sveinsprÓf Í vÉlvirkjun · 2017-09-15 · sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12...

12
Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 1/12 SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN febrúar 2014 NAFN NR.

Upload: others

Post on 14-Mar-2020

11 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN · 2017-09-15 · Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12 Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014 Prófið er krossapróf. Einungis eitt svar

Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 1/12

SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN

febrúar 2014

NAFN

NR.

Page 2: SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN · 2017-09-15 · Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12 Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014 Prófið er krossapróf. Einungis eitt svar

Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12

Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014

Prófið er krossapróf.

Einungis eitt svar getur verið rétt.

Merkið við rétt svar á þessum blöðum.

Ef þið hafið merkt við vitlaust svar og viljið breyta setjið þá hring utan um ranga svarið.

Úrlausnartími er 2 klst.

Leyfileg hjálpargögn eru skriffæri, reiknivél án innfærðra gagna og töflubók án auka glósa.

Öryggismál (4%)

1. (4%) Áður en vinna er hafin í rýmum sem hafa verið lokuð til langs tíma, er nauðsynlegt

fyrst af öllu að:

o Framkvæma gasmælingu og fá leyfi til þess að vinna megi hefjast.

o Fara inn í rýmið og skoða aðstæður.

o Setja gashitara inn í rýmið til upphitunar.

o Að sá sem fer inn í rýmið hafi ljósahund með sér.

o Ekkert af ofangreindu.

Díselvélin o.fl. (28%)

1. (2%) Hvað er augaró?

o Ró notuð til hífinga.

o Gegnumgangandi ró sem notuð er til þess að augaboltar sjáist.

o Ró sem skrúfuð er í vélar sem þarf að róa.

o Ró með sexkantshaus.

o Ekkert af ofangreindu.

2. (3%) Þegar vélar hafa lent í óhappi og bilað, er stundum sagt að það sé gat á kollinum.

Hvað er átt við með því?

o Menn vita ekki sitt rjúkandi ráð og hafa ekki hugmynd um hvað sé að.

o Að kviknað hafi í toppi vélarinnar og hann brunnið upp til agna.

o Að komið sé tæringargat á kælivatnskollin.

o Stimpilkollurinn með brunagati.

o Ekkert af ofangreindu.

Page 3: SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN · 2017-09-15 · Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12 Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014 Prófið er krossapróf. Einungis eitt svar

Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 3/12

3. (3%) Myndin hér að neðan er af algengum vélbúnaði, hvaða búnaður er þetta?

o Loftpressa.

o Díselvél.

o Afgasknúinn skolloftsblásari.

o Kælipressa.

o Ekkert af ofangreindu.

4. (3%) Hér að neðan sjáið þið mynd af systrasíu. Hvert er aðalhlutverk slíks síubúnaðar?

o Auka síuflötinn þ.a. olían fari í gegnum stærri flöt og því fáum við betri síun.

o Búa til mótþrýsting í smurkerfinu.

o Halda „síuelementinu“ frá síuhúsinu.

o Að hægt sé að skipta um síu, þó vélin sé í gangi.

o Ekkert af ofangreindu

Page 4: SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN · 2017-09-15 · Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12 Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014 Prófið er krossapróf. Einungis eitt svar

Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 4/12

5. (6%) Hér fyrir neðan sjáið mynd af hlut á díselvél, af hverju er myndin?

o Kambás.

o Gangráði.

o Eldsneytisolíudælu með innibyggðum gangráði.

o Loftræsideili.

o Ekkert af ofangreindu

6. (5%) Þegar úblástursloki á tvígengis díselvél byrjar að brenna og hann hættir að þétta,

lýsir það sér á eftirfarandi hátt.

o Afgashiti viðkomandi strokks byrjar að hækka.

o Afgashiti viðkomandi strokks byrjar að lækka.

o Blár reykur kemur frá vélinni.

o Eldsneytisolíusían byrjar að stíflast

o Ekkert af ofangreindu.

7. (3%) Þvermál stimpla í brunavélum er oftast minna efst á kollinum en neðar á

stimplinum.

Ástæða þessa er:

o Að stimpillinn þenst meira út að ofan þegar vélin er í gangi.

o Miðja stimpilsins dregst saman vegna kælingar vélarinnar.

o Til þess að hægt sé að skipta um stimpilbolta án þess að taka stimpilinn úr

vélinni.

o Svo hægt sé að skipta um olíuhring.

o Ekkert af ofangreindu.

Page 5: SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN · 2017-09-15 · Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12 Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014 Prófið er krossapróf. Einungis eitt svar

Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 5/12

8. (3%) Hér að neðan er mynd af algengum hlut í vélarúmum. Af hverju er myndin?

o Gangráð vélarinnar.

o Smurdælu vélarinnar.

o „Törnvél“.

o Varmaskipti.

o Ekkert af ofangreindu.

Page 6: SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN · 2017-09-15 · Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12 Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014 Prófið er krossapróf. Einungis eitt svar

Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 6/12

Vökvakerfi (28%)

1. (2%) Hvers vegna er óæskilegt að háþrýstar vökvadælur þurfi að sjúga vökvann að

sér í háþrýstum vökvakerfum?

o Vegna þess að miðflóttadælur geta illa sogið.

o Vegna undirþrýstings sem getur valdið lofttæmisbólum.

o Því þá gengur þeim illa að þrýsta frá sér.

o Þá draga þær að sér drullu og skemmast.

o Ekkert af ofangreindu.

2. (2%) Hvað er formstuðull sem notaður er við hönnun vökvakerfa?

o Það er stuðull sem breytir einungum úr bar í kPa.

o Það er stuðull sem notaður er við hönnun mótora.

o Það er stuðull sem segir til um þrýstifall í beygjum og lokum.

o Það er stuðull sem gefur upp seigju.

o Ekkert af ofangreindu.

3. (2%) Gæta þarf þess að straumhraði í soglögnum vökvakerfa fari ekki yfir?

o 1,5 m/sek.

o 3,0 m/sek.

o 4,0 m/sek.

o 5,5 m/sek.

o Ekkert af ofangreindu.

Page 7: SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN · 2017-09-15 · Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12 Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014 Prófið er krossapróf. Einungis eitt svar

Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 7/12

4. (4%) Á myndinni hér að neðan er þrýstistilliloki. Hann stillir þrýstinginn frá/að?

o Dælu

o Tanki

o Stimpli

o Lekalögn

o Ekkert af ofangreindu

Page 8: SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN · 2017-09-15 · Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12 Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014 Prófið er krossapróf. Einungis eitt svar

Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 8/12

5. (4%) Á myndinni hér að neðan stendur partur af stimpilstönginni út úr stimplinum

vinstra megin. Ástæða þessa er?

o Til þess að festa stimpilinn á stimpilstöngina.

o Léleg hönnun.

o Til þess að minnka hraða stimpilsins í innslaginu.

o Til þess að auka lyftikraftinn í byrjun útslags.

o Ekkert af ofangreindu.

Page 9: SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN · 2017-09-15 · Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12 Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014 Prófið er krossapróf. Einungis eitt svar

Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 9/12

6. (4%) Myndin hér að neðan sýnir spjaldadælu. Hvernig stillum við afköst dælunnar?

o Skrúfum stimpilinn hægra megin inn.

o Skiptum um kambhring.

o Aukum þrýstinginn á gorminn vinstra megin.

o Losum uppá stykkinu sem er á toppnum.

o Ekkert af ofangreindu.

Page 10: SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN · 2017-09-15 · Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12 Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014 Prófið er krossapróf. Einungis eitt svar

Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 10/12

7. (10%) Hvert er hlutverk búnaðarins sem er merktur 1B á teikningunni hér að neðan?

o Slá út dælunni.

o Hleypa glussanum til baka í tank.

o Gangsetja vökvamótorinn þegar ákveðnum þrýstingi er náð á stimpilinn.

o Passa að stimpillinn hætti að hreyfast þegar mótorinn fer í gang

o Ekkert af ofangreindu

P

T

+24V

S1

K1

0V

1Y2

K2

1Y1

K1

2Y

K3

K2

K2

1BP

B

A

X

S2K1 K31B

K3

K2

B

A

B A

P T

1Y1 1Y2

B A

P T

2Y

1 2 3 4 5 6 7 8 9

2

7

81

5

6

9

Page 11: SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN · 2017-09-15 · Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12 Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014 Prófið er krossapróf. Einungis eitt svar

Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 11/12

Suða(25%)

1. (5%) Hver er ástæða þess að mínus póll er valinn í töng í suðu á botnstreng í stúfsuðu?

o Pinninn verður heitari og suðan flæðir betur um botninn.

o Pinninn verður kaldari og hægt er að stjórna betur suðunni.

o Þetta hefur engin áhrif hitinn er jafn.

o Það fer eftir efninu sem verið er að sjóða.

o Ekkert af ofangreindu.

2. (5%) Hvaða litamerking er á helíum gasflöskum?

o Brúnn

o Rauður

o Dökk grænn

o Grár

o Ekkert af ofangreindu

3. (5%) Hver er ástæða /ástæður þess að rótarhliðinni er hlíft með gasi við TIG suðu?

o Hlífa heitum bráðnum málminum fyrir áhrifum andrúmsloftsins.

o Hætta á göllum minnkar auk þess fæst jafnari og sléttari rótarstrengur.

o Blása burt svarfi og gjalli.

o Er eingöngu nauðsynlegt við suðu á plasti.

o Ekkert af ofangreindu.

4. (5%) MAG stendur fyrir „Metal Active Gas“ (virkt gas) og þýðir að hlífðargasið tekur

virkan þátt í suðuferlinu og veldur m.a. dýpri innbræðslu. Á hvernig málma og

málmblöndur notum við slíkt gas?

o Ál og álblöndur.

o Kopar og koparblöndur.

o Venjulegt járn.

o Óblandað stál, líttblandað stál og ryðfrítt stál.

o Ekkert af ofangreindu.

5. (5%) Staðallinn IST EN ISO 5817 (áður EN 25817) skilgreinir suðu gæði í mismunandi

flokkum. Þeir eru?

o A, B og C.

o B, C og D.

o 1, 2 og 3.

o 1, 2, 3 og 4.

o Ekkert af ofangreindu.

Page 12: SVEINSPRÓF Í VÉLVIRKJUN · 2017-09-15 · Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 2/12 Sveinspróf í vélvirkjun febrúar 2014 Prófið er krossapróf. Einungis eitt svar

Sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2014 12/12

Lagnir (15%) Hversu langt er rörið?

188,83mm

227,83mm

88,83mm

176mm

Ekkert af þessu