mÁlgagn og frÉttabrÉf hjartaheilla...hjartaheill og oddfellow Þ ann 12. apríl, 2012 mættu...

32
MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA 24. árg. 2. tbl. nóvember 2012

Upload: others

Post on 01-Feb-2021

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA24. árg. 2. tbl. nóvember 2012

  • VELFERÐ2

    Ágætu félagsmenn Hjartaheilla og aðrir velunnarar samtakanna.

    Enn nálgast jól og áramót og við slík tímamót fer vel á því að líta aðeins yfir farinn veg og horfa til framtíðar. Þann 20. október s.l. héldum við aðalfund samtakanna okkar og var þar lögð fram ítarleg skýrsla stjórnar yfir félagsstarfið síðastliðin 3 ár eða frá því við héldum síðast aðalfund í september 2009. Skýrslan er birt í þessu blaði og skal því forðast að endurtaka það sem þar kemur fram. Ég vil þó nefna örfá atriði sem lúta að verkefnum þeim sem framundan eru.

    Fyrst skal þess þó getið að starfsemi Hjartaheilla hefur verið með hefðbundnum hætti. Starf skrifstofunnar hefur verið í höndum Ásgeirs Þórs Árnasonar framkvæmdastjóra okkar og Guðrúnar Bergmann Franzdóttur, formanns Neistans, en auk þeirra hafa margir sjálfboðaliðar komið að hinum ýmsu verkefnum sem þurft hefur að vinna. Vil ég færa öllu þessu fólki mínar bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf og vel unnin störf.

    Eins og þið vitið öll þá hefur eitt af meginverkefnum samtakanna, fyrir utan hið hefðbundna starf, verið mælingarnar sem við höfum framkvæmt vítt og breitt um landið. Ferðir þessar hafa ávallt tekist afar vel, fjöldi manna verið mældur og skoðaður og margir fengið mikilvægar upplýsingar, jafnvel aðvaranir, sem ekki hefðu mátt dragast lengur, og er því gagnsemi mælingaferðanna ótvíræð. Á öllum stöðunum höfum við unnið með SÍBS og í nánu samráði við heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstarfsfólk og eru því góða fólki hér með færðar þakkir fyrir gott samstarf. Nú háttar hins vegar svo að við þurfum að sækja stuðning við verkefnið til velferðarráðuneytisins, í stað Alþingis áður, og á þessu stigi alveg óvíst hvernig styrkumsókn okkar muni reiða af. Rétt er að geta þess hér að nú er að hefjast sérstakt rannsóknarverkefni varðandi þessar mælingar í samstarfi við Oddfellow-regluna, SÍBS og Landspítalann. Við megum því ekki láta deigan síga og verðum að halda þessu mikilvæga verkefni áfram af fullum krafti.

    Á næsta ári verða samtökin 30 ára. Það er því tímabært að huga að því með hvaða hætti við viljum minnast þessa atburðar. Á 25 ára afmælinu tókum við myndarlegan þátt í söfnun til kaupa á nýju hjartaþræðingartæki og nú er, ekki síður en þá, þörf á að

    endurnýja elsta tækið sem enn er starfrækt á Landspítalanum, 16-17 ára gamalt þrátt fyrir að eðlilegur endingartími slíks hátæknibúnaðar sé almennt talinn aðeins 7-8 ár! Málið hefur verið rætt í stjórninni en ekki enn verið tekin endanleg ákvörðun um þátttöku en hér er vissulega um áhugavert og mikilvægt verkefni að ræða.

    Við höfum að undanförnu átt í viðræðum við Hjartavernd um nánara samstarf og samvinnu. Ég horfi til þess að slík samvinna geti orðið báðum til heilla og farsældar. Hjartavernd er fyrst og fremst rannsóknarstofnun og sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki á hinu vísindalega sviði en okkar hlutverk er hið félagslega, að koma fræðslu og upplýsingum um forvarnir á framfæri við félagsmenn og almenning. Þar held ég að leiðir okkar geti legið saman og kraftar nýst vel, öllum til hagsbóta.

    Að lokum vil ég nefna að samtökin okkar þyrftu að vera öflugri og meira áberandi. Okkur hefur reynst nokkuð erfitt að halda uppi virku starfi í landshlutadeildum samtakanna og að fá fólk til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa. Til að reyna að bæta úr þessu og gera samtökin skilvirkari samþykktum við á aðalfundinum breytingar á lögum félagsins, má í raun segja að um ný lög hafi verið að ræða. Breytingarnar voru ræddar á mörgum stjórnarfundum, á formannafundi og síðan sendar út til allra stjórnarmanna og formanna deildanna í sumar og hafa því fengið góðan undirbúning og mikla umfjöllun. Nú reynir á okkur öll sem valist höfum til trúnaðarstarfa fyrir Hjartaheill, landssamtökin og landshlutadeildirnar, að láta að okkur kveða og styrkja starfsemina svo sem frekast má verða.

    Margt fleira mætti telja upp en ég læt hér staðar numið. Ég vil að lokum senda öllum félagsmönnum Hjartaheilla, fjölskyldum þeirra og öðrum velunnurum samtakanna bestu óskir um gleðileg jól og óska þeim heilla og farsældar á komandi ári. Stöndum saman og eflum samtökin okkar til enn frekari dáða!

    Með hjartans kveðjum, Guðmundur Bjarnason, formaður stjórnar Hjartaheilla.

    HRAFNISTA

    HRAFNISTA

  • VELFERÐ 3

    Í fyrra bréfi Páls til Korintumanna segir í óðinum um kærleikann: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður.Kærleikurinn öfundar ekki.Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.

    Jólin eru tími kærleika og friðar. Öll þekkjum við hvernig andrúmsloftið og við sjálf breytumst, hugsum meira um náungann, kærleikann og erum reiðubúin til þess að láta eitthvað gott af okkur leiða.

    Hjartaheill eru samtök þar sem kærleikurinn er leiðarljós í starfi okkar. Á skrifstofu Hjartaheilla höfum við frábært starfsfólk sem greiðir götu þeirra sem til okkar leita. Ekki er spurt á hvaða tíma sólarhrings það er af þeirra hálfu, alltaf er nægur tími til að veita aðstoð. Þar er kærleikurinn að störfum. Starfsfólk okkar aðstoðar þá sem eiga um sárt að binda. Veitir þeim upplýsingar eða einfaldlega hlustar á skjólstæðinga okkar létta af sér áhyggjur sínum.

    Hjartaheill stefnir að því að fjölga félögum í samtökunum. Aðeins er eitt skilyrði sett fyrir inngöngu, viðkomandi þarf að hafa hjarta. Markhópurinn er því öll þjóðin. Hjartaheill skilgreinir sig sem lýðheilsusamtök.

    Lýðheilsa er hugtak yfir almennt

    heilsufar þjóðfélagshóps eða þjóðar og er þá átt við líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks. Segja má að hún grundvallist á samfélagslegri og sameiginlegri ábyrgð á því að bæta heilbrigði, lengja líf og auka lífsgæði fólks í víðum skilningi. Lýðheilsa byggir á samstarfi margra fræðigreina og snertir flestöll svið samfélagsins hvort sem litið er til efnahagslegra, félagslegra eða umhverfislegra þátta. Hún byggir á vísindalegum grunni og notkun fjölþættra aðferða við rannsóknir sem eru grunnurinn að hnitmiðuðu og vel heppnuðu forvarnar- og heilsueflingarstarfi í þágu þjóðarinnar.

    Á undanförnum áratugum hefur þjóðfélagið verið að þróast og hafa ýmsar menningar- og félagslegar breytingar haft gríðarleg áhrif á líf fólksins í landinu. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að örar þjóðfélagsbreytingar koma oft niður á félagslegri einingu samfélagsins sem endurspeglast í almennri líðan og hegðun fólks og því er mikilvægt nú, sem aldrei fyrr, að huga að þessum þáttum.

    Lýðheilsa þarf því að vera hluti af almennri umræðu um þjóðfélagsmál og að sem flestar hliðar hennar verði ræddar á þeim vettvangi. Stuðla þarf að þróun og rannsóknum á sviði lýðheilsu, beitingu viðurkenndra aðferða við mat á árangri verkefna og síðast en ekki síst að vekja athygli almennings á möguleikum til að hafa áhrif á eigið heilbrigði og leiðir til heilsueflingar.

    Hjartaheill vill stuðla að öllu framangreindu og leggja fram til eflingar lýðheilsu á Íslandi, að því marki sem samtökunum er það kleift og fjárhagur þeirra leyfir. Hafa ber í huga að starfsemi Hjartaheilla er að meginparti sjálfboðastarf einstaklinga með kærleikann að leiðarljósi.

    Nú göngum við inn í jólahátíðina. Hugsum vel um hvort annað og látum gott af okkur leiða.

    S. Kristján Ingimarsson samdi svo fallegt lag um kærleikann og ástina þar sem hann segir m.a.

    Þó að jólin komi innpökkuðí glanspappír og glimmerskrautVið skulum ekki gleyma þvíað allt sem þetta snýst umer kærleikur og ást.

    Frá ritstjóra

    Velferð, málgagn og fréttabréf Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga.

    Útgefandi: Hjartaheill, Síðumúla 6, 108 Reykjavík.

    Heimasíða samtakanna: hjartaheill.is Sími: 552 5744.

    Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sveinn GuðmundssonRitnefnd: Ásgeir Þór Árnason, Guðrún Bergmann Franzdóttir Margrét Albertsdóttir og Pétur Bjarnason.

    Prentun og umbrot: Viðey ehf.Forsíðumynd: Mynd af nemendum úr Kvennaskólanum í ReykjavíkÁrni RúnarssonUpplag: 7.000

    Aðsendar greinar eru á ábyrgð höfunda.

    Sveinn Guðmundsson.

    Pokasjóður styrkir Hjartaheill . . . . . 4

    Hjartaheill og Oddfellow . . . . . . . . . 5

    Hjartalausnir í Heilsuborg . . . . . . . . 6

    Göngudeild kransæðasjúklinga . . . . 7

    Gildi forvarna - Rannsóknir Hjarta-verndar á fyrirbyggjanlegum sjúk-dómum og afleiðingum þeirra . . . . . 8

    Aðalfundur Hjartaheilla 2012 . . . . 10

    Margir fá kransæðastíflu án þess að hafa hugmynd um það . . . . . . . . . 12

    Kalla inn færri í hjartaþræðingu út af biluðu tæki . . . . . . . . . . . . . . 13

    Bronsmót ÍR . . . . . . . . . . . . . . . . . 15

    Golfmót Hjartaheilla 2012 . . . . . . 19

    Glæsilegum árangri í áheitasöfnun fagnað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19

    Minningarorð - Jóhannes Proppé . 20

    Minningarorð - Aðalsteinn Valdimarsson . . . . . . . . 20

    Hvað vitum við um samband fæðuneyslu og heilsufars . . . . . . . . 22

    Klippa allan daginn fyrir hjartað . . 26

    Alþjóðlegur hjartadagur 29 . september 2012 . Konur, börn og hjartasjúkdómar . . . . . . . . . . . . 29

    Mikilvægi hjartaþræðingatækja á Landspítala . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30

    Efnisyfirlit

  • VELFERÐ4

    Pokasjóður styrkir Hjartaheill

    Pokasjóður úthlutaði 5. júní s.l. 71 milljón króna í áttatíu og tvö verkefni við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Lögð var áhersla á að styrkja verkefni á sviði umhverfismála, menningar, mannúðar, íþrótta og útivistar um allt land.

    Stuðningur við verkefni fyrir börn og unglinga er áberandi að þessu sinni, en samtals er 20 milljónum króna úthlutað til fjölbreyttra úrræða á því sviði. Styrkir til umhverfismála nema tæpum 38 milljónum króna. Frá upphafi hefur Pokasjóður úthlutað um 1.300 milljónum króna, segir í fréttatilkynningu frá sjóðnum.

    Annað ár í röð hefur Pokasjóður styrkt starfsemi Hjartaheilla sem hefur mikið að segja fyrir samtökin þar sem þau hafa staðið fyrir mælingum á blóðfitu-og blóðþrýstingi án endurgjalds um allt land og stuðningur Pokasjóðs því mikilvægur.

    Það er ljóst að þessar mælingar Hjartaheilla hafa mest gildi fyrir þá sem mælast mjög háir þ.e. blóðfitu 7 og yfir eða með háan blóðþrýsting. Mörgum hefur verið vísað til læknis beint í kjölfarið á mælingunum og það er ljóst að það hefur bjargað

    heilsu og lífi einhverra. Þannig hafa mælingarnar gildi sem 2. stigs forvörn sem nær að leita uppi fólk sem er í áhættu fyrir hjartasjúkdóma eða sem hefur þróað með sér ákv. áhættuþætti þeirra.

    Hjartaheill stendur frammi fyrir því hvað er framkvæmanlegt

    á vegum samtaka sem byggja á sjálfboðavinnu og velvilja og því hvað væri æskilegt og bæri að stefna að. Það er von Hjartaheilla að hægt verði að halda áfram að mæla hjá einstaklingum blóðfitu-og þrátt fyrir niðurskurð styrkja á vegum hins opinbera til rekstrar hjá samtökunum. Er því stuðningur Pokasjóðs mikilvægur liður í því að samtökin haldi sjó í viðleitni sinni að byggja upp öflugt forvarnarstarf gegn hjartasjúkdómum.

    Að Pokasjóði standa 160 verslanir um land allt, matvöruverslanir, vínbúðir og sérvöruverslanir. Pokasjóður fær tekjur sínar af sölu plastburðarpoka í þessum verslunum. Formaður stjórnar Pokasjóðs er Bjarni Finnsson.

    Hér má sjá styrkþega ásamt stjórnendum Pokasjóðs við úthlutunina í dag.Ljósmynd/Brynjar Gauti

  • Hjartaheill og

    OddfellowÞann 12. apríl, 2012 mættu fulltrúar Hjartaheilla til að mæla blóðfitu og blóðþrýsting bræðra í stúkunni nr. 20, Baldri í Oddfellowreglunni. Stúkan er með aðsetur í Vonarstræti í Reykjavík. Á eftirfundi var starfsemi Hjartaheilla kynnt í máli og myndum.

    Stúkubræður í Baldri voru fulltrúum Hjartaheilla mjög þakklátir fyrir framtakið og var samtökunum afhent þakkarbréf í því tilefni.

    ReykjavíkA. Margeirsson ehf.AB Varahlutir ehf.Adamsson ehf., arkitektastofaAðalheiður Jónsdóttir tannsmíðameistariAðalvík ehf.AM Tours ehf.Antik-húsið ehf.Arctica Finance ehf.Argos ehf.- Arkitektastofa Grétars og StefánsArkinn ehf, ráðgjöf og hönnunArkitektastofan OG ehfArt-x fiber ehf.ASK Arkitektar ehf.Atvinnuhús ehf., fasteignasalaAugað, gleraugnaverslun í KringlunniAuglýsingastofan ENNEMM ehf.Auglýsingastofan Hvíta húsið ehf.Auglýsingastofan KorterAustri ehf.Áman ehf.Árbæjarapótek ehf.Árni Reynisson ehf.Ásbjörn Ólafsson ehf.B. Árnason byggingaþjónusta ehf.B. Ingvarsson ehf.B.B.Þ. verktakar ehf.B.J. endurskoðunarstofa hf.B.M. Vallá ehf

    Bakkavör Group hf.Bakkus ehf.Bananar ehf.Bandalag Íslenskra FarfuglaBásfell hf.Bernhöftsbakarí ehf.Best Western Hótel ReykjavíkBetra púst ehf.Bifreiðasmiðja G & Ó sf.Bifreiðastillingar NicolaiBifreiðaverkstæði Grafarvogs ehf.Bifreiðaverkstæðið BíltakBirgir DagfinnssonBílahlutir ehf.Bílalind ehf.Bílalíf, bílasala KletthálsiBílamálun Halldórs Þ. Nikulássonar sfBílasalan bíll.isBílasmiðurinn hf.Bílaverkstæði Jóns T. HarðarsonarBílfang ehfBlaðamannafélag ÍslandsBlikksmiðurinn hf.Boði ehf. StimplagerðBoreal ehf., ferðaþjónustaBorgarbros ehf.Bortækni ehf.Bókavirkið ehf.Bókhaldsþjónustan Viðvik ehf.

    Bókhaldsþjónustan Vík ehf.BólstrarinnBólstrun Ásgríms ehf.Bólsturverk sf.Bón-FúsBrekkuborg, tannsmíðiBreyting ehf., byggingaþjónustaBrim hf.BSI Bifreiðarverkstæði ehf.BSR ehf.BSRBCATO lögmenn ehf.Cetus ehf.Congress Reykjavík, ráðstefnuþjónustaD&C ehf.Dalbær sf.Danfoss hf.Danica sjávarafurðir ehf.Datatech ehf.Demantar ehf.Dúkarinn Óli MárDýrheimar sf. - Royal CaninE. Wang Tannlækningar ehf.E.F. Ben ehf.Efling stéttarfélagEignamiðlunin ehf.Eignaskipting ehf.Einar Jónsson SkipaþjónustaEllen Ingvadóttir lögg.dómtúlkur og skjalþýðandi

    Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

    VELFERÐ 5

  • VELFERÐ6

    Hjartalausnir í HeilsuborgUm þessar mundir er Heilsuborg í Faxafeni að fara á stað með þjálfunarhóp fyrir einstaklinga sem eru að glíma við hjartavandamál. Hér getur verið um að ræða einstaklinga með kransæðaþrengingar, einstaklinga sem þurfa á viðhaldsþjálfun að halda eftir aðgerðir eða einstaklinga með einn eða fleiri áhættuþætti hjartasjúkdóma. Óskar Jón Helgason sjúkraþjálfari mun hafa umsjón með hópnum og höfðum við samband við hann til að fá frekari upplýsingar.

    „Ég er afskaplega ánægður með þennan hóp, bæði er þetta er mjög skemmtilegur hópur að þjálfa og einnig fellur þessi hópur mjög vel að hugmyndafræði Heilsuborgar, en hún byggist á því að hjálpa fólki að gera hreyfingu að hluta af sínum lífsstíl“ segir Óskar. Óskar starfaði í 7 ár við hjartaendurhæfingu á Reykjalundi og var þar með hópþjálfun á hverjum morgni. „Það var afskalega góða byrjun á vinnudegi að stjórna hjartahóp í morgunsárið. Þetta voru fjörugir hópar, mörg gullkorn flugu í bland við svitadropa, þegar menn ræddu landsins gagn og nauðsynjar á sama tíma og tekið var vel á. Þessa stemningu er ég að vona að takist að endurskapa í Heilsuborg. Ég hef þá kenningu að ef fólk á að endast í líkamsþjálfun þá verði fólk að hafa gaman af henni. Eitt af megin markmiðunum verður því að fólk finni þjálfunarform sem það hefur ánægju af og getur gert að sínu til framtíðar“.

    Nýi hópurinn hefur hlotið nafnið Hjartalausnir og er það í takt við aðrar lausnir sem boðið er upp á innan heilsuskóla Heilsuborgar. Hópurinn verður settur upp sem átta vikna námskeið. Í upphafi fara allir þátttakendur í heilsumat þar sem úttekt er gerð á stöðu á ýmsum heilsufarslegum þáttum. Þar eru þættir eins og næring, líkamsþyngd, streita, blóðfita, blóðþrýstingur og svefn skoðaðir. Einnig er einstaklingsviðtal hjá sjúkraþjálfara þar sem kennt er á tækin og geta hvers og eins kortlögð.

    Þjálfunin sjálf er byggð þannig upp að tvisvar í viku eru þjálfunartímar í hópum en svo er ætlast til að þátttakendur bæti við þriðja skiptinu sjálfir og er það gert í samráði við þjálfarann. Þetta er gert til þess að þátttakendur hafi í lok námskeiðsins fundið sína leið til þess að þjálfa áfram hvort sem það er með áframhaldandi þjálfun í Heilsuborg eða þjálfun áfram undir eigin stjórn.

    Innifalið í námskeiðinu eru fimm fræðslufyrirlestrar þar sem Helgi Óskarsson hjartalæknir, Erla Gerður Sveinsdóttir læknir, Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur, Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir næringarfræðingur og Óskar sjúkraþjálfari fjalla um ýmsa þætti sem tengjast hjartasjúkdómum.

  • VELFERÐ 7

    Göngudeild kransæðasjúklinga

    Göngudeild kransæðasjúklinga hóf starfsemi sína á Landspítalanum árið 2004 og var stofnuð af hjúkrunarfræðingum hjartadeildarinnar. Þegar ákveðið var að loka göngudeildinni síðast liðið sumar ákváðu Hildur Rut Albertsdóttir og Sólveig Helga Ákadóttir, hjúkrunarfræðingar, að halda starfsemi hennar áfram á nýjum stað í Læknasetrinu í Mjódd. Hildur Rut og Sólveig Helga útskrifuðust frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2007 og hafa unnið á hjartadeildum Landspítalans síðan. Þær hafa einnig báðar lokið viðbótarnámi, Hildur Rut útskrifaðist með masterspróf frá hjúkrunarfræðideildinni árið 2010 og Sólveig Helga með diplóma í Lýðheilsuvísindum árið 2012.

    Markmið Göngudeildar kransæðasjúklingaÁ Göngudeild kransæðasjúklinga er unnið eftir klínískum leiðbeiningum um forvarnir gegn kransæðasjúkdómum. Rannsóknir sýna að draga megi úr framvindu kransæðasjúkdóma með því að draga úr áhættuþáttum þeirra sem greinst hafa með sjúkdóminn. Einnig benda rannsóknir til þess að stuðningur fagaðila við að takast á við áhættuþætti eins og reykingar, mataræði og hreyfingu, samfara stjórnun á blóðþrýstingi, kólesteróli og blóðsykri, geti dregið úr alvarleika sjúkdómsins og dauðsföllum hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm.

    Fyrir hverja er Göngudeild kransæðasjúklinga?Göngudeild kransæðasjúklinga er fyrir einstaklinga sem eru með kransæðasjúkdóm. Þar er veitt fræðsla um sjúkdóminn og stuðningur við að breyta lifnaðarháttum og takast á við veikindin. Göngudeild kransæðasjúklinga er viðbót við sjúkraþjálfun og hópfræðslu sem öllum kransæðasjúklingum stendur til boða á Landspítalanum og er hluti af heildrænni hjartaendurhæfingu. Einnig stendur mökum kransæðasjúklinga til boða að sækja göngudeildina.

    Hvernig fer starfsemi Göngudeildar kransæðasjúklinga fram? Viðtölin eru einstaklingsviðtöl, þar sem veitt er fræðsla um sjúkdóminn og einkenni hans. Farið er yfir áhættuþætti og veitt fræðsla og stuðningur við að draga úr áhrifum þeirra. Farið er yfir hjartalyf og verkun þeirra auk þess sem fylgst er með þáttum eins og blóðþrýstingi, púls og þyngd. Einnig er andleg og líkamleg líðan metin og veittur stuðningur og ráðgjöf eftir því sem við á.Að breyta lifnaðarháttum er ekki alltaf auðvelt og þeim gengur betur að breyta lifnaðarháttum sínum sem fá fræðslu og stuðning yfir lengri tíma. Mælt er með því að kransæðasjúklingum sé veitt hjartaendurhæfing sem inniheldur þjálfun, einstaklingshæfða fræðslu og eftirfylgd yfir lengri tíma til þess að auka líkur á að þeir nái meðferðarmarkmiðum sínum. Þegar einstaklingar ná að breyta lifnaðarháttum sínum og draga úr áhættuþáttum er hægt að bæta árum við lífið! Einstaklingar ráða sjálfir hvaða lifnaðarháttum þeir breyta og fá fræðslu og stuðning í viðtölunum.Allir sem vilja fræðast um kransæðasjúkdóminn og fá stuðning við lífsstílsbreytingar eru velkomnir. Hægt er að hafa samband við Læknasetrið og bóka viðtal.

    Hildur Rut

    Sólveig Helga

    Heilbrigður lífsstíll

    •Reykleysi•Hreyfing í 30 mínútur á dag•Borða 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag•Borða gróft brauð og kornmeti daglega•Borða fisk 23 máltíðir á viku•Borða minna af kjöti, feitmeti og feitum mjólkurvörum

    •Vera í kjörþyngd og léttast ef yfirþyngd/ofþyngd•Fylgjast með blóðþrýstingi•Forðast streitu•Neyta áfengis í hófi•Mæta reglulega í eftirlit•Taka lyfin eins og ráðlagt er

  • VELFERÐ8

    Aukin lífslengdVið stöndum nú frammi fyrir þeirri ánægjulegu staðreynd að

    lífslíkur Íslendinga hafa aukist umtalsvert og eru í dag með þeim lengstu í heimi. Almennt er talið að meginástæðan sé betri heilsa og bætt lífskjör.

    Þessi þróun hefur ekki verið samfelld, því fljótlega uppúr 1960 stöðvaðist aukning á lífslíkum karla og kvenna á Íslandi, líkt og annars staðar á Vesturlöndum. Aðalástæðan fyrir þessu voru ótímabær dauðsföll vegna kransæðastíflu. Þeirri þróun var hins vegar snúið við með sameiginlegu átaki fagfólks, leikmanna og stjórnmálamanna. Árangurinn af þessu samstarfi og sameiginlega átaki til bætts lífsmynsturs endurspeglast í þeirri staðreynd að frá árunum 1981 til 2006 varð fækkun dauðsfalla um áttatíu prósent vegna kransæðastíflu hjá fólki yngra en sjötíu og fimm ára.

    Mikilvægi fræðslu og áróðursNýlega greindu vísindamenn Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar

    frá þeim þáttum sem skýra þessa fækkun dauðsfalla. Í ljós kom að meira en sjötíu prósent af skýringunum lágu í breyttum lífsstíl landsmanna. Hér var fyrst og fremst um lækkun kólesteróls, lækkun blóðþrýstings, minnkun reykinga og aukna hreyfingu fólks utan vinnu að ræða. Þetta sýnir ótvírætt að unnt er að hafa heillavænleg áhrif á heila þjóð með fræðslu og áróðri sem nær til fólks. Þetta er megin ástæða þeirra auknu lífslíka sem við búum við í dag.

    En hvað þýðir þetta í raun? Næstu þrjá áratugi mun einstaklingum eldri en sextíu og fimm

    ára fjölga úr fjörutíu þúsund yfir í nærri níutíu þúsund árið 2042. Til að íslenskt samfélag og ekki síst íslenskt heilbrigðiskerfi geti blómstrað þá er brýnt að sofna ekki á verðinum og vinna enn markvissara að því að seinka eða koma í veg fyrir æðasjúkdóma og afleiðingar þeirra, sem eru fyrst og fremst áföll eins og hjartaáföll og heilaáföll. Allmargir látast ótímabært vegna slíkra áfalla en Hagstofa Íslands skilgreinir ótímabær dauðsföll þau sem verða fyrir sjötíu og fimm ára aldur. Langflest ótímabær dauðsföll hafa orðið og verða vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Reyndar má leiða að því rök að aldur sé ekki það eina sem eigi að miða við þegar rætt er um ótímabær dauðsföll. Frekar sé nær að hafa inni í þeirri skilgreiningu þá sjúkdóma þar sem unnt er að beita fyrirbyggjandi aðferðum til að seinka þróuninni og jafnvel koma í veg fyrir afleiðingar sjúkdómsins sem eru áföllin sem draga einstaklingana til dauða. Við skulum þó ekki gleyma að stór hluti einstaklinganna lifir af áföllin og þá ekki bara þeir sem yngri eru.

    Meira en sextíu prósent af öldruðum lifa af hjartaáföllin. Það að lifa af áfall er yfirleitt ekki án afleiðinga. Allt að helmingur af þeim sem lifa af hjartaáföll munu þróa með sér hjartabilun sem er alvarlegur sjúkdómur. Þeir sem verða fyrir því lifa yfirleitt við verulega skert lífsgæði, óþægindi, jafnvel þjáningar og aukin fjárútlát. Afleiðingar heila- og hjartaáfalla hafa einnig aukinn kostnað í för með sér fyrir þjóðfélagið.

    Gildi forvarna Rannsóknir Hjartaverndar á

    fyrirbyggjanlegum sjúkdómum og afleiðingum þeirra

  • VELFERÐ 9

    Af ofansögðu má leiða að því líkur að vert sé á öllum aldri að huga að þeim þáttum sem stuðla að hjarta- og æðasjúkdómum og afleiðingum þeirra. Besta ráðið er að lifa heilbrigðu lífi, t. d. að reykja ekki, hreyfa sig og gæta hófs í mat og drykk. Það minnkar líkurnar á að fá áföll og einstaklingar sem hafa tamið sér heilbrigðan lífsstíl eru líklegri til að vera með heilbrigðara æðakerfi og betur undirbúnir fyrir aukinn aldur. Samt virðist það svo að sumir einstaklingar eru í meiri áhættu að þróa með sér hjarta – og æðasjúkdóm.

    Hjartavernd hefur síðan 1967 staðið fyrir Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Sú rannsókn er undirstaðan fyrir áhættureikni Hjartaverndar sem er aðgengilegur á vef Hjartaverndar www.hjarta.is/áhættureiknir en hann reiknar líkindi einstaklingsins á því að fá hjartaáfall á næstu tíu árum miðað við meðaláhættu jafngamals einstaklings af sama kyni. Þessi áhættureiknir er fyrir aldurstímabilið 35 – 75 ára. Með notkun hans er hægt að sjá hversu mikið áhætta einstaklingsins breytist við breytingu á áhættuþáttum eins og því að hætta að reykja eða með því að lækka kólesterólið. Þessi áhættureiknir er ekki eins gagnlegur fyrir þá sem eru eldri en 75 ára en á þeim aldri er mun skynsamlegra að reyna að sjá fyrir hverjir það eru sem á allra næstu árum hafa auknar líkur á að fá áföll. Hjartavernd hefur því unnið að þróun áhættureiknis fyrir þennan aldurshóp út frá niðurstöðum Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar en hún er ein umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar í heiminum.

    Þessi nýi áhættureiknir mun notast við allt annað tímaviðmið en áður hefur tíðkast. Hann mun því geta spáð fyrir um hjarta- og heilaáföll innan mun styttri tíma en þekkst hefur hingað til. Þannig verður unnt að sjá líkur á áfalli næsta árið eða á næstu árum með greiningu þátta sem jafnvel má hafa áhrif á og á þann hátt fá hugsanlega tækifæri til að koma í veg fyrir heila og/eða hjartaáföll.

    Markmiðið er að þessi nýi áhættureiknir verði nýtanlegur öllum læknum en einkum þó innan heilsugæslunnar þar sem frumforvarnir fyrir alla aldurshópa eru á heimavelli.

    Starfsfólk Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar vill nota tækifærið og þakka innilega fyrir ómetanlegan stuðning landsmanna við starfsemi sína en án þessa stuðnings væri ofangreind þekking ekki orðin að veruleika.

    Hugum að forvörnum sjúkdóma og fyrirbyggjanlegra áfalla á öllum aldursskeiðum.

    VELFERÐ 9

    Nýleg rannsókn með segulómun af hjarta hjá þátttakendum á aldrinum 67 – 93 ára í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar sýndi að umtalsverður hluti einstaklinga bar merki um skemmdir í hjartavöðva, sem einungis sést eftir lokun á kransæð sem leitt hefur til hjartaáfalls. Þannig leiddi rannsóknin í ljós að fyrir hvern einstakling sem hafði fengið hjartaáfall sem hafði verið greint og meðhöndlað fundust nærri 2 aðrir sem höfðu einnig fengið hjartaáfall en höfðu ekki hugmynd um áfallið. Flestir þeirra sem spurðir voru mundu ekki eftir neinu sérstöku en einhverjir mundu eftir óljósum einkennum, jafnvel flensulíkum einkennum oft með einhverjum óþægindum yfir brjóstið. Hjartaáfallið hafði þannig farið framhjá þeim án þess að þeir hefðu áttað sig á að eitthvað væri að. Það er því rétt að brýna fyrir fólki að hika ekki við að leita til læknis ef þeir hafa einhver einkenni sem gætu verið frá hjarta og allt heilbrigðisstarfsfólk vill frekar sjá of marga en of fáa þegar kemur að hugsanlegu hjartaáfalli Það kom einnig í ljós að þeim sem höfðu fengið þessi þöglu hjartaáföll farnaðist verr heldur en þeim sem engin áföll höfðu fengið. Þannig höfðu um 30% þeirra sem höfðu fengið hjartaáfall látist 6 árum eftir að rannsóknin var gerð. Dánartíðnin var hins vegar um 17% hjá þeim sem ekki höfðu fengið hjartaáfall. Þessi rannsókn sýnir hversu lúmskir hjarta- og æðasjúkdómar geta verið og hversu greining þeirra og forvarnir gegn áföllunum eru snúnar.

    Það er einnig athyglisvert að það var algengara hjá þeim sem höfðu sykursýki að hafa slíkt þögult hjartaáfall en hjá þeim sem höfðu ekki sykursýki. Ekki er vitað nákvæmlega af hverju þetta stafar en vel þekkt staðreynd er að sykursýki tvöfaldar áhættuna á að fá hjartaáfall á hvaða aldri sem er. Þessi áhættuaukning virðist óháð öðrum áhættuþáttum eins og kólesterólhækkun eða háum blóðþrýstingi, þótt vissulega séu hefðbundnir áhættuþættir oft óhagstæðari hjá sykursjúkum. Vísindamenn Hjartaverndar sýndu fram á það nýverið að meðferð hjá sykursjúkum öldruðum einstaklingum með blóðfitulækkandi lyfjum ruddi burt þessari auknu áhættu á hjartaáföllum og færðu áhættuna á að deyja til jafns við það sem sést hjá öldruðum sem aldrei hafa haft sykursýki. Við skulum heldur ekki gleyma því að sykursýki eftir 65 ára aldur er mun algengari en fyrr á ævinni og rannsóknir Hjartaverndar sýna einnig fram á að ógreind sykursýki er ekki óalgeng. Það er því brýnt að finna og meðhöndla þá sem hafa sykursýki.

  • VELFERÐ10

    Aðalfundur Hjartaheilla,haldinn laugardaginn 20. október 2012í Hringssalnum, Barnaspítala Hringsins.

    Skýrsla stjórnar.

    Þau þrjú ár sem liðin eru frá síðasta aðalfundi okkar hefur starf samtakanna verið með hefðbundnum hætti. Stjórnin hefur haldið þrjá til fjóra fundi á ári og svo hafa verið haldnir tveir formannafundir, sá fyrri að Sólheimum í Grímsnesi, 16. október 2010 og sá seinni í Reykholti í Borgarfirði, 3. september 2011.

    Skrifstofuhald samtakanna hefur verið með óbreyttum hætti, fastir starfsmenn hafa verið Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri, og Guðrún Bergmann, fulltrúi. Þeim vil ég þakka afar gott samstarf, svo og traust og farsælt starf í þágu samtakanna og félagsmanna allra. Einnig vil ég þakka varaformanni og gjaldkera, svo og Kjartani Birgissyni fyrir margvísleg sjálfboðaliðastörf. Ég hef reynt að mæta á skrifstofunni einu sinni í viku og auk þess tekið þátt í ýmsum verkefnum með okkar ágæta starfsfólki.

    Nú eru í gangi miklar endurbætur og breytingar á húsnæði SÍBS í Síðumúlanum. Er þar m.a. gert ráð fyrir forvarnarmiðstöð með þjónustu hinna ýmsu sérfræðinga og höfum við hjá Hjartaheill ekki síst átt frumkvæði að þeirri hugmynd og lagt mikla áherslu á að fylgja henni eftir.

    Við höldum áfram að gefa út blaðið okkar VELFERÐ. Þórir S. Guðbergsson lét af ritstjórastarfinu um áramótin 2010 og 2011 og eru honum færðar bestu þakkir fyrir störf í þágu samtakanna. Þá var ákveðið að ræða við önnur samtök innan SÍBS um

    hugsanlega sameiginlega blaðaútgáfu fyrst þarna voru ákveðin þáttaskil. Svipað var einnig ástatt með SÍBS-blaðið þar sem Pétur Bjarnason var einnig að láta af störfum sem ritstjóri blaðsins. Héldum við tvo sameiginlega fundi þar sem mál þessi voru rædd en fljótt varð ljóst að ekki væri áhugi á slíkri sameiningu og hugsanlegri útgáfu eins blaðs í nafni allra samtakanna. Var því umræða þessi felld niður og við hófum leit að nýjum ritstjóra. Við þurftum ekki að leita lengi þar sem varaformaðurinn okkar, Sveinn Guðmundsson, var fáanlegur til að taka þetta verkefni að sér

    Nú er unnið að næstu útgáfu fræðslubæklingsins „Hjartasjúkdómar, varnir, lækning, endurhæfing“. Verður þessi útgáfa nokkuð breytt þar sem ákveðið var að hætta útgáfu Hjartahandbókarinnar og koma nauðsynlegu efni úr henni inn í nýja bæklinginn. Verður hann síðan afhentur öllum þeim sem gangast undir hjartaaðgerðir.

    Hjartaheill hafa á þessum árum haldið áfram að fara kynningar- og mælingaferðir um landið. Á s.l. ári var farið um Suðurlandið þar sem mældir voru 346 einstaklingar á 8 stöðum. Snemma á þessu ári var svo farin mælingaferð um Suðurnesin. Þar voru 333 einstaklingar mældir á 6 stöðum. Í vetur eru fyrirhugaðar mælingar á höfuðborgarsvæðinu. Ferðir þessar hafa ávalt tekist afar vel og mælst vel fyrir, fjöldi manna verið mældur og skoðaður og margir fengið mikilvægar upplýsingar, jafnvel aðvaranir, sem ekki hefðu mátt dragast lengur, og er því

  • VELFERÐ 11

    gagnsemi ferðanna ótvíræð. Mælingar hafa einnig farið fram í Síðumúlanum og hefur fjölmenni verið svo mikið að biðraðir hafa myndast út á götu. Við megum því ekki láta deigan síga á þessu sviði. Mælingarnar hafa allar verið gerðar í góðu samstarfi við heilsugæslustöðvar á viðkomandi stöðum og eru þeim, sem starfað hafa með okkur að verkefninu á hverjum stað, hér með færðar bestu þakkir. Þá má einnig geta þess að nú er að hefjast sérstakt rannsóknarverkefni varðandi þessar mælingar í samstarfi við Oddfellow-regluna, SÍBS og Landspítalann.

    Að undanförnu hafa Hjartaheill tekið þátt í verkefni sem hlotið hefur starfsheitið „Annað líf“. Er þar fjallað um málefni líffæragjafa og líffæraþega og áhersla lögð á að ná fram breytingu á lögum um líffæragjafir þannig að meginreglan verði „ætlað samþykki“. SÍBS hefur leitt þessa vinnu en okkar fulltrúi í hópnum hefur verið Kjartan Birgisson.

    Árið 2008 var merkisár í sögu samtakanna þar sem 25 ár voru liðin frá stofnun þeirra. Í tilefni af því tókum við þátt í kaupum á nýju hjartaþræðingartæki og setti verkefnið mark sitt á starf samtakanna allt það ár og fram á það næsta. Það tæki hefur svo sannarlega sannað gildi sitt en nú er orðin brýn þörf á að endurnýja elsta tækið sem komið er langt fram yfir ætlaðan líftíma. Hefur okkur borist fyrirspurn um hvort samtökin séu reiðubúin til að leggja því máli lið. Á næsta ári verða samtökin 30 ára og þá er spurningin hvort við erum tilbúin í annað eins söfnunarátak og við beittum okkur fyrir í tilefni 25 ára afmælisins?

    Samtökin og einstök landshlutafélög hafa stöðugt verið að leggja heilbrigðisþjónustunni lið. Keypt var hjartastuðtæki fyrir kr. 300.000.- fyrir sjúkrahúsið á Neskaupstað, Akureyrarfélagið gaf heilsugæslunni þar hjartalínurita sem kostaði 1.5 millj.kr. og þá hafa Landspítalanum verið afhent 20 sjónvörp á stofur og húsgögn í aðstandendaherbergi á hjartadeildinni. Endurmenntunarsviði spítalans var gefinn endurlífgunarbúnaður til kennslu fyrir tæpar 2 millj. kr. og hjartahjúkrunarfræðingar hafa verið styrktir til að sækja námskeið erlendis. Loks má nefna að við styrktum Hjartavernd vegna kaupa á ómtæki með 5.6 millj. kr. Samtals má telja að gjafir þessar nemi nær 15 millj. kr. á þessu ári frá samtökunum og einstökum deildum. Eru þá ótaldar styrkveitingar og tækjakaup Neistans, sem m.a. tengdust söfnuninni „Á allra vörum“ á s.l. ári og námu um 35 millj. kr. Samtals munu styrkveitingar og gjafir Hjartaheilla frá upphafi nema nær 250 millj. kr. á verðlagi hvers árs þannig að öllum má ljóst vera hversu þýðingarmikil starfsemi samtakanna er fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Í tengslum við þessar gjafir og styrkveitingar höfum við lagt áherslu á það við heilbrigðisstarfsfólkið, að það leggi okkur lið við að kynna samtökin og fjölga félagsmönnum, því ljóst er að styrkur samtakanna og möguleikar þeirra til að láta gott af sér leiða felast ekki síst í fjölda félagsmanna.

    Á undanförnum árum höfum við átt gott samstarf við Alþingi. Við höfum fengið mikilvægan stuðning á fjárlögum, bæði til félagsstarfsins og einnig til einstakra sérverkefna s.s. mælingaverkefnisins og útgáfu- og fræðslustarfs. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á að styrkveitingarnar hafa verið fluttar frá Alþingi og inn í Velferðarráðuneytið. Vonumst við eindregið til að fá áfram að njóta þessa stuðnings því enn eru blikur á lofti varðandi fjárhagsstöðu samtakanna og skiptir þessi opinberi stuðningur sköpum ef okkur á að takast að halda áfram óbreyttri starfsemi.

    Við höfum einnig reynt að eiga sem best samstarf við velferðarráðuneytið. Þann 17. ágúst í fyrra áttum við fróðlegan

    og gagnlegan fund með ráðherra. Áður höfðum við Ásgeir fengið fund með þeim fulltrúum ráðuneytisins sem fjalla um lyfjamál. Á fundinum með ráðherra fórum við einnig yfir lyfjamálin en ræddum síðan ýtarlega um störf, stefnu og hlutverk Hjartaheilla og hvernig heilbrigðisþjónustan og ráðuneytið gætu nýtt sér betur samstarf við okkur á sviði fræðslu og forvarna. Var m.a. rætt um næringu, offitu, hreyfingu, tóbaksvarnir o.fl. Þar gæti væntanleg forvarnarmiðstöð í SÍBS-húsinu gegnt lykilhlutverki. Þá ræddum við um nauðsyn þess að endurnýja sem allra fyrst elsta hjartaþræðingatækið. Loks ræddum við um líffæraígræðslur og líffæragjafir.

    Samstarf okkar við Hjartavernd og Heilaheill hefur gengið vel. Hluti af þessu samstarfi var tengt Alþjóðlega hjartadeginum og fræðslu- og kynningarátak, svo kallað „Go-Red“-verkefni sem helgað er konum og hjartasjúkdómum. Sérstakur Go-Red dagur var haldinn í Smáralindinni í febrúar 2011 og svo aftur í Perlunni í febr. s.l. og mætti þar fjöldi fólks til að hlýða á fræðslu- og skemmtiefni auk þess sem um 500 konur fengu mælingu á blóðþrýstingi. Var ákveðið að halda samvinnunni áfram og er nú fyrirhugaður fundur með fulltrúum Hjartaverndar um nánara samstarf.

    Ekki er hægt að ljúka þessari skýrslu án þess að fara nokkrum orðum um fjármál samtakanna. Á síðasta ári hlotnaðist okkur myndarlegur arfur sem styrkti mjög félagsstarfið og gerði okkur kleift að veita heilbrigðisþjónustunni þann stuðning sem hér hefur verið greint frá. Jólakortasalan skilar fremur litlum tekjum og að undanförnu höfum við ekki lagt í að vera með sölu happdrættismiða. Það eru því fyrst og fremst árgjöld félagsmanna og söfnunarbaukarnir okkar, - en þeir skila umtalsverðum tekjum, - sem ásamt hinum opinbera stuðningi heldur félagsstarfi okkar gangandi. Þarf að huga vel að þessum málum á næstunni og leita allra leiða til að styrkja fjáröflun samtakanna ef okkur á að takast að halda úti óbreyttri starfsemi. Arfgjafir geta haft verulega þýðingu, eins og dæmin sanna, og vitað er að systursamtök okkar í nágrannalöndunum hafa af slíku umtalsverðar tekjur.

    Að lokum vil ég nefna að samtökin okkar þyrftu að vera öflugri og meira áberandi. Okkur hefur reynst nokkuð erfitt að halda uppi virku starfi í landshlutadeildum samtakanna og að fá fólk til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa. Til að reyna að bæta úr þessu og gera samtökin skilvirkari eru lagðar fyrir þennan aðalfund tillögur um breytingar á lögum félagsins. Má e.t.v. segja að um ný lög sé að ræða. Tillögurnar hafa verið ræddar á mörgum stjórnarfundum, á formannafundi og síðan sendar út til allra stjórnarmanna og formanna deildanna í sumar og hafa því fengið góðan undirbúning og mikla umfjöllun.

    Þrír stjórnarmenn sem setið hafa um árabil í stjórn Hjartaheilla hafa nú óskað eftir að láta af þessum trúnaðarstörfum. Það eru þau Gísli J. Júlíusson, Ingibjörg Magnúsdóttir og Jónas Jóhannsson. Vil ég þakka þessu heiðursfólki fyrir afar gott samstarf og óeigingjarnt og fórnfúst starf í þágu samtaka okkar.

    Ég vil loks hvetja ykkur öll, ágætu félagsmenn, sem hér eruð mætt og eruð kjarninn í félagsstarfinu, til að leggja samtökunum allt það lið sem þið getið og reyna eftir fremsta megni að efla starfið og fá fleiri einstaklinga til liðs við okkur. Það eykur kraft og þrótt samtakanna í heild og gerir Hjartaheill færari um að sinna sínu mikilvæga þjónustuhlutverki í þágu félagsmanna sinna og skjólstæðinga.

    Stöndum saman og eflum samtökin okkar til enn frekari dáða !

    (Skýrslan birtist hér nokkuð stytt en upprunalega útgáfu má finna á heimasíðu Hjartaheilla)

  • VELFERÐ12

    Margir fá kransæðastíflu án þess að hafa hugmynd um það

    Svokölluð þögul hjartaáföll eru stærra vandamál en áður hefur verið talið. Þetta leiðir ný rannsókn, sem unnin var hér á landi, í ljós. Flestir kunna að telja að kransæðastíflu fari ekki framhjá

    þeim sem í slíku lenda en þöglar kransæðastíflur eru þó tvöfalt algengari á meðal eldra fólks og hafa alvarlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í rannsókn sem fjallað er um í nýjasta hefti The Journal of American Medical Association. Rannsóknin var unnin hér á landi en tæplega þúsund Íslendingar tóku þátt í henni. Hjartavernd kom að rannsókninni en þar er Vilmundur Guðnason forstöðulæknir.

    „Hún leiðir í ljós að fyrir hvern einstakling sem hefur fengið kransæðastíflu og veit af því eru tveir sem hafa ekki hugmynd um að þeir hafa fengið kransæðastíflu," segir Vilmundur.

    Vilmundur segir ljóst að þögul hjartaáföll af þessu tagi séu alveg jafnhættuleg og áföll þar sem sjúklingurinn hefur verið lagður inn á sjúkrahús.

    Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar. Mynd/E.Ól

    „Það sem er kannski mest um vert er að um þrjátíu prósent af þessum einstaklingum hafa látist á þessum sex árum miðað við ef maður ber saman við þá sem hafa ekki fengið kransæðarstíflu, það eru innan við tuttugu prósent," segir Vilmundur.

    Þeim sem glíma við sykursýki er sérstaklega hætt við að fá þögul áföll af þessu tagi en Vilmundur segir ekki fyllilega ljóst hvernig stendur á því.

    „Oft þegar maður ræðir við fólk þá man það eftir að hafa fengið sérstaklega slæma flensu eða eitthvað svoleiðis og það áttar sig bara ekki á einkennunum," segir Vilmundur.

    Hann brýnir því fyrir fólki að hika aldrei við að leita til læknis.

    „Ef að fólk er með einhver einkenni, þyngsl fyrir brjósti sérstaklega áreynslubundið, verk út í handleggi, þá á það ekkert að hika við að leita til læknis. Við viljum frekar sjá of marga en of fáa," segir hann.

    Frétt úr Vísi. Gunnar Reynir Valþórsson.

  • Kalla inn færri í hjartaþræðingu út af tækibiluðu

    VELFERÐ 13

    Eitt af þremur hjartaþræðingartækjum Landspítalans við Hringbraut bilaði fyrir nokkru. Vilhelmína Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs sjúkrahússins, segir að það hægist á því að sjúklingar séu kallaðir inn í aðgerðir á meðan ekki sé hægt að nota það.

    Tækið er tæplega fimmtán ára gamalt en það bilaði þegar lampi fór í því. Vilhelmína segir í Morgunblaðinu í dag, að búið sé að

    Hjartaþræðing á Landspítalanum.

    gera ráðstafanir og panta varahluti. Ekki sé búist við því að það taki langan tíma að koma tækinu aftur í gang.

    Vilhelmína segir að það sé fyrst og fremst út af skorti á fjármagni sem ekki hafi verið hægt að endurnýja tækin hingað til. Nýtt hjartaþræðingartæki kosti 140-150 milljónir króna. Hin hjartaþræðingartækin tvö eru tíu og fjögurra ára gömul.

    Heimild: mbl.is/Eggert

    C80 M0 Y63 K75

    C0 M30 Y100 K0

    R34 G70 B53

    R234 G185 B12

    #224635

    #eab90c

    PANTONE 560C

    PANTONE 130C

  • VELFERÐ14

    Endo ehfEndurskoðun og reikningshald ehf.EON arkitektar ehf.ErluísErnst & YoungEyjalind ehf.Eyrir Fjárfestingafélag ehf.Fanntófell hf.Fasteignasalan Ásbyrgi ehfFasteignasalan GarðurFasteignasalan Kjöreign ehf.Fasteignasalan NeseignirFaxaflóahafnirFást hf., heildverslun ehf.Felgur-smiðja ehf.Félag íslenskra hjúkrunarfræðingaFélag tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna

    Félagsbústaðir hf.Fínka málningarverktakar ehf.Fjárfestingamiðlun Íslands ehf.Fjárhagsþjónustan ehf.Fjölbrautaskólinn Breiðholti v. bókasafnFjölís, HagsmunasamtökFjölur ehf.Fold fasteignasala ehf.FormprentForum LögmennFrjó quatro ehf.Frumherji hf.FS Flutningar ehf.G.Á. húsgögn ehf.G.B. Tjónaviðgerðir ehf.G.S. Export ehf.Gallabuxnabúðin KringlunniGallerí FoldGarðmenn ehf.GarðsapótekGámaþjónustan hf.Gátun ehf.Geir GuðjónssonGeitarfell ehf. VatnsnesiGissur og Pálmi ehf.Gistiheimilið ThorGlaxo Smith Kline ehf.Glerfínn ehf.Gloss ehf.Glófaxi ehf. blikksmiðjaGluggahreinsun Davíðs G. DiegoGnýr sf.Grensásvideo ehf.Guðmundur Arason ehf. SmíðajárnGuðmundur Jónasson ehf.Guesthouse LokiGull & silfur ehf.Gull- og silfursmiðjan Erna hf.Gullsmiðurinn í MjóddGullsmíðaverkstæði Hjálmars Torfasonar

    Gúmmíbátar og gallar ehf.H og S byggingaverktakar ehf.H ráðgjöf ehf.H:N - Markaðssamskipti ehf.Haagensen ehf.Halli GullsmiðurHamborgarabúlla Tómasar Geirsgötu ehfHarka ehf.Haukur Þorsteinsson tannlæknirHárgreiðslustofa HeiðuHárgreiðslustofa HrafnhildarHárgreiðslustofan GresikaHársnyrtistofa DóraHársnyrtistofan AidaHársnyrtistofan Höfuðlausnir sf.Háskólinn í ReykjavíkHeilsubrunnurinn ehf.Heimir hjá Höfuðborg, fasteignamiðlunHeimsbílar ehf.Herrafataverslun Kormáks og SkjaldarHilmar D. Ólafsson ehf.Hjálpræðisherinn á ÍslandiHjólbarðaverkstæði GrafarvogsHjólbarðaverkstæði Sigurjóns ehf.HljómsýnHM Bókhald ehfHM Flutningar ehf.Hollt og Gott ehf.Hópferðabílar Jónas Travel GroupHópferðaþjónusta ReykjavíkurHótel Cabin ehf.Hótel FrónHótel Leifur Eiríksson ehf.Hótel ÓðinsvéHreinsitækni ehf.HreyfillHreyfimyndasmiðjan ehf.Hringrás hf.HS Pípulagnir ehf.HSE Bókhald ehf.Húsafriðunarnefnd ríkisinsHúsalagnir ehf.Húseign, fasteigamiðlunHús-inn ehf.Höfði fasteignamiðlun ehf.IBH ehf.Iceland Seafood ehfIcelandic GroupIðnaðarlausnir ehf.IÐNÓInnco ehf.Innnes ehf.InnX innréttingar ehf.ÍAV-þjónusta ehfÍsbúð Vesturbæjar ehf.Íshúsið ehf. - www.ishusid.isÍslensk endurskoðun ehf.

    Ísmar hf.Ísold ehf, hillukerfi - www.isold.isÍspólarÍs-spor hf.Íþróttafélagið FylkirJ.E.Skjanni. byggingaverktakar ehf.J.S. Gunnarsson hf.JBS ehf. - NonnabitiJGG ehf.Jóhannes Long ljósmyndariJónatansson & Co., lögfræðiskrifstofa ehf.JP Lögmenn ehf.K. Norðfjörð ehfK. og S. ehf.K. og S. sfK. Pétursson ehf.Kaffi SólonKemibúðin ehfKirkjugarðar ReykjavíkurprófastsdæmaKjörgarðurKjöthöllin Skipholti 70 ehf.Knattspyrnusamband ÍslandsKolka ehf.KOM Almannatengsl, HöfðatorgiKr. St. lögmannsstofa ehfKristján og synir, flutningarKristján Þ. HaraldssonKTF ehfKúlan söluturn, vidoleiga og ísbúðKvikk þjónustan ehf.Kælitækni ehf.Lagnalagerinn ehf.Lakkrísgerðin KólusLandar ehf.Landfestar ehf.Landhelgisgæsla ÍslandsLandsnet hf.Landssamband lögreglumannaLandssamtök lífeyrissjóðaLásaþjónustan ehf.Láshúsið ehf.Leiðtogaþjálfun ehf.Litir og föndur - Handlist ehf.Litsýn ehf.Lífstykkjabúðin ehf.Ljósmyndir RutarLoftlínur ehf, jarðverktakiLoftstokkahreinsun ehf.Læknasetrið ehf.Lögmannafélag ÍslandsLögmannsskrifstofa Kjartans Reynis Ólafssonar

    Lögmannsstofa Ólafs G. GústafssonarLögmenn Jónas & Jónas Þór sf.Lögskil ehf.Lögsýn ehf.Löndun ehf.Margt smátt ehf.

    Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

  • VELFERÐ 15

    Bronsleikar ÍR á alþjóðlega hjartadeginum

    Bronsleikar ÍR fóru fram í Laugardalshöll þann 29. september, 2012. Þeir voru nú í fyrsta sinn hluti af hátíðarhöldunum í tengslum við alþjóðlega hjartadaginn. Það voru 170 sprækir krakkar 10 ára og yngri sem komu og spreyttu sig á fjölbreyttum þrautum. Fjöldi áhorfenda fylgdist með og hvatti krakkana óspart. Inná Facebooksíðu leikanna má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig í höllinni. Ljósmynd var tekin af salnum á 8 sekúndna fresti allan tímann.

    Nemendur á þjálfaranámskeiði hjá ÍSÍ fengu að koma og fylgjast með og prófa að vinna á stöðvum og fylgja hópum í gegnum þrautina.

    Samhliða Bronsleikunum fóru Gunnar Páll Jóakimsson og Margrét Héðinsdóttir með hóp fólks í hjartadagsgönguna um Laugardalnum.

    Meðal annars var komið við í gömlu þvottalaugunum og ein göngukvenna hafði reynslu af því sjálf að fara með þvottinn sinn í þvottalaugarnar og þvo hann þar og fara svo með hann aftur heim til að hengja upp til þerris. Gengið var í gegnum Fjölskyldu og húsdýragarðinn þar sem hluti göngumanna fylgdust með því þegar selirnir fengu að éta. Þegar við komum til baka fengu allir sem vildu ávexti í boði Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.

    Frjálsíþróttadeild ÍR þakkar Hjartaheill, Hjartavernd og Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna kærlega fyrir ánægjulegt samstarf í tengslum við Alþjóðlega hjartadaginn. Meistaraflokkur ÍR sá um framkvæmd mótsins og gerðu það með glæsibrag. Við þökkum þeim vel unnin störf.

    Sími 577 4646 - [email protected]ÐEYPRENTSMIÐJAN

  • VELFERÐ16

    Þegar heilsan er annars vegar þá skipta gæði tækisins mestu máli.

    Omron blóðþrýstingsmælar fá hæstu einkunn í klínískum rannsóknumog eru viðkenndir af ESH, BHS og WHO.

    Omron blóðþrýstingismælar fást í flestum apótekum.Þjónustuaðili Omron á Íslandi

    s:512 2800

    Blóðþrýstingsmælar

  • VELFERÐ 17

    Maritech ehf.Markaðsráð kindakjöts - Landsamband sauðfjárbændaMartec ehf. - FiskvinnsluvélarMatborðið hf.Málarakompaníið ehfMálarameistarafélagiðMD Vélar ehf.MEBA - Magnús E. Baldvinsson sf.Meistaralagnir ehf.MelaskóliMerking ehf.Merkismenn ehf.MinjaverndMirage slf.Múrþjónusta BragaMæðrastyrksnefnd ReykjavíkurNASDAQ OMX Kauphöllin á ÍslandiNeytendasamtökinNorfisk ehf.Nostra ræstingar ehf.Nói-Siríus hf.Nýi ökuskólinn ehf.Nýja kökuhúsið KringlunniNýja Vagnasmiðjan ehf.Obladí ehf.Orka ehf.Orkuvirki ehf.ÓG Bygg ehf.Óm snyrtivörurÓsal ehf.P & S Vatnsvirkjar ehf.Passion ReykjavíkPáll V. Einarsson slf.Pelo hárstofaPerlan hf.PG Þjónusta ehf.Plastco hf.Plastpípur ehf.Poulsen ehf.Prentlausnir ehf.Prima Donna Hárgreiðslustofa ehf.PromenntR.J. Verkfræðingar ehf.Rafás ehf.Rafco ehf.Rafey ehf.Rafha ehf.Raflax ehfRafmagn ehf.Rafneisti ehf.Rafstilling ehf.Rafstjórn hf.Rafsvið sf.Raftækjaþjónustan sf.Rafval ehf.Rakarastofan sf.

    Rannsóknarþjónustan Sýni hf.RARIK hf.Ráðgjafar ehf.Ráðgjafaþjónusta Ástu Kristrúnar ÓlafsdótturReikningshald og skattaskil ehf.Reikniver ehf.Reimaþjónustan - Reimar og Bönd ehf.Rekstrarfélagið KringlanRenniverkstæði ÆgisReykjaprent ehf.Reykjavík Wellness ehfReykjavíkurprófastdæmi eystraRéttingaverk ehf.Réttur ehf. - Adalsteinsson & PartnersRikki Chan ehfRossopomodoro veitingastaðurRue de Net Reykjavík ehf.Ræstivörur ehf.S B Pípulagnir ehf.S.B.S. innréttingarS.G. Þjónustan ehf.S.Í.B.S.Samleið ehf.Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækjaSálfræðiþjónusta Wilhelms Norðfjörð ehf.Scandinavian Smorrebrod og BraaserieSeljahlíð, heimili aldraðraSeljakirkjaShop Couture sf.Sigurgeir Þór SigurgeirssonSíma- og tölvulagnir ehf.SíminnSínus ehf.Sjálfsbjörg Landssamband FatlaðraSjálfstæðisflokkurinnSjófiskur Sjávarfiskur ehfSjóli hf.SjómannadagsráðSjóvélar ehf.Sjúkraþjálfun styrkur ehf.Sjúkraþjálfunin Heil og Sæl ehf.Skartgripaverslun og vinnustofa EyjólfsSkeljungur hf.Skilti merking & prentunSkipatækni ehf.Skjal ehf.Skolphreinsun ÁsgeirsSkorri ehf.Skrifstofan ehf.Skúlason & Jónsson ehf.Slökkvilið HöfuðborgarsvæðisinsSM Kvótaþing ehf.Smith & Norland hf.Smur- og viðgerðarþjónustan ehf.Smurstöðin Klöpp ehf.Smurstöðin, Fosshálsi 1Snerruútgáfan ehf.

    Snyrtisetrið- HúðfegrunarstofaSnyrtistofan Ársól í GrímsbæSnyrtistofan ZeraSnyrtivöruverslunin Hygea ehf.SP TannréttingarSportbarinn ehf.Sportlíf - FæðubótaefniSproti hf.Spöng ehf.Stansverk ehf.Starfsmannafélag ReykjavíkurborgarStálflex ehf.Stjörnuegg hf.Stólpi ehf.Stóra bílasalan ehfStóreldhús ehfStyrja ehf.Styrktarfélag lamaðra og fatlaðraSuzuki bílar hf.Svanur Ingimundarson MálarameistariSveinbjörn BjarnasonSveinsbakarí ehf.SvipmyndirSöluturninn VíkivakiT. ARK teiknistofan ehfTalnakönnunTannálfur sf.Tannlæknar MjóddTannlæknastofa Jóns Birgis BaldurssonarTannlæknastofa TheódórsTannlæknastofa Tómasar EinarssonarTannréttingar sf.Tannsmíðastofan HverfisgötuTannver - Ásgeirs ehf.TCM Innheimta ehf.Tengi ehf.TGM RáðgjöfTHG Arkitektar ehf.Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðiTímaritið Lifandi Vísindi - Elísa Guðrún ehf.Tískuverslunin CosmoTískuverslunin Smart hf.Tónastöðin ehf.Tónskóli Sigursveins D. KristinssonarTrésmiðjan Jari ehf.Trévirki hf.Triton hf.Túnþökuþjónustan ehf.TV hf. Tækniþjónusta-verktakarTækni ehf.Tækniþjónusta Péturs Sigurðs sf.Tölvukerfi ehfTösku- og hanskabúðin hf.Ullarkistan ehf.Umslag ehf.Unique hár & spa ehf.Útfararstofa Íslands ehf.

    Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

  • 18 VELFERÐ

    Útfararþjónustan ehf.Útgerðarfélagið Frigg ehfÚtkall ehf.VA Arkitektar ehf.Varma og Vélaverk ehf.VDO - verkstæði ehf.Veiðikortið.isVeiðiþjónustan StrengirVerðbréfaskráning Íslands hf.Verðlistinn LaugalækVerkfræðistofan VIK ehf.Verkfræðistofan Víðsjá ehf. (FRV)Verksýn ehf.Vernd - Fangahjálp Verslunartækni ehf.Verslunin KissVerslunin MótorVerslunin Rangá sf.Vesturröst ehf.Vélar og verkfæri ehf.Vélaviðgerðir ehf.Vélmark ehf.Vélvík ehf.Vilhjálmsson sf.Virtus bókhald og ráðgjöfVitinn ehf.Víking-hús ehf.Vörn ehf.Vörubíla og vinnuvélaverkstæðið sf.Vörubílastöðin ÞrótturVörumiðlun ehf.Wilsons Pizza ehf.Yogastöðin HeilsubótÞaktak ehf.Þjónustuíbúðir og félagsmiðstöð Furugerði 1Þvottahúsið Fjöður ehf.Ökukennsla Sverris BjörnssonarSeltjarnarnesAðalbjörg RE 5Auglýsingastofa Þórhildar JónsdótturFelixson ehf.Hárgreiðslustofan Salon - NesHársnyrtistofan PermaInnrömmun GuðmundarNesskip hf.Prentsmiðjan Nes ehf v.NesfréttaSeltjarnarneskirkjaVökvatæki ehf.Þráinn IngólfssonVogarHársnyrting HrannarStálafl orkuiðnaður ehfV.P. Vélaverkstæðið ehf.KópavogurAbout Fish Íslandi ehf.Allianz hf.Alur blikksmiðja ehf.

    AMG Aukaraf ehf.Arnardalur sf.Arnarverk ehf.Axis húsgögn hf.Ágúst ÓlafssonÁsborg sf.Baldur Garðarsson ehf.Bifreiðastillingin ehf.Bifreiðaverkstæði Jónasar ehf.Bifreiðaverkstæðið ToppurBílaklæðningar ehf.Bílasprautun og réttingar AuðunsBíljöfur ehf.BJ-verktakar ehf.Bliki- Bílamálun og réttingar ehf.Blikkform ehf.Blikksmiðjan Auðás hf.Blikksmiðjan Vík ehf.Bókasafn KópavogsByggðaþjónustan, bókhald og ráðgjöfCafe AdessoDK Hugbúnaður ehf.Dælur ehfEignarhaldsfélag Brunabótafélags ÍslandsEignarhaldsfélagið Farice ehf. - www.farice.isEinar Beinteins ehf. - Dúkalagnir- og VeggfóðrunEinka bílarEuphrasia ehfFagtækni ehf.Fasteignamiðstöðin-Hús og hýbýli ehf.Flutningsþrif Bergþóru ehfGoddi ehf.Gróðrarstöðin StorðGuðjón Gíslason ehf.Guðmundur ÞórðarsonHárgreiðslustofan Delila og Samson sf.Hefilverk ehf.Hellur og garðar ehf.HM Lyftur ehf.Hugbúnaður hf.Ingi HópferðirÍslandsspil sf.Íslenskt marfang ehf.Íssel ehf.Já kvætt ehf.JBJ DesignJÓ lagnir sf.Klippistofa Jörgens ehfKraftvélar ehf.Kríunes ehf.Körfuberg ehf.Listinn - www.listinn.isLitlaprent ehf.Ljósvakinn ehf.Loft og raftæki ehf.Löggildir endurskoðendur ehf.

    Marás vélar ehf.MHG verslun ehfRafbreidd ehf.Rafholt ehf.Rafmiðlun ehf.Rafport ehf.Reykofninn hf.Reynir bakari ehf.Réttingaverkstæði HjartarRæsting BT ehf.Samval ehf.Sendibílar Kópavogs ehf.Skerping sf.Stáliðjan ehf.Steinbock-þjónustan hf.Stjörnublikk hf.Straumver ehf.Strikamerki-GagnastýringSveinn Ívarsson ehf.Söluturninn SmáriTannlækningastofa Inga Kr. StefánssonarTannsmíðastofan sf.Tækniþjónusta Ragnars G.G. ehf.Tölvutraust ehfVarðan ehf.Varmi ehf.Vegamálun ehf.Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar sf.Verkfæralagerinn ehf.Verslunin FöndraVetrarsól ehf.Ýmus ehf. heildverslunÞakpappaþjónustan ehf.Þorsteinn GeirssonGarðabærBlikkiðjan sf.Bókasafn GarðabæjarBær Byggingafélag ehf.GarðabærGeislatækni ehf. - Laser-þjónustanGJ Bílahús ehf.Hannes Arnórsson ehf.Haraldur Böðvarsson & Co. ehf.ISS Ísland ehf.Járnsmiðja Árna H. Jónssonar ehfLeiksvið slfMánafoss hf.N3 flutningar ehf.Páll PálssonRafvirkinn hf.Saloon Beauty ehf.Samhentir ehf.Stálsmiðjan ehf.Tannlæknastofa Engilberts SnorrasonarVero Moda - TaxiVörukaup ehfÖryggisgirðingar ehf.

    Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

  • VELFERÐ 19

    Golfmót Hjartaheilla var haldið í blíðskaparveðri mánudaginn 13. ágúst s.l. á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Fjórtán spilarar voru skráðir til leiks og var skipt í tvö fjögurra manna lið og tvö þriggja manna lið og spilað Texas Scramble.

    Sigurvegarar að þessu sinni var liðið „Hjartaþristar“ en

    liðið skipuðu þau Guðlaugur Valsson liðstjóri, Hrafnhildur Hákonardóttir, Ragnar Kvaran og Ásgeir Þór Árnason.

    Guðlaugur Valsson hlaut nándarverðlaun á 9/18 holu, kylfuhlíf prjónaða af Halldóru Ingólfsdóttur.

    Golfmót Hjartaheilla 2012

    Stjórn og starfsmenn Hjartaheilla þakka þátttakendum hjartanlega fyrir góða skemmtun og færa um leið starfsfólki Bakkakotsvallar hjartans þakkir fyrir frábærar móttökur.

    Með því að fara á tengilinn hér til hægri er hægt að skoða

    myndir frá mótinu: www.hjartaheill.is

    Hjartaþristar Guðlaugur Valsson hlaut nándarverðlaun á 9/18 holu

    Glæsilegum árangri í áheitasöfnun fagnað

    Þriðjudaginn 11. september s.l. kl. 17:00 til 18:00 var haldin uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2012. Það var aðalstyrktaraðili hlaupsins, Íslandsbanki, sem bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi.

    Á hátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar og skipuleggjendur hlaupsins til að fagna góðum árangri áheitasöfnunar sem fram fór á hlaupastyrkur.is vegna

    Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Í ár söfnuðust alls 45.987.154 krónur til 130 góðgerðafélaga. Þetta er 5% hærri upphæð en safnaðist í fyrra þegar met var slegið í áheitasöfnun og því var rík ástæða til að fagna.

    Hjartaheill þakkar öllum þeim sem styrktu félagið með því að hlaupa, ganga eða heita á hlaupara og Íslandsbanka fyrir að halda utan um þessa frábæru fjáröflun sem skiptir orðið miklu máli í starfi líknarsamtaka en alls safnaðist 245.603 kr. til Hjartaheilla.

  • VELFERÐ20

    Minningarorð um Jóhannes Proppé

    Jóhannes Proppé var einn af forystumönnum í sveit hjartasjúklinga til margra ára. Hann sat í stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga frá stofnun félagsins árið 1983 til ársins 2002 er hann lét af störfum

    vegna aldurs, alla tíð sem gjaldkeri samtakanna í 19 ár. Jóhannes var ávallt tilbúinn að leggja samtökunum lið s.s. með því að sækja fundi og taka þátt í ýmsum verkefnum sem til hans var leitað með.

    Fyrir samtökin var ómetanlegt að fá mann eins og Jóhannes til liðs við sig og hin mikla reynsla hans á sviði félagsmála kom sér afar vel auk þess sem eftir var tekið þegar hann tók til máls.

    Jóhannes var mikill baráttumaður og lagði sig allan fram um að ná góðum árangri í öllum þeim málum sem hann tók að sér. Það var sérlega gott að leita til Jóhannesar eins og þegar hugmyndin

    um nafnið Hjartaheill kom til umræðu innan samtakanna þá var hann alveg samþykkur þeirri breytingu.

    Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, þakka Jóhannesi öll hans störf í þágu samtakanna og senda eiginkonu hans, Unni Guðmundsdóttur Proppé og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.

    Þar sem englarnir syngja sefur þúsefur í djúpinu væra.Við hin sem lifum, lifum í trúað ljósið bjarta skæraveki þig með sól að morgniveki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens)

    Guðmundur Bjarnason, formaður HjartaheillaÁsgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri

    Jóhannes Proppé

    Aðalsteinn Valdimarsson skipstjóri fæddist á Eskifirði 24. maí 1931. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 14. október 2012. Aðalsteinn stundaði sjómennsku lengst af ævinni sem skipstjóri. Aðalsteinn kvæntist eftirlifandi eiginkonu

    sinni Elínborgu Þorsteinsdóttur 1953. Útför Aðalsteins fór fram frá Eskifjarðarkirkju 19. október 2012.

    Látinn er vinur okkar og félagi Aðalsteinn Valdimarsson. Aðalsteinn sat í stjórn Hjartaheilla til margra ára og sem formaður deildarinnar á Austurlandi til dauðadags. Hann vann ýmis trúnaðarstörf fyrir Hjartaheill og sat m.a. í stjórn SÍBS um nokkurra ára skeið sem fulltrúi Hjartaheilla og naut hann sín vel á þeim vettvangi.

    Minningarorð Aðalsteinn Valdimarsson

    Aðalsteinn Valdimarsson

    Aðalsteinn vann ötullega að málefnum Hjartaheilla alla tíð, með hagsmuni samtakanna og félagsmanna að leiðarljósi. Aðalsteinn var hreinskiptinn, fylginn sér og gagnorður. Hann var afskaplega ljúfur maður með létta lund og átti auðvelt með að fá aðra til fylgis við hin ýmsu málefni þegar á þurfti að halda.

    Fyrir nokkrum árum síðan ákvað hann að kominn væri tími á að hleypa yngra fólki að og yfirgaf stjórnarsetu í stjórnum Hjartaheilla og SÍBS.

    Fyrir hönd stjórnar Hjartaheilla þökkum við Aðalsteini samfylgdina og sendum aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur.

    Guðmundur Bjarnason formaður Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklingaÁsgeir Þór Árnason framkvæmdastjóri

  • VELFERÐ 21

    HafnarfjörðurAlexander Ólafsson ehf.Arena heildverslun sf.Ás - fasteignasala ehf.Bátaraf ehf.Benedikt SveinssonBílaverk ehf.Bílaverkstæði HögnaBlekhylki .isBlómabúðin Burkni ehf.Bókasafn v/FlensborgarskólaBókhaldsstofan ehf.Byggingafélagið Sandfell ehf.Dalakofinn sf. - FirðiDH Föt ehfDS lausnir ehf.Eiríkur og Einar Valur ehf.Euroskór - SkóhöllinnFerskfiskur ehf.Fínpússning ehf.Fjörukráin ehf.G. Ingason hf.Geymsla Eitt ehf.Glerborg - VOOT ehf.Glugga- og hurðasmiðja SBGullfari ehf.H. Jacobsen ehf.H-Berg ehf.Héðinn Schindler lyftur hf.Hlaðbær Colas hf.HoltanestiHyggir hf.Ísrör ehf.Kjartan Guðjónsson TannlæknirKrossborg ehf.Lagnameistarinn ehf.Lögmannsstofa Loga Egilssonar ehf.Músik og sportMynstrun ehf.Nes hf. - SkipafélagP.H. Verk ehf.Pappír hf.PON Pétur O. Nikulásson ehf.Rafal ehf.Rafgeymasalan ehf.Rafhitun ehf.Raftog ehf.Rafvangur ehfRakarastofa HallaRúnir Verktakar ehf.S.B.J. réttingar ehfSaltkaup hf.Sam - eining ehf.Sjúkraþjálfarinn ehf.SpennubreytarSpírall og kassabúðinStálskip hf.

    Stigamaðurinn ehfStíflu- og lagnaþjónustan ehf.Stormur SeafoodSvalþúfa ehf.Tannlæknastofa Ágústs J. GunnarssonarTannlækningastofa Harðar V. Sigmarssonar sf.Te og kaffiTrefjar ehf.Umbúðamiðlun ehf.Úthafsskip ehf.Verkalýðsfélagið HlífVélrás ehf. Bifreiða-og vélaverkstæði ehf.Víðir og Alda ehf.Vörumerking ehf.ZO-ON -International ehfÞemasnyrting ehf.ÁlftanesDermis Zen slf.GP. Arkitektar ehf.Prentmiðlun ehfReykjanesbærArt-húsið, hárgreiðslu-og fótaaðgerðarstofaÁÁ Verktakar ehf.Bókasafn ReykjanesbæjarDMM Lausnir ehf.Efnalaugin VíkEignarhaldsfélagið Áfangar ehf.Fasteignasalan Ásberg.Félag eldri borgara á SuðurnesjumFiskverkunin HáteigurFitjavík ehf.Fjölbrautaskóli SuðurnesjaGrímsnes ehf.Hárgreiðslustofa Önnu SteinuHjalti Guðmundsson ehf.Hótel Keflavík ehf.Húsabygging ehf.Hylling ehf. -Tískuverslunin BrimÍsfoss ehf.Íslenska félagið ehf. - Ice group. ltd.Karma KeflavíkLjósmyndastofan NýmyndLögreglustjórinn á SuðurnesjumMeindýraeyðing ÓmarsMenu Veitingar ehf.Nes Raf ehf.Nýsprautun ehfPlexigler ehf.R.H. innréttingar ehf.Rafeindir og Tæki ehf.Reiknistofa fiskmarkaða hf.ReykjanesbærSamband sveitarfélaga á SuðurnesjumSigurður Haraldsson ehf.Skipting ehf.Suðurflug ehf. Bygging 787

    T.S.A. ehf.Tannlæknastofa Kristínar GeirmundsdótturTÍ slf.Triton sf. - TannsmíðastofaVarmamót ehf.Verkfræðistofa Suðurnesja ehf.Verslunarmannafélag SuðurnesjaVerslunin PersónaVísir félag skipstjórnarmanna á

    SuðurnesjumÞvottahöllinGrindavíkBESA ehf.E.P. verk ehf.EVH Verktakar ehf.Hafsteinn SæmundssonHaustak ehf.Jens Valgeir ehf.Marver ehf.Northen light innStjörnufiskur ehfSöluturninn VíkurbrautVeiðafæraþjónustan ehf.Veitingastofan VörVerkalýðsfélag GrindavíkurViking sjávarfang ehf.Víkurhraun hf.Vísir hf.SandgerðiFiskmarkaður Suðurnesja hf.Flugfiskur ehf.Fúsi ehf. - SandblásturNesmúr sf.Shellskálinn SandgerðiGarðurAmp Rafverktaki ehf.H. Pétursson ehf. - FiskvinnslanVerkmáttur ehfMosfellsbærBílamálunin Örninn ehf.Bílapartar ehf.Bootcamp ehf.Dalsbú ehf.Eiríkur smiður ehfFiskbúðin Mos ehf.Garðagróður ehf.Glertækni ehf.Guðbjörg ehf.,ReykjavíkHlégarður - VeislugarðurÍsfugl ehf.Kaffihúsið ÁlafossiLaxnes ehf - www.laxnes.isMálningarþjónusta Jónasar ehf.Mosi VerktakarMosraf ehf.Múr og meira ehf.Rammsteinn ehf

    Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

  • VELFERÐ22

    Hvað vitum við um samband fæðuneyslu og heilsufars?

    Margrét Leósdóttir, læknirHáskólasjúkrahúsið UMAS, Malmö, Svíþjóð

    Inngangur

    Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök á Vesturlöndum í dag (1). Ríflega einn af hverjum þremur deyr úr hjarta- og æðasjúkdómum og enn fleiri fá sjúkdóminn í lifanda lífi. Önnur algengasta dánarorsökin eru síðan illkynja sjúkdómar (1). Samanlagt orsaka þessir tveir sjúkdómaflokkar um það bil 70% dauðsfalla meðal Íslendinga árlega (2).

    Að baki þessum sjúkdómaflokkum liggja margir áhættuþættir. Sumum þeirra s.s. erfðum, aldri og kynferði getum við ekki stjórnað. Aðra, svo sem reykingar og háan blóðþrýsting er hins vegar hægt að hafa áhrif á, með lífsstílsbreytingum sem og lyfjum. Mataræði er einn af þeim breytanlegu þáttum sem móta áhættuna bæði fyrir hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini.

    Þessari grein er ætlað að veita innsýn í þá læknisfræðilegu þekkingu sem til er á tengslum mataræðis og heilsu. Til að takmarka yfirferðina munu einungis hjarta- og æðasjúkdómar og að litlu leyti krabbamein vera tekin fyrir. Hvað varðar mataræðið verður áherslan annars vegar lögð á áhrif fitu á heilsu og hins vegar á gagnsemi hins svokallaða Miðjarðarhafsfæðis. Á hverju byggir sú þekking á áhrifum mataræðis á heilsu sem við höfum í dag? Hvað nýtt hefur komið fram á síðustu áratugum? Hvert stefnum við í matarmenningu og fæðuvali – og hvaða áhrif mun sú þróun hafa á heilsufar okkar?

    Breyttur lífsstíll – nýjar áherslur

    Áhuginn á áhrifum mataræðis á hjartasjúkdóma og krabbamein byrjaði fyrir alvöru að kvikna á fyrri hluta 20. aldarinnar (3-6). Fram að því höfðu smitsjúkdómar verið ábyrgir fyrir meirihluta dauðsfalla í hinum vestræna heimi, en með aukinni þekkingu á sýklavörnum, uppgötvun sýklalyfjanna og síðast en ekki síst breyttum lifnaðarháttum þessa tíma fóru aðrir lífsstílstengdir sjúkdómar að verða meira áberandi (7,8).

    Hin vistfræðilega rannsókn Keys og félaga, “Seven Countries Study”, olli straumhvörfum í umræðunni á tengslum mataræðis og heilsu eftir síðari heimsstyrjöldina, en niðurstöður Keys og félaga bentu til þess að sterkt samband væri milli fitu í mataræði og hjartasjúkdóma (9). Sérstaklega voru það þeir einstaklingar sem borðuðu hlutfallslega lítið af einómettuðum fitusýrum

    miðað við mettaðar sem höfðu marktækt aukna áhættu (9). Í kjölfar Sjölandastúdíunnar fylgdu þó nokkrar rannsóknir sem studdu þessa sömu tilgátu, þ.e.a.s. að mataræði ríkt af fitu, og þá sérstaklega mettaðri fitu (eða dýrafitu), yki hættuna á hjartasjúkdómum, sem og vissum tegundum af krabbameini (6,10,11).

    Á svipuðum tíma fóru ýmsar heilbrigðisstofnanir og –samtök að gefa út ráðleggingar til almennings varðandi val á heilsusamlegu mataræði, m.a. með hliðsjón af niðurstöðum þessara rannsókna (7). Í flestum þeirra var lögð áhersla á að minnka hlutfall dýrafitu, mettaðrar fitu og kólesteróls í fæðunni og auka í staðinn inntöku á fjölómettuðum fitusýrum; viðhalda eðlilegri líkamsþyngd; og borða fjölbreytt næringarríkt fæði (7). Kjarni manneldismarkmiðanna hefur síðan að miklu leyti haldist óbreyttur (7,12-14).

    Fita magn eða gæði?

    Það voru ekki allar rannsóknir eftirstríðsáranna sem sýndu sömu niðurstöður og Sjölandastúdían. Margar þeirra faraldsfræðilegu rannsókna sem fylgdu í kjölfarið sýndu ekkert samband milli heildarfitu og mettaðrar fitu í mataræði annars vegar og hjartasjúkdóma eða krabbameins hins vegar (6,15-19). Á síðustu áratugum hafa niðurstöður fleiri stórra faraldsfræðilegra rannsókna sýnt að sambandið milli heildarfitu og mettaðrar fitu í mataræði og hjartasjúkdóma var sennilega ofmetið (mynd 1) (20,21).

    Mynd 1. Hlutfallsleg áhætta á að fá kransæðasjúkdóm miðað við magn fitu í fæðu, samkvæmt niðurstöðum bandarískrar rannsóknar á ríflega 80.000 konum (20). Konur í fyrstu hópunum (1) borðuðu hlutfallslega minnst af viðkomandi fitu og konur í

  • VELFERÐ 23

    fimmtu hópunum (5) hlutfallslega mest. Þær sem borðuðu mest af trans-fitusýrum (5) höfðu marktækt aukna áhættu. Þær sem borðuðu mest af fjölómettuðum fitusýrum (5) höfðu marktækt lægri áhættu.

    Hafa verður í huga að mataræði er hluti af lífsstíl fólks, og því margt fleira sem greinir þá að sem borða mikla og litla fitu en bara sá eini þáttur. Ef frá eru taldir íbúar Suður-Evrópu, innbyrða þeir Vesturlandabúar, sem borða fituríkan mat, yfirleitt meira. Þeir borða hlutfallslega minna af grænmeti, ávöxtum og trefjum og meira af mettaðri fitu og dýraafurðum (9,21-24). Einnig borðar fólk af lægri þjóðfélagsstigum yfirleitt feitari og næringarsnauðari mat, en allt eru þetta þættir sem geta haft áhrif á sjúkdómsáhættu (25,26). Erfitt getur verið að leiðrétta fyrir öllum þessum þáttum í faraldsfræðilegum rannsóknum og geta þeir því valdið skekkju í niðurstöðum. Í fæstum þeim rannsóknum sem að ofan hefur verið vitnað í var leiðrétt fyrir trefjaneyslu, en trefjar hafa verndandi áhrif gegn hjartasjúkdómum og vissum tegundum krabbameins (27,28). Í nýlegri rannsókn þar sem leiðrétt var fyrir trefjaneyslu féll hlutfallsleg áhætta á uppkomu hjartasjúkdóma um 20% hjá þeim hópi sem borðaði mesta fitu eftir að leiðrétt var fyrir trefjainntöku (21). Undirstrikar þetta hversu erfitt það er að draga ályktanir um áhrif einstakra þátta í flóknu lífsstílsmynstri á uppkomu sjúkdóma. Flestir vísindamenn eru þó í dag sammála um að heildarfita í fæði hefur engin áhrif á áhættuna á hjartasjúkdómum og vissum tegundum af krabbameini (6,10,29-32). Áhrif mettaðrar fitu á þessa áhættu hafa einnig af mörgum verið dregin í efa (6,29-32).

    Sú fitutegund sem flestum ber saman um að sé skaðleg fyrir hjartað eru trans-ómettaðar fitusýrur (10,11,20,21,33,34). Stærstan hluta trans-ómettaðra fitusýra í mataræði Vesturlandabúa er að finna í hertri fitu. Þrátt fyrir að matvælaframleiðendur á Vesturlöndum hafi á síðustu áratugum að einhverju leyti reynt að draga úr notkun hertrar fitu, eru transfitusýrur enn víða að finna í unnum matvælum, t.d. í smjörlíki, súputeningum, ýmsu saltkexi og kartöfluflögum svo eitthvað sé nefnt.

    Á sama hátt og flestum ber saman um skaðsemi trans-fitusýranna, ber flestum saman um nytsemi fjölómettaðra fitusýra (6,9-11,20,21,33). Á þetta jafnt við um hjartasjúkdóma sem og ýmis krabbamein. Það er þó langt frá því að niðurstöður séu samhljóma og hafa fjölómettaðar fitusýrur ekki sýnt neina gagnsemi í mörgum faraldsfræðilegum rannsóknum (16,19,32). Hér er þó mikilvægt að benda á að hinar mörgu mismunandi tegundir fjölómettaðra fitusýra og þær fæðuuppsprettur sem þær koma úr geta haft ólík áhrif á sjúkdómsmyndun og –framgang, og því erfitt að draga ályktanir um fituflokkinn í heild sinni.

    Gagnsemi Miðjarðarhafsfæðisins

    Eitt af því sem Keys lýsti í Sjölandastúdíunni var að dánartíðni vegna hjartasjúkdóma og krabbameins á grísku eyjunni Krít var sú allra lægsta af þeim svæðum sem voru með í rannsókninni, en fæði eyjabúanna innihélt tiltölulega mikla heildarfitu, eða

    að meðaltali 36 % (9). Aðal fituuppsprettan í hinu svokallaða Miðjarðarhafsfæði er ólífuolía, en hlutfall mettaðrar fitu er lágt (7-8%). Miðjarðarhafsfæðið inniheldur að auki mikið af grænmeti, ávöxtum, kornmeti, baunum, hnetum og fræjum – mikilvægum uppsprettum trefja, fjölómettaðra fitusýra og andoxunarefna (35). Fiskur og ljóst kjöt eru reglulega á matseðlinum en rautt kjöt sjaldnar. Áfengi, og þá fyrst og fremst léttvín, er drukkið í hóflegu magni.

    Í Lyon rannsókninni svokölluðu var Miðjarðarhafsfæði borið saman við hið hefðbundna “hjartaholla” fæði sem Bandarísku hjartasamtökin ráðleggja (fita 25) árið 2002 (40). Að sama skapi voru 65% Bandaríkjamanna yfir kjörþyngd 1999-2002, þar af 31% yfir offitumörkum (líkamsþyngdarstuðull >30) (42). Árið 1890 voru hins vegar einungis 3,4% hvítra bandarískra karlmanna of feitir (42). Af einstaklingum með greinda sykursýki í Bandaríkjunum eru 85% of þungir og 55% þjást af offitu (43). Offita, sykursýki og hreyfingarleysi eru allt vel þekktir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma og hafa samanlagt í för með sér margfalt meiri áhættu en mataræði eitt og sér (44). Þegar öllu er á botninn hvolft þá má því sennilega segja að ofát sé stærsta fæðutengda vandamál 21. aldarinnar.

  • Mynd 2. Þróun daglegrar orkuinntöku (kcal/dag) bandarískra manna og kvenna (20-74 ára) frá árunum 1971-2000 (39).

    Samantekt

    Flestum vísindamönnum í dag ber saman um að heildarfita í fæðu hafi ekki áhrif á áhættuna á því að fá hjartasjúkdóma sem og viss krabbamein. Áhrif mettaðrar fitu hafa einnig af mörgum verið dregin í efa. Þegar niðurstöður rannsókna á fitu í fæðu eru skoðaðar verður að hafa í huga hvert fæðu- og lífsstílsmynstur þeirra sem borða feitan mat er. Þannig virðast þeir sem borða feita fæðu borða hlutfallslega lítið af grænmeti og ávöxtum og

    VELFERÐ24

    trefjum. Þeir reykja einnig meira og eru af lægri þjóðfélagsstigum – allt þættir sem hafa þekkt áhrif á sjúkdómsáhættu.

    Tengsl mataræðis og heilsu þarf að horfa á sem hluta af stærri mynd – um leið og hvatt er til breytinga á mataræði þarf að hvetja einstaklinginn til heilbrigðs lífernis með reglulegri hreyfingu, að viðhalda eðlilegri líkamsþyngd og hætta skaðlegu atferli svo sem reykingum og ofneyslu áfengis. Hin hefðbundnu manneldismarkmið hafa í auknum mæli verið að breytast í þessa “lífsstíls”-átt, og má nú sjá víðar, að ráðleggingar um daglega hreyfingu eru komin inn í markmiðin.

    Hvað varðar mataræðið sérstaklega þá ber að forðast trans-fitusýrur þar sem þær auka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Fjölómettaðar fitusýrur og ólífuolía virðast hins vegar vernda gegn hjartasjúkdómum og krabbameini. Mikilvægt er að halda mataræðinu fjölbreyttu með ríkulegu magni af ávöxtum, grænmeti og trefjum; borða fisk reglulega og kjöt sjaldnar. Forðast ber unnin kolvetni, þar sem þau bæði eru lúmsk uppspretta hitaeininga og hafa óæskileg áhrif á blóðfitur og blóðsykur. Mikilvægast af öllu er þó sennilega að borða hreinlega ekki of mikið.

  • Skark ehfAkranesA. Haraldsson ehf.Akraborg ehf.B.Ó.B. sf,vinnuvélarBifreiðastöð Þ.Þ.Þ. ehf.Brauða- og kökugerðin hf.Fasteignasalan HákotGlit málun ehf.Grastec ehf.GT tækni ehf.Höfði - hjúkrunar - og dvalarheimiliIngjaldur Bogason tannlæknir ehf.P 21 - Trocadero ehf.Sjónglerið ehf.Skagaverk ehf.Smurstöðin Akranesi sf.Straumnes ehf., rafverktakarVerkalýðsfélag AkranessVerslunin Bjarg ehf.Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar ehf.Viðskiptaþjónusta Akraness ehf.Vignir G. Jónsson ehf.BorgarnesBorgarbyggðBorgarverk ehf.Bókhalds og tölvuþjónustan ehf.Búvangur ehf.Dýralæknaþjónusta Vesturlands ehf.Eyja- og MiklaholtshreppurFramköllunarþjónustan ehf.Hringhótel ehf.Jörvi ehf. vinnuvélarKristý sf. - Hyrnutorgi 58Laugaland hf.Loftorka Borgarnesi ehf.Matstofan ehf.Meindýravarnir Ella sími 847 0827Nes-FerðaþjónustaSamtök sveitarfélaga á VesturlandiSæmundur Sigmundsson ehf.Trésmiðja PálmaVatnsverk Guðjón og Árni ehf.Vegamót - ÞjónustumiðstöðinVelverk ehf.VélabærVélaverkstæði Kristjáns ehf.Þjónustumiðstöðin Húsafelli ehf.Reykholt BorgarfirðiBílaviðgerðir ÞórðarStykkishólmurFimm fiskar ehf.Heimahornið ehf.Rannsóknarnefnd sjóslysaSæfell ehf.Þ.B. Borg - steypustöð ehfÞórsnes hf.Grundarfjörður

    Hjálmar hf.Hótel FramnesHrannarbúðin sf.Suða ehf.ÓlafsvíkBrauðgerð Ólafsvíkur hf.Fiskmarkaður Íslands hf.Maggi Ingimars ehf.Steinunn hf.TS vélaleiga ehf.Tölvuverk bókhaldsþjónusta slf.HellissandurBreiðavík ehf.Hraðfrystihús Hellissands hf.K.G. Fiskverkun ehf.Skarðsvík hf.ReykhólahreppurSteinver sf.ÍsafjörðurFélag opinberra starfsmanna á VestfjörðumFræðslumiðstöð VestfjarðaGamla bakaríið ehf.H.V.-umboðsverslun ehf.Hafnir ÍsafjarðabæjarHamraborg ehf.Hótel ÍsafjörðurÍs 47 ehf.Tréver sf.Tækniþjónusta Vestfjarða ehf.Útgerðafélagið KjölurVerkstjórafélag VestfjarðaVestfirskir verktakar ehfÞröstur Marsellíusson ehf.BolungarvíkBolungarvíkurhöfnFiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf.Ráðhús ehf.SérleyfisferðirSigurgeir G. Jóhannsson ehf.Verkalýðs- og sjómannafélag BolungarvíkurVélvirkinn sf.SúðavíkSúðavíkurhreppurSúðavíkurkirkjaVíkurbúðin ehf.SuðureyriBerti G. ehf.Klofningur ehf.Sæstál ehf.PatreksfjörðurFlakkarinnNanna ehf.Vestmar ehf.TálknafjörðurBókhaldsstofan TálknafirðiGarra útgerðin ehf.

    Gistiheimilið Bjarmalandi ehf.TV - Verk ehf.ÞingeyriBrautin sf.Svalvogar ehf.Tengill sf.Véla- og bílaþjón Kristjáns ehf.HólmavíkGrundarás ehf.ÁrneshreppurÁrneshreppurHótel Djúpavík ehf.HvammstangiBílagerði ehf.Kidka ehf.Veiðifélag Arnarvatnsheiðar og TvídægruVélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar sf.BlönduósBúnaðarsamband Húnaþings og StrandaHúnavatnshreppurPöntunar- og viðgerðarþjónusta Villa ehf.Stéttarfélagið SamstaðaSkagaströndSkagabyggðTrésmíðaverkstæði Helga GunnarssonarVík ehf.SauðárkrókurBókhaldsþjónusta K.O.M. ehf.Bólstrun Pálma-Ef duga skalByggðasafn SkagfirðingaHárgreiðslustofan Hjá ErnuHjólbarðaþjónusta ÓskarsKaupfélag SkagfirðingaKróksverk ehf.K-Tak hf.Kvenfélagið FramförSkinnastöðin ehf.Stoð ehf. - verkfræðistofaTrésmiðjan ÝrVerslun Haraldar JúlíussonarVarmahlíðAkrahreppur - SkagafirðiHestasport - Ævintýraferðir ehf.Langamýri fræðsluseturVélaval ehf.HofsósGrafarós ehf.Vesturfarasetrið - www.hofsos.isSiglufjörðurFiskbúð SiglufjarðarHM Pípulagnir ehf.Snerpa - Íþróttafélag fatlaðraAkureyriAuris Medica ehf.ÁS Pípulagnir ehf.Átak Heilsurækt ehf. - Aqua SpaB. Hreiðarsson ehf.Bandalag háskólamanna

    Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

  • VELFERÐ26

    Sumarhátíðin hefst klukkan tólf á hádegi og stendur fram eftir kvöldi. Tónlistarveitan Gogoyoko leikur lifandi tónlist meðan starfsmenn Stofunnar snyrta hár. Grillaður kjúklingur verður í boði og samkeppnisaðilarnir Hemmi og Valdi, Lebowski og Faktorý sjá gestum fyrir léttum veitingum ásamt Vífilfelli. Allir sem láta peninga af hendi rakna taka þátt í veglegu happdrætti.

    Emil hrósar Hjartaheillum, landssamtökum hjartasjúklinga á Íslandi, fyrir gott starf og með hátíðinni vill hann minna fólk á mikilvægi hjartans og óviðeigandi sparnað í heilbrigðiskerfinu. „Ég beið eftir skoðun í þrjú korter á bráðamóttöku með mjög öran hjartslátt og fékk rafvendingu eftir tæpa sex tíma," segir faðir Emils um upplifun sína, en hann er afar þakklátur fyrir góða þjónustu starfsfólks sjúkrahússins. - hþt

    Heimild. Fréttablaðið/Stefán.

    Emil Ólafsson og hársnyrtar Sjoppunnar minna fólk á mikilvægi hjartans í Hjartagarðinum, milli Laugavegs og Hverfisgötu, í dag.„Pabbi minn fékk hjartatruflanir fyrir tveimur vikum síðan. Ég

    ætlaði að halda klippi-maraþonið upp á gamanið en ákvað að snúa þessu yfir í góðgerðarmál," segir Emil Ólafsson, annar eigandi hársnyrtistofunnar Sjoppunnar sem stendur fyrir klippingum gegn frjálsum framlögum og sumargleði í Hjartagarðinum til styrktar Hjartaheill í dag.

    Undanfarin tvö ár hafa hársnyrtar stofunnar safnað fyrir Krabbameinsfélagið með svipuðu sniði. „Kristján Aage, sem á stofuna með mér, missti mömmu sína fyrir tveimur árum úr krabbameini," segir hann og bætir við: „Stofan gengur vel og við viljum gefa eitthvað til baka, til þeirra sem hafa fylgt okkur í gegnum lífið."

    Klippa allan daginn fyrir hjartað

  • VELFERÐ 27

    Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins hf.Bifreiðaverkstæðið Baugsbót ehf.BílapartasalanBjarg líkamsræktarstöðBlikkrás ehf.Brúin ehf.Brynja ehf.Búgarður - Búnaðarsamband EyjafjarðarBútur ehf.Bæjarverk hf.Dragi ehf.Efling sjúkraþjálfun ehf. www.eflingehf.isEndurhæfingarstöð SjálfsbjargarFarfuglaheimilið StórholtiFerðaþjónustan Syðri HagaFélag málmiðnaðarmanna AkureyriFélagsbúið HallgilsstöðumFjöl-Umboð ehf.Fótaaðgerða- og snyrtistofa EdduFramtíðareign ehfGleraugnasalan Geisli hf. KaupangiHafnarsamlag NorðurlandsHagvís ehf.Hlíð ehf.Hnjúkar ehf. (Haukur, Bessi og Hjördís)Húsprýði sf.Index tannsmíðaverkstæði ehf.Ísgát ehf.J.M.J. herrafataverslunJárnsmiðjan Varmi ehf.K.B. bólstrun ehf.Kaffi Torg ehf.Kjarnafæði hf.Kælismiðjan Frost ehf.Litblær ehf.Litla kaffistofanLjósgjafinn ehf.Lostæti ehf.Malbikun KMMalbikunarstöð AkureyrarbæjarMarin ehf.Meindýravarnir og eftirlit Axels ehf.Miðstöð ehf.Netkerfi og tölvur ehf.Orlofsbyggðir IllugastaðirPólarhestar ehfRaftákn ehf.Rofi ehf.S.J. Bald ehf.Samherji hf.Sigurgeir Svavarsson ehf. - ByggingaverktakiSjómannafélag EyjafjarðarSjúkrahúsið á AkureyriSkil bókhald og ráðgjöf ehfSkóhúsið Brekkugötu 1Slippurinn Akureyri ehf.Steypustöð Akureyrar ehf.Strikið Veitingastaður

    Sveitahótelið ehf.Trésmiðjan Börkur hf.Trésmíðaverkstæði Trausta hf.Trétak hf.Tölvís sf.Vélsmiðja Steindórs hf.Vélsmiðjan Ásverk ehf.GrenivíkFrosti ehf.Jói ehf.Vélsmiðjan Vík hf.GrímseyBúðin GrímseyDalvíkÁs ehf. - EB ehf.B.H.S. ehf, bíla- og vélaverkstæðiDýrholt ehf.Flæði Pípulagnir ehf.Gistihúsið Skeið www.thule-tours..isHýbýlamálunKussungur ehf.Sparisjóður SvarfdælaVélvirki ehf.ÓlafsfjörðurNorlandia ehf.Sjómannafélag ÓlafsfjarðarSmári ehfHríseyHvatastaðir ehf. Eingrunarstöð Gæludýra Hrísey

    HúsavíkAlverk ehf.Bílaþjónustan ehf.Fjallasýn - Rúnars Óskarssonar ehf.Gistiheimilið Árból - www.simnet.is/fensalirHóll ehf.Jarðverk ehfLjósmyndastofa PétursMinjasafnið MánárbakkaRafmagnsverkstæði E.G.Jónasson ehf.Skóbúð HúsavíkurSteinsteypir ehf.TjörneshreppurTrésmiðjan Rein ehf.Vermir sf.Vélaverkstæðið ÁrteigiVíkurraf ehf.MývatnEldá ehf.FjalladýrðVogar, ferðaþjónusta ehf.KópaskerBúðin Kópaskeri ehf.Hótel Skúlagarður og ferðaþjónustan LundiRöndin ehf.RaufarhöfnHótel NorðurljósÖnundur ehf.Þórshöfn

    Dalá ehf.Ferðaþjónusta bænda Ytra-ÁlandiGeir ehf.BakkafjörðurHraungerði ehfSkeggjastaðakirkjaVopnafjörðurBílar og vélar ehf.ES-vinnuvélar ehf.Ferðaþjónusta Syðri-VíkMælifell ehf.Rafverkstæði ÁrnaVopnafjarðarhreppurEgilsstaðirÁrsverk ehfBókráð, bókhald og ráðgjöf ehf.Bólholt ehf.Dagsverk ehf.G. Ármannsson ehf.Gistihúsið EgilsstöðumHitaveita Egilsstaða og FellaMiðás hf.PV-pípulagnir ehf.Rafey ehf.Skógrækt ríkisinsSnyrtistofan AldaSteindór og Anna Skógarseli EgilsstöðumTannlæknastofan á EgilsstöðumTindaberg ehf.Tréiðjan Einir hf.Verslunin Skógar ehf.Þ.S. Verktakar ehf.Ökuskóli AusturlandsSeyðisfjörðurBrimberg ehf.Farfuglaheimilið Hafaldan ehf.Ferðaþjónusta Austurlands ehf.Hótel AldanSeyðisfjarðarkaupstaðurSeyðisfjarðarkirkjaReyðarfjörðurFélag opinberra starfsmanna á AusturlandiLaunafl ehf.Tærgesen ehf.EskifjörðurBókabúðin EskjaEgersund Ísland ehf.Fjarðaþrif ehf.Tandraberg ehf.Videoleiga EskifjarðarNeskaupstaðurÁrni SveinbjörnssonBólstrun Halldórs ÁsgeirssonarHótel CapitanoRafgeisli Tómas R. Zoéga ehf.Samvinnufélag útgerðarmannaSíldarvinnslan hf.Sparisjóður Norðfjarðar

    Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

  • VELFERÐ28

    FáskrúðsfjörðurLoðnuvinnslan hf.Uppsalir, dvalar og hjúkrunarheimili aldraðraStöðvarfjörðurBrekkanBreiðdalsvíkHákon HansonHótel Bláfell ehf.DjúpivogurBerufjarðarkirkjaBerunes, farfugla- og gistiheimiliHöfn í HornafirðiAlbert EymundssonBókhaldsstofan ehf.Ferðaþjónustan GerðiFerðaþjónustan Stafafell í LóniFuni ehf., sorphreinsunHátíðni hf.Heilbrigðisstofnun SuðausturlandsÍs og ævintýri ehf.Jökulsárlón ehf.Króm og hvítt ehf.Málningarþjónusta Hornarfjarðar sf.Rósaberg ehf.Skinney - Þinganes hf.Sveitarfélagið HornafjörðurUggi Sf - 47Vatnajökull TravelVélsmiðjan Foss ehf.Þrastarhóll ehf.SelfossAlvörubúðinBakkaverk ehf.Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf.Bisk-verk ehf.Bílaþjónusta Péturs ehf.Bílverk BÁ ehf.BláskógabyggðBókaútgáfan BjörkBúnaðarsamband SuðurlandsDo-Re-MiDraumaverk ehf.E.B. Kerfi ehf. Hvítahúsið skemmtistaðurEsekiel ehf.FlóahreppurFossvélar ehf.Framsóknarfélag ÁrnessýsluFræðslunet SuðurlandsGesthús Selfoss ehf.Grímsnes & Graf