval af barnavörum, heilsuvörum, vítamínum, húðvörum, snyrtivörum og alla almenna apótekaþjónustu.

Minnum sérstaklega á fría skömmtun í lyfjabox. Sendum vörur heim sé þess óskað.

Okkar metnaður er að veita frábæra þjónustu, hlökkum til að sjá þig.

Opið virka daga kl. 09:00-18:30 og laugardaga kl. 12:00-16:00

Verið velkomin í Urðarapótek í Grafarholti

Vinnum saman gegn launamun kynjanna

Vinnum saman gegn launamun kynjanna

www.pwc.com/is

Samkvæmt jafnréttislögum ber að greiða körlum og konum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Jafnlaunaúttekt PwC gefur upplýsingar um raunverulegan launamun kynjanna hjá þínu fyrirtæki.

Jafnlaunaúttekt PwC

PwC á Íslandi er framsækið og taust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem skilgreinir sig sem þekkingarfyrirtæki sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.

PwC | Skógarhlíð 12 | 105 Reykjavík | S. 550 5300

Page 57: FKA bladid 2013

EF

LIR

alm

an

na

ten

gs

l /

H

NO

TS

GU

R g

rafí

sk

nn

un

Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • [email protected] • www.jsb.is

Líkamsrækt á rólegri nótunum fyrir konur 60 ára og eldri. 9 eða 18 vikna námskeið

- 2x í viku - morguntímar.

Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Frábær leið til líkamlegrar og andlegrar

uppbyggingar. 6 vikna námskeið – 2x í viku – morgun-, hádegis- og síðdegistímar.

Opnir tímar með fjölbreytilegri líkamsrækt frá morgni til kvölds 6 daga vikunnar. Þrek, þol,

liðleiki, pallar, lotuþjálfun, tabata dansívaf ... eitthvað fyrir alla! ATH! Nýir tímar í heitum sal,

sérstakir miðjutímar ofl.

S&Sstutt og strangt

HOTYOGA

Krefjandi æfingakerfi sem miðar að betri líkams-stöðu m.a. með því að styrkja djúpvöðva í kvið

og baki og lengja vöðva. 6 vikna námskeið – 2x í viku – morgun- og síðdegistímar.

Rétta leiðin til að breyta um lífsstíl, komast í kjörþyngd og gott form. 6 vikna námskeið –

3x í viku – morgun-, dag og kvöldtímar.Bjóðum sérstaka síðdegistíma fyrir 16-20 ára.

Markvissar æfingar í tækjasal með persónu-legri leiðsögn og aðhaldi. Hámark 6 í hóp.

Tilvalin leið til að koma sér í gang!2 vikna námskeið – 5x í viku.

Farið í gegnum röð af yogastöðum í heitum sal. Teygjanleiki vöðvanna aukinn, mikill sviti og

vellíðan. 6 vikna námskeið – 2x í víku – síðdegis- og kvöldtímar.

Æfingakerfi Báru Magnúsdóttur - aðaláherslan lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð.

Aðeins 15 í hóp. 6 vikna námskeið 2x í viku – morgun- og síðdegistímar.

Velkomin í okkar hóp!

miðjuþjálfun og lóð

Mitti, mjaðmir, magi og handleggirHákeyrslu brennsla!

Nýtt 12 tíma námskeið

Staðurinn - Ræktin

Í tilefni þess bjóðum við 45% afslátt af öllum kortum og nýjum námskeiðum

Ný námskeið hefjast 1. apríl - innritun í síma 581 3730

Við eigum

Afmælistilboðið gildir til 31. mars

Öllum námskeiðum fylgir frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal!

45 ára starfsafmæli!

Page 58: FKA bladid 2013

Zeus Heildverslun – SIA

Austurströnd 4 – S: 561 0100 www.sia-homefashion.com

FKA / 58

Karitas er hjúkrunar- og ráðgjafarþjónusta fyrir fólk með langvinna og ólæknandi sjúk-dóma. Sögu fyrirtækisins má rekja til ársins 1992 þegar þær Hrund Helgadóttir og Þóra Björg Þórhallsdóttir stofnuðu Heimastoð í sam-vinnu við krabbameinslækningadeild Land-spítalans sem seinna fékk nafnið Hjúkrunar-þjónustan Karitas og starfaði eftir hugmynda-fræði WHO um líknarmeðferðir.

Árið 2008 varð Karitas að einkahlutafélagi og fékk þá nafnið Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafar-þjónustan. Í dag eru eigendurnir fjórir hjúkr-unarfræðingar, Ásdís Þórbjarnardóttir, Berg-þóra Jóhannsdóttir, Berglind Víðisdóttir og Valgerður Hjartardóttir og auk þeirra starfa þrír aðrir hjúkrunarfræðingar hjá fyrirtækinu.

Aukin lífsgæði

„Við erum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs-menn með sérþekkingu og áratuga reynslu af heimaþjónustu fyrir einstaklinga með lífshættu-lega og/eða alvarlega langvinna sjúkdóma“ segir Berglind. Hún segir þörfina mikla og fleiri þurfi á þessari þjónustu að halda en þær geti sinnt. „Það var stigið stórt skref í rétta átt þegar gerður var þríhliða samningur milli okkar, Sjúkratryggingastofnunar Íslands og Landspíta-la árið 2009. Sá samningur hefur verið að taka breytingum og þróast en eftir honum vinnumvið. Samningur okkar við Sjúkratryggingar Ís-lands gerir okkur kleift að sinna ákveðið mörg-um sjúklingum á ári. Það má líka orða það sem svo að við séum með ákveðinn kvóta sem við virðum en vissulega er erfitt að geta ekki lagt öllum þeim lið sem á þurfa að halda. Hug-myndafræði okkar miðar að því að auka lífsgæði sjúklinga og á bæði við um fólk með ólæknandi sjúkdóma og þá sem eru í erfiðum meðferðum. Stærstur hluti þjónustunnar fer fram á heimili sjúklinganna en þó hefur þróunin síðustu ár verið í þá átt að fólk hefur í meira mæli en áður líka samband símleiðis og með tölvupóstum.

Sumir eru að leita upplýsinga, aðrir hafa mikla þörf fyrir þjónustu en kjósa frekar þessa leið frekar en að fá hjúkrunarfræðing heim. „Þetta er athyglisverð þróun“ segir Berglind og nefnir sem dæmi að árið 2010 voru afgreidd um 4000 símtöl í þjónustunni en yfir 7000 árið 2012. Skýringin á þessar miklu fjölgun er ekki ljós en ein af ástæðunum gæti verið sú að merkjanleg-ur munur er á almennri stöðu fólks í samfé-laginu. „Við verðum greinilega varar við minna þol hjá fólki gagnvart erfiðleikum. Fjárhagsáhyggjur eru meiri en áður og ótti aðstandenda við að missa vinnu vegna veikinda heima fyrir hefur aukist. En svo má heldur ekki gleyma því að samskiptaleiðir fólks eru að breytast og við verðum að sjálfsögðu að vera í takt við samtím-ann. “

Framsækið fyrirtæki

Karitas starfar á höfuðborgarsvæðinu en draumurinn er að efla starfsemina og byggja upp þjónustu víðar á landinu. „Já við hugsum stórt“ segir Berglind og brosir. „Það eru for-réttindi að fá að starfa við að auka lífsgæði annarra og ekkert sem getur gefið manni meira. Við vinnum oft með fólki á þeirra erf-iðustu stundum, sjúklingum og aðstandendum og sjáum kærleikann í sinni skærustu mynd í hverri viku. En við erum ekki líknarfélag heldur framsækið fyrirtæki og viljum því eðli málsins samkvæmt vaxa og dafna öllum til hagsbóta. “

„Líknarmeðferð (e. Palliative Care) er meðferð sem miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga sem eru með lífshættulega sjúkdóma og fjöl-

skyldna þeirra. Meðferðin felst í að fyrir-byggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri

og andlegri þjáningu. Líknarmeðferð getur átt við snemma á veikindatímabili samhliða ann-arri meðferð sem notuð er til að lina einkenni

og lengja líf“ (WHO, 2010).

„Sjáum kærleikann oft í sinni skærustu mynd“

Karitas ehf. hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustaBerglind Víðisdóttir hjúkrunarfræðingur

Page 59: FKA bladid 2013

Atlantsolía / Lónsbraut 2 / 220 Hafnarfjörður / Sími 591 3100 / www.atlantsolia.is

BRR BRR

PÍBB PÍBB

GLUGG GLUGG

HÚRRAAA

Page 60: FKA bladid 2013

Vorvörurnar streyma inn...

By Malene Birger

BZR by bruuns bazaar

Saint Tropez

Soaked in Luxury

Margit Brandt

Black lilly

Ange

5 Units

Northland

Rosemunde

Crabtree & Evelyn

Hultquist

Lux

Vor 2013

Smáralind | s.512 1744 | www.ntc.is | erum á