starfsáætlun 2010-2011

25
Starfsáætlun Norðlingaskóla 2010-2011 Norðlingaskóli ágúst 2010 NORÐLINGASKÓLI

Upload: nordlingaskoli

Post on 25-Mar-2016

250 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Starfsáætlun 2010-2011

TRANSCRIPT

Page 1: Starfsáætlun 2010-2011

Starfsáætlun Norðlingaskóla

2010-2011

Norðlingaskóli ágúst 2010

NORÐLINGASKÓLI

Page 2: Starfsáætlun 2010-2011

1

Efnisyfirlit

Inngangur ...................................................................................................................................................................................................................... 2 Um Norðlingaskóla .................................................................................................................................................................................................... 2

Norðlingaskóli 2010-2011 ....................................................................................................................................................................................... 3 Starfsmenn Norðlingaskóla skólaárið 2010-2011 ................................................................................................................................... 3

Starfsmannamál ........................................................................................................................................................................................................... 4 Trúnaðarmenn, öryggisverðir, öryggistrúnaðarmenn ............................................................................................................................ 4

Starfsmannastefna - jafnréttisáætlun ........................................................................................................................................................... 4 Samstarfsteymi .................................................................................................................................................................................................. 4

Skipulag og stundarskrá .................................................................................................................................................................................. 5 Gæsla fyrir og eftir skóla – Félagsmiðstöðin ............................................................................................................................................ 5

Stefna og sýn Norðlingaskóla .................................................................................................................................................................................. 6 Starfshættir Norðlingaskóla..................................................................................................................................................................................... 6

Upplýsingar um skólanámskrá ................................................................................................................................................................................ 7 Skóladagatal .................................................................................................................................................................................................................. 8

Starfsáætlun nemenda - foreldra .................................................................................................................................................................. 8 Skipulagsdagar kennara ................................................................................................................................................................................... 8

Afmælisdagur ..................................................................................................................................................................................................... 8 Samræmd próf .................................................................................................................................................................................................. 8

Vetrarleyfi .......................................................................................................................................................................................................... 8 Vettvangsferðir ................................................................................................................................................................................................. 8

Jólahefðir ............................................................................................................................................................................................................ 8 Aðrar hefðir ...................................................................................................................................................................................................... 9

Skólaslit ............................................................................................................................................................................................................... 9 Umhverfisdagar ................................................................................................................................................................................................. 9

Einstaklingsmiðun í Norðlingaskóla ....................................................................................................................................................................... 9 Einstaklingsmiðað nám.................................................................................................................................................................................... 9

Einstaklingsmiðað námsmat ......................................................................................................................................................................... 10 Matssamtöl (student assessment interview)........................................................................................................................................... 10

Námsjóður (student portfolio) .................................................................................................................................................................. 10 Námsmat í samfélags og náttúrufræði og smiðjum .............................................................................................................................. 10 Námsmat í útikennslu ................................................................................................................................................................................... 10

Einstaklingsmiðuð próf ................................................................................................................................................................................. 10 Einstaklingsmiðuð áhugasvið ....................................................................................................................................................................... 11

Heimanám .................................................................................................................................................................................................................. 11 Foreldrasamstarf ....................................................................................................................................................................................................... 11

Erlent samstarf .......................................................................................................................................................................................................... 12 Samvinna skólastiga og móttaka 1. bekkinga..................................................................................................................................................... 12

Móttaka nýrra nemenda annarra en 1. bekkinga ............................................................................................................................................. 12 Móttaka nýrra starfsmanna .................................................................................................................................................................................... 13

Umhverfismál og Grænfáninn ............................................................................................................................................................................... 13 Stjórnkerfi................................................................................................................................................................................................................... 15

Skólaviðmið Norðlingaskóla.................................................................................................................................................................................. 15 Samskiptaleiðir varðandi hegðunarfrávik nemenda......................................................................................................................................... 16

Forvarnir ..................................................................................................................................................................................................................... 17 Eineltisáætlun................................................................................................................................................................................................... 17

Nemendaverndarráð..................................................................................................................................................................................... 18 Áfallahjálp ......................................................................................................................................................................................................... 18

Mannréttindi - jafnrétti ................................................................................................................................................................................. 18 Viðbragðsáætlun vegna inflúensu AH1N ................................................................................................................................................. 18

Samstarf við lögreglu ..................................................................................................................................................................................... 18 Nemendafélag og félagslíf ....................................................................................................................................................................................... 19

Stoðþjónusta .............................................................................................................................................................................................................. 19 Stuðnings- og sérkennsla ............................................................................................................................................................................. 19

Náms- og starfsráðráðgjöf........................................................................................................................................................................... 21 Skólaheilsugæsla.............................................................................................................................................................................................. 21

Grenndarsamfélagið ................................................................................................................................................................................................. 23 Leikskólinn ....................................................................................................................................................................................................... 23

Árbæjarkirkja................................................................................................................................................................................................... 23 Íbúasamtökin ................................................................................................................................................................................................... 23

Íþróttafélagið Fylkir ....................................................................................................................................................................................... 23 Eldri borgarar .................................................................................................................................................................................................. 23

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts............................................................................................................................................... 23 Hagnýtar upplýsingar um skólahald ..................................................................................................................................................................... 24

Page 3: Starfsáætlun 2010-2011

2

Inngangur

Starfsáætlun Norðlingaskóla er samantekt upplýsinga um starfsemi Norðlingaskóla. Hún er

hluti skólanámskrár Norðlingaskóla en skólanámskrá skólans er að finna á heimasíðu skólans

www.nordlingaskoli.is. Starfsáætluninni er ætlað að gefa yfirlit yfir áherslur og markmið

vetrarins, skrá yfir viðburði, venjur og siði skólans.

Starfsáætlun Norðlingaskóla er samin í ágúst 2010 og gildir fyrir veturinn 2010 og 2011. Hún

er kynnt öllum starfsmönnum skólans og lögð til samþykktar fyrir skólaráð. Hún er unnin í

samræmi við lög og reglugerðir, aðalnámskrá og stefnu Reykjavíkurborgar í skólamálum og

lýsir á greinargóðan hátt því fyrirkomulagi sem ríkir um skólahald Norðlingaskóla.

Um Norðlingaskóla

Norðlingaskóli tók til starfa í ágúst 2005. Skólinn er í ungu hverfi í Reykjavík, Norðlingaholti

sem liggur á milli Rauðavatns og Elliðavatns.

Frá upphafi hefur starf skólans farið fram í færanlegum skólastofum, skálum, sem reistir hafa

verið í útjaðri væntanlegrar skólalóðar. Bætt hefur verið við húsnæðið eftir því sem

nemendum hefur fjölgað.

Nýtt skólahús, sem framkvæmdir eru hafnar við, mun rísa á Klapparholti við Árvað og gert er

ráð fyrir að hluti þess verði tilbúinn á haustönn 2010. Áætlað er að fullbúinn verði skólinn

fyrir 450 nemendur.

Veturinn 2010-2011 tekur skólinn þátt í þróunarverkefnum um námsmat, þróun á áhugasviði

og smiðjum, útikennslu í Björnslundi og samstarfi milli leik- og grunnskóla í Norðlingaholti.

Fellur það vel að áherslum skólans á einstaklingsmiðaða starfshætti sem og aukið vægi á list-

og verkgreinar, náttúrufræði og umhverfismennt.

Skólaárið 2010-2011 verða nemendur um 350-360, þar sem hverfið er í byggingu tekur

skólinn á móti nýjum nemendum nokkuð reglulega allan veturinn.

Húsnæði skólans er í ár í 31 skála sem hefur verið raðað saman hugvitssamlega svo þjóna

megi nemendum sem best í samræmi við einstaklingsbundnar þarfir þeirra og í samhljómi við

sýn og stefnu skólans.

Page 4: Starfsáætlun 2010-2011

3

Til að mennta sig þarf mannsins ríka vilja,

Í menntun felst að temja sig og skilja,

og læra af þeim sem lífsins tónum náðu og líka þeim sem sannleiksgilgin skráðu.

En umfram allt þú virðir vitund þína

Og verðugt ljós þitt öðrum nái að skína

(V.H.J.)

Norðlingaskóli 2010-2011

Heimilisfang skólans er Árvað 3, 110 Reykjavík.

Sími: 411-7640

Fax: 411-7641

Netfang: [email protected]

Heimasíða: www.nordlingaskoli.is Skólastjóri: Sif Vígþórsdóttir

Aðstoðarskólastjóri: Ágúst Ólason

Ritari: Margrét Rögnvaldsdóttir

Umsjónarmaður: Friðgeir Hallgrímsson

Fjöldi nemenda: 351

Fjöldi starfsmanna: 48

Skrifstofa skólans er opinn mánudaga til föstudaga frá kl. 7:45-16:00

Sími í Klapparholti frístundaheimili ÍTR: 664-7624

Sími í félagsmiðstöðinni HOLTIÐ: 695-5093

Starfsmenn Norðlingaskóla skólaárið 2010-2011

Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri [email protected]

Ágúst Ólason, aðstoðarskólastjóri [email protected]

Ragna Þóra Karlsdóttir, deildarstjóri sérkennslu [email protected] (í námsleyfi)

Guðrún Helga Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi [email protected]

Aðalbjörg Ingadóttir, kennari í 5.-7. bekk [email protected] (í námsleyfi)

Ágústa L. Ásgeirsdóttir, þroskaþjálfi [email protected]

Anna Karen Karlsdóttir, stuðningsfulltrúi [email protected]

Arna Gunnarsdóttir, list- og verkgreinakennari [email protected]

Arngunnur Ylfa Guðmundsdóttir, sérkennari og kennari í 5.-7. bekk

[email protected]

Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir, list- og verkgreinakennari [email protected]

Birna Hjaltadóttir, kennari í 3.-4. bekk [email protected]

Birna Þorsteinsdóttir, kennari í 3.-4. bekk [email protected]

Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri og kennari í 8.-10. bekk [email protected]

Björn Kristjánsson, tónmenntarkennari [email protected]

Bryndís Bragadóttir, list- og verkgreinakennari [email protected]

Brynjar Valgeir Steinarsson, stuðningsfulltrúi [email protected]

Dagbjört Þorsteinsdóttir, kennari í 8.-10. bekk [email protected]

Díana Fjölnisdóttir, skólaliði og matráður [email protected]

Edda Ósk Smáradóttir, kennari í 1.-2. bekk [email protected]

Elvar Þór Friðriksson, íþróttakennari [email protected]

Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir, kennari í 1.-2. bekk [email protected]

Page 5: Starfsáætlun 2010-2011

4

Fanney Snorradóttir, verkefnastjóri og kennari í 5.-7. bekk [email protected]

Friðgeir Hallgrímsson, umsjónarmaður og húsvörður [email protected]

Guðbjörg Hrönn Björnsdóttir, kennari í 5.-7. bekk [email protected]

Guðrún Jóna Óskarsdóttir, sérkennari og kennari í 1.-2. bekk [email protected]

Halla Magnúsdóttir, sérkennari og kennari í 8.-10. bekk [email protected]

Hanna Mjöll Káradóttir, kennari í 3.-4. bekk [email protected] (í fæðingarorlofi)

Hermann Valsson, íþróttakennari [email protected]

Hjördís Albertsdóttir, kennari í 3.-4. bekk [email protected]

Íris Eva Backmann, stuðningsfulltrúi [email protected]

Júlía Guðrún Sveinbjörnsdóttir, kennari í 1.-2. bekk [email protected]

Júlía Hrönn Guðmundsdóttir, kennari í 8.-10. bekk [email protected]

Kolbrún Kristleifsdóttir, kennari í 1.-2. bekk [email protected]

Kristín Ragna Bergmann, stuðningsfulltrúi [email protected]

Lilja Guðrún Björnsdóttir, sérkennari og kennari í 1.-4. bekk [email protected]

Logi Vígþórsson, íþrótta- og danskennari [email protected]

Margrét Rögnvaldsdóttir, skrifstofustjóri [email protected]

María Svava Snæfells, stuðningsfulltrúi [email protected]

Narfi Ísak Geirsson, kennari í 1.-2. bekk [email protected]

Nína Hrönn Sigurðardóttir, kennari í 5.-7. bekk [email protected]

Ragnar Þór Pétursson, kennari í 8.-10. bekk [email protected]

Sandra Rán Garðarsdóttir, íþróttakennari [email protected]

Selma Óskarsdóttir, kennari í 8.-10. bekk [email protected]

Sigrún Anna Ingibergsdóttir, skólaliði [email protected]

Sigurbjörg Ósk H. Sigurðardóttir, stuðningsfulltrúi [email protected]

Stefán Hrannar Guðmundsson, kennari í 5.-7. bekk [email protected]

Víðir Þórarinsson, kennari í 8.-10. bekk [email protected]

Þórey Gylfadóttir, kennari í 3.-4. bekk [email protected]

Þórunn Eggertsdóttir, kennari í 5.-7. bekk [email protected] (í fæðingarorlofi)

Þráinn Árni Baldvinsson, kennari í 5.-7. bekk [email protected]

Starfsmannamál

Trúnaðarmenn, öryggisverðir, öryggistrúnaðarmenn

Trúnaðarmaður kennara hefur ekki verið kjörinn þegar þetta er ritað í ágúst 2010.

Varatrúnaðarmaður kennara er Björn Gunnlaugsson, kennari í 8.-10. bekk. Trúnaðarmaður

starfsmanna utan KÍ er Friðgeir Hallgrímsson, húsvörður. Varatrúnaðarmaður starfsfólks utan

KÍ er Brynjar Valgeir Steinarsson, stuðningsfulltrúi. Öryggisvörður eru Friðgeir Hallgrímsson,

húsvörður. Öryggistrúnaðarmaður er Margrét Rögnvaldsdóttir, skrifstofustjóri.

Starfsmannastefna - jafnréttisáætlun

Starfsmannastefna hefur verið í þróun og er unnið að formlegri útgáfu hennar. Í tengslum við

hana er einnig unnið að mannréttinda- og jafnréttisáætlun.

Samstarfsteymi

Í skólanum starfa allir í teymum. Kennarar, stuðningsfulltrúar, skólaliðar og sérkennarar

mynda saman teymi utan um hvern námshóp sem þeir vinna með. Þannig eru í skólanum

Page 6: Starfsáætlun 2010-2011

5

teymi þeirra starfsmanna sem vinna með 1. og 2. bekkingum, 3. og 4. bekkingum, 5. - 7.

bekkingum og 8. - 10. bekkingum. Í skólanum eru jafnframt list- og verkgreinateymi,

íþróttateymi, námsmatsteymi, læsisteymi, Björnslundarteymi, grænfánateymi og smiðjuteymi.

Í skólanum eru þrír foreldrar úr hverjum árgangi sem mynda samráðsbakland skólans. Við

skólann starfar öflugt foreldra- og starfsmannafélag sem heitir Vaðið. Foreldrar standa

reglulega fyrir félagsmótum af ýmsum toga og eru helstu stuðningsaðilar skólans. Samkvæmt

lögum starfar við skólann skólaráð.

Skipulag og stundarskrá

Skipulag og kennsluhættir markast af stefnu og markmiðum skólans. Áhersla er lögð á

einstaklingsmiðað nám til að mæta þörfum, áhuga og getu hvers og eins. Skólinn raðar

nemendum í námshópa og tilheyra tveir til þrír árgangar hverjum námshópi. Skóladeginum er

skipt í 70 mínútna kennslulotur og skólaárinu í stundarskrártímabil. Með lengri námslotum

náum við dýpri vinnu og meiri og lengri einbeitingu og ekki er alltaf verið að láta nemendur

skipta um námsgreinar. Hverju nýju stundarskrártímabili fylgja einkenni sem helgast af

þemanámi (smiðjum), flæði kennara, uppbrotum á námshópum og tengist árstíðum. Allir

nemendur skólans fara út í frímínútur og hafa allir starfsmenn það hlutverk að eiga samvistir

við börnin í frímínútum og gæta þeirra.

Skólinn hefst alla daga kl. 8:10 hjá nemendum í 1.-10. bekk og lýkur á mismunandi tímum. Í

1.- 4. bekk lýkur skóla kl. 13:20. Þá tekur við gæsla fram að opnunartíma frístundaheimilis.

Gæsla fyrir og eftir skóla – Félagsmiðstöðin

Skólinn opnar alla daga kl. 07:45. Nemendum í yngri bekkjum býðst gæsla frá skólalokum kl.

13:20 fram að opnunartíma frístundaheimilisins foreldrum að kostnaðarlausu. Eftir að skóla

lýkur nýtur íþrótta- og tómstundarráð húsnæði skólans og rekur frístundaheimilið

Klapparholt.

Unglingum gefst tækifæri til að nýta sér félagsaðstöðu félagsmiðstöðvarinnar Holtsins í

frímínútum. Unglingar geta sótt félagsmiðstöðina þrjú kvöld í viku en miðstigið einu sinni í

viku.

Page 7: Starfsáætlun 2010-2011

6

Stefna og sýn Norðlingaskóla

Norðlingaskóli er framsækinn skóli. Í skólanum er lögð sérstök áhersla á:

að starf skólans grundvallist á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin

námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr

grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur.

að nemendum líði vel og að nám og starf sérhvers þeirra miðist við þarfir hans og getu

sem og sterkar hliðar. Byggt verður á einstaklingsmiðuðum starfsháttum og samvinnu

hverskonar.

að skólinn sé fyrir alla nemendur skólahverfisins, án aðgreiningar, þar sem engum er

ofaukið og allir velkomnir.

að árgöngum sé kennt saman, þ.e. að byggt verði á samkennslu árganga sem stuðlar m.a.

að aukinni félagsfærni nemenda og auðveldar að hver nemandi fari á sínum hraða á

grunnskólagöngu sinni.

að starfsfólk skólans vinni í teymum enda stuðlar slíkt fyrirkomulag að því að

margbreytileikinn í hópi starfsfólks nýtist nemendum.

að skólinn verði í nánum tengslum við samfélagið sem hann er hluti af, m.a. með

samstarfi milli heimilanna og skólans þar sem sérþekking foreldra á börnum sínum og

sérþekking starfsfólks á skipulagi skólastarfs fléttast saman.

að starf skólans taki mið af því menningarlega og náttúrulega umhverfi sem hann er hluti

af og stuðli að því að þeir sem eru að flytja í hverfið nái saman og upplifi sig sem

heildstætt samfélag.

Starfshættir Norðlingaskóla

Í samhljómi við stefnu og sýn skólans hefur skólinn lagt áherslu á fjölbreytta starfshætti. Þar

má helst telja:

Samkennsla - Við skólann fer fram samkennsla árganga. Í grunninn er gert ráð fyrir að

1. og 2. bekk sé kennt saman og 3. og 4. bekk. Þá eru 5., 6. og 7. bekkur saman og 8., 9.

og 10. bekkur saman.

Einstaklingsmiðun - Í skólanum fer fram einstaklingsmiðað nám sem skipulagt er

þannig að einu sinni í viku gera nemendur áætlun sem þeir fylgja. Þessi áætlanagerð fer

fram á vikulegum fundum sem nemandinn á með umsjónarkennara sínum. Þar er farið

yfir hvernig gekk í síðustu viku og hvert ber að stefna í þeirri sem framundan er. Kallast

þessar vikulegu einstaklingsáætlanir ÁFORM.

Val - Samvinna - Í tengslum við áætlanir sínar vinna nemendur mikið í ýmsum

valverkefnum sem oft kalla á samvinnu nemenda. Það að bjóða nemendum upp á val er

m.a. gert til að auka fjölbreytni og sveigjanleika, auðvelda sjálfsnám nemendanna og skapa

um leið kennurum aukið svigrúm til að sinna hverjum og einum. Þetta skipulag kallar líka

á jafningjafræðslu nemenda, þ.e. sá sem kann kennir þeim sem er að læra.

Áhugasvið - Hluti af áformi nemenda er að vinna í svokölluðu áhugasviði en þá velur

nemandinn sér að vinna með eitthvað sem hann hefur sérstakan áhuga á og gerir um það

vinnusamning við kennarann sinn. Oft tengist áhugasviðið því sem nemendur eru sterkir

í enda er í Norðlingaskóla lögð sérstök áhersla í að efla þá færni sem nemendur eru

góðir í.

Page 8: Starfsáætlun 2010-2011

7

Smiðjur - Sérstök áhersla er lögð á list- og verkgreinar en um þriðjungur af vinnutíma

nemenda er unnin í svokölluðum smiðjum. Þar er unnið með hvers konar listir og

verknám sem samþætt er hinum ýmsu námsgreinum grunnskólans s.s. samfélagsfræði,

náttúrufræði og umhverfismennt. Í smiðjunum er oft meiri aldursblöndun en í almennu

starfi skólans

Björnslundur - Við stofnun skólans fór í gang skipulagning og þróun útiskólastofu sem

fundinn hefur verið staður í Björnslundi (skógarreit í nágrenni skólans). Þar er gert ráð

fyrir því að kennsla allra námsgreina geti farið fram undir berum himni. Þessi

útiskólastofa kallar á mjög óhefðbundnar leiðir í námi og kennslu en það að auka

fjölbreytni í skólastarfinu er eitt af því sem lögð er áhersla á við skólann.

Teymisvinna starfsfólks - Í Norðlingaskóla vinna allir starfsmenn skólans í teymum.

Teymi er m.a. utan um hvern námshóp auk annarrar vinnu í skipulagningu og þróun

skólastarfsins. Kennarar skólans vinna eftir samkomulagi sem byggt er á bókun 5 í

núgildandi kjarasamningum KÍ og LN.

Upplýsingar um skólanámskrá

Skólanámskrá Norðlingaskóla er að finna á heimasíðu Norðlingaskóla http://www.nordlingaskoli.is

Hana er að finna undir tenglinum: Um skólann og þá koma upp valmöguleikar hægra megin

á síðunni þar sem finna má tengilinn Skólanámskrá.

Skólanámskrártengillinn skiptist í fjóra undirflokka:

Um skólann þar sem finna má kaflana: Stefna Norðlingaskóla, Saga skólans,

Skólanámskrá, Mat á skólastarfi, Skólaráð, Skólaviðmið, Forvarnir,

Eineltisáætlun, Nemendavernd, Stoðþjónusta, Þróunarverkefni, Grænfáninn,

Náms- og starfsráðgjöf, Fréttabréf.

Starfshættir og þar undir má finna undirkaflana: Áherslur í námi - Námsáætlanir, Skóli fyrir alla, Þróunarverkefni, Grænfáninn, Áformið,

Áhugasvið, Einstaklingsmiðun, Samkennsla, Smiðjur, Teymisvinna, Námsval -

Samvinna, Námsmat, Skóladagatal og Stundaskrár nemenda.

Um skólasamfélagið með undirköflunum: Nemendur, starfsfólk, foreldrar,

flutningur nemenda milli skóla, samstarfsaðilar og tenglar.

Aðbúnaður, umhverfi með undirköflunum: Nýbygging, skólalóð, umhverfi og

Björnslundur.

Page 9: Starfsáætlun 2010-2011

8

Skóladagatal

Skóladagatal Norðlingaskóla er unnið í náinni samvinnu við starfsmenn skólans, foreldra og

leikskóla. Leitast er við að vetrarfrí Norðlingaskóla sé á sama tíma og vetrarfrí í

leikskólanum. Undirbúningsdagar (starfsdagar) eru einnig settir niður í samvinnu við

leikskólann. Það er síðan samþykkt af menntaráði Reykjavíkur, af skólaráði og á

starfsmannafundi.

Starfsáætlun nemenda - foreldra

Samkvæmt skóladagatali Norðlingaskóla eru hefðbundnir nemendadagar 170, öðruvísi

nemendadagar eru tíu.

Samkvæmt skóladagatali koma foreldrar með reglulegum hætti í skólann: á samráðsdögum

sem eru þrír á skólaárinu, tvisvar sinnum koma foreldrar og gerast nemendur og nemendur

gerast kennarar og foreldar koma auk þess á bekkjarskemmtanir af ýmsu tagi. Skólinn hefst á

hverju hausti með því að starfsmenn skólans heimsækja nemendur og foreldra. Fjórum

sinnum yfir skólaárið eru foreldrar boðnir á morgunfundi með skólastjóra þar sem

skólastarfið er rætt.

Í Norðlingaskóla er starfandi Foreldra- og starfsmannafélag sem ber heitið VAÐIÐ.

Skipulagsdagar kennara

Kennarar mæta 11. ágúst og vinna í endurmenntun og undirbúningi í 9 daga. Aðrir

undirbúningsdagar eru hálfur dagur 8. október, 8. nóvember sameiginlegur með leikskólanum

Rauðhóli, 3. janúar, hálfur dagur, þann 28. janúar, þann 18. febrúar, 18. mars sameiginlegur

með leikskólanum Rauðhóli, 26. apríl og undirbúningsdagar að vori eru þann 6., 7. og 8. júní.

Afmælisdagur

Afmælisdagur skólans er 8. maí en þann dag árið 2005 var fyrsti starfsdagur fyrsta

starfsmannsins. Skólinn fangaði því 5 ára afmæli síðastliðið vor.

Samræmd próf

Samkvæmt grunnskólalögum eru samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk dagana 20.-24.

september 2010. Námsmatsstofnun hefur umsjón með gerð og framkvæmd þessara prófa.

Kennsla er að öðru leyti með eðlilegum hætti eins og kostur er.

Vetrarleyfi

Vetrarleyfi Norðlingaskóla á haustönn 2010 eru 22., 25. og 26. október og á vorönn 2011 21.

og 22. febrúar.

Vettvangsferðir

Farið er í skemmri og lengri vettvangsferðir frá Norðlingaskóla allt skólaárið. Þar sem skólinn

er í afar fögru og vernduðu náttúruumhverfi, og lögð áhersla á útikennslu á sv´ði skólans í

Björnslundi, eru ferðirnar oftar en ekki farnar í nánasta umhverfi hans, s.s. í Heiðmörk, Rauðhóla, Elliðavatn, Rauðavatn og þannig má áfram telja.

Jólahefðir

Eldri nemendur fara með yngstu bekkinga í Heiðmörk og sækja jólatré. Jólaskóli er haldinn

Page 10: Starfsáætlun 2010-2011

9

þar sem allir í hverfinu og skólasamfélaginu koma í skólann. Allir nemendur fara til kirkju á

aðventunni. Jólaskólinn verður 16. desember.

Aðrar hefðir

Reglulega er skólastarfið brotið upp með skemmtilegheitum þar sem nemendur og

starfsmenn klæða sig upp. Í tengslum við lestrarspretti eru uppbrot á starfinu. Öskudagsgleði

er haldin með þátttöku foreldrafélagsins. Norðlingaleikar eru haldnir að vori þar sem keppt

er í greinum þar sem reynt er á fjölgreindirnar. Árshátíð er haldin með nemendum og gerður

er dagamunur á Degi íslenskrar tungu, 1. desember og á umhverfisdögum. Tvisvar á vetri eru

svokallaðir foreldraskóladagar þar sem nemendur kynna, kenna og sýna foreldrum sínum það

sem þeir fást við í skólanum.

Skólaslit

Skólaslit eru laugardaginn 4. júní 2011. Þau fara áfram í útikennslustofu skólans, Björnslundi.

Umhverfisdagar

Umhverfisdagar samkvæmt ákvörðun Menntasvið eru tveir á hverjum vetri. Þar sem

Norðlingaskóli er Grænfánaskóli er litið á alla daga sem umhverfisdaga í Norðlingaskóla.

Einstaklingsmiðun í Norðlingaskóla

Norðlingaskóli leggur áherslu á að mæta þörfum hvers nemenda. Þetta er gert eftir nokkrum

leiðum:

Einstaklingsmiðað nám

Í Norðlingaskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðun í námi en með því er átt við að starf

skólans taki mið af því að börnin eru misjafnlega þroskuð, af margbreytilegum uppruna og

hafa öðlast margháttaða og misjafna leikni, reynslu og þekkingu áður en þau hefja nám í

grunnskóla. Einnig er mjög misjafnt hverjar eru sterkar og veikar hliðar þeirra. Skólinn þarf

því að búa þeim skilyrði svo þau megi á eigin forsendum dafna og þroskast með því að stuðla

að alhliða þroska þeirra, veita þeim öryggiskennd, sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd. Þetta

gerir skólinn með því að sérhver nemandi fái námsaðstæður og viðfangsefni við sitt hæfi.

Þannig á skólastarfið að koma til móts við ólíkar þarfir, getu, námsstíl og áhuga allra nemenda.

Í skólanum er m.a. stuðlað að einstaklingsmiðun í námi með því að hver og einn nemandi

gerir með kennara sínum einstaklingslegar námsáætlanir sem við köllum áform ýmist til

einnar viku í senn eða tveggja. Þar setja nemendur sér markmið og ákveða hvaða leiðir og

námsefni þeir geta notað til að ná settu marki. Einnig er lögð áhersla á að hver nemandi vinni

með áhugasvið sitt en um þá vinnu er gerður sérstakur námssamningur. Þá vinna nemendur

ákveðinn hluta vikunnar í svo kölluðum smiðjum en þær eru verkstæði þar sem nemendur

tileinka sér bókleg markmið með verklegum leiðum. Valfrelsi og nemendalýðræði er afar

mikilvægt sem og samvinnuverkefni þar sem mismunandi færni og geta nemenda nýtur sín til

hagsbóta fyrir hópinn.

Í Norðlingaskóla er ríkjandi það viðhorf að margbreytileiki sé kostur og að það eigi að búa

þannig að nemendum að þeim líði sem allra best og að starfsfólk skólans hafi ævinlega trú á

þeim. Í skólanum er litið svo á að jákvæðni sé það eina sem vinnur á neikvæðni.

Page 11: Starfsáætlun 2010-2011

10

Einstaklingsmiðað námsmat

Námsmat er með ýmsum háttum í skólanum. Skólinn hefur nýverið lokið 3ja ára

þróunarverkefni í samvinnu við Ingunnarskóla þar sem einstaklingsmiðað námsmat var þróað

í samhljómi við einstaklingsmiðaða kennsluhætti. Þetta er gert á eftirfarandi máta:

Matssamtöl (student assessment interview)

Undirbúin eru matsamtöl við nemendur; að hausti (október), í janúar og í maí. Tilgangur

þeirra og markmið er að meta m.a. líðan, námslega stöðu nemandans, áhugamál og sterkar

hliðar, sem og að setja fram markmið og væntingar. Búin eru til sérstök eyðublöð til að nota

við undirbúning samtalanna

Námsjóður (student portfolio)

Úrval verkefna sem nemendur setja í námsjóð og safna skipulega alla grunnskólagönguna.

Stefnt er að því að námssjóðurinn verði vefrænn. Nemandi velur í sjóðinn í samráði við

kennara og rökstyður val sitt og einnig er sjóðurinn notaður í tengslum við matssamtölin.

Námsmat í samfélags og náttúrufræði og smiðjum

Hluti alls náms í skólanum fer fram í smiðjum þar sem námsefni er samþætt með þemum. Nemendur vinna í smiðjum í hópum að heildstæðum viðfangsefnum. Grunnur hefur verið

lagður að námsmati í smiðjunum. Hver smiðja stendur í fimm til sex vikur og eru þær

aldursblandaðar að hluta. Megináhersla er lögð á skapandi vinnu þar sem list- og verkgreinar

eru samþættar við aðrar námsgreinar. Smiðjumat er afar fjölbreytt eftir eðli viðfangsefna og

ýmist er stuðst við virknimat, jafningjamat, hefðbundið þekkingarmat og sjálfsmat og í vetur

koma foreldrar að matinu. Þeir taka viðtöl við börn sín um þekkingu þeirra og skila til

skólans. Norðlingaskóli hlaut hvatningarverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur vorið 2008 fyrir

verkefnið Smiðjur í skólastarfi.

Námsmat í útikennslu

Skólinn hefur verið að þróa útikennslu í öllum aldurshópum og námsgreinum og hefur

útikennslan einnig tengst smiðjunum. Kennarar hafa einnig verið að móta hugmyndir um

námsmat í tengslum við útikennsluna og margt verið prófað í þeim efnum. Sem dæmi má

nefna að námsmat í ensku hjá unglingadeild var byggt á lesskilningsprófi sem haldið var í

útikennslustofu skólans í Björnslundi. Þá var námsmat í Landnámi Íslands, smiðja í 5. - 7. bekk,

að hluta til fellt inn í svokallaðan fimmtíuleik sem byggir á virkri þátttöku í leikjaformi þar sem

fjölgreindir eru vel nýttar.

Einstaklingsmiðuð próf

Gerðar hafa verið tilraunir með einstaklingsmiðuð próf í svokölluðum prófavikum í eldri

árgöngum skólans. Prófin sem eru einstaklingsmiðuð standa í nokkra daga og nemendur

skipuleggja sjálfir hvaða próf þeir taka á hverjum degi. Í yngri árgöngum taka nemendur

próf/könnun í íslensku og stærðfræði þegar þeir hafa lokið ákveðnum námsþáttum í fögunum.

Þeir taka þessi próf þegar þeir eru tilbúnir og því er enginn á sama tíma í prófi/könnun í

þessum fögum. Þeir sem hafa aðlagað námsefni taka aðlagaðar námskannanir. Einnig taka

sumir nemendur munnleg próf. Að taka könnun er spennandi námsþáttur í skólanum og

vekur hvorki prófkvíða né streitu.

Page 12: Starfsáætlun 2010-2011

11

Einstaklingsmiðuð áhugasvið

Í skólanum velja nemendur að sökkva sér á markvissan máta niður í sjálfvalið áhugasvið.

Hvert áhugasviðstímabil er mislangt í skólanum eftir aldri nemendanna. Nemendur gera

áhugasviðssamninga við kennara sinn þar sem fram kemur markmið þeirra með náminu og

með hvaða hætti þeir ætla að skila áhugasviðinu af sér. Þessi áhugasvið er jöfnum höndum

verkleg og bókleg allt eftir áherslum nemendanna. Stundum eru áhugasvið unnin sem

hópverkefni nokkurra námshópa en oftar en ekki er þau á einstaklingsgrunni. Matið á

áhugasviðinu tengist lokaskilum hvers nemenda. Þar fer einnig fram sjálfsmat en kennarinn

leggur aðallega virknimat á áhugasviðsvinnuna.

Heimanám

Allir nemendur gera áform vikulega sem sýna hvað fyrirhugað er að gera þann tíma sem

áformið nær yfir. Mikilvægt er að nemendur standi við þessi áform. Stefnt er að því að þau

séu áformuð á þann veg að hægt sé að vinna þau að stærstum hluta í skólanum. Hins vegar

fara nemendur með áformin sín heim daglega og gefst þannig kostur á að vinna þau jöfnum

höndum heima og í skólanum allt eftir þrá og þörfum einstaklingsins. Nemendur í 1.- 4. bekk

eiga að sinna lestrarþjálfun daglega með foreldrum sínum. Nemendur í 1. og 2. bekk fara auk

þess reglulega með ritunarverkefni heim.

Nemendur í eldri bekkjum hafa þær skyldur að lesa bókmenntir og lesfög jöfnum höndum

heima og í skólanum.

Foreldrasamstarf

Foreldrafélög eru í eðli sínu ólík öðrum félögum, t.d. verða foreldrar yfirleitt félagsmenn

sjálfkrafa vegna skólagöngu barna sinna en ganga ekki formlega í félagið vegna áhuga á

foreldrastarfi. Hlutverk foreldrafélags er margþætt og eru helstu áherslur þessar: Styðja skólastarfið og efla tengsl heimila og skóla, samstarfs- og samstöðuvettvangur foreldra

innbyrðis, upplýsingamiðlun og fræðslustarf.

Við Norðlingaskóla starfar sameiginlegt Foreldra- og starfsmannafélag sem ber heitið VAÐIÐ.

Stjórn hennar skipa: Helga B. Helgadóttir, formaður [email protected] símar: 567-6206/820-

2313. Dagbjört Þorsteinsdóttir, varaformaður [email protected] sími:

691-1942. Valgerður Sverrisdóttir, gjaldkeri [email protected] sími 868 2316. Ragnheiður

Ólafsdóttir, ritari [email protected] símar: 551-6878/663-4011. Auður Ögn Árnadóttir,

meðstjórnandi [email protected] símar: 588-3605/660-1969. Ragnar Þór Pétursson, varamaður

[email protected] símar: 899-4631. Gréta Mjöll Bjarnadóttir, varamaður

[email protected]. Arna Aradóttir, varamaður [email protected] sími: 587-7572. Þorvaldur

Sæmundsen, varamaður [email protected]. Erna Björk Svavarsdóttir, varamaður [email protected].

VAÐIÐ setur sig í samband við foreldra og aulgýsir eftir bekkjarfulltrúum og boðar þá til

fundar um starf vetrarins. Þá heldur félagið einnig utan um foreldraröltið í hverfinu.

Samstarfið er náið og felst m.a. í morgunskrafi stjórnenda með foreldrum 2 – 3 sinnum á

vetri, fræðslufundi fyrir foreldra, námskynningum, foreldraskóladögum, jólaskólanum, öðruvísi

dögum, Norðlingaleikum, skólasetningu og skólaslitum þar sem hvatt er til að foreldrar,

systkini, afar og ömmur komi og taki þátt.

Page 13: Starfsáætlun 2010-2011

12

Reglur um útivistartíma er að finna á heimasíðu skólans auk þess sem reynt er að senda

áminningu um hann í tölvupósti að hausti og vori og oftar ef þörf er á.

Erlent samstarf

Norðlingaskóli er í samvinnu við Háskólann í Bergen. Skólaárið 2010-2011 er fimmta árið í

röð sem við tökum á móti fjórum meistaranemendum til þess að vinna með okkur að

uppbyggingu, viðhaldi og kennslu í Björnslundi, útikennslustofunni okkar. Í vetur fær

Norðlingaskóli heimsókn frá skólafólki í Slóvakíu og kennari frá skólanum fer utan og kynnir

einstaklingsmiðað nám. Þessar heimsóknir eru hluti af Comeníusar verkefni sem

Norðlingaskóli er í samstarfi við ákveðna sýslu eða skólasvæði í Slóvakíu.

Þá hefur síðastliðinn vetur verið þróað vinasamband nemenda Norðlingaskóla við Smorås

skóla í Bergen í Noregi. Hafa nemendur, kennarar og foreldrar beggja skólanna unnið að

sameiginlegum verkefnum um land, þjóð og veðurfar og gagnkvæmum kynningum milli

nemenda. Mun þetta samstarf halda áfram í vetur og er fyrirhugaðar heimsóknir nemendanna

frá Bergen til Íslands í nóvember 2010 og heimsókn nemenda Norðlingaskóla til Noregs í maí 2011.

Samvinna skólastiga og móttaka 1. bekkinga

Norðlingaskóli á í miklu samstarfi við leikskólann Rauðhól en saman standa skólarnir að

nýtingu Björnslundar sem er útikennslusvæði Norðlingaskóla. Reglulega eiga sér stað

nemendaskipti á milli skólastiganna svo brúa megi bilið fyrir nemendur. Það eru bæði

leikskólabörn sem heimsækja verðandi grunnskóla reglulega og grunnskólabörnin heimsækja

gamla leikskólann sinn. Skólastigin eru að þróa samstarfið í átt til kennaraskipta jafnframt

nemendaskiptum. Þannig er stefnt að því að þróa sameiginlega sýn og stefnu varðandi

lestrarnám og markvissa málörvun og miðla reynslu og þekkingu.

Þegar 6 ára nemendur mæta að hausti þekkja þeir kennara sína og starfsfólk skólans, þekkja

húsnæðið og þá nemendur sem verða með þeim í námshópi.

Í maí er væntanlegum nýjum nemendum og foreldrum þeirra boðið í vorskóla þar sem

nemendur setjast á skólabekk með nemendum 1. bekkjar og foreldrar fá kynningu um

Norðlingaskóla þar sem farið er yfir starfshætti skólans, stefnu hans og sýn. Þroski barna við

upphaf skólagöngu er ræddur og rætt um vonir og væntingar foreldra.

Móttaka nýrra nemenda annarra en 1. bekkinga

Þegar nýir nemendur koma til skólans í eldri bekkjardeildir er þeim ásamt foreldrum boðið til

fundar og kynningar á skólanum. Starfshættir og sýn skólans er kynnt og farið er um húsnæði

skólans. Væntanleg bekkjarsystkin eru undirbúin og valin er einn úr þeirra hópi til þess að

vera móttökustjóri. Móttökustjórinn aðstoðar nýnemann við að aðlagast nýjum aðstæðum og

kenna honum á umhverfið, fara með honum í alla náms- og samvinnuhópa. Þegar nýr

nemandi hefur verið í skólanum í um tvær vikur er haft samband heim til þess að heyra

hvernig nemandinn aðlagast og jafnframt er rætt við nemandann í skólanum.

Page 14: Starfsáætlun 2010-2011

13

Móttaka nýrra starfsmanna

Nýir starfsmenn eru boðnir velkomnir til starfa með ýmsum hætti. Þeir fá hlý orð á blað frá

yfirmönnum og starfsaðstaða þeirra er gerð aðlaðandi með blómum og góðum gögnum.

Haldinn er sérstakur kynningarfundur fyrir nýja starfsmenn þar sem starfshættir og sýn

skólans er kynnt. Nýir kennarar fá stuðningskennara til þess að byrja með og eftir tvo

mánuði í starfi fá þeir fund með yfirmönnum þar sem farið er yfir hvort væntingar þeirra hafi

ræst og hvernig hlúa megi að starfsgleði starfsmannsins.

Umhverfismál og Grænfáninn

Í Norðlingaskóla er lögð áhersla á náttúru og umhverfismál. Í stefnu skólans og áherslum er

unnið að því markvisst að auka þekkingu og virðingu nemenda fyrir umhverfi sínu og skapa

jákvætt viðhorf nemenda og starfsmanna til umhverfismála. Markmið með umhverfisfræðslu

eru:

að nemendur læri að þekkja og virða nánasta umhverfi sitt

að hvetja nemendur til sparnaðar og endurnýtingar eftir því sem kostur er

að vekja athygli og áhuga nemenda á umhverfinu og náttúrunni

að efla ábyrgð nemenda gagnvart umhverfinu og hvetja þá til að vernda

náttúruna.

Meðal fastra verkefna er að flokka pappír, lífrænan úrgang, s.s. nestisafganga og matarafganga

sem og auka meðvitund um aðra flokkun á sorpi. Skólinn býður upp á vatn og mjólk

endurgjaldslaust. Unnið er að því að umhverfisfræðslan sé ríkur þáttur í skólastarfinu. Á

hverju ári er unnið með umhverfismál í smiðjum í öllum árgöngum. Mikil áhersla er lögð á

tengsl við umhverfi skólans sem er afar ríkt af einstökum náttúrperlum. Í því samhengi leggur

skólinn mikla áherslu á útikennslu og er skólinn að vinna að þróunarverkefni þar að lútandi.

Búið er að koma upp útiskólastofu þar sem kennsla fer reglulega fram. Í skólanum starfar

umhverfisráð. Í því eiga sæti fulltrúar nemenda, foreldra, kennara og annars starfsfólks ásamt

stjórnendum. Umhverfisráðinu er ætlað að starfa í samvinnu við nemendur og foreldra til að

tryggja lýðræði. Umhverfisráðið tekur þátt í að skipuleggja og stýra þeim verkefnum sem sett

eru fyrir hvert skólaár. Skólinn flaggaði fyrst Grænfánanum í maí 2007 og í annað sinn í

október 2009.

Page 15: Starfsáætlun 2010-2011

14

Helstu verkefni og áherslur fyrir næstu skólaár eru:

að viðhalda þeim markmiðum sem hafa náðst og skapa einingu um verkefnið

að nýta betur pappír skólans t.d. nota báðar hliðar á blöðum, prenta einungis

það sem er nauðsynlegt, stilla ljósritun í hóf og vinna með pappírslausa daga

að gefa hlutum nýtt líf, hugsa áður en við hendum

að halda umhverfi skólans hreinlegu og án rusls

að spara rafmagn og nota umhverfisvæn hreinsiefni

að viðhalda öflugri útikennslu og að tengja þessi markmið við heimilin í hverfinu

og vekja þau til umhugsunar.

Um leið og skólinn tók til starfa var stofnað Grænfánateymi og í desember 2006 var stofnað

umhverfisráð Norðlingaskóla. Í því situr Grænfánateymið, einn fulltrúi úr hverjum árgangi

skólans sem valinn var af kennurum, þrír fulltrúar foreldra sem gáfu sig fram eftir kynningu á

skólastarfinu auk starfsmanns ÍTR sem er forstöðumaður frístundaheimilis skólans.

Meginmarkmið verkefnisins eru:

að nemendur og starfsmenn séu meðvitaðir um umhverfi sitt og mikilvægi þess

að ganga um það af háttvísi

að nemendur og starfsmenn læri að þekkja og virða nánasta umhverfi sitt,

innan- sem og utanhúss

að hvetja nemendur og starfsmenn til sparnaðar og endurnýtingar eftir því sem kostur er

að vekja athygli og áhuga nemenda og starfsmanna á umhverfi og náttúru

að efla ábyrgð nemenda og starfsmanna gagnvart umhverfinu og hvetja þá til

háttvísi í umgengni og verndunar náttúrunnar.

Skólinn hefur dregið Grænfánann að húni í annað sinn og viðheldur og endurnýjar og útvíkkar

markmið sín.

Auk fyrri markmiða hafa bæst við

að nemendur þekki leiðir til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt nær og fjær

að nemendur þekki með þátttöku sinni áhrif lýðræðisvinnubragða

að efla ábyrgð nemenda á því að láta umhverfi sitt nær og fjær sig varða

að efla með nemendum umhverfisvitund.

Í skólanum eru lögð áhersla á að vera með hagkvæman rekstur og endurvinnslu eins og

framast er unnt. Skólinn er í samstarfi við Gámaþjónustuna en þeir ábyrgjast að sorpið sér

meðhöndlað í samræmi við lög og reglugerðir. Flokkað er í eftirtalda flokka:

Lífrænn úrgangur úr skólanum fer í jarðgerð á vegum Gámaþjónustunnar.

Blandað sorp er urðað hjá Sorpu.

Gæðapappír fer í endurvinnslu ýmist hjá Sorpu eða nemendum.

Blandaður pappír fer í endurvinnslu hjá Sorpu.

Pappi fer í endurvinnslu hjá Sorpu.

Gler fer flokkað til Sorpu.

Málmar, dósir, rafhlöður og spilliefni fara flokkuð til Sorpu.

Handþurrkur fara með lífrænum úrgangi til Sorpu.

Kertaafgangar eru endurunnir í skólanum.

Timbur er kurlað niður og notað í skógarstíga.

Skólinn kallar reglulega eftir notuðum fötum, garni, töppum o.fl. til endurvinnslu og

endurnýtingar í skólanum

Page 16: Starfsáætlun 2010-2011

15

Stjórnkerfi

Ekki hefur verið unnið skipurit fyrir Norðlingaskóla. Samkvæmt nýjum grunnskólalögum skal

starfa skólaráð við alla grunnskóla. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og

skólasamfélags um skólahald. Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn,

tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur

fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs

og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að

sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.

Skólaráð Norðlingaskóla 2010-2011 skipa:

Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri [email protected]

Ragnar Þór Pétursson, fulltrúi kennara (og foreldri við skólann)

[email protected]

Þórey Gylfadóttir, fulltrúi kennara [email protected]

Íris Eva Backmann, fulltrúi annarra starfsmanna (og foreldri við skólann)

[email protected]

Ásgeir Ingvi Jónsson, fulltrúi foreldra og grenndarsamfélagsins (tilnefndur af skólaráði)

[email protected]

Henríetta Guðrún Gísladóttir, fulltrúi foreldra [email protected]

Sólrún Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra [email protected]

Berglind Ólafsdóttir, varamaður foreldra [email protected]

Fulltrúi nemenda sem á þessu stigi hefur ekki verið kjörinn

Fulltrúi nemenda sem á þessu stigi hefur ekki verið kjörinn

Skólaviðmið Norðlingaskóla

Norðlingaskóli er vinnustaður nemenda og starfsmanna. Þar er leitast við að öllum líði vel og

fari eftir þeim grunnviðmiðum sem gilda á flestum heimilum. Þannig styrkjum við það

umhverfi sem okkur líður vel í og hvetur til frekari vinnuafkasta.

Rétt er að benda á það sem kemur fram í 41. grein laga um grunnskóla: „Nemendum ber að

hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla í öllu því er skólann varðar, fara eftir skólareglum og

fylgja almennum umgengnisvenjum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin."

Í Norðlingaskóla temjum við okkur eftirfarandi viðhorf:

Við erum jákvæð og lífsglöð

Við erum kurteis og tillitssöm

Við komum vel fram við aðra

Við sýnum öðrum virðingu

Við erum stundvís

Við göngum vel um

Við berum virðingu fyrir eigum annarra

Við erum vinnuglöð og vinnum verk okkar vel

Við erum aðeins á skólalóðinni á skólatíma

Við stundum holla lífshætti, komum með hollt og gott nesti

Við erum hrein, snyrtileg og klædd eftir veðri

Við leggjum ekki hendur á aðra

Foreldrar þurfa að tilkynna veikindi nemenda

Page 17: Starfsáætlun 2010-2011

16

Foreldrar þurfa að óska eftir inniveru í einn dag í framhaldi veikinda

Við hjólum ekki á skólatíma

Við notum ekki farsíma á skólatíma

Tæki í eigu nemenda eru alfarið á ábyrgð þeirra

Norðlingaskóli er reyklaus vinnustaður

Skólaviðmið þessi eru viðhöfð hvar sem verið er á vegum skólans

Ef nemandi breytir út af þessum viðmiðum þá má hann búast við viðurlögum sem miðast við

eðli hvers máls og aðstæður.

Foreldrum er skylt að tilkynna veikindi að morgni, foreldrar geta beðið um leyfi fyrir börn sín

í tvo daga án þess að sækja um það skriflega. Lengri leyfi þarfnast samþykki skólastjóra

Samskiptaleiðir varðandi hegðunarfrávik nemenda

Framkoma og hegðun nemanda er oft lýsandi fyrir líðan einstaklingsins. Þetta er vinnuferli

skólans til þess að reyna með öllum tiltækum ráðum að bæta hegðan og líðan nemandans.

Skólinn og foreldrar/forráðamenn vinna sameinginlega með nemanda til að leita lausna á sem

bestan hátt.

1. stig:

Kennari/umsjónarkennari ræðir við nemanda og hvetur hann til að bæta sig. Hringt er heim

til foreldra/forráðamanna. Umsjónarkennari skráir að hann hafi hringt heim.

2. stig:

Þegar hringt hefur verið tvisvar heim til foreldra/forráðamanna og nemandi hefur endurtekið

brot á viðmiðum skólans og sýnir ekki almenna kurteisi í umgengni við samferðafólk

skólaumhverfisins. Umsjónarkennari boðar foreldra/forráðamenn á fund í skólann og ræðir

við nemanda og foreldra/forráðamenn. Þar er ákveðið í sameiningu hvað skal gera til að bæta

hegðan og líðan nemanda. Skólastjóri látinn vita af málinu.

Tillögur að úrræðum:

Skráð er hegðan nemanda daglega og tölvupóstur sendur heim til foreldra, foreldrar svara

pósti. Gerður er samningur við nemanda.Athugað hvort leita skuli til sérfræðings til

aðstoðar. Deildarstjóri sérkennslu vinnur með umsjónarkennara að leitun úrræða.

Umsjónarkennari skráir hvað er ákveðið og heldur utanum aðgerðir.

3. stig:

Hegðan og líðan nemanda breytist ekki til hins betra. Skólastjóri ræðir við nemanda. Tilkynnt

til nemendaverndarráðs. Skólastjóri, umsjónarkennari og nemendaverndarráð fjalla um málið

og leitað er ráðgjafar hjá sálfræðingi. Í framhaldi er fundað með foreldrum/forráðamönnum

þar sem farið er yfir málin og leitað lausna sameinginlega sem geta leitt til árangurs. Niðurstöður kynntar nemanda. Komi sú staða upp að skóli boði foreldra ítrekað (2x) á fund

og þeir mæta ekki, þá er málið tilkynnt til barnaverndarnefndar, þar sem sýnt þykir að um

vanrækslu sé að ræða, þegar foreldrar vilja ekki vinna með skólanum að bættri líðan og

velferð nemandans.

Page 18: Starfsáætlun 2010-2011

17

Forvarnir

Megináhersla með forvörnum er að skapa öllum börnum og ungmennum uppeldisaðstæður

og umhverfi sem eflir sjálfstraust þeirra og sjálfsmynd, einkennist af samkennd og býr yfir

viðeigandi stuðningsúrræðum þegar þörf krefur.

Forvarnastefnan tekur til nemenda, foreldra og allra sem að málefnum þeirra og uppeldi

koma. Lögð er áhersla á að forvarnir séu heildstæðar og byggðar á rannsóknum og hafi

mælanleg markmið sem verða metin og endurskoðuð reglulega. Hluti forvarnarumræðu fer

fram í lífsleiknitímum. Skólinn fylgir alla jafna forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar

Eineltisáætlun

Allt starf Norðlingaskóla miðast við að nemendum líði vel og að nám og starf nemandans

miðist við þarfir hans og getu. Starf skólans grundvallast á því lífsviðhorfi að hverjum

einstaklingi skuli búin skilyrði svo hann megi á eigin forsendum, þroskast og dafna og

útskrifast úr grunnskólans sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur.

Skólinn miðar allt starf sitt að því að ekki skapist skilyrði til eineltis.

Skilgreining á einelti er sú að einelti á sér stað þegar einstaklingur verður margendurtekið og

á afmörkuðu tímabili fyrir aðkasti á einhvern hátt frá einum eða fleiri aðilum.

Einelti getur birst á margan hátt :

- Félagslega: Barnið skilið útundan í leik, barnið þarf að þola svipbrigði,

augngotur, þögn eða algert afskiptaleysi.

- Andlega: Barnið er þvingað til að gera eitthvað sem stríðir algerlega gegn

réttlætiskennd þess og sjálfsvirðingu.

- Líkamlega: Gengið er í skrokk á barninu.

- Munnlega: Uppnefni, stríðni eða niðurlægjandi athugasemdir. Hvíslast er á um

barnið, flissað og hlegið.

Nemendur og starfsfólk Norðlingaskóla sætta sig á engan hátt við einelti og er það litið mjög alvarlegum augum. Í Norðlingaskóla er stefnan sú að tekið er strax á eineltismálum komi þau

upp. Í Norðlingaskóla geta nemendur leitað til þess starfsmanns sem þau treysta best með

mál sem snúa að velferð sinni og líðan og treyst því að brugðist sé við strax og á viðeigandi

hátt ef upp koma vandamál af einhverju tagi, t.d. stríðni, einelti eða öðru sem viðkemur líðan

nemenda. Í eineltisteymi Norðlingaskóla situr skólastjóri, sérkennari viðkomandi námshóps

og umsjónarkennarar þolanda og geranda.

Forvarnir í eineltismálum:

- Nemendur eru upplýstir um hvað einelti er og hvert þeir eigi að snúa sér ef þeir

halda að þeir verði vitni af einelti af einhverju tagi í skólanum.

- Í lífsleikninámi nemenda er m.a. fjallað um samskipti, líðan og þar með einelti.

- Almennri umræðu meðal starfsfólks um einelti er haldið opinn jafnt og þétt.

- Nemendur eru hvattir til að ræða í trúnaði við kennara ef þeim á einhvern hátt

líður ekki vel í skólanum.

- Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara umsvifalaust ef

ber á einhverri vanlíðan hjá nemanda.

Boðleiðir ef upp kemur einelti

- Ef grunur vaknar hjá foreldrum og eða starfsfólki skal haft samband við

umsjónarkennara þolandans og gerandans og þeim gerð grein fyrir málavöxtu.

Page 19: Starfsáætlun 2010-2011

18

- Umsjónarkennari rannsakar málið m.a. með því að ræða við þolandann og

gerandann og aðra þá sem veitt geta upplýsingar. - Umsjónarkennarar hafa samband við forráðamenn.

- Starfsmenn skólans eru upplýstir um málið eftir atvikum. - Öflugt samstarf við heimili nemenda eins og frekast er kostur.

- Ef starfsfólk skólans metur málið þannig að leita þurfi aðstoðar sérfræðinga t.d. skólasálfræðings til að uppræta eineltið er það gert skilyrðislaust.

- Stuðningur og eftirfylgd er með þolendum og gerendum bæði í skóla og heima.

- Á það ber að leggja áherslu að hvert atvik hefur sín sérkenni og aðferð við að brjóta upp einelti á einum stað á e.t.v. ekki við annars staðar.

- Í stefnu Norðlingaskóla kemur meðal annars fram að lögð er sérstök áhersla á

að nemendum líði vel og er allt starfsfólk skólans sé vakandi yfir velferð

nemenda. Sérstaklega er gætt að hegðun nemenda sem gæti bent til þess að þeir

þurfi sérstaka aðstoð. Hegðun sem þarfnast athugunar birtist gjarnan sem:

vanræksla við skólanám, andleg vanlíðan, einelti, fjarvistir frá skóla og/eða

ofbeldi. Sjá nánar á heimasíðu Norðlingaskóla undir tenglinum: Um skólann.

Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð Norðlingaskóla starfar samkvæmt reglugerð um nemendaverndarráð í

grunnskólum. Í nemendaverndarráði skólans eiga sæti: Skólastjóri og/eða deildarstjóri,

sérkennari, sálfræðingur, skólahjúkrunarfræðingur og náms- og starfsráðgjafi. Fundir eru

haldnir aðra hverja viku.

Áfallahjálp

Gerð hefur verið áætlun um áfallahjálp en í áfallateymi situr skólastjóri, aðstoðarskólastjóri,

deildarstjóri í sérkennslu, hjúkrunarfræðingur og sálfræðingur ásamt skrifstofustjóra og

sóknarpresti.

Mannréttindi - jafnrétti

Við Norðlingaskóla er lögð áhersla á jafna aðkomu allra og jafnra tækifæri bæði meðal

nemenda og starfsmanna. Skólinn vinnur eftir mannréttindaáætlun Reykjavíkurborgar og er

jafnréttisáætlun skólans að finna á heimasíðu skólans.

Viðbragðsáætlun vegna inflúensu AH1N

Norðlingaskóli hefur gefið út viðbragðsáætlun vegna Svínaflensunnar, þar sem tekið er fram

hvernig skólinn ver starfsmenn og nemendur smiti auk þess sem ferlar hafa verið hannaðir

sem taka á því hvernig viðbrögð eru miðað við mismunandi hættustig. Viðbragðsáætlun er að

finna á heimasíðu skólans.

Samstarf við lögreglu

Norðlingaskóli leggur mikla áherslu á að vera í góðu samstarfi við lögreglu

höfuðborgarsvæðisins og lögreglustöð hverfisins. Það er stutt síðan að starfsheitið

hverfalögreglumaður var lagt niður og enn eru menn að þróa nýtt form á samstarfi. Fulltrúi

lögreglunnar situr FLÁS fundi þar sem þeir aðiljar sem sinna unglingum bæði innan skóla sem

utan koma saman og kortleggja unglingamenninguna og þau inngrip sem fram þurfa að fara.

Page 20: Starfsáætlun 2010-2011

19

Nemendafélag og félagslíf

Við skólann starfar nemendafélag þar sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar nemenda halda utan

um félagslíf nemenda í samvinnu við nemendur, félagsmiðstöð, starfsmenn skóla og foreldra.

Nemendur taka þátt í spurningakeppni félagsmiðstöðvanna, Stíl og Skrekk. Í samvinnu við

skólann er haldin árshátíð og haustball. Reglulega á nemendahópurinn samráðsfundi við

skólastjórnendur þar sem allt sem viðkemur lífi þeirra og starfi í skólanum er rætt. Málefnum

er þar fundinn formlegur farvegur. Fulltrúar nemenda sitja í skólaráði og í grænfánateymi.

Nemendafélagið hefur forgöngu um ýmis skemmtileg uppbrot í skólastarfinu.

Félagsaðstaða nemenda á skólatíma er í félagsmiðstöðinni. Böll og stærri samfagnaðir fara

fram utan hverfis þar sem engin samkomuaðstaða er í hverfinu. Nemendur fara þá með

langferðabifreiðum til og frá atburðinum.

Stoðþjónusta

Sveitarfélög skulu tryggja að sérfræðiþjónusta sé veitt í grunnskólum, ákveða fyrirkomulag

hennar og stuðla að því að hún fari fram innan grunnskóla. Í sérfræðiþjónustu felst annars

vegar stuðningur við nemendur og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðningur við starfsemi

grunnskóla og starfsfólk þeirra.

Stuðnings- og sérkennsla

Í Norðlingaskóla er litið svo á að öll kennsla eigi að vera sérkennsla, enda skuli reynt eftir

fremsta megni að tryggja að námsaðstæður og námsefni henti ávallt getu og áhuga hvers og

eins nemanda. Í þessu tilliti eru því allir kennarar „sér“ kennarar og í raun ekki þörf fyrir

hugtakið sérkennsla, enda hafa allir nemendur sínar sérstöku þarfir og áhugamál. Þó starfa

við skólann þrír sérkennarar. Lögð er áhersla á að þekking og færni nemandans verði til við

vinnu hans og að útkoman úr námsferlinu geti verið breytileg, einstaklingsbundin og ekki alltaf

fyrirsjáanleg. Þessi viðhorf eru í samræmi við nýrri hugmyndir menntunarfræðinga um nám sem hugsmíði (constructivism).

Til að ná því markmiði að veita hverjum og einum nemanda kennslu við hæfi, leggur skólinn

metnað sinn í að hafa yfir að ráða góðum og breiðum hópi fagfólks. Hlutverk þessa fólks er

að taka þátt í teymisvinnu og vera þátttakendur í aðlögun námsaðstæðna og námsefnis fyrir

hvern og einn nemanda eða nemendahópa. Þau vinnubrögð eru í anda nýjustu hugmynda

fræðimanna á þessu sviði sem vilja líta á alla sem sérstaka, með sínar sérstöku þarfir.

Sérkennarar og þroskaþjálfar skólans bera ábyrgð á að framfylgja stefnu Norðlingaskóla í

sérkennslumálum. Ef þurfa þykir eru reglulega haldnir teymisfundir með fjölskyldum einstakra

nemenda og þá eru gjarnan kallaðir til sérfræðingar sem tengjast nemandanum utan skólans.

Sérkennarar og þroskaþjálfar sjá um ráðgjöf til starfsfólks og aðstandenda. Talmeinafræðingur

hefur til þessa komið í skólann 1x í mánuði.

Lausnateymi er skipað sérkennurum skólans ásamt stjórnendum, náms- og starfsráðgjafa,

skólahjúkrunarfræðingi og sálfræðingi auk þeirra umsjónarkennara sem að hverju máli koma.

Eftirtalin próf og skimanir eru gerðar í Norðlingaskóla

1. bekkur

Að hausti:

Hugtakaskilningspróf Boehm C 1 og C 2.

Teikniverkefnið Tove Krogh.

Page 21: Starfsáætlun 2010-2011

20

Læsiskönnunin Læsi 1 fyrir 1. bekk.

Að vori:

Læsiskönnunin Læsi 2 fyrir 1. bekk.

Hugtakaskilningspróf Boehm D 1 og 2 (fyrir nemendur sem komu ekki nógu vel út á

Boehm C prófunum að hausti).

2. bekkur:

Að hausti:

Læsi 3 fyrir 1. bekk (til að kanna stöðu nemenda við upphaf 2. bekkjar).

Að vori:

Læsi 1 fyrir 2. bekk.

Læsi 2 fyrir 2. bekk.

Sérkennari og umsjónarkennarar leggja prófin fyrir í 1. og 2. bekk Sérkennari fer yfir prófin

og skilar niðurstöðum til umsjónarkennara og eftir atvikum annarra starfsmanna til þess að

niðurstöðurnar nýtist sem best í vinnu með nemendum. Umsjónarkennarar skila

niðurstöðum til foreldra um leið og öðru námsmati nema að annað sé ákveðið.

3. bekkur:

Að hausti:

Talnalykill - stærðfræðiskimunarpróf. Sérkennari með umsjónarkennara.

Raddlestrarpróf. Sérkennari aðstoðar umsjónarkennara.

Stafsetningarkönnun. Sérkennari aðstoðar umsjónarkennara með fyrirlögn og úrvinnslu.

Að vori:

LH60. Lesskilningspróf lagt fyrir í janúar.

4. bekkur

Samræmt próf í íslensku og stærðfræði í október.

Raddlestrarpróf í annarmati.

5. bekkur

Að hausti :

GRP-10. Greinandi ritmálspróf fyrir 10 ára nemendur. Sérkennari leggur þetta próf fyrir þá nemendur sem talið er að þurfi sérstaklega að skoða lestur og

lestrarlag betur .

Raddlestrarpróf í annarmati.

Að vori :

LH40- Lesskilningspróf lagt fyrir í febrúar/mars.

6. bekkur:

Að hausti:

Talnalykill. Hópskimun

Að vori:

Samræmd íslensku og stærðfræðipróf lögð fyrir í nokkrum áföngum til þess að kanna stöðu nemenda og að þeir kynnist uppsetningu prófsins.

7. bekkur:

samræmt próf í íslensku og stærðfræði í október

8. bekkur:

Lesskilningskönnun. Sérkennari og umsjónarkennari.

Page 22: Starfsáætlun 2010-2011

21

Metið með nemendum og foreldrum hvenær nemandi stefnir á að taka

samræmd grunnskólapróf.

9. bekkur:

Greinandi ritmálspróf fyrir 14 ára nemendur GRP – 14 (hóppróf).

10. bekkur:

Lögð eru fyrir einstaka gamalt samræmd próf til að kynna fyrir nemendum.

Tekin er endanleg ákvörðun að hausti hvaða samræmd próf nemandi ætlar að

taka. Ef grunur leikur á dyslexíu þá er nauðsynlegt fyrir nemanda að fá

fullkomna lestargreiningu til að staðfesta eða útiloka dyslexíu. Þetta er

nauðsynlegt til þess að nemandi fái alla þá þjónustu sem í boði er þegar hann fer í framhaldsskóla.

Samræmd próf í íslensku, ensku og stærðfræði.

Náms- og starfsráðráðgjöf

Allir nemendur og foreldrar þeirra eiga kost á að snúa sér til náms- og starfsráðgjafa og geta

komið eða hringt milliliðalaust eða beðið fyrir skilaboð á skrifstofu skólans. Viðtalstími er

eftir samkomulagi. Áætlun um náms- og starfsráðgjöf má finna á heimasíðu skólans undir

tenglinum Um skólann.

Skólaheilsugæsla

Veturinn 2010 til 2011 mun skólahjúkrunarfæðingur sinna skólaheilsugæslu í Norðlingaskóla.

Viðverutími í skólahjúkrunarfræðings í skólanum er sveigjanlegur eftir þeim verkefnum sem í

gangi eru hverju sinni en ritari skólans hefur upplýsingar um viðverutíma og tekur skilaboð til

hjúkrunarfræðings ef hann er ekki við.

Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám

sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.

Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Skólaheilsugæslan leitast við

að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í

náinni samvinnu við foreldra / forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að

málefnum nemenda. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Reglubundnar skoðanir og bólusetningar

1. bekkur:

Sjónpróf, heyrnapróf, hæðarmæling og þyngdarmæling

4. bekkur:

Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling

7. bekkur:

Sjónpróf, hæðarmæling, þyngdarmæling og athugun á litaskyni. Bólusett gegn

mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta)

9. bekkur:

Sjónpróf, heyrnapróf, hæðarmæling og þyngdarmæling.Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki og stífkrampa ( ein sprauta)

Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til eða ef foreldrar óska eftir því.

Skólaheilsugæsla fylgist einnig með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli

landlæknis segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft

Page 23: Starfsáætlun 2010-2011

22

samband við foreldra áður en bætt er úr því.

Fræðsla / heilbrigðishvatning / forvarnir

Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Öll

tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar

á eigin heilbrigði. Foreldrar geta leitað eftir ráðgjöf skólaheilsugæslunnar varðandi vellíðan,

andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins.

Tannvernd

Flúorskolun fer fram í skólanum hjá 1., 7. og 10. bekk eftir tilmælum frá miðstöð

tannverndar. Flúorskolað er þrjá daga í röð annan hvern mánuð.

Svefn, nesti og skjólfatnaður

Reglulegur og nægjanlegur svefn er mikilvægur fyrir heilsu og þroska barna. Börn þurfa að

sofa 10 - 12 klst. á nóttu. Skóladagur nemenda er langur, mikilvægt er að borða reglulega og

hafa með sér hollt og gott nesti. Einnig er nauðsynlegt að nemendur séu í góðum skjólfatnaði

og með húfu og vettlinga.

Slys og veikindi

Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt. Þurfi nemandi að fara á

heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar/forráðamenn fara með barninu. Mikilvægt er

að skólinn hafi öll símanúmer sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins. Ekki er

ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt í skólanum.

Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu eða lífi þess í bráða

hættu er nauðsynlegt að skólaheilsugæsla viti af því. Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d.

sykursýki, bráðaofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.

Lyfjagjafir

Samkvæmt fyrirmælum Landlæknisembættisins eru sérstakar vinnureglur varðandi lyfjagjafir til

nemenda á skólatíma. Þar kemur meðal annars fram að skólabörn skulu ekki fá önnur lyf í

skólanum en þau sem hafa verið ávísuð af lækni. Í engum tilvikum getur barn borið ábyrgð á

lyfjatökunni, ábyrgðin er foreldra. Börn skulu ekki hafa nein lyf undur höndum í skólanum

nema í algjörum undantekningartilvikum. Slíkar lyfjagjafir geta t.d. verið insúlíngjafir sem

barnið sér sjálft alfarið um. Foreldrar/forráðamenn þeirra barna sem þurfa að taka lyf á

skólatíma skulu hafa samband við skólaheilsugæslu sem skipuleggur lyfjagjafir á skólatíma.

Page 24: Starfsáætlun 2010-2011

23

Grenndarsamfélagið

Norðlingaskóli á í farsælu samstarfi og samvinnu við grenndarsamfélagið.

Leikskólinn

Leikskólinn Rauðhóll og Norðlingaskóli vinna saman á nokkrum sviðum. Elstu nemendur

leikskólans koma jafnt og þétt yfir vetrartímann bæði í heimsóknir og til starfa í

Norðlingaskóla. Yngstu nemendur Norðlingaskóla fara einnig í heimsókn á „gamla“

leikskólann sinn. Kennarar beggja skólastiganna taka þátt í starfendarannsókn sem miðar að

því að þróa samstarf og sameiginlega hugmyndafræði, orðræðu og kennsluhætti þar sem

námsleg einstaklingsmiðun hefst áður ein eiginleg grunnskólaganga hefst. Þetta gildir um

skólafærniþjálfun, lestrarnám og stærðfræðinám.

Eldri nemendur Norðlingaskólans fara í nóvember og lesa fyrir vininn sinn á leikskólanum.

Rauðhóll og Norðlingaskóli eiga í miklu samstarfi vegna útikennslustofunnar í Björnslundi.

Samstarf er einnig um Grænfánaverkefnið og snertiflöt þess við Björnslund.

Árbæjarkirkja

Á aðventu fara nemendur Norðlingaskóla og hlýða á jólahugvekju í Árbæjarkirkju. Þá sækja nemendur fermingarfræðslu í kirkjuna. Gott samstarf er við sóknarprestana í ýmsum málum

sem upp koma í skólastarfinu og situr hann í áfallaráði skólans.

Íbúasamtökin

Í Norðlingaholti hafa verið stofnuð íbúasamtök. Stjórnendur Norðlingaskóla eiga í reglulegum

samræðum og samskiptum við samtökin. Hagsmunamál hverfisins eru hagsmunamál skólans.

Norðlingaholt er í uppbyggingu og að mörgu að hyggja svo hverfið verði grænt og vænt.

Íþróttafélagið Fylkir

Íþróttafélagið Fylkir í Árbænum er í samvinnu við Norðlingaskóla. Til þess félags sækja margir

nemendur skólans. Fyrstubekkingar sækja íþróttaskóla einu sinni í viku í framhaldi af

skóladegi. Þau eru sótt í langferðabifreið á fimmtudögum og stunda íþróttaskólann í

Fylkishöllinni. Í íþróttaskólanum er lögð áhersla á að kynna sem flestar íþróttagreinar fyrir

nemendum þannig að þeir eigi auðveldar með að velja sér íþrótt til að leggja áherslu á í

framtíðinni.

Norðlingaskóli tekur vel á móti fulltrúum íþróttahreyfingarinnar sem vilja kynna íþróttastarf

því hraust sál í hraustum líkama leggur grunn að hollum lífsháttum.

Eldri borgarar

Í teikningum af nýrri skólabyggingu er gert ráð fyrir svæði sem eldri borgarar hverfisins fá til

afnota. Í vetur er lögð áhersla á að þróa samstarf við eldri borgara sem í vetur felst einkum í

því að eldri borgarar koma inn í skólann og lesa fyrir nemendur. Verið er að móta þetta

samstarf í vetur enn frekar.

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts er til húsa í Hraunbæ 115. Starfsfólk

þjónustumiðstöðvarinnar veitir margháttaða ráðgjöf og þjónustu við leik- og grunnskóla í

hverfinu. Í ráðgjöf og þjónustu felast sálfræðilegar athuganir og ráðgjöf vegna sérkennslu- og

leikskólaráðgjöf, unglinga- og félagsráðgjöf.

Page 25: Starfsáætlun 2010-2011

24

Hagnýtar upplýsingar um skólahald

Allar hagnýtar upplýsingar um skólahaldið eru vistaðar á heimasíðu skólans. Þar finnast

upplýsingar um opnun skrifstofu skólans, óveðurstilkynningar þegar það á við, Mentor

upplýsingar, viðtalstíma kennara, tryggingaupplýsingar, rýmingaráætlun vegna eldsvoða og

fleira sem kemur að stjórnun og skipulagi skólans.