fib bladid 2 tbl 2014

56
1 2.tbl. 2014 FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA SUMARDEKKIN 2014 BESTU BARNABÍLSTÓLARNIR 23 VEGATOLLUR & UMFERÐASEKTIR Í EVRÓPU VEGAHANDBÓKIN BIFREIÐAÞJÓNUSTA FÍB VERSLUN AFSLÆTTIR SHOW YOUR CARD FÍB APPókeypis ÖRYGGI & SPARNAÐUR TRYGGINGAFÉLÖGIN HAFA ENGU GLEYMT SPILA Á BÓTASJÓÐINA EINS OG HARMONIKKU

Upload: felag-islenskra-bifreidaeigenda

Post on 01-Apr-2016

257 views

Category:

Documents


15 download

DESCRIPTION

FÍB Blaðið kemur út 3svar á ári (mars/ júlí /okt) og er sent til 15.000 félagsmanna FÍB og bifreiðatengd fyrirtæki um allt land. Blaðið er fullt af fróðleik um bílinn,umferðina, umhverfismál, fjölskylduna í bílnum, sértilboð, hagsmunabaráttu bifreiðaeigenda o.fl.

TRANSCRIPT

Page 1: Fib bladid 2 tbl 2014

1

2.tbl. 2014

F É L A G Í S L E N S K R A B I F R E I Ð A E I G E N D A

SUMARDEKKIN 2014

BESTU BARNABÍLSTÓLARNIR23

VEGATOLLUR & UMFERÐASEKTIR Í EVRÓPU

VEGAHANDBÓKIN BIFREIÐAÞJÓNUSTA FÍB VERSLUN AFSLÆTTIR SHOW YOUR CARD

FÍB APPIÐókeypis

ÖRYGGI & SPARNAÐUR

TRYGGINGAFÉLÖGIN HAFA ENGU GLEYMTSPILA Á BÓTASJÓÐINA EINS OG HARMONIKKU

Page 2: Fib bladid 2 tbl 2014

2

Page 3: Fib bladid 2 tbl 2014

3

Page 4: Fib bladid 2 tbl 2014

4

LÖÐUR

Við erum nærri þér!

Löður • hreinlega allstaðar!www.lodur.is

Page 5: Fib bladid 2 tbl 2014

5

ÚTGEFANDI

FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA

Ritstjóri

Stefán Ásgrímsson

Ábyrgðarmaður

Runólfur Ólafsson

HÖFUNDAR EFNIS

BOGI AuðarSON

Róbert Már Runólfsson

RUNÓLFUR ÓLAFSSON

Stefán Ásgrímsson

UMBROT / Ljósmyndun

Bogi Auðarson

Stefán Ásgrímsson

Prentun

Ísafoldarprentsmiðja

AUGLÝSINGAR

FÍB - Bogi Auðarson [email protected]

UPPLAG

16.500

FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA

skúlagata 19

101 Reykjavík

Sími: 414-9999

Fax: 414-9998

Netfang: [email protected]

Veffang: www.fib.is

FÍB Blaðið kemur út þrisvar á ári

og er innifalið í árgjaldinu.

Árgjald FÍB er kr. 6.960.-

Heimilt er að vitna í

FÍB blaðið í öðrum fjölmiðlum

sé heimildar getið

Runólfur ÓlafssonFramkvæmdarstjóri

Tungan er vandmeðfarin og orð eru dýr. Í framtíðarskáldsögu sinni 1984 lýsir George Orwell

stjórnarháttum í hjálendunni Airstrip One sem áður hét Stóra Bretland en tilheyrir, þegar sagan gerist, stórríkinu Oceaníu. Alræðisstjórn ríkir og kallast hún Stóri-Bróðir. Alsjáandi augu og eyru Stóra Bróður fylgjast með hverri hræringu og hverri hugsun þegnanna. Þróað hefur verið nýtt tungumál; Newspeak, þar sem búið er að snúa merkingu orða og hugtaka gersamlega á haus. Öll frjáls hugsun og tjáning hefur verið bannfærð að viðlögðum refsingum.

Skáldsaga Orwells var þegar hún kom út árið 1949, ekki án tilefnis þá og er það síður en svo í dag. Það er nefnilega ekki óalgengt að valdafólk og valdastofnanir tjái sig á einhverskonar Newspeak tungumáli þegar þeim finnst mikið við liggja. Svo segjast menn eftir á, ýmist aldrei hafa sagt það sem þeir sögðu eða þá að það sem sagt var þýði eitthvað allt annað en ætla hefði mátt af orðanna hljóðan. Í þessum Orwellska anda er svo greint frá því í fréttum og tilkynningum að t.d. skattahækkanir séu í rauninni skattalækkanir, að gjaldskrárhækkanir séu í raun gjaldskrárlækkanir og allt er þetta klætt í búning orðskrúðs og vífilengja sem ætlað er að gera hlutina torskiljanlega svo að helst útilokað sé að greina hismið frá kjarnanum.

Í okkar landi ganga ríkisvald og stórfyrirtæki í fáokun oftar en ekki hönd í hönd og á þeirri göngu eru hagsmunir neytenda, sem er allur almenningur, ekki forgangsmál. Þetta hefur í áranna rás orðið ljóst æ ofan í æ. Um einn anga þessarar samtvinnunar má nú lesa hér í þessu blaði í grein okkar um bótasjóði tryggingafélaganna á bls 12.

Þótt bæði fulltrúar trygginga-fyrirtækjanna íslensku og annarra fáokunarfyrirtækja og hafi gjarnan á tungu fögur orð um nauðsyn

heilbrigðrar samkeppni og að hún tryggi best hagsmuni neytenda og eðlilegt og rétt verð á þjónustunni þá er engu líkara en menn séu bara að tala Newspeak. Þeir séu í raun að meina hið gagnstæða.

Það sýndi sig glöggt fyrir um tveim-ur áratugum þegar FÍB átti þátt í því að fá erlendan vátryggjanda af Lloyd´s tryggingamarkaðinum hingað til lands til að vátryggja bifreiðar félagsmanna FÍB. Þá var gripið til ítrustu bellibragða til að kæfa þessa merku tilraun til þess að koma á virkri samkeppni og þeir opinberu aðilar sem þá áttu að heita framverðir almennings, hlupust undan merkjum.

Í greininni á bls 12 er greint frá því hvernig tryggingafélögin eru enn og aftur farin að nota bótasjóðina eftir því sem best hentar þeirra eigin hagsmunum. Bótasjóðirnir eru í raun og veru þeir fjármunir sem lagðir eru til hliðar og eiga síðar að duga til þess að greiða út tjónabætur vegna áætlaðra slysa í framtíðinni. Þessar slysaáætlanir eru hins vegar í raun og veru og fyrst og fremst leikur að tölum. Ýmist eru þær feluleikur með hagnað til að sleppa við skatta og kröfur um iðgjaldalækkun, eða til að sýna arðsemi þrátt fyrir að allt sé í klessu eftir vist þessara fyrirtækja í tröllahöndum efnahagsbólu og síðan hruns.

Við hvetjum lesendur blaðsins að lesa þessa grein. Hún varpar skýru ljósi á vinnubrögð fáokunarfyrirtækja og ríkisvalds og hvernig verið er að velta tjóni af mistökum og glannaskap yfir á herðar almennings.

ORÐ GETA VERIÐ DÝR

Page 6: Fib bladid 2 tbl 2014

6

Stefán Ásgrímsson ritstjóri

Efnisyfirlit

8 Nýtt þjónustusvæði Blönduós

9 Nýja FÍB appið

10 Bestu barnabílstólarnir

12 Bótasjóðirnir bólgna á ný

18 Sumardekkin 2014

28 Sumarborgin Lissabon

30 Íslenskur bíll á Silverstone

34 Vegatollar í Evrópu

35 Hefurðu týnt bílnum þínum?

36 Bíllyklar eru rafeindabúnaður

38 Borgarfjórhjól árekstrarprófuð

40 Ódýrari, einfaldari bílar

42 Umferðarsektir í Evrópu

44 Greiðslukortatryggingarnar

46 Nissan Qashqai reynsluakstur

48 Peugeot 308 reynsluakstur

50 Rafmagn í umferðinni

52 FÍB verslunin

53 FÍB skírteinið með í fríið

55 Bifreiðatengd þjónusta

hámarkshraða, ölvunarakstri, far-símanotkun undir stýri, fyrir að hunsa stöðvunarskyldu, aka gegn rauðu ljósi og leggja ólöglega. Skemmst er frá að segja að viðurlög við þessum brotum eru alls staðar þung, en sumsstaðar óheyrilega þung og geta auðveldlega sett fjölskyldufjárhaginn alvarlega úr skorðum. Farsælast er því að gera sér far um að fara að reglum í hvívetna og hlýða fyrirmælum umferðarskilta, vegmerkinga og lögreglu. Þá er næsta víst að yfirvöld í ferðalandinu eigi fátt vantalað við mann.

FÍB óskar félagsmönnum sínum og öllum þeim sem verða á ferðalagi í sumar, góðrar ferðar og farsældar og notalegrar heimkomu að fríinu loknu.

Nú er há-sumarleyfistíminn genginn í garð og þetta tölublað FÍB blaðsins að talsverðu leyti helgað því. Af ferða-tengdu efni í blaðinu má þannig nefna nýja prófun sem ADAC í Þýskalandi hefur gert á gæðum barnabílstóla en hana er að finna á bls. 10.

Margir Íslendingar verða akandi erlendis í sumarfríinu, ýmist á eigin bílum eða bílaleigubílum. Þeim má benda á samantekt ADAC og okkar á sektum við nokkrum algengum umferðarlagabrotum í 34 Evrópuríkjum, svo sem akstri yfir

SUMARDEKKIN

2014

10

12

NÝJUSTU OG BESTU BARNABÍLSTÓLARNIR

18

BÓTASJÓÐIRNIR

BÓLGNA Á NÝ

GLEÐILEGT SUMARFRÍ

Vegatollar í Evrópu

Page 7: Fib bladid 2 tbl 2014

7

www.kia.com

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

4-1

37

5

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

Nýr Kia SportageKomdu og reynsluaktu

Nú er Kia Sportage kominn í nýrri útfærslu með breyttu útliti, enn betri hljóðeinangrun og skemmtilegum nýjungum. Nýr Kia Sportage er öflugur og sparneytinn sportjeppi sem eyðir frá 6,0 l/100 km í blönduðum akstri. Fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur.

Að sjálfsögðu er 7 ára ábyrgð á nýjum Kia Sportage, svo hún gildir til ársins 2021.

Komdu og reynsluaktu, við tökum vel á móti þér.

Sparneytinn og kraftmikill dísilbíll

Í tilefni af því að Kia er einn aðalstyrktaraðili HM í Brasilíu bjóðum við sérútbúinn Kia Sportage á sérstöku tilboðsverði.

Kia Sportage – World Cup Edition: 2,0 dísil, sjálfskiptur, 4wd, leðurinnrétting, bakkmyndavél, 7” snertiskjár, íslenskt leiðsögukerfi, litað gler aftur í og margt fleira.

Nýr Kia Sportage í sérstakri World Cup Edition

Verð frá 5.990.777 kr.Nýr Kia Sportage 2,0 dísil, beinskiptur 6 gíra, 4wd

GLEÐILEGT SUMARFRÍ

Page 8: Fib bladid 2 tbl 2014

8

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

FRÉT

TIR

Sergio Marchionne forstjóri Fiat/Chrysler sagði á málþingi í Washington nýlega að

fyrirtækið tapaði 14 þúsund dollurum á sérhverjum seldum rafbíl af Fiat 500 gerð. “Ég vona bara að þið kaupið hann ekki,” sagði Marchionne. Ummælin féllu þegar hann var inntur eftir söluátaki sem er að hefjast í Oregon ríki í Bandaríkjunum.

Á síðasta ári þegar almenn sala á rafmagnsútgáfu Fiat 500 var að hefjast í Kaliforníu, sagði Marchionne við fréttamenn að hann reiknaði með að tapa um það bil 10 þúsund dollurum á hverjum seldum raf-Fiat 500. Það virðist því sem hann hafi vanreiknað sig þá um fjögur þúsund dollara.

Grunnverð á rafmagns-Fiat 500 er frá 32.300 dollurum. Það er þó alls

ekki það verð sem neytendur greiða fyrir bílinn því að frá verðinu dragast þættir eins og afslættir en mestu munar um ríkulegar meðgjafir frá ríki og sveitarfélögum sem meðal annars felast í ýmiskonar skattaafsláttum og beingreiðslum. Það sem neytandinn greiðir er þannig rúmur helmingur verðsins eða frá 19.300 dollurum.

En þrátt fyrir þetta eru rafbílar sáralítill hluti nýskráðra bíla í Bandaríkjunum eins og í flestum öðrum bílalöndum. Ástæðurnar eru taldar fyrst og fremst vera hátt verð á rafhlöðunum í bílunum og síðan langur endurhleðslutími og skammdrægi. Frá upphafi ársins til og með apríl voru um 15 þúsund rafbílar nýskráðir í Bandaríkjunum en það er níu prósenta aukning miðað við sama tímabíl í fyrra.

EKKI KAUPA FIAT RAFBÍLINN!

NÝTT ÞJÓNUSTUSVÆÐIBLÖNDUÓS

- FORSTJÓRI fIAT/CHRYSLER SEGIST TAPA $14 ÞÚS. Á HVERJUM FIAT 500 RAFBÍL

Þjónustan er veitt innan tilgreindra þjónustusvæða sem nánar eru skilgreind í þjónustubók FÍB. Þjónustubók FÍB er uppfærð árlega og send félagsmönnum. Hana er jafnframt að finna á heimasíðu félagsins; www.fib.is.Þjónusta FÍB aðstoðar ehf er veitt skuldlausum félagsmönnum FÍB innan hinna skilgreindu þjó-nustusvæða. Þeir eiga tilkall til þjónustunnar innan sérhvers af

Nýtt þjónustusvæði FÍB Aðstoðar bætist í hóp þeirra sem fyrir eru

laugardaginn 5. júlí nk. Hið nýja þjónústusvæði er Blönduós og nágrenni. Þjónustuaðili er Hans Vilberg Guðmundsson og fyrirtæki hans, Pöntunar- og viðgerða- þjónusta Villa að Ásbraut 19, 540 Blönduósi. Hið nýja þjónustusvæði nær til þéttbýlisins á Blönduósi og svæði-sins umhverfis Blönduós til allra átta. Endimörk þjónustusvæði-sins miðast við Gunnsteinsstaði, Steinkot, Þverá og Árbakka. FÍB Aðstoð ehf. er hjálpar-þjónusta FÍB. FÍB aðstoð ehf rekur hjálparþjónustu á helstu þéttbýlis-stöðum landsins og út frá þeim.

þjónustusvæðunum hvar sem er á landinu. Þjónustan er þannig óháð búsetu félagsmanns. Þjónusta FÍB Aðstoðar ehf. er án endurgjalds fyrir FÍB félaga.

Hans Vilberg Guðmundsson ásamt dóttur sinni Mörtu Karen Vilbergsdóttir

Page 9: Fib bladid 2 tbl 2014

9

EKKI KAUPA FIAT RAFBÍLINN!

FÍB APPIÐ KEMUR Í JÚLÍ ÖRYGGI & SPARNAÐURBEINT Í SÍMANN

Hringdu í FÍB Aðstoð Start - dekkjaskipti -

eldsneyti - dráttarbíll

Vegahandbókina í öllu sínu veldi er hægt að nálgast í FÍB appinu.Vegahandbókar við-bótin vísar þér til vegar með upplýsingum um meira en 3000 staði víðsvegar um Ísland. Í Vegahandbókinni eru upp-lýsingar um alla skráða þjónustuaðila sem skipta þúsundum. Það eru gisti- og veitingastaðir, menning og listir, söfn, sam-göngur, upplýsingamiðstöðvar og margt fleira. Félagsmenn FÍB geta keypt í vefversluninni á fib.is fullan rafrænan aðgang (voucher) að Vegahandbókinni í FÍB appið. Aðganginn má einnig kaupa í FÍB versluninni að Skúlagötu 19. Aðgangurinn kostar aðeins kr. 1.500.-.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda býður nú félagsmönnum sínum uppá „app” til nálgast upplýsingar um vegaaðstoð og sparnað, beint í snjallsímann:

- FÍB Aðstoð, Þjónustusvæði, dekkjaskipti, startaðstoð, eldsneytisaðstoð, ráðgjöf. - FÍB afsláttur, verkstæði, skoðunarstöðvar, hjólbarðar, smurþjónusta o.s.frv.- Vegahandbókin, hér er nýjasta afurðin 2014 komin í snjallsímaútgáfa.

FÍB appið er einfalt í notkun og aðgengilegt.

Appið er frítt og er hannað fyrir iOS stýrikerfið og Android stýrikerfið. Hægt er að ná í appið með því að fara inná heimasíðu FÍB / fib.is og smella á hvíta farsímann á forsíðunni. Einnig er hægt að fara í Google Play Store og App Store í símanum og leita að FÍB app.

FÍB samstarfsaðilar/afslættir Félagsmenn FÍB njóta betri kjara hjá fjölda fyrirtækja innanlands. Allar upp- lýsingar um FÍB afslætti innanlands finnur þú í appinu.

Á FÍB Íslandskortinu sérð þú hvar þú ert á þjónustu-

svæði FÍB Aðstoðar og hvar FÍB afslátt er að finna. Þúsundir staða sem skráðir

eru í vegahandbókinni finnur þú einnig í kortinu.

Appið er frítt og er hannað fyrir iOS stýrikerfið og Android stýrikerfið.

Skannaðu QR kóðanntil að nálgast FÍB appið. Þín staðsetning

Uppáhaldsstaðir

Íslenska Enska Þýska

Leit

FÍB appið finnur þú

á fib.is

Page 10: Fib bladid 2 tbl 2014

10

ÖRY

GG

I BAR

NAN

NA

28 barnasæti í sjónhendingu:

Barnastólaprófun 2014

Gerð/þyngdarflokkur Verð í € Öry

ggi

Um

geng

niog

þæ

gind

i

Mei

nefn

a-m

ælin

g

Hrei

nsun

og v

iðha

ld

Heild

arei

nkun

n

1)

2)

3)

Vægi í prósentum

að 13 kílóum (0/0+), að ca. 1,5 ára aldri

að 18 kílóum (0+/1), að ca. 4 ára aldri

I gerð (nýr staðall), 67-105 sm, ca. 1 til 4 ára

9 til 18 kíló (I), ca. 1 til 4 ára

9 til 36 kíló (I/II/ III), ca. 1 til 12 ára

15 til 36 kíló (II/III), ca. 4 til 12 ára

Prófaður var Bébé Comfort Pebble sem er sami stóll. Umsagnirnar nægjanlegt eða eða lélegt, lækka heildareinkunnina.Hátt hlutfall skaðlegra efna lækkar heildareinkunnina

1) 2)

3)

Eink

unna

gjöf

:M

jög

gott

(0,6

-1,5

)Go

tt (1

,6-2

,5)

gjan

legt

(2,5

-3,5

)Va

rla n

ægj

anle

gt (3

,6-4

,5)

Ófu

llnæ

gjan

di (4

,6-5

,5)

9 til 25 kíló (I/II), ca. 1 til 7 ára

að 13 kílóum (0+), að ca. 1,5 ára aldri

28 barnasæti í sjónhendingu:

Barnastólaprófun 2014

Gerð/þyngdarflokkur Verð í € Öry

ggi

Um

geng

niog

þæ

gind

i

Mei

nefn

a-m

ælin

g

Hrei

nsun

og v

iðha

ld

Heild

arei

nkun

n

1)

2)

3)

Vægi í prósentum

að 13 kílóum (0/0+), að ca. 1,5 ára aldri

að 18 kílóum (0+/1), að ca. 4 ára aldri

I gerð (nýr staðall), 67-105 sm, ca. 1 til 4 ára

9 til 18 kíló (I), ca. 1 til 4 ára

9 til 36 kíló (I/II/ III), ca. 1 til 12 ára

15 til 36 kíló (II/III), ca. 4 til 12 ára

Prófaður var Bébé Comfort Pebble sem er sami stóll. Umsagnirnar nægjanlegt eða eða lélegt, lækka heildareinkunnina.Hátt hlutfall skaðlegra efna lækkar heildareinkunnina

1) 2)

3)

Eink

unna

gjöf

:M

jög

gott

(0,6

-1,5

)Go

tt (1

,6-2

,5)

gjan

legt

(2,5

-3,5

)Va

rla n

ægj

anle

gt (3

,6-4

,5)

Ófu

llnæ

gjan

di (4

,6-5

,5)

9 til 25 kíló (I/II), ca. 1 til 7 ára

að 13 kílóum (0+), að ca. 1,5 ára aldri

28 barnasæti í sjónhendingu:

Barnastólaprófun 2014

Gerð/þyngdarflokkur

Verð í €

Öryggi

Umgengniog þægindi

Meinefna-mæling

Hreinsunog viðhald

Heildareinkunn

1)

2)

3)

Vægi í prósentum

að 13 kílóum (0/0+), að ca. 1,5 ára aldri

að 18 kílóum (0+/1), að ca. 4 ára aldri

I gerð (nýr staðall), 67-105 sm, ca. 1 til 4 ára

9 til 18 kíló (I), ca. 1 til 4 ára

9 til 36 kíló (I/II/ III), ca. 1 til 12 ára

15 til 36 kíló (II/III), ca. 4 til 12 ára

Prófaður var Bébé Comfort Pebble sem

er sami stóll. U

msagnirnar næ

gjanlegt eða eða lélegt, lækka heildareinkunnina.

Hátt hlutfall skaðlegra efna læ

kkar heildareinkunnina

1)2)

3)

Einkunnagjöf: Mjög gott (0,6-1,5) Gott (1,6-2,5) Nægjanlegt (2,5-3,5) Varla nægjanlegt (3,6-4,5) Ófullnægjandi (4,6-5,5)

9 til 25 kíló (I/II), ca. 1 til 7 ára

að 13 kílóum (0+), að ca. 1,5 ára aldri

28 barnasæti í sjónhendingu:

Barnastólaprófun 2014

Gerð/þyngdarflokkur

Verð í €

Öryggi

Umgengniog þægindi

Meinefna-mæling

Hreinsunog viðhald

Heildareinkunn

1)

2)

3)

Vægi í prósentum

að 13 kílóum (0/0+), að ca. 1,5 ára aldri

að 18 kílóum (0+/1), að ca. 4 ára aldri

I gerð (nýr staðall), 67-105 sm, ca. 1 til 4 ára

9 til 18 kíló (I), ca. 1 til 4 ára

9 til 36 kíló (I/II/ III), ca. 1 til 12 ára

15 til 36 kíló (II/III), ca. 4 til 12 ára

Prófaður var Bébé Comfort Pebble sem

er sami stóll. U

msagnirnar næ

gjanlegt eða eða lélegt, lækka heildareinkunnina.

Hátt hlutfall skaðlegra efna læ

kkar heildareinkunnina

1)2)

3)

Einkunnagjöf: Mjög gott (0,6-1,5) Gott (1,6-2,5) Nægjanlegt (2,5-3,5) Varla nægjanlegt (3,6-4,5) Ófullnægjandi (4,6-5,5)

9 til 25 kíló (I/II), ca. 1 til 7 ára

að 13 kílóum (0+), að ca. 1,5 ára aldri

Eftir að reglubundnar öryggis- og gæðaprófanir á barnabílstólum hófust fyrir rúmum áratug,

hefur þessi öryggisbúnaður stöðugt orðið betri og öruggari. Þetta nýja öryggispróf ADAC í Þýskalandi á 28 barnastólum og -sætum leiðir í ljós að barnastólarnir hafa aldrei reynst betri og eiga vafalítið eftir að batna enn á næstu árum. Stólarnir eru ekki bara öruggari, heldur líka orðnir meðfæri-legri. Það er auðveldara að koma þeim fyrir og fjarlægja þá aftur úr bílunum og það er auðveldara að halda þeim hreinum en áður var. Reyndar voru 34 stólar prófaðir en sex reyndust ekki ná máli og koma því ekki fram í töflunni.

Mikilvægur þáttur bætts barnaörygg-isbúnaðar felst í hinu staðlaða Isofix festingakerfi til að festa barnastól í bílnum í stað þess að festa hann með öryggisbeltunum. Isofix festingarnar gera það bæði auðvelt og fljótlegt að festa stólinn og losa hann. Þá situr stóllinn mun stöðugar og traustar en ef hann er einungis festur með öryggis-

BARNASTÓLAPRÓFUN23 barnasæti í sjónhendingu:

Page 11: Fib bladid 2 tbl 2014

11

BARNASTÓLAPRÓFUN23 barnasæti í sjónhendingu:

Nýr framtíðarstaðall fyrir barnastóla

· 28 tegundir öryggisprófi

· Ein tegund «mjög góð», 18 «góðar», ein «ófullnægjandi»

· Enginn með of hátt eiturefnainnihald

· 4 bakvísandi stólar fyrir börn að 13 kg

· Einn fjölstærðarstóll samkvæmt nýjum I-staðli

beltinu. Nú er það orðið lögskylt að allir nýir fólksbílar séu með Isofix festingum fyrir barnastóla. Isofix festingakerfið hefur þróast í tímans rás og ný og endurbætt gerð þess sem sérstaklega er aðlöguð að nýja I-staðli-num er væntanleg innan tíðar.

Í þessu nýja barnastólaprófi ADAC sem gert var fyrir evrópsku bifreiða-eigendafélögin í byrjun júní, var ein-ungis einn stóll sem byggður er sam-kvæmt hinum nýja I-staðli (I-Size). Þessi nýi stóll er sveigjanlegri en eldri stólar gagnvart vaxandi stærð barnsins og getur því nýst lengur. Ennfremur er hann hannaður þannig að hann á að passa í alla bíla sem á annað borð eru með Isofix festingum, bæði þeim sem nú eru í bílunum og einnig þeim nýju (I-Size) sem væntanlegar eru. Annar kostur nýju I-stólanna er sá að þá má jafnt festa í bílinn þannig að þeir séu bakvísandi eða framvísandi. Öryggi barna er nefnilega talið best borgið í bakvísandi stól eins lengi og mögulegt er eða þar til þau eru orðin a.m.k. 15 mánaða gömul.

I-Size barnastólar eru það mikil nýjung að helstu framleiðendur gæða-stóla hafa fæstir enn náð því að breyta framleiðslulínum sínum sem sjá má af því að einungis einn I-stóll náði inn í könnunina nú. En hann stóðst eldraunina með glans, en það gerðu reyndar margir stólanna einnig. En könnunin leiðir samt í ljós að ennþá er verulegur munur á þeim bestu og þeim sístu eins og sjá má af töflunni. Algengasta fallgryfja þeirra stóla sem ekki ná máli er sú hversu flókið er að festa þá í bílinn og hætta er mikil á því að þeir séu ranglega festir.

Page 12: Fib bladid 2 tbl 2014

12

TRYGGINGAFÉLÖGIN HAFA ENGU GLEYMT

Í gegnum tíðina hafa tryggingafélögin spilað á bótasjóðina eins og harmonikku til að auðgast á bíleigendum. Nýjustu tölur benda til að fátt, ef þá nokkuð, hafi breyst í þeim efnum.

FÍB hefur í gegnum tíðina vakað yfir okri tryggingafélaganna á bíleigendum. Ekki hefur veitt af. Á tíunda áratug síðustu aldar og fram yfir aldamót stunduðu tryggingafélögin víðtækt samráð um hreina og tæra rányrkju í bílatryggingum. En svo lentu þau sjálf í ræningjahöndum.

BÓTA

SJÓ

ÐIR

NIR

Page 13: Fib bladid 2 tbl 2014

13

Page 14: Fib bladid 2 tbl 2014

14

Framlög tryggingafélagnna í bótasjóði vegna umferðar-tjóna gefa einna bestu mynd-

ina af því hvernig þau taka fjármuni af bíleigendum með óréttmætum hætti. Nýjustu tölur sýna að þau hafa engu gleymt.

Bótasjóðaleikurinn

Fjárplógsstarfsemin með bótasjóð-ina virkar nokkurn veginn svona:

Þegar tekjur af iðgjöldum eru hærri en raunveruleg tjón (bókfærð tjón), þá gefa tryggingafélögin út tilbúnar tölur um „tjón ársins.” Þessi tilbúnu „tjón” eru sögð endurspegla óvissu um endanlegt tjónauppgjör. Mismunur á raun-verulegum tjónagreiðslum og tilbúnum er settur í bótasjóði félaganna.

Raunverulegar tjónagreiðslur (bókfærðu tjónin) taka ekki miklum breytingum á milli ára. Aftur á móti sveiflast hin tilbúnu „tjón ársins” algjörlega án samhengis við veruleikann. Þar getur munað mörgum milljörðum króna milli ára, eins og t.d. milli

-1000

0

1000

2000

3000

4000

5000

6000

Mill

jóni

r kró

na

2000 og 2002.

Á árunum í kringum aldamótin höfðu tryggingafélögin með þessu móti marga milljarða króna á hverju ári af bíleigendum, sem þau lögðu í bótasjóðina þó að engin þörf væri á því. Auðvitað áttu þau miklu frekar að lækka iðgjöldin, en gerðu það ekki.

Með breytilegu framlagi í bóta-sjóðina eru tryggingafélögin ekki aðeins að hrúga upp sjóðum heldur einnig að stýra arðgreiðslum og þarmeð sköttum af starfseminni. Hjá venjulegu fyrirtæki hækkar arðsemin þegar tekjur eru langtum hærri en gjöld. Tryggingafélögin fela þessar miklu umframtekjur í bótasjóðunum og borga enga skatta af þeim.

En þegar verr gengur hjá trygg-ingafélögunum, vilja þau engu að síður sýna arðsemi. Þá grípa þau einfaldlega til þess að lækka áætluð

„tjón ársins,” án skýringa. Minna fer þá í bótasjóðina og meira verður eftir til að sýna að um ábatasama starfsemi sé að ræða.

Drápu samkeppnina með hjálp bótasjóðanna

Súluritið sem sýnir sveiflurnar í framlagi tryggingafélaganna í bótasjóðina segir allt sem segja þarf. Á árunum 1995-1997 lækkuðu tryggingafélögin iðgjöld bílatrygginga um 30% til að koma í veg fyrir að FÍB trygging næði hér fótfestu til að skapa samkeppni. Næstu árin á eftir, 1997 og 1998, voru framlög í bótasjóði tryggingafélaganna snarlækkuð. Þá höfðu tekjur félaganna lækkað vegna undirboðanna, en með því einfaldlega að draga úr „tjónum ársins” á pappírnum og borga þannig minna í bótasjóðina komust félögin hjá því að sýna tap.

Súluritið sýnir árlegt framlag tryggingafélaganna í bótasjóði bílatrygginga frá 1996 til 2012. Fjárhæðir eru á verðlagi í desember 2012. Tryggingafélögin spila á bótasjóðina eins og harmonikku til að okra á bíleigendum og sleppa við skattgreiðslur.

BÓTASJÓÐIR UPP OG NIÐUR

BÓTA

SJÓ

ÐIR

NIR

Page 15: Fib bladid 2 tbl 2014

15

Við fjármögnum nánast allt milli himins og jarðar: flæðilínur, flutningatæki,

flugvélar, fjórhjól, fasteignir, ferðaþjónustu, farartæki, ferðavagna og fjölmiðlatæki – og líka

fjölmarga aðra hluti sem ekki byrja á f.

Við aðstoðum með ánægju.

Page 16: Fib bladid 2 tbl 2014

16

BÓTA

SJÓ

ÐIR

NIR

tilbúinna „tjóna ársins” hjá trygg-ingafélögunum. Þrjú ár í röð var um mínustölur að ræða, enda þurftu tryggingafélögin á öllum iðgjöldunum að halda og rúmlega það til að sýna einhverja arðsemi. Árin 2007 og 2008 tóku tvö trygg-ingafélaganna samanlagt tvo mill-jarða króna út úr bótasjóðunum til að bæta stöðu sína, til að geta sýnt hagnað af rekstri, sem annars hefði enginn orðið.

Aftur er byrjað að dæla í sjóðina

Í bransa þar sem engin raunveruleg samkeppni ríkir virðast fyrirtæki ekki þurfa langan tíma til að ná jafnvægi þrátt fyrir áföll. Þetta sést á því hvernig tryggingafélögin hafa jafnt og þétt verið að hækka framlögin í bótasjóðina allt frá 2010. Líkt og fyrri daginn er þetta alfarið leikur að tölum. Ýmist feluleikur með hagnað til

að sleppa við skatta og kröfur um iðgjaldalækkun, eða til að sýna arðsemi þrátt fyrir að allt sé í klessu.

FME gætir hagsmuna tryggingafélaganna

Besti vinur tryggingafélaganna og um leið lítill vinur neytenda er Fjármálaeftirlitið. FME hefur alla tíð stutt sjálftöku tryggingafélaganna úr vasa bíleigenda og hreinlega varað þau við að lækka iðgjöld eða veita afslætti – hvað þá að stunda samkeppni.

Í athugun sem FME birti seinni hluta árs 2009 sagði meðal annars: „FME telur mikilvægt að iðgjöld séu uppfærð jafnt og þétt í takt við breytingar á vísitölum ökutækjatrygginga. Án þess væri afkomu félaganna stefnt í voða... Jafnframt hvetur FME félögin til að fylgjast með verðlagsbreytingum á

Árin þar á eftir, þegar samkeppn-inni frá FÍB tryggingu hafði verið rutt úr vegi, bættu tryggingafélögin sér upp tapið með hressilegum hætti. Á fjórum árum fituðu þau bótasjóðina um 16 milljarða króna, reiknað til núvirðis.

Bótasjóðirnir tæmdir

Svo fór auðvitað að hinir stóru og feitu bótasjóðir freistuðu fjárplógsmannanna sem lögðu þjóðfélagið undir sig í framhaldi af einkavæðingu bankanna árið 2002. Þá sögu má lesa út úr aftari hluta súluritsins. Bankar í eigu fjárplógsmannanna eignuðust tryggingafélögin og hófu að koma bótasjóðunum „í vinnu.” Um leið og þeir voru tæmdir voru framlög til þeirra lækkuð.

Árin um og eftir hrun ríkti nokkuð eðlilegt jafnvægi á milli raunverulegra tjóna og

”FME gætir hagsmuna tryggingafélaganna,,

Page 17: Fib bladid 2 tbl 2014

17

HREINSI- OG SMUR- EFNI, GÍROLÍUR, SMUROLÍUR OG RÚÐUVÖKVI FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA

Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!

tjónabótum í öðrum vátrygginga-greinum svo að hægt sé að uppfæra iðgjöldin til samræmis.“

Í skýrslu sinni árið 2009 sagði FME: „Afkoma af ökutækjatrygg-ingum hefur verið betri en oft áður að undanförnu. Skýringa getur meðal annars verið að leita í núverandi efnahagsástandi. Dregið hefur úr umferð hér á landi og tjónum fækkað. Mikilvægt er því að haft sé í huga að tjónum geti fjölgað aftur.“ Þarna var FME að kynda undir klassískum hræðsuáróðri tryggingafélaganna, án þess að hafa nokkuð fyrir sér um það hvort tjónum gæti fjölgað aftur.

Steininn tók úr í eftirfarandi ábendingu FME: „...mikilvægt að hugað sé að góðum viðskiptaháttum og venjum þrátt fyrir mikla sam-keppni. - FME ...leggur áherslu á að við alla markaðssókn sé gætt að afkomu vátryggingafélagsins.“ Með öðrum orðum, að tryggingafélögin fari nú ekki út í einhverja vitleysu

eins og að standa í samkeppni, lækka iðgjöld eða veita afslætti.

Hvenær skyldi koma að því að eftirfarandi kafli úr athugun FME frá 2009 verði annað en orðin tóm?

„Skv. 2. mgr. 55. gr. laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi skal FME fylgjast með að iðgjöld sem í boði eru hér á landi séu sanngjörn í garð vátryggingartaka og í samræmi við þá áhættu sem í vátryggingum felst og eðlilegan rekstrarkostnað. Skv. 12. gr. sömu laga skal vátryggingastarfsemi rekin í samræmi við góða viðskiptahætti og venjur í vátryggingaviðskiptum og með hag vátryggingartaka og vátryggðra fyrir augum. Verði misbrestur á skal FME gefa fyrir-mæli um að ráðin verði bót á því sem úrskeiðis hefur farið.“

Kannast einhver við að FME hafi gefið tryggingafélögunum fyrirmæli um úrbætur í þágu neytenda?

Page 18: Fib bladid 2 tbl 2014

18

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

SUMAR HJÓLBARÐARNIR

SUM

ARH

JÓLB

ARÐA

RNIR

Page 19: Fib bladid 2 tbl 2014

19

D e k k f r á I n d l a n d i o g K í n a k o m a þ æ g i l e g a á ó v a r t

Indverski sumarhjólbarðinn Apollo kemur á óvart í hinni stóru evrópsku hjólbarðakönnun þessa vors með því að hreppa næst efsta sætið.

Það er sömuleiðis ánægjuefni að ódýrir kínverskir hjólbarðar sem árum saman hafa komið illa út í könnunum eru greinilega að sækja sig mjög. Kínadekkið Landsail er annað tveggja Kínadekkja sem með eru að þessu sinni og það nálgast þau bestu. Sömu sögu er ekki að segja af hinu kínverska dekkinu sem ber hið hraustlega nafn Hercules.

Hjólbarðamerki skipta ört um eigendur þessi árin og nýjasta dæmið er gamla hollenska merkið Vredestein. Það hefur um skeið verið í eigu Rússa sem nú hafa selt það til Indverjanna sem framleiða Apollo og þeir hafa greinilega ýmislegt lært af Vredestein. Það sýnir árangur Apollo hjólbarðans nú sem tekið hefur verulegum framförum frá því í könnuninni í fyrra.

Undanfarin mörg ár hafa gæðahjólbarðarnir frá stóru evrópsku framleiðendunum Continental, Nokian, Pirelli og Michelin nánast átt efstu sætin í evrópskum gæðakönnunum. En greinilegt er nú að asísku framleiðendurnir ætla ekki að gefa neitt eftir og sækja fast að þeim. Enn er það þó þannig að þeir evrópsku koma vel út úr þessum samanburði. Í efsta sætinu er nefnilega hið þýska Continental ContiPremiumContact5 og Nokian Hakka Blue og Pirelli Cinturato P7 skipta með sér öðru sætinu ásamt hinu indverska Apollo Alnac 4G.

Það skiptir miklu máli að vera með góða sum-arhjólbarða undir bílnum, sérstaklega þegar erfið og háskaleg atvik gerast í akstrinum úti í umferðinni. Lélegu sumardekkin sem missa gripið við nauðhemlun eða þegar víkja þarf snögglega undan hættu sýna nefnilega sjaldnast vangetu sína í venjulegum mjúkum akstri, heldur á ögurstundum þegar hætta er á ferðum. Sú hætta getur t.d. ekki síst komið upp á votum vegi þar sem lélegu dekkin fljóta óeðlilega fljótt upp eða að hemlunarvegalengdin er allt of löng. Afleiðingar þess geta sannarlega orðið alvarlegar.

Þetta er meginástæða þess að þegar að því kemur að endurnýja sumardekkin undir bílnum að fólk skoði þessa könnun vel, sérstaklega þó eiginleika og prófunarniðurstöður í einstökum þáttum út frá ríkjandi aksturs- og veðurfarsaðstæðum og velji síðan þau dekk sem best henta.

Page 20: Fib bladid 2 tbl 2014

20

Hankook Hercules Landsail Michelin Nokian Pirelli Toyo Vredestein VEGGNÝR EINKUNNMichelin * 10

9 6 10 9 9 9 9 9 Apollo 99 4 8 9 9 9 7 8 Barum 910 8 9 9 10 10 8 9 Continental 98 6 7 9 10 9 8 9 Continental ** 9

Dunlop 9Goodyear 9

9 8 8 9 8 10 9 9 Hankook 98 7 8 9 9 9 9 9 Landsail 9

Michelin 9Nokian 9

9 8 9 9 9 9 9 9 Pirelli 98 8 9 9 9 9 9 9 Toyo 97 8 9 8 10 7 8 8 Vredestein 9

BF Goodrich 88,8 6,7 8,6 9 9,2 9,2 8,4 8,8 Hercules 8

EINKUNNAGJÖF VÆGI % Apollo Barum BF Goodrich Continental Dunlop GoodyearBLAUTT MALBIK 60%Hemlun 20% 10 9 8 9 9 9Veggrip 15% 9 8 8 10 9 9Flýtur upp (flotun) 15% 9 9 9 9 9 8Aksturstilfinning 10% 9 8 8 10 8 9

ÞURRT MALBIK 25%Hemlun 15% 9 9 8 10 9 9Aksturstilfinning 10% 9 8 8 10 9 9

HAGKVÆMNI OG ÞÆGINDI 15%Veggnýr 5% 9 9 8 9 9 9Þægindi-mýkt 5% 9 8 9 9 8 9Núningsmótstaða 5% 9 9 8 8 10 10

SAMTALS 100% 9,2 8,6 8,2 9,5 8,9 8,9

H a n k o o k Ve n t u s P r i m e 2

Hankook ryður vel frá sér vatnsaga og flýtur ekki svo auðveldlega upp. Veggrip er almennt gott en þó lítilsháttar síðra en hjá þeim bestu. Dekkið er að mestu rásfast og þægilegt í akstri en á til að missa veggrip á afturhjólum í miklum aksturssviptingum. Þetta getur gerst væði á votum sem þurrum vegi. Hljóðlátt en núningsmótstöðustuðullinn er talsvert hár.

• 8,8 • Hraðaþol: V (240 km/klst) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: Nei • Tiltekin inn-/úthlið: Já • Framleitt í: Viku 37, 2013 • Framleiðsluland: Ungverjaland • Söluaðili: Sólning

G o o d y e a r E f f i c i e n t G r i p P e r f o r m a n c e

Núningsmótstaða Goodyear er sérlega lág. Þrátt fyrir það er veggripið á votum vegi gott, en þetta tvennt hefur sjaldnast farið saman. Segja má því að það sé nokkurt afrek hjá verk- og efnafræðingum Goodyear að samtvinna þessa tvo eiginleika. Dekkið fer almennt vel í akstri og laust við óþægilegar uppákomur. Þó eru það vonbrigði að eiginleikar þess í mikilli bleytu eru aðeins í meðallagi, sem dregur heildareinkunnina niður.

• 8,9 • Hraðaþol: V (240 km/klst.) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: Nei • Tiltekin inn-/úthlið: Já • Framleitt í: Viku 35, 2013 • Framleiðsluland: Þýskaland. • Söluaðili: Klettur

C o n t i n e n t a l C o n t i P r e m i u m C o n t a c t 5

Continental hefur afar gott veggrip og er mjög traust og öruggt í akstri hvort heldur er á votum eða þurrum vegi.

Sérlega rásfast og svarar stýrinu mjög nákvæmt og örugglega og er alveg laust við að koma ökumanni óþægilega á óvart. Því til viðbótar er það mjúkt, þægilegt og hljóðlátt í akstri. Það eina sem má finna að er að núningsmótstaðan er meiri en hjá þeim bestu í því efni.

• 9.5 • Hraðaþol: V (240 km/klst.) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: Nei • Tiltekin inn-/úthlið: Já • Framleitt í: Viku 28, 2013 • Framleiðsluland: Frakkland. • Söluaðili: Sólning

N o k i a n H a k k a B l u e

Í Nokian Hakka Blue sameinast annars vegar mjög gott veggrip, nákvæm stýrissvörun og rásfesta og hins vegar rólyndislegt yfirbragð í venjulegum akstri.

Sérlega gott í akstri á votum vegi. Það er einnig stöðugt og traust í átakaakstri. Á þurru malbiki er beygjuveggrip og hemlunarveggrip þó í meðallagi. Aksturseiginleikarnir eru þó í það heila tekið góðir. Dekkið er hljóðlátt og þægilegt og núningsmótstaðan er lág.

• 9,2 • Hraðaþol: V (240 km/klst) • Burðarþol: 94 • • Tiltekin snúningsátt: Nei • Tiltekin inn-/úthlið: Já• Framleitt í: Viku 35 2013• Framleiðsluland: Finnland • Söluaðili: Max1,

A p o l l o A l n a c 4 G

Apollo keypti Vredestein í fyrra og hefur greinilega fengið með því aðgang að nýrri og góðri tækni til hjólbarðaframleiðslu.

Besta hemlunargripið á votum vegi af öllum dekkjunum. Náði góðum brautartímum og var stöðugt í beygjum. Engar óþægilegar uppákomur. Rásfast og stöðugt við allar aðstæður í þurrki sem vætu. Engir veikleikar sem máli skipta.

• 9,2 • Hraðaþol: V (240 km/klst.) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: nei • Tiltekin innhlið/úthlið: já• Framleitt í: Viku 38, 2013 • Framleiðsluland: Indland. • Söluaðili: BJB,

V r e d e s t e i n S p o r t r a c 5

Hemlunargrip Vredestein er mjög gott. Beygjuveggrip er sömleiðis gott sem sýnir sig í góðum bratuartímum hjá reynslubílstjórunum. En þegar það missir beygjugripið gerist það mjög snögglega og fyrirvaralítið sem er óþægilegt, ekki síst á votum vegi þegar afturhjólin missa veggrip. En fljót og góð stýrissvörun bjargar miklu. Á þurru malbiki er dekkið bæði auðvelt í akstri og öruggt.

• 8,8 • Hraðaþol: V (240 km/klst.) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: Nei • Tiltekin inn-/úthlið: Já • Framleiðsluland: Holland • Söluaðili: BJB • Framleitt í: Viku 35, 2013

SUM

ARH

JÓLB

ARÐA

RNIR

Page 21: Fib bladid 2 tbl 2014

21

Hankook Hercules Landsail Michelin Nokian Pirelli Toyo Vredestein VEGGNÝR EINKUNNMichelin * 10

9 6 10 9 9 9 9 9 Apollo 99 4 8 9 9 9 7 8 Barum 910 8 9 9 10 10 8 9 Continental 98 6 7 9 10 9 8 9 Continental ** 9

Dunlop 9Goodyear 9

9 8 8 9 8 10 9 9 Hankook 98 7 8 9 9 9 9 9 Landsail 9

Michelin 9Nokian 9

9 8 9 9 9 9 9 9 Pirelli 98 8 9 9 9 9 9 9 Toyo 97 8 9 8 10 7 8 8 Vredestein 9

BF Goodrich 88,8 6,7 8,6 9 9,2 9,2 8,4 8,8 Hercules 8

EINKUNNAGJÖF VÆGI % Apollo Barum BF Goodrich Continental Dunlop GoodyearBLAUTT MALBIK 60%Hemlun 20% 10 9 8 9 9 9Veggrip 15% 9 8 8 10 9 9Flýtur upp (flotun) 15% 9 9 9 9 9 8Aksturstilfinning 10% 9 8 8 10 8 9

ÞURRT MALBIK 25%Hemlun 15% 9 9 8 10 9 9Aksturstilfinning 10% 9 8 8 10 9 9

HAGKVÆMNI OG ÞÆGINDI 15%Veggnýr 5% 9 9 8 9 9 9Þægindi-mýkt 5% 9 8 9 9 8 9Núningsmótstaða 5% 9 9 8 8 10 10

SAMTALS 100% 9,2 8,6 8,2 9,5 8,9 8,9

Hankook Hercules Landsail Michelin Nokian Pirelli Toyo Vredestein VEGGNÝR EINKUNNMichelin * 10

9 6 10 9 9 9 9 9 Apollo 99 4 8 9 9 9 7 8 Barum 910 8 9 9 10 10 8 9 Continental 98 6 7 9 10 9 8 9 Continental ** 9

Dunlop 9Goodyear 9

9 8 8 9 8 10 9 9 Hankook 98 7 8 9 9 9 9 9 Landsail 9

Michelin 9Nokian 9

9 8 9 9 9 9 9 9 Pirelli 98 8 9 9 9 9 9 9 Toyo 97 8 9 8 10 7 8 8 Vredestein 9

BF Goodrich 88,8 6,7 8,6 9 9,2 9,2 8,4 8,8 Hercules 8

ÞÆGINDI/MÝKT EINKUNNMichelin * 10Apollo 9BF Goodrich 9Continental 9Continental ** 9Goodyear 9Landsail 9Michelin 9Nokian 9Pirelli 9Toyo 9Vredestein 9Barum 8Dunlop 8Hankook 8Hercules 8

P i r e l l i C i n t u r a t o P 7

Pirelli hefur gott veggrip hvort heldur sem er á þurrum eða votum vegi. Það flýtur heldur ekki svo auðveldlega upp í mikilli bleytu.

Það svarar hreyfingum stýrisins fljótt og af nákvæmni sem er mikilvægt öryggisatriði í hættuástandi. Stundum er þó eins og votti fyrir því að svörunin sé full snögg sem sýnir sig í full mikilli yfirstýringu (afturendaskriki). Í venjulegum akstri er dekkið þægilegt og og hljóðlátt. Núningsmótstaðan er há.

• 9,2 • Hraðaþol: V (240 km/klst.) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: Nei • Tiltekin inn-/úthlið: Já • Framleitt í: Viku 37, 2013 • Framleiðsluland: Ítalía

L a n d s a i l L S 2 8 8

Landsail kemur afar þægilega á óvart og er í sérflokki þeirra kínversku hjólbarða sem hingað til hafa ratað í þessar prófanir. Hemlunargrip dekksins er mjög gott og beygjuveggrip þess í bleytu er vel viðunandi. Hljóðlátt og þægilegt í akstri og með lága núningsmótstöðu. Svarar vel stýri en sýnir nokkurt óöryggi þegar snöggbeygt er framhjá hindrun (í elgsprófi). Það dregur meðaleinkunnina nokkuð niður.

• 8,6 • Hraðaþol: V (240 km/klst.) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: Nei • Tiltekin inn-/úthlið: Já • Framleitt í: Viku 14, 2013 • Framleiðsluland: Kína.

M i c h e l i n P r i m a c y 3

Michelin er einstaklega létt, gott og öruggt í akstri og jafngott í öllum aðstæðum og prófunarþáttum.

Það eru ekki síst afturdekkin sem sjá bílnum fyrir öruggu veggripi jafnvel í mestu og háskalegustu aksturs- sviptingum. Öðru hvoru má þó merkja að svörun við stýri mætti vera snarpari og betri. Hemlunargrip á votum vegi er með ágætum og dekkið er hljóðlátt og þægilegt í akstri. Núningsmótstaðan er fremur há.

• 9,0 • Hraðaþol: V (240 km/klst.) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: Nei • Tiltekin inn-/úthlið: Já • Framleitt í: Viku 30, 2013 • Framleiðsluland: Þýskaland. • Söluaðili: Max1

D u n l o p S p o r t B l u R e s p o n s e

Dunlop hefur gott veggrip á bæði votum og þurrum vegi. Það stafar líka frá sér sportlegri aksturstilfinningu og það svarar stýrinu bæði fljótt og af nákvæmni.

En það er spurning hvort þessi skjótleiki sé ekki aðeins of mikill, því að afturhjólin eiga það til að glata veggripinu þegar snöggstýrt hefur verið fram hjá hindrun og síðan skal stýrt til baka yfir á réttan vegarhelming aftur. Mjög hljóðlátt og núningsmótstaðan er sérlega lág.

• 8.9 • Hraðaþol: V (240 km/klst.) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: Nei • Tiltekin inn-/úthlið: Já • Framleitt í: Viku 36, 2013 • Framleiðsluland: Þýskaland

B a r u m B r a v u r i s 3

Barum býr yfir jöfnum og góðum eiginleikum við flestar aðstæður. Engir sérstakir veikleikar. Létt og auðvelt í akstri og kemur fátt á óvart í því efni. Veggrip er lítilsháttar slakara en hjá þeim bestu og á það við um bæði þurrt og blautt malbik. Og þar sem eiginleikarnir eru allir svo jafnir, er fátt sem komið getur á óvart í akstrinum, jafnvel ekki í átakaakstri. Fremur hljóðlátt en einnig fremur hart og skilar ójöfnum í veginum full vel.

• 8,6 • Hraðaþol: V (240 km/klst.) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: Nei • Tiltekin innhlið/úthlið: Já • Framleitt í: Viku 13, 2013 • Framleiðsluland: Þýskaland.

Prófunarniðurstöðu sumarhjólbarðanna 2014 Hér eru allir prófunarþættir hjól-barðanna teknir saman á einn stað ásamt niðurstöðum fyrir sérhverja hjólbarðategund. Í þeim prófunar-þáttum sem einkunn er gefin hverju dekki, er lægsta einkunnin 4 en sú hæsta 10. Öll dekkin eru prófuð út frá tveimur viðmiðunardekkjum. Annað þessara viðmiðunardekkja er merkt með einni stjörnu, * en hitt með tveimur stjörnum **. Einnar stjörnu * viðmiðunardekkið er óneglt vetrardekk sérhannað fyrir norðlægar slóðir. Tveggja stjörnu ** viðmiðunardekkið er óneglt vetrardekk sérhannað fyrir mið-evrópskar aðstæður.

Page 22: Fib bladid 2 tbl 2014

22

SUM

ARH

JÓLB

ARÐA

RNIR

Allar niðurstöður sem út koma eru byggðar á mælinganiðurstöðum en líka á huglægu mati reynslu-ökumannanna sem aka bílunum sem notaðir eru

1. HemlunHemlunin er prófuð á vegi með bundnu slitlagi. Á votum vegi er bílnum, sem búinn er ABS hemlalæsivörn, nauðhemlað á 80 km/klst uns hann stöðvast og hemlunarvegalengdin síðan mæld. Hið sama er gert á þurrum vegi nema að þar er nauðhemlað á 100 km hraða á klst. Bæði prófin eru margendurtekin og niðurstöður eru meðaltal mældra hemlunarvegalengda.

2. Virkt veggripVirkir aksturseiginleikar og veggrip hjólbarðanna er sannreynt með því að mæla brautartíma í votri akstursbraut. Í þessum akstri reynir mjög á veggrip þeirra í hröðun, í beygjum og við hemlun. Margir ökumenn aka bílnum til skiptis eins hratt og frekast er unnt og niðurstaðan fyrir hvert dekk er meðaltal mældra brautartíma.

Flotun

Geta hjólbarðanna til að ryðja frá sér vatni og komast hjá því að lyftast

upp á vatnsyfirborðið og fljóta (Aquaplaning). Mælingin fer fram í braut með nokkurra sentimetra vatnslagi. Hraðinn er aukinn jafnt og þétt þar til bíllinn flýtur upp, dekkin missa veggripið algerlega og bíllinn verður stjórnlaus. Hraðinn er mældur á því stigi þegar dekkin hafa alveg misst veggrgipið.

3. AksturstilfinningTilraunaökumennirnir meta huglægt hver fyrir sig hvernig dekkin hegða sér á vegi með bundnu slitlagi. Það mikilvægasta er hversu örugg dekkin eru í akstri í erfiðum og óvæntum aðstæðum. Hvenær byrjar bíllinn að skrika og hversu auðvelt eða erfitt er að stýra honum út úr skrensinu og inn á rétta stefnu á ný. Einmitt það skiptir hinn venjulega ökumann miklu máli. Þetta próf er blindpróf sem þýðir það að hver ökumaður hefur ekki hugmynd um hvaða hjólbarðategund er undir bílnum hverju sinni.

Veggnýr

Veggnýr frá hjólbörðunum er bæði metinn út frá heyrn hvers ökumanns fyrir sig en einnig með mælitækjum sem nema hljóð á svipaðan hátt og mannseyrað gerir.

Enginn ökumannanna veit hvaða hjólbarðategund er undir bílnum hverju sinni.

Þægindi og mýkt

Ökumennirnir meta hver um sig hversu mjúk og þægileg dekkin eru í akstri á vegi með grófu og holóttu yfirborði. Ökumenn vita ekki hvaða dekkjategund er undir bílnum hverju sinni.

4. NúningsmótstaðaNúningsmótstaða (hversu langt dekkið getur runnið) er mæld í sérstakri vél á rannsóknastofu. Mælinganiðurstöðurnar eru umreiknaðar í prósentuhlutfallslega minnkandi eldsneytiseyðslu út frá því dekki sem lengst náði að rúlla áður en það stöðvaðist.

5. ReynsluakstursbíllFord Focus med hjólbarðastærð 205/55 R16V

ÞANNIG ERU DEKKIN PRÓFUÐ

To y o P r o x e s C F 2

Hemlunargrip Toyo á votum vegi er ágætt en beygjuveggripið fremur slakt. Það hefur þær afleiðingar að dekkið ræður ekki vel við það þegar snögg- beyja þarf frá háskalegri hindrun. Það er tiltölulega fljótt til að byrja að skrika í beygjum en sem betur fer gerist þetta ekki eldsnöggt heldur stigvaxandi sem gefur ökumanni tíma til að bregðast við. Á þurru malbiki í venjulegum akstri er dekkið hljóðlátt og þægilegt. • 8,4 • Hraðaþol: V (240 km/klst.) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: Nei • Tiltekin inn-/úthlið: Já • Framleitt í: Viku 31, 2013 • Framleiðsluland: Japan • Söluaðili: Bílabúð Benna

H e r c u l e s R a p t i s V R 1

Veggrip hins kínverska Hercules í bleytu eru er svo lélegt að bíllinn lætur beinlínis illa að stjórn.

Tilraunabílli var sífellt að skrika í aksturssviptingum og afturhjólin misstu auðveldlega gripið þegar snöggbeygt var framhjá hindrun. Við það bætist að það er fremur óþægilegt í akstri, mjög hávært og hefur mikla núningsmótstöðu. Það er vissulega ódýrt en þrátt fyrir það er vart hægt að mæla með kaupum á því.  

• 6,7 • Hraðaþol: V (240 km/h) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: Nei • Tiltekin inn-/úthlið: Já • Framleitt í: Viku 01, 2013 • Framleiðsluland: Kína

B F G o o d r i c h g - G r i p

BF Goodrich hefur mjög jafna eiginleika í nánast öllum prófunarþáttum. Gallinn er bara sá að þeir eru bara í meðallagi í besta falli.

Missir veggrip í beygjum tiltölulega fljótt. Svarar stýrinu fremur treglega og ónákvæmt. Hið góða við dekkið er að það kemur ekki óþægilega á óvart og er mjúkt og þægilegt í akstri. Er fremur hávært hefur háan núningsmótstöðustuðul.  

• 8,2 • Hraðaþol: V (240 km/klst.) • Burðarþol: 91 • Tiltekin snúningsátt: Já • Tiltekin inn-/úthlið: Nei • Framleitt í: Viku 13, 2013 • Framleiðsluland: Þýskaland. • Söluaðili: Bílabúð Benna

Page 23: Fib bladid 2 tbl 2014

23

Page 24: Fib bladid 2 tbl 2014

24

Hemlunarvegalengd á votu malbiki í metrumApollo 28,9Landsail 29,3Vredestein 29,4Continental 29,5Nokian 29,5Barum 29,8Michelin 30,1Dunlop 30,3Hankook 30,6Pirelli 30,9Toyo 30,9Goodyear 31,7 BF Goodrich 31,9Continental ** 34,5Hercules 37,0Michelin * 43,7

Flotun (km/klst)Nokian 84,1Pirelli 84,0Hankook 82,7Vredestein 80,9Continental ** 80,8Apollo 80,3Dunlop 79,8Barum 79,7Continental 79,4BF Goodrich 79,1Landsail 79,1Michelin 79,0Goodyear 78,3Toyo 78,2Hercules 75,6Michelin * 69,5

Veggrip á votri braut- brautartími í sek.Continental 37,3Goodyear 37,5Nokian 37,7Hankook 37,9Dunlop 38,0Apollo 38,1Michelin 38,2Pirelli 38,2Continental ** 38,5Vredestein 38,5Barum 38,9BF Goodrich 39,1Landsail 39,1Toyo 39,2Hercules 42,4Michelin * 42,7

Aksturstilfinning á þurru malbiki (einkunn)Continental 10Apollo 9Dunlop 9Goodyear 9Michelin 9Nokian 9Pirelli 9Toyo 9Vredestein 9Barum 8BF Goodrich 8Hankook 8Landsail 8Continental ** 7Hercules 7Michelin * 6

EINKUNNIR SUMARDEKKJANNA 2014

Í töflunum hafa mælinganiðurstöður verið umreiknaðar til stiga. Einkunnastiginn nær frá 10 sem er frábært, niður í 4 sem er lélegt. Aðaleinkunnin er meðaltal þeirra stiga sem hver dekkjategund hlaut í hverjum prófunarþætti um sig miðað við vægi

hvers prófunarþáttar. Í heildartöflunni á bls 20-21 sést hvert er væg hvers þáttar fyrir sig. Þú getur breytt þessu vægi út frá þínum eigin forsendum og aðstæðum og þannig metið hvaða dekk hæfir best þínum þörfum og akstursaðstæðum.

Veggnýr (einkunn)Michelin * 10Apollo 9Barum 9Continental 9Continental ** 9Dunlop 9Goodyear 9Hankook 9 Landsail 9Michelin 9Nokian 9Pirelli 9Toyo 9Vredestein 9BF Goodrich 8Hercules 8

SUM

ARH

JÓLB

ARÐA

RNIR

Page 25: Fib bladid 2 tbl 2014

25

Aksturstími á votri braut (einkunn)Continental 10Nokian 10Apollo 9Goodyear 9Michelin 9Pirelli 9Vredestein 9Barum 8BF Goodrich 8Dunlop 8 Hankook 8Toyo 8Continental ** 7Landsail 7Hercules 6Michelin * 4

Hemlun á þurru malbiki (hemlunarvegalengd í metrum)Pirelli 37,5Continental 37,8Dunlop 38,1Apollo 39,1Hankook 39,1Toyo 39,1Vredestein 39,1Goodyear 39,3Michelin 39,4Barum 39,6Landsail 41,0Nokian 41,0BF Goodrich 41,9Hercules 43,2Continental** 44,7Michelin * 47,8

Mýkt/þægindi (einkunn)Michelin * 10Apollo 9BF Goodrich 9Continental 9Continental** 9Goodyear 9Landsail 9Michelin 9Nokian 9Pirelli 9Toyo 9 Vredestein 9Barum 8Dunlop 8Hankook 8Hercules 8

Núningsmótstaða (prósentuaukning eyðslu)Goodyear 0,0 %Dunlop 0,6 %Nokian 0,7 %Michelin * 0,8 %Apollo 2,8 %Landsail 2,8 %Barum 2,9 %Vredestein 3,2 %Continental 3,3 %Toyo 3,3 %Michelin 3,4 %Continental** 3,9 %Hercules 4,1 %BF Goodrich 4,8 %Hankook 5,3 %

Page 26: Fib bladid 2 tbl 2014

26

Ný útgáfa Vegahandbókarinnar, sú 16. í röðinni er komin út og fæst hjá FÍB að Skúlagötu

19 og einnig í netverslun félagsins á www.fib.is.

Vegahandbókin kom fyrst út árið 1973 en hefur verið uppfærð reglulega æ síðan og nýjum efnisþáttum bætt inn. Í þessari útgáfu er t.d. fróðlegur og skemmtilegur kafli um Fjalla-Eyvind ásamt korti sem sýnir helstu staðina sem hann hélt sig á í sinni löngu útlegð.

Í síðustu útgáfu Vegahandbókarinnar var helsta nýjungin sérstök kortabók. Hún mæltist afar vel fyrir og er að sjálfsögðu á sínum stað í þessari útgáfu auk annars efnis sem bæst hefur við bókina í áranna rás. Meðal þess efnis má nefna sérstaks kafla um íslensku húsdýrin og liti þeirra, valdar íslenskar þjóðsögur og margt fleira sem er til þess fallið að dýpka þekkingu og skilning ferðalanga um Ísland.

En merkasta nýjungin í útgáfu Vegahandbókarinnar er þó trúlega sú að með þessari nýjustu útgáfu fylgir gagnvirk snjallsíma- og spjaldtölvuútgáfa hennar með í kaupunum á bókinni. Í snjallsímaútgáfunni eru þær þjóðsögur sem prentaðar eru í bókinni sjálfri lesnar upp af Arnari Jónssyni leikara o.fl. Í mörgum nútímabílum eru góð hljómtæki. Við þau má tengja snjallsímann eða spjaldtölvuna og hlusta á þjóðsögurnar sem tengjast því svæði sem farið er um.

Snjallsímaútgáfan er á þremur tungumálum sem velja má í milli; íslensku, ensku og þýsku. Í snjallsímaútáfunni er að sjálfsögðu að finna alla þá staði sem koma fyrir í bókinni ásamt þúsundum þjónustuaðila um land allt. Þeir sem vilja einungis kaupa snallsímaútgáfuna geta nálgast hana í vefverslunum Apple og Android en hún kostar um

kr. 2.000,-

Vegahandbókin kostar kr. 5.490,- en eldri útgáfur hennar gilda sem 1000 króna uppígreiðsla fyrir nýju útgáfuna. Vegahandbókin

fæst hjá FÍB sem fyrr segir og í flestum bókaverslunum

landsins og bensínstöðvum. Tekið skal fram að uppítökutilboðið gildir einungis í bókaverslunum og hjá FÍB.

Loks skal þess getið að Vegahand-bókin hefur gefið út ferðakort í 1:500 000 sem er sérlega handhægt og glæsilegt, verð á því er kr. 2.390,-

Einnig er hægt að nálgast efni bókarinnar á heimasíðunni www.vegahandbokin.is

Hálfdán Örlygsson útgefandi Vegahandbókarinnar með nýjustu útgáfu hennar, þá 16. frá upphafi.

NÝ VEGAHANDBÓK KOMIN ÚT

FERÐ

ALÖ

G

Page 27: Fib bladid 2 tbl 2014

27

Í haust tekur bílasamlag til starfa í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bílarnir verða allir af gerðinni Smart og

til afnota innan borgarinnar fyrir hvern þann sem skráir sig í samlagið. Leigutakar finna og leigja bílana í gegn um farsíma sína í gegn um sérstakt forrit eða -app, og geta síðan notað þá að vild og skilað á hverju því samlagsstæði sem best hentar. Stæðin verða fjölmörg víðsvegar um borgina.

Hugsunin er sú að litlu Smart bíl-arnir losi þá sem erindi eiga milli húsa og hverfa í stórborginni undan því að aka inn í borgarumferðarþrengslin á eigin bílum og reyna síðan með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði að finna staði til að leggja bílnum. Smart-bílana verður fyrst og fremst að finna við stoppistöðvar neðanjarðarlestanna. Gert er ráð fyrir því að u.þ.b. klst. not-kun geti kostað kring um 3.000 ísl. kr.

BÍLASAMLAG MEÐ SMART BÍLUM Í STOKKHÓLMI

Það er alþjóðlegt fyrirtæki sem heitir Car2go sem stendur að þessu verkefni í Stokkhólmi en fyrirtækið rekur bí-lasamlög í mörgum evróp- og banda-rískum stórborgum og eru meðlimir samlaga fyrirtækisins orðnir yfir mill-jón talsins. Car2go er dóttufyrirtæki Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz og Smart. Farsímaforritið eða appið sem meðlimir samlagsins þurfa á að halda í farsíma sína er frá þýsku hugbúnaðarfyrirtæki sem heitir Moovel.

- TEKUR TIL STARFA SÍÐSUMARS - FARSÍMINN SEM BÍLLYKILL

Page 28: Fib bladid 2 tbl 2014

28

FERÐ

ALÖ

G

Lissabon, höfuðborg Portúgals er ein af elstu borgum veraldar og sú elsta af borgum í Evrópu

– nokkrum hundruðum ára eldri en London, París og Róm.

Þetta staðfesta m.a. marg-víslegar fornleifar sem rekja má til Forn-Kelta og Fönikíumanna frá því um 1200 fyrir Krist. Þegar svo Rómverska heimsveldið hafði lagt borgina Karþagó, harðan keppinaut sinn í verslun og siglingum í rúst, hernámu Rómverjar nýlendur þeirra á Íberíuskaga (Spán og Portúgal). Lissabon varð eftir það víggirtur rómverskur setuliðsbær og hafnarborg og meðal rómverskra herstjóra sem þar ríktu um tíma var Júlíus Cesar.

Hersveitir Mára hertóku borgina í ágúst árið 711. Þeir ríktu síðan þar til norrænir krossfarar á leið til Landsins helga undir stjórn Sigurðar Jórsalafara hernámu hana 1108. Márar náðu borginni aftur á sitt vald þremur árum síðar en aðeins um skamma stund því að krossfarar náðu henni á ný 1147 og endurkristnuðu íbúana sem þá voru í kring um 154 þúsund.

Mesti blómatími Lissabon var án efa þegar öld landafundanna miklu var gengin í garð og Vasco da Gama fann sjóleiðina til Indlands árið 1497. Þar með varð borgin heimahöfn verslunar og siglinga milli Evrópu, Afríku og Indlands og Austurlanda fjær og borgin blómstraði sem aldrei fyrr né síðar.

Lissabon er á jarðskjálftasvæði og skjálftar hafa alla tíð verið talsvert tíðir og sumir alvarlegir. En reiðarslagið var stóri jarðskjálftinn þann 1. nóvember 1755. Talið er að þá hafi hátt í 40 þús-und manns farist af um 250 þúsund íbúum borgarinnar. Ennfremur er talið að um 85 prósent allra húsa og mannvirkja hafi eyðilagst.

20. öldin var nokkuð róstusöm í Portúgal og þrjár stjórnarbyltingar áttu sér stað. Sú fyrsta þeirra varð 5. október 1910 en hún batt enda á portúgalska konungsríkið. Við völdunum tók stjórn Fyrsta lýðveldisins sem þótti bæði óstöðug og spillt. Fyrsta lýðveldið leið undir lok í júní 1926 og við tók Annað lýðveldið og hin fasíska stjórn þess sem lengst af var undir stjórn herforingjans Salazars. Þriðju byltinguna, blómabyltinguna,

gerðu svo herforingjar 25. apríl 1974. Hún var friðsæl og nánast engum skotum var hleypt af meðan hún stóð yfir en almenningur stakk blómum í byssuhlaup lögreglu- og hermanna. En með blómabyltingunni lauk jafnframt tíma Portúgals sem nýlenduveldis.

FÍB blaðið heimsótti Lissabon fyrr í vor og það verður ekki annað sagt að borgin er meðal þeirra notalegri í Evrópu að heimsækja. Verðlag er hóflegt, meira að segja miðað við íslenskar krónur, og fólk er hjálplegt og vingjarnlegt og borgin sérlega falleg þótt vissulega beri hún þess merki að borgarbúar eru ekki sterkefnaðir. Reyndar hefur borgarstjórnin leitað á náðir Evrópusambandsins um tilstyrk við að halda borginni og fjölmörgum fallegum og sögulegum minjum hennar sómasamlega við.

LISSABON- MERK OG ATHYGLISVERÐ BORG SEM ER HEIMSÓKNAR VIRÐI

Page 29: Fib bladid 2 tbl 2014

29

LISSABON

APP TIL AÐ SKANNA BÍLNÚMER- KEMUR Á BEINUM SMS SAMBANDI MILLI ÖKUMANNA Á VEGUM ÚTI

Bílskúrshurðirfyrir íslenskar aðstæður

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

Héðinshurðir eru glæsilegar og endingargóðar bílskúrshurðir sem hafa sannað sig í rysjóttu íslensku veðurfari. Gerðar úr galvanhúðuðu stáli með þykkri einangrun, þola mikið vindálag og kulda.

Fyrsta �okks viðhalds- og varahlutaþjónusta. Ítarlegar leiðbeiningar um uppsetningu fylgja.

beggja bílanna svo þeir geti skipst á smáskilaboðum eða sms skeytum. Hinir kínversku hugbúnaðarsmiðir hafa gefið þessu appi nafn og kalla það DiDi-númerið. Það er gert fyrir alla Android síma. Þó að app af þessu sé vafalítið tæknilega mjög áhugavert, þá er hreint ekki sennilegt að það eigi eftir að auka öryggi í umferðinni heldur þvert á móti. Tilhugsunin um að

geta nú allt í einu náð sambandi við fallegu konuna á opna sportbílnum fyrir framan mann á hraðbrautinni eða þá að senda skammir til mannsins sem svínaði fyrir mann rétt áðan er auðvitað heillandi. Gallinn er bara sá að athyglin er allavega ekki óskipt við sjálfan aksturinn meðan á þessu mausi stendur og það getur leitt til stórslyss. Það vita flestir í vestrænum löndum að það er gersamlega harðbannað að vera að lesa og skrifa sms skilaboð og aka samtímis. Hvort það er bannað í Kína vitum við ekki en sennilega er þetta afrek kínversku tölvusnillinganna ein versta hugmynd sem sögur fara af lengi. Bílavefurinn Autoblog.com greinir frá því að maðurinn sem þróað hefur appið heiti John Du. Autoblog hefur reynt að setja sig í samband við hann til að spyrja hann út í appið og hugsanlegar afleiðingar af notkun þess í akstri, en hann hafi engum skilaboðum svarað.

Í ComputerWorld var fyrir nokkru greint frá nýju appi eða snjallsímafor-riti sem kínverskir tölvusnillingar hjá rannsókna- og þróunarsetri General Motors í Kína hafa smíðað. App þetta er sagt gera það mögulegt að skanna með farsímanum skráningarnúmer á bílum, t.d. á bílnum sem er næst-ur fyrir framan manns eigin bíl úti í umferðinni. Síðan kemur appið á beinu sms sambandi milli ökumanna

“DiDi Plate,,

Page 30: Fib bladid 2 tbl 2014

30

ÍSLENSKT KEPPNISLIÐ Á SILVERSTONE Í SUMAR

- TEAM SPARK LIÐ HÍ MEÐ HEIMASMÍÐAÐAN RAFKNÚINN FORMÚLUBÍL

Team Spark kappakstursbíllinn er nú tilbúinn til keppni á Silverstone. Myndin er tekin þar sem bíllinn var til sýnis á bíladögum á Akureyri nýlega.

Dagana 10.-13 júlí í sumar fer fram hin árlega kapp-aksturskeppni Formula

Student á Silverstone keppnisbraut-inni bresku. Þetta er keppni fyrir háskólanema á heimasmíðuðum bílum og verða bílarnir að uppfylla allar þær ofurströngu reglur sem alþjóða mótorsportsam-bandið FiA gerir til keppnisbíla og tækjabúnaðar. Liðið Team Spark frá Háskóla Íslands tekur þátt í þessari merku formúlukeppni í sumar í fjórða sinn. Einn ökumanna íslenska Formúlu-stúdentsbílsins verður Róbert Már Runólfsson nemi í vélaverkfræði sem undan-farin ár hefur reynsluekið bílum og skrifað um þá fyrir FÍB blaðið. Sjá má nánar um þetta íslenska keppnislið á heimasíðu þess; http://www.teamspark.is

Í Team Spark liðinu eru alls 33 háskólanemar sem flestir stunda nám í véla-, iðnaðar-, rafmagns-, tölvu- og hugbúnaðarverkfræði. Liðsstjóri er Ragnheiður Björk Halldórsdóttir. Hópurinn hefur hannað bílinn og byggt frá grunni, það er að segja burðarvirki hans og skrokk, fjöðrunar- og stýrisbúnað,

drif- og hjólabúnað sem og stýri-kerfi fyrir rafmótor hans og raf-geyma. Til þessara flóknu umsvifa hefur hópurinn m.a. notið liðsinnis styrktaraðila en meginstyrktaraðilar verkefnisins eru fyrirtækin Marel, Eimskip og Teknís.

Keppnin á Silverstone brautinni er bæði hönnunar- og kappaksturs-keppni og bíllinn sem íslenski hópurinn fer með út í sumar er sá þriðji sem hann hefur hannað og byggt og jafnframt sá fyrsti sem uppfyllir allar kröfur sem keppnis-bíll. Hundruð liða eru skráð til keppni og mörg þeirra mjög harð-snúin þannig að úrslitin eru

sannarlega ekki gefin fyrirfram.

Í raun má segja að Formula Student sé eins konar inntökupróf inn í heimslið bílaverkfræðinga og bílahönnuða framtíðarinnar. Meðal stórra styrktaraðila sjálfrar keppninnar eru heimsþekkt fyrir-tæki í bílaiðnaðinum eins og Bosch, GKN, Jaguar, Land Rover, Mercedes Benz, og fleiri og þarf ekki að draga það í efa að tilgangur þeirra með því að styrkja svona keppni er á öðrum þræði sá að leita sér að góðum og öflugum lykilstarfsmönnum til framtíðar.

Stilling hf. | Sími 520 8000 | stilling.is/ferdavorur | [email protected]

Ferðabox og hjólafestingar

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

FRÉT

TIR

Page 31: Fib bladid 2 tbl 2014

31

ÍSLENSKT KEPPNISLIÐ Á SILVERSTONE Í SUMAR

Stilling hf. | Sími 520 8000 | stilling.is/ferdavorur | [email protected]

Ferðabox og hjólafestingar

Page 32: Fib bladid 2 tbl 2014

32

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

FRÉT

TIR

KYNSLÓÐASKIPTI HJÁ ÞRENNINGUNNI- NÝIR OG BREYTTIR TOYOTA AYGO/CITROEN C1/PEUGEOT 108

Kynslóðaskipti hafa orðið á smábílnum Toyota Aygo/Citroen C1/Peugeot 108.

Allt er þetta í grunninn einn og sami bíll, framleiddur í sömu Toyota verksmiðjunni í Tékklandi undir þremur mismunandi tegundar- og gerðarheitum. En með þessari nýju kynslóð hefur verið skerpt á ým-sum einkennum hverrar tegundar í útliti og búnaði. Þótt grunnplatan sé enn sú sama eru meginlínur í útliti gerbreyttar, fjöðrun, hjólabúnaður og gangverk hefur verið mjög endurbætt frá fyrri kynslóðinni og hljóðeinangrun sömuleiðis. Bílarnir eru allir byggðir í verk-smiðju Toyota í Tékklandi og er grunngerð allra þriggja tegundanna og sú ódýrasta, þriggja dyra með tæplega þúsund rúmsm, þriggja strokka 68 hestafla vél sem andar frá sér aðeins 88 grömmum af CO2 á kílómetrann. Við þessa grunngerð má svo fá fjölda viðbóta. Ber þar hæst fimm dyra útgáfa sem eykur notagildið verulega fyrir fjölskyldu-fólkið og til að auka skemmtigildið í

akstri fæst í Citroen og Peugeot út-gáfurnar spræk 1,2 lítra 82ja hestafla vél sem einnig er þriggja strokka. Loks má svo telja dúktopp sem opnar þakið allt frá framrúðubrún og aftur að afturrúðu og er lokun-arbúnaðurinn rafknúinn. Fimm gíra handskiptur gírkassi er staðal-búnaður en fáanlegur er búnaður sem skiptir sjálfvirkt milli gíra. Notagildið hefur batnað frá eldri kynslóðinni með því að farangurs-rýmið er nú orðið umtalsvert meira en var. Það hefur stækkað úr 139 lítrum í 168. Það þýðir að nú er komið pláss fyrir þrjár ferðatöskur af meðalstærð og þrjá til fjóra viðbótar innkaupapoka en áður var. Þessi nýja kynslóð Toyota Aygo/Citroen C1/Peugeot 108 er svo ný-komin að Euro NCAP áreksturspróf hefur ekki enn farið fram. Staðal-öryggisbúnaður og frágangur er þó með þeim hætti að vart er ástæða til að ætla annað en að útkoma úr prófinu verði vel viðunandi.

Page 33: Fib bladid 2 tbl 2014

33

Toyota AygoMeð kaupum á Toyota Aygo gefast óvenju margir möguleikar að velja í milli búnaðar og útlitsatriða eins og litasamsetninga, í það minnsta eftir því sem gerist með smábíla. Grunnbíllinn sem kallast x er ágætlega búinn en til viðbótar við hann eru í boði alls sex und-irgerðir. Næsta undirgerð ofan við grunngerðina nefnist x-play. Í honum er loftkæling, hæðarstillan-leg framsæti, rafdrifnir útispeglar, leðurklætt stýri og útvarpsstillingar á stýrinu og Bluetooth tenging. Í næstu gerðum fyrir ofan koma svo atriði eins og 15 tommu álfelgur í stað 14 tommu stálfelga, sjö tommu snertiskjár, GPS leiðsögubúnaður, ýmsar litasamsetningar og svo loks hið opnanlega þak.

Citroën C1Citroën og Peugeot leggja mikla áherslu á að halda verðinu á grunngerðinn sem lægstu. Hið lága verð kemur niður á ýmsum búnaði sem þá vantar. Það er búnaður eins og t.d. rafknúnar rúðuvindur, sam-læsing, útvarp og tvískipt niðurfel-lanlegt aftursætisbak. En vilji maður þennan búnað þarf að panta hann sérstaklega og greiða fyrir. Verðið er þó að segja má hóflegt. Þriggja dyra C1 mun að líkindum kosta hér frá 1,74 millj. kr og fimm dyra frá ca. 2,2 millj. kr.

Peugeot 108Peugeot útgáfa þessa smábíls hafði áður gerðarheitið 107 en nú er það 108. Grunnverðin eru svipuð og hjá Citroen en til viðbótar geta kaupendur valið úr mismunandi útlitsbúnaði og litasamsetningum bæði að utan sem innan. Hægt er að velja milli sex mismunandi slíkra útlitspakka sem eru ólíkir hver öðrum. Slíkur útlitspakki mun líklega kosta hér milli 150 og 180 þúsund kr.

Page 34: Fib bladid 2 tbl 2014

34

Í mörgum ríkjum þarf að greiða sérstaklega fyrir það að aka á hraðbrautum, aka gegn um

veggöng, yfir stórar brýr o.fl. við ráðleggjum akandi ferðalöngum að kynna sér þessi mál áður en farið er í fríið til að komast hjá sektargreiðslum og óþægindum.

Gjaldtaka af þessu tagi hefur farið vaxandi undanfarin ár. Nefna má Danmörku og Svíþjóð sem dæmi um það. Akstur á hraðbrautunum þar hefur lengstum verið gjaldfrjáls en greiða þarf vegtoll þegar ekið er yfir Stórabeltisbrúna og einnig Eyrarsundsbrúna milli Danmerkur og Svíþjóðar. Og innan fárra ára kemst á vegasamband milli Lálands (Lolland) og Þýskalands um veggöng undir Fehmernsundið og verður það gjaldskylt.

Hrauðbrautirnar í Þýskalandi hafa lengstum verið gjaldfrjálsar en nú bendi margt til þess að það geti breyst á næstu árum. Í Frakklandi hefur lengi verið gjaldskylda á mörgum hraðbrautum og sömuleiðis í Austurríki, Slóveníu og Tékklandi, en nánar má sjá hvar

gjaldskylda er og hvernig henni er háttað á grafinu hér að ofan.

Víða er tekið gjald fyrir tiltekna vegarkafla og gjöldin innheimt ýmist þegar ekið er inn á gjaldkafla eða út af honum aftur. Gjöldin skal ýmist greiða með reiðufé eða greiðslukorti. Annarsstaðar er fyrirkomulagið það að keyptur er miði sem límdur er innan á framrúðuna. Hafi það ekki verið gert má reikna með sektum sem sums staðar eru talsvert háar. Í

Austurríki, Tékklandi og Sviss kostar slík gleymska milli 165 og 300 evrur (26-47 þúsund kr.) Í Slóveníu getur þessi sama gleymska kostað allt að 800 evrur (124 þúsund kr.)

Ennfremur skal hér minnt á að margar þýskar stórborgir krefast þess að sérstakur miði sé í framrúðunni sem segir til um það hvort bíllionn er nógu umhverfismildur til að aka megi á honum innan tilgreinds miðborgarsvæðis sem eru yfirleitt vel merkt. En engu að síður villast fjölmargir akandi ferðamenn inn á þessi svæði án þessa miða eða á bíl sem ekki telst nógu umhverfisvænn til að geta öðlast slíkan miða. Ekki ósvipað gildir um margar fornar og söguríkar borgir Ítalíu nema að þar eru þessi umhverfisverndarsvæði stundum ógreinilega merkt þannig að auðvelt er að villast inn í þau á

FERÐ

ALÖ

G

GÆTUM OKKAR Á UMHVERFISSVÆÐUM

BORGANNA

Page 35: Fib bladid 2 tbl 2014

35

Hafir þú einhverntíman gleymt hvar þú lagðir bílnum þá ertu ekki ein(n)

um það. Samkvæmt nýrri rannsókn á þessu sem gerð var fyrir norskt tryggingafélag þá svaraði helmingur aðspurðra þessu játandi. Fáeinir þeirra höfðu meira að segja fengið bílinn greiddan af tryggingafélagi sem stolinn, þegar hann svo fannst loks – á þeim stað sem hinn gleymni hafði lagt honum.

Algengustu staðirnir sem bílar gleymast/týnast með þessum hætti eru mjög stór bílastæðahús með marga innganga sem rugla fólk illilega í ríminu, t.d. bílastæðahúsin í helstu flugstöðvum. Fjórði hver aðspurðra sagðist hafa týnt bíl sínum á slíkum stað. Næst flestir gleyma hvar þeir lögðu bílnum við stórar verslanamiðstöðvar og leita hans á öðrum stað en honum var lagt. En sem betur fer finna flestir bíla sína á endanum aftur, en ekki alltaf.

En af því að staðhættir í bíla-stæðahúsum er svo líkir gerist það stundum að hafi sá eða sú akandi ekki lagt á minnið númer bílastæðisins og heiti þess svæðis

sem það tilheyrir, getur auðvitað orðið úr vöndu að ráða. Verst eru þau tilfelli þegar annað hjóna eða sambýlinga kom á bílnum og lagði honum en hitt ætlar að fara á honum til baka, finnur hann ekki, leitar í örvæntingu lengi og heldur sig hafa leitað af sér allan grun. Trúir síðan að bílnum hafi hreinlega verið stolið og tilkynnir „þjófnaðinn.“

Síðan gerist það, gjarnan löngu síðar að einhverjir taka að veita athygli rykföllnum bíl á loflausum hjólbörðum sem búinn er að standa óhreyfður mánuðum og jafnvel árum saman á sama stað. Þegar málið síðan er athugað nánar kem-ur í ljós að þarna er týndur bíll kominn fram. Þegar svona gerist, fær eigandinn bíl sinn venjulega til baka og hafi hann fengið greiddar tryggingabætur fyrir hann, verður hann að greiða þær til baka.

Risabílastæði og bílastæðahús eru oft ágætlega merkt þannig að hvert svæði hefur sinn lit eða tákn sem flestir eiga auðveldar með að muna heldur en einungis bókstafi og tölur. Slík skýr tákn verða sífellt algengari enda eru þau til þess fallin að fækka „týndum“ bílum.

HEFURÐU TÝNT BÍLNUM? - ÓTRÚLEGA MARGIR STEINGLEYMA HVAR ÞEIR LÖGÐU BÍLNUM

Algengustu gleymskustaðirnir

· Stór bílastæðahús: 23 %

· Verslanamiðstöðvar: 17 %

· Stór útibílastæði: 17 %

· Við flugstöðvar: 14 %

· Sýninga/tónleikasvæði: 7 %

· Stórar ferjur: 7 %

· Götustæði: 1 %

Page 36: Fib bladid 2 tbl 2014

36

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

BÍLL

YKLA

RNIR

Bíllyklar hafa lengi verið sjálf-sagður þáttur í daglegu lífi flestra. Þegar bíllyklar svo glatast kemur í ljós hversu

mikilvægir þeir eru og hve vandasamt það er og dýrt að verða sér úti um nýja lykla að heimilisbílnum. Lyklarnir eru nefnilega ekki lengur bara lyklar sem ganga að hurðaskrám og kveikilás bílsins, heldur mikið meira en það.

Vissulega ganga lyklarnir enn að hurðalæsingum og kveikilás bílsins. En nútímabílum fylgja ekki bara lyklar heldur líka fjarstýring til að opna og læsa bílnum. Fjarstýringin er nú orðið oftast innbyggð í lykilinn. Ennfremur er innbyggð í lykilinn örsmá, forritanleg kísilflaga. Allur þessi rafeindabúnaður í bíllyklinum þýðir það að bíllyklar nútímans eru miklu viðkvæmari og þola ekki harkalega meðferð jafn vel og húslyklarnir. Bíllyklum ætti því aldrei að kasta frá sér, Það verður að gæta þeirra vel, forðast að missa þá niður í gólfið eða leyfa börnum að leika sér að þeim. Þetta er flókinn, viðkvæmur og dýr rafeindabúnaður.

Flestallir bílar sem framleiddir eru eftir árið 1995 eru búnir ræsivörn. Ræsivörnin er hluti af tölvukerfi bílsins og virkar þannig í stórum dráttum að í lykilhausnum er örsmá kísilflaga. Þessi kísilflaga þarf að vera forrituð á réttan hátt þannig að tölva bílsins og lykillinn „þekki” hvort annað. Ef allt er eins og vera ber í þeim efnum slekkur tölva bílsins á ræsivörninni þegar rétt forritaða lyklinum er stungið í kveikilásinn og bíllinn fer í gang þegar lyklinum er snúið í kveikilásnum. Þessi kísilflaga er yfirleitt alls óháð fjarstýringunni. Fjarstýringin virkar einvörðungu fyrir hurðalæsingar bílsins nema í örfáum undantekningartilfellum.

Kísilflögurnar í bíllyklum eru þannig verulegt öryggismál. Það er nefnilega vel hugsanlegt að eins og sama fjar-stýringin geti opnað fleiri en einn bíl og dæmi eru um að bílaþjófar geti numið og tekið upp útvarpsbylgjurnar frá fjarstýringum bíla þegar fólk læsir þeim á bílastæði. Með því að taka upp merkið geta þeir nýtt sér það síðar til að opna bílinn þegar eigandinn er

horfinn úr augsýn. En ef þjófurinn ætlar síðan að ræsa bílinn með einhverskonar þjófalykli þá á það ekki að ganga. Bíllinn á einfaldlega ekki að geta farið í gang nema þjófalykillinn sé með rétt forritaðri kísilflögu sem segir tölvu bílsins að slökkva á ræsivörninni og það er frekar ólíklegt að svo sé. Myndin hér til hliðar sýnir bíllykil með áfastri fjarstýringu, en þær geta einnig verið lausar.

Fjarstýringar eru vissulega ágæt og handhæg hjálpartæki sem opna læsa öllum hurðum bílsins í einu. En þær þýða líka það að læsingar bílsins eru lítið sem ekkert notaðar og geta því gróið fastar. Þegar rafhlaða fjarstýringarinnar tæmist getur fólk því ekki opnað bílinn á gamla mátann þar sem læsingin er gróin föst. Til að losna við slík óþægindi er ágætt að smyrja læsinguna einu sinni í mánuði og snúa með lykli (óþarfi er að sprauta í svissinn). Ef læsing aftur á móti frýs á veturna má sprauta ísvara í læsinguna, hinkra andartak og sprauta síðan olíu á eftir (ísvarinn eyðir olíunni sem er í læsingunni).

Eins og við vitum með slithluti bílsins, bremsur o.þ.h. þá þarf að skipta um þá reglulega. Ekki er því óeðlilegt að skipta þurfi um kveikilás og læsingar notaðs bíls, því slíkt slitnar með tímanum. Fólki hættir t.d. til að hengja stóra lyklakippu á bíllyklana en það ber að varast þar sem þá myndast skakkt álag á kveikilásinn sem þá slitnar fyrr en ella eða að lykillinn hreinlega brotnar í kveikilásnum.

Ef bíllykill týnist eða eyðileggst getur það orðið talsvert dýrt

LYKLARNIR AÐ BÍLUNUM OKKAR

Page 37: Fib bladid 2 tbl 2014

37

SONAX HALFSÍÐA

Faszination Autopflege mit Markenprodukten von SONAXLassen Sie mehr Glanz in Ihr Leben!

Haltu bílnum hreinum í sumar með

og fyrirhafnarsamt að fá nýjan lykil. FÍB gerði verðkönnun í fyrra á kostnaðinum við nýja lykla. Hún leiddi í ljós að frjálsu lásasmíðafyrirtækin voru lang oftast ódýrari en umboðin, þótt á því væru undantekningar eins og Suzuki umboðið.

En ef búa þarf til nýjan bíllykil er ferlið oftast svona:

1 Ökutækjaskrá – skráning bílsins skoðuð.

2 Nýr lykill er skorinn með/án fjarstýringar.

3 Bíllinn er tengdur við tölvu til að para saman nýja lykilinn og bílinn.

4 Í stöku tilfellum getur þurft að flytja bílinn á verkstæði lyklaþjónustu- fyrirtækis eða umboðs, þar sem tölvan er tekin úr bílnum og upplýsingar

En þvínæst þarf að koma bílnum á næsta þjónustuverkstæði til að láta forrita lykilinn við bílinn svo hægt sé að ræsa bílinn með honum.

Óháðu lyklaþjónustufyrirtækin geta útvegað og forritað lykla í langflesta bíla. Bíleigendur skulu ennfremur hafa í huga að skynsamlegast og best er að eiga alltaf fleiri en einn lykil að bílnum því dýrara er að kaupa nýjan lykil ef

allir eru týndir.

Félagsmenn FÍB njóta bestu kjara við lyklasmíði, ekki síst hjá óháðu

lyklaþjónustufyrirtækjunum. Þú getur gerst félagsmaður með því aðfara inn á heimasíðuna www.fib.is eða að hringja í síma 414 9999.

handmataðar úr lyklinum í tölvuna (dæmi um bíla sem þessa þarfnast eru Lexus, BMW ofl. teg.). Flest ef ekki öll lyklaþjónustufyrir-tækin í landinu eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Sé bíllinn staðstettur úti á landi dugar oft að gefa

lyklaþjónustuaðila upp framleiðslunúmer bílsins og er lykillinn þá skorinn í heimastöð fyrirtækisins og síðan sendur með pósti/flugi. Þá er hægt að opna bílinn.

Page 38: Fib bladid 2 tbl 2014

38

SPAR

AKST

UR Euro NCAP

Árekstursprófar borgarfjórhjól

ÁREK

STRA

RPRÓ

FUN

FJÓRAR GERÐIR - ALLAR VARASAMAR EN MISJAFNLEGA

Borgarfjórhjól flokkast ann-arsvegar sem létt fjórhjól (L6e) og hinsvegar þung

(L7e) ef þau eru 350 kg að þyngd eða meir. Þau léttu mega ná hæst 45 km hraða á klst. samkvæmt Evrópureglum. Engin slík hámarks-hraðamörk gilda hins vegar um þau þungu og geta sum þeirra náð allt að 100 km hraða. Báðir þyngdarflokkarnir eru löglegir til aksturs á vegum og götum þótt oft þurfi ekki að hafa full ökuréttindi á bíl til að mega aka þeim.

En þar sem þessi farartæki eru skilgreind sem fjórhjól en ekki sem bíll, eru þau undanþegin mörgum þeim öryggiskröfum sem bílar þurfa að uppfylla og það þótt sum farartækjanna líti mjög

svipað út eins og smábílar eins og t.d. Daihatsu Cuore, Smart Fortwo, Toyota IQ o.fl. Því er ekki ósennilegt að einhverjir geti hugsað sér að kaupa svona fjórhjól í stað þess að kaupa sér einhvern fyrrnefndra smábíla. Einmitt þess vegna ákváðu leiðtogar Euro NCAP stofnunarinnar að árekstursprófa fjórar gerðir umræddra borgarfjór-hjóla. Niðurstaðan varð í stuttu máli sú að í öryggislegu tilliti stóðust fjórhjólin fjögur smábílunum eng-anveginn snúning.

Euro NCAP prófaði árekstrarþol fjórhjólanna gagnvart framaná- og hliðarárekstri. Árekstrarnir voru gerðir við 50 km hraða á klst og framaná-áreksturinn var gerður framan á mitt fjórhjólið. Að öðru

leyti var tilraunin gerð að mestu með sama hætti og þegar bílar eru árekstrarprófaðir. En vegna þess eðlismunar sem er á fjórhjólunum og bílum þótti ekki hægt að gefa stjörnur á sama hátt og bílum eru gefnar í árekstrarprófum Euro NCAP. Þess í stað voru gefin stig sem flest gátu orðið 16. En meginniðurstöðurnar eru þær að umtalsverðir annmarkar eru á öryggi fólksins í öllum þessum fjórum farartækjum en þó bæði mismiklir og mismunandi, enda þótt öll hafi farartækin hafi uppfyllt þær lágmarks öryggiskröfur sem evrópsk lög gera til farartækja þessarar gerðar.

Page 39: Fib bladid 2 tbl 2014

39

Renault Twizy Club Car Villager

Ligier IXO

Tazzari Zero

Renault Twizy 6,0 stig af 16

Tveggja manna, rafknúinn. Eigin þyngd 474 kg. Hámarkshraði 80 km/klst. Farþegasætið er fyrir aftan ökumann. Loftpúði og fjögurra punkta öryggisbelti fyrir ökumann. Þriggja punkta öryggisbelti fyrir farþega.

Burðarvirkið stóð sig vel gagnvart bæði framaná- og hliðarárekstrum og aflagaðist lítið og virtist geta staðist jafnvel enn harðari árekstra. Loftpúði og öryggisbelti stóðust einnig vel áraunina og höfuð ökumanns (árekstrarbrúðunnar) reyndist ekki skaðast. Hætta mældist hins vegar á hálsi og hálsliðum, hnjámeiðslum og lærbrotum sem rakið er til þess að krumpusvæði eru lítil og burðarvirkið mjög stíft.

Tazzari Zero 4,0 stig af 16

Tveggja manna, rafknúinn. Eigin þyngd 542 kg. Hámarkshraði 100 km/klst.

Burðarvirkið stóðst allvel fram-aná- og hliðarárekstra, en nánari skoðun sýndi að þolið gagnvart

framaná-árekstri var við ystu mörk.

Tvær rafhlöðusamstæður eru í farartækinu og sú að framan gekk inn í fótarýmið við áreksturinn framaná. Við hliðaráreksturinn opnaðist hurðin ökumannsmegin.

Enginn/engir loftpúðar eru fáanlegir í Tazzari Zero. Þriggja punkta öryggisbelti ökumanns hélt ekki því festing þess við dyrastólpa (B-stólpann) gaf sig og höfuð tilraunabrúðunnar (ökumanns) kastaðist fram á stýrið í árekstrinum með „banvænum“ afleiðingum.

Club Car Villager 2+2 LSV 2,0 stig af 16

Fjögurra manna, rafknúinn. Eigin þyngd 541 kg. Hámarkshraði 35 km/klst.

Vegna þess að farartækið kemst einungis á 35 km hraða þá sýnir árekstrarprófið fyrst og fremst hvað gerist ef annað farartæki rekst framaná þetta. Við áreksturinn gekk stýrið upp og inn um hálfan metra og höfuð ökumannsbrúðunnar skall á miðju stýrisins með „banvænum“ afleiðingum. Því til viðbótar

greindist stórhætta á alvarlegum hálsmeiðslum og beinbrotum á brjóstkassa og lærleggjum.

Ligier IXO JS Line 4 Places 2,0 stig af 16

Fjögurra manna, 505 rúmsm bensínvél. Eigin þyngd 465 kg. Hámarkshraði 70 km/klst.

Burðarvirkið aflagaðist illa í framaná-árekstrinum. Fremri dyrastólparnir og framrúðuumgjörðin rifnuðu nánast hvort frá öðru og fótarýmið sem er úr trefjaplasti rifnaði mjög og greinilegt var að farartækið þoldi alls ekki harðari árekstur. Við hliðarárekstur opnuðust báðar hliðardyrnar og skottlokið sömuleiðis.

Engir loftpúðar eru til staðar. Þriggja punkta öryggisbeltin í framsætunum slitnuðu frá dyrastólpanum (B-stólpanum). Höfuð ökumannsbrúðunnar skall á miðju stýrisins við áreksturinn með „banvænum“ afleiðingum. Hætta á alvarlegum höfuðmeiðslum og beinbrotum á brjóstkassa.

Fjórhjól (Quadricycles á útlensku) sem sérstaklega eru ætluð til að nota í borgum, eru nánast óþekkt hér á landi og við vitum ekki til þess að farartæki

af því tagi sem nefnd eru þung fjórhjól sé skráð hér á landi. Farartækin eru seld sem handhæg, ódýr og þægileg farartæki til að skjótast á milli húsa og borgarhverfa.

Page 40: Fib bladid 2 tbl 2014

40

Rússneski bílafram-leiðandinn Lada hefur komið sér upp dreifingaraðila fyrir Lada

bíla í Svíþjóð. Dreifingaraðilanum er ætlað að vera einskonar heild-söluaðili og miðla bílum til smásala á hinum Norðurlöndunum einnig. Innflutningur og sala á Lada bílum er þannig að hefjast á ný eftir langt hlé. Hér á landi eru trúlega rúmir tveir áratugir síðan BL, eða B&L eins og það hét, gaf Lödurnar frá sér og í Svíþjóð eru árin orðin hátt í 30. Hinn gamalkunni jepplingur, Lada Niva eða Lada Sport eins og hann kallaðist á Íslandi forðum, er nú væntanlegur á sænska bíla-markaðinn á ný, en einnig nýju gerðirnar Calina og Granta og sjö manna bíllinn Largus, sem er

Lada Niva eða Lada Sport eins og hann kallaðist hér á landi. Hann er enn að mestu óbreyttur í útliti.

Lada Granta er nýlega hannaður fólksbíll.

Lada Largus er Skutbíll í stærra meðallagi. Tæknilega er þetta að mestu sami bíll og Dacia Logan.

Lada Xray hugmyndabíl

ÓDÝRI EINFALDLEIKINN VINNUR Á - LADA NORÐURLANDAUMBOÐ

AF STAÐ Í SVÍÞJÓÐ

í aðalatriðum sami bíll og Dacia Logan. Eftirspurn er mikil og vaxandi í V. Evrópu um þessar mundir eftir ódýrum og einföldum bílum og er Svíþjóð í því efni engin und-antekning. Gott og óvænt gengi Dacia frá Rúmeníu staðfestir þetta og nú bætist Lada við. Það er fyrirtæki í Eskilstuna í Svíþjóð sem áður flutt inn einn og einn Lada Niva í gegn um lettneskan innflytjanda sem nú færir út kvíarnar og flytur bílana inn beint frá Lada í Rússlandi. Fyrirtækið sem hét áður Ubbo AB en hefur fengið nýtt nafn; Lada Skandinavien AB og ætla nýir eigendur og stjórnendur þess sér að sjá öllum Norðurlöndunum fyrir

Lada bílum. Verið er að framleiða bíla upp í fyrstu stóru sendinguna af bílum og varahlutum til Svíþjóðar í Togliatti verksmiðjunum á Volgubökkum. Hún er væntanleg til Svíþjóðar nú í júlí. Samhliða er unnið að því að fá sænska gerðarviðurkenningu á bílana (sem gilda mun um alla Evrópu) en hún verður væntanlega tilbúin þegar salan hefst síðsumars. Jafnframt er nú verið að vinna við að byggja upp sölu- og þjónustunet í Svíþjóð og öðrum löndum Skand-inavíu. Í Lada verksmiðjunum í Rússlandi eru auk Ladabíla, settir saman Renault, Dacia og Nissan bílar. Renault/Nissan á ráðandi hlut í Lada í Rússlandi.

FRÉT

TIR

Page 41: Fib bladid 2 tbl 2014

41

Hvað ræður mestu um það hvaða bíltegund og hverskonar bíl fólk velur

sér? Þættir eins og verð, ending, áreiðanleiki og orðspor skipta efalaust miklu í þessu, en einnig notagildi, aksturseiginleikar, afl og eyðsla.

En hvað réð mestu um val þeirra fáu hingað til, sem fengu sér rafbíl? Skiptu umhverfismál og umhverfisvernd máli hjá kaupendum? Var það hag-kvæmni, eða var voru það kannski aksturseiginleikarnir og aflið? Við höfum ekki séð margar rannsóknir á þessu hingað til, en almennt er talið að tvö fyrrnefndu atriðin hafi oftast vegið þyngst hjá kaupendunum. Aflið og aksturseiginleikarnir hafi verið aftar í forgangsröðinni.

Þetta virðist vera hald þeirra sem gefa út bandaríska vefinn Green Car Reports sem vilja nú auka veg og efla álit fólks á rafbílunum með því að leggja áherslu á hversu skemmtilegir þeir eru í akstri og viðbragðssnöggir.

Þeir hafa því tekið saman lista yfir þá 12 rafbíla sem eru fljótastir að komast úr kyrrstöðu á 100 km hraða.

Á þessum lista trónir Tesla S tryggilega í efsta sætinu en hann er einungis 4,2 sekúndur að ná 100 km. Átta af bílunum eru allt að 10 sekúndur að ná hundraðinu en fjórir eru lengur. Smábíllinn Mitsubishi i-MiEV er sá rólegasti af bílunum 12 með 15 sekúndur.

SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM

Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · www.skorri.is

Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækjamælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla

MEÐ

ALLIR ÚT AÐ HJÓLA

1. Tesla Model S Performance: 4,2 sek.2. Toyota RAV4 EV: 7,0 sek.3. BMW i3: 7,2 sek.4. Chevrolet Spark EV: 7,6 sek.5. Mercedes B-Class Electric Drive: 7,9 sek.6. Honda Fit EV: 8,5 sek.7. Fiat 500E: 9,1 sek.8. Volkswagen e-Golf: 10,0 sek.9. Ford Focus Electric: 10,4 sek.10. Nissan Leaf: 11,5 sek.11. Smart Electric Drive: 11,5 sek.12. Mitsubishi i-MiEV: 15 sek.

Í HUNDRAÐIÐ Á RAFMAGNINU- 12 VIÐBRAGÐSSNEGGSTU RAFBÍLARNIR HJÁ GREEN CAR REPORTS

JEPPADEKK

Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900www.arctictrucks.is

Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér

örugglega hvert á land sem er.

2014-06 FIB 80x128mm.indd 1 12.6.2014 09:50:37

Page 42: Fib bladid 2 tbl 2014

42

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

LÖG

OG

REG

LUR

Sektir fyrir umferðarlagabrot hafa hækkað í flestum Evr-ópulöndum frá því sem var í fyrrasumar. Fyrir íslenska

ferðalanga sem kosta sumarleyfisferðir sína með íslenskum krónum geta sektargreiðslur í útlöndum orðið mjög dýrt spaug. Þeir sem ferðast ætla á eigin vegum erlendis í sumar, annaðhvort á bílaleigubílum eða eigin farartækjum skyldu því gæta sín á því að hlýða umferðarlögum og -reglum í hvívetna og hafa athyglina óskipta við aksturinn, umferðarmerkin og aðstæður allar, fara ekki yfir hámarkshraða, forðast vafasaman framúrakstur, nota stefnuljósin alltaf þegar við á, tala ekki í farsíma í akstri né lesa eða skrifa smáskilaboð.

Hafi maður verið staðinn að verki við umferðarlagabrot er sektin víða innheimt á staðnum. En sektarboð getur líka borist í pósti eftir að heim er komið og er skemmst frá því að segja að langoftast er skásti kosturinn sá að greiða slíkar kröfur umyrðalaust. Það er í flestum tilfellum þýðingarlaust að reyna að hunsa þær. Slíkt leiðir einfaldlega til enn meiri kostnaðar , vandræða, lögsókna og leiðinda.

ADAC, systurfélag FÍB í Þýska-landi hefur tekið saman yfirlit yfir viðurlög við nokkrum al-gengum umferðarlagabrotum í 34 Evrópuríkjum. Fyrir að aka 20 km yfir hámarkshraða er algengar sektarupphæðir 130-170 evrur

(20-26 þ. kr.). Ekki batnar það ef farið hefur verið 50 km framúr hámarkshraðamörkum. Það kostar 530 evrur á Ítalíu en 1.500 evrur í Frakklandi ( 81.500/231.000 kr.) Í mörgum Evrópuríkjum gilda almennar reglur um afslætti af sektarupphæðum séu þær greiddar innan tilskilins frests. Sem dæmi má nefna Spán sem veitir 50% afslátt sé sekt greidd innan 20 daga frá því brot átti sér stað. Á Ítalíu er afslátturinn 30%.

Sé sekt staðgreidd er nauðsynlegt að fá í hendur kvittun fyrir greiðslunni því fyrir hefur komið að fólk hefur fengið senda sektarkröfu vegna brots sem greitt var fyrir á staðnum.

- GETA ORÐIÐ MJÖG ÍÞYNGJANDI FYRIR FJÁRHAGINN

UMFERÐARSEKTIR Í EVRÓPU

Page 43: Fib bladid 2 tbl 2014

43

Dekkjaþjónusta BifreiðaflutningarVarahlutirBifreiðaverkstæði Úrvinnsla bíla Bón og þvottur

Skútuvogur 8 / 104 Reykjavík / Iceland / vakahf.is

Dekkjaþjónusta BifreiðaflutningarVarahlutirBifreiðaverkstæði Úrvinnsla bíla Bón og þvottur

Skútuvogur 8 / 104 Reykjavík / Iceland / vakahf.is

Dekkjaþjónusta BifreiðaflutningarVarahlutirBifreiðaverkstæði Úrvinnsla bíla Bón og þvottur

Skútuvogur 8 / 104 Reykjavík / Iceland / vakahf.is

BifreiðaverkstæðiDekkjasala og þjónusta

Varahlutir Bifreiðaflutningar Endurvinnslabifreiða

Skútuvogur 8 104 Reykjavík Sími 567 6700 www.vakahf.is

Page 44: Fib bladid 2 tbl 2014

44

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

FERÐ

ALÖ

G

Korthafar greiðslukortanna sem talin eru upp hér á hægri síðu, eru með innifalda í kortinu sínu

kaskótryggingu vegna bílaleigubíla - collision damage waiver (CDW eða LDW) fyrir allt að 50.000 USD eða 5.663.500 íslenskar krónur (miðað við gengi 05.06.14). Eigin áhætta eða sjálfsábyrgð er 25.000 krónur af hverju tjóni. Þessi trygging gildir aðeins á ferðalögum erlendis svo framarlega sem greitt er fyrir leiguna á bílnum með greiðslukortinu. Þó eru á þessu eftirfarandi undantekningar: Vátryggingin gildir ekki á Íslandi, Rússlandi, og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna sálugu að undanskildum Eystrasaltsríkjunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Hún gildir heldur ekki í Afríku að Suður-Afríku undanskilinni og ekki í dvalarlandi korthafa þar sem hann á heimili.

Ef korthafi lendir í tjóni þarf hann eða hún að leita til þess trygg-ingarfélags sem viðskiptabankinn hefur samning við og hringja í tiltekið neyðarnúmer. Svarað er í

því allan sólarhringinn. Minniháttar tjón er þó oftast hægt að leysa í samráði við viðkomandi bílaleigu erlendis. Við heimkomu þarf að fara eftir upplýsingum frá viðkomandi tryggingafélagi. Best er að ganga frá tilkynningunni sem allra fyrst. Þegar ætlunin er að leigja sér bílaleigubíl erlendis þarf að hafa meðferðis staðfestingu frá bankanum sem gaf greiðslukortið út, um það að bílaleigubíllinn verði kaskótryggður meðan hann er í umsjá leigutakans. Staðfestingin er sérstakt bílaleigukort sem á að hafa fylgt með kredikortinu þegar það barst í hendur korthafans. Hafi kortið hins vegar glatast er hægt að nálgast nýtt hjá viðkomandi útgefanda kortsins sem er banki/sparisjóður.

Aðrar takmarkanir á þessari trygg-ingu eru þær að tryggingin gildir ekki fyrir eftirfarandi ökutæki: Hraðskreiða og mjög dýra bíla eins og Lamborghini, Porsche og sambærileg lúxus ökutæki. Tryggingin gildir heldur ekki fyrir bíla sem orðnir eru eldri en 20 ára né heldur bíla sem ekki hafa verið framleiddir í 10 ár lengur.

Þá nær tryggingin heldur ekki til ökutækja eins og vörubíla, dráttarvéla, húsbíla og bifhjóla.

Einnig skal á það bent að aldur ökumannanna/leigutakanna skiptir máli hér. Tryggingin nær til ökumanna með gild ökuskírteini og eru á aldrinum 21 – 74 ára. Rétt að benda líka á að hámarks leigutímabil er 31 dagur og gildir tryggingin bara fyrir einn bíl í hverju leigutilfelli.

Ekki er hægt að framlengja trygg-inguna vegna leigu til lengri tíma.

Til þess að tryggingin sé gild þarf að greiða bílaleigubílinn með kortinu, einnig þarf korthafi að vera ökumaður nr 1. Þar með gildir tryggingin einnig fyrir aðra skráða ökumenn bílaleigubílsins en korthafa sjálfan. Þannig getur hún gilt fyrir maka korthafa, sambýling, börn, foreldra, tengdaforeldra, systkini, viðskiptavini eða samstarfsmenn. En hafa skal alltaf í huga að korthafi þarf ávallt að vera skráður ökumaður bílaleigubílsins nr. 1 og leigutaki hans.

HVAÐA TRYGGING ER Í KORTUNUM BÍLALEIGUBÍLL ERLENDIS

Page 45: Fib bladid 2 tbl 2014

45

Vélarvarahlutir frá viðurkenndum framleiðendum

SjóváÍslandsbanki: Silfur viðskiptakort, Gull viðskiptakort Platinum viðskiptakort Platinum Vísa/Mastercard American Express Premium American Express Business Icelandair American Express American Express Premium American Express Business

Kredikort hf Platinum Mastercard Gull Corporate

TM Landsbankinn: Platínum Vísa/Mastercard Silfur viðskiptakort Gull viðskiptakort Platínum viðskiptakort

VísArion banki: Platínum Vísa/Mastercard Gull viðskiptakort World EliteValitor/Sparisjóðirnir Silfur viðskiptakort Gull viðskiptakort Platinum Vísa MP banki Business gull kort Vildarkort Platínum Platínum viðskiptakortBorgun/Sparisjóðirnir Gull viðskiptakort platinum Mastercard platinum viðskiptakort,

Page 46: Fib bladid 2 tbl 2014

46

við klassískan, lóðréttan Volvo-hlera. Í hinu staðlaða „trommuprófi“ stóð nýi Qashqai-inn sig því ekki nægilega vel þar sem ekki reyndist mögulegt að koma bassatrommutösku inn í skottið (og loka því) án þess að fella niður aftursætin. Hér verður hver og einn að gera upp við sig hvort útlit eða notagildi sé mikilvægara.

Innrarými

Það er hrein gæðatilfinning sem tekur á móti manni er sest er inn í bílinn. Efnisval innan handseilingar er til fyrirmyndar og lítið er um hörð, ódýr plastefni. Mælaborð og snertiskjárinn milli framsætanna ljóma í svölum, bláum lit og skapa þægilegt andrúmsloft. Yfirbragð innrarýmisins er stílhreint og heldur íhaldssamara en að utan.

Þegar fyrst var sest upp í bílinn og takkarnir fyrir rafmagnsstýrða ökumannsætið mundaðir hefði mátt halda að mun smærri aðili hafði ekið bílnum. Leitt var að komast að því að sætið fór einfaldlega ekki nógu langt niður, og var höfuð hins 183 cm höfundar tæpum þumlungi frá þakinu í lægstu stöðu. Líklega má skrifa það á hið ómissandi glerþak, sem takmarkar höfuðrými lítillega. Að öðru leyti var akstursstaðan hin ágætasta. Tveir glasahaldarar eru milli framsætanna ásamt stórum hurðarvasa sem auðveldlega má koma

Hinn nýi Nissan Qashqai var heimsfrumsýndur undir lok árs 2013 og kynntur hér á Íslandi um miðjan

apríl síðastliðinn. Bíllinn er allur stærri í sniðum en áður, en honum er ætlað að brúa bilið milli gamla bílsins og hins fráfarandi X-Trail. Ekki stendur til að bjóða upp á 7 sæta útfærslu líkt og áður (Qashqai +2), en sá möguleiki verður einungis fáanlegur í X-Trail og Pathfinder héðan í frá.

Stærri, léttari og sportlegri

Eins og áður segir hefur nýi Qashqai-inn stækkað nokkuð umfram gamla bílinn. Lengdin hefur aukist um 5 cm og breiddin um 2 cm. Þó hefur hann lést um heil 40 kg í ferlinu, en er samt sem áður 1,5 cm lægri en áður. En ætli það sé ekki hluti af sportleikanum sem er svo móðins nú til dags? Útlitið er mjög afgerandi og fylgir straumum nútímans. Línur eru skarpar og taka mörgum stefnubreytingum og eru (að mati undirritaðs) of margar, úti um allt og skapa hálfgert kraðak.

Eftir að hafa skoðað bílinn í bak og fyrir, í hinum og þessum litum, reyndist megnið af þessum (óþarfa) línum drukkna í svörtum lit. Fyrir vikið virtist hönnunin meira flæðandi og bíllinn talsvert myndarlegri í svörtu. Afturhlerinn er skáhallandi í þágu „hönnunar“ og tapast því talsvert farangursrými samanborið

fyrir kaffibrúsa eða álíka íláti. Nægt pláss er fyrir farþega í aftursætum, þó þolinmæði farþega miðsætis gæti verið takmörkuð með heldur minna höfuðrými en í öðrum sætum. Líkt og komið var inn á hér að framan var farangursrýmið takmarkað vegna skáhallandi afturhlerans, en plássið jókst þó feiknarmikið þegar sætin voru felld niður, en þau falla niður alveg flöt og reyndist því því leikur einn að hlaða inn í bílinn.

Búnaður og græjur

Reynsluakstursbíllinn var í Tekna útfærslu, þ.e. af dýrustu gerð og drekkhlaðinn búnaði. Ætla mætti að þetta magn af búnaði ætti heima margfalt dýrari bílum, en hér er um að ræða alls kyns skynjara sem m.a. nema ef bíllinn skagar af akreininni sinni (e. Lane Departure Warning), vara ökumann við ef hann nálgast næsta bíl að framan of hratt og styður við hemlana sé þess þörf (e. Front Collision Avoidance) og nálægðarskynjara að framan og aftan sem auðvelda lagningu bílsins. Myndavélar eru í fram- og afturstuðurum og undir hliðarspeglum bílsins sem saman mynda svokallaða 360° sjón og gera það verkum að aldrei hefur verið auðveldara að leggja bíl. Sem dæmi um annan tæknibúnað má nefna lyklalaust aðgengi, leiðsögukerfi með Íslandskorti, Bluetooth tengingu, Aux og USB tengi, LED-aðalljós og rafdrifið ökumannssæti ásamt öðrum

Nissan Qashqai

Notaleg gæðatilfinning

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

Page 47: Fib bladid 2 tbl 2014

47

Notaleg gæðatilfinningbúnaði. Síðast þegar undirritaður komst í tæri við slíkt magn af tækni-búnaði var í þýskri eðalkerru sem kostaði það er samsvarar rúmlega þremur Qashqai-um.

Í akstri

Bíllinn er vel einangraður og hljóð-látur í akstri. Vélar- og vindhljóð eru í lágmarki sem gerir aksturinn afslappaðan og þægilegan. Afl er ekki ýkja mikið; aukið tog vélarinnar skilar sér reyndar í sæmilegu upptaki en þegar hestöflin grípa inn í óskaði maður þess að þau væru nokkuð fleiri. Í fyrstu virtist fjöðrunin hitta beint í mark; stórar ójöfnur á borð við hraðahindranir voru ljúflega straujaðar niður og veltingi vel haldið í skefjum í beygjum. Það kom þó á óvart hve óstyrkur og ör bíllinn varð við meiri ferð á minni ójöfnum, t.a.m. á Kringlumýrarbrautinni í Reykjavík. Líklega má skella skuldinni á nýja afturfjöðrun (e. Torsion Bar Suspension), sem er hvorki eins fáguð né áhrifarík eins og Multi Link fjöðrun fyrirrennarans og er ástæðan einfaldlega þyngdar- og kostaðarsparnaður. Aðra sögu var hins vegar að segja í malarakstri; bíllinn var rásfastur, fjórhjóladrifið greip vel í mölina og vakti öryggistilfinningu og sjálfstraust ökumanns til að reyna sífellt meira á þolmörk bílsins.

Að lokum voru margmiðlunartæki bílsins skilvirk og auðveld í notkun, bæði í mælaborði og milli framsæta. Aragrúi valmöguleika og stillingar voru í boði og reyndist leikur einn að skilja allar skipanir og alla virkni. Passa verður þó upp á að halda augunum frá öllum græjunum og einbeita sér að akstrinum þar sem auðvelt var að týnast í hafsjó tækninnar og prófa alla valmöguleika, kort, hljóðkerfi og myndavélar!

Að lokum

Þessi önnur kynslóð Nissan Qashqai er svo sannarlega vel heppnuð og mun að öllum líkindum rokseljast á Íslandi sem og víðar. Þökk sé hagkvæmni, aksturseiginleikum og ótrúlegu magni staðalbúnaðar má með sanni segja að Nissan Qashqai sé skynsöm fjárfesting og peninganna virði. Róbert Már Runólfsson

Verð: 4.590.000 kr – 5.790.000 kr

Afl: 130 hestöfl

Tog: 320 nm

Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri [l/100 km]: 4,6 – 4,9

Losun CO2 [g/100 km]: 119 - 129

Aksturseiginleikar Tæknibúnaður Verð

Fjöðrun Farangursrými Aflleysi

Nissan Qashqai

Page 48: Fib bladid 2 tbl 2014

48

Peugeot 308

hönnun að innan eru nær allir takkar fjarlægðir úr mælaborði og færðir í margmiðlunarskjáinn; þar á meðal miðstöðvarstillingarnar sem reyndu nokkuð á þolinmæði höfundar til lengdar.

Í akstri slær Pusjóinn í gegn með sinni getu og þægindum. Stýrið er lítið, sportlegt og nákvæmt, þótt næmni fyrir veginum í gegnum það sé á undanhaldi. Fjöðrunin er afar vel heppnuð; mýkri en í gamla bílnum en þó stöðug og heldur bílnum tiltölulega flötum í beygjum. Á sama tíma er bíllinn fullkomlega þægilegur yfir hvers kyns ójöfnur borgar- og þjóðvega. Þessa dýnamísku aksturseiginleika má rekja til 140 kg þyngdartaps umfram gamla bílinn og fágaðri útfærslu á hönnun fjöðrunarinnar. 1.6 lítra, 116 hestafla dísilvélin togaði vel og voru gírskiptingar mjúkar og fyrirgefandi, sama hversu illa reynt var að skipta um gír. Vélar- og veghljóð reyndust svo í algjöru lágmarki – einn af athyglisverðustu eiginleikum bílsins – og bíllinn greinilega vel smíðaður (við fyrstu kynni). Vonandi helst bíllinn jafn vel skrúfaður saman í gengnum árin og stuðlar þannig að bættri ímynd franskra smíðagæða!

Hinn nýi Peugeot 308 hefur tekið miklum breytingum umfram þann sem hann kemur í staðinn fyrir,

útlitslega sem og tæknilega. Hið gapandi framgrill víkur fyrir minna og stílhreinna grilli, LED-ljós eru staðalbúnaður í efri útfærslum og öll hlutföll ytra byrðis samsvara sér vel og skapa þannig stílhreint og heilsteypt útlit. Svo skal tekið fram að Peugeot 308 var nýverið valinn bíll ársins í Evrópu.

Peugeot 308 er afar rúmgóður í alla staði og talsvert rýmri en áður. Farangursrými er feiknar stórt og aðgengi þess auðvelt, þó aftursætin falli ekki alveg flöt niður. Stærð farangursrýmis tekur nokkuð pláss frá farþegum aftursæta samanborið við t.a.m. Bíl ársins á Íslandi 2014, Skoda Octavia, en þó er rýmið nægt til að sæmilega fari um þrjá farþega.

Efnisnotkun er, líkt og svo oft áður í frönskum bílum, ekki hin besta í innra rými bílsins og áferð efna í kringum mælaborð og miðstokk ódýr. Reynsluakstursbíllinn var búinn stórum margmiðlunar-snertiskjá sem sá um flestar skipanir bílsins og hýsti m.a. fullkomið leiðsögukerfi með Íslandskorti. Svörun skjásins var þó heldur sein og skipanir oft óþarflega flóknar. Með „minimalískri“

En ef það er eitthvað sem má hrósa frönskum bílaframleiðindum fyrir þessa dagana, þá er það eldsneytiseyðsla og losun gróður-húsalofttegunda – eða réttara sagt, skortur á hvoru tveggja. Meðaleyðsla á meðan reynsluakstri stóð var vægast sagt ótrúleg, eða rétt tæpir 5 lítrar á hverja 100 km. Uppgefin eyðsla upp á 3.7 l/100 km er að vísu nokkuð fjarri rauninni sem kemur ekki á óvart þegar miðað er við varfærinn akstursmáta við kjöraðstæður. Ennfremur er losun CO2 tveggja útfærslna vel innan við 120 g/100 km og má því leggja þeim frítt í miðborginni í 90 mínútur.

Á heildina litið er hinn nýi Peugeot 308 vel heppnaður bíll og vel að titli sínum kominn sem bíll ársins í Evrópu. Því má með sanni segja að hann sé verðugur keppinautur í vali á bíl ársins á Íslandi í ár, en úrslit verða kynnt í september.

Róbert Már Runólfsson

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

Rúmgóður afbragðs akstursbíll

Page 49: Fib bladid 2 tbl 2014

49

Afl: Frá 82 til 156 hestöfl (bensín) og frá 92 til 116 hestöfl (dísil)

Tog: Frá 118 til 240 nm (bensín) og frá 230 til 285 nm (dísil)

Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri [l/100 km]: Frá 5,0 til 5,6 (bensín) og frá 3,6 til 3,7 (dísil)

Losun CO2 [g/100 km]: Frá 114 til 129 (bensín) og frá 93 til 95 (dísil) Verð: Frá 3.360.000 kr til 4.490.000 kr (bensín) og frá 3.660.000 kr til 4.190.000 kr (dísil)

Hljóðlæti Eldsneytiseyðsla Aksturseiginleikar Farangursrými

Svifaseinn snertiskjár Efnisval

Peugeot 308

Rúmgóður afbragðs akstursbíll

Page 50: Fib bladid 2 tbl 2014

50

BÍLA

PRÓ

FUN

FÍB

FRÉT

TIR

Sólarsellur á þökum bíla, einkum rafbíla, eru svo sem ekki nýjabrum lengur. Sólar-

sellurnar vinna rafmagn úr geislum sólarinnar og hjálpa til við að auka drægi rafbílsins, ekki síst með því að nýta sólarorkuna til að kæla innirými bílsins í heitri sólinni í Kaliforníu og á öðrum sólríkum og heitum svæðum. Nú hefur BMW látið hanna bílskýli með svo mörg-um og afkastamiklum sólarsellum að nægja eiga til að halda rafbílnum nothæfum til daglegs brúks.

Það er bandaríska hönnunarstofan

Sænska þingið hefur sett Svíum það markmið að stór-minnka jarðefnaeldsneytis-

bruna í landsamgöngum næstu 15 árin svo mjög að neðar verði ekki komist. Þessu markmiði á að ná til og með árinu 2030.

Mjög víðtækar rannsóknir og tilraunir eru þegar hafnar hjá sænskum stofnunum eins og veg-tæknistofnuninni VTI og er til-gangur þeirra að finna fljótvirkustu og hagkvæmustu aðferðirnar við að útrýma að mestu olíunni og ben-síninu sem orkugjafa fyrir bílana. VTI hefur í þessum tilgangi gang-sett mikinn hermi (Simulator) til að prófa virkni rafmagnsvega - vega sem eru lagðir rafleiðslum en í þær sækja farartækin raforkuna sem knýr þau áfram.

Í herminum eru aðallega þrenns konar orkumiðlunarkerfi prófuð:

Í fyrsta lagi loftlínur, í öðru lagi raflínur í vegyfirborði og í þriðja lagi segulsvið í veginum (Induc-tive Transfer) sem flytur raforku til bílanna snertingarlaust. Hver þessara orkumiðlunaraðferða hefur sína kosti og sína galla, afköstin eru misgóð, rekstraröryggið er misjafnt. Þá bætast við atriði eins og hætta og umhverfisþættir, þar á meðal sjónmengun. Allt er þetta hægt að forrita í herminn og prófa síðan og sannreyna hvernig virkar við mis-munandi aðstæður, árstíðir o.s.frv. Frá þessu er greint í nýjasta frétta-bréfi samtaka norrænna vegagerða.

Að söðla um og breyta vegum í

rafvædda vegi er gríðarlega mikið og flókið mál. Verkefnisstjóri sænska rafvegahermisins segir herminn vera frábært tæki til þess að prófa tækni og aðstæður sem ennþá fyrirfinnast ekki, og fá raun-sannar upplýsingar og samanburð á því hversu öruggar, hagkvæmar og skynsamlegar þær munu verða. En áður en farið verði út í jafn róttæka umbyltingu eins og þá að rafvæða vegina, verði að finna skárstu leiðirnar og eins verði að kynna niðurstöðurnar rækilega fyrir not-endum veganna, hvernig þær muni virka fyrir þá, hvernig gjöldin fyrir afnot að vegunum verði innheimt af rafbílunum o.s.frv.

Designworks USA í Bandaríkjun-um sem stendur að þessu en fyr-irtækið er í eigu BMW. Bílskýlið og allt efnið í það er framleitt samkvæmt heimspeki og ítrustu hugmyndum um sjálfbærni, eins og reyndar rafbílarnir i3 og i8 frá BMW eru, þannig að framleiðsla bæði bíls og bílskýlis er hugsuð sem ein heild. Í þessum sjálfbærnis-anda er uppistaðan í burðarvirki bílskýlisins bambus, en koltrefja- efni í burðarvirki bílanna er fram-leitt í Kanada með sjálfbærri orku frá fallvötnum og gólfmotturnar úr einhverskonar fljótsprottnu illgresi.

En sólarsellurnar á þaki bílskýli-sins eru að meginhluta úr lagskiptu gleri. Framleiðsla þeirra og eyðing hefur lítil skaðleg umhverfisáhrif í för með sér og framleiðsluá-byrgðin er 30 ár, sem víst er nokkru lengri en áætlaður líf-/afskriftatími Kárahnjúkavirkjunar. Ekki vitum við um áætluð hleðsluafköst þessa BMW bílskýlis, sem eflaust er háð sólskini og skýjafari, en í frétt um það segir að við bílskýlið góða megi tengja hraðhleðslustöð BMW; Wallbox Pro, og sé bílskýlið tengt við húsastrauminn og þar með raforkudreifinetið, megi gera ráð fyrir því að jöfunarreikningurinn við rafveituna verði almennt ýmist jákvæður eða neikvæður. Það hlý-tur þó að fara verulega eftir sól- og skýjafari sem og notkun bílsins.

RAFORKA AÐ OFAN

RAFVÆDDIR VEGIR- SVÍAR VILJA LÁGMARKA ELDSNEYTISBRUNA Í VEGASAMGÖNGUM

- BMW BÝÐUR UPP Á BÍLSKÝLI MEÐ SÓLARSELLUM

Page 51: Fib bladid 2 tbl 2014

51

RAFORKA AÐ OFAN

- BMW BÝÐUR UPP Á BÍLSKÝLI MEÐ SÓLARSELLUM Reuters fréttastofan hefur kannað gögn bandarísku

slysarannsóknastofnunarinna FARS yfir dauðaslys sem orðið hafa í bílum frá General Motors sem rekja má til mjög umtalaðs galla í kveikilás (sviss) bílanna. Rannsóknablaðamenn Reuters rannsökuðu gögnin út frá sömu aðferðafræði og starfsmenn GM hafa sjálfir unnið eftir við rannsóknir þessa sama máls. Niðurstöður eru gerólíkar: Starfsmenn GM töldu að rekja mætti 13 dauðsföll til gallans en blaðamenn Reuters telja þau vera minnst 74.

Gallinn í kveikilásunum lýsir sér þannig að skyndilega drepst á bílunum í akstri. Við það verða loftpúðar óvirkir og hemlar verða

nánast óvirkir og stýrið mjög þungt. Ökumenn missa við það stjórn á bílunum og árekstur verður. Þau slys þar sem ökumaður og/eða framsætisfarþegi týndu lífi voru sérstaklega rannsökuð af blaðamönnum Reuters.

Fram hefur komið í fréttum undanfarnar vikur að forsvarsmenn GM létu árum saman undir höfuð leggjast að innkalla bílana þótt þeir vissu af þessum galla strax árið 2001. Eftir að málið komst í hámæli í byrjun þessa árs á fjórðu milljón bílar verið innkallaðir

VITAÐ ER UM 74 DAUÐASLYS VEGNA GALLAÐS KVEIKILÁSS

ÓHAPPIÐ: SNJALLSÍMAFORRIT TIL AÐ AUÐVELDA GERÐ TJÓNASKÝRSLUNNAR

vegna gallans.

Blaðamenn Reuters báru jafnframt saman dauðaslysatíðni GM-bílanna Chevrolet Cobalt og Saturn Ion við dauðaslysatíðni sambærilegu bílanna Ford Focus, Honda Civic og Toyota Corolla. Niðurstöður eru þær að dauðaslys af þessu tagi eru nærri sex sinnum algengari í Saturn Ion en í Toyota Corolla. Dauðaslys í Ion reyndust 5,9 á hverja 100 þúsund selda bíla, í Chevrolet Cobalt 4,1, 2,9 í Ford Focus, 1,6 í Honda Civis og 1,0 í Toyota Corolla

ÓhAPPið er nýtt snjallsímafor-rit sem þjónustufyrirtækið

Árekstur hefur tekið í notkun. Árekstur er óháð fyrirtæki sem sérhæfir sig í vettvangsrannsóknum umferðaróhappa á höfuðborgar-svæðinu. Þegar starfsfólk þess er kallað til þar sem árekstur hefur orðið í umferðinni, rannsakar það slysavettvanginn, tekur myndir, gerir uppdrætti og gengur frá skýrslum og sendir til viðkomandi tryggingafélaga óhappaökutækj-anna. Þeir sem hafa óhAPPið í snjall-síma sínum geta með því sett sig beint í samband við Árekstur hafi umferðaróhapp orðið. Verði umferðaróhappið hinsvegar utan opnunartíma Áreksturs eða utan höfuðborgarsvæðisins er hægt að senda Árekstri upplýsingar og myndir af vettvangi sem duga til að ganga frá tjónaskýrslu beint úr

app-inu.Þetta er gert þannig smellt er á takk-ann ‘Gera tjónaskýrslu’ og fá þá noten-durnir nákvæ-mar leiðbeinin-gar skref fyrir skref um það sem gera skal. Appið sér síðan um að senda upplýsingar-nar og ljós-myndirnar til Áreksturs sem vinnur úr þeim og sendir fullunna tjónaskýrslu á viðkomandi trygg-ingafélag. Appið góða er hægt að nálgast ókeypis. Fyrir Android síma er hægt að nálgast það á Google

Play Store og fyrir iPhone í App Store. Þjónusta Áreksturs er frí fyrir viðskiptavini Sjóvá, Tryggin-gamiðstöðvarinnar, Vátryggingafé-lags Íslands og Varðar.

Page 52: Fib bladid 2 tbl 2014

52

Fullt verð Kr. 2.300- FÍB verð kr.1.840

Fullt verð Kr. 2.065 FÍB verð kr.1.755

Fullt verð Kr. 2.850 FÍB verð kr.2.280

Fullt verð Kr. 5.490 FÍB verð kr.4.941 Gamla Vegahandbókin gildir sem kr. 1000 innborgun í nýja.

Gott úrval bónvara frá Sonax

Fullt verð Kr. 3.900 FÍB verð kr.3.120

Félagsmenn kr.9.500 Félagsmenn kr.9.350 Félagsmenn kr.700

bækur og kort

Stafrænn loftmælir

FÍB öryggisvesti

Öryggisljós 3 í 1

Innlendar og erlendar

Þríhyrningur

Gistimiðar Gistimiðar Hvalfjarðargöng

Verð til félagsmanna

Almennt verð kr. 5.100.-

FÍB SJÚKRATASKA

kr. 3.570.-

Innihaldslýsing: Hreinsigrisjur, sárabindi, teygjubindi, heftiplástur, blástursgríma, sáragrisja,plástur, hanskar, álteppi, skæri, flísatöng, þrýstiböggull, augnskol, klemmuplástur, plásturslengja. Stærð sjúkratösku 19,5 sm x 14 sm

Vönduð handhægsjúkrataska í bíllinn með íslenskum merkingum frá Landsbjörgu.

VÖRUR FÁST Í VEFVERSLUN Á FIB.IS & SKÚLAGÖTU 19

Þriðji stærsti skemmtigarður í EvrópuUV400

Hulstur og klútur fylgja með

Page 53: Fib bladid 2 tbl 2014

53

Erlendis

Félagsmenn FÍB hafa aðgang að einum stærsta afsláttarklúbbi í heimi. Show your Card! er landamæralaus afsláttarklúbbur bílaklúbba. Tugþúsundir staða út um allan heim sem gefa afslátt. Ef þú ætlar

að leigja bíl í fríinu, kaupa hótelgistingu, fara í dýragarð, vatnagarð eða á söfn, þá kannaðu Show your Card! afsláttinn áður en þú ferð og ferðakostn-aðurinn minnkar. Mundu eftir FÍB félagsskírteininu. Það opnar þér aðgang.

15%

15% 20%

10 euro afsláttur

2 fyrir 1Berlín og Amsterdam

20%

20%

25%

20%

15%

10-20%

PORTAVENTURAÞriðji stærsti skemmtigarður í Evrópu

Page 54: Fib bladid 2 tbl 2014

54

Skemmuvegi 44m Kópavogi · www.bilarogtjon.isAvis bílaleigubílar á staðnum

BIFREIÐAÞJÓNUSTA

Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar

bfo.isBifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GATA) · 200 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

[email protected]

BGS VOTTUÐ ÞJÓNUSTA

BGS VOTTUÐ ÞJÓNUSTA

Þjónustuverkstæði fyrir eftirtaldar bifreiðar

reynsla – þekking – góð þjónusta

Page 55: Fib bladid 2 tbl 2014

55

BIFREIÐASKOÐUNAðalskoðun hf. Hjallahrauni 4, 220 HafnarfirðiSími 590 6900 www.adalskodun.isSkeifan 5 (hjá vínbúðinni) sími 590 6930Grjóthálsi 10 (við vesturlandsveg) sími 590 6940Skemmuvegur 6, Kópavogi sími 590 6935www.adalskodun.isFrumherji hf. Hestshálsi 6-8, ReykjavíkSkeifunni (Grensásvegi 7) ReykjavíkGylfaflöt 19, Grafarvogi, Dalvegi 22, KópavogiGarðatorgi, Garðabæ, Sími 570 9090 frumherji.is Dalshraun, Hafnarfjörður, Sími 570 9217Tékkland Borgartún 24, 105 ReykjavíkHoltagarðar, Reykjavík s. 414-9914Reykjavíkurvegur 54, Hafnarfjörður s. 414-9912Dalsbaut 1, Akureyri sími. 414-9916BÍLAHÚS Bergstaðir - Bergstaðastræti 6, 101 Rvk. Kolaport - við Seðlabanka Íslands, 101 Rvk.Ráðhúskjallari - við Ráðhús Reykjav. 101 Rvk.Stjörnuport - Laugavegi 94, 101 Rvk.Traðarkot - Hverfisgötu 20, 101 Rvk.Vesturgata - Vesturgötu 7, 101 Rvk.Vitatorg - Skúlagötu/Vitastíg, 101 Rvk.Nánari upplýsingar www.bilastaedasjodur.isBÍLALEIGUR Bílaleiga Flugleiða ehf. www.hertz.isSími 522 4400 Fax 522 4401 [email protected]ÍLARÉTTING, SPRAUTUN,TJÓNAMAT Arctic trucks ehf. Klettshálsi 3, 110 ReykjavíkSími 540 4900, www.arctictrucks.isA.B. skálinn, Gagnheiði 11, Selfossi s. 482 2200Bifreiðaverkst.Kaupf. Skagfirðinga Hesteyri 2, 550 Sauðarkróki, Sími. 455 4570 fax.455 4571Bílamálun Egilsstöðum ehf. Fagradalsbraut 21Sími 471 2005, 700 Egilsstöðum, Bílamálunin Lakkhúsið, Smiðjuvegi 48200 Kópavogi, Sími 567-0790, www.lakkhusid.isBílar og tjón ehf.Skemmuvegi 44m Bleik gata200 Kópavogi, Sími 578 5070, www.bilarogtjon.is Bílasprautun og réttingar Hjartar Smiðjuvegi 56 rauð gata, Kópavogi, S.587 9020, rettingar.isBliki- Bílamálun og réttingar ehf,Smiðjuvegi 38 gul gata, 200 Kópavogi,S.567 4477Bílverk BÁ ehf, Gagnheiði 3, 800 SelfossiSími 482 2224, Fax 482 2354 www.bilverkba.is5 stjörnu vottað, [email protected] ehf, Bæjarflöt 10, 112 Reykjavík S. 567 8686Lakkskemman ehf.Skemmuvegi 30, blá gata200 Kópavogi, Sími 557 4540Réttingaverk ehf,Hamarshöfða10,RvkS.5674343Réttingaþjónustan ehf, Smiðjuvegi 40, gull gataKópavogi, s. 557 6333, [email protected]éttur – bílaréttingar, Funahöfða 17,108 Reykjavík s. 587 6350, F 587 6351, rettur.net Smáréttingar ehf. – RéttingaþjónustaSmiðjuvegi 36 gul gata, 200 Kópavogi S.588 4644 Víkur-ós ehf, Bæjarflöt 6, 112 Reykjavík Sími 587 7760, Fax 587 7761, www.vikuros.is BÍLASÖLURBílver ehf. Innnesvegi 1, Akranesi s.431 1985,Bílaverkstæði Austurlands, Miðási 2 700 Egilsstöðum, Sími 471 1436, Nýir og notaðirBÍLAVARAHLUTIRAB Varahlutir, Bíldshöfða 18, Rvk, s.567 6020E.T. Einar og Tryggvi, Klettagarðar 11Rvk, S. 568 1580, F. 568 0844 www.et.is Stilling hf, Kletthálsi 5, 110 ReykjavíkSími 520 8000, www.stilling.is Varahlutaverslunin Kistufell ehf, Brautarholti

105 Reykjavík, Sími 562 2104, www.kistufell.isMekonomen, Smiðsbúð 2, 210 Garðabær, Símli 527 2300, www.mekonomen.isLjósboginn ehf, Bíldshöfða 14, 110 ReykjavíkSími 553 1244, [email protected]ÍLAUMBOÐAskja, Krókhálsi 11, 110 ReykjavíkSími: 590 2100, www.askja.isBernhard, Vatnagörðum 24-26, 104 ReykjavíkSími: 520 1100, www.bernhard.isBrimborg, Bíldshöfða 6 og 8, 110 Reykjavík Sími: 5157000 www.brimborg.is BL, Sævarhöfða 2, 110 ReykjavíkSími: 525 8000 www.bl.is Bílabúð Benna, Tangarhöfða 8, 110 ReykjavíkSími: 590 2000, www.benni.isHekla hf, Laugavegi 170-174, 105 ReykjavíkSími: 590 5000, www.hekla.isToyota, Kauptún, Garðabær Sími: 570 5070, www.toyotakauptuni.isSuzuki, Skeifunni 17, 108 Reykjavík Sími: 568-5100, www.suzuki.isALMENN BIFREIÐAVERKSTÆÐIBílhúsið ehf, Smiðjuvegi 60, rauð gata, KópavogiSími 557 2540, Verkstæði/smurþjónusta, bilhusid.is Bifreiðastillingin ehf, Smiðjuvegi 40d, rauð gata200 Kópavogi, Sími 557 6400, Fax 557 7258Bifreiðaverkstæðið Baugsbót, Frostagötu 1b, 603 Akureyri S.462 7033, Metanísetningar Bifreiðaverkstæði Friðriks ÓlafssonarSmiðjuvegi 22, græn gata, 200 KópavogiSími 567 7360, Fax 557 7374, www.bfo.isBifreiðaverkstæði Grafarvogs ehf, Gylfaflöt 24-30112 Reykjavík, Sími 577 4477, Þjón. Bílabúð BennaBifreiðaverkstæði Jónasar, Skemmuvegi 46, 200 Kópavogur, sími 557 1430. www.jonasar.isBílaverkstæðið KirkjubæjarklaustriIðjuvöllum 5, 880 Kirkjubæjarklaustri S.487 4630, Gsm 820 4515, Verkstæði, hjólbarðaverkstæði,Bifreiðaverkstæði Kaupfélags SkagfirðingaHesteyri 2, 550 Sauðarkróki, S.455 4570 F.455 4571Bifreiðaverkstæðið Pardus. Suðurbraut 565 Hofsósi, S.453 7380 [email protected], Bílanes – Grandanes ehf. Bygggörðum 8, 170 Seltjarnarnesi S.561 1190, GSM 698 2212.Bílvogur ehf, Auðbrekku 17, 200 KópavogiSími 564 1180, Fax 564 1153, Almennar viðgerðir.Bílaverkstæði Austurlands, Miðási 2 700 Egilsstöðum, Sími 4705070, www.bva.isBíla áttan, Smiðjuvegi 30, 200 KópavogiSími 587 1400, [email protected]ílaþjónusta Péturs ehf, Vallholti 17, 800 SelfossiSími 482 2050, Alhliða viðgerðaverkstæði, smurstöðBíljöfur bifreiðaverkstæði ehf. - biljofur.isSmiðjuvegi 34, 200 Kópavogi, Sími 544 5151Bílstál ehf, Askalind 3, Kópavogi Sími 564 4632Bílver ehf, Innnesvegi 1,300 Akranesi S. 431 1985Hekla hf, Laugavegi 170-174, 105 ReykjavíkSími: 590 5000, www.hekla.isJeppasmiðjan ehf,Ljónsstöðum Árborg 801 SelfossiSími 482 2858, Fax 482 1004, Varahlutir/breytingarRafstilling ehf, Dugguvogi 23, 104 ReykjavíkSími 581 4991, Fax 581 4981, www.rafstilling.is Stimpill ehf, Akralind 9, 201 Kópavogi S. 564 1268, Þjónusta fyrir Renault, Hyundai, Land Rover, BMWSmur og dekkjaþjónusta, Aðalstræti 3450 Patreksfirði, Sími 456 1144 Vélastilling sf, Auðbrekku 16, 200 KópavogurSími 554 3140, Fax 564 4460, [email protected]élrás Bifreiða- og vélaverkstæði [email protected]

Vagnhöfða 5, 110 Reykjavík, Sími 577 6670BÍLSKÚRSHURÐIR OG OPNARARGlófaxi ehf. blikksmiðja, Ármúla 42, 108 ReykjavíkSími 581 2900, Fax 588 8336, www.glofaxi.is Héðinn, Gjáhellu 4, Hafnarfjörður, Sími 5692100Bílskúrshurðaþjónustan, sími 892 7285BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐVARBílaþvottastöðin Löður ehf, Sími 544 4540, www.lodur.is HJÓLBARÐAR OG ÞJÓNUSTABarðinn Skútuvogi 2, Reykjavík, s. 568-3080. Bifreiðaverkstæði Kaupfélags SkagfirðingaHesteyri 2, 550 Sauðarkróki, Sími 455 4570Bíla áttan, Smiðjuvegi 30, 200 KópavogiSími 587 1400, [email protected]ílvogur ehf, Auðbrekku 17, 200 KópavogiSími 564 1180, Fax 564 1153, [email protected] Dekkjahöllin, Skeifan 5, 108 Reykjavík, S.581 3002 Draupnisgata 5, 600 Akureyri S. 462 3002Þverklettar 1, sími 471 2002, www.dekkjahollin.isHjólbarðaverkstæði Sigurjóns, Hátúni 2a105 Reykjavík, Sími 551 5508Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Gylfaflöt 3112 Reykjavík , Sími 567 4468Smur og dekkjaþjónusta, Aðalstræti 3450 Patreksfirði, Sími 456 1144Sólning hf, Smiðjuvegi 68-70, 200 KópavogiSími 544-5000, www.solning.isNjarðvík, Fitjabraut 12, s.421-1399Selfossi, Austurvegi 52, s,482-2722Hafnarfjörður, Rauðhellu 11, s. 568-2035Hafnarfjörður, Hjallahraun 4, s. 565-2121PÚSTÞJÓNUSTAKvikk Þjónustan, Vagnhöfða 5, 110 Reykjavík, Drangahrauni 1, Hafnarfirði, s. 520 0600 kvikk.isKERRUR OG DRÁTTARBEISLIVagnar og þjónusta,Tunguhálsi 10, Rvk s.567 3440VERSLUN, LÁSASMIÐIR OG ÞJÓNUSTABílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16, 110 ReykjavíkSími 567 2330, Fax 567 3844, bilasmidurinn.isNeyðarþjónustan lykla- og lásasmiður Skútuvogur 11, Reykjavík, s.5108888 Neyð.8006000RAFGEYMAR OG ÞJÓNUSTA Rafgeymasalan ehf, Dalshrauni 17, 220 HafnarfirðiSími 565 4060, www.rafgeymar.isRafstilling ehf, Dugguvogi 23, 104 ReykjavíkS. 581 4991, Fax 581 4981, www.rafstilling.is Skorri ehf, Bíldshöfða 12, 110 ReykjavíkSími 577 1515, Fax 577 1517, www.skorri.is SJÁLFSKIPTIVIÐGERÐIRStimpill ehf, Akralind 9, 201 Kópavogi,S. 564 1268SMURSTÖÐVARBílvogur ehf, Auðbrekku 17, 200 KópavogiSími 564 1180, Fax 564 1153 Bíla áttan, Smiðjuvegi 30, 200 KópavogiSími 587 14 00, [email protected] og dekkjaþjónusta, Aðalstræti 3450 Patreksfirði, Sími 456 1144Smurstöðin Fosshálsi, Fosshálsi 1, Rvk s.567 3545Smurstöðin Akranesi, Smiðjuvöllum 2, S.431 2445Stimpill ehf, Akralind 9, Kópavogi, Sími 564 1268VINNUVÉLAR Vélfang ehf, Gylfaflöt 32, 112 ReykjavíkSími 580-8200, [email protected] www.velfang.is

BIFR

EIÐAÞJÓ

NU

STA

Page 56: Fib bladid 2 tbl 2014

56Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590 5100 | Suðurhrauni 2b | 210 Garðabær | Sími: 590 5290 | www.klettur.is

NÝTT DEKKJAVERKSTÆÐI

Goodyearer í vinningsliðinu

F D M

1. SÆTIÍ PRUFUAKSTRI

TEKNIKENS VÄRLD#8/2014 SWEDEN

1. SÆTIÍ PRUFUAKSTRI

RÅD & RÖN#2/2014 SWEDEN

1. SÆTIÍ PRUFUAKSTRI

FDMMARS 2014DENMARK

FEB

2014

„5 stjönur Frábært dekk með góða eiginleika í öllum öryggisþáttum. Besta dekkið á votu undirlagi „ Sigurvegari þessa prófs“FDM

„Goodyear Efficient Grip er með afgerandi bestu virknina í þessari prófun.Það er alstaðar með hámarksskor í öllum hlutum prófunar og tapar aldrei gæðaeiginleikum sínum.Það ber vott um öruggt dekk.Einnig má bæta við að Goodyear hefur tekist betur en nokkur annar að sameina grip og lága snúnings-mótstöðu.“Teknikens Värld

* Teknikes Värld, (NO.8/2014) Summer / HP 205/55 R16 V, Råd & Rön (No. 2/2014), FDM mars 2014, 195/65R15.

M A D E T O F E E L G O O D .

Frammistaða GOODYEAR EfficientGrip