uppskerumessa á völlum - snæfellsbærsnb.is/wp-content/uploads/2014/04/614.pdf · 2014. 4....

6
Það er orðin árleg hefð að kirkjustarf í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli hefjist með Uppskerumessu í Brimils- vallakirkju, sl. sunnudag var messað á Völlum og eins og sést á meðfylgjandi mynd var góð mæting í kirkju og túnið á Brimilsvöllum vel nýtt sem bílastæði. Eftir messu fundaði sr. Óskar með fermingarbörnum og foreldrum þeirra þar sem þeim var kynnt starfið í vetur. Kirkjugestum var boðið upp á grillaðar pylsur og fengu börnin svala með, fullorðnir gæddu sér svo flestir á kaffisopa á meðan yngstu kirkjugestirnir léku sér. Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út rétt eftir miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Þá hafði eldur kviknað á bænum Nýju- búð sem er skammt utan við Grundarfjörð. Íbúarnir voru í útihúsum þegar eldurinn kom upp og var fólk því ekki í hættu. Slökkvistarf gekk vel en miklar skemmdir urðu á húsinu vegna hita og reyks og allt innbú hjónanna er ónýtt eftir brunann. Opnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir Sigríði Dilja og Kjartan Jósepsson í Nýjubúð. Íbúar í Grundarfirði sem standa fyrir söfnuninni vonast til að sem flestir sjái sé fært að leggja eitthvað inn á reikninginn - margt smátt gerir eitt stórt. Ólafsbraut 21, Snæfellsbæ Sími: 410 4190 Netfang: [email protected] Snæfellsnesi www.landsbankinn.is Innbú gjörónýtt eftir eld 614. tbl - 13. árg. 29. ágúst 2013 Lindarholt 10, Ólafsvík Lindarholt 10 er er byggt úr steinsteypu 1970 og er alls 243,7fm á tveimur hæðum. Efri hæðin er 184,3fm og skiptist í forstofu, eldhús, þvottahús, rúmgóða stofu, baðherbergi svefnherbergisgang og fimm rúmgóð herbergi. Á forstofu, eldhúsi og baðherbergi eru flísar á gólfum en á herbergjum, stofum og gangi er parket á gólfum. Út úr stofu er gengið út í velgróin og snyrtilegan garð sem er við austur og suður hlið hússins. Innangegnt er af efri hæðinni á neðri hæðina sem er 25,8fm. Þar er flísalögð forstofa, herbergi, geymsla og wc. Bílskúrinn er 33,6fm með steyptu bílaplani. Gólfið er flísalagt og hurðin er opnuð með rafmagnsopnara. Skjólgóður sólpallur er við húsið. Þetta er gott hús á góðum stað í Ólafsvík með góðu útsýni. Ásett verð 34 millj. Uppskerumessa á Völlum Bankareikningsnúmer er: 0321-13-110016 og kennitalan: 170455-3639.

Upload: others

Post on 19-Feb-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Það er orðin árleg hefð að kirkjustarf í Ólafsvíkur- og Ingjalds hóls presta kalli hefj ist með Uppskerumessu í Brimils-vallakirkju, sl. sunnudag var messað á Völlum og eins og sést á meðfylgjandi mynd var góð mæting í kirkju og túnið á Brimilsvöllum vel nýtt sem bílastæði. Eftir messu fundaði

    sr. Óskar með fermingarbörnum og foreldrum þeirra þar sem þeim var kynnt starfið í vetur.

    Kirkjugestum var boðið upp á grillaðar pylsur og fengu börnin svala með, fullorðnir gæddu sér svo flestir á kaffisopa á meðan yngstu kirkjugestirnir léku sér.

    Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út rétt eftir miðnætti að faranótt þriðjudags. Þá hafði eldur kviknað á bænum Nýju-búð sem er skammt utan við Grundarfjörð. Íbúarnir voru

    í útihúsum þegar eldurinn kom upp og var fólk því ekki í hættu. Slökkvistarf gekk vel en miklar skemmdir urðu á húsinu vegna hita og reyks og allt innbú hjónanna er ónýtt eftir

    brunann. Opnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir Sigríði Dilja og Kjartan Jósepsson í Nýjubúð. Íbúar í Grundarfirði sem standa fyrir söfnuninni vonast til að sem flestir sjái sé

    fært að leggja eitthvað inn á reikninginn - margt smátt gerir eitt stórt.

    Ólafsbraut 21, SnæfellsbæSími: 410 4190

    Netfang: [email protected]

    Snæfellsnesiwww.landsbankinn.is

    Innbú gjörónýtt eftir eld614. tbl - 13. árg. 29. ágúst 2013

    Lindarholt 10, ÓlafsvíkLindarholt 10 er er byggt úr steinsteypu 1970 og er alls 243,7fm á tveimur hæðum. Efri hæðin er 184,3fm og skiptist í forstofu, eldhús, þvottahús, rúmgóða stofu, baðherbergi svefnherbergisgang og �mm rúmgóð herbergi. Á forstofu, eldhúsi og baðherbergi eru �ísar á gólfum en á herbergjum, stofum og gangi er parket á gólfum. Út úr stofu er gengið út í velgróin og snyrtilegan garð sem er við austur og suður hlið hússins.Innangegnt er af efri hæðinni á neðri hæðina sem er 25,8fm. Þar er �ísalögð forstofa, herbergi, geymsla og wc. Bílskúrinn er 33,6fm með steyptu bílaplani. Gól�ð er �ísalagt og hurðin er opnuð með rafmagnsopnara. Skjólgóður sólpallur er við húsið. Þetta er gott hús á góðum stað í Ólafsvík með góðu útsýni.

    Ásett verð 34 millj.

    Uppskerumessa á Völlum

    Bankareikningsnúmer er: 0321-13-110016 og kennitalan: 170455-3639.

  • Þriðji flokkur karla hjá Snæ-fellsnesi varð Íslandsmeistari í 7 manna boltanum um síðustu helgi. Úrslitakeppnin fór fram á Akureyri á KA vellinum og gistu strákarnir í KA heimilinu. Eftir góðan hádegisverð sem eldaður var af þeim foreldum sem fór með norður var fyrsti leikurinn við Sindra frá Hornafirði. Strák-arnir unnu hann 6-4, seinna um daginn spiluðu þeir við Tinda -stól frá Sauðárkróki og unnu aftur 4-1. Eftir góða slökunar-ferð í sundlaugina á Akureyri var haldið á Greifann þar sem borðaðar voru dýrindis pizzur sem þau Villi og Ásdís buðu þeim upp á. Svo var farið í keilu áður en strákarnir fóru að hvíla sig fyrir átökin næsta dag. Á sunnudeginum spiluðu þeir svo við Fjarðarbyggð/Leiknir og unnu þá 3-0 í hörkuleik. Strákarnir unnu alla leiki sína í sumar nema einn. Það voru

    því stoltir og glaðir strákar og foreldrar sem lögðu af stað heim á sunnudeginum og stefnan

    tekin á að ná heim fyrir hálfleik hjá Víkingi og Breiðablik. Það tókst og í hálfleik voru strák arnir

    kallaðir inn á völlinn og fagnað vel og innilega af stuðnings-mönnum Víkings. þa

    Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega.

    Upplag: 1.100

    Áb.maður: Jóhannes Ólafsson

    Prentun: Steinprent ehf.

    Sandholt 22a, Ólafsvík

    355 Snæfellsbæ

    Netfang: [email protected]

    Sími: 436 1617

    Meistarar í sjömanna bolta

    Aftari röð frá vinstri: Vilberg Kristjánsson, Leó Örn Þrastarson, Elvar Smári Arnarson, Helgi Sigtryggsson, Kristófer James Eggertsson, Kristófer Reyes Jacobsson og Guðbjörn Ásgeirsson. Fremri röð frá vinstri: Sigurjón Kristinsson, Sanjin Horoz, Andri Már Magnason, Konráð Ragnarsson, Ármann Örn Guðb-jörnsson og Sumarliði Kristmundsson, á mynd ina vantar Svanlaug Atla Jónsson.

    Eldur kviknaði þegar þýskir ferðamenn hvolfdu prímus á tjald stæðinu á Hellissandi á mánu dagsmorgun. Voru ferða-mennirnir að útbúa morgunmat á plastborði þegar prímus með steinolíu valt um koll.

    Eldurinn barst í borðið svo að það skíðlogaði á stuttum tíma.

    Kallað var eftir liðsinni Slökkvi-liðs Snæfellsbæjar sem náði að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Ferða menn-irnir sluppu ómeiddir en voru að sögn nokkuð skelkaðir eftir atvikið.

    Kviknaði í borði

  • Makrílveiðar á hand færi gan-ga ágæt lega þessa dagana en þær fóru hægt af stað þegar opnað var fyrir þær þann 1. júlí. Um síðustu helgi var nóg að gera í Ólafsvíkurhöfn og mikil löndunarbið, var verið að landa úr bátunum til hálf fjögur aðfararnótt sunnudagsins.

    Hafa flestir bátanna verið með góðann afla og sumir land-að tvisvar á dag. Aflinn hefur fengist alveg frá Rifi og suður á Malarrif. Þegar þetta er skrifað er búið að landa um 1500 tonnum í Snæfellsbæ og um 500 tonn eru eftir í pottinum. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem í húfi eru hefur Landssamband smábátaeigenda skrifað Sigurði Inga Jóhannssyni sjávar útvegs-ráðherra bréf þar sem þess

    er farið á leit að tryggt verði nægjanlegt magn til færaveiða smábáta á yfir standandi vertíð.

    þa

    Víkingur er enn í 11. sæti með 13 stig en þeir mættu Breiðablik í 17. umferð Pepsideildarinnar á síðasta sunnudag. Liðin skildu jöfn 0 -0 í tíðindalitlum leik. Undir lok leiksins voru heimamenn mjög sprækir og líklegir til að

    setja mark. Einar Hjörleifsson markmaður Víkings átti góðan leik og varði vel. Næsti leikur Víkings í Pepsideildinni er 1. september við FH í Kaplakrika.

    þa

    Hratt gengur á makrílpottinn

    Farid Zato, hinn öflugi miðju-maðurinn í liði Víkings hefur verið valinn í landsliðshóp Tógó í knattspyrnu fyrir leik á móti Kongó í undankeppni HM sem fram fer þann 8. september nk.

    Þetta er í fyrsta skipti sem Farid er valinn í landsliðið en hann hefur átt góðu gengi að fagna með liði Víkings í

    Pepsi deildinni í sumar, lands-leikurinn mun hafa takmörkuð áhrif á leiki Víkings þar sem að Farid fer út eftir leik Víkings og FH, hann verður svo kominn aftur til landsins áður en næsti leikur Víkings verður leikinn en sá leikur er gegn KR þann 12. september.

    Jafntefli gegn Breiðablik

    Farid valinn í landslið

  • Um miðjan júlí fóru stelp-urnar í 4. fl Snæfellsnes til Gauta borgar á Gothia Cup, alþjóðlegt fótboltamót þar sem saman komnir eru keppendur frá mörgum löndum. Söfnun fyrir ferðinni hefur verið í gangi frá því í fyrra haust og gekk vel.

    Stelpurnar hittust á flug-stöð inni í Keflavík kl 21 föstu-dagskvöldið 12. júlí og var mikil spenna í hópnum og voru allir ósofnir þegar komið var á gististaðinn í Gautaborg um 7:30 á laugardagsmorgun. Þegar komið var í skólann þar sem við gistum kom í ljós að dýnurnar sem við áttum að sofa á voru ekki komnar. Stelpurnar lögðust því til hvílu á bert gólfið, á nærliggjandi borð og einhverjar settu tvo stóla saman og lágu á þeim. Þær náðu nú allar að sofna eitthvað en það voru ekki allir fararstjórarnir sem náðu kríu. Um hádegi var haldið í miðbæinn og kíkt í nokkrar búðir. Á sunnudeginum var lagt upp í langferð yfir til Vaxjo en þar var íslenska kvennalandsliðið að spila við Þýskaland á EM 2013. Við hittum íslendingana á svokölluðu Fan Zone svæði og gengum í skrúðgöngu á völlinn og sáu stelpurnar okkar um sönginn á leiðinni og voru nokkrar orðnar hásar áður en komið var á völlinn. Við vöktum

    mikla eftirtekt og fóru stelpurnar í viðtöl við fótbolta.net, RUV og UEFA. Leikurinn var frábær þó svo að Ísland hafi tapað. Stelpurnar hittu svo nokkrar landsliðskonur eftir leikinn. Þegar mánudagurinn rann upp var komið að aðalmálinu í þessari ferð mótinu sjálfu. Við vorum með 25 stelpur og tvö lið í keppninni. Lið G 14 byrjaði á því að spila við sterkt lið frá Svíþjóð og töpuðum við þeim leik þrátt fyrir mikla baráttu okkar stúlkna. Lið G 13 spilaði svo seinnipartinn og vann sinn leik 3-0. Opnunarhátið mótsins var svo á mánudagskvöldið og mættum við þar í okkar fínasta pússi. Við fengum að sitja niðri á vellinum sjálfum og þvílík upplifun okkur leið eins og við værum að keppa á Ólympíuleikunum. Eftir opnunina ætluðum við aldrei að ná okkar keppendum út því „allir“ hinir keppnendurnir vildu fá mynd af sér með liði Snæfellsnes enda vorum við ekkert smá flott. Þriðjudagsleikirnir fóru þannig að G 14 tapaði með einu marki á síðustu mínútum leiksins. G 13 gerði 1-1 jafntefli í sínum leik. Á miðvikudag voru síðustu leikir riðlakeppninnar og tapaði G 14 sínum leik og var því ljóst að þær færu í 16 leikja B úrslit. Lið G 13 dugði jafntefli til að komast

    í A úrslit og endaði hörkuleikur þeirra við lið frá Karlskrona 0-0 og þær komnar í 8 leikja A úrslit. Við hefðum nú viljað vinna þann leik því við áttum endalaus marktækifæri en inn vildi boltinn ekki. Við skelltum okkur svo í Liseberg um kvöldið og fannst stúlkunum það ekki leiðinlegt. Þrátt fyrir mikla baráttu náði hvorugt liði okkar að vinna sína leiki á fimmtudeginum og luku því keppni þá. Við vorum mjög ánægð með spilamennsku stelpnana á mótinu og höfum sennilega aldrei séð eins mikla baráttu hjá þeim. Nokkrar þurftu að spila með báðum

    liðunum og voru því orðnar frekar þreyttar enda búnar að spila tvöfalt mót. Við áttum frí á föstudeginum og fórum því til Kasjön að slappa af en þar var lítil strönd og stökkpallar. Ekki þorðu nú allar að stökkva í vatnið en þær notuðu þá bara tímann til að sóla sig. Frábær ferð að baki og viljum við fararstjórarnir þakka stelpunum fyrir frábæra viku, foreldrum fyrir vinnu við fjáröflun, íbúum og fyrirtækjum á Snæfellsnesi og nágrenni þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Já og við eigum enn til saltfisk J

    Fararstjórar

    Stelpurnar komnar heim J

  • Ágætu íbúar Snæfellsbæjar.Mig langar að fara í nokkrum

    orðum yfir mál sem ég veit að íbúar hafa verið að velta fyrir sér.

    Leikskólar:Undanfarið hefur nokkur

    um ræða verið í gangi um leik-skóla- og dagvistunarmál í bæjar félaginu og er rétt að fara nokkrum orðum um þau. Það er staðreynd að margir stórir árgangar eru nú á leikskólaaldri og því ljóst að þau 105 pláss sem eru á leikskólunum Kríubóli og Krílakoti duga ekki til að öll börn 2 ára og eldri fái pláss.

    Á árinu 2012 skipaði bæjar-stjórn starfshóp til að fara yfir þessa stöðu og koma með tillögur til lausnar. Á haustmánuðum 2012 lauk hópurinn störfum og var niðurstaðan sú að opna viðbótarpláss í Engihlíð 18 sem nú er kallað Bangsakot, því mesta þörfin fyrir viðbótarpláss

    var í Ólafsvík. Í Bangsakoti á að vera hægt að vera með 12 börn til viðbótar. Með þessari viðbót er tryggt að öll tveggja ára börn fá leikskólapláss. Jafnframt var ákveðið að taka börn inn þrisvar á ári í stað tvisvar áður, þ.e. í ágúst, í desember- janúar og í maí-júní. Þetta kerfi virkar þá þannig t.d. að börn sem verða 2 ára á tímabilinu desember- apríl 2013 - 2014 eru tekin inn í desember 2013 - janúar 2014 og svo koll af kolli. Ég hef verið spurður að því hvort ekki standi til að taka inn yngri börn og svarið við þeirri spurningu er að um leið og pláss leyfir á Krílakoti og Kríubóli þá verða yngri börn tekin inn en allir geta þó treyst því að þegar börnin verða 2 ára þá fá þau pláss.

    Varðandi leikskólagjöldin og samanburð á þeim þá er rétt að minna á að öll börn á síðasta ári í leikskólum Snæfellsbæjar fá 4 tíma fría. Ef það er tekið með í útreikninginn þá er saman-burðurinn ekki svo slæmur. Hér er reiknað með 4 tíma vistun í 4 ár:

    Vel getur verið að rétt sé að breyta þessu, lækka leik-skólagjöldin og fella út þessa gjaldfrjálsu 4 tíma á móti. Um það var rætt í bæjarstjórn fyrir síðustu fjárhagáætlun en ákveðið að bíða að sinni og hafa þetta óbreytt.

    Dagvistun:Dagvistunarmál fyrir börn

    0-2 ára eru alltaf nokkuð fyrir-ferðamikil og hefur gengið upp og ofan fyrir foreldra að fá dagvistunarpláss. Þó má segja að undanfarið hafi þetta verið nokkuð gott. Í Ólafsvík hefur verið starfrækt daggæsla undanfarið og í Rifi verður dagvistunarþjónusta í boði nú á haustmánuðum. Snæfellsbær hefur niðurgreitt með hverju barni í daggæslu til að liðka fyrir að fólk fáist til að taka að sér þessa þjónustu. Auk þess hefur Snæfellsbær látið í té húsnæði í Ólafsvík gegn vægu leigugjaldi. Nú er hins vegar að verða breyting á og munu þeir einstaklingar sem reka

    dagvistunina í Ólafsvík ætla að hætta 15. september vegna þess að lítil eftirspurn hefur verið eftir þeirra þjónustu og þær treysta sér ekki til að reka daggæsluna áfram með þetta fáum börnum. Í Rifi verður dagvistunin í boði fram að áramótum. Þetta er bagalegt þar sem nauðsynlegt er að þessi þjónusta sé til staðar fyrir ung börn sem ekki komast inn á leikskólana.

    Ljóst er að þörf er fyrir dagvistunarþjónustu og ef ein-hverjir hafa áhuga á að skoða það að reka slíka þjónustu þá erum við á skrifstofu Snæfellsbæjar boðin og búin að veita okkar aðstoð.

    Annað:Í næstu viku mun ég skrifa

    nokkur orð um þær eignir sem eru í eigu Íbúðalánasjóðs og búsetu úrræði fatlaðra, þ.e. fara yfir hvað bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur verið að gera í þeim málum síðustu tvö árin.

    Með von um að bæjarbúar séu nokkurs vísari um málefni leikskóla og dagvistunarmála í Snæfellsbæ.

    Kristinn Jónasson, bæjarstjóri.

    Leikskóla- og dagvistunarmál

    4 ára vistun í leikskóla 4 klst. vistun Fæði Alls Snæfellsbær 466.200 0 466.200 Grundarfjörður 518.028 0 518.028 Stykkishólmur 481.425 0 481.425 Miðað er við leikskólagjöld skv. gjaldskrám leikskóla sveitarfélaganna sem tóku gildi 1/1 2013  

    Til söluTil sölu húsið að Grundargötu 78, í Grundarfirði (tvær íbúðir, 276 m2), gegn rúmlega yfirtöku 32 mkr lána hjá ÍLS. Greiðslubyrði lána er 140 þús á mán, báðar íbúðir eru í

    leigu. Upplýsingar gefur Alla í síma 8456872.

    Smáauglýsing

    Miðað er við leikskólagjöld skv. gjaldskrám leikskóla sveitarfélaganna sem tóku gildi 1. janúar 2013

    Nú eru síðustu forvöð til framkvæmda fyrir veturinn.

    Hjá okkur starfa smiðir, múrarar (flísar),

    píparar og aðrir iðnaðarmenn.Við erum með tæki og tól til allra verka.

    HÚSEIGENDUR!

    100%

    endurgr

    eiðsla

    á vsk af

    vinnu

  • Nú fer haustið að ganga í garð og allir tilbúnir að fara í ræktina...það sem ég verð með í boði er:

    Tröllapúl inninámskeið á morgnana kl 06:15 til 07:00 þrisvar í viku mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 4 vikur í senn og verður í allann vetur ef �öldinn ley�r. Lágmarks�öldi á námskeið er 8 manns til að tímarnir haldi sér.

    Æ�ngaplanið er frábært og mikið af �ölbreyttum æ�ngum, meðal annars, Battling rope, Ketilbjöllur, Bodywheight, yoga, yogadans, jumpstyle, lyftingar og margt �eira, mikil brennsla, áhersla lögð á kviðsvæði, og þetta námskeið hæ�r öllum, á öllum aldri á sínum forsendum.

    Fleiri upplýsingar varðandi námskeiðið og skráning, fer fram í sms eða hringja í síma 436-1402/8993308. Námskeiðið byrjar mánudaginn 9. september..verið öll hjartanlega velkomin..

    kveðja, Harpa Finnsdóttir.

    Tröllapúl í Sólarsport

    Um leið og við minnum kórfélaga á að vetrarstar�ð er að he�ast, óskum við eftir nýjum félögum í kórinn.

    Æ�ngar eru á �mmtudagskvöldum í safnaðarheimilinu kl. 20:00 og he�ast �mmtudaginn 5. sept. n.k.

    Komið endilega og takið þátt í skemmti-legu star� fyrir ykkur sjálf, og samfélagið

    KveðjaStjórnin

    Beitningarfólk óskast

    Útgerð Kristins J. Friðþjófssonar í Ri� óskar að ráða vant beitningarfólk til starfa

    sem getur ha�ð störf sem fyrst.

    Upplýsingar veitir Alexander í síma 897 0076.

    Útgerð Kristins J. Friðþjófssonar ehf. Ri�.

    Bókasafn SnæfellsbæjarAuglýsir

    Vegna óviðráðanlegrar aðstæðna þá helst sumaropnun Bókasafnsins til 15. september.

    Virðingarfyllst Bókasafnsvörður