Ísl309g Íslensk setningafræði og merkingarfræði

175
ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði Kennari: Eiríkur Rögnvaldsson Haustmisseri 2012

Upload: loring

Post on 12-Jan-2016

270 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði. Kennari: Eiríkur Rögnvaldsson Haustmisseri 2012. Viðfangsefni setningafræðinnar. Setningarleg einkenni orðflokka hvaða orðflokkar standa saman Gerð setningar og einstakra setningarliða reglur um röð og stigveldi orða og setningarliða - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Kennari: Eiríkur RögnvaldssonHaustmisseri 2012

Page 2: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði2

Viðfangsefni setningafræðinnar

• Setningarleg einkenni orðflokka– hvaða orðflokkar standa saman

• Gerð setningar og einstakra setningarliða– reglur um röð og stigveldi orða og setningarliða

• Hlutverk setningarliða og vensl þeirra– frumlag, andlag, sagnfylling

• Flokkun og einkenni setninga– aðalsetningar, aukasetningar - málsgreinar

Page 3: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði3

Einkenni orðflokka

• Setningarleg einkenni• Beygingarleg og orðmyndunarleg einkenni• Merkingarleg einkenni– Lýsingarorð lýsa lifandi verum, hlutum eða

fyrirbrigðum.– Hvernig eigum við að þekkja sögn eða sagnorð?

Gerum okkur fyrst ljóst, að sögnin lýsir einhverju sem gerist eða segir til um ástand einhvers.

Page 4: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði4

Hliðstæð merking - annar orðflokkur

• Þetta er satt (lo.)• Mér finnst gaman (no.)

að læra• Jón er leiðindapúki (no.)• Ég er þyrstur (lo.)• Sumir (fn.) eru farnir• Hún kom í morgun (no.)• Ég þekki engan slíkan

(fn.) mann

• Þetta er sannleikur (no.)• Mér finnst skemmtilegt

(lo.) að læra• Jón er leiðinlegur (lo.)• Mig þyrstir (so.)• Margir (lo.) eru farnir• Hún kom í gær (ao.)• Ég þekki engan svona

(ao.) mann

Page 5: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði5

Beygingarleg og orðmyndunarleg einkenni

• Súturinn toraði gúlið núrlega með læru kífunni• no. so. no. ao. fs. lo. no.• -inn -aði -ið -lega með -u -unni• Súturinn spúfaði gúlið núrlega með læru toraði– Bakarinn bakaði brauðið fagmannlega á stóru

plötunni– Strákurinn borðaði brauðið snarlega með grænu

marmelaði

Page 6: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði6

Mismunandi einkenni orðflokka

• Orðflokkar geta haft þrenns konar einkenni, þ.e. merkingarleg, beygingar- og orðmyndunarleg, og loks setningarleg. Menn hafa oft einblínt á merkingarlegar skilgreiningar og þær eru auðvitað ekki gagnslausar ef menn átta sig á takmörkunum þeirra.

Page 7: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði7

Nafnorð og lýsingarorð

• Nafnorð– taka viðskeyttan greini– mynda iðulega kjarna nafnliða– taka oft með sér lýsingarorð

• Lýsingarorð– geta staðið með nafnorðum– laga sig að nafnorðum sem þau standa með– geta tekið með sér atviksorð

Page 8: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði8

Atviksorð

• Atviksorð - opnir flokkar– áhersluatviksorð - standa oft með lýsingarorðum– háttaratviksorð - fylgja oft sögnum eða sagnliðum– geta staðið sem ákvæðisorð með öðrum ao.

• Lokaðir flokkar atviksorða– tíðaratviksorð (nú, þá, lengi, aldrei ...)– staðaratviksorð (heima, hérna, þarna, þar ...)– spurnaratviksorð (hvar, hvernig, hvenær ...)

Page 9: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði9

Sagnir

• Sagnir í persónuháttum– standa í öðru sæti í setningum• talning miðuð við setningarliði, ekki orð

– laga sig yfirleitt að frumlagi í persónu og tölu• nema frumlagið sé í aukafalli

• Sagnir í fallháttum– haga sér á ýmsan hátt eins og fallorð• lh.þt. beygist t.d. í kynjum, föllum og tölum

Page 10: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði10

Óákveðin fornöfn

• Óákveðin fornöfn minna mörg á lýsingarorð– allur er (nú) talið fn. en hálfur lo.– fyrir því má færa setningafræðileg rök• Allir þessir góðu kennarar eru málfræðingar.• *Þessir öllu kennarar eru málfræðingar.• ?*Hálfir þessir góðu kennarar eru málfræðingar.• Þessir hálfu kennarar eru málfræðingar.

– ýmis hagar sér líka á margan hátt eins og lo.• Hinir ýmsu/*sumu menn.• Hinir ýmsustu/*sumustu menn.

Page 11: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði11

Grundvöllur orðflokkagreiningar

• Skipting orða í orðflokka er „raunveruleg“– endurspeglar málkunnáttu okkar– ekki bara tilbúningur málfræðinga

• En málfræðingum getur skjátlast eins og öðrum– stundum eru rangir merkimiðar hengdir á orðin– sem endurspegla ekki hegðun þeirra og eðli

• Í allri flokkun eru líka markatilvik– en það þarf ekki að þýða að flokkunin sé gölluð

Page 12: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði12

Lýsingarháttur nútíðar eða nafnorð?

• Lýsingarháttur nútíðar– beygingarmynd sagna?

• Stundum í stöðu no. og bætir við sig greini– Sækjandinn sótti málið af kappi en verjandinn

varðist vel.

• Beygingarmynd sagna (lh.nt.) „notuð sem“ no.?– hvað merkir það?

• Eru þetta ekki bara nafnorð?

Page 13: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði13

Lýsingarháttur nútíðar eða atviksorð?

• Atviksorð standa oft með lýsingarorðum:– Jósafat var ofsalega vondur.– Jósafat er alveg æðislega vitlaus.– Jósefína er aldeilis ofboðslega fögur.

• Í þessa stöðu má setja lýsingarhátt nútíðar:– Jósafat var hoppandi vondur.– Jósafat er alveg gólandi vitlaus.– Jósefína er aldeilis æsandi fögur.

• Eru þetta þá ekki atviksorð?

Page 14: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði14

Lýsingarháttur þátíðar eða lýsingarorð?

• Sögn ekki alltaf til:• Þetta er alveg nýveiddur fiskur• so. *nýveiða ekki til

• Maturinn var alveg ósnertur• so. *ósnerta ekki til

• Dæmigerð lýsing á ástandi:• Ég var (dauð)hræddur/(pakk)saddur/(stór)hrifinn

• Dæmigerð lýsing á athöfn: • Bókin var lesin/seld/lánuð

Page 15: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði15

Germynd eða þolmynd?

• Stundum kemur hvorttveggja til greina• Rúðan var brotin (þegar ég kom að henni)• ástand, lo.

• Rúðan var brotin (í búsáhaldabyltingunni)• athöfn, lh.þt.

• Stundum sker fallið úr:• Búðinni var lokað (af eigandanum) klukkan sjö• fall helst, athöfn, lh.þt.

• Búðin var lokuð (*af eigandanum) klukkan sjö• fall breytist, ástand, lo.

Page 16: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði16

Atviksorð eða lýsingarorð?

• svona - atviksorð eða lýsingarorð?– Ég er svona stór– Hann er svona maður

• Hvers vegna er rangt mál að segja:– Þannig mönnum er ekki treystandi?

• fyrrum = fyrrverandi?– Vigdís var fyrrum/áður/lengi forseti Íslands– Ég hitti fyrrum forseta– ?Fyrrum forseti er staddur hér

Page 17: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði17

Tilvísunarfornöfn?

• sem og er– beygjast ekki (eða taka a.m.k. engum breytingum)• öfugt við (önnur) fornöfn

– standa ekki á eftir forsetningum• öfugt við (önnur) fornöfn

– taka iðulega með sér að• eins og margar aukatengingar gera, en ekki fornöfn

– standa alltaf fremst í aukasetningu• eins og aukatengingar verða að gera, en fæst fornöfn

– eru ekki tilvísandi

Page 18: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði18

Forsetningar og atviksorð

• Forsetningar og atviksorð eru skyldir flokkar:– „Forsetningar verða að atviksorðum þegar fallorð

þeirra falla brott.“– „Þegar atviksorð stýrir falli verður það að

forsetningu.“– „[O]rðin fram, heim, inn, út, upp, niður eru aldrei

forsetningar í íslensku.“

• Á hverju hvíla þessar fullyrðingar?– er hægt að færa einhver rök fyrir þeim?

Page 19: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði19

Forsetningar, atviksorð, agnir?

• gera við– Sveinn gerði við bílinn– *Sveinn gerði bílinn við– Sveinn gerði við hann– *Sveinn gerði hann við– ?Við bílinn gerði Sveinn

• fara til– Sveinn fór til Jóns– *Sveinn fór Jóns til– Til Jóns fór Sveinn

• gera upp– Sveinn gerði upp bílinn– Sveinn gerði bílinn upp– *Sveinn gerði upp hann– Sveinn gerði hann upp– *Upp bílinn gerði Sveinn

• taka til– Sveinn tók til bækurnar– Sveinn tók bækurnar til– *Til bækurnar tók Sveinn

Page 20: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði20

Sagnaragnir - agnarsagnir

• Agnir eru sérstakur undirflokkur atviksorða. Þær líkjast atviksorðum að því leyti að þær stýra ekki falli og eru að því leyti frábrugðnar forsetningum. Þær eru líka ólíkar forsetningum að því leyti að þær mynda ekki sérstakan setningarlið með eftirfarandi fallorði og þær geta ekki staðið næst á undan fornafni. Merkingarleg sérkenni þeirra eru þau helst að þær mynda jafnan merkingarlega heild með sögnum.

Page 21: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði21

Háttaragnir - orðræðuagnir

• Háttaragnir eru yfirleitt áherslulausar, standa jafnan næst á eftir sögn í persónuhætti og þær er yfirleitt ekki hægt að flytja fremst í setninguna. Þær hafa yfirleitt einhverja óljósa háttarmerkingu.

• bara, jú, sko, nú– Þú ert nú meiri kjáninn– *Nú ert þú meiri kjáninn– Ég er sko handviss um þetta– *Sko er ég handviss um þetta

Page 22: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Kennari: Eiríkur RögnvaldssonHaustmisseri 2012

Page 23: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði23

Rök fyrir formgerð

• Skiptir orðaröð máli?– Colorless green ideas sleep furiously.– *Furiously sleep ideas green colorless.

• Og á íslensku:– Litla barnið missti snuðið sitt á gólfið– *Gólfið snuðið missti sitt barnið á litla

• Setningar skiptast í hluta– [Litla barnið] [missti] [snuðið sitt] [á gólfið]

Page 24: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði24

Tvenns konar flokkun setningarliða

• Gerð/eðli liða– ræðst af aðalorði og ákvarðar setningarstöðu• nafnliður• sagnliður• lýsingarorðsliður

• Hlutverk liða– ræðst af venslum við aðra liði í setningu• frumlag• andlag• sagnfylling

Page 25: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði25

Merkingarleg rök fyrir setningarliðum

• Hvað á saman?– Ég hitti [Jóhannes í Bónus]– Ég hitti [Jóhannes] [í Krónunni]– Ég hitti [Jóhannes í Bónus] [í Krónunni]– ??Ég hitti [ömmu] [í Bónus] [í Krónunni]– Ég hitti [ömmu á Laufásveginum] [á Laugaveginum]– [Í Bónus] hitti ég Jóhannes– [Jóhannes í Bónus] hitti ég

Page 26: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði26

Færsla orðaruna

• Oft er hægt að færa orðarunu innan setningar:– Ef unnt er að flytja setningarbút til í einu lagi hlýtur

þar að vera um að ræða sérstakan setningarlið.– Ef tiltekin orðaruna í setningu myndar ekki sér-

stakan lið er ekki hægt að flytja hana til í einu lagi.

• Orðaruna getur verið liður þótt ekki sé hægt að færa hana til– það geta verið aðrar ástæður fyrir hömlum á færslu

Page 27: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði27

Innstunga í liði

• Ekki er hægt að stinga neinu inn í lið– Ég hitti [litlu stúlkuna með eldspýturnar] áðan– *Ég hitti litlu áðan stúlkuna með eldspýturnar– *Ég hitti litlu stúlkuna áðan með eldspýturnar– *Ég hitti litlu stúlkuna með áðan eldspýturnar

• En samt– Ég hitti áðan litlu stúlkuna með eldspýturnar

• Þýðir það að sagnliður sé ekki til?

Page 28: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði28

Rök fyrir setningarliðum - yfirlit

• Merkingarlegar vísbendingar• Tilfærslur liða (aðeins má færa liði)• Innstunga í liði (á að vera ótæk)• Umröðun innan liða (erfiðari en umröðun liða)• Tengimöguleikar setningarbúta við þekkta liði

Page 29: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði29

Kröfur til setningafræðilegrar greiningar

• Að hún sýni setningarleg einkenni orðflokka• Að hún lýsi þeim reglum sem gilda um orðaröð• Að hún sýni gerð setningarliða– hvað hangir saman og hvernig það tengist

Page 30: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði30

Orðaröð

• Orðaröð getur merkt tvennt:• Röð orða innan setningarliða– fs. á undan no., óákv. fn. - ábfn. - to. - lo. - no ...

• Röð setningarliða innan setninga– sögn í öðru sæti

Page 31: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði31

Liðgerðarreglur

• Liðgerðarreglur skilgreina leyfilegar formgerðir– S --> NL SL (FL/AL)– SL --> so (NL/FL)– NL --> (LL) no (FL) NL --> fn– LL --> (AL) lo (NL/FL)– FL --> (AL) fs NL– Al --> (AL) ao– ÁL --> (ML) áfn/gr (NL)– ML --> ófn

Page 32: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði32

Flöt formgerð - stigveldisformgerð

• Stigveldisformgerð sýnir hvað á saman– [mjög skemmtileg] bók

• Hríslumyndir eru aðferð til að sýna þetta– en ekki markmið í sjálfu sér

• Einnig má nota hornklofa– en erfiðara að lesa úr þeim

Page 33: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Kennari: Eiríkur RögnvaldssonHaustmisseri 2012

Page 34: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði34

Stigveldisformgerð - X’-kerfið

• Grunngerð setningarliða:– höfuð (head; skyldubundið)– fylliliður (complement; valfrjáls)– ákvæðisliður (specifier; valfrjáls)

• Tvígreining (binary branching)– X’ → X (ZL) XL– XL →(YL) X’ (YL) X’– X

(ZL)

Page 35: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði35

Tengsl sagnar og andlags

• Sagnliður?– Allir munu fá góða einkunn í þessu verkefni– Í þessu verkefni munu allir fá góða einkunn– *Í þessu verkefni munu fá allir góða einkunn– Í þessu verkefni fá allir góða einkunn

• Tilgáta:– Þegar hjálparsögn er í setningu myndar aðalsögn

sérstakan setningarlið með andlagi sínu. Þegar engin hjálparsögn er í setningu myndar aðalsögn ekki sérstakan lið með andlagi sínu

Page 36: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði36

Beygingarliður

• Staða setningaratviksorða– Ég hef oft lesið þessa bók– Ég hef lesið þessa bók oft– *Ég hef lesið oft þessa bók– Ég las oft þessa bók– Ég las þessa bók oft

• Auknar og endurbættar liðgerðarreglur– SL → so (NL) (NL/FL)– BL → NL B (AL) SL

Page 37: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði37

Sagnfærsla í beygingarhaus

• Færsla sagnar úr sagnlið í beygingarhaus– BL– NL B SL– no. so. SL– so. NL– no.– Stelpan hefur lesið bókina

• Beygingarliður = setning– B er eins konar miðpunktur setningarinnar

Page 38: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði38

Nafnliðir

• Ákvæðisorð nafnliða– Allir þessir fjörutíu skemmtilegu nemendur– ófn. áfn. to. lo. no.

• Fylliliðir með nafnorðum– Jóhannes [í Bónus]– Vandamál [nýja ráðherrans]• eignarfallseinkunn

– Bíllinn minn - Minn bíll– Vinur [minn][frá Ísafirði] - *Vinur [frá Ísafirði][minn]

Page 39: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði39

Fornöfn sem aðalorð nafnliða

• Fornöfn eru oft aðalorð nafnliða– þau taka ekki með sér ákvæðisorð

• Forsetningarliðir geta verið fylliliðir fornafna– Þau á Bylgjunni hringdu í mig– Hann (þarna) frá ráðuneytinu er kominn

• Flestar tegundir fornafna geta verið aðalorð– Hver er kominn?– Þetta er góð bók– Minn(s) er næstur

Page 40: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði40

Lýsingarorðsliðir

• Lýsingarorðsliðir sem ákvæðisliðir - einkunnir– Þetta er [alveg ofboðslega frægur] maður

• Lýsingarorðsliðir sem sagnfyllingar– Hann er [alveg ofboðslega frægur]

• Mörg lýsingarorð geta staðið saman– Ég á fallega gamla gráa gatslitna úlpu

• Fylliliðir lýsingarorða - NL og FL– Hann er [líkur [pabba sínum]– Hún var [góð [við systur sína]

Page 41: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði41

Sagnliður

• Aðeins ein sögn í setningu er persónubeygð– Hann mun ekki hafa verið barinn– *Hann mun hafa ekki verið barinn– *Hann mun hafa verið ekki barinn– *Hann mun hafa verið barinn ekki

• Sum atviksorð geta staðið aftan við sagnlið– Hann mun oft hafa verið barinn– *Hann mun hafa oft verið barinn– *Hann mun hafa verið oft barinn– Hann mun hafa verið barinn oft

Page 42: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði42

Sagnliðir með tveimur nafnliðum

• Atviksorð ganga ekki inni í tveggja NL sagnlið– Ég hef oft gefið Sveini peninga– *Ég hef [gefið oft Sveini peninga]– *Ég hef [gefið Sveini oft peninga]

• Öðru máli gegnir þegar engin hjálparsögn er– Ég gef oft Sveini peninga– Ég gef Sveini oft peninga

• Sagnir virðast geta tekið tvö andlög í SL

Page 43: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði43

Sagnliðir með nafnlið og forsetningarlið

• Sama máli gegnir þegar sögn tekur NL og FL– Ég hef stundum stungið lyklunum í vasann– *Ég hef stungið stundum lyklunum í vasann– *Ég hef stungið lyklunum stundum í vasann

• En allt í lagi þegar engin hjálparsögn er– Ég sting stundum lyklunum í vasann– Ég sting lyklunum stundum í vasann

• Forsetningarliður virðist geta verið hluti SL

Page 44: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði44

Tegundir sagnliða

• Sagnliðir geta verið af ýmsu tagi– so grátið– so NL lesið bókina– so NL NL gefið stráknum bolta– so NL FL lagt bókina á borðið– so SL vera að lesa bókina

• Sagnfylling með andlagi– Vésteinn málaði bílinn rauðan– Ráðherra skipaði Guðmund sýslumann

Page 45: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði45

Mismunandi staða atviksorða

• Sum standa með lýsingar- eða atviksorðum– mjög góður, ákaflega illa

• Sum eiga við setninguna í heild– ekki, aldrei, sjaldan, stundum

• Sum eiga við sagnliðinn– vel, illa, vandlega

• Sum vísa til staðar eða tíma eins og FL– þar, þá

Page 46: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Kennari: Eiríkur RögnvaldssonHaustmisseri 2012

Page 47: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði47

Andlag

• Björn Guðfinnsson 1943– Andlag er fallorð, fallsetning eða bein ræða í aukafalli

sem stýrist af áhrifssögn• Hvað einkennir andlög setningafræðilega?– þurfum við að reiða okkur á fallið?

• Verða frumlög í þolmynd (með undantekningum)– (Einhver) barði Svein - Sveinn var barinn

• Taka andlagsfærslu (með ákveðnum skilyrðum)– Ég las ekki bókina - Ég las bókina ekki

Page 48: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði48

Andlög og aukafallsliðir

• Eru öll aukafallsorð á eftir sögnum andlög?– María gekk ganginn á enda– María gekk hröðum skrefum– Jón talar hárri röddu– Sveinn þakti kökuna súkkulaði

• Sumir slíkir liðir eru aukafallsliðir– háttarþágufall segir hvernig eitthvað er gert– tækisþágufall segir með hverju eitthvað er gert

Page 49: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði49

Sagnfylling - skilgreining

• Indriði Gíslason 1983– Sagnir, sem ekki taka með sér andlag, nefnast

áhrifslausar sagnir. Meðal þeirra eru sagnirnar að vera og verða, heita og þykjast ... Fallorðin, sem með þeim standa (í nefnifalli) eru kölluð sagnfyllingar.

• Bæði nafnliðir og lýsingarorðsliðir– Jón er bóndi– María er skemmtileg

Page 50: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði50

Sagnfylling

• Nafnliður sem sagnfylling er ekki tilvísandi– alltaf vísað til hans með hlutlausu fornafni– þ.e. hk. það en hvorki hann né hún– þannig er einnig vísað til lýsingarorðssagnfyllinga

• Sagnfylling er í nf. þótt frumlag sé í aukafalli– Mér er kalt

• Undantekning er þó til– Ég tel Svein vera hraustan

Page 51: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði51

Sagnfylling með andlagi

• Skúli Benediktsson 1971– Andlæg sagnfylling eða sagnfylling með andlagi

skýrir oft frá, hvernig áhrif umsagnar koma fram. Kveður þá sagnfyllingin á um, hvað andlagið verður, er álitið vera, eða hvað það hlýtur fyrir verknað þess sem í umsögninni felst.

• Bæði nafnliðir og lýsingarorðsliðir– Ráðherra skipaði Guðmund sýslumann– Vésteinn málaði bílinn rauðan

Page 52: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði52

Frumlag - skilgreining

• Björn Guðfinnsson 1943– Frumlag er fallorð, fallsetning eða bein ræða í

nefnifalli, er táknar þann (þá, það) sem aðhefst, er eða verður það, sem umsögnin segir.

• Höskuldur Þráinsson 1995– Frumlag er sá setningarliður (yfirleitt nafnliður)

sem stendur fremst í setningu í sjálfgefinni orðaröð í íslensku en næst á eftir sögn í persónuhætti í beinum spurningum (já/nei-spurningum) eða ef einhver annar setningarliður er færður fremst.

Page 53: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði53

Frumlag, gerandi, nefnifall

• Er frumlag alltaf gerandi?– Sveinn les bók– Sveinn sefur– Sveinn var barinn

• Er frumlag alltaf í nefnifalli?– Ég hlakka til jólanna– Mig hlakkar til jólanna– Mér hlakkar til jólanna

Page 54: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði54

Frumlagseinkenni

• Frumlag er sá nafnliður sem yfirleitt stendur fremst í hlutlausri orðaröð í íslensku.

• Ef einhver liður annar en frumlag stendur fremst, er frumlaginu eðlilegt að standa næst á eftir sögn í persónuhætti.

• Ef frumlag er óákveðið, má fresta því, þ.e. það getur þá staðið næst á eftir sögninni í persónu-hætti eða jafnvel aftar í setningunni, og þá má í staðinn hafa merkingarsnauða leppinn það fremst í setningunni.

Page 55: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði55

Frumlagseinkenni

• Ef einhver nafnliður innan einfaldrar (ósamsettrar) setningar á að vísa til sama aðila og frumlagið, verður þessi nafnliður að vera afturbeygt fornafn. Hann getur t.d. ekki verið venjulegt persónufornafn.

• Skilja má eftir eyðu fyrir frumlag í hliðtengdri aðalsetningu ef það er hið sama (vísar til sama aðila) og frumlag undanfarandi aðalsetningar.

Page 56: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði56

Aukafallsfrumlög - nefnifallsandlög

• Getur frumlag verið í aukafalli– og andlag í nefnifalli?

• Hvað er hér frumlag og hvað andlag:– Sveini leiðist þessi maður– Mér finnst/finnast bækurnar skemmtilegar

• Hvernig skerum við úr um það?– getum við beitt einhverjum setningafræðiprófum?

Page 57: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Kennari: Eiríkur RögnvaldssonHaustmisseri 2012

Page 58: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði58

Aukafallsfrumlög - nefnifallsandlög

• Getur frumlag verið í aukafalli– og andlag í nefnifalli?

• Hvað er hér frumlag og hvað andlag:– Sveini leiðist þessi maður– Mér finnst/finnast bækurnar skemmtilegar

• Hvernig skerum við úr um það?– getum við beitt einhverjum setningafræðiprófum?

Page 59: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði59

Einkunn

• Sambeygð einkunn - ákvæðisorð með nafnorði– gömul kona– þessir tveir drengir– Sveinn ritstjóri

• Eignarfallseinkunn - fallorð sem stjórnast af no.– bók stráksins– verk þeirra beggja

• Hafa svipað merkingarlegt hlutverk– en gerólíka setningafræðilega stöðu

Page 60: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði60

Viðurlag

• Laustendur ákvæðisliður á eftir nafnorði– kveður nánar á um eiginleika þess sem no. vísar til

• Viðurlag stendur ekki alltaf strax á eftir no.– Ég hjálpaði henni dauðþreyttur– Ég hjálpaði henni dauðþreyttri

• Viðurlagi svipar til sagnfyllingar með andlagi– Ég hitti Guðmund (í bænum í gær) öskureiðan– Ég gerði Guðmund (*í bænum í gær) öskureiðan

Page 61: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði61

Tegundir fallmörkunar

• Formgerðarfall (structural case)– ræðst af hlutverki (stöðu) liðarins í formgerðinni

• Orðasafnsfall (lexical case)– ræðst af því hver fallvaldurinn er (hvaða orð)

• Orðasafnsfall er tvenns konar– reglufall (thematic case)• tengist merkingarhlutverki og er því a.n.l. fyrirsegjanlegt

– furðufall (quirky case)• er óreglulegt og ófyrirsegjanlegt

Page 62: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði62

Mismunandi hegðun mismunandi falla

• Breyting á hlutverki getur breytt formgerðarfalli– en hefur engin áhrif á orðasafnsfall

• Þolmynd– Einhver tók bátinn - Báturinn var tekinn– Einhver hjálpaði stráknum - Stráknum var hjálpað– Einhver saknaði hennar - Hennar var saknað

• Þolfall með nafnhætti– Sveinn er sterkur - Ég tel Svein vera sterkan– Sigríði leiðist - Ég tel Sigríði leiðast

Page 63: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði63

Föll og merkingarhlutverk

• Frumlag, merkingarhlutverk og föll– gerandi Haraldur borðaði fiskinn– þema Steinninn valt - Jón velti steininum– reynandi Stúlkan fann til - Stráknum leiddist– mark Ég fékk vinning - Jón rétti mér bók– uppspretta Hekla gaus

• Tengsl falla og merkingarhlutverka eru fjölbreytt– ef frumlag er gerandi/uppspretta er það í nefnifalli

Page 64: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði64

Tveggja andlaga sagnir

• Fallamynstur– nf.-þgf.-þf. gefa, segja > 220– nf.-þf.-þgf. svipta, leyna 40– nf.-þgf.-ef. óska, synja 30– nf.-þgf.-þgf. lofa, skila 30– nf.-þf.-ef. spyrja, krefja 20– nf.-þf.-þf. kosta, taka 2

• Fyrsta mynstrið langalgengast– virðist ennþá virkt - taka við nýjum sögnum

Page 65: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði65

það í upphafi setninga

• Ýmsar tegundir setninga hefjast oft á það– það eru mýs í baðkerinu– það komu margir gestir í veisluna– það sofnuðu nokkrir á tónleikunum– það var dansað lengi á ballinu– það var barinn maður í miðbænum– það hefur enginn lesið þessa bók– það rignir– það er líklegt að tunglið sé úr osti

Page 66: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði66

Leppurinn það

• Hvað er þetta það?– persónufornafn í hvorugkyni?

• það af þessu tagi stendur aðeins fremst– *mýs eru það í baðkerinu– *í baðkerinu eru það mýs– *enginn hefur það lesið þessa bók

• það er óháð beygingu þess sem vísað er til– það langaði enga gesti heim svona snemma– *þá langaði enga gesti heim svona snemma

Page 67: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði67

Ósögð frumlög

• Mismunandi gerðir nafnháttarsetninga– Sveinn lofaði Maríu [að fara heim til sín]– Sveinn leyfði Maríu [að fara heim til sín]

• Sambeyging sagnfyllingar sýnir muninn– Sveinn lofaði Maríu [að vera þægur]– Sveinn leyfði Maríu [að vera óþæg(ri)]

• Nafnháttarsetningar hafa oft ósagt frumlag– Sveinn reyndi [að FOR vera glaður]– Sveinn bað Maríu [að FOR vera glöð/glaða]

Page 68: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Kennari: Eiríkur RögnvaldssonHaustmisseri 2012

Page 69: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði69

Flokkun sagna

• Sagnir má flokka eftir ýmsum atriðum– sterkar sagnir - veikar sagnir– áhrifssagnir - áhrifslausar sagnir– fall andlags– tegundir fylliliða– aðalsagnir - hjálparsagnir– merkingarhlutverk frumlags– merkingarhlutverk andlags– ástand - verknaður

Page 70: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði70

Flokkunarrammar

• Mismunandi fylliliðir sagna– Ísinn hefur bráðnað [___]– Páll hefur saknað þín [___NL]– Þeir hafa fjallað um málið [___FL]– Friðrik hefur alltaf verið grannur [___LL]– Þeir muni hafa étið útsæðið [___SL]– Jón mun lána Maríu hring [___NL NL]– Ég hef stungið peningunum í vasann [___ NL FL]– Hann hefur málað bílinn rauðan [___NL LL]

Page 71: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði71

Víxl nafnliða og forsetningarliða

• Forsetningarliðum svipar oft til andlaga– Þeir munu gera við bílinn– Hann hefur horft á hana– Þeir hafa komið við leiðsluna

• Sögn og forsetning mynda merkingarlega heild– en FL er samt setningafræðileg heild

• E.t.v. má hafa sérstaka flokkunarramma– horfa [SL ___ [FL á NL]]– koma [SL ___ [FL við NL]]

Page 72: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði72

Tegundir fylliliða og valfrelsi

• Sagnir skiptast í flokka– eftir því hvers konar fylliliði þær taka með sér

innan þess sagnliðar sem þær standa í. Þessir fylliliðir geta verið NL, LL, FL, AL og SL.

• Sagnir eru líka mismunandi– eftir því hvort það er skylda að hafa þessa liði með

eða ekki, eða hvort hægt er að túlka sagnliðina ef fylliliðanna er látið ógetið

Page 73: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði73

Tegund fylliliða og merking

• Samband fylliliða sagnar og merkingar– er það tilviljanakennt eða reglulegt?

• Augljóslega eru einhver tengsl þarna á milli– en oft er ekki hægt að sjá neina reglu– koma tekur FL (koma við), snerta NL

• Þetta þarf þá að læra sérstaklega– geyma upplýsingarnar í orðasafni

• Öðru máli gegnir um rökformgerð sagna– hún endurspeglar merkinguna

Page 74: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði74

Rökformgerð sagna

• Rökliðir sagna– þátttakendur í verknaði eða ástandi sem sögn lýsir

• Einrúm umsögn tekur einn röklið:– sofa, bráðna, hlæja, velta (þt. valt)

• Tvírúm umsögn tekur tvo rökliði: – éta, sakna, elska, vanta, velta (þt. velti)

• Þrírum umsögn tekur þrjá rökliði:– gefa, svipta, lofa, spyrja, leyfa

Page 75: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði75

Ein sögn eða fleiri?

• Sama sögnin getur tekið mismunandi fylliliði– Jón gaf Maríu (þgf.) bók (þf.)– Jón gaf bókina (þf.)– Jón gaf kúnum (þgf.)– Jón gaf boltann (þf.) til Sveins/á Svein– Jón á að gefa

• Grunnmerking sagnarinnar er sú sama– og beygingarleg hegðun– en ólík merkingartilbrigði og flokkunarrammar

Page 76: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði76

Valhömlur sagna

• Flokkunarrammar segja til um tegund fylliliða– en ekki neitt um merkingu þeirra

• Sagnir setja skilyrði um merkingu fylliliða– Ísinn bráðnaði– $Hugmyndin bráðnaði

• Hvað gerist þegar hjálparsagnir eru í setningu?– Ísinn hefur/mun hafa bráðnað– $Hugmyndin hefur/mun hafa bráðnað

Page 77: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði77

Eðli og hegðun hjálparsagna

• Hjálparsagnir– nefnast sagnir sem eru notaðar með aðalsögnum

til að tjá málfræðilegar formdeildir á borð við mynd, horf og e.t.v. tíð og hátt. Hjálparsögn gerir ekki neinar sérstakar kröfur um eðli frumlags þeirrar setningar sem hún kemur fyrir í og getur því tekið með sér sagnlið sem í er sögn (aðalsögn) sem gerir slíkar kröfur. Í íslensku taka þessar sagnir með sér sagnliði sem fylliliði og til hópsins teljast sagnirnar hafa, vera, verða, munu og fara

Page 78: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði78

Hjálparsagnir og frumlagsfall

• Hjálparsagnir skipta sér ekki af falli frumlags– Mig gæti vantað peninga– Þér skal ekki verða kápan úr því klæðinu– Mér vill oft mistakast– Þér má þá fara fram– Ykkur hlýtur að takast þetta– Strákana á ekki að vanta peninga– Rútunni kann að seinka– Henni þyrfti að ganga vel á prófinu– Flokknum ætlar ekki að ganga vel

Page 79: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði79

Gerandi (e. agent)

• Sá sem gerir e-ð sem hann hefur stjórn á– Jón eyðilagði stólinn

• Hægt að nota liði sem fela í sér ásetning– Jón eyðilagði stólinn viljandi– *Steinninn valt viljandi– *Mig dreymdi þetta viljandi

• Gerandi er alltaf frumlag og alltaf í nefnifalli– aukafallsfrumlag er aldrei gerandi

Page 80: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði80

Þolandi (e. patient)

• Það/sá sem verður fyrir áhrifum (jákvæðum eða neikvæðum) af einhverjum verknaði/atburði– Jón steikti kjötið– María málaði allt húsið

• Þolandi er oftast andlag en getur verið frumlag– Blómið fölnaði– Vaskurinn stíflaðist

• Þolandi sem er andlag er oftast í þolfalli– t.d. sagnir sem tákna að búa eitthvað til

Page 81: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði81

Þema (e. theme)

• Það sem er á hreyfingu eða staðsett e-s staðar– oft erfitt að festa hendur á þessu

• Með hreyfingarsögnum er þema það sem færist– Sveinn kastaði steininum– Steinninn valt niður brekkuna

• Þema er með sögnum sem tákna staðsetningu– Styttan er í garðinum– María situr á bekknum

• Verður stundum eins konar ruslakista

Page 82: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði82

Skynjandi (e. experiencer)

• Sá sem skynjar líkamlegt eða andlegt ástand eða breytingu á því (en hefur ekki stjórn á því)– Jón elskar/saknar/öfundar Maríu– Ég finn/heyri/sé að börnin eru orðin þreytt– Magga taldi/vissi/uppgötvaði að þetta væri hægt

• Einnig sá sem er komið í tiltekið hugarástand– Jón hneykslaði/hræddi marga með framkomu sinni

• Aukafallsfrumlag er oftast skynjandi– Svein grunaði þetta

Page 83: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði83

Mark (e. goal)

• Endapunktur hreyfingar (oft í yfirfærðri merkingu)– Jón fór til læknis– Sigga setti bókina á borðið

• Í yfirfærðri merkingu er oft talað um viðtakanda (e. recipient)– Ég fékk þennan penna frá Siggu– Sigga gaf mér þennan penna

• Viðtakandi sem er óbeint andlag er í þágufalli

Page 84: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Kennari: Eiríkur RögnvaldssonHaustmisseri 2012

Page 85: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði85

Verknaðargerðir sagna

• ástand, athöfn, aðgerð, atburður

Page 86: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði86

Ástandssagnir

• Ástandssagnir– fela ekki í sér náttúrulegan endapunkt– taka oft reynanda sem frumlag en sjaldan geranda– hafa eiginlega nútíðarmerkingu standi þær í nútíð– Ég veit svarið– Hann öfundar marga– ganga ekki í dvalarhorfi– *Ég er að vita svarið– sjá þó útvíkkað dvalarhorf– Ég er ekki að skilja þetta

Page 87: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði87

Athafnasagnir

• Athafnasagnir– fela ekki í sér náttúrulegan endapunkt– lýsa einhverju sem gerist og hafa gerandafrumlag– Börnin dönsuðu kringum jólatréð– Kórinn syngur fyrir veislugesti– ganga yfirleitt í dvalarhorfi– Börnin voru að dansa kringum jólatréð– geta fengið náttúrulegan endapunkt úr andlagi– *Kórinn söng á einum klukkutíma– Kórinn söng átta lög á einum klukkutíma

Page 88: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði88

Aðgerðasagnir

• Aðgerðasagnir– tákna athafnir sem taka tíma– eiga sér náttúrulegan endapunkt– hafa yfirleitt geranda sem frumlag– Jón skúraði gólfið– María tók stólinn í sundur– eru yfirleitt eðlilegar í dvalarhorfi– Jón er að skúra gólfið– María er að taka stólinn í sundur

Page 89: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði89

Atburðasagnir

• Atburðasagnir– fela í sér snögga breytingu og þar með endapunkt– sem frumlagið stjórnar ekki og er því ekki gerandi– Sjúklingurinn dó– Ég fann svarið– hafa náttúrulegan endapunkt– ganga í dvalarhorfi um eitthvað sem er að skella á– Sjúklingurinn er (alveg) að deyja– Ég var (alveg) að finna svarið

Page 90: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði90

Tíð

• Tíðir í íslensku eru aðeins tvær, nútíð og þátíð– aðrar „tíðir“ eru hjálparsagnasambönd

• Tíð er samband milli tveggja tímapunkta– tímans þegar setningin er sögð (taltíma)– tímans sem setningin lýsir (atburðatíma)

• Þátíð er notuð– þegar taltími er á eftir atburðatíma

• Nútíð er notuð– ef taltími og atburðatími skerast eða eru samtímis

Page 91: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði91

Nútíð

• Nútíð er notuð um ótímabundnar staðhæfingar– Hvalir eru spendýr– Það er óhollt að reykja

• Nútíð er oft notuð til að tákna óorðna atburði– Hópurinn fer heim á morgun– Þetta verður ekkert vandamál

• Hjálparsögnin munu gegnir oft sama hlutverki– Hópurinn mun fara heim á morgun

Page 92: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði92

Nútíð

• Söguleg nútíð er oft notuð í frásögn– Síðan bjuggust (þt.) þeir við og þá er þeir voru (þt.)

búnir sjá þeir að skipin fara að þeim. Tekst nú orusta með þeim og berjast þeir lengi og verður mannfall mikið. (Njála, 30. kafli)

• Nútíð vísar til þess sem er núna– María er mjög áhugasöm– Hann þolir ekki svona tónlist

• Þetta á aðallega við um ástandssagnir

Page 93: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði93

Nútíð

• Nútíð er notuð um endurtekna atburði eða vana– Hann eldar matinn– Hún syndir á hverjum morgni

• Þetta á við um aðrar sagnir en ástandssagnir– til að fá eiginlega nútímamerkingu með öðrum

sögnum verður yfirleitt að nota dvalarhorf– Hann er að elda matinn

Page 94: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði94

Þátíð

• Þátíð er notuð um það sem er liðið á taltíma– einstakan atburð, endurtekinn atburð, ástand– Þjóðverjar hertóku Noreg 1940– Hún fór í sund á hverjum morgni

• Þátíð vh. í aukasetningu getur vísað til framtíðar– Hann sagði um daginn [að hann færi á morgun]

• Þt.vh. hjálparsagna hefur oft nútíðarmerkingu– Þú ættir að læra heima í kvöld– Hann gæti alveg ryksugað stofuna

Page 95: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði95

Horf

• Horf er tjáð með sagnasambandi í íslensku– felur í sér ákveðið sjónarhorn– hvernig litið er á atburð sem aðalsögnin lýsir– t.d. hvort horft er á hann allan eða enn í gangi

• Lokið horf– er notað ef talað er um atburðinn allan

• Dvalarhorf/framvinduhorf– er notað ef talað er um atburð sem er enn í gangi

Page 96: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði96

Dvalarhorf

• Dvalarhorf táknar atburð sem er að gerast– einkum notað þar sem frumlag er gerandi– Hann er að spila handbolta– Börnin eru að leika sér– eða með atburðasögnum– Sjúklingurinn er (alveg) að deyja

• Notkun dvalarhorfs hefur aukist að undanförnu– Ég er ekki að skilja þetta– Við vorum að leika vel í fyrri hálfleik

Page 97: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði97

Lokið horf

• Lokið horf– myndað með hafa + sögn í lýsingarhætti þátíðar– Hann hefur komið til Afríku– Ég hafði hitt þau einu sinni áður

• Sé hafa í nútíð er oft talað um núliðna tíð– sem felur í sér tengsl liðins atburðar við taltíma– Sástu Picasso-sýninguna á Kjarvalsstöðum?– Hefurðu séð Picasso-sýninguna á Kjarvalsstöðum?

Page 98: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði98

Lokið horf

• Þátíð og lokið horf– Halldór Laxness skrifaði margar skáldsögur– Halldór Laxness hefur skrifað margar skáldsögur– Halldór Laxness er búinn að skrifa margar skáldsögur

• vera búinn að– Ég hef borðað– Ég er búinn að borða– Ég hef lesið bókina– Ég er búinn að lesa bókina

Page 99: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Kennari: Eiríkur RögnvaldssonHaustmisseri 2012

Page 100: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði100

Setning, málsgrein og segð

• Setning (e. clause)– orðaruna sem inniheldur persónubeygða sögn– staðhæfing, spurning, upphrópun, ósk eða skipun

• Málsgrein (e. sentence)– annaðhvort stök aðalsetning– eða tvær eða fleiri hliðskipaðar aðalsetningar• tengdar með aðaltengingunum og, en og eða

• Segð (e. utterance)– það sem sagt er í einni lotu

Page 101: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði101

Setningar og ekki setningar

• Setningar– Litla barnið grætur (staðhæfing)– Rignir? (spurning)– Hvílíkur asni get ég verið! (upphrópun)– Komdu heim(!) (ósk/skipun)

• Ekki setningar– Uss!– Ha?– Vá maður!– Hvílíkur leikur!

Page 102: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði102

Aukasetningar

• Aukasetning– setning sem er setningarliður í annarri setningu– Gunna sagði Siggu að Óli hefði lesið bókina– Gunna fór þegar Óli hafði lesið bókina– Gunna væri ánægð ef Óli hefði lesið bókina

• Aukasetning getur aldrei staðið sjálfstæð– *að Óli hefði lesið bókina– *þegar Óli hafði lesið bókina– *ef Óli hefði lesið bókina

Page 103: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði103

Setningavensl

• Aðalsetning– setning sem ekki er liður í annarri setningu

• Móðursetning– setning sem er yfirskipuð annarri setningu

• Dóttursetning– setning sem er undirskipuð annarri setningu

• Systursetningar– tvær eða fleiri hliðskipaðar setningar

Page 104: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði104

Gerð aukasetninga

• Aukasetning = Tengiliður (TL)– Tengingin er höfuð aukasetningarinnar– TL– T BL– að– ef– þegar– ...

• TL → T BL

Page 105: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði105

Setningarliðir og aukasetningar

• Nafnliðir og skýringarsetningar– Hún sagði mér söguna– Hún sagði mér að sagan væri skemmtileg

• Atviksliðir og atvikssetningar– Ég hitti hana áðan– Ég hitti hana þegar hún kom

• Lýsingarorðsliðir og tilvísunarsetningar– Hann las skemmtilegustu bókina– Hann las bókina sem var skemmtilegust

Page 106: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði106

Fallsetningar

• Fallsetningar– skýringarsetningar - tengdar með að– spurnarsetningar - tengdar með hv-orðum

• Fallsetningar standa sem nafnliðir– Að Jón er hættur er leiðinlegt frumlag– Hún veit að prófið verður létt andlag– Þeir töluðu um hvort þetta væri hægt innan FL– Spurningin er hvort tunglið er úr osti sagnfylling– Helgi er góður að tefla fylliliður í LL

Page 107: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði107

Fallsetning sem andlag

• Fallsetningar eru langoftast andlög– sagna eins og halda, vita, fullyrða, segja– hægt að vísa til þeirra með það/þetta

• Erfitt að færa slík andlög fremst– ??[Að þetta gangi vel] heldur María ___– ??[Hvort þetta væri öruggt] spurði Jón ___

• Sögn aðalsetningar stjórnar hætti aukasetningar– María veit [að þetta gengur/*gangi vel]– María vonar [að þetta *gengur/gangi vel]

Page 108: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði108

Spurnarsetningar

• Í spurnarsetningum færist spurnarorð fremst– Hún sagði [að [Jón hefði gert þetta vel]]– Hún spurði [hvernig [Jón hefði gert þetta ___]]– Ég veit [að [María elskar Svein]]– Ég veit [hvern [María elskar ___]]– Hann heldur [að [Sigga sé með Guðmundi]]– Hann spurði [hverjum [Sigga væri með ___]]– Hann spurði [með hverjum [Sigga væri ___]]– Ég veit [að [Ólafur saknar þess]– Ég veit ekki [hvers [Ólafur saknar ___]]

Page 109: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði109

Liðgerðarregla fallsetninga

• NL → TL– nafnliður getur (m.a.) verið aukasetning

• Er þetta góð og gild liðgerðarregla?– ekkert samband milli höfuðs og tegundar liðar– meginregla að höfuð ákvarði tegund liðar

• Valhömlur sagna– Hann las *smjörið/bókina/að María væri komin– Hún spurði *smjörs/spurningar/hvort Jón væri hér

Page 110: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði110

Tilvísunarsetningar

• Tilvísunarsetningar standa með nafnliðum– [Maðurinn [sem [___ skrifaði bókina]]] fékk verðlaun• *Skrifaði bókina

– [Bókin [sem [hann skrifaði ___]]] fékk verðlaun• Hann skrifaði

– [Bókin [sem [ég sagði þér frá ___]]] fékk verðlaun• *Ég sagði þér frá

• Fallsetningar geta líka staðið með nafnliðum– [Sú staðhæfing [að [hann sé farinn]]] er ótrúleg– [Spurningin [hvort [hann fari] er áhugaverð

Page 111: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði111

Atvikssetningar

• Atvikssetningar eru valfrjálsar– Sigga fór heim ([þegar ballið var búið])– Valsarar unnu leikinn ([þótt Jón væri meiddur])– Hún verður brjáluð ([ef hún fréttir þetta])– Ég hætti snemma ([af því að ég var þreyttur])

• Yfirleitt auðvelt að færa þær fremst– [Þegar ballið var búið] fór Sigga heim– [Þótt Jón væri meiddur] unnu Valsarar leikinn– [Ef hún fréttir þetta] verður hún brjáluð– [Af því að ég var þreyttur] hætti ég snemma

Page 112: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði112

Gerð og staða atvikssetninga

• Fleiryrtar aukatengingar?– Ég fór [FL af [NL því [TL að [BL þú varst hér]]]]– Ég fór [FL af [NL þeirri ástæðu [TL að [BL þú varst hér]]]]

• Ákvæðisliður atvikssetninga– Ég var fljótur [TL þegar [BL ég byrjaði]]– Ég var fljótur [TL [AL loksins] þegar [BL ég byrjaði]]

• Atvikssetningar eru viðhengi við SL eða BL– Ég heimsæki þig [þegar þú útskrifast] [ef ég get]– Ég heimsæki þig [ef ég get] [þegar þú útskrifast]

Page 113: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Kennari: Eiríkur RögnvaldssonHaustmisseri 2012

Page 114: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði114

Tengsl fallsetningar við móðursetningu

Page 115: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði115

Tengsl atvikssetningar við móðursetningu

Page 116: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði116

Tengsl tilvísunarsetningar við móður

Page 117: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði117

Atvikssetningar - atvikstengingar

• Atvikssetningum má skipta í nokkra flokka– á grundvelli mismunandi merkingar

• Tíðarsetningar– þegar, meðan, áður en, eftir að, þá er

• Skilyrðissetningar– ef, nema, svo framarlega sem

• Samanburðarsetningar– eins og, sem

Page 118: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði118

Atvikssetningar - atvikstengingar

• Orsakarsetningar– af því að, því að, því, úr því að, með því að, fyrst

• Tilgangssetningar– til þess að, til að, svo að

• Afleiðingarsetningar– svo að, svo

• Viðurkenningarsetningar– þó að, þótt, þrátt fyrir það að

Page 119: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði119

Einingar málsins

• Stigveldi eininga málsins– málhljóð– orðhlutar– orð– setningarhlutar– setningar– málsgreinar

• Fjöldi og eðli– fáeinir tugir– endanlegt - þúsundir– endanlegt - hundruð þús.– endanlegt - fáeinar tegundir– óendanlegur fjöldi– óendanlegur fjöldi

Page 120: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði120

Lengd og fjöldi setninga

• Setningar geta verið óendanlega langar– Ég talaði [FL við [NL konuna [FL í [NL búðinni [FL á [NL

horninu [FL hjá [NL turninum [FL við [NL aðalgötuna [FL í [NL fjölmennasta hverfinu [FL í [NL bænum]]]]]]]]]]]]]]

– Jón sagði [TL að María teldi [TL að Sigurður áliti [TL að Kristján vissi [TL að Guðrún fullyrti [TL að þetta væri ólöglegt]]]]]

• Við lærum þetta ekki utan að– við búum yfir hæfileikum til að skilja og mynda

setningar sem við höfum aldrei heyrt eða séð

Page 121: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði121

Endurkvæmni

• Þetta byggist á endurkvæmni (e. recursion)– NL → ... no (FL)– FL → ... fs NL– XL → ((st) XL)* XL

• Einn mikilvægasti eiginleiki mannlegs máls– greinir það frá dýramáli– dýr geta aðeins lært afmarkaðar einingar, segðir

• E.t.v. tilkomin við stökkbreytingu– fyrir 200 þúsund árum eða svo

Page 122: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Kennari: Eiríkur RögnvaldssonHaustmisseri 2012

Page 123: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði123

Orðaröð og færslur

• Orðaröð– grundvallarorðaröð– baklæg orðaröð– afleidd orðaröð– sjálfgefin orðaröð– hlutlaus orðaröð– ómörkuð orðaröð

• Færslur– ummyndanir– hömlur

Page 124: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði124

Grundvallarorðaröð

• Bein og óbein orðaröð– Þeir komu þá að stórum helli– Komu þeir þá að stórum helli– Þá komu þeir að stórum helli

• Mismunandi grundvallarorðaröð tungumála– SVO - SOV - VSO (VOS - OSV - OVS)– FSA - FAS - SFA

• Sú orðaröð sem er notuð í venjulegum staðhæfingum er kölluð sjálfgefin eða hlutlaus

Page 125: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði125

Sagnfærsla

• Sögn færist úr sagnlið í beygingarhaus– Sveinn [B ___] aldrei [SL fer heim]– Sveinn [B fer] aldrei [SL ___ heim]

• Á nafnháttarstigi hafa börn sögn á eftir neitun– Kisa ekki [SL finna]– Hún ekki [SL bíta fuglana]

• Persónu- og tölubeyging og orðaröð tengist– Dúkkan [B vill] ekki [SL ___ bleyju]– Kisa [B má] ekki [SL ___ finna]

Page 126: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði126

Sögn í fyrsta sæti

• Frásagnarumröðun– Þeir fóru nú heim um kvöldið– Fóru þeir nú heim um kvöldið

• Upphrópun– Síminn hringir!– Hringir síminn!

• Boðháttur– *Þú far heim– Far þú/farðu heim

Page 127: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði127

Spurningar og umröðun

• Bein spurning– Þeir fóru heim um kvöldið– ___ Fóru þeir heim um kvöldið?

• Bein spurning með spurnartengingu– ___ Er Gunnar heima?– Hvort er Gunnar heima ___?

• Umröðun verður ekki í aukasetningum– Hann spurði [hvenær [Gunnar væri heima ___]– *Hann spurði [hvenær [___ væri Gunnar heima ___]

Page 128: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði128

Kjarnafærsla

• Andlagsnafnliður færður fremst– Þennan mann hef ég aldrei séð ___– Haraldar hef ég oft saknað ___ en sé ekki eftir Sveini

• Forsetningarliður færður fremst– Í morgun fékk ég góðar fréttir ___– Til Maríu hafði hún aldrei komið ___

• Lýsingarorðssagnfylling færð fremst– Hraustur var hann ___ óneitanlega– Skemmtilegan tel ég Jón ekki vera ___

Page 129: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði129

Fráfærsla fallsetninga

• Fallsetning sem er frumlag færð aftar– [Að Jón skuli vera hættur] er dapurlegt

• Leppurinn (aukafrumlagið) það kemur í staðinn– Það er dapurlegt [að Jón skuli vera hættur]

• Einnig er hægt að setja annan lið fremst– Dapurlegt er [að Jón skuli vera hættur]

• Fallsetning sem er andlag færð aftar– Ég vissi [að Jón væri hættur] [áður en ég fór]– Ég vissi ___ [áður en ég fór] [að Jón væri hættur]

Page 130: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði130

Fráfærsla tilvísunarsetninga og FL

• Tilvísunarsetningu má færa frá nafnorði– Ég hitti [mann [sem ég þekki vel]] í gær– Ég hitti [mann ___] í gær [sem ég þekki vel]

• FL sem eru fylliliðir má færa frá nafnorði– [Síminn [hjá mér]] er bilaður– [Síminn ___] er bilaður [hjá mér]

• Slík færsla getur stundum valdið misskilningi– [Maður [sem var drukkinn]] hitti lögreglustjórann– [Maður ___] hitti lögreglustjórann [sem var drukkinn]

Page 131: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði131

Frumlagi frestað

• Óákveðið frumlag fært aftar– Gestur kom hingað í morgun– Það kom gestur hingað í morgun– Það kom hingað gestur í morgun– Það kom hingað í morgun gestur

• Ákveðið frumlag fært aftar– Ráðherrann kom hingað í morgun– *Það kom ráðherrann hingað í morgun– *Það kom hingað ráðherrann í morgun– *Það kom hingað í morgun ráðherrann

Page 132: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði132

Frestun og ákveðni

• Kjarnafærsla og frestun ákveðins frumlags– Hingað kom ráðherrann í morgun– Hingað kom í morgun ráðherrann– Í morgun kom ráðherrann hingað– Í morgun kom hingað ráðherrann

• Ákveðnihamlan– ekki hægt að fresta ákveðnum NL og setja það inn

• Þó eru undantekningar– Það var troðfullur salurinn þegar sýningin hófst

Page 133: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Kennari: Eiríkur RögnvaldssonHaustmisseri 2012

Page 134: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði134

Sagnarfærsla

Page 135: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði135

Lendingarstaður kjarnafærðra liða

• Kjarnafærsla í ákvæðisliðarbás TL

Page 136: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði136

Rétt orðaröð fengin

• Sögn færð í tengibás

Page 137: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði137

Rök fyrir sagnfærslu í tengibás

• Tvenns konar skilyrðissetningar– Ég fer ef Sveinn verður hér áfram– Ég fer verði Sveinn hér áfram– *Ég fer ef verði/verður Sveinn hér áfram

• Sögnin færist ekki í óbeinum spurnarsetningum– Verður Sveinn hér áfram?– Ég spurði hvort Sveinn yrði hér áfram– *Ég spurði hvort yrði Sveinn hér áfram

Page 138: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði138

Kjarnafærsla í íslensku og ensku

• Viðhenging býr til sams konar lið - hér BL– *Haraldar ég sakna– Harold I have frequently missed s

Page 139: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði139

Óákveðið frumlag á eftir sögn

• Eru frumlög upprunnin í sagnlið?

Page 140: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði140

Margföld viðhenging

• Stundum virðast margir liðir hengdir við BL

Page 141: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði141

Nafnliðarfærsla

• Andlag færist í frumlagssæti– ___ var keyptur bíllinn á góðu verði– Bíllinn (nf.) var keyptur ___ á góðu verði

• Flokkunarrammi kaupa– kaupa [ SL ____ NL ]

• Þolfall á germyndarandlagi verður nefnifall– Einhver keypti bílinn (þf.) á góðu verði (germynd) – Bíllinn (nf.) var keyptur á góðu verði (þolmynd)

Page 142: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði142

Nafnliðarfærsla og fall

• Þágufall helst í þolmynd– Margir fögnuðu honum með lófataki (germynd)– Honum var fagnað með lófataki (þolmynd)

• Sama máli gegnir um eignarfall– Þau leituðu barnanna fram á nótt (germynd)– Barnanna var leitað fram á nótt (þolmynd)

• Nf. og þf. haga sér öðruvísi en þgf. og ef.– nf. og þf. eru kölluð formgerðarföll– þgf. og ef. eru kölluð orðasafnsföll

Page 143: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði143

Nafnliðarfærsla og ákveðni

• Nafnliðarfærsla er skylda með ákveðnum NL– *Það var keyptur bíllinn á góðu verði

• Færslan er valfrjáls með óákveðnum NL– Það var keyptur nýr bíll um daginn– Nýr bíll var keyptur um daginn

• Ný þolmynd - ekki færsla, þolfall helst– Þess vegna var keypt nýjan bíl (þf.) – Var hrint þér (þgf.) fyrir framan blokkina?– Það var tekið bókina (þf.) af henni

Page 144: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði144

Stílfærsla

• Færsla orða og liða fremst í setningu án frumlags– Jón var efstur [þegar leiknar höfðu verið ___ 9 holur]– [Eins og fram hefur komið ___ ] er allt uppselt – Bók fyrir þá [ sem yndi hafa ___ af setningafræði]– Þeir [sem ekki borga ___ ] fá ekki að vera með – Ég skorast ekki undan [ef til mín verður leitað ___ ]

• Stílfærsla er útilokuð í setningum með frumlagi– *Jón var efstur [þegar hann leikið hafði ___ 9 holur]– *Jón var efstur [þegar leikið hann hafði ___ 9 holur]

Page 145: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði145

Stílfærsla og málsnið

• Stílfærsla er oft sögð tilheyra formlegu málsniði– Jón var efstur [þegar ___ höfðu verið leiknar 9 holur]– [Eins og ___ hefur komið fram] er allt uppselt – Bók fyrir þá [sem ___ hafa yndi af setningafræði] – Þeir [ sem ___ borga ekki ] fá ekki að vera með– Ég skorast ekki undan [ef ___ verður leitað til mín]

• Stílfærsla gengur í aðalsetningum í formlegu máli– Betur fór ___ en á horfðist þegar bátur sökk í nótt– Talið er ___ að menn geti bráðum lifað í 200 ár

Page 146: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði146

Frestun þungs nafnliðar

• Hægt er að færa „þunga“ nafnliði til hægri– Ég hitti [NL manninn sem vinnur í búðinni hjá

Maríu] í gær– Ég hitti ___ í gær [NL manninn sem vinnur í

búðinni hjá Maríu]

• Þetta er yfirleitt ekki hægt með „létta“ liði– Ég hitti [NL manninn] í gær

– *Ég hitti ___ í gær [NL manninn]

Page 147: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

ÍSL309G Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Kennari: Eiríkur RögnvaldssonHaustmisseri 2012

Page 148: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði148

Frásagnarumröðun

• Sér Grettir þá að hann hefir ekki afl við þessum manni. (Grettis saga Ásmundarsonar, s. 1038)

• Nú finnast þeir feðgar og var Oddur þá albúinn til hafs. (Bandamanna saga, s. 23)

• Ólafur konungur gaf Þórði viðarfarm á skip og fór Þórður út hingað og heim til bús síns. (Bjarnar saga Hítdælakappa, s. 85)

Page 149: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði149

Umröðun í nútímamáli

• Ekki var tiltækur lögreglumaður á vakt á Seyðisfirði og því þurfti að kalla til lögreglu frá Egilsstöðum og segir lögreglan þar, að um hafi verið að ræða einstakt tilvik. (mbl.is 31. ágúst 2004)

• Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið gengið frá ráðningu Svanhildar yfir á Stöð 2. Mun hún starfa í þættinum Íslandi í dag (mbl.is 1. sept. 2004)

Page 150: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði150

Umröðun á eftir en og eða

• en vil eg segja yður hvað eg vil af yður. (Bárðar saga Snæfellsáss, s. 69)

• En vita það allir menn að mig og mitt fólk skortir aldrei mat. (Bandamanna saga, s. 21)

• enda er þá eigi övænt að þeygi lesi eg vel eða minn maki ef sá finnst eða ráði eg vel að líkindum. (Fyrsta málfræðiritgerðin)

Page 151: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði151

Stílfærsla

• Vita skyldir þú fyrst hvað þú vildir. (Gunnlaugs saga ormstungu, s. 1172)

• Komið hefi eg nú eldi á Þverárland. (Víga-Glúms saga, s. 1945)

• Niður hefi eg lagt sund. (Kormáks saga, s. 1487)

• Á höfðu þeir unnið fleirum mönnum. (Þórðar saga kakala, s. 496)

Page 152: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði152

Frumlag á undan sögn í boðhætti

• En þú lát sem þú vitir eigi. (Íslendinga saga, s. 247)

• en þú mæl eftir þræla mína. (Eyrbyggja saga, s. 575)

• að þú gakk á hólm við mig á morgun (Kjalnesinga saga, s. 1450)

• að þú ver með mér þar til er lýkur málum þessum á nokkurn hátt. (Eyrbyggja saga, s. 557)

Page 153: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði153

Sögn í persónuhætti aftast í setningu

• að alltíð hér eftir svo þar með haldast skal. (17. öld)

• sem ég sýslumanninum Magnúsi Magnússyni sendi með opnu bréfi. (17. öld)

• að hann engri annarri konu unnað gæti. (17. öld)

• hvað mér síðar í Nýja Testamentinu að miklu gagni kom. (18. öld)

Page 154: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði154

Atviksorð í öðru sæti - sögn í þriðja

• og guð tek ég til vitnis, að ég aldrei gleymi því. (19m)

• og gaf honum inn einhver meðul, sem Ólafur ekki þekkti. (19s)

• mundi fara til baka fyrst ég ekki gæti komist á þann bæ. (20s)

• Ég náttúrlega get ekkert um þetta sagt.• Hann líklega hefur ekki áttað sig á þessu.

Page 155: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði155

Vísað til sagnliðar

• Ingólfur segir:Vann hann á Þormóði Bersasyni? Gríma segir: Sjá hinn sami gerði það. (Fóstbræðra saga, s. 798)

• Þórir hvarf aftur og gerði það að ráði Þorgils. (Þorsteins saga hvíta, s. 2057)

• hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum. (Landnámabók, s. 46)

Page 156: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði156

Orðaröð í sagnlið

• Lýtingur af Sámsstöðum mun hafa vegið hann og bræður hans. (Brennu-Njáls saga, s. 243)

• En ekki mun eg þenna mann séð hafa. (Laxdæla saga, s. 1632)

• Þorgilsi hafði gefin verið öxi góð. (Þorgils saga og Hafliða, s. 25)

• Þykir mér þeir illan mann hafa til fengið. (Harðar saga og Hólmverja, s. 1289)

Page 157: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði157

Röð andlags og agnar

• Nú hafði einn þeirra Skrælingja tekið upp öxi eina. (Grænlendinga saga, s. 1106)

• Þar mundi eg hafa gefið þér upp eina sök. (Hrafnkels saga Freysgoða, s. 1400)

• Hvenær skaltu upp taka slíkan ágætisgrip? (Laxdæla saga, s. 1608)

• Þeir kváðust aldrei vilja sína eigu upp gefa. (Sturlu saga, s. 97)

Page 158: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði158

Röð forsetningar og agnar

• Lagði hann þar í niður sneiðirnar. (Brennu-Njáls saga, s. 182)

• Þá gerði Þrándur stígandi skeið að vegginum og hljóp svo langt í upp að hann fékk krækt öxi sinni á virkið. (Eyrbyggja saga, s. 616)

• Hallkell hleypur þá upp á melbakkann og kemst eigi á upp annan veg en hann skýtur niður knjánum. (Brennu-Njáls saga, s. 244)

Page 159: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði159

Röð nafnorðs og lýsingarorðs

• Ófeigur var spekingur mikill og hinn mesti ráðagerðamaður. (Bandamanna saga, s. 1)

• Hann var maður mikill og sterkur og bogmaður góður. (Ljósvetninga saga, s. 1688)

• Hann var mikill maður og sterkur, drengur góður og öruggur í öllu. (Brennu-Njáls saga, s. 147)

• Maður sá er bæ þann átti var ríkur og auðigur. (Egils saga Skallagrímssonar, s. 423)

Page 160: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði160

Þágufall með nafnorð

• Oddur kveðst eigi mundu honum í hendur fá. (Bandamanna saga, s. 4)

• Hann bað Eyjólf hlaupa á bak hestinum og ríða í fjallið sem skjótast. (Þórðar saga kakala, s. 494)

• Þá kemur æðra í brjóst Þorkeli og dattaði hjarta hans við. (Fóstbræðra saga, s. 787)

• Þá hjó Þormóður meðal herða honum svo að öxin sökk að skafti. (Fóstbræðra saga, s. 828)

Page 161: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði161

einn sem óákveðinn greinir

• Einn maður fór og vildi hreinsa víngarð sinn. (14. öld)

• Það var einn mann í Englandi sem fleiri aðrir. (um 1500)

• Og sem veislan er sett og allir eru komnir í sitt sæti, kemur inn einn maður ókenndur og sest niður og er heldur fölur. (um 1500)

• Svo vildi til, einn maður kom þar, náungi móður minnar. (18s)

Page 162: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði162

Nafnliðaeyður

• „Vörn fannst í málinui,“ segja þeir, „og var ___i rangt til búið.“ (Bandamanna saga, s. 9)

• bað Finnbogi þái ríða og kvað af sér hefja. Ríða ___i út á fellið og koma undir einn stein mikinn. (Finnboga saga ramma, s. 633)

• Eitthvert sinn þá er Ólafur konungur hafði stefnu við lið sitt og við búendur og réðu ___ landráðum. (Ólafs saga helga, s. 309)

• hann þrífur hornin sinni hendi hvort og eigast ___ við lengi. (Finnboga saga ramma, s. 630)

Page 163: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði163

Notkun framsögu- og viðtengingarháttar

• Konungur spyr hvort það var Knúts konungs gjöf. (Ólafs saga helga, s. 472)

• Hann spyr hvort hún léti út bera. (Finnboga saga ramma, s. 629)

• Hann segir að hann var þar. (Heiðarvíga saga, s. 1384)

• En Kolbeinn segir að hann var þá búinn til ferðar þeirrar er hann vildi fyrir engan mun bregða. (Þórðar saga kakala, s. 514)

Page 164: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði164

Tilvísunarfornöfn með fylgiorðum

• Geti þér þann kaleik drukkið, hvern að eg mun drekka. (Nýja testamentið 1540)

• einkum María sú er hét Magdalena, frá hverri er sjö djöflar höfðu út farið. (Nýja testamentið 1540)

• Úr ábreiðu þessari var gjörður hökull hvör eð var gefinn kirkjunni á Brjánslæk. (19. öld)

Page 165: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði165

Spurnarorð með aukafalli

• Settist ábóti þegar niður og segir biskup ábóta hvaða efni þar var talað. (Þorgils saga skarða, s. 612)

• Hvað manni þóttist þú vera? (Sneglu-Halla þáttur, s. 2226)

• Spurði Skalla-Grímur hvað mönnum þeir væru. (Egils saga Skallagrímssonar, s. 408)

• Hann gekk til hennar og spurði hvað ráðs hennar var. (Ólafs saga Tryggvasonar, s. 202)

Page 166: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði166

Tengiorð spurnarsetninga

• Nú kallar Börkur á hana og spyr ef Gísli væri í eyinni. (Gísla saga Súrssonar, s. 882)

• Eigi veit eg nær þú þykist mikillar þurfa ef nú þarftu lítillar. (Hávarðar saga Ísfirðings, s. 1321)

• Hvort er Önundur sjóni hér í þingbrekkunni? (Egils saga Skallagrímssonar, s. 509)

• Þorkell bróðir Gísla gengur upp fyrir í hvílugólfið og sér hvar að skór Gísla liggja. (Gísla saga Súrssonar, s. 870)

Page 167: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði167

Orsakartengingar

• Þórður gellir sætti þá; og með því að hvorigir vildu láta af sínu máli, þá var völlurinn óheilagur af heiftarblóði. (Landnáma, s. 126)

• En fyrir því að myrkur var mikið þá varð ekki skjótt um atgönguna. (Ólafs saga helga, s. 532)

• En alls þeir vissu ætt hans góða og hann sjálfan vinsælan þá hættu þeir til að eiga að honum. (Bandamanna saga, s. 26)

Page 168: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði168

Nafnliðarfærsla

• þá var þetta kveðið af einhverjum. (Þorgils saga og Hafliða, s. 22)

• jöklar eru mjög miklir sagðir á Grænlandi. (Grænlendinga saga, s. 1098)

• Hrafni Oddssyni kvaðst það vel líka. (Íslendinga saga, s. 666)

• En henni lést agasamlegt þykja og kvað eigi kvinna vist þar vera. (Hákonar saga herðibreiðs, s. 810)

Page 169: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði169

Leppurinn það

• Það var einn dag er Oddur sat yfir mat og Óspak-ur gegnt honum. (Bandamanna saga, s. 30)

• Það var einn mann í Englandi sem fleiri aðrir, þó frá þessum verði nú sagt heldur en öðrum. (um 1500)

• Það verður fínt veður því að himinroði er. (Nýja testamentið 1540)

• Segið þér eigi sjálfir að það eru enn fjórir mánuð-ir til kornskurðartíma? (Nýja testamentið)

Page 170: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði170

Aukafallsfrumlög

• En er hann sá bréf þetta virðist honumi það bréf fjörráð við sigi. (Íslendinga saga, s. 352)

• Auðun settist niður við árbakkann og kvaðst þyrsta. (Þorgils saga skarða, s. 705)

• En henni lést agasamlegt þykja og kvað eigi kvinna vist þar vera. (Hákonar saga herðibreiðs, s. 810)

• Skal þig hvorki skorta góða hesta né gangsilfur. (Sturlu þáttur, s. 768)

Page 171: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði171

Skammdræg afturbeyging

• Þá fór Kári inn til Hlaða á fund jarls og færði honumi skatta sínai. (Brennu-Njáls saga, s. 231)

• Egill þakkaði konungii orð síni. (Egils saga Skallagrímssonar, s. 440)

• Það er mér sagt að þú grípir fyrir mönnumi góss sitti. (Grettis saga Ásmundarsonar, s. 1039)

Page 172: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði172

Langdræg afturbeyging

• þá biður hanni húsfreyju að hún skipti hestum við sigi. (Gísla saga Súrssonar, s. 873)

• Er hanni sá að pilturinn var kominn í höggfæri við sigi þá reiddi hann hátt saxið. (Grettis saga Ásmundarsonar, s. 1028)

• því að þeiri voru margir, að sigi vissu að því sanna er Erlingi mundu þykja mjög sakbitnir. (Magnúss saga Erlingssonar, s. 826)

Page 173: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði173

Framvinduhorf

• Bar það saman og þá var Gunnar að að segja söguna en þeir Kári hlýddu til á meðan úti. (Brennu-Njáls saga, s. 336)

• Og sem hann kom í musterið, gengu til hans (sem hann var að kenna) prestahöfðingjar og öldungar lýðsins. (Nýja testamentið 1540)

• Undanfarið hefur breiðst út eins og eldur í sinu sá siður að segja: „Ég er ekki að skilja þetta“ (DV 8. janúar 2004)

Page 174: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði174

Ný sagnasambönd

• Þú hefir og enn fyrr tekið mig með valdi og varst þá búinn að veita mér bana. (Hallfreðar saga vandræðaskálds, s. 1236)

• Johnsen lærer er búinn að eignast son, sem heitir Bjarni. (19f)

• Hún hlýtur að hafa tekið hana því að enginn annar getur hafa gengið um herbergið. (20s)

• Hvað ætli komi til þess? (19f)

Page 175: ÍSL309G Íslensk setningafræði  og merkingarfræði

Íslensk setningafræði og merkingarfræði175

Beygð sagnbót

• Þá kvað Gunnlaugur drápuna er hann hafði orta um Ólaf konung. (Gunnlaugs saga ormstungu, s. 1180)

• Hefi eg þig reyndan að góðum dreng. (Hallfreðar saga vandræðaskálds, s. 1245)

• Hann var með Knúti konungi hinum ríka og hafði ort um hann flokk. (Ólafs saga helga, s. 477)

• Hefi eg þig reynt að góðum dreng. (Hallfreðar saga vandræðaskálds, s. 1212)