stúdentablaðið - febrúar 2015

40

Upload: studentabladid

Post on 21-Jul-2016

243 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Stúdentablaðið - febrúar 2015
Page 2: Stúdentablaðið - febrúar 2015

LÉTTÖL

SKANNAÐU KÓÐANNOG KÍKTU Á

GRÆNA KLÚBBINN

Page 3: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

3

Stúdentablaðið mars 2014

Vetur konungurStúdentablaðið mars 20151. tbl. 91. árgangur.Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla ÍslandsRitstjóri: Daníel Geir Moritz

Ritstjórn:

Adelina AntalDaníel Geir MoritzKaren SigurbjörnsdóttirKarítas Hrundar PálsdóttirNína Hjördís ÞorkelsdóttirRagnheiður VignisdóttirSkúli Halldórsson

Blaðamenn:

Daníel Geir MoritzElliott BrandsmaHafdís Una GuðnýjardóttirIngibjörg Ruth GulinKaren SigurbjörnsdóttirKarítas Hrundar PálsdóttirKarólína Ósk ÞórsdóttirKristjana Hera SigurjónsdóttirLilja Hrönn JakobsdóttirNína Hjördís ÞorkelsdóttirRagnheiður VignisdóttirSilja Hrund BarkardóttirSkúli Halldórsson

Ljósmyndarar:

Adelina AntalAníta BjörkSilja Rán GuðmundsdóttirStefán KarlssonSunna Mjöll Bjarnadóttir

Prófarkalestur:

Áróra EinarsdóttirKarítas Hrundar PálsdóttirNína Hjördís ÞorkelsdóttirSilja Hrund Barkardóttir

Grafísk hönnun: Jón Ingiberg Jónsteinssonwww.joningiberg.comPrentun: PrentmetUpplag: 2.000 eintök

„Ekki gráta, elskan mín,“ er setning úr dægurlagi sem ég heyrði sem barn og hefur hún verið greypt í huga minn síðan. Þó að það hljómi skringilega á maður ekki að gráta þegar mann vantar vítamín og hann snjóar. Það vita allir. Lagið lýgur ekki, er það?

Ég er alinn upp á Austfjörðum og man þegar ég hélt að veröldin væri vart stærri en fjallahringurinn og hvað fréttir af umferðarteppu og aflýstu skólastarfi syðra voru í mínum huga mikill aumingjaskapur. Í sjónvarpinu sá ég uppsafnaðan skafrenning sem var tíu sinnum lægri en þeir skaflar sem ég hafði klöngrast í gegnum fyrr um daginn. Ég hef búið í Reykjavík í 10 ár og var ekki lengi að læra að kannski væri þetta ekki aumingjaskapur heldur vesen sem orsakaðist helst af því að aðeins fleiri bílar voru á ferli í borginni en heima í Neskaupstað. Á hverju ári sé ég svo sveitunga mína skrifa statusa á Facebook þess efnis að Reykvíkingar kunni ekki að keyra í snjó og iðulega sé ég statusa um af hverju í ósköpunum sé verið að gera göng úti á landi þar sem nokkrir bílar munu keyra í gegn á viku.

Hæfileikar okkar eru misjafnir og er einn helsti hæfileiki minn að ég er ótrúlega góður í að fá möndluna í jólagrautnum. Í sannleika sagt hef ég fengið hana fimm sinnum í röð á mínu heimili, systur minni sem er sex árum yngri en ég, til mikillar gleði. Í möndluverðlaun síðustu jól fékk ég einhverja mest keppnisrúðusköfu sem ég hef séð. Hana er hægt að lengja, skipta um sköfunarmöguleika og á henni er myndugur bursti til að sópa burt snjóinn.

Munurinn á að skafa snjó í Reykjavík og í Neskaupstað er að fyrir austan notar maður bara sköfukústinn til að taka snjóinn af bílnum og síðan gúmmíið til að fínpússa meistaraverkið. Í Reykjavík þarf maður oftar en ekki að berja klaka af rúðunum, skafa rúðuna með járnstykkinu, bæði að innan og utan, og svo leggur maður pirraður af stað og gónir í gegnum rispurnar í klakanum og vonar að maður sé aðeins á einni akgrein.

Ef þessum vetri fer ekki að ljúka missi ég vitið! Og þá duga engin vítamín. Held ég. Já, eða keppnisrúðusköfur. Hvað hefur fólk í vísindaheiminum verið að gera fyrst árið er 2015 og maður þarf ennþá að skafa skrambans bílinn?

3

Þú finnur Stúdentablaðið á Facebook, Twitter og Instagram, studentabladid.

Sendu okkur póst á [email protected] ef þú ert með einhverjar ábendingar eða til að taka þátt í þeim fjölmörgu liðum sem blaðið stendur fyrir.

Ritstjórapistill

Daníel Geir Moritz

Page 4: Stúdentablaðið - febrúar 2015

4

Stúdentablaðið mars 2015

„Ég man fyrst eftir Eurovision þegar Selma var að keppa og þetta hefur verið draumurinn síðan þá,“ segir María Ólafsdóttir sem sigraði undankeppni Eurovision og fer til Vínarborgar í maí til að flytja lagið Unbroken eftir strákana í Stop, Wait, Go.

Stendur við að Írafár sé besta hljómsveit allra tímaMaría segist vera húnvetnskur Mosfellingur og hafi alltaf haft sínar fyrirmyndir. „Ég leit mjög mikið upp til Selmu Björns og geri það enn. Hún var svona helsta fyrirmynd mín. Svo var Birgitta Haukdal líka mikil fyrirmynd, eins og ég hef sagt svolítið oft að undanförnu,“ segir hún og hlær.

Í innslagi um Maríu í Söngvakeppni Sjónvarpsins var hún spurð að því hver væri besta hljómsveit allra tíma og vakti svar hennar mikla athygli en hún svaraði af einlægni að það væri Írafár. „Margir urðu mjög hissa á þessu svari en ég ætla alveg að standa við það,“ segir María og hlær aftur.

Samfélagsmiðlar loguðu meðan á Söngvakeppni Sjónvarpsins stóð og lýstu margir hneykslan sinni þegar María setti krem á köku sem hún tók beint út úr ofninum. „Mér finnst þetta í raun bara mjög fyndið, því þetta eru atriði sem ég hefði aldrei tekið eftir ef ég hefði verið að horfa heima í stofu. Innslagið er bara eftir handriti og það er ekki hægt að baka köku í hverri töku og bíða eftir að hún kólni.“

Sagði já án þess að hafa heyrt lagiðÞó að María sé lítið þekkt á landsvísu hefur hún verið í sviðsljósinu í þónokkur ár.

„Ég var svona 10 ára þegar ég byrjaði að koma fram í leikhúsunum. Byrjaði í Annie í Austurbæ og fór síðan yfir í Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og Brodway. Ætli skemmtilegasta sýningin sem ég tók þátt í hafi ekki verið Söngvaseiður (Sound of Music) þar sem ég lék einn af krökkunum. Eftir þetta fór ég svo í Versló og tók þátt í söngleikjunum þar.“

Þátttaka Maríu í söngleikjum Versló markaði heldur betur hennar leið en þar kynntist hún Ásgeiri, Pálma og Sæþóri sem skipa

Sagði já án þess að hafa heyrt lagiðMaría Eurovisionfari stendur við að Írafár sé besta hljómsveit allra tíma

Daníel Geir Moritz

Myndir: Sunna Mjöll Bjarnadóttir

Page 5: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

5

tónvinnslufyrirtækið Stop, Wait, Go. „Ég hitti þá 2010 þegar ég lék í sýningunni Draumurinn í Versló en þá voru þeir að stjórna tónlistinni. Upp frá því fór ég að syngja lög fyrir þá og ég hef verið að syngja inn á demo sem hafa farið út til umboðsskrifstofa stórstjarna.“

Hugmyndin um að taka þátt í Söngvakeppninni kviknaði fyrir ári síðan og Stop, Wait, Go strákarnir sömdu lag sem myndi henta Maríu vel. „Ég sagði strax já þegar þeir báðu mig um að syngja Eurovision-lag. Ég var ekki einu sinni búin að heyra lagið en þeir sömdu það með mig í huga. Ekki bara fyrir keppnina heldur líka fyrir mig. Ég var ekki stressuð fyrir því hvernig fólk myndi taka laginu í keppninni af því að fólk var búið að heyra lagið áður og tók almennt vel í það. Það var samt mjög skrýtin tilhugsun að syngja fyrir alþjóð.“

Í undanúrslitunum hét lagið Lítil skref en María segir það hafa verið samið á ensku. „Í raun settum við það yfir á íslensku því þannig voru reglurnar. Planið var alltaf að hafa lagið á ensku ef það færi í úrslit. Við tókum svo upp nýjan texta á fimmtudeginum fyrir úrslitakvöldið. Það var smá stress en samt var þetta eitthvað svo lítið mál. Ég var bara búin að stækka þetta í hausnum á mér. Þetta kom svo hratt þannig að þetta var ekkert mál,“ segir María en til gamans má geta að hún var með textablað á lokaæfingunni fyrir úrslitakvöldið.

Brosti ekki einu sinniÞað er óhætt að segja að Stop, Wait, Go hafi verið sigurvegarar kvöldsins enda fóru bæði lög þeirra í úrslitaeinvígið.

„Ég bjóst ekki við að ég færi í gegn eftir að Frikki var kominn í gegn. Mér fannst bara svo ólíklegt að tvö lög frá sama teymi kæmust í úrslit. Ég brosti ekki einu sinni, var bara í sjokki og það kom mér ótrúlega á óvart að komast í einvígið.“ Þó að spennan hafi verið rafmögnuð í Háskólabíói var kosningin mjög ójöfn og síðar kom í ljós að lag Maríu fékk um 15.000 fleiri atkvæði en lagið Once Again sem Friðrik Dór söng. „Fyrst bjóst ég ekki við að komast í úrslit og síðan bjóst ég alls ekki við að ná í einvígið en þegar ljóst varð að ég hafði unnið hélt ég að það væri svona tveggja atkvæða munur. Ég

hélt að það væri það mjótt á munum og er ég eiginlega bara ennþá í sjokki yfir þessu.“

Á dögunum var tilkynnt um að Friðrik Dór kæmi inn í atriði Maríu sem bakrödd en henni fannst sárt að sjá hann tapa þrátt fyrir eigin sigur. „Það er ótrúlega gaman að við skulum bæði fara út. Það var eiginlega jafn gaman að vinna og það var erfitt að sjá hann tapa. Þetta var hugmynd sem var búið að ræða fyrir keppnina og að sama skapi að ég myndi syngja bakrödd hjá honum ef hann ynni. Það var aldrei neinn rígur á milli atriða.“

„Myndbandið verður geðveikt!“Það er að mörgu að huga hjá Maríu og Stop, Wait, Go næstu vikurnar enda á að nýta Eurovision vel til að koma henni á framfæri.

„Við stefnum á að búa til góðan pakka svo fólk geti kynnt sér Maríu á meðan á keppninni stendur og mesta athyglin er. Það á að gera nokkur lög og flottan pakka til að sökkva sér inn í listamanninn og hafa þetta djúsí,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn meðlima Stop, Wait, Go. „Myndbandið verður tekið í lok febrúar og verður klárt í kringum

10. mars. Það verður í anda Maríu og lagsins og við erum búin að skoða tökustaði – og þetta verður bara geðveikt!“ bætir Ásgeir við.

Stundar nám við HÍMaría er nemandi á Menntavísindasviði HÍ og hóf nám síðasta haust. „Ég er í kennaranámi og mig langar að kenna á miðstigi í grunnskóla. Þá get ég kennt tónmennt, leiklist og dans. Ég hafði hugsað mér að hafa [kennslu]réttindin með, því mig langar í tónlistar- og leiklistarnám og þá væri gott að starfa við kennslu meðfram því. Kennaranámið er mjög skemmtilegt. Ég er ennþá í skyldufögum og á næsta ári byrja ég í valfögum sem tengjast betur því sem ég vil læra. En þetta byrjar bara mjög vel.“

Ljóst er að spennandi tímar eru framundan hjá Maríu og að hún hafi úr miklum hæfileikum að spila. Aðspurð hvort þessi 22ja ára söngdíva eigi kærasta svarar hún brosandi: „Ég vil helst ekki tala... um þetta.“

Page 6: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

6

Karítas Hrundar Pálsdóttur

Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, drei�ýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband.

Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is.

Við seljum rafmagn — um allt land.

ORKA FYRIR

ÍSLAND

Brande

nburg

Orkusalan 422 1000 [email protected] orkusalan.is Raforkusala um allt land

Page 7: Stúdentablaðið - febrúar 2015

7

Stúdentablaðið mars 2015

Fótboltakappann og lögfræðinginn Guðna Bergsson þekkja flestir þeir sem hafa fylgst með gangi knattspyrnu síðustu þrjá áratugina. Á farsælum ferli sínum kom hann meðal annars við hjá Aston Villa, Tottenham og Bolton á milli þess sem hann kepptist við að ljúka strembnu námi við lagadeild Háskólans.

„Ég byrjaði í Val á tíunda ári en í þá daga, fyrir tæpum fjörutíu árum, byrjuðu skipulagðar æfingar ekki fyrr en um þann aldur þrátt fyrir að flestir krakkar hafi eytt öllum stundum í fótbolta fram að því. Pabbi var mikill Valsari þar sem hann spilaði bæði fótbolta og handbolta. Þá var hann einnig í landsliðinu í handbolta og varð síðan formaður Vals, þannig maður fékk þetta dálítið í arf, að vera Valsari. Ég fór á æfingar með pabba og það kom ekkert annað til greina

en að ganga í Val þótt ég byggi á þeim tíma í smáíbúðahverfinu þar sem Víkingur réði lögum og lofum,“ segir Guðni og bætir við að handboltinn hafi ekki síður átt hug hans á þessum tíma. Um tíma leit jafnvel út fyrir að Guðni myndi velja harpex frekar en takkaskóna.

„Já, ég var í handboltanum líka en þá var algengara að menn sem yfir höfuð voru áhugasamir um íþróttir væru bæði í handbolta og fótbolta. Var ég þannig í hvoru tveggja alveg lengst framan af og um 18 ára aldurinn, þegar ég var búinn að spila töluvert fyrir meistaraflokk Vals í handbolta, ákvað ég að leggja handboltann alveg fyrir mig,“ segir Guðni en örlögin gripu fljótt í taumana. „Þá fékk ég loks tækifærið með meistaraflokki Vals í fótboltanum, bara nokkrum mánuðum síðar, en Valur var þá búinn

að vera með sterkt lið í mörg ár og ég var búinn að bíða eftir því að fá sénsinn. Þarna fékk ég tækifærið og ákvað þá að svissa yfir og einbeita mér frekar að fótboltanum. En ég hætti þó ekki alveg í handboltanum og stundaði hann jafnframt næstu tvö til þrjú árin. Þá var heldur ekki jafn mikið æft í fótbolta yfir veturna enda bjuggum við ekki við þann lúxus sem felst í knattspyrnuhöllum nútímans.“

„Í raun var þetta algjört ævintýri“Ekki leið á löngu þar til Guðna var kippt út til Englands til reynslu hjá úrvalsdeildarliði. „Tvítugur fór ég út til Aston Villa þar sem þeir vildu fá mig í tveggja vikna prufu. Þetta bar mjög fljótt að en gekk nokkuð vel, þrátt fyrir mikil viðbrigði. Reynslutíminn var þó ekki nægur til

HÍ-lögfræðin kom sér vel í samningagerð

Skúli HalldórssonGuðni Bergsson velur draumalið sitt frá ferlinum

Page 8: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

8

að leyfa mér að sannfæra þá enda erfitt að komast að á þessum tíma þegar aðeins tveir erlendir leikmenn máttu spila í hverjum leik.“ Í kjölfarið hélt Guðni aftur heim og hóf nám við lagadeild Háskóla Íslands en þremur árum síðar fékk hann annað tækifæri og stærra, þegar stórlið Tottenham bauð honum að reyna sig á æfingum í Lundúnum. „Þarna var ég kominn á fjórða ár í náminu og var ekkert í sérstöku formi. Samt sem áður gekk mjög vel á æfingunum og þeir urðu áfjáðir í að fá mig til liðs við sig. Ég fékk þá pabba, sem var lögmaður, með mér í lið og við náðum snaggaralegum samningum saman við feðgarnir. Þetta var gríðarlega spennandi tími og mér þótti gaman að vera kominn í þetta stórlið sem Tottenham var og er.“

Laganámið fékk því að sitja á hakanum um sinn. „Ég var að velta því fyrir mér að taka þetta utanskóla. Fótboltinn átti þó hug minn allan enda var þetta stórt tækifæri. Þetta var mjög fjarlægt þá, öðruvísi en það er í dag. Atvinnumennskan var heldur ekkert raunhæfur kostur og maður gerði aldrei ráð fyrir að feta þann veg. Heldur ekki sem varnarmaður því jafnan eru sóknarmennirnir eftirsóttastir. Í raun var þetta algjört ævintýri að vera kominn á þessa risastóru leikvanga þar sem 30 til 40 þúsund manns voru mættir til að berja mann augum þegar maður var vanur því að fjöldi áhorfenda væri rétt um þúsundið. Beinar útsendingar voru varla komnar þá og því dálítið óraunverulegt að vera kominn þarna í umhverfi sem maður hafði bara séð í sjónvarpinu, nánast í svarthvítu,“ segir Guðni og hlær við. „Þegar ég mætti til leiks voru þarna kanónur á borð við Gazza (Paul Gascoigne) og þekktir enskir landsliðsmenn eins og Chris Waddle og Gary Mabbutt. Við töldum fjörutíu manns allt í allt og á þessum tíma máttu bara tveir vera á bekknum, þannig á leikdegi voru alla jafna 27 fúlir,“ segir hann og hlær aftur.

Eitt eða tvö tímabil urðu að níuAð lokum fór það svo að leiðir Guðna og Tottenham skildu. „Þetta æxlaðist þannig að ég kláraði minn samning og vildi þá nýta tækifærið og klára námið sömuleiðis. Tottenham vildi þó semja við mig áfram en ég var

ekkert mikið spenntur fyrir því. Maður brosir aðeins að þessu núna þegar maður lítur til baka en ég var búinn að bíta þetta í mig. Reyndar kom þá nýr framkvæmdastjóri, Ossie Ardiles, sem varð heimsmeistari með Argentínumönnum. Hann hringdi í mig og sagði að ég væri maðurinn og að hann vildi virkilega fá mig aftur, sem ég féllst að lokum á. En þá komu upp meiðsli þar sem ég var ómögulegur í bakinu og enginn vissi hvernig á því stóð. Síðar kom í ljós að ég var með sprungu í hryggjarlið. Þá þurfti ég að hvíla í marga mánuði og allt var óvíst um framhaldið.“

„Ég var nú meiri vitleysingurinn að taka þessa ákvörðun, að vera hér að þvæla mér í gegnum þessar yndislegu lagaskruddur í stað þess að leiða liðið mitt út fyrir framan áttatíu þúsund manns á stórleikvangi í bikarúrslitaleik.“

Guðni leit á meiðslin sem tækifæri til að klára námið og sneri því aftur í háskólann. „Þetta var mikill og erfiður lestur eftir langa pásu frá lærdómnum. Ég reyndi að stíga upp úr meiðslunum og spilaði eitt sumar með Val þar sem ég var ekkert í sérstöku formi en átti fínan sprett seinni hluta tímabilsins. Eftir að ég fann að ég var orðinn heill heilsu byrjaði hugurinn að leita aftur út. Ég ákvað að ég vildi enda þetta á öðrum nótum en að hrökklast meiddur heim,“ segir Guðni. Samningar tókust á milli Guðna og Bolton, liðs sem þá var að berjast um að komast í úrvalsdeildina í Englandi. „Þarna átti ég bara meistararitgerðina eftir og ætlaði bara út að taka eitt eða tvö tímabil. Þau urðu á endanum átta eða tæplega níu svo það teygðist nú ágætlega á þessu.“

Fyrsta snertingin var stoðsending á WembleyFyrsti leikur Guðna með Bolton var í sjálfri dómkirkju knattspyrnunnar, Wembley-leikvanginum í Lundúnum. „Síðasti leikurinn minn með Tottenham hafði einmitt líka verið á Wembley, sem er mjög sérstök tilviljun, og hlýtur í raun að vera eitthvað einsdæmi þar sem ekki eru margir leikir leiknir á Wembley. Þarna vorum við að keppa í úrslitaleik deildarbikarsins á móti Liverpool, með lið sem var mjög spennandi og ferskt. Ég kom inn á sem varamaður og hljóp sem vitlaus væri. Fyrsta snertingin mín fyrir liðið var stoðsending fyrir marki og það var skemmtilegt að koma inn með þessum hætti. En við rétt töpuðum,

Myndir: Adelina Antal

Page 9: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

9

2-1, í hörkuleik þar sem við vorum dálítið óheppnir,“ segir Guðni og bætir við að hann hafi heimsótt Wembley aftur um vorið. „Þá spiluðum við úrslitaleik um að komast upp í úrvalsdeildina. Unnum Reading, 4-3 eftir framlengingu, í rosalegum leik. Þetta var gríðarlega skemmtilegur tími og viðburðaríkur þar sem ég fékk að koma að endurreisn þessa fornfræga félags.“

Erlendis áttu margir bágt með að trúa því að varnarjaxlinn Guðni væri menntaður lögfræðingur. „Margir áttu voðalega erfitt með að kyngja þessu. Þetta þótti dálítið sérstakt og er auðvitað mjög sjaldgæft í atvinnumannaboltanum. Ef mann bar yfir höfuð á góma þá var þessi staðreynd alltaf sérstaklega reifuð,“ segir Guðni. Aðspurður bætir hann við að menntunin hafi nýst honum talsvert þegar kom að samningaviðræðum. „Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tíma og frið til að mennta mig, klára lögfræðina og verða lögfræðingur. Öll þekking og menntun hjálpar manni en vitneskja viðsemjenda um að maður væri lögfræðimenntaður gaf mér ákveðna vigt sem hjálpaði örugglega í vissum tilvikum.“

Þrjú ár á leiðinni að hættaEftir sex ár hjá Bolton hafði Guðni loks ákveðið að segja skilið við bæði boltann og félagið. Sam Allardyce, þáverandi þjálfari liðsins, vildi þó halda í íslenska víkinginn. „Ég var eiginlega búinn að setja í gám og var á leiðinni heim þegar hann býður mér nýjan samning. Hann fól í sér einhverja launalækkun, sem mér fannst ekki sæmandi, þar sem ég hafði verið valinn leikmaður ársins hjá Bolton og hafði spilað mjög vel á leiktíðinni. Sagði ég honum að ég sætti mig ekki við þetta, enda var fjölskyldan komin í gír fyrir heimför. Á endanum náðum við þó saman og ég framlengdi samninginn um ár. Svo komumst við upp í úrvalsdeildina aftur og þá framlengdi ég um annað ár og svo aftur ári seinna og var þannig eiginlega þrjú ár á leiðinni að hætta. Ég ákvað hins vegar að segja þetta alveg gott þegar ég var orðinn 38 ára og farinn að sakna fjölskyldunnar sem var þá búin að vera á Íslandi þessi þrjú ár. Eftir á að hyggja hefði ég í raun átt að spila eitt ár í viðbót og ég hugsa að ég hefði

getað spilað eitt eða tvö tímabil til viðbótar því ég var í fantaformi. En það er dæmigert að hugsa svona eftir að menn hætta í boltanum. Ég skildi þó við liðið í efstu deild.“

Guðni sneri þá heim á klakann en fylgdist þó áfram með hasarnum í Englandi. „Þarna var liðið komið í efri hluta deildarinnar en ég var kominn heim og fylgdist með þeim úr fjarska. Þá var reyndar búið að bjóða mér að koma aftur en einhvern veginn þáði ég það nú ekki. Ég vildi ekki hætta við að hætta enn einu sinni,“ segir Guðni en rifjar þó upp augnablik sem lét hann efast um ákvörðun sína. „Ég man eftir þessu augnabliki þar sem ég var að lesa

undir prófið fyrir lögmannsréttindin, sem var hörkuvinna, en ég tók mér stutt hlé til að sjá félagana spila úrslitaleik deildabikarsins gegn Middlesborough á Millennium Stadium,“ segir Guðni og lýsir hvernig honum leið við áhorfið. „Ég var nú meiri vitleysingurinn að taka þessa ákvörðun, að vera hér að þvæla mér í gegnum þessar yndislegu lagaskruddur í stað þess að leiða liðið mitt út fyrir framan áttatíu þúsund manns á stórleikvangi í bikarúrslitaleik. Svona er þetta,“ segir Guðni að lokum.

Við fengum Guðna til að velja draumalið sitt skipað leikmönnum sem hann spilaði með á ferlinum. Íslendingar eiga þar tvo fulltrúa í bland við erlendar stórstjörnur.

Á bekknum : Birkir Kristinsson, Eiður Smári, Peter Beardsley, Arnór Guðjohnsen, Sævar Jónsson, Atli Eðvalds og Per Frandsen. „Ég verð líka að setja mig á bekkinn sem

spilandi stjóra,“ segir Guðni og brosir.

Page 10: Stúdentablaðið - febrúar 2015

10

Stefanía dóttir Páls, nemi í heimspeki, vildi færa Háskólanum málverk að gjöf. Fannst henni enginn annar en Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, koma til greina til þess að veita gjöfinni viðtöku. Þrátt fyrir nokkrar heimsóknir og enn fleiri tölvupósta hefur rektor ekki enn tekið á móti gjöfinni. Gjöfin er flennistórt málverk af píku.

„Ég byrjaði að taka eftir listaverkum af berrössuðum körlum hér og þar á Háskólasvæðinu en sá aldrei verk af nöktum konum. Mér fannst eiginlega bara sniðugt að reyna að stemma stigu við þessu og mála olíuverk af píku sérstaklega handa HÍ,” segir Stefanía.

Skrifstofudömur fóru hjá sérStefaníu fannst eins og gjöf hennar væri á einhvern hátt óþægileg fyrir Kristínu og hennar starfslið. „Þegar ég mætti með verkið á rektorsskrifstofu, búin að hringja á undan mér og alles, voru viðbrögðin svolítið skopleg. Mér fannst eins og skrifstofudömurnar hefðu farið hjá sér. Frú rektor kom reyndar fram og sá málverkið og þakkaði

mér fyrir að hugsa hlýlega til skólans. Síðan þurfti hún skyndilega að drífa sig á fund og tók ekki við gjöfinni.“

„Maður veit ekki hvar aðrir eru á tepruskalanum“Stefanía vill ekki gefast upp en útilokar ekki að finna píkunni stað ef rektor veitir henni ekki viðtöku. „Kannski hitti ég bara svona illa á. Þær lofuðu samt að hafa samband en ekkert hefur heyrst frá þeim . Kannski hefði ég átt að hylja verkið í stað þess að leyfa píkunum að stara blákalt framan í þær. Maður veit víst aldrei hvar aðrir eru á tepruskalanum. Ég bíð bara eftir svari við tölvupóstunum mínum. Ég vil samt alls ekki gera lítið úr önnum Kristínar. Hún hefur líklega margt á sinni könnu og að minni hálfu ríkir 100% friður og kærleikur í hennar garð. Kannski finn ég verkinu bara sjálf góðan stað innan HÍ ef enginn hefur tíma til að taka við því.“ Þess má geta að Kristín svaraði ekki tölvupósti Stúdentablaðsins um málið.

Rektor hunsar píkuna

10

Stúdentablaðið febrúar 2015Stúdentablaðið mars 2015

Daníel Geir Moritz

Mynd: Aníta Björk

Page 11: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

11

Háskólagangur eins og listgalleríEkki er víst hvort allir geri sér grein fyrir þeim mikla fjölda listaverka sem eru á Háskólasvæðinu en þau fönguðu huga Stefaníu fyrir löngu. „Mér finnst listaverk Háskólans til fyrirmyndar. Skólinn á svo mörg verk sem fá að njóta sín hér og þar á Háskólasvæðinu. Vissuð þið til dæmis að á ganginum á kjallarahæð Aðalbyggingarinnar eru svo mörg málverk að það er engu líkara að maður sé staddur í listagalleríi?“

Sköp eru snilldAðspurð hvort píkur séu Stefaníu sérstakt hugðarefni stóð ekki á svörum. „Sköp eru snilld. Upphaf lífs og kannski líka endir. Stundum held ég að konur geri sér ekki almennilega grein fyrir mættinum sem felst í því að eiga kvenkynfæri. Tæknilega séð gætum við bundið enda á tilvist mannkyns.“

En tilvist píkunnar er ekki bara dans á rósum að sögn Stefaníu. „Mér finnst annars ótrúlega leiðinlegt hvað það er illa farið með píkur í heiminum. Vissirðu að um 90% kvenna í Egyptalandi eru umskornar? Og 97-98% í bæði Sómalíu og Gíneu? Það er ekki kúl.“

Page 12: Stúdentablaðið - febrúar 2015

12

Stúdentablaðið mars 2015

Jónsa í Svörtum fötum þarf varla að kynna á Íslandi en hann vakti athygli sem söngvari popphljómsveitarinnar Í svörtum fötum árið 1999 og er síðan þá orðinn landsmönnum kunnur sem söngvari, leikari, poppari og skemmtikraftur. Fullu nafni heitir Jónsi Jón Jósep Snæbjörnsson og er fæddur 1. júní á Akureyri árið 1977.

Hann gekk í Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann kláraði stúdentspróf, áður en hann hélt suður til Reykjavíkur. Þar vann hann á leikskóla, lærði söng í FÍH og árið 1998 kom hann fyrst fram í söngleik. Ári síðar stofnaði hann hljómsveitina Í svörtum fötum, en hún hefur gefið út fjórar hljómplötur og þrjá DVD diska. Jónsi hefur auk þess gefið út eina sólóplötu, leikið í átta leiksýningum og einni bíómynd og keppt tvisvar sinnum fyrir hönd Íslands í Eurovision. Jón Jósep býr núna í Hafnarfirði með eiginkonu sinni og tveimur börnum, stundar meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnur fullt starf sem flugþjónn hjá Icelandair.

„Ég er í mannauðsstjórnun og er að bæta því ofan á sálfræðinám úr HR. Grófa ástæðan fyrir því af hverju ég er í námi er einfaldlega sú að atvinnumarkaðurinn biður alltaf um það að við séum með meistaragráðu

í dag. Eftir þetta margumrædda hrun, sem ég nenni nú ekki að ræða mikið lengur, þá jókst menntunarkrafan fyrir mörg þeirra starfa sem mig langar til að vinna. Og þar af leiðandi endaði ég á að fara í meistaranám þegar ég var búinn með sálfræðina. Mér fannst það bara ágætis hattur ofan á sálfræðina.“

„Hjónabandsráðgjafinn“ Jón Jósep SnæbjörnssonJóni Jósep þótti mannauðsstjórnunin vera eðlilegt framhald. „Ég hef unnið með mörgu fólki. Mér finnst ég hafa þá reynslu úr tónlistinni. Plús það að ég held að ég hefði ofboðslega litla tiltrú frá almenningi ef ég færi í það að vera klínískur barnasálfræðingur.“ Hann hlær. „Ég held að það sé ekki góð hugmynd. Ímyndaðu þér bara popparanafn og settu á undan barnasálfræðingur eða hjónabandsráðgjafi. Það finnst mér ekki virka vel.“

Outlook bjargar málunumAðspurður hvernig það gangi að samræma tónlistina og námið, stendur ekki á svörum.

Stjörnur á skólabekkHáskóli Íslands státar af mörgum áhugaverðum og glæsilegum nemendum. Sumir þeirra eru þjóðþekktir, eins og þau Jónsi í Svörtum fötum og Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona.

Silja Hrund Barkardóttir

Myndir: Adelina Antal

Page 13: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

13

„Mjög vel með aðstoð Outlook,“ segir Jón Jósep. „En ég er þræll dagbókarinnar – algjörlega. Ég mæti ekki á neinn stað nema fá fundarboð.“Aðspurður hvað sé í gangi hjá honum í tónlistinni þessa dagana svarar hann: „Ég er ekki að stunda neina sprotastarfssemi í tónlist. Ég sit á þeim góða stað að geta ráðið því hversu mikið ég vinn við tónlist. Ég er líka fastráðin „flugfreyja“ hjá Icelandair og á tvö börn, á unglingsaldri annars vegar og 9 ára hins vegar, þannig að það er í mörg horn að líta hjá mér. Ég er ekki að semja neina tónlist núna, spila frekar á gítar þegar mér dettur í hug, verandi trúbador og hugsanlega skemmtikraftur. Ég er í hljómsveitinni Í svörtum fötum og spila í henni af og til og tek bara að mér hin og þessi verkefni.

Ég get núna í dag sagt oftar nei en já, sem er yndislegt, af því ég vann allar helgar frá 1999 til 2006.“ Núna hugsar hann sig aðeins betur um. „Ja, ég fékk kannski fjórar helgar í frí á ári. Og þá er yndislegt að geta líka bara vaknað með fjölskyldunni um helgar. Þannig að ég er svona meira að dekra við mig og mína núna. Annars missi ég bara af fjölskyldunni, af börnunum mínum og konunni minni. Og því miður, þá er fjölskyldan mín mér bara dýrmætari en tónlistin.“

Eva María Jónsdóttir er landsþekkt fyrir margvíslega aðkomu að sjónvarpi og útvarpi sem dagskrárgerðarkona, höfundur, stjórnandi, kynnir og spyrill . Eva María byrjaði tvítug í Háskólanum og kláraði eitt ár í bókmenntafræði áður en hún fór til Parísar

sem Erasmus-stúdent og lauk ári í bókmenntafræði þar. Þegar hún kom aftur heim ætlaði hún að ljúka námi en fékk þá vinnu sem skrifta hjá Sjónvarpinu. Eva María var úti á vinnumarkaðnum næstu árin en hún hefur unnið sem dagskrárgerðarkona á RÚV frá árinu 1993. Andlit hennar hefur sést í kvikmyndunum 101 Reykjavík, Dís og XL. Hún var höfundur þáttanna Stutt í spunann, dagskrárgerðarmaður í Kastljósi, Gettu betur og Söngvakeppni sjónvarpsins, svo eitthvað sé nefnt, og ekki aðeins verið tilnefnd til Edduverðlauna heldur einnig unnið þau.

Það liðu heil 16 ár frá því Eva María skráði sig fyrst í BA-nám í bókmenntafræði þar til hún útskrifaðist haustið 2007, en námskeiðin sem þurfti til að ljúka náminu vann hún upp meðfram vinnu og barneignum. Eva María á núna fjögur börn, en með hverju barninu sem hún hefur eignast hefur hún skráð sig í námskeið í Háskólanum. Þegar hún skrifaði BA-ritgerðina jókst áhugi hennar á miðaldabókmenntum. Hún sá fram á, þegar barn númer fjögur var komið og 3 stjúpbörn höfðu bæst í hópinn, að það gæti orðið erfitt að fara beint að vinna aftur eins og venjulega eftir fæðingarorlof. Skráði hún sig þá í framhaldsnám í miðaldafræði með áherslu á íslenskar bókmenntir.

Tengingar á milli íslenskra og evrópskra miðaldabókmennta„Það sem heillaði mig við þetta nám var að geta einbeitt mér alveg að miðaldabókmenntum okkar Íslendinga og tengja það síðan við bókmenntahræringar annars staðar í Evrópu á miðöldum. Ég hef kannski mestan áhuga á bókmenntunum en eftir að ég fór í námið kviknaði líka áhugi á handverkinu sem handritin eru. Föndrið sem þarf að vinna til þess að búa til eitt skinnhandrit er alveg gríðarlegt. Þannig að það voru kannski bókmenntirnar sem drifu mig áfram, en miðaldamenningin

almennt og að reyna að setja sig í spor fólks sem var uppi á þessum tíma er mjög gefandi.“

Aðspurð hvort það hafi alltaf staðið til að mennta sig í miðaldafræðum fer Eva María að hlæja. „Nei, ég ætlaði aldrei að gera þetta. Ég ætlaði bara að vinna í tapað-fundið í sundlaugunum. Þetta er mjög langt frá því.“ En hvernig gengur að samræma dagskrárgerðina og námið? „Mér finnst það ekkert sérstakt að vera alltaf að reyna samræma – og það líka á risastóru heimili. En kosturinn er sá að eftir því sem maður hefur fleiri hnöppum að hneppa, því mun betur neyðist maður til að skipuleggja sig.“

Les miðaldasögur fyrir börninEva María vinnur að ýmsu samhliða framhaldsnáminu og barnauppeldinu. „Ég er að taka viðtöl fyrir Viðtalið, sem Bogi Ágústsson hefur verið með um árabil og fékk síðan fleiri fréttamenn og dagskrárgerðamenn til liðs við sig. Ég tek bara eitt og eitt viðtal. Það þarf að undirbúa það, taka það, klippa það, lesa það og kynna það. Síðan er ég að ljúka upptökum á stuttri viðtalsþáttaröð fyrir RÚV. Þannig að ég hef greidd störf í lágmarki.“

Aðspurð hvort dagskrárgerðin og námið tvinnist eitthvað saman og hvort reynslan úr atvinnulífinu komi að góðum notum við námið svarar hún: „Ég myndi segja að hún þvældist svolítið fyrir bara af því það er svo mikill hraði og mikið „hvað er að gerast núna?“ og „hvað er að frétta?“ í dagskrárgerð og fjölmiðlum. Það er ekkert sérstakt að vera að fara aftur til miðalda; þar er allt við það sama og frá tímanum liggja fyrir ákveðnar heimildir og það er ekkert að breytast hratt. Það eru auðvitað unnar mikilvægar rannsóknir – en framfarir í miðaldafræðum eru kannski ekki hraðar miðað við framvinduna sem ég er vön úr fjölmiðlum,“ segir Eva María.

„Þannig að ég myndi frekar segja að námið nýtist manni í vinnunni heldur en vinnan í náminu eða reynslan úr vinnunni. Hins vegar nýtist námið mér mjög vel í uppeldi barna af því þar er svo mikið efni frá þessum tíma sem maður getur deilt með þeim og þau geta haft áhuga á. Margar af þjóðsögunum eiga rætur allt til miðalda. Það er því rosa gaman að lesa fyrir börnin núna.“

Page 14: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

14

Anna Margrét Gunnarsdóttir útskrifaðist í október með B.S. -gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðs- og alþjóðaviðskipti. Lokaverkefni hennar vakti mikla athygli þar sem hún tók hinn vinsæla samfélagsmiðil Instagram fyrir og greindi út frá markaðsfræði.

„Orðið á götunni“Ritgerðin fangaði athygli fjölmiðla og fjallað var um hana og niðurstöður hennar hjá mörgum af helstu miðlum landsins. Segja má að orðið á götunni hafi fætt af sér hugmyndina að lokaritgerð Önnu Margrétar.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á markaðstóli sem kallast „word-of-mouth“ en það virkar á svipaðan hátt og það sem við köllum „orðið á götunni.“ Við berum á milli okkar upplýsingar og skoðanir um vörur og þjónustu, yfirleitt í samtölum við vini eða fjölskyldumeðlimi. Word-of-mouth er afar kröftugt markaðstól þar sem viðskiptavinir eru sjálfir að markaðssetja vöru eða þjónustu án þess að fá fjárhagslega eða efnislega umbun.“

Óteljandi myndirInstagram er þekktur miðill sem notaður er af hundruðum milljónum manna um heim allan. Myndir sem deilt hefur verið með Instagram eru rúmlega tuttugu billjónir. Fjöldinn er yfirþyrmandi mikill og varpar ljósi á þann breiða hóp sem Instagram nær til.

„Ég hafði þá kenningu að Instagram gæti talist word-of-mouth miðill og að hann hentaði vel fyrir slík samskipti. Auður Hermannsdóttir, leiðbeinandinn minn, benti mér á að þetta væri áhugaverður þáttur til að skoða í ritgerðinni og í sameiningu ákváðum við að ég myndi skoða hvaða áhrifavaldar væru að spila inn í þegar fólk deildi myndum af vörum og þjónustu á Instagram.“

Niðurstöður rannsóknarinnar„Aðalniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að fólk deilir myndum á Instagram því það telur að fylgjendur þeirra hafi áhuga og gaman af því að sjá myndirnar. Ástæðan fyrir því að þátttakendur deildu myndum af vörum og þjónustu á Instagram var að þeir voru ánægðir með vöruna eða þjónustuna og vildu gefa fylgjendum sínum góð ráð. Þetta eru mjög áhugaverðar niðurstöður sem benda til þess að Instagram sé góður miðill til að mæla hvort vara eða þjónusta sé að fá jákvæð viðbrögð.“

Anna Margrét notaði sitt eigið tengslanet í rannsókninni og þátttakendur hennar endurspegluðu að nokkru leyti hana sjálfa.

„Úrtakið mitt hafði mikil áhrif á úrvinnslu gagnanna og seinna meir niðurstöðurnar og túlkun þeirra. Niðurstöðurnar verður að skoða með þátttakendur rannsóknarinnar

í huga og því er erfitt að ætla túlka þær sem niðurstöður fyrir alla Instagram notendur á Íslandi. Þær gefa hugsanlega góða mynd af hópnum ungar, háskólamenntaðar konur og hvernig þær nota miðilinn Instagram í word-of-mouth tilgangi.“

„Let’s take a selfie“Instagram er fullkominn vettvangur fyrir sjálfsímyndunarsköpun og því kjörinn fyrir sjálfsmyndir eða „selfies.“ Besta myndin af tuttugu teknum, besta sjónarhornið og fullkomin lýsing með aðstoð Earlybird eða X-pro II getur seint misheppnast.

„Titill ritgerðarinnar „Let’s take a selfie“ er dálítið misvísandi fyrir ritgerð um Instagram og markaðstólið word-of-mouth. Let me take a selfie er vísun í lag sem var feikilega vinsælt snemma á árinu 2014 en mér þykir lagið alveg sérstaklega leiðinlegt. Þegar kom að því að senda út spurningalistann ákvað ég að setja inn eina spurningu um selfies, aðallega því mér fannst það forvitnilegt að vita hversu margir viðurkenndu að iðka slíkar myndatökur. Þrátt fyrir nafnleynd í könnuninni voru afar fáir sem sögðust taka selfies. Ég hef þó óstaðfestar kenningar um að mikið fleiri taki sjálfsmyndir. Ég tek að minnsta kosti sæg af sjálfsmyndum og skammast mín ekkert fyrir það. Enda engin ástæða til þess; Frida Kahlo málaði sjálfsmyndir, má ég þá ekki taka selfies?“

Frida Kahlo málaði sjálfsmyndir, má ég þá ekki taka selfies?

Ragnheiður VignisdóttirMynd: Adelina Antal

Page 15: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

15

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

140

694

HAPPDRÆTTIHÁSKÓLA ÍSLANDSvænlegast til vinnings

AKK FYRIRSTUÐNINGINN

Í 80 ÁR!Happdrætti Háskóla Íslands fagnar nú 80 ára afmæli en fyrsti útdráttur fór fram í Iðnó þann 10. mars 1934.

Frá upphafi hefur happdrættið verið órjúfanlegur þáttur í uppbyggingu háskóla í fremstu röð. Með þátttöku

sinni hafa viðskiptavinir fjármagnað 22 byggingar Háskóla Íslands, ýmis tækjakaup, viðhald og rannsóknarstarf.

Blómstrandi samfélag vísinda og fræða nýtur góðs af á hverjum degi.

Við þökkum viðskiptavinum okkar ómetanlegan stuðning og samfylgd í 80 ár.

Page 16: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

16

Námsfyrirkomulag er talsvert frábrugðið milli deilda innan Háskóla Íslands en deildirnar eru sjálfstæðar einingar sem falið er að ákvarða hvernig álagi er dreift yfir misserið. Á Hugvísindasviði hefur skapast hefð fyrir því að brjóta upp misserið með kennslulausri viku, svokallaðri verkefnaviku. Sambærilegt fyrirkomulag er einnig við lýði á sumum námsbrautum Félagsvísindasviðs, til að mynda lögfræði, mannfræði og safnafræði. Nemar á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og Heilbrigðisvísindasviði fá fyrir vikið fleiri kennsluvikur á misserinu en hug- og félagsvísindanemar sem hins vegar njóta góðs af því að fá stutt frí sem gæti nýst til upplesturs eða verkefnavinnu. Upplifun nemenda á verkefnavikunni er af ólíkum toga og er rík ástæða til að kanna hvort breytingar á núverandi fyrirkomulagi myndu bæta kennsluna.

Ekki frívika – en þó engin kennslaSamkvæmt Ásdísi Guðmundsdóttur, kennslustjóra Hugvísindasviðs, er verkefnavikan fyrst og fremst liður í því að bæta skólastarfið og skapa svigrúm fyrir nemendur og kennara. „Verkefnavikan á sér 10–20 ára sögu og því má segja að hún sé orðin töluvert rótgróinn hluti skólastarfsins. Tilgangurinn með henni er kennslufræðilegur og á að skapa bæði kennurum og nemendum svigrúm. Nemendur fá tíma til þess að lesa, vinna verkefni og kafa dýpra í námsefnið. Þess ber að geta að verkefnavikan er alls ekki hugsuð sem frívika heldur er hún hugsuð til þess að hafa fjölbreyttara námsmat og vinnulag og kemur í veg fyrir að námið verði eintóna,“ segir hún.

Eitt misseri á Hugvísindasviði er samkvæmt kennsluskrá fimmtán vikur, að meðtöldu tveggja vikna prófatímabili og verkefnavikunni.

Þannig eru kenndar vikur alls tólf talsins. Til samanburðar eru kenndar vikur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði yfirleitt fjórtán og þar gætir verkefnaviku ekki við. Því eru kennsluvikur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði að jafnaði tveimur fleiri en gengur og gerist á Hugvísindasviði. Ástæðan fyrir þessu ósamræmi eru ólíkar áherslur milli deilda. „Hér í Háskóla Íslands eru deildirnar akademískar einingar og í raun ræður hver deild fyrir sig sínu fyrirkomulagi,“ segir Ásdís. Þess ber einnig að geta að kennarar geta hagað því þannig að hlutapróf lendi á þessum tíma eða í kringum hann. Það er þó miðað við að ekki sé kennt í þessari viku og því um undantekningartilvik að ræða.

Eðlismunur milli raunvísinda og hugvísindaAðspurð fullyrðir Guðrún Helga Agnarsdóttir, kennslustjóri Verkfræði- og náttúruvísindadeildar, að ástæðan fyrir því að engrar verkefnaviku njóti við í deildinni sé einfaldlega að enginn tími gefist til þess að fella niður kennslu. „Hér áður fyrr var misserið fimmtán vikur, ásamt prófatíð, en fyrir nokkrum árum var það skert um eina viku. Auk þess er mjög mikið um verklega kennslu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og nýta þarf húsakynnin til hins ítrasta. Við álítum að ekki sé hægt að fórna kennslu í heila viku því álagið er einfaldlega of mikið. Ef við færum að skera kennsluna niður þá myndi slíkt bitna á náminu. Við teljum að nemar þurfi að fá alla þessa kennslu til þess að geta kallað sig verkfræðing, stærðfræðing eða líffræðing,“ segir hún. „Við reyndum þetta að vísu í smækkaðri mynd haustið 2013 (frí var gefið frá kennslu frá föstudegi til mánudags) en það gekk mjög illa og starfsemin fór meira og minna á hliðina.“ Þess má geta að tvær námsbrautir á Verkfræði-

og náttúruvísindasviði hafa stundum verkefnaviku á kennslualmanaki sínu en þetta eru landfræði og ferðamálafræði. Guðrún segir að innan þessara námsbrauta hafi verkefnavikan gefist nokkuð vel enda eru þessi fög ef til vill skyldari félagsvísindum en raunvísindum. Að sama skapi segir Ásdís, kennslustjóri Hugvísindasviðs, að verkefnavikan sé í „anda hugvísindanna“ og að andrými til djúprar rýni sé nauðsynlegt í þeim kima fræðanna. Það er því ljóst að eðlismunur milli raunvísinda og hug- og félagsvísindanna hefur talsvert að segja í þessu samhengi.

Nemendur á öndverðum meiðiBæði Ásdís og Guðrún Helga telja að nemar Háskóla Íslands séu afar ólíkir innbyrðis og misjafnlega virkir og duglegir námsmenn. Því hlýtur að teljast eðlilegt að viðhorf nemenda til verkefnavikunnar skulu vera af ólíkum toga. Slíkt hefur þó ekki verið kannað formlega.

Eflaust eru þeir ófáir nemarnir sem myndu gjarnan vilja fá að njóta góðs af kennslulausri viku til þess að vinna upp eða einfaldlega pústa aðeins. „Ég tel að ef verkefnaviku nyti við í sálfræðinni þá myndi það breyta öllu fyrir mig. Það vill oft vera þannig að verkefnin hrannast upp á sama tíma og það væri gott að geta lesið upp ef maður hefur dregist aftur úr, eða jafnvel veikst,“ segir Hilma Rós Ómarsdóttir, grunnnemi í sálfræði. Hins vegar eru ekki allir sammála um að yfirleitt sé þörf á verkefnavikunni. Aðspurður segir Daði Þór Pálsson, grunnnemi í ensku, að það sé fínt að fá frí en það nýtist honum ekki endilega námslega séð. „Ég ætla bæði að læra smá og leika mér smá í verkefnavikunni. Ég er vanur því að læra jafnt og þétt yfir misserið og þess vegna finnst mér að þessi verkefnavika þyrfti ekki endilega að vera til staðar.“

Óþarfi eða nauðsyn?

VerkefnavikanNína Hjördís Þorkelsdóttir

Page 17: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

17

Ekkert er meitlað í steinSamkvæmt alþjóðlegu viðmiði er misseri í háskóla um það bil 14–20 vikur þótt slíkt sé auðvitað breytilegt eftir menntastofnunum. Misserið á Hugvísindasviði er fimmtán vikur að meðtaldri kennslulausri verkefnaviku og tveggja vikna prófatíð. Ef til vill kunna nemar sem fá kennslufrí í verkefnaviku því að spyrja sig hvort mögulega sé verið að snuða þá um kennslu, sérstaklega í ljósi þess að kenndar vikur á öðrum sviðum eru fleiri. Þótt margir séu eflaust sammála þeirri staðhæfingu að andrými og djúp rýni skuli vera í „anda hugvísindanna“ má þó ekki vanmeta mikilvægi kennslu og fyrirlestra.

Það er þó ekki þar með sagt að fella þurfi niður verkefnavikuna enda eru margir ánægðir með hana. Hins vegar væri hægt að grípa til ýmissa ráða til þess að halda í þrettán kenndar vikur. T.a.m. væri hægt að

hefja kennslu fyrr á misserinu, þ.e. á sama tíma og flestar námsbrautir innan Verk- og náttúrufræðisviðs og Heilbrigðisvísindasviðs. Þannig myndu kennsluvikurnar verða þrettán að verkefnavikunni frátalinni.

Samkvæmt Ásdísi snýst verkefnavikan að vissu leyti um fjölbreytt námsmat og í ljósi þess væri hægt að velta upp möguleikanum á því að verkefnavikan yrði nýtt til óhefðbundnari kennslu, s.s. málstofur, örnámskeið eða hópaverkefni. Slíkt tíðkast til dæmis í Listaháskóla Íslands en Ásdís segir að þetta hafi verið reynt í guðfræðideildinni. „Við prófuðum að hafa málstofur og málþing í verkefnavikunni eitt árið en því miður var mæting ekki eins góð og ætla mætti. Við höfðum það á tilfinningunni að verið væri að losa fólk úr einu prógrammi til þess að setja það í annað og það gafst einfaldlega ekki vel.“

Það er hins vegar ljóst að til þess að hámarka gæði námsins þurfa nemendur að vera gagnrýnir og vel vakandi gagnvart ríkjandi kennsluháttum. Í Háskóla Íslands er leitast við að veita nemendum áheyrn og skólayfirvöld reyna að vera opin fyrir hugmyndum um breytingar. „Þótt verkefnavikan myndi ekki henta núverandi fyrirkomulagi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði er ekkert meitlað í stein og við verðum að vera opin fyrir viðhorfum nemenda í garð kennslufyrirkomulagsins,“ segir Guðrún Helga að lokum.

Hvað finnst þér um verkefnavikuna?

Sendið okkur línu á

[email protected]

eða á Facebook-síðu okkar,

www.facebook.com/studentabladid

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) býður upp á þríþætta þjónustu, námsráðgjöf, starfsráðgjöf og sértæka þjónustu.

Í starfsráðgjöf er verið að upplýsa, fræða og aðstoða stúdenta við að efla færni sína til að koma sér á framfæri á atvinnumarkaðnum. Stúdentar geta undirbúið atvinnu-þátttöku sína með margvíslegum hætti og er mikilvægt að hafa skýra sýn á það hvernig hver og einn vill byggja upp starfsframa sinn og starfsþróun.

NSHÍ býður upp á dagskrá dagana 2. - 6. mars sem

getur aðstoðað stúdenta við að fara út á vinnumarkaðinn hvort sem um sumarstarf eða starf að lokinni útskrift er að ræða. Dagskráin samanstendur af kynningum sem gagnast stúdentum í atvinnuleit. Fjallað verður

um gerð ferilskrár, hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir atvinnuviðtal og koma fram, ásamt því að upplýsingagáttin 10 Minutes With (10MW) verður kynnt. 10MW er fræðslugátt sem stúdentar Háskóla Íslands hafa frían aðgang að til að fræðast um fjölbreytt störf á heimsvísu auk þess sem alþjóðleg fyrirtæki auglýsa laus störf til umsóknar.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar á vefsíðu NSHÍ: www.nshi.hi.is

NSHÍ hvetur alla stúdenta til ad kynna sér dagskrána dagana 2.- 6. mars og taka þátt. Verið velkomin!

Starfsráðgjöf - stígðu fyrstu skrefin í átt að starfsframa

Jónína Ólafsdóttir Kárdal Náms- og starfsráðgjafi í HÍ.

Page 18: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

18

Háskóli Íslands hefur verið talsvert í fréttum á undanförnum árum hvað varðar vinsældir ákveðinna fræðigreina, til að mynda hagfræði og lögfræði. Nemendur sem sitja stór námskeið hafa fært í tal hvernig of hár fjöldi nemenda getur komið niður á gæðum náms og kennslu. Þessi umræða er vissulega brýn en ekki eiga allar deildir við Háskólann við þennan vanda að etja heldur fullkomna andstæðu hans, það er fámenni á ákveðnum námsleiðum. Sú deild sem á líklega helst undir högg að sækja er Deild erlendra tungu-mála, bókmennta og málvísinda (DET).

Háskóli Íslands er eina stofnun landsins sem býður upp á tungumálanám á háskólastigi. Norðurlandamálin eru kennd, ásamt ensku, frönsku, grísku, ítölsku, japönsku, kínversku, latínu, rússnesku, spænsku og þýsku. Það ætti að vera óþarfi að taka fram að góð tungumálakunnátta og menningarlæsi eru ómissandi fyrir samfélagið. Aukin alþjóðasamskipti og vaxandi ferðaþjónusta eru nærtækustu dæmin þar sem þörf er á tungumálafólki, svo ekki sé minnst á mikilvægi þýðinga á öllum sviðum samfélagsins.

En hvert er vandamálið vegna fárra nemenda? Er það ekki bara kostur þar sem hver nemandi fær meiri athygli frá kennurum og

hópurinn verður þéttari en ella?Sú staða hefur oftar en ekki

komið upp að námskeið innan DET hafa verið felld niður en það veldur nemum töluverðum vandræðum í námi. Á þó nokkrum námsleiðum innan deildarinnar er ekki hægt að ljúka 180 ECTS einingum nema farið sé í skiptinám. Það að fara í skiptinám getur hins vegar reynst mörgum torvelt og má þar sérstaklega nefna fjölskyldufólk.

Helsta ástæða niðurfellingar námskeiða er sú að Háskólinn styðst við þá almennu reglu að ef skráðir nemendur námskeiðs eru færri en fimm er það lagt niður og ef nemendur eru á bilinu fimm til tíu er námskeiðinu breytt í leskúrs (þá fer kennsla fram á helmingi færri tímum.) Háskólinn setur þessar reglur til þess að útgjöld og tekjur við hvert námskeið stemmi. Það gefur augaleið að þessi regla gerir ekki ráð fyrir námsleiðum innan DET, þar sem mörg námskeið ná nemendafjölda ekki upp í tilætlaða tölu. Fáeinar undantekningar hafa verið gerðar frá hinni almennu reglu Háskólans þegar erlend yfirvöld hafa kostað kennarastöður innan deildarinnar eða einfaldlega að kennarar hafi verið að gefa vinnu sína.

Nær allar námsleiðir Hugvísinda-sviðs eru skráðar í næst neðsta flokk reiknilíkans Háskólans. Í þeim flokki

er ekki reiknað með verklegri kennslu heldur einungis kennslu í formi fyrirlestra. Það þarf ekki að hugsa sig lengi um til að sjá að verklegir tímar eru grundvallaratriði í tungumálanámi og erfitt er að ímynda sér hvernig hægt er að læra tungumál fái maður ekki að beita því.

Vandamál af þessu tagi eru ekki einskorðuð við DET. Til eru dæmi víðsvegar af Hugvísindasviði þar sem námsbrautir þrífast illa vegna núverandi reglna Háskólans, sem taka engan veginn mið af fámennari námsbrautum eða þeim sem byggja að stórum hluta á verknámi. Hægt er að nefna fornleifafræði, íslensku sem annað tungumál og ritlist.

Já, kannski útskrifast bara einn úr rússnesku, tveir úr þýsku og þrír úr spænsku á hverju ári. En við viljum búa að slíkum mannauði í samfélaginu. Þessir aðilar geta fært okkur svo óskaplega margt. Háskóli Íslands verður að standa vörð um fámennari námsleiðir, fyrir eigið orðspor, fyrir stúdenta og fyrir samfélagið í heild.

Gylfi Björn Helgason og Elínborg Harpa Önundardóttir

Fulltrúar Röskvu í SHÍ af Hugvísindasviði.

(Tungu)mál(a)laus skóli? Staða fámennra námsbrauta á Hugvísindasviði

Page 19: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

19

#1Ég er orðinn geðveikt þreyttur á háskólatölvupóstinum. Flestir tölvupóstarnir sem ég fæ koma mér ekkert við og eru bara auglýsingar fyrir eitthvað sem mér er yfirleitt sama um. Það væri miklu betra ef maður væri bara með einhvers konar „news-feed” þar sem auglýsingarnar myndu bara rúlla og svo færu þeir póstar sem væru stílaðir á mann sjálfan persónulega í sérstakt hólf. Bara pæling.

#2Það er ruslapoki fastur uppi á einhverjum stólpa á efstu hæðinni í Odda. Ekki veit ég hvernig hann komst þangað eða af hverju en hann fer óstjórnlega í taugarnar á mér!

#3Stundum er allt of kalt í lessalnum á Þjóðarbókhlöðunni. Það er ekki hægt að hugsa þegar manni er kalt.

#4VRII er ljótur. Mér líður ekki vel þar.

HÁSKÓLATUÐIÐ

Ragnheiður Torfadóttir Franska:Til þess að læra tungumál er mjög mikilvægt að tala það. Ég hef á tilfinningunni að fjárskortur geri það að verkum að of lítil áhersla er lögð á talþjálfun. Kennarar fá ekki borgað fyrir að kenna nema lágmarksfjölda kennslustunda.

Una Emelía Árnadóttir Spænska:Vegna þess hve fáir eru að læra spænsku þá höfum við nemendur á öðru ári ekki endilega náð að fylla upp í fimm manna áfanga. Þetta eru oft skylduáfangar og okkur er þá gefinn sá kostur að velja áfanga sem ekki eru af brautinni okkar eða þá að vera í fjarnámi. Við fáum þar af leiðandi ekki sömu kennslu og við eigum rétt á. Kennararnir okkar hafa samt reynt að koma í veg fyrir þetta með t.d. færri kennslustundum á viku.

Guðjón Ingi Sigurðarson Ítalska:Nám í erlendum tungumálum snertir samfélagið að mörgu leyti. Tungumálakunnátta hefur að mínu mati aldrei verið jafn mikilvæg og opnar á mikla möguleika fyrir íslensk fyrirtæki. Það má heldur ekki gleyma því að um leið og maður lærir tungumál lærir maður menningu þess málsvæðis og sú þekking eykur víðsýni og bætir samfélagið.

Page 20: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

20

Ótalmörg fyrirtækjanöfn á Íslandi brjóta í bága við íslenskt málkerfi þar sem þau eru mörg hver erlend. Fyrirtækjanöfn hafa gríðarleg áhrif á samfélagið, jafnvel meiri en önnur nöfn þar sem þau eru notuð í markaðssetningu og birtast gjarnan í fjölmiðlum. Þessi nöfn eru því fyrir augum almennings daglega. Íslenska á undir högg að sækja í þessum efnum því svo virðist sem allt of mörgum finnist ekki nógu aðlaðandi eða líklegt til árangurs að nefna fyrirtækin sín íslenskum nöfnum.

Eiga að samrýmast íslensku málkerfiNafnið City Hotel sker sig ekki úr öðrum hótelnöfnum á Íslandi nú á dögum. Ótal hótel víða um bæ heita erlendum nöfnum, svo sem Grand Hotel, Reykjavík Lights Hotel og Nordica. Ákvæði laga um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð nr. 42/1903 um að fyrirtækjanöfn skuli samrýmast íslensku málkerfi má þó rekja til óánægju fólks með nafn hótelsins City Hotel árið 1958 (Þórhallur Vilmundarson, 1987). Þá lét almenningur í sér heyra og varð það til þess að ákvæðinu var bætt við lögin. Ekki þarf annað en að fletta í gegnum Fréttablaðið eða tímarit Smáralindar til að sjá að ákvæðinu um að fyrirtækjanöfn samrýmist íslensku málkerfi er ekki fylgt eftir. Dæmi eru um að fólk láti skrá gott og gilt íslenskt nafn í fyrirtækjaskrá en noti erlent nafn í rekstrinum. Fæstir hafa til dæmis heyrt um Veitingahúsið Álfabakki 8 sem þó er það sama og Broadway (Atli Týr Ægisson, 2005). Árið 1982 var bætt við lögin að atvinnustarfsemin ætti einnig að kallast nafni sem samrýmist íslensku

málkerfi en það hafði lítil áhrif. Ef til vill komast fyrirtæki upp með þetta, ólíkt mannanöfnum og örnefnum, þar sem nöfn þeirra eru yfirleitt hvorki talin persónuleg né menningararfur.

Ekki nógu nýtískulegFyrirtæki sem sinna ferðaþjónustu, en undir það falla veitingastaðir, hótel, gistiheimili, ferðaskrifstofur og flugfélög, heita ósjaldan nöfnum sem ekki aðlagast íslensku. Spyrja má hvernig standi á því. Ástæða þess að rekstraraðilar fyrirtækja velja þessi nöfn er líklega sú að þeir vilja höfða til ferðamanna, eiga auðveldara með að koma sér á framfæri erlendis og finnst nöfnin meira aðlaðandi, framandi og frumleg. Íslendingum finnst íslenskan ef til vill ekki nógu hentug sem viðskiptamál og sá þankagangur ríkir að enginn muni hafa viðskipti við fyrirtækið ef nafnið er ekki nógu nýtískulegt, það er að segja erlent.

Tungumálið breytir ekki merkingunniÁhugaverð könnun hefur verið gerð meðal starfsmanna verslana með erlend nöfn. Þar kom fram að minnihluti starfsmanna vissi hvað nöfn verslananna merktu (Atli Týr Ægisson, 2005). Vekur þetta upp spurninguna um það hvort merking nafna skipti ekki mestu máli. Tilhneiging Íslendinga til að nefna fyrirtæki erlendum nöfnum minnir á óskir fólks um að fá nýja og erlenda stafsetningu nafna samþykkta hjá mannanafnanefnd. Stafsetning á ekki að hafa áhrif á merkingu og gildi nafnsins. Að sama skapi ætti tungumálið sem nafnið er á ekki að breyta neinu. Vera má að nafn veitingastaðarins Rossopomodoro hljómi meira seiðandi en Rauður tómatur. Merkingin er þó hin sama á ítölsku og íslensku.

Vandamál og mögulegar lausnirEitt af vandamálunum við erlendu fyrirtækjanöfnin er að þau eru sjaldan beygð. Beygingarerfiðleikarnir eru greinilegir þegar kemur að nafni samansettu úr einu erlendu nafni og einu íslensku. Dæmi um slíkt blendingsnafn er Baugur Group (Haraldur Bernharðsson, 2009, bls. 64). Misjafnt er hvort fólk beygir einungis annað hvort nafnið eða hvorugt. Erfitt er að taka á alþjóðlegum keðjum þegar framfylgja á lögum um að nöfn skuli samræmast íslensku málkerfi. Möguleg málamiðlunarlausn væri ef til vill að hvert fyrirtæki hefði eitt íslenskt nafn og eitt erlent, samanber Flugleiðir og Icelandair. Þegar litið er til laga um mannanöfn nr. 45/1996 um að allir íslenskir ríkisborgarar skuli bera að minnsta kosti eitt íslenskt eiginnafn, virðist sjálfsagt að skylda öll fyrirtæki til að hafa að minnsta kosti eitt íslenskt nafn. Eins og það er í raun hagkvæmnismál að allir sem búa á Íslandi beri nafn sem Íslendingar geta auðveldlega sagt og skrifað virðist hið sama einnig eiga við um fyrirtækjanöfn.

Heimildir:Atli Týr Ægisson. (2005). Íslensk fyrirtækjanöfn. Mímir, 44 (50), 132-137.

Haraldur Bernharðsson. (2009). Íslenska til alls. Tillögur íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu samþykktar á Alþingi 12. mars 2009. Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Þórhallur Vilmundarson. (1987). Fyrirtækjanöfn. Í Ólafur Halldórsson (ritstjóri), Móðurmálið. Fjórtán erindi um vanda íslenskrar tungu á vorum dögum (bls. 107-113). Reykjavík: Vísindafélag Íslendinga, Háskóli Íslands.

Nöfn íslenskra fyrirtækja á „útlensku“

Karítas Hrundar Pálsdóttir

1. Ego dekor 2. Lemon 3. Dirty Burgers & Ribs 4. Cintamani 5. Snorri’s Guesthouse 6. Actavis7. The Laundromat Café 8. Casa 9. So On Iceland 10. Iceland Travel 11. Icelandair 12. Wow air

Fyrir augum almennings daglega

Page 21: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

21

LÓGÓ-LEIKURFyrir hvaða fyrirtæki á Íslandi stendur þetta merki?

Lóa Hjálmtýsdóttir

1. 2. 3. 4.

5. 6. 7. 8.

9. 10. 11. 12.

1. Ego dekor 2. Lemon 3. Dirty Burgers & Ribs 4. Cintamani 5. Snorri’s Guesthouse 6. Actavis7. The Laundromat Café 8. Casa 9. So On Iceland 10. Iceland Travel 11. Icelandair 12. Wow air

Page 22: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

22

Það besta

Ég fékk þig fyrst kysstá miðju Austurstræti.Síðan hef ég eftir sóstað sækja þig, sæti.

Þú ert það besta sem komið hefur fyrir mig.Ég vona að ég sé sú bestafyrir þig.

Hvers vegna er dagurinn svona lengi að líða?Af hverju er nóttin svona stutt?

Hver stund sem viðerum í sundur,er löng og leiðinleg.

Þú ert það besta sem komið hefur fyrir mig.Ég vona að ég sé sú bestafyrir þig.

Allt er á ferð og flugi,ekkert er kyrrt.Ég vil samt veraá einum stað.Bara með þér!

Þú ert það langbestasem komið hefur fyrir mig.Alltaf ég vona að við verðum saman þrjú.

Vignir Árnason

Lag handa pöbbum og pabbaskottum

Í æskunnar ólgusjóhve indælt var pabba hjá,hann öryggi okkur bjóog gamla hluti gerði hann sem nýja.

#Systir, manstu þá tíð;skriðu ponsuskott í pabbaholu hlýja.Manstu þá tíð;allt of margir dagar milli vaktafría.#

Bíltúr að bátahöfnberjaferð sérhvert haust,stangveiði og steinasöfn,og bíóferð á fimm vikna fresti.

#Systir, manstu þá tíð;margar ökuferðir upp í sveit með nesti.Manstu þá tíð;er til skiptis bar hann skottin sín á hesti.#

Um vetur í vondri tíð þegar vindurinn kinnar beitþá neri hans höndin blíðyl í litla, ískalda fætur.

#Systir, manstu þá tíð; dvöl hjá elsku pabba, laus við þras og þrætur. Manstu þá tíð;kúrðu ponsuskott við pabba skegg um nætu

Eva Hauksdóttir

Vetrarhríð

Fönnin hvíta fellur yfir frosna jörðu.Vindar vetrar tréin börðu. Visin standa í frosti hörðu.

Mánaskin á mjöll í myrkri hugann kætir.Fannhvít fegurð tungu vætir.Fennir að, í snjóinn bætir.

Vælir stormur, valdamiklar vindsins hviðurkonungs vetrar, kyngir niður.Kaldar falla tímans skriður.

Steinunn Rut Friðriksdóttir

Ritlistarkeppni – LagatextarStúdentar sendu inn fjölmarga lagatexta í ritlistarkeppnina að þessu sinni og þar sem þemað var lagatextar var leitað til Þorsteins Eggertssonar, eins merkasta textahöfundar Íslandssögunnar, til að dæma keppnina. Sem dæmi um texta eftir Þorstein eru Er ég kem heim í Búðardal, Gvendur á eyrinni, Slappaðu af, Söngur um lífið, Ég las það í Samúel, Þrjú tonn af sandi, Ég elska alla, Harðsnúna Hanna og Ástarsæla.

Þorsteinn valdi textann Það besta sem þann besta og er sigurvegari lagatextakeppninnar því Vignir Árnason. Þorsteinn hafði þetta um sigurtextann að segja: „Þessi texti er mér að skapi. Algerlega. Flestir kannast, að vísu, við svipaðar pælingar – en þær eru tímalausar og ná alltaf eyrum fólks. Þetta er líka þannig sett upp að það er langt frá því að vera útþvælt. Síðasta línan (sem gefur í skyn fjölgun mannkynsins) er frumleg og skilur söguna eftir með skemmtilega opinn endi. Þessi texti er líklegur til vinsælda.“

Við hjá Stúdentablaðinu óskum Vigni til hamingju með sigurinn og birtum hér sigurtextann ásamt tveimur öðrum sem heilluðu Þorstein sérstaklega.

Í verðlaun fær Vignir glaðning frá Ölgerðinni en í honum er m.a. að finna tvo kassa af Sólberti, spánýjum bjór úr smiðju Ölgerðarinnar. Sólberti líður best ef hann fær að kæla sig niður og þegar honum er hellt yfir klaka skrúfar hann sjarmann í botn.

Page 23: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

23

Leikritið Konubörn var frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 14. janúar síðastliðinn. Sex ungar og hæfileikaríkar konur standa að baki sýningarinnar sem slegið hefur í gegn. Að því tilefni skellti Stúdentablaðið sér í leikhús og tók tvær þeirra tali, þær Eygló Hilmarsdóttur og Sigurlaugu Söru Gunnarsdóttur.

„Þetta er sketsabyggð sýning. Það er enginn söguþráður sem endar og karakterinn deyr eða svoleiðis. Þetta eru margar litlar sögur eða móment úr lífi ungra kvenna. Þetta fjallar um það að vera stelpa, eða kona, eða barn. Að vera konubarn!“

Reynsluheimur ungra stúlknaSpurðar að því hvaðan hugmyndin að Konubörnum hafi komið svara Eygló og Sigurlaug Sara því að þær séu allar í leiklist og hafi viljað gera eitthvað tengt henni. Sigurlaug Sara var að vinna á Mary Poppins sýningunni í Borgarleikhúsinu en á þeirri sýningu var alltaf spilað lag sem heitir „Allt er hægt bara ef þú trúir á það.“„Ég varð alltaf mjög meyr þegar þetta lag var í gangi og ákvað að hafa samband við stelpurnar.“„Við ákváðum taka af skarið og prófa að búa eitthvað til sjálfar,“ segir Eygló. „Við fórum að tala um unglingsárin og þá kom upp endalaust af sögum. Okkur fannst það svo fyndið allt saman og hugsuðum með okkur að það væri gaman að gera úr því leiksýningu. Við vorum svolítið undir áhrifum frá Tinu Fey, Amy Poehler og Lenu Dunham því þær eru allar að skrifa sitt dót sjálfar út frá eigin reynsluheimi. Það er flott að hafa þannig fyrirmyndir og hugsa að við getum alveg skrifað eitthvað sjálfar þó að það sé ekki beint vegna þeirra sem við skrifuðum leikritið. Af hverju ættum við ekki að geta sagt frá því sem við erum að upplifa?“

Auknar vinsældir kvenkyns grínistaLeikkonurnar sóttu innblástur að hluta til erlendra grínista á borð við Tinu Fey, Amy Poehler, Lenu Dunham og Mindy Kaling. Þær litu einnig til Ilmar Kristjánsdóttur og Stelpnanna. „Fyrirmyndir eru mikilvægar sama hvaðan þær koma. Við stukkum svolítið í djúpu laugina með fullkomlega tómt blað. En við erum náttúrulega ekkert tómt blað. Við stelpurnar höfum lent í ýmsu. En húmorinn sjálfur er ekkert endilega sóttur til þeirra, þetta er bara okkar húmor. Bara eitthvað sem okkur finnst fyndið og höfum lent í og einmitt það að allur hópurinn hefur upplifað það sama er svo fyndið. Sannleikurinn er líka bara ógeðslega fyndinn og absúrd. Stelpur á okkar aldri, upp úr tvítugu, tengja örugglega lang best við þetta. Þetta er náttúrulega okkar reynsluheimur.“

Kvenkyns uppistandarar og grínistar hafa sótt í sig veðrið og verið meira áberandi síðustu ár og eru Eygló og Sigurlaug Sara báðar sammála því. „Það er ótrúlega margt að gerast. Ég meina, við erum að gera þetta. Svo er Saga Garðars náttúrulega að gera fullt,“ segir Eygló. Sigurlaug Sara bætir við: „Ég man að hún var með uppistand á Næsta bar og að ég hugsaði, já, eru stelpur með uppistand? Ég var virkilega meðvituð um það að stelpur væru með uppistand en núna er það ekki jafn áberandi þó það sé svona stutt síðan. Það er hellingur að gerast. Stelpur og konur eru að fara í gang. Það eru að verða til fyrirmyndir og þegar það gerist þá fer boltinn að rúlla.“

BoðskapurStelpurnar segjast ekki hafa lagt upp með það í byrjun að í Konubörnum ætti að vera boðskapur, heldur megi áhorfendur draga úr sýningunni það sem þeir vilja.

„Það er alltaf rosalega mikil

krafa þegar konur skrifa að vera með boðskap og að vera pólitískt rétt. Það er ekkert endilega neinn boðskapur, við erum bara að segja sögur. Björk <leikstjóri Konubarna> sagði að þegar hún leikstýrði sýningu fyrir áramót með þremur strákum sem hét Heili, hjarta, typpi að þeir hefðu mjög sjaldan ef ekki aldrei fengið spurningu um hvort það væri einhver boðskapur. En síðan fá stelpur alltaf: Hvað eruð þið að segja með þessu? Stelpur eiga alltaf að vera í einhverri baráttu. Það er fullt af ádeilum þarna og mikið sem við erum að hugsa. Í rauninni er sýningin kannski svolítið um hver séu réttu skilaboðin. Ert þú að gera það sem er rétt? Ert þú góður femínisti? Femínismi er svo stórt hugtak. Maður er aldrei verri femínisti en annar þó svo að maður hafi ólíkar skoðanir. Það sem við erum að gera, sex stelpur að skrifa sýningu um stelpur, er bara mjög róttækt í sjálfu sér. Bara það að þora og gera það. Við viljum ekki segja að það séu einhver ein rétt skilaboð. Þetta er bara eitthvað sem okkur langar til að gera.“

Hvað kemur næst?Konubörn hafa fengið mjög góðar viðtökur og segjast Eygló og Sigurlaug Sara báðar vilja gera meira þótt þær séu ekki vissar um hvort eða hvenær það verði. „Við erum allar mjög hugmyndaríkar og höfum mjög mikið af plönum og draumum. Vonandi gerum við eitthvað einhvern tímann saman af því að við erum allar geðveikt skemmtilegar en við vitum það ekki. Kemur í ljós!“

Leikstjóri: Björk JakobsdóttirHöfundar og leikarar: Ásthildur Sigurðardóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Þórey Birgisdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir.

„Við stelpurnar höfum lent í ýmsu“

Karólína Ósk Þórsdóttir

Mynd: Stefán Karlsson

Page 24: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

24

Page 25: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

25

Snjólaug Lúðvíksdóttir, uppistandari og handrits- höfundur, er konan á bak við uppistandskvöldin á Stúdentakjallaranum. Kvöldin eru haldin þar mánaðarlega í samstarfi við GoMobile og eru kjörið tækifæri fyrir uppistandara til að koma sér á framfæri. Snjólaug hefur fengist við uppistand í nokkurn tíma og fékk hugmyndina að kvöldunum eftir að hún flutti aftur heim frá London, þar sem hún var búsett í fjögur ár. „Í London er eitthvað í gangi sjö kvöld í viku fyrir uppistandara sem eru að reyna að koma sér á framfæri en hér var ekki neitt. Það er að vísu ein grúppa sem heitir Tilraunauppistand en annars var ekkert í boði. Mér fannst þetta nú ekki ganga og hafði samband við Stúdentakjallarann í sumar með þessa hugmynd. Við höfum haldið fjögur kvöld síðan,” segir hún en kvöldin hafa gengið framar björtustu vonum.

Snjólaug lærði skapandi skrif í London meðfram uppistandinu og er um þessar mundir að vinna að ýmsum spennandi verkefnum. Auk þess að halda utan um uppistandskvöldin er hún að skrifa kvikmyndahandrit en nýlega hlaut stuttmynd sem hún skrifaði, Sub Rosa, tilnefningu til Edduverðlauna.

Auk Snjólaugar koma fimm aðrir uppistandarar fram á kvöldunum og segir hún að enginn ætti að verða svikinn.

„Þetta er frábært fólk og allt eru þetta einstaklingar sem mér sjálfri finnst mjög fyndnir. Mörg þeirra eru með einhverja reynslu þannig að það er enginn að fara að skíta á sig neitt. Fólk má alveg búast við því að hlæja. Við erum líka með frábæran kynni á næsta kvöldi sem er professional uppistandari frá Bandaríkjunum, en það er

einmitt tilvalið fyrir enskumælandi stúdenta að skella sér á næsta kvöld. Kynnarnir eru alltaf reyndir

grínarar sjálfir og sjá um að halda fjörinu gangandi,” segir hún. Mætingin

á uppistandskvöldin hefur verið gríðarlega góð frá upphafi og segir Snjólaug alltaf vera fullt út úr dyrum. „Það þarf yfirleitt ekkert að pína fólk til að koma á uppistand. Það eru allir til í að hlæja.” Það skal þó engan undra að uppistand er oft mjög stressandi

og segir Snjólaug að það geti verið ógnvekjandi en í senn mjög gefandi.

„Þetta er auðvitað bilun, að gera þetta. Skrifa brandara, fara upp á svið og segja

hann. Þú ert handritshöfundur, leikstjóri og allt. Maður er rosalega berskjaldaður og ef þú gerir upp

á bak þá berð þú einn alla ábyrgð. En á móti bjargar það egóinu þínu í margar vikur ef vel gengur,” segir Snjólaug og hlær. Uppistandskvöldin munu halda áfram út veturinn og verða að minnsta kosti fram á sumar, „Við höldum bara áfram eins lengi og við nennum og fólk mætir.” Hún hvetur alla sem hafa áhuga á að spreyta sig á uppistandi til að setja sig í samband við hana og segist vonast til að sjá sem flesta á næsta uppistandskvöldi.

„Það er enginn að fara að skíta á sig neitt” Hafdís Una Guðnýjardóttir

Mynd: Sunna Mjöll Bjarnadóttir

Page 26: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

26

Katrín Jakobsdóttir var kjörin á Alþingi árið 2007 en hún er einn ötulasti talsmaður menntunar á Íslandi. Katrín lauk MA-prófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 2004 og gegndi stöðu menntamálaráðherra frá árunum 2009–2013. Árið 2013 tók hún svo við formennsku Vinstri grænna. Þrátt fyrir krepputíð á stjórnartíð sinni fórst henni verkið vel úr hendi. Katrín er þó ekki eingöngu virt í starfi sínu sem stjórnmálamaður og bókmenntafræðingur heldur hefur hún einnig í nógu að snúast sem þriggja barna móðir.

Í félagsskap töframannaAð stjórnmálum frátöldum á Katrín sér ýmiss konar áhugamál. „Ég er meðlimur í Hinu íslenska töframanna-gildi og Alþjóðlegu bræðralagi töframanna. Ég nýt þess að framkvæma töfrabrögð, þrátt fyrir að ég sé ekki mjög góður töframaður,“ segir hún. „Ég myndi þó hiklaust segja að bókmenntir væru mitt helsta áhugamál og ég reyni að

lesa mikið. Sem menntamálaráðherra lærði ég að meta ólík listform og listir eru enn stór hluti af lífi mínu.“

Þótt Katrín hafi stór áform um framtíð VG leggur hún áherslu á að taka eitt skref í einu. „Einu áformin sem ég legg drög að varða flokkinn minn en nú stendur yfir endurritun á stefnuskránni okkar. Hvað einkalífið varðar, þá er þar fátt um plön. Ég reyni bara að taka einn dag í einu. Þannig var ég alin upp – ég gæti allt eins verið dauð á morgun og því er eins gott að njóta dagsins og sjá ekki eftir því sem manni misferst að afreka.“

Viðtalið í heild má lesa á vefnum okkar, www.studentabladid.is.

Elliott Brandsma

Katrín Jakobsdóttir nýtur þess að gera töfrabrögð

Ef til vill ekki gera allir stúdentar sér grein fyrir því að stólarnir á Háskólatorgi, í Stakkahlíð, Lögbergi og niðri í Gimli eru margfræg og rándýr hönnun eftir Danann Arne Jacobsen. Jacobsen hannaði stólinn árið 1955 en hann hefur verið framleiddur af hönnunarframleiðandanum Fritz Hansen allar götur síðan. Stólinn kallaði Jacobsen einfaldlega „Model 3107“ úr línunni 7 (Series 7™) en eins og einhverjir eflaust vita er hann í daglegu tali kallaður Sjöan.

Sjöan varð geysivinsæl um miðja síðustu öld og samræmdist hinni

módernísku fagurfræði sem var ríkjandi í hönnun þess tíma. Stóllinn hefur átt sín vinsældaskeið síðan þá en hann hefur verið áberandi í innanhústímaritum og á hönnunarmiðlum undanfarin ár. Það má því segja að Sjöan sé í tísku á Íslandi sem og annars staðar í heiminum en alls hafa um fimm milljón eintök verið framleidd frá hönnun hennar.

Til eru ýmsar útgáfur af Sjöunni, leðurklæddar, lakkaðar eða trélitar. Auk þess eru eftirlíkingar afar algengar og þess ber að geta að í Háskóla Íslands er að sjálfsögðu

ekki um eftirlíkingar að ræða. Stóllinn er alls ekki ódýr en eitt stykki fæst á tæpar sextíu þúsund krónur í versluninni Epal. Það er því eins gott að nemar HÍ eru annáluð prúðmenni og myndu seint láta standa sig að verki við krot, tyggjóklíningar eða annars konar skemmdarverk á stólunum!

Sextíu þúsund króna stólar á Háskólatorgi

Nína Hjördís Þorkelsdóttir

Page 27: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

27

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið sem haldin er árlega af Klak Innovit fer nú fram í áttunda sinn en opnunarhátíð keppninnar var haldin 22. janúar síðastliðinn. Í ár bárust keppninni alls 251 hugmynd frá 500 einstaklingum auk þess sem 42 skráðu sig án hugmyndar og munu þeir aðstoða frumkvöðla við þeirra hugmyndir. Áhuginn fyrir keppninni er mikill og hefur hún vaxið og dafnað síðan hún var haldin fyrst árið 2008.

„Gulleggið hefur vaxið jafnt og þétt á þeim átta árum sem hún hefur verið haldin. Í ár bættist fjórði samstarfsháskólinn við hópinn en það var Listaháskóli Íslands. Samstarfsháskólarnir eru því Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands. Í gegnum árin hefur fjöldi samstarfsaðila einnig aukist og má segja að mörg af stærstu fyrirtækjumÍslands á sviði þekkingar og nýsköpunar styðji við bakið á keppninni,“ segir Svava Björk, verkefnisstjóri Gulleggsins, en sem dæmi um stuðningsaðila keppninnar má nefna Landsbankann, Eyrir Invest og Thule Investments.

Þátttakan þýðingarmikilMarkmið Gulleggsins er að gefa frumkvöðlum tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Nemendur samstarfsskólanna fá að sitja námskeið Gulleggsins þeim að kostnaðarlausu auk þess sem öllum þátttakendum er boðið upp á ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga.

Þátttaka í Gullegginu getur verið þýðingarmikil fyrir sprotafyrirtæki en Svava Björk segir jafnframt: „Fyrri þátttakendur Gulleggsins hafa margir sagt að keppnin sé eins og það spark í rassinn sem þeir þurftu til að koma fyrirtækinu sínu af stað. Gulleggið virkar því sem aðhald og setur þátttakendum ákveðin markmið sem þeir þurfa að ná. Margvísleg reynsla býr í þátttöku í Gullegginu svo sem gerð viðskiptaáætlana, kynning á hugmyndinni fyrir fjárfesta, markaðssetning, áætlanagerð, endurgjöf viðskiptavina og tengslamyndun. Reynslan felst einnig í því að koma hugmyndum í framkvæmd með aðstoð leiðbeinanda frá samstarfsaðilum okkar og frumkvöðlum.“

„Fyrri þátttakendur Gulleggsins hafa margir sagt að keppnin sé eins og það spark í rassinn sem þeir þurftu til að koma fyrirtækinu sínu af stað.“

Mikil samkeppniAf öllum innsendum hugmyndum komast 10 áfram og verður valið

á þeim tilkynnt þann 20. febrúar næstkomandi. Svava Björk segir samkeppnina milli þeirra vera mikla enda sé markmið þeirra allra að vinna Gulleggið. „Þó má segja að mikill samhugur myndist milli teymanna þar sem þau eru öll að keppa að því sama, að koma hugmyndinni sinni í framkvæmd og starta fyrirtæki. Í lokin er það dómnefnd skipuð fagfólki, fjárfestum og stjórnendum sem velur sigurvegarann.“

Verðlaunin eru ekki af verri endanum en í verðlaun fyrir fyrsta sæti er ein milljón króna og Gulleggið sjálft, verðlaunagripur sem hannaður er ár hvert af útskrifuðum hönnuði frá Listaháskóla Íslands. Fyrir annað og þriðja sæti eru einnig peningaverðlaun og svo veita samstarfsaðilar fjölda aukaverðlauna. Í ár verða ein aukaverðlaun, val fólksins, en þar gefst almenningi kostur á að kjósa sína uppáhalds hugmynd og hefst kosningin 25. febrúar á www.kjarninn.is.

„Mörg stór fyrirtæki hafa tekið sín fyrstu skref í Gullegginu og mörg þeirra stærstu voru ekki endilega sigurvegararnir. Sem dæmi um þátttakendur fyrri ára eru Gracipe, CLARA, Nude Magazine, RóRó og Pink Iceland. Það er því til mikils að vinna bara með því að taka þátt,“ segir Svava Björk að lokum.

Úrslit Gulleggsins verða kynnt þann 7. mars.

Gulleggið 2015

Karólína Ósk Þórsdóttir

Page 28: Stúdentablaðið - febrúar 2015

28

Stúdentablaðið mars 2015

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fagnaði sigri í nýafstöðnum kosningum til Stúdentaráðs. Metþátttaka var í kosningunum, þar sem 43,14% nemenda kusu, og fékk Vaka 17 fulltrúa af 27. Ísak Einar Rúnarsson situr í sæti formanns Stúdentaráðs og hefur sinnt því starfi síðastliðið ár.

„Sigrinum var fagnað í kosningamiðstöð Vöku en þar var haldin kosningavaka,” svarar Ísak aðspurður um hvernig sigrinum hefði verði fagnað. „Fleiri mættu í miðstöðina en við höfðum gert ráð fyrir og partýið var svo gott að bjórinn kláraðist upp úr tvö.” Ísak bætir við að þá hefðu góð ráð verið dýr en vinir þeirra í Röskvu voru svo góðir að bjóða þeim til sín og úr því varð hið besta teiti.

Ísak segir að hann hafi fulla trú á því að félagar hans í Vöku nái að standa við þau loforð sem gefin voru í kringum kosningarnar. „Fólkið sem gaf kost á sér fyrir hönd Vöku var ótrúlega öflugt í kosningabáráttunni og ljóst er að þau hafa alla burði til að standa við þessi loforð og árið framundan verður spennandi.”

Borgarstjóri, HÍ og FS þurfa að standa við yfirlýsinguÍsak hefur sínar hugmyndur um hvað nýtt Stúdentaráð þarf helst að takast á við. „Það er vissulega erfitt að gera upp á milli en fyrir mitt leyti er það alltaf mjög mikilvægt að halda áfram að þrýsta á að kennsluhættir verði fjölbreyttari. Það má heldur ekki gleymast að Háskóli Íslands, borgarstjóri og Félagsstofnun Stúdenta skrifuðu undir viljayfirlýsingu sín á milli þess efnis að hér á háskólasvæðinu ættu að rísa 400 nýjar stúdentaíbúðir. Það mun vera í verkahring næsta Stúdentaráðs að gæta þess að við það verði staðið. Síðast en ekki síst þarf að móta stefnu og beita sér fyrir því að endurskipulagning á regluverki í kringum LÍN verði stúdentum til hagsbóta.”

Ísak segir Stúdentaráð fást við ýmis verkefni þessa stundina. „Þar má kannski helst nefna kennslumálþing sem haldið verður 27. febrúar auk þess sem verið er að leggja lokahönd á nýjar úthlutunarreglur LÍN. Landsþing Landssambands íslenskra stúdentahreyfinga verður svo haldið núna í lok febrúar og svo mætti lengi telja. Á döfinni er að koma nýkjörnum fulltrúum inn í sín embætti, skrifa ársskýrslu og ársreikning.“

Sigurganga Vöku heldur áfram!

Mynd: Silja Rán Guðmundsdóttir

Lilja Hrönn Jakobsdóttir

Page 29: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

29

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri

Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter

Vorum að fáeinkunnirnar

Brande

nburg

og við erum sjúklega ánægð, takk!

Við þökkum fyrir frábæra einkunn í Íslensku

ánægjuvoginni. Nova mældist sjötta árið í röð

með ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu

á Íslandi. Takk fyrir það!

Page 30: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

30

Þegar hátíð ljóss og friðar er liðin og landsmenn hafa tekið niður jólaljós er erfitt að komast hjá því að finnast myrkrið þrúgandi og hversdags-leikinn dimmur. Þrátt fyrir að vetrarsólstöður séu í desember og hægt sé að gleðjast yfir því að daginn fari aðeins að leng ja, er sem áhrif myrkursins séu meiri fyrstu mánuði ársins. Í janúar og febrúar glíma margir við skammdegisþunglyndi eða skammdegisdrunga og enn fleiri eiga erfitt með að vakna á morgnanna.

Brottfall úr skólum vegna klukkuþreytuÞverfagleg rannsókn á vegum Háskóla Íslands á áhrifum of fljótrar klukku á svefn fólks á Íslandi hófst núna í skammdeginu í janúar. Frá 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt í samræmi við miðtíma Greenwich sem er einu tímabelti austar en Ísland. Þar af leiðandi er sólarupprás einni klukkustund á eftir staðarklukku en morgunbirtan er nauðsynleg til að stilla lífsklukkuna sem ákvarðar tímasetningu svefns og vöku. Þetta ósamræmi veldur því að fólk seinkar háttartímanum sínum og sefur skemur en æskilegt er þar sem það þarf að vakna til skóla eða vinnu.

Í rannsókninni verða svefnvenjur eða dægurgerð fólks, það er morgungerð (morgunhani), milligerð og kvöldgerð (nátthrafn), skoðuð sérstaklega. Samkvæmt Björgu Þorleifsdóttur, lektor í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands, hafa eldri gögn sýnt að svokölluð seinkuð dægurgerð er mjög algeng meðal ungs fólks (1-30 ára), þótt hún sé hvað mest seinkuð í aldurshópnum 16-19 ára. Því telur hún ekki ólíklegt að fjöldi háskólastúdenta sé með seinkaða dægurgerð. Samkvæmt Björgu fylgir klukkuþreyta (e. social jetlag) seinkaðri dægurgerð. Klukkuþreyta líkist flugþreytu (e. jetlag) þar sem hvort tveggja á orsök sín í misræmi á eiginlegri lífsklukku og staðarklukku. Munurinn er hins vegar sá að klukkuþreyta er varanleg en flugþreyta ekki. Brottfall í framhaldsskólum er talið mega rekja til klukkuþreytu og því má spyrja sig hvort hún sé einnig ein af skýringum brottfalls úr háskóla.

Þreyta meðal nema HÍVelta má fyrir sér hvaða áhrif klukkan og myrkrið hefur á nemendur Háskóla Íslands. Kristín Sverrisdóttir, sálfræðingur NSHÍ, segist eiga erfitt með að átta sig á hvort aukin eftirspurn sé eftir viðtalstímum í dimmustu mánuðunum þar sem eftirspurnin sé stöðug. Í desember, janúar og febrúar sé þó iðulega þriggja vikna bið eftir viðtali. Algengt er að nemendur lýsi aukinni þreytu og orkuleysi á þessum mánuðum. Þó kemur einnig fyrir að nemendur glími við slíkt á öðrum tímum árs þar sem þreyta og orkuleysi getur orsakast af margvíslegum ástæðum. Samkvæmt Þórgunni Ársælsdóttur, geðlækni, er algengt að skammdegisþunglyndi einkennist af depurð, auknum svefni, aukinni matarlyst og löngun í sætindi, þyngdaraukningu, pirringi, þreytu og orkuleysi.

Dagsljósalampar í sundiKristín mælir með því að nemendur sem glíma við skammdegisþunglyndi taki stóran skammt af lýsi (omega-3) og D-vítamíni yfir vetrarmánuðina. Omega-3 fitusýrur eru taldar geta dregið úr dapurleika og árstíðarbundnu þunglyndi. Við skammdegisþunglyndi er fyrst og fremst mælt með notkun dagsljósalampa en viðtalsmeðferð og þunglyndislyf geta einnig verið gagnleg. Kristín bendir á að hægt sé að nota slíka lampa frítt til dæmis í Vesturbæjarlauginni ef greitt er fyrir sundferð. Hins vegar er mælt með daglegri notkun dagsljósalampanna og því getur verið farsælast fyrir þá sem þjást af skammdegisþunglyndi árlega að eignast slíkan lampa.

Nýta dagsbirtunaÝmislegt má gera til að auka vellíðan í skammdeginu. Þórgunnur mælir með því að auka birtu í umhverfinu, draga gardínur frá gluggum á meðan bjart er og passa upp á að ekkert hindri dagsljósið. Gott er að sitja nálægt glugganum. Hún bendir einnig á að vekjaraklukkur með dagsljóslampa sem líkja eftir dagrenningu gagnist mörgum. Útivera í dagsbirtu og regluleg hreyfing er mikilvæg og getur dregið úr þunglyndiseinkennum.

Erfitt að vakna í skammdeginu Karítas Hrundar Pálsdóttir

Page 31: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

31

Áhugahópur um hafragraut 321 meðlimurMörgum kann að finnast morgunmaturinn frekar ómerkilegur hluti af deginum. Hafragrautur er til dæmis einfaldur og hversdagslegur en þykir þó nógu spennandi til að eiga hóp áhugafólks á Facebook. Hér deilir fólk nákvæmum uppskriftum að hinum fullkomna graut og ýmsum skemmtilegum hugmyndum að nýjum útfærslum. Eggjahræra, lifrarpylsa, eplamauk, rjómi, skyndikaffi, Nutella og súkkulaðirúsínur er á meðal þess sem áhugafólk um hafragraut mælir með að prófa út á grautinn.

Andvaka 2003 meðlimirEf þú átt erfitt með að sofna á kvöldin en hefur engan til þess að spjalla við því vinirnir eru allir sofnaðir gæti þessi hópur verið eitthvað fyrir þig. Hér getur fólk sem er andvaka langt frameftir sótt í félagsskap hvers annars. Sumir vilja spjalla, aðrir segja brandara eða deila skemmtilegu efni til að dreifa huga andvökufólksins.

Sofandi fólk í HÍ 951 meðlimurAð taka stutta kríu í skólanum getur verið gott og endurnærandi. Sessunautar skólablundara virðast hafa gaman af því að mynda þá en í þessum hópi deilir fólk myndum af sofandi nemendum í HÍ. Á síðunni má finna margar skemmtilegar myndir enda eru svefnstellingarnar oft frumlegar og fagmannlegar, því þetta gengur jú oft út á það að kennarinn taki ekki eftir neinu. Á síðunni má einnig finna leik sem kallast Svæfingarleikar kennara HÍ en þar fá kennarar stig fyrir að svæfa nemendur. Hermann sem kennir efnagreiningu trónir á toppi stigatöflunnar en Siggi stærðfræðigreiningarkennari fylgir fast á hæla hans.

Frægir á ferð 1720 meðlimirHér er skemmtilegur „spæjarahópur“ fyrir fólk sem hefur áhuga á þekktum einstaklingum og deilir myndum af þeim á förnum vegi. Á síðunni er, sem dæmi, mynd af Björgólfi Guðmundssyni fyrrverandi bankastjóra að telja peninga bakvið Kaffihús Vesturbæjar og mynd af Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra RÚV sofandi í sófa í Salalaug. Beggi og Pacas náðust einnig á mynd þegar þeir nældu sér í sex engiferskot á Joe & the Juice í Smáralind.

Kúrufélaga grúbban 2750 meðlimirEf þig langar að kúra með einhverjum geturðu auglýst eftir því á þessari síðu. Einfalt mál. Á síðunni, sem er einungis ætluð fólki eldra en 18 ára, auglýsa meðlimir eftir kúrufélaga með eða án kynlífs. Síðan er mjög virk og greinilegt að marga langar að kúra. Stjórnandi hópsins, Hermann Þór Sæbjörnsson Neffe, hefur staðið fyrir spilakvöldum fyrir meðlimi hópsins sem hafa að hans sögn gengið vel og gefið fólki tækifæri á að kynnast betur áður en það kúrir.

Áhugafólk um skegg 998 meðlimirHópur fyrir þá sem hafa áhuga á skeggi, hvort sem þeir skarta slíku eða ekki. Meðlimirnir deila ýmsum fróðleik um skegg, myndum af skeggjum sínum eða öðrum sem þykja flott, skiptast á ráðum, spyrja spurninga og svo mætti lengi telja. Á síðunni er mikið af myndum af fallegum skeggjum, sem þykja afar kynþokkafull um þessar mundir, svo hópurinn á ekki síður erindi við kvenfólk en karlmenn.

Hlutir sem ég þoli ekki!!! 4271 meðlimirÍ þessum hópi getur fólk fengið útrás og deilt með öðrum einhverju sem það þolir ekki. Hver þolir til dæmis að vakna um miðja nótt og sængin snýr á hlið? Eða þegar maður pissar tveimur bunum og allt fer út um allt? Auk þess þolir enginn hart smjör eða að sitja fyrir aftan tveggja metra langan mann í bíó.

Matargjafir 6286 meðlimirEinstaklega sniðug síða sem er ætluð öllum sem vilja rétta fram hjálparhönd og gefa mat til þeirra sem eiga ekki mikið og þurfa á hjálp að halda. Það er hollt og gott að gera góðverk og það þarf ekki að vera flókið. Þú gætir eldað örlítið stærri skammt en venjulega og auglýst afganginn á síðunni. Þannig gætir þú jafnvel bjargað degi einhvers sem á um sárt að binda.

Karen Sigurbjörnsdóttir

8 athyglisverðir hópar á FacebookÁ Facebook eru til hópasíður um allt milli himins og jarðar. Sumar eru einstaklega venjulegar eins og síður fyrir meðlimi nemendafélaga við Háskóla Íslands eða litla vinahópa sem vilja halda sambandi. Inni á milli má hins vegar finna einstaklega áhugaverðar og sniðugar hópasíður sem manni dytti aldrei í hug að væru til.

Page 32: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

32

„Er það stefna ríkisstjórnarinnar að nám verði bara fyrir efnafólk á Íslandi?“ spyr Guðrún Hreinsdóttir, læknir, í ritinu Sögur námsmanna, af fullri alvöru.

Eins og margir stúdentar vita tóku nýjar reglur gildi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna síðastliðið ár. Nú þarf að ljúka að minnsta kosti 22 einingum á misseri, í stað 18 eininga, til þess að fá námslán. Breytingarnar mættu mikilli andstöðu meðal stúdenta sem margir hverjir hafa í kjölfarið þurft að sætta sig við skertan grundvöll til háskólanáms.

Er krafan um 75% í raun krafa um 100%?„Almennt tel ég ekki ósanngjarnt að námsmenn skili um 75% lágmarksárangri til að fá lánveitingu á hagstæðum kjörum frá skattborgurum,“ segir Jónas Fr. Jónsson, stjórnarformaður LÍN. Þessum rökum hafna þeir Ísak Rúnarsson, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, og Sigurður Helgi Birgisson hagsmunafulltrúi ráðsins, og segja að í mörgum tilfellum sé í raun ekki um að ræða 75% námsframvindukröfu, heldur 100%. Þá er einkum um að ræða þær deildir sem notast mikið við námskeið sem nema meira en 10 ECTS-einingum. Kerfið þvingar þannig nemendur til að annaðhvort taka 30 ECTS-einingar og fá þá námslán frá LÍN ef öllum áföngum er náð, eða þá taka 20 ECTS-einingar og fá ekkert námslán.

Lítil mistök geta verið afdrifaríkFyrir þá nemendur sem stóla á framfærslu LÍN getur þessi herta framvindukrafa haft mikil sálræn áhrif þegar kemur að lokaprófum enda geta lítil mistök eða veikindi kostað námsmann framfærslu sína. Vissulega eru undanþágur frá þessari reglu sem eiga að milda þessi áhrif, líkt og þær sem felast í grein 2.4.7 í úthlutunarreglum sjóðsins. Þar er meðal annars greint frá undanþágum vegna aðstæðna þar sem námsmaður stundar nám á námsbraut sem er skipulögð þannig af skóla að námsframvindukrafa um 22 ECTS-einingar sé raunveruleg krafa um námsframvindu-kröfu upp á 30 ECTS-einingar, getur fengið lán í réttu hlutfalli við þann einingafjölda sem hann lýkur, enda séu einingaskil ekki undir 20 ECTS-einingum. Einnig var gerð undanþága fyrir þá sem eru að ljúka námi og eiga minna en 22 ECTS-einingar eftir, sem gerir þeim kleift

að fá námslán samt sem áður. Sú undanþága kemur þó illa út að mati Ísaks og Sigurðar Helga og til stendur að endurbæta hana. Loks var bætt við undanþágu um uppgjör í lok skólaárs, það er að nái námsmaður ekki framfærslukröfu á haustmisseri eigi hann kost á að taka einingar á vormisseri.

Hvatakerfi frekar en kerfi refsingaÞeir Ísak og Sigurður Helgi telja að eðlilegra væri að setja upp hvatakerfi svo námsmenn sjái hag sinn í að klára nám á réttum tíma, frekar en að setja námsmönnum afarkosti líkt og menntamálaráðherra kaus að gera. Stúdentaráð hefur jafnframt lengi þrýst á endurskoðun á lánakerfinu í heild sinni og virðist þrýstingurinn ætla að skila árangri því sú vinna er komin í farveg hjá menntamálaráðuneytinu. Stúdentaráð hefur þannig lagt áherslu á að breyta þeim ósýnilegu og ófyrirsjáanlegu styrkjum, sem ríkissjóður veitir nú í dulbúningi námslána, með hagstæðum vaxtakjörum og niðurfellingu láns við andlát, yfir í gagnsæja og hvetjandi styrki.

Einstaklingar hraktir af menntaveginumÓvissa ríkir í dag um hvort stjórnvöld ætli að færa aðstöðu námsmanna til betri vegar eða halda áfram að útiloka háskóla fyrir einstaklinga sem ekki hafa efni á að stunda nám og þar með takmarka háskólanám á Íslandi við efnafólk. Líkja mætti núverandi ástandi við Hungurleikana þegar litið er til þess að nýja reglan hamlar einstaklingum, sem til dæmis eru með börn á framfæri eða eiga við námsörðugleika að stríða, að stunda nám í háskóla. Þá skerðir þetta einnig talsvert svigrúm námsmanna og frelsi þeirra til þess að skipuleggja námsferil sinn eftir eigin þörfum og girðir jafnvel fyrir möguleika margra á að sækja sér menntun. Þannig eru dæmi um að nemendur veigri sér við háskólanám sökum þess að þeir þora ekki að hætta á mögulegt fall og sitja þá uppi með mjög háa yfirdráttarskuld, eða þá að aðstæður þeirra geri þeim hreinlega ekki kleift að stunda 75-100% nám vegna tekjumissis. Í báðum dæmunum er um að ræða lítt efnaða einstaklinga sem hraktir eru af menntaveginum og eiga að mínu mati fullan rétt á skýrum svörum ríkisstjórnarinnar við þeirri spurningu Guðrúnar sem sett var fram hér að ofan.

Hungurleikar LÍNIngibjörg Ruth Gulin

Page 33: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

33

Heilsutorg fyrir háskólanema

Framhaldsnemar við Heilbrigðis- vísindasvið Háskóla Íslands veita nú heilbrigðisþjónustu fyrir háskólanema. Nemendurnir vinna teymisvinnu undir handleiðslu leiðbeinanda. Vinnan fer fram af mikilli fagmennsku þar sem þjónustuþeginn er virkur þátttakandi í meðferðarteymi sínu.

Við komu þeirra sem leita til Heilsutorgs er gerð meðferðaráætlun þar sem hver og einn innan teymisins hefur tiltekið hlutverk. Þjónustuna veita nemendur í hjúkrunarfræði, ljósmóðurfræði, lyfjafræði, læknisfræði, matvæla- og næringarfræði, sálfræði, sjúkraþjálfun og tannlæknisfræði ásamt leiðbeinendum á þeim sviðum. Dæmi um þjónustu er heilsumat, eflandi forvarnastarfssemi og meðferðir við heilsuvanda. Þeir sem leita meðferðar hjá Heilsutorgi býðst einnig eftirfylgni að meðferð lokinni.

Mardís Sara Karlsdóttir, verkefnisstjóri Heilsutorgs og Sóley Bender formaður stýrishópsins fyrir Heilsutorg segja fjölmarga aðila koma að Heilsutorgi. „Fyrst og fremst er það átta manna stýrihópur sem hefur lagt fram gríðarlega mikla vinnu við undirbúning og framkvæmd Heilsutorgs. Einnig er starfandi verkefnisstjóri í hálfu starfi. Alls voru fimmtán leiðbeinendur í fræðilega námskeiðinu og níu leiðbeinendur í klíníska námskeiðinu á Heilsutorgi.

Haustið 2014 tóku 126 nemendur þátt í fræðilega námskeiðinu og 31 nemendur sem veitti þjónustu á Heilsutorgi.

Unnið var að þróun verkefnisins í fjögur ár áður en fyrsta námskeiðið í þverfræðilegri samvinnu var kennt haustið 2014. Eftir að fræðilega námskeiðinu lauk tók Heilsutorg háskólanema formlega til starfa þann 7. Október, 2014.“

Hver eru helstu verkefni Heilsutorgs?„Það eru tvær aðaláherslur þegar kemur að Heilsutorgi. Annars vegar nauðsyn þess að þróa þverfræðilegt nám í heilbrigðisvísindum og hins vegar að þróa móttöku þar sem nemendur fá tækifæri til að vinna með vandamál þjónustuþega á þverfræðilegan hátt en undir leiðsögn leiðbeinenda. Hugmyndirnar sækjum við að mörgu leyti erlendis frá. Í nokkurn tíma hefur verið lögð áhersla á þverfræðilegt nám við erlenda háskóla þar sem það er talið nauðsynlegt að nemendur ólíkra fræðigreina læri að vinna saman til að öðlast kunnáttu í því að takast sameiginlega á við ýmis heilbrigðisvandamál. Mikilvægt er að slíkt nám eigi sér stað áður en farið er að starfa í heilbrigðiskerfinu. Eins má geta þess að víða við erlenda háskóla er starfrækt heilsugæsla sem er ætluð háskólanemum og því var það að vissu leyti að erlendri fyrirmynd að þróa móttöku þeim til handa.“Anna Hlín Sverrisdóttir, nemi

í sjúkraþjálfun hefur starfað hjá Heilsutorgi og lýsir hér reynslu sinni;„Mér finnst hugmyndin um Heilsutorg mjög góð, það er ekki til samskonar staður í kerfinu í dag, og skjólstæðingar þurfa því oftar en ekki að leita á marga staði til að fá lausn á sínum vandamálum.

Mér fannst mjög skemmtilegt að vinna með nemum með aðra menntun en ég. Við höfum öll mismunandi sýn á vandamál skjólstæðinga en erum um leið öll með sama markmiðið; að bæta líðan og heilsu fólks. Mér fannst lærdómsríkt að vinna með öðrum fagstéttum og taka þátt í faglegum umræðum. Hver fagstétt er með ákveðna hugmynd um það hvernig hægt sé að hjálpa einstaklingnum og þegar við settum þessar hugmyndir saman þá fengum við margþætta lausn sem tók á vandamálum einstaklingsins frá mörgum mismunandi sjónarhornum til dæmis hvað varðar hreyfingu, lyf, svefn og fleira.“

Viðbrögðin við Heilsutorgi hafa verið góð, bæði hjá háskólanemum Heilbrigðisvísindasviðs sem auðga þekkingu sína á starfsvettvangi sem og þeim sem þangað sækja sér þjónustu.

Heilbrigðisþjónustan er veitt þriðjudaga og fimmtudaga milli klukkan 16.00 og 18.00. Á heimasíðu Heilsutorgs, heilsutorg.hi.is, er hægt að panta sér tíma. Móttökugjaldið er 1.200 krónur.

Ragnheiður Vignisdóttir

Page 34: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

34

Karen Sigurbjörnsdóttir

Félagsstofnun stúdenta býður upp á ýmsa þjónustu fyrir nemendur Háskólans og rekur stofnunin meðal annars Bóksölu stúdenta, Kaffistofur stúdenta, Hámu og Stúdentakjallarann. Eflaust vita ekki allir stúdentar að FS rekur einnig þrjá leikskóla, Sólgarð, Mánagarð og Leikgarð sem allir standa við Eggertsgötu og eru ætlaðir börnum stúdenta. Á leikskólunum eru pláss fyrir um hundrað börn á aldrinum sex mánaða til tveggja ára og 68 pláss fyrir börn frá tveggja til sex ára.

„Ástæðan fyrir rekstrinum er einföld. Við erum fyrirtæki sem þjónustar stúdenta og þetta er þjónusta sem margir stúdentar þurfa á að halda,“ segir Sigríður Stephensen, leikskólafulltrúi FS.

Sólgarður var opnaður undir merkjum FS árið 1995. Í framhaldi af því varð Mánagarður til í september 1996 og árið 2006 keypti FS Leikgarð af Reykjarvíkurborg og sameinaði rekstur Efri Hlíðar og Leikgarðs undir einu þaki sem ungbarnaleikskóla.

Hrósa og hvetja í leiðinniÁ leikskólunum er unnið eftir bandarískri menntastefnu sem kallast High Scope. „Það er engin einföld leið til að útskýra hvað High Scope stendur fyrir. Við, þessi rétttrúuðu

segjum bara að High Scope sé common sense.“ Að sögn Sigríðar leggur High Scope-stefnan áherslu á áhuga barnsins og starfsfólkið nýtir nám sitt og lífreynslu til að styðja börnin í því sem þau vilja taka sér fyrir hendur. „Áhugi þeirra stjórnar okkar vinnu og við leitumst við að styðja þau á því þroska- og áhugasviði sem þau eru stödd hverju sinni.“

„Við skiptum deildunum upp í ákveðin svæði; kubbasvæði, dúkkusvæði, listasvæði og fleira, en á ungbarnaleikskólunum geta þessi svæði verið mismunandi stór milli deilda og mismunandi stór eftir vikum eða mánuðum vegna þess að allt í einu fá allir áhuga á kubbum og þá verðum við að stækka það svæði. Á Mánagarði er þetta í fastari skorðum enda börnin eldri. Við verðum að lesa í hvar þeirra áhugi liggur og vinna námsefnið út frá því.“ Leiðbeinendurnir leggja upp með að hvetja börnin á uppbyggjandi hátt og vilja ekki nota innihaldslaus orð eða hrós til þess. Sumir sem ekki þekkja vel til halda að High Scope feli í sér að börnum sé ekki hrósað. „Ég var stödd í boði þegar einhver spurði mig hvar ég væri að vinna og ég svaraði því. Þá sagði viðkomandi, „já er þetta leikskólinn sem hrósar ekki?“ Ég vissi strax um hvað málið

snérist, af því að það má í raun segja að við hrósum börnunum ekki. Ef það fellur undir hrós að segja duglegur!, flott!, frábært hjá þér!, þá hrósum við ekki. En þetta er ekki svona einfalt. Ég hef nokkrum sinnum lent í því að þurfa að leiðrétta þennan misskilning því auðvitað hrósum við. Við viljum hins vegar hvetja í leiðinni þannig að duglegur! hefur enga merkingu fyrir okkur. Við viljum að hrósið þýði eitthvað og skilji eitthvað eftir sig. Í staðinn fyrir að segja frábært!, þá finnst okkur eðlilegra að segja þú gast þetta!, þú gast þetta alveg sjálfur! eða ég dáist að því sem þú ert að gera, vegna þess að…“

Næg leikskólapláss í VesturbæSigríður segir foreldra almennt ánægða með leikskólana en draumurinn sé þó að gera enn betur. Hún segist til dæmis vilja auka dagvistarrými fyrir allan aldur og að það sé í vinnslu. „Auðvitað viljum við gera betur en þetta er allt í samvinnu við Reykjavíkurborg og meta borgaryfirvöld það svo að ekki sé þörf á fleiri leikskólaplássum í Vesturbænum.“

„Leikskólinn sem hrósar ekki?“

Page 35: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

35

Stúdentablaðið mars 2015

35

TÍSKUÞÁTTUR

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttirmeistaranemi í stjórnun og stefnumótun

Verstu kaup?Þegar ég kaupi eitthvað og held að ég eigi eftir að passa í síðar. Sjaldnast passa flíkur á mann seinna og ef svo er þá er líklegt að þær séu orðnar hallærislegar. Ég verð þó að segja mér til hróss að það er langt síðan að ég hef keypt eitthvað sem á að passa síðar.

Uppáhalds flík?Mórauða lopapeysan mín sem ég prjónaði mér fyrir þremur árum síðan. Fyrir utan að vera hlý og þægileg þá er hún sú eina sinnar tegundar. Mér finnst ekki gaman að klæðast eins og allir aðrir. Mér leiðist ríkisklæðnaður og fagna allri fjölbreyttni.

Guðrún Þorleifsdóttirlögfræðinemi

Verstu kaup? Skærbleikt teygjubelti úr Mótor.

Uppáhalds flík? Svartar gallabuxur úr Dr. Denim.

Hvar verslar þú helst föt?Í Zöru og Topshop á Íslandi og tek stundum verslunarbrjálæði í útlöndum.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?Einfaldur, kvenlegur með dass af vintage ívafi.

Erna Guðrún Gunnarsdóttir fjölmiðlafræðinemi við Háskólann á Akureyri

Verstu kaup?Allir þeir fallegu mjög svo háu hælaskór sem ég hef keypt mér í gegnum tíðina en ekki getað gengið í, þar sem ég er enginn snillingur á hælum.

Uppáhalds flík?Uppáhalds flíkin mín þessa stundina er Benetton kápan sem ég er í og allar þær hlýju kósý peysur sem ég á.

Hvar verslar þú helst föt?Zara er svona í mestu uppáhaldi.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?Úff, veit það ekki. Blanda af svo mörgu, edgy, bóhem og svo eru þægilegheit í fyrirrúmi.

Frímann Snær Guðmundssonmeistaranemi í fjármálahagfræði

Verstu kaup?Ekkert í fersku minni.

Uppáhalds flík? Jakkaföt sem ég fékk gefins frá afa mínum.

Hvar verslar þú helst föt? Versla oftast á Ebay eða í gegnum aðrar vefverslanir.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum? Á milli hefðbundins herraklæðnaðar og preppy.

Myndir: Aníta Björk

Kristjana Hera Sigurjónsdóttir

Page 36: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

36

HVAÐ ER ÞESSI AÐ LÆRA EÐA KENNA?

Pikkupplínur á Háskólasvæðinu

1. „Hérna sá ég ekki mynd af þér í grúppunni Sofandi fólk í HÍ? Ekki? Ókei. Ég á allavega mynd af þér sofandi.“

2. „Ég er að gera sálfræðirannsókn um hegðun fallegra kvenna á blindstefnumótum. Hefðirðu áhuga á að taka þátt?“

3. „Ha, ertu í framboði til Stúdentaráðs? Ég hélt þú værir að keppa í Ungfrú Ísland.“

4. „Þú ert eins og glósurnar mínar, ég get ekki hætt að hugsa um þig.“

5. „Afsakið, ég þarf að æfa mig fyrir munnlegt próf í frönsku, geturðu hjálpað mér?”

6. „Ég hélt þú værir inntökuprófið í læknisfræði því ég er alveg fallinn fyrir þér.“

7. „Það er líklegra að finna þrjú laus borð í hádeginu á Háskólatorgi en að finna einhverja jafn fallega og þig.“

8. „Ef þú værir námslán myndi ég skuldbinda mig alla ævi.“

9. „Má bjóða þér að taka þátt í Happadrátti háskólans?“

Hér eru misgáfulegar pikkupplínur sem eiga það sameiginlegt að tengjast Háskólanum á einn eða annan hátt.

Kjartan Þór Ingason

1.

1. Nemi: Umhverfis og auðlindafræði 2. Nemi: Íslenska sem annað mál 3. Nemi: Tómstunda og félagsmálafræði 4. Kennari: Nýsköpun og viðskiptaþróun 5. Nemi: Kynjafræði 6. Nemi: Efnafræði 7. Nemi: Listfræði og safnafræði 8. Kennari: Uppeldis og menntunarfræði

5.

2.

6.

3.

7.

4.

8.

Bryndís Arndal Woods

Hertha Richardt Úlfarsdóttir

David Laski

Kristján Hafberg

Davíð Pálsson

Steinunn Björk Bragadóttir

Magnús Þór Torfason

Sigrún Aðalbjarnardóttir

Myndir: Sunna Mjöll Bjarnadóttir

Page 37: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Nú í febrúar varð ljóst hvaða verktakar bjóða í byggingu alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Eitt tilboðanna er undir kostnaðaráætlun og kemur frá Eykt. Vonast er til að samningar náist og að fyrsta skóflustungan verði tekin á næstu mánuðum.

Húsið mun rísa á horni á Brynjólfsgötu og Suðurgötu. Austurhlið byggingarinnar vísar því að Suðurgötunni líkt og tilvonandi hús íslenskra fræða sem grafið hefur verið fyrir við Arngrímsgötu 5, á móti Þjóðarbókhlöðunni.

Undirgöng undir SuðurgötuHugmynd arkitektastofunnar Arkitektúr.is sigraði hönnunarsamkeppni sem haldin var um bygginguna árið 2013 en alls bárust 43 hugmyndir frá 9 löndum. Þá var áætlað að byggingin yrði tekin í notkun árið 2014 en nú er stefnan tekin á lok ársins 2016. Í byggingunni verða kennd þau 14 tungumál sem hægt er að leggja stund á við Háskóla Íslands. Þar mun einnig vera til húsa Vigdísarstofnun, alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar, þar sem áhersla verður á rannsóknir og miðlun á þekkingu um tungumál og erlenda menningarheima. Auk þess verður þar stofa Vigdísar sem mun varpa ljósi á framlag hennar til tungumála á alþjóðavettvangi. Byggingin sjálf verður á fjórum hæðum. Meðal þess sem þar mun leynast er bílageymsla og undirgöng undir Suðurgötu yfir á Háskólatorg. Í öðrum áfanga er síðan stefnt að gerð tengigangs yfir í VR. Fyrir utan verður torg í anda fornra leikhúsa þar sem hægt verður að halda ljóðalestur og leiksýningar.

Hola íslenskra fræðaHús íslenskra fræða, sem hýsa mun Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auk íslenskudeildar Háskóla Íslands, var hluti af fjárfestingaráætlun

ríkisstjórnarinnar vorið 2012. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun borga 70 prósent kostnaðarins en Háskóli Íslands 30 prósent. Fyrsta skóflustungan var tekin í mars 2013 og var þá gert ráð fyrir að heildarframkvæmdin tæki rúm þrjú ár. Í dag standa framkvæmdirnar í stað og er húsið því betur þekkt sem hola íslenskra fræða. Hönnunarsamkeppni fyrir bygginguna vann arkitektastofan Hornsteinar árið 2008 en alls voru tillögurnar 19. Byggingin á að vera þriggja hæða auk kjallara. Hún mun vera sporöskjulaga, klædd málmhjúpi, skreytt með stílfærðum afritum handritatexta og standa á spegiltjörn. Gönguleið milli Háskólans og Þjóðarbókhlöðunnar á að vera felld inn í bygginguna. Þar verða forn íslensk skinnhandrit varðveitt, rannsökuð og höfð til sýnis svo eitthvað sé nefnt.

Velgengnin er Vigdísi að þakkaÍ viðtali í þættinum Víðsjá talaði Auður Hauksdóttir, forstöðumaður stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, um mögulegar skýringar á velgengni stofnunarinnar eftir hrun. Hún taldi að fólk hefði gert sér ljóst hverju menningin skiptir fyrir sjálfsvirðinguna og skilning þjóðarinnar á sjálfri sér. Fólk gerði sér ljóst hvað störf Vigdísar hafa skipt miklu máli fyrir þjóðina og að menningarsýn hennar hefur notið mikillar virðingar hvarvetna. Vigdís telji mikilvægt að við byggjum á okkar eigin rótum og fortíðinni, en lítum til framtíðar. Jafnframt sé mikilvægt að við byggjum á þeim grunni sem við eigum hér heima en horfum út, lærum af öðrum þjóðum og séum opin fyrir menningarstraumum utan frá.

Systrastofnanir auðga háskólasvæðið Karítas Hrundar Pálsdóttir

37

Stúdentablaðið mars 2015

Page 38: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

38

„Ég er ekki búin að búa hér lengi, eða síðan í ágúst. Ég var svo heppin að vinur minn ákvað að fara út í skiptinám og leyfði mér að halda áfram að leigja íbúðina þangað til hann kemur aftur til Íslands. Ég er algjörlega að fýla þessa íbúð. Hún er alveg nóg fyrir mig og svo er staðsetningin alveg frábær. Það er stutt í bæinn, stutt í skólann og svo tekur mig ekki nema sirka tuttugu mínútur að labba á Háskólatorg.“

Hvaðan eru húsgögnin þín?„Þetta er nú samtvinningur. Þau eru alls staðar frá eins og Góða hirðinum, en svo er margt hérna inni frá vini mínum. Einnig er sumt frá mömmu minni, húsgögn sem hún var hætt að nota. Það er gaman að segja frá því að það er hefð fyrirað fólk sem er hætt að nota eða vill hreinlega losa sig við hluti úr íbúðum sínum, skilji þá eftir niðrí anddyri og ef einhverjum líst vel á eitthvað má hann taka það.“

Áttu þér uppáhalds hlut eða húsgagn?„Já, þeir eru nokkrir. Ég fékk til dæmis um daginn æðislega gæru frá frænku minni sem býr á bóndabæ á Vatnsleysuströnd. Annar uppáhalds hluturinn minn er vekjaraklukkan mín. Þegar hún vekur mig á morgnana

lýsir hún upp íbúðina þannig að maður vaknar einn, tveir og þrír. Ég á ekkert af Iittala hlutum eins og flestir eiga á Íslandi,“ segir Guðrún og hlær.

Hver er uppáhalds staðurinn þinn í íbúðinni?„Minn allra uppáhalds staður er svefnhornið. Þar er mjög kósý vegna þess að ég setti upp skilrúm á milli eldhússins og svefnplássins. Annar uppáhalds staður í íbúðinni er æfingahornið mitt, þar geri ég jógaæfingarnar mínar og hugleiði oft.“

Hvar finnst þér best að læra?„Ég læri oftast hérna heima. Finnst líka fínt að geta staðið við eldhúsborðið.“

Heldur þú oft matarboð?„Ég hef gert það en ekki oft. Ég á ekki marga stóla en við höfum flest verið sex hérna að borða en þá þurfti einhver að borða við skrifborðið. Það er bara kósý!“

Kristjana Hera Sigurjónsdóttir

Innlit í stúdentaíbúðGuðrún Halla Guðnadóttir er sjúkraþjálfunarnemi á fyrsta ári og býr á Stúdentagörðunum við Lindargötu. Stúdentablaðið kíkti í heimsókn og fékk að sjá hvernig Guðrún Halla hefur komið sér fyrir.

Myndir: Adelina Antal

Page 39: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

39

Page 40: Stúdentablaðið - febrúar 2015

Stúdentablaðið mars 2015

40landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Njóttu þess að vera í námi

Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

Betri kjör Þjónusta Fríðindi

Námufélögum bjóðast betri vextir, fríar kortafærslur, námsstyrkir og hagstæð tölvu- og námslokalán.

Þú færð persónulega þjónustu, námslánaráðgjöf og í net-bankanum þarftu engan auðkennislykil.

Náman býður 2 fyrir 1 í bíó, afslætti af vörum og þjónustu, Aukakrónur og tilboð og viðburði í netklúbbnum.