fyrirbyggjandi þættir fyrir osgood schlatter og rétt ... þættir fyrir... · osgood schlatter...

38
Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt meðhöndlun Hildur Ingólfsdóttir Lokaverkefni til BS-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Upload: others

Post on 14-Oct-2020

16 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter

og rétt meðhöndlun

Hildur Ingólfsdóttir

Lokaverkefni til BS-prófs

Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Page 2: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt
Page 3: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt

meðhöndlun

Hildur Ingólfsdóttir

Lokaverkefni til BS-prófs í íþrótta- og heilsufræði

Leiðbeinandi: Gunnhildur Hinriksdóttir

Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2016

Page 4: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt meðhöndlun

Ritgerð þessi er 5 eininga lokaverkefni til BS-prófs

í íþrótta-, og heilsufræði við íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild,

Menntavísindasviði Háskóla Íslands

© Hildur Ingólfsdóttir 2016

Óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar.

Page 5: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

3

Ágrip

Verkefnið er fræðileg umfjöllun um Osgood Schlatter álagsmeiðsl. Þeir sem greinast með

Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

fyrir neðan hné og myndast í sköflungshrjónu (tibial tuberosity) (Czyrny, 2010). Meiðslin

eru algengt vandamál hjá börnum og hefur verið rannsakað töluvert erlendis en eins og er

þá er lítið til af íslensku efni. Um 20% barna sem stunda íþróttir greinast með Osgood

Schlatter á meðan aðeins 4,5% barna greinast sem stunda ekki reglulega hreyfingu

(Halilbasic o.fl., 2012; Kujala, Kvist og Heinonen, 1985). Í flestum tilfellum læknast

meiðslin af sjálfu sér þegar vaxtarskeiði lýkur en í 10% tilfella þurfa einstaklingar að

gangast undir skurðaðgerð. Markmiðið með verkefninu er að reyna varpa ljósi á Osgood

Schlatter og alvarleika meiðslana. Verkefnið er hugsað sem fræðsluefni fyrir foreldra og

þjálfara til að gera þau meðvitaðri um einkennin. Góður þekkingargrunnur um

fyrirbyggjandi áhrif og rétta meðhöndlun getur bætt líðan barna, stuðlað að heilbrigðu

vaxtarferli á unglingsárum og minnkað líkur á Osgood Schlatter.

Page 6: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

4

Efnisyfirlit

Ágrip ................................................................................................................................ 3

Myndaskrá ....................................................................................................................... 5

Töfluskrá .......................................................................................................................... 6

Formáli ............................................................................................................................. 7

1 Inngangur .................................................................................................................. 8

2 Hvað er Osgood Schlatter .......................................................................................... 10

2.1 Lífeðlisfræðilegt vaxtarferli sköflungshrjónu................................................................ 10

2.2 Upphaf greiningar Osgood Schlatter ............................................................................ 12

3 Greining .................................................................................................................... 13

3.1 Ómskoðun .................................................................................................................... 14

3.2 Röntgenmyndataka ...................................................................................................... 15

4 Flokkun Osgood Schlatter .......................................................................................... 16

5 Áhrif skurðaðgerða á Osgood Schlatter sjúklinga ....................................................... 17

6 Áhrifaþættir .............................................................................................................. 18

7 Fyrirbyggjandi þættir ................................................................................................. 20

8 Meðhöndlun ............................................................................................................. 21

8.1 Kæling og hvíld ............................................................................................................. 21

8.2 Styrkur og stöðugleiki ................................................................................................... 22

8.2.1 Stöðugleiki liðamóta .............................................................................................. 22

8.2.2 Vöðvavirkni ............................................................................................................ 23

8.2.3 Teygjur ................................................................................................................... 27

8.2.4 Mjúkt undirlag ....................................................................................................... 32

9 Lokaorð ..................................................................................................................... 33

Heimildaskrá.................................................................................................................... 34

Page 7: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

5

Myndaskrá

Mynd 1. Osgood Schlatter (Walker, e.d.) ................................................................................. 10

Mynd 2. Þróun beinmyndunar á sköflungshrjónu (Nakase o.fl., 2015) ................................... 11

Mynd 3. Röntgenmyndataka af alvarlegu tilfelli Osgood Schlatter ......................................... 12

Mynd 4. Ómskoðun (Czyrny, 2010) .......................................................................................... 14

Mynd 5. Röntgenmyndataka (Czyrny, 2010) ............................................................................ 15

Mynd 6. Flokkun Osgood Schlatter (Popkin og Murnaghan, 2012) ......................................... 16

Mynd 7. Stöðugleikaæfingar (Relayhealth, 2014) .................................................................... 22

Mynd 8. Quadriceps stutt lyfta (Schlechter, e.d.) .................................................................... 23

Mynd 9. Quadriceps lyfta (Schlechter, e.d.) ............................................................................. 24

Mynd 11. Quadriceps 90° beygja við vegg (Schlechter, e.d.) ................................................... 25

Mynd 12. Quadriceps beygja og rétta (Schlechter, e.d.) .......................................................... 26

Mynd 13. Quadriceps hnébeygja (Schlechter, e.d.) ................................................................. 27

Mynd 14. Hamstring teygja (Schlechter, e.d.) .......................................................................... 28

Mynd 15. Quadriceps teygja (Schlechter, e.d.) ........................................................................ 29

Mynd 16. Hamstring dyrateygja (Schlechter, e.d.) ................................................................... 30

Mynd 17. Kálfateygja (Relayhealth, 2014) ............................................................................... 31

Mynd 18. Rectus femoris teygja (Relayhealth, 2014) .............................................................. 32

Page 8: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

6

Töfluskrá

Tafla 1. Quadriceps stutt lyfta (Schlechter, e.d.) ...................................................................... 23

Tafla 2. Quadriceps lyfta (Schlechter, e.d.) .............................................................................. 24

Tafla 4. Quadriceps 90° beygja við vegg (Schlechter, e.d.) ...................................................... 25

Tafla 5. Quadriceps beygja og rétta (Schlechter, e.d.) ............................................................. 26

Tafla 6. Quadriceps hnébeygja (Schlechter, e.d.)..................................................................... 27

Tafla 7. Hamstring teygja (Schlechter, e.d.) ............................................................................. 28

Tafla 8. Quadriceps teygja (Schlechter, e.d.) ........................................................................... 29

Tafla 9. Hamstring dyrateygja (Schlechter, e.d.) ...................................................................... 30

Tafla 10. Kálfateygja (Relayhealth, 2014) ................................................................................. 31

Tafla 11. Rectus femoris teygja (Relayhealth, 2014) ................................................................ 32

Page 9: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

7

Formáli

Lokaverkefni þetta fjallar um álagsmeiðsli sem kallast Osgood Schlatter. Ástæða fyrir

efnisvalinu er að þegar ég var barn æfði ég mikið íþróttir, bæði fótbolta og frjálsar íþróttir.

Fram að 12 ára aldri höfðu íþróttirnar einungis góð áhrif á mig. Við 13 ára aldur fór ég að

finna fyrir verkjum í hnjánum, sem voru nánast óbærilegir og gerðu ástundun í íþróttum

erfiðari. Ég fékk greiningu á að ég væri með ofvöxt í sköflungsbeini vegna álags. Þær

upplýsingar sem ég fékk frá lækni voru af skornum skammti. Ég hélt því áfram að æfa en

var með stanslausa verki í tvö til þrjú ár.

Enn í dag er ég að glíma við afleiðingar af álagsmeiðslum í hnjám sem hrjáðu mig á

unglingsárunum. Hvort sem ég hef meðtekið rangt hreyfimynstur til að hlífa mér frá

sársauka eða líffræðilega ekki byggð fyrir mikið álag velti ég fyrir mér hvort að rétt

meðhöndlun eða æfingar sem fyrirbyggja álagsmeiðsli hefðu geta hjálpað mér á sínum

tíma. Ég vona að með þessu lokaverkefni geti ég hjálpað öðrum sem glíma við samskonar

vandamál að vinna rétt úr þeim.

Sérstakar þakkir fær leiðbeinandi minn, Gunnhildur Hinriksdóttir fyrir góða leiðsögn

og stuðning í þessu ferli og starfsfólk í ritverinu í Stakkahlíð fyrir ómælda aðstoð við

uppsetningu þessa lokaverkefnis.

Þetta lokaverkefni er samið af mér undirrituðum. Ég hef kynnt mér siðareglur Háskóla

Íslands (2003, 7. nóvember, http://www.hi.is/is/skolinn/sidareglur) og fylgt þeim

samkvæmt bestu vitund. Ég vísa til alls efnis sem ég hef sótt til annarra eða fyrri eigin

verka, hvort sem um er að ræða ábendingar, myndir, efni eða orðalag. Ég þakka öllum

sem lagt hafa mér lið með einum eða öðrum hætti en ber sjálf(ur) ábyrgð á því sem

missagt kann að vera. Þetta staðfesti ég með undirskrift minni.

Laugarvatn, 10 maí 2016

__________________________________________________________________

Page 10: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

8

1 Inngangur

Þegar við hugsum um íþróttir þá hugsum við yfirleitt um jákvæð áhrif íþrótta. Til eru

margar rannsóknir um íþróttaiðkun og ávinning hennar á líkamlega- og andlega heilsu.

Íþróttir hafa verið notaðar bæði sem forvörn og meðferðarform fyrir einstaklinga sem

glíma við vissar raskanir eins og athyglis- og ofvirknisröskun (ADHD), geðraskanir,

þunglyndi og kvíða svo fátt eitt sé nefnt (Cech og Martin, 2012).

Flestir foreldrar stuðla að íþróttiðkun barna sinna til að efla hreyfi-, félags- og

andlegan þroska þeirra. Frá unga aldri upplifa þau íþróttir í formi leikja og hafa ánægju af

því að heyfa sig (Janus Friðrik Guðlaugsson, 1995). Það sem vill oft gerast með góða hluti

eins og íþróttir er að fólk á það til að gleyma tilganginum. Kröfur eru lagðar á barnið til að

standa sig og ná árangri eða barnið kemur sér í þá stöðu að gera kröfur á sína

frammistöðu til að gera enn betur. Það hefur í för með sér að gildi hreyfingar minnkar og

með aukinni tíðni æfinga og keppna eru íþróttameiðsl umtalsverð heilbrigðisvandamál

(Margrét H. Indriðadóttir, Þórarinn Sveinsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurbjörn Árni

Arngrímsson og Erlingur Jóhannsson, 2015).

Lítið er um rannsóknir á algengi íþróttameiðsla barna og unglinga og einnig eru til

mismunandi skilgreiningar á íþróttameiðslum. Í rannsókn Margrétar Indriðadóttur og

félaga (Margrét H. Indriðadóttir o.fl., 2015). um algengi íþróttameiðsla í tengslum við

brottfall 17-23 ára ungmenna kom í ljós að 58,4% af einstaklingum sem höfðu einhvern

tíma stundað skipulega þjálfun hjá íþróttafélagi höfðu hætt keppni eða gert hlé á æfingum

vegna íþróttameiðsla en 8,4% hættu allri íþróttaþátttöku. Þeir sem æfðu sex

klukkustundir á viku voru meira en fimm sinnum líklegri til þess að hafa meiðst síðastliðna

12 mánuði (Margrét H. Indriðadóttir o.fl., 2015).

Íþróttameiðsl geta stafað af tvenns konar áverkum, annars vegar áverkum vegna slysa

og hins vegar álagstengdum áverkum sem stafa venjulega af of miklu einhæfu æfingaálagi

yfir langt tímabil. Álagsáverkar eða álagsmeiðsl eru oft flókin í meðhöndlun því meiðslin

eru samspil ólíkra þátta í hreyfikerfinu (Peterson og Renström, 2001).

Í þessu verkefni verður fjallað um eina gerð af álagsmeiðslum en það er Osgood

Schlatter. Þeir sem greinast með Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa miklar

íþróttir. Einkennin er fyrir neðan hné og myndast í sköflungshrjónu (tibial tuberosity)

(Czyrny, 2010). Meiðslin eru algengt vandamál hjá börnum og hefur verið rannsakað

töluvert erlendis en eins og er þá er lítið til af íslensku efni.

Page 11: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

9

Markmiðið með verkefninu er að reyna varpa ljósi á hvað Osgood Schlatter er, hvernig

hægt sé að fyrirbyggja þessi álagsmeiðsli og hver er rétta meðhöndlunin. Verkefnið er

einnig ætlað sem verkfæri fyrir þjálfara þar sem þeir geta fundið aðferðir til að greina

Osgood Schlatter og notast við æfingar sem settar eru upp fyrir börn á byrjendastigi með

Osgood Schlatter.

Page 12: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

10

2 Hvað er Osgood Schlatter

Á vaxtarskeiði barna stækka beinin mjög

hratt en vöðvarnir stækka hægar og eiga

erfitt með að halda í við vöxt beina. Þetta á

sérstaklega við um lærlegginn (femur) og

lærvöðva að framan (quadriceps) (Balmat,

Vichard og Pem, 1990). Beinin eru brjósk til

að byrja með og mjög viðkvæm fyrir áreiti

sérstaklega þar sem vaxtarlínurnar eru. Hjá

börnum og ungu fólki sem stundar miklar

íþróttir getur bólga myndast á

sköflungshrjónu festunni (tibial tuberosity).

Það sem veldur þessari bólgu er að

lærvöðvarnir að framan dragast saman, sinin

sem festir vöðvann við sköflungshrjónu togar

af miklu afli þannig að sköflungshrjónan þolir

ekki álagið. Þar sem beinin vaxa hratt en

vöðvarnir hægar getur áreitið verið mjög

mikið (Halilbasic o.fl., 2012; Kujala o.fl.,

1985).

Ef íþróttaiðkun er haldið áfram fær beinið ekki tíma til að aðlagast álaginu og myndast

þá kúla fyrir neðan hné og þessu fylgir verkur og bólga. Ástandið getur varað í langan

tíma, alveg upp í nokkur ár ef ekkert er að gert. Þetta hefur áhrif á líðan barnins þar sem

mikill sársauki og bólgur fylgja Osgood Schlatter. Talið er að 20% barna sem stunda

íþróttir greinast með Osgood Schlatter á meðan aðeins 4,5% barna sem hreyfa sig ekki

reglulega greinast með Osgood Schlatter (Halilbasic o.fl., 2012; Kujala o.fl., 1985).

2.1 Lífeðlisfræðilegt vaxtarferli sköflungshrjónu

Til að skilja álagsmeiðslin betur þurfum við að skoða beinvöxtinn. Bein verða til úr brjóski.

Brjóskfrumur fjölga sér jafnt og þétt með jafnskiptingu mítósa. Dótturfrumurnar sem

myndast við þetta ferli staflast hvor ofan á aðra í átt að beinendanum og ýta eldri frumum

í átt að beinskaftinu. Við kynþroska minnka brjóskfrumurnar í beinplötunni vegna

kvenkynhormóna hjá báðum kynjum. Fækkun brjóskfrumna dregur úr beinmyndun og

hægir á beinvexti sem hættir að lokum (B. Clarke, 2008; Rogol, Clark og Roemmich, 2000).

Mynd 1. Osgood Schlatter (Walker, e.d.)

Page 13: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

11

Sköflungshrjóna er ekki af sömu tegund og sköflungurinn. Vaxtarlínur beinanna eru ekki á

sama stað og því eiga sér stað tvær mismunandi beinmyndanir. Beinmyndun í sköflungi

kallast þjöppun. Eins og talað var um hér að ofan þá staflast dótturfrumurnar ofan á hvor

aðra í átt að beinendanum, þannig lengist beinið í báða enda (B. Clarke, 2008; Rogol o.fl.,

2000).

Vöxtur sköflungshrjónu skiptist í fjögur stig. Til að byrja með samanstendur

sköflungshrjóna aðallega af trefjavefjum og brjóskvefjum, kallast það stig eitt og er

beinmyndun ekki byrjuð á því stigi. Hjá stelpum nær stig eitt að 11 ára aldri og hjá

strákum að 13 ára aldri. Á stigi tvö byrjar beinmyndun fyrir sköflungshrjónu. Vöxtur

sköflungshrjónu breytir lögun beins eftir aðstæðum en bætir ekki við lengd eins og

sköflungurinn (Pill, Flynn og Ganley, 2003). Á þessu stigi er sköflungshrjónan mjög viðkæm

fyrir áreiti frá vöðvunum. Rifur myndast neðarlega í sköflungshrjónu þegar endurtekið

ferli vöðvasamdráttar í lærvöðva að framan togar í festuna. Aukin beinmyndun á sér stað

til að fylla upp í rifurnar. Þetta ferli skýrir beinkúluna sem myndast fyrir neðan hné. Stig

tvö gerist á aldrinum 8-12 ára hjá stelpum og 9-14 ára hjá strákum. Á stigi þrjú byrjar

sköflungshrjónan að tengjast við beinendann og miðlægan sköflunginn. Hjá stelpum gerist

þetta á aldrinum 10-15 ára og hjá strákum 11-17 ára. Á stigi fjögur lokast vaxtarlínur og

sköflungshrjóna myndar samfellt bein með sköflungi (N. Clarke og Garrett, 2007; Ogden

og Southwick, 1976; Vreju, Ciurea og Rosu, 2010).

Mynd 2. Þróun beinmyndunar á sköflungshrjónu (Nakase o.fl., 2015)

Page 14: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

12

2.2 Upphaf greiningar Osgood Schlatter

Osgood Schlatter dregur nafn sitt af tveimur mönnum, Robert Osgood og Carl Schlatter

(Osgood, 1993; Schlatter, 1903). Robert Bayley Osgood fæddist árið 1873 og dó árið 1965.

Hann fæddist í Englandi og útskrifaðist frá Amherst háskólanum árið 1894. Þegar hann fór

í Harvard læknaskólann einbeitti hann sér að bæklunaraðgerðum. Með nýrri tækni á

þessum tíma gat hann notað röntgenmyndir til að greina vandamál í beinum. Hann gerði

fjöldann allan af rannsóknum og ein sú mikilvægasta var rifinn sinavefur á sköflungsbeini

hjá unglingum. Osgood birti grein um þetta árið 1903 (Osgood, 1993). Sama ár gaf

svissneskur skurðlæknir að nafni Carl Schlatter út svipað efni og Osgood nema þar greinar

hann ýtarlega frá orsökum þess að börn fengu einkenni meiðsla (Czyrny, 2010).

Mynd 3. Röntgenmyndataka af alvarlegu tilfelli Osgood Schlatter

(Goel og Gaillard, 2015)

Page 15: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

13

3 Greining

Foreldrar og þjálfarar geta nýtt sér einfalda og þægileg aðferð til að greina Osgood

Schlatter hjá börnum. Aðferðin inniheldur þrjú atriði sem þarf að skoða. Þó að barn upplifi

aðeins eitt eða tvö af atriði útilokar það ekki myndun Osgood Schlatter og því er ætíð

skynsamlegt að leita til læknis. Eftirtalin atriði eru:

1. Þegar barn kvartar undan verk fyrir neðan hné án þess að hafa upplifað sársauka á

þessum stað áður og án þess að utankomandi áhrif eins og högg hafi átt sér stað.

2. Bólga á sköflungsbeini fyrir neðan hné.

3. Sársaukinn eykst við hreyfingar eins og hlaup, hopp og að ganga upp stiga (Grassi,

2014).

Með einfaldri læknisskoðun fær læknir í flestum tilfellum þær upplýsingar sem hann þarf

til að greina Osgood Schlatter. Hann skoðar sögu sjúklings og framkvæmir skoðun á

hnélið. Til að fá staðfestingu á greiningu er stundum framkvæmd röntgen myndataka eða

ómskoðun til að útiloka önnur álagsmeiðsli (Balmat o.fl., 1990; Halilbasic o.fl., 2012;

Herndon, 2012; Vreju o.fl., 2010). Röntgenmyndataka og ómskoðun eru einnig notaðar til

að fylgjast með breytingum á Osgood Schlatter, hver þróunin og afleiðingarnar eru og

hvort ástandið fer versnandi eða batnandi (Czyrny, 2010).

Page 16: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

14

3.1 Ómskoðun

Ómskoðun hefur þann eiginleika að sýna uppbyggingu sköflungshrjónu á mjög skýran

hátt. Hún er einföld og fljótleg í framkvæmd og er talin besta leiðin til að greina Osgood

Schlatter. (Czyrny, 2010; Halilbasic o.fl., 2012). Helsti tilgangur með ómskoðun er að

greina Osgood Sclatter á byrjunarstigi.

Á myndum sjást bólgur í vefjum og brjóski og aukin beinmyndun í sköflungshrjónu.

Þegar ómskoðun er notuð er alvarleikinn metinn eftir vaxtarþrepum sköflungshrjónu.

Þetta eru stigin fjögur sem talað er um í kafla 2.1 (Nakase o.fl., 2014).

Mynd 4. Ómskoðun (Czyrny, 2010)

Útskýring: E: epipysis - beinendi, M: metaphysis - breiði parturinn af beininu sem

inniheldur vaxtarlínuna, C: cartilage - Þarna byrjar brjóskið að þykkna og kalkmyndun

á sér stað (Czyrny, 2010).

Page 17: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

15

3.2 Röntgenmyndataka

Röntgenmyndataka er önnur besta leiðin til að greina Osgood Schlatter. Hún gefur mun

nákvæmari lýsingu á beininu en ómskoðun. Á myndum er hægt að sjá bjúgmyndun sem

kemur fram áður en rifa myndast í sköflungshrjónu (Czyrny, 2010).

Röntgenmyndataka sýnir þróun sjúkdómsins í fimm stigum. Á stigi eitt er hné sjúklings

eðlilegt, þó sjúklingur upplifi einkenni Osgood Schlatter. Á stigi tvö eru bólgur byrjaðar að

myndast í kringum sköflungshrjónu. Á stigi þrjú er þróunin á sjúkdómnum orðin hraðari,

rifur eru byrjaðar að myndast og aukin beinmyndun á sér stað. Á stigi fjögur hafa

vaxtarlínur lokast og brjóskið er orðið að beini. Stig fimm er síðasta stigið. Bólgur eru

farnar, sársaukinn er að mestu farinn og litlu beinin sem festast við hnéskelina eru

fullmótuð. Einstaklingur situr eftir með beinkúlu fyrir neðan hné. (Vreju o.fl., 2010).

Mynd 5. Röntgenmyndataka (Czyrny, 2010)

Útskýring: PL: patella ligament - hnéskeljar liðband,

H: Hoffa fat bad - fituvefur, E: epipysis - beinendi, M: metaphysis - breiði parturinn af

beininu sem inniheldur vaxtarlínuna (Czyrny, 2010).

Page 18: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

16

4 Flokkun Osgood Schlatter

Upprunalega var Osgood Schlatter flokkað í

þrjár tegundir eftir alvarleika einkennanna.

Flokkunin hefur síðan þróast og er núna útfærð

til að bæta við nánari skýringum á

alvarleikanum. Flokkunin fer eftir

undirstöðuatriðum á þróun og alvarleika

beinbrota í beinenda sköflungs.

Undirstöðuatriðin eru tilfærsla beinbrota,

fjölgun þeirra og brot úr beini (Popkin og

Murnaghan, 2012; Stevens, El-Khoury, Kathol,

Brandser og Chow, 1999).

Tegund eitt lýsir sér þannig að lítill partur af

sköflungshrjónu (tibial tuberosity) er rifinn eða

togaður frá náttúrulegri stöðu beins. Tegund

tvö er alvarlegri en þó svipuð tegund eitt að því

leiti að sköflungshrjóna er rifin frá náttúrulegri

stöðu beins. Brotið er stærra og lengra frá

réttum stað en nær þó ekki inn í hnélið. Við

tegund þrjú nær brotið inn í hnélið (Frey o.fl.,

2008). Nýlega hafa bæst fleiri breytingar við

flokkunina eins og tegund fjögur og fimm.

Tegund fjögur er brot sem gerist mun aftar en

hin brotin, brotið hefur áhrif á allan

beinendann. Tegund fimm er blanda af þrjúb og

fimm.

Í flestum tilfellum er hægt að laga tegund

eitt með réttri meðferð og sjúkraþjálfun en í

sumum tilfellum með gipsi í fjórar til sex vikur. Brotin sem ekki er hægt að laga með gipsi

eins og tegund tvö og þrjú er aðeins hægt að laga með aðgerð (Balmat o.fl., 1990; Popkin

og Murnaghan, 2012). Tegund eitt og tvö af meiðslum koma frekar upp á aldrinum 12-14

ára en tegund þrjú til fimm á sér yfirleitt stað hjá 15-17 ára unglingum (Stevens o.fl.,

1999).

Mynd 6. Flokkun Osgood Schlatter (Popkin og Murnaghan, 2012)

Page 19: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

17

5 Áhrif skurðaðgerða á Osgood Schlatter sjúklinga

Aðgerðir á Osgood Schlatter geta verið varhugaverðar. Það sem þarf að skoða fyrir aðgerð

er hvort brotin hafa haft áhrif á slagæðina á framanverðum sköflungi (Popkin og

Murnaghan, 2012). Það þarf að skoða hvað sjúklingur á mikið eftir af beinvexti, aðgerð

getur leitt síðar til vansköpunar í vexti (Green og Swiontkowski, 2003). Festingar eins og

skrúfur eða málmplötur sem notaðar eru í sumum tilfellum til að laga brotin geta verið

uppspretta að sársauka og bólgum. Ef það lagast ekki þarf að fjarlægja aðskotahluti

(Popkin og Murnaghan, 2012).

Í flestum tilfellum er meðferð án skurðaðgerða mjög árangursrík en í 10% tilfella nær

sköflungshrjónan ekki að festast við beinendann og mynda samfellt bein. Mikill sársauki

myndast á framanverðu hnénu og getur minnsta hreyfing skapað óþægindi. Í þessum

tilfellum er eina meðferðin skurðaðgerð (Nierenberg, Falah, Keren og Eidelman, 2011).

Harry K. og Tuomo I. (Pihlajamaki og Visuri, 2010) gerðu langtíma rannsókn um áhrif

skurðaðgerða á Osgood Schlatter til lengri tíma. Rannsóknin stóð yfir í 13 ár, þar sem 107

karlmenn gengust undir aðgerð á hné vegna afleiðinga Osgood Schlatter. Ekki var tekinn

fram aldur þeirra. Fylgst var með þeim reglulega í 13 ár. Þeir fóru í viðtöl, læknisskoðanir,

röntgenmyndatökur og sjúkraþjálfun. Rannsóknin leiddi í ljós jákvæðar niðurstöður. Þar

sem 93 af 107 karlmönnum fundu ekki fyrir sársauka við daglegar athafnir eða í vinnu og

80 þeirra gátu stundað sömu líkamsrækt og fyrir aðgerð. Aðeins sex höfðu upplifað

minniháttar fylgikvilla eftir aðgerð og tveir þeirra þurftu að gangast aftur undir aðgerð

(Pihlajamaki og Visuri, 2010).

Svipuð rannsókn var gerð á 21 karlmönnum og einni konu, þau gengust undir aðgerð

á hné vegna afleiðinga Osgood Schlatter. Meðalaldurinn var 18 ár þegar þau fóru í

aðgerðina og stóð eftirfylgnin yfir í þrjú ár. Allir voru komnir í sömu líkamlegu hreyfingu 12

vikum eftir aðgerð. Alls 20 einstaklingar voru ánægðir með að hafa farið í aðgerðina og

fundu ekki fyrir neinum fylgikvillum. Aðeins einn upplifði sársauka við að krjúpa á

hnjánum og var ekki sáttur með aðgerðina og einn fékk ljótt ör sem greri illa en hann var

þó sáttur með aðgerðina. Niðurstöðurnar voru almennt jákvæðar (Nierenberg o.fl., 2011).

Í hverju tilfelli fyrir sig þarf að vega og meta hvort skurðaðgerð sé rétt ákvörðun og

hvort hún sé nauðsynleg. Sjúklingur gengur í gegnum ákveðið ferli með bæklunarlækni

áður en skurðaðgerð fer fram. Í þessu ferli þarf að kanna hvort allt sé með felldu svo að

aðgerðin skil sem bestum niðurstöðum og góð eftirfylgni er nauðsynleg eftir aðgerð

(Nierenberg o.fl., 2011).

Page 20: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

18

6 Áhrifaþættir

Áhrifaþættir fyrir álagsmeiðsli almennt eru tvenns konar, innri og ytri áhrifaþættir. Þegar

bæði innri og ytri áhrif eru til staðar aukast líkur á meiðslum en meiðsli þurfa þó ekki að

gerast.

Innri áhrifaþættir eru þroskafrávik, líkamsþyngdarstuðull, kyn, aldur, líkamsbygging,

hreyfimynstur og aðrir erfðafræðilegir þættir. Ef við tökum dæmi þá eru ekki öll börn eins

vaxin né lífeðlisfræðilega eins. Sum eru með viðkvæm bein eða teygjanleg liðbönd og þar

af leiðandi viðkvæmari fyrir miklu álagi (Paterno, Taylor-Haas, Myer og Hewett, 2013).

Eftir því sem líkamsþyngdarstuðull er hærri hjá börnum framkallar það ákveðið álag sem

brjósk, liðbönd og bein þurfa að þola (Powers, 2010). Börn geta tamið sér rangt

hreyfimynstur frá unga aldri og koma afleiðingarnar yfirleitt í ljós seinna meir (Paterno

o.fl., 2013). Það er hægt að spyrja sig að því hvort sérhæfðar æfingaáætlanir sem stuðla

að því að vinna gegn innri áhættuþáttum sé gagnlegri til lengri tíma litið frekar en að

notast við hlífar, spelkur eða annars konar búnað (Aaltonen, Karjalainen, Heinonen,

Parkkari og Kujala, 2007).

Ytri áhrifaþættir er álagið sem sett er á börn í þjálfun. Það geta verið

þjálfunaraðferðir, tæki og tól sem notuð eru í þjálfun og æfingaaðstæður. Skyndileg

breyting og aukning á æfingaálagi getur aukið meiðslatíðni (Paterno o.fl., 2013). Osgood

Schlatter er dæmi um algeng álagsmeiðsli hjá börnum þar sem innri og ytri áhrifaþættir

spila stórt hlutverk.

Íþróttir sem innihalda mikið af hlaupum, hoppum og stefnubreytingum eins og

fótbolti, körfubolti, ballett og fimleikar skapa meiri áhættu fyrir Osgood Schlatter (Dunn,

1990). Allar þessar íþróttir reyna á spennu í lærvöðva að framan. Það getur bæði verið

lengjandi eða styttandi samdráttur. Öll virkni í vöðvanum leiðir til þess að stöðugt er verið

að toga í sinina sem er fest við sköflungshrjónu og þá myndast þetta áreiti (Stevens o.fl.,

1999). Sífelldar breytingar á æfingaaðstöðu hefur áhrif. Að fara milli þess að spila á

gervigrasi, inn í íþróttasal og aftur út koll af kolli veldur stöðugum breytingum á álagi.

Hröð skipting gerir það að verkum að líkaminn nær aldrei að aðlagast álaginu sem hann

verður fyrir. Þetta getur einnig átt við þegar barn æfir fleiri en eina íþrótt. Álagið er mjög

breytilegt eftir íþróttum og eru mismunandi áherslur í hverri íþróttagrein. Fleiri æfingar á

viku setur aukið álag og áhættu á barnið (Dunn, 1990).

Hörð íþróttagólf eru hugsanlega ekki áhættuþáttur en ef einstaklingur er byrjaður að

finna fyrir einkennum er líklegra að þau ágerist eða geri barninu erfiðara fyrir að vinna úr

Page 21: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

19

vandanum. Strákar eru í frekari áhættu að fá Osgood Schlatter en stelpur vegna þess að

þeir taka út kynþroskann seinna en stelpur. Talið er að algengur aldur fyrir stráka að

greinast með Osgood Schlatter sé á aldrinum 13-15 ára og stelpur á aldrinum 10-12 ára en

hver og einn einstaklingur er misjafn, sumir taka kynþroskaskeiðið út mjög snemma

meðan aðrir taka það út mjög seint (Calmbach og Hutchens, 2003). Það er miklu meira

líkamlegt álag á 14-15 ára börnum sem æfa íþróttir heldur en 12-14 ára börnum. Strákar

æfa hlutfallslega meira en stelpur og á meiri ákefð (Balmat o.fl., 1990). Það kemur því ekki

á óvart að strákar séu í meiri áhættuhóp. Osgood Schlatter er þó að verða algengari hjá

stelpum upp á síðkastið vegna bættrar þátttöku þeirra í íþróttum (Dunn, 1990).

Það er algengara að vinstra hnéð þrói með sér Osgood Schlatter heldur en hægra

hnéð samkvæmt niðurstöðum. Það er ekki vitað af hverju, það gæti verið að meira álag

sé á þeim fæti því hann er í flestum tilfellum stöðufóturinn. Hins vegar kemur einnig fram

að sá fótur sem ber einkenni um Osgood Schlatter er oftast ríkjandi fóturinn, það er t.d. sá

fótur sem þú hefur fyrir framan þig í (Ikeda, Kurosawa, Sakuraba, Oht og Sunggon, 1999).

Þetta er þó mjög einstaklingsbundið.

Page 22: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

20

7 Fyrirbyggjandi þættir

Góð forvörn skiptir öllu máli, með aukinni þekkingu þjálfara á álagsmeiðslum barna eins

og Osgood Schlatter gefst þeim kostur á að stýra þjálfuninni og setja upp æfingar sem

henta þeirra þroskaskeiði (Halilbasic o.fl., 2012). Hafa þarf í huga innri og ytri

áhrifaþættina þegar þjálfun barna er í gangi (Paterno o.fl., 2013). Foreldrar þurfa einnig

að vera meðvitaðir um æfingar barna sinna og fræða þau um að það skipti máli að hugsa

rétt um líkamann og gera þau meðvitaðri um afleiðingar meiðsla (Halilbasic o.fl., 2012).

Þegar beinin vaxa hraðar en vöðvarnir myndast stífleiki í vöðvum og sinum, stífir

vöðvar og sinar auka líkur á Osgood Schlatter (Balmat o.fl., 1990; De Lucena, Gomes og

Guerra, 2011). Æfingar eiga að innihalda góða upphitun með hreyfiteygjum sem undirbúa

vöðvana og sinarnar fyrir komandi hreyfingar. Heitir vöðvar og sinar eru teygjanlegri og

setja minna álag á beinin (Schlechter, e.d.). Börn eiga aðeins að vinna með sína eigin

líkamsþyngd og forðast álag á aðeins einn líkamaspart á æfingu (Walker, e.d.).

Mikilvægt er að foreldrar fylgist vel með barninu sínu og að samskipti foreldra og

þjálfara sé gott. Halda ætti fjölda íþróttagreina í lágmarki þannig að álagið haldist í

jafnvægi og æfingaaðstaða sé síður breytileg (Halilbasic o.fl., 2012). Hnéhlífar eða bönd

utan um sköflungshrjónu minnka álagið á festuna. Hafa ber í huga að Þessi hjálpartæki

gætu komið sér vel fyrir börn í áhættuhóp (Aaltonen o.fl., 2007).

Page 23: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

21

8 Meðhöndlun

Mikilvægt er að barn sem hefur verið greint með Osgood Schlatter fái rétta meðhöndlun

strax til að koma í veg fyrir varanlegan skaða á beini. Það fyrsta sem ætti að gera er að

minnka æfingaálag og kæla bólgusvæði. Sjúkraþjálfari getur útbúið æfingaáætlun með

það markmið að draga úr sársauka og bólgum. Einstaklingur á því auðveldara með að

hreyfa sig án sársauka (Maher og Ilgen, 2013). Sjúkraþjálfari getur einnig gefið foreldrum

og þjálfara réttar leiðbeiningar fyrir meðhöndlun. Ef hann telur að ástandið líti illa út,

þe.a.s. barn getur ekki framkvæmt æfingar frá sjúkraþjálfara vegna sársauka og að

meðhöndlun skili engum árangri er mælt með að fara með barnið til læknis þar sem

ómskoðun eða röntgen myndataka er framkvæmd (Halilbasic o.fl., 2012).

Osgood Schlatter varir aðeins í nokkur ár þar til beinin hætta að vaxa. Í flestum

tilfellum læknast þessi sjúkdómur sjálfkrafa en til að gera líðan barnins bærilega og koma í

veg fyrir frekari meiðsli er ráðlagt að fylgja nokkrum atriðum sem farið verður nánar í hér

fyrir neðan (Maher og Ilgen, 2013). Í 90% tilfella virkar að fara eftir þessum atriðum en í

einstaka tilfellum þar sem þessi venjulega meðferð virkar ekki og Osgood Schlatter lagast

ekki sjálfkrafa þá gæti einstaklingur þurft að gangast undir aðgerð (Gholve, Scher,

Khakharia, Widmann og Green, 2007). Það er þó reynt að forðast að framkvæma

hnéaðgerð á ungum börnum nema nauðsyn krefjist þess (Balmat o.fl., 1990; Maher og

Ilgen, 2013; Vreju o.fl., 2010).

8.1 Kæling og hvíld

Að kæla bólgusvæði er lykilatriði í að minnka bólgur og sársauka. Gott er að kæla í 20

mínútur þegar sársaukinn er sem mestur eða eftir hverja æfingu. Góð hvíld, þar sem

dregið er úr æfingaálagi gefur sköflungshrjónu tíma til að vinna úr áreiti og eðlileg

beinmyndun getur átt sér stað (Grassi, 2014; Maher og Ilgen, 2013; Schlechter, e.d.).

Page 24: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

22

8.2 Styrkur og stöðugleiki

8.2.1 Stöðugleiki liðamóta

Jafnvægi er nauðsynlegt í öllum líkamlegum æfingum. Gott er að einbeita sér að því að

halda góðum stöðugleika í liðum. Það styrkir liðböndin og alla djúpvöðvana í kringum

hnén. Hnéð þolir streitu betur með góðri vöðvavirkni og jafnvægi. Æfingarnar hér til hliðar

eru góðar til að efla stöðugleika í liðum (Relayhealth, 2014).

Mynd 7. Stöðugleikaæfingar (Relayhealth, 2014)

Page 25: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

23

8.2.2 Vöðvavirkni

Ef einstaklingur er sterkari öðrum megin í líkamanum verður ójafnvægi og óstöðugleiki í

öllum hreyfingum. Það sama á við um vöðva sem vinna á móti hvor öðrum eins og

hamstring og quadriceps. Æfingarnar hér að neðan eru dæmi um styrktaræfingar fyrir

vöðvana í kringum hnén. Þessar æfingar eru notaðar í endurhæfingu fyrir Osgood

Schlatter og hafa reynst mjög vel (Relayhealth, 2014). Sumar af þessum æfingum henta

ekki öllum og fer það eftir alvarleika Osgood Schlatter. Ef barn er á byrjunarstigi með

Osgood Schlatter koma þessar æfingar sér vel (Schlechter, e.d.; Walker, e.d.).

Tafla 1. Quadriceps stutt lyfta (Schlechter, e.d.)

Mynd 8. Quadriceps stutt lyfta (Schlechter, e.d.)

1. Liggðu flatur með beina fætur

2. Settu 5-7 cm þykka rúllu undir hnéð, þannig hnéð beygist aðeins

3. Spenntu lærvöðvann að framan eins mikið og þú getur þannig hællinn lyftist frá

jörðu

4. Haltu stöðunni í 30 sek

5. Æfingin endurtekin 2 sinnum, tvisvar á dag

6. Ef læknir eða sjúkraþjálfari gefur grænt ljós, þá má bæta við 1-2 kg þyngd á ökklann

Page 26: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

24

Tafla 2. Quadriceps lyfta (Schlechter, e.d.)

Mynd 9. Quadriceps lyfta (Schlechter, e.d.)

1. Liggðu flatur með beina fætur

2. Spenntu lærvöðvann að framan eins mikið og þú getur, hnéð þrýstist í gólfið

3. Lyftu hæl frá gólfið 5 cm og endurtaktu ferlið

4. Í hvert skipti sem æfingin er framkvæmd er vöðvinn spenntur meira

5. Æfingin er endurtekin 3 sinnum, tvisvar á dag

6. Spenntu lærvöðvann að framan eins mikið og þú getur, hnéð þrýstist í gólfið

Page 27: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

25

Tafla 3. Quadriceps 90° beygja við vegg (Schlechter, e.d.)

Mynd 10. Quadriceps 90° beygja við vegg (Schlechter, e.d.)

1. Settu bakið upp við vegg og beygðu hnén í 90°. Fætur eru í axlarbreidd og sirka 30 cm frá vegg, hnén eiga ekki að fara fram fyrir tær

2. Hné eru beygð í 70-90° eftir ástandi Osgood Schlatter

3. Haltu stöðunni í 30 sek og stattu síðan upp og hvíldu í 30 sek

4. Æfingin er endurtekin 3 sinnum, þrisvar á dag

Page 28: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

26

Tafla 4. Quadriceps beygja og rétta (Schlechter, e.d.)

Mynd 11. Quadriceps beygja og rétta (Schlechter, e.d.)

1. Stattu á stigabrún

2.

Stígðu með annan fótinn niður í næsta þrep, passaðu að hné fari ekki fram fyrir tær þegar fótur beygist og staðan á hnénu á að vísa beint fram, ekki missa það til hliðar

3. Þegar annar fóturinn hefur snert með hælinn í næsta þrep ferðu aftur í byrjunarstöðu

4. Ekki koma þér í sársaukafulla stöðu, stoppaðu frekar í smá stund í þrepinu áður en þú ferð aftur upp

5. Ef það er handfang við hliðina á stiganum skaltu nota það ef þú þarft stuðning

6. Æfing endurtekin 3 sinnum, þrisvar á dag

Page 29: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

27

Tafla 5. Quadriceps hnébeygja (Schlechter, e.d.)

Mynd 12. Quadriceps hnébeygja (Schlechter, e.d.)

8.2.3 Teygjur

Stífleiki í vöðvum og liðum eykur Osgood Schlatter (De Lucena o.fl., 2011). Teygjur eru

mjög mikilvægar og eru mikilvægustu teygjurnar fyrir Hamstring og Quadriceps bæði til að

koma í veg fyrir Osgood Schlatter en einnig til að minnka sársaukann. Því styttri sem

vöðvarnir eru því meira áreiti verður á sköflungshrjónu. Með góðum teygjum náum við að

lengja vöðvana og beinin fá hvíld til að vaxa eðlilega (Grassi, 2014; Schlechter, e.d.;

Walker, e.d.).

1. Hafðu axlarbreidd á milli fóta og hnén vísa beint fram. Þunginn á að vera í hælunum

2. Beygðu hnén, rassinn fer aftur eins og þú sért að setjast á stól, ekki fara lengra en 70-90°með hnén

3. Bakið á að vera beint allan tímann og hnén eiga ekki að fara fram fyrir tær í beygjunni

4. Þegar þú ert kominn í 70-90° beygju, réttu þá úr þér

5. Þú mátt nota stól eða borða til að styðja þig við

6. Æfing endurtekin 3 sinnum, þrisvar á dag

Page 30: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

28

Tafla 6. Hamstring teygja (Schlechter, e.d.)

Mynd 13. Hamstring teygja (Schlechter, e.d.)

1. Settu fótinn sem þú ætlar að teygja á upp á stól eða borð

2. Báðar hendurnar eru á utanverðum fæti og mjaðmir snúa beint fram að stól eða borði

3. Hendurnar renna rólega niður fótinn þar sem bringan leiðir og bakið er beint allan tímann

4. Tærnar snúa upp og markmiðið er að reyna snerta þær og gott betur

5. Þú ættir að finna fyrir teygju á aftanverðu lærinu og hugsanlega í mjóbakinu líka

6. Haltu stöðunni í 30 sek

7. Æfing endurtekin 2 sinnum, tvisvar á dag

Page 31: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

29

Tafla 7. Quadriceps teygja (Schlechter, e.d.)

Mynd 14. Quadriceps teygja (Schlechter, e.d.)

1. Liggðu á maganum eða á hliðinni, t.d. á dýnu

2.

Beygðu hnéð þannig þú nærð að halda utan um ökklann með annari hendinni. Ef þú nærð ekki í ökklann notaðu belti eða handklæði sem framlengingu

3. Togaðu ökklann í átt að rassi þangað til þú finnur fyrir teygju í lærvöðva að framan

4. Ekki missa hnéð út til hliðanna og haltu stöðunni í 30 sek

5. Æfing endurtekin 2 sinnum, tvisvar á dag

Page 32: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

30

Tafla 8. Hamstring dyrateygja (Schlechter, e.d.)

Mynd 15. Hamstring dyrateygja (Schlechter, e.d.)

1. Liggðu á bakinu hjá dyrum eins og myndin sýnir

2. Leggðu annan fótinn upp að veggnum og reyndu að rétta sem mest úr hnénu

3. Rassinn á að vera sem næst veggnum og hinn fóturinn sem þú ætlar ekki að teygja á liggur flatur í gegnum dyrnar

4. Þú ættir að finna fyrir teygju í aftanverðu lærinu

5. Haltu stöðunni í 30 sek

6. Æfing endurtekin 2 sinnum, tvisvar á dag

Page 33: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

31

Tafla 9. Kálfateygja (Relayhealth, 2014)

Mynd 16. Kálfateygja (Relayhealth, 2014)

1. Stattu upp við vegg og leggðu báðar hendur á vegginn

2. Fóturinn sem þú ætlar að teygja á er aftar en hinn fóturinn

3. Réttu úr aftari fætinum þannig hnéð er beint. Þrýstu mjöðmum fram þannig teygja myndast í kálfanum

4. Hendurnar eru til að halda jafnvægi og einnig til að búa til meiri teygju í kálfanum

5. Haltu stöðunni í 30 sek

6. Æfing endurtekin 2 sinnum, tvisvar á dag

Page 34: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

32

Tafla 10. Rectus femoris teygja (Relayhealth, 2014)

Mynd 17. Rectus femoris teygja (Relayhealth, 2014)

8.2.4 Mjúkt undirlag

Að hlaupa á mjúku undirlagi í staðinn fyrir á hörðu gólfi gerir gæfumuninn fyrir Osgood

Schlatter. Barn með Osgood Schlatter er þegar með miklar bólgur og finnur fyrir sársauka

við minnstu viðkomu ef það er látið hlaupa á hörðu undirlagi er höggið upp í hné orðið það

mikið að sársaukinn eykst og beinið fær ekki tíma til að jafna sig. Sýnt hefur verið fram á

jákvæðar afleiðingar á hlaupum á grasi allt frá 50-80% af hámarkshraða (Grassi, 2014).

1. Krjúptu með annan fótinn á dýnu og hinn fótinn fyrir framan í 90°

2. Taktu utan um ökklann á aftari fæti og togaðu hann að rassinum

3. Réttu úr mjöðmum og leggðu þungann í fremri fót þannig þú hallir þér alltaf aðeins lengra fram

4. Haltu stöðunni í 30 sek og skiptu síðan um fót

5. Æfing endurtekin 2 sinnum, tvisvar á dag

Page 35: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

33

9 Lokaorð

Álagsmeiðsl hafa færst í aukana á undan förnum árum. Meiri kröfur eru gerðar til

íþróttanna sem þýðir meira líkamlegt og andlegt álag. Við viljum stuðla að heilbrigði fyrir

börnin okkar og efla forvarnir í íslensku samfélagi. Aukið upplýsingaflæði varðandi

álagsmeiðsli og aukin rannsóknarvinna getur lækkað tíðni álagsmeiðsla og minnkað

brottfall og lækniskostnað.

Verkefnið gefur okkur helstu upplýsingar um Osgood Schlatter og hvernig við

getum greint meiðslin á einfaldan hátt með því að skoða aðeins þrjú atriði. Til að

fyrirbyggja Osgood Schlatter þurfum við að skoða áhrifaþættina en það geta verið bæði

ytri og innri áhrifaþættir. Innri áhrifaþættir sem hafa áhrif eru t.d. aldur, þyngd,

vöðvastyrkur og hreyfiferill. Ytri áhrifaþættir eru t.d. undirlag æfingaaðstöðu, álag, tegund

æfinga og ófullnægandi upphitun sem veldur stífum vöðvum og liðum.

Rétt meðhöndlun getur verið mjög einstaklingsbundin og fer eftir alvarleika Osgood

schlatter. Ef barn er greint á byrjunarstigi með Osgood Schlatter er mælt með að minnka

æfingaálag og kæla bólgusvæði. Æfingar til að auka stöðugleika og góðar teygjuæfingar

hafa skilað góðum árangri. Þjálfarar geta notast við þær æfingar sem koma fram í

verkefninu. Alvarleg tilfelli Osgood Schlatter meiðsla gætu þurft annars konar

meðhöndlunar þar sem sjúkraþjálfari eða læknir fylgjast með þróun meiðslanna og stýra

meðhöndlun eftir því. Í 90% tilfella læknast Osgood Schlatter að sjálfu sér þegar

vaxtarskeiði lýkur en í 10% tilfella þurfa einstaklingar að gangast undir skurðaðgerð þar

sem meiðslin hafa varanleg áhrif á hreyfigetu einstaklings.

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á Osgood Schlatter álagsmeiðslum hér á Íslandi né

hefur verið gefið út fræðsluefni svo vitað sé. Það er löngu orðið tímabært að breyta þessu

þar sem 20% barna sem stunda íþróttir eru að greinast með Osgood Schlatter. Góður

þekkingargrunnur um fyrirbyggjandi áhrif og rétta meðhöndlun getur bætt líðan barna,

stuðlað að heilbrigðu vaxtarferli á unglingsárum og minnkað líkur á Osgood Schlatter.

Page 36: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

34

Heimildaskrá

Aaltonen, S., Karjalainen, H., Heinonen, A., Parkkari, J. og Kujala, U. M. (2007). Prevention of sports injuries: systematic review of randomized controlled trials. Arch Intern Med, 167(15), 1585-1592. doi:10.1001/archinte.167.15.1585

Balmat, P., Vichard, P. og Pem, R. (1990). The treatment of avulsion fractures of the tibial tuberosity in adolecent athletes. Sports Medicine, 9(5), 311-316. doi:10.2165/00007256-199009050-00005

Calmbach, W. L. og Hutchens, M. (2003). Evaluation of patients presenting with knee pain: Part II. Differential diagnosis. American Family Physician, 68(5), 917-922.

Cech, D. og Martin, S. (2012). Functional movement development across the life span (3rd ed. útgáfa). St. Louis: St. Louis : Elsevier.

Clarke, B. (2008). Normal bone anatomy and physiology. Clinical journal of the American Society of Nephrology : CJASN, 3 Suppl 3, S131. doi:10.2215/CJN.04151206

Clarke, N. og Garrett, S. (2007). Genu recurvatum following below knee amputation for congenital tibial pseudarthrosis. The Internet Journal of Orthopedic Surgery, 10(1).

Czyrny, Z. (2010). Osgood-Schlatter disease in ultrasound diagnostics - a pictorial essay. Medical Ultrasonography, 12(4), 323-335.

De Lucena, G. L., Gomes, C. D. og Guerra, R. O. (2011). Prevalence and associated factors of Osgood-Schlatter syndrome in a population-based sample of Brazilian adolescents. American Journal of Sports Medicine, 39(2), 415-420. doi:10.1177/0363546510383835

Dunn, J. F. (1990). Osgood-Schlatter Disease. American Family Physician.

Frey, S., Hosalkar, H., Cameron, D., Heath, A., David Horn, B. og Ganley, T. (2008). Tibial tuberosity fractures in adolescents. Official Journal of the European Paediatric Orthopaedic Society (EPOS), 2(6), 469-474. doi:10.1007/s11832-008-0131-z

Gholve, P. A., Scher, D. M., Khakharia, S., Widmann, R. F. og Green, D. W. (2007). Osgood Schlatter syndrome. Current Opinion in Pediatrics, 19(1), 44-50. doi:10.1097/MOP.0b013e328013dbea

Goel, A. og Gaillard, F. (2015). Osgood-Schlatter disease. Sótt af http://radiopaedia.org/articles/osgood-schlatter-disease

Grassi, G. (2014). 5 Ways to Fight Osgood-Schlatter Pain. Sótt af http://www.stack.com/a/osgood-schlatters

Green, N. E. og Swiontkowski, M. F. (2003). Skeletal trauma in children (Vol. 3, pp. 685). Philadelphia: Saunders.

Halilbasic, A., Avdic, D., Kreso, A., Begovic, B., Jaganjac, A. og Maric, M. (2012). Importance of clinical examination in diagnostics of Osgood-Schlatter disease in boys playing soccer or basketball. Journal of Health Sciences, 2(1), n/a.

Page 37: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

35

Herndon, J. (2012). Osgood-Schlatter disease.

Ikeda, H., Kurosawa, H., Sakuraba, K., Oht, H. og Sunggon, K. (1999). Analysis of quadriceps muscle strength and tension in adolescent athletes with Osgood-Schlatter disease. Journal of Orhopaedic Surgery, 7(1), 27-31.

Janus Friðrik Guðlaugsson. (1995). Kennslu- og æfingaskrá fyrir barna- og unglingaþjálfun í knattspyrnu. Reykjavík: Knattspyrnusamband Íslands.

Kujala, U. M., Kvist, M. og Heinonen, O. (1985). Osgood-Schlatter disease in adolescent athletes - retrospective study of incidence and duration. American Journal of Sports Medicine, 13(4), 236-241. doi:10.1177/036354658501300404

Maher, P. J. og Ilgen, J. S. (2013). Osgood-Schlatter disease. BMJ case reports, 2013. doi:10.1136/bcr-2012-007614

Margrét H. Indriðadóttir, Þórarinn Sveinsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Erlingur Jóhannsson. (2015). Algengi íþróttameiðsla, íþróttaþátttaka og brottfall vegna meiðsla hjá 17 og 23 ára ungmennum. Læknablaðið.

Nakase, J., Aiba, T., Goshima, K., Takahashi, R., Toratani, T., Kosaka, M., . . . Tsuchiya, H. (2014). Relationship between the skeletal maturation of the distal attachment of the patellar tendon and physical features in preadolescent male football players. Knee Surgery Sports Traumatology Arthroscopy, 22(1), 195-199. doi:10.1007/s00167-012-2353-3

Nakase, J., Goshima, K., Numata, H., Oshima, T., Takata, Y. og Tsuchiya, H. (2015). Precise risk factors for Osgood-Schlatter disease. Archives of Orthopaedic and Trauma Surgery, 135(9), 1277-1281. doi:10.1007/s00402-015-2270-2

Nierenberg, G., Falah, M., Keren, Y. og Eidelman, M. (2011). Surgical treatment of residual Osgood-Schlatter disease in young adults: role of the mobile osseous fragment. Orthopedics, 34(3). doi:10.3928/01477447-20110124-07

Ogden, J. A. og Southwick, W. O. (1976). Osgood-Schlatter's disease and tibial tuberosity development. Clin Orthop Relat Res(116), 180-189.

Osgood, R. B. (1993). The classic lesions of the tibial tubercle occurring during adolescence. Clinical Orthopaedics and Related Research(286), 4-9.

Paterno, M. V., Taylor-Haas, J. A., Myer, G. D. og Hewett, T. E. (2013). Prevention of overuse sports injuries in the young athlete. Orthopedic Clinics of North America, 44(4), 553-+. doi:10.1016/j.ocl.2013.06.009

Peterson, L. og Renström, P. (2001). Sports injuries : their prevention and treatment (3rd ed. útgáfa). London: London : Martin Dunitz.

Pihlajamaki, H. K. og Visuri, T. I. (2010). Long-term outcome after aurgical treatment of unresolved Osgood-Schlatter disease in young men surgical technique. Journal of Bone and Joint Surgery-American Volume, 92A, 258-264. doi:10.2106/jbjs.j.00450

Pill, S. G., Flynn, J. M. og Ganley, T. J. (2003). Managing and preventing overuse injuries in young athletes: early detection is vital to minimizing damage and long-term consequences. The Journal of Musculoskeletal Medicine, 20, 434-442.

Page 38: Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt ... þættir fyrir... · Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt

36

Popkin, C. A. og Murnaghan, M. L. (2012). Knee injuries in the growing athlete. Orthopaedics and Trauma, 26(1), 12-19. doi:10.1016/j.mporth.2012.01.005

Powers, C. M. (2010). The influence of abnormal hip mechanics on knee injury: a biomechanical perspective. Journal of orthopaedic & sports physical therapy, 40(2), 42-51. doi:10.2519/jospt.2010.3337

Relayhealth. (2014). Osgood - Schlatter disease exercise. Sótt af http://www.summitmedicalgroup.com/library/pediatric_health/sma_osgood-schlatter_disease_exercises/

Rogol, A. D., Clark, P. A. og Roemmich, J. N. (2000). Growth and pubertal development in children and adolescents: effects of diet and physical activity. American Journal of Clinical Nutrition, 72(2), 521S-528S.

Schlatter, C. (1903). Verletzungen des schnabelformigen Fortsatzes der oberen Tibia-epiphyse. 38:874-887.

Schlechter, J. A. (e.d.). Osgood-Schlatter disease. Sótt af http://www.youthsportsortho.com/pdf/osgood-schlatter-disease.pdf

Stevens, M. A., El-Khoury, G. Y., Kathol, M. H., Brandser, E. A. og Chow, S. (1999). Imaging features of avulsion injuries. Radiographics, 19(3), 655-672.

Vreju, F., Ciurea, P. og Rosu, A. (2010). Osgood-Schlatter disease - ultrasonographic diagnostic. Medical Ultrasonography, 12(4), 336-339.

Walker, B. (e.d.). Osgood-Schlatter disease and Osgood-Schlatter treatment. Sótt af http://stretchcoach.com/articles/osgood-schlatters/