kÁpa/mÁlmblhljf 6.3.2001 11:06 page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með...

165
AÐALNÁMSKRÁ TÓNLISTARSKÓLA MÁLMBLÁSTURSHLJÓÐFÆRI 2001 Menntamálaráðuneytið

Upload: others

Post on 05-Aug-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

AÐALNÁMSKRÁ TÓNLISTARSKÓLAMÁLMBLÁSTURSHLJÓÐFÆRI

2001

Menntamálaráðuneytið

KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1

Page 2: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár tónlistarskóla

1. gr.

Með vísan til 1. og 12. gr. laga nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla,með áorðnum breytingum, hefur menntamálaráðherra staðfest nýja aðalnámskrátónlistarskóla sem tekur gildi frá og með 1. júní 2000. Aðalnámskráin kemur tilframkvæmda í tónlistarskólum frá og með skólaárinu 2000-2001 eftir því sem við verðurkomið og skal að fullu vera komin til framkvæmda eigi síðar en að þremur árum liðnumfrá gildistöku. Jafnframt falla úr gildi eldri námskrár í tónlistargreinum.

2. gr.

Aðalnámskrá tónlistarskóla er gefin út í tíu heftum og skiptist í almennan hlutaaðalnámskrár og níu sérstaka greinahluta.

Í almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er meðal annars gerð grein fyrir hlutverkiog meginmarkmiðum tónlistarskóla, skipan tónlistarnáms, greinanámskrám, ogskólanámskrám, fjallað um kennslu og kennsluhætti, þætti í hljóðfæra- og tónfræðanámi,námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi. Í bókarlok erumfjöllun um námsumhverfi og mat á skólastarfi. Almennur hluti aðalnámskrártónlistarskóla er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

Í greinahlutum aðalnámskrár tónlistarskóla, sem gefnir eru út í níu heftum, er fjallað ummarkmið, inntak og skipulag náms á tilteknum námssviðum. Jafnframt er gerð grein fyrirprófum og gefnar ábendingar um viðfangsefni. Heftin bera þessi heiti:

ÁsláttarhljóðfæriEinsöngurGítar og harpaHljómborðshljóðfæriMálmblásturshljóðfæriRytmísk tónlistStrokhljóðfæriTónfræðagreinarTréblásturshljóðfæri

Heftin eru gefin út af menntamálaráðuneytinu á árinu 2000 og dreift jafnóðum til tónlistarskóla.

Menntamálaráðuneytinu 31. maí 2000

Björn Bjarnason

Guðríður Sigurðardóttir

Til foreldra/forráðamanna nemenda ítónlistarskólum

- Mikilvægt er að nemendur búi við jákvætt viðhorf tiltónlistarnámsins, að foreldrar/forráðamenn sýni náminu áhugaog að þeir fylgist með framvindu þess.

- Hljóðfæranám byggist að miklu leyti á daglegri og reglubundinniþjálfun og er því að verulegu leyti heimanám. Án markvissraæfinga verður árangur rýr.

- Nauðsynlegt er að nemendur geti æft sig þar sem þeir verða fyrirsem minnstri truflun og hafa ekki á tilfinningunni að þeir trufliaðra.

- Ungum nemendum þarf að hjálpa við að skipuleggjaæfingatímann.

- Árangursríkara er að ungir nemendur æfi sig oftar og skemur ísenn en sjaldnar og lengur.

- Tónlistarnám þarf að vera ánægjulegt og ánægjan felst ekki síst ístolti nemandans yfir eigin framförum og aukinni færni.

- Eðlilegt er að áhugi nemenda sé ekki alltaf samur og jafn. Ef nemandi sýnir merki um uppgjöf er mikilvægt að kennari ogforeldrar/forráðamenn leiti orsaka og lausna. Stundum er nóg aðskipta um viðfangsefni til að áhuginn glæðist á ný.

- Hlustun er afar mikilvægur þáttur í öllu tónlistarnámi. Með þvíað hlusta á vel flutta tónlist fá nemendur nauðsynlegarfyrirmyndir. Foreldrar/forráðamenn geta lagt sitt af mörkummeð því að hvetja nemendur til að hlusta á fjölbreytta tónlist viðmargs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleikaþegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan.

KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 2

Page 3: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

AÐALNÁMSKRÁ TÓNLISTARSKÓLAMÁLMBLÁSTURSHLJÓÐFÆRI

2001

Menntamálaráðuneytið

Page 4: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

Menntamálaráðuneytið : námskrár 28

Febrúar 2001

Útgefandi: MenntamálaráðuneytiðSölvhólsgötu 4150 ReykjavíkSími: 560 9500Bréfasími: 562 3068Netfang: [email protected]: www.mrn.stjr.is

Hönnun og umbrot: XYZETA / SÍALjósmyndun: Kristján MaackMyndskreytingar: XYZETA / SÍAPrentun: Oddi hf.

© 2001 Menntamálaráðuneytið

ISBN 9979-882-50-6

Page 5: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

3

Formáli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

Trompet . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Nokkur atriði varðandi nám á trompet . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Grunnnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Markmið í grunnnámi

Verkefnalisti í grunnnámi

Grunnpróf

Miðnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17

Markmið í miðnámi

Verkefnalisti í miðnámi

Miðpróf

Framhaldsnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23

Markmið í framhaldsnámi

Verkefnalisti í framhaldsnámi

Framhaldspróf

Samleikur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32

Grunnnám

Miðnám

Framhaldsnám

Bækur varðandi hljóðfærið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34

Horn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37

Nokkur atriði varðandi nám á horn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37

Grunnnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38

Markmið í grunnnámi

Verkefnalisti í grunnnámi

Grunnpróf

Miðnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45

Markmið í miðnámi

Verkefnalisti í miðnámi

Miðpróf

3

EFNISYFIRLITEFNISYFIRLIT

Page 6: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

4

Framhaldsnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52

Markmið í framhaldsnámi

Verkefnalisti í framhaldsnámi

Framhaldspróf

Samleikur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60

Grunnnám

Miðnám

Framhaldsnám

Bækur varðandi hljóðfærið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62

Althorn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65

Nokkur atriði varðandi nám á althorn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65

Grunnnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66

Markmið í grunnnámi

Verkefnalisti í grunnnámi

Grunnpróf

Miðnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 73

Markmið í miðnámi

Verkefnalisti í miðnámi

Miðpróf

Samleikur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79

Grunnnám

Miðnám

Bækur varðandi hljóðfærið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80

Básúna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81

Nokkur atriði varðandi nám á básúnu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81

Grunnnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82

Markmið í grunnnámi

Verkefnalisti í grunnnámi

Grunnpróf

Miðnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 89

Markmið í miðnámi

Verkefnalisti í miðnámi

Miðpróf

Framhaldsnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 95

Markmið í framhaldsnámi

Verkefnalisti í framhaldsnámi

Framhaldspróf

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

4

Page 7: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

5

Samleikur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .105

Grunnnám

Miðnám

Framhaldsnám

Bækur varðandi hljóðfærið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .108

Barítónhorn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 111

Nokkur atriði varðandi nám á barítónhorn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 111

Grunnnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .112

Markmið í grunnnámi

Verkefnalisti í grunnnámi

Grunnpróf

Miðnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .121

Markmið í miðnámi

Verkefnalisti í miðnámi

Miðpróf

Framhaldsnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .129

Markmið í framhaldsnámi

Verkefnalisti í framhaldsnámi

Framhaldspróf

Samleikur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .137

Grunnnám

Miðnám

Framhaldsnám

Bækur varðandi hljóðfærið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .138

Túba . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 139

Nokkur atriði varðandi nám á túbu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .139

Grunnnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .140

Markmið í grunnnámi

Verkefnalisti í grunnnámi

Grunnpróf

Miðnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .147

Markmið í miðnámi

Verkefnalisti í miðnámi

Miðpróf

5

Page 8: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

6

Framhaldsnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .153

Markmið í framhaldsnámi

Verkefnalisti í framhaldsnámi

Framhaldspróf

Samleikur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .160

Grunnnám

Miðnám

Framhaldsnám

Bækur varðandi hljóðfærið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .161

6

Page 9: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

7

Aðalnámskrá tónlistarskóla skiptist annars vegar í almennan hluta oghins vegar í greinanámskrár fyrir einstök hljóðfæri og námsgreinar ítónlistarskólum. Í þessu riti er að finna greinanámskrár fyrir málm-blásturshljóðfæri, þ.e. trompet, horn, althorn, básúnu, barítónhorn ogtúbu. Námskrárnar miðast við þá skipan tónlistarnáms sem mælt erfyrir um í almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla.

Í almennum hluta aðalnámskrár eru hlutverk og meginmarkmið tónlist-arskóla skilgreind. Náminu er skipt í þrjá námsáfanga, grunnnám,miðnám og framhaldsnám, og lögð áhersla á samræmt námsmat við lokáfanganna. Jafnframt er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði ein-stakra skóla, skapandi starf og samvinnu í skólastarfi.

Aðalnámskrá tónlistarskóla er ætlað að tryggja fjölbreytni en jafnframtað stuðla að samræmingu þeirra námsþátta sem aðalnámskrá tekur til,bæði innan einstakra tónlistarskóla og á milli skóla.

Almenn atriði varðandi námsþætti og námsmat er að finna í almennumhluta aðalnámskrár. Þar er einnig að finna umfjöllun um áfangapróf,þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur,prófdæmingu og einkunnagjöf. Því er mikilvægt að allir, sem hlut eiga aðmáli, kynni sér almennan hluta aðalnámskrár tónlistarskóla vandlega.

Í almennum hluta aðalnámskrár er mælst til þess að tónlistarskólar skil-greini starfssvið sitt í eigin skólanámskrám. Við þá námskrárgerð erhverjum skóla ætlað að taka mið af stefnumörkun aðalnámskrár tónlist-arskóla, ásamt því að sinna sérhæfðum og staðbundnum markmiðum.

Í námskrám fyrir einstök málmblásturshljóðfæri er að finna sértækmarkmið fyrir grunnnám, miðnám og framhaldsnám, sniðin að hverjuhljóðfæri, verkefnalista fyrir einstaka áfanga, prófskýringar og dæmium prófverkefni á áfangaprófum. Auk þess eru birtir listar með sam-leiksverkum og bókum varðandi hljóðfærin.

7

FORMÁLIFORMÁLI

Page 10: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

88

Page 11: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

9

Í þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi nám á trompet. Þar á eftir fara kaflar um hvern hinna þriggjamegináfanga námsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Í þessumköflum eru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið sem nem-endur þurfa að hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtirverkefnalistar með dæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Áeftir verkefnalistunum er prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdumdæmum og gerð grein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma. Í loknámskrárinnar er skrá með samleiksverkum, auk ábendinga um gagn-legar bækur varðandi hljóðfærið.

Nokkur atriði varðandi nám á trompetNámskrá fyrir trompet á einnig við um kornett og flygilhorn enda eruhljóðfærin náskyld og nýta sama kennsluefni. Til hægðarauka og ein-földunar er námskráin kennd við trompet og hann oftast einn nefndur ístað þess að telja upp öll hljóðfærin þrjú.

Nám á trompet getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burði til aðleika á hljóðfærið og fullorðinsframtennur eru komnar á sinn stað.Algengast er að námið hefjist þegar nemendur eru á aldrinum 8 til 10ára. Oft þykir heppilegt að nemendur hefji nám á kornett þar sem þaðer léttara og meðfærilegra en trompet.

Trompetar eru til í mörgum stærðum og tóntegundum en algengasturer trompet í B. Hann er grunnhljóðfæri í öllu trompetnámi og nánasteinráður í lúðrasveitum og rytmískri tónlist. Minni trompetar, s.s. D-trompet, Es-trompet og piccolotrompet í B eða A, eru einkum notaðir tilað leika eldri trompetkonserta og nútímatónlist. Í sinfóníuhljómsveitumer C-trompet algengastur en B-trompet og minni trompetar eru einnigtalsvert notaðir. Kornett og flygilhorn hafa verið í notkun síðan snemmaá 19. öld. Kornett var afar vinsæll um aldamótin 1900 og var þá mikið

9

TROMPETTROMPET

Page 12: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

10

skrifað af glæsilegum einleiksverkum fyrir hann. Nú til dags er flygil-horn algengast sem aukahljóðfæri trompetleikara í stórsveitum ogöðrum djasshljómsveitum.

Mikið er til af samleiksverkum fyrir málmblásara. Algengust erukvintettar, kvartettar og tríó en einnig er talsvert um verk fyrir stærrihópa, svo sem lúðrasveitir og málmblásarakóra. Mikilvægt er að nem-endum á málmblásturshljóðfæri gefist tækifæri til að kynnast þessaritónlist, gjarnan í reglulegu starfi samleikshópa.

GrunnnámAlmennt er miðað við að nemendur, sem hefja nám í hljóðfæraleik 8 til 9ára gamlir, ljúki grunnnámi á um það bil þremur árum. Þessi viðmiðuner þó engan veginn einhlít þar sem nemendur hefja nám á ýmsum aldriog námshraði getur verið mismunandi.

Markmið í grunnnámiUppbygging kennslu í grunnnámi skal taka mið af eftirfarandi: Megin-markmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðal-námskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nem-enda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendur ólíkir.Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbund-in og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok grunnnáms eiga trompetnemendur að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- haldi rétt á hljóðfærinu og noti fingurgóma á ventlana

- beiti jöfnum og markvissum fingrahreyfingum

- hafi náð allgóðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð góðri og eðlilegri munnsetningu

- hafi náð góðum grundvallartökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá

g til f''

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

10

Page 13: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

11

- hafi náð allgóðum tökum á inntónun

- geti gert styrkleikabreytingar vel heyranlegar

- ráði yfir eðlilegri tungutækni miðað við þetta námsstig

- geti leikið bundið og með tungu

- noti þriðju baulu sé þess nokkur kostur

Nemandi

- hafi öðlast allgott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við í fyrri hluta grunnnáms

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyra

- hafi fengist við skapandi starf frá upphafi námsins

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt

þessari námskrá

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir

um það bil þriggja ára nám:

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

11

Trompet – Grunnnám

Page 14: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

12

Verkefnalisti í grunnnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi. List-inn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til viðmiðun-ar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við val annarskennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. allt frákennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lok grunnnáms. Listinn er tvískiptur: annars vegar kennslubækur og æfingar, hins vegartónverk og safnbækur. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutarkennslubóka eða tónverka að vera erfiðari en hæfir þessum námsáfanga.Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getiðí fleiri en einum áfanga.

Kennslubækur og æfingar

AGNESTIG / CEDERBERGVi spelar trumpet 1 og 2Gehrmans

BJÖRGVIN Þ. VALDIMARSSONTrompet-leikur, 1. og 2. heftiNótnaútgáfa B.Þ.V.

CLARKE, H. L.Elementary StudiesCarl Fischer

DUCKETT, R.Team BrassInternational Music Publications

EKINGE / SUNDBERGTrumpeten och jag, 1.–3. heftiThore Ehrling Musik AB

GETCHELL, ROBERT W. / HOVEY, NILO W.

First Book of Practical Studies forCornet and TrumpetBelwin MillsSecond Book of Practical Studiesfor Cornet and TrumpetBelwin Mills

HERFURTH, P.A Tune a Day, I og IIChappell/Boston

HERING, S.Trumpet Course:Book 1: The Beginning TrumpeterBook 2: The Advancing TrumpeterCarl Fischer40 Progressive EtudesCarl Fischer

RIDGEON, J.Scene 1 for the Brass PlayerBrass WindScene 2 for the Brass PlayerBrass Wind

ROBBINSON, A. F.Elementary MethodRubank

VINCENT / WEBERCornet Student, 1. og 2. heftiBelwin Mills

WASTALL, P.Learn as you play Trumpet & CornetBoosey & Hawkes

ÝMSIRThe Complete Scale BookBoosey & Hawkes

Scales and Arpeggios for TrumpetAssociated Board

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

12

Page 15: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

13

Tónverk og safnbækur

Eftirfarandi tónverk og safnbækur eru fyrir trompet og hljómborðsundirleik nema annað sétekið fram.

BALENT, A. (ÚTS.)Solos Sound SpectacularCarl Fischer

BARNE, C.The Clifford Barnes Trumpet AlbumBoosey & Hawkes

BARRATT, C.Bravo Trumpet![28 lög]Boosey & Hawkes

BARSHAM / JONESTrumpet SolosVol. 1 The Tudor AgeVol. 2 The Age of PurcellChester

BERNARD, ANDRÉPériplesBillaudot

BORST / BOGÁRMusique de TrompetteBoosey & Hawkes

BURNEY, CHARLESPastoraleKendor Music

ENDRESEN, R. M.Indispensable FolioRubank

GREGSON, E.Ten Miniatures for Trumpet andPianoBrass Wind20 Supplementary Tunes forBeginner Brass[einleiksverk]Brass Wind

GUNNING / LYONSThe Really Easy Trompet BookFaber

HARE (ÚTS.)The Magic TrumpetBoosey & Hawkes

HARRIS / WALLACETime Pieces for Trumpet: Musicthrough the ages, 1. og 2. heftiAssociated Board

HERING, S. (ÚTS.)From the Classics: Easy Piecesfor the Young TrumpeterCarl Fischer

HOOK, J.Tvær sónöturBoosey & Hawkes

LAWRANCE, PETERWinners GaloreBrass Wind

MILLER, J.The Baroque TrumpetFaber

MILLER / PEARSON (ÚTS.)Going Solo for Trumpet or CornetFaber

MOWERS, MIKEMusical Postcards jr.[undirleikur á geisladiski]Boosey & Hawkes

NORTON, C.Microjazz for TrumpetBoosey & Hawkes

RAE, J.Blue TrompetUniversal Edition

RAMSKILL, ROBERTJazzed Up Too Brass Wind

RIDGEON, J.New Horizons for the YoungBrass PlayerBrass WindSix Rhythmic PiecesBrass Wind

RIVERRE, P.Premier voyage, 1. og 2. heftiLemoine

13

Trompet – Grunnnám

Page 16: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

14

GrunnprófVið lok grunnnáms skulu nemendur þreyta grunnpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikil-vægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

Verkefni og prófkröfurÁ grunnprófi í trompetleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu.Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinnnótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins. Á grunn-prófi velja nemendur á milli þess að (a) spinna út frá gefnu upphafi, ein-földu hljómferli eða lagi, (b) leika frumsamið verk eða eigin útsetninguog (c) leika stutt alþýðulag eða þjóðlag sem þeir hafa lært eftir eyra.Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finna í almennum hluta aðal-námskrár tónlistarskóla, bls. 43. Nánar er gerð grein fyrir vægi einstakraprófþátta á bls. 37 í sama riti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á grunnprófi, valin úrþekktum tónbókmenntum hljóðfærisins. Síðan eru birt fyrirmæli umleikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

SMITH, C. W.All Jazzed Up for TrumpetBrass Wind

STUART, H. (ÚTS.)Trumpet FanciesChappell/Boston Music Company

WALLACE / MILLERFirst Book of Trumpet SolosFaberSecond Book of Trumpet SolosFaber

WASTALL, P. (ÚTG.)First Repertoire Pieces for TrumpetBoosey & Hawkes

WIGGINS, B.Trumpeters’ TunesChester

ÝMSIRFavorite Movie Themes[undirleikur á geisladiski]Hal LeonardKeynotes Album for TrumpetBrass Wind

New Pieces for Trumpet, 1. heftiAssociated Board

Top Line Album for TrumpetBrass Wind

Up Front Album, 1. og 2. heftiBrass Wind

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

14

Page 17: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

15

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á grunnprófi er ætlað að skil-greina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sam-bærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

Dæmi um æfingar

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá b til f ''

- dúrtónstiga og laghæfa molltónstiga til og með tveimur formerkjum

- þríhljóma í dúr og moll til og með tveimur formerkjum

Æfing nr. 1Úr: Hering, S.: The AdvancingTrumpeterCarl Fischer

Æfing nr. 64Úr: Clarke, H.: Elementary StudiesCarl Fischer

TELEMANN, G. PH.Svíta nr. 1, 2. kafli Allegro Úr: Wastall, P.: First RepertoirePieces for TrumpetBoosey & Hawkes

TCHAIKOVSKY, P. I.Mélodie Antique FrançaiseÚr: Wallace/Miller: The First Bookof Trumpet SolosFaber

WARREN, RAYMONDIntradaÚr: New Pieces for Trumpet, 1. heftiAssociated Board

HOOK, JAMESSónata nr. 1, 2. kafli MinuettoBoosey & Hawkes

RIDGEON, JOHNSquare Dance Úr: Six Rhythmic PiecesBrass Wind

GREGSON, EDWARDScherzo, nr. 10Úr: Ten Miniatures for Trumpetand PianoBrass Wind

15

Trompet – Grunnnám

Page 18: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

16

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins g til f''

- leiki krómatískan tónstiga frá b upp á f'' og niður á b aftur

- leiki dúr- og molltónstiga eina áttund upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur

- leiki þríhljóma eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- geti leikið tónstiga bundið og með tungu

- geti leikið þríhljóma með tungu

- leiki tónstiga og hljóma eigi hægar en M.M. C = 60, miðað við að

leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi

Krómatískur tónstigi frá b

D-dúr

g-moll, laghæfur

C-dúr þríhljómur

==========Ä

ä

æ

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t

t

mmmm

mmmmt

tt

mmmm

================Ä

"

"

ä mmmmm

mmmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t#t

!tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

tt

t

mmmm

mmmmm

tt

t

mmmmm

================Ä

!

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

æ

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmt

tt

t

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

=======================Ä

ä mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

" t # tt ! t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t"t #t

t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

!tt !t

t mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

" t # tt !t m

mmm

mmmm

mmmm

mmmm

t" t #t

tmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t " tt " t

================Ä

mmmm

mmm

mmmm

mmm

tt " t

t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm" t

t "tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t "tt "t

mmmm

mmmm

tt " t

mmmm

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

16

Page 19: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

17

e-moll þríhljómur

MiðnámÍ miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur getilokið miðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði geturþó verið mismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroskinemenda.

Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi: Megin-markmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðal-námskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstak-lingsbundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiðahvern nemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok miðnáms eiga trompetnemendur að hafa náð eftirfarandi mark-miðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- beiti öruggum og markvissum fingrahreyfingum

- hafi náð góðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð eðlilegri og vel þjálfaðri munnsetningu

- hafi náð góðum tökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá fís til b''

- hafi hlotið þjálfun sem miði að góðu úthaldi

- hafi náð góðum tökum á inntónun

- geti lagfært inntónun á d' og des'/cís' með þriðju eða fyrstu baulu

- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri

- ráði yfir töluverðu styrkleikasviði og geti gert andstæður augljósar

===========Ä

!

ä

æ

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t

t

mmmm

mmmmt

tt

mmmm

17

Trompet – Grunnnám

Page 20: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

18

- ráði yfir góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjölbreytni í

túlkun

- hafi hlotið nokkra þjálfun í notkun tvöfaldrar og þrefaldrar tungu

- hafi gott vald á að leika bundið og með tungu

- geti leikið varabindingar á sama gripi, þ.e. náttúrutónabindingar

Nemandi

- hafi öðlast gott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við í fyrri hluta miðnáms

- geti tónflutt létt viðfangsefni upp um heiltón, þ.e. lesið nótur í C á

B-trompet

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessari

námskrá

Nemanda hafi gefist kostur á að velja hvort og að hversu miklu leyti

hann sinnir eftirfarandi atriðum:

- leik eftir eyra

- tónsköpun

- spuna

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir

um það bil sjö til átta ára nám:

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- ýmis blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

18

Page 21: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

19

Verkefnalisti í miðnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í miðnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til við-miðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni, sem hentar við upphaf miðnáms, til efnis sem hæfir viðlok námsáfangans.

Listinn er tvískiptur: annars vegar kennslubækur og æfingar, hins vegartónverk og safnbækur. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutarkennslubóka eða tónverka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessumnámsáfanga. Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrumtilvikum getið í fleiri en einum áfanga.

Kennslubækur og æfingar

ARBANArban Grand MethodCarl Fischer/Boosey & Hawkes

CLARKE, HERBERTTechnical StudiesCarl Fischer

COLIN, CHARLES Lip FlexibilitiesCharles Colin

ENDRESENSupplementary StudiesRubank

GETCHELL, ROBERT / HOVEYFirst Book of Practical Studiesfor Cornet and TrumpetBelwin MillsSecond Book of Practical Studiesfor Cornet and TrumpetBelwin Mills

GOWER / VOXMANRubank Advanced Method, 1. og2. heftiRubank

HERFURTH, P.A Tune a Day IIChappell/Boston

HERING, SIGMUND40 Progressive EtudesCarl Fischer32 EtudesCarl Fischer Trumpet Course:Book 3: Progressive TrumpetBook 4: Achieving Trumpet Carl Fischer

HOLCOMBE, BILL 12 Intermediate Jazz Etudes forTrumpetMusicians Publications

KOPPRASCH, C.Sixty Selected Studies for Trumpet, 1. heftiBoosey & Hawkes

MOECK, WALTER F.20 Melodic Etudes for TrumpetC. L. Barnhouse Co.

QUINQUE, ROLF Trumpet MethodEditions Bim

RIDGEON, JOHNScene 2 for the Brass PlayerBrass Wind

19

Trompet – Miðnám

Page 22: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

20

Tónverk og safnbækur

Eftirfarandi tónverk og safnbækur eru fyrir trompet og hljómborðsundirleik nema annað sétekið fram.

ANDERSON, LEROYA Trumpeter’s LullabyBelwin Mills

BALAY, GUILLAUMEAndante et AllegroLeduc

BALL / CARR / PARKERTopline Album for TrumpetBrass Wind

BARSHAM / JONESTrumpet Solos:Vol. 1 The Tudor AgeVol. 2 The Age of PurcellChester

BEELER, WALTER (ÚTS.)Solos for the Trumpet PlayerSchirmer

CLARKE, HERBERTCharacteristic StudiesSounds from the Hudson, Carnival of Venice, Maid of the Mist[undirleikur fáanlegur en fylgir ekkibókinni]Carl Fischer

CLÉRISSE, ROBERT Thème variéLeduc

CORELLI, ARCANGELOSónata í F-dúrBillaudot

COWLES, COLIN, (ÚTS.)Famous Melodies NeopolitanRicordi

DRATHS, WILLIClassical Trumpet AlbumSchott

GREGSON, EDWARDCameos for TrumpetBrass Wind

GRIEG, EDWARD / WALLACELyric PiecesFaber

HARRIS / WALLACETime Pieces for Trumpet: Musicthrough the ages, 3. heftiAssociated Board

HAYDN, FRANZ JOSEPHKonsertIMC/Boosey & Hawkes

HOOK, JAMESTvær sónöturBoosey & Hawkes

LANNING, JERRY (ÚTS.)Classic Experience CollectionCramer

LAWTON, SIDNEY (ÚTS.)Old English Trumpet Tunes, 1. og 2. heftiOxford University Press

SACHSE, ERNST100 StudiesIMC

SCHLOSSBERG, MAXDaily Drills and Technical Studiesfor TrumpetM. Baron Co.

SMITH, W. STANLEY A Book of Studies for Trumpet inB flatOxford University Press

STAMP, JAMESWarm-ups + StudiesEditions Bim

SUNDBERG / EKINGETrumpeten och jag, 4. heftiThore Ehrling Musik AB

VIZZUTTI, ALLENThe Allen Vizzutti Trumpet MethodBook 1: Technical StudiesBook 2: Harmonic StudiesBook 3: Melodic StudiesAlfred Music

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

20

Page 23: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

21

MiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar í hljóð-færaleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikil-vægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi í trompetleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu.Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinnnótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins. Á miðprófivelja nemendur á milli þess að (a) leika tónverk að eigin vali af sam-bærilegri þyngd og önnur prófverkefni, (b) leika frumsamið verk eðaeigin útsetningu og (c) spinna út frá gefnu upphafi, lagi eða hljómferlimeð eða án undirleiks. Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finnaí almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 43. Nánar er gerðgrein fyrir vægi einstakra prófþátta á bls. 38–39 í sama riti.

MANCINI, HENRY / FRACKENPOHL, A.

The Pink PantherKendor Music

MILLS, FRED / ROMM, RONThe Canadian Brass Book ofIntermediate Trumpet Solos[undirleiksnótur og undirleiksdiskurfylgja]Hal Leonard

MOWERS, MIKEMusical Postcards[undirleikur á geisladiski]Boosey & Hawkes

PURCELL, HENRYSónataIMC/Kalmus

RAMSKILL, ROBERTJazzed Up Too Brass Wind

ROBBINS, GEOFFREYMont Saint-MichelLeduc

STREET, ALLANRondinoBoosey & Hawkes

TELEMANN, G. PH.Svítur nr. 1 og 2Boosey & Hawkes

VOXMAN, H. (ÚTS.)Concert and Contest CollectionRubank

WALLACE / MILLERSecond Book of Trumpet SolosFaber

ÝMSIRThe Definitive Jazz CollectionHal Leonard

New Pieces for Trumpet, 2. heftiAssociated Board

Rubank Book of Trumpet SolosRubank

Soloist Folio for Cornet or TrumpetRubank

21

Trompet – Miðnám

Page 24: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

22

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á miðprófi, valin úrþekktum tónbókmenntum hljóðfærisins. Síðan eru birt fyrirmæli umleikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni af sambæri-legri þyngd.

Dæmi um tónverk

Dæmi um æfingar

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá fís til b''

- dúrtónstiga, hljómhæfa og laghæfa molltónstiga til og með fimm for-

merkjum

- dúr- og mollþríhljóma til og með fimm formerkjum

Æfing nr. 33Úr: Hering, Sigmund: 40 Progressive EtudesCarl Fischer

Æfing nr. 33Úr: Endresen, R. M.: Supple-mentary StudiesRubank

CORELLI, A.Sónata í F-dúr, 1. og 2. kafliBillaudot

PURCELL, H.Sónata í B-dúrÚr: Lawton: Old English TrumpetTunes, 1. heftiOxford University Press

HAYDN, F. J.Konsert, 2. kafliIMC/Boosey & Hawkes

ROBBINS, GEOFFREYMont Saint-MichelLeduc

BALAY, G.Petite Pièce ConcertanteÚr: Beeler, W. (úts.): Solos forthe Trumpet PlayerSchirmer

STREET, ALLANRondinoBoosey & Hawkes

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

22

Page 25: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

23

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins fís til b''

- leiki krómatískan tónstiga frá fís upp á b'' og niður á fís aftur

- leiki dúr- og molltónstiga tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs,

annars eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- leiki þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á grunntón

aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs, annars

eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- geti leikið tónstiga og hljóma bundið og með tungu

- leiki tónstiga og hljóma eigi hægar en M.M. C = 78, miðað við að

leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi

a-moll, hljómhæfur

Óundirbúinn nótnalestur og tónflutningurAuk hefðbundins, óundirbúins nótnalestrar skal nemandinn tónflytja íC, þ.e. heiltón upp. Dæmið skal vera af sambærilegri þyngd og lestrar-dæmi á grunnprófi. Sjá enn fremur prófreglur og skýringar í almennumhluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 36 og 44.

FramhaldsnámFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og miðast lok framhaldsnáms við að nemendurséu undir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.

=======================Ä

ä mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt!t

t mmmm

mmmm

mmmm

mmmmm

tt

tt m

mmm

mmmmm

mmmmm

mmmmm

t!t

tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

t!t

t

=========Ä

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

tt

t|

mmmmm

23

Trompet – Miðnám

Page 26: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

24

Gera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklings-bundinn og ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikarnemenda. Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bilfjórum árum. Afburðanemendur ættu að geta lokið náminu á skemmritíma en einnig getur lengri námstími verið eðlilegur.

Markmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sér-tækum markmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörf-um nemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemend-ur ólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstak-lingsbundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiðahvern nemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok framhaldsnáms eiga trompetnemendur að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- beiti jafnri og lipurri fingratækni og ráði yfir talsverðum hraða

- hafi náð mjög góðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- beiti eðlilegri og vel þjálfaðri munnsetningu

- hafi náð góðum tökum á öruggri og þroskaðri tónmyndun á öllu tón-

sviðinu frá fís til c'''

- hafi náð góðu úthaldi

- hafi náð mjög góðum tökum á inntónun

- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri

- leiki hreint og geti aðlagað inntónun með notkun baulu

- ráði yfir víðu styrkleikasviði hvar sem er á tónsviði hljóðfærisins

- ráði yfir mjög góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjöl-

breytni í túlkun

- ráði yfir leikni í notkun tvöfaldrar og þrefaldrar tungu

- geti leikið varabindingar á sama gripi á öllu tónsviðinu, þ.e. náttúru-

tónabindingar

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

24

Page 27: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

25

- geti leikið trillur og skrautnótur í samræmi við tónbókmenntir þessa

námsáfanga

Nemandi

- hafi öðlast mjög gott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við á miðprófi

- geti tónflutt upp um heiltón, upp um hreina ferund og niður um hálf-

tón, þ.e. í C, Es og A

- hafi fengið reglulega þjálfun í að leika utanbókar

- hafi hlotið þjálfun í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmt

þessari námskrá

- hafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt almenn-

um hluta aðalnámskrár, bls. 41–42

Nemandi sýni með ótvíræðum hætti

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- margvísleg blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Verkefnalisti í framhaldsnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í framhalds-námi. Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að veratil viðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars viðval annars kennsluefnis. Þyngdarstig verkefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni, sem hentar við upphaf framhaldsnáms, til efnis semhæfir við lok námsáfangans. 25

Trompet – Framhaldsnám

Page 28: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

26

Listinn er þrískiptur: æfingar, tónverk og útdrættir úr hljómsveitarverk-um. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðan titilverks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar kennslubóka eða tón-verka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Af þessariástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri eneinum áfanga.

Æfingar

ARBAN, J. B.Complete Conservatory MethodCarl Fischer

BOZZA, EUGÈNE16 EtudesLeduc

BRANDT, V. / VACCHIANO34 StudiesBelwin Mills34 Last StudiesBelwin Mills

BROILES, MELTransposition for OrchestralTrumpetMcGinnis & Marx

CLARKE, HERBERT L.Technical StudiesCarl FischerCharacteristic Studies[undirleikur fáanlegur en fylgir ekkibókinni]Carl Fischer

COLIN, CHARLESAdvanced Lip FlexibilitiesCharles Colin

DUFRESNE, G. / VOISIN, R.Develop Sight ReadingCharles Colin

HERING, SIGMUND24 Advanced Etudes

Carl Fischer

KOPPRASCH, C.Sixty Selected StudiesCarl Fischer

NAGEL, ROBERTTrumpet Studies in Contemporary MusicBelwin Mills

REINHARDTSelection of Concone Studies forTrumpetElkan Vogel/United Music Publishers

SACHSE100 EtudesIMC

SCHLOSSBERG, MAXDaily Drills and Technical StudiesBaron

STAMP, JAMESWarm-ups + StudiesEditions Bim

VIZZUTTI, ALLEN Trumpet MethodBook 1: Technical StudiesBook 2: Harmonic StudiesBook 3: Melodic StudiesAlfred Music

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

26

Page 29: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

27

Tónverk

Eftirfarandi tónverk eru fyrir trompet og hljómborðsundirleik nema annað sé tekið fram.

ARBAN, JEAN BAPTISTE12 Famous Fantasies andVariationsCarl Fischer

ARNOLD, MALCOLMFantasy[einleiksverk]Faber

ARUTUNIAN, ALEXANDERKonsertIMC

BALAY, GUILLAUMEAndante et AllegroUnited Music Publishers

BEELER (ÚTS.)29 Cornet SolosSchirmer

BELLSTEDT, HERMANNapolíSouthern Music Company

BERNSTEIN, LEONARDRondo for LifeyBoosey & Hawkes

BOZZA, EUGÈNEBadinageLeduc

BÜSSER, HENRIAndante & ScherzoIMC

CLARKE, HERBERT L.Characteristic StudiesCarl Fischer

DEFOSSEZ, RENÉRecitativo et AllegroAndel/Leduc

DONATO, ANTONPrélude et AllegroUnited Music Publishers

ENESCO, GEORGESLegendIMC

FANTINI, GIROLAMO8 sónöturMusica Rara

GABRIELLI, DOMENICO6 sónöturMusica Rara

GIBBONS, ORLANDOSvítaStainer & Bell

GOEDICKE, ALEXANDERKonsertetýða op. 49Brass Press

HÄNDEL, GEORG FRIDERICSvíta í D-dúrBillaudot

HAYDN, FRANZ JOSEPHKonsertBoosey & Hawkes/IMC

HINDEMITH, PAULSónataSchott

HONEGGER, ARTHURIntradaSalabert

HOVHANESS, ALLANPrayer of St. GregorySouthern Music Company

HUMMEL, JOHANN N.KonsertBoosey & Hawkes

IBERT, JACQUESImpromtuLeduc

JOLIVET, ANDRÉAir de BravoureIMC

KARL O. RUNÓLFSSONSónataMusica Islandica

KENNAN, KENTSónataWarner Brothers

LARSSON, LARS E.ConcertinoGehrmans

27

Trompet – Framhaldsnám

Page 30: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

28

Útdrættir úr hljómsveitarverkum

FramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Prófið er þríþætt:hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Umfjöllunum tónleika við lok framhaldsnáms er að finna á bls. 41–42 í sama riti.

Difficult Passages, 1. og 2. heftiBoosey & Hawkes

Essential Repertoire for TrumpetUniversal Edition

BARTOLD / VOISINOrchestral Excerpts, tíu heftiIMC

LAWTON, S. (ÚTS.)Old English Trumpet Tunes,1. og 2. heftiOxford University Press

LEVY, J.Grand Russian FantasiaCarl Fischer

NERUDA, J. G. B.Konsert í Es-dúrMusica Rara/Brass Wind

PURCELL, HENRYSónata í D-dúrIMC

RIISAGER, KNUDÅGEConcertinoWilhelm Hansen

ROPARTZ, J. GUYAndante et AllegroCarl Fischer

SANDERS, ROBERT L.Square DanceStainer & Bell

SCARLATTI, ALESSANDRO7 Arie con tromba solaBrass Press

SCHICKELE, PETER3 Uncharacteristic PiecesElkan Vogel

SOMMERFELDT, ØISTENDivertimento, op. 21Norsk Musikforlag

STAIGERS, DELKarnival í FeneyjumCarl Fischer

TORELLI, GIOVANNIKonsert í D-dúrSchott

TURRIN, JOSEPHCapriceBrass Music

VIVIANI, GIOVANNI B.Sónötur nr. 1 og 2Musica Rara

WASTALL (ÚTS.)Baroque Music for TrumpetBoosey & Hawkes

WRIGHT, DENISLa MantillaSmith

ÝMSIRContemporary Music for TrumpetBoosey & Hawkes

Les instruments à ventBillaudot

New Pieces for Trumpet, 2. heftiAssociated Board

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

28

Page 31: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

29

Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vand-lega.

Verkefni og prófkröfurÁ framhaldsprófi í trompetleik skal nemandi leika þrjú verk, útdrættiúr hljómsveitarverkum og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigarog brotnir hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefiðer fyrir heildarsvip prófsins. Á framhaldsprófi velja nemendur á milliþess að (a) leika tónverk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnurprófverkefni, (b) leika samleiksverk þar sem próftaki gegnir veigamikluhlutverki og (c) leika tónverk á annað hljóðfæri úr sömu fjölskyldu ogaðalhljóðfæri. Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finna íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 44. Nánar er gerðgrein fyrir vægi einstakra prófþátta á bls. 40 í sama riti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi og út-drætti úr hljómsveitarverkum. Síðan eru birt fyrirmæli um leikmátaþeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

Tónverk, útdrættir úr hljómsveitarverkum og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á framhaldsprófi er ætlað að skil-greina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

NERUDA, J. G. B.Konsert í Es-dúr, 1. kafliMusica Rara

HUMMEL, J. N.Konsert, 1. kafliBoosey & Hawkes

ROPARTZ, J. GUYAndante et AllegroCarl Fischer

CLARKE, HERBERT L.Karnival í FeneyjumÚr: Characteristic StudiesCarl Fischer

KARL O. RUNÓLFSSONSónata, 1. eða 3. kafliMusica Islandica

BOZZA, EUGÈNEBadinageLeduc

29

Trompet – Framhaldsnám

Page 32: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

30

Dæmi um útdrætti úr hljómsveitarverkum

Dæmi um æfingar

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá fís til c'''

- alla dúrtónstiga, hljómhæfa og laghæfa molltónstiga

- alla dúr- og mollþríhljóma

- forsjöundarhljóma frá hvaða tóni sem er í neðstu áttund tónsviðsins

- minnkaða sjöundarhljóma frá fís, g og gís

- stækkaða þríhljóma frá fís, g, gís og a

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins fís til c'''

- leiki krómatískan tónstiga frá neðsta tóni upp á efsta tón innan tón-

sviðsins og niður á neðsta tón aftur

- leiki dúr- og molltónstiga tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs,

annars eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

Æfing nr. 31Úr: Brandt, Vasilly: 34 Studies IMC

Advanced Etude nr. 12Úr: Vizzutti, Allen: Melodic StudiesAlfred Music

BEETHOVENForleikur að óperunni Leónóru nr. 2 eða 3

MOUSSORGSKY / RAVELMyndir á sýningu, inngangur

PROKOFFIEFLeutinant Kije, 1. kornett

BRAHMSHáskólaforleikur

RIMSKY-KORSAKOVScheherazade

RESPIGHIFurur Rómaborgar, baksviðssóló

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

30

Page 33: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

31

- leiki þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á grunntón

aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs, annars

eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- leiki forsjöundarhljóma tvær áttundir þar sem því verður við komið,

annars eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- leiki minnkaða sjöundarhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og

niður á grunntón aftur

- leiki stækkaða þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur

- geti leikið alla tónstiga og hljóma bundið og með tungu

- leiki tónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M. C = 100, miðað

við að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi

Forsjöundarhljómur frá c'

Minnkaður sjöundarhljómur frá fís

Stækkaður þríhljómur frá g

Óundirbúinn nótnalestur og tónflutningurAuk hefðbundins, óundirbúins nótnalestrar skal nemandinn tónflytjaúr C (heiltón upp), Es (upp um ferund) og A (hálftón niður). Dæmiðskal vera af sambærilegri þyngd og lestrardæmi á miðprófi. Sjá ennfremur prófreglur og skýringar í almennum hluta aðalnámskrár tónlistar-skóla, bls. 36 og 44.

===================Ä

ä

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

!t

tmmmm

mmmmm

mmmmmmm

mmmmm

t!t

t

t

æ

mmmm

mmmmm

mmmmmm

mmmmmmm

tt

!tt

|

mmmmm

=======================Ä

ä mmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

! tt

t"t m

mm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

! tt

t" t m

mmmm

mmmmm

mmmm

mmm

! t" t

tt

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

!t"t

tt

æ

! |

mmmmmm

b

=======================Ä

ä

mmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t"t m

mm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

tt

t" t m

mmmm

mmmmm

mmmm

mmm

t" t

tt

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

t"t

tt æ

|

mmmm

b

31

Trompet – Framhaldsnám

Page 34: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

32

SamleikurHér á eftir fara nokkrar ábendingar um samleiksverk sem gætu reynstnotadrjúg í kennslu. Verkin eru flokkuð í þrennt: verk fyrir grunnnám,miðnám og framhaldsnám, allt eftir því í hvaða námsáfanga þau hentabest. Innan hvers hluta er verkunum raðað eftir stafrófsröð höfunda ogútgefenda getið með sama hætti og annars staðar í námskránni.

Grunnnám

CLARK, JOHN G.New Horizons for Beginner Band[fimm radda blásarasveit]Brass Wind

DEDRICK, ARTMarch of the Missilemen[3 trompetar + píanó]Kendor Music

EISENHAUER / WILLIAMLearn to play cornet duetsAlfred Music

GREGSON, EDWARDNew Horizon for Beginner BrassEnsemble[fimm radda málmblásarasveit]Brass Wind

HALL, JAN INGEBlandat för blåsare, 1. og 2. hefti[2 trompetar + es-horn + básúna]Gehrmans

HENDERSON / STOUTAMIREDuets for festival and fun[2 trompetar]Mel Bay

HURRELL, ANDREWBumper Brass: 101 Easy Duets[2 trompetar]Nova Music

IVESON, JOHNThree of a Kind[3 trompetar]Brass Wind

KINYON / O’REILLYYamaha trumpet duets[2 trompetar]Alfred Music

NIEHAUS / LENNIESix Jazz Duets[2 trompetar]Kendor Music

VOXMAN (ÚTS.)Selected Duets for Cornet orTrumpet, 1. hefti[2 trompetar]Rubank

ÝMSIRGreat Jazz Duets [2 trompetar]Rubank/Hal Leonard

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

32

Page 35: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

33

Miðnám

AGNESTIG, CARL-BERTILMusik för 3, 1. hefti[3 trompetar]Reuter & Reuter

BACH, J. S. / HERING, S.Bach for two trumpets[2 trompetar]Carl Fischer

BARNARD, GEORGE D.The Pals Polka[2 trompetar + píanó/lúðrasveit]Carl Fischer

BOWER / BULLABop Duets[2 trompetar]Charles Colin

BUSH, IRVINGDuet Sessions: Duets in theModern Jazz Idiom[2 trompetar]Charles Colin

COX, J. S.Twelve Concert Duets for Cornetor Trumpet[2 trompetar]Rubank

EAST, MICHAEL / KAISERHOTThree Trumpet Quartets[4 trompetar]Kendor Music

GATTI, DOMENICODuets for Trumpets[2 trompetar]Carl Fischer

GEARHART, LIVINGSTONDuet Sessions: Music for Two[2 trompetar]Shaw

GREGSON, EDWARD15 Duets for Intermediate TrebleBrass[2 trompetar]Brass Wind

KRESSER / WIENANDTSix Short Concert Trios[3 trompetar]Belwin Mills

MCKAY, F. H.Carmela Tango[3 trompetar + píanó]C. L. Barnhouse Co.

MILLER, JOHN (ÚTS.)Two by Two Trumpet Duets[2 trompetar]Faber

PURCELL / SMITHTrumpet Voluntary[3 trompetar + píanó]Belwin Mills

SCHUBERT / LOTZENHISERMarche Militaire[4 trompetar]Belwin Mills

STOUFFER, PAUL M. (ÚTS.)Six for Three[3 trompetar]Kendor Music

THYGERSON, ROBERT W.Jazz for Two: Cool and Blue[hefti fyrir ólík hljóðfæri fáanleg – ýmsir möguleikar]The Heritage Music Press

VOXMAN (ÚTS.)Selected Duets for Cornet orTrumpet, 1. og 2. heftiRubank

WALTERS, HAROLD L.Trumpets Wild[3 trompetar + píanó/lúðrasveit]Rubank

33

Trompet – Samleikur

Page 36: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

34

Framhaldsnám

Bækur varðandi hljóðfæriðEftirfarandi skrá er ætlað að veita ábendingar um áhugaverðar og gagn-legar bækur varðandi sögu, smíði og þróun hljóðfærisins, tónbókmenntir,tónskáld, leikmáta, flytjendur og kennslu.

Altenburg, Johann Ernst: Trumpeter’s and Kettledrummers’ Art (1795), The BrassPress, Nashville 1974

AESCHBACHERSvíta[2 trompetar]Eulenburg

BACH, J. S. / HERING, S.Bach for two trumpetsCarl Fischer

BOWER / BULLABop Duets[2 trompetar]Charles Colin

BOZZADialogue[2 trompetar]Leduc

BRITTENFanfare for St. Edmundsbury[3 trompetar]Boosey & Hawkes

BUSH, IRVINGDuet Sessions: Duets in theModern Jazz Idiom[2 trompetar]Charles Colin

CASTERÈDE6 Pièces brèves en duo[2 trompetar]Leduc

CLODOMIR, PIERRE-FRANÇOIS12 Duets[2 trompetar]IMC

COX, J. S.Twelve Concert Duets for Cornetor TrumpetRubank

GATES, EVERETT Odd Meter Duets [2 trompetar]Gate Music

GATTI, DOMENICODuets for Trumpets[2 trompetar]Carl Fischer

GEARHART, LIVINGSTONDuet Sessions: Music for Two[2 trompetar]Shaw

PÁLL P. PÁLSSONCapriccio[4 trompetar]Íslensk tónverkamiðstöð

PLOG (ÚTG.)10 Concert Duets[2 trompetar]Western International Music

SCHEIDT, SAMUELCanzon[4 trompetar]Robert King

TOMASISvíta[3 trompetar]Leduc

VOXMAN (ÚTS.)Selected Duets for Cornet orTrumpet, 1. og 2. heftiRubank

WURM30 tríó[3 trompetar]Robert King

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

34

Page 37: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

35

Baines, Anthony: Brass Instruments: Their History and Development, CharlesScribner’s Sons, New York 1976

Bellamah, Joseph L.: A Survey of Modern Brass Teaching Philosophies,Southern Music Co., San Antonio 1976

D’Ath, Norman W.: Cornet Playing, Boosey & Hawkes, London 1960

Dale, Delbert: Trumpet Technique (2. útg.), Oxford University Press, London1985

Davies, John og Harris, Paul: Improve your sight-reading, Faber, London

Endsley, Gerald: Comparative Mouthpiece Guide, Tromba Publications, Denver1980

Farkas, Philip: The Art of Brass Playing, Wind Music Inc., Rochester 1962

Farkas, Philip: The Art of Musicianship, Musical Publications, Bloomington1976

Gouse, Charles: The Cornett: It’s History, Literature and Performance Praxisincluding a Practical Tutor for Developing Performance Skills, UniversityMicrofilms International, Ann Arbor 1974

Green, Barry/Gallwey, W. Timothy : The Inner Game of Music, Anchor PressDoubleday, Garden City, NY 1986

Hardin, Anne: A Trumpeter’s Guide to Orchestral Excerpts (2. útg.), CamdenHouse, Columbia, SC 1986

Harper, Thomas: Instructions for the Trumpet (1837), Spring Tree Enterprises,Homer, NY 1988

Haynie, John J.: How to Play High Notes, Low Notes and All Those in Between,Charles Colin, NY

Hunt, Norman J.: Guide to Teaching Brass, Wm. C. Brown Co. Pub., Dubuque,IA 1968

Johnson, Keith: The Art of Trumpet Playing , The Iowa State University Press,Ames 1981

King, Robert: Brass Players Guide, Robert King Music Sales, North Easton, MA

Lowrey, Alvin L.: Trumpet Discography, National Trumpet Symposium, Denver1970

35

Trompet – Bækur varðandi hljóðfærið

Page 38: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

36

Mathie, Gordon: The Trumpet Teacher’s Guide, Queen City Brass Publications,Cincinnati 1984

Rasmussen, Mary: A Teacher’s Guide to the Literature of Brass Instruments (2. útg.), Appleyard Pub., Durham, NH 1968

Ridgeon, John: The Physiology of Brass Playing, Brass Wind Publications, Manton, Oakham, Leic.

Sherman, Roger: The Trumpeter’s Handbook, Accura Music, Athens, OH 1979

Smithers, Don L.: The History of the Baroque Trumpet Before 1721 (2. útg.),University of Southern Illinois Press, Carbondale 1988

Stewart, M. Dee: Arnold Jacobs: The Legacy of a Master, The IntstrumentalistPublishing Co., Evanston, IL

Stork, John and Phyllis: Understanding the Mouthpiece

Tarr, Edward: The Trumpet, Amadeus Press, Portland 1988

Trompette Catalogue thématique, Leduc, Paris

Weast, Robert: Keys to Natural Performance for Brass Players, The Brass World,Des Moines 1979

Webster, Gerald: Method for Piccolo Trumpet, The Brass Press, Nashville 1980

Ýmsir: Brass Anthology (2. útg.), The Instrumentalist Co., Evanston, IL 1984

Tímarit, félög og vefslóðirInternational Trumpet Guild Journal, Columbia, SC

http://www.trumpetguild.org./journal/journal.htm

36

Page 39: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

37

Í þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi nám á horn. Þar á eftir fara kaflar um hvern hinna þriggjamegináfanga námsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Í þessumköflum eru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið sem nem-endur þurfa að hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtirverkefnalistar með dæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Áeftir verkefnalistunum er prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdumdæmum og gerð grein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma. Í loknámskrárinnar er skrá með samleiksverkum, auk ábendinga um gagn-legar bækur varðandi hljóðfærið.

Nokkur atriði varðandi nám á hornHljóðfærið, sem hér um ræðir, hefur verið nefnt ýmsum nöfnum, þar ámeðal franskt horn og skógarhorn. Í þessari námskrá er hljóðfærið ein-faldlega nefnt horn.

Nám á horn getur hafist þegar nemendur hafa náð nægilegum líkams-þroska til að halda á hljóðfærinu. Æskilegt er að hornnemendur hafibeinar framtennur og ekki mjög þykkar varir. Stærð og lögun hornsinsgerir það að verkum að börn yngri en 12 ára geta átt í erfiðleikum meðað halda á því. Þó eru til hljóðfæri sem eru sérstaklega hönnuð fyriryngri nemendur. Algengt er, en ekki nauðsynlegt, að nemendur lærifyrst á annað minna og meðfærilegra málmblásturshljóðfæri, svo semtrompet, kornett eða althorn. Slíkt nám getur hafist töluvert fyrr eða umleið og nemandinn hefur líkamlega burði til að leika á viðkomandihljóðfæri.

Til eru þrenns konar hljóðfæri fyrir byrjendur: einfalt F-horn, einfalt B-horn og tvöfalt horn í F/B. Allar þessar tegundir hafa sína kosti og galla.F-hornið gefur dæmigerðan horntón, er tiltölulega hreint og fingrasetn-ing er svipuð og á trompet, kornetti og althorni. Þetta er kostur fyrir þánemendur sem eru að skipta yfir á horn eftir að hafa lært á eitthvertþessara hljóðfæra. Tónöryggi á efra tónsviði F-hornsins er hins vegar

37

HORNHORN

Page 40: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

38

mun minna en á B-horni en B-hornið er aftur léttara. Ókostir B-hornsinseru einkum á neðra tónsviðinu hvað varðar hreinleika og tóngæði, aukþess sem fingrasetningar eru frábrugðnar öðrum málmblásturshljóð-færum.

Með notkun þumalventils sameinar tvöfalda hornið F- og B-hornin í eitthljóðfæri og gefur nemendum þannig tækifæri til að nýta kosti beggja,án galla þeirra. Gott tvöfalt horn með meðalstóra bjöllu hlýtur því að telj-ast besti kosturinn fyrir nemendur á flestum stigum námsins þó að ímörgum tilfellum verði þeir að notast við hljóðfæri sem tónlistarskólinnútvegar. Nauðsynlegt er að nemendur í miðnámi hafi til umráða tvöfalthorn. Rétt er að benda á að tvöfalt horn er dýrara og þyngra en einfalthorn.

Millistærð munnstykkis er í flestum tilfellum skynsamlegasti kosturinnfyrir nemandann. Munnsetning hornleikara er ólík því sem gerist hjáöðrum málmblásurum. Munnstykkið hvílir mun hærra á vörunum, eðaum 60–70% á efri vör og 30–40% á neðri vör. Mikilvægt er að hornnem-endur tileinki sér rétta munnsetningu frá upphafi námsins.

Mikið er til af samleiksverkum fyrir málmblásara. Algengust erukvintettar, kvartettar og tríó en einnig er talsvert um verk fyrir stærrihópa, svo sem lúðrasveitir og málmblásarakóra. Mjög æskilegt er aðnemendum á málmblásturshljóðfæri gefist tækifæri til að kynnast þess-ari tónlist, gjarnan í reglulegu starfi samleikshópa.

GrunnnámAlmennt er miðað við að nemendur, sem hefja nám í hljóðfæraleik 8 til 9ára gamlir, ljúki grunnnámi á um það bil þremur árum. Þessi viðmiðuner þó engan veginn einhlít þar sem nemendur hefja nám á ýmsum aldriog námshraði getur verið mismunandi.

Markmið í grunnnámiUppbygging kennslu í grunnnámi skal taka mið af eftirfarandi: Megin-markmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðal-námskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nem-

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

38

Page 41: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

39

enda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstak-lingsbundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiðahvern nemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok grunnnáms eiga hornnemendur að hafa náð eftirfarandi mark-miðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- haldi rétt á hljóðfærinu og noti fingurgóma á ventlana

- beiti jöfnum og markvissum fingrahreyfingum

- hafi náð allgóðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð góðri og eðlilegri munnsetningu

- hafi náð góðum grundvallartökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá

f til e'' eða f''

- hafi náð allgóðum tökum á inntónun

- geti gert styrkleikabreytingar vel heyranlegar

- ráði yfir eðlilegri tungutækni miðað við þetta námsstig

- geti leikið bundið og með tungu

Nemandi

- hafi öðlast allgott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við í fyrri hluta grunnnáms

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyra

- hafi fengist við skapandi starf frá upphafi námsins

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt

þessari námskrá

39

Horn – Grunnnám

Page 42: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

40

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir

um það bil þriggja ára nám:

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Verkefnalisti í grunnnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til við-miðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lok grunn-náms.

Listinn er tvískiptur: annars vegar kennslubækur og æfingar, hins vegartónverk og safnbækur. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutarkennslubóka eða tónverka að vera erfiðari en hæfir þessum námsáfanga.Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getiðí fleiri en einum áfanga.

Kennslubækur og æfingar

CLEVENGER / MCDUNN / RUSCHDale Clevenger Method 1Kjos Music

ENDRESENSupplementary StudiesRubank

GRAN, REIDUNHornskole, 1. og 2. heftiNordisk Musikforlag

GREGSON20 Supplementary Tunes forBeginner BrassBrass Wind

KINYONBreeze easy MethodWarner Bros.

KROL, B.Waldhorn studienD. Rahter, Hamburg

LAWRANCEFeaturing MelodyBrass Wind

LINDKVIST, J.Hulda Horn’s första spelbokHulda Horn’s andra spelbokMo Brass

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

40

Page 43: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

41

Tónverk og safnbækur

Eftirfarandi tónverk og safnbækur eru fyrir horn og hljómborðsundirleik nema annað sétekið fram.

ARNOLD, J.Everybody’s FavoriteAmsco

BACH, J. S.Menúett í G-dúrMedici

BARROWSMoon ShadowsHal Leonard

BISSILL / CAMPELGoing Solo for F HornFaber

BORODINPolovetzian DanceKendor Music

BRAHMSAcademic Festival OvertureThemesBelwin Mills

BRIGHTMORE3 Easy Solos For HornEmerson Edition

CAMPELLHorn Solos, 1. heftiFaber

CLEWS, E.9 Pieces for HornPaterson

COHENLegend of the HillsBelwin Mills

CORELLISarabanda og GavottaRubank

DENZAFuniculi FuniculaBelwin Mills

DUROBoogalooSpartan Press

GREGSON / RIDGEON9 miniaturesBrass Wind

GUNNING / PEARSONThe Really Easy Horn BookFaber

HARRIS, P.Funfare for HornAssociated Board5 BagatellesAssociated Board

JAMES / DEHAANHorn Solos, 1. heftiChester

JOHNSONAn Intermediate Horn BookOxford University Press

MAXIME-ALPHONSE200 Études nouvelles, 1. heftiLeduc

MILLERSimple Studies for BeginnerBrassFaber

PLOYHAR, J.The French Horn StudentBelwin MillsTunes for French Horn TechnicBelwin Mills

RUSCH55 ensemble studiesBelwin Mills

SKORNICKARubank Elementary MethodRubank

TUCKWELL50 first exercisesOxford University Press

WASTALLLearn as you playBoosey & Hawkes

41

Horn – Grunnnám

Page 44: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

42

GrunnprófVið lok grunnnáms skulu nemendur þreyta grunnpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finna um-fjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægi þeirra,lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikilvægt er aðallir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

Verkefni og prófkröfurÁ grunnprófi í hornleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu.Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinnnótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins. Á grunn-

LANGRISH8 Easy Pieces for HornOxford University Press

LAWRANCE6 Modern PiecesBrass WindWinners GaloreBrass Wind

MEUNIERJolicorCombre

MOORE / RICHARDSONFirst Book of Horn SolosFaber

NUQUISTMelody for HornBelwin Mills

OHANIANBeginning Horn SolosHal Leonard

ONOZO / KOVACSHorn Music for BeginnersEditio Musica Budapest/Boosey& Hawkes

PHILLIPSClassical and Romantic PiecesOxford University Press

PURCELLMenuettColumbia

RAMSKILLJazzed Up Too for F HornBrass Wind

RIDOUT, ALAN6 Diversions for HornAssociated Board

ROSE, M.Horn on HolidayAssociated BoardThree Simple Pieces for HornAssociated Board

SMITHThe HuntsmanBelwin Mills

WASTALLSession Time for Brass, FrenchHornBoosey & Hawkes

WILSON / SMITHJazzed upBrass Wind

ÝMSIRFrench Horn SolosAmsco

Horn Solos, tvö heftiBelwin Mills

New Pieces for Horn, 1. heftiAssociated Board

Up Front Album for F Horn, 1. og2. heftiBrass Wind

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

42

Page 45: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

43

prófi velja nemendur á milli þess að (a) spinna út frá gefnu upphafi, ein-földu hljómferli eða lagi, (b) leika frumsamið verk eða eigin útsetninguog (c) leika stutt alþýðulag eða þjóðlag sem þeir hafa lært eftir eyra.Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finna í almennum hlutaaðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 43. Nánar er gerð grein fyrir vægi ein-stakra prófþátta á bls. 37 í sama riti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á grunnprófi, valin úrþekktum tónbókmenntum hljóðfærisins. Síðan eru birt fyrirmæli umleikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á grunnprófi er ætlað að skil-greina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sam-bærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

Dæmi um æfingar

MAXIME-ALPHONSEÆfing nr. 1Úr: 200 Études nouvelles, 1. heftiLeduc

ENDRESENÆfing nr. 6Úr: Supplementary StudiesRubank

CLEWS, EILEENOff Beat Waltz, Circus PolkaÚr: 9 Pieces for HornPaterson

MOZART, W. A.Lied-SongÚr: Onozo/Kovacs: Horn Musicfor BeginnersEditio Musica Budapest/Boosey& Hawkes

ROSE, M.ScherzoÚr: Three Simple Pieces for HornAssociated Board

SCHUBERT, F.SerenadeÚr: French Horn SolosAmsco

TAYLOR / DALLASFilm '87Úr: Ramskill: Jazzed Up TooBrass Wind

YRADIER, S.La Paloma Úr: French Horn SolosAmsco

43

Horn – Grunnnám

Page 46: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

44

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá c' til c''

- eftirtalda dúrtónstiga: C, F, B, Es, G, D

- eftirtalda laghæfa molltónstiga: a, e, d, g

- þríhljóma í framangreindum dúr- og molltóntegundum

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins f til e'' eða f''

- leiki krómatískan tónstiga frá c' upp á c'' og niður á c' aftur

- leiki dúr- og molltónstiga eina áttund upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur

- leiki þríhljóma eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- geti leikið tónstiga og hljóma bundið og með tungu

- leiki tónstiga og brotna þríhljóma eigi hægar en M.M. C = 60, miðað

við að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi

Krómatískur tónstigi frá c'

=======================Ä

ä mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t ! tt !t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt !t

t

mmmm

mmm

mmm

mmmm

!tt"t #t m

mmm

mmm

mmmm

mmm

tt " t

t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm" t

t "tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t "tt "t

======Ä

æ|

mmmm

b

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

44

Page 47: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

45

Es-dúr

a-moll, laghæfur

D-dúr þríhljómur

g-moll þríhljómur

MiðnámÍ miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur getilokið miðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði geturþó verið mismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroskinemenda.

Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi: Megin-markmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðal-námskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstak-lingsbundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiðahvern nemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

=========Ä

"

"

ä

æ

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t

t

mmmm

mmmmt

tt

mmmmm

==========Ä

!

æ

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t

t

mmmm

mmmmt

tt

mmmm

===================Ä

ä mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t!t

!tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

tt

t

mmmm

mmmm

tt

t

mmmmm

===================Ä

"

"

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mmm

mmmm

mmmm

mmmmm

tt

tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

45

Horn – Grunnnám

Page 48: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

46

Við lok miðnáms eiga hornnemendur að hafa náð eftirfarandi markmiðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- beiti öruggum og markvissum fingrahreyfingum

- hafi náð góðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð eðlilegri og vel þjálfaðri munnsetningu

- hafi náð góðum tökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá B til a''

- hafi hlotið þjálfun sem miði að góðu úthaldi

- hafi náð góðum tökum á inntónun

- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri

- ráði yfir töluverðu styrkleikasviði og geti gert andstæður augljósar

- ráði yfir góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjölbreytni í

túlkun

- hafi hlotið nokkra þjálfun í notkun tvöfaldrar og þrefaldrar tungu

- hafi gott vald á að leika bundið og með tungu

- geti leikið varabindingar á sama gripi, þ.e. náttúrutónabindingar

- hafi kynnst og hafi skilning á hlutverki hægri handar hvað varðar

inntónun og handlokun

Nemandi

- hafi öðlast gott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við í fyrri hluta miðnáms

- hafi allgott vald á nótnalestri í F-lykli

- geti tónflutt létt viðfangsefni niður um heiltón og hálftón, þ.e. lesið

nótur í Es og E á F-horn

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessari

námskrá

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

46

Page 49: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

47

Nemanda hafi gefist kostur á að velja hvort og að hversu miklu leyti

hann sinnir eftirfarandi atriðum:

- leik eftir eyra

- tónsköpun

- spuna

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir

um það bil sjö til átta ára nám:

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- ýmis blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Verkefnalisti í miðnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í miðnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til við-miðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni, sem hentar við upphaf miðnáms, til efnis sem hæfir viðlok námsáfangans.

Listinn er tvískiptur: annars vegar kennslubækur og æfingar, hins vegartónverk og safnbækur. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutarkennslubóka eða tónverka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessumnámsáfanga. Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrumtilvikum getið í fleiri en einum áfanga.

47

Horn – Miðnám

Page 50: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

48

Kennslubækur og æfingar

Tónverk og safnbækur

Eftirfarandi tónverk og safnbækur eru fyrir horn og hljómborðsundirleik nema annað sé tekiðfram.

BACON, T.Selected Songs, 1. og 2. heftiSouthern Music Company

BOZZA, E.En IrlandeLeduc

BUTT, J.SuiteHinrichsen

BUTTERWORTH, NEILPrelude and ScherzoChappell

CHERUBINI, LUIGISónata nr. 1Sikorski

CORELLI, A.Sónata í F-dúrEdition Musicus

DAMASE, J.BerceuseLeducPavane variéeLemoine

ENDRESENSupplementary Studies, Inter-mediate and AdvancedRubank

FARKAS, PHILLIPThe Art of French Horn Playing Summy-Birchard Music

FEARN, W.Exercises for Flexible HornPlayingElkan Vogel Co.French Horn for BeginnersElkan Vogel Co.

FRANZ, OSKARComplete MethodBoosey & Hawkes/Carl FischerEtudes and Concert EtudesBelwin Mills/VEB Hofmeister

GIULIANIEsercizi giornalieriRicordi

HOELZEL, M.Horn Schule 2SchottSpielbuch 2Schott

HORNER, A.Primary Studies for the FrenchHornElkan Vogel Co.

HUTH, F.Schule für HornSimrock Musikverlag40 StudiesIMC/Southern Music Company

KOPPRASCH, C.60 æfingar, 1. heftiVEB Hofmeister/IMC

LANGEY, O.The French HornBoosey & Hawkes

MAXIME-ALPHONSE200 Études nouvelles, 1.–3. heftiLeduc

NEULING, H.Grosse F- und B-HornschuleProMusica

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

48

Page 51: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

49

DANZI, FRANZSónata op. 28IMC/VEB Hofmeister

D'INDY, V.AndanteBillaudot

ELGAR, E.Song of the NightMedici

GLIERE, R.IntermezzoBelwin Mills

GRANADOS, E.Orientale Spanish DanceStudio Music

HAYDN, FRANZ JOSEPHKonsert nr. 2 í D-dúrBreitkopf & Härtel

HERBERT H. ÁGÚSTSSONAndanteÍslensk tónverkamiðstöð

JONES, M.First Solos for the Horn PlayerSchirmerSolos for the Horn PlayerSchirmer

MANCINI, H.Pink PantherKendor Music

MASCAGNI, P.IntermezzoThe Cundy Bettony Co.

MOORE, D. / RICHARDSON, A.Second Book of Horn SolosFaber

MOZART, W. A.Konsert nr. 1Schirmer/Bärenreiter o.fl.Konsert nr. 2, 2. kafliSchirmer/Bärenreiter o.fl.Konsert nr. 3Schirmer/Bärenreiter o.fl.Konsert nr. 4, 2. kafliSchirmer/Bärenreiter o.fl.Concert RondoSchirmer o.fl.

NIELSEN, C.Canto SeriosoSkandinaviska Musikförlaget

OHANIAN, D.Easy Horn SolosHal LeonardIntermediate Horn SolosHal Leonard

PEPUSCH, J. C. / HOELTZELSónata nr. 1McCoy

REE WEKRE, F.Frøydis' Favorite Prunes, 1.–3. heftiMcCoy

REYNOLDS, V.Hornsongs, 1. og 2. heftiBelwin Mills

RICHARDSON, N.Six Horn TunesBoosey & Hawkes

SAINT-SÄENS, CAMILLEMorceau de concert, 1. kafliDurandRómansa í F-dúr, op. 36Belwin Mills/Rubank o.fl.

STOUT, L.Master Solos Intermediate LevelHal Leonard

VOXMANConcert and Contest CollectionRubank

WEBER, C. M.Melodies from Der FreischutzBelwin Mills

WILLNERClassical Album for HornBoosey & Hawkes

YANCICH, M.Fifteen SolosWind Music

ÝMSIRContemporary French RecitalPiecesIMC

Horn Solos, Level 2Belwin Mills

49

Horn – Miðnám

Page 52: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

50

MiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar í hljóð-færaleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikil-vægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi í hornleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu. Aðrirprófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinn nótna-lestur, þ.m.t. tónflutningur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófs-ins. Á miðprófi velja nemendur á milli þess að (a) leika tónverk að eiginvali af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni, (b) leika frumsamiðverk eða eigin útsetningu og (c) spinna út frá gefnu upphafi, lagi eðahljómferli með eða án undirleiks. Frekari umfjöllun um valþátt prófsinser að finna í almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 43. Nánarer gerð grein fyrir vægi einstakra prófþátta á bls. 38–39 í sama riti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á miðprófi, valin úrþekktum tónbókmenntum hljóðfærisins. Síðan eru birt fyrirmæli umleikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni af sambæri-legri þyngd.

Dæmi um tónverk

BOZZA, E.En IrlandLeduc

CHERUBINI, L.Sónata nr. 1Sikorski

CORELLI, A.Sónata í F-dúr, 1. kafliEdition Musicus

HAYDN, FRANZ JOSEPHKonsert nr. 2 í D-dúr, 1. eða 3. kafliBreitkopf & Härtel

MOZART, W. A.Konsert nr. 3, 2. kafliSchirmer/Bärenreiter

SAINT-SAËNS, C.Rómansa, op. 36Belwin Mills/Rubank o. fl.

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

50

Page 53: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

51

Dæmi um æfingar

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá B til a''

- dúrtónstiga, hljómhæfa og laghæfa molltónstiga til og með fimm

formerkjum

- dúr- og mollþríhljóma til og með fimm formerkjum

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins frá B til a''

- leiki krómatískan tónstiga frá B upp á a'' og niður á B aftur

- leiki dúr- og molltónstiga tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur

- leiki þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á grunntón

aftur

- geti leikið tónstiga og þríhljóma bundið og með tungu

- leiki tónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M. C = 78, miðað við

að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

KOPPRASCH, C.Æfing nr. 8Úr: 60 æfingar, 1. heftiVEB Hofmeister/IMC

MAXIME-ALPHONSEÆfing nr. 36Úr: 200 Études nouvelles, 1. heftiLeduc

51

Horn – Miðnám

Page 54: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

52

Dæmi

c-moll, hljómhæfur

Óundirbúinn nótnalestur og tónflutningurAuk hefðbundins, óundirbúins nótnalestrar skal nemandinn tónflytjaniður um heiltón eða hálftón, þ.e. lesa nótur í Es eða E á F-horn. Dæmiðskal vera af sambærilegri þyngd og lestrardæmi á miðprófi. Sjá ennfremur prófreglur og skýringar í almennum hluta aðalnámskrár tónlist-arskóla, bls. 36 og 44.

FramhaldsnámFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og miðast lok framhaldsnáms við að nemendur séuundir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.

Gera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklingsbund-inn og ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nemenda.Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bil fjórumárum. Afburðanemendur ættu að geta lokið náminu á skemmri tíma eneinnig getur lengri námstími verið eðlilegur.

Markmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sér-tækum markmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklings-bundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

=======================Ä

"

"

"ä m

mmmmmm

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmmm

tt

tt

mmmmm

mmmmm

mmmm

mmmm

tt# t

t

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mmm

mmmmm

mmmmm

mmmmm

t# t

tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

tt

t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

t# t

t

==========Ä

"

"

"

æ

mmmmm

mmmmmm

mmmmmm

mmmmmmmt

tt

t|

mmmmmmm

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

52

Page 55: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

53

Við lok framhaldsnáms eiga hornnemendur að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- beiti jafnri og lipurri fingratækni og ráði yfir talsverðum hraða

- beiti eðlilegri og vel þjálfaðri munnsetningu

- hafi náð mjög góðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð tökum á öruggri og þroskaðri tónmyndun á öllu tónsviðinu

frá F til b'', h'' eða c'''

- hafi náð góðu úthaldi

- hafi náð mjög góðum tökum á inntónun

- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri

- leiki hreint, kunni grip til lækkunar og hækkunar tóna og geti aðlagað

inntónun í samleik

- þekki helstu aukafingrasetningar

- ráði yfir víðu styrkleikasviði hvar sem er á tónsviði hljóðfærisins

- ráði yfir mjög góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjöl-

breytni í túlkun, þ.m.t. leikni í notkun tvöfaldrar og þrefaldrar tungu

- geti leikið varabindingar á sama gripi á öllu tónsviðinu, þ.e. náttúru-

tónabindingar

- geti leikið varatrillur eftir þörfum

- geti leikið trillur og skrautnótur í samræmi við tónbókmenntir þessa

námsáfanga

- beiti vel mótaðri hægrihandartækni til inntónunar og handlokunar

Nemandi

- hafi öðlast mjög gott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við á miðprófi bæði í F og tónflutt yfir í Es, E eða D

- hafi hlotið þjálfun í tónflutningi yfir í C, B basso og G

- hafi gott vald á nótnalestri í F-lykli

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna 53

Horn – Framhaldsnám

Page 56: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

54

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmt

þessari námskrá

- hafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt almennum

hluta aðalnámskrár, bls. 41–42

Nemandi sýni með ótvíræðum hætti

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- margvísleg blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Verkefnalisti í framhaldsnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í framhalds-námi. Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig verkefnanna er breytilegt, þ.e. allt frákennsluefni, sem hentar við upphaf framhaldsnáms, til efnis sem hæfirvið lok námsáfangans.

Listinn er þrískiptur: æfingar, tónverk og útdrættir úr hljómsveitarverkum.Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðan titil verkseða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar kennslubóka eða tónverka aðvera léttari eða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Af þessari ástæðu ersömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri en einumáfanga.

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

54

Page 57: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

55

Æfingar

Tónverk

Eftirfararandi tóverk eru fyrir horn og hljómborðsundirleik nema annað sé tekið fram.

ARNOLD, MALCOLMFantasy[einleiksverk]Faber

BACH, J. S.6 svítur[einleiksverk]Southern Music Co.

BERGE, SIGURDHornlokk[einleiksverk]Norsk Musikforlag

BEETHOVEN, LUDWIG VANSónata, op. 17Schirmer/Peters o. fl.

BOZZA, EUGÈNEEn forêtLeduc

CHERUBINI, LUIGITvær sónöturSikorski

CORELLI, ARCANGELO / OSTRANDER

Sónata í g-mollEdition Musicus

CZERNY, CARLAndante og PolaccaDoblinger

DANZI, FRANZSónata, op. 44Sikorski

DUKAS, PAULVillanelleDurand/IMC

DUNHILL, THOMASCornucopiaBoosey & Hawkes

FRANÇAIX, JEANDivertimentoTransatlantiqueCanon in OctaveIMC

FARKAS, PHILLIPThe Art of French Horn PlayingSummy-Birchard Music

FEARN, WARDExercises for Flexible Horn PlayingElkan Vogel Co.

FRANZ, OSKARComplete MethodBoosey & Hawkes/Carl FischerEtudes and Concert EtudesBelwin Mills/VEB Hofmeister

GALLAY, F.40 Preludes, op. 27IMC24 StudiesIMC

HORNER, A.Primary Studies for the FrenchHornElkan Vogel Co.

HUTH, F.Schule für HornSimrock Musikverlag40 StudiesIMC/Southern Music Company

KOPPRASCH, C.60 EtudesBelwin Mills/VEB Hofmeister/IMCo. fl.

MAXIME-ALPHONSE200 Études nouvelles, 3.–5. heftiLeduc

NEULING, H.Grosse F- und B-HornschuleProMusica

REYNOLDS, VERNEStudiesSchirmer

55

Horn – Framhaldsnám

Page 58: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

56

GLIERE, RHEINOLDKonsert í B-dúrIMC

HAYDN, F. JOSEPHKonsert nr. 1 í D-dúrBreitkopf & Härtel

HAYDN, MICHAELKonsert í D-dúrUniversal Edition

HERBERT H. ÁGÚSTSSONKonsertÍslensk tónverkamiðstöðThema con VariazioniÍslensk tónverkamiðstöð

HINDEMITH, PAULSónata í F-dúrSchott

JÓN ÁSGEIRSSONKonsert fyrir horn og hljómsveit(1992)Handrit og píanóraddskrá hjáSinfóníuhljómsveit Íslands

LARSSON, LARS-ERIKConcertinoGehrmans

MOZART, W. A.Konsert nr. 2Breitkopf & Härtel/Schirmer/Bärenreiter o.fl.Konsert nr. 4Breitkopf & Härtel/Schirmer/Bärenreiter o.fl.Concert RondoSchirmer/Bärenreiter o.fl.

NEULING, H.Bagatelle[einleiksverk]ProMusica

POULENC, FRANCISElegieChester

ROSETTI (RÖSSLER), F. A.Konsert í d-mollSimrock Musikverlag

ROSSINI, GIOACCHINOPreludium, tema e variazioniIMC/Schott/Peters

SAINT-SAËNS, CAMILLEMorceau de concertDurand

SCHUMANN, ROBERTAdagio og Allegro, op. 70Boosey & Hawkes/Peters/Schirmer o.fl.

SCRIABIN, ALEXANDERRomance, op. 40Belwin Mills

STRAUSS, FRANZKonsert, op. 8Carl FischerIntroduction, Theme & VariationsZimmermanNocturno, op. 7Universal Edition

STRAUSS, RICHARDAndante, op. posth.Boosey & HawkesKonsert nr. 1 í Es-dúr (1888)IMC o.fl.

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

56

Page 59: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

57

Útdrættir úr hljómsveitarverkum

FramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Prófið er þríþætt:hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Umfjöllunum tónleika við lok framhaldsnáms er að finna á bls. 41–42 í sama riti.Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

Verkefni og prófkröfurÁ framhaldsprófi í hornleik skal nemandi leika þrjú verk, útdrætti úrhljómsveitarverkum og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar ogbrotnir hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið erfyrir heildarsvip prófsins. Á framhaldsprófi velja nemendur á milli þessað (a) leika tónverk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur próf-verkefni og (b) leika samleiksverk þar sem próftaki gegnir veigamikluhlutverki. Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finna í almennumhluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 44. Nánar er gerð grein fyrirvægi einstakra prófþátta á bls. 40 í sama riti.

BACH, J. S. / JANETZKYBach Studien, 1. og 2. heftiVEB Hofmeister

CHAMBERS (ÚTG.)Orchestral Excerpts, 1.–7. heftiIMC

FARKAS (ÚTG.)Orchestral Passages for theFrench Horn From the ModernFrench RepertoireDurand/Elkan Vogel Co.

GUMBERT (ÚTG.)Orchesterstudien, tólf heftiVEB Hofmeister

HÄNDEL, G. F. / JANETZKYHändel Studien, 1. og 2. heftiVEB Hofmeister

MAHLER, G.Sinfóníur nr. 1 og 2[hornraddir]Paxman

MOORE (ÚTG.)Operatic French Horn PassagesPresser

STRAUSS, R. / CHAMBERSOrchestral ExcerptsIMC

WAGNER, R. / CHAMBERSOrchestral ExcerptsIMC

57

Horn – Framhaldsnám

Page 60: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

58

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi og út-drætti úr hljómsveitarverkum. Síðan eru birt fyrirmæli um leikmátaþeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

Tónverk, útdrættir úr hljómsveitarverkum og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á framhaldsprófi er ætlað að skil-greina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

Dæmi um útdrætti úr hljómsveitarverkum

Dæmi um æfingar

MAXIME-ALPHONSEÆfing nr. 7Úr: 200 Études nouvelles, 4. heftiLeduc

REYNOLDS, VERNEÆfing nr. 1Úr: StudiesSchirmer

BEETHOVEN, L. V.Sinfónía nr. 9, 4. kafli (4. horn)

BRAHMS, J.Sinfónía nr. 2, 1. kafli

BRUCKNER, A.Sinfónía nr. 4, 1. kafli

RAVEL, M.Pavane pour une infante défunte

STAUSS, R.Till Eulenspiegel

TCHAIKOVSKY, P.Sinfónía nr. 5, 2. kafli

BEETHOVEN, LUDWIG VANSónata, op. 17, 1. kafli Schirmer/Peters o. fl.

BOZZA, EUGÈNEEn forêt Leduc

LARSSON, LARS-ERIKConcertino, 1. eða 3. kafliGehrmans

MOZART, W. A.Konsert nr. 2, 1. kafliBreitkopf & Härtel/Schirmer/Bärenreiter o.fl.

ROSSINI, GIOACCHINOPreludium, tema e variazioniIMC/Schott/Peters

STRAUSS, RICHARDAndante, op. posth.Boosey & Hawkes

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

58

Page 61: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

59

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá F til b'', h'' eða c'''

- eftirfarandi tónstiga og hljóma innan tónsviðsins F til b'', h'' eða c''',

tvær áttundir í senn, upp frá grunntóni í neðstu eða næstneðstu átt-

und og niður á sama tón aftur; prófdómari velur í hvorri áttundinni

er byrjað:

- alla dúrtónstiga, hljómhæfa og laghæfa molltónstiga

- alla dúr- og mollþríhljóma

- alla forsjöundarhljóma

- minnkaða sjöundarhljóma frá F, Fís, G og f, fís, g

- stækkaða þríhljóma frá F, Fís, G, Gís og f, fís, g, gís

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki krómatískan tónstiga frá neðsta tóni upp á efsta tón innan tón-

sviðsins og niður á neðsta tón aftur

- geti leikið alla tónstiga og hljóma bundið og með tungu

- leiki tónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M. C = 100, miðað

við að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki alla tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi

Forsjöundarhljómur frá A

=======================

Åä

mmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

t!t

tt m

mmm

mmmmm

mmmmm

mmmmmm

t! t

tt m

mmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t! t

mmmmm

mmmmm

mmmm

mmm

tt

t!t

æ|

mmmm b

59

Horn – Framhaldsnám

Page 62: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

60

Minnkaður sjöundarhljómur frá Fís

Stækkaður þríhljómur frá G

Óundirbúinn nótnalestur og tónflutningurAuk hefðbundins, óundirbúins nótnalestrar skal nemandinn tónflytja íE, Es eða D. Dæmið skal vera af sambærilegri þyngd og lestrardæmi ámiðprófi. Sjá enn fremur prófreglur og skýringar í almennum hluta aðal-námskrár tónlistarskóla bls. 36 og 44.

SamleikurHér á eftir fara nokkrar ábendingar um samleiksverk sem gætu reynstnotadrjúg í kennslu. Verkin eru flokkuð í þrennt: verk fyrir grunnnám,miðnám og framhaldsnám, allt eftir því í hvaða námsáfanga þau hentabest. Innan hvers hluta er verkunum raðað eftir stafrófsröð höfunda ogútgefenda getið með sama hætti og annars staðar í námskránni.

Grunnnám

EGNER, THORBJÖRN / ULLEBERGKardimommubærinn[tríó]Fortissimi Forlag

HURRELL, ANDREWBumper Brass, 101 Easy DuetsNova Music

SCHAEFFERDuets are FunBelwin Mills

VOXMAN (ÚTG.)Selected Duets, 1. heftiRubank

WASTALLSession Time for Brass, FrenchHornBoosey & Hawkes

===================Ä

ä

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

!t

tmmmm

mmmmm

mmmmmmm

mmmmm

t!t

t

t

æ

mmmm

mmmmm

mmmmmm

mmmmmmm

tt

!tt

|

mmmmm

=======================

Åä

mmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

!tt

t"t m

mmm

mmmmm

mmmmm

mmmmmm

! tt

t" t m

mmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

! t" t

tt

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

!t"t

tt

æ!|

mmmm

b

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

60

Page 63: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

61

Miðnám

Framhaldsnám

AMON, J.Kvartett í F-dúr, op. 20[horn + fiðla + víóla + selló]KaWe

BEETHOVEN, LUDWIG VANSextett, op. 81[2 horn + 2 fiðlur + víóla + selló]Boosey & Hawkes/IMC

BOZZA, E.Suite[4 horn]Leduc

BRAHMS, JOHANNESTríó, op. 40[fiðla + horn + píanó]Belwin Mills o.fl.

CASTELNUOVO-TEDESCO, M.Choral and Variations[4 horn]Henry Elkan

FRANZ, O.100 Duets[2 horn]Southern Music Co./Erdman100 Quartets[4 horn]Erdman

HAYDN, J.Konsert fyrir 2 hornKaWe

KOPPRASCH, W.3 Duets[2 horn]VEB Hofmeister o.fl.

MOZART, W. A.12 Stücke, K. 487[2 horn]Boosey & Hawkes/

MOZART, W. A.VEB Hofmeister/IMC o. fl.Kvintett, K. 407 [horn + fiðla + 2 víólur + selló]Boosey & Hawkes/Peters/Bärenreiter

NICCOLAI, OTTO6 Duets[2 horn]Musica Rara

REICHA, A.Tríó op. 82[3 horn]VEB Hofmeister/IMC/SimrockMusikverlag

RICHTER, ANTON6 Stücke für 4 HörnerDoblinger

ROSSINI, G.Le Rendez-vous de chasse[4 horn]Simrock Musikverlag

SCHUMANN, ROBERTKonzertstück für 4 HörnerIMC o.fl.

SHAW, LOWELLFripperies[4 horn]Hornist’s Nest

TSCHEREPNINE, N.6 kvartettar[4 horn]Forberg Musikverlag

VOXMAN (ÚTG.)Selected Duets, 2. hefti[2 horn]Rubank

FRANZ, O.100 DuetsSouthern Music Company/Erdman

NICCOLAI, OTTO6 DuetsMusica Rara

REICHA, A.Tríó, op. 82VEB Hofmeister/IMC/SimrockMusikverlag

VOXMAN (ÚTG.)Selected Duets, tvö heftiRubank

61

Horn – Samleikur

Page 64: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

62

Bækur varðandi hljóðfæriðEftirfarandi skrá er ætlað að veita ábendingar um áhugaverðar og gagn-legar bækur varðandi sögu, smíði og þróun hljóðfærisins, tónbókmenntir,tónskáld, leikmáta, flytjendur og kennslu.

Baines, Anthony: Brass Instruments Their History and Development, Faber andFaber 1976, Dover Publ. 1993

Brüchle, Bernhard: Horn Bibliographie I, II, III, Heinrichshofen Wilhelmshaven

Brüchle, Bernhard: Kulturgeschichte des Horns, Hans Schneider, Tützing

Farkas, Philip: The Art of French Horn Playing, Summy-Birchard Publishing Co.1956

Farkas, Philip: The Art of Brass Playing, Wind Music, Inc., Bloomington, Indiana,USA 1989

Farkas, Philip: The Art of Musicianship, Wind Music, Inc., Bloomington, Indiana,USA 1976

Fitzpatrick, Horace: The Horn and Horn Playing, Oxford University Press,London

Gregory, Robin: The Horn, Faber and Faber Limited

Holck/Andresen: Kunsten å puste, Danish Brass Publishing

Janetzsky/Brüchle: The Horn, Amadeus Press

Jörgensen, Harald: Öving (18 gode råd for sangere og instrumentalister) NorgesMusikkorps Forbund (Emnehefte 32)

Kaslow, David: Living Dangerously with the Horn, Birdalone Music

Meckna, Michael: Twentieth Century Brass, Soloists Greenwood Press

Montagu, Jeremy: The French Horn, Shire Publications Ltd. 1999

Morley-Pegge, R: The French Horn, W.W. Norton

ÝMSIRDuets from the Old Masters[2 horn]Belwin Mills

ÝMSIR Waldhorn Quartette[litlar grænar bækur]VEB Hofmeister

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

62

Page 65: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

63

Orval, Francis: Method for Natural Horn, Editions Marc Reift

Pettitt, Stephen: Dennis Brain, a biography, Robert Hale, London

Pizka, Hans: Hornisten-Lexicon, Hans Pizka Edition

Pizka, Hans: Mozart and the Horn, Hans Pizka Edition

Pritchard, Paul: The Business, Copyright 1992, ISBN 0 9520626 0 7, (útgefandiónefndur)

Ree Wekre, Frøydis: Thoughts on Playing the Horn Well (einkaútgáfa ReeWekre)

Ree Wekre/Lofthouse: Om det å spille messinginstrument, Norges MusikkorpsForbund (Emnehefte 21)

Schuller, Gunther: Horn Technique, Oxford University Press 1992

Scott Whitener, Cathy L.: A Complete Guide to Brass: Instruments and Peda-gogy, Schirmer Books

Stewart, M. Dee: Philip Farkas, The Legacy of a Master, Instrumentalist PublishingCompany

Tuckwell, Barry: Horn (Yehudi Menuhin Music Guides), Macdonald & Co. Ltd.

Tuckwell, Barry: Playing the Horn, Oxford University Press

Tímarit og vefslóðirInternational Horn Society: The Horn Call, a quarterly journal,

http://www.horndoggie.com/horn

Ýmsar upplýsingar má fá á eftirfarandi vefslóðum:http://www.hornplayer.nethttp://www.thefrenchhorn.net

63

Horn – Bækur varðandi hljóðfærið

Page 66: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

6464

Page 67: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

65

Í þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi nám á althorn. Þar á eftir fara kaflar um tvo megináfanganámsins, þ.e. grunnnám og miðnám. Í þessum köflum eru fyrst til-greind þau leikni- og skilningsmarkmið sem nemendur þurfa að hafanáð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtir verkefnalistar meðdæmum um viðfangsefni í hvorum námsáfanga. Á eftir verkefnalistun-um er prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdum dæmum og gerðgrein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma. Í lok námskrárinnar erskrá með samleiksverkum, auk ábendinga um gagnlegar bækur varð-andi hljóðfærið.

Nokkur atriði varðandi nám á althornAlthorn í Es, einnig nefnt Es-horn, er einkum notað í ýmsum gerðumblásarasveita. Flestir nemendur hér á landi hafa skipt frá althorni yfir áfranskt horn þegar lengra líður á námsferilinn og því miðast þessinámskrá eingöngu við grunnnám og miðnám.

Nám á althorn getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burði til aðleika á hljóðfærið. Algengast er að nám á althorn hefjist við 8 til 9 áraaldur.

Fyrir allmörgum árum var skylt hljóðfæri, „mellophone“, þróað íBandaríkjunum. Þetta hljóðfæri getur bæði virkað sem Es- og F-hljóð-færi og er því sérlega heppilegt í lúðrasveitum.

Althorn er mikið notað í Bretlandi en þar er það kallað „tenor horn“.Þetta getur valdið nokkrum misskilningi þar sem barítónhorn er stund-um kallað tenórhorn á Íslandi. Hafa ber í huga að mikið af kennsluefnifyrir althorn kemur frá Bretlandi og er í flestum tilfellum merkt tenór-horni.

65

ALTHORNALTHORN

Page 68: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

66

Tónlist fyrir althorn er skrifuð í G-lykli. Á síðustu árum hefur einleiks-verkum, sem sérstaklega eru samin fyrir althorn, fjölgað en þrátt fyrirþað er úrval verka fremur takmarkað. Nauðsynlegt er því að leita í tón-list sem samin er fyrir önnur hljóðfæri.

Mikið er til af samleiksverkum fyrir málmblásara. Algengust erukvintettar, kvartettar og tríó en einnig er talsvert um verk fyrir stærrihópa, svo sem lúðrasveitir og málmblásarakóra. Mjög æskilegt er aðnemendum á málmblásturshljóðfæri gefist tækifæri til að kynnast þess-ari tónlist, gjarnan í reglulegu starfi samleikshópa.

GrunnnámAlmennt er miðað við að nemendur, sem hefja nám í hljóðfæraleik 8 til 9ára gamlir, ljúki grunnnámi á um það bil þremur árum. Þessi viðmiðuner þó engan veginn einhlít þar sem nemendur hefja nám á ýmsum aldriog námshraði getur verið mismunandi.

Markmið í grunnnámiUppbygging kennslu í grunnnámi skal taka mið af eftirfarandi: Megin-markmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðal-námskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nem-enda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendur ólíkir.Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbund-in og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok grunnnáms eiga nemendur á althorn að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- haldi rétt á hljóðfærinu og noti fingurgóma á ventlana

- beiti jöfnum og markvissum fingrahreyfingum

- hafi náð allgóðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð góðri og eðlilegri munnsetningu

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

66

Page 69: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

67

- hafi náð góðum grundvallartökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá

a til g''

- hafi náð allgóðum tökum á inntónun

- geti gert styrkleikabreytingar vel heyranlegar

- ráði yfir eðlilegri tungutækni miðað við þetta námsstig

- geti leikið bundið og með tungu

Nemandi

- hafi öðlast allgott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við í fyrri hluta grunnnáms

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyra

- hafi fengist við skapandi starf frá upphafi námsins

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt

þessari námskrá

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir

um það bil þriggja ára nám:

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

67

Althorn – Grunnnám

Page 70: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

68

Verkefnalisti í grunnnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til við-miðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lok grunn-náms.

Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðan titilverks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar kennslubóka eða tón-verka að vera erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Af þessari ástæðu ersömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri en einumáfanga.

Listinn er þrískiptur. Fyrst birtast kennslubækur og æfingar, þá tónverkog safnbækur fyrir althorn og loks tónverk og safnbækur sem skrifuðeru fyrir önnur hljóðfæri í G-lykli. Trompetnámsefni hentar alla jafna velfyrir althorn. Rétt er þó að benda á að þar sem trompet er í B en althorní Es, mun hljómborðsundirleikur trompetnámsefnis ekki hljóma réttþegar trompetnótur eru lesnar óbreyttar á althorn. Nota má efnið ánundirleiks en til að undirleikurinn verði nýtilegur þarf undirleikarinn aðtónflytja.

Kennslubækur og æfingar

AGNESTIG, CARL-BERTILVi spelar trumpet 1 og 2Gehrmans

BJÖRGVIN Þ. VALDIMARSSONTrompet-leikur, 1. og 2. heftiNótnaútgáfa B.Þ.V.

CLARKE, HERBERT L.Elementary StudiesCarl Fischer

ENDRESEN, R. M.Supplementary StudiesRubank

HERFURTH, C. P.A Tune a Day, 1. og 2. heftiChappell/Boston

HERING, S.Trumpet Course:Book 1: The Beginning TrumpeterBook 2: The Advancing TrumpeterCarl Fischer40 Progressive Etudes for TrumpetCarl Fischer

LAWRANCE, PETERWinners GaloreBrass Wind

RIDGEON, JOHNNew Horizons for the YoungBrass PlayerBrass Wind

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

68

Page 71: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

69

Tónverk og safnbækur fyrir althorn

Eftirfarandi tónverk og safnbækur eru fyrir althorn og hljómborðsundirleik nema annað sétekið fram.

Tónverk og safnbækur – önnur hljóðfæri

BAGGE, SVEN-OLOVTrumpetpopIntersong

BEELER, WALTER29 Cornet Solos and 3 EncoresSchirmer

BORST, R. / BOGÁR, I.Musique De TrompetteBoosey & Hawkes

DEXTER, HAROLDA Tune a Day, Ensemble BookChappell/Boston

GREGSON, EDWARDTen MiniaturesBrass Wind

GUNNING, C. / LYONS, G.The Really Easy Trumpet BookFaber

HARE, NICHOLASThe Magic TrumpetBoosey & Hawkes

LAWRANCE, PETERBadinageBrass Wind

LAWTON, SIDNEYOld English Trumpet Tunes, 1. heftiOxford University Press

BALL, M. / CARR, G. / PAKER, J.Top LineBrass Wind

GREGSON, E. / RIDGEON, J.Nine MiniaturesBrass Wind

HANMER, R.Arioso and Caprice for Es hornR. Smith

JONES, P. / HOWARTH, E.Just Brass – Horn SolosChester

LAWRANCE, PETERIn ConcertBrass Wind

PEARSON, L.The Really Easy Tenor Horn BookFaber

RAMSKILL, ROBERTJazzed up tooBrass Wind

SIEBERT, E.The Young SoloistStudio Music

WALLACE, J. / PEARSON, L.Going SoloFaber

ÝMSIR Boosey’s Tenor Horn AlbumBoosey & Hawkes

Up Front – Album for Es horn, 1. og 2. heftiBrass Wind

SKORNIKA, J. E. / BOLTZ, E. G.Intermediate MethodRubank

SUNDBERG, A. / EKINGE, B.Trumpeten och jag 1, 2, 3 og 4Thore Ehrling Musik AB

WASTALL, P.Learn As You PlayBoosey & Hawkes

WIGGINS, BRAMFirst Tunes and StudiesOxford University Press

69

Althorn – Grunnnám

Page 72: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

70

GrunnprófVið lok grunnnáms skulu nemendur þreyta grunnpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikil-vægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

Verkefni og prófkröfurÁ grunnprófi í althornleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu.Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinnnótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins. Á grunn-prófi velja nemendur á milli þess að (a) spinna út frá gefnu upphafi, ein-földu hljómferli eða lagi, (b) leika frumsamið verk eða eigin útsetninguog (c) leika stutt alþýðulag eða þjóðlag sem þeir hafa lært eftir eyra.Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finna í almennum hluta aðal-námskrár tónlistarskóla, bls. 43. Nánar er gerð grein fyrir vægi einstakraprófþátta á bls. 37 í sama riti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á grunnprófi, valin úrþekktum tónbókmenntum hljóðfærisins. Síðan eru birt fyrirmæli umleikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

NORTON, CHRISTOPHERMicrojazzBoosey & Hawkes

RIDGEON, JOHNSix Rhythmic PiecesBrass Wind

STUART, HUGH M.Trumpet FanciesBoston Music Co.

WALLACE, JOHN / MILLER, JOHNFirst Book of Trumpet SolosFaber

WASTALL, PETERFirst Repertoire Pieces for TrumpetBoosey & Hawkes

WEDGWOOD, PAMELAJazzin’ aboutFaber

ÝMSIREight Easy Pieces By ClassicalComposersChester

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

70

Page 73: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

71

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á grunnprófi er ætlað að skil-greina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sam-bærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

Dæmi um æfingar

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá g til f''

- dúrtónstiga og laghæfa molltónstiga til og með tveimur formerkjum

- þríhljóma í dúr og moll til og með tveimur formerkjum

Æfing nr. 13Úr: Endresen, R. M.: Supple-mentary StudiesRubank

Æfing nr.13Úr: Hering, S.: 40 ProgressiveEtudes for TrumpetCarl Fischer

GREGSON, E.Folk SongÚr: Gregson, E./Ridgeon, J.: NineMiniaturesBrass Wind

PEARSON, L.British GrenadiersÚr: Wallace, J./Pearson, L.:Going SoloFaber

WOOLFENDEN, G.Lonely SteppesÚr: Up Front – Album for Es-horn,2. heftiBrass Wind

HOOK, J.Sweet Lass of Richmond HillÚr: Siebert, E.: The Young SoloistStudio Music

RAMSKILL, R.Hot PursuitÚr: Jazzed up tooBrass Wind

SCHUBERT, F.The TroutÚr: Wallace, J./Pearson, L.:Going SoloFaber

71

Althorn – Grunnnám

Page 74: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

72

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins g til f''

- leiki krómatískan tónstiga frá neðsta tóni upp á efsta tón innan tón-

sviðsins og niður á neðsta tón aftur

- leiki dúr- og molltónstiga eina áttund upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur

- leiki þríhljóma eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- geti leikið tónstiga og hljóma bundið og með tungu

- leiki tónstiga og brotna þríhljóma eigi hægar en M.M. C = 60, miðað

við að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi

Krómatískur tónstigi frá g

D-dúr

e-moll, laghæfur

C-dúr þríhljómur

===========Ä

ä

æ

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t

t

mmmm

mmmmt

tt

mmmm

=================Ä

!

ä

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mmm

mmmm

mmmm

mmmmm

t!t

!tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

=================Ä

!

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

tt

t

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

=======================Ä

ä mmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

t ! tt" t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

# tt ! t

t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

" t #tt !t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t !tt"t m

mmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt !t

t mmmm

mmmm

mmmmm

mmmm

" t # tt

t

=======================Ä

mmmm

mmm

mmm

mmm

" tt!t #t

mmmm

mmm

mmmm

mmmmt "t

t!t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmt

!t #tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm" t

t! t # t

æ

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmt " t

t! t # |

mmmmm

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

72

Page 75: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

73

g-moll þríhljómur

MiðnámÍ miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur getilokið miðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði geturþó verið mismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroskinemenda.

Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi: Megin-markmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðal-námskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstak-lingsbundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiðahvern nemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok miðnáms eiga nemendur á althorn að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- beiti öruggum og markvissum fingrahreyfingum

- hafi náð góðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð eðlilegri og vel þjálfaðri munnsetningu

- hafi náð góðum tökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá g til b''

- hafi hlotið þjálfun sem miði að góðu úthaldi

- hafi náð góðum tökum á inntónun

- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri

- ráði yfir töluverðu styrkleikasviði og geti gert andstæður augljósar

- ráði yfir góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjölbreytni í

túlkun

===========Ä

"

"

ä

æ

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t

t

mmmm

mmmmt

tt

mmmmm

73

Althorn – Grunnnám

Page 76: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

74

- hafi hlotið nokkra þjálfun í notkun tvöfaldrar og þrefaldrar tungu

- hafi gott vald á að leika bundið og með tungu

- geti leikið varabindingar á sama gripi, þ.e. náttúrutónabindingar

Nemandi

- hafi öðlast gott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við í fyrri hluta miðnáms

- geti tónflutt létt viðfangsefni upp um heiltón, þ.e. lesið nótur í F á Es-horn

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessari

námskrá

Nemanda hafi gefist kostur á að velja hvort og að hversu miklu leyti

hann sinnir eftirfarandi atriðum:

- leik eftir eyra

- tónsköpun

- spuna

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir

um það bil sjö til átta ára nám:

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- ýmis blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

74

Page 77: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

75

Verkefnalisti í miðnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í miðnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til við-miðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni, sem hentar við upphaf miðnáms, til efnis sem hæfir viðlok námsáfangans.

Listinn er þrískiptur. Fyrst birtast kennslubækur og æfingar, þá tónverkog safnbækur fyrir althorn og loks tónverk og safnbækur sem skrifuðeru fyrir önnur hljóðfæri í G-lykli. Trompetnámsefni hentar alla jafnavel fyrir althorn. Rétt er þó að benda á að þar sem trompet er í B en alt-horn í Es mun hljómborðsundirleikur trompetnámsefnis ekki hljómarétt þegar trompetnótur eru lesnar óbreyttar á althorn. Til að undirleik-urinn verði nýtilegur þarf undirleikarinn að tónflytja.

Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðan titilverks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar kennslubóka eða tón-verka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Af þessariástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri eneinum áfanga.

Kennslubækur og æfingar

ARBAN, J. B.Cornet MethodBoosey & Hawkes

ENDRESEN, R. M.Supplementary StudiesRubank

CLARKE, HERBERT L.Technical StudiesCarl FischerCharacteristic StudiesCarl Fischer

GOWER, W. M. / VOXMAN, H.Advanced Method, 1. og 2. heftiRubank

HERFURTH, C. P.A Tune a Day, 2. heftiChappell/Boston

HERING, S.Trumpet CourseCarl Fischer40 Progressive Etudes for TrumpetCarl Fischer32 Etudes for TrumpetCarl Fischer

KOPPRASCH, C.Sixty Selected Studies for Trumpet Carl Fischer

SUNDBERG, A. / EKINGE, B.Trumpeten och jag 3 og 4Thore Ehrling Musik AB

WIGGINS, BRAMFirst Tunes and StudiesOxford University Press

75

Althorn – Miðnám

Page 78: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

76

Tónverk og safnbækur fyrir althorn

Eftirfarandi tónverk og safnbækur eru fyrir althorn og hljómborðsundirleik nema annað sétekið fram.

Tónverk og safnbækur – önnur hljóðfæri

BEELER, WALTER29 Cornet Solos and 3 EncoresSchirmerSolos for the Trumpet PlayerSchirmer

BORST, R. / BOGÁR, I.Musique De TrompetteBoosey & Hawkes

LANNING, JERRYClassic Experience CollectionCramer

LAWTON, SIDNEYOld English Trumpet Tunes, 1. og2. heftiOxford University Press

NORTON, CHRISTOPHERMicrojazzBoosey & Hawkes

POGSON, STEVEThe Way To RockBoosey & Hawkes

STUART, HUGH M.Trumpet FanciesBoston Music Co.

TELEMANN, G. PH.Heroic MusicOxford University PressSvítur nr. 1 og 2Boosey & Hawkes

WAGNER, RICHARDSong to the Evening StarKendor Music

WALLACE, JOHN / MILLER, JOHNFirst Book of Trumpet SolosFaberSecond Book of Trumpet SolosFaber

WEDGWOOD, PAMELAJazzin’ aboutFaber

WILLNER, ARTHURClassical AlbumBoosey & Hawkes

BALL, M. / CARR, G. / PAKER, J.Top LineBrass Wind

GREGSON, E. / RIDGEON, J.Nine MiniaturesBrass Wind

HANMER, R.Arioso and Caprice for Es hornR. Smith

JONES, P. / HOWARTH, E.Just Brass – Horn SolosChester

LAWRANCE, PETERIn ConcertBrass Wind

RAMSKILL, ROBERTJazzed up tooBrass Wind

SIEBERT, E.The Young Soloist, Eight Solosfor EsStudio Music

WALLACE, J. / PEARSON, L.Going Solo – Tenor HornFaber

ÝMSIRBoosey’s Tenor Horn AlbumBoosey & Hawkes

Up Front – Album for Es horn, 1. og 2. heftiBrass Wind

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

76

Page 79: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

77

MiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar í hljóð-færaleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikil-vægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi í althornleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu.Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinnnótnalestur, þ.m.t. tónflutningur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvipprófsins. Á miðprófi velja nemendur á milli þess að (a) leika tónverk aðeigin vali af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni, (b) leika frum-samið verk eða eigin útsetningu og (c) spinna út frá gefnu upphafi, lagieða hljómferli með eða án undirleiks. Frekari umfjöllun um valþáttprófsins er að finna í almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls.43. Nánar er gerð grein fyrir vægi einstakra prófþátta á bls. 38–39 í samariti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á miðprófi, valin úrþekktum tónbókmenntum hljóðfærisins. Síðan eru birt fyrirmæli umleikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni af sambæri-legri þyngd.

ÝMSIREight Easy Pieces By ClassicalComposersChester

Let Us Have Music for TrumpetCarl Fischer

New Pieces for TrumpetAssociated Music Publishers

77

Althorn – Miðnám

Page 80: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

78

Dæmi um tónverk

Dæmi um æfingar

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir skulu.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá g til b''

- dúrtónstiga, hljómhæfa og laghæfa molltónstiga til og með fimm for-

merkjum

- dúr- og mollþríhljóma til og með fimm formerkjum

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins g til b''

- leiki krómatískan tónstiga frá g upp á b'' og niður á g aftur

Æfing nr. 32Úr: Endresen, R. M.: Supple-mentary StudiesRubank

Æfing nr. 36Úr: Hering, S.: 40 ProgressiveEtudes for TrumpetCarl Fischer

BALL, M.ChaseÚr: Ball, M./Carr, G./Parker, J.:Top LineBrass Wind

DONIZETTI, G.O Mio FernandoÚr: Boosey’s Tenor Horn AlbumBoosey & Hawkes

WATT, G. L.Rómansa í Es-dúrÚr: Boosey’s Tenor Horn AlbumBoosey & Hawkes

LAWRANCE, P.Aría fyrir Es-hornÚr: In ConcertBrass Wind

RAMSKILL, R.In the Fast LaneÚr: Jazzed up tooBrass Wind

LAWRANCE, P.ElegyÚr: In ConcertBrass Wind

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

78

Page 81: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

79

- leiki dúr- og molltónstiga tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs,

annars eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- leiki þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á grunntón

aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs, annars

eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- geti leikið tónstiga og hljóma bundið og með tungu

- leiki tónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M. C = 78, miðað við

að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi

g-moll, hljómhæfur

Óundirbúinn nótnalestur og tónflutningurAuk hefðbundins, óundirbúins nótnalestrar skal nemandinn tónflytjalétt viðfangsefni upp um heiltón, þ.e. lesa nótur í F á Es-horn. Tónflutn-ingsdæmið skal vera af sambærilegri þyngd og lestrardæmi á grunn-prófi. Sjá enn fremur prófreglur og skýringar í almennum hluta aðal-námskrár tónlistarskóla, bls. 36 og 44.

SamleikurHér á eftir fara nokkrar ábendingar um samleiksverk sem gætu reynstnotadrjúg í kennslu. Verkin eru flokkuð í tvennt, verk fyrir grunnnámog miðnám, allt eftir því á hvorum námsáfanganum þau henta betur.Innan hvers hluta er verkunum raðað eftir stafrófsröð höfunda og út-gefenda getið með sama hætti og annars staðar í námskránni.

Þar sem Es-horn er mest notað í lúðrasveitum og málmblásarakórum erlítið til af samleiksefni fyrir minni hópa. Auðveldast er að nýta sam-spilsefni skrifað fyrir F-horn eða trompet.

=======================Ä

"

"

ä mmmmm

mmmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt!t

t mmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mmm

mmmmm

mmmmm

mmmmm

t!t

tt

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

t!t

t

==========Ä

"

"

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

tt

t|

mmmmm

79

Althorn – Miðnám

Page 82: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

80

Grunnnám

Miðnám

Bækur varðandi hljóðfæriðEftirfarandi skrá er ætlað að veita ábendingar um áhugaverðar og gagn-legar bækur varðandi sögu, smíði og þróun hljóðfærisins, tónbókmennt-ir, tónskáld, leikmáta, flytjendur og kennslu.

Atli Magnússon og fleiri: Skært lúðrar hljóma, Saga íslenskra lúðrasveita,Samband íslenskra lúðrasveita og Ísafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík 1984

Baines, Anthony: Brass Instruments: Their History and Development, Faber &Faber 1976, (Charles Scribner’s Sons, New York 1976)

Bevan, Clifford: The Tuba Family, Faber

Farkas, P.: The Art of Brass Playing, Wind Music Inc., Rochester 1962

Ridgeon, John: The Physiology of Brass Playing, Brass Wind Publications, Manton,Oakham Leic.

Ýmsir: Brass Anthology (2. útg.), The Instrumentalist Company, Evanston IL1984

MOWAT, CHRISTOPHERBrass People[trompet, althorn, F-horn, básúna,barítónhorn, túba – ýmsir möguleikar]Brass Wind

RAMSKILL, ROBERTBeano[trompet, althorn, F-horn, básúna,barítónhorn, túba – ýmsir möguleikar]Brass WindBy Arrangement[trompet, althorn, F-horn, básúna,barítónhorn, túba – ýmsir möguleikar]Brass Wind

GREGSON, EDWARD15 Duets for Intermediate Brass[tveir eins]Brass Wind

VOXMAN, H.Selected Duets, 1. og 2. hefti[tveir eins]Rubank

80

Page 83: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

81

Í þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi nám á básúnu. Þar á eftir fara kaflar um hvern hinna þriggjamegináfanga námsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Í þessumköflum eru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið sem nem-endur þurfa að hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtirverkefnalistar með dæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Áeftir verkefnalistunum er prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdumdæmum og gerð grein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma. Í loknámskrárinnar er skrá með samleiksverkum, auk ábendinga um gagn-legar bækur varðandi hljóðfærið.

Nokkur atriði varðandi nám á básúnuBásúnur eru til í ýmsum stærðum og gerðum. Námskrá þessi gerir ráðfyrir að algengasta gerðin, tenórbásúnan, sé notuð sem aðalhljóðfæri.

Nám á básúnu getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burði til aðleika á hljóðfærið. Algengast er að básúnunám hefjist um 9 til 10 áraaldur.

Tenórbásúnan er til í nokkrum útfærslum. Mælt er með því að ungirbyrjendur hafi til umráða fremur létt hljóðfæri með grönnum pípum(t.d. medium eða small bore). Munnstykki byrjenda ættu heldur ekki aðvera stór. Eðlilegt er að nemendur skipti yfir á stærra hljóðfæri og stærramunnstykki þegar þeir vaxa að burðum og ná betri tökum á básúnu-leiknum. Mælt er með að nemendur kynnist sem fyrst notkun F-ventilsog hafi til umráða slíkt hljóðfæri eigi síðar en í miðnámi.

Þar sem sleðinn er aðaleinkenni básúnunnar er ekki hægt að líta átakkabásúnu sem básúnu enda er hún ventlahljóðfæri, skylt barítón-horni. Í námskránni er miðað við að notuð sé sleðabásúna.

Töluvert er til af tónlist fyrir básúnu, bæði einleiks- og samleiksverkum.Mikill meirihluti kennslubóka fyrir básúnu er ætlaður tenórbásúnu en

81

BÁSÚNABÁSÚNA

Page 84: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

82

sérstakar kennslubækur eru til fyrir alt- og bassabásúnu. Básúnan er not-uð í flestum tegundum tónlistar: sígildri tónlist, ýmiss konar blásaratón-list, djassi, dægurtónlist og samtímatónlist.

Þó að vissrar tilhneigingar gæti til að skipta básúnuleikurum í tvo aðal-flokka, þ.e. tenór- og bassabásúnuleikara, er öllum básúnuleikurum holltað kynnast fleiri en einum meðlim básúnufjölskyldunnar einhvern tímaá námsferlinum.

Mikið er til af samleiksverkum fyrir málmblásara. Algengust erukvintettar, kvartettar og tríó en einnig er talsvert um verk fyrir stærrihópa, svo sem lúðrasveitir og málmblásarakóra. Mjög æskilegt er aðnemendum á málmblásturshljóðfæri gefist tækifæri til að kynnast þess-ari tónlist, gjarnan í reglulegu starfi samleikshópa.

GrunnnámAlmennt er miðað við að nemendur, sem hefja nám í hljóðfæraleik 8 til 9ára gamlir, ljúki grunnnámi á um það bil þremur árum. Þessi viðmiðuner þó engan veginn einhlít þar sem nemendur hefja nám á ýmsum aldriog námshraði getur verið mismunandi.

Markmið í grunnnámiUppbygging kennslu í grunnnámi skal taka mið af eftirfarandi: Megin-markmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðal-námskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nem-enda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendur ólíkir.Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbund-in og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok grunnnáms eiga básúnunemendur að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- haldi rétt á hljóðfærinu

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

82

Page 85: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

83

- hafi náð tökum á nákvæmri og markvissri notkun sleðans

- hafi náð tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð góðri og eðlilegri munnsetningu

- hafi náð góðum grundvallartökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá

F til f'

- hafi náð allgóðum tökum á inntónun

- geti gert styrkleikabreytingar vel heyranlegar

- ráði yfir eðlilegri tungutækni miðað við þetta námsstig

- geti leikið bundið og með tungu

- hafi hlotið nokkra þjálfun í að beita a.m.k. tveimur aukalegum, t. d.

f á 6. legu og d' á 4. legu

Nemandi

- hafi öðlast allgott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við í fyrri hluta grunnnáms

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyra

- hafi fengist við skapandi starf frá upphafi námsins

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt

þessari námskrá

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir

um það bil þriggja ára nám:

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu 83

Básúna – Grunnnám

Page 86: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

84

Verkefnalisti í grunnnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til við-miðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lok grunn-náms.

Listinn er tvískiptur: annars vegar kennslubækur og æfingar, hins vegartónverk og safnbækur. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutarkennslubóka eða tónverka að vera erfiðari en hæfir þessum námsáfanga.Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getiðí fleiri en einum áfanga.

Kennslubækur og æfingar

BORDNER, GERALDFirst Book of Practical Studiesfor TromboneWarner Bros.Second Book of Practical Studiesfor TromboneWarner Bros.

BOURGEOIS, DEREKSplinters of Bone, op. 130Brass Wind

EDNEY, JOHNUp Front: Melodic Studies forTrombone Grades 1–3Brass Wind

ENDRESEN, R. M.Supplementary Studies – Trombone Rubank/Hal Leonard

GREGSON, EDWARD20 Supplementary Tunes forBeginner BrassBrass Wind

HALL, JAN INGESpela trombonGehrmans

HERFURTH, C. PAULA Tune a Day for Trombone orEuphonium, 1. og 2. heftiChappell/Boston Music Co.

HERING, SIGMUND32 Etudes for TromboneCarl Fischer40 Progressive Etudes for TromboneCarl Fischer

MALTON, PETER Nybörjarbok för trombon, 1. heftiEFEM MusikförlagTrombonbok, 2.og 3. heftiEFEM Musikförlag

PEDERSON, TOMMYElementary Etudes for TenorTromboneBelwin Mills

SKORNICKA, J. E. / BOLTZ, E. G.Intermediate MethodRubank

WALLACE, JOHN / DENLEY, IANScales and arpeggios for Trom-bone, Bass Trombone, Baritoneand Euphonium, Grades 1–8Associated Board

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

84

Page 87: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

85

Tónverk og safnbækur

Eftirfarandi tónverk og safnbækur eru fyrir básúnu og hljómborðsundirleik nema annað sétekið fram.

BARNES, CLIFFORDThe Clifford Barnes TromboneAlbumBoosey & Hawkes

BUCHTEL, FORREST L.JupiterKjos MusicIntermezzoKjos MusicWhen The Saints Go Marching InKjos MusicCielito LindoKjos MusicArgonaut WaltzKjos Music

CLACK, MICHAELFirst Repertoire Pieces for TromboneBoosey & Hawkes

DANIELS, M. L.The Proud OakKendor Music

DEARNLEY, C. H. (ÚTG.)Eight easy pieces for windChester

DUBOIS, PIERRE-MAXPour le trombone élémentaireLeducPour le trombone préparatoireLeduc

GOODWIN, PETER / PEARSON,LESLIE

First Book of Trombone SolosFaber

GOUT, ALANThe Really Easy Trombone BookFaber

GREGSON, EDWARD20 Supplementary Tunes forBeginner BrassBrass Wind

HARE, NICHOLASThe Magic TromboneBoosey & Hawkes

IVESON, JOHNJust Brass – Trombone Solos, 1. heftiChester

JACQUES, MICHAELFive Party PiecesRicordi

LAWTON, SIDNEYThe Young Trombonist, 1. og 2. heftiOxford University Press

MENDELSSOHN, F. / LAYCOCK,HAROLD

On Wings Of SongBoosey & Hawkes

PHILLIPS, L. Z.Marines’ HymnKjos Music

WASTALL, PETERLearn as you play Trombone &EuphoniumBoosey & Hawkes

WASTALL, PETERLearn as you play Trombone &EuphoniumBoosey & Hawkes

WASTALL, PETERLearn as you play Scales andArpeggios for brass instrumentsBoosey & Hawkes

WEBER, F. / TANNER, PAULTunes for Trombone TechnicBelwin Mills

WHISTLER, HARVEY S.Arban-St. Jacome, Comprehen-sive Course for Trombone & BaritoneRubank

85

Básúna – Grunnnám

Page 88: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

86

GrunnprófVið lok grunnnáms skulu nemendur þreyta grunnpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikil-vægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

Verkefni og prófkröfurÁ grunnprófi í básúnuleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu.Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinnnótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins. Á grunn-prófi velja nemendur á milli þess að (a) spinna út frá gefnu upphafi, ein-földu hljómferli eða lagi, (b) leika frumsamið verk eða eigin útsetninguog (c) leika stutt alþýðulag eða þjóðlag sem þeir hafa lært eftir eyra.Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finna í almennum hluta aðal-námskrár tónlistarskóla, bls. 43. Nánar er gerð grein fyrir vægi einstakraprófþátta á bls. 37 í sama riti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á grunnprófi, valin úrþekktum tónbókmenntum hljóðfærisins. Síðan eru birt fyrirmæli umleikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

WATTS, E.The Canadian Brass Book ofBeginning Trombone Solos [hljóðsnælda fylgir]Hal LeonardThe Canadian Brass Book of Easy Trombone Solos[hljóðsnælda fylgir]Hal Leonard

ÝMSIREverybody’s Favorite Series nr. 106 for Trombone[2 básúnur + píanó / 2 básúnur]Amsco

New Pieces for TromboneAssociated Board

Keynotes Album for TromboneBelwin Mills

Up Front Album for Trombone, 1. og 2. heftiBelwin Mills

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

86

Page 89: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

87

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á grunnprófi er ætlað að skil-greina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sam-bærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

Dæmi um æfingar

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá c til d'

- eftirtalda dúrtónstiga: C, F, B, Es, As

- eftirtalda laghæfa molltónstiga: d, g, c, f, e

- þríhljóma í framangreindum dúr- og molltóntegundum

Æfing nr. 19Úr: Bordner, Gerald: First Bookof Practical StudiesWarner Bros.

Æfing nr. 9Úr: Hering, Sigmund: 40 Progressive EtudesCarl Fischer

BARNES, CLIFFORDThe Young ArtistÚr: The Clifford Barnes Trombone AlbumBoosey & Hawkes

BLAKE, HOWARDWalking in the AirÚr: Goodwin, P./Pearson, L.: FirstBook of Trombone Solos Faber

CZERNY, CARLSunriseÚr: Hare, Nicholas: The MagicTrombone Boosey & Hawkes

Let Erin remember the days ofold, írskt þjóðlagÚr: Lawton, Sidney: The YoungTrombonist, 1. heftiOxford University Press

SAINT-SAËNS, CAMILLERoyal March of the LionÚr: Hare, Nicholas: The MagicTrombone Oxford University Press

GREAVES, TERENCETranquil TuneÚr: New Pieces for TromboneAssociated Board

87

Básúna – Grunnnám

Page 90: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

88

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins F til f'

- leiki krómatískan tónstiga frá c upp á d' og niður á c aftur

- leiki dúr- og molltónstiga eina áttund upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur

- leiki þríhljóma eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- geti leikið tónstiga og þríhljóma með tungu

- leiki tónstiga og hljóma eigi hægar en M.M. C = 56, miðað við að

leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi

Krómatískur tónstigi frá c

B-dúr

c-moll, laghæfur

C-dúr þríhljómur

==========

Åä

æ

mmm

mmmm

mmmmm

mmmmmmm

tt

t

t

mmmm

mmm

tt

t

mmmm

=================

Å

"

"

"

ämmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mm

mmmm

mmmm

mmmm

t# t

#tt

æ

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

================

Å

"

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mmm

mmmm

mmmmm

mmmmm

tt

tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

=======================

Åä

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t !tt"t m

mm

mmmm

mmmm

mmmm

# tt !t

t mmm

mmmm

mmmm

mmmm

! tt" t #t m

mmm

mmmm

mmmmm

mmmm

t ! tt

t mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt " t

tmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

! t #t!t #t

=========

Å

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

t " tt!t #|

mmmm

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

88

Page 91: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

89

d-moll þríhljómur

MiðnámÍ miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur getilokið miðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði geturþó verið mismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroskinemenda.

Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi: Megin-markmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðal-námskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstak-lingsbundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiðahvern nemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok miðnáms eiga básúnunemendur að hafa náð eftirfarandi mark-miðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- beiti öruggum og markvissum sleðahreyfingum

- hafi náð tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð eðlilegri og vel þjálfaðri munnsetningu

- hafi náð góðum tökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá E til as'

- hafi hlotið þjálfun sem miði að góðu úthaldi

- hafi náð góðum tökum á inntónun

- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri

- hafi náð allgóðum tökum á vibrato og noti það smekklega

- ráði yfir töluverðu styrkleikasviði og geti gert andstæður augljósar

- ráði yfir góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjölbreytni í

túlkun

=============

Å

æ

mmmm

mmmmm

mmmmm

mmmmmmm

tt

t

t

mmmm

mmmm

tt

tmmmm

89

Básúna – Grunnnám

Page 92: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

90

- geti spilað legato

- ráði vel við að leika bundið á sömu legu, þ.e. náttúrutónabindingar

- hafi aukalegur á valdi sínu, a.m.k. f á 6. legu, d' á 4. legu, b á 5. legu

og f' á 4. legu

- hafi náð góðum tökum á notkun F-ventils

Nemandi

- hafi öðlast gott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við í fyrri hluta miðnáms

- hafi hlotið nokkra þjálfun í lestri tenórlykils

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessari

námskrá

Nemanda hafi gefist kostur á að velja hvort og að hversu miklu leyti

hann sinnir eftirfarandi atriðum:

- leik eftir eyra

- tónsköpun

- spuna

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir

um það bil sjö til átta ára nám:

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- ýmis blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

90

Page 93: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

91

Verkefnalisti í miðnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í miðnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til við-miðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni, sem hentar við upphaf miðnáms, til efnis sem hæfir viðlok námsáfangans.

Listinn er tvískiptur: annars vegar kennslubækur og æfingar, hins vegartónverk og safnbækur. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutarkennslubóka eða tónverka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessumnámsáfanga. Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrumtilvikum getið í fleiri en einum áfanga.

Kennslubækur og æfingar

ARBAN, J. B.Complete Method for TromboneCarl Fischer

BEELER, WALTERMethod for The Trombone, 2. heftiWarner Bros.

BLUME, O.36 Studies for TromboneCarl Fischer

BORDNER, GERALDFirst Book of Practical Studiesfor TromboneWarner Bros.Second Book of Practical Studiesfor TromboneWarner Bros.

COLIN, CH.Advanced Lip FlexibilitiesCarl Fischer

CREES, E. / GANE, P.How Trombonists Do ItBrass Wind

DUBOIS, P. M.Quatorze études pour tromboneLeduc

FINK, REGINALD H.Studies in LegatoCarl Fischer

GAETKE, ERNST / OSTRANDER,ALLEN

60 Studies for TromboneIMC

HERING, SIGMUND32 Etudes for TromboneCarl Fischer40 Progressive Etudes for TromboneCarl Fischer

LAFOSSE, ANDRÉMéthode complète de tromboneà coulisse, 1. heftiLeducSchool of Sight Reading andStyle, 1. heftiMaurice Baron Co.

MALTON, PETERTrombonbok, 2. og 3. heftiEFEM Musikförlag

RAPH, ALANIntroductory Melodious Etudesfor TromboneCarl Fischer

91

Básúna – Miðnám

Page 94: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

92

Tónverk og safnbækur

Eftirfarandi tónverk og safnbækur eru fyrir básúnu og hljómborðsundirleik nema annað sétekið fram.

BACH, J. S. / BERNARD FITZGERALD, R.

Bist du bei mirBelwin Mills

BACH, J. S. / FOTE, R.„Air“ úr svítu nr. 3 í D-dúrKendor Music

BACH, J. S. / SIEGRIST, BÉATRICEHOULLIER

Le plaisir du tromboniste[sálmalög úr kantötum]Editions Transatlantiques

BAKER, B.Master Solos, Intermediate Level [hljóðsnælda fylgir]Hal Leonard

BROWN, C.Méditation pour trombone et pianoLeduc

CALDARA, ANTONIO / BUCHER, P.Sónata í D-dúrEdition Marc Reift

CHERUBINI, I.Ave MariaEdition Musicus

DESPORTES, YVONNEDes chansons dans la coulisseBillaudot

DUBOIS, PIERRE-MAXPour le trombone élémentaire[9 stutt verk]LeducPour le trombone moyenLeducCortègeLeduc

END, JACKThe Royal GuardKendor Music

GAGNEBIN, H.SarabandeLeduc

GALLIARD / BROWN, KEITHSónata nr. 1[sónötur 1–3 útgefnar í sama hefti]IMCSónata nr. 6, Menúett og Sarabande[sónötur 4–6 útgefnar í sama hefti]IMC

GARDNER, JOHNRomanzaSchott

GREGSON, EDWARDDivertimentoChappell

REINHARDT, DONALD S.Selection of Concone StudiesElkan Vogel

REMINGTON, EMORYWarm Up ExercicesAccura Music

SCHLOSSBERG, MAXDaily DrillsMaurice Baron Co.

SKORNICKA, J. E. / BOLTZ, E. G.Intermediate Method for Trombone or BaritoneRubank

SLOKAR, BRANIMIRWarm-ups + technical routinesEditions Bim

WHISTLER, H. S.Arban-St. Jacome, Comprehen-sive Course for Trombone & BaritoneRubank

ÝMSIRThe Complete Trombone & Euphonium Scale Book

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

92

Page 95: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

93

MiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar í hljóð-færaleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikil-vægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi í básúnuleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu.Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinnnótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins. Á miðprófivelja nemendur á milli þess að (a) leika tónverk að eigin vali af sam-bærilegri þyngd og önnur prófverkefni, (b) leika frumsamið verk eðaeigin útsetningu og (c) spinna út frá gefnu upphafi, lagi eða hljómferlimeð eða án undirleiks. Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finnaí almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 43. Nánar er gerðgrein fyrir vægi einstakra prófþátta á bls. 38–39 í sama riti.

JACOB, GORDONSónataEmerson Edition

LARSSON, L. E.Concertino, 2. kafliGehrmans

LAWTON, SIDNEY M.The Young TrombonistOxford University Press

MARCELLO, BENEDETTO / BROWN,KEITH

Sónata í g-moll, 3. kafli AllegroIMC

MOZART, W. A. / ERNST, J.SónatínaKendor Music

PHILLIPS, IVAN C.A Classical & Romantic AlbumFor The Trombone and BassoonOxford University Press

SMITH, H. CH.First Solos For The TromboneSchirmer

STALMEIER, PIETAndantino et RondoMolenaar

WATTS, E.Canadian Brass: IntermediateTrombone Solos[hljóðsnælda fylgir]Hal Leonard

ÝMSIRLet Us Have Music For Trombone[básúna + píanó]Carl Fischer

Hawkes Trombone AlbumBoosey & Hawkes

93

Básúna – Miðnám

Page 96: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

94

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á miðprófi, valin úrþekktum tónbókmenntum hljóðfærisins. Síðan eru birt fyrirmæli umleikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni af sambæri-legri þyngd.

Dæmi um tónverk

Dæmi um æfingar

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá F til f'

- dúrtónstiga, hljómhæfa og laghæfa molltónstiga til og með fimm for-

merkjum

- þríhljóma í dúr og moll til og með fimm formerkjum

Æfing nr. 34 Úr: Hering, Sigmund: 40 Progressive EtudesCarl Fischer

Æfing nr. 97Úr: Bordner, Gerald: SecondBook of Practical StudiesWarner Bros.

LARSSON, LARS ERIKConcertino, 2. kafli Gehrmans

GALLIARD / BROWN, KEITHSónata nr. 1, 1. kafliIMC

STALMEIER, PIETAndantino et RondoMolenaar

MARCELLO, BENEDETTO / BROWN,KEITH

Sónata í g-moll, 3. kafli AllegroIMC

DUBOIS, PIERRE MAXPour le trombone moyen, RitournelleLeduc

JACOB, GORDONSónata, 1. kafli AdagioEmerson Edition

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

94

Page 97: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

95

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins E til as'

- leiki krómatískan tónstiga frá F upp á f' og niður á F aftur

- leiki dúr- og molltónstiga tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs,

annars eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- leiki þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á grunntón

aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs, annars

eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- geti leikið tónstiga með tungu og bundið

- geti leikið brotna þríhljóma með tungu

- leiki tónstiga og brotna þríhljóma eigi hægar en M.M. C = 72, miðað

við að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi

g-moll, hljómhæfur

FramhaldsnámFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og miðast lok framhaldsnáms við að nemendurséu undir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.

Gera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklings-bundinn og ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nem-enda. Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bilfjórum árum. Afburðanemendur ættu að geta lokið náminu á skemmritíma en einnig getur lengri námstími verið eðlilegur.

=======================

Å

"

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

ttt

t mmmm

mmmm

mmmm

mmmmm

tt!t

t mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmm

ttt

t mmmmm

mmmmm

mmmmmm

mmmmm

t! t

tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

ttt

tmmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt!t

t

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

ttt|

mmmm

95

Básúna – Miðnám

Page 98: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

96

Markmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sér-tækum markmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörf-um nemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklings-bundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok framhaldsnáms eiga básúnunemendur að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- beiti hröðum og nákvæmum sleðahreyfingum

- hafi náð mjög góðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi tileinkað sér eðlilega og vel þjálfaða munnsetningu

- hafi náð tökum á öruggri og þroskaðri tónmyndun á öllu tónsviðinu

frá 'G til c''

- hafi náð góðu úthaldi

- hafi náð mjög góðum tökum á inntónun

- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri

- leiki hreint og geti aðlagað inntónun í samleik

- hafi náð góðum tökum á vibrato og noti það smekklega

- ráði yfir víðu styrkleikasviði hvar sem er á tónsviði hljóðfærisins

- ráði yfir mjög góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjöl-

breytni í túlkun

- ráði yfir leikni í notkun tvöfaldrar og þrefaldrar tungu

- geti leikið varabindingar á sama gripi á öllu tónsviðinu, þ.e. náttúru-

tónabindingar

- geti leikið varatrillur eftir þörfum

- hafi öðlast leikni í að beita sem flestum aukalegum

- geti leikið trillur og skrautnótur í samræmi við tónbókmenntir þessa

námsáfanga

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

96

Page 99: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

97

Nemandi

- hafi öðlast mjög gott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við á miðprófi

- hafi gott vald á nótnalestri í tenórlykli

- hafi hlotið nokkra þjálfun í nótnalestri í altlykli

- hafi fengið reglulega þjálfun í að leika utanbókar

- hafi hlotið þjálfun í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi kynnst a.m.k. einum öðrum meðlim básúnufjölskyldunnar sé

þess kostur

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmt

þessari námskrá

- hafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt almenn-

um hluta aðalnámskrár, bls. 41–42

Nemandi sýni með ótvíræðum hætti

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- margvísleg blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Verkefnalisti í framhaldsnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í framhalds-námi, annars vegar fyrir tenórbásúnu og hins vegar fyrir bassabásúnu.Listarnir eru alls ekki tæmandi og er þeim einkum ætlað að vera til við-miðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig verkefnanna er breytilegt, þ.e. allt frákennsluefni, sem hentar við upphaf framhaldsnáms, til efnis sem hæfirvið lok námsáfangans. 97

Básúna – Framhaldsnám

Page 100: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

98

Hvor listi er þrískiptur: æfingar, tónverk og útdrættir úr hljómsveitar-verkum. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðantitil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar kennslubóka eðatónverka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Afþessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið ífleiri en einum áfanga.

Æfingar

Æfingar fyrir bassabásúnu

PEDERSON, TOMMYElementary Etudes for BassTromboneBelwin Mills/IMC

OSTRANDER, ALLENMelodious Etudes for BassTromboneCarl Fischer/Boosey & Hawkes

ARBAN, J. B.Complete Method for TromboneCarl Fischer

BITCH, MARCEL15 études de rythme pour letromboneLeduc

BLAZHEVICH, VLADISLAVStudies in ClefsIMC

BORDOGNI, M. / SLUCHIN, B.The Complete Book of Vocalises[píanóundirleikur]Tezak

CREES / GANEHow Trombonists Do ItBrass Wind

KOPPRACH, C.Sixty Selected Studies for Trombone, 1. og 2. heftiIMC/Carl Fischer

LAFOSSE, A.Méthode complète, 2. og 3. hefti Leduc

ROCHUT, JOHANNES / BORDOGNIMelodious Etudes, 1.–3. heftiCarl Fischer

SCHLOSSBERG, MAXDaily Drills and Technical StudiesBaron

UBER, D.30 Etudes[í bassa- og tenórlykli]Southern Music Company

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

98

Page 101: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

99

Tónverk

Eftirfarandi tónverk eru fyrir básúnu og hljómborðsundirleik nema annað sé tekið fram.

ARNOLD, MALCOLMFantasía[einleiksverk]Faber

BACH, J. S.Sellósvíta nr. 1, Menúett 1 og 2og Gigue (5., 6. og 7. kafli)[einleiksverk]Lafosse/Leduc/United Music Publishers

BACHELET, A.Morceau de concoursLeduc/IMC

BARAT, J. E.Andante et allegroLeduc

BERGHMANSLa femme à barbeLeduc

BERNSTEIN, LEONARDElegy for Mippi II[einleiksverk]Boosey & Hawkes

BLAZEWITCH, B. M.Concert piece no. 5Belwin Mills

BOSSA, E.Homage à BachLeduc

BOUTRY, R.Choral variéLeduc

CALDARA, A.Sónata í D-dúrEdition Marc Reift

CASTÉRÈDE, J.SonateLeduc

CESARE, G.La HieronymaRobert King

CLIFF, TONY4 SketcesStudio Music Company

CORELLI, A.Sónötur[ýmsar]IMC

DAVID, FERDINANDConcertino í Es-dúr op. 4IMP/Zimmerman

DUBOIS, PIERRE-MAXCortègeLeducDeux marchesLeduc

FRESCOBALDI, G.Canzoni per Basso soloDoblinger

GALLIARD, J. E.Sónötur I–VI, tvö heftiIMC

GREGSON, E.DivertimentoChappell

GRØNDAL, L.Konsert fyrir básúnuSamfundet til utgivelse af danskmusik

GUILMANT, ALEXANDERMorceau Symphonique op. 88Schott

HANSEN, ARNOSolobuch für Posaune, 1.–3. heftiAnton Benjamin

HINDEMITH, PAULSónataSchott

JACOB, GORDONKonsertStainer & BellConcertino[básúna + blásarasveit]Emerson Edition

JØRGENSEN, A.RómansaWilhelm HansenSvítaWilhelm Hansen

99

Básúna – Framhaldsnám

Page 102: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

100

Tónverk fyrir bassabásúnu

Eftirfarandi tónverk eru fyrir bassabásúnu og hljómborðsundirleik nema annað sé tekið fram.

BACH, J. S. / BARDEZSellósvíta nr. 1, Menuett 1 og 2og Gigue (5., 6. og 7. kafli)[einleiksverk]Leduc/United Music Publishers

EAST, HAROLDSonatina for Bass tromboneRicordi/Boosey & Hawkes

LEBEDEV, I.Concerto in one movementEdition Musicus/Shauer

PETIT, PIERREFantaisieLeduc/United Music Publsihers

SACHE, ERNSTConcertino for Bass TromboneEdition Marc Reift/Shauer

WILDER, ALECSónata fyrir bassabásúnu, 3. og5. kafliMargun/Emerson

KOCH, E.Monolog 8[einleiksverk]Gehrmans

LOEILLET, J. B.Sónata í G-dúrEdition Marc Reift

LARSSON, LARS-ERIKConcertino no. 7 op. 45Gehrmans

LAWTON, S.The Young Trombonist, 3. heftiOxford University Press

MARCELLO, B.Sónötur [ýmsar]IMC

MILHAUD, D.Concertino d’hiverAssociated Music Publishers

MOZART, W. A.Sónata í B-dúr K. 292[upphaflega fyrir fagott eða selló]IMC/Kendor Music/Chester

RIMSKY-KORSAKOFF, N.Konsert fyrir básúnuBoosey & Hawkes

SACHSE, E.Konsert í B-dúrIMC

SAINT-SAËNS, CAMILLECavatine op. 144Durand/United Music Publishers

SALZEDO, C.Pièce concertanteLeduc/IMC

SEROCKI, KAZIMERZSónatínaMoeck

STOJOWSKI, S.FantaisieLeduc

SULEK, S.Sónata „Vox Gabrieli“Edition Marc Reift/The BrassPress

TELEMANN, G. PH.9 sónötur[ýmsar]IMC

VIVALDI, A.Sónötur[upprunalega sellósónötur]IMC

WAGENSEIL, G.Konsert fyrir básúnuUniversal Edition

WEBER, C. M. VONRómansaBelwin Mills

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

100

Page 103: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

101

Útdrættir úr hljómsveitarverkum

FramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Prófið er þríþætt:hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf.Umfjöllun um tónleika við lok framhaldsnáms er að finna á bls. 41–42 ísama riti. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessiatriði vandlega.

Verkefni og prófkröfurÁ framhaldsprófi í básúnuleik skal nemandi leika þrjú verk, útdrætti úrhljómsveitarverkum og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar ogbrotnir hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið erfyrir heildarsvip prófsins. Á framhaldsprófi velja nemendur á milli þessað (a) leika tónverk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur próf-verkefni, (b) leika samleiksverk þar sem próftaki gegnir veigamikluhlutverki og (c) leika tónverk á annað hljóðfæri úr sömu fjölskyldu ogaðalhljóðfæri. Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finna íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 44. Nánar er gerðgrein fyrir vægi einstakra prófþátta á bls. 40 í sama riti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi og út-drætti úr hljómsveitarverkum. Síðan eru birt fyrirmæli um leikmátaþeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

BROWN, KEITHOrchestral Excerpts from theSymphonic Repertoire for Trombone and Tuba[tíu hefti]IMC

101

Básúna – Framhaldsnám

Page 104: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

102

Tónverk, útdrættir úr hljómsveitarverkum og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á framhaldsprófi er ætlað að skil-greina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

Ofangreind dæmi eru úr: Brown, Keith: Orchestral Excerpts from the Symphonic Repertoirefor Trombone and Tuba, útg. IMC

Dæmi um útdrætti úr hljómsveitarverkum

Dæmi um æfingar

Æfing nr. 86Úr: Blazhevich, Vladislav: Studiesin ClefsIMC

Æfing nr. 37Úr: Kopprasch, C.: Sixty SelectedStudies for Trombone, 2. heftiCarl Fischer

MOZART, W. A.Tuba Mirum úr Sálumessu, 2. básúna

BERLIOZ, H.Ungverskur mars úr Faust

KORSAKOFF, N. R.Russian Easter Festival Overture,2. básúna

KORSAKOFF, N. R.Sheherazade op. 35, 2. básúna

MAHLER, G.Sinfónía nr. 3, úr 1. kafla

KODÁLY, Z.Hary Janos svíta

BACH, J. S.Sellósvíta nr. 1, Menúett 1 og 2og Gigue (5., 6. og 7. kafli)[einleiksverk]Lafosse/Leduc/United Music Publishers

SAINT-SAËNS, CAMILLECavatine op. 144Durand/United Music Publishers

DAVID, FERDINANDConcertino í Es-dúr op. 4IMP/Zimmerman

GUILMANT, ALEXANDERMorceau Symphonique op. 88Schott

HINDEMITH, PAULSónataSchott

SEROCKI, KAZIMERZSónatínaMoeck

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

102

Page 105: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

103

Dæmi um verk fyrir bassabásúnu

Ofangreind dæmi eru úr: Brown, Keith: Orchestral Excerpts from the Symphonic Repertoirefor Trombone and Tuba, útg. IMC

Dæmi fyrir bassabásúnu um útdrætti úr hljómsveitarverkum

Dæmi um æfingar fyrir bassabásúnu

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá E til b'

- alla dúrtónstiga, hljómhæfa og laghæfa molltónstiga

- alla dúr- og mollþríhljóma

- forsjöundarhljóma frá hvaða tóni sem er í neðstu áttund tónsviðsins

Æfing nr. 56, DramaticÚr: Pederson, Tommy: Elemen-tary Etudes for Bass TromboneBelwin Mills/IMC

Æfing nr. 19Úr: Ostrander, Allen: MelodiousEtudes for Bass TromboneCarl Fischer/Boosey & Hawkes

HAYDN, J.Sköpunin

BERLIOZ, H.Ungverskur mars úr Faust

SCHUMANN, R.Sinfónía nr. 3, 4. kafli Choral

SHOSTAKOVICH, D.Sinfónía nr. 5

WAGNER, R.Tannhauser, forleikur

WAGNER, R.Lohengrin, inngangur 3. þáttar

BACH, J. S. / BARDEZSellósvíta nr.1, Menuett 1 og 2 og Gigue (5., 6. og 7. kafli)[einleiksverk]Leduc/United Music Publishers

EAST, HAROLDSonatina for Bass tromboneRicordi/Boosey & Hawkes

LEBEDEV, I.Concerto in one movementEdition Musicus/Shauer

SACHE, ERNSTConcertino for Bass TromboneEdition Marc Reift/Shauer

WILDER, ALECSónata fyrir bassabásúnu, 3. og5. kafliMargun/Emerson

PETIT, PIERREFantaisieLeduc/United Music Publsihers

103

Básúna – Framhaldsnám

Page 106: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

104

- minnkaða sjöundarhljóma frá E, F og Fís

- stækkaða þríhljóma frá E, F, Fís og G

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma á tónsviðinu E til c''

- leiki krómatískan tónstiga frá E upp á b' og niður á E aftur

- leiki dúr- og molltónstiga tvær áttundir upp frá grunntóni þar sem því

verður við komið, annars tólfund og niður á grunntón aftur

- leiki þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni þar sem því verður við

komið, annars tólfund og niður á grunntón aftur

- leiki forsjöundarhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni þar sem því

verður við komið, annars tólfund og niður á grunntón aftur

- leiki minnkaða sjöundarhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og

niður á grunntón aftur

- leiki stækkaða þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur

- geti leikið alla tónstiga og hljóma með tungu og bundið

- leiki tónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M. C = 100, miðað við

að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi

D-dúr

Forsjöundarhljómur frá A

=======================

Åä

mmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

t!t

tt m

mmm

mmmmm

mmmmm

mmmmmm

t! t

tt m

mmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t! t

mmmmm

mmmmm

mmmm

mmm

tt

t!t

æ|

mmmm b

=======================

Å !

!ä m

mmm

mmmm

mmmm

mmmmm

tt

tt m

mmm

mmmm

mmmm

mmmmm

tt

tt m

mmmm

mmmmm

mmmmmm

mmmmmm

tt

tt

mmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

tt

tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

mmmm

mmm

tt

tmmmm

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

104

Page 107: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

105

Minnkaður sjöundarhljómur frá E

Stækkaður þríhljómur frá F

SamleikurHér á eftir fara nokkrar ábendingar um samleiksverk sem gætu reynstnotadrjúg í kennslu. Verkin eru flokkuð í þrennt: verk fyrir grunnnám,miðnám og framhaldsnám, allt eftir því í hvaða námsáfanga þau hentabest. Innan hvers hluta er verkunum raðað eftir stafrófsröð höfunda ogútgefenda getið með sama hætti og annars staðar í námskránni.

Grunnnám

ADSON, JOHNTwo Ayres for Cornetts &Sackbuts, Five part Brass ChoirMusic for brass no. 8[2 trompetar + horn/básúna + básúna+ barítóhorn/básúna/túba / 2 trompetar + 3 básúnur]Robert King

CONLEY, LLOYD (ÚTS.)Christmas for Two[2 básúnur]Kendor Music

FRITHTeacher and I play Trombone duets, 1. hefti[2 básúnur]Fen

GLAZUNOV, ALEXANDERIn modo religiosa op. 38, fourpart Brass Choir and Brass Quartet[trompetar, F-horn, básúna/barítón-horn, túba – ýmsir möguleikar]Robert King

HALL, JAN INGESpela trombone tillsammansGehrmansBlandat för blåsare, 1. og 2. hefti[2 trompetar + althorn + básúna +barítónhorn]Gehrmans

IVESON, JOHNJust Brass - Christmas Crackersfor Brass Quintet[2 trompeter + F-horn + básúna +túba]Chester

KING, ROBERT (ÚTG.)Twenty-four Early GermanChoralesMusic for Brass no. 33[4 básúnur]Robert King

LAWRANCE, PETERJunior Just Brass - Three LittleSuites for Brass Ensemble[2 trompetar + F-horn + básúna/barítónhorn + túba]Chester

================

Åä

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt!t

tmmmm

mmmmm

mmmmmmm

mmmmm

t! t

t

t

æ

mmmmmmm

mmmmmm

mmmm

mmm

tt

!tt

|

mmmm

=======================

Åä

mmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

tt"t

"t mmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

tt" t

" t mmmmm

mmmmm

mmmm

mmm

t" t

" tt

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

t"t

"tt æ

|

mmmm

b

105

Básúna – Framhaldsnám

Page 108: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

106

Miðnám

BACH, C. PH. E.March & Fanfare[4 básúnur]Kendor Music

BACH. J. S. / KING, ROBERTSarabande and Minuet, Music For Brass no. 117[málmblásarakvartett]Robert KingSixteen Chorales for four-partTrombone Choir, Music for Brass no. 40[4 básúnur]Robert King

BRUCKNER, A.Aequale[4 básúnur]NS

CORELLI, A.Sónata í g-moll[trompet + básúna + píanó]Emerson Edition

DEDRICK, R.19 Progressive DuetsKendor Music

GERVAISE, CLAUDE / REEVE, PETERThree Dances for Brass QuartetChester

GOUNOD, C.March of a Marionette[4 básúnur]Rubank

HÄNDEL, G. F.Little Baroque Pieces[tríó]Tezak

LITTLE, L. (ÚTG.)Great Duets, Level 1 for bassclef instrumentsBelwin Mills

MALTON, PETERVi spelar tillsammans[2 trompetar + básúna/F-horn + básúna/túba]EFEM Musikförlag

NIKKEL, D. (ÚTG.)Noten für Junge Blechbläser,Quartet-Album[2 trompetar + 2 básúnur]TezakNoten für Blechbläser, Trio Album für junge Blechbläser[trompet + horn + básúna]Tezak

PURCELL, HENRYTwo Trumpet Tunes and Ayre forFour-Part Brass ChoirMusic for Brass no. 124[2 trompetar, básúna, F-horn, barítónhorn, túba – ýmsir möguleikar]Robert KingMusic for Queen Mary II for Four-Part Brass ChoirMusic for Brass no. 11[2 trompetar, básúna, F-horn, barítónhorn, túba – ýmsir möguleikar]Robert King

SNELL, KEITHBelwin Master Duets, 1. heftiBelwin Mills

SUSATO, TIELMANThree Dances for Four-PartBrass ChoirMusic for Brass no. 22[trompetar, horn, básúna, barítón-horn, túba – ýmsir möguleikar]Robert King

WASTALL, PETERSession Time for BrassBoosey & Hawkes

ÝMSIREverybody’s Favorite Series nr. 106 for TromboneAmscoConcert Repertoire for BrassSextet[trompetar, horn, básúna/barítónhorn,túba – ýmsir möguleikar]Rubank

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

106

Page 109: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

107

Framhaldsnám

ATHERTON, P.Suite for Trombone QuartetPolyphonic Reproductions Ltd.

BACH, J. S. / KING, ROBERTSixteen Chorales for four-partTrombone Choir Music for Brass no. 40Robert King

BEETHOVEN, L.V.3 Equale[4 básúnur]Chester/Robert King

BLAZHEVICH, V.Concert Duets for two TrombonesBelwin Mills

BLEGER, M.Duets for two TrombonesIMC

GABRIELI, G.O Magnum Mysterium[8 básúnur]Apon

KING, ROBERT (ÚTG.)Twenty-four Early GermanChoralesMusic for Brass no. 33[4 básúnur]Robert King

MONTEVERDI, C.Sinfonia and Chorus of Spirits[5 básúnur]Kendor Music

PEETERS, F.Svíta op. 82[4 básúnur]Peters

PEDERSON, TOMMYTenor Trombone trios for playerswho know everything, 1. og 2. heftiKendor Music

POULENC, F.Sónata[trompet + horn + básúna]Chester

RACHMANINOF, S. / SIEBERT, E.Prelude[4 básúnur]Studio Music Company

KING, ROBERT (ÚTG.)Twenty-four Early GermanChorales, Music For Brass no. 33Robert King

LOTTI / DEDRICK, R.Vere Languores Nostri[3 básúnur]Kendor Music

NIEHAUS10 Jazz Inventions[2 básúnur]Kendor Music

PALESTRINA, G. P.Ricercar del Primo tuono[4 básúnur]Rei

PRÉZ, JOSQUIN DES / KING, ROBERT

Motet and Royal Fanfare, Music For Brass no. 57[málmblásarakvartett]Robert King

SCARLATTI, DOMENICO / SCHMITH, WILLIAM

Sónata[2 b-trompetar + básúna]Western International Music

STOUFFER, P. M. (ÚTG.)Six Well Known Classics for Two[2 básúnur]Kendor MusicSix for Three[3 básúnur]Kendor Music

VOXMANSelected Duets, 1. heftiRubank

ÝMSIRBelwin Master Duets, 1. heftiBelwin Mills

107

Básúna – Samleikur

Page 110: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

108

Bækur varðandi hljóðfæriðEftirfarandi skrá er ætlað að veita ábendingar um áhugaverðar og gagn-legar bækur varðandi sögu, smíði og þróun hljóðfærisins, tónbókmennt-ir, tónskáld, leikmáta, flytjendur og kennslu.

Adam, A. A.: Super Lung Power And Breath Control, Bold

Arling, H. J.: Trombone Chamber Music, an annotated bibliography, The BrassPress, Tennesse U.S.A. 1983, 1. útgáfa 1978

Bate, P.: The Trumpet and Trombone, Ernest Benn, London, England eða W. W.Norton, New York, USA, 1978

Bastian, P.: Ind i Musikken, 7. prentun, Gyldendal/PubliMus, 1988

Baines, Anthony: Brass Instruments: Their History and Development, Faber &Faber 1976, (Charles Scribner’s Sons, New York 1976)

Everett: Annotated Guide to Bass Trombone literature, The Brass Press, Tennesse,U.S.A. 1985

Farkas, P.: The Art of Brass Playing, Wind Music Inc., Bloomington, Indiana,USA, 1989

Farkas, P.: The Art of Musicianship, Muscal Publications, Bloomington, Indiana,USA 1976

Fink, R.: Trombonist’s Handbook, ACC

Fischer, H. G.: Renaissance Sackbut and it’s use today, MMA, München, 1984

SNOSKO-BOROVSKY, A.Scherzo op. 13[3 básúnur]IMC

TELEMANN, G. PH.Konsert[4 básúnur]Edition Marc Reift

TELEMANN, G. PH. / BROWN, KEITH6 Canonic DuetsIMC

UBER, D.Twelve Duets for Two TrombonesSouthern Music Company

UBER, D.Manhattan Vignettes[3 básúnur]Edition Musicus

VOXMANSelected Duets, 2. heftiRubank

WOOD, G.4 Pieces for four TrombonesRosehill Publications

ÝMSIRBelwin Master Duets, Vol. 1,AdvancedBelwin Mills

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

108

Page 111: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

109

Galpin, W.: The Sackbut (barokk-básúna)

Gordon, C.: Brass Playing is no harder than deep breathing, Carl Fischer, NewYork 1987

Green, Barry/Gallwey, W. Timothy: The Inner Game of Music, Anchor PressDoubleday, Garden City, NY 1986

Gregory, Robin: The Trombone – The instrument and its Music

Grey, A.: Plunger Techniques, SFM

Kagarice, Et. Al.: Solos for the Student Trombonist, The Brass Press, USA

Kleinhammer, E.: Art of Trombone playing, Summy-Birchard Company,Evanston Illinois, 1963

Kleinhammer, E. og Yeo, D.: Mastering the Trombone, Edition Piccolo, Hannover1997

Knaub, D.: Trombone Teaching Technic, ACC

Kunitz, H.: Posaune Die instrumentation teil 8, BH-L

Rabson, C.: Index to Orchestral Excerpts, ERM

Raph, A.: „Le“ Trombone (Humor), AR

Ridgeon, John: The Physiology of Brass Playing, Brass Wind Publications,Manton, Oakham Leic.

Seversum/McDunn: Brass Wind Artistry: Master your mind, Master yourinstrument, ACC

Stuart, D. H.: Songs for slides, PSY

Weast, Robert: Keys to Natural Performance for Brass Players, The Brass World,Des Moines 1979

Weast: Valuable Repeditions, McG

Webb, J.: Trombamania, BIM

Wick, D.: Trombone Technique, Oxford University Press, London 1980

Wigness, C. R.: Soloistic use of the Trombone in 18th. Century Vienna, The BrassPress, Tennesse, U.S.A. 1978

109

Básúna – Bækur varðandi hljóðfærið

Page 112: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

110

TímaritBrass BulletinP.O. Box 576, CH-1630 BULLE 1SWITZERLANDSími: +41-(0)26-912 44 22Fax: +41-(0)26-912 13 50netfang: [email protected]

International Trombone AssociationVern Kagarice, ITA-Journal EditorBox 5336 Denton, TX 76203U.S.A.Fax: ++1-817 891-3435netfang: [email protected]

Windplayer (fyrir blásara almennt)P.O.Box 2666, Malibu, CA 90265U.S.A.netfang: [email protected]

The TrombonistMagazine of the British Trombone SocietyP.O. Box 817London SE 21 7 BYENGLAND

Das SchallstückIPV c/o Georg MausHaydnweg 7D-6432 SeeheimGERMANY

110

Page 113: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

111

Í þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi nám á barítónhorn. Þar á eftir fara kaflar um hvern hinnaþriggja megináfanga námsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Íþessum köflum eru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið semnemendur þurfa að hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtirverkefnalistar með dæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Áeftir verkefnalistunum er prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdumdæmum og gerð grein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma. Í loknámskrárinnar er skrá með samleiksverkum, auk ábendinga um gagn-legar bækur varðandi hljóðfærið.

Nokkur atriði varðandi nám á barítónhornBarítónhorn eru til í mismunandi stærðum og hafa mismunandi nöfn íólíkum löndum, s.s. tenórhorn, barítón, euphonium og jafnvel tenór-túba. Í talmáli er heitið þó oftar en ekki stytt í barítón. Hér á landi hefurhljóðfærið verið nefnt barítónhorn eða tenórhorn. Í raun er um tvö mjöglík hljóðfæri að ræða en í þessari námskrá er litið á þau sem eitt og samahljóðfærið. Rétt er að geta þess að í Bretlandi er hugtakið „tenor horn“notað yfir horn í Es sem hérlendis er nefnt althorn.

Nám á barítónhorn getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burðitil að leika á hljóðfærið. Algengast er að námið hefjist við 8 til 9 ára aldur.Þegar um svo unga nemendur er að ræða er æskilegt að skólinn eigihljóðfæri til afnota fyrir nemendur í kennslustundum enda gæti þeimreynst erfitt að ferðast með hljóðfæri af þessari stærð.

Barítónhorn fást ýmist með þremur eða fjórum ventlum. Algengast erað nemendur hefji nám á hljóðfæri með þremur ventlum en skipti síðaryfir í fullkomnara hljóðfæri. Fjórði ventillinn auðveldar leik djúpra tónaog eykur nákvæmni í inntónun.

111

BARÍTÓNHORNBARÍTÓNHORN

Page 114: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

112

Tónlist fyrir barítónhorn er ýmist skrifuð í G- eða F-lykli, annars vegar í Beins og fyrir B-trompet, hins vegar í C eins og fyrir básúnu. Hvort tveggjaer álíka algengt.

Fremur lítið er til af tónlist sem sérstaklega er samin fyrir barítónhorn.Nemendur nýta sér því gjarnan nótur sem skrifaðar eru fyrir önnurhljóðfæri, s.s. trompet, básúnu, selló, fagott eða túbu. Algengt er að yngrinemendur notist við kennsluefni fyrir trompet eða básúnu eftir því hvortþeir hafa vanist að lesa nótur í G-lykli eða F-lykli.

Barítónhornið er mest áberandi í ýmiss konar blásaratónlist en einnig erþað stöku sinnum notað í sinfónískum verkum.

Mikið er til af samleiksverkum fyrir málmblásara. Algengust erukvintettar, kvartettar og tríó en einnig er talsvert um verk fyrir stærrihópa, svo sem lúðrasveitir og málmblásarakóra. Mjög æskilegt er aðnemendum á málmblásturshljóðfæri gefist tækifæri til að kynnast þessaritónlist, gjarnan í reglulegu starfi samleikshópa.

GrunnnámAlmennt er miðað við að nemendur, sem hefja nám í hljóðfæraleik 8 til 9ára gamlir, ljúki grunnnámi á um það bil þremur árum. Þessi viðmiðuner þó engan veginn einhlít þar sem nemendur hefja nám á ýmsum aldriog námshraði getur verið mismunandi.

Markmið í grunnnámiUppbygging kennslu í grunnnámi skal taka mið af eftirfarandi: Megin-markmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðal-námskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nem-enda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendur ólík-ir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklings-bundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

112

Page 115: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

113

Við lok grunnnáms eiga nemendur á barítónhorn að hafa náð eftirfar-andi markmiðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- haldi rétt á hljóðfærinu og noti fingurgóma á ventlana

- beiti jöfnum og markvissum fingrahreyfingum

- hafi náð allgóðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð góðri og eðlilegri munnsetningu

- hafi náð góðum grundvallartökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá

a til g'' í G-lykli eða G til f' í F-lykli

- hafi náð allgóðum tökum á inntónun

- geti gert styrkleikabreytingar vel heyranlegar

- ráði yfir eðlilegri tungutækni miðað við þetta námsstig

- geti leikið bundið og með tungu

Nemandi

- hafi öðlast allgott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við í fyrri hluta grunnnáms

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyra

- hafi fengist við skapandi starf frá upphafi námsins

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt

þessari námskrá

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir

um það bil þriggja ára nám:

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik113

Barítónhorn – Grunnnám

Page 116: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

114

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Verkefnalisti í grunnnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til við-miðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lok grunn-náms.

Þar sem lítið er til af kennsluefni fyrir barítónhorn er megnið af því efnisem hér er nefnt annaðhvort skrifað fyrir trompet eða básúnu. Valkennsluefnis veltur á því hvort nemandi lærir að lesa nótur í G-lykli eðaF-lykli.

Listinn er tvískiptur: annars vegar kennslubækur og æfingar, hins vegartónverk og safnbækur. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutarkennslubóka eða tónverka að vera erfiðari en hæfir þessum námsáfanga.Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getiðí fleiri en einum áfanga.

Kennslubækur og æfingar

AGNESTIG, CARL-BERTILVi spelar trumpet 1 og 2[G-lykill]Gehrmans

BJÖRGVIN Þ. VALDIMARSSONTrompet-leikur, 1. og 2. hefti[G-lykill]Nótnaútgáfa B.Þ.V.

CLARKE, HERBERT L.Elementary Studies[G-lykill]Carl Fischer

ENDRESEN, R. M.Supplementary Studies[G- og F-lykill]Rubank

GOUT, ALANThe Really Easy Trombone Book[G- og F-lykill]Faber

HERFURTH, C. P.A Tune a Day, 1. og 2. hefti[G- og F-lykill]Chappell/Boston

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

114

Page 117: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

115

Tónverk og safnbækur

Eftirfararandi tónverk og safnbækur henta fyrir barítónhorn og hljómborðsundirleik nemaannað sé tekið fram.

BAGGE, SVEN-OLOVTrumpetpop[G-lykill]Intersong

BALENT, ANDREWSolos Sound Spectacular[F-lykill]Carl Fischer

BEELER, WALTER29 Cornet Solos and 3 Encores[G-lykill]Schirmer

BORST, R. / BOGÁR, I.Musique De Trompette[G-lykill]Boosey & Hawkes

BUCHTEL, FORREST L.Minstrel Boy[F-lykill]Kjos Music

CLACK, MICHAELFirst Repertoire Pieces ForTrombone[F-lykill]Boosey & Hawkes

DEXTER, HAROLDA Tune a Day, Ensemble Book[G-lykill]Chappell/Boston

GREGSON, EDWARDTen Miniatures[G- og F-lykill]Brass Wind

GUNNING, C. / LYONS, G.The Really Easy Trumpet Book[G-lykill]Faber

HERING, S.Trumpet Course:Book 1: The Beginning TrumpeterBook 2: The Advancing TrumpeterCarl Fischer40 Progressive Etudes[G- og F-lykill]Carl Fischer

LAWRANCE, PETERWinners Galore[G- og F-lykill]Brass Wind

MALTON, PETERNybörjarbok för trombon 1[F-lykill]EFEM MusikförlagTrombonbok, 2. hefti[F-lykill]EFEM Musikförlag

RIDGEON, JOHNNew Horizons for the YoungBrass Player[G- og F-lykill]Brass Wind

SKORNICKA, J. E. / BOLTZ, E. GIntermediate Method[G- og F-lykill]Rubank

SUNDBERG, A. / EKINGE, B.Trumpeten och jag 1, 2, 3 og 4[G-lykill]Thore Ehrling Musik AB

WASTALL, P.Learn As You Play[G- og F-lykill]Boosey & Hawkes

WEBER / VINCENTTunes for Baritone Technic LevelOne[F-lykill]Belwin Mills

WEBER / TANNERTunes for Trombone TechnicLevel Two[F-lykill]Belwin Mills

WIGGINS, BRAMFirst Tunes and Studies[G- og F-lykill]Oxford University Press

115

Barítónhorn – Grunnnám

Page 118: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

116

GrunnprófVið lok grunnnáms skulu nemendur þreyta grunnpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikil-vægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

HARE, NICHOLASThe Magic Trumpet[G-lykill]Boosey & HawkesThe Magic Trombone[F-lykill]Boosey & Hawkes

HILL, WILLIAM H.Noble Hymn[F-lykill]Kjos Music

LAWRANCE, PETERBadinage[G- og F-lykill]Brass Wind

LAWTON, SIDNEY (ÚTG.)Old English Trumpet Tunes, 1. hefti[G-lykill]Oxford University Press

NORTON, CHRISTOPHERMicrojazz[G-lykill]Boosey & Hawkes

PHILLIPS, L. Z.Marines’ Hymn[F-lykill]Kjos Music

RAMSKILL, ROBERTAll Jazzed up, Trombone[F-lykill]Brass Wind

RIDGEON, JOHNSix Rhythmic Pieces[G- og F-lykill]Brass Wind

SMITH, H. C.First Solos For The TrombonePlayer[F-lykill]SchirmerSolos For The Trombone Player[F-lykill]Schirmer

STUART, HUGH M.Trumpet Fancies[G-lykill]Boston Music Co.

WALLACE, JOHN / MILLER, JOHNFirst Book of Trumpet Solos[G-lykill]Faber

WASTALL, PETERFirst Repertoire Pieces for Trumpet[G-lykill]Boosey & Hawkes

WEDGWOOD, PAMELAJazzin’ about[G- og F-lykill]Faber

ÝMSIREight Easy Pieces By ClassicalComposers[G-lykill]Chester

New Pieces for Trombone[G- og F-lykill]Associated Music Publishers

Top Line Album[F-lykill]Brass Wind

Up Front Album, 1. og 2. hefti[F-lykill]Brass Wind

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

116

Page 119: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

117

Verkefni og prófkröfurÁ grunnprófi í barítónhornleik skal nemendi leika þrjú verk og einaæfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundir-búinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins. Ágrunnprófi velja nemendur á milli þess að (a) spinna út frá gefnu upp-hafi, einföldu hljómferli eða lagi, (b) leika frumsamið verk eða eiginútsetningu og (c) leika stutt alþýðulag eða þjóðlag sem þeir hafa lærteftir eyra. Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finna í almennumhluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 43. Nánar er gerð grein fyrirvægi einstakra prófþátta á bls. 37 í sama riti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á grunnprófi, valin úralgengu kennsluefni fyrir hljóðfærið. Síðan eru birt fyrirmæli um leik-máta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á grunnprófi er ætlað að skil-greina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sam-bærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk – G-lykill

BEETHOVEN, L. V.Romance Úr: Stuart, H. M.: TrumpetFanciesBoston Music Co.

HÄNDEL, G. F.BourréÚr: Stuart, H. M.: TrumpetFanciesBoston Music Co.

HÄNDEL, G. F.Mars úr ScipioÚr: Lawton, S. (útg.): Old EnglishTrumpet Tunes Oxford University Press

TCHAIKOVSKYFranskur söngurÚr: Wallace, J./Miller, J: FirstBook of Trumpet SolosFaber

LAWRANCE, P.DansÚr: BadinageBrass Wind

WEGWOOD, P.Hot on the LineÚr: Jazzin’ aboutFaber

117

Barítónhorn – Grunnnám

Page 120: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

118

Dæmi um tónverk – F-lykil

Dæmi um æfingar – G-lykill

Dæmi um æfingar – F-lykill

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni – G-lykill

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá a til g''

- dúrtónstiga og laghæfa molltónstiga til og með tveimur formerkjum

- þríhljóma í dúr og moll til og með tveimur formerkjum

Æfing nr. 24Úr: Endresen, R. M.: Supple-mentary StudiesRubank

Æfing nr. 13Úr: Hering, S.: 40 ProgressiveEtudesCarl Fischer

Æfing nr. 13Úr: Endresen, R. M.: Supple-mentary StudiesRubank

Æfing nr. 13Úr: Hering, S.: 40 ProgressiveEtudesCarl Fischer

GALLIARD, J. E.Menúett úr sónötu nr. 6Úr: Smith, H. C.: Solos for theTrombone PlayerSchirmer

GIORDANI, G.Caro mio benÚr: Smith, H. C.: First Solos forthe Trombone PlayerSchirmer

PARKER, JIMCuban SerenadeÚr: Top LineBrass Wind

LAWRANCE, P.DansÚr: BadinageBrass Wind

SAINT-SAËNS, CAMILLERoyal March of the LionÚr: Hare, Nicholas: The MagicTromboneOxford University Press

WEGWOOD, P.Hot on the LineÚr: Jazzin’ aboutFaber

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

118

Page 121: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

119

Efni – F-lykill

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá G til f'

- dúrtónstiga og laghæfa molltónstiga til og með fjórum lækkunar-

merkjum

- þríhljóma í dúr og moll til og með fjórum lækkunarmerkjum

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins a til g'' í G-lykli eða G til f'

í F-lykli

- leiki krómatískan tónstiga frá neðsta tóni upp á efsta tón innan tón-

sviðsins og niður á neðsta tón aftur

- leiki dúr- og molltónstiga eina áttund upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur

- leiki þríhljóma eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- geti leikið tónstiga og þríhljóma bundið og með tungu

- leiki tónstiga og brotna þríhljóma eigi hægar en M.M. C = 60, miðað

við að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi – G-lykill

Krómatískur tónstigi frá a

B-dúr

===============Ä

"

"

ä mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

tt

t

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

=======================Ä

ä mmmmm

mmmmm

mmmm

mmmm

t ! tt

t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

! tt !t

t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t !tt !t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t !tt

t mmm

mmmm

mmmm

mmmm

! tt !t

t mmmm

mmmm

mmmmm

mmmm

t !tt

t

=======================Ä

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt " t

tmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

! t #tt " t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmt

!t #t!t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm#t

t "tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

! t # tt " t

|

mmmmm

119

Barítónhorn – Grunnnám

Page 122: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

120

e-moll, laghæfur

D-dúr þríhljómur

a-moll þríhljómur

Dæmi – F-lykill

Krómatískur tónstigi frá G

B-dúr

c-moll, laghæfur

===============

Å

"

"

"

ämmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mm

mmmm

mmmm

mmmm

t# t

#tt

æ

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

===============

Å

"

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mmm

mmmm

mmmm

mmmmm

tt

tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

mmmm

mmm

tt

t

mmmm

=======================

Åä

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t !tt !t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt !t

t mmmm

mmmm

mmmmm

mmmm

! tt

t !t mmm

mmm

mmmm

mmmm

t !tt !t m

mm

mmmm

mmmm

mmmm

tt ! t

t mmmm

mmmmm

mmmmm

mmmmm

! tt

tt

=======================

Å

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

" tt! t # t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t " tt " t

mmmm

mmm

mmmm

mmm

t!t #t

t

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmm" t

t!t #t

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t "tt "t

|

mmmm

=========Ä

ä

æ

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t

t

mmmm

mmmmt

tt

mmmmm

==========Ä

!

æ

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t

t

mmmm

mmmmt

tt

mmmm

===============Ä

!

ä

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mmm

mmmm

mmmm

mmmmm

t!t

!tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

120

Page 123: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

121

As-dúr þríhljómur

d-moll þríhljómur

MiðnámÍ miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur getilokið miðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði geturþó verið mismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroskinemenda.

Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi: Megin-markmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðal-námskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstak-lingsbundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiðahvern nemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok miðnáms eiga nemendur á barítónhorn að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- beiti öruggum og markvissum fingrahreyfingum

- hafi náð góðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð eðlilegri og vel þjálfaðri munnsetningu

===========

Å

æ

mmmm

mmmmm

mmmmm

mmmmmmm

tt

t

t

mmmm

mmmm

tt

tmmmm

============

Å

"

"

"

" ä

æmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmmm

tt

t

t

mmmm

mmm

tt

t

mmmm

121

Barítónhorn – Grunnnám

Page 124: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

122

- hafi náð góðum tökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá g til h'' í

G-lykli eða F til a' í F-lykli

- hafi hlotið þjálfun sem miði að góðu úthaldi

- hafi náð góðum tökum á inntónun

- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri

- ráði yfir töluverðu styrkleikasviði og geti gert andstæður augljósar

- ráði yfir góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjölbreytni í

túlkun

- hafi hlotið nokkra þjálfun í notkun tvöfaldrar og þrefaldrar tungu

- hafi gott vald á að leika bundið og með tungu

- geti leikið varabindingar á sama gripi, þ.e. náttúrutónabindingar

Nemandi

- hafi öðlast gott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við í fyrri hluta miðnáms

- sem allajafna les nótur í G-lykli hafi hlotið nokkra þjálfun í nótnalestri

í F-lykli

- sem allajafna les nótur í F-lykli hafi hlotið nokkra þjálfun í nótnalestri

í G-lykli

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessari

námskrá

Nemanda hafi gefist kostur á að velja hvort og að hversu miklu leyti

hann sinnir eftirfarandi atriðum:

- leik eftir eyra

- tónsköpun

- spuna

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

122

Page 125: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

123

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir

um það bil sjö til átta ára nám:

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- ýmis blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Verkefnalisti í miðnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í miðnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til við-miðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni, sem hentar við upphaf miðnáms, til efnis sem hæfir viðlok námsáfangans.

Listinn er tvískiptur: annars vegar kennslubækur og æfingar, hins vegartónverk og safnbækur. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutarkennslubóka eða tónverka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessumnámsáfanga. Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrumtilvikum getið í fleiri en einum áfanga.

Kennslubækur og æfingar

ARBAN, J. B.Cornet Method Boosey & Hawkes

CLARKE, HERBERT L.Technical StudiesCarl FischerCharacteristic StudiesCarl Fischer

DUBOIS, PIERRE MAXQuatorze étudesLeduc

ENDRESEN, R. M.Supplementary StudiesRubank

GAETKE, ERNST60 StudiesIMC

GOWER, W. M. / VOXMAN, H.Advanced Method, 1. og 2. heftiRubank

HERFURTH, C. P.A Tune a Day, 2. heftiChappell/Boston

HERING, S.Trumpet CourseCarl Fischer40 Progressive Etudes for TrumpetCarl Fischer

123

Barítónhorn – Miðnám

Page 126: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

124

Tónverk og safnbækur

Eftirfararandi tónverk og safnbækur henta fyrir barítónhorn og hljómborðsundirleik nemaannað sé tekið fram.

BEELER, WALTER29 Cornet Solos and 3 Encores SchirmerSolos for the Trumpet PlayerSchirmer

BORST, R. / BOGÁR, I.Musique De TrompetteBoosey & Hawkes

CLACK, MICHAELFirst Repertoire Pieces ForTromboneBoosey & Hawkes

FAURÉ, GABRIELAprès un rêveStudio Music

GALLIARD / BROWN, KEITHSónata nr. 1[sónötur 1–3 útgefnar í sama hefti]IMCSónata nr. 6, Menúett og Sarabande[sónötur 4–6 útgefnar í sama hefti]IMC

GLUCK, C. W.Air from Orpheus and EuridiceStudio Music

HÄNDEL, G. F.Where’er you walkBoosey & Hawkes

HEATH, REGINALDSpringtime (Serenade & Polka)Midland Music

LANNING, JERRYClassic Experience CollectionCramer

LAWTON, SIDNEYOld English Trumpet Tunes, 1. og2. heftiOxford University Press

MARCELLO, BENEDETTO / BROWN,KEITH

Sónata í g-moll, 3. kafli AllegroIMC

HERING, S.40 Progressive Etudes forTromboneCarl Fischer32 Etudes for TromboneCarl Fischer

KOPPRASCH, C.Sixty Selected Studies for Trumpet, 1. heftiCarl FischerSixty Selected Studies for Trombone, 1. heftiCarl Fischer

MANTIA, SIMONEThe Trombone VirtuosoCarl Fischer

MALTON, PETERTrombonbok, 2. og 3. heftiEFEM Musikförlag

ROCHUT, JOANNESMelodious Etudes for TromboneCarl Fischer

SUNDBERG, A. / EKINGE, B.Trumpeten och jag 3 og 4 Thore Ehrling Musik AB

WIGGINS, BRAMFirst Tunes and StudiesOxford University Press

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

124

Page 127: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

125

MiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar í hljóð-færaleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikil-vægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

MEAD, STEVENBarcarolle from The Tales ofHoffmannStudio Music

MENDELSSOHN, F.On Wings of SongBoosey & Hawkes

MOZART, W. A.SónatínaKendor Music

NORTON, CHRISTOPHERMicrojazzBoosey & Hawkes

PARKER, JIMJazzed up tooBrass Wind

PERRY, HAROLDClassical Album for TromboneBoosey & Hawkes

POGSON, STEVEThe Way To RockBoosey & Hawkes

SMITH, H. C.First Solos For The TrombonePlayerSchirmerSolos For The Trombone PlayerSchirmer

STRADELLA, A.AndantinoSmith

STUART, HUGH M.Trumpet FanciesBoston Music Co.

TELEMANN, G. PH.Heroic MusicOxford University PressSvítur nr. 1 og 2Boosey & Hawkes

WAGNER, RICHARDSong to the Evening Star (fromTannhauser)Kendor Music

WALLACE, JOHN / MILLER, JOHNFirst Book of Trumpet SolosFaberSecond Book of Trumpet SolosFaber

WEDGWOOD, PAMELAJazzin’ aboutFaber

WILLNER, ARTHURClassical AlbumBoosey & Hawkes

ÝMSIREight Easy Pieces By ClassicalComposers Chester

Let Us Have Music for TrumpetCarl Fischer

New Pieces for TromboneAssociated Music Publishers

New Pieces for TrumpetAssociated Music Publishers

125

Barítónhorn – Miðnám

Page 128: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

126

Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi í barítónhornleik skal nemandi leika þrjú verk og einaæfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundir-búinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins. Ámiðprófi velja nemendur á milli þess að (a) leika tónverk að eigin vali afsambærilegri þyngd og önnur prófverkefni, (b) leika frumsamið verkeða eigin útsetningu og (c) spinna út frá gefnu upphafi, lagi eða hljóm-ferli með eða án undirleiks. Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er aðfinna í almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 43. Nánar ergerð grein fyrir vægi einstakra prófþátta á bls. 38–39 í sama riti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á miðprófi, valin úrþekktum tónbókmenntum hljóðfærisins. Síðan eru birt fyrirmæli umleikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni af sambæri-legri þyngd.

Dæmi um verk – G-lykill

GLUCKAir úr Orfeus og EvridísStudio Music

HUMMEL, J.The Hunting PartyÚr: Wallace, J./Miller, J.: SecondBook of Trumpet SolosFaber

MOZART, W. A.SónatínaKendor Music

STANLEY, J.Finale úr Voluntary, op. 6 Úr: Lawton, S.: Old English FolkTunes, 2. heftiOxford University Press

TCHAIKOVSKY, P. I.Chanson NapolitaineÚr: Wallace, J./Miller, J.: SecondBook of Trumpet SolosFaber

TELEMANN, G. PH.Svíta nr. 2, 1. og 5. kafliBoosey & Hawkes

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

126

Page 129: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

127

Dæmi um verk – F-lykill

Dæmi um æfingar – G-lykill

Dæmi um æfingar – F-lykill

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá g til h'' í G-lykli eða F til a' í F-lykli

- dúrtónstiga, hljómhæfa og laghæfa molltónstiga til og með fimm

formerkjum

- dúr- og mollþríhljóma til og með fimm formerkjum

Æfing nr. 4Úr: Rochut, J.: Melodious Etudesfor TromboneCarl Fischer

Æfing nr. 36Úr: Hering, S.: 40 ProgressiveEtudes for TromboneCarl Fischer

Æfing nr. 32Úr: Endresen, R. M.: Supple-mentary Studies for TrumpetRubank

Æfing nr. 36Úr: Hering, S.: 40 ProgressiveEtudes for TrumpetCarl Fischer

BACH, J. S.AriosoÚr: Smith, H. C.: Solos for theTrombone PlayerSchirmer

CARMICHAEL, HOAGYStardustÚr: Parker, Jim: Jazzed up tooBrass Wind

FAURÉ, GABRIELAprès un rêveStudio Music

GALLIARD, J. E.Sónata nr. 1, 1. og 4. kafli eða 1. og 2. kafliIMC

MARCELLO, BENEDETTO / BROWN, KEITH

Sónata í g-moll, 3. kafli AllegroIMC

WAGENSEIL, G. F.Konsert fyrir básúnu, 2. kafliÚr: Smith, H. C.: First Solos forthe Trombone PlayerSchirmer

127

Barítónhorn – Miðnám

Page 130: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

128

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðs g til h'' í G-lykli eða F til a' í F-lykli

- leiki krómatískan tónstiga frá neðsta tóni upp á efsta tón innan

tónsviðsins og niður á neðsta tón aftur

- leiki dúr- og molltónstiga tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs,

annars eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- leiki þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á grunntón

aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs, annars

eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- geti leikið tónstiga og hljóma bundið og með tungu

- leiki tónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M. C = 78, miðað við

að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi – G-lykill

A-dúr

f-moll, hljómhæfur

Dæmi – F-lykill

A-dúr

=======================

Å !

!

!

ä

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt mmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt mmmmm

mmmmmm

mmmmmm

mmmmmm

tt

tt

mmmmm

mmmmm

mmmm

mmmm

tt

ttmmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

ttt|

mmmm

=================Ä

"

"

"

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mm

mmmm

mmmm

mmmm

tt#t

t

æ

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

# tt

tt

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

=======================Ä

!

!

!

ä mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mmm

mmmm

mmmm

mmmmm

tt

tt mmmm

mmmmm

mmmmm

mmmmm

tt

tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

ttt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

ttt

|

mmmmm

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

128

Page 131: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

129

e-moll, hljómhæfur

FramhaldsnámFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og miðast lok framhaldsnáms við að nemendurséu undir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.

Gera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklings-bundinn og ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nem-enda. Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bilfjórum árum. Afburðanemendur ættu að geta lokið náminu á skemmritíma en einnig getur lengri námstími verið eðlilegur.

Markmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sér-tækum markmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklings-bundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiðahvern nemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok framhaldsnáms eiga nemendur á barítónhorn að hafa náð eftir-farandi markmiðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- beiti jafnri og lipurri fingratækni og ráði yfir talsverðum hraða

- hafi náð mjög góðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- beiti eðlilegri og vel þjálfaðri munnsetningu

=================

Å !ä m

mm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mm

mmmm

mmmm

mmmm

tt! t

t

æ

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

! tt

tt

mmmm

mmmm

tt

tmmmm

129

Barítónhorn – Miðnám

Page 132: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

130

- hafi náð góðum tökum á öruggri og þroskaðri tónmyndun á öllu tón-

sviðinu frá fís til c''' í G-lykli eða E til b' í F-lykli

- hafi náð góðu úthaldi

- hafi náð mjög góðum tökum á inntónun

- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri

- leiki hreint og geti aðlagað inntónun í samleik

- hafi náð góðum tökum á vibrato og noti það smekklega

- ráði yfir víðu styrkleikasviði hvar sem er á tónsviði hljóðfærisins

- ráði yfir mjög góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjöl-

breytni

- ráði yfir leikni í notkun tvöfaldrar og þrefaldrar tungu

- geti leikið varabindingar á sama gripi á öllu tónsviðinu, þ.e. náttúru-

tónabindingar

- geti leikið trillur og skrautnótur í samræmi við tónbókmenntir þessa

námsáfanga

Nemandi

- hafi öðlast mjög gott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við á miðprófi

- sem allajafna les nótur í G-lykli ráði yfir töluverðri færni í nótnalestri

í F-lykli

- sem allajafna les nótur í F-lykli ráði yfir töluverðri færni í nótnalestri í

G-lykli

- hafi hlotið nokkra þjálfun í nótnalestri í tenórlykli

- hafi fengið reglulega þjálfun í að leika utanbókar

- hafi hlotið þjálfun í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmt

þessari námskrá

- hafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt almenn-

um hluta aðalnámskrár, bls. 41–42

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

130

Page 133: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

131

Nemandi sýni með ótvíræðum hætti

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- margvísleg blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Verkefnalisti í framhaldsnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í framhalds-námi. Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að veratil viðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars viðval annars kennsluefnis. Þyngdarstig verkefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni, sem hentar við upphaf framhaldsnáms, til efnis semhæfir við lok námsáfangans.

Listinn er þrískiptur: æfingar, tónverk og útdrættir úr hljómsveitarverk-um. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðantitil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar kennslubóka eðatónverka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Afþessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið ífleiri en einum áfanga.

Æfingar

ARBAN, J. B.Cornet MethodBoosey & Hawkes

BITSCH, MARCELÉtudes de rythme Leduc

BLAZHEVICH, V.Studies in ClefsIMC

BOURGEOIS, DEREKFantasy Pieces for TrumpetBrass WindFantasy Pieces for TromboneBrass Wind

CLARKE, HERBERT L.Technical StudiesCarl FischerCharacteristic StudiesCarl Fischer

DUBOIS, PIERRE MAXQuatorze étudesLeduc

GAETKE, ERNST60 StudiesIMC

131

Barítónhorn – Framhaldsnám

Page 134: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

132

Tónverk

Eftirfararandi tónverk henta fyrir barítónhorn og hljómborðsundirleik nema annað sé tekiðfram.

ARNOLD, MALCOLMFantasy for Trumpet[einleiksverk]Faber

BACH, J. S.6 svítur[einleiksverk]IMC

BEELER, WALTERSolos for the Trumpet PlayerSchirmer

CAPUZZI, ANTONIOAndante and RondoHinrichsen

DEFAYE, JEAN-MICHELSuite MarineLeduc

GALLIARD, J. E.Sónötur 1–6[tvö hefti]IMC

HÄNDEL, G. F.Konsert í f-mollLeduc

HARTLEY, WALTER S.Sonata Euphonica (1979)Tenuto Publ.

HOROVITZ, JOSEPHEuphonium ConcertoNovello

JACOB, GORDONFantasiaBoosey & Hawkes

LAWTON, SIDNEYOld English Trumpet Tunes, 2. heftiOxford University Press

MARCELLO, BENEDETTOSónata í F-dúr[F-lykill]IMCSónata í F-dúr[G-lykill]Studio Music

MOZART, W. A.Konsert í B-dúr, K 191Edition Musicus

RICHARDS, GOFFMidnigth EuphoniumStudio Music

SAINT-SAËNS, CAMILLEMorceau de concertShawSvanurinn úr Karnival dýrannaIMC

SANDERS, ROBERT L.Square-DanceStainer & Bell

SMITH, H. C.Solos For The Trombone PlayerSchirmer

SPARKE, PHILIPAubadeStudio MusicFantasyR. Smith & Co

UBER, DAVIDDanza EspagnolaVirgo Music PublicationsRomanceKendor MusicSonata Da CameraP. P. Music

VAUGHAN WILLIAMS, RALPH Konsert fyrir túbuOxford University Press

KOPPRASCH, C.Sixty Selected Studies for Trumpet, 1. og 2. heftiCarl FischerSixty Selected Studies for Trombone, 1. og 2. heftiCarl Fischer

MANTIA, SIMONEThe Trombone VirtuosoCarl Fischer

ROCHUT, JOANNESMelodious Etudes for TromboneCarl Fischer

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

132

Page 135: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

133

FramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Prófið er þríþætt:hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Umfjöllunum tónleika við lok framhaldsnáms er að finna á bls. 41–42 í sama riti.Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vand-lega.

Verkefni og prófkröfurÁ framhaldsprófi í barítónhornleik skal nemandi leika þrjú verk og einaæfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundir-búinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins. Áframhaldsprófi velja nemendur á milli þess að (a) leika tónverk að eiginvali af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni og (b) leika samleiks-verk þar sem próftaki gegnir veigamiklu hlutverki. Frekari umfjöllunum valþátt prófsins er að finna í almennum hluta aðalnámskrár tónlistar-skóla, bls. 44. Nánar er gerð grein fyrir vægi einstakra prófþátta á bls. 41í sama riti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Síðaneru birt fyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist ertil prófs.

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á framhaldsprófi er ætlað að skil-greina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.

VIVALDI, ANTONIO6 sónöturSchott

WALLACE, JOHN / MILLER, JOHNSecond Book of Trumpet SolosFaber

YOUNG, ERNESTEuphonium SuiteStudio MusicEuphonium SonataStudio Music

ÝMSIRNew Pieces for TromboneAssociated Music Publishers

133

Barítónhorn – Framhaldsnám

Page 136: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

134

Dæmi um tónverk

Dæmi um æfingar

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá fís til c''' í G-lykli eða E til b' í F-lykli

- alla dúrtónstiga, hljómhæfa og laghæfa molltónstiga

- alla dúr- og mollþríhljóma

- forsjöundarhljóma frá hvaða tóni sem er í neðstu áttund tónsviðsins

- minnkaða sjöundarhljóma frá fís, g og gís í G-lykli eða E, F og Fís í

F-lykli

- stækkaða þríhljóma frá fís, g, gís og a í G-lykli eða E, F, Fís og G í

F-lykli

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins fís til c''' í G-lykli eða E til

b' í F-lykli

Æfing nr. 9Úr: Arban, J. B.: Cornet Method,bls. 201Boosey & Hawkes

Æfing nr. 23Úr. Rochut, J.: Melodious Etudesfor TromboneCarl Fischer

BACH, J. S.Sellósvíta nr. 1, Menuet 1 og 2 ogGigue[einleiksverk]IMC

MARCELLO, B.Sónata í F-dúrStudio Music

RICHARD, G.Midnight EuphoniumStudio Music

SPARKE, P.AubadeStudio Music

YOUNG, E.Euphonium SuiteStudio Music

YOUNG, E.Euphonium SonataStudio Music

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

134

Page 137: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

135

- leiki krómatískan tónstiga frá neðsta tóni upp á efsta tón innan tón-

sviðsins og niður á neðsta tón aftur

- leiki dúr- og molltónstiga tvær áttundir upp frá grunntóni þar sem

því verður við komið, annars tólfund upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur

- leiki þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni þar sem því verður við

komið, annars tólfund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- leiki forsjöundarhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni þar sem því

verður við komið, annars tólfund upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur

- leiki minnkaða sjöundarhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og

niður á grunntón aftur

- leiki stækkaða hljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur

- geti leikið alla tónstiga og hljóma með tungu og bundið

- leiki tónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M. C = 100, miðað

við að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi – G-lykill

E-dúr

Forsjöundarhljómur frá c'

Minnkaður sjöundarhljómur frá gís

=======================Ä

ämmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

! tt

tt m

mmm

mmmmm

mmmmm

mmmmmm

! tt

tt m

mmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

! tt

tt

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

!tt

tt

æ

! |

mmmmm

b

=======================Ä

ä

mmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t"t m

mm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

tt

t" t m

mmmm

mmmmm

mmmm

mmm

t" t

tt

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

t"t

tt æ

|

mmmm

b

=======================Ä

!

!

!

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mmm

mmmm

mmmm

mmmmm

tt

tt m

mmm

mmmm

mmmm

mmmmm

tt

tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

mmmm

mmm

tt

t

mmmm

135

Barítónhorn – Framhaldsnám

Page 138: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

136

Stækkaður þríhljómur frá fís

Dæmi – F-lykill

D-dúr

Forsjöundarhljómur frá A

Minnkaður sjöundarhljómur frá Fís

Stækkaður þríhljómur frá E

==================

Åä

mmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

t!t

!t

tmmmm

mmmmm

mmmmmmm

mmmmm

! t!t

t

t

æ

mmmm

mmmmm

mmmmmm

mmmmmmm

!tt

!t!t

|

mmmm

=======================

Å

mmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

!tt

t"t m

mmm

mmmmm

mmmmmm

mmmmmm

! tt

t" t m

mmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

! tt

tt

mmmmmm

mmmmm

mmmm

mmm

" tt

tt

æ!|

mmmm

b

====================

Åä

mmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

t!t

tt m

mmm

mmmmm

mmmmmm

mmmmmm

t! t

tt m

mmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

t! t

mmmmm

mmmmm

mmmm

mmm

tt

t!t

æ|

mmmm b

=======================

Å !

!ä m

mmm

mmmm

mmmm

mmmmm

tt

tt m

mmm

mmmm

mmmm

mmmmm

tt

tt m

mmmm

mmmmm

mmmmmm

mmmmmm

tt

tt

mmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

tt

tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

mmmm

mmmm

tt

tmmmm

====================Ä

ämmmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

! t! t

$t

!tmmmm

mmmmm

mmmmmmm

mmmmm

! t$t

!t

t

æ

mmmm

mmmmm

mmmmmm

mmmmmmm

!t!t

$t! t

! |

mmmmmm

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

136

Page 139: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

137

Óundirbúinn nótnalesturAuk hefðbundins, óundirbúins nótnalestrar skal nemandi, sem allajafnales nótur í G-lykli, lesa án undirbúnings viðfangsefni í F-lykli annarsvegar og í tenórlykli hins vegar. Nemandi, sem að jafnaði les nótur íF-lykli, skal lesa án undirbúnings verkefni í G-lykli annars vegar og tenór-lykli hins vegar. Dæmi í tenórlykli skulu vera af sambærilegri þyngd oglestrardæmi á miðprófi en viðfangsefni í F- og G-lykli sambærileg við-fangsefnum við lok miðnáms.

SamleikurHér á eftir fara nokkrar ábendingar um samleiksverk sem gætu reynstnotadrjúg í kennslu. Verkin eru flokkuð í tvennt: verk fyrir grunnnámog miðnám, allt eftir því á hvorum námsáfanga þau henta betur. Innanhvors hluta er verkunum raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefendagetið með sama hætti og annars staðar í námskránni.

Þar sem lítið hefur verið skrifað af samleiksefni fyrir barítónhorn mábenda á lista yfir samleiksverk í námskrám annarra hljóðfæra, s.s.trompets og básúnu.

Grunnnám

DEDRICK, ART (ÚTS.)Three Hymns[2 trompetar + 2 básúnur/barítón-horn]Kendor Music

GREGSON, EDWARD15 Duets for Intermediate Brass[tveir eins]Brass Wind

MALTON, P.Vi spelar tillsamans 5 og 7[2 trompetar + 2 básúnur/barítón-horn]EFEM MusikförlagVem kan segla[2 trompetar + 2 básúnur/barítón-horn]EFEM Musikförlag

PEUERL, PAUL / JONES, PHILIPFour Dances[2 trompetar + 2 básúnur/barítón-horn]Chester

VOXMAN, H.Selected Duets, 1. og 2. hefti[tveir eins]Rubank

137

Barítónhorn – Framhaldsnám

Page 140: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

138

Miðnám

Bækur varðandi hljóðfæriðEftirfarandi skrá er ætlað að veita ábendingar um áhugaverðar og gagn-legar bækur varðandi sögu, smíði og þróun hljóðfærisins, tónbókmenntir,tónskáld, leikmáta, flytjendur og kennslu.

Atli Magnússon og fleiri: Skært lúðrar hljóma, Saga íslenskra lúðrasveita,Samband íslenskra lúðrasveita og Ísafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík 1984

Baines, Anthony: Brass Instruments: Their History and Development, Faber &Faber 1976 (Charles Scribner’s Sons, New York 1976)

Bevan, Clifford: The Tuba Family, Faber

Farkas, P.: The Art of Brass Playing, Wind Music Inc., Rochester 1962

Ridgeon, John: The Physiology of Brass Playing, Brass Wind Publications, Manton,Oakham Leic.

Ýmsir: Brass Anthology (2. útg.), The Instrumentalist Company, Evanston IL1984

VefslóðirÝmsar upplýsingar má finna á vefslóðinni: http://www.tubaonline.org/

NIEHAUS, LENNIE (ÚTS.)Miniature Jazz Suite // 1[tveir eins]Kendor MusicLondonderry Air[tveir eins]Kendor MusicStephen Foster Jazzsuite[tveir eins]Kendor Music

RAMSKILL, ROBERTBeano[trompet, althorn, F-horn, básúna,barítónhorn, túba – ýmsir möguleikar]Brass Wind

RAMSKILL, ROBERTBy Arrangement[trompet, althorn, F-horn, básúna,barítónhorn, túba – ýmsir möguleikar]Brass Wind

UBER, DAVIDBugle Calls for Brass[tveir eins]Kendor Music

138

Page 141: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

139

Í þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi nám á túbu. Þar á eftir fara kaflar um hvern hinna þriggjamegináfanga námsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Í þessumköflum eru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið sem nem-endur þurfa að hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtirverkefnalistar með dæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Áeftir verkefnalistunum er prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdumdæmum og gerð grein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma. Í loknámskrárinnar er skrá með samleiksverkum, auk ábendinga um gagn-legar bækur varðandi hljóðfærið.

Nokkur atriði varðandi nám á túbuTúba er stórt og fyrirferðarmikið hljóðfæri. Því getur verið æskilegt aðnemendur hefji nám á annað minna og meðfærilegra málmblásturs-hljóðfæri en skipti síðar yfir á túbu þegar kennari telur henta. Þess máþó geta að á síðari árum hafa verið hannaðar minni túbur sérstaklegameð unga nemendur í huga.

Nám á túbu getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burði til aðleika á hljóðfærið, oftast við 10 til 12 ára aldur. Dæmi eru þó um að nem-endur byrji talsvert fyrr, allt niður í 8 ára aldur.

Algengt er að tónlistarskólar og lúðrasveitir leigi eða láni nemendumtúbur vegna þess hve dýrar þær eru. Æskilegt er að skólar eigi einnighljóðfæri til afnota fyrir nemendur í kennslustundum og samleik endagetur ungu fólki reynst erfitt að ferðast með hljóðfæri af þessari stærð.

Túbur eru til í mörgum stærðum og gerðum, misdjúpar. Algengastareru túbur í B eða Es og miðar námskráin við að notuð séu slík hljóðfæri.Í sinfóníuhljómsveitum eru túbur í C hins vegar algengastar en túbur íF eru gjarnan notaðar af einleikurum og í kammerhópum.

139

TÚBATÚBA

Page 142: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

140

Flestar túbur hafa þrjá ventla en hægt er að fá þær með fjórum, fimm ogsex ventlum. Fleiri ventlar en þrír gera mögulegt að ná dýpri nótum ogauka nákvæmni í inntónun.

Tónlist fyrir túbu er allajafna skrifuð í F-lykli, án tónflutnings, og gildirþá einu um hvaða gerð hljóðfærisins er að ræða. Í breskum kennslubók-um eru túbunótur þó oft skrifaðar í G-lykli og tónfluttar í B eða Es.

Túbunni bregður fyrir í öllum tónlistarstefnum en fyrst og fremst er húnnotuð í lúðrasveitum, sinfóníuhljómsveitum og kammerhópum. Þó aðtúban sé ekki dæmigert einleikshljóðfæri er til talsvert af einleiksverkumfyrir hljóðfærið en mörg þeirra eru umritanir verka fyrir önnur hljóðfæri,svo sem selló og trompet.

Mikið er til af samleiksverkum fyrir málmblásara. Algengust erukvintettar, kvartettar og tríó en einnig er talsvert um verk fyrir stærrihópa, svo sem lúðrasveitir og málmblásarakóra. Mjög æskilegt er aðnemendum á málmblásturshljóðfæri gefist tækifæri til að kynnast þess-ari tónlist, gjarnan í reglulegu starfi samleikshópa.

GrunnnámAlmennt er miðað við að nemendur, sem hefja nám í hljóðfæraleik 8 til 9ára gamlir, ljúki grunnnámi á um það bil þremur árum. Þessi viðmiðuner þó engan veginn einhlít þar sem nemendur hefja nám á ýmsum aldriog námshraði getur verið mismunandi.

Markmið í grunnnámiUppbygging kennslu í grunnnámi skal taka mið af eftirfarandi: Megin-markmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðal-námskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nem-enda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendur ólíkir.Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbund-in og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

140

Page 143: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

141

Við lok grunnnáms eiga túbunemendur að hafa náð eftirfarandi mark-miðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- haldi rétt á hljóðfærinu og noti fingurgóma á ventlana

- beiti jöfnum og markvissum fingrahreyfingum

- hafi náð tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð góðri og eðlilegri munnsetningu

- hafi náð góðum grundvallartökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá

'As til f á B-túbu eða 'B til g á Es-túbu

- hafi náð allgóðum tökum á inntónun

- geti gert styrkleikabreytingar vel heyranlegar

- ráði yfir eðlilegri tungutækni miðað við þetta námsstig

- geti leikið bundið og með tungu

Nemandi

- hafi öðlast allgott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við í fyrri hluta grunnnáms

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyra

- hafi fengist við skapandi starf frá upphafi námsins

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt

þessari námskrá

141

Túba – Grunnnám

Page 144: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

142

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir

um það bil þriggja ára nám:

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Verkefnalisti í grunnnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til við-miðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lok grunn-náms.

Listinn er tvískiptur: annars vegar kennslubækur og æfingar, hins vegartónverk og safnbækur. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutarkennslubóka eða tónverka að vera erfiðari en hæfir þessum námsáfanga.Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getiðí fleiri en einum áfanga.

Kennslubækur og æfingar

ARBAN / PRESCOTTAuthentic Excerpts from Arban’sComplete MethodCarl Fischer

ENDRESEN, R. M.Supplementary StudiesRubank

GETCHELL, ROBERT W.First Book of Practical Studiesfor TubaBelwin Mills

HOVEY, N. W.Elementary methodRubank

RIDGEON, JOHNNew Horizons for the YoungBrass PlayerBrass Wind

SKORNICKA, J. E. / BOLTZ, E. G.Intermediate methodRubank

UBER, DAVIDFirst Studies for BB TubaKendor Music

WASTALL, PETERLearn as you playBoosey & Hawkes

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

142

Page 145: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

143

Tónverk og safnbækur

Eftirfarandi tónverk og safnbækur eru fyrir túbu og hljómborðsundirleik nema annað sé tekiðfram.

GrunnprófVið lok grunnnáms skulu nemendur þreyta grunnpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikil-vægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

Verkefni og prófkröfurÁ grunnprófi í túbuleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu.Aðrir prófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinnnótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins. Á grunn-prófi velja nemendur á milli þess að (a) spinna út frá gefnu upphafi, ein-földu hljómferli eða lagi, (b) leika frumsamið verk eða eigin útsetninguog (c) leika stutt alþýðulag eða þjóðlag sem þeir hafa lært eftir eyra.

BJÖRN, F. Alley Cat Kendor Music

FLETCHER, JOHNTuba Solos, 1. heftiChester

GREGSON, EDWARD / RIDGEON,JOHN

New Horizons - Nine Miniaturesfor Es TubaBrass Wind

JACOB, GORDONSix Little Tuba PiecesEmerson Edition4 Bagatelles for TubaEmerson Edition

JOHNSON, STUARTNew Horizons - The Tuneful TubaBrass Wind

LAWRANCE, PETERWinners GaloreBrass Wind

LAWRANCE, PETERNew Horizons - Six Modern Pieces for Es-TubaBrass Wind

WEKSELBLATT, HERBERTFirst Solos for the Tuba PlayerSchirmerSolos for the Tuba PlayerSchirmer

ÝMSIRKeynotes AlbumBrass Wind

The Canadian Brass ElementaryTuba SolosHal Leonard

The Canadian Brass Inter-mediate Tuba SolosHal Leonard

Up Front Album, 1. og 2. heftiBrass Wind

143

Túba – Grunnnám

Page 146: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

144

Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finna í almennum hluta aðal-námskrár tónlistarskóla, bls. 43. Nánar er gerð grein fyrir vægi einstakraprófþátta á bls. 37 í sama riti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á grunnprófi, valin úrþekktum tónbókmenntum hljóðfærisins. Síðan eru birt fyrirmæli umleikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á grunnprófi er ætlað að skil-greina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sam-bærilegri þyngd.

Dæmi um tónverk

Dæmi um æfingar

Æfing nr. 13 Úr: Endresen, R. M.: Supple-mentary StudiesRubank

Æfing nr. 36Úr: Getchell, R. W.: Practical Studies, 1. heftiBelwin Mills

SCHUBERT, F.Who is Sylvia Úr: The Canadian Brass Inter-mediate Tuba SolosHal Leonard

MOZART, W. A.O Isis and OsirisÚr: Wekselblatt, H.: Solos for theTuba PlayerSchirmer

RAMEAU, J. P.La VillageoiseÚr: Wekselblatt, H.: First Solosfor the Tuba PlayerSchirmer

JACOB, GORDONThe Corsair BoldÚr: 4 Bagatelles for TubaEmerson Edition

BJÖRN, F.Alley Cat Kendor Music

RUNSWICK, D.SlinkenpopÚr: Up Front Album, 2. heftiBrass Wind

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

144

Page 147: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

145

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni – B-túba

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá 'B til B

- eftirtalda dúrtónstiga: C, F, B, Es, As

- eftirtalda laghæfa molltónstiga: a, d, c, f, e

- þríhljóma í framangreindum dúr- og molltóntegundum

Efni – Es-túba

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá Es til es

- eftirtalda dúrtónstiga: C, F, B, Es, G

- eftirtalda laghæfa molltónstiga: a, d, g, c, e

- þríhljóma í framangreindum dúr- og molltóntegundum

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og brotna hljóma innan tónsviðsins 'As til f á B-túbu

eða 'B til g á Es-túbu

- leiki krómatískan tónstiga á B-túbu frá 'B upp á B og niður á 'B aftur

eða á Es-túbu frá Es upp á es og niður á Es aftur

- leiki dúr- og molltónstiga eina áttund upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur

- leiki þríhljóma eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- geti leikið tónstiga og hljóma bundið og með tungu

- leiki tónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M. C = 60, miðað við

að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

145

Túba – Grunnnám

Page 148: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

146

Dæmi

Krómatískur tónstigi frá 'B

Krómatískur tónstigi frá Es

C-dúr

d-moll, laghæfur

B-dúr, þríhljómur

============

Å

"

æ

mmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmmm

tt

t

t

mmmmm

mmmmmt

tt

mmmmm

====================

Å

"ä m

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t#t

!tt

æ

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmt

tt

t

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

====================

Åä m

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

tt

t

mmmm

mmmm

tt

t

mmmmm

=======================

Åä m

mmm

mmmm

mmmm

mmmm

" t # tt !t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t"t #t

"t

mmmm

mmmm

mmm

mmmm

tt"t #t m

mmm

mmm

mmmm

mmm

" tt " t

t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t "tt "t

mmmm

mmm

mmmm

mmmmt "t

tt

======

Å

æ" |

mmmm

b

=======================

Åä m

mmmm

mmmmm

mmmmm

mmmmm

" t # tt ! t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t" t # t

t

mmmm

mmmm

mmm

mmmm

!tt"t #t

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm" t

t "tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmmm" t

tt " t

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmt " t

tt

=========

Å

æ

" |

mmmmm

b

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

146

Page 149: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

147

e-moll, þríhljómur

MiðnámÍ miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur getilokið miðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði geturþó verið mismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroskinemenda.

Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi: Megin-markmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðal-námskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstak-lingsbundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiðahvern nemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok miðnáms eiga túbunemendur að hafa náð eftirfarandi markmið-um:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- beiti öruggum og markvissum fingrahreyfingum

- hafi náð góðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi náð eðlilegri og vel þjálfaðri munnsetningu

- hafi náð góðum tökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá 'F til a á

B-túbu eða 'A til b á Es-túbu

- hafi hlotið þjálfun sem miði að góðu úthaldi

- hafi náð góðum tökum á inntónun

- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri

- ráði yfir töluverðu styrkleikasviði og geti gert andstæður augljósar

===========

Å !ä

æ

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

t

t

mmmm

mmmmt

tt

mmmm

147

Túba – Grunnnám

Page 150: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

148

- ráði yfir góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjölbreytni í

túlkun

- hafi hlotið nokkra þjálfun í notkun tvöfaldrar og þrefaldrar tungu

- hafi gott vald á að leika bundið og með tungu

- geti leikið varabindingar á sama gripi, þ.e. náttúrutónabindingar

Nemandi

- hafi öðlast gott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við í fyrri hluta miðnáms

- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar

- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessari

námskrá

Nemanda hafi gefist kostur á að velja hvort og að hversu miklu leyti

hann sinnir eftirfarandi atriðum:

- leik eftir eyra

- tónsköpun

- spuna

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir

um það bil sjö til átta ára nám:

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- ýmis blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

148

Page 151: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

149

Verkefnalisti í miðnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í miðnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til við-miðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni, sem hentar við upphaf miðnáms, til efnis sem hæfir viðlok námsáfangans.

Listinn er tvískiptur: annars vegar kennslubækur og æfingar, hins vegartónverk og safnbækur. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutarkennslubóka eða tónverka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessumnámsáfanga. Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrumtilvikum getið í fleiri en einum áfanga.

Kennslubækur og æfingar

ARBAN / PRESCOTTAuthentic Excerpts from Arban’sComplete MethodCarl Fischer

BLAZHEVICH, VLADISLAV70 Studies for BB flat TubaRobert King

BORDOGNI, MARCO43 Bel Canto Studies for TubaRobert King

ENDRESEN, R. M.Supplementary StudiesRubank

GETCHELL, ROBERT W.Second Book of Practical Studiesfor TubaBelwin Mills

GOWER, W. M. / VOXMAN, H.Advanced Method, 1. og 2. heftiRubank

JACOB, GORDONSix Little Tuba PiecesEmerson Edition

KOPPRASCH, C.Sixty Selected Studies for Bb-TubaRobert King

LAWRANCE, PETERFeaturing MelodyBrass Wind

RIDGEON, JOHNEight graded lip flexibilitiesBrass Wind

SHOEMAKER, JOHNLegato Etudes for TubaCarl Fischer

UBER, DAVIDFirst Studies for BB TubaKendor Music25 Early StudiesSouthern Music Company

149

Túba – Miðnám

Page 152: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

150

Tónverk og safnbækur

Eftirfarandi tónverk og safnbækur eru fyrir túbu og hljómborðsundirleik nema annað sé tekiðfram.

MiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar í hljóð-færaleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finna um-fjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægi þeirra,lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikilvægt er aðallir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.

Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi í túbuleik skal nemendi leika þrjú verk og eina æfingu. Aðrirprófþættir eru tónstigar og brotnir hljómar, val og óundirbúinn nótna-lestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins. Á miðprófi veljanemendur á milli þess að (a) leika tónverk að eigin vali af sambærilegriþyngd og önnur prófverkefni, (b) leika frumsamið verk eða eigin útsetn-ingu og (c) spinna út frá gefnu upphafi, lagi eða hljómferli með eða ánundirleiks. Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finna í almenn-um hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 43. Nánar er gerð grein fyrirvægi einstakra prófþátta á bls. 38–39 í sama riti.

CAPUZZI, ANTONIOAndante og RondoHinrichsen

CHRISTENSEN, JAMESBassey BluesKendor Music

CLEWS, EILEENQuintessencePattersons Publications

FLETCHER, JOHNTuba Solos, 1. heftiChester

HANMER, RONALDTuba TunesEmerson Edition

RAMSKILL, ROBERTFrom Vivaldi to Fats WallerBrass Wind

TELEMANN, G. PH.Adagio og Allegro úr trompet-konsert í D-dúrSouthern Music CompanyPrelude og AllegrettoSouthern Music CompanyAndante og AllegroSouthern Music Company

UBER, DAVIDRomanceKendor Music

WEKSELBLATT, HERBERT (ÚTS.)Solos for the Tuba PlayerSchirmer

ÝMSIRMaster SolosHal Leonard

The Canadian Brass Inter-mediate Tuba SolosHal Leonard

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

150

Page 153: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

151

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á miðprófi, valin úrþekktum tónbókmenntum hljóðfærisins. Síðan eru birt fyrirmæli umleikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

Tónverk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni af sambæri-legri þyngd.

Dæmi um verk

Dæmi um æfingar

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá 'F til a á B-túbu eða 'A til b á Es-túbu

Æfing nr. 4Úr: Bordogni, M.: 43 Bel CantoStudies for TubaRobert King

Æfing nr. 28Úr: Gower, W. M. / Voxman, H.:Advanced Method, 2. heftiRubank

BACH, J. S.Two Bourrés Úr: Wekselblatt (úts.): Solos forThe Tuba PlayerSchirmer

BERNSTEIN, L.Waltz for Mippy III Úr: Wekselblatt (úts.): Solos forThe Tuba PlayerSchirmer

CAPUZZI, A.Andante Hinrichsen

CLEWS, E.RunaboutÚr: Clews, Eileen: QuintessencePattersons Publications

PARKHURSTVariations on TemperenceTheme Úr: Fletcher, J.: Tuba Solos, 1. heftiChester

UBER, D.RomanceKendor Music

151

Túba – Miðnám

Page 154: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

152

- dúrtónstiga, hljómhæfa og laghæfa molltónstiga til og með fimm for-

merkjum

- dúr- og mollþríhljóma til og með fimm formerkjum

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins 'F til a á B-túbu eða 'A til b

á Es-túbu

- leiki krómatískan tónstiga frá neðsta tóni upp á efsta tón innan tón-

sviðsins og niður á neðsta tón aftur

- leiki dúr- og molltónstiga tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs,

annars eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- leiki þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á grunntón

aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs, annars

eina áttund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- geti leikið tónstiga og hljóma bundið og með tungu

- leiki tónstiga og hljóma eigi hægar en M.M. C = 78, miðað við að

leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi

A-dúr

f-moll, hljómhæfur

=======================

Å

"

"

"

" ä

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

#tt

æ

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmm#t

tt

t

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

=======================

Å !

!

!

ä mmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

tt

tt

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt m

mmm

mmmmm

mmmmm

mmmmm

tt

tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

tt

t

==========

Å !

!

!

æ

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmt

tt

t|

mmmmmm

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

152

Page 155: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

153

FramhaldsnámFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og miðast lok framhaldsnáms við að nemendurséu undir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.

Gera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklings-bundinn og ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nem-enda. Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bilfjórum árum. Afburðanemendur ættu að geta lokið náminu á skemmritíma en einnig getur lengri námstími verið eðlilegur.

Markmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sér-tækum markmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörf-um nemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemend-ur ólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstak-lingsbundin og viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiðahvern nemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.

Við lok framhaldsnáms eiga túbunemendur að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:

Nemandi

- beiti líkamanum á eðlilegan hátt þegar leikið er á hljóðfærið

- beiti jafnri og lipurri fingratækni og ráði yfir talsverðum hraða

- hafi náð mjög góðum tökum á eðlilegri og djúpri öndun

- hafi tileinkað sér eðlilega og vel þjálfaða munnsetningu

- hafi náð góðum tökum á öruggri og þroskaðri tónmyndun á öllu tón-

sviðinu frá 'E til d'

- hafi náð góðu úthaldi

- hafi náð mjög góðum tökum á inntónun

- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri

- hafi kynnst vibrato

- ráði yfir víðu styrkleikasviði hvar sem er á tónsviði hljóðfærisins 153

Túba – Framhaldsnám

Page 156: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

154

- ráði yfir mjög góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjöl-

breytni í túlkun

- ráði yfir leikni í notkun tvöfaldrar og þrefaldrar tungu

- geti leikið varabindingar á sama gripi á öllu tónsviðinu, þ.e. náttúru-

tónabindingar

- geti leikið trillur og skrautnótur í samræmi við tónbókmenntir þessa

námsáfanga

Nemandi

- hafi öðlast mjög gott hrynskyn

- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem

fengist var við á miðprófi

- hafi kynnst nótnalestri í G-lykli

- hafi fengið reglulega þjálfun í að leika utanbókar

- hafi hlotið þjálfun í ýmiss konar samleik, bæði í stærri og minni hópum

- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna

- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna

- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari

námskrá

- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmt

þessari námskrá

- hafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt almenn-

um hluta aðalnámskrár, bls. 41–42

Nemandi sýni með ótvíræðum hætti

- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun

- margvísleg blæbrigði og andstæður

- þekkingu og skilning á stíl

- tilfinningu fyrir samleik

- öruggan og sannfærandi leik

- persónulega tjáningu

- viðeigandi framkomu

Verkefnalisti í framhaldsnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í framhalds-námi. Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við val

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

154

Page 157: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

155

annars kennsluefnis. Þyngdarstig verkefnanna er breytilegt, þ.e. allt frákennsluefni, sem hentar við upphaf framhaldsnáms, til efnis sem hæfirvið lok námsáfangans.

Listinn er þrískiptur: æfingar, tónverk og útdrættir úr hljómsveitarverk-um. Raðað er eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðantitil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar kennslubóka eðatónverka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Afþessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið ífleiri en einum áfanga.

Æfingar

Tónverk

Eftirfarandi tónverk eru fyrir túbu og hljómborðsundirleik nema annað sé tekið fram.

ARNOLD, MALCOLMFantasy for Tuba[einleiksverk]Faber

BARAT, J. E.Introduction et danceLeduc

BOZZA, E.Thème variéLeduc

CLEWS, EILEENQuintessencePattersons Publications

BIXBY, DOUGLAS / BOBO, ROGERBach for the Tuba, 1. og 2. heftiWestern International Music

BLAZHEVICH, VLADISLAV70 Studies for BB flat Tuba, 2. heftiRobert King

BOBO, ROGERMastering the tuba, 1. heftiEditions Bim

BORDOGNI, MARCO43 Bel Canto Studies for TubaRobert King

GOWER, W. M. / VOXMAN, H.Advanced Method, 1. og 2. heftiRubank

KOPPRASCH, C.Sixty Selected Studies for TubaRobert King

OSTRANDER, ALLENShifting Meter Studies for BassTrombone or TubaRobert King

SHOEMAKER, JOHNLegato Etudes for TubaCarl Fischer

VASILIEV, S.24 Melodious Etudes for TubaRobert King

155

Túba – Framhaldsnám

Page 158: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

156

Útdrættir úr hljómsveitarverkum

STOENBERG, A.Orchesterstudien, 1. og 4. heftiMusikverlage Hans Gerig

TORCHINSKY, A. Tuba Player's Orchestral Reper-toire Vol. 1 Mendelssohn-BerliozEncore Music PublishersTuba Player's Orchestral Reper-toire Vol. 2 WagnerEncore Music PublishersTuba Player's Orchestral Reper-toire Vol. 4 Richard StraussEncore Music Publishers

Tuba Player's Orchestral Reper-toire Vol. 5 Tchaikovsky[sinfóníur]Jerona Music CorporationTuba Player's Orchestral Reper-toire Vol. 8 Prokoffief[sinfóníur]Jerona Music CorporationTuba Player's Orchestral Reper-toire Vol. 10 StravinskyJerona Music CorporationTuba Player's Orchestral Reper-toire Vol. 11 MahlerJerona Music Corporation

DEFAYE, JEAN-MICHELSuite MarineLeduc

FRACKENPOHL, ARTHURConcertino for TubaRobert King

GRUNDMAN, CLARETuba RhapsodyBoosey & Hawkes

HARTLEY, WALTER S.Svíta[einleiksverk]Elkan Vogel Co.

HINDEMITH, PAULSónataSchott

LEBEDEV, A.Concerto in One MovementMusic Corp.

MARCELLO, B.Sónata nr. 1 í F-dúrSouthern Music CompanySónata nr. 5 í C-dúrSouthern Music Company

PENDERECKICapriccioSchott

SCHUMANN / BELLThe Jolly Farmer Goes to TownCarl Fischer

STEKL, KONRADSónataAdler

STEWART, JOSEPH„Tuba“Kendor Music

VAUGHAN WILLIAMS, RALPHKonsert fyrir túbuOxford University Press

WEKSELBLATT, HERBERTSolos for the Tuba PlayerSchirmer

WILDER, ALECSuite no. 1, Effie suiteWilder

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

156

Page 159: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

157

FramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Prófið er þríþætt:hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 33–44, er að finnaumfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægiþeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Umfjöllunum tónleika við lok framhaldsnáms er að finna á bls. 41–42 í sama riti.Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vand-lega.

Verkefni og prófkröfurÁ framhaldsprófi í túbuleik skal nemandi leika þrjú verk, útdrætti úrhljómsveitarverkum og eina æfingu. Aðrir prófþættir eru tónstigar ogbrotnir hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið erfyrir heildarsvip prófsins. Á framhaldsprófi velja nemendur á milli þessað (a) leika tónverk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur próf-verkefni og (b) leika samleiksverk þar sem próftaki gegnir veigamikluhlutverki. Frekari umfjöllun um valþátt prófsins er að finna í almennumhluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 44. Nánar er gerð grein fyrirvægi einstakra prófþátta á bls. 40 í sama riti.

Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi og út-drætti úr hljómsveitarverkum. Síðan eru birt fyrirmæli um leikmátaþeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.

Tónverk, útdrættir úr hljómsveitarverkum og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á framhaldsprófi er ætlað að skil-greina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.

157

Túba – Framhaldsnám

Page 160: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

158

Dæmi um tónverk

Dæmi um útdrætti úr hljómsveitarverkum

Dæmi um æfingar

Tónstigar og brotnir hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hættisem mælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstigaog hljóma sem leiknir eru.

Efni

Nemandi geti leikið

- krómatískan tónstiga frá 'E til d'

- alla dúrtónstiga, hljómhæfa og laghæfa molltónstiga

- alla dúr- og mollþríhljóma

- forsjöundarhljóma frá hvaða tóni sem er í neðstu áttund tónsviðsins

- minnkaða sjöundarhljóma frá 'E 'F og 'Fís

- stækkaða þríhljóma frá 'E 'F 'Fís og 'G

Æfing nr. 51Úr: Blazhewhich, V.: 70 Studiesfor BB flat Tuba, 2. heftiRobert King

Æfing nr. 27Úr: Kopprasch, C.: Sixty SelectedStudies for TubaRobert King

BERLIOZ, HECTORSymphonie fantastique

MAHLER, GUSTAVSinfónía nr. 1

PROKOFFIEV, S.Rómeó og Júlía – svíta nr. 2

STRAUSS, RICHARDTill Eulenspiegels Lustige Streiche

TCHAIKOVSKIJ, PJOTRSinfónía nr. 4

WAGNER, RICHARDForleikurinn að Meistara-söngvurunum

ARNOLD, M.Fantasy for Tuba[einleiksverk]Faber

CAPUZZI, A.Andante og RondoHinrichsen

GRUNDMAN, C.Tuba RhapsodyBoosey & Hawkes

HARTLEY, W.SvítaElkan Vogel Co.

STEWART, J.„Tuba“Kendor Music

SCHUMANN / BELLThe Jolly Farmer goes to TownCarl Fischer

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

158

Page 161: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

159

Leikmáti og hraði

Nemandi

- leiki tónstiga og hljóma innan tónsviðsins 'E til d'

- leiki krómatískan tónstiga frá neðsta tóni upp á efsta tón innan tón-

sviðsins og niður á neðsta tón aftur

- leiki dúr- og molltónstiga tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs,

annars tólfund og niður á grunntón aftur

- leiki þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á grunntón

aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs, annars

tólfund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- leiki forsjöundarhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs,

annars tólfund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- leiki minnkaða sjöundarhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og

niður á grunntón aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds

tónsviðs, annars tólfund upp frá grunntóni og niður á grunntón aftur

- leiki stækkaða þríhljóma tvær áttundir upp frá grunntóni og niður á

grunntón aftur þar sem mögulegt er innan framangreinds tónsviðs,

annars tólfund og niður á grunntón aftur

- geti leikið alla tónstiga og hljóma bundið og með tungu

- leiki tónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M. C = 100, miðað

við að leiknar séu áttundapartsnótur

- leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar

Dæmi

es-moll, laghæfur

Forsjöundarhljómur frá 'E

=======================

Åä m

mmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

t! t

tt

mmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

t!t

tt

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

tt

t!t

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

tt

t! t

æ

|

mmmmmmm

b

=======================

Å

"

"

"

"

"

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

tt

tt

mmmmm

mmmm

mmmm

mmmm

t#t

#tt m

mmm

mmmm

mmmm

mmmmm

tt

tt

mmmm

mmmm

mmmm

mmm

tt

tt

æ

mmmm

mmmm

mmmm

mmmmmt

tt

t

mmmm

mmmm

tt

t

mmmm

159

Túba – Framhaldsnám

Page 162: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

160

Minnkaður sjöundarhljómur frá 'F

Stækkaður þríhljómur frá 'G

SamleikurHér á eftir fara nokkrar ábendingar um samleiksverk sem gætu reynstnotadrjúg í kennslu. Verkin eru flokkuð í þrennt: verk fyrir grunnnám,miðnám og framhaldsnám, allt eftir því á hvaða námsáfanga þau hentabest. Innan hvers hluta er verkunum raðað eftir stafrófsröð höfunda ogútgefenda getið með sama hætti og annars staðar í námskránni.

Grunnnám

Miðnám

BACH, J. S. / AUGUSTIN, DANIEL S.Duets and Trios arr. from worksof J. S. BachSouthern Music Company

MOWAT, CHRISTOPHER / PARKER, JIM

Brass People[trompet, althorn, F-horn, básúna,barítónhorn, túba – ýmsir möguleikar]Brass Wind

OFFENBACH, JACQUES / FRACKENPOHL, A.

Can Can[2 trompetar + F-horn + básúna +túba]Kendor Music

RAMSKILL, ROBERTBeano[trompet, althorn, F-horn, básúna,barítónhorn, túba – ýmsir möguleikar]Brass WindBy Arrangement[trompet, althorn, F-horn, básúna,barítónhorn, túba – ýmsir möguleikar]Brass Wind

STAMITZ, KARLDuet for Two Tubas or Baritonand Tuba[2 túbur / barítónhorn + túba]The Brass Press

BARNES, WALTER H. (ÚTS.) The Canadian Brass EducationalSeries, Book for Beginning Quintets[2 trompetar + F-horn + básúna +túba]Hal Leonard

BARNES, WALTER H. (ÚTS.) The Canadian Brass EducationalSeries, Book of Easy Quintets[2 trompetar + F-horn + básúna +túba]Hal Leonard

===================

Åä m

mmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

tt

! t

tmmmm

mmmmm

mmmmmmm

mmmmm

t!t

t

t

æ

mmmm

mmmmm

mmmmmm

mmmmmmm

tt

! tt

|

mmmmmm

=======================

Åä m

mmmmmm

mmmmmm

mmmmm

mmmm

t" t

" t% t

mmmmmm

mmmmm

mmmmm

mmmm

t"t

"t%t

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

t%t

"t"t

mmmm

mmmm

mmmmm

mmmmmm

t% t

" t" t

æ

|

mmmmmmm

b

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

160

Page 163: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

161

Framhaldsnám

Bækur varðandi hljóðfæriðEftirfarandi skrá er ætlað að veita ábendingar um áhugaverðar og gagn-legar bækur varðandi sögu, smíði og þróun hljóðfærisins, tónbók-menntir, tónskáld, leikmáta, flytjendur og kennslu.

Atli Magnússon og fleiri: Skært lúðrar hljóma, Saga íslenskra lúðrasveita,Samband íslenskra lúðrasveita og Ísafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík 1984

Baines, Anthony: Brass Instruments: Their History and Development, Faber &Faber 1976 (Charles Scribner’s Sons, New York 1976). Dover Publ. 1993

Bevan, Clifford: The Tuba Family, Faber

Farkas, P.: The Art of Brass Playing, Wind Music Inc., Rochester 1962

Ridgeon, John: The Physiology of Brass Playing, Brass Wind Publications,Manton, Oakham Leic.

Ýmsir: Brass Anthology (2. útg.), The Instrumentalist Company, Evanston IL1984

VefslóðirÝmsar upplýsingar má finna á vefslóðinni: http://www.tubaonline.org/

DANIELSSON, CHRISTERCapriccio Da Camera[túba + málmblásarakór]Wilhelm Hansen

SINGLETON, KENNETHTwenty-Five Barocque andClassical Duets[2 túbur]Southern Music Company

TATE, BRIANTríó[túba + horn + píanó]Touch of Brass Music, Canada

161

Túba – Framhaldsnám

Page 164: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

á landsbyggðinniá landsbyggðinni

Menntamálaráðuneytið

Skýrsla samstarfshópsum menningarmál

Menntamálaráðuneytið 2000

Page 165: KÁPA/MÁLMBLHLJF 6.3.2001 11:06 Page 1 · margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan

162

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Málmblásturshljóðfæri

162