velferð og atvinnulíf

8
Kópavogur Málgagn Samfylkingarinnar í Kópavogi 1. tbl. 60. árg. 2013 Þræðir velferðarkerfis og atvinnu- lífsins hafa alltaf tvinnast saman. Til þess að velferðarkerfið virki verðum við að fjölga störfum og bera meira úr býtum. Til þess þarf efna- hagslegan stöðugleika sem lækkar vexti og skapar meiri arðsemi í atvinnulífi. Við getum kosið að halda áfram hinni eilífu hringrás milli bólu og kreppu eða kosið nýja leið, sem skapar okkur öllum meiri velferð og betri lífskjör. Í stjórnartíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks fannst aldrei króna til að bæta velferðarkerfið, þótt hér drypi smjörlíki af hverju strái. Þrátt fyrir góða afkomu ríkissjóðs þótti þeim við hæfi að raða eldri borgurum í tví- og jafnvel þríbýli. Það þótti í lagi að flytja fólk landshorna á milli; Kópavogsbúar og Garðbæingar voru nauðugir fluttir á Kirkjubæjarklaustur og Dalvík árið 2007. Þetta er veruleikinn undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Þegar við tókum við eftir hrun réðumst við strax í byggingu hjúkrunarrýma um land allt. Við bjuggum líka til stórátak í menntun ungs atvinnulauss fólks. Þúsundir atvinnulausra ungmenna hafa fengið ný tækifæri og nýtt þau, sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Góð samvinna okkar við Menntaskólann í Kópavogi skipti þar miklu máli. Við þéttum öryggisnetið Á nýju kjörtímabili bíða okkar enn fleiri verkefni. Við munum bæta kjör lífeyrisþega í samræmi við þau loforð sem ég veitti í upphafi kjörtímabilsins. Nýtt almannatryggingakerfi hefur verið kynnt, sem bætir mjög hag lífeyrisþega og við munum setja fjármögnun þess í forgang. Við höfum þegar breytt vaxtabótakerfi til að mæta betur fólki á lágum og meðaltekjum og við höfum aukið við barnabætur. Við munum afnema tekjutengingu þeirra og draga úr álögum á brýnustu nauðsynjar, matvæli og barnaföt. Forsenda öflugs velferðar- kerfis verður samt alltaf öflugt atvinnulíf. Við verðum að passa að skilyrðin séu ekki of íþyngjandi fyrir lítil- og meðalstór fyrirtæki á Íslandi þannig að þau geti fjölgað starfsfólki og greitt mannsæmandi laun. Á kjörtímabilinu höfum við þétt öryggisnet velferðarkerfisins og varið hina verst settu. Á sama tíma endurreistum við íslenskt atvinnulíf úr rústum hrunsins. Þótt tími uppskeru sé ekki runninn upp, þá skiptir máli að þeir sem halda um valdataumana hafa skilning og framtíðarsýn á hvorutveggja öflugu atvinnulífi og öruggu velferðarkerfi. Framundan eru afar mikilvægar kosningar. Við í Samfylkingunni bjóðum ekki upp á töfralausnir fyrir komandi kosningar, heldur raunhæfa leið út úr vandanum. Velferð og atvinnulíf – Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Persónuafsláttur hefur hækkað um 45% frá árinu 2007 og er verðtryggður frá byrjun árs 2012. Atvinnuleysi hefur minnkað um helming frá 2009. Með sérstöku átaki var þúsundum ungra atvinnuleitenda komið í nám. Lagt var á sanngjarnt veiðileyfagjald fyrir sérleyfi til þess að nýta fiskistofna í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Rúmlega 100 milljarðar króna hafa runnið til ölskyldna í gegnum barna- og vaxtabótakerfið. Það skiptir máli hverjir stjórna

Upload: samfylkingin-jafnadarmannaflokkur-islands

Post on 29-Mar-2016

234 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

Málgagn Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir alþingiskosningarnar 2013.

TRANSCRIPT

Page 1: Velferð og atvinnulíf

KópavogurMálgagn Samfylkingarinnar í Kópavogi 1. tbl. 60. árg. 2013

Þræðir velferðarkerfis og atvinnu-lífsins hafa alltaf tvinnast saman. Til þess að velferðarkerfið

virki verðum við að fjölga störfum og bera meira úr býtum. Til þess þarf efna-hagslegan stöðugleika sem lækkar vexti og skapar meiri arðsemi í atvinnulífi. Við getum kosið að halda áfram hinni eilífu hringrás milli bólu og kreppu eða kosið nýja leið, sem skapar okkur öllum meiri velferð og betri lífskjör.

Í stjórnartíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks fannst aldrei króna til að bæta velferðarkerfið, þótt hér drypi smjörlíki af hverju strái. Þrátt fyrir góða afkomu ríkissjóðs þótti þeim við hæfi að raða eldri borgurum í tví- og jafnvel þríbýli. Það þótti í lagi að flytja fólk landshorna á milli; Kópavogsbúar og Garðbæingar voru nauðugir fluttir á Kirkjubæjarklaustur og Dalvík árið 2007. Þetta er veruleikinn undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Þegar við tókum við eftir hrun réðumst við strax í byggingu hjúkrunarrýma um land allt.

Við bjuggum líka til stórátak í menntun ungs atvinnulauss fólks. Þúsundir atvinnulausra ungmenna hafa fengið ný tækifæri og nýtt þau, sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Góð samvinna okkar við Menntaskólann í Kópavogi skipti þar miklu máli.

Við þéttum öryggisnetiðÁ nýju kjörtímabili bíða okkar enn fleiri verkefni. Við munum bæta kjör lífeyrisþega í samræmi við þau loforð sem ég veitti í upphafi kjörtímabilsins. Nýtt almannatryggingakerfi hefur verið kynnt, sem bætir mjög hag lífeyrisþega og við

munum setja fjármögnun þess í forgang. Við höfum þegar breytt vaxtabótakerfi til að mæta betur fólki á lágum og meðaltekjum og við höfum aukið við barnabætur. Við munum afnema tekjutengingu þeirra og draga úr álögum á brýnustu nauðsynjar, matvæli og barnaföt.

Forsenda öflugs velferðar-kerfis verður samt alltaf öflugt atvinnulíf. Við verðum að passa að skilyrðin séu ekki of íþyngjandi fyrir lítil- og meðalstór fyrirtæki á Íslandi þannig að þau geti fjölgað starfsfólki og greitt mannsæmandi laun.

Á kjörtímabilinu höfum við þétt öryggisnet velferðarkerfisins og varið hina verst settu. Á sama tíma endurreistum við íslenskt atvinnulíf úr rústum hrunsins. Þótt tími uppskeru sé ekki runninn upp, þá skiptir máli að þeir sem halda um valdataumana hafa skilning og framtíðarsýn á hvorutveggja öflugu atvinnulífi og öruggu velferðarkerfi.

Framundan eru afar mikilvægar kosningar. Við í Samfylkingunni bjóðum ekki upp á töfralausnir fyrir komandi kosningar, heldur raunhæfa leið út úr vandanum.

Velferð og atvinnulíf – Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar

Persónuafsláttur hefur hækkað um 45% frá árinu 2007 og er verðtryggður frá byrjun árs 2012.

Atvinnuleysi hefur minnkað um helming frá 2009. Með sérstöku átaki var þúsundum ungra atvinnuleitenda komið í nám.

Lagt var á sanngjarnt veiðileyfagjald fyrir sérleyfi til þess að nýta fiskistofna í sameiginlegri eigu þjóðarinnar.

Rúmlega 100 milljarðar króna hafa runnið til fjölskyldna í gegnum barna- og vaxtabótakerfið.

Það skiptir máli hverjir stjórna

Page 2: Velferð og atvinnulíf

2

Hvernig bætum við lífskjörin?

Svona stjórna jafnaðarmennVarnarsigur í velferðarmálum

60% landsmanna borga hlutfallslega minni skatta eða jafn •mikla skatta og fyrir hrun. Þeir sem betur standa greiða meira til samfélagsins. Skattar sem hlutfall af landsframleiðslu hafa lækkað.

Persónuafsláttur hefur hækkað um 45% frá árinu 2007 •og er verðtryggður frá byrjun ársins 2012.

Barnabætur hafa hækkað um 30%. Á þessu ári verjum við 11 •milljörðum króna í stuðning við barnafjölskyldur auk þess sem við höfum staðfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Útgjöld ríkisins til velferðarmála eru hærri en þau voru í bólunni fyrir hrun. •Við höfum ráðist í byggingu 12 hjúkrunarheimila fyrir aldraða um allt land.

Jafnrétti kynjanna hefur hvergi mælst meira en á Íslandi undanfarnin •4 ár, sóknin heldur áfram með endurreisn Fæðingarorlofssjóðs.

Endurreisn atvinnulífsins

Atvinnuleysi hefur minnkað um helming frá 2009. Með sérstöku •átaki var þúsundum ungra atvinnuleitenda komið í nám.

Unnið var eftir fyrstu heildstæðu auðlinda- og orkustefnunni. •Hún byggir á sjálfbærri verðmætasköpun og eðlilegu tilkalli þjóðarinnar til arðs af sameiginlegum auðlindum.

Tækniþróunarsjóður var stórefldur. Á þessu ári hefur hann •úr 1,2 milljörðum að spila til að skapa ný störf.

10 milljarðar voru settir í fjárfestingaverkefni um allt land, m.a. •skapandi greinar, kvikmyndagerð og ferðaþjónustu. Þar af fóru 650 milljónir til framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar.

Rammalöggjöf var sett til að hvertja til nýfjárfestinga og •tryggð endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar.

Undanfarin ár hafa landsmenn búið við niðurskurð og auknar álögur til að greiða kostnað hrunsins. Sameiginlegur sjóður landsmanna var rekinn með 216 milljarða halla en er nú kominn í jafnvægi þrátt fyrir 90 milljarða vaxtagreiðslur. Á grunni þessarar vinnu birtast nú himinháir kosningavíxlar.

Hvað á að gera?Sumir vilja lækka skatta á þá ríkustu. Hækka skatta á tekjulága og lækka skatta á tekjuháa í gegnum afnám þrepaskiptingar tekjuskatts. Aðrir vilja lækka skuldir allra um 20%. Það yrði vissulega gaman í smá stund en svo ekki meir. Þremur til fjórum árum síðar yrðum við á sama stað með skuldir heimilanna enda myndi verðbólgan æða áfram. En ríkissjóður yrði 300 milljörðum fátækari. Við jafnaðarmenn teljum skynsamlegra að greiða niður skuldir, lækka 90 milljarða reikninginn og forgangsraða í þágu velferðar. En best væri að breyta kerfinu.

Hvernig á að gera það?Við jafnaðarmenn teljum að besta leiðin til að bæta lífskjörin sé að taka

upp nýja gjaldgenga mynt. Mynt sem heldur verðgildi sínu. Núna greiða heimilin, fyrirtækin og hið opinbera 150 milljarða á ári fyrir að hafa krónuna. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan Evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu. Ný mynt á Íslandi myndi gera verðtryggingu óþarfa og lækka matarverð. Um leið yrði auðveldara fyrir fyrirtækin að ráðast í fjárfestingar og fjölga störfum. Þannig gætu hið opinbera, heimilin og fyrirtækin notað 150 milljarða krónuskatt í annað.

Og hvenær á að gera það?Stöðugleikinn er ekki fjarlæg draumsýn. Ný ríkisstjórn gæti lokið viðræðum og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta

kjörtímabili. Segi þjóðin já – væri nokkrum mánuðum síðar hægt að tengja krónu við evru með svipuðum hætti og Danir gera. Það er því raunsætt að komast í gjaldmiðlasamstarf eftir tvö ár, einhendi flokkarnir sér að ljúka

viðræðum. Þá leið vilja jafnaðarmenn fara til að bæta lífskjör á Íslandi.

Magnús Orri Schram, alþingismaður

Page 3: Velferð og atvinnulíf

3

Samfylkingin fyrir barnafjölskyldurKjör ungra barnafjölskyldna skertust verulega í kjölfar efnahagskreppunnar fyrir rúmum fjórum árum. Ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hefur lagt áherslu á að koma til móts við barnafjölskyldurnar með ýmis konar aðgerðum sem ráðist var í þrátt fyrir afar bága stöðu ríkisfjármála. Þessar aðgerðir snúast um sérstakar greiðslur til barnafjölskyldna og aðgerðir í húsnæðis- og lánamálum.

Ríkisstjórnin hækkaði barna- •bætur um 30%Gjaldfrjálsar tannlækningar fyrir börn•Húsaleigubætur voru hækkaðar •og dregið úr tekjuskerðingu þeirra. Það var fyrsta skrefið í átt að nýju húsnæðiskerfi þar sem allir, kaupendur og leigjendur, hafa sama rétt Íbúðaeigendur með lánsveð fá •sérstakar vaxtabætur og verður tryggð sambærileg úrlausn mála og aðrir skuldarar hafa fengið

Skuldir heimilanna hafa verið færðar niður um 200 milljarða. 12 þúsund heimili hafa notið góðs af lækkun skulda og eru þær nú í sömu stöðu og árið 2006.

Á næsta kjörtímabili ætlar Samfylkingin að halda áfram á sömu braut enda er talsvert verk eftir enn þá í þágu barnafjölskyldna. Helstu aðgerðir Samfylkingarinnar í ríkisstjórn að loknum kosningum eru:

Afnám tekjutengingar barnabóta •og hækkun þeirra.Nýjar húsnæðisbætur fyrir alla •og þeir sem leigja fá jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa.2000 nýjar leiguíbúðir verði í •boði í samstarfi við sveitarfélög og búseturéttarfélög.Eitt húsnæðiskerfi fyrir alla, •fjölgun námsmannaíbúða og efling leigumarkaðar.Ljúka þarf viðræðum við ESB til að •fá stöðugan gjaldmiðil til að lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir gengissveiflum og verðbólgu.

Til þess að þetta sé hægt þarf ábyrga efnahagsstjórn og áframhaldandi uppbyggingu velferðarkerfisins. Jöfnun lífskjara er forgangsmál Samfylkingarinnar og það er brýnt að létta byrðunum af ungum barnafjölskyldum. Útgjöld þeirra vegna leikskóla, þjónustugjalda í

grunnskóla og þátttöku barnanna í tómstundastarfi eru veruleg á sama tíma og verið er að koma sér upp húsæði.

Þegar meirihluti Framsóknar-flokks, Sjálfstæðisflokks og Lista Kópavogsbúa komst til valda í Kópavogi fyrir rúmu ári síðan var það eitt af fyrstu verkum hans að lækka fasteignagjöld og létta þar með byrðum af þeim sem stærsta húsnæðið eiga en hækka álögur á barnafjölskyldur, þ.e. leikskólagjöld og matargjaldið í grunnskólunum. Jafnframt tók hann til baka ákvörðun fyrri meirihluta Samfylkingar, VG og fleiri um að lækka greiðslur foreldra vegna dagforeldra þannig að þær væru jafnar leikskólagjöldum. Þetta endurspeglar svo ekki verður um villst forgangsröðun stjórnmálaflokkanna.

Mér sýnist að komandi kosningar snúist um hvort við viljum halda áfram með okkar

efnahagsmál á sömu nótum og verið hefur síðustu áratugina eða hvort við viljum staldra við og spyrja okkur þeirrar grundvallar spurningar hvort ekki sé nú fullreynt í þeim efnum. Við höfum búið við það ástand að ýmis hagsmunaöfl hafa getað fellt gengið þegar þeim hentar, en það hefur aftur þýtt aukna verðbólgu,sem um leið hækkar lánin okkar.

Ef þjóðin er sátt við þessa aðferðarfræði þá er augljóst að engin breyting verður á okkar málum í næstu framtíð. Þá munu flokkar fyrir hverjar kosningar halda áfram að lofa einhverjum töfralausnum og virðast sumir þeirra hafa litlar áhyggjur hvort nokkur minnsti möguleiki er að standa við loforðin eftir kosningar. Þetta ástand er með öllu óþolandi.

Hvað með ríkissjóð?Okkur hefur verið sagt að það sé algjört lykilatriði að ríkissjóður sé rekinn á grænum tölum og að við verðum að lækka skuldir hans eins snarlega og mögulegt er. Á milli kosninga flytja menn lærðar ræður um þessi mál og merkilegt nokk, þá eru allir sammála um þessa stefnu. Þegar kosningar nálgast fara einstakir flokkar að breyta frá þessari stefnu vegna þess að ríkissjóður hefur ekki kosningarétt og þegar á reynir er auðveldara að gleyma honum en þeim sem hafa kosningaréttinn. Ábyrgðarleysið er svo algjört, að flokkar búa til ýmis konar töfralausnir sem gætu heillað kjósendur og skilað viðkomandi flokkum einhverjum atkvæðum, en þá er umhyggjan fyrir afkomu þjóðarbúsins týnd og tröllum gefin.

Lækkum skattanaSjálfstæðisflokkurinn auglýsir nú, að komist hann til valda þá muni hann lækka skatta á öllu og öllum. Auðvitað vilja

allir að skattar lækki fyrir sig, en til hvers er verið að leggja á skatta? Við gerum það til að reka þjóðfélagið með öllu sem því tilheyrir og pólitíkin er nú einu sinni þannig, að menn greinir á um hve mikla þjónustu á að veita og hverjum. Launamunur er mikill milli einstaklinga og því er það pólitísk afstaða hvort menn vilja láta alla greiða sömu skattprósentu eða hafa hana lægri á þeim sem hafa lægri tekjur. Sjálfstæðisflokkurinn vill að allir greiði sömu skattprósentu óháð tekjum. Samfylkingin leggur áherslu á að hinir tekjulægri greiði lægri skatta og að skattkerfinu verði breytt til tekjujöfnunnar. Þetta er grundvallarmunur á þessum tveimur flokkum.

Ríkið borgar brúsannFramsóknarflokkurinn boðar fyrir kosningar að nú skuli

láta hrægammasjóðina greiða skuldir heimilanna. Hvenær spyrja menn? Það er ekki gott að segja, er svar Framsóknarmanna. Eru þessir peningar í hendi? Nei,segja Framsóknarmenn, en við munum ná í þá með illu eða góðu af því að sjóðirnir hafa grætt svo mikið í hruninu. Þannig munum við lækka skuldir sumra heimila.

Nokkrir Framsóknarmenn fóru með stjórn á milljarðasjóðum Samvinnutrygginga og ætluðu að senda fyrrum tryggingatökum félagsins þá milljarða heim, vegna þess að félagið var gagnkvæmt tryggingafélag, og því áttu gamlir tryggingatakar þessa peninga. Þessir peningar voru í hendi, en hvert fóru þeir peningar? Alla vega ekki til heimilanna. Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar að lækka skuldir heimilanna með því að rýra skatttekjur og lofa mönnum skattaafslætti ef þeir greiða beint inn á höfuðstól lánanna. Þannig vilja þeir tryggja bönkunum fulla greiðslu lánanna með því

að láta ríkis- og sveitarsjóði borga brúsann. Látum bara aðra borga skuldirnar.

Breytum stefnunniSamfylkingin, einn flokka, hefur talað fyrir því að þessari loforða- og hentistefnu pólitík sé kastað fyrir róða. Það verður ekki gert nema við snúum frá því að hagsmunaaðilar geti með jöfnu millibili fellt gengið þegar þeim hentar og þannig skert lífskjör þjóðarinnar. Við verðum að skipta um gjaldmiðil og komast þannig í skjól frá þessum eyðingaröflum. Umræðan hefur gjarnan snúist um að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp á morgun og því sé tómt mál að tala um slíkar breytingar.

Fyrsta sem við verðum að gera er að taka þá ákvörðun að breyta um gjaldmiðil. Það er nú einu sinni þannig, að til að komast upp á fjallið verður að leggja á brattann.

Guðmundur Oddsson, fv. bæjarfulltrúi í Kópavogi.

Ríkissjóður hefur ekki kosningarétt

Vissir þú?Samfylkingin vill að námslán verði greidd út mánaðarlega til að frelsa námsmenn undan yfirdráttarlánum, jafnframt því

sem frítekjumark námslána verði hækkað og 25% breytt í styrk.

Það skiptir máli hverjir stjórna

Hvert fór milljarðasjóður

Samvinnutrygginga? Alla vega ekki til

heimilanna.

Page 4: Velferð og atvinnulíf

kopavogur.is

Kjörstaðir í Kópavogi verða tveir Íbúar vestan Reykjanesbrautar og í Lindahverfi kjósa í íþrótta húsinu Smáranum, Dalsmára 5.

Íbúar austan Reykjanesbrautar að frátöldum þeim sem búa í Linda hverfi kjósa í íþróttahúsinu Kórnum, Vallakór 12.

Eftirtaldar kjördeildir verða í Kópavogi við alþingiskosningarnar 27. apríl 2013:

1. kjördeildArnarsmáriAspargrundAuðbrekkaAusturgerðiÁlfabrekkaÁlfaheiðiÁlfatúnÁlfhólsvegur

2. kjördeildÁlftröðÁsbrautÁstúnBakkabrautBakkahjalliBakkasmáriBergsmáriBirkigrundBirkihvammurBjarnhólastígurBlikahjalliBollasmáriBorgarholtsbrautBrattatunga

3. kjördeildBrekkuhjalliBrekkusmáriBrekkutúnBryggjuvörBræðratungaBæjartúnDalbrekkaDaltúnDalvegurDigranesheiðiDigranesvegurEfstihjalliEkrusmáriFagrabrekkaFagrihjalli

4. kjördeildEngihjalliEngjasmáriEskihvammurEyktarsmáriFellasmáriFitjasmáriFífuhjalliFífulindFjallalind

5. kjördeildFannborgFífuhvammurFoldarsmáriFossvogsbrúnFunalindFurugrundFuruhjalliGaltalindGeislalind

6. kjördeildGnitaheiðiGnípuheiðiGrenigrundGrófarsmáriGrundarsmáriGrænatungaGrænatúnGrænihjalliGullsmáriHafnarbrautHamraborgHaukalind

7. kjördeildHáalindHábrautHátröðHávegurHeiðarhjalliHeimalindHelgubrautHjallabrekkaHlaðbrekkaHlégerðiHlíðarhjalliHlíðarhvammur

8. kjördeildHlíðarvegurHlíðarsmáriHljóðalindHoltagerðiHófgerðiHólahjalliHraunbrautHrauntungaHuldubrautHúsalind

9. kjördeildHvannhólmiHveralindIðalindÍsalindÍslendingar erlendisJöklalindJörfalindKaldalindKastalagerðiKársnesbraut

10. kjördeildKjarrhólmiKópalindKópavogsbakkiKópavogsbarðKópavogsbrautKópavogstúnKrossalindLangabrekkaLaufbrekkaLindasmári

11. kjördeildLaugalindLautasmáriLaxalindLindarhvammurLitlavörLitlihjalliLjósalindLundarbrekkaLundurLyngbrekkaLyngheiðiLækjarhjalliMarbakkabraut

12. kjördeildLækjasmáriMánabrautMánalindMeðalbrautMelaheiðiMelalindMelgerðiMeltröðMúlalindNeðstatröðNúpalindNýbýlavegur

13. kjördeildÓstaðsettir RauðihjalliReynigrundReynihvammurSelbrekkaSkálaheiðiSkemmuvegurSkjólbrautSkógarhjalliSkólagerðiSkólatröðSmiðjuvegurStarhólmiStórihjalliSuðurbrautSunnubrautSæbólsbraut

14. kjördeildTrönuhjalliTunguheiðiTúnbrekkaUrðarbrautVallargerðiVallartröðVallhólmiVesturvörVíðigrundVíðihvammurVíghólastígurVogatungaÞinghólsbrautÞverbrekka

4. kjördeildFornahvarfForsalirFossahvarfFrostaþingFróðaþingGlósalirGlæsihvarfGnitakórGoðakórGoðasalirGrandahvarfGrundarhvarfGulaþingHafraþingHamrakórHálsaþingHeiðaþingHólmaþingHörðukór

Íþróttahúsið Kórinn við Vallakór

1. kjördeildAðalþingAflakórAkrakórAkurhvarfAndarhvarfArakórAsparhvarfAuðnukórAusturkórÁlaþingÁlfahvarfÁlfkonuhvarfÁlmakórBjörtusalirBrekkuhvarf

2. kjördeildÁsakórÁrsalirÁsaþingBaugakórBoðaþing

3. kjördeildBlásalirBreiðahvarfDalaþingDesjakórDimmuhvarfDofrakórDynsalirDrangakórDrekakórEngjaþingEnnishvarfFagraþingFannahvarfFaxahvarfFákahvarfFellahvarfFensalirFjallakórFlesjakór

5. kjördeildHásalirHlynsalirJórsalirJötunsalirKlappakórKleifakórKlettakórKórsalirLogasalirLómasalirLækjarbotnarMiðsalirRjúpnasalir

ÞorrasalirÞrúðsalirÞrymsalirÖldusalirÖrvasalir

6. kjördeildMelahvarfPerlukórRoðasalirSkjólsalirSólarsalir

StraumsalirSuðursalirTröllakórVallakórVatnsendablettirVindakór

Íþróttahúsið Smárinn við Dalsmára

KópavogsbúarUpplýsingar um kosningarnar er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is og á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is.

Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa persónuskilríki eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar.

Aðsetur kjörstjórnar á kjördag verður í íþrótta húsinu Smáranum, sími 510 6412.

Kjörstjórn KópavogsSnorri Tómasson, Elfur Logadóttir, Una Björg Einarsdóttir

Geymið auglýsinguna.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

131

114

Kjörfundur vegna alþingiskosninganna 27. apríl 2013 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22

Page 5: Velferð og atvinnulíf

5

Sókn í menntamálum

Samfylkingin hefur komið mörgum góðum málum í höfn í menntamálum á síðasta kjörtímabili. Sem dæmi má nefna að framlög í Rannsóknasjóð og Tækniþróunarsjóð hafa aukist um rúmlega 60% og er það veruleg innspýting fyrir grunnrannsóknir og nýsköpun á Íslandi.

Verkefnið Nám er vinnandi vegur hefur tryggt á annað þúsund atvinnulausum ungmennum skólavist í framhaldsskólum og háskólum. Menntaskólinn í Kópavogi hefur m.a. tekið myndarlegan þátt í því verkefni.

Ný lög um íslenska tungu og táknmál voru sett og nú er

íslenskt táknmál móðurmál þeirra sem ekki hafa næga heyrn til að tileinka sér íslenska tungu til daglegra samskipta. Íslenskt táknmál er nú fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra.

Þá hefur ný aðalnámskrá fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla litið dagsins ljós. Þar er ýmislegt breytt

frá því sem áður var, skólastarf er byggt á sex grunnþáttum og samfella á milli skólastiga er meiri. Skólar eru nú sem óðast að innleiða nýja aðalnámskrá.

Grunnframfærsla námslána hefur hækkað um þriðjung, jafnframt því sem ábyrgðarmanna-kerfi LÍN hefur verið afnumið.

Menntun á forsendum nemenda

Samfylkingin vill halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í menntamálum á síðasta kjörtímabili. Brýnt er að framlög til háskóla og framhaldsskóla verði aukin til jafns við skóla á Norðurlöndunum ef skólakerfið hér á að vera samkeppnisfært. Um leið er mikilvægt að minnka brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum með persónubundnum námsáætlunum, eflingu námsráðgjafar og

nemendamiðun frá og með grunnskóla. Þá vill Samfylkingin efla verk-, tækni- og listnám á öllum skólastigum, enda er það grunnur undir nýsköpun og skapandi atvinnugreinar sem hafa verið í stórsókn á undanförnum árum.

Samfylkingin vill að námslán verði greidd út mánaðarlega til að frelsa námsmenn undan yfirdráttarlánum, jafnframt því sem frítekjumark námslána verði hækkað og fjórðungi námslána breytt í styrk.

Framtíðar nemandi innan íslenska menntakerfisins.

Eftirtektarverður árangur í ríkisfjármálumEitt helsta verkefni kjörtímabilsins hefur verið að brúa 300 milljarða gat í fjárlögum ríkisins sem rekja má til hrunsins. Stjórnvöld löguðu rekstur þjóðarbúsins að meira en 200 milljarða króna halla og tugmilljarða auknum fjármagnskostnaði. Hallinn á fjárlögum 2008 var um 14% af landframleiðslu en verður á næsta ári vel innan við 1%. Rekstur ríkissjóðs verður nánast sjálfbær á

næsta ári ef fram heldur sem horfir. Engin ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hefur náð slíkum árangri á liðnum árum.

Skuldir ríkissjóðs sem •hlutfall af landsframleiðslu eru farnar að lækkaRíkissjóður og Seðlabanki •Íslands hafa í tvígang greitt niður erlend lán fyrirfram í því skyni að lækka mikinn vaxtakostnað af gjaldeyrisforða þjóðarinnar.

Skuldatryggingaálag •ríkissjóðs var tæp 1500 stig þegar verst lét en er nú 178 stig og hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrunÁhættuþóknunin hefur •ekki mælst jafn lág síðan um mitt ár 2011

Samfylkingin biður um áframhaldandi umboð til þess að byggja sterkara samfélag á þeim árangri sem við náðum á kjörtímabilinu.

Kópavogur - málgagn Samfylkingarinnar í Kópavogi, 1. tbl. 2013

Útgefandi: Samfylkingin í Kópavogi Ritstjóri: Hafsteinn Karlsson (ábm.) Ritstjórn: Gísli Baldvinsson, Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Ingibjörg

Hinriksdóttir og Pétur Ólafsson Umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir Prentun: Ísafold

Vissir þú?Að á kjörtímabilinu hafa

forréttindi alþingismanna og ráðherra til lífeyrisréttinda

hafa verið afnumin.

Það skiptir máli hverjir stjórna

Vissir þú?Að á kjörtímabilinu hafa

ákvæði um ábyrgðarmenn á lánum LÍN verið afnumin.

Það skiptir máli hverjir stjórna

Ísland þarf nýjan gjaldmiðilLjúka þarf viðræðum við ESB til að fá stöðugan gjaldmiðil til að lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir gengis-sveiflum og verðbólgu. Vegna verðbólgu og hárra vaxta greiðir íslensk fjölskylda íbúð sína 2-3 sinnum en fjölskylda í evruríki rúmlega einu sinni. Þetta samsvarar 15-30% launahækkun fyrir ungt fólk Íslensk heimili og fyrirtæki þurfa stöðugleika.Þannig bætum við lífskjör, fjölgum störfum og aukum fjárfestingu í atvinnulífinu.

Stöðugur gjaldmiðill skapar grunn fyrir fleiri störf, hemur verðbólgu og leysir okkur undan verðtryggingu og höftum.

Ísland þarf að horfast í augu við að tími krónunnar er liðinn. Stöðugleika verður aldrei náð nema með upptöku evrunnar, gjaldmiðils sem þjóðir Evrópu nota og treysta.

Page 6: Velferð og atvinnulíf

6

Ég man vel þá stund þegar ríkisstjórnar-samstarf Samfylkingar og VG var samþykkt á

fjölmennum flokksstjórnar-fundi vorið 2009.

Fyrsta raunverulega félagshyggjustjórnin frá lýðveldisstofnun var að taka við stjórnartaumunum og beið það erfiða verkefni að reisa íslenskt samfélag úr rústum hrunsins. Þá vorum við nokkur sem sögðum strax „það er alveg sama hvernig til tekst, fylgið mun reitast af okkur“. Framundan var niðurskurður í ríkisfjármálum og skattahækkanir óumflýjanlegar til þess að ná niður risavöxnum halla á rekstri ríkissjóðs.

Jafnaðarmenn hafa leitt ríkisstjórn síðustu fjögur árin og það skiptir svo sannarlega máli hverjir stjórna. Jafnaðarmenn hafa farið blandaða leið niðurskurðar og skattahækkana og samhliða leitast við að draga úr ójöfnuði í íslensku samfélagi. Barna- og vaxtabætur hafa verið hækkaðar, hér hefur verið tekið á atvinnuleysi, það lækkað um helming og þúsundum ungmenna án atvinnu komið aftur á skólabekk. Þrepaskipt skattkerfi hefur gert það að verkum að 60% þjóðarinnar borga nú hlutfallslega jafn háa eða lægri skatta en áður en þeir tekjuhæstu bera nú þyngri byrgðar. Persónuafsláttur hefur hækkað og er nú verðtryggður. Hér hefur verið ráðist í byggingu 12 hjúkrunarheimila rennt stoðum undir erlenda

fjárfestingu sem senn munu skila okkur þúsundum starfa. Ójöfnuður í íslensku samfélagi hefur snar minnkað og þrátt fyrir allt hefur velferðarkerfið verið varið eins og kostur er miðað við aðstæður.

Var við einhverju öðru að búast en niðurskurði og skattahækkunum á tímum sem þessum? Hvaða leið hefði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur farið við þessar aðstæður? Þegar smjör virtist drjúpa af hverju strái voru skattar lækkaðir sem kom hátekjufólki best. Á sama tíma var viðvarandi fjárskortur til heilbrigðiskerfis og löggæslu. Við hefðum búið vel að því núna ef þetta hefði ekki verið raunin. Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta en um leið auka ríkisútgjöld. Framsóknarflokkurinn

Hvort skiptir meira máli það sem við gerðum eða það sem við gerðum ekki?

lofar okkur einhverju hrægammagulli sem er alls óljóst að finnist nokkurntíma.

Við getum ákveðið að kjósa ekki Samfylkinguna út af stjórnarskrármálinu eða út af því að ekki var nægilega langt gengið í breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Við getum ákveðið að kjósa ekki Samfylkinguna vegna einhverra mála sem náðust ekki í gegnum um þingið á þeim takmarkaða tíma sem eitt kjörtímabil spannar. En ef við veltum fyrir okkur þeim aragrúa góðra mála sem jafnaðarmönnum hefur tekist að koma í höfn á kjörtímabilinu og baráttu þeirra í þágu almannahagsmuna er ljóst að engum hefði verið betur treystandi til þess að reisa íslenskt samfélag úr rústum hrunsins. Nú stefnir

í að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur taki aftur við keflinu. Hugmyndafræði þessara flokka kom þjóðinni í þann vanda sem við nú glímum við. Þeir sömu flokkar og slógu skjaldborg um sérhagsmuni, einkavæddu bankana skv. helmingarskiptum flokkanna og hvers stefna jók hér ójöfnuð svo eftir var tekið um allan heim.

Stuðningur við Samfylkinguna er eini raunhæfi möguleikinn til þess að koma í veg fyrir slíkt stórslys. Og við eigum að kjósa Samfylkinguna vegna þeirra fjölmörgu verka sem jafnaðarmenn komu í höfn og vegna þeirra fjölmörgu verka sem enn eru óunnin.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Þegar ríkisstjórnin tók við stjórnartaumunum árið 2009 blasti við fjárlagagat uppá 216 milljarða króna. Verðbólgan var 18,6 %, stýrivextir 18%, atvinnuleysið fór mest í 9,4% og skuldatryggingaálagið flaug yfir 1000 punkta. Verkefnið framundan var því risavaxið og ljóst að verulegar breytingar þyrfti að gera á fjárlögum Íslands. Þetta varð hjartað í efnahagsstefnu þessarar ríkisstjórnar. Í stað þess að ráðast í stórfelldan niðurskurð var ákveðið að treysta á blandaða leið hagvaxtar, skattkerfisbreytinga og niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Þessar aðgerðir miðuðu jafnframt að því að viðhalda einkaneyslu og atvinnustigi.

Sú leið hefur reynst vera farsæl og vakið athygli víða enda meginmarkmiðið náðst þar sem fjárlagahallinn fyrir 2013 er áætlaður um 3,7 milljarðar króna. Og ríkisfjármálaáætlun gerir ráð fyrir að afgangur verði á næsta ári. Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldunum hefur ekki verið sársaukalaus og oft erfiður fyrir okkur jafnaðarmenn. En hann var nauðsynlegur til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Þegar þetta er ritað er verðbólgan komin niður í 3,9%, stýrivextir í 6%, atvinnuleysi hefur minnkað um nánast helming og skuldatryggingaálagið er komið niður fyrir 100 punkta. Enn er þó verk að vinna.

Gífurlegur vaxtakostnaðurNú fjórum árum eftir hrun er gert ráð fyrir að um 90 milljarðar króna fari í vaxtarkostnað. Við jafnaðarmenn viljum frekar nýta peningana okkar í aukna menntun og umbætur í velferðarþjónustu. Við þurfum því að byrja að greiða niður skuldir til að minnka þennan kostnað. Mikil skuldsetning

ríkissjóðs er líka veikleikamerki sem hefur neikvæð áhrif á allt íslenska hagkerfið. Aðeins með því að reka ábyrga fjármálastefnu munum við auka traust á Íslandi og lækka lánshæfismat ríkissjóðs og atvinnulífsins. Því verður það að vera forgangsmál hjá næstu ríkisstjórn að nota þá fjármuni sem ríkið aflar til að greiða niður skuldir.

Losun fjármagnshaftaMeð markvissum undirbúningi allt kjörtímabilið og setningu marslaganna svokölluðu sem færðu erlendar eignir kröfuhafa í bú föllnu

viðskiptabankanna undir fjármagnshöft, hefur skapast sterk staða til að ná fram ásættanlegri heildarlausn á losun haftanna. Fyrir heimili og fyrirtæki í landinu er mikilvægt að vel takist til við losun fjármagnhafta. Þau þrengja að íslensku atvinnulífi og eru alvarleg hindrun í vegi erlendrar fjárfestingar. Losun þeirra og útfærsla á skynsamlegri peningastefnu í kjölfarið er eitt mikilvægasta skrefið til að örva hagvöxt og fjárfestingu í atvinnulífinu.

Frá vöxtum til velferðar– Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra

Page 7: Velferð og atvinnulíf

7

Svona stjórna jafnaðarmennMeð aðild að Evrópusambandinu

Fæst aukinn stöðugleiki með evru í stað krónu.•

Mun efnahagssamdráttur ekki leiða til gjaldeyriskreppu, •verðbólgu og himinhárra vaxta.

Munu vextir lækka en á síðustu 10 árum hafa raunvextir •verið nálægt 6% á Íslandi en um 0,5% á evrusvæðinu.

Hverfur milljarða viðskiptakostnaður sem fylgir krónunni.•

Dregur verulega úr verðbólga og verðtrygging verður óþörf.•

Eykst erlend fjárfesting þar sem það verður •auðveldara að ná til erlendra fjárfesta.

Verða stökkbreytingar skulda úr sögunni. •

Árangur í efnahagsmálum

Halli ríkissjóðs minnkaði úr 216 milljörðum árið •2009 í 3,7 milljarða. Það er afrek.

Verðbólgan er komin úr 18,6% í 3,9%•

Stýrivextir lækkuðu úr 18,6% í 6,0%•

Hagkerfið hefur vaxið í tvö ár í röð og hagvöxtur er með •því mesta sem sést hefur meðal nágrannaþjóða.

Kraftmikil varðstaða um íslenska hagsmuni gagnvart erlendum •kröfuhöfum skapar nú mikilvæg sóknarfæri til losunar fjármagnshafta.

Lánshæfiseinkunn Íslands hefur stórbatnað og skuldatryggingaálag •er komið niður í 100 punkta úr u.þ.b. 1000.

Samfylkingin vill aukið húsnæðisöryggi, rétt allra til að eiga heimili án sligandi byrða, áhættu og óvissu, hvort sem fólk kýs að leigja eða kaupa.

Ef húsnæðislán á Íslandi og í evrulöndum eru borin saman kemur í ljós að dæmigerð íslensk fjölskylda borgar heimili sitt að jafnaði tvisvar á meðan fjölskyldan með evrulánið borgar sitt bara einu sinni.

Það þarf nýtt húsnæðiskerfi að norrænni fyrirmynd sem dregur úr áhættu venjulegs fólks á húsnæðismarkaði. Við viljum byggja upp öruggan leigumarkað, fjölga leiguíbúðum og innleiða

Það á ekki að vera veðmál að kaupa íbúð

nýjar húsnæðisbætur fyrir alla, bæði þá sem kaupa og leigja húsnæði. Við viljum

líka afnema stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld til að auðvelda fólki að komast

í öruggt húsnæði. En við þurfum líka að leiðrétta ósanngjarnar byrðar þeirra

sem keyptu húsnæði á versta tíma fyrir hrun og sitja uppi með stökkbreyttar skuldir verðtryggðra lána. Við viljum nota skattkerfið til að mæta þessu fólki með sanngjörnum hætti.

Það á ekki að vera veðmál að kaupa íbúð!

Vilt þú borga íbúðina þína

tvisvar?

Nú á lokaspretti kosninga-baráttunnar er rétt að líta til baka og horfa á góðu hlutina. Meir hefur verið deilt og skammast en minna hefur farið fyrir

umfjöllun um hvað búið er að afreka í stjórn landsins.

Fólk má ekki gleyma því að þessi ríkisstjórn tók við ógurlegu verkefni. Ég gæti

í mörgum orðum talið upp þá þröskulda og þrautir sem tekist hefur verið á um í ríkisrekstrinum. En ég ætla mér frekar að nýta mér upptalningu á góðum verkum, reyndar örfáum sem liggja eftir þessa ríkisstjórn. Í raun eru þetta ekki neinir „smáréttir“:

Skattar, sem hlutfall af landsframleiðslu, hafa lækkað. Skattar á kjörtímabilinu hafa aldrei verið hærra hlutfall af landsframleiðslu en þeir voru í góðæristíð ríkisstjórnar framsóknar- og sjálfstæðismanna.

Samstarfi Íslendinga við AGS lauk í ágúst 2011, aðeins tæpum þremur árum eftir hrun þrátt fyrir fullyrðingar stjórarandstöðunnar um að við myndum verða bundin á klafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aldur og ævi.

Grunnframfærsla námslána hefur hækkað um 10,7% umfram verðlag skólaárin 2008-2009 til ársins 2012- 2013. Til samanburðar hækkaði grunnframfærslan um 3,9% umfram verðlag átta árin þar á undan eða frá skólaárinu 2000-2001.

Afrek ríkisstjórnarinnar eru engir smáréttirTekist hefur að verja velferðarkerfið að mestu - þrátt fyrir niðurskurð eru útgjöld til velferðarmála hærri nú, en þau voru fyrir hrun – í góðæristíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Eins og þið sjáið er ég að telja upp verk sem ekki eru eins sýnileg og þau mál sem mest hefur borið á í kosningabaráttunni.

En það eru verkin sem sýna merkin!

Gísli Baldvinsson.

Page 8: Velferð og atvinnulíf

8

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

1. Árni Páll Árnason

2. Katrín Júlíusdóttir

3. Magnús Orri Schram

4. Margrét Gaua Magnúsdóttir

5. Lúðvík Geirsson

6. Margrét Júlía Rafnsdóttir

7. Amal Tamimi 8. Stefán Rafn Sigurbjörnsson

9. Margrét Kristmannsdóttir

10. Hjalti Már Þórisson

Öruggt og gottsamfélag

Heilbrigðari forgangsröðun

Ódýrara húsnæði alla ævi

Líf í lit

Flytjum stöðugleikann inn

11. Anna Sigríður Guðnadóttir

12. Friðþjófur Helgi Karlsson

13. Kristín Á. Guðmundsd.

14. Jón Pálsson 15. Sigurjóna Sverrisdóttir

16. Ragnar Gunnar Þórhallsson

17. Margrét Lind Ólafsdóttir

18. Sigurður Flosason

19. Geir Guðbrandsson

20. Dagbjört Guðmundsd.

21. Karolína Stefánsdóttir

22. Gunnar Helgason

23. Guðbjörn Sigvaldason

24. Guðrún Helga Jónsdóttir

25. Ásgeir Jóhannesson

26. Jóhanna Axelsdóttir