starfsáætlun 2011 - 2012

25
Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

Upload: sverrir-j-dalsgaard

Post on 22-Mar-2016

230 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Starfsáætlun Heilsuleikskólans Urðarhóls fyrir skólaárið 2011 - 2012

TRANSCRIPT

Page 1: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn UrðarhóllStarfsáætlun 2011 - 2012

September 2011Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri

Page 2: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

Efnisyfirlit

1 Almennar upplýsingar1.1 Gerð leikskóla, húsnæði, lóð og rými 3 1.2 Námskrá – stefna – uppeldislegar áherslur – skipulag 31.3 Matsaðferðir 41.4 Starfsmannastefna 51.5 Stefna vegna foreldrasamstarfs 51.6 Stoðþjónusta 5

2 Mat á starfi 2010 - 2011 2.1 Matsaðferðir og niðurstöður 62.2 Mat á starfsáætlun og niðurstöður 62.3. Umbótaáætlun 7

3 Starfsáætlun 2011 - 20123.1. Uppeldisstarfið 7

3.2. Menningarviðburðir, ferðir, sýningar, hefðir og hátíðir 73.3 Þróunar og nýbreytnistarf 93.4 Mat á starfinu – matsaðferðir 93.5 Kynning á leikskólanum 9

4 Börn 4.1. Fjöldi barna, samsetning hópsins, aldur 104.2 Dvalartími, barngildi 114.3 Aðlögun barna 114.4 Flutningur milli deilda 11

4.5 Útskrift 114.6 Sérkennsla 12

5 Starfsmenn 5.1 Framkvæmd starfsmannastefnu – móttaka nýrra starfsmanna 125.2 Starfsmenn, fjöldi stöðugilda, menntun sérkennsla, afleysingar,

barnsburðarleyfi , námsleyfi, hreyfing á starfsfólki o.fl. 135.3 Fundir 135.4 Skipulagsdagar, námskeiðsdagar 135.5 Endur- og símenntunaráætlun, fyrirlestar ráðstefnur ofl. 14

6 Foreldrasamstarf6.1 Áherslur 146.2 Þátttaka foreldra í leikskólastarfinu 146.3 Fræðsla og upplýsingar til foreldra 146.4 Foreldraráð 146.5 Foreldrafélag 15

7 Samstarf7.1 Samstarf við grunnskóla 157.2 Samstarf við aðra 157.3 Nemar 15

8 Öryggismál15

2

Page 3: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

Lokaorð

1 Almennar upplýsingar

1.1 Gerð leikskóla, húsnæði, lóð og rýmiHeilsuleikskólinn Urðarhóll er skóli sem er starfræktur í þremur húsum. Urðarhóll 640 m2 að Kópavogsbraut 19 og annað hús á sömu lóð er Stubbasel 127 m2. Þriðja húsið heitir Skólatröð og er við Skólatröð 170 m2. Skólatröð var opnuð 1995 og er fyrir 26 börn, Stubbasel kom inn í reksturinn 1997 og er fyrir 19 börn og Urðarhóll opnaði árið 2000 fyrir 96 börn. Eldri húsin tvö Skólatröð og Stubbaseli eru með mörgum herbergjum, en Urðahóll er með stórum opnum sameiginlegum rýmum.

1.2 Námskrá – stefna – uppeldislegar áherslur - skipulag Hugmyndafræðin sem unnið er eftir í Heilsuleikskólanum Urðarhóli er samkvæmt Lögum um leikskóla, Aðalnámsskrá leikskóla, Námskrá Kópavogs, Umhverfisstefnu leikskóla Kópavogs, Heiltæk skólastefna og Viðmiðum heilsuleikskóla.

Skólanámsskrá Heilsuleikskólans Urðarhóls byggir á því að hafa heilsu og vellíðan barnanna í fyrirrúmi. Hún kom út 2001 og er í endurskoðun, stefnt er að því að verkinu ljúki á þessu skólaári.

Markmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun.Í Heilsuleikskólanum Urðarhóli er unnið með áherslu á heilsufar barnanna og höfum við unnið okkar eigin starfsaðferðir á því sviði. Við teljum að auka megi vellíðan barnanna með hollum mat, mikilli hreyfingu og útiveru. Einnig að listsköpun sé góð aðferð til að fá útrás fyrir tilfinningar sínar, með söng, leiklist, dansi og fá að skapa óhindrað úr verðlausum efnivið. Varðandi næringuna er lögð áhersla á að hafa sem minnst af viðbótar fitu, sykri og salti í matnum, lögð er áhersla á mikilvægi fæðuhringsins og matarhefðir í hávegum hafðar. Í hreyfiþættinum er lögð áhersla á að auka vitneskju um líkamann, styrkja sjálfsmynd, stuðla að betri hreyfifærni, auðvelda samskipti og læra hugtök. Lögð er áhersla á listsköpun til að örva tjáningu, auka hugmyndaflug, sköpunargleði, kynnast mismunandi efniviði og handfjatla hann, einnig að skynja fegurð í umhverfinu. Í starfi skólans er reynt að hafa einfaldleikann í fyrirrúmi og að njóta líðandi stundar. Allt er þó með ákveðnu skipulagi, sem sveigt er til, ef það má verða til þess að auka gleði og vellíðan. Auk þeirra þriggja þátta sem fyrr er greint frá, er lögð áhersla á að svefnþörf barnanna sé fullnægt í skólanum. Áhersluþættirnir þrír eru alltaf til staðar í hugsun og vinnu kennaranna.

UmhverfisstefnaUmhverfisstefna er í skólanum frá árinu 2000. Stefnan felst í því að hinn fullorðni er ávalt fyrirmynd með ábyrgri umgengni, flokkun og endurnýtingu og ábyrgum innkaupum. Við flokkum: gler, málma, bylgjupappír, pappír, lífrænan úrgang og almennt sorp. Markmið okkar er að börnin séu virkir þátttakendur í umhverfisstefnu skólans. Haustið 2010 var skólinn skráður hjá Landvernd sem Skóli á grænni grein og erum við að vinna með þemað “flokkun úrgangs og lýðheilsa”. Stefnt er að því að fá Grænfánann

3

Page 4: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

haustið 2012. Haustið 2011 kom út umhverfisstefna leikskóla kópavogs og fellur okkar starf vel að þeirri stefnu.

SérkennslaFramkvæmd sérkennslu er undir stjórn Elínar Maríu Ingólfsdóttur sérkennslustjóra sem sér um öll samskipti við sérfræðinga utan stofnunar og á leikskóladeild, er ráðgefandi við kennara auk þess sem hann vinnur á deildum með einstök börn.

LeikurinnGóður tími er gefinn fyrir leikinn í skólanum og er reynt að láta sjálfsprottna leikinn hafa nægan tíma í skólastarfinu, þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín með þau leikefni sem eru í boði, bæði inni og úti. Allt starf leikskólans byggir á því að börn læra best í gegnum leik.

HópastarfBörnunum er skipt upp í hópa eftir aldri og þroska. Í hópastarfinu er unnið með listsköpun og hreyfingu, þar sem nemendur vinna ýmiss verkefni. Hópastarf er einnig hjá elsta árgangi skólans, þar sem margskonar verkefni eru unnin eftir námskrá, út frá öllum námsþáttum, sem mótuð hefur verið undanfarin ár. Að sjálfsögðu er þeirra hugmyndaauðgi nýtt eins og hægt er í öllu starfinu.

Útinámið byggir á sjálfsprottnum leik barnanna án fyrirfram ákveðinna verkefna. Þetta hefur gefið góða raun og er góð viðbót við starfið innanhúss.

SamverustundÍ samverustund, sem er að meðaltali tvisvar á dag, er fjölbreytt efni á dagskrá. Þar er umræða um dagleg málefni, veðurfar, matinn, sögulestur, söngur og frásagnir barnanna.

DagsskipulagLeikskólinn fylgir dagsskipulagi, sem þó er sveigjanlegt, það er sniðið að þörfum barnanna, þroska þeirra og aldri. Öll húsin þrjú eru opnuð kl.07:45, Skólatröð er lokað kl. 16:30, Stubbaseli og Urðarhóli er lokað kl.17:00.

07:45 Leikskólinn opnaður/ rólegheit í frjálsum leik Skipulagt starf, val, listaskáli, íþróttir, hópavinna, frjáls leikur

09:30 Ávaxta- og grænmetishressing Skipulagt starf, val, listaskáli, íþróttir, hópavinna, útinám / útivist, frjáls leikur

12:00 Hádegisverður – Samverustund Skipulagt starf, val, listaskáli, íþróttir, hópavinna, útivist, frjáls leikur

15:00 Nónhressing – Samverustund Rólegheit í frjálsum leik úti eða inni

17:00 Leikskólanum lokað

1.3 Matsaðferðir

4

Page 5: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

Starfsmannamat er rafrænn spurningarlisti sem allir starfsmenn skólans fylla út í apríl annað hvert ár. Þar er verið að meta faglegt starf, samskipti, auk þess sem störf deildastjóra, sérkennslustjóra, aðstoðarleikskólastjóra og leikskólastjóra eru metin.

Eccers kvarðinn er lagður fyrir starfsfólk deildanna annað hvert ár, þar sem verið er að meta faglegt starf og aðbúnað leikskólans.

Rafræn foreldrakönnun er lögð fyrir annað hvert ár.

Í Heilsubók barnsins sem var samin af kennurum skólans sem unnu í Skólatröð 1996 er skráð staða hvers barns í áhersluþáttum skólans, þ.e. næringu, hreyfingu og listsköpun, einnig er skráð félagsleg færni, hæð, þyngd og heilsufar. Skráning fer fram í október og mars ár hvert.

Starfsmannasamtöl verða tekin í janúar. Hver starfsmaður fær 30 til 45 mínútur. Skólastjóri og aðstoðarskólastjórar og sérkennslustjóri taka viðtölin ár hvert.

Börnin taka þátt í að meta skólastarfið. Útbúið var matsblað fyrir 5 ára börn til að meta ákveðna þætti skólastarfsins. Matið verður framkvæmt í mars ár hvert.

Hljóm 2 er tekið hjá öllum elstu börnunum á haustönn. Unnið er sérstalega með hljóðkerfisvitund hjá þeim börnum sem talið er að þurfi viðbótar örvun. Athugun er endurtekin á vorönn.

1.4 Starfsmannastefna Liðsheild, fagmennska og samábyrgð eru einkunnarorð starfsmannastefnu okkar.

Unnið er eftir ákveðinni áætlun með nýju starfsfólki sbr. viðtöl, ráðgjöf ofl. Nýtt starfsfólk fer á námskeið hjá leikskóladeild og sumarafleysingarfólk fær fund með stjórnanda til upplýsinga og umræðna auk ráðlegginga frá deildarstjórum.

Allir eru hvattir til sí- og endurmenntunar og fagmennsku í starfi. Lögð er áhersla á einstaklinginn í heildinni s.s. hver einstaklingur hefur eitthvað til síns ágætis inn í starfmannahópinn.

Reynt er að virkja hæfileika einstaklingsins svo hann fái notið sín, einnig í þágu allra. H- vítamín er gefið þ.e. hrós og hvatning til dáða. Vandamál eru til að leysa og saman tökum við á þeim. Opin skoðanaskipti eru í hávegum höfð og þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín. Jákvæðni er höfð í fyrirrúmi og reynt er eftir megni að umbuna kennurum gott starf.

1.5 Stefna vegna foreldrasamstarfsSamstarf heimilis og skóla er mjög mikilvægt. Á meðan barnið er í aðlögun, er lagður grunnur að gagnkvæmum kynnum, trausti og virðingu á milli foreldra og leikskólans. Á heimasíðu skólans er sagt frá sögu skólans, stefnu hans og áhersluatriðum. Þar er einnig að finna námsskrá leikskólans. Kynningarfundur fyrir nýja foreldra er til að kynna starfsemi og aðstæður leikskólans, einnig gefst foreldrum tækifæri til að spyrja um starfið. Foreldrum er boðið á kynningarfund á vetrarstarfinu í október samhliða Aðalfundi foreldrafélagsins.

1.6 Stoðþjónusta

5

Page 6: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

Í starfi skólans skiptir stoðþjónusta afar miklu máli. Það er hægt að hringja í viðkomandi aðila og fá ráð eða hann kemur á staðinn ef óskað er.

Starfsmannastjóri veitir ráðgjöf og leiðbeiningar um þau mál er snerta réttindi launþega og vinnuveitanda. Leikskólafulltrúi er ráðgjafi í mörgum málum varðandi uppeldisstörf og rekstur. Leikskólaráðgjafar leiðbeina með fagleg atriði og starfsmannamál. Sérkennsluráðgjafar gefa ráð varðandi börn með sérþarfir.

2. Mat á starfi 2010 - 20112.1 Matsaðferðir og niðurstöðurEccers kvarðinn var að þessu sinni lagður fyrir hverja deild fyrir sig. Deildirnar komu sér saman um niðurstöðuna og að þessu sinni fór því fram mat og umræða um leið. Við teljum að þessi leið skili betri árangri við matið. Það sem helst mætti bæta er að skipuleggja betur opnu rýmin, vera ábyrg í umgengni og það vantar fjármagn til funda og skipulagningar. Við teljum faglegt starf gott og bindum vonir við að verkefnið “Stórir og smáir eflast saman” verði leið til að minnka álag á starfsfólk og nýta húsnæðið betur.

Foreldrakönnun var send út rafræn í apríl. Við vorum ánægð með niðurstöðurnar þar sem glögglega kemur fram ánægja foreldra með faglegt starf og starfsfólk skólans. Það sem má bæta er virkari heimasíða. Kópavogsbær er að skoða endurbætur á heimasíðum leikskóla Kópavogs og munum við leggja okkur fram við að ná góðri virkni við nýja síðu. Miðað við fyrra mat höfum við bætt okkur í upplýsingagjöf til foreldra þar sem allar deildar og leikskólastjóri eru farin að senda tölvupóst reglulega til foreldra.

Mat barna á skólastarfinu fór fram í júní. Tveir elstu árgangarnir tóku þátt í matinu. Kannað var viðhorf barnanna til íþrótta, (inni og úti) útiveru, útináms, listastarfs, sögustunda, söngstunda, matartíma, samskipta við yngri börn og vináttu.Spurt var opinna spurninga og börnin svöruðu með því að leggja myndir af körlum sem sýndu mismunandi líðan við myndir sem táknuðu hvern námsþátt / þátt í dagskipulaginu.Í ca. 85 - 90 % tilfella voru börnin ánægð með leikskólastarfið. Helstu ábendingar barnanna lutu að of löngum gönguferðum, of miklum hávaða í sögu- og söngstundum. Óskir komu fram um að hafa oftar ákveðna uppáhaldsrétti. Flest börnin léku við yngri börn og öll nefndu að þau ættu vini í skólanum.Niðurstöður könnunarinnar eru kynntar á deildum og hafðar til hliðsjónar við gerð dagskipulags.

Vel gekk að taka starfsmannasamtöl. Starfsmenn voru almennt ánægðir með starfsandann í leikskólanum. Það var samhljómur í hópnum um að mikið álag og erfiðar aðstæður í efnahagsmálum hefðu áhrif á starfið. Naumt væri skammtað í stöðugildum og þar af leiðandi veikindi starfsfólks helstu álagsvaldar í starfi.

2.2 Mat á starfáætlun og niðurstöður.Framkvæmd starfsáætlunar fyrir skólaárið 2010-2011 gekk vel. Áformað var að hefja ferlið “á grænni grein” í samvinnu við Landvernd haustið 2010 og gekk með ágætum. Við tókum fyrir þemað flokkun sorps og lýðheilsa. Skipulag á sorpi er komið í gott horf en það þarf að leggja meiri áherslu á að börnin verði virkari þátttakendur. Nýting á verðlausu efni hefur aukist. Lýðheilsa er eitt af áherslum skólans, við höfum verið að varpa ljósi á mikilvægi næringar og svefns á heilsu barna sem hefur gengið vel.Útinámið fékk aukið rými í starfinu og léttir það mikið á álagi innanhúss. Börnin verða sæl og glöð eftir útiveruna.

6

Page 7: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

Betur gekk að senda upplýsingar rafrænt til foreldra og kennara þetta skólaárið. Foreldrar eru ánægðir með þau samskipti. Þar með fóru upplýsingarnar frekar í formi tölvupósts í stað þess að fara inn á heimasíðu skólans.

2.3 Umbótaáætlun Við munum leggja okkur fram við að halda faglegu og góðu starfi. Reynt verður eftir fremsta megni að minnka álag á börn og starfsfólk. Þróunarverkefnið “Stórir og smáir eflast saman” þ.e. að hafa eina yngri og eina eldri deild saman á væng, teljum við að skapi aðstæður og tækifæri til að auka leik og samskipti barna þvert á aldur. Yngri börnin fá tækifæri til að læra af sér eldri börnum auk þess sem þau eldri auka með sér umburðarlyndi og hjálpsemi. Með auknum tækifærum á samveru þvert á aldur teljum við að börnin öðlist aukna samkennd og samvinna þeirra eflist. Með þessari breytingu teljum við einnig að það verði minni áreiti á börn og kennara í leikskólanum þar sem dagskipulagið og þarfir yngri og eldri deilda skarast. Til dæmis þegar yngri börnin eru að fara út dreifist það á tvö fataherbergi í stað eins, einnig þegar salernisferðir eru nýtast bæði salernin í húsinu fyrir helmingi færri börn en ella. Þannig sköpum við betri tækifæri til samkenndar og samvinnu.

3 Starfsáætlun 2011 - 20123.1 UppeldisstarfiðNæring, hreyfing og listsköpun er rauður þráður í gengum allt starfið. Íþróttir verða einu sinni í viku í sal með íþróttakennara og útiámið er stór þáttur í hreyfiuppeldi barnanna. Við komum til með að halda áfram með tvo árganga í útinámi. Í vetur verður sú breyting að kennarar deilda sjá um starfið í listasmiðju. Birte Harksen mun varða fagstjóri í listum og halda utan um tónlistarstarfið á öllu deildum.

Samvinna verður þema vetrarins með tilkomu verkefnisins “Stórir og smáir eflast saman” þ.e. að eldri og yngri deild verða saman á væng. Verkefnið á einnig við í Skólatröð því í ár var biðlistinn þannig að fimm árgangar verða saman í Skólatröð.

Umhverfisvernd verður ríkjandi þar sem við erum skilgreind sem skóli á grænni grein og stefnum að því að flagga Grænfánanum haustið 2012.

Sérkennslan er að mestu leyti í höndum kennara inni á deildum í að efla málþroska, félagsfærni og / eða hreyfifærni. Í öðrum tilfellum er lögð áhersla á að vinna með ákveðin börn að hluta í litlum hópum utan deildar og smá saman að stækka hópinn og auka þátttöku í deildarstarfinu.

Tákn með tali er eitt af því sem verið er að innleiða í okkar starf og heldur sérkennslustjórinn utan um þá vinnu að útfæra táknin myndrænt fyrir allar deildir.

Skipulögð vinnubrögð (Teacch) er aðferð sem við nýtum okkur fyrir einstaklinga með einhverfu. Þetta skólaár er 3 börn sem njóta þeirrar aðferðar.

3.2 Menningarviðburðir, ferðir, sýningar, hefðir og hátíðir

7

Page 8: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

Í Urðarhóli er barnið í brennidepli á afmælisdaginn sinn. Það fær kórónu sem það fer svo með heim, íslenska fánanum er flaggað og afmælissöngurinn sunginn.

Dagur íslenskrar tungu verður haldin hátíðlegur með sérstakri sögustund fyrir börnin.

Slökkviliðið kemur með fræðslu fyrir tvo elstu árgangana og ræðir brunavarnir og viðbrögð.

Menningarferð elstu barnanna í Salinn verður á haustdögum. Þar býður Kópavogsbær börnunum á leikrit – tónlist.

Farið verður í Kópavogskirkju í desember og hlýtt á hugvekju og sungin jólalög. Friðarstund með foreldrum og jólamatur verða einnig á aðventunni. Jólabókalestur – söngvar, bakstur og jólagjöf verða á sínum stað.Á þrettándanum verða jólin dönsuð út í borðstofu.

Þorrablót verður haldið á Bóndadeginum. Mjólkurgrautur, slátur og “smakk” af hinum gamla góða þorramat verður, venju samkvæmt, framreiddur á hlaðborði og borðaður af bestu list. Sungin verða þorralög og börnin hanna höfuðföt sem þau skarta þennan dag. Komin er hefð á að starfsfólkið leggur sig eftir því að koma ullarklætt þennan dag og verður svo áfram.

Foreldrafélagið mun væntanlega bjóða börnunum á leiksýningu á skólaárinu eins og áður.

Á Degi leikskólans verður farið í ljósagöngu ásamt leikskólum í vesturbæ Kópavogs upp á kirkjuholt hjá Kópavogskirkju. Börnin verða með vasaljós í göngunni og ganga að Kópavogskirkju þar sem allir syngja saman og skoða kirkjuna í ljósi og myrkri. Presturinn Kársnessafnaðar tekur þátt í athöfninni.

Um miðjan febrúar verður haldið upp á Bolludag, með viðeigandi bolluáti og á Sprengidag verða saltkjöt og baunir í hádegisverð. Á Öskudag verður slegið upp náttfataballi í hverju húsi, þar sem popp verður “slegið úr tunnunni” og dansað af miklum móð.

Heilsudagur - Opið hús- sumarhátíð verður uppskeruhátíð vetrarins að þessu sinni. Foreldrum og öðrum gestum verður boðið að koma og skoða verkefni barnanna á skólaárinu og þiggja veitingar að hætti skólans og gleðjast með börnunum, kennurum og öðrum foreldrum.

Foreldrafélagið og skólinn munu standa sameiginlega að vorferðum. Útskriftarbörn fara í heildagsferð. Yngstu börnin fara í stutta ferð að Grjóteyri í Kjós og miðárgangar fara í lengra ferðalag að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Foreldrar koma alltaf með í sveitaferðirnar og fá þannig að upplifa með börnunum þeirra fyrstu heimsókn í sveit.

Tveimur elstu árgöngum skólans verður væntanlega boðið ásamt öðrum börnum í leikskólum Kópavogs á þessum aldri að fara á sinfóníutónleika í Háskólabíói – þetta er liður í menningarstarfi undanfarinna ára og er til fyrirmyndar.

Í júnímánuði stendur til, venju samkvæmt, að tveir elstu árgangar skólans fari á sundnámskeið Breiðabliks í Sundlaug Kópavogs einu sinni á dag í tvær vikur. Kennarar skólans fara með börnin til og frá sundstað og foreldrar borga kostnaðinn.

8

Page 9: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

Sautjándi júní verður haldinn hátíðlegur með söngstund, fánagerð og vöfflum.

Stefnt er að góðum ferðum s.s. niður að Reykjavíkurtjörn og Kópavogslæk. Kópavogsdalur, Kirkjuholtið, Rútstún, Hlíðargarður og fjaran fyrir sunnan Urðarhól eru vinsælustu staðirnir sem við heimsækjum í nágrenninu og verða þeir heimsóttir allt árið.

Sumarskólinn –þriðja árið í röð - verður tvisvar í viku. Það verða settar upp stöðvar með mismunandi leikjatilboðum. Tilboðin sem verða í boði : Hlutverkaleikur með búningum, sulluker, íþróttastöð, tónlistarstöð og listir/smíðar.

Næsta sumar er stefnt á að fá unga fólkið í Skapandi sumarstarfi í heimsókn -sem hefð hefur skapast fyrir.

3.3 Þróunar- og nýbreytnistarfLeikskólinn var vígður sem heilsuleikskóli 30. ágúst 1996 og síðan þá höfum við verið að þróa nýjungar í starfinu sem falla að Heilsustefnunni. Samtök Heilsuleikskóla stefna að því að gefa út heilsubók ungbarna (0 – 2ja ára) sem er handbók sem nýtt er í foreldraviðtölum miðar að því að skapa sameiginlega sýn um að skapa þau leikskilyrði sem örva barið í þeim markmiðum sem skólinn vinnur að.

Kópavogsbær veitti skólanum styrk úr þróunarsjóði í verkefnið “Stórir og smáir eflast saman”.

Leikskólinn er skráður sem Skóli á grænni grein og er unnið að því markmiði að fá Grænfánann haustið 2012.

3.4 Mat á starfinu - matsaðferðir Starfsmannamat er rafrænn spurningarlisti sem allir starfsmenn skólans fylla út í apríl. Þar er verið að meta faglegt starf, samskipti og störf deildarstjóra, sérkennslustjóra, aðstoðarleikskólastjóra og leikskólastjóra. Að þessu sinni sér leikskólaráðgjafi um úrvinnslu á matinu.

Í Heilsubók barnsins er skráð staða hvers barns í áhersluþáttum skólans, þ.e. næringu, hreyfingu og listsköpun auk þess er skráð félagsleg færni, hæð, þyngd og heilsufar. Skráningin fer fram í október og mars ár hvert.

Starfsmannasamtöl verða tekin í janúar. Hver starfsmaður fær um 45 mínútur. Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri taka viðtölin.

Fimm ára börnin meta ákveðna þætti skólastarfsins eftir myndrænum matsblöðum. Sérkennslustjóri heldur utan um framkvæmd matsins.

3.5 Kynning á leikskólanumMikil ásókn hefur verið undanfarin ár frá leikskólakennurum, nemendum HÍ og matráðum að heimsækja skólann til að kynna sér Heilsustefnuna. Flestar heimsóknir eru kennarar sem eru að nýta skipulagsdag til að kynna sér aðra skóla auk þeirra sem koma til að kynna sér einstök verkefni. Við leggjum okkur fram við að kynna starf skólans sem best hvort sem þau eru kynnt hér í leikskólanum og eða einstaka kennarar eru fengnir til að kynna í öðrum skólum og/eða á námskeiður eru:

Heilsustefnan er vinsæl meðal hópa sem eru að kynna sér starfshætti okkar. Markmið og leiðir Heilsuleikskólans Urðarhóls. 9

Page 10: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

TEACCH aðferðina sem hefur verið markvisst unnið með hér í Heilsuleikskólanum Urðarhóli frá 2008, undir leiðsögn Elínar Maríu Ingólfsdóttur, sérkennslustjóra.

Breytt og fjölbreytt tónlistarstarf sem er þróunarverkefni sem Birte Harksen sér um. Hún hefur opnað vefsíðu www.bornogtonlist.net sem er síða til að miðla hugmyndum að tónlist með börnum.

Möguleiki barnabóka sem er þróunarverkefni Ingibjargar Sveinsdóttur og Birte Harksen. Verkefnið byggir á því hvernig hægt er að flétta efni barnabókmennta inn í daglegt starf leikskólans. Þar með er efni bókanna glædd lífi í formi hreyfingar, leiklistar og sköpunar. Ingibjörg Sveinsdóttir hefur opnað vefsíðu www.leikuradbokum.net þar sem hún deilir hugmyndum sínum með öðrum.

Útinám er leið til að auka fjölbreytni hreyfingar og sköpunar barna. Í útináminu eflist félagsþroskinn og börnin njóta frelsis innan ákveðins ramma. Þróunarverkefnið Mörk án landamæra hefur verið vinsælt meðal annarra leikskóla og hafa verkefnastjórarnir Ingibjörg Thomsen, Gerður Magnúsdóttir og Sverrir Dalsgaard kynnt starf sitt í Ævintýraskóginum.

Klippimyndir með börnum er þróunarverkefni sem Sara Mjöll Marteinsdóttir hefur nýlokið við að skila skýrslu um. Verkefnið byggir á því að börnin búa til sögu, leikmynd og persónur. Sagan er svo leikin og tekin upp á myndband og klippt saman í hreyfimynd. Í lokin talsetja börnin myndina og þá er verkið tilbúið. Þetta ferli tekur um 6 – 8 vikur og hafa elstu börnin notið þess.

4 Börn4.1 Fjöldi barna, samsetning hópsins, aldurSkólinn er skráður fyrir 141 barn. Í Urðarhóli eru 96 börn þ.e. 21 barn tveggja til þriggja ára á báðum yngri deildum og 27 á þeim eldri sem eru fyrir þriggja til sex ára. Í Skólatröð eru 26 börn á aldrinum tveggja til sex ára og í Stubbaseli eru 19 börn á aldrinum þriggja til sex ára.

Aldursdreifing

2010 6

2009 38

200821

2007 36

2006 40

10

Page 11: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

4.2 Dvalartímar, barngildiSkólinn er opinn frá kl. 7:45 – 17:00. Skólatröð lokar kl 16:30 en aðrar deildir skólans sameinast annað hvort úti eða inni í borðstofu Urðarhóls þar til skólinn lokar kl. 17:00.

Dreifing á nýtingu dvalarstunda

4 - 5 klst 4 börn 5,5 - 6 klst

13 börn

6,5 - 7 klst 10 börn

7,5 - 8 klst 69 börn

8,5 - 9 klst45 börn

4.3 AðlögunAð byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barnið og foreldra þess. Allt er framandi og ókunnugt og því er mikilvægt að vel sé staðið að aðlögun í upphafi. Þetta skólaár byrjuðum við á því að foreldrar fengu í tölvupósti upplýsingar um skólann, aðlögunarferli og atriði sem gott er að hafa í huga þegar barn byrjar í leikskóla. Foreldrar fengu einnig fundarboð á kynningarfund hverrar deildar. Á þeim fundi er starfsemi skólans kynnt, foreldrar undirrita dvalarsamning og gefst tækifæri til að spyrja um aðlögunina og skólastarfið. Þetta er gert til að auka tengsl stjórnenda og kennara deildanna við foreldrahópinn. Aðlögunarferlið er með hefðbundnu sniði þ.e. 5 - 7 dagar og er viðvera barnsins aukin dag frá degi.

4.4 Flutningur milli deildaKennarar skólans sjá um flutning barna á milli deilda. Farið er í leikhópum á milli deilda á sumarönn og stefnt að því að börnin séu aðlöguð fyrir sumarfrí.

4.5 Útskrift Útskriftin er síðdegis og foreldrum barnanna er boðið. Kennari talar til barnanna um skólalokin, skólastjóri afhendi útskriftarskírteini og börnin syngja eða sýna leikrit. Í lok athafnar bjóða börnin foreldrum sínum veitingar að hætti skólans. Elstu börnin í

11

Page 12: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

Urðarhóli hafa sína útskrift í Ævintýraskóginum en Stubbasel og Skólatröð halda hana í sínum húsum. Mæting foreldra hefur verið hundrað prósent á öllum deildum.

4.6 Börn sem njóta sérkennslu. Það stefnir í að fimm börn nýti tíma úr fyrsta og öðrum flokki sérkennslu alls 29 klst. á dag vegna þroskaröskunnar.

Börn sem njóta sérkennslu úr 3. og 4. flokki verða um 25 og skipta með sér 12 klst.Þau börn fá viðbótar örvun í málþroska, hreyfiþroska, félagslegri færni ýmist hluta af skólaárinu eða allt skólaárið eftir þörfum.

Börn af erlendum uppruna eru 16 frá 10 þjóðlöndum. Unnið verður á ýmsan hátt við að efla íslensku þeirra. Í sumum tilfellum voru útbúnar málörvunarbækur, sérstakar málörvunarstundir o.fl.

5 Starfsmenn5.1 Framkvæmd starfsmannastefnuLiðsheild, fagmennska og samábyrgð eru einkunnarorð starfsmannastefnu okkar. Lögð er áhersla á að hlúa að hverjum og einum þar sem unnið er út frá sterku hliðum hvers og eins. Handleiðsla er ávalt í boði hjá stjórnendum skólans sem og leikskólaráðgjöfum Kópavogs. Starfsmannaviðtöl verða í janúar þar sem líðan, framtíðarsýn og áhugasvið hvers og eins er rætt.

Ferðanefnd og fjáröflunarnefnd er starfandi þar sem ákveðið var að fara í námsferð 2013 bæði til að styrkja fagvitund og sem hópefli. Mikil vinna og dugnaður einkennir þessi störf og er ýmislegt gert til að gera okkur kleift að fara þessa ferð, m.a. búin til uppskriftarbók, bakað, hannað, saumað, tekið til í kompum/fataskápum og allt er selt á sanngjörnu verði. Mikil tilhlökkun fylgir slíkum undirbúningi og er undirbúningur gott hópefli.

Mikilvægt er að styrkja félagslegu hliðina þegar um stóran starfsmannahóp er að ræða. og er stefnt að því að hittast reglulega utan vinnu t.d. í heimahúsi, jólamatur, leikhús/bíó, leshópar, árshátíð, gönguferðir, hlaupahópar auk sameiginleg þátttaka í átaksverkefnum á vegum Líðheilsustöðvar eins og Ísland á iði og Hjólað í vinnuna.

Móttaka nýrra starfsmanna Þegar nýr kennari/ leiðbeinandi byrjar, sýnir leikskólastjóri honum húsnæðið og ræðir um helstu áherslur í starfi. Kennari/ leiðbeinandi les yfir Aðalnámsskrá leikskóla og Skólanámsskrá Urðarhóls. Viku eftir að kennari/ leiðbeinandi byrjar í starfi fær hann viðtal við deildarstjóra, þar sem rætt er um einstök börn og starfið á deildinni. Mánuði síðar ræða leikskólastjóri/ aðstoðarleikskólastjóri og deildarstjóri við starfsmann. Eftir tvo mánuði og aftur þrjá mánuði fær kennari/ leiðbeinandi handleiðslu. Að þessu loknu gengur viðkomandi inní starfsmannasamtöl eins og aðrir.

12

Page 13: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

5.2 Fjöldi starfsfólks og stöðugilda, menntun, stöðuheiti, sérkennsla, afleysingar, barnsburðarleyfi, veikindi, hreyfing á starfsfólki, námsleyfiÍ Urðarhóli eru 35.76 stöðugildi vegna barngilda, sérkennslu, stjórnunar, eldhúss, afleysing fyrir skólaárið 2011 - 2012. Alls eru 39 starfsmenn sem starfa við skólann allt frá tímavinnu upp í 100% stöðu. Dreifing menntunar starfsmanna er eftirfarandi.

Leikskólakennarar 53 % Háskólamenntaðir 18%Leiðbeinendur 29%

Í Urðarhóli hefur starfsmannahald verið stöðugt til margra ára og starfsfólk er komið með langan starfsaldur við skólann. Það eru 10 starfsmenn með 10 – 15 ár, 20 starfsmenn með 5 – 10 ár og 9 starfsmenn með minna en 5 ára starfsreynslu.

Það var á brattann að sækja í starfsmannahaldinu nú í haust. Leikskólakennarar voru með lausa samninga og eru kjör starfsmanna ekki samkeppnishæf atvinnuleysisbótum. Fyrir sumarleyfi þ.e. í júní var búið að manna allar stöðu fyrir veturinn. Í júlí var staðan önnur. Fólk fór að líta í kringum sig að betri launum og kjörum þar sem allt stefndi í verkfall og óvissa um samninga FL. Á þessu skólaári er tveir kennarar í barnsburðarleyfi, tveir kennarar fóru í launalaus leyfi í ár og fjórir starfsmenn fóru í önnur störf með betri kjörum. Það gekk með ágætum að ráða í skörðin þ.e. við fengum til okkar Íþróttakennara í 100% starf, þroskaþjálfa í 100% starf og flottan leiðbeinanda með hug á að læra leikskólakennarafræði í 100% starf. Erfiðlega gengur að ráða í eina stöðu en verið er að leyta að hæfu fólki á atvinnuleysisskrá.

5.3 FundirFyrirhugaðir fundir á árinu verða teknir að stærstum hluta í hvíldartíma og útiveru barna þar sem ekki er fjármagn til að taka þá í eftirvinnu nema einn starfsmannafund á ári. (Sjá fylgiskjal ). 5.4 Skipulagsdagar og námskeiðsdagur Fyrsti skipulagsdagur skólaársins verður mánudagurinn 29. ágúst. Leikskólastjóri fer yfir markmið og áhersluatriði skólans. Farið var yfir þá starfsáætlun sem var gerð var eftir endurmat á skipulagsdegi sl. vor. Deildir fá tíma til að skipuleggja sitt starf. Eftir hádegi fáum við fyrirlesara sem fræðir okkur um hreyfiþroska barna á aldrinum 0 – 3 ja ára.

Annar skipulagsdagur skólaársins verður föstudagurinn 30. september. Þessi dagur er helgaður nýrri aðalnámskrá leikskóla og námská leikskóla Kópavogs. Kennarar undirbúa þessa vinnu með lestri og farið verður í valda kafla. Við fáum fyrirlesara sem tengjast ákveðnum köflum í skólanámskránni fyrir hádegi þ.e. Sjálfbærni og vísindi (Gerður Magnúsdóttir og Orri Páll Jóhannsson frá Landvernd ) og Leiðarljós í leikskóla( Kristjana Ólafsdóttir, iðjuþjálfi ræðir um börn með ADHD þar sem efnið er tengt því að mæta hverjum og einum einstaklingi). Eftir hádegi förum við í umræðuhópa /deildarfundi um Lýðræði og jafnrétti í leikskólastarfi, Leikur og nám og námsumhverfi. 13

Page 14: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

Þriðji skipulagsdagur skólaársins verður mánudagurinn 27. febrúar Þennan dag nýtum við í fagumræðu um aga og leikinn.? Einnig verður gefinn tími fyrir deildirnar að fara yfir barnahópinn og skipuleggja starf deildarinnar.

Fjórði skipulagsdagur skólaársins verður miðvikudaginn 28. mars. Þennan dag taka kennarar foreldraviðtöl og leiðbeinendur munu vera í viðgerðum á námsgögnum og endurskoðun námsumhverfis með stjórnendum.

Fimmti skipulagsdagur skólaársins verður föstudagurinn 18. maí. Þann dag ætlum við að fara yfir veturinn og endurmeta hann. Auk þess verða lögð drög að næstu starfsáætlun.

5.5 Endur- og símenntunaráætlun. Fyrirlestrar, ráðstefnur o.fl.Við bjóðum uppá lágmarks tímafjölda þ.e. 15 kennslustundir fyrir alla starfsmenn á skipulagsdögum skólans. Einnig fær fólk tækifæri til að velja sér fyrirlestra, námskeið og ráðstefnur sem eru í boði. Starfsfólk er hvatt til að nýta sér endur- og símenntunaráætlun Kópavogsbæjar og nágrannasveitarfélaga.

6. Foreldrasamstarf

6.1 Áherslur Góð dagleg samskipti við foreldra eru aðal áherslur okkar í foreldrasamstarfi. Jákvæð samskipti og traust eru þar grunnforsendur sem við viljum halda í heiðri. Stefnt hefur verið að því að auðvelda foreldrum þátttöku í starfsemi skólans m.a. með því að hafa tímasetningar á viðburðum á morgnanna og að sameina viðburði eins og opið hús og vorfagnað foreldrafélagsins.

6.2 Þátttaka foreldra í leikskólastarfinuKynning fyrir nýja foreldra, kynnin á vetrarstarfinu, friðarstund í Ævintýraskóginum, jólaball, sveitaferð, opið hús og sumarhátíð. Foreldrum er boðið á þessa viðburði, starfsrækt er foreldrafélag og foreldraráð við skólann.

6.3 Fræðsla og upplýsingar til foreldraBoðið er í foreldrasamtal í mars og geta foreldrar óskað eftir viðtali hvenær sem er auk þess. Kynningarfundur er á starfinu, heimasíðan er öflugur vettvangur fyrir foreldra, deildarstjórar senda tölvupóst á foreldra sem og leikskólastjóri. Stefnt er að því að uppfæra heimasíðu okkar betur með það í huga að hver deildarstjóri eigi auðveldara með að setja inn myndir og efni til upplýsinga fyrir foreldra

6.4 Foreldraráð og foreldrafélagForeldraráðið hefur starfað í 2 ár. Það hefur fundað 4 – 6 sinnum að vetri ásamt leikskólastjóra í 1 klst. að jafnaði. Valin var formaður og ritari. Hlutverk foreldraráðsins er að gefa umsagnir til leikskólans um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans.

Stjórn foreldrafélagsins fundar 9 sinnum að vetri eftir vinnu, ásamt tengilið skólans, stjórnin velur sér formann, gjaldkera og ritara. Stjórn Foreldrafélagsins /gjaldkeri heldur

14

Page 15: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

utan um sjóð sem foreldrar greiða í 2x á ári, fjármunum er varið í skemmtanir og kostnað vegna tilboða til barnanna, s.s. jólaball, sveitaferð, leiksýningar.

7 Samstarf7.1 Samstarf við grunnskóla Hjá Kópavogsbæ var komið á formlegu samstarfi allra leik- og grunnskóla árið 1998 Skólatröð og leikskólinn Kópahvoll eru í samstarfi við Kópavogsskóla. Leikskólarnir í vesturbænum, Marbakki, Kópasteinn og Urðarhóll eru í samstarfi við Kársnesskóla. Stefnt er að því að þróa þetta samstarf enn frekar þetta skólaár.

7.2 Samstarf við aðraSamstarf er við Tæknideild bæjarins varðandi viðhald lóðar og húss, einnig ef um verklegar framkvæmdir er að ræða og bilanir. Kópavogsbær styrkti ýmis menningarmál með því meðal annars að bjóða leikskólum að hlusta á tónlist ungmenna í Tónlistarskóla Kópavogs. Við njótum daglegrar þjónustu frá Áhaldahúsi bæjarins við flutning á mat í Stubbasel og Skólatröð.

Stofnanir innan Kópavogsbæjar og utan sem við erum í samstarfi við: Félagsþjónustan-barnavernd, Heilsugæslan, Barnahús, Sunddeild Breiðabliks, Lýðheilsustöð, Vinnueftirlitið, Heilbrigðiseftirlitið, Greiningastöð ríkisins, Menntamálaráðuneytið, Háskóli Íslands menntasvið, Háskóli Reykjavíkur, Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Samtök heilsuleikskóla

7.3 NemarVið höfum verið svokallaður “heimaskóli” fyrir nema frá Háskóla Íslands mennasvið síðastliðin tvö ár. Þetta skólaár ætlum við að taka okkur frí frá heimaskólanemum en vegum og metum hverju sinni hvort við höfum tök á að fá nema frá HÍ eða HR eins og verið hefur.

8. ÖryggismálVið skólann eru tveir öryggisverðir þær Sólveig Kristjánsdóttir og Gunnhildur Magnúsdóttir, öryggistrúnaðarmaður er Lilja Kristjánsdóttir. Við fylgjum öryggisferlum þegar slys ber að og eins ef þörf er á að rýma skólann.

Síðastliðið haust gekk vel að rýma skólann vegna bruna í uppþvottavél skólans. Það tók innan við 4 mínútur að koma öllum út úr húsinu. Það kom upp eldur út frá rafmagni í uppþvottavél og mikill reykur varð í eldhúsi. Vel gekk að reykræsta og hófst starfsemi í eldhúsi aftur eftir að brunaeftirlitið var búið að yfirfara staðinn.

15

Page 16: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

Lokaorð

Fagmennska og þróun er eitt af okkar markmiðum í starfinu. Við viljum að kennarar og börn fái notið fjölbreytts skapandi starfs sem auki gleði og vellíðan þeirra. Við reynum því að skapa tækifæri til að kennarar og börn vinni út frá sinni sterkustu hlið og fái að njóta sín á sinni forsendu innan markmiða skólans næringar, hreyfingar og listsköpunar. Kannanir á skólastarfinu hafa sýnt það að foreldrar og börn eru ánægð með starfsfólk skólans og starfið. Við erum stolt af starfi okkar og þökkum foreldrum fyrir góða samvinnu.

Með tilkomu verkefnisins „Stórir og smáir eflast saman” verður “samvinna” þema vetrarins. Það verður gaman að fylgjast með hvernig verkefnið á eftir að þróast en fyrstu skrefin lofa góðu þar sem eldri börnin sýna strax hjálpsemi og umburðarlyndi. Eins hafa yngri börnin gaman af því að leika með þeim eldri og ekki síður sækja eldri börnin að leika við yngstu börnin. Við finnum strax minna álag á börn og starfsfólk við vinnu á salernum og í fataherbergjum þar sem kostur er að vera með smærri hópa í einu eða breiðari aldur og börnin tilbúin að hjálpast að. Við vonumst til að verkefnið skili minna álagi á börn og starfsfólk.

Í sumar voru gerðar endurbætur á Skólatröð þar sem lagður var nýr gólfdúkur og veggir málaðir. Þetta stórbreytti útliti skólans og vinnuaðstaða varð betri. Í Urðarhóli var sett upp skiptiaðstaða á Suður væng, auk þess sem gerð var lagfæring að beiðni Vinnu- og Heilbrigðiseftirlits.

Ég vil þakka fyrir þann mannauð og það metnaðarfulla starf sem einkennir starf kennara hér í Urðarhóli. Það eru þeirra viðhorf sem skipta öllu um það hvernig dagurinn verður hjá börnunum. Góður leikskóli verður aldrei betri en það fólk sem þar vinnur. Það er því áhyggjuefni hve lítið er um umsóknir leikskólakennara í auglýstar stöður. Í haust hef ég misst einn leikskólakennara og góðan uppeldisfræðing yfir til Reykjavíkur vegna þess að töluverður kjaramunur er á sömu störfum í Kópavogi og Reykjavík. Með umræðu um betri kjör og auknum niðurskurði hef ég áhyggjur af að starfsmenn leiti annað þar sem kreppir að í efnahagi fólks. Ég skora á Kópavogsbæ að gæta vel að kjörum og starfsaðstæðum leikskólakennara til að fyrirbyggja brottfall fagmenntaðara kennara úr leikskólum Kópavogs.

Fyrir hönd stjórnenda í Heilsuleikskólanum Urðarhóli.

16

Page 17: Starfsáætlun 2011 - 2012

Heilsuleikskólinn Urðarhóll Starfsáætlun 2011 - 2012

___________________________________Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri

17