vegur til

16
egur til ... BREYTTU LÍFI ÞÍNU | BREYTTU HEIMINUM BOOMERANG Við fáum það alltaf tilbaka MEÐMÆLI Gefið eitthvað, fáið eitthvað BENSÍNGJÖFIN OG BREMSAN Samvinna í stað semkeppni

Upload: andrew-fortune

Post on 28-Mar-2016

238 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Activated magazine in Icelandic 08 2008

TRANSCRIPT

Page 1: Vegur til

egur til...BREYTTU LÍFI ÞÍNU | BREYTTU HEIMINUM

BOOMERANGVið fáum það alltaf tilbaka

MEðMæliGefið eitthvað, fáið eitthvað

BENsíNGjöfiNOG BREMsANSamvinna í stað semkeppni

Page 2: Vegur til

2 www.vegurtil.com | Vegur til... Vol 1, issue 1

desember 2008Keith PhillipsGiselle LeFavreDavid KomicFrancisco Lopez

Vol 1, Issue 1ensk rItstjórI

umbrot og útlItmyndskrytIng

framleIðsla

VEGUR TIL... Mitt persónulega álit

Hagnýt viskuorð á tímum breyttra aðstæðna í nútímalífi.

Hafið samband við:

Vegur til farsældar

um nokkurra ára skeið hafði hópur textahöfunda, hljóðfæraleikara og söngvara unnið vel saman að hinum ýmsu verkefnum. Þau voru frekar sundurleitur hópur sem hafði gengið í gegnum bæði góða tíma og slæma en alltaf hafði þeim tekist að halda hópnum saman. Þannig að þegar sköpunargáfa næstum allra í hópnum náði áður óþekktri lægð þá urðu hjónin sem fóru fyrir hópnum áhyggjufull. Þau voru kristin og reiddu sig mikið á bænina svo að þau fóru að biðja guð um að sýna þeim hvað hafði farið

úrskeiðis og hvernig þau gætu lagað ástandið.svarið sem þau fengu var stutt og einfalt: „Þið hafið verið að spara kærleikann.“ allir voru orðnir svo uppteknir af

starfinu af þau voru hætt að gefa sér tíma til að sýna hvort öðru kærleika og væntumþykju – en það var það sem hafði gert hópinn svo samstilltan í upphafi.

Hjónin útskýrðu þetta fyrir hinum í hópnum og saman gerðu þau lista yfir alla litlu hlutina sem þau voru hætt að gera hvert fyrir annað. Í lok fundarins báðu þau saman til jesú um að Hann mundi hjálpa þeim til að gefa sér tíma til að sýna hvert öðru kærleika. Það leið ekki á löngu áður en hópurinn hafði samið sýna bestu tónlist til þessa. Þau höfðu fundið leyndardóminn að því að vinna náið saman og viðhalda sköpunargáfunni. Hann fólst í hinum daglegu athöfnum sem sýndu góðvild og umhyggju þeirra hvert fyrir öðru.

að sjálfsögðu erum við ekki öll tónlistarfólk en það er varla nokkur sú manneskja á jörðinni sem er ekki hluti af að minnsta kosti einum hóp. fjölskyldu, í hjónabandi, í viðskiptum, sem starfskraftur, vinnufélagar, íþróttahópur eða vinahópur. „engin maður er eyland.“ Við þörfnumst öll hvers annars og við höfum öll tækifæri til að láta gott af okkur leiða í lífum annarra. samskipti og kærleikur eru lyklarnir og eins og alltaf vill guð ekkert nema það besta handa okkur. Þegar þú hjálpar Honum að draga fram það besta í fari annarra þá mun Hann draga fram það besta í þínu fari.

keith Phillips

fyrir Vegur til...

© 2008 Áróraútgáfa

www.vegurtil.com

Öll réttindi áskilin.

Prentun: litróf ehf.

Guðbjörg SigurðardóttirAndrew Fortune

Íslensk rItstjórIframleIðsla

Sími: 581 4084 eða 820 8408Netfang: [email protected]

VEGUR TIL...

Page 3: Vegur til

Vegur til... Vol 1, issue 1 | www.vegurtil.com 3

eFtir theresa leclerc

Þegar ég var unglingur, þá hélt ég að ég gæti allt. ég var uppfull af óöryggi en hafði líka skoðanir – ákveðnar skoðanir. Þegar ég lít til baka þá vorkenni ég foreldrum mínum. ég er viss um að ég var ekki auðvelt barn að ala upp, sérstaklega ekki sem unglingur. Mér líkaði ekki sú staðreynd að ég átti strangari foreldra en sumir vina minna og fjarlægðist þau eins og svo margir unglingar gera. ég var viss um að þau skildu mig ekki og ég hafði rétt fyrir mér – þau gerðu það ekki! enginn ættingja minna líktist mér. ég véfengdi allt og átti í vandræðum með að fara eftir reglum. ég verð að viðurkenna að ég var frekar grunnhyggin. aðal markmið mitt í lífinu var að skemmta mér. Foreldrar mínir voru ástríkir foreldrar en ég var ekki viss um að ég vildi feta í fótspor þeirra sem kristin sjálfboðaliði. Út á við var ég hörð af mér en innst inni vildi ég bara finna einhvern sem virkilega skildi mig.

Dag einn var ég stödd í hópi fólks þar sem ég var eini unglingurinn. Á meðan fullorðna fólkið talaði saman í litlum hópum sat ég ein úti í horni og horfði á,

þar til að Joy kom til mín og fór að spjalla. Fyrir rest þá opnaði ég mig gagnvart henni og sagði henni allar raunir mínar. ég átti hálfpartinn von á því að hún mundi lesa yfir mér en þess í stað hlustaði hún bara á mig. ég fann að henni var umhugað um mig. aldrei sagði hún mér til syndanna eða reyndi að breyta skoðunum mínum, hún einfaldalega reyndi bara að skilja mig.

Þessar samræður voru upphaf að vináttu sem hélst í sjö ár eða þangað til að Joy lést. Hún stóð með mér í gegnum þykkt og þunnt. við fórum í langar göngur saman og skrifuðum stundum hvor annarri um það sem erfitt var að tala um augliti til auglitis. Jafnvel eftir að hún flutti til fjarlægrar borgar

þá héldum við sambandi í gegnum bréfaskriftir og símleiðis. Öll þessi sjö ár var Joy svo mikið veik að hún hefði getað dáið hvenær sem var en aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún var allaf til í að spjalla og hafði ástríðu fyrir fólki.

Joy kenndi mér svolítið mikilvægt – að það var í lagi að vera ég sjálf. Og í leiðinni kenndi hún mér að reyna að skilja fólk betur. að horfa framhjá útliti þess og stundum jafnvel því sem það segir. að meðtaka fólk eins og það er og sýna því skilyrðislausan kærleik. Þó við virðumst öll svo ólík þá erum við öll gerð úr sama efninu og öll þurfum við á kærleika að halda, skilningi og því að vera meðtekin. Þegar einhver sér þarfir okkar og uppfyllir þær þá blómstrum við.

Sannirvinir

Theresa LecLerc er meðLimur í FamiLy inTernaTionaL í suður aFríku.

Page 4: Vegur til

4 www.vegurtil.com | Vegur til... Vol 1, issue 1

Þegar ég var lítil stúlka fór ég í fyrsta sinn í fjölleikahús. Þar,

fyrir forviða augum mínum, voru þrír hringir með atriðum í – dýr að leika listir í einum, loftfimleikafólk sem stökk og flaug um í öðrum. en, það sem vakti mest áhuga minn átti sér stað í þriðja hringnum. strákur og stelpa voru að kasta litríkum skeytum sem eftir að hafa flogið þvert yfir salinn snéru við og fóru til þess sem hafði kastað þeim. alveg sama í hvaða átt þeim var hent, þá snéru þau við og komu snarlega tilbaka til ungu listamannanna sem gripu þau og köstuðu þeim aftur.

ég horfði á í forundran. Hvað fékk þessa hluti til að breyta um stefnu og snúa til upphafsreit? Þetta er „boomerang“ sagði einhver við hliðina á mér. Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði þetta orð og það greyptist í ungan huga minn.

ég hef heyrt orðið mörgum sinnum síðan að sjálfsögðu og ég hef líka séð lögmálið að baki þess að störfum í lífinu. í raun þá er lífið sjálft „boomerang.“allt sem við

gerum kemur aftur til okkar, einhvers staðar, einhvern tíman. Orð guðs segir: „Það sem maðurinn sáir, það mun hann og uppskera.“1 sérhvert orð sem við segjum eða athöfn sem við gerum kemur aftur til okkar einhvern daginn.

Það er undarlegt hvernig „boomerang“ flýgur í hring og snýr aftur til þess sem henti því en þannig er það með andlega lögmálið um endurgjald. Hvað sem maður gerir í heiminum, það skal snúa aftur til hans. ef hann breiðir út kærleika mun kærleiki koma til hans. ef hann formælir einhverjum þá mun formæling mæta honum. Hvort sem það er gott eða illt þá mun

boomerangeFtir Virginia Brandt Berg

það snúa aftur til okkar og oft vex því ásmegin þegar það gerist.

stundum gerist það strax, ég heyrði í móður í verslun sem talaði í pirringi og óþolinmæði til barns síns. Þegar barnið svaraði henni í sama tón hugsaði ég, hennar „boomerang“ er að koma tilbaka.

Öðrum stundum gerist það mörgum árum seinna. ég hitti eitt sinn móður sem bað mig að biðja með sér fyrir syni hennar, því líf hans var í rugli. „einu sinni var þetta allt öðruvísi sagði hún mér.“ Þegar hann var lítill þá hugsaði ég ekkert út í það hvernig gjörðir mínar höfðu áhrif á lífsgildi hans. ég hélt að ég væri

1 Galatabréfið 6:7

Page 5: Vegur til

Vegur til... Vol 1, issue 1 | www.vegurtil.com 5

bara að skemmta mér. en þegar ég heyrði hurð fangelsisins lokast á eftir honum þá gat ég ekki annað en hugsað að þetta væri eins og að heyra í fjarska bergmál míns eigin lífs. líf sonar hennar eins og bráðinn málmur rann í mótið og harðnaði þar. Þannig mæti segja að hennar „boomerang“ hafi komið tilbaka.

Morgun einn heimsótti ég tvær konur á sama spítalanum. annað herbergið var fullt af blómum og kveðjum og alls konar litlum gjöfum frá vinum og kunningjum. sjúklingurinn var umkringdur af þessum fallegu hlutum sem vitnuðu um kærleika, umhyggju, góðvild og samúð. Þetta endurspeglaði líf hennar því hún hafði sáð kærleika og hugulsemi inn í líf annarra í gegnum árin og nú var þetta allt að koma tilbaka til hennar. Á þeirri stundu sem hún þarfnaðist þess þar sem hún lá veik á spítala.

í öðru herbergi neðar á ganginum lá önnur kona ein. Biturð, gremja og tortryggni mörkuðu andlit hennar. sjálfselska hafði eyðilagt líf hennar. Þarna lá hún ennþá jafn tortryggin, gagnrýnin og upptekin af sjálfri sér eins og hún hafði alltaf verið, starði á kaldan og beran vegginn. vegg sem var jafn harður og kaldur og sá sem hún hafði byggt í kringum sig allt sitt líf. Núna var hún ein þegar hún stóð frammi fyrir dauðanum.

Hvílíkur munur var á þessum tveimur herbergjum! „Boomerang“ beggja þessara kvenna hafði komið tilbaka til þeirra en með svo ólíkum hætti.

„gefið, og yður mun gefið verða. góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli sem þér ,mælið mun yður aftur mælt verða.“ 1 Hver sem lifir óeigingjörnu lífi, er umhugað um og léttir byrgðum af öðrum, linar þjáningar þeirra og hjálpar til með það sem þá vantar, mun vissulega sjá sitt „boomerang“ koma tilbaka í formi blessana einn daginn!•

eFtir daVid Brandt Berg

Ef þú auðsýnir fólki kærleika þá muntu ekki eiga í vandræðum með að eignast vini. Ef þér er einlæglega annt um aðra og þú sýnir þeim kærleika þá mun þeim verða annt um þig og þeir munu sýna þér kærleika. Kærleikurinn getur af sér kærleika. Ef þú sáir kærleika þá muntu uppskera kærleika. Ef þú sáir vináttu þá muntu uppskera vináttu (Galatabréfið 6:7).

Kærleikurinn bregst ekki. Það skiptir ekki máli hvar honum er úthellt, hann mun alltaf gefa ríkulega uppskeru. Þú getur ekki gefið án þess að fá tilbaka. Þú getur ekki auðsýnt sannan kærleika og umhyggju án þess að fá kærleika tilbaka og því meira sem þú gefur, því meira færðu tilbaka.

Það eru margir aðrir í kringum þig sem eru jafn einmanna og þrá kærleika jafn heitt og þú. Þeir eru eflaust að bíða eftir því að þú takir fyrsta skrefið. Stígðu út og reyndu að gleðja einhvern og þú munt finna nýjan kærleiksríkan heim sem þig hefur bara dreymt um.

Ef þú auðsýnir kærleika þá færðu kærleika! Þetta er kerfi Guðs, þetta er regla frá Guði. Guð mun gefa þér hamingju ef þú gerir aðra hamingjusama. Svo einfalt er það.

Hvernig finnur þú kærleikann

1 Lúkas 6:38

MAGNAÐ!

Þrátt fyrir upphaflegar efasemdir af meðlimum bandsins um Cecil þegar hann byrjaði fyrst í bandinu, en honum létti við þegar einstakir hæfileikar hans komust fljótt til meta fyrir tónlist þeirra.

Page 6: Vegur til

6 www.vegurtil.com | Vegur til... Vol 1, issue 1

Hann lá þarna í pakkaður inn í Hvítu sjúkraHúsrúmfötin og við Hann tengdar alls konar slöngur og leiðslur. Þegar ég nálgaðist þá þekkti ég hann varla – sokknar kinnar og fölt hörundið – en þegar hann opnaði augun og brosti til mín gat ég varla haldið aftur af mér að stökkva í fangið á honum eins og venjulega. Afi sem ég elskaði meira en nokkurn annan í heiminum hafði fengið alvarlegt hjartaáfall.

Afi hafði alltaf verið besti vinur minn og sá sem ég leitaði til í trúnaði eftir ráðgjöf ef ég lenti í vandræðum varðandi vini mína eða ættingja. Sem yngsta barnið í fjölskyldunni var ég feimin og óörugg en afi vissi alltaf hvernig hann átti að veita mér þá uppörvun sem ég þurfti. Ef

mig vantaði leikfélaga þá lék hann við mig. Ef mig vantaði huggun þá vissi ég hvert ég átti að leita; hlýr faðmur afa var besti staðurinn. Ef þurfti að áminna mig þá gerði hann það af ákveðni en með hlýju. Hann talaði djúpt inn í hjarta mitt og fékk mig til að langa að gera rétt. Hann baðst mikið fyrir og var fljótur að minna mig á að bænin væri öruggasta leiðin til að láta góða hluti gerast.

Ég var fjórtán ára og rétt að slíta barnsskónum þegar við vorum boðuð á

Brosið hans afa

eFtir Joyce hancock suttin

spítalann. Eitt af öðru, frá hinu elsta til hins yngsta fengum við að fara inn á sjúkrastofuna til þess að hitta hann í stutta stund.

Eftir bros og veiklulegt en glaðlegt „halló“ tók afi í hönd mína. „Joyce, þú hefur alltaf verið uppáhalds yngsta barnabarnið mitt. Ég veit að þú hefur stundum átt erfitt með að finna þinn stað. Þér líður oft eins og þú vitir ekki hvað þú eigir til bragðs að taka og hefur áhyggjur af því að ekki verði mikið úr þér. En ég vill að þú vitir að

Page 7: Vegur til

Vegur til... Vol 1, issue 1 | www.vegurtil.com 7

Guð elskar þig og er með sérstaka áætlun fyrir líf þitt.“

Mamma bankaði laust í öxlina á mér og leiddi mig út úr herberginu. „Afi er þreyttur og þarf að hvíla sig,“ sagði hún.

Nokkrum dögum seinna sá ég afa aftur. Núna var hann í sparifötunum og lá í kistu. Í yfirþyrmandi anganinni frá öllum blómunum átti ég mína hinstu stund með honum. Í þetta skipti opnuðust skæru bláu augun hans ekki. Ég skalf af ótta og geðhræringu þegar ég nálgaðist en þá sá ég andlit hans. Hið geislandi bros hans sagði mér að allt væri í lagi. Afi hafði dáið eins og hann lifði, brosandi. Fólkið talaði í marga daga um brosið hans. Útfararstjórinn sagði að hann hefði reynt að breyta svipnum á honum vegna þess að hann hafði aldrei séð svona áður og fannst það svolítið óhugnanlegt. Afi skildi ekki eftir sig mikla peninga eða eignir; erfðaskráin hans var brosið, friðurinn og ánægjan á andliti hans.

Fjölskylda mín hafði alltaf sótt sömu kirkjuna í litlum smábæ sem ekki sást einu sinni á korti af norðaustur héruðum

Bandaríkjanna. Á hverjum sunnudegi kom afi að minnsta kosti 20 mínútum of seint og á hverjum sunnudegi kom allt að 30 börn inn á eftir honum. Það hafði verið þjónusta hans að smala saman börnum frá fátækum fjölskyldum sem bjuggu í fjöllunum og koma með þau í kirkju.

Mörgum árum seinna, heyrði ungur viðskiptamaður pabba kynna sig þegar hann var í bankanum í nærliggjandi borg.

„Hancock“ spurði ungi maðurinn. „Ertu nokkuð skyldur Ed Hancock?“ Hann hélt áfram og útskýrði að þegar hann var ungur drengur að alast upp í fjöllunum þá hafði afi alltaf passað uppá að hann færi í kirkju. „Það var gott en það sem virkilega breytti lífi mínu var þegar hann sagði við mig, ég veit að þú kemur frá fátækri fjölskyldu og hefur stundum áhyggjur af því að ekki verði mikið úr þér en ég vill að þú vitir að Guð elskar þig og hefur sérstaka áætlun fyrir líf þitt.

Í gegnum unglings- og framhaldsskólaárin, frammi fyrir trúlausum kennurum og vantrúðum vinum barðist ég með trúna og velti því stundum fyrir mér hverju ég trúði. En jafnvel þegar ég var

„Fólk getur gleymt

því hvað þú sagðir

en það mun aldrei

gleyma hvernig

þú lést því líða“

—Carl W. Buechner

sem lengst niðri þá hafði ég sönnun fyrir tilveru Guðs í minningunni um brosið hans afa og trú hans.

Ég ákvað fyrir 36 árum að gefa Guði lít mitt og sjá hvað Hann gæti gert við einhvern eins og mig. Síðan þá hef ég unnið í tíu löndum við sjálfboðaliðastörf, til að deila kærleika Guðs með öðrum og segja fólki frá Jesús. Ég yfirvann feimnina, hef talað frammi fyrir fjölda mans, verið með námskeið og kennt hundruðum barna, unglinga og ungu fólki. Ég hef gert marga hluti sem feimin ankannaleg 14 ára Joyce Hancock hefði aldrei dreymt um að geta.

Þegar ég rifja upp andlit þeirra sem ég hef beðið með til frelsis þá get ég ekki ímyndað mér líf sem væri meira virði. En heldur Guð áfram að koma með einstaka einstaklinga til mín. Ég sé ótta þeirra og uppurðarleysi, ég tek í hendur þeirra. Án umhugsunar þá streyma orðin út. „Ég veit að stundum veist þú ekki hvað þú átt að gera og hefur áhyggjur af því hvað verður úr þér. En Guð elskar þig og hefur sérstaka áætlun fyrir líf þitt.“

Joyce Hancock Suttin er meðlimur í Family international í BandaríkJunum •

Page 8: Vegur til

8 www.vegurtil.com | Vegur til... Vol 1, issue 1

jesús lofar fólk fyrir góða kosti þess og Hrósar því þegar það gerir vel. Í dæmisögunum sagði Hann, hann hrósaði þjónunum sem höfðu fjárfest viturlega1 og Hann hrósaði líka rangláta ráðsmanninum2 Hann sagði um Natanael að engin svik væru í honum3 Guð hrósar fullt af fólki í Biblíunni. Hann sagði um Job: „Það er engin sem hann á jörðinni“ 4 og Hann virðist hafa sagt spámanninum Samúel að Davíð væri maður eftir hjarta Guðs því Samúel sagði það þegar hann valdi Davíð til að vera næsta konung yfir Ísrael.5

Í gegnum alla Biblíuna hrósar Guð fólki fyrir góðverk og Hann lofar að verðlauna okkur fyrir góðverkin. Það hefur ekkert með frelsun okkar að gera. Af kærleika sínum, miskunn og náð gefur Hann okkur frelsið en Hann hrósar okkur og verðlaunar okkur

þegar við gerum það sem rétt er og af réttum hvötum. Þegar við leitum til Jesú í bæn og biðjum Hann að hjálpa okkur þá gerir Hann það. Hann hjápar okkur að gera hluti sem við gætum ekki á eigin spýtur en jafnvel þá þurfum við næstum alltaf að gera eitthvað – okkar hluta – til þess að ná því fram sem við óskum. Þegar við gerum það þá verðlaunar Jesús okkur. Það er augljóst þegar maður skoðar öll ritningarversin um verlaun og ríkidæmi á himnum.6

Hann reiknar okkar það til tekna eða verðlaunar okkur

1 matteusarguðspjall 25:14-232 lúkasarguðspjall 16:83 jóhannesarguðspjall 1:47

4 jobsbók 1:85 1 samúelsbók 13:14

eFtir daVid Brandt Berg

þegar við gerum eins vel og við getum við það sem Hann hefur gefið okkur. Eins og i sögunni um bóndann sem var að sýna ferðamanni býlið sitt og ferðamaðurinn sagði: „Þetta er dásamlegt býli sem Guð hefur gefið þér!“ „Já“ svaraði bóndinn, „en þú hefðir átt að sjá það á meðan Guð átti það!“ Eða með öðrum orðum, að áður en bóndinn hafði unnið alla erfiðisvinnuna, að ryðja landið, plægja jörðina og rækta uppskeruna. Jafnvel í aldingarðinum Eden þurfti einhvern til að hugsa um garðinn og Guð fól Adam það starf þegar Hann setti hann þar.7

Það er það sem Guð vill að við gerum fyrir aðra. Það ætti að hrósa fólki og það þarf að vera af einlægni. Það er munur á einlægu hrósi og smjaðri. Næstum allir þarfnast uppörvunar. Fæstir eru montnir eða hégómlegir og uppteknir af sjálfum sér. Ég held að í raun þá sé flest fólk óöruggt eða upplifi sig sem minnimáttar

6 daníel 12:3; matteusarguðspjall 6:19-21; 16:27; 25:21; 1 korintubréf 9:25; 2 tímóteusarbréf 4:7-8; opinberunarbókin 2:10 7 1 mósebók 2:15

Meðmæli

Page 9: Vegur til

Vegur til... Vol 1, issue 1 | www.vegurtil.com 9

í einhverjum aðstæðum og hætti við að missa kjarkinn. Þess vegna er uppörvun svo mikilvæg.

Fólk þrífst á hóli. Allir skynsamir foreldrar eða yfirmenn geta sagt þér það. Það er mikilvægara að hrósa barni fyrir góða hegðun og góð verk heldur en að skamma það fyrir slæma hegðun. Það sama á reyndar líka við um fullorðna. Þú skalt alltaf leggja áherslu á hið jákvæða ef þú vilt draga fram það besta í fólki og eiga gott samband við það.

Eitt það versta sem þú getur gert er að dvelja við galla fólks, gera lítið úr því, nöldra og leita að sökudólgi. Það mun eyðileggja sambönd hraðar en næstum allt annað og hefur verið ástæða margra hjónaskilnaða. Það minnir mig á sögu um konu og skilnaðardómara. Hún gat bara ekki lifað með „þessum manni“ einn dag í viðbót sagði hún við dómarann og taldi upp galla eiginmannsins. Hún hélt áfram og áfram.

Að lokum stoppaði hún til að draga andann og dómarinn spurði: „Nú, af hverju giftist þú honum þá í upphafi? Þér hlýtur að hafa líkað eitthvað í fari hans. Hvað var það?“

Konan svaraði: „Nú hann var góður maður, duglegur og skaffaði reglulega. Hann var líka góður við börnin og trúfastur.“ „Er hann ekki en allt þetta?“ spurði dómarinn. „Jú“ andvarpaði konan, „en...“ Og svo byrjaði hún að telja upp raunir sýnar. „Hann er hræðilegur! Hann hendir fötunum sínum á gólfið. Hann gengur aldrei frá neinu. Hann er alltaf of seinn í mat. Það er erfitt að vekja hann á morgnanna. Hann borar í nefið á almannafæri. Hann kvartar er ég brenni brauðið...„ Allt voru þetta frekar smávægilegar yfirsjónir.

„Jæja þá“ sagði dómarinn: „hér er úrskurður minn: Farðu heim og hugsaðu um þessa góðu kosti sem þú varst hrifin af og reyndu að hugsa ekki um það sem pirrar þig. Ef þú villt ennþá skilnað eftir 30 daga, komdu þá aftur.“ Dómarinn sá þessa konu aldrei aftur.

Við sköpum vandamál þegar við dveljum við veikleika fólks og slæma siði. „Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.“1 Reyndu þetta næst

1 filippíbréfið 4:82 matteusarguðspjall 7:12

„Hvernig við eigum

samskipti við aðra

og okkur sjálf

ákvarðar á endanum

gæði lífs okkar“—

Anthony Robbins

þegar þú verður pirraður eða missir þolinmæðina við einhvern. Minntu sjálfan þig á, góða kosti viðkomandi og reyndu að hugsa ekki um þá slæmu.

Kannt þú ekki að meta það þegar fólk sýnir þér svona tillitssemi? Og hvetur það þig ekki áfram þegar einhver sýnir þér þakklæti fyrir vel unnið verk? Það er hluti af því að lifa eftir Gullnu Reglunni: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“2 •

Page 10: Vegur til

10 www.vegurtil.com | Vegur til... Vol 1, issue 1

gríska orðið sem er þýtt sem ímynd í flestum enskum útgáfum Biblíunnar er „eikon“ en þaðan er komið enska orðið „icon“ sem útlegst sem helgimynd eða átrúnaðargoð. Þetta orð er notað í Biblíunni í bæði bókstaflegri merkingu (t.d. í Matteusarguðsjalli 22:20, þar sem Jesús spyr hvers ímynd sé á rómverska peningnum) og í óeiginlegri merkingu (t.d. í Kólusarbréfinu 1:15 og Hebreabréfinu 1:3, þar sem Páll postuli segir að Jesús sé tjámynd hins ósýnilega Guðs). Septuagint, sem er fyrsta staðlaða þýðingin á Gamla testamenntinu úr Hebresku yfir á Grísku kallar Adam „eikon of God“ eða táknmynd Guðs.

Skúlptúrarnir, málverkin og útskurðurinn í rétttrúnaðarkirkjunum eru kallaðir helgi-myndir – aðlagaðar túlkanir helgimynda. Svo er einnig um fólk sem er dáð eða álitið svo gott í því sem það gerir t.d. skemmtikraftar, íþróttamenn, frumkvöðlar og fleiri sem hafa nánast orðið ímyndir eða andlit þess sem þeir hafa skarað framúr í. Svo virðist sem að um leið og tölvuskjáir voru fundnir upp hafi þeir orðið uppfullir af myndum sem við köllum tákn. Sum hafa öðlast sitt eigið líf eins og guli broskallinn og hinar tilfinningarríku afleiður hans.

Sumt fólk notar þetta orð til þess að útskýra hlutverk hins kristna einstaklings í heiminum. Við eigum að leitast eftir því að vera ímynd Krists með því að gera eins og Hann gerði eða mundi gera

Vertu fyrirmynd

eFtir richard Johnston

í dag. Það er ekki slæm hugmynd. Ef við getum yfirfært þetta á trúsystkyni okkar – það að við sjáum þau sem ímynd Drottins – eykur bróðurkærleik og virðingu. Móðir Teresa gekk lengra í þessu og sagði: „Ég sé Jesús í hverri manneskju, ég segi við sjálfa mig, þetta er Jesús svangur, ég verð að gefa honum að borða. Þetta er Jesús veikur, hann er holdsveikur og með drep. Ég verð að þvo honum og hlúa að honum. Ég þjóna af því að ég elska Jesús“.

Fá okkar munu ná á þetta stig óeigingjarns kærleika sem móðir Teresa varð táknmynd fyrir en við ættum að reyna að líkjast Jesú meir og meir. Við gerum það með því að eyða tíma með Honum. Þannig lærum við að þekkja

Hann og Orð Hans og með því að ástunda það sem Hann predikaði og lifði. „En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins“. (2 Korintubréf 3:18)

Þessi umbreyting byrjar strax og þú tekur á móti Jesús sem frelsara þínum og býður Honum inn í líf þitt. Ef þú hefur ekki gert það þá getur þú gert það núna strax með því að biðja þessarar bænar:

„Kæri Jesús, þakka Þér fyrir að koma og deyja fyrir mig svo að syndir mínar verði fyrirgefnar. Svo ég geti reynt kærleika Þinn hér og nú og átt loforð um eilíft líf á Himnum. Ég opna hjarta mitt fyrir þér og býð þig velkominn. Amen“.•

Page 11: Vegur til

Vegur til... Vol 1, issue 1 | www.vegurtil.com 11

mig á að bíllinn þarf bæði að hafa bremsur og bensíngjöf. Ef hann hefði bara bensíngjöf þá mundi hann lenda útaf í fyrsta skiptið sem hann kæmi í beygju og færi aðeins of hratt. Ef hann hefði bara bremsur þá kæmist hann aldrei neitt. Til þess að komast áfram og halda sig á veginum þarf hann bæði bensíngjöf og bremsur sem vinna saman í jafnvægi.

Hvað þetta þýddi var alveg ljóst fyrir mér. Í fyrsta lagi þá þurfti ég að gera mér grein fyrir því að það sem ég áleit vera persónulegan veikleika var í raun styrkur. Sú staðreynd að ég gekk hægar til dæmis hjálpaði okkur sem stjórnunarteymi til að vera heildsteyptara og að hugsa og biðja hlutina í gegn áður en við framkvæmdum þá. Í öðru lagi, í stað þess að sjá styrkleika annarra sem ógnun og fara í samkeppni við þá, þá þurfti ég að læra að leyfa öðrum að vinna að því sem þeir sköruðu framúr í og reyna að nýta mína styrkleika til að styrkja þeirra en frekar.

Ánægjulegi endirinn er að ég breytti hugsunarhætti mínum og Paul og ég héldum áfram að vinna vel saman. Ég er aðeins reyndari núna og lífsreglan mín, „ekki samkeppni“ hefur reynst mér vel í alls konar samböndum.

ToM HAcK er MeðliMur í FAMily inTernATionAl í norður AMeríKu •

Ég hef ekki alltaf verið sá auð-veldasti til að vinna með. Í raun þá hefur sumt fólk haft álíka mikinn áhuga á að vinna með mér eins og að eiga broddgölt fyrir gæludýr.

Hluti af vandamálinu var mitt mikla keppnis-skap og ég skal gefa þér sýnishorn af því hvernig það gróf undan samskiptum mínum við vinnufélagana. Ég deildi stjórnunarábyrgð með orkumiklum sam-starfsmanni. Paul var snöggur að hugsa, kvikur í hreyfingum, var mjög skipulagður og kom miklu í verk á einum degi en ég var hinsvegar hægari, varkárari og meira fyrir að greina hlutina. Ég var vanur að segja, „ég er bara með tvo gíra – hægt og afturábak“. Þegar ég vann með Paul fannst mér ég alltaf vera skrefi á eftir og það æsti upp í mér samkeppnisandann. Ég ákvað fljótt að ég mundi gera betur en Paul á öllum sviðum. Ef hann ætlaði að mæta hálftíma fyrir í vinnuna til að ná smá forskoti á daginn þá ætlaði ég að mæta klukkutíma fyrr til að ná forskoti á hann. Ef að hann ætlaði að einbeita sér að ákveðnu vandamáli þá var ég búinn að stúdera það frá öllum mögulegum sjónarhornum. Nú þetta eyðilagði ávinninginn af því að vinna saman.

Ég bað fyrir þessu og Jesús gaf mér litla líkingu. Hann sagði mér að við værum eins og bíll og minnti

Bensíngjöfin og BremsaneFtir tom hack

Page 12: Vegur til

12 www.vegurtil.com | Vegur til... Vol 1, issue 1

Ég var að ganga í gegnum erfitt tímabil í samskiptum mínum við aðra. Ég var að ganga í gegnum erfitt tímabil í samskiptum mínum við aðra. Í stað þess að „vinna sér vini og hafa áhrif á fólk,“ eins og titillinn á frægri bók eftir Dale Carnegie stingur upp á, þá var ég að tapa vinum mínum og ýta fólki frá mér. Það var komin tími til að leita sér hjálpar. Ég tók upp bænasímann og hringdi í Jeremía 33:3 – „Kalla þú á mig og mun ég svara þér og kunngjöra þér mikla hluti og óskiljanlega, er þú hefir eigi þekkt.“ Jesús svaraði strax. Eftir alúðlegar kveðjur fór samtal okkar einhvern veginn svona...

„Ég á í miklum vanda vegna þess að ég segi hluti sem ég ætti ekki að segja og stundum misskilur fólk það sem ég segi. Hvort sem er þá verða samskiptin

eFtir curtis Peter Van gorder

stirð! Það er ekki eins og ég vill hafa hlutina. Ég vill eiga góð samskipti við fólk, jafnvel frábær. Vinsamlegast ráðlegðu mér í þessu. Hvernig get ég bætt samskiptahæfileika mína?“

„Líttu í kringum þig.“„Er það eitthvað sem þú

villt sýna mér?“„Já, fullt af einhverju.“Ég var undrandi en nógu

örvæntingarfullur til að reyna hvað sem var. „Áttu við að ég líti í kringum mig hérna inni? Allt í lagi, en hverju er ég að leita eftir nákvæmlega?“

„Hafðu bara augu og eyru opin. Eins og ég lofaði þér

mun ég sýna þér mikla hluti.“Þegar ég byrjaði að horfa

í kringum mig – þetta gæti nú hljómað skringilega – var eins og Jesús væri minn ósýnilegi leiðsögumaður.

Þegar ég fór í gegnum fyrstu dyrnar sagði Hann: „Mundu til hvers dyrnar eru. Þær tengja saman rými. Þú þarft að vera opin og heiðarlegur í samskiptum þínum við aðra ef þú vilt tengjast þeim.“

Í eldhúsinu sagði Hann: „Nokkrir hlutir hér hafa sérstaka þýðingu fyrir okkur í dag. Þetta brýni heldur blaðinu hreinu og beittu. Sjáðu

Hús boðskiptanna

Page 13: Vegur til

Vegur til... Vol 1, issue 1 | www.vegurtil.com 13

settu saman leiðbeiningar til þess að hjálpa þér að fá sem mest útúr þeim án teljandi vandræða. Það er svolítið eins með góð samskipti. Þú þarft að vera skýr í útskýringum þínum og hlusta vandlega á útskýringar annarra. Annars er víst að það verði einhver misskilningur.“

„Úr því að við erum hérna, hvernig væri að fá sér te? Settu ketilinn yfir. Það tekur vatnið svolitla stund að sjóða svo þú þarft að hafa smá þolinmæði. En það er annar hæfileiki sem þú þarft að hafa til að eiga góð samskipti. Sérhver manneskja er einstök þannig að engar tvær manneskjur sjá aðstæður frá sama sjónarhorni. Það þarf oft þolinmæði til að reyna að sjá hlutina í sama ljósi og aðrir og ná sameiginlegum skilningi.“

„Tebolli yljar þér eins og kærleikurinn gerir. Þegar þú upplifir kærleika þá fær það þig til að vilja svara með kærleika, er það ekki? Svo ef þú manst bara eitt, þá skaltu muna að eiga samskipti á þann hátt að viðkomandi upplifi kærleika. Þú getur gert þetta á margan hátt – með einföldum hætti eins og að sýna fólki að þú kunnir að meta skoðanir þeirra eða að þú njótir þess að vera með þeim, eða með einlægu brosi eða hóli.“

„Núna skulum við fara

fram á gang. Farðu varlega því það var verið að skúra gólfið. Að fara sér of hratt á sleipu gólfi getur leitt til slæms falls og það að vera of fljótur að tala, sérstaklega í viðkvæmum aðstæðum getur leitt til hörmungar.“

„Líður þér vel? Er of heitt eða of kalt? Mátulegt? Það er gott. Hér á vinstri hönd er áhugavert tæki sem nefnist hitastillir. Hann heldur réttu hitastigi í húsinu með því að hækka eða lækka hitann eftir því sem við á. Í samskiptum þínum við aðra þarft þú að halda þeim sem þú ert að tala við á réttu þæginda stigi með því að vera næmur fyrir þörfum viðkomandi.“

„Sérðu vegklukkuna þarna? Hún ætti að minna þig á góða tímasetningu í samskiptum. Gefðu fólki tíma til að vakna almennilega á morgnanna eða gefðu því tíma til að róa sig ef það er í uppnámi. Að sjálfsögðu er besta leiðin til að vita hvort það er hentugur tími til að segja eitthvað er að gefa sér tíma til að hlusta áður en þú talar.“

„Ef þú ert alveg hljóður þá getur þú heyrt tifið í klukkunni. Það getur komið sá tími að þú þurfir að þagga niður í þínum eign hugsunum til þess að heyra hvernig annað fólk „tifar“. Þegar þú hlustar vandlega á aðra kemst þú að því að það hefur nokkra kosti. Fólki líður betur á meðan það talar við þig og það er líklegra til að hlusta á þig. Veistu að fólk hlustar fimm sinum hraðar en það talar? Þess vegna eiga svo margir í vandræðum með að trufla aðra í miðjum setningum.“

„Færum okkur inn í stofu. Góð stofa er ekki of fátækleg og ekki of hlaðin. Þægilegir sófar, nokkur smekkleg málverk og skrautmunir og þægileg lýsing sem allt segir; Velkomin. Slakaðu á. Þannig á fólki að líða í kringum þig – að því sé frjálst að tjá sig.“

En þá hringdi dyrabjallan. Komin tími til að reyna eitthvað af þessum ábendingum. •

hvernig hnífurinn sker núna auðveldlega í gegnum gulrótina. Þú manst kannski eftir í Orðskviðunum, „Járn brýnir járn og maður brýnir mann.“ 1 Góðar samræður skerpa þig. Hver er andstæða skerpu? Þú veist það...bitlaust eða deigt. Það eru hlutir sem þú villt forðast í samskiptum þínum við aðra.“

„Í þessum eldhústækjum er önnur lexía. Að baki hönnunar þeirra er mikil hugsun. Þeir sem hönnuðu þessi tæki voru svo hugmyndaríkir að þeir 1 Orðskviðirnir 27:17

Page 14: Vegur til

14 www.vegurtil.com | Vegur til... Vol 1, issue 1

Að vinna vel með öðrumSpurning: Ég var nýlega hækkaður í tign upp í stjórnunarstöðu sem ég

hafi lengi látið mig dreyma um en núna er ég ekki viss um að valda þessu. Það virðist sem að allt sem ég segi eða geri valdi misskilningi milli mín og samstjórnenda minna. Áttu einhver ráð?

Svar: misskilningur er alltaf leiðinlegur sérstaklega þó á vinnustöðum sem fyrir eru stressandi. að þurfa svo að læra í ofanálag nýtt stjórnunar hlutverk þá er ekki að undra að það dragi úr kjarkinn. en ekki gefast upp alveg strax! að læra ný ábyrgðarhlutverk og það að byggja upp gott samband tekur hvort tveggja tíma svo vertu þolinmóður. en þangað til eru hérna nokkur ráð sem ættu að hjálpa.

1. Eitt í einu. gefðu þeim verkefnum sem bíða og þeim sem þú talar við óskipta athygli þína.

2. Hlustaðu. leyfðu samstarfsfólki þínu að tala út áður en þú tjáir þínar skoðanir og hugsanir og gríptu aldrei frammí. Þetta hjálpar þér ekki bara að nýta þér þeirra reynslu heldur er þetta leið til að sýna virðingu sem ávinnur sér síðan virðingu þeirra.

3. Biddu um frekari upplýsingar, útskýringar ef þess er þörf. mikið af erfiðleikum í samskiptum kemur af því að fólk er of stolt til að segja að því vanti frekari upplýsingar eða að það skilja ekki það sem hinn aðilinn er að segja.

4. Hugsaðu hlutina til enda. Vertu viss um hverju þú vilt koma til skila áður en þú byrjar að tala. Þetta mun hjálpa þér að vera skýrari, ákveðnari og málefnalegri í framsögunni og þar af leiðandi minni líkur á misskilningi.

5. Ekki flækja málið með orðaflaumi. eins og john kotter prófessor við Harvard og höfundur metsölubókarinnar „Leiðandi breytingar“ sagði: „góð samskipti þýða ekki að þú verðir að tala í fullkomnum setningum. Þetta snýst ekki um færni. einfalt og skýrt kemur þér langt.“

6. Viðurkenndu takmörk þín. ekki vera hræddur við að segja: „Ég veit það ekki.“

7. Fylgstu með ósögðum boðskiptum þínum. næstum allt sem þú gerir sendir einhver boð til annarra. stundvísi, áhugi, líkamstjáning, andlitsdrættir, raddblær og jafnvel þögn þín sendir boð. jákvæð merki opna fyrir samskipti; neikvæð hindra þau.

8. Sýndu samhygð. til þess að skilja aðra reyndu þá að setja þig í þeirra spor. af hverju hugsa þeir svona og af hverju gera þeir þetta? Passaðu þig á að mistúlka ekki líkamstjáningu annarra. ef þú ert ekki viss, spurðu þá.

9. Leitaðu eftir einingu. Það er auðveldara að vinna með fólki heldur en á móti því. forðastu átök og persónulega árekstra með því að leita eftir sameiginlegum hlutum og aðdáunarverðum kostum í þeim sem þú vinnur með.

10. Vertu jákvæður. byggðu upp liðsandann með því að dvelja við það sem vel tókst og þann árangur sem náðst hefur að sameiginlegum markmiðum. skoðaðu vandamálin frá sjónahorninu „hvernig leysum við úr þessu“ frekar en „hverjum er þetta að kenna“ •

sVör

VIð

sPurnIngunnI

Page 15: Vegur til

Vegur til... Vol 1, issue 1 | www.vegurtil.com 15

K y r r ðar s t undirandleg æfing

„Treystu heldur Guði sem lætur oss allt ríkulega í té til nautnar.“ 1

Næst þegar þyrmir yfir þig og þér finnst þú stressaður, finndu þá hljóðlátan stað og taktu þér fimm mínútur í að prófa þetta: Lokaðu augunum og einbeittu hugsunum þínum á kyrrlátan stað. Það getur verið margbrotinn staður eins og ströndin þar sem hlýjar öldur skolast yfir fætur þér og mild golan skrjáfar í pálmatrjánum og hári þínu. Eða eitthvað einfalt eins og að slappa af í uppáhalds stólnum þínum á frídegi. Sjáðu nú fyrir þér að Jesús sé nú með þér, ánægður, afslappaður og fullur tilhlökkunar eftir því að eyða með þér svolitlum tíma. Þegar þú hefur greypt þessa mynd tryggilega í huga þér, reyndu þá að „vera“ þarna í nokkrar mínútur. Finndu hvernig líkaminn, hugurinn og andinn slaka á. Þegar þú snýrð aftur til „raunveruleikans“ finnst þér þú hvíldur og betur andlega undurbúinn undir hvað það sem dagurinn hefur uppá að bjóða.

nærandI lestur

lyklar að góðum samskiptum

Hafðu það jákvætt og uppbyggjandi. orðskviðirnir 15:23orðskviðirnir 27:9 efesusbréfið 4:29

Vertu upplýstur um það sem þú talar.orðskviðirnir 18:13jakopsbréfið 1:19

Tímasetning og háttvísi skiptir öllu.orðskviðirnir 10:32aorðskviðirnir 25:11Prédikarinn 3:7Prédikarinn 8:5

Settu þig í spor annarra; samhygð.matteusarguðspjall 7:12rómverjabréfið 12:15filippíbréfið 2:3–41 Pétursbréf 3:8

Stöðvaðu ágreininginn áður en hann hefst.orðskviðirnir 15:1orðskviðirnir 17:9orðskviðirnir 17:14 orðskviðirnir 20:3a

Ekki slúðra.títusarbréf 3:21 Pétursbréf 2:1

Hvernig breytum við Heiminum til Hins betra í einni svipaneFtir daVid Brandt Berg

Væri það ekki frábært ef allir mundu einfaldlega gera það sem Jesús sagði okkur að gera – að elska náungan eins og okkur sjálf?2 Þegar að fólk umgengst aðra án kærleika þá mun það lenda í vandræðum – og það gerir það! Það er óhætt að segja það að rót alls ills í heiminum sé skortur á kærleika. En það er til einföld lausn, jafnvel í svo flóknu og ruglingslegu samfélagi eins og heiminum í dag: kærleikur. Ef við elskum Guð þá getum við elskað og borið virðingu fyrir hvert öðru. Við getum fylgt reglum Hans um lífið, frelsið og hamingjuna, þá mun öllum líða vel og vera hamingjusamir í Honum.

Því skulum við biðja Guð um að hjálpa okkur að elska náungann með Hans kærleika. Og munum að náunginn er ekki bara sá sem er okkur næstur. Heldur hver sá sem þarfnast hjálpar okkar, án tillits til kynþáttar, trúar, litarháttar eða þjóðernis.

1 1tímóteusarbréf 6:17 2 matteusarguðspjall 22:39

Page 16: Vegur til

Það hefur verið sagt að fólk sé einmana vegna þess að það byggir veggi í stað brúa. Þvílík sannindi þetta eru.

Flestu fólki hættir til að vera svolítið sjálfselskt. Það er í mannlegu eðli að gæta að eigin hagsmunum, að setja eigin þarfir og langanir framar þörfum og löngunum annarra. Það er auðvelt að verða upptekin af eigin lífi og vandamálaum en þegar við verðum það þá sköpum við stærra vandamál með því að loka á marga dásamlega hluti í lífinu og margt gott fólk.

Þegar þú byggir brýr með því að teygja þig til og snerta við öðrum þá fjölgar það kannski vandamálunum og flækir hlutina en það er þess virði því það hefur líka í för með sér hlýju, vinskap, kærleika og aðrar blessanir fyrir líf þitt. Þetta snýst um að gefa og þiggja og krefst svolítillar vinnu, þolinmæði og úthalds. Brúin byggir sig ekki sjálf og stundum eru hinir ekki svo spenntir fyrir því þegar þú byggir í áttina til þeirra. En ef allir myndu festast í þessum „ég fyrst“ hugsunarhætti og byggja bara veggi, þá yrði heimurinn hræðilega einmanalegur staður.

Að byggja brú hefst með bæn um kærleika og skilning og að Ég hjálpi þér eftir þörfum að breytast á öðrum sviðum. Þegar þú byrjar að hugsa um hvað aðra langar og hvers þeir þarfnast þá er grindin komin. Síðan styrkist brúin í hvert skipti sem þú gefur af þér til þessarar manneskju sem er svo erfitt að nálgast. Það getur kostað svolítið hugrekki að fara yfir brúnna í fyrsta skiptið þegar þú veist ekki hversu sterk hún er eða hvernig þér verður tekið hinu megin, en þú verður glaður þegar þú ert kominn yfir. Ég mun blessa hverja ósjálfselska athöfn og verðlauna hvert skref sem þú tekur til þess að ná til annarra.

frá jesús með kærleIka

byggið brýr en ekki veggi