um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 inngangur ríki...

146
Meistararitgerð í lögfræði Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar Hulda Sólrún Bjarnadóttir Leiðbeinandi: Pétur Dam Leifsson Júní 2016

Upload: others

Post on 17-Oct-2020

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

Meistararitgerð

í lögfræði

Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar

Hulda Sólrún Bjarnadóttir

Leiðbeinandi: Pétur Dam Leifsson

Júní 2016

Page 2: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

1

Meistararitgerð

í lögfræði

Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar

Hulda Sólrún Bjarnadóttir

Leiðbeinandi: Pétur Dam Leifsson

Júní 2016

Page 3: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

2

Ágrip

Ríki hafa frá upphafi tekið breytingum og misst landsvæði að hluta eða að öllu leyti sem kann

að leiða til stækkunar annars ríkis eða myndun nýs. Slíkar breytingar hafa ekki eingöngu áhrif

í samskiptum ríkja á milli heldur kunna einnig að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér

fyrir einstaklinga og lögaðila. Mikilvægt er að greina þær reglur sem gilda um afleiðingar

slíkra breytinga í þeim tilvikum þegar ríki ná ekki samkomulagi. Venjuréttur er sérstaklega

mikilvægur á þessu sviði enda hafa þeir þjóðréttarsamningar sem gerðir hafa verið um afdrif

réttinda og skuldbindinga við breytingar á ríkisyfirráðum hlotið dræmar undirtektir. Í þessari

umfjöllun verður leitast við að varpa ljósi á þær reglur sem gilda á þessu réttarsviði. Fyrst

verður veitt yfirlit um helstu tegundir landfræðilegra breytinga auk þess sem fjallað verður um

álitamál tengd þjóðréttaraðild ríkja í þessu sambandi. Því næst verður fjallað almennt um

réttaráhrif slíkra breytinga og þeim meginkenningum sem liggja að baki reglum á þessu sviði.

Þá verður leitast við að varpa ljósi á afdrif þjóðréttarsamninga og aðildar að

alþjóðastofnunum. Í kjölfarið verður vikið að reglum um afdrif ríkisskulda, ríkiseigna og

skjalasafna. Ennfremur verða gerð skil á áhrifum slíkra breytinga á ríkisfang einstaklinga og

samningsbundin fjárhagsleg réttindi einkaaðila ýmisskonar við það ríki sem missir

fullveldisyfirráð yfir landsvæði. Jafnframt verður leitast við að greina hvaða reglur gilda um

afdrif krafna vegna þjóðréttarbrota sem áttu sér stað fyrir breytingar á fullveldisyfirráðum. Að

lokum verður reynt að varpa ljósi á áhrif sjálfstæðis Íslendinga frá Danmörku á árunum 1918-

1944 í þessu sambandi á fyrirliggjandi samninga, skuldir, eignir og ríkisfang einstaklinga.

Samandregið er það niðurstaða höfundar að þeir þjóðréttarsamningar sem gerðir hafa verið

endurspegla ekki að öllu leyti venjurétt þó svo að sumar reglur teljist hafa öðlast stöðu

þjóðréttarvenju. Almennt virðist niðurstaða þó almennt ráðast af mati hverju sinni með

hliðsjón af stjórnmálalegum veruleika. Skiptir í því sambandi höfumáli hvort breytingar gerist

með friðsamlegum hætti eða ekki og hvort hið eldra ríki haldi þjóðréttarlegri stöðu sinni að

einhverju leyti áfram við slíkar breytingar. Þó eru ákveðin viðmið þjóðaréttar sem ríki virðast

fylgja við slíkar aðstæður enda er áframhald skuldbindinga nauðsynlegur þáttur í að viðhalda

friðsamlegum samskiptum á milli ríkja. Aukin áhersla á mannréttindavernd hefur einnig

spilað stórt hlutverk við þróun reglna á þessu sviði.

Page 4: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

3

EFNISYFIRLIT

Inngangur ................................................................................................................................... 6

1 Breytingar á ríkisyfirráðum ..................................................................................................... 8

1.1 Almennt um landfræðilegar breytingar ríkja .................................................................. 8

1.2 Breytingar á þjóðréttaraðild .......................................................................................... 11

2 Almennt um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum ....................................................................... 14

3 Um áhrif varðandi þjóðréttarsamninga ................................................................................. 19

3.1 Almennt ........................................................................................................................ 19

3.2 Hluti ríkis færist undir annað ríki ................................................................................. 22

3.3 Samruni ríkja í eitt ........................................................................................................ 24

3.3.1 Almennt ................................................................................................................ 24

.3.2 Framkvæmd ríkja ................................................................................................... 25

3.4 Hluti ríkis klofnar frá og myndar nýtt ríki .................................................................... 28

3.4.1 Almennt ................................................................................................................ 28

3.4.2 Framkvæmd ríkja þegar hluti ríkis klofnar frá í eitt eða fleiri ný ríki .................. 29

3.4.3 Framkvæmd ríkja í tilvikum þegar ríki brotnar að öllu leyti upp og ný ríki

myndast á landsvæði þess ............................................................................................. 35

3.5 Sérstök sjónarmið um nýfrjáls ríki ............................................................................... 39

3.6 Álitaefni varðandi sérstakar tegundir þjóðréttarsamninga ............................................ 42

3.6.1 Persónulegir samningar ........................................................................................ 42

3.6.2 Landamærabundnir samningar ............................................................................. 43

3.6.2.1 Fyrirkomulag landamæra ............................................................................ 43

3.6.2.2 Önnur réttindi tengd landsvæði ................................................................... 45

3.6.3 Mannréttindasamningar ....................................................................................... 46

3.7 Ályktanir ....................................................................................................................... 49

4 Aðild að alþjóðastofnunum ................................................................................................... 51

4.1 Almennt ........................................................................................................................ 51

4.2 Framkvæmd alþjóðastofnana ........................................................................................ 52

4.2.1 Um áhrif á aðild ríkis sem er áfram til þrátt fyrir breytingar á ríkisyfirráðum .... 52

4.2.2 Um aðild nýrra ríkja sem myndast við breytingar á ríkisyfirráðum .................... 54

4.3 Evrópusambandið (ESB) .............................................................................................. 57

4.4 Ályktanir ....................................................................................................................... 58

5 Um áhrif á eignir, skuldir og skjalasöfn ................................................................................ 60

5.1 Almennt ........................................................................................................................ 60

Page 5: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

4

5.2 Ríkiseignir .................................................................................................................... 61

5.2.1 Almennt ................................................................................................................ 61

5.2.2 Framkvæmd ríkja ................................................................................................. 65

5.3 Skuldir .......................................................................................................................... 70

5.3.1 Almennt ................................................................................................................ 70

5.3.2 Framkvæmd ríkja ................................................................................................. 73

5.4 Skjalasöfn ..................................................................................................................... 79

5.5 Ályktanir ....................................................................................................................... 82

6 Áhrif á réttindi einstaklinga og lögaðila ................................................................................ 83

6.1 Almennt ........................................................................................................................ 83

6.2 Ríkisfang ....................................................................................................................... 85

6.2.1 Almennt ................................................................................................................ 85

6.2.2 Almennar meginreglur ......................................................................................... 88

6.2.3 Sérstakar reglur um hina mismunandi flokka landfræðilegra breytinga .............. 91

6.3 Fjárhagsleg réttindi einkaaðila...................................................................................... 96

6.3.1 Almennt ................................................................................................................ 96

6.3.2 Eignaréttindi ......................................................................................................... 97

6.3.3 Skuldakröfur ........................................................................................................ 99

6.3.4 Önnur samningsbundin réttindi fjárhagslegs eðlis ............................................. 100

6.4 Ályktanir ..................................................................................................................... 104

7 Kröfur vegna ábyrgðar ríkja ................................................................................................ 106

7.1 Almennt ...................................................................................................................... 106

7.2 Framkvæmd í tengslum við mismunandi tegundir landfræðilegra breytinga á

ríkisyfirráðum ................................................................................................................... 109

7. 3 Ályktanir .................................................................................................................... 114

8 Breytingar á ríkisyfirráðum Íslands .................................................................................... 115

8.1 Sögulegt ágrip um þjóðréttarlega stöðu Íslands ......................................................... 115

8.2 Afdrif þjóðréttarsamninga og aðild að alþjóðastofnunum .......................................... 117

8.3 Eignir, skuldir og skjalasöfn ....................................................................................... 120

8.4 Ríkisfang og fjárhagsleg réttindi einkaaðila ............................................................... 122

8.5 Ályktanir ..................................................................................................................... 124

Niðurstöður ............................................................................................................................ 125

HEIMILDASKRÁ ................................................................................................................. 130

SKRÁ YFIR ÞJÓÐRÉTTARSAMNINGA, YFIRLÝSINGAR OG SAMÞYKKTIR .......... 140

Page 6: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

5

DÓMAR OG ÚRLAUSNIR .................................................................................................. 142

Page 7: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

6

Inngangur

Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum og skyldum

ríkja.1 Fjöldi ríkja í heiminum dag er ekki ljós þar sem sum ríki eru ekki viðurkennd sem slík

af öllum ríkjum heims en aðildarríki Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) eru í dag 193 talsins.2 Ríki

hafa frá upphafi tekið breytingum og misst landsvæði að hluta eða öllu leyti. Kann það að

leiða til stækkunar annars ríkis eða myndun nýs ríkis. Slíkar breytingar á grundvallarskipulagi

samfélagsins hafa ekki einungis áhrif í samskiptum ríkja á milli heldur kunna einnig að hafa

afdrifaríkar afleiðingar fyrir einstaklinga og lögaðila. Álitamál vakna um hvort réttindi og

skuldbindingar þess ríkis sem missir fullveldisyfirráð flytjist til þess ríkis sem tekur við

yfirráðum á viðkomandi landsvæði. Slík álitaefni geta varðað afdrif þjóðréttarsamninga,

aðildar að alþjóðastofnunum, eignir, skuldir og þjóðréttarkröfur ríkis. Þá kunna slíkar

breytingar að hafa réttindi einkaaðila bæði fjárhagsleg og ófjárhagsleg. Að undanskildum

þeim réttindum sem einstaklingar kunna að eiga í skjóli þjóðréttarsamninga geta breytingar

haft áhrif á ríkisfang, samninga, skuldir og eignir einkaaðila. Ljóst er að miklir hagsmunir eru

í húfi og mikilvægt er að greina hvaða reglur gilda í samskiptum milli ríkja í þessu sambandi.

Reglur um áhrif breytingar á fullveldisyfirráðum er óljóst og flókið réttarsvið innan

þjóðaréttar og ólíkar reglur gilda eftir því hvort um stækkun landsvæðis ríkis er að ræða eða

myndun nýs ríkis á landsvæði þess.3 Enginn almennur þjóðréttarsamningur hefur verið gerður

á þessu réttarsviði um afdrif allra skuldbindinga og réttinda ríkja við breytingu á

ríkisyfirráðum. Tveir samningar hafa hins vegar verið gerðir um afdrif afmarkaðra

skuldbindinga, annars vegar Vínarsamningur um afdrif þjóðréttarsamninga við breytingu á

ríkisyfirráðum frá 1978 (Vínarsamningur frá 1978) sem tók gildi 1996 og hins vegar

Vínarsamningur um afdrif ríkiseigna, opinberra gagna og fjárskuldbindinga við breytingu á

ríkisyfirráðum frá 1983 sem hefur ekki enn tekið gildi (Vínarsamningur frá 1983).4 Þá hefur

Alþjóðalaganefndin samið drög að samningi um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum á ríkisfang

einstaklinga.5 Samningarnir hafa hlotið litlar undirtektir meðal ríkja en þess vegna er

venjuréttur sérstaklega mikilvægur á þessu sviði. Framkvæmd ríkja er ekki samræmd og kjósa

1 Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson: Þjóðaréttur, bls. 55.

2 Sameinuðu Þjóðirnar: „Aðild að stofnunum SÞ“, http://www.un.org/en/members/pomembership.shtml (skoðað

8. apríl 2016). SÞ eru alþjóðasamtök sem stofnuð voru árið 1945 og hafa það að markmiði að viðhalda friði og

öryggi í heiminum. Upphafleg aðildarríki voru 51 en eru nú orðin 193 talsins og eru samtökin stærsta

alþjóðastofnun heims. Sem dæmi um ríki sem njóta ekki almennrar viðurkenningar eru Kósóvó og Tævan. 3 Peter Malanczuk: Akehust´s Modern Introduction to International Law, bls. 161.

4 Miðað við 1. maí 2016 eru 22 ríki aðilar að Vínarsamningnum frá 1978 (Vienna Convention on Succession og

States in respect of Treaties) og aðeins hafa 7 ríki fullgilt Vínarsamninginn frá 1983. Sjá safn

milliríkjasamninga hjá SÞ, https://treaties.un.org/ (skoðað 1. maí 2016) 5 Yearbook of the International Law Commission (hér eftir YILC) 1999, part II, vol.II. Aðgengilegt á vefsíðunni:

http://legal.un.org/ilc/publications/yearbooks/ (skoðað 4. maí 2016).

Page 8: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

7

ríki í mörgum tilfellum að leysa álitaefni um áhrif slíkra breytinga í samningum sín á milli eða

á grundvelli sérstakra reglna á þessu réttarsviði.6 Engu að síður er mikilvægt að greina hvaða

reglur eru taldar gilda í þessu sambandi þar sem miklir hagsmunir eru oft á tíðum í húfi.

Í þessari rannsókn verður fyrst veitt yfirlit um helstu tegundir landfræðilegra breytinga

auk þess sem fjallað verður um álitamál tengd þjóðréttaraðild ríkja í þessu sambandi. Því næst

verður fjallað almennt um réttaráhrif slíkra breytinga og þeim meginkenningum sem liggja að

baki reglum á þessu sviði. Þá verður leitast við að varpa ljósi á afdrif þjóðréttarsamninga í

slíkum tilvikum miðað við mismunandi tegundir breytinga auk þess sem fjallað verður um

sérsjónarmið sem gilda um nýfrjáls ríki í þessu samband. Ennfremur verður vikið að

sérsjónarmiðum um ákveðnar tegundir samninga einkum pólítíska samninga,

landamærabundna samninga og mannréttindasamninga. Einnig verður farið yfir álitamál og

reglur sem almennt gilda um áhrif breytinga á fullveldisyfirráðum á aðild að

alþjóðastofnunum og stuttlega verður vikið að álitamálum í tengslum við aðild að

Evrópusambandinu (ESB). Í kjölfarið verður vikið að reglum um afdrif ríkisskulda, ríkiseigna

og skjalasafna. Ennfremur verða gerð skil á áhrifum slíkra breytinga á ríkisfang einstaklinga

og samningsbundin fjárhagsleg réttindi einkaaðila ýmisskonar við það ríki sem missir

fullveldisyfirráð yfir landsvæði. Jafnframt verður leitast við að greina hvaða reglur gilda um

afdrif krafna sem stafa af ábyrgð ríkja vegna þjóðréttarbrota sem áttu sér stað fyrir breytingar

á fullveldisyfirráðum. Að lokum verður reynt að varpa ljósi á áhrif sjálfstæðis Íslendinga frá

Danmörku á árunum 1918-1944 í þessu samnbandi á fyrirliggjandi samninga, skuldir, eignir

og ríkisfang einstaklinga.

Markmið með þessari umfjöllun er að greina áhrif breytinga á fullveldi yfir landsvæði og

því eru undanskilin tilvik sem einungis fela í sér breytingar á innra skipulagi ríkis. Þannig

falla hér utan breytingar í kjölfar landheimtustefnu (e. irredentism) auk þess sem ekki verður

fjallað um áhrif breytinga sem felast í framsali lagasetningavalds til lægri settra stjórnvalda

eða sjálfsstjórnarhéraðs án þess að breyting hefur orðið á fullveldi (e. devolution, autonomy).7

Leitast verður við að skoða hvaða reglur teljast gilda á þessu sviði og verður í þeim tilgangi

rýnt í skrásettar reglur, dómaframkvæmd, framkvæmd alþjóðastofnana og ríkja. Einnig verður

leitast við að svara því hvort skrásettar reglur á þessu sviði geti talist endurspegla

þjóðréttarvenju sem teljist þannig bindandi fyrir öll ríki óháð aðild að samningum á þessu

sviði.

6 Ian Brownlie: Principles of Public International , bls. 622.

7 Glen Anderson: „Secession in International Law and Relations: What Are We Talking About?“, bls. 387-388.

Page 9: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

8

1 Breytingar á ríkisyfirráðum

1.1 Almennt um landfræðilegar breytingar ríkja

Breyting á ríkisyfirráðum felur í sér að fullveldisyfirráð ákveðins landssvæðis færast frá einu

ríki til annars.8 Fræðimenn hafa flokkað viðfangsefnið eftir áhrifum slíkra breytinga á

þjóðréttarlega stöðu ríkis og mestu máli skiptir hvort breyting verði á þjóðréttarlegri aðild

þess.9 Af þessu leiðir að breytingar á stjórnarháttum ríkis sem ekki hafa áhrif á þjóðréttaraðild

þess fela ekki í sér breytingar á ríkisyfirráðum. Breytingar á ríkisstjórn eða stjórnarskrá hafa

þannig engin áhrif á gildi þjóðréttarlegra skuldbindinga.10

Þó er almennt viðurkennt að reglur

á þessu sviði eigi að stuðla að jafnvægi milli sjálfsákvörðunarréttar þjóða og þeirra

skuldbindinga sem ríki hafa tekist á hendur.11

Breytingar á ríkisyfirráðum geta átt sér stað með margvíslegum hætti. Í sumum tilfellum

kunna landamæri ríkja að taka breytingum án þess að áhrif hafi á þjóðréttaraðild með þeim

hætti að hluti ríkis færist frá einu ríki til annars.12

Þessar breytingar voru algengar í kjölfar

heimstyrjaldanna en í friðarsamningum var kveðið á um yfirfærslu hinna ýmsu landsvæði

Þýskalands og Ítalíu. Einnig falla hér undir breytingar sem felast í yfirfærslu nýlendu til

annars ríkis. Sem dæmi um slíkt má nefna yfirfærslu Hong Kong frá Bretlandi til Kína árið

1997 annars vegar og hins vegar Macau frá Portúgal til Kína árið 1999.

Samruni ríkja felur í sér að tvö eða fleiri ríki að sameinast í eitt á grundvelli

þjóðréttarsamnings. Þannig geta ríki sem aðskildir þjóðréttaraðilar að ganga í samband og

sameiginlegum stofnanunum komið á fót sem koma fram fyrir þeirra hönd að hluta eða öllu 8 Ákvæði b. liðar 1. mgr. 2. gr. Vínarsamnings frá 1978 og a. liðar 1. mgr. 2. gr. Vínarsamnings frá 1983. Sjá

einnig: Conference on Yugoslavia, Arbitration Committee, Opinion No.1 1(e), 29. nóvember 1991 (hér eftir

Badinternefndin um fyrrum Júgóslavíu). 9 D. P. O´Connell: State Succession in Municipal Law and International law, vol I, bls. 4 og 25 (hér eftir State

Succession vol. 1). Þannig greina sumir á milli breytingu að hluta og í heild. Ef ríki missir þjóðréttaraðild sína

við samruna við annað ríki eða klofnar í mörg ríki hverfur það sem þjóðréttaraðili en heldur henni almennt ef

einungis hluti þess klofnar frá og flyst til annars ríkis eða verður sjálfstæður þjóðréttaraðili. Hins vegar heldur

ríki þjóðréttaraðild sinni ef hluti þess klofnar frá og verður sjálfstæður þjóðréttaraðili eða þegar afsal á hluta

landsvæðis á sér stað. Einnig á það um tilvik þegar ríki missir hluta af fullveldi sínu við inngöngu í

sambandsríki eða vegna yfirráða eða verndar annars ríkis og þegar það öðlast sjálfstæði að nýju, sbr. H.

Lauterpacht: Oppenheim´s International Law. A Treatise, Peace, 1. bindi, bls. 151-152 (hér eftir:

Oppenheim´s International Law) 10

H. Lauterpacht: Oppenheim´s International Law, bls. 855. Grundvallarbreytingar á stjórnarformi ríkis hafi

þannig ekki áhrif skuldbindingar sem hin fyrri ríkisstjórn hefur gert, sbr. Tinoco gerðardómurinn, 18. október

1923, Report of International Arbitral Awards (RIAA) 1923, bls. 369. þar sem útgefin leyfi voru talin binda

hina nýju ríkisstjórn þó svo að hin fyrri hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá og hefði ekki hlotið

viðurkenningu frá flestum ríkjum. Hins vegar hafa aðrir bent á að umfangsmiklar breytingar á ríkisstjórn eigi

að hafa áhrif á skuldbindingar þess að þjóðarétti þegar orsakasamband er á milli stjórnarfarsbreytinga og rofs

á alþjóðlegum skuldbindingum, sbr. Tai-Heng Cheng: State Succession and Comercial Obligations, bls. 52-

53. Álitaefnið var einnig til umræðu hjá Alþjóðalaganefndinni við samningu Vínarsamnings frá 1978 en

upphaflega var gert ráð fyrir að gildisvið reglnanna næði einnig til breytinga á stjórnarháttum, sbr. YILC 1968,

vol. II, bls. 90. 11

Tai-Heng Cheng: State Succession and Comercial Obligations, bls. 83. 12

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 209, efnigr. 7.

Page 10: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

9

leyti á alþjóðavettvangi en sem dæmi um slík sambönd má nefna tímabundna sameiningu

Sýrlands og Egyptalands í Sameinaða arabíska lýðveldið á árunum 1958-1961, sameiningu

Tanganyika og Sansibar í Sameinaða lýðveldið Tansaníu árið 1964 og þegar Norður og Suður

Jemen sameinuðust árið 1990.13

Einnig kann að vera að ríki renni að öllu leyti inn í annað líkt

og átti sér stað þegar lendur Austur-Þýskalands gengu inn í Sambandsríkið Þýskaland árið

1990. Þá hafa ríki oft myndað með sér sambandsríki en það er samband ríkja sem lýtur

miðstýrðri ríkisstjórn en hafa ákveðna sjálfstjórn. Valddreifing er mjög mismunandi milli

sambandsríkja. Sem dæmi um sambandsríki má nefna myndun Bandaríkjanna á 18. öld, Sviss

árið 1848 og Þýska sambandsríkisins arið 1871.14

Einnig eru dæmi um lausleg ríkjasambönd

þar sem ríki hafa sameiginlegan þjóðhöfðingja en eru að öðru leyti sjálfstæð. Samband

Noregs og Svíþjóðar árið 1814 og samband Danmerkur og Íslands árið 1918 falla í þennan

flokk en þó er yfirleitt vísað til þessara fordæma í sambandi við aðskilnað ríkjasambanda þar

sem hvorki Noregur né Ísland voru sjálfstæð ríki fyrir inngöngu.15

Jafnframt er sá möguleiki

fyrir hendi að ríki verði til á landsvæði annars ríkis sem líður jafnframt undir lok, sbr. stofnun

Alþýðulýðveldisins Kína árið 1949.16

Þá kann að vera að hluti landsvæðis klofni frá og myndi sjálfstætt ríki. Þessi tegund

breytinga er algengasta orsök nýmyndunar ríkja í seinni tíð og hefur jafnframt skapað mestan

ágreining milli ríkja.17

Sem dæmi um slíkar breytingar má nefna aðskilnað Belgíu frá

Niðurlöndum árið 1830, Texas frá Mexíkó árið 1840, Panama frá Kólumbíu árið 1903,

Finnland frá Rússlandi í kjölfar fyrri heimstyrjaldar, aðskilnaður Tékkóslóvakíu og Póllands

frá Austuríska-Ungverska konungsdæminu árið 1918, aðskilnaður Singapúr frá Malasíu 1963,

Pakistan frá Indlandi árið 1947 og Írlands frá Bretlandi 1921.18

Sem dæmi um nýleg tilvik má

nefna sjálfstæði Erítreu árið 1993, Svartfjallalands árið 2006 og Suður-Súdan árið 2011.

Breytingar sem þessar hafa þó flestar átt sér stað í tengslum við sjálfstæði nýlendna.19

Nýfrjálst ríki vísar til þess þegar hluti yfirráðasvæðis ríkis sem er aðskilinn og frábrugðinn

landsvæði þess verður sjálfstæður þjóðréttaraðili.20

Nýlendur og ófullvalda ríki njóta

13

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 253-256, efnisgr. 1, 13 og 17. 14

Ibid, bls. 254, efnisgr. 6-11; D. P. O´Connell: State Succession, vol. II,. II, bls. 55. 15

Ibid, bls. 255, efnisgr. 12. 16

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkiyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins, bls. 393. 17

Glen Anderson: „Secession in International Law and Relations: What Are We Talking About?“, bls. 346. 18

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 263-264, efnisgr. 12-18. 19

Um slík ríki er fjallað í XI og XII kafla sáttmála SÞ (SSÞ). Sem dæmi má nefna sjálfstæði nýlenda í Suður

Ameríku frá Evrópuríkjum við lok 18. aldar fram á 19. öld og sjálfstæði nýlenda í Afríku og Asíu á 20. öld. 20

„The territory of a colony or other Non-Self-Governing Territory has, under the Charter, a status separate and

distinct from the territory of the State administering it [..]“, sbr. Yfirlýsingu Allsherjarþings SÞ um

meginreglur þjóðaréttar í tengslum við friðsamlega samvinnu ríkja frá 24. október 1970. Sem dæmi um

nýfrjáls ríki í þessu sambandi má nefna sjálfstæði Sýrlands 1945, Líbanon 1946, Indlands og Pakistan 1947,

Page 11: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

10

ákveðinnar sérstöðu og lúta margt ólíkum reglum vegna þess sögulega og stjórnmálalega

umhverfis sem þau spruttu úr í kjölfar þess að nýlendustefnu var hafnað. Vínarsamningar sem

gilda á þessu sviði bera þess merki og er stórum hluta þeirra varið í að skapa kerfi réttarreglna

um fyrrum nýlendur sem eru frábrugðnar reglum um aðrar tegundir breytinga á

fullveldisyfirráðum.21

Þá getur ríki klofnað í tvö eða fleiri ríki og má hér nefna uppbrot

fyrrum Austuríska-Ungverska konungsveldisins eftir fyrri heimsstyrjöldina og uppbrot fyrrum

Sovétríkjanna, fyrrum Júgóslavíu og fyrrum Tékkóslóvakíu á tíunda áratug 20. aldar.

Ýmsar spurningar hafa vaknað á síðustu árum varðandi aðskilnað hluta ríkis en sem dæmi

má nefna Quebec héraðið í Kanada, Katalóníu á Spáni og Skotland sem enn er hluti

Bretlands. Almennt verða slíkar breytingar að byggja á stjórnskipun viðkomandi ríkis en

einnig getur verið að slíkt samkomulag náist á stjórnmálalegum grundvelli. Hins vegar hafa

ríki þó yfirleitt öðlast sjálfstæði með þessum hætti í skjóli meginreglunnar um

sjálfsákvörðunarrétt þjóða, sbr. 2. tl. 1. gr. Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna (SSÞ) sem áskilur

að ríki virði rétt minnihlutahópa. Við slíkar breytingar verður að gæta jafnvægis milli

sjálfsákvörðunarréttar þjóða og meginreglunnar um friðhelgi landsvæðis en almennt er

einhliða yfirlýsing um sjálfstæði ekki óheimil að þjóðarétti.22

Ríki hafa þó í sumum tilfellum

neitað að viðurkenna tilvist ríkis þar sem í ferlinu hefur átt sér brot á grundvallarreglum

þjóðaréttar en framkvæmdin er sú að hér falla einungis undir mjög alvarleg

mannréttindabrot.23

Viðurkenning á sjálfsákvörðunarrétti veitir þó ekki fullt frelsi til

valdbeitingar og á ekki að stuðla að sundrungu „friðhelgis landsvæðis og stjórnmálalegrar

einingar fullvalda og sjálfstæðra ríkja“.24

Bent hefur verið á að sjálfsákvörðunarréttur fyrrum

nýlenda sé annars eðlis en annarra ríkja sem leiðir að hluta til þess að ríki eru sveigjanlegri til

að viðurkenna sjálfstæði í slíkum tilvikum og framkvæmd í slíkum tilvikum hafi þannig ekki

mikla þýðingu þegar aðskilnaður hluta landsvæðis í hinni eiginlegu merkingu á sér stað.25

Því

Ísrael og Búrma 1947, Indónesíu 1949, Líbíu 1951, Túnis, Marókko, Súdan og Gana 1956, Malaya 1957 og

Gínea Bíssá 1958, sbr. Peter Malanczuk: Akehust´s Modern Introduction to International Law, bls. 28. 21

Patrick Dumberry and Daniel Turp: „State Succession with Respect to Multilateral Treaties in the Context of

Secession: From the Principle of Tabula Rasa to the Emergence of a Presumption of Continuity of Treaties“,

bls. 29-30. 22

Ráðgefandi álit AD, Accordance with International Law of the Unilateral Declaration of Independence in

Respect of Kosovo, 22. júlí 2010, I.C.J. Reports 2010, bls. 403, umfjöllun bls. 436-438. 23

Glen Anderson: „Secession in International Law and Relations: What Are We Talking About?“, bls. 369-370. 24

Yfirlýsing SÞ um meginreglur þjóðaréttar í tengslum við friðsamlega samvinnu ríkja 24. október 1970. 25

James Crawford og Alan Boyle: „Annex A Opinion: Referendum on the Independence of Scotland –

International Law Aspects“, bls. 72, sbr.:

https://www.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/79408/Annex_A.pdf (skoðað

18. nóvember), [hér eftir: „Referendum on the Independence of Scotland – International Law Aspects“]. Þá

hefur þeirri skoðun verið lýst að í sjálfsákvörðunarrétti þjóða í öðru samhengi en hjá nýfrjálsum þjóðum felist

einungis réttur til lýðræðis, sjá Rein Mullersson: International Law, Rights and Politics- Developments in

Eastern Europe and the CIS, bls. 91. London 1994.

Page 12: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

11

er umdeilt hvort hluti landsvæðis geti klofnað frá ríkisheild á grundvelli einhliða yfirlýsingar

með vísan til reglunnar um sjálfsákvörðunarrétt nema þá í tilvikum nýfrjálsra ríkja.26

Að lokum ber að nefna að ríki fara almennt með fullt vald til að ákveða breytingar á

landsvæði sínu og ríkisyfirráð stofnast nú ekki í kjölfar landvinninga með hernaði þar sem ríki

getur ekki í dag með lögmætum hætti þvingað annað ríki til að láta af hendi landsvæði.27

Ef

ríki er stofnað í bága við reglur þjóðaréttar kann að vera að það sé ekki til í lagalegum

skilningi nema viðurkenning annarra ríkja komi til.28

Vínarsamningarnir tveir frá 1978 og

1983 taka ekki til ólögmætra breytinga á ríkisyfirráðum og gilda einungis um áhrif breytinga á

ríkisyfirráðum sem eru í samræmi við alþjóðalög sérstaklega þær meginreglur sem koma fram

í SSÞ.29

Þetta verður að hafa í huga við skoðun á framkvæmd ríkja þar sem breytingar á

fullveldisyfirráðum hér áður fyrr gerðust í flestum tilvikum í kjölfar landvinninga með

hernaði.

1.2 Breytingar á þjóðréttaraðild

Landfræðilegar breytingar leiða ekki alltaf til þess að þjóðréttaraðild ríkis breytist og halda

þau í mörgum tilvikum áfram tilvist sinni í þrátt fyrir slíkar breytingar. Við slíkar breytingar

þarf því að meta hvort hið eldra ríki hafi misst þjóðréttarlega stöðu sína við nýmyndun ríkis

þarf einnig að skoða hvort hið nýja ríki hafi aðskilda þjóðréttaraðild eða sé áframhald eldra

ríkis í breyttu formi.30

Við mat á stöðu ríkja í þessu sambandi skiptir afstaða ríkja mestu máli

en einnig hefur þýðingu hvort ríki nái samkomulagi eða hvort ágreiningur sé uppi á milli aðila

26

Sjá í þessu sambandi dóm Hæstaréttar Quebec, Reference re Secession of Quebec, 1998, 2 S.C.R. 217. Þar

kom fram að þjóðaréttur mælti ekki fyrir um rétt til að knýjaa fram slíkar breytingar einhliða og að slíkt væri

aðeins heimilt í ákveðnum tilvikum. Almennt væri sjálfsákvörðunarréttur ætlaður fyrir ríki sem væru undir

yfirráðum annars ríkis og ef úrræði eru til staðar innan ríkisins til að virkja þennan rétt sé einhliða aðskilnaður

ekki heimill. Það sjónarmið hefur verið sett fram að tilvik sjálfstæðis Austur-Tímor feli í sér beitingu

sjálfsákvörðunarréttar í þessu samhengi, sbr. Tai-Heng Cheng: State Succession and Commercial Obligations,

bls. 208. 27

Yfirlýsing SÞ um meginreglur þjóðaréttar í tengslum við friðsamlega samvinnu ríkja 24. október 1970:

„The territory of a State shall not be the object of acquisition by another State resulting from the threat or use

of force. No territorial acquisition resulting from the threat or use of force shall be recognized as legal.“ Hins

vegar er einnig tekið fram að þessi regla gildi ekki afturvirkt né um völd Öryggisráðs SÞ. 28

Sem dæmi má nefna stofnun Austur-Þýskalands sem öðlaðist ekki viðurkenningu vestrænna ríkja sem ríki fyrr

en 1973. Ef ríki stofnast í kjölfar borgarastyrjaldar hefur viðurkenning annarra ríkja almennt engin lagaleg

áhrif þar sem slíkar breytingar fara almennt ekki í bága við reglur þjóðaréttar, sbr. Peter Malanczuk: Akehust´s

Modern Introduction to International Law, bls. 83-84. 29

Ákvæði 6. gr. Vínarsamnings frá 1978 og 3. gr. Vínarsamnings frá 1983. Slíkar ólögmætar breytingar á

ríkisyfirráðum hafa verið algengar í heimssögunni en nýlegt dæmi eru atburðir á Krímsskaga þar sem

Rússland lagði undir sig hluta Úkraínu. 30

James Crawford: The Creation of States in International Law, bls. 667-668. Við aðskilnað Pakistan frá

Indlandi var talið að hið fyrrnefna væri nýtt ríki en Indland héldi þjóðréttaraðild nýlendunnar Indlands áfram.

Einnig var Júgóslavía talið áframhald Serbíu en Ísrael fullkomlega aðskilið frá Palestínu. Þá var Rússland

talið áframhald Sovétríkjanna en því hafnað að Sambandsríkið Serbía-og Svartfjallaland teldist arftaki fyrrum

Júgóslavíu við upplausn þess, sbr. Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 696.

Page 13: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

12

en slíkur ágreiningur lýtur þá helst að því hvort hið nýja ríki teljist áframhald þess sem leið

undir lok.31

Það er erfiðleikum bundið að setja fram almenn viðmið í þessu sambandi en þeir

þættir sem þykja skipta mestu máli við mat á því hvort ríki haldi þjóðréttaraðild sinni þrátt

fyrir breytingar lúta að hlutlægum viðmiðum um stöðu ríkis, afstöðu hlutaðeigandi ríkja sem

og afstöðu annarra ríkja og alþjóðastofnana.32

Þannig ræðst raunveruleg staða ríkis í

alþjóðasamfélaginu af því hvort það njóti almennt viðurkenningar annarra ríkja sem leiðir til

þess að það verður viðfangsefni þjóðaréttar.33

Hins vegar ræðst staða þess ekki eingöngu á

viðurkenningu ríkja eða breytingum á innri þáttum heldur byggir hún einnig á hlutlægu mati á

aðstæðum hverju sinni.34

Meginsjónarmið um hlutlæg skilyrði fyrir sjálfstæðri þjóðréttaraðild

er að finna í Montevídeósamningnum um réttindi og skyldur ríkja frá 1933.35

Uppfylli ríki

þessi skilyrði getur það almennt öðlast stöðu sem fullgildur þjóðréttaraðili.36

Almennt er því

viðurkennt að breyting á nafni ríkis eða borga þess, íbúafjölda, stjórnarfari, smávægilegar

31

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 400-401. 32

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 696 og James Crawford: The Creation of States in International

Law, bls. 669. Sumir fræðimenn bent á mikilvægi þess að meta huglæg skilyrði fyrir tilvist ríkis í stað þess að

leggja eingöngu hlutlæga mælikvarða til grundvallar, sbr. Matthew Craven: „The problem of State Succession

and the Identity of States under international Law“, bls. 162. Þessu til stuðnings má nefna mál milli

Bandaríkjanna, Austurríkis og Ungverjalands í kjölfar fyrri heimstyrjaldar þar sem skoðað var hvort ríkin

hefðu sömu einkenni við mat á samningsskyldu til að greiða skaðabætur vegna athafna fyrrum Austurísk-

Ungverka konungsveldisins í heimstyrjöldinni fyrri, sbr. gerðardóm United States, Austria, Hungary Claims

Commissioner, 26. nóvember 1924. RIAA, 1924, 6. bindi, bls. 210. 33

Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson: Þjóðaréttur, bls. 57; Robert Yewdall Jennings: The Acquisition of

Territory in International Law, bls. 9. Mikilvægi viðurkenningar ríkja endurspeglast í tilviki fyrrum

Júgóslavíu, sbr. Juan Miguel Ortega Terol: „The Bursting of Yugoslavia: An Approach to Practic Regarding

State Succession“, bls. 925; James R. Crawford: The Creation of States in International Law, bls. 670. Þá er

aðild að SÞ er almennt talin vísbending um viðurkenningu ríkja þó samtökin veiti ekki formlega staðfestingu

þess efnis, sbr. David I. Efevwerhan: „Kosovo´s chances of UN Membership: A Prognosis“, bls. 95-96. 34

International Law Association (Alþjóðalagasamtökin): Committee on Aspect of the Law of State Succession.

Rio de Janeiro Conference 2008, Draft Final Report [hér eftir ILA: Draft Final Report 2008, bls. 70, efnisgr.

3, aðgengilegt á vefsíðunni: http://www.ila-hq.org/en/committees/index.cfm/cid/11 (skoðað 1. maí 2016).

Álitamál tengd stöðu ríkis er ekki hægt að leysa eingöngu á grundvelli kenningarinnar um viðurkenningu

annarra ríkja því slíkt myndi hafa í för með sér að önnur ríki gætu einfaldlega neitað að viðurkenna tilvist ríkis

með þeim afleiðingum að það yrði svipt réttindum sínum. Hins vegar er ótækt að ríki geti komist hjá

skuldbindingum sínum og forðast afleiðingar ólögmætra athafna einungis með því að ákveða að verða nýtt

ríki. Afstaða alþjóðasamfélagsins um stöðu ríkis í kjölfar breytinga er því bindandi fyrir öll ríki erga omnes,

sbr. Krystyna Marek: Identity and Continuity of States in Public International Law, bls. 129; James R.

Crawford: The Creation of States in International Law, bls. 672-673. 35

Samkvæmt ákvæði 1. gr. samningsins verður ríki að hafa skilgreint yfirráðasvæði sem tilheyrir ríkinu og er

byggt íbúum að staðaldri, skipulagt ríkisvald á því landsvæði auk þess að ríki sé „stjórnarfarslega sjálfstætt og

óháð öðrum ríkjum og geti ráðstafað réttindum sínum og skyldum í samskiptum sínum við önnur ríki.“, sbr.

Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson: Þjóðaréttur, bls. 57. Skilyrðið um afmarkað yfirráðasvæði felur

þó ekki í sér að landamæri séu að að öllu leyti óumdeild, sbr. Rebecca M. M. Wallace og Olga Martin Ortega:

International Law, bls. 65; Ian Brownlie: Principles of Public International law, bls.71. 36

Einnig ber að nefna að tegund ríkisvalds og stjórnarfars skiptir ekki úrslitamáli við mat um tilvist ríkis en það

er þó nauðsynlegur þáttur í að meta hvort að raunverulegt ríkisvald sé til staðar, sbr. Fyrsta álit

Badinternefndarinnar frá 29. nóvember 1991, I.L.R 1993, 92. bindi, bls. 164, sjá bls. 165. Þá hafa fræðimenn

haldið því fram að fullveldi sé ekki skilyrði ríkis og ekki hluti af skilgreiningu fyrir því, sbr. James Crawford:

The Creation of States in International Law, bls. 665. Þannig getur ríki geta þannig verið til þó það hafi misst

eða afsalað sér fullveldi sínu með einhverjum hætti.

Page 14: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

13

landfræðilegar breytingar og hernaðaryfirráð annarra ríkja hafa ekki áhrif á þjóðréttaraðild

ríkis.37

Hafi hins vegar orðið veruleg breyting á einhverjum af þeim viðmiðum sem lúta að

ákvörðun á stöðu ríkis kann að vera að það hafi í raun liðið undir lok og nýtt tekið við.

Í framkvæmd hefur alþjóðasamfélagið almennt reynt að sporna við því að ríki missi

þjóðréttaraðild sína í kjölfar breytinga á landsvæði þess og hefur það aðeins gerst í

undantekningartilvikum.38

Við uppbrot Sovétríkjanna í kjölfar kalda stríðsins tók Rússland

við þjóðréttaraðild fyrrum Sovétríkjanna þrátt fyrir að miklar breytingar hefðu orðið á

landsvæði, íbúafjölda og eignum.39

Sem dæmi um hið gagnstæða má benda á uppbrot

Júgóslavíu þegar Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía (fyrrum Júgóslavía) klofnaði í

fimm ríki og hélt Sambandsríkið Serbía og Svartfjallaland því fyrst fram að það tæki við

þjóðréttaraðild fyrrum Júgóslavíu. Alþjóðasamfélagið virtist þó ekki hafa samþykkt slíka

kröfu og var til dæmis ekki viðurkennt að ríkið tæki sjálfkrafa við aðild fyrrum Júgóslavíu að

SÞ.40

Undantekningu frá þessari ályktun er að finna varðandi klofnun og upplausn

Tékkóslóvakíu sem skiptist í tvö ríki, Tékkland og Slóvakíu. Þar sem meirihluti landsvæðis,

íbúa og auðlinda tilheyrðu Tékklandi sé tilefni til að líta á það sem aðskilnað en ekki upplausn

ríkis en hér skiptir máli að samkomulag var á milli arftökuríkja um að virða fyrirliggjandi

skuldbindingar fyrrum Tékkóvlóvakíu.41

Að lokum má nefna að sá möguleiki er fyrir hendi að

ríki sem myndast í kjölfar breytinga á ríkisyfirráðum endurheimti þjóðréttaraðild sína eftir

yfirráð annars ríkis en almennt er viðurkennt að ólögmætt hernám getur ekki samkvæmt

þjóðarétti eytt tilvist/einkennum ríkis (l. ex injuria jus non orbitur).42

Þannig höfnuðu

Eystrasaltsríkin arftöku að skuldbindingum Sovétríkjanna á grundvelli þess að sjálfstæð

þjóðréttaraðild þeirra hafi haldist þrátt fyrir hernám Sovétríkjanna árið 1940 sem staðið hafði í

50 ár.43

37

Konrad G. Buhler: State Succession and Membership in International Organizations: legal theories versus

political pragmatism, bls. 14 (hér eftir: State Succession and Membership in International Organizations). 38

Álit Badinter nefndarinnar nr. 8, 4. júlí 1992, International Law Review (I.L.R) 1993, 93. bindi, bls. 200. 39

Glen Anderson: „Secession in International Law and Relations: What Are We Talking About?“, bls. 382-383. 40

Álit Badinternefndarinnar nr. 8, 4. júlí 1992, I.L.R. 1993, 92. bindi, bls. 200; Allsherjarþing SÞ, 22. september

1992, U.N. Doc. A/RES/47/1. Ástæðan fyrir þessari mismunandi niðurstöðu hefur verið talin byggjast á

stjórnmálalegum þáttum auk þess sem Sambandsríki Serbíu-og Svartfjallalands hafi ekki tekið til meirihluta

íbúa og landsvæðis hins fyrra ríkis líkt og tilviki Rússlands. 41

Glen Anderson: „Secession in International Law and Relations: What Are We Talking About?“, bls. 383-384. 42

Ennig ber að nefna tilvik Eþíópíu, Albaníu, Póllands og Austurríkis, sbr. Tarja Långström: „The Dissolution

of the Soviet Union in the Light of the 1978 Convention on Succession of States in Respect of Treaties“, bls.

732. 43

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 15-16. Ríki hafa almennt viðurkennt ólögmætt hernám Sovétríkjanna og að

það hafi verið brot á þjóðarétti og tvíhliða samningum milli ríkjanna sbr. Tarja Långström: „The Dissolution

of the Soviet Union in the Light of the 1978 Convention on Succession of States in Respect of Treaties“, bls.

731.

Page 15: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

14

Ljóst er að mörk milli þess hvort ríki haldi þjóðréttaraðild sinni eru ekki alltaf skýr en

niðurstaða um slíkt ræðst í flestum tilfellum á stjórnmálalegum grundvelli. Þá skiptir

höfuðmáli hvort ríki haldi því fram að það sé nýr þjóðréttaraðili eða áframhald annars ríkis og

hvort önnur ríki samþykki slíka kröfu.44

Niðurstaða í þessum efnum skiptir máli hvað varðar

réttaráhrif breytinga á fullveldisyfirráðum en viðhaldi ríki stöðu sinni haldast réttindi þess og

skuldbindingar að jafnaði óbreytt, að minnsta kosti hvað varðar þann hluta landsvæðis sem

tengist ekki breytingunum sérstaklega. Missi hið eldra ríki hins vegar stöðu sína vakna ýmis

þjóðréttarleg álitaefni um afdrif réttinda og skuldbindinga þess og þá hvort það ríki sem tekur

við fullveldisyfirráðum tekur við slíkum réttindum og skuldbindingum og þá að hvaða leyti.45

Álitaefni þessu tengd eru ekki auðveld viðureignar en nú verður vikið að almennri umfjöllun

um áhrif slíkra breytinga og helstu kenningar á þessu sviði.

2 Almennt um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum

Þegar búið er að slá því föstu að breyting á ríkisyfirráðum landsvæðis hafi átt sér stað vaknar

spurning um hvaða áhrif það hefur á réttindi og skyldur þess ríkis sem fór með

fullveldisyfirráð. Allt frá tímum Aristolelesar hafa fræðimenn glímt við þetta viðfangsefni.46

Hvert tilvik er einstakt og gerist í ákveðnu stjórnmálalegu samhengi sem veldur því að

framkvæmd er ekki einsleit og reglur ekki almennar á þessu sviði. Engin almenn regla gildir

um arftöku hins nýja ríkis á réttindum og skuldbindingum forvera þess. Engu að síður eru

ákveðin réttindi og skyldur sem yfirfærast en skoða verður hvert tilvik fyrir sig.47

Efnisreglur á þessu réttarsviði byggja í stórum dráttum á tveimur meginkenningum, annars

vegar erfðakenningunni (e. principle of universal succession) og hins vegar kenningunni um

hreint borð (e. clean slate principle). Í erfðakenningunni er lagt til grundvallar að

skuldbindingar ríkis séu tengdar landsvæði þess sem leiðir til þess að réttindi og skyldur

44

Peter Malanczuk: Akehust´s Modern Introduction to International Law, bls. 153. 45

Ian Brownlie: Principles of Public International Law, bls. 80; Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 693

og 696; YILC 1962, vol. II, bls.101-103. 46

„ And this topic seems to be part of yet another question—how are we to tell whether a state is still the same

state or a different one? We might try to investigate this question using territory and inhabitants as criteria; but

this would not carry us far, since it is quite possible to divide both territory and population into two, putting

some people in one part and some into the other. . . . For the state is a kind of association—an association of

citizens in a constitution; so when the constitution changes and becomes different in kind, the state also would

seem necessarily not to be the same. . . . But whether, when a state’s constitution is changed, it is just to

disown its obligations or to discharge them—that is another question.“ Aristotle, T. Sinclair og Trevor J.

Saunders. The Politics, London 1981, tilvísun að finna hjá: Mohamed S. Helal: „Inheriting International

Rivers: State Succession to Territorial Obligations, South Sudan, and the 1959 Nile Waters Agreement“.

Emory International Law Review, Vol. 27, No. 2, 2013.

Aðgengilegt á vefsíðunni: http://ssrn.com/abstract=2616113 (skoðað 30. apríl. 2016). 47

H. Lauterpacht: Oppenheim´s International Law, bls. 152-153.

Page 16: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

15

færast í heild sinni óbreytt yfir til hins nýja ríkis.48

Þessi kenning á rætur að rekja til

erfðareglna Rómarréttar en á 17. öld setti Hugo Grotius fyrstur fram hugmyndir um tengsl

þeirra við þjóðarétt.49

Kjarni kenninga hans var fólginn í samlíkingu milli ríkja og

einstaklinga og að réttindi og skyldur væru sama eðlis.50

Reglur þjóðaréttar um sjálfstæði,

fullveldi og jafnræði ríkja mæla þó gegn sjálfkrafa arftöku allra skuldbindinga hins nýja ríkis

og er samanburður við erfðarétt í landsrétti ríkja þar sem meginreglan er arftaka erfingja á

eignum og skuldbindingum hins látna líklega ótækur.51

Á öndverðum meiði er kenningin um

hreint borð. Í henni felst að ríki geta valið hvaða samninga og skuldbindingar þau erfa með

ákveðnum undantekningum þó. Hugmyndin að baki þessari kenningu er

sjálfsákvörðunarréttur þjóða og skilyrði um að ríki samþykki þær ráðstafanir sem þau eru

bundin við. Kenningin um hreint borð á rót sína að rekja til sjálfstæðis nýlenda Bretlands árið

1783 sem síðar sameinuðust í Bandaríkin.52

Síðan hefur hún almennt verið útgangspunktur

við sjálfstæði nýlenda Evrópu á 20. öld.

Dræmar undirtektir við framangreinda Vínarsamninga frá 1978 og 1983 ýta undir

efasemdir um hvort í þeim felist skrásetning á venjurétti en þó eru sum ákvæði þeirra talin

endurspegla gildandi venjurétt.53

Meginágreiningur ríkja við gerð samninganna laut að

áherslu þeirra á sérstöðu nýfrjálsra ríkja.54

Mikilvægt er að hafa í huga að ákvæði þeirra eru

ekki bindandi fyrir ný ríki fyrir utan þær reglur þeirra sem hafa öðlast gildi þjóðréttarvenju í

slíkum tilvikum. Þetta hefur ekki í för með sér að ríki séu óskuldbundin til að taka við

réttindum og skyldum forvera síns heldur einungis að grundvöllur slíkrar yfirtöku verður að

byggjast á venjurétti. Í ljósi takmarkaðs gildis skráðra reglna er venjuréttur serstaklega

mikilvægur á þessu réttarsviði.55

Þá eru ófrávíkjanlegar reglur byggðar á þjóðréttarvenju

48

D. P. O´Connell: The Law of State Succession, bls. 6-7. 49

D. P O´Connell: The Law of State Succession, bls. 7, vísar í Hugo Grotius: De jure et pacis, 2. bók, 12.kafli. 50

Helgi Áss Grétarsson og Pétur Dam Leifsson: „Húgó Grótíus – lærifaðir þjóðaréttar – æviágrip og helstu

hugmyndir“, bls. 301. 51

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 693; Gerhard von Glabn og James Laty Taulbee: Law amongst

Nations – An introduction to Public International Law, bls. 196. Þá hafa sumir bent á að rangt sé að halda því

fram að fullveldi ríkis yfir landsvæði feli í sér eignarhald þar sem grunnurinn að ríki sé ekki eign heldur

þegnar þess sbr. James Crawford: Creation of States in International Law, bls. 717. 52

Anthony Aust: Handbook of International Law, bls. 367. 53

Anthony Aust: Modern Treaty Law and Practice, bls. 306; Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 695. 54

Sem dæmi má nefna afstöðu sænskra stjórnvalda varðandi arftöku að þjóðréttarsamningum þar sem því var

hafnað að reglan um hreint borð hefði stöðu þjóðréttarvenju og að leggja ætti arftöku samningsskuldbindinga

til grundvallar með möguleika á uppsögn, sbr. YILC 1974, vol II, part I, bls. 7 efnisgr. 26. Þá má nefna að

Holland samþykkti ekki Vínarsamninginn frá 1978 þar sem ákvæði um nýfrjáls ríki væru úrelt og önnur

ákvæði samnings endurspegluðu ekki ríkjaframkvæmd sbr. Jan Klabbers, Martti Koskenniemi ofl.: State

Practice Regarding State Succession and Issue of Recognition: the Pilot Project of the Council of Europe,

1999, bls. 80, neðanmálsgrein 168. 55

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 392.

Page 17: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

16

bindandi fyrir aðila þó svo að breyting á þjóðréttaraðild eigi sér stað og gilda óháð

breytingum á ríkisyfirráðum.56

Formlegt jafnræði fullvalda ríkja að þjóðarétti leiðir til þess að efnisreglur á þessu sviði

eru frávíkjanlegar.57

Ríki hafa gripið til þess ráðs í mörgum tilvikum að leysa úr áhrifum

breytinga á ríkisyfirráðum með samkomulagi, bæði með formlegum hætti og í framkvæmd.58

Slík framkvæmd var algeng í friðarsamningnum í kjölfar styrjalda.59

Einnig hafa ríki í

mörgum tilvikum samið fyrirfram um afdrif réttinda og skuldbindinga við breytingu á

ríkisyfirráðum en slík samningsbundin arftaka var algeng við sjálfstæði nýlenda um miðja

tuttugustu öld.60

Samningar um yfirfærslu veita áreiðanleika og stöðuleika í

milliríkjasamskipum en geta þó haft vandamál í för með sér. Slíkir samningar kunna að vera

ósanngjarnir sérstaklega þegar um sjálfstæði nýlendna er að ræða og kann vera að

nýlenduþjóðin reyni að fá þeim hnekkt síðar meir. Einnig eru efasemdir um gildi slíkra

samninga gagnvart öðrum þjóðréttaraðilum þar sem þau eru ekki bundin við slíka samninga

nema með formlegum samþykki eða framkvæmd (l. res inter alios acta/pacta tetriis nec

nocent nec prosunt).61

Þessi regla endurspeglast í ákvæði 8. gr. Vínarsamningsins frá 1978 og

34.-38. gr. Vínarsamnings um milliríkjasamninga frá 1969 (hér eftir Vínarsamningur frá

1969).62

Þó að samningar um afdrif réttinda og skuldbindinga við breytingar á

fullveldisyfirráðum hafi ekki haft gildi gagnvart þriðja aðila væru þeir til marks um viðhorf

hins nýfrjálsa ríkis um þessi álitaefni.63

Einnig má her nefna að nýleg framkvæmd bendir til

þess að hlutverk slíkra samninga hafi breyst og að þeir gegni mikilvægu hlutverki við að

56

Álit Badinternefndarinnar nr. 1, 29. nóvember 1991, I.L.R 1993, 92. bindi, bls. 164. Kenningin um

grundvallarvenjur í þjóðarétti byggir á því að sumar þjóðréttarvenjur bindi öll ríki án tillits til þess hvort ríki

hafi samþykkt þær (l. jus cogens). 57

Almennt ber rikjum að leita samkomulags í hverju tilvik fyrir sig í góðri trú, sbr. Pétur Dam Leifsson: Um

áhrif breytinga á ríkisyfirráðum, bls. 395, hann vísar í James Crawford: Brownlie´s Public International Law,

bls. 444. 58

Sem dæmi um framkvæmd varðandi tvíhliða framsalssamninga sjá, YILC1970, vol. II, bls. 130, efnisgr. 148. 59

Ian Brownlie: Principles of Public International Law, bls. 622-623. Sem dæmi má nefna Germain

friðarsamninginn frá 1919 í kjölfar klofnunar Austuríska-Ungverska konungsveldisins. Einnig gerðu Breska

Indland og Pakistan með sér samning við aðskilnað ríkjanna, sbr. YILC 1962, vol II, bls. 102, efnisgrein 5.

Einnig var hinum ýmsu réttindum og skyldum var ráðstafað í ítalska friðarsamningnum árið 1947 og

yfirlýsingu SÞ varðandi efnahagsleg og fjárhagsleg málefni Líbíu sem var fyrrum nýlenda Ítalíu, Ályktun

Allsherjarþings SÞ frá 15. desember 1950: Economic and financial provisions relating to Libya. A/RES/388. 60

Anthony Aust: Handbook of International Law, bls. 337. 61

Ian Brownlie: Principles of Public International Law, bls. 622-623. Konrad G. Buhler: State succession and

membership in international organizations, bls. 286-287; Juan Miguel Ortega Terol: „The Bursting of

Yugoslavia: An Approach to Practic Regarding State Succession“, bls. 911. 62

Martti Koskenniemi: „Report of the Director of studies of the English-speaking section of the Centre“. State

Succession: Codification against the facts“, bls. 104. 63

Anthony Aust: Handbook of International Law, bls. 367

Page 18: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

17

lágmarka óæskileg áhrif á alþjóðlegrar skuldbindingar við breytingar á ríkisyfirráðum.64

Einhliða yfirlýsingar ríkja eru almennt ekki bindandi en þær kunna að öðlast gildi með

samþykki annarra ríkja í framkvæmd. Sem dæmi um slíkt má nefna yfirlýsingu Egyptalands

og Sýrlands við sameiningu ríkjanna árið 1958. Í yfirlýsingunni kom fram að allir fyrri

samningar ríkjanna landanna tveggja héldu gildi sínu. Yfirlýsing nýrra ríkja um arftöku geta

öðlast gildi með samþykki annarra ríkja, alþjóðastofnana og eftir atvikum með dómi

Alþjóðadómstólsins (AD).65

Með sama hætti er einhliða yfirlýsing nýfrjáls ríkis sem tekur við

yfirráðum heldur ekki fullnægjandi til að skuldbinda önnur ríki án samþykkis.66

Þessi regla

endurspeglast í 9. gr. Vínarsamnings frá 1978. Áhrif slíkrar yfirlýsingar eru óljós nema

afstaða hins nýja ríkis um arftöku liggi skýrt fyrir sérstaklega hvað varðar samninga sem

bundnir eru við landsvæði hins nýfrjálsa ríkis.67

Meta verður gildi slíkra samninga með

hliðsjón af efni þeirra.68

Þá þótti sérstaklega nauðsynlegt að skrásetja reglu þess efnis að

samningar nýfrjálsra ríkja um afdrif opinberra eigna verði að vera í samræmi við

meginregluna um yfirráð ríkja til að ráðstafa náttúruauðlindum sínum, sbr. 4. mgr. 15. gr.

Vínarsamnings frá 1983.69

Ljóst er að næstum allar reglur á þessu réttarsviði eru

frávíkjanlegar og hafa ríki í mörgum tilvikum náð samkomulagi um afdrif réttinda og

skuldbindinga við beytingar á ríkisyfirráðum. Engu að síður er mikilvægt að afmarka hvaða

reglur ríki telja að almennt hafi gildi í samskiptum þeirra á milli við slíkar aðstæður.

Í sumum tilvikum ná ríki hins vegar ekki samkomulagi um afdrif réttinda og

skuldbindinga. Í ljósi þess og þeirrar staðreyndar að fjölþjóða réttarskapandi samningar hafa

almennt ekki mikið gildi á þessu sviði, hafa athafnir alþjóðastofnana haft þýðingarmiklu

hlutverki að gegna við greiningu á venjurétti og öðrum gildandi efnisreglum á þessu sviði.

Gerðardómsnefnd (Badinter-nefndin) sem var stofnuð fyrir tilstilli Evrópusambandsins til að

finna lausn á vandamálum tengdum breytingum á ríkisyfirráðum fyrrum Júgóslavíu er helsta

dæmi um slíka framkvæmd.70

Almennt er talið að niðurstöður nefndarinnar séu vitnisburður

um gildandi rétt á þessu sviði.71

64

Sem dæmi má nefna tilvik Macau og Hong Kong, sbr. Tai Heng Cheng: State Succession and Commercial

Obligations, bls. 221-222 og 227. 65

Ian Brownlie: Principles of Public International Law, bls. 622-623. 66

Anthony Aust: Handbook of International Law, bls. 367-368. 67

Þó hefur Alþjóðadómstóllinn gefið í skyn að slíkir samningar halda gildi sínu við sjálfstæði, sbr. Case

Concerning Rights of Nationals of Unites States of America in Morocco, 27. ágúst 1952, I.C.J Reports 1952,

bls. 176, sbr. Anthony Aust: Handbook of International Law, bls. 367-368. 68

YILC 1981, vol. II, part II, bls. 43. 69

Ibid,, bls. 42-43 efnisgrein 26-32. 70

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 395. 71

Ibid, bls. 395; Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 695.

Page 19: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

18

Markmiðið með framsetningu reglna á þessu réttarsviði virðist vera að finna jafnvægið

milli þessara ólíku sjónarmiða og að lágmarka óæskileg áhrif breytinga á fullveldi ríkja.

Þannig hafa sumir bent á að tilgangurinn sé að „tryggja áframhald ákveðinna lögskipta og að

löggilda brottfall annarra“.72

Þróun hefur verið í átt að alþjóðavæðingu og ríki hafa hagsmuni

af því að viðhalda stöðugleika í alþjóðasamskiptum. Það rennir stoðum undir þá ályktun að

ákveðnar leikreglur eigi að gilda þegar umfangsmiklar breytingar verða á ríkisyfirráðum og

þjóðréttaraðild. Hins vegar eru reglur um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum afar óljósar og

ástæðuna má að hluta til rekja til þess að framkvæmd ríkja getur grundvallast á samkomulagi

milli aðila auk þess sem ýmsar reglur þjóðaréttarins kunna að gilda um hin ýmsu álitamál

þessu tengdu.73

Þó að efnisreglur skorti kunna ríki þó að rökstyðja niðurstöðu sína á

grundvelli almennra reglna þjóðaréttar um fullveldi, samþykki og skuldbindingargildi

samninga og ráðstafana:

„The absence of a rule of automatic succession, for example, will still offer the opportunity for

one side to argue the discontinuity of existing relationships by reason of the priority of

sovereignty (consent to obligations), and for the other to argue their continuance by reason

either of their intangible nature (such obligations being ʿunaffectedʾ by the change), or the

limited character of the change (that it did not constitute a ʿsuccessionʾ in the first place).“74

Af framangreindri umfjöllun er ljóst að skrásetning almennra efnisreglna á þessu sviði

hefur ekki gengið án vandkvæða enda „[...] eru reglur á þessu sviði í reynd einna óljósastar og

flóknastar af reguverki þjóðaréttarins.“75

Óljóst er hvort yfireitt sé gerlegt að setja fram

almennar reglur um hina margbreytilegu framkvæmd ríkja við breytingu á ríkisyfirráðum:

„the creation of universally applicable rules to all types of succession of States known in

history is a task impossible to fulfil“.76

Hvað sem því líður þá er engu að síður mikilvægt að leitast við að greina gildandi

þjóðréttarvenjur á þessu sviði og rannsaka að hvaða marki þjóðréttarsamningar endurspegla

gildandi rétt. Við skoðun á þessu tiltekna réttarsviði er mikilvægt [..] að glöggva sig á eilífum

átökum þeirra öndverðu sjónarmiða sem liggja reglum þessum til grundvallar og birtist í

erfðakenningunni annars vegar og kenningunni um „hreint borð“ hins vegar.“77

Í framhaldinu

72

„[..]about securing the continuity of certain legal relationships, and about legitimizing the discontinuity of

others.“ sbr. Matthew Craven: The Decolonization of International Law: State Succession and the Law of

Treaties, bls. 25. 73

Ian Brownlie: Principles of Public International law, 6th ed., bls. 622. 74

Matthew Craven: The Decolonization of International Law: State Succession and the Law of Treaties, bls. 26 75

Pétur Dam Leifsson: „Áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 391-392. 76

D.P. O´Connell: State Succession, vol. II, bls. 6. 77

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 392.

Page 20: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

19

verður vikið að sérstökum álitamálum á þessu sviði og fyrst verður fjallað um afdrif

þjóðréttarsamninga í þessu sambandi.

3 Um áhrif varðandi þjóðréttarsamninga

3.1 Almennt

Þjóðréttarsamningar eru mikilvæg réttarheimild að þjóðarétti um lagalegar skuldbindingar

ríkja og réttindi þeirra.78

Í ljósi meginreglunnar um skuldbindingagildi samninga (l. pacta sunt

servanda) hefur breyting á ríkisyfirráðum almennt hvorki áhrif á aðild þeirra né efni.79

Þó

geta slíkar breytingar haft umtalsverð áhrif á samningsskuldbindingar ríkja og er því

mikilvægt er að greina umfang þeirra. Aðeins einn þjóðréttarsamningur hefur verið gerður um

efnið og er það fyrrnefndur Vínarsamningur frá 1978. Hann hefur fengið daufar undirtektir

meðal ríkja og þess vegna hefur þjóðréttarvenja sérstakt gildi eins og áður hefur komið

fram.80

Samningurinn felur þó að einhverju leiti í sér skrásetningu þjóðréttarvenja en felur að

öðru leyti í sér framsækna þróun réttarins á vegum Alþjóðalaganefndarinnar.81

Samningurinn

er í sjö hlutum sem greinist í almennan og sérstakan hluta sem lýtur að breytingum yfirráðum

hluta landsvæðis, nýfrjáls ríki, sameiningu og aðskilnað ríkja. Þá er í lokin að finna ýmis

ákvæði og meðal annars um lausn ágreiningsmála. Hann fjallar samkvæmt b-lið 1. mgr. 2. gr.

um réttaráhrif þess þegar eitt ríki tekur við af öðru hvað varðar ábyrgð á alþjóðasamskiptum

yfir tilteknu landsvæði.82

Í þessu felst að hvorki stjórnarfarsbreytingar né breytingar á stöðu

annarra þjóðréttaraðila og þá einkum alþjóðastofnunum falla hér undir.83

Gildissvið

samningsins er takmarkað við skriflega samninga milli ríkja sem heyra undir þjóðarétt, sbr. 1.

gr. sbr. a.lið 1. mgr. 2. gr. samningsins.84

Þó að hann taki ekki til samninga milli ríkja og

78

Sjá í þessu sambandi 38. gr. stofnsamnings Alþjóðadómstólsins. 79

Pétur Dam: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, vísar í James Crawford:

Brownlie´s Public International, bls. 425. 80

Sumir hafa bent á að ástæða dræmra undirtekta sé sú að ekki sé nægjanlega gætt að jafnvægi milli

fullveldiskröfu ríkja annarsvegar og hins vegar meginreglunni um skuldbindingagildi samninga, sbr. Tarjja

Långström: „The Dissolution of the Soviet Union in the light of the 1978 Convention of States in Respect of

Treaties“, bls. 774-775. Aðrir hafa bent á að skortur á huglægum og hlutlægum skilyrðum þjóðréttarvenju

leiðir til þess að reglur á þessu sviði séu of víðtækar og óljósar og ríki kunni að túlka slíkar reglur eftir því

sem þjónar hagsmunum þeirra best, sbr. Tai Heng Cheng: State Succession and Comercial Obligations, bls.

23. Þá hefur það sjónarmið komið fram að í ljósi óljósrar framkvæmdar á þessu sviði sé ekki heppilegt að

skrásetja almennar reglur um efnið, sbr. D. P. O´Connell: „Reflections on state succession“, bls. 726-727.

Höfundur leggur til að áframhald samningsskuldbindinga ætti að vera meginreglan sem væri háð

undantekningum sem meta yrði hverju sinni, sbr. ibid. bls. 738-739. 81

Árbók Alþjóðalagastofnunarinnar 1974, vol. II, part I, bls. 83. efnisgr. bls. 174. 82

Þessi skilgreining er þó hlutlaus hvað varðar tegund yfirráða og vísar orðalagið ekki til ábyrgðar ríkja í

þjóðréttarlegum skilningi, sbr. ibid. bls. 174-175. 83

Hér má einnig nefna að sameining ríkja í efnahagsbandalög felur ekki í sér breytingu á ríkisyfirráðum í

þessum skilningi, sbr. ibid. bls. 254, efnisgr. 3. 84

Slík takmörkun er í samræmi við 1. gr. Vínarsamning um milliríkjasamninga frá 1969.

Page 21: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

20

annarra þjóðréttaðila þá hefur það ekki áhrif á beitingu reglna sem skarast við alþjóðalög sem

gilda óháð samningnum, sbr. a-lið 3. gr. samningsins. Þá verður reglum samningsins beitt þó

að aðrir þjóðréttaraðilar séu einnig aðilar að þeim samningi sem um ræðir, sbr. b-lið sömu

greinar.85

Samningar alþjóðastofnana falla undir gildissvið samningsins en þó ekki þeir sem

lúta að reglum um aðild og öðrum reglum eða milliríkjasamningum sem gerðir hafa verið

innan slíkra stofnana, sbr. 4. gr. samningsins.86

Jafnframt hefur samningurinn ekki áhrif á

skuldbindingar ríkis samkvæmt öðrum reglum þjóðaréttar, sbr. 5. gr. Hann gildir ekki

afturvirkt og tekur þannig einungis til breytinga sem gerast eftir gildistöku nema yfirlýsing sé

gefin um annað, sbr. 7. gr. Að lokum ber að nefna að ríki geta ekki samið um afdrif

þjóðréttarsamninga sín á milli án samþykkis annarra aðildarríkja né heldur getur ríki tekið

einhliða ákvörðun um slíkt án samkomulags við ríkið sem það var áður í tengslum við, sbr. 8.

og 9. gr. samningsins.87

Hvað varðar sérstakar reglur þjóðaréttar um þjóðréttarsamninga þá er í 73. gr.

Vínarsamningsins frá 1969 áréttað að hann taki ekki til reglna um réttaráhrif breytinga á

ríkisyfirráðum. Alþjóðanefndin hefur þó áréttað að beita beri Vínarsamningnum frá 1978 til

samræmis við reglur þjóðaréttar um þjóðréttarsamninga sérstaklega þær reglur sem skrásettar

eru í Vínarsamningnum frá 1969.88

Þá eru ýmsar reglur samningsins sem hafa víðtækara gildi

sem meginreglur en reglur um afdrif þjóðréttarsamninga við breytingu á ríkisyfirráðum eiga

rætur að rekja til hinnar almennu reglu þjóðaréttar um áhrif forsendubrests á

samningssambönd (l. rebus sic stantibus) sem endurspeglast í ógildingarákvæði 62. gr.

Vínarsamningsins frá 1969.89

Þessi meginregla kann að eiga við um afdrif samninga við

breytingar á stjórnarformi eða ríkisyfirráðum ríkis þó með þeim fyrirvara að reglan eigi ekki

við um samninga um þjóðabandalag.90

Hún leiðir hins vegar ekki til sjálfkrafa ógildingar á

viðkomandi samningi heldur aðeins rétt til samningaviðræðna.91

85

Þrátt fyrir að samningurinn sé takmarkaður við þjóðréttarsamninga milli ríkja þá undirstrikar þessi fyrirvari

hversu almenn ákvæði samningsins eru í raun, sbr. YILC 1974, vol. II, part I, bls. 177. 86

Nánar verður vikið að álitaefnum í tengslum við aðild að alþjóðastofnunum í 4. kafla 87

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 700-701. 88

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 187. 89

Martti Koskenniemi: „Report of the Director of studies of the English-speaking section of the Centre“. State

Succession: Codification against the facts, bls. 103-104. 90

H. Lauterpacht: Oppenheim´s International Law, bls. 847. Í ráðgefandi áliti Fasta Alþjóðadómsins (FAD) í

máli Tunis and Morocco Nationality Decrees, 7. febrúar 1932, 1923, P.C.I.J. 1923, Series B, nr. 4. Því var

hafnað að samningur hafi fallið úr gildi og þó ekki væri sérstaklega vísað til reglunnar um brostar forsendur

var viðurkennt að beita ætti reglum þjóðaréttar um gildi samninga. 91

Martti Koskenniemi: „Report of the Director of studies of the English-speaking section of the Centre“. State

Succession: Codification against the facts, bls. 104-105.

Page 22: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

21

Margir þættir hafa áhrif á það hvort þjóðréttarsamningar fyrra ríkis haldi gildi sínu

gagnvart því ríki sem tekur við fullveldisyfirráðum af ríki sem aðili er að slíkum samningi.92

Erfitt er að setja fram almenna reglu og meta verður hvert tilvik með tilliti til eðli breytinga og

þeirra samninga sem um ræðir.93

Tegund þjóðréttarsamninga hefur þýðingu í þessu sambandi

en þeim er hægt að skipta gróflega í þrjá flokka; landamærabundnir samningar, pólítískir eða

persónulegir samningar og aðrir þjóðréttarsamningar.94

Almennt halda landamærabundnir

þjóðréttarsamningar gildi sínu en pólítískir samningar falla yfirleitt niður við breytingar á

fullveldisyfirráðum.95

Aðrir almennir samningar fela í sér fjölþjóða réttarskapandi samninga

og réttarskipandi tvíhliða samninga.96

Framkvæmd ríkja er mismunandi eftir því hvort ríki

breyta fyrirkomulagi landamæra sín á milli, sameinast eða hvort ríki brotnar upp í tvö eða

fleiri ríki. Þá eru sérsjónarmið talin gilda um nýfrjáls ríki í ljósi viðhorfs um höfnun

nýlendustefnu sem var ríkjandi við gerð Vínarsamnings frá 1978. Hvað varðar fjölþjóða

réttarskapandi samninga, sem ekki eru pólítískir í eðli sínu, bendir framkvæmd til að þeir

haldi gildi sínu gagnvart hinu nýja ríki þó ekki sé hægt að slá því föstu að slík regla hafi

öðlast stöðu þjóðréttarvenju. Þá er almennt talið að hefðbundnir tvíhliða réttarskapandi

samningar haldi ekki gildi sínu nema ríki semji á þá leið eða sérstakar aðstæður leiða til

annarrar niðurstöðu.97

Jafnframt hafa mannréttindasamningar sérstaka stöðu en breytingar á

ríkisyfirráðum í Evópu um 1990 hafa breytt hugmyndum um arftöku að þjóðréttarsamningum

á sviði mannréttinda.98

Mikilvægt er að hafa í huga að þó að ríki samþykki ekki sjálfkrafa arftöku að fjölþjóða

réttarskapandi samningum hafa þau í mörgum tilfellum engu að síður sótt um aðild í kjölfar

slíkra breytinga. Aðgreining arftöku og sjálfstæðrar aðildar hefur þýðingu hvað varðar

tímamark aðildar. Almennt er aðild að þjóðréttarsamningum skuldbindandi þegar ríki veitir

samþykki sitt í samræmi við ákvæði 13. gr. Vínarsamnings frá 1969 en réttaráhrif arftöku

samninga eldra ríkis miðast við yfirfærslu fullveldisyfirráð, sbr. e-lið 1. mgr. 2. gr.

Vínarsamningsins frá 1978. Með því að setja fram reglu um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum

92

Ian Brownlie: Principles of Public International Law, bls. 591-597. 93

H. Lauterpacht: Oppenheim´s International Law, bls. 854-855. 94

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 397. 95

Þá ber að árétta að þjóðréttarsamningar falla ekki úr gildi milli ríkja sem eiga í ófriði nema um sé að ræða

stjórnmálalega samninga sem ekki var ætlað að koma á varanlegu skipulagi. Aðrir samningar geta fallið niður

um stundarsakir eða orðið ógildir og fjölþjóðlegir réttarskapandi samningar geta fallið niður um stundarsakir á

meðan á stríði stendur eins og nauðsyn ber til, sbr. Ralph F. Gaebler og Jennifer Allison: „Germany. Issues of

Treaty Succession“, bls. 212. 96

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 397;

Malcolm N. Shaw: International law, bls. 700. 97

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 398. 98

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 27.

Page 23: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

22

er því komið í veg fyrir rof á lagalegum skuldbindingum á tímabilinu frá yfirlýsingu um

sjálfstæði og þar til að ríki fær formlega aðild að samningnum. Þó er hægt að beita

aðildarumsókn afturvirkt þannig að gildi hafi frá yfirlýsingu um sjálfstæði og hefur það í

framkvæmd sérstakega verið gert í tilfellum þar sem arftaka aðildar er útilokuð t.d. þegar um

er að ræða milliríkjasamninga þar sem aðild er takmörkuð, sbr. 2. tl. b.lið 34. gr.

Vínarsamningsins frá 1978.99

Í ljósi framangreinds er mikilvægt að skera úr um það hvort ríki

hafi gerst aðili með arftöku eða á hefðbundinn hátt.

Nú verður vikið að reglum og framkvæmd ríkja við hinar ýmsu tegundir landfræðilegra

breytinga með því markmiði að varpa ljósi á gildandi rétt á þessu sviði. Því næst verður

fjallað um sérsjónarmið varðandi nýfrjáls ríki og að lokum verður fjallað um álitaefni

varðandi sérstakar tegundir þjóðréttarsamninga einkum pólítíska samninga, landamærabundna

samninga og mannréttindasamninga.

3.2 Hluti ríkis færist undir annað ríki

Breyting á ríkisyfirráðum landsvæðis getur eins og að framan greinir átt sér stað þannig að

hluti landsvæðis ríkis færist undir annað ríki og breytast landamæri ríkjanna þá til samræmis

við það. Ákvæði 15. gr. Vínarsamnings frá 1978 tekur til þessa flokks breytinga og vísar til

meginreglunnar um að svæðisbundið gildissvið samninga fylgi breytingu á landamærum

ríkja.100

Í henni felst annars vegar að þjóðréttarsamningar þess ríkis sem missti ríkisyfirráðin

yfir tilteknu landsvæði gilda ekki lengur á því svæði. Yfirfærsla landsvæðis hefur að öðru

leyti ekki áhrif á gildi þjóðréttarsamninga þess ríkis sem lætur landsvæði af hendi nema

breytingin feli í sér grundvallarbreytingu á forsendum samnings. Það gæti gerst ef umrætt

landsvæði er að mestu eða öllu leyti andlag þess samnings sem um ræðir og ræðst niðurstaða

um slíkt á túlkun hans.101

Fyrirvarar þess ríkis sem lætur landsvæði af hendi falla einnig niður

samhliða aðild. Reglan er í samræmi við 29. gr. Vínarsamningsins frá 1969 sem kveður á um

að þjóðréttarsamningar ríkis gildi á öllu landsvæði aðildarríkja að viðkomandi samningi nema

samið sé um annað. Þá byggist reglan einnig á meginreglum þjóðaréttar um ómöguleika, sbr.

61. gr. Vínarsamnings frá 1969 og 62. gr. sama samnings um forsendubrest.102

Hins vegar felur reglan í sér að samningar viðtökuríkisins taka sjálfkrafa gildi á því

landsvæði sem yfirfærist enda verður það hluti þess ríkis. Sá fyrirvari er gerður að

99

Martti Koskenniemi: „Report of the Director of studies of the English-speaking section of the Centre“. State

Succession: Codification against the facts, bls. 80-81. 100

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 208 efnisgr. 1; Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum

samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 399. 101

D. P. O´Connell: State Succession, vol. II, bls. 39; YILC 1974, vol. II, part 1, bls. 210 efnisgr. 10. 102

Ibid. bls. 209-210, efnisgr. 9 og 11.

Page 24: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

23

framkvæmd þjóðréttarsamnings á hinu nýja landsvæði má ekki fara í bága við markmið og

tilgang samnings auk þess sem hún má ekki fela í sér grundvallarbreytingu á forsendum hans.

Getur það til dæmis átt við þegar samningur er takmarkaður við ákveðið landsvæði og nær

ekki til hins nýja landsvæðis.103

Þessi fyrirvari er byggður á 62. gr. Vínarsamningsins frá 1969

um þjóðréttarsamninga. Þó eru ekki sett sambærileg skilyrði um að forsendurnar séu

grundvöllur samkomulags aðila og að framkvæmd breyti í grundvallaratriðum umfangi

skuldbindinga samningsaðila sem á eftir að efna samkvæmt samningnum. Á þessi skýring við

um öll ákvæði Vínarsamnings frá 1978 sem innihalda þennan fyrirvara.104

Orðalag 15. gr. Vínarsamnings frá 1978 vísar til þess að landsvæði verður hluti af öðru

ríki. Þó er ekki loku fyrir það skotið að hægt sé að beita reglunni með lögjöfnun um þau tilvik

þegar yfirráð yfir ósjálfstæðu landsvæði skipta um hendur. Þó verður að meta hvort og að

hvaða marki slík niðurstaða er tæk hverju sinni.105

Rétt er að taka fram að skýra ber ákvæði

15. gr. líkt og önnur ákvæði til samræmis við 6. gr. samningsins og gildir því einungis um

lögmætar breytingar á ríkisyfirráðum. Samræmisskýring við 40. gr. útilokar einnig að 15. gr.

geti átt við um hernumið landsvæði.106

Reglunni var beitt um samninga við Bretland þegar Rússland lét Alaska af hendi til

Bandaríkjanna árið 1867 og þegar Þýskaland öðlaðist landsvæði á Sansibar árið 1888.107

Þá

giltu viðskipta- og loftferðasamningar Kanada um Nýfundnaland þegar það varð hluti

Kanada.108

Litið var á myndun Júgóslavíu í kjölfar fyrri heimstyrjaldar sem stækkun á Serbíu

og héldu samningar síðarnefnda ríkisins gildi sínu fyrir allt landsvæði Júgóslavíu.109

Samningar Serbíu tóku til landsvæðis Júgóslavíu í kjölfar fyrri heimstyrjaldar.110

Við

sameiningu Ítalíu þar sem landsvæði Sardiníu voru innlimuð voru þjóðréttarsamningar Ítalíu

taldir gilda sjálfkrafa um hið aukna landsvæði þar sem þjóðréttaraðild ríkis breyttist ekki við

stækkun þess.111

Samkvæmt framansögðu er meginregla Vínarsamnings frá 1978 sú að það

svæði sem samningur tekur til breytist til samræmis við breytt landamæri ríkja með ákveðnum

103

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 210 efnisgr. 13. 104

Ibid., bls. 210 efnisgr. 14. 105

Ibid., bls. 209 efnisgr. 8. 106

Ibid., bls. 209 efnisgr. 6 107

D. P. O´Connell: State Succession, vol. II, bls. 40. 108

YILC 1971, vol. II, part II, bls. 132-135 efnisgr. 85-101 og bls. 174 efnisgr. 137. 109

Aðild Serbíu að samningi sem gerður var á vegum FAG um friðsamlega lausn deilumála yfirfærðist til

Júgóslavíu, sbr. YILC,1968, vol. II, bls. 28 efnisgr. 109. 110

Reglunni var einnig beitt meðal annars um samninga Eþíópíu þegar Eritrea varð hluti af Eþíópíu og samninga

Indonesíu þegar Holland afsalaði sér Vestur-Íran til Indónesíu, sjá: YILC 1974, vol. II, part I, bls. 209 efnisgr.

4 og 5. 111

Áfrýjunardómstóll Ítalíu í máli Gastaldi v. Lepage Hemery, Annual Digest 1927-1928, mál nr. 61 og 1929-

1930, mál nr. 43, sjá. YILC 1963 vol. II, bls. 110 efnisgr. 131, skjal. nr. A/CN.4/157.

Page 25: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

24

fyrirvörum þó. Þessi niðurstaða fær stoð í framkvæmd ríkja og nýtur meginreglan stöðu

þjóðréttarvenju bæði hvað varðar fjölþjóðasamninga og tvíhliða þjóðréttarsamninga.112

3.3 Samruni ríkja í eitt

3.3.1 Almennt

Við hefðbundna sameiningu halda almennir þjóðréttarsamningar beggja ríkja gildi sínu nema

ríki hafi samið um annað eða áframhaldandi gildi fari gegn markmiði og tilgangi samnings

eða feli í sér forsendubrest, sbr. 1. mgr. 31. gr. Vínarsamnings frá 1978. Tekur það einnig til

þjóðréttarsamninga sem hafa verið undirritaðir en ekki fullgiltir, sbr. 32. gr.

Þjóðréttarsamningar gilda almennt einungis fyrir þann hluta ríksins sem þeir giltu áður fyrir,

sbr. 2. mgr. 31.gr. Hins vegar getur hið nýja ríki lýst því yfir að samningurinn taki til alls

landsvæðisins ef um er að ræða fjölþjóðlegan réttarskapandi samning en þó með sömu

undantekningum og að ofan greinir, sbr. 3. gr. 31. gr. Samþykki allra aðildarríkja fyrir slíkri

ráðstöfun kann þó að vera áskilið ef það leiðir af ákvæðum samnings, tilgangi og markmiði

eða ef aðildaríki eru fá, sbr. b. og c.lið 2. mgr. 31. gr. og 3. mgr. 17. gr.113

Lagði

Alþjóðalaganefndin til grundvallar að eðlilegra væri að miða við áframhald

samningsskuldbindinga í þeim tilvikum þegar ríki sameinast af fúsum og frjálsum vilja heldur

en að leggja regluna um breytileg landamæri samnings til grundvallar.114

Ákvæði

Vínarsamnings frá 1978 gilda um samruna ríkja óháð því hvort eða að hvaða marki þau halda

einkennum sínum í kjölfar breytinga, með öðrum orðum gilda þau óháð því hvernig

stjórnarfyrirkomulag hið sameinaða ríki tekur upp.115

Ríkjum er almennt heimilt að breyta

stjórnskipulagi sínu og halda þjóðréttarsamningar gildi sínu þrátt fyrir slíkar breytingar nema

efndir reynist ómögulegar.116

Hér verður fjallað jöfnum höndum um sambandsríki og önnur

ríkjasambönd enda er almennt ekki talið að aðgreining þar á milli hafi mikla þýðingu.117

112

Anthony Aust: Modern Treaty Law and Practice, bls. 308. Hins vegar er framkvæmd óljós með viðskipta- og

framsalssamninga í ljósi stjórnmálalegs eðlis þeirra sbr. ILA: Draft Final Report 2008, bls. 4. 113

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 399. Rökin

að baki þessari reglu eru þau að áframhaldandi gildi þjóðréttarsamninga í slíkum aðstðum viðheldur

stöðugleika auk þess sem óæskilegt er að ríki geti komist hjá skuldbindingum sínum með því að sameinast

öðru ríki, sbr. YILC 1974, vol. II, part I, bls. 258, efnisgr. 27. 114

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 259 efnigr. 28. 115

Ibid. bls. 253, efnisgr. 2. 116

D.P. O´Connell: State Succession, vol. II, bls. 79. Fræðimenn hafa þó gert greinarmun um breytingar sem fela

í sér myndun sambandsríkis og önnur ríkjasambönd, sbr. YILC 1974, vol. II, part I, bls. 254. Slíkt getur haft

þýðingu við mat á réttaráhrifum breytinga á ríkisyfirráðum á þjóðréttarsamninga og felst í að greina að hvaða

marki ríkjasamband líkist innlimun ríkis að hluta eða í heild en eins áður kemur fram falla

þjóðréttarsamningar hins eldra ríkis úr gildi fyrir umrætt landsvæði í slíkum tilvikum og samningar

viðtökuríkis taka við. 117

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 254, efnisgr. 6.

Page 26: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

25

3.2 Framkvæmd ríkja

Framkvæmd ríkja fyrir gildistöku Vínarsamningsins bendir til þess að samningar sem eru ekki

stjórnmálalegir í eðli sínu haldi gildi sínu við sameiningu þó að slíkt kunni að vera takmarkað

við ákveðið landsvæði.118

Við stofnun Þýska keisaradæmisins árið 1871 héldu

þjóðréttarsamningar gildi sínu með landfræðilegum takmörkunum samninganna þar til að

löggjafarvald sambandsríkisins mælti fyrir um annað.119

Sambærileg staða var uppi við

myndun sambandsríkis Sviss árið 1848.120

Þá heldu þjóðréttarsamningar El Salvador,

Nikaragúa og Hondúras þegar ríkin sameinuðust árið 1897 svo lengi sem þeir færu ekki í bága

við stofnsamning hins sameinaða ríkis. Við sameiningu Texas og Bandaríkjanna (BNA) árið

1845 var deilt um afdrif þjóðréttarsamninga Mexíkó vegna Texas við sameininguna.

Bandaríkin héldu því fram að reglan um breytileg landamæri samnings ætti að gilda og var

arftöku hafnað.121

Deilt var um áframhald samningsskuldbindinga þegar nýlendur Ástralíu

sameinuðust í ríkjasamband en flestir þjóðréttarsamningar fyrrum nýlendanna héldu gildi sínu

fyrir sambandsríkið Ástralíu.122

Í kjölfar stofnunar Sovétríkjanna tilkynnti sambandsríkið árið

1932 að samningar hinna sameinuðu ríkja héldu gildi varðandi landsvæði þeirra.123

Við

myndun Konungsríkis Niðurlanda féll samningur við Bandaríkin niður þar sem hið nýja ríki

væri ólíkt hinu fyrra í megindráttum.124

Jafnframt héldu fjölþjóðasamningar Egyptalands og

Sýrlands gildi sínu þegar ríkin sameinuðust í Sameinaða arabíska lýðveldið árið 1958 hvað

varðar það landsvæði sem samningurinn gilti upphaflega um.125

Þá héldu tvíhliða

loftferðasamningar, viðskiptasamningar og framsalssamningar gildi innan þeirra

118

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 4. 119

Þýskaland hefur gengið í gegnum ýmiskonar breytingar í gegnum tíðina. Þýskaland öðlaðist þjóðréttaraðild á

tímabilinu frá 1866-1871 við myndun Norður-þýska sambandsins og Þýska keisaradæmisins. Fyrir þann tíma

voru ríkin í lauslegu stjórnmálalegu sambandi sem kallaðist Þýska sambandið. Þjóðréttarsamningar voru

gerðir bæði á vegum ríkjanna og sambandsins, sjá. Ralph F. Gaebler og Jennifer Allison: „Germany, Issues of

Treaty Succession“, bls. 209-210; YILC 1974, vol. II, part I, bls. 254. Sjá einnig: O´Connell: State Succession,

vol. II, bls. 57-60. 120

Þrátt fyrir miðstýringu valds við sameiningu höfðu kantónur völd til að halda áfram að gera

þjóðréttarsamninga við önnur ríki varðandi efnahagsmál og löggæslu á landamærum svo lengi sem það færi

ekki í bága við réttindi annarra kantóna eða sambandsríkisins í heild né færi gegn stefnu sambandsríkisins.

Áframhald samningsskuldbindinga virðist ekki hafa verið takmörkuð við þá samninga sem kantónur höfðu

völd til að gera við önnur ríki eftir inngöngu í sambandsríki auk þess sem gengið var út frá því að samningar

sem voru ósamrýmanlegir sambandslöggjöf héldu gildi sínu þar til þeim var sagt upp af þar til bærum aðilum

innan sambandsríkisins, sbr. YILC 1974, vol. II, part I, bls. 254. 121

Bretland og Frakkland mótmæltu þessari afstöðu og neituðu að viðurkenna innlimun Texas þar sem breytingin

var gerð undir því yfirskini að um sambandsríki væri að ræða sbr. D. P. O´Connell: State Succession, vol. II,

bls. 61-62. 122

D. P. O´Connell: State Succession, vol. II., bls. 63-65. 123

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 254, efnisgr. 8. 124

D. P. O´Connell: State Succession, vol. I, bls. 27-28. 125

Hið sameinaða ríki lýsti einhliða yfir áframhaldandi gildi, sbr. YILC 1962, vol. II, bls. 113 efnisgr. 48, skjal

nr. A/CN.4/150.

Page 27: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

26

landfræðilegu marka sem þeim var upphaflega ætlað að gilda um.126

Við sameiningu

Tanganjika og Sansibar árið 1964 hélt hið sameinaða ríki aðild að fjölþjóðasamningnum sem

skráðir voru hjá SÞ.127

Aðrir fjölþjóðasamningar héldu einnig gildi sínu fyrir allt landsvæði

Tansaníu eftir sameiningu eða að minnsta kosti í þeim tilvikum þar sem Tanganjika var aðili

og Sansibar hafði tekið skref í átt að aðild.128

Þá héldu tvíhliða samningar gildi sínu ipso jure

á því landsvæði sem þeir giltu upphaflega fyrir. 129

Við sameiningu Norður- og Suður Jemen

var farið eftir meginreglum Vínarsamningsins frá 1978 um áframhaldandi gildi þeirra

þjóðréttarsamninga sem bæði ríkin eða annað þeirra var aðili að fyrir sameiningu.130

Hins

vegar hafnaði hið sameinaða ríki Víetnam arftöku þjóðréttarsamninga við sameiningu Norður-

og Suður Víetnam.131

Í Vínarsamningnum frá 1978 er hins vegar ekki gerður greinarmunur á sameiningu

tveggja ríkja í eitt og þeirra tilvika þegar ríki rennur að öllu leyti inn í annað og missir við það

þjóðréttaraðild sína en án þess að nýtt verði til. Alþjóðalaganefndin hefur tekið þá afstöðu að í

þeim tilvikum þegar eitt ríki sameinast öðru af fúsum og frjálsum vilja og missir þannig

þjóðréttaraðild sína þá haldi þjóðréttarsamningar gildi sínu ipso jure, sbr. 31. gr.

Vínarsamningsins frá 1978. Þannig skuli þá ekki beita reglunni um breytileg landamæri

þjóðréttarsamninga, sbr. 15. gr. samningsins.132

Eitt helsta dæmi um slíkt er sameining

126

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 256, efnisgr.16; YILC 1971, vol. II, part II, bls. 148 efnisgr. 190, skjal nr.

A/CN.4/243 og bls. 183-184 efnisgrein 181, skjal nr. A/CN.4/243/Add.1; YILC 1970, vol. II. bls. 129-130

efnisgr. 147, skjal nr. A/CN.4/229. 127

Sansibar var ekki tiltekið þar sem ríkið hafði ekki enn gerst aðili að slíkum samningum í ljósi nýlegs

sjálfstæðis þess. Einungis var minnst á Sansibar í þeim tilvikum þegar ríkið hafði öðlast aðild að samningum

fyrir sameininguna eins og átti við um aðild að Stofnsáttmála SÞ og Stofnsamning Alþjóða heilbrigðis-

málastofnunarinnar. Þrátt fyrir þessa framkvæmd var ekkert sem benti til þess að aðild Tansaníu væri

takmörkuð við fyrrverandi Tanganjika og tók til landsvæðisins í heild, sbr. YILC 1974, vol. II, part I, bls. 256-

257, efnisgr. 20. 128

Sem dæmi má nefna Hið almenna samkomulag um tolla og viðskipti (GATT), Matvæla- og

landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) og Alþjóðafjarskiptasambandið (ITU). Óljóst með umfang aðildar að

samningnum sem Sansibar var ekki aðili að fyrir sameiningu, sbr. Genfarsáttmálarnir frá 1949 og

Parísarsáttmálinn um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar frá 1883. 129

Við sameiningu ríkjanna voru flestir tvíhliða þjóðréttarsamningar Tanganjika þó fallnir úr gildi á grundvelli

Nyerere yfirlýsingarinnar í kjölfar sjálfstæðis ríkisins. Þó voru sumir samningar sem héldu gildi sínu eftir að

ríkið öðlaðist sjálfstæði á grundvelli samkomulags og ber þar helst að nefna viðskiptasamninga, samninga á

sviði réttarfars og ræðismennsku. Tvíhliða samningar Sansibar á sviði ræðismennsku virtust hafa haldið gildi

sínu til bráðabirgða við sjálfstæði en aðrir samningar höfðu fallið úr gildi annað hvort á grundvelli yfirlýsingar

eða vegna athafnaleysis, sbr. YILC 1974, vol. II, part I, bls. 257-258 efnisgr. 22 og 23. 130

SÞ: Multilateral Treaties Deposited with the Secretary-Gerneral 2009,vol. I, part I, Chapters – VII [hér eftir

Multilateral treaties deposited 2009], bls. LII-LIII.

Aðgengilegt á vefsíðu: https://treaties.un.org/doc/source/publications/MTDSG/2009/English-I.pdf (skoðað 5.

maí 2016). 131

Stjórnmálalegar ástæður lágu að baki þessarar afstöðu, sbr. Konrad G. Buhler: State Succession and

membership in International Organizations, bls. 81. 132

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 259, efnisgr. 28. Sjá einnig ummæli við 15. gr. samningsins þar sem áréttað er

að um innlimun ríkis inn í annað skuli gilda reglur um samruna ríkja sbr. ibid. bls. 209, efnisgr. 7.

Framkvæmd við sameiningu Egyptalands og Sýrlands árið 1958 styður slíka ályktun, sbr. Árbók YILC

1971,vol. II, part II, bls. 148, efnisgr. 190, skjal nr. A/CN.4/243.

Page 28: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

27

Þýskalands í kjölfar kalda stríðsins árið 1990. Þýska alþýðulýðveldið (Austur-Þýskaland) var

lagt niður í kjölfar þess að lendur þess urðu hluti af Sambandslýðveldinu Þýskaland (Vestur-

Þýskland) á grundvelli þjóðréttarsamnings á milli ríkjanna.133

Í 11. gr. samningsins er kveðið

á um þá meginreglu að samningar Vestur-Þýskalands haldi gildi sínu fyrir allt landsvæði hins

sameinaða ríkis í samræmi við regluna um breytileg landamæri samnings.134

Þá er í 12. gr.

samingsins mælt fyrir um samráð milli aðildarríkja um afdrif samninga Austur-Þýskalands

með hliðsjón af hagsmunum aðildarríkja, samningsskuldbindingum Vestur-Þýskalands og

þeim meginreglum sem lýðræðislegt samfélag og réttarríki byggja á.135

Þrátt fyrir að

sambandssáttmálinn hafi ekki verið bindandi fyrir önnur ríki samþykktu þau flest þetta

samkomulag. Samráð um fleiri en 135 tvíhliða samninga Austur-Þýskalands leiddi til þeirrar

niðurstöðu að þeir hefðu flestir fallið úr gildi.136

Ákvæði 12. gr. sameiningarsáttmálans gerir

þannig ekki ráð fyrir sjálfkrafa áframhaldi þjóðréttarsamninga líkt og kveðið er á um í 31. gr.

Vínarsamningsins frá 1978 en Vestur-Þýskaland var ekki aðili að honum. Framkvæmd hvað

varðar sameiningu Þýskalands er ekki í samræmi við framangreint ákvæði og bendir til þess

að ekki sé í gildi venja að þjóðarétti um sjálfkrafa áframhaldandi gildi þjóðréttarsamninga í

þeim tilvikum þegar eitt ríki rennur að öllu leyti inn í annað.137

Af framkvæmd ríkja má ráða að framangreind regla Vínarsamningsins frá 1978 um

áframhaldandi gildi þjóðréttarsamninga gildi um sameiningu ríkja hvort sem um er að ræða

ríkjasambönd eða sameiningu sjálfstæðra ríkja í eitt með þeim landfræðilegu takmörkunum

sem samningurinn tiltekur þó með þeim fyrirvara að hann sé í samræmi við hið breytta

stjórnarform.138

Þó að ríki missi bærni til að ganga til samninga við önnur ríki við sameiningu

leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að fyrri samningar teljist ósamrýmanlegir hinu nýja

133

Sameiningarsáttmálinn: Vertrag zwischen der Bundesrepublik Deutschland und der Deutschen

Demokratischen Republik über die Herstellung der Einheit Deutschlands (Einigungsvertrag),

Bundesgesetzblatt, bls. 889. 134

Þó eru þær undantekningar gerðar í viðauka 1 við samninginn að samningar varðandi starfsemi NATO öðlist

ekki gildi fyrir landsvæði Austur-Þýskalands, sbr. M. Shaw: International Law, bls. 704. Sem dæmi má nefna

að tvíhliða samningar milli Íslands og Sambandslýðveldisins Þýskalands héldu gildi sínu við þessar

breytingar, sbr. Stjórnartíðindi C2 1964, bls. 107 og skrá Utanríkisráðuneytisins um samninga Íslands við

erlend ríki miðað við 1. janúar 2005, https://www.utanrikisraduneyti.is/utgefid-efni/2005/ (skoðað 1.3.2016). 135

Malcolm N. Shaw: International Law, bls.704-705. 136

Anthony Aust: Modern Treaty Law and Practice, bls. 311. Þess ber að geta að þjóðréttarsamningar

Þýskalands sem rekja má til hernámssetu bandamanna í kjölfar síðari heimstyrjaldar og gerðir voru fyrir 1990

eru ógildir að frátöldum sameiningarsáttmálanum sjálfum sem er hluti af sambandslöggjöf Þýskalands, sbr.

Ralph F. Gaebler og Jennifer Allison: „Germany, Issues of Treaty Succession“, bls. 215. 137

Jan Klabbers, Martti Koskenniemi ofl.: State Practice Regarding State Succession and Issue of Recognition:

the Pilot Project of the Council of Europe, bls. 114. Þessi niðurstaða er ólík framkvæmd við sameiningu

Jemen þar sem samningar beggja ríkja héldu gildi sínu við sameiningu sbr. Yolanda Gamarra:„Questions

Relating to Multilateral Treaties“, bls. 406. 138

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 258. efnisgr. 20.

Page 29: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

28

stjórnarformi.139

Hins vegar endurspeglar ákvæðið ekki að öllu leyti framkvæmd ríkja þegar

eitt ríki rennur að öllu leyti inn í annað og eru réttaráhrif því ólík eftir því um hvers konar

samruna er að ræða. Í slíkum tilfellum er tilhneigingin sú að þjóðréttarsamningar þess ríkis

falla úr gildi, sbr. samningar fyrrum Austur-Þýskalands.140

3.4 Hluti ríkis klofnar frá og myndar nýtt ríki

3.4.1 Almennt

Eins og áður hefur komið fram getur hluti ríkis klofnað frá og myndað eitt eða fleiri ný ríki.

Afleiðingin getur ýmis falið í sér endalok upphaflega ríkisins eða áframhald þess. Almennt

verður engin breyting á samningsaðild ríkis ef áframhald verður á þjóðréttaraðild þess við

breytingar á ríkisyfirráðum.141

Við uppbrot Sovétríkjanna árið 1990 var viðurkennt að

Rússland væri áframhald Sovétríkjanna og héldi réttindum og skyldum þess að þjóðarétti.142

Þó að samningsskuldbindingar eldra ríksins haldist almennt við slíkar breytingar vakna

spurningar um stöðu hinna nýju ríkja.143

Sumir fræðimenn hafna því að í gildi sé meginregla

að þjóðarétti um arftöku nýrra ríkja að samningum hins eldra ríkis og að kenningin um hreint

borð gildi um inngöngu nýrra ríkja inn í alþjóðasamfélagið óháð því hvernig þau urðu til.144

Eldri framkvæmd ríkja lýtur að mestu að uppbroti ríkjasambanda og hefur mat um arftöku

hinnu nýju ríkja yfirleitt byggst á því að hvaða marki landsvæði halda þjóðréttarlegri stöðu á

meðan á sambandi stendur. Hins vegar geta ríki sameinast á marga mismunandi vegu og taldi

Alþjóðalaganefndin ótækt að leggja eingöngu slík viðmið til grundvallar við mat á afdrifum

þjóðréttarsamninga við uppbrot ríkja. Var erfðakenningin því lögð til grundvallar í þeim

tilvikum þegar hluti ríkis klofnar frá og verður að nýju ríki, sbr. 34. gr. Vínarsamnings frá

1978.145

Ákvæðið mælir þannig fyrir um áframhaldandi gildi þjóðréttarsamninga fyrir hin

nýju ríki í þessum tilvikum nema samið sé um annað eða slíkt fyrirkomulag fari gegn

markmiði og tilgangi viðkomandi samnings eða breyti forsendum hans að verulegu leyti.

Reglan gildi bæði um tvíhliða og fjölþjóða samninga og óháð því hvort að ríki sem brotnar

139

Ibid, bls. 258, efnisgr. 27. 140

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 10. 141

Tarja Långström: „The Dissolution of the Soviet Union in the Light of the 1978 Vienna Convention on

Succession of States in Respect of Treaties“ [hér eftir The Dissolution of the Soviet Union], bls. 774. 142

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 15. Þó viðurkenndi Austurríki ekki kröfu Rússa um áframhald

Sovétríkjanna, sbr. Tarja Långström: „The Dissolution of the Soviet Union in the light og the 1978 Vienna

Convention on Succession of States in respect of Treaties“, bls. 768-769. 143

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 400. 144

Helstu rök fyrir slíkri niðurstöðu er að nýr samningsaðili getur hvorki sjálfkrafa öðlast aðild né séu aðrir

samningsaðilar skuldbundnir til að viðurkenna slíka aðild. Margir samningar eru auk þess ógildir við slíkar

aðstæður vegna uppsagnarákvæðis eða meginreglunnar um brostnar forsendur, sbr. Ian Brownlie: Principles

of Public International Law, bls. 633-634. 145

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 256.

Page 30: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

29

upp leysist upp í kjölfarið eða ekki.146

Haldi ríki áfram tilvist sinni í kjölfar uppbrots halda

þjóðréttarsamningar þess áfram gildi á því landsvæði sem eftir er af því nema framangreindar

undantekningar eigi við, sbr. 1. mgr. 35. samningsins. Þá er einnig gerður sá fyrirvari að

samningur heldur ekki gildi sínu ef að hann tekur einungis til þess landsvæðis sem klofnaði

frá, sbr. b-lið sömu greinar. Ákvæði 36. og 37. gr. taka til þáttöku í samningum sem ekki eru í

gildi þegar breytingar eiga sér stað og þeirra samninga sem einungis hafa verið undirritaðir.

Það ríki sem tekur við yfirráðum getur í slíkum tilvikum staðfest stöðu sína sem

samningsaðila eða staðfest samninginn. Þá ber að nefna að ákvæði 34. gr. tekur ekki til

nýfrjálsra ríkja, sbr. skilgreiningu f-liðar 1. mgr. 2. gr. og lúta þau ólíkum reglum, sbr. 16. gr.

samningsins.147

Við skoðun á framkvæmd ríkja er þó mikilvægt að gera greinarmun á mismunandi

aðdraganda slíkra breytinga. Ef ríki verður til á löngum tíma öðlast landsvæði smám saman

eigið réttarkerfi sem er aðskilið frá réttarkerfi þess ríkis sem fer með yfirráð. Slíkt leiðir að

lokum til þess að gildandi þjóðréttarsamningar gilda sjálfstætt fyrir það landsvæði og skapast

því eins konar svæðisbundið réttarkerfi innan réttarkerfis þess ríkis sem fór með yfirráð.

Þessum breytingum má líkja við ríkjasamband og upplausn þess.148

Hafi ríki hins vegar orðið

til með byltingu og þar með rofi á réttarkerfi þess er ólíklegra að þjóðréttarsamningar erfist til

hins nýja ríkis heldur en ef friðsamleg þróun til sjálfstæðis hefur átt sér stað. Þá hefur

tilhneigingin verið sú að beita reglunni um hreint borð.149

3.4.2 Framkvæmd ríkja þegar hluti ríkis klofnar frá í eitt eða fleiri ný ríki

Framkvæmd ríkja fyrir gildistöku Vínarsamningsins frá 1978 leiðir í ljós að ríki sem verður til

úr klofningi frá öðru ríki öðlast ekki aðild að þeim þjóðréttarsamningum sem ríkisheildin var

146

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 6-7. 147

Við undirbúningsvinnu að skráningu reglna á þessu sviði var þó ekki gerður greinarmunur á þessum tveimur

tilvikum þar sem útgangspunkturinn nýmyndun ríkis og kenningin um hreint borð lögð til grundvallar sjá:

YILC 1970, vol. II, bls. 27, skjal A/CN.4/224 og Add.1. 148

D.P. O´Connell: State Succession, vol. II, bls. 88-89. Sem dæmi má nefna Ísland, Brasilía, Egyptaland, sbr.

ibid., bls. 100-112. Í 8. kafla verður fjallað nánar um stöðu Íslands. 149

D. P. O´Connell: State Succession, vol. II, bls. 88-89, 91. Sem dæmi má nefna Finnland, Bandaríkin,

Grikkland, Belgía, Panama, spænsku nýlendurnar, Texas, Kúba sjá, ibid. bls. 90-100. Einnig má nefna

myndun Alþýðulýðveldisins Kína árið 1949 í kjölfar borgarastyrjaldar þar í landi. Tók það þá við yfirráðum

af Lýðveldinu Kína sem hraktist til eyjunnar Tævan en ríkið var upphaflegur aðili SÞ. Alþýðulýðveldið var þó

ekki verið samþykkt sem fulltrúi Kína hjá SÞ fyrr en árið 1971. Við þessa breytingu var skýr afstaða

Alþýðulýðveldisins sú að allir samningar sem Lýðveldið Kína hafði gert eftir 1949 væru í ógildir í ljósi

ólögmætra yfirráða þess síðarnefnda og reglunni um hreint borð var beitt. Utanríkisráðherra Kína lýsti því yfir

við SÞ að ríkið myndi skoða alla fjölþjóða réttarskapandi samninga gerðir höfðu verið áður en

Alþýðulýðveldið Kína var til og meta gildi þeirra við breyttar aðstæður. Allir samningar sem hið fyrra ríki

hafði gert frá 1949-1971 voru taldir ógildir og að ríkið myndi meta hvort einhverjir þeirra héldu gildi sínu.

Ályktun Allsherjarþings SÞ frá 25. október 1971 nr. A/RES/2758(XXVI), sbr. einnig Multilateral Treaties

Deposited 2009, bls. VI.

Page 31: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

30

áður aðili að.150

Kenningin um hreint borð hefur því almennt verið lögð til grundvallar í þeim

tilvikum þegar hluti ríkis klofnar frá í eitt eða fleiri ríki en það heldur jafnframt

þjóðréttaraðild sinni nema hvað varðar samninga um svæðisbundnar skuldbindingar. Henni

var til dæmis beitt þegar nýlendur í Suður Ameríku fengu sjálfstæði frá Bretlandi og Spáni,

við aðskilnað Belgíu frá Niðurlöndum árið 1830, þegar Panama klofnaði frá Kólumbíu árið

1903 og þegar Finnland klofnaði frá Rússlandi í kjölfar fyrri heimstyrjaldar.151

Þá tók Írland ekki við aðild að þjóðréttarsamningnum Bretlands þegar ríkið fékk sjálfstæði

árið 1922 með nokkrum undantekningum þó.152

Slík afstaða var einnig ríkjandi við aðskilnað

Pakistan frá Indlandi og var almennt talið að Pakistan væri ekki bundið né ætti sjálfkrafa rétt á

aðildar að fjölþjóðasamningum sem gerðir voru fyrir sjálfstæði þess.153

Hið sama var almennt

talið gilda um tvíhliða samninga en þó héldu sumir slíkir samningar gildi sínu á grundvelli

sjálfstæðisskipunar Indlands frá 1947 þar sem gert var ráð fyrir arftöku samninga sem

tilheyrðu sérstaklega landsvæði hvors ríkis um sig.154

Þá var afstaða Singapúr í samræmi við

kenninguna um hreint borð jafnvel þó að samningur milli Singapúr og Malasíu hafi kveðið á

um áframhald samningsskuldbindinga við aðskilnað.155

Af nýrri framkvæmd má nefna klofnun Sovétríkjanna árið 1990, sjálfstæði Eritreu árið

1993, sjálfstæði Svartfjallalands árið 2006 og sjálfstæði Suður-Súdan árið 2011.156

Viðurkennt var að Rússland væri áframhald Sovétríkjanna og hélt þannig aðild að öllum

fjölþjóða réttarskapandi þjóðréttarsamningum þess á grundvelli almennrar yfirlýsingar um

áframhald.157

Framkvæmd hvað varðar afdrif tvíhliða samninga er nokkuð misleit en þó má

150

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 4. 151

YILC 1974, vol. II, part I,bls. 263 efnisgrein 12 og 13. Varðandi aðskilnað Finnlands frá Rússlandi er bent á

skýra afstöðu Breta um að hafna arftöku Finna að framsalssamningum Rússlands. Þetta var einnig afstaða

Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Bandaríkjanna sbr, YILC 1970, vol. II, bls. 122, efnisgr. 109. Sjá einnig

Alþjóðalaganefndarinnar 1974, vol. II, part I,bls. 211 efnisgr. 3. Að undanskildu samningsbundnu skilyrði

um aðild að áveðnum fjölþjóðasamningum við sjálfstæði Póllands og Tékkóslóvakíu var litið svo á að ríkin

væru laus við allar samningsskuldbindingar fyrrum Austurísk-Unverska konungsveldisins sbr.

Alþjóðalaganefndarinnar 1974, vol. II, part I,bls. 263 efnisgr. 14. 152

YILC 1974, vol. II, part I,bls. 263-264, efnisgr. 15 og 16. Þó virðist sem ríkið hafi gerst aðili að sáttmála

Alþjóða Rauða Krossins frá 1906 á grundvelli aðildar Bretlands sbr. YILC 1968, vol. II, bls. 38-39 efnisgr.

154-158, skjal A/CN.4/200 og Add. 1-2 153

Álitsgerð SÞ árið 1947 varðandi klofnun Pakistan frá Indlandi: „The territory which breaks off, Pakistan, will

be new state; it will not have the treaty rights and obligations of the old State, and will not, of course, have

membership in the United Nations“, sbr. YILC 1962, vol. II, bls. 101, efnisgr. 3, skjal nr. A/CN.4/149 og

Add.1, sbr. YILC 1974, vol. II, part I,bls. 211 efnisgr. 4. Sjá einnig YILC 1970, vol. II, bls. 32 efnisgr. 3 bls.

32, skjal nr. A/CN.4/224 og Add.1. 154

YILC 1974, vol. II, part I,bls. 264, efnisgr. 17. Í þessum tilfellum var samt sem áður talið að samþykki

Pakistan lægi til grundvallar, sbr. D. P. O´Connell: Law of State Succession, bls. 42. 155

YILC 1974, vol. II, part I,bls. 264, efnisgr. 17, bls. 264 efnisgr. 18. 156

Anthony Aust: Handbook of International Law, bls. 362. 157

Þáverandi utanríkisráðherra Rússlands, M. Yuli Vorontsoc, sendi yfirlýsingu til ríkisstjórna allra ríkja þann

27. janúar 1992 um áframhald samningsskuldbindinga fyrrum Sovétríkjanna, en þau voru aðilar að 16.000

Page 32: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

31

almennt segja að grundvöllurinn hafi verið samningaviðræður hlutaðeigandi ríkja.158

Þó að

flest ríki hafi litið á Rússland sem áframhald Sovétríkjanna og þar af leiðandi bundið tvíhliða

samningum sem gerðir voru á vegum þess þá höfðu breytingarnar áhrif á fjölda

þjóðréttarsamninga og margir þeirra voru ógiltir á grundvelli hinnar almennu reglu þjóðaréttar

um brostnar forsendur.159

Staða Eystrasaltsríkjanna var nokkuð sérstök en þau fengu sjálfstæði í kjölfar uppbrots

fyrrum Sovétríkjanna eftir hernaðaryfirráð þess. Vegna þess langa tíma sem leið þar til ríkin

öðluðust sjálfstæði á ný og allra þeirra breytinga sem höfðu átt sér stað var viðurkenning

annarra ríkja á endurheimt sjálfstæðis ráðandi þáttur við mat á afdrifum þjóðréttarsamninga

Sovétríkjanna. Þar sem óhagkvæmt var að beita reglunni um hreint borð fullum fetum var

ýmsum samningum Sovétríkjanna beitt tímabundið þar til nýjum samningum var náð. Sumir

samningar ríkjanna fyrir 1940 héldu gildi sínu á grundvelli yfirlýsinga þess efnis. Þrátt fyrir

það voru flestir þessara samningar úreltir vegna þess langs tíma sem leið þar til ríkin öðluðust

sjálfstæði á ný.160

Þýskaland hafnaði arftöku ríkjanna að tvíhliða samningum þess við

Sovétríkin og staðfesti sérstaklega aðild að þeim fjölþjóðasamningum sem voru fullgiltir fyrir

1940. Þó svo að Austurríki hafi í upphafi litið á Eystrasaltsríkin sem nýja þjóðréttaraðila lýsti

það seinna yfir vilja til að endurvekja samskipti ríkjanna og halda samningsskuldbindingum

áfram eftir fremsta megni.161

Lagt var til að samið yrði um alla tvíhliða þjóðréttarsamninga og

afbrigði reglunnar um hreint borð því lagt til grundvallar.162

Samningar Sovétríkjanna og

þjóðréttarsamningum og af þeim voru 600 fjölþjóðasamningar, sbr. Tarja Långström: „The Dissolution of the

Soviet Union“, bls. 730 og 742. 158

Sem dæmi má nefna að Þýskaland samþykkti áframhaldandi gildi tvíhliða samninga Sovétríkjanna hvað

varðar Rússland með yfirlýsingu, sbr. ILA: Draft Final Report 2008, bls. 18. Sambærileg yfirlýsing barst frá

Frakklandi þó að ekki hafi falist í henni staðfesting á sjálfkrafa áframhaldi samninga sbr. ibid. bls. 20. Einnig

lögðu Rússland og Finnland áframhaldandi gildi til grundvallar með undantekningum þó sbr. ibid. bls. 19.

Samningaviðræður Rússlands og Póllands byggðust á sömu sjónarmiðum þó að ákveðnir samningar féllu úr

gildi vegna breyttra forsenda sbr. ibid. bls. 20. 159

Martti Koskienniemi: „Report of the Director of Studies of the English-speaking Section of the Center“. State

Succession: Codification tested against the facts, bls. 104. Þó svo að Finnland og Rússland hafi náð

samkomulagi um gildi flestra samninga Sovétríkjanna voru nokkrir tvíhliða samningar ógildir af pólískum

ástæðum eða á grundvelli brostinna forsenda. Sem dæmi má nefna samning um hernaðarsamvinnu frá 1948,

sbr. ILA: Draft Final Report 2008, bls 19; Tarja Långström: „The Dissolution of the Soviet Union“, bls. 770-

771. Þrátt fyrir að Pólland hafi gert ráð fyrir áframhaldandi gildi samninga þá var fjölda þeirra ýtt til hliðar á

grundvelli forsendubrests eða af þeirri ástæðu að venja milli ríkjanna hafi fallið niður vegna, sbr. ILA: Draft

Final Report 2008, bls 20-21. Hér ber einning að nefna að Austurríki var eitt þeirra fáu ríkja sem höfnuðu því

upphaflega að Rússland væri áframhald Sovétríkjanna og leit á Rússland sem sem nýtt ríki. Ríkið lagði

afbrigði af kenningunni um hreint borð til grundvallar varðandi tvíhliða samninga Sovétríkjanna og samningar

taldir í gildi nema þeim sé hafnað af öðrum hvorum samningsaðilanum (e. pragmatic continued application).

Hér er regla Vínarsamnings frá 1978 í raun lögð til grundvallar. Austurríki viðurkenndi þó að lokum stöðu

Rússlands sem áframhald Sovétríkjanna eftir inngöngu í Evrópusambandið, sbr. ILA: Draft Final Report

2008, bls. 19. 160

Tarja Långström: „The Dissolution of the Soviet Union“, bls. 732-733. 161

Ibid. bls. 769-770. 162

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 19.

Page 33: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

32

Finnlands sem giltu fyrir landsvæði Eystrasaltsríkjanna töldust ógildir og samið var upp á

nýtt.163

Þó var nokkrum samningum beitt tímabundið af praktískum ástæðum þar til nýjum

samningum var náð.164

Samningar Finnlands og Eystrasaltsríkjanna sem gerðir voru fyrir

1940 héldu sumir gildi sínu en ekki án staðfestingar frá hlutaðeigandi ríkjum.165

Í raun féllu

þó flestir þeirra úr gildi vegna síðari samninga eða vegna ómöguleika á efndum.166

Pólland

staðfesti áframhald samninga sem gerðir voru fyrir 1940 en þeim sem gerðir voru eftir 1940

var að mestu leyti hafnað þó að í sumum tilfellum hafi þeim verið beitt til bráðabirgða.167

Þó

virðist sem ákveðnar undantekningar hafi verið þar á í ljósi þess að Litháen samþykkti til

bráðabirgða gildi tvíhliða samnings Póllands og Sovétríkjanna á sviði réttarfars. Jafnframt

höfnuðu Eystrasaltsríkin arftöku að samningum Sovétríkjanna.168

Holland virðist samt sem

áður hafa litið á tvísköttunarsamning við fyrrum Sovétríkin í gildi milli Hollands og

Lettlands.169

Sumir hafa bent á að þó pólitískar ástæður hafi stuðlað að áframhaldandi gildi

samninga í tilfelli Eystrasaltsríkjanna þá töldust fjöldi samninga þeirra sem gerðir voru fyrir

1940 ógildir á grundvelli brostinna forsenda í ljósi þess langa tíma sem ríkin voru í dvala.170

Að frátöldum Eystrasaltsríkjunum var framkvæmd hinna nýju ríkja sem mynduðust við

uppbrot Sovétríkjanna ekki einsleit þrátt fyrir almenna yfirlýsingu um arftöku

samningsskuldbindinga fyrrum Sovétríkjanna.171

Hvað varðar fjölþjóðasamninga þá litu sum

ríki á sig sem arftaka, önnur slitu formlega tengslum við fyrra ríkið og enn önnur sóttu

sérstaklega um aðild. Sum ríkin lögðu þannig regluna um hreint borð til grundvallar þar sem

það gaf þeim meira frelsi til athafna í samskiptum við önnur ríki. Því hefur verið haldið fram

að þó niðurstaðan í flestum tilfellum hafi verið áframhaldandi aðild að fjölþjóðasamningum

þá grefur mismunandi framkvæmd þessara ríkja undan efðakenningunni.172

Tilvik Hvíta-

163

Tarja Långström: „The Dissolution of the Soviet Union“, bls. 772. 164

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 20 165

Ibid, bls. 20. 166

Tarja Långström: „The Dissolution of the Soviet Union“, bls. 772. 167

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 20; Tarja Långström: „The Dissolution of the Soviet Union“, 773. 168

Peter Malanczuk: Akehust´s Modern Introduction to International Law, bls. 166. 169

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 19-21. 170

Martti Koskienniemi: „Report of the Director of Studies of the English-speaking Section of the Center“. State

Succession: Codification tested against the facts, bls.105. Um önnur dæmi þess að samningur tekur aftur gildi

eftir að ríki losnar undan hernaðaryfirráðum má nefna tilvik Austurríkis og Eþíópíu en ríkin endurheimtu til

dæmis aðild sína að Madrídarsáttmála á vegum Alþjóðafjarskiptastofnunnarinnar frá 1937 í kjölfar sjálfstæðis

eftir hernám Þýskaland annars vegar og Ítalíu hins vegar, sbr. YILC 1970, vol. II, bls. 95. 171

Alma Ata yfirlýsingin frá 21. desember 1991, ILM 31 (1992), bls. 138; Jan Klabbers, Martti Koskenniemi

ofl.: State Practice Regarding State Succession and Issue of Recognition: the Pilot Project of the Council of

Europe, bls. 114. 172

Yolanda Gamarra: „Current Questions of State Succession relating til Mulitlateral Treaties“, bls. 419.

Kasakstan og Tadjikistan lýstu yfir arftöku að Alþjóðasamningi um höfundarétt frá 1952 á grundvelli Alma

Ata yfirlýsingarinnar. Þá hefur Kirgistan lýst yfir aðild að Haag sáttmála um friðsamlega lausn deilumála og

Genfarsáttmálum um vernd fórnarlamba vopnaðra átaka milli ríkja með viðaukum. Kasakstan, Tadjikistan og

Túrkmenistan haf einnig lýst yfir arftöku að Genfarsáttmálunum frá 1949. Túrkmenistan lýsti yfir arftöku að

Page 34: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

33

Rússlands og Úkraínu er um margt sérstök en ríkin höfðu takmarkaða þjóðréttaraðild frá árinu

1945 og voru meðal annars aðilar að SÞ og hinum ýmsu fjölþjóðasamningum. Svo virðist sem

ríkin hafi því haldið aðild sinni að flestum fjölþjóðasamningum við upplausn Sovétríkjanna

nema í sérstökum tilfellum.173

Eritrea gerðist ekki sjálfkrafa aðili að fjölþjóðasamningum Eþíópíu við sjálfstæði heldur

sótti á ný sérstaklega um aðild að þeim fjölþjóðasamningum.174

Sjálfkrafa aðild að

Genfarsáttmálunum fjórum var hafnað jafnvel þó Eþíópía hafi mótmælt því með vísan til 34.

gr. Vínarsamnings frá 1978, en Eþíópía fullgilti Vínarsamninginn frá 1978 árið 1980.175

Þá

hafnaði Þýskaland áframhaldandi gildi tvíhliða samninga Eþíópíu hvað varðar Eritreu þrátt

fyrir að ríkið hafi almennt tekið afstöðu með arftöku þjóðréttarsamninga. Bendir þessi

framkvæmd til þess að gildi samninga sé metið í hverju tilviki fyrir sig og að ekki sé í gildi

regla um sjálfkrafa arftöku í slíkum tilvikum.176

Sömu niðurstöðu má draga af framkvæmd í tengslum við sjálfstæði eins nýjasta ríkis

heims, Suður-Súdan, sem klofnaði frá Súdan árið 2011.177

Ríkið öðlaðist sjálfstæði í kjölfar

þjóðaratkvæðagreiðslu á grundvelli stjórnskipunar Súdan og er staða þess sem nýtt ríki

óumdeild þó að deilt sé um landamæri.178

Í leiðbeiningum yfirvalda í Suður-Súdan frá 2009 er

reglan um hreint borð lögð til grundvallar varðandi afdrif þjóðréttarsamninga fyrir Suður-

Súdan. Þó er tekið fram að alþjóðasamfélagið geri ráð fyrir áframhaldi

samningsskuldbindinga nema þegar ríki semji á annan hátt, samningur tekur ekki til

landsvæðis ríkisins, eða ef það fer í bága við markmið og tilgang samnings.179

Suður-Súdan

Sáttmála um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins. Á móti hefur Armenía hafnað afrtöku og í

raun hafa flest ríkin sótt sérstaklega um aðild að fjölþjóðasamningum sem skráðir eru hjá Sameinuðu

Þjóðunum. Þá hafa Aserbaidjan, Moldavía, Úsbekistan og Túrkmenistan í framkvæmd einnig lagt kenninguna

um hreint borð til grundvallar í flestum tilvikum, sbr. Yolanda Garra:„Current Questions of State Succession

relating til Mulitlateral Treaties“,, bls. 414-416; ILA: Draft Final Report 2008 bls. 16. 173

Sem dæmi má nefna kjarnorkusamningar Sovétríkjanna í tilfelli Úkraínu, sbr. Yolanda Garra: „Current

Questions of State Succession relating til Mulitlateral Treaties“, bls. 413- 414. 174

Eini samningurinn sem hélt gildi sínu á grundvelli arftöku var Lóme Sáttmálinn milli Efnahagsbandalags

Evrópu og ríkja í Afríku, Karíbahafi og Kyrrahafi, sbr. Andreas Zimmermann og James G. Devaney:

„Succession to treaties and the inherent limits of international law“, bls. 526. Eritrea gerðist ekki arftaki af

neinum fjölþjóða réttarskapandi þjóðréttarsamningnum Eþíópíu sem skráðir eru í safni þjóðréttarsamninga hjá

SÞ, https://treaties.un.org/ (skoðað 1. maí 2016). 175

Gerðardómsnefnd sem komið var á fót vegna ófriðar milli Eþíópíu og Ertireu: Eritrea Ethiopia Claims

Commission, Partial Award, Prisoners of war Claims 4 and 17 Haag 1. júlí 2003, 26. mgr. bls. 5-6 og 35. mgr.

bls. 8-9. 176

Andreas Zimmermann og James G. Devaney: „Succession to treaties and the inherent limits of international

law“, bls. 526-527. 177

Ibid., bls. 527. 178

Jure Vidmar: „South Sudan and the International Legal Framework Governing the Emergence and

Delimitation of New States“, bls. 553 og 559. 179

Leiðbeiningar vegna sjálfstæðis Suður Súdan, bls. 6, 8-9, sjá:

http://www.scribd.com/doc/40343514/Southern-Sudan-a-guide-to-critical-post-2011-issues

(skoðað 16.03.2016)

Page 35: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

34

gerðist aðili að Sameinuðu Þjóðunum árið 2011180

og hefur samþykkt stofnskrá

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og gerst aðili að átján fjölþjóðlegum réttarskapandi

þjóðréttarsamningum. Einungis einn þeirra hefur haldið gildi sínu á grundvelli aðildar

Súdan.181

Þess ber að geta að Súdan var upphaflegur samningsaðili að Vínarsamningi frá 1978

en hefur ekki fullgilt samninginn. Niðurstaðan var önnur í tilfelli sjálfstæðis Svartfjallalands

árið 2006 en ríkið tilkynnti um arftöku aðildar að fjölþjóðasamningum Sambandsríkisins

Serbíu og Svartfjallalands þegar það fékk sjálfstæði árið 2006.182

Af framangreindri umfjöllun má ráða að framkvæmd ríkja í slíkum tilvikum er mjög

misvísandi og tæpast er hægt að fallast á að framkvæmd hvað varðar hin nýju ríki sem

mynduðust endurspegli beitingu reglu um sjálfkrafa arftöku líkt og 34. gr. Vínarsamningsins

frá 1978 mælir fyrir um. Jafnvel þegar ríki halda áfram þjóðréttaraðild hins eldra ríkis kjósa

þau oft að staðfesta áframhaldandi aðild að þjóðréttarsamningnum með sérstakri

yfirlýsingu.183

Líklegt er að reyni á reglur á þessu sviði í framtíðinni. Mikil umræða hefur til

dæmis skapast um aðskilnað Skotlands frá Bretlandi, Katanóníu frá Spáni og Quebec frá

Kanada. Öðlist Quebec sjálfstæði vaknar sú spurning hvort og að hvaða leyti ríkið verði

bundið af gildandi samningum Kanada. Löggjafi Quebec hefur gefið í skyn að um sjálfkrafa

arftöku að slíkum samningum verði að ræða við sjálfstæði.184

Hins vegar hafa sumir bent á að

reglan um hreint borð eigi við um þessar breytingar og að Quebec ráði hvort það gerist aðili

að fjölþjóða réttarskapandi þjóðréttarsamningum Kanada en þyrfti að ná samkomulagi við

aðildarríki um tvíhliða samninga.185

180

Ályktun Allsherjarþings SÞ frá 14. júlí 2011, A/RES/65/308. 181

Það er samningur um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og

um eyðingu þeirra sbr. United Nations, Treaty Series, vol. 2056, bls. 211; C.N.163.2003 Oslo, 18 september

1997. Ríkið er nú aðili að fimm mannréttindasamningum en varð ekki sjálfkrafa aðili að þeim samningum

sem Súdan var aðili að, sjá: https://treaties.un.org/Pages/TreatyParticipantSearch.aspx?tab=UN (skoðað 9.

apríl 2016). 182

Ríkið tilkynnti um arftöku að þjóðréttarsamningnum Sambandsríkisins Serbíu og Svartfjallalands sem skráðir

eru hjá SÞ, sbr. Multilateral Treaties Deposited 2009, bls. XXXII. Einnig tilkynnti ríkið um aðild að

stofnsamningi Alþjóðahugverkastofnunarinnar og ýmsum samningum á hennar vegum, sjá yfirlýsingu þess

efnis á: http://www.wipo.int/treaties/en/notifications/phonograms/treaty_phonograms_85.html (skoðað 3. maí

2016). Áhugavert er að Evópuráðið leit á Svartfjallaland sem nýfrjálst í skilningi Vínarsamnings frá 1978 og

að því haldi samningar hins eldra ríkis ekki sjálfkrafa gildi fyrir það, Evrópuráðið, 14. júní, State Union of

Serbia and Montenegro, https://wcd.coe.int/ViewDoc.jsp?p=&id=1010125&direct=true (skoðað 31. mars

2016) 183

ILA: Draft Final Report 2008 , bls. 16. Varðandi umræðu um mögulegt skuldbindingagildi slíkra yfirlýsinga

sjá. Tarja Långström: „The Dissolution of the Soviet Union in the Light of the 1978 Vienna Convention on

Succession on Succession of States in Respect of Treaties“, bls. 775-777. Einhliða yfirlýsingar ríkja geta verið

bindandi sbr. dóm FAD í máli Eastern Greenland Case, 5. apríl 1933, P.C.I.J., Series A/B, nr. 53. 184

Ákvæði 7. gr. Fullveldisfrumvarps Quebec frá 6. desember 1994, aðgengilegt á:

http://www.assnat.qc.ca/en/travaux-parlementaires/projets-loi/projets-loi-35-1.html (skoðað 1.maí 2016) 185

D. B. Majzub: „Does Secession Mean Succession? The International Law of Treaty Succession and

Independant Quebec“, bls. 433-434; Ralph F. Gaebler: „Canada. Issues of Treaty Succession“, bls. 115-116.

Page 36: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

35

3.4.3 Framkvæmd ríkja í tilvikum þegar ríki brotnar að öllu leyti upp og ný ríki myndast á

landsvæði þess

Ríki kunna að brotna að öllu leyti upp í tvö eða fleiri ný ríki og í kjölfarið liðið undir lok.

Þessi tilvik lúta oftast að upplausn ríkjasambanda en nýlegar breytingar af þessum toga áttu

sér stað um 1990 við upplausn fyrrum Tékkóslóvakíu og fyrrum Júgóslavíu. Þessi tilvik eru

ólík þeim breytingum sem fjallað er um að ofan að því leyti að ríkin hurfu með öllu af

sjónarsviðinu og eftir stóðu álitamál um arftöku að þjóðréttarskuldbindingum forvera þeirra.

Hér í framhaldinu verður fjallað um framkvæmd ríkja varðandi afdrif þjóðréttarsamninga við

slíka algera upplausn ríkis. Þá verður ljósi varpað á áhrif þess að ríki tekur við þjóðréttaraðild

þess ríkis sem hættir að vera til.

Erfitt er að setja fram almenna reglu um afdrif þjóðréttarsamninga við slíkar breytingar en

eldri framkvæmd ríkja bendir til áframhaldandi gildis þjóðréttarsamninga við slíkar

aðstæður.186

Þannig héldu flestir samningar sambands Kólumbíu gildi sínu þegar það leystist

upp við útgöngu Venesúela og Ekvador á árunum 1829-31.187

Þó héldu bresk stjórnvöld því

fram að samþykki beggja ríkjanna þyrfti til svo að samningur héldi gildi sínu milli Bretlands

og Venesúela.188

Við upplausn ríkjasambands Noregs og Svíþjóðar árið 1905 lýstu ríkin yfir

áformum um að standa við þjóðréttarsamninga sem gerðir voru á vegum sambandsins með

þeim fyrirvara þó að samningar sem tóku aðeins til annars ríkjanna héldu aðeins gildi fyrir

það ríki.189

Þá var samið um afdrif flestra þjóðréttarsamninga Austuríska-Ungverska

konungsveldisins í friðarsáttmálum þegar það leið undir lok árið 1918. Um afdrif annarra

samninga voru ríkin ekki á einu máli. Austurríki viðurkenndi ekki sjálfkrafa arftöku en

Ungverjaland taldi sig arftaka að samningum sambandsins.190

Við lok sambands Íslands og

Danmerkur héldu flestir þjóðréttarsamningar gildi sínu.191

Þegar Sameinaða arabíska

lýðveldið leið undir lok og klofnaði aftur í Sýrland og Egyptaland voru ríkin bundin þeim

samningnum sambandsins sem gerðir höfðu verið fyrir viðkomandi landsvæði. Einnig héldu

staðbundnir samningar ríkjanna sem gerðir höfðu verið fyrir inngöngu í sambandið gildi sínu.

Átti þetta bæði við um fjölþjóðasamninga sem og tvíhliða viðskipta- og loftferðasamninga við

186

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 3. 187

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 260. Nýja Granada breytti nafni sínu síðar í Lýðveldið Kólumbía árið 1886. 188

Ibid., bls. 260. 189

D. P. O´Connell: The Law of State Succession, bls. 44-45. Frakkland og Bandaríkin samþykktu slíkt

fyrirkomulag en Bretland leit á sambandsslitin sem grundvallarbreytingu sem kallaði á endurskoðun samninga

sem gerðir höfðu verið við sambandið, sbr. ibid. bls. 45. 190

Sjá samskipti Ungverjalands og Svíþjóðar hvað varðar afdrif framsalssamnings við endalok Austuríska-

Ungverska Konungssambands: Árbók Alþjóðalagastofnunarinnar 1970, vol. II, bls. 123, efnisgr. 115, skjal

A/CN.4/229, sbr. Árbók Alþjóðalagastofnunarinnar 1974, vol. II, part I, bls. 261. 191

Sjá ítarlegri umfjöllun í kafla 8.

Page 37: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

36

önnur ríki.192

Sérstakar aðstæður voru uppi við upplausn Sambandsríkisins Malí en ríkin voru

ekki sammála um afdrif þjóðréttarsamninga þess.193

Dæmi um nýlega framkvæmd ríkja þar

sem ríki brotnar upp í tvö eða fleiri ný ríki er upplausn Tékkóslóvakíu og Júgóslavíu en þau

tilvik verða hér skoðuð nánar.

Fyrrum Tékkóslóvakía klofnaði upp í Tékkland og Slóvakíu árið 1993 og samþykktu bæði

ríkin arftöku á samningsskuldbindingum fyrrum Tékkóslóvakíu sem og fyrirvörum og

athugasemdum sem hið síðarnefnda hafði gert.194

Hvað varðar þá samninga sem skráðir voru

hjá SÞ þá var almenn yfirlýsing um arftöku ekki talin nægjanleg og tilkynntu ríkin því

nákvæmlega hvaða samningar héldu gildi sínu.195

Ríkin þurftu að sækja sérstaklega um aðild

að samningum Evrópuráðsins í ljósi þess að aðild er takmörkuð og yfirlýsing um arftöku er

ekki fullnægjandi.196

Flestir tvíhliða samningar Tékkóslóvakíu héldu einnig sjálfkrafa gildi

sínu fyrir Tékkland og Slóvakíu.197

Aðrir samningar féllu úr gildi í flestum tilvikum af

stjórnmálalegum ástæðum eða vegna þess að áframhald samnings við breyttar aðstæður fór

gegn markmiði samnings og tilgangi hans. Þá héldu staðbundnir samningar ekki gildi sínu þar

sem þeir voru takmarkaðir við landsvæði sem tilheyrði ekki hinu nýja ríki. Samningur sem

192

Sýrland gaf út tilkynningu til Sameinuðu Þjóðanna um arftöku að samningum sambandsins og taldi sig einnig

bundið af samningum Sýrlands fyrir sameiningu. Engin slík tilkynning barst frá Egyptalandi sem leit svo á að

Sýrland hafi klofnað frá og aðild Egyptalands héldi áfram við klofnunina, sbr. Árbók

Alþjóðalagastofnunarinnar 1974, vol. II, part I,bls. 261-262. Varðandi tvíhliða samninga sjá: Árbók

Alþjóðalagastofnunarinnar 1971, vol. II, bls. 142-146, efnisgrein 152-175, skjal nr. A/CN.4/243 og bls. 180-

181, efnisgr. 161-166, skjal nr. A/CN.4/243/Add.1. Samningar Alþjóðafjarskiptastofnunarinnar, sjá. YILC

1970, vol. II, bls. 96. Þó bendir framkvæmd varðandi Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu

þjóðanna ekki til þess að arftaka hafi orðið á aðild að þjóðréttarsamningum á vegum stofnunarinnar þar sem

Sýrland sótti sérstaklega um aðild að samningi sem Sameinaða Arabíska lýðveldið hafði var áður aðili að, sbr.

YILC 1969, vol. II, bls. 44. 193

Myndun sambandsins og klofnun hluta þess frá gerðist nánast samhliða og Senegal öðlaðist sjálfstæði í

kjölfarið frá Frakklandi. Ríkið sem klofnaði frá vildi erfa samningsskuldbindingar sem gerðar voru í nafni

sambandsríkisins en ekki það ríki sem hélt nafni þess. Þetta tilvik hefur ekki mikið fordæmisgildi, sbr. YILC

1974,vol. II, part I, bls. 262-263, sbr. YILC 1971, vol. II, bls. 146, efnisgr. 176, skjal nr. A/CN.4/243. 194

Jan Klabbers, Martti Koskenniemi ofl.: State Practice Regarding State Succession and Issue of Recognition:

the Pilot Project of the Council of Europe, bls. 402, 404 og 482. Í landsrétti ríkjanna var mælt fyrir um

sjálfkrafa áframhald þjóðréttarsamninga án greinarmunar á því fjölþjóða eða tvíhliða samningum. Jafnframt

tilkynntu ríkin bæði um arftöku að öllum fjölþjóðasamningum sem voru skráðir hjá SÞ og öðrum

skráningaraðilum bæði fullgildum samningum og þeim sem einungis voru undirritaðir af Tékkóslóvakíu, sbr.

Yolanda Gamarra: „Current Questions relating to Multilateral Treaties“,bls. 406. Sjá orðsendingu frá

utanríkisráðherrum ríkjanna til aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna, sbr. Multilateral Treaties

deposited 2009, bls. XIV. Tékkóslóvakía var aðili að 800 marghliða milliríkjasamningum og 800 tvíhliða.

Ríkið hafði undirritað Vínarsamning frá 1978 en ekki fullgilt hann, sbr. ILA: Draft Final Report 2008, bls. 10. 195

Yolanda Gamarra: „Current Questions of State Succession Relating to Multilateral treaties“, bls. 406- 407. 196

Í kjölfar aðildar að Evrópuráðinu gerðust ríkin einnig aðildar með afturvirkum hætti að ýmsum

mannréttindasamningum, sbr. Ibid., bls. 410- 411. 197

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 13-15. Einnig má hér benda á tvö dómsmál um afdrif fjárfestinga sem nutu

verndar samkvæmt tvíhliða samningum fyrrum Tékkóslóvakíu um vernd fjárfestinga við Bandaríkin annars

vegar og Holland hins vegar. Niðurstaðan byggði á því að Tékklandi hafi sjálfkrafa gerst aðili að

samningunum við breytingar á ríkisyfiráðum og að ríkið hafi brotið gegn ákvæðum hans, sbr. Lauder gegn

Tékkalandi og CME Tékkland B.V. gegn Tékklandi, UNCITRAL 2001, sbr. Tai-Heng Cheng: State Succession

and Commercial Obligations, bls. 225-226.

Page 38: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

37

undirritaður hafði verið milli Tékkóslóvakíu og Evrópusambandsins hélt þó ekki gildi sínu í

ljósi þess að samþykki allra aðildarríkja þurfti til. Þurftu Slóvakía og Tékkland því að semja

við sambandið upp á nýtt um aðild að ESB-samningnum.198

Framkvæmd í tengslum við

upplausn fyrrum Tékkóslóvakíu var því í samræmi Vínarsamning frá 1978, bæði meginreglu

34. gr. um sjálfkrafa áframhald samninga og almennar reglur samningsins um fyrirvara

varðandi samninga með takmarkaðri aðild og stofnsamninga alþjóðastofnana.199

Tilvik fyrrum

Tékkóslóvakíu er skýrt dæmi um að slit á ríkjasambandi gengur almennt áfallalaust fyrir sig

ef gott samkomulag er á milli hinna nýju ríkja.

Breytingar á ríkisyfirráðum í tengslum við upplausn fyrrum Júgóslavíu átti sér annan og

verri aðdraganda. Í kjölfar vopnaðra átaka klofnaði ríkið í Króatíu, Slóveníu, Makedóníu,

Bosníu-Hersegovínu og Sambandsríki Serbíu-og Svartfjallalands (Serbía-og Svartfjallaland)

sem hélt fram arftöku að þjóðréttaraðild fyrrum Júgóslavíu. Serbía og Svartfjallaland krafðist

áframhaldandi aðildar að fjölþjóðasamningum fyrrum Júgóslavíu.200

Þó svo að flest ríki hafi

hafnað þessari kröfu virðist það ekki hafa komið í veg fyrir arftöku að fjölþjóðasamningum

einkum á sviði mannréttinda.201

Þessi niðurstaða virðist ekki fara í bága við ákvæði 34. og 35.

gr. Vínarsamningsins.202

Einnig var ríkið talið bundið við Sáttmála SÞ um bann við

þjóðarmorði einungis á grundvelli yfirlýsingar þess frá 27. apríl 1992.203

Virðist sem að sú

niðurstaða hvíli meginreglunni um skuldbindingargildi samninga (l. pacta sunt servanda).204

Engir tvíhliða samningar voru gerðir við Serbíu og Svartfjallaland á grundvelli tvíhliða

samninga fyrrum Júgóslavíu.205

198

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 13-15. 199

Yolanda Garra: „Current Questions relating to Multilateral Treaties“, bls. 411. Þessari stefnu hefur jafnvel

verið fylgt af öðrum ríkjum sem almennt aðhylltust kenninguna um hreint borð, sbr. Jan Klabbers, Martti

Koskenniemi ofl.: State Practice Regarding State Succession and Issue of Recognition: the Pilot Project of

the Council of Europe, bls. 116. 200

United Nations, Multilateral Treaties Deposited 2009, bls. LIII. Sjá einnig yfirlýsingu Sambandsríkisins

Júgóslavíu sem ríkið sendi til Öryggisráðs SÞ og framkvæmdastjóra SÞ, sbr. UN doc. S/23877 og yfirlýsingu

og UN doc. A/48/179-S/25801 viðauki. 201

Juan Miguel Ortega Terol: „The Bursting of Yugoslavia. State Succession“, bls. 910-912. Höfundur vísar í

ákvörðun Mannréttindanefndar SÞ um afdrif skuldbindinga samkvæmt Alþjóðasamningi um borgararleg og

stjórnmálaleg réttindi vegna fyrrum Júgóslavíu, European Human Rights Reports, 15 (1993), bls. 234-235;

Athugasemdir Mannréttindanefndar SÞ um fyrrum Júgóslavíu 28. desember 1992, UN. Doc.

CCPR/C/79/Add16 (1992), 3. liður A. Að lokum má benda á Leiðbeiningar Evrópuráðsins um viðurkenningu

nýrra ríkja í Austur Evrópu frá 16. desember 1991 (Guidelines on the Recognition of New States in Eastern

Europe) þar sem áhersla er lögð á mikilvægi áframhaldandi aðildar að mannréttinda og mannúðarsáttmálum. 202

Juan M. O. Terol: „The Bursting of Yugoslavia”, bls. 925. 203

Dómur AD, Case Concerning Application of the Convention on the Prevention and Punishment of the Crime

of Genocide (Bosnia-Herzegovina v. Yugoslavia, 11. júlí 1996, I.C.J. Reports 1996, bls. 595, bls. 611

málsgrein 17. 204

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 15. 205

Juan M. O. Terol: „The Bursting of Yugoslavia“, bls. 916.

Page 39: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

38

Framkvæmd annarra ríkja sem tóku við ríkisyfirráðum eftir upplausn fyrrum Júgóslavíu

var ekki einsleit. Slóvenía samþykkti formlega áframhald réttinda og skuldbindinga

samkvæmt fjölþjóða réttarskapandi samningum sem fyrrum Júgóslavía var aðili en sá

fyrirvari þó var gerður fyrirvari um að skoða þyrfti hvern samning fyrir sig og var því ekki

gert ráð fyrir sjálfkrafa aðild allra samninga.206

Þá hafnaði Slóvenía arftöku aðildar að

Haagsamningi um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa frá 25.

október 1980.207

Bosnía-Hersegóvína, Króatía of Makedónía gáfu öll almenna yfirlýsingu um

arftöku ákveðinna fjölþjóða réttarskapandi samninga.208

Ríkin virtust því velja þá samninga

sem þau vildu gerast aðilar að með arftöku á grundvelli yfirlýsingar auk þess sem stjórnlög

ríkjanna komu að einhverju leyti í veg fyrir áframhald samninga. Er sú framkvæmd í

samræmi við beitingu nýfrjálsra ríkja á reglunni um hreint borð.209

Þrátt fyrir almenna

yfirlýsingu Bosníu-Hersegovínu um áframhaldandi aðild að fjölþjóðasamningum fyrrum

Júgóslavíu sendi ríkið frá sér fjölda yfirlýsinga um arftöku.210

Yfirlýsing ríkisins um

áframhaldandi aðild að Sáttmála um bann við þjóðarmorði bar með sér að ekki sé um arftöku

að ræða heldur yfirlýsingu um aðild.211

Hins vegar var Mannréttindanefnd SÞ þeirrar

skoðunar að Bosnía-Hersegóvína og Króatía hafi staðfest arftöku að samningnum með

afturvirkum hætti.212

Alþjóðadómstóllinn lagði samþykki um bindandi gildi samningsins til

grundvallar og gaf jafnframt í skyn að ríkið gæti gert fyrirvara við hann en

Vínarsamningurinn frá 1978 veitir einungis nýfrjálsum ríkjum þann möguleika, sbr. ákvæði

20. gr.213

Makedónía gaf út fáar yfirlýsingar um arftöku að fjölþjóðasamningum fyrrum

Júgóslavíu en þessi framkvæmd helgast líklega af mótspyrnu Grikklands við að viðurkenna

sjálfstæði þess.214

Þannig var erfiðleikum háð að staðfesta arftöku að samningum sem áskildu

206

United Nations, Multilateral Treaties Deposited 2009, bls. XLIX. 207

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 17. 208

United Nations, Multilateral Treaties Deposited 2009, bls. V, XIV og XLIX í kafla um sögulegar upplýsingar. 209

Juan M. O. Terol: „The Bursting of Yugoslavia“, bls. 925. Bent hefur verið á það sjónarmið að í þessari

framkvæmd felist beiting undantekningarreglu sem endurspeglast í 2. mgr. 34. gr. Vínarsamningsins frá 1978,

sbr. ILA: Draft Final Report 2008, bls. 17., 210

Hjá SÞ eru skráðar 87 tilkynningar um arftöku á þeim 118 fjölþjóðasamningum sem fyrrum Júgóslavía var

aðili að sjá. Pierre Juan M. O. Terol: „The Bursting of Yugoslavia“, bls. 907. 211

Ríkið taldi sig bundið við sáttmálann frá sjálfstæði sjá tilkynningu Bosníu-Hersegovínu til Framkvæmdasjóra

SÞ 29. desember 1992. Sjá einnig dóm AD, Case Concerning Application of the Convention on the Prevention

and Punishment of the Crime of Genocide (Bosnia-Herzegovina v. Yugoslavia, 11. júlí 1996, I.C.J. Reports

1996, bls. 595, bls. 612. Dómurinn tók ekki til skoðunar hvort sjálfkrafa arftaka ætti sér stað varðandi

sérstakar tegundir þjóðréttarsamninga og taldi það ekki nauðsynlegt til að leysa úr lögsögu dómsins í þessu

máli. Dómurinn byggði þannig á því að Bosnía-Hersegóvína hafi verið bundið við sáttmálann vegna

yfirlýsingarinnar á grundvelli meginreglunnar um skuldbindingargildi samninga sbr. Sjá einnig Yolanda

Garra: „Current Questions relating to Multilateral Treaties“, bls. 422; ILA: Draft Final Report 2008, bls. 15. 212

Yolanda Garra: „Current Questions relating to Multilateral Treaties“,bls. 423. 213

Juan M. O. Terol: „The Bursting of Yugoslavia. State Succession“, bls. 913. 214

Ibid. bls. 908-909.

Page 40: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

39

samþykki allra aðildarríkja.215

Jafnframt hefur Evrópuráðið almennt hafnað arftöku hinna

nýju ríkja á samningum þess við fyrrum Júgóslavíu og var þeim boðið að sækja um aðild að

samningum ráðsins. Af þessari umfjöllun má ráða að ríkin hafa kosið að tilkynna sérstaklega

um arftöku að fjölþjóðasamningum. Framkvæmd hvað varðar afdrif tvíhliða samninga er

heldur ekki einsleit og hefur áframhald þeirra oftast grundvallast á samningaviðræðum þar

sem aðilar hafa bæði lagt erfðakenninguna til grundvallar og kenninguna um hreint borð.216

Sumir hafa bent á að misvísandi framkvæmd og fjöldi undantekninga frá reglunni um arftöku

samninga leiðir til þess að líta verður á þessa framkvæmd sem undantekningu frá

meginreglunni um áframhald.217

Líklega má þó álykta sem svo að ólík niðurstaða í máli

fyrrum Júgóslavíu og fyrrum Sovétríkjanna hafi fyrst og fremst grundvallast á ágreiningi milli

ríkjanna og þá sérstaklega um hvort Sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands væri áframhald

fyrrum Júgóslavíu hafi verið meginorsök niðurstöðu í þessu tilviki.

Við upplausn ríkja virðist reglu Vínarsamnings frá 1978 að mestu fylgt en það er þó ekki

algilt. Af þeim sökum er erfitt að slá því föstu að reglan um áframhaldandi gildi samninga við

upplausn ríkja hafi öðlast venjugildi en því var einmitt borið við í máli milli Ungverjalands og

Slóvakíu en AD tók ekki afstöðu til þess hvort 34. gr. endurspeglaði þjóðréttarvenju.218

Í

þessu máli hafnaði Ungverjaland að Slóvakía teldist arftaki að þjóðréttarsamnignum fyrrum

Tékkóslóvakíu.

3.5 Sérstök sjónarmið um nýfrjáls ríki

Allt fram á miðja 20. öld hefur erfðakenningin almennt verið lögð til grundvallar fyrir ný ríki

og erfði hið nýja ríki þá samninga sem giltu á landsvæðinu fyrir sjálfstæði þess. Fræðimenn

bentu í þessu samhengi á mikilvægi þess að leitast við að viðhalda skuldbindingum ríkis við

breytingar á ríkisyfirráðum.219

Þessi framkvæmd endurspeglast með skýrum hætti í

yfirfærslusamningum Íraks árið 1931, fyrrum nýlendna Asíu um miðja tuttugustu öldina auk

þess sem slíkir samningar voru gerðir við sjálfstæði fyrrum bresku nýlendna í Vestur-Afríku

frá árinu 1955.220

Flestar nýlendur Frakklands í Afríku töldu sig einnig arftaka að

215

Yolanda Garra: „Current Questions relating to Multilateral Treaties“, bls. 423-424. 216

Juan M. O. Terol: „The Bursting of Yugoslavia. State Succession“, bls. 926. 217

Yolanda Yolanda Garra: „Current Questions relating to Multilateral Treaties“, bls. 424. 218

Dómur AD, Gabčikovo-Nagymaros Project (Hungary/Slovakia), 25. september 1997, I.C.J. Reports 1997,

bls. 7. Ágreiningur var um afdrif fjárfestingasamning milli Tékkóslóvakíu og Ungverjalands. Slovakía bar því

við að ríkið hafi sjálkrafa fengið aðild að þessum samningi en Ungverjaland hafnaði því að í gildi væri

þjóðréttarvenja um sjálfkrafa arftöku samningsskuldbindinga. Dómstóllinn tók ekki afstöðu til þeirrar

málsástæðu Slóvakíu að 34. gr. Vínarsamningsins væri þjóðréttarvenja en taldi samninginn samt sem áður

bindandi vegna þeirra svæðisbundnu réttinda sem hann skapaði. 219

D. P. O´Connell, State Succession, vol. II, bls. 140. 220

Anthony Aust: Modern Treaty Law and Practice, bls. 309.

Page 41: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

40

samningsskuldbindingum við sjálfstæði.221

Þessir samningar voru þó fyrst og fremst

vitnisburður um afstöðu ríkja frekar en bindandi ráðstöfun að þjóðarétti hvað varðar önnur

ríki og leið þeirra til að fá traustari stöðu í samfélagi ríkja.222

Eftir seinni heimstyrjöldina þróaðist meginreglan um sjálfsákvörðunarrétt þjóða sem

leiddi til þess margar fyrrum nýlendur Evrópuríkja öðluðust sjálfstæði sem fullvalda ríki.223

Við þessar breytingar var áhersla lögð á hreint borð hvað varðar skuldbindingar nýlenduþjóða

sem upphaflega var lögð til grundvallar við sjálfstæði fyrrum nýlenda í Suður-Ameríku. Asíu

og Afríku þó með undantekningum varðandi landamærabundna samninga.224

Nyerere

kenningin var eitt afbrigði hennar sem mörg nýfrjáls ríki lögðu til grundvallar í kringum 1960.

Samkvæmt henni gefur nýfrjálst ríki út yfirlýsingu um bráðabirgðagildi samninga

nýlenduveldanna í ákveðinn tíma nema samkomulag næðist um annað fyrirkomulag. Að þeim

tíma liðnum litu hin nýfrjálsu ríki svo á að þessir samningar yrðu ógildir nema

þjóðréttarvenjur leiddu til annarrar niðurstöðu.225

Eins og fram hefur komið binda slíkar

yfirlýsingar ekki önnur ríki og liggi afstaða hins nýja ríkis ekki fyrir við lok tímabilsins er

óljóst hvaða réttaráhrif slík yfirlýsing hafi.226

Í 4. hluta Vínarsamnings frá 1978 er fjallað um

útfærslu slíkra yfirlýsinga en ákvæðið tekur ekki til fjölþjóðasamninga sem krefst samþykkis

allra samningsaðila skv. 17. gr. auk þess sem slík yfirlýsing má ekki fara í bága við markmið

og tilgang samnings.

Þessi raunveruleiki sett svip sinn á skrásetningu reglna varðandi áhrif breytinga á

ríkisyfirráðum en helsta ástæða þess var hið stjórnmálalega landslag við

samningsumleitanirnar og sú staðreynd að lítið hafði verið um annars konar breytingar á

ríkisyfirráðum fram að því. Vínarsamningur frá 1978 var því saminn með hliðsjón af

hugmyndum þessara ríkja.227

Samkvæmt f-lið 1. mgr. 2. gr. samningsins telst ríki nýfrjálst

þegar það fær sjálfstæði frá fullveldisyfirráðum annars ríkis. Orðalagið ber ekki með sér

nákvæma afmörkun á hugtakinu en af lögskýringargögnum má ráða að hér falli undir

nýlendur og verndarsvæði ýmisskonar.228

Þó hafa ríki sem falla í síðari flokkinn viðhaldið

ákveðnum einkennum ríkis og haft takmarkað fullveldi og sterkari rök fyrir áframhaldi

221

Ibid. bls. 310. 222

Ibid. bls. 310. 223

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 401. 224

Anthony Aust: Modern Treaty Law and Practice, bls. 310. 225

Anthony Aust: Handbook of International Law, bls. 367. 226

Anthony Aust: Modern Treaty Law and Practice, bls. 310. Ríki kann að vera bundið slíkum samningi ef hann

lýtur einkum að landsvæði hins nýfrjálsa ríkis, sbr. AD, Case Concerning rights of nationals of the United

States of America in Morocco, 27. ágúst 1952, I.C.J. Reports 1952, bls. 176. 227

Matthew Craven: Decolonization of International Law, bls. 15, vísar í ályktun Allsherjarþings SÞ frá 18.

nóvember 1963, GA Resolution 1902 (XVIII). 228

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 176, efnisgr. 6-7.

Page 42: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

41

samningsskuldbindinga í þeim tilvikum.229

Nýfrjálsu ríki ber að greina frá tilurð nýrra ríkja í

kjölfar aðskilnaðar hluta ríkis eða sameiningu ríkja.230

Meginreglan er annars sú að gildandi fjölþjóðlegir réttarskapandi þjóðréttarsamningar

nýlenduveldanna verða ekki sjálfkrafa skuldbindandi fyrir hið nýfrjálsa ríki, sbr. 16.

samningsins. Er það í samræmi við þá hugmynd að ný ríki hefji sjálfstæða þáttöku í

alþjóðasamfélaginu laus við fjötra nýlenduveldanna sem endurspeglar viðhorf um óréttlæti

nýlendustefnunnar.231

Þó að engin skylda sé til arftöku hafa ríkin rétt til að viðhalda gildi

slíkra samninga með yfirlýsingu nema slíkt sé ósamrýmanlegt tilgangi og markmiði samnings.

Tilkynning um arftöku slíkra samninga þarf ekki að vera formleg, sbr. g-lið 1. mgr. 2 gr. Þó

þarf hún að vera skrifleg og hefur réttaráhrif frá því tímamarki þegar hún berst skráningaraðila

eða þegar tilkynning hefur borist öllum aðildarríkjum sé engin skráningarðaðili fyrir hendi,

sbr. 21. gr. samningsins. Ákvæði 22. gr. fjallar um réttaráhrif slíkrar tilkynningar.

Þá ber nýfrjálsum ríkjum engin skylda til að erfa samninga hins eldra ríkis líkt og á

almennt við um fjölþjóða réttarskapandi þjóðréttarsamninga. Hins vegar virðist sem að þau

hafi ekki sambærilegan rétt til aðildar að slíkum samningum í ljósi persónulegs eðlis tvíhliða

samninga.232

Í reynd hefur stór hluti tvíhliða samninga haldið gildi sínu við slíkar aðstæður ef

engar athugasemdir hafa borist innan ákveðins tíma. Flestir þessara samninga eru á sviði

loftferðaflutninga og viðskipta vegna þess að afneitun allra samningsskuldbindinga var ekki

endilega nýfrjálsum ríkjum í hag.233

Hins vegar hefur Alþjóðalaganefndin hafnað því að slík

framkvæmd endurspegli þjóðréttarvenju sem veitir nýfrjálsum ríkjum rétt til að gera ráð fyrir

áframhaldandi gildi tvíhliða samninga án samráðs við gagnaðila.234

Ákvæði 24. gr.

229

Nefndin tók þó fram að verndarríki hefðu ákveðna sérstöðu og að samningar gerðir áður en slík yfirráð

komust á héldu gildi sínu auk þess sem samningar gerðir fyrir og í nafni þess ríkis héldu gildi sínu við lok

slíkra yfirráða. Þó var ekki talin ástæða til að setja fram sérstaka reglu varðandi þessi ríki Þó var ekki skrásett

sérstök regla um slík tilvik þar sem framkvæmd er breytileg og meta verður hverju sinni hvaða reglum skuli

beyta sbr. Ibid. bls. 176, efnisgr. 6-7. Þá ber að nefna þegar ríki hefur ekki fullt sjálfstæði og annað ríki fer

með utanríkismál þess en í slíkum tilvikum kann að vera litið svo á að þjóðréttarsamningar haldi gildi sínu

þrátt fyrir að ríki öðlist í kjölfarið fullt sjálfstæði sbr. dóm AD, Case Concerning rights of nationals of the

United States of America in Morocco, 27. ágúst 1952, I.C.J. Reports 1952, bls. 176. 230

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 176. Sem dæmi um sameiningu nýlenda má nefna Ástralíu, Ródesíu og

Nysaalandog þess ríkis sem fer með ríkisyfirráð má nefna Ástralíu sem var sameining sex nýlenda, Sameining

Nýfundnalands og Kanada, samband Ródesíu og Nysaalands, og Malasíu. Þá sameinuðust Ísland og Danmörk

með sama hætti árið 1918. Þess ber að geta að upphaflega var skilgreiningin á „nýju ríki“ landsvæði sem áður

var hluti af núverandi ríki. Í þennan flokk féllu því bæði þær breytingar sem felast í að hluti landsvæðis

klofnar frá og sjálfstæði nýlenda sbr. YILC 1970, vol. II, bls. 27-28, efnisgr. 9, skjal nr. A/CN.4/224 og Add.1. 231

Martti Koskenniemi: „Report of the Director of Studies of the English-speaking Section of the center“, State

Succession: Codification tested against the facts, bls. 103. 232

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 212, efnisgr. 7-8 og og bls. 236-237, efnisgr. 1-3. 233

Ibid. bls. 237 efnisgr. 4. Annars konar samningar sem héldu oft gildi sínu voru samningar um tæknilega og

efnahagslega aðstoð, afnám vegabréfsáritana, flutningar og völd ræðismanna og skattasamningar, ibid. bls.

237 efnisgr. 6-7. 234

Ibid. bls. 238 efnisgr. 8.

Page 43: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

42

Vínarsamnings frá 1978 mælir þannig fyrir um áframhaldandi gildi slíkra samninga ef

samningsaðilar samþykkja slíkt formlega eða í framkvæmd.

Þrátt fyrir fjölda nýfrjálsra ríkja í kjölfar seinni heimstyrjaldar og tilraunar til

skrásetningar á gildandi rétti er framkvæmd ekki einsleit.235

Af þeim sökum er erfitt er að

setja fram kenningu um gildandi rétt þessu sviði.236

Þrátt fyrir að kenningin um hreint borð

hafi verið hin almenna afstaða var í mörgum tilvikum samið um afdrif skuldbindinga áður en

til breytinga kom samanber fyrri umfjöllun.

3.6 Álitaefni varðandi sérstakar tegundir þjóðréttarsamninga

3.6.1 Persónulegir samningar

Almennt er viðurkennt að pólítískir samningar erfist jafnan ekki við breytingar á

ríkisyfirráðum í ljósi persónulegs eðlis þeirra þar sem þeir tengjast alfarið því ríki sem missir

fullveldisyfirráð en sem dæmi um slíka samninga eru hernaðarsamningar, vináttusamningar

eða samningar um hlutleysi.237

Slíkir samningar eru háðir áframhaldandi tilvist samningsaðila

og almennt hefur verið talið talið að þeir missi gildi sitt við upplausn ríkis.238

Við sameiningu

ríkja fer niðurstaða um gildi slíkra samninga eftir að hvaða marki ríki halda formlegri

þjóðréttaraðild í viðkomandi ríkjasambandi.239

Í þeim tilvikum þegar hluti ríkis klofnar frá og

myndar nýtt ríki en samningsríkið heldur þjóðréttaraðild sinni halda slíkir samningar gildi

sínu nema minnkun á landsvæði þess leiði með einhverjum hætti til ógildingar hans.240

Þó er

ekki útilokað að persónulegir samningar geti erfst í þeim tilvikum þegar ríki viðheldur

formlegri þjóðréttaraðild þrátt fyrir eiginleg yfirráð annars ríkis en sem dæmi um slíkt er

afdrif slíkra samninga við upplausn Sambandsríkis Kólumbíu árið 1831, klofnun sambands

235

Anthony Aust: Handbook of International Law, bls. 336. 236

D. P. O´Connell: State Succession, vol. II, bls. 140; Anthony Aust: Modern Treaty Law and Practice, bls.

309. Sem dæmi má nefna tvö tilvik. Afstaða Singapúr byggðist á kenningunni um hreint borð og taldi ríkið

sig hafa rétt til að ákvarða stöðu sína og hvort það gerðist aðili þjóðréttarsamninga á grundvelli aðildar

Bretlands, sbr. Evelyn Ma: „Singapore. Issues of Treaty Succession“ Sources of State Practice in

International Law, bls. 457. Ekki var hins vegar deilt um áframhald þjóðréttarsamninga sem Bretland gerði

fyrir hönd Kanada áður en það fékk sjálfstæði sbr. ibid, bls. 115. 237

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á fullveldisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 398;

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 703; H. Lauterpacht: Oppenheim´s International Law, bls. 854-

855; D. P. O´Connell: State Succession, vol. II, bls. 2, 80 og 136. Sem dæmi úr framkvæmd má nefna að

Þýskaland var þeirrar skoðunar að persónulegir samningar landa Austur-Þýskalands hefðu misst gildi sitt

þegar Þýskaland breyttist úr sambandsríki í eitt ríki árið 1934, sbr. ibid. bls. 80. 238

D. P. O´Connell: The Law of State Succession, bls. 15-16. Höfundur tekur nefnir ýmis dæmi þessu til

stuðnings sem varða innlimun ríkja á 19. öld og byrjun 20. aldar en sem dæmi má nefna að Bandaríkin og

Bretland litu svo á að tollasamningar við Austurríki féllu niður við innlimun þess í Þýskaland árið 1938, ibid.

bls. 24-25. 239

Deilt var um samninga Frakklands og Bretlands við Hawaii eftir innlimun þess í Bandaríkin árið 1845, sbr.

D. P. O´Connell: The Law of State Succession, bls. 26. 240

D. P. O´Connell: The Law of State Succession, bls. 31.

Page 44: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

43

Noregs og Svíþjóðar árið 1905 og sambands Danmerkur og Íslands árið 1944 og einnig við

sjálfstæði Egyptalands árið 1919.241

3.6.2 Landamærabundnir samningar

3.6.2.1 Fyrirkomulag landamæra

Þó að almennt sé viðurkennt að þjóðir hafi sjálfsákvörðunarrétt þá hefur breyting á

ríkisyfirráðum ekki áhrif á fyrirkomulag landamæra (l. uti possidetis).242

Þetta hefur komið

skýrt fram bæði í dómum Alþjóðadómstólsins í Haag og á vegum Badinter nefndarinnar

vegna upplausnar fyrrum Júgóslavíu.243

Reglan þróaðist fyrst hjá nýfrjálsum ríkjum í Suður-

Ameríku og síðar í Afríku um ákvarðanir nýlenduvelda á innbyrðis landamærum. Ríki geta

þannig ekki breytt fyrirliggjandi landamærum þegar þau öðlast sjálfstæði nema með samþykki

allra viðkomandi ríkja.244

Við fyrstu sýn kann að virðast að slíkt fari í bága við

sjálfsákvörðunarrétt þjóða en ríki virðast kjósa að viðhalda slíkum skuldbindingum og telja

nýfrjáls ríki sig almennt bundin við landamærasamninga sem fyrir eru jafnvel þó að þau hafi

aðhyllst kenninguna um hreint borð.245

Þessi meginregla hefur þó einnig almennt gildi í

tengslum við réttaráhrif breytinga á ríkisyfirráðum og felur í sér skuldbindingu til að virða þau

landamæri sem fyrir eru.246

Þessi sjónarmið endurspeglast í ákvæði a-liðar 2. mgr. 62. gr. Vínarsamnings um

þjóðréttarsamninga frá 1969. Þannig er ekki hægt að segja upp eða rifta samningi ríkja um

landamæri jafnvel þó að grundvallarbreyting eigi sér stað á forsendum hans. Ákvæðið var

fyrirmynd 11. og 12. gr. Vínarsamningsins frá 1978 sem mælir fyrir um að breyting á

ríkisyfirráðum hafi hvorki áhrif á landamæri sem ákvörðuð hafa verið með þjóðréttarsamningi

né réttindi og skyldur sem leiða af slíkum samningi. Ákvæðin vísa til óbreytanleika þess

réttarástands sem komið hefur verið á með landamærabundnum samningi. Því er um arftöku

241

D. P. O´Connell: State Succession in Municipal and International Law vol. II, bls. 141. 242

Peter Malanczuk: Akehust´s Modern Introduction to International Law, bls. 162; Ian Brownlie: Principles of

Public International Law, bls. 635. 243

Sjá AD, Frontier Dispute, 22. desember 1986, I.C.J. Reports 1986, bls. 554; AD, Territorial Dipute (Lybian

Arab Jamahiriya/Chad, I.C.J. Reports 1994, bls. 6; Álit Badinternefndarinnar nr. 3 frá 11. janúar 1992, ILM

bls. 1499. 244

Álit Badinter nefndarinnar nr. 2, ILM, bls. 1497. 245

Hér má sem dæmi nefna Kambódíu, Tansaníu, Keníu og Eþíópíu auk þess sem ályktun Afríska

einingarbandalagsins gerir ráð fyrir að landamæri verði virt þrátt fyrir sjálfstæði, sbr. OAU AHG/Res.16 (1).

Sómalía hefur þó staðið fast á því að slíkir samningar erfist ekki. Bretland hefur tekið þá afstöðu að slíkir

samningar haldi gildi sínu bæði varðandi sjálfstæði Sómalíu og Indlands. Þó bendir framkvæmd Bretlands til

þess að það greini á milli ákvæða sem mæla fyrir um landamæri og annarra tengdra ákvæða sem eru af

stjórnmálalegum toga. Hefur ríkið einnig gert greinarmun á slíkum samningsákvæðum og þess sem

framkvæmt hefur verið á grundvelli þeirra. Sjá YILC 1974, vol. II, part I, bls. 199. 246

Dómur AD, Frontier Dispute, 22. desember 1986, I.C.J. Reports 1986, bls. 55, málsgr. 20-26.

Page 45: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

44

að þessu réttarástandi að ræða en ekki samningnum sem slíkum247

Vísar hún til sjálfkrafa

arftöku að landamærum samkvæmt þjóðréttarsamningi og réttindum og skyldum sem af

slíkum samningi leiða. Við gerð Vínarsamnings um milliríkjasamninga spratt upp umræða um

samspil þessarar takmörkunar við regluna um sjálfsákvörðunarrétt þjóða.248

Nýleg tilvik þar

sem á slíka samninga hefur reynt lúta að mestu að ágreiningi um landamæri sem komið hefur

verið á fót með slíkum samningum eða um gildi þeirra að öðru leyti. Slík álitaefni eru

undanskilin reglum um afdrif þjóðréttarsamninga við breytingar á ríkisyfirráðum.249

Ríki í öllum heimsálfum hafa við slíkar breytingar almennt viðhaldið landamærum sem

komið hefur verið á fót.250

Ríki sem tóku við yfirráðum fyrrum Sovétríkjanna viðurkenndu

friðhelgi landsvæðis hvors annars í Alma Ata yfirlýsingunni og viðhéldu að mestu leyti innri

skiptingu landsvæðis milli ríkjanna.251

Þá viðurkenndu ríkin mikilvægi þess að samningar við

önnur ríki um skiptingu landsvæðis héldu gildi sínu og gerðir voru nokkrir tvíhliða

landamærasamningar.252

Regla 11. gr. Vínarsamningsins frá 1978 byggir á meginreglu um

stöðugleika hvað varðar fyrirkomulag landamæra og er reglan rótgróin þjóðréttarvenja.253

247

Tarja Långström: „The Dissolution of the Soviet Union.“, bls. 759. Anthony P. Lester: „State Succession and

Localized Treaties“, bls. 175. 248

Ekki var þó talið að reglan takmarki sjálfsákvörðunarrétt þjóða þegar skilyrði hans eru fyrir hendien með

henni væri komið í veg fyrir mikinn óstöðugleika í alþjóðasamskiptum við breytingar á ríkisyfirráðum, sbr.

YILC 1966, vol. II, bls. 259, efnisgr. 11. 249

Sem dæmi má nefna kröfur Kínverja varðandi Búrma, Indland og Pakistan, sbr. YILC 1974, vol. II, part I,bls.

200-201. 250

Nýlendur Bandaríkjanna höfnuðu arftöku þjóðréttarsamninga Breta nema landamærasamninga. Reglan er líka

föst í sessi í Evrópu og voru samningar um landamæri til dæmis virt við aðskilnað Belgíu og Hollands. Einnig

hafa ríki Suður-Ameríku viðhaldið þeim landamærum sem nýlenduveldin afmörkuðu og hefur það verið

staðfest bæði í stjórnarskrám ríkjanna og í þjóðréttarsamningnum. Þá hafa ríki Asíu einnig byggt á þessari

reglu eins og kom fram við afmörkun landamæra Kambódíu sbr. mál AD, Case concerning the Temple of

Preah Vihear (Cambodia v. Thailand), 15. júní 1962, I.C.J. Reports, bls. 6. Þá hafa ríki Afríku almennt

viðhaldið landamærum sem nýlenduveldin teiknuðu upp, sbr. María del Carmen Márquez Carrasco: „Régimes

e frontiéres et autres régimes territoriaux face à la succession d´Etats“, bls. 500-505. Vitnisburður um

skuldbindingargildi slíkra samninga er að finna í yfirfærslusamningur Bretlands og einhliða yfirlýsingum

Tanganyika og Úganda við sjálfstæði (þar var viðurkennt að sumir samningar héldu gildi sínu á grundvelli

þjóðréttarvenju), sbr. YILC 1974, vol. II, part I, bls. 213. 251

Þó ber að nefna viðvarandi landamæradeilu Eistlands og Rússlands sem undantekningu frá þessu sbr. Tarja

Långström: „The Dissolution of the Soviet Union“, bls. 761-762. Landamærasamningur var síðast

undirritaður milli ríkjanna árið 2015 en hefur ekki hlotið fullgildingu. 252

Ibid., bls. 760-761. Landamærasamningur Sovétríkjanna og Kína hélt gildi sínu fyrir Rússland við upplausn

Sovétríkjanna en mætti andstöðu héraðsstjórnvalda í Primotskij héraði sem leiddi til enduskoðunar á

samningnum sbr. Ibid, bls. 762-765. 253

ILA: Draft Final Report 2008, 9. gr. bls. 71. Sjá í þessu sambandi framangreint mál AD, Case concerning the

Temple of Preah Vihear (Cambodia v. Thailand), 15. júní 1962, I.C.J. Reports, bls. 6 þar sem mikilvægi

stöðugleika landamæra var áréttað. Jafnframt má benda á ráðgefandi álit FAG, Frontier betweeen Turkey and

Iraq, 21. nóvember 1925, P.C.I.J., Series B nr. 12, bls. 20.

Við sameiningu Þýskalands var miðað við landamæri Austur-Þýskalands og Póllands frá 1950 og við

sameiningu Jemen var lagt til grundvallar að ríkið myndi erfa landamæri að öðrum ríkjum en deilur sputtu

upp bæði vegna óafmarkaðra landamæra og vegna þess að ekki var samkomulag um réttmæti afsals ýmissa

landsvæða til Sádí Arabíu og Bretlands. Þá erfði Eritrea landamæri sem Ítalía kom á fót og byggði Namibía á

samningi Bretlands og Þýsklands frá 1890 eftir að hafa vísað deilunni til Alþjóðadómstólsins. Við upplausn

Tékkóslóvakíu sem myndaðist í kjölfar seinni heimsstyrjaldar var miðað við það skipulag sem komið var á

Page 46: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

45

Þrátt fyrir að þjóðréttarsamingar gildi alla jafna einungis á milli samningsaðila leiðir þetta

sérstaka eðli landamærabundinna þjóðréttarsamninga til þess að reglan hefur gildi erga omnes

gagnvart öðrum ríkjum.254

Þannig fylgja réttindi og skyldur landsvæði og skuldbindingar

gagnvart þriðja aðila haldast óbreyttar.

Vert er að taka fram að þó að landamærabundnir samningar erfist almennt við breytingar á

ríkisyfirráðum þá útilokar það ekki að hægt sé að endurskoða samninginn eða víkja honum til

hliðar á öðrum grundvelli líkt og í tengslum við sjálfsákvörðunarrétt, ógildingu og uppsögn

samnings. Af þessu leiðir að breyting á ríkisyfirráðum leiðir ekki ein og sér ekki til

staðfestingar á landamærum sem eru véfengd né til breytinga á landamærum sem þegar hefur

verið komið á fót.255

Jafnvel þó að samningur sé af einhverjum ástæðum ógildur milli aðila

kann að vera að skuldbindingar samkvæmt honum haldi samt sem áður gildi.256

3.6.2.2 Önnur réttindi tengd landsvæði

Með sambærilegum hætti hafa breytingar á ríkisyfirráðum ekki áhrif á samninga sem fela í sér

afnotarétt eða kvaðir á yfirráðasvæði annars ríkis, sbr. 12. gr. samningsins. Um er að ræða

afleidd réttindi yfir landsvæði sem stafa af þjóðréttarsamningi og haldast þrátt fyrir breytingar

á ríkisyfirráðum. Samningur er því ekki forsenda slíkra skuldbindinga heldur sú staðreynd að

ríki hafa viðurkennt tiltekna samningsbundna reglu sem gildandi þjóðréttarvenju.257

Dómaframkvæmd bendir til þess að ákvæði 12. gr. hafi öðlast gildi þjóðréttarvenju en sumir

fræðimenn hafa viljað gæta varfærni í þeim efnum.258

Framkvæmd Evrópuríkja hefur almennt verið í samræmi við framangreinda reglu. Á

vettvangi þjóðarbandalagsins í máli varðandi Álandseyjar var deilt um hvort viðhalda ætti

hlutleysi Álandseyja samkvæmt samningi Evrópuríkja frá 1921 við aðskilnað Finnlands frá

með friðarsamningunum í kjölfar seinni heimstyrjaldar og var mörkum milli ríkjanna viðhaldið og þau áréttuð

í samningi milli ríkjanna. Óbreytanleiki landamæra var staðfestur í hinum ýmsu samningum í kjölfar

upplausnar Sovétríkjanna. Hins vegar spruttu upp miklar deilur um afmörkun landamæra sem helgast líklega

af ólögmætu hernámi Sovétríkjanna og stjórnmálalegum deilum. Við upplausn Júgóslavíu lagði Badinter

nefndin línurnar um skiptingu landamæra og áréttaði að ríkin mættu ekki breyta landamærum nema með

samkomulagi í samræmi við meginreglur þjóðaréttar, sbr. María del Carmen Márquez Carrasco: „Régimes e

frontiéres et autres régimes territoriaux face à la succession d´Etats“, bls. 549-560. 254

Dómur FAG, The Eritrea – Yemen Arbitration, 9. október 1998, bls. 47, efnisgr. 153, aðgengilegt á:

http://archive.pca-cpa.org/EY%20Phase%20Iba87.PDF?fil_id=458 (skoðað 3. maí 2016). 255

YILC 1974, vol. II, part I,bls. 201. 256

Sjá dóm AD, Territorial Dipute (Lybian Srab Jamahiriya/Chad, 3. febrúar 1994, I.C.J. Reports 1994, bls. 6,

sbr. YILC 1974, vol. II part I, bls. 198. 257

YILC 1966, vol. II, bls. 131. 258

AD, Frontier Dispute, 22. desember 1986, I.C.J. Reports 1986, bls. 554; Dómur AD, Gabčikovo-Nagymaros

Project (Hungary/Slovakia), 25. september 1997, I.C.J. Reports 1997, bls. 7; Ian Brownlie: Principles of

Public International Law, bls. 634; Maria del Carmen Márquez Carrasco: „Régimes de frontières et autres

régimes territoriaux face à la succession d´Etats“, bls. 577.

Page 47: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

46

Rússlandi.259

Niðurstaðan varð sú að með samningnum hafi komist á skuldbinding sem þriðju

ríki væru einnig bundin af. 260

Einnig má nefna mál Fasta Alþjóðlega gerðardómsins (FAG) í

málum varðandi deilur Frakklands og Sviss um landsvæði Sardiníu við yfirfærslu þess til

Frakklands. Því var slegið föstu að svæðisbundnar samningsskuldbindingar fylgdu með

landsvæðinu.261

Í þessu sambandi má einnig nefna afstöðu Bretlands um afleiðingar

aðskilnaðar Finnlands frá Rússlandi þar sem Bretland tók skýrlega fram að nýtt ríki byrjar

með hreint borð fyrir utan svæðisbundnar skuldbindingar.262

Hins vegar hefur þessi regla ekki

fest rætur sínar á sama hátt í tilvikum nýfrjálsra ríkja og þá sérstaklega varðandi réttindi

samkvæmt samningum um siglingarrétt og hagnýtingu vatnsréttinda en samningar um árnar

Niger og Níl hafa t.d. valdið sérstökum ágreiningi milli ríkja.263

Þá er rétt að nefna að ríki eru

bundin af þjóðréttarvenjum sem lúta að réttindum tengdum landsvæði þó svo að breyting

verði á ríkisyfirráðum, sbr. deilur um umferðarrétt á milli Indlands og Portúgal eftir að

Indland öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi.264

Tvíhliða þjóðréttarsamningar sem hafa

svæðisbundin einkenni kunna að vera þess eðlis að þeir veiti ríkisborgurum annars ríkis

réttindi, til dæmis eignarhald á landsvæði. Alþjóðalaganefndin hefur þó talið að ekki séu

nægar vísbendingar um að þessir samningar falli í flokk landfræðilegra samninga skv. 12.

gr.265

3.6.3 Mannréttindasamningar

Vínarsamningur frá 1978 mælir fyrir um áframhald þjóðréttarsamninga við breytingar á

ríkisyfirráðum en fjallar ekki sérstaklega um mannréttindasamninga. Þó að samningurinn

endurspegli ekki tvímælalausn venjurétt í þessum efnum hefur ákvæðið haft áhrif varðandi

afdrif mannréttindasamninga við slíkar breytingar.266

Slíkir fjölþjóða réttarskapandi

samningar endurspegla að jafnaði gildandi þjóðréttarvenju og er arftökuríki almennt bundið af

reglum slíkra samninga.267

Röksemdir fyrir sjálfkrafa áframhaldandi gildi

259

The Aaland Islands, League of Nations, Official Journal, október 1920 bls. 3-19. 260

Tarja Långström: „The Dissolution of the Soviet Union“, bls. 766-768. 261

Dómur FAD í máli Case of the Free Zones of Upper Savoy and The District of Gex, 6. desember 1930, PCIJ,

Series A, nr. 24. 262

YILC1974,vol. II, bls. 133. 263

Maria del Carmen Márquez Carrasco: „Régimes de frontières et autres régimes territoriaux face à la

succession d´Etats“, bls. 525-527. Bent hefur verið á að Suður-Súdan kunni að vera bundið við

þjóðréttarsamninga nágrannaríkja um hagnýtingu vatnsauðlinda Níl vegna þess réttarástands sem hann hefur

skapað, sbr. Mohamed S. Helal: „Inheriting International Rivers: State Succession to Territorial Obligations,

South Sudan, And the 1959 Nile waters agreement, Emory International Law Review“, [Vol. 27 bls 909-984). 264

AD, Case concerning Right of Passage over Indian Territory, 12. apríl 1060, I.C.J. Reports 1960, bls. 6. 265

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 204. 266

Isabelle Poupart: „Succession aux traites et droits de l´homme: vers la reconnaissance d´une protection

ininterrompue des individus“ [hér eftir „Succession aux traites et droits de l´homme“], bls. 472-473. 267

Ian Brownlie: Principles of Public International Law, bls. 634.

Page 48: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

47

mannréttindasamninga við breytingar á fullveldisyfirráðum ríkis eru að þeir mæla fyrir um

grundvallarréttindi einstaklinga og vernda sameiginlega hagsmuni allra ríkja.268

Þá hafa sumir

bent á að mannréttindi einstaklinga eigi ekki að njóta minni verndar en fjárhagsleg réttindi

einkaaðila sem almennt haldast óbreytt við breytingar á ríkisyfirráðum.269

Að auki reynir

sérstaklega á slíka vernd við breytingar á yfirráðum ríkja og mannréttindabrot hafa oft verið

framin í tengslum við slíkar breytingar.270

Þó að þessi réttindi séu ekki að öllu leyti sama eðlis

má færa rök fyrir því að þau eigi ekki að skerðast eingöngu vegna þess að fullveldisyfirráð

breytast þar sem mannréttindasamninga eru fyrir einstaklinga en ekki ríki.271

Þar sem þessar

efnisreglur mannréttindasamninga njóta stöðu þjóðréttarvenju hefur niðurstaða um afdrif

slíkra samninga fyrst og fremst þýðingu hvað varðar formreglur þeirra um tilkynningarskyldu,

úrlausn ágreiningsmála og ábyrgð við brotum.272

Framkvæmd ríkja fyrir heimstyrjöldina fyrri hefur litla þýðingu vegna skorts á slíkum

samningum frá þeim tímum. Við breytingar á ríkisyfirráðum í Evrópu í kringum 1990 tóku

arftökuríki almennt afstöðu með áframhaldandi gildi slíkra samninga hvort sem ríki var

áframhald eldra ríkis, arftaki þess eða ekki.273

Við sameiningu Þýskalands voru bæði ríkin

aðilar að flestum mannréttindasamningum skráðum hjá SÞ. Hið sameinaða ríki sótti

sérstaklega um aðild í þeim tilvikum þegar svo var ekki.274

Eins og áður hefur komið fram

erfðu Tékkland og Slóvakía aðild að fjöldþjóðasamningum fyrrum Tékkóslóvakíu. Ríki

fyrrum Júgóslavíu tilkynntu SÞ um arftöku að þjóðréttarsamningum ríkisins þar með talið

mannréttindasamningum.275

Jafnframt var við yfirfærslu Hong Kong árið 1997 frá Bretlandi

til Kína gert ráð fyrir áframhaldandi gildi Samnings SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg

réttindi frá 1966 fyrir Hong Kong.276

Framkvæmd nýfrjálsra ríkja ber með sér að þau hafi

orðið aðilar að slíkum samningum en þó ekki sjálfkrafa.277

Hins vegar er framkvæmd

arftökuríkja Sovétríkjanna ekki samræmd og bendir til þess að þau hafi ekki sjálfkrafa tekið

268

Isabelle Poupart: „Succession aux traites et droits de l´homme.“ bls. 470-471. 269

Rein Mullersson: International Law, Rights and Politics – Developments in Eastern Europe and the CIS, bls.

155-156. 270

Menno T. Kamminga: „State Succession in Respect of Human Rights Treaties“, bls. 470. 271

Rein Mullersson: „The Continuity and Succession of States, by reference to the Former USSR and

Yugoslavia“, bls. 491. International and Comparative Law Quarterly , vol 42, July 1993, bls. 473-493. 272

Menno T. Kamminga: „State Succession in Respect of Human Rights Treaties“, bls. 470. 273

Isabelle Poupart: „Succession aux traites et droits de l´homme“,bls. 476-489. 274

Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on State Succession: An Approach to the Most

Recent Cases“, [hér eftir „Rights of Private Persons on State Succession“ ] bls. 672. 275

Ibid., bls. 674-675. 276

Johannes Chan: „State Succession to Human Rights Treaties: „Hong Kong and the International Covenant on

Civil and Political Rights“, bls. 928. Kína undirritaði samninginn ekki fyrr en 1998 og hefur ekki fullgilt

hann, sjá: https://treaties.un.org/ (skoðað 3. maí 2016). 277

Rein Mullersson: International Law, Rights and Politics – Developments in Eastern Europe and the CIS, bls.

155.

Page 49: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

48

við aðild að slíkum samningum.278

Sú staðreynd að nýfrjáls ríki eru ekki bundin slíkum

samningnum útilokar ekki að að þau séu þó bundin af þeim þjóðréttarvenjum sem þeir hafa að

geyma.279

Endurspeglast það í ákvæði 5. gr. Vínarsamnings frá 1978 sem fjallar um

lágmarksvernd einstaklinga. Alþjóðasamfélagið hefur beitt ný ríki þrýstingi til að taka við

aðild að slíkum samningum og hefur slík aðild oft verið skilyrði viðurkenningar annarra

ríkja.280

Þá ber að nefna að aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu er skilyrði þess að ríki fái

aðild að Evrópuráðinu og gerðust ríki fyrrum Tékkóslóvakíu í raun aðilar afturvirkt að

samningnum.281

Einnig hafa stofnanir SÞ lagt sjálfkrafa áframhald mannréttindasamninga til

grundvallar við breytingar á fullveldisyfirráðum.282

Jafnframt hefur Mannréttindanefnd SÞ

áréttað mikilvægi slíkra réttinda og að einstaklingar missi ekki slík réttindi við breytingar á

ríkisyfirráðum.283

Einnig má nefna að Alþjóðlegi Rauði Krossinn hefur almennt talið að ný

ríki séu sjálfkrafa bundin af samningum forvera sinna þar til yfirlýsing er gefin um annað.284

Þá hafa bæði AD og Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hafa staðfest slík sjónarmið. Í máli

AD í hópmorðsmálinu lagði dómstóllinn til grundvallar að Serbía væri sjálfkrafa bundið að

Samningi gegn hópmorðum frá 1948 á grundvelli aðildar fyrrum Júgóslavíu.285

Í máli Bijelic

gegn Svartfjallalandi og Serbíu fyrir MDE áréttaði dómstóllinn sömuleiðis mikilvægi þess að

slík réttindi haldist óbreytt við slíkar aðstæður.286

Dómurinn vísaði til álits

Mannréttindanefndar SÞ og áréttaði sjálfkrafa arftöku MDE vegna stöðu hans sem

278

Menno T. Kamminga: „State Succession in Respect of Human Rights Treaties“, bls. 483-484. Rússland hélt

aðild sinni sem áframhald fyrrum Sovétríkjanna, Úkraína og Hvíta Rússland héldu einnig aðild sinni vegna

sérstakrar stöðu ríkjanna og Eystrasaltsríkin endurheimtu sjálfstæði sitt og sóttu því sérstaklega um aðild eftir

sjálfstæði, sbr. Maria Isabel Torres Cazorla:“Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 673-674. 279

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 212, efnisgr. 8. 280

Rein Mullersson: International Law, Rights and Politics – Developments in Eastern Europe and the CIS, bls.

156-157. Vísar þessu til stuðnings í Viðurkenningu Evrópurátðsins um viðurkenningu nýrra ríkja í Austur-

Evrópu og Sovétríkjunum (EC Guidelines on the recognition of new states in Eastern Europe and the Soviet

Union), bls. 72, 4 EJIL 72 1993. Í leiðbeiningunum var mikilvægi áframhalds ákveðinna samninga áréttað. 281

Isabelle Poupart: „Succession aux traites et droits de l´homme“, bls. 485-487. 282

Sjá ályktanir Mannréttindaráðs SÞ nr. 1993/25 frá 25. mars 1993, nr. 1994/16 frá 25. febrúar 1994 og nr.

1994/16 frá 25. febrúar 1994; Isabelle Poupart: „Succession aux traites et droits de l´homme.“, bls. 475-476. 283

Mannréttindanefnd SÞ: General Comment 26 (26/1997). 284

YILC 1968, vol. II, skjal nr. A/CN.4/200 and Add. 1 and 2, bls. 53-54, efnisgr. 231. 285

Dómur AD, Application of the Convention on the Prevention and Punishment of the Crime of Genocide

(Bosnia and Herzegovina v. Serbia and Montenegro), 26. febrúar 2007, ICJ Reports 2007, bls. 43. Sjá einnig

sératkvæði dómara í máli AD um afdrif sama samnings við upplausn fyrrum Júgóslavíu árið 1996 sbr. AD,

Case Concerning Application of the Convention on the Prevention and Punishment of the Crime of Genocide

(Bosnia-Herzegovina v. Yugoslavia, I.C.J Reports, 1996 bls. 595, bls. 645. Dómstóllinn kom sér hjá því að

svara álitamáli um aftöku að samningnum og lagði til grundvallar að ríkin væru bundin að samningnum á

grundvelli yfirlýsingar um aðild að honum. 286

MDE, Bijelic gegn Svartfjallalandi og Serbíu, 28. apríl 2009 (11890/05).

Page 50: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

49

mannréttindasamnings og sérstöðu hans að þjóðarétti. Er þetta mikilvæg vísbending um að

slíkir samningar hafi ákveðna sérstöðu í þessu samhengi.287

Þrátt fyrir að sterk rök standi að baki áframhaldandi gildi mannréttindasamninga við

breytingar á ríkisyfirráðum hefur verið bent á að ekki sé í gildi almenn regla að þjóðarétti um

sjálfkrafa arftöku slíkra samninga:

„The pressure exercised by the world community and human rights treaty bodies towards the

continuity of human rights obligations cannot be without consequences. It is not difficult to

accept the position that people who have been protected by a human rights treaty prior to a

succession of States should be entitled to such a protection irrespective of the change.

However, de lege lata, not even human rights treaties evolve to successor States as a matter of

law“ 288

Þó að framsetning slíkrar almennrar reglu kunni að vera erfiðleikum bundin er ljóst að

þróunin er í átt að sjálfkrafa gildi slíkra samninga og rök standa til þess að ný ríki erfi slíka

samninga skilyrðislaust við inngöngu í alþjóðasamfélagið.289

Það sjónarmið hefur komið fram

að komi til breytinga á reglum Vínarsamnings frá 1978 beri að fjalla sérstaklega um

mannréttindasamninga og að regla um áhrif breytinga á fullveldisyfirráðum eigi að

endurspegla sérstakt eðli þeirra.290

3.7 Ályktanir

Samkvæmt framansögðu mælir Vínarsamningurinn frá 1978 fyrir um að meginreglan um

„hreint borð“ gildi um nýfrjáls ríki sem geta þó gerst aðilar að fjölþjóðasamningum á

grundvelli yfirlýsingar ef það fer ekki gegn um markmiði og tilgangi samnings eða breytir

forsendum hans í grundvallaratriðum. Í öðrum tilvikum er meginreglan áframhaldandi gildi

fjölþjóðasamninga við breytingu á ríkisyfirráðum með ákveðnum undantekningum þó. Reglan

er þó frávíkjanleg og gildir heldur ekki ef beiting samnings fer gegn markmiði hans og

tilgangi eða breytir forsendum hans í grundvallaratriðum.291

Ríkjum er annt um að viðhalda

stöðugleika í milliríkjasamskiptum sem leiðir oft til viðleitni til að halda gildandi

287

Benjamin E Brockman-Hawe: „European Eourt of Human Rights, Bijelic v Montenegro and Serbia

(application no 19890/05) judgment of 11 June 2009“, bls. 853-854. 288

Tarja Långström: „The Dissolution of the Soviet Union“, bls. 775. Sambærileg sjónarmið hafa komið fram

hjá öðrum fræðimönnum, sbr. Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 713; Akbar Rasulov: „Revisiting

State Succession to Humanitarian Treaties: Is There a Case for Automaticity?“, bls. 167. 289

Þessu til stuðnings má benda á O. Schachter: „State Succession: „The Once and Future Law“, bls. 259; Pétur

Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar“, bls. 402; Rebecca M. M.

Wallace og Olga Martin-Ortega: International Law, bls. 291. 290

Menno T. Kamminga: „State Succession in Respect of Human Rights Treaties“, bls. 484. 291

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 7.

Page 51: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

50

samningssamböndum þrátt fyrir breytingar á ríkisyfirráðum.292

Hins vegar hefur reynst erfitt

að ákvarða hvaða venjuhelgaðar reglur gilda á þessu sviði þrátt fyrir að framkvæmd ríkja eftir

kalda stríðið hafi að einhverju leyti blásið lífi í ákvæði Vínarsamningsins frá 1978. Helsta

ástæða þess er að breytingar eiga sér stað undir mismunandi kringumstæðum og mikilla

stjórnmálalegra áhrifa gætir. Hagsmunir ríkja eru ólíkir og framkvæmd ríkja fer að mestu leyti

eftir því hvaða samkomulagi ríki komast að sín á milli.293

Hins vegar hafa skráðar reglur

auðveldað afmörkun á lagalegum afleiðingum þeirra breytinga sem áttu sér stað í kjölfar

kalda stríðsins. Rússland hélt áfram þjóðréttaraðild Sovétríkjanna og hin ríkin voru arftakar

fyrir utan Eystrasaltslöndin. Þau ríki sem mynduðust við upplausn Júgóslavíu og

Tékkóslóvakíu töldust arftakar forvera sinna. En þrátt fyrir að áframhald

samningskuldbininga sé meginreglan við breytingar á ríkisyfirráðum eru ríki almennt ekki

tilbúin til að gefa eftir fullveldi á grundvelli meginreglu um sjálfkrafa arftöku

samningsskuldbindinga í öllum tilvikum.294

Því er hin almenna regla sú í reynd að ríki semja um afdrif þjóðréttarsamninga á

grundvelli reglunnar um áframhaldandi gildi þjóðréttarsamninga með þeim undantekningum

sem gilda. Ef að ríki eru ósammála í slíkum tilvikum ber að taka mið af meginreglunni.295

Niðurstaða um það hvort að samningar halda gildi sínu ræðst þannig af hagsmunamati hverju

sinni bæði hvað varðar tegund breytinga á ríkisyfirráðum og tegund samninga sem um

ræðir.296

Framkvæmd ríkja varðandi tvíhliða samninga endurspeglar þá tilhneigingu ríkja að

ógilda samning á grundvelli reglunnar um brostnar forsendur eða halda þeim áfram með

ákveðnum fyrirvörum. Í öllu falli kjósa ríki alemnnt að semja um afdrif slíkra samninga.297

Hins vegar er hægt að setja fram nokkrar almennar reglur sem eru taldar gilda á grundvelli

venju hvort sem um er að ræða marghliða- eða tvíhliða samninga. Fyrst ber að nefna að ný

ríki eru ekki sjálfkrafa bundin af milliríkjasamningi ef efni samningsins tengist náið sambandi

hins eldra ríkis við aðra samningsaðila. Sem dæmi má nefna milliríkjasamninga

stjórnmálalegs eðlis svo sem bandalagssamninga eða varnarmálasamninga. Þannig falla þeir

samningar niður sem eru nátengdir því landsvæði sem sætir breytingum líkt og

stjórnmálalegir samningar. Hins vegar halda landamærabundnir samningar almennt gildi sínu

við breytingar á fullveldisyfirráðum. Sjálfkrafa arftaka á sér almennt ekki stað varðandi

292

Yolanda Gamarra: „Current Questions relating to Multilateral Treaties“, bls. 434-435. 293

Anthony Aust: Modern Treaty Law and Practice, bls. 306-307. 294

D. P. O´Connell: State Succession, vol. II, bls. 24. 295

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 27. 296

D. P. O´Connell: State Succession, vol. II, bls. 24. 297

Martti Koskenniemi: „Report of the Director of Studies of the English-speaking Section of the center“, State

Succession: Codification tested against the facts, bls. 87.

Page 52: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

51

fjölþjóða réttarskapandi samninga en þróun í átt að viðurkenningu á sjálfkrafa gildi

mannréttindasamninga eldra ríkis þegar það sætir breytingum á ríkisyfirráðum og að ríki geti

ekki skert fyrirliggjandi mannréttindi fólks með tilfæringum á ríkisyfirráðum.

4 Aðild að alþjóðastofnunum

4.1 Almennt

Við skrásetningu reglna á sviði breytinga á ríkisyfirráðum var ekki tekið á álitamálum

tengdum aðild að alþjóðastofnunum.298

Aðild að alþjóðastofnunum tengist þjóðréttaraðild

ríkis fremur en landsvæði þess og arftaka slíkrar aðildar ræðst af því hvort nýtt ríki teljist nýtt

eða áframhald hins eldra ríkis.299

Niðurstöður um aðild ráðast almennt af reglum hverrar

stofnunar fyrir sig.300

Þetta álitamál var undanskilið skráningu reglna á þessu sviði en ákvæði

Vínarsamnings frá 1978 eiga þó almennt við um samninga á vettvangi alþjóðastofnana, sbr. 4.

gr. samningsins þó að reglur hans taki ekki til sérreglna alþjóðastofnana þar með talið reglna

um aðildar að þeim, sbr. a-lið 4. gr.301

Nýleg framkvæmd staðfestir þessa reglu.302

Ef

áskilnaður er gerður um formlegt aðildarferli verður ekki leyst úr álitamálum um aðild á

grundvelli stofnsamnings.303

Ný ríki eru þannig skuldbundin til að sækja um aðild og er slíkt

ferli almennt einfalt í framkvæmd.304

Hins vegar hafa alþjóðastofnanir forræði á því að

ákveða hvort arftaka að aðild á sér stað eða ekki.305

Reglur stofnana um aðild nýrra ríkja

ráðast almennt af tegund aðildar og tengslum þjóðréttaraðildar við markmið og tilgang

stofnunnar.306

Þá kann arftaka aðildar að eiga sér stað ef fjölþjóðasamningur mælir

298

Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity and Membership in the United Nations“, bls. 187. 299

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 713. 300

Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations“, bls. 331; D .P. O´Connell: State

Succession, vol. II, bls. 183. 301

Hér undir falla bæði skráðar og óskráðar reglur stofnunarinnar sbr. YILC 1974, vol. II, part II, bls. 180

efnisgrein 13. 302

Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity and Membership in the United Nations“,bls. 19. 303

Ibid., bls. 189. 304

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 7. 305

Sem dæmi má nefna framkvæmd Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóða-

hugverkastofnunarinnar, sbr. Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity and Membership in the

United Nations“, bls. 322. 306

Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 19-30, 309-312.

Tengsl virðast vera á milli arftöku aðildar og hvort að stofnun starfar á tæknilegu sviði sem hefur hag í sem

flestum aðildarríkjum til að uppfylla markmið sitt eða hvort meginmarkmið hennar byggi á stjórnmálalegum

hagsmunum ríkja. Þannig teljast SÞ til lokaðrar stofnunar og aðrar stofnanir eins og Alþjóðapóstsambandið til

opinna stofnanna. Sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands hélt þannig sjálfkrafa aðild fyrrum Júgóslavíu að

því fyrrnefnda þó að almennt hafi ekki verið viðurkennt að ríkið teldist áframhald fyrrum Júgóslavíu sjá.

Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity and Membership in the United Nations“, bls. 325.

Hinn persónulegi þáttur aðildar lýtur aðallega að kostningarétti og þáttöku ríkis innan stofnunarinnar. Hins

vegar geta ríkið ekki komist hjá fjárhagslegum skuldbindingum sínum á þessum grundvelli, sbr. Konrad G.

Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 149.

Page 53: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

52

sérstaklega fyrir um slíkt eða í þeim tilvikum þegar ekki er áskilnaður um formlegt

aðildarferli.307

Framkvæmd alþjóðastofnana varðandi aðild í kjölfar breytinga á ríkisyfirráðum er ekki

einsleit. Ríki kunna að halda aðild sinni áfram, ríki geta erft aðild, eða tekið við henni fyrir

staðgöngu, auk þess sem þau geta sótt sérstaklega um aðild að nýju. Þó að niðurstaðan sé

yfirleitt sú sama eru réttaráhrif mismunandi hvað varðar það tímamark sem miða skal við og

telst aðild vegna staðgöngu frá fyrsta tímamarki aðildar en réttaráhrif arftöku frá dagsetningu

breytinga.308

Við skoðun á framkvæmd verður umfjölllun hér skipt í tvo flokka, annars vegar

um tilfelli þegar ríki telst halda aðild áfram þrátt fyrir breytingar og hins vegar um stöðu nýrra

ríkja sem myndast við slíkar breytingar.

4.2 Framkvæmd alþjóðastofnana

4.2.1 Um áhrif á aðild ríkis sem er áfram til þrátt fyrir breytingar á ríkisyfirráðum

Meginreglan er þá sú að ríki halda aðild sinni að alþjóðastofunum þó að breytingar verði á

ríkisyfirráðum landsvæðis þess ef þjóðréttaraðild ríkisins helst engu að síður óbreytt. Þetta

endurspeglast í leiðbeiningum SÞ um áhrif klofnunar ríkja á aðild að alþjóðastofnunum.309

Þannig missir aðildarríki ekki aðild sína að þeim eingöngu vegna breytinga á landamærum og

breytingar á ríkisyfirráðum hafa ekki áhrif á slíka aðild ríkis nema sýnt sé fram á með

óyggjandi hætti að hlutaðeigandi ríki sé ekki lengur til.310

Þessi regla helgast af sjónarmiðum

um að aðild ríkja að alþjóðastofnunum sé nátengd þjóðréttaraðild þeirra. Mat alþjóðastofnana

á áframhaldandi þjóðréttaraðild er óháð einkennum ríkis og fullveldi þess.311

Auk þess getur

ríki haldið slíkri aðild óháð því hvernig landfræðilegar breytingar eiga sér stað.312

Framkvæmd gefur til kynna að skilgreining alþjóðastofnana á hugtakinu ríki er ekki endilega

sambærilegt þeim skilningi sem almennt er lagður í það að þjóðarétti.313

Þó að mat á því hvort

307

Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity and Membership in the United Nations“, bls. 190.

Sjá einnig Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations“, bls. 331-332. Við

slíkar aðstæður öðlast ríki aðild frá þeim degi sem það varð til eða frá dagsetningu yfirlýsingar um arftöku eða

í sumum tilvikum þegar skilyrði sem stofnun setur fyrir aðild eru uppfyllt sbr. Ibid. bls. 324. Sem dæmi má

nefna Alþjóðasamband og Parísarsáttmála um vernd hugverkaréttinda frá 1883 sbr. YILC 1968, vol. II, bls.

71-72 efnisgr. 310-314. 308

Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity and Membership in the United Nations“, bls. 324. 309

United Nations: Succession of States and Governments, The succession of States in relation to Membershiop

in the United Nations: Memorandum prepared by the Secretariat, UN-Doc. A/CN.4/149 and Add. 1,

endurprentað í YILC 1962, vol. II, bls. 101.[hér eftir Secretariat memorandum]. 310

Í raun endurspeglar ríkjaframkvæmd þá tilhneigingu ríkja að viðhalda áframhaldandi þjóðréttaraðild ríkis þar

til sannanlega er sýnt fram á annað, sbr. Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity and

Membership in the United Nations“, bls. 325-326. 311

Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 285-286. 312

Ibid., bls. 287. 313

Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity and Membership in the United Nations“, bls. 353.

Page 54: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

53

ríki teljist óbreytt í kjölfar breytinga á ríkisyfirráðum fari að mestu leyti eftir afstöðu

alþjóðasamfélagsins, þá sérstaklega SÞ, er ekki sjálfsagt að þjóðréttarleg staða ríkja sé sú

sama hjá öllum alþjóðastofnunum, sbr. aðild Kósóvó að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og

Alþjóðabankanum en þessar tvær stofnanir hafa viðurkennt aðild þess þó að ríkið sé ekki

a.m.k. enn ekki aðildarríki SÞ.314

Við slíkt mat skiptir máli hvort samkomulag sé um stöðu

hlutaðeigandi ríkis eða hvort deilt sé um afdrif þess við slíkar breytingar á vettvangi

viðkomandi stofnunar. 315

Við uppskiptingu gamla Indlands í Indland og Pakistan árið 1947 hélt hið sjálfstæða

Indland áfram þjóðréttaraðild þess og aðild að alþjóðastofnunum, þar á meðal SÞ.316

Sambærileg staða var uppi þegar Filippseyjar fengu sjálfstæði árið en ríkið hélt sjáfkrafa aðild

sinni að þjóðréttarsamningum og alþjóðastofnunum, þrátt fyrir að í raun hafi átt sér stað

breyting á ríkisyfirráðum.317

Litið var á þessar breytingar sem stjórnarfarsbreytingar en ekki

breytingu á ríkisyfirráðum.318

Rússland hélt aðild fyrrum Sovétríkjanna að alþjóðastofnunum

eftir upplausn þess síðarnefnda og þar með talið upprunalegri aðild að SÞ og í öryggisráði

SÞ.319

Breytingar á ríkisyfirráðum Hvíta-Rússlands og Úkraínu fólust einungis í breytingu á

stöðu ríkjanna og hafði hvorki áhrif á þjóðréttaraðild þeirra né aðild að alþjóðastofnunum.320

Þýskaland hélt einnig aðild sinni að alþjóðastofnunum við innlimun ríkja Austur-Þýskalands

sem missti að sama skapa þjóðréttaraðild sína. Þessi afstaða var staðfest af hálfu

alþjóðastofnana þó að deilt hafi verið um afdrif fjárskuldbindinga Austur-Þýskalands.321

314

Kóvóvó gaf út einhliða yfirlýsingu um sjálfstæði og hefur ekki verið viðurkennt sem ríki af öllum ríkjum

heims auk þess sem staða þess er óljós innan Sameinuðu Þjóðanna. Um aðild Kósóvó að

Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum sjá fréttatilkynningu: International Monetary Fund, Kosovo

Becomes the International Monetary Fund’s 186th Member, Press Release No. 09/240 (29. júní 2009),

http://www.imf.org/external/np/sec/pr/2009/pr09240.htm (skoðað 17. nóvember 2015.; World Bank, Kosovo

Joins World Bank Group Institutions, Press Release No. 2009/448/ECA (29. júní, 2009),

http://web.worldbank.org/WBSITE/EXTERNAL/NEWS/0,,contentMDK:22230081~menuPK:34463~pagePK

:34370~piPK:34424~theSitePK:4607,00.html (skoðað 17. nóvember 2015) 315

Þannig þurfti Rússland til dæmis að sækja sérstaklega um aðild að Endurreisnar- og þróunarbanka Evópu eftir

upplausn fyrrum Sovétríkjanna sjá. Andrea Gioia: „State Succession and International Financial

Organizations“, bls. 376. 316

Breska Indland öðlaðist jafnt og þétt sjálfstæða þjóðréttaraðild í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar þrátt fyrir

að vera undir stjórn Bretlands. Ríkið var meðal annars upprunalegur samningsaðili SÞ og hinum ýmsu

alþjóðastofnunum auk þess sem það undirritaði fjölda þjóðréttarsamninga, sbr. Konrad G. Buhler: State

succession and membership in international organizations, bls. 42-50. 317

Ibid., bls. 40-42. 318

Ibid., bls. 40-50, 93-94,. Secretariat memorandum bls. 101 efnisgrein 3. 319

Multilateral Treaties Deposited 2009, bls XLVIII; Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity

and Membership in the United Nations“, bls. 267. 320

Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 166-176. 321

Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity and Membership in the United Nations“, bls. 248.

Undantekningu er þó að finna hvað varðar staðgöngu sameinaðs Þýskalands varðandi aðild að Intersputnik,

sbr. Ibid. bls. 249.

Page 55: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

54

Eþíópía hélt aðild sinni að SÞ við aðskilnað Eritreu árið 1993.322

Serbía hélt aðild

Sambandsríkisins Serbíu-og Svartfjallalands að SÞ og Evrópuráðinu þegar ríkið klofnaði árið

2002.323

Í sumum tilvikum hafa ríki endurheimt aðild sína eftir að hafa misst hana

tímabundið. Við upplausn Sameinaða arabíska lýðveldisins endurheimti Sýrland aðild sína að

SÞ og öðrum alþjóðastofnunum frá því fyrir sameiningu án þess að þurfa að ganga í gegnum

formlegt aðildarferli.324

Hins vegar var ekki talið að Eystrasaltslöndin hafi haldið aðild að

alþjóðastofnunum frá því fyrir hernám fyrrum Sovétríkjanna vegna þess langa tíma sem leið

þar til ríkin fengu sjálfstæði á ný. Í síðarnefnda tilvikinu þurftu ríkin að sækja um aðild að

nýju i samræmi við reglur hverrar stofnunnar fyrir sig.325

4.2.2 Um aðild nýrra ríkja sem myndast við breytingar á ríkisyfirráðum

Landfræðilegar breytingar hafa almennt ekki áhrif á aðild að alþjóðastofnunum og er það í

samræmi við meginreglu 15. gr. Vínarsamnings frá 1978, sbr. 29. gr. Vínarsamnings frá 1969

um svæðisbundna beitingu alþjóðasamninga. Samspil þessara meginreglna við 4. gr.

Vínarsamnings frá 1978 felur í sér að ríki getur ekki öðlast aðild að alþjóðastofnun á

grundvelli þess að það öðlast ríkisyfirráð yfir hluta landsvæðis aðildarríkis.326

Feli slíkar

breytingar í sér nýmyndun ríkis hafa þær ekki áhrif á aðild eldra ríkis og veita hinu nýja ríki

ekki rétt til arftöku skv. 36. gr. og 17. gr., sbr. 4. gr. Vínarsamnings frá 1978. 327

Leiðbeiningar SÞ eru í samræmi við þessi sjónarmið og verða ný ríki að sækja um aðild í

samræmi við ákvæði Sáttmála SÞ jafnvel þó að ríki myndist út frá landsvæði aðildarríkis

SÞ.328

Niðurstaðan er sú að hið eldra ríki heldur aðild sinni en ný ríki geta því einungis öðlast

aðild með því að sækja formlega um hana en ekki með arftöku.329

Í leiðbeiningum SÞ er ekki

gerður greinarmunur á því hvort hið eldra ríki heldur tilvist sinni áfram eða ekki.330

Sameining ríkja við myndun Sameinaða arabíska lýðveldisins og við myndun Tansaníu

fólst í samruna tveggja fullvalda ríkja í eitt. Við myndun Sameinaða arabíska lýðveldisins

322

Listi SÞ yfir aðildarríki: http://www.un.org/en/member-states/ (skoðað 31.mars 2016) 323

Multilateral treaties deposited 2009, bls. XLVII; Evrópuráðið: Committee of Ministers: State Union of Serbia

and Montenegro, 967th meeting, 14. júní 2006,

https://search.coe.int/cm/Pages/result_details.aspx?ObjectID=09000016805d804b (skoðað 31. mars 2016) . 324

Secretariat Memorandum, bls. 104, efnisgr. 22 og bls. 105, efnisgr. 23; Konrad G. Buhler: State succession

and membership in international organizations, bls. 57-61. 325

Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 113-114,178, 287-

288. 326

Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations“, bls. 377. 327

Ibid, bls. 377. 328

UN Yearbook 1947-1948, part 1, section 2, bls 40. Aðgengilegt hér,

http://www.unmultimedia.org/searchers/yearbook/page.jsp?bookpage=40&volume=1947-48 (skoðað 5.5.16) 329

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 178. 330

Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 96.

Page 56: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

55

virðist lagt til grundvallar að ríkið hafi haldið þjóðréttaraðild Sýrlands og Egyptalands

áfram.331

Hið sameinað ríki tók því sjálfkrafa við aðild að öllum þeim stofnunum innan SÞ

sem Sýrland eða Egyptaland höfðu áður haft aðild að.332

Jafnframt öðlaðist Tansanía

sjálfkrafa aðild að SÞ án formlegs aðildarferlis sem staðgengill þess ríkis sem fyrst fékk aðild

að SÞ.333

Hið sama átti við um aðrar alþjóðastofnanir.334

Í þessu fólst ekki arftaka heldur tók

hið sameinaða ríki við aðild þess ríkis sem fyrst gerðist aðili að hlutaðeigandi stofnun.335

Hið

sameinaða ríki Víetnam hélt áfram aðild að hinum ýmsu alþjóðastofnunum en hafnaði

almennt arftöku að þjóðréttarsamningum ríkjanna.336

Hvað varðar álitamál um aðild að

alþjóðastofnunum þá er hægt að slá því föstu að framkvæmdin var í samræmi við

áframhaldandi aðild beggja ríkja frá þeim degi sem annað hvort ríkið gerðist fyrst aðili að

hlutaðeigandi stofnun.337

Suður- og Norður Jemen lýstu yfir staðgöngu aðildar hins sameinaða

Jemen með SÞ bréfi til aðalritara SÞ 19. maí 1990 en miðað var við það tímamark þegar

Norður-Jemen gerðist aðili að SÞ árið 1967.338

Jemen fékk aðild að alþjóðastofnunum annað

hvort á grundvelli staðgöngu aðildar annar hvors ríkisins eða áframhaldandi aðildar beggja

ríkja frá tímamarki upprunalegrar aðildar þess ríkis sem fyrst gerðist aðili.339

Eins og áður

hefur komið fram féll sameining Þýskalands í reynt í þann flokk breytinga á ríkisyfirráðum

sem felast í innlimun eins ríkis í annað. Fyrrum Austur-Þýskaland missti þannig aðild að

alþjóðastofnunum enda leið það undir lok en hið Vestur-Þýskaland hélt aðild sinni að

alþjóðastofnunum áfram.340

Nýtt ríki sem myndast við sameiningu aðildarríkja

alþjóðastofnana hefur þannig almennt ekki þurft að sækja sérstaklega um aðild. Hins vegar

hefur verið bent á að slík niðurstaða sé ólíkleg í tilviki alþjóðafjármálastofnana ef aðildarríki

væri innlimað í ríki sem ekki væri fyrir aðili að hlutaðeigandi stofnun.341

Þá hafa sumir bent á

331

YILC 1974, vol. II, part I, bls. 255, efnisgr. 15. 332

YILC 1962, vol. II, bls. 113, efnisgr. 48, skal nr. A/CN.4/150. 333

Multilateral treaties deposited April 2009, bls. LII. Sjá einnig YILC 1974, vol. II, part I, bls. 256, efnisgr. 19. 334

Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 216-217. 335

Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 50-57 og 103. 336

Ef skýra ætti slíka framkvæmd á grundvelli samruna er framkvæmd varðandi aðild í samræmi við

meginregluna um áframhald en erfitt er að færa rök fyrir beitingu reglunnar um hreint borð hvað varðar

þjóðréttarsamninga í slíku tilviki. Ef hins vegar um innlimun er að ræða snýst dæmið við og erfitt getur reynst

að rökstyðja áframhald ríkis sem líður undir lok sem arftaka að aðild alþjóðastofnanna, sbr. Konrad G.

Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 109-112. 337

Secretariat Memorandum, bls. 105 efnisgrein 23; Konrad G. Buhler: State succession and membership in

international organizations, bls. 113. 338

Multilateral treaties deposited 2009, bls. LII og LIII. 339

Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 123-127. 340

Afstaða Þýskalands í þessum efnum sem staðfest var af alþjóðasamfélaginu endurspeglast í 11. og 12. gr.

sameiningarsáttmálans. Hins vegar gerðist hið sameinaða Þýskaland aðili að Intersputnik fyrir staðgöngu

fyrrum Austur-Þýskalands en ekki arftöku. Það er sérstakt að því leyti að slík regla á almennt einungis við um

samruna ríkja en ekki innlimun ríkis í annað, sbr. Konrad G. Buhler: State succession and membership in

international organizations, bls. 149-151. 341

Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations“, bls. 378.

Page 57: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

56

að vafasamt sé að fullyrða að þessi afstaða ríkja byggist á hugmyndum um lagalega skyldu

um sjálfkrafa arftöku á grundvelli þjóðréttarvenju.342

Við skiptingu gamla Breska Indlands var litið á Pakistan sem nýjan þjóðréttaraðila og ekki

talið að það gæti sjálfkrafa gerst aðili að alþjóðastofnunum á grundvelli aðildar Breska

Indlands.343

Einnig þurftu hin níu arftökuríki fyrrum Sovétríkjanna að sækja um aðild að

hverri stofnun fyrir sig í samræmi við aðildarreglur þeirra.344

Eritrea sótti um aðild að SÞ eftir

að hafa öðlast sjálfsstæði.345

Með sambærilegum hætti sótti Austur-Tímor sérstaklega um

aðild að SÞ eftir að ríkið fékk sjálfstæði árið 2002.346

Þá gerðist Svartfjallaland nýr aðili að SÞ

í kjölfar skiptingar Serbíu og Svartfjallalands árið 2006.347

Nýjasta ríki SÞ, Suður-Súdan,

gerðist aðili í kjölfar sjálfstæðis ríkisins frá Súdan árið 2011.348

Þegar eldra ríki leysist alfarið

upp í tvö eða fleiri ríki bendir framkvæmd einnig til þess hin nýju ríki verði að sækja

sérstaklega um aðild. Sem dæmi um slíkt er aðild Tékklands og Slóvakíu að

alþjóðastofnunum í kjölfar upplausnar Tékkóslóvakíu.349

Með sambærilegum hætti gerðust

Bosnía-og Hersegóvína, Króatía, Slóvenía, Makedónía og Serbía-og Svartfjallaland nýjir

aðilar að SÞ í kjölfar upplausnar fyrrum Júgóslavíu.350

Hins vegar hefur framkvæmd verið nokkuð ólík hvað varðar sumar alþjóðastofnanir og þá

sérstaklega á sviði hugverkaréttinda og fjármála. Þannig hafa alþjóðafjármálastofnanir í

flestum tilvikum ákveðið að leyfa arftöku að aðild án þess að farið sé í gegnum hið formlega

aðildarferli og þá almennt hagnýt rök þar að baki sem lúta að réttindum og skuldbindingum

innan slíkra stofnana. Slík aðild erfist þó almennt ekki sjálfkrafa og minnir ferlið helst á

aðildarferli þó að réttaráhrif séu ólík.351

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AG) tók því þá ákvörðun

að ríkin sem mynduðust í kjölfar upplausnar fyrrum Júgóslavíu tækju við aðild en aðeins að

342

Ibid, bls. 378. 343

Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 44-50. 344

Ibid., bls. 179-180. Varðandi SÞ sjá. Armenía: UN GA-Res. 46/227 (1992); Aserbaídjan: UN GA-Res.

46/230 (1992); Kasakstan: UN GA-Res. 46/224 (1992); Kirgistan: UN Res. 46/225 (1992); Moldóva: UN

GA-Res. 46/223 (1992); Tadjikistan: UN GA-Res. 46/228 (1992); Túrkmenistan: UN GA-Res. 46/229

(1992); Úsbekistan: GA-Res. 46/226 (1992). 345

SC Res 828 (1993); GA Res 47/230 (1993). 346

Ályktun Allsherjarþings SÞ, 2. október 2002, skjal nr. A/RES/57/3. 347

Ályktun Allsherjarþings SÞ, 28. júní 2006, skjal nr. A/RES/60/264. 348

Ályktun Allsherjarþings SÞ, 25. ágúst 2011, skjal nr. A/RES/65/308. 349

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 714. Hvorugt ríki taldi sig áframhald fyrrum Tékkóslóvakíu. 350

Ályktanir Allsherjarþings SÞ, nr. A/RES/46/237, A/RES/46/2378, A/RES/46/236, A/RES/47/225 og

A/RES/55/12. 351

Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations“, bls. 379-380. Sem dæmi má

nefna aðild Tékklands og Slóvakíu að AGS, AB og WIPO, sbr. Konrad G. Buhler: State succession and

membership in international organizations, bls. 273-283. Arftakar fyrrum Tékkóslóvakíu erfðu aðild strax en

ríki fyrrum Júgóslavíu öðluðust aðild á mismunandi tímamarki og með afturvirkum hætti, sbr. Andrea Gioia:

„State Succession and International Financial Organizations“, bls. 379. Sjá einnig ILA: Draft Final Report

2008, bls. 43.

Page 58: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

57

uppfylltum skilyrðum um innbyrðis skiptingu eigna og skuldbindinga á milli þeirra.352

Þá

hefur Alþjóðabankinn (AB) samþykkt sjálfkrafa aðild nýrra ríkja sem myndast við upplausn

ríkis.353

Framkvæmd í slíkum tilvikum virðist þannig velta á hefðbundinni framkvæmd innan

hverjar stofnunar fyrir sig á grundvelli fjárhagslegra og stjórnmálalegra sjónarmiða.354

Í ljósi

þess að slíkri aðild kunna að fylgja ákveðnar fjárhagslegar eignir og skuldbindingar þá hefur

reynst mikilvægt að gera greinarmun á því hvort að aðildarríki haldi áfram tilvist sinni í

kjölfar breytinga á ríkisyfirráðum.355

Þannig heimiluðu AG og AB arftöku aðildar af hálfu

nýrra ríkja við upplausn eldra ríkis en ekki við aðskilnað hluta landsvæðis þess.356

Einnig má

nefna að ekki er óhugsandi að ríki geti borið úrlausn alþjóðlegra fjármálastofnana undir

gerðardóm ef að ákvæði um úrlausn deilumála við afturköllun umsóknar á við.357

Að lokum er vert fjalla stuttlega um álitamál tengd aðild að Evrópusambandinu við

breytingu á ríkisyfirráðum aðildarríkis. Enn hefur ekki reynt á álitamál um aðild í tengslum

við aðskilnað hluta eiginlegs landsvæðis aðildarríkis á grundvelli sjálfsákvörðunarréttar.358

Í

framtíðinni mun þó að öllum líkindum reyna á slík álitamál og nærtækast er þar að nefna

mögulegt sjálfstæði Skotlands og Katalóníu.

4.3 Evrópusambandið (ESB)

ESB er svæðisbundin alþjóðastofnun sem nýtur ákveðinnar sérstöðu. Það sjónarmið hefur

komið fram samfara mögulegu sjálfstæði Skotlands þá muni Bretland halda stöðu sinni sem

aðildarríki að ESB. Breyting á landsvæði ríkja hefur þannig almennt ekki áhrif á

skuldbindingar þeirra að Evrópurétti þar sem að skilgreining á landsvæði heyrir undir

landsrétt hvers ríkis um sig.359

Haldi Bretland þjóðréttaraðild sinni áfram við aðskilnað

Skotlands frá því heldur ríkið að öllum líkindum aðild sinni að EBS á grundvelli þjóðaréttar.

Ákvæði 50. gr. Sáttmála um ESB sem tók gildi árið 2009 er eina ákvæðið sem mælir fyrir um

úrsögn úr sambandinu en meðal annars er þar gerður áskilnaður um skyldu til að semja um

slíkar breytingar. Sumir hafa bent á að túlka ber ákvæðið til samræmi við markmið þess og

tilgang og beita því einnig um tilvik þegar breyting verður á ríkisyfirráðum aðildarríkis.360

352

James M. Boughton: „Tearing down walls: The International Monetary Fund, 1990-1999“, bls. 72-73. 353

Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity and Membership in the United Nations, bls. 322. 354

Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations“, bls. 379-380. 355

Ibid. bls. 376; ILA: Draft Final Report 2008, bls. 45. 356

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 57. 357

Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations“, bls. 376. 358

James Crawford og Alan Boyle: „Referendum on the Independence of Scotland – International Law Aspects“,

bls. 68. Einu fordæmin er sjálfstæði Algeríu frá Frakklandi og úrsögn Grænlands úr Evrópubandalaginu en

það hafði ekki áhrif á aðild Frakklands og Danmerkur, sbr. Ibid. bls. 99. 359

EBD, Hansen v Hauptzollamt Flensburg, mál 148/77, ECR 1978, bls. 1787, bls. 1085, efnisgr. 11. 360

David Edward: „Scotland and the European Union,“ 17. desember 2012,

Page 59: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

58

Þannig hafa fræðimenn bent á að ólíklegt sé að Bretland missi sjálfkrafa aðild sína að ESB en

aðild þess og staða gæti tekið breytingum í samræmi við breytt ríkisyfirráð.361

Samkvæmt 49

gr. Lissabonsáttmálans verður nýtt ríki að sækja um aðild og uppfylla skilyrði fyrir henni auk

þess sem öll aðildaríki verða að veita samþykki sitt. Rök hafa verið færð fyrir því að sjálfstætt

Skotaland yrði þá að sækja sérstaklega um aðild að ESB og geti ekki samkvæmt reglum

Evrópuréttar verið arftaki Bretlands að slíkri aðild.362

Þó að ekki sé loku fyrir það skotið að

Skotland geti sjálfkrafa gerst aðili að ESB myndi það að öllum líkindum gerast á grundvelli

samningaviðræðna en ekki með vísan til réttarreglna Evrópuréttar eða þjóðaréttar.363

Þá hefur

ennfremur verið bent á að álitamál tengd mati á réttaráhrifum breytinga á ríkisyfirráðum séu

leyst á grundvelli þjóðaréttar að undanskyldum sérstökum reglum innan réttarkerfis ESB. Ef

að síðarnefndu reglurnar feli í sér frávik frá almennum reglum þjóðaréttar þá hefur niðurstaða

um einstaka álitamál einungis réttaráhrif innan ESB.364

Ljóst er að hér reynir á flókið samspil

Evrópuréttar og þjóðaréttar auk þess sem reglur um evrópskan ríkisborgararétt og réttindi

flækja málin enn frekar gagnvart réttindum einstaklinga.

4.4 Ályktanir

Samkvæmt framansögðu skiptir höfuðmáli hvort það ríki sem um ræðir sé nýtt ríki eða teljist

áframhald þess eldra. Í þeim tilvikum þar sem um er að ræða áframhald verður almennt engin

breyting á aðild að alþjóðastofnunum. Sú meginregla gildir hins vegar að ný ríki verða að

sækja um aðild í samræmi við reglur hverrar alþjóðastofnunar fyrir sig. Þó eru undantekningar

frá þessu og hafa sumar alþjóðastofnanir, sérstaklega á sviði fjármála og hugverkaréttinda,

heimilað nýjum ríkum arftöku að aðild og er þá miðað við það tímamark þegar ríkið varð til

og gerist það ekki sjálfkrafa.365

Við samruna ríkja þar sem annað ríkið er aðildarríki eða við

innlimun aðildarríkis kann að vera að hið nýja sameinaða ríki haldi áfram aðild fyrir

staðgöngu sem gildir frá tímamarki upphaflegrar aðildar.366

Þó hefur verið bent á slík

niðurstaða sé ólíkleg ef um er að ræða fjármálastofnun ef aðildarríki innlimað í ríki sem ekki

http://www.scottishconstitutionalfutures.org/OpinionandAnalysis/ViewBlogPost/tabid/1767/articleType/Artic

leView/articleId/852/David-Edward-Scotland-and-the-European-Union.aspx (skoðað 31.3.2016) [hér eftir

„Scotland and the European Union“] 361

James Crawford og Alan Boyle: „Referendum on the Independence of Scotland – International Law Aspects“,

bls. 100. 362

Ibid., bls. 103. 363

James Crawford og Alan Boyle:„Referendum on the Independence of Scotland – International Law Aspects“,

bls. 103. 364

Ibid., bls. 108. 365

Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 288. 366

Ibid., 289.

Page 60: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

59

er aðili að slíkri stofnun.367

Ef tvö aðildarríki sameinast í eitt þá tekur hið sameiginlega ríki

við aðild beggja ríkja frá því tímamarki þegar annað hvort ríkið öðlaðist fyrst aðild.368

Sumir hafa bent á að framkvæmd endurspegli gildandi þjóðréttarvenju á þessu sviði.369

Hins vegar hafa aðrir fært rök fyrir því að í ljósi þess að reglur um aðild séu undanskildar

þeim reglum sem gildi um breytingar á ríkisyfirráðum þá sé framkvæmd einungis vitnisburður

um venju innan hlutaðeigandi stofnunar í samræmi við j. lið 1. mgr. 2. gr. Vínarsamnings frá

1969. Breyting á slíkri framkvæmd hafi ekki í för með sér brot á þjóðarétti ólíkt broti á

hefðbundinni þjóðréttarvenju.370

Reglur hlutaðeigandi stofnunar hafa þó forgang fram yfir

reglur þjóðaréttar um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum og endurspeglast sú regla í 4. gr.

Vínarsamnings frá 1978.371

Framkvæmd alþjóðastofnana við breytingar á ríkisyfirráðum virðist í sumum tilvikum

reist á praktískum og stjórnmálalegum sjónarmiðum miðað við aðstæður hverju sinni og hefur

hún sætt gagnrýni.372

Í leiðbeiningum SÞ sem fjallað er um hér að ofan er tekið fram að leysa

skuli úr hverju tilviki fyrir sig miðað við aðstæður hverju sinni.373

Slíkt atviksbundið mat

kann að veita svigrúm til að byggja niðurstöðu á öðrum grundvelli en túlkun á lögum og

stofnsáttmála SÞ.374

Sem dæmi má nefna að SÞ viðurkenndu ekki aðild Alþýðulýðveldið Kína

fyrr en árið 1971 en það tók ríkisyfirráðum af Lýðveldinu Kína í kjölfar byltingar árið

1949.375

Hins vegar hefur meginreglum samkvæmt framangreindum leiðbeiningum almennt

verið fylgt í framkvæmd um aðild að SÞ við aðskilnað hluta ríkis, upplausn ríkis eða við

sameiningu.376

Þannig hefur verið á það bent að ágreiningur á milli ríkja um aðild að

alþjóðastofnunum eigi ríkja á rót sína að rekja til óljósra kenninga þjóðaréttar um stofnun

ríkja, einkenni og áframhald þeirra við breytingar og að úrlausn vandamála á þessu sviði felist

í að ná jafnvægi á milli kenninga um reglur og hagnýtrar nálgunar hverju sinni.377

367

Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations“, bls. 378. 368

Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 285-290. 369

Rein Mullerson: International Law, Rights and Politics: Developments in Eastern Europe and the CIS, bls.

141-142; Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 34-35. 370

Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity and Membership in the United Nations“, bls. 321;

Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations“, bls. 378. 371

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 46 372

Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 307-308. 373

YILC 1962, vol. II, skjal nr. A/CN.4/149. 374

Konrad G. Buhler: „State State succession, Identity/Continuity and Membership in the United Nations“, bls.

322-323. 375

Sjá neðanmálsgrein nr. 149. 376

Konrad G. Buhler: „State State succession, Identity/Continuity and Membership in the United Nations“, bls.

323. 377

Ibid., bls. 323; Konrad G. Buhler: State succession and membership in international organizations, bls. 307-

320.

Page 61: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

60

5 Um áhrif á eignir, skuldir og skjalasöfn

5.1 Almennt

Við breytingar á ríkisyfirráðum vakna spurningar um hvað verður um mikilvæg réttindi og

skuldbindingar líkt og eignir, skuldir og skjalasöfn. Þessi álitamál eru erfið viðureignar en það

helgast líklega af þeim fjölda aðila sem almennt eiga hagsmuna að gæta.378

Vínarsamningur

frá 1983 kveður á um réttarreglur um afdrif slíkra réttinda og skuldbindinga. Gildissvið

samningsins er sambærilegt Vínarsamningi frá 1978 og tekur hann til áhrifa breytinga á

ríkisyfirráðum sem hafa gerst í samræmi við þjóðarétt, sbr. 3. gr. hans. Vínarsamningur frá

1983 gildir ekki afturvirkt nema ríki semji á þann veg, sbr. 4. gr. samningsins í samræmi við

28. gr. Vínarsamnings frá 1969 um þjóðréttarsamninga. Þá hefur hann ekki áhrif á önnur

álitaefni er tengjast breytingum á ríkisyfirráðum, sbr. 5. gr. og hreyfir ekki við réttindum

einstaklinga og lögaðilda á hendur þeim ríkjum sem sæta breytingum, sbr. 6. gr. samningsins.

Uppbygging þess samnings er að mestu í samræmi við Vínarsamning frá 1978 fyrir utan þá

staðreynd að reglum um aðskilnað hluta ríkis og um upplausn ríkis falla í mismunandi flokka

samkvæmt Vínarsamningnum frá 1983.379

Gildandi meginregla þjóðaréttar er annars sú að ríki skuli eftir fremsta megni ná

samkomulagi um skiptingu eigna og skulda í hverju tilviki fyrir sig og endurspeglar

Vínarsamningurinn frá 1983 slíka tilhögun, sbr. 14., 17. og 18. gr.380

Skorti slíkt samkomulag

er hægt að styðjast við frávíkjanlegar reglur Vínarsamnings frá 1983 sem mæla almennt fyrir

um skiptingu með tilliti til tengsla við yfirráðasvæði og sanngjarna skiptingu eigna og skulda.

Í raun eru sanngirnissjónarmið rauði þráðurinn í Vínarsamningnum frá 1983 og markmiðið er

að reyna að ná sanngjarnri niðurstöðu með hliðsjón af aðstæðum hverju sinni.381

Þar sem Vínarsamningurinn frá 1983 hefur ekki enn öðlast gildi þá hafa reglur venjuréttar

sérstaka þýðingu á þessu sviði. Flest ákvæði samningsins endurspegla þó venjurétt að

undanskildum sérreglum hans um nýfrjáls ríki.382

Sumir hafa þó bent á að Vínarsamningur frá

1983 endurspegli fáar venjuhelgaðar reglur og í ljósi þess að hann hefur ekki gildi afturvirkt

378

Auk hlutaðeigandi ríkja og stofnana þeirra hafa erlendir fjárfestar einnig hagsmuna að gæta við slíkar

breytingar, sbr. Jan Klabbers, Martti Koskenniemi ofl.: State Practice Regarding State Succession and Issue

of Recognition: the Pilot Project of the Council of Europe, bls. 140. 379

Martti Koskenniemi: „Report of the Director of Studies of the English-speaking Section of the center“, State

Succession: Codification tested against the facts, bls. 90. 380

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 403. Hins

vegar er ein undantekning gerð frá þessu í tilviki nýfrjálsra ríkja en hún mælir fyrir um að samningar megi

ekki fara í bága við yfirráð ríkja yfir náttúruauðlindum sbr. 4. mgr. 15. gr. samningsins. 381

Martti Koskenniemi: „Report of the Driector of Studies of the English-speaking Section of the center“, State

Succession: Codification tested against the facts, bls. 91. 382

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 714.

Page 62: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

61

felur hann í sér „[...] dæmi um nýmæli eða æskilegan rétt í þágu ákveðins hóps ríkja.“383

Hins

vegar byggir hann á sanngirnissjónarmiðum sem virðist endurspegla þróun þjóðaréttar á þessu

sviði.384

Sumir hafa bent á að samningurinn veiti „takmarkaða leiðsögn þar sem hann mæli

fyrir um að leyst verði úr álitamálum með samkomulagi á grundvelli óljósrar hugmyndar um

sanngirni.“385

Þrátt fyrir þetta er mikilvægt að greina hvaða sjónarmið eru ríkjandi við úrlausn

mála á þessu sviði. Eftirfarandi umfjöllun miðar að því að varpa ljósi á þær reglur sem gilda á

hverju sviði fyrir sig.

5.2 Ríkiseignir

5.2.1 Almennt

Almennt er viðurkennt að opinberar eignir þess landsvæðis sem sætir breytingum á

ríkisyfirráðum erfist sjálfkrafa til þess ríkis sem tekur við yfirráðum án þess að bætur komi

fyrir.386

Þessi meginregla á sér trausta stoð í framkvæmd ríkja og í dómaframkvæmd.387

Hún

fær einnig hljómgrunn í Vínarsamningnum frá 1983 en fjallað er um afdrif ríkiseigna í öðrum

hluta samningsins. Hugtakið opinber eign hefur ekki verið skilgreint með nákvæmum hætti að

þjóðarétti.388

Þó er að finna vísbendingu um slíka skilgreiningu í 8. gr. Vínarsamnings frá

1983 sem endurspeglar þá meginreglu að eignir, réttindi og aðrir hagsmunir skuli teljast

opinberir ef þeir eru skilgreindir sem slíkir í landsrétti þess ríkis sem missir ríkisyfirráð.389

Þannig ræðst niðurstaða um slíkt af landsrétti og reglum þjóðaréttar sem hafa verið teknar inn

í landsrétt.390

Hefur reglunni verið beitt með mismunandi hætti bæði í samningum milli ríkja

sem og í framkvæmd alþjóðastofnana og alþjóðadómstóla.391

Ágreiningur hefur oft skapast

um hvort eignir skuli flokkast sem opinberar og hafa reglur hins fráfarandi ríkis ekki alltaf

383

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 54. 384

Ibid. bls. 54. 385

„La Convention de Vienne de 1983 est dans ce domaine d'une aide très relative car elle laisse la plupart de ces

questions se décider par accord et par référence à une vague idée d'équité“, sbr. Martti Koskenniemi og Marja

Lehto: „Succession d'États de l'ex-U.R.S.S., avec examen particulier des relations avec la Finlande“, bls. 181. 386

Ian Brownlie: Principles of Public International Law, bls. 624-625; ILA: Draft Final Report 2008, bls. 52; H.

Lauterpacht: Oppenheim´s International Law,bls. 154, 158-160. Sjá einnig mál FAD, Peter Pázmany

University case, P.C.I.J. 1933, Series A/B, nr. 61, bls. 237. Þar kemur fram að samningsákvæði

þjóðréttarsamnings milli ríkjanna hafi verið í samræmi við meginreglunna um yfirfærslu þeirra eigna sem

tilheyra því landsvæði sem um ræðir. 387

YILC 1970, vol. II, bls. 144-149. 388

YILC 1981, vol. II, part II, bls. 25, efnisgr. 4. Vísað í úrskurð sáttanefndar milli Frakklands og Ítalíu „Dispute

regarding property belonging to the Order of Saint Maurice and Saint Lazarus“. 389

YILC 1981, vol. II, part II, bls. 25, efnisgr.1. Hér falla því undir eiginlegar eignir og önnur fjárhagsleg réttindi

líkt og kröfur, hlutabréf og ríkishlutabréf, sbr. YILC 1981, vol. II, part I, bls. 9, efnisgr. 45, skjal nr.

A/CN.4/345. 390

Ibid. bls. 9. 391

YILC 1981, vol. II, part I, bls. 25, efnisgr. 2-3. Ályktun Allsherjarþings SÞ, frá 15. desember 1950 nr.

A/RES/388(V)A og frá 29. janúar 1952 nr. A/RES/530(VI).

Page 63: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

62

verið lagðar til grundvallar.392

Gerðardómsnefnd vegna fyrrum Júgóslavíu gerði tilraun til að

leysa úr ágreiningi ríkjanna um hvaða eignir kæmu til skipta. Samkvæmt áliti hennar komu

þær eignir ekki til skipta sem fyrrum Júgóslavíu hafði ráðstafað í stjórnarskrá sinni til ríkja

þess. Þá kom sérstakur flokkur félagslegra eigna ekki til skipta ef þær voru í eigu

verkalýðssamtaka nema þær tilheyrðu annarskonar stofnunum sem störfuðu í opinbera þágu í

fyrrum Júgóslavíu. Í samningi ríkjanna um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum fyrrum Júgóslavíu

var hins vegar lagt til grundvallar að skilgreining á opinberum eignum sem kæmu til skipta

væri á forræði arftökuríkja hvað varðar eignir á landsvæði hvers ríkis fyrir sig.393

Þrátt fyrir

þetta er almennt talið að meginreglan um skilgreiningu eigna samkvæmt landsrétti fyrrum

ríkisins njóti stöðu þjóðréttarvenju og enduspeglast hún í Vínarsamningnum frá 1983.394

Yfirfærsla eignarréttar gerist á þeim tímapunkti þegar breyting á fullveldi yfir landsvæði á

sér stað, sbr. 10. gr. nema samið sé um annað.395

Ríki geta því ráðstafað eignum sínum allt þar

til eiginleg yfirfærsla á fullveldisyfirráðum á sér stað.396

Álitamál í þeim tilvikum þegar

tímamark breytinga er ólíkt á milli arftaka verður að leysa á grundvelli samkomulags milli

ríkja.397

Þá ber að nefna að eignaréttur færist yfir til annars ríkis án þess að bætur komi fyrir,

sbr. 11. gr. Þetta á ekki við um opinberar eignir annars ríkis sem staðsettar eru á því landsvæði

sem sætir breytingum enda hafa breytingar á ríkisyfirráðum ekki áhrif á slíkar eignir, sbr. 12.

gr. Vínarsamnings frá 1983.

Þá er greint á milli fasteigna og lausafjár en fasteignir eru í eðli sínu ófæranlegar og því í

órjúfanlegum tengslum við landsvæði. Meginreglan er því sú að fasteignir þær sem staðsettar

eru á því landsvæði sem sætir breytingum flytjast yfir til þess ríkis sem tekur við

ríkisyfirráðum þar óháð því með hvaða hætti breytingarnar eiga sér stað og endurspeglast

þessi regla í a. lið 2. mgr. 14. gr., 1. mgr. 15. gr., a. lið 1. mgr. 16. gr., a. lið 1. mgr. 17. gr. og

a.lið 1. mgr. 18. gr. Vínarsamningsins frá 1983. Þessi regla byggir á lex situs sjónarsmiðum

392

Dómur FAD Péter Pázmány University case, 15. desember 1933, P.C.I.J. 1933, Series A/B, No. 61. Sjá

einnig: United Nations, Succession of Libya to Italian property in Libya, RIAA, vol. XII bls. 390. Þó kann

slík niðurstaða að skýrast af þeirri staðreynd að um málefnið var samið milli hlutaðeigandi ríkja og þurftu

dómarar að taka tillit til þess, sbr. YILC 1981, vol II, Part II, bls. 25, efnisgr. 7-8. 393

Malcolm N. Shaw: Intenational Law, bls. 716. 394

YILC, 1970 vol II, bls. 136-143; Arbitration Commission of Yugoslavia, álit nr. 14, 96 ILR bld. 732; YILC,

1970 vol II, bls. 9, efnisgr. 43, skjal nr. A/CN.4/345 and Add. 1-3. 395

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 403. Vísar í

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 716. 396

Sjá dóm FAD Case Concerning the Factory at Chorzów, 13. september 1928, P.C.I.J. 1928, Series A, nr. 17

og álit FAD í Landnemamálinu (German Settlers), 10. september 1923, P.C.I.J. 1923, Series B, nr. 6, sbr.

YILC 1970, vol. II, bls. 141-143 efnisgrein 37-45, skjal nr. A/CN.4/226. Sjá einnig D. P. O´Connell: State

Succession vol I, bls. 203-204. 397

Líkt og í tilviki fyrrum Júgóslavíu, sbr. Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 715.

Page 64: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

63

og hefur öðlast stöðu þjóðréttarvenju.398

Fasteignir sem staðsettar eru utan yfirráðasvæðis þess

landsvæðis sem sætir breytingum tilheyra hins vegar áfram því ríki sem áður fór með yfirráð

þar nema að það hafi liðið undir lok við breytingarnar en þá er þessum eignum skipt á milli

hinna nýju ríkja í sanngjörnu hlutfalli. Þessi regla endurspeglast í b. lið 1. mgr. 18. gr.

Vínarsamningsins frá 1983 og í ríkjaframkvæmd. Ákvæði 15. gr. mælir fyrir um ákveðna

sérreglu þess efnis að nýfrjálst ríki taki einnig við fasteignum utan yfirráðasvæðis þeirra ef að

þær teljast vera í einhverjum tengslum við landsvæði þess. Að auki getur nýfrjálst ríki gert

tilkall til eigna utan yfiráðasvæðis þess ef það telst hafa lagt eitthvað af mörkum við tilurð

þeirra. Þessar sérreglur sem setja nýfrjáls ríki í mun betri stöðu en önnur ríki er helsta ástæða

þess að vestræn ríki höfnuðu almennt aðild að Vínarsamningi frá 1983.399

Lausafé er ólíkt fasteignum í eðli sínu og flóknari álitaefni vakna við skiptingu þess.

Meginviðmiðið um arftöku opinbers lausafjár er tenging þess við landsvæðið sem sætir

breytingum á ríkisyfirráðum sbr. b. lið 2. mgr. 14. gr., d. lið 15. gr., b. lið 17. gr. og c. lið 18.

gr. og heyrir þessi regla til venjuréttar.400

Skattkröfur yfirfærast einnig til þess ríkis sem tekur

við yfirráðum og þar á meðal réttur til skattheimtu.401

Eðlilegt og sanngjarnt er að ríki sem

tekur við yfirráðum öðlist hlutdeild í verðmætum sem tengjast umræddu landsvæði.402

Um

nýfrjáls ríki gildir sérregla um að lausafé sem tilheyrði landsvæði sem sætir breytingum en

varð eign nýlenduveldis á meðan á yfirráðum þess stóð skuli færast yfir til þess nýfrjálsa ríkis,

sbr. e. lið 15. gr. Einnig flyst það lausafé yfir sem hið ósjálfstæða ríki tók þátt í að skapa og

hlutfall er í samræmi við hlutdeild þess, sbr. f. lið 15. gr. samningsins. Um lausafé sem

staðsett er utan þess landsvæðis sem sætir breytingum er miðað við skiptingu í sanngjörnum

hlutföllum milli arftaka þess, sbr. c. lið 17. gr. og d. lið 18. gr. Í þeim tilvikum þegar ríki

heldur áfram tilvist sinni kann slík regla að fara í bága við meginregluna um tengingu við

landsvæði. Hins vegar á slík regla betur við þegar ríki hættir að vera til og lausafé þess

erlendis skiptist í sanngjörnum hlutföllum milli arftökuríkja. Slíkum eignum var til dæmis

398

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 403; YILC

1981, vol II, bls. 29. Þessi regla á sér einnig stoð í nýlegri framkvæmd við upplausn fyrrum Júgóslavíu bæði í

álitum Badinternefndinnar og í samingum ríkjanna sjálfra, sbr. Malcolm N. Shaw: International Law, bls.

716. Vísað í álit nefndarinnar nr. 14, 96 ILR bls. 731 og 1. mgr. 2. gr. viðauka við samning arftökuríkja

fyrrum Júgóslavíu. 399

ILA, Ríó ráðstefnan 2008, bls. 54. 400

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 404. 401

Ian Brownlie: Principles of Public International Law, bls. 625. 402

YILC 1981, vol II, bls. 28 efnisgrein 9 og 10. Hér undir falla skuldakröfur, gjaldeyrir, opinberir sjóðir og

ríkisskuldabréf sbr. Ibid., bls. 35-36, 71 efnisgrein 8, 22-29.

Page 65: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

64

skipt við upplausn fyrrum Júgóslavíu með það að markmiði að heildarniðurstaða fæli í sér

sanngjarna skiptingu.403

Þó að tenging lausafjár við landsvæði sé meginviðmið við mat við eignaskiptingu getur

reynst erfitt að meta hvað felst nákvæmlega í slíkri tengingu og ekki er hægt að útiloka tengsl

eigna við önnur landsvæði. Sem dæmi má nefna tilvik þar sem allur gullforði ríkis er geymdur

á því landsvæði sem sætir breytingum. Sjálfkrafa arftaka á þessum verðmætum fæli í sér

ósanngjarna niðurstöðu.404

Með sama hætti er ekki hægt að fullyrða að eignir sem staðsettar

eru utan þess landsvæðis sem sætir breytingum tengist því ekki á neinn hátt. Hér falla einnig

undir eignir sem tengast menningararfi ríkis og herþjónustu. Tilkall til slíkra eigna er ekki

útilokað þó þær séu staðsettar utan landsvæðis ríkis.405

Greinarmunur hefur verið gerður á opinberum eignum og eignum sem eru aðeins

opinberar að hluta. Ef eignir t.d. tilheyra héraði ríkis þá teljast þær ekki til opinbera eigna í

þessum skilningi og renna til þess ríkis sem fer með yfirráð í því héraði.406

Þessi aðgreining er

mikilvæg við skiptingu eigna og þá sérstaklega við upplausn ríkja.407

Rökin að baki þessari

reglu eru að eignir sem eru ómissandi vegna viðhalds nauðsynlegrar þjónustu á viðkomandi

svæði skuli haldast innan þess svæðis við breytingar á ríkisyfirráðum þar.408

Mikilvægt er að hafa í huga að eignum sem ráðstafað er í kjölfar breytinga á

ríkisyfirráðum kunna að vera bundnar ýmsum kvöðum og geta breytingar því haft áhrif á

mismunandi hagsmunaaðila.409

Við samningu Vínarsamnings frá 1983 varð ágreiningur milli

ríkja um það hvort að skuldbindingar tengdar landsvæði skyldu fylgja henni við yfirfærslu í

kjölfar breytinga á ríkisyfirráðum (l. res transit cum onere suo). Til að samræma ólíka

hagsmuni þá byggja reglur um afdrif eigna við slíkar breytingar á frávíkjanlegum reglum, á

sanngirnissjónarmiðum og möguleikum á úrlausn deilumála hjá alþjóðlegum úrskurðaraðila.

403

Samningur ríkja fyrrum Júgóslavíu um álitamál í tengslum við breytingar á ríkisyfirráðum frá 2001(The

agreement on Succession Issues of the Former Socialist Federal Republic of Yugoslavia), ILM 2002, vol. 43,

aðgengilegt hjá: https://treaties.un.org/doc/source/RecentTexts/29-1.pdf (skoðað 5. maí 2016). Einnig má

benda á álit Badinternefndarinnar nr. 13 og 14, ILM 1993, bls. 1591 og 1593; Malcolm N. Shaw:

International Law, bls. 718. 404

YILC 1981, vol II, part II, bls. 29-31 efnisgrein 8-11. 405

Ákvæði 2. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 4. gr. viðauka A við samning ríkja fyrrum Júgóslavíu um álitamál í tengslum

við breytingar á ríkisyfirráðum frá 2001, sbr. Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 717. Hér má einnig

nefna tilkall Íslendinga til handrita sem staðsett voru í Kaupmannahöfn þegar Ísland fékk sjálfstæði. 406

D. P. O´Connell: State Succession vol I, bls. 203-204; Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á

ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 403. 407

Paul Williams og Jennifer Harris: „State Succession to Debts and Assets: The Modern Law and Policy“, bls.

408. 408

Franco Italian Claims Conciliation Commission, UN, RIAA, vol. XIII, bls. 519, sbr. YILC 1981, vol II, part

II, bls. 35. Þar er vísað til meginreglnanna „principle of utility“ og „justice and equity“. 409

Tai-Heng Cheng: State Succession and Comercial Obligations bls. 131

Page 66: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

65

Þessi sjónarmið eru ráðandi við lausn álitamála á þessu réttarsviði alveg óháð tegund

breytinga á ríkisyfirráðum.410

5.2.2 Framkvæmd ríkja

Samruni ríkja hefur almennt ekki vandamál í för með sér varðandi ráðstöfun eigna og flytjast

eignir þá almennt til þess ríkis sem tekur við yfirráðum eftir reglum landsréttar þess ríkis, sbr.

15. gr. Vínarsamnigs frá 1983.411

Hins vegar var sérstaklega um það samið við innlimun landa

Austur-Þýskalands í Sambandsríkið Þýskaland hvaða eignir hins fyrrnefnda rynnu til hins

sameinaða ríkis og hvaða eignir fylgdu áfram einstökum löndum Austur-Þýsklands. Þannig

var í 21. gr. sameiningarsáttmálans mælt fyrir um yfirfærslu þeirra eigna sem tengdust

stjórnsýslu alls ríkisins en í 22. gr. var kveðið á um skiptingu opinberra eigna sem voru ekki

beint í tengslum við þá stjórnsýslu. Þeim var þá skipt jafnt á milli hins sameinaða ríkis og

landa fyrrum Austur-Þýskalands í samræmi við íbúafjölda. Einnig ber að nefna að þær eignir

sem runnu til sambandsríkisins samkvæmt 22. gr. áttu að nýtast við stjórnsýslu landa fyrrum

Þýskalands.412

Við yfirfærslu hluta landsvæðis ríkis, aðskilnað hluta þess eða við upplausn ríkis er

meginreglan sú að ríki skulu ná samkomulagi um afdrif ríkiseigna, sbr. 14., 17. og 18. gr.

Vínarsamnings frá 1983. Skorti slíkt samkomulag fylgja eignir því landsvæði sem þær eru

tengdar við en er að öðrum kosti skipt á sanngjarnan hátt á milli ríkja. Í tilvikum nýfrjálsra

ríkja virðast reglur um afdrif eigna við sjálfstæði hins vegar vera ófrávíkjanlegar og á það

rætur að rekja til pólítískra og efnahagslegra ástæðna og til að koma í veg fyrir beitingu

ósanngjarnra samninga við slíka skiptingu enda er staða samningsaðila almennt ekki jöfn við

slíkar aðstæður.413

Í þeim tilfellum þar sem yfirfærsla hluta landsvæðis hefur átt sér stað þá endurspeglar

framkvæmd ríkja og dómaframkvæmd þær reglur sem settar eru fram í ákvæði 14. gr.

Vínarsamningsins frá 1983 um tengsl við landsvæði og sanngjarna skiptingu.414

Við aðskilnað

410

Ibid., bls. 131-138 411

Jan Klabbers, Martti Koskenniemi o.fl.: State Practice Regarding State Succession and Issue of Recognition:

the Pilot Project of the Council of Europe, bls. 120. 412

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 718. 413

YILC 1981, vol. II, part II, bls. 38, efnisgr. 5. 414

Þessar breytingar á yfirráðum hafa almennt átt sér stað í kjölfar styrjalda og í friðarsamningum er oft að finna

ákvæði um slíka arftöku. Sem dæmi má nefna friðarsamningar í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar um yfirfærslu

eigna á landsvæði Þýskalands, Austurísk-Ungverjalands og Búlgaríu. Einnig má benda á samning fyrrum

Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu um yfirfærslu landsvæðis hluta Úkraínu og í friðarsamningum milli

Finnlands og fyrrum Sovétríkjanna árið 1940, sbr. YILC 1970, vol. II, bls. 146-147, efnisgr. 15, skjal nr.

A7CN.4/226. Sá einnig dóm FAD, Péter Pázmany University v. the State of Czechoslovakia, 15. desember

1933, P.C.I.J. Series A/B, no. 61. bls, sbr. YILC 1981, vol. II, part II, bls. 34.

Page 67: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

66

hluta landsvæðis þá virðist einnig sem að framangreindum meginreglum sé fylgt.

Framkvæmdin endurspeglar einnig reglur um aðskilnað hluta ríkis.415

Hér ber þó að nefna

uppbrot Sovétríkjanna en Rússland hélt áfram þjóðréttaraðild fyrrum Sovétríkjanna. Finna

þurfti lausnir á fjölmörgum vandamálum og skipta eignum á milli fjölda ríkja.416

Skipting fór

eftir þjóðréttarlegri stöðu ríkjanna. Þar sem Eystrasaltslöndin endurheimtu sjálfstæði sitt og

engin breyting varð þannig á ríkisyfirráðum þá voru þau ekki arftakar að réttindum og

skyldum fyrrum Sovétríkjanna og um lögskipti ríkjanna giltu því einungis almennar reglur

þjóðaréttar.417

Þessi ríki gerðu hins vegar tilkall til eigna sem þau höfðu eignast fyrir

hernámið.418

Rússland sem áframhald fyrrum Sovétríkjanna tók yfir sovéska herinn og vissar

ríkiseignir í öðrum löndum.419

En Rússland og hin arftökuríkin gerðu með sér samkomulag

um skiptingu eigna og skulda.420

Mest var þó deilt um skiptingu eigna og skulda utan

landsvæðis fyrrum Sovétríkjanna en eignaskipting var nátengd skuldaskilum þess.421

Rússland

fékk því umráð allra erlendra eigna fyrrum Sovétríkjanna á grundvelli tvíhliða samninga við

öll hin arftökuríkin vegna þess að ríkið tók yfir skuldaábyrgð sambandsríkisins út á við.422

Þá

voru gerðir samningar um yfirfærslu geimrannsóknarstöðvar fyrrum Sovétríkjanna sem

staðsett var í Kaskstan. Rússland fékk afnot stöðvarinnar gegn lækkun skulda Kasakstan við

Rússland en eignir vegna hennar sem komu til fyrir árið 1991 komu í hlut Kasaksta eignir sem

urðu til eftir þann tíma runnu til fjárfesta.423

Ágreiningur myndaðist hins vegar á milli

415

Þá endurspeglast reglan einnig í framkvæmd við aðskilnað Belgíu frá Niðurlöndum árið 1839 sbr. Ibid. bls.

45 efnisgrein 6. Framkvæmd við aðskilnað Pakistan frá Indlandi var almennt samræmi við framangreint en

ríkin gerðu með sér samning um skiptingu eigna. Fasteignir tengdust landsvæði og flest öll hergögn fylgdu

Indlandi sem á móti lofaði að fjármagna uppbyggingu vopnaverksmiðju í Pakistan sbr. Ibid. bls. 45-46

efnisgrein 5 og 12. 416

Natalia V. Dronova: „The division of state property in the case of state succession in the former Soviet

Union“, bls. 793. 417

Ibid., bls. 789-790. Hér ber að nefna að Eystrasaltsríkin kröfðust skaðabóta vegna ólögmætrar yfirtöku, sbr.

Ibid. nmgr. 50, bls. 790. 418

Þetta átti við um fasteignir sem voru staðsettar á landsvæði ríkjanna og fasteignir í öðrum ríkjum frá því fyrir

hernámið. Þá voru ýmsar eignir vegna hersetunnar ýmist ríkisvæddar eða samkomulag náðist um eignarétt að

þeim. Einnig skiluðu Frakkland, Bretland og Bandaríkin gullforða sem Eystrasaltsríkin höfðu lagt inn áður en

þau voru hernumin, sbr. Ibid. bls. 790-791. 419

Ibid. bls. 793. 420

Rússlandi var úthlutað 61,34%, Úkraínu 16,37% og Hvíta Rússlandi 4,13%. Hin ríkin fengu öll hluta sem var

undir 4% , sbr. Martti Koskenniemi: „Report of the Director of studies of the English-speaking section of the

Centre“. State Succession: Codification against the facts“, bls. 91. Þau sjónarmið sem réðu úrslitum við þessa

skiptingu lutu að þáttöku ríkjanna í inn-og útflutningi fyrrum Sovétríkjanna, hlutfall af vergri landsframleiðslu

og íbúafjöldi sjá. Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 719 nmgr. 196. 421

Natalia V. Dronova: „The Division of State Property in the Case of State Succession in the Former Soviet

Union“, bls. 812. 422

Gerhard von Glabn og James Laty Taulbee: Law amongst Nations – An introduction to Public International

Law, bls. 199. 423

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 60.

Page 68: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

67

Rússlands og Úkraínu varðandi eignir tengdar hernaði bæði flota og kjarnorkuvopnum.424

Úkraína féllst í fyrstu ekki á eignarétt Rússlands á kjarnorkuvopnum fyrrum Sovétríkjanna og

krafist þess að fá sum vopnin í sína umsjá. Vínarsamningur frá 1983 hafði ekki tekið gildi við

uppbrot Sovétríkjanna en kjarnorkuvopn gætu fræðilega fallið undir reglur samningsins um

lausafé sem kveða á um tengsl við landsvæði eða sanngjarna skiptingu eigna. Úkraína gerði

því tilkall til þessara eigna og krafði Rússland um bætur vegna eignaupptöku og vegna

kostnaðar við eyðingu vopnanna. Að lokum náðist samkomulag og Rússland greiddi

skaðabætur og kostnað vegna eyðingar vopnanna.425

Þá spruttu upp miklar deilur um

Svartahafsflotann á Krímsskaga sem varð hluti Úkraínu árið 1954. Bæði þurfti að skipta

eiginlegum eignum flotans og komast að niðurstöðu um aðstöðu hans á Krímskaga. Erfðilega

gekk að komast að samkomulagi og fjöldi tilrauna var gerður til þess. Sérstakt samkomulag

náðist þó árið 1997 eftir fjölda árangurslausra samningaviðræðna. Þar var flotanum skipt til

helminga en Úkraína tók 15-20% flotans til eigin nota og leigði Rússlandi þær eignir sem eftir

stóðu. Gerður var framlengjanlegur samningur um afnot af hernaðaraðstöðu í Úkraínu og var

kostnaður vegna þess greiddur með niðurfellingu hluta skulda Úkraínu við Rússland.426

Þó

svo að eignum hafi verið skipt án mikilla deilna þá grundvallaðist niðurstaða í flestum

tilvikum á pólitískum grunni en ekki lagalegum. Framkvæmdin byggist á fjölþjóða-og tvíhliða

samningum en sérstakra aðgerða var í flestum tilfellum þörf til að framkvæma það

fyrirkomulag sem samningarnir mæltu fyrir um. Þá voru samningarnir oft sniðgengnir í

framkvæmd og eignaréttarkröfur settar fram í ósamræmi við þá. Deilur á milli ríkjanna voru

þá leystar í hverju tilviki fyrir sig þar sem skorti vettvang til úrlausnar slíkra

ágreiningsmála.427

Svartfjallaland skildi sig frá Sambandsríki Serbíu-og Svartfjallalands árið 2006 í samræmi

við 60. gr. stjórnarskrár sambandsríkisins og hélt Serbía þjóðréttaraðild þess áfram.428

Eignum

og skuldum sem ekki var skipt eftir landsvæði skiptust í hlutföllunum 94,12% fyrir Serbíu á

424

Martti Koskenniemi: „Report of the Director of studies of the English-speaking section of the Centre“. State

Succession: Codification against the facts“, bls. 91-93. 425

Natalia V. Dronova: „The Division of State Property in the Case of State Succession in the Former Soviet

Union“, bls. 798-802. 426

Tarja Långström: Transformation in Russia and International Law, bls. 230-231. 427

Natalia V. Dronova: „The Division of State Property in the Case of State Succession in the Former Soviet

Union“, bls. 822. 428

Constitutional Charter of the State Union of Serbia and Montenegro sjá:

http://www.worldstatesmen.org/SerbMont_Const_2003.pdf (skoðað 5. Apríl 2016). Þá lýsti Kósóvó einhliða

yfir sjálfstæði árið 2008 en staða þess er umdeild að þjóðarétti. 108 ríki SÞ hafa viðurkennt sjálfstæði Kósóvó

og hefur alþjóðadómstóllinn hafnað því að einhliða yfirlýsing þess um sjálfstæð fari í bága við þjóðarétt.

Serbía viðurkennir ekki Kósóvó sem sjálfstætt fullvalda ríki sbr. ráðgefandi álit AD, Accordance with

International Law of the Unilateral Declaration of Independence in Respect of Kosovo, I.C.J. Reports 2010,

p. 403.

Page 69: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

68

móti 5,88% sem féll í hlut Svartfjallalands samkvæmt samningi ríkjanna.429

Þegar Suður

Súdan klofnaði frá Súdan árið 2011 gerðu ríkin með sér samning um skiptingu eigna og

skulda. Hvað varðar eignir á yfirráðasvæði Súdan þá gilti reglan um tengingu við landsvæði

meðal annars hvað varðar fasteignir og lausafé.430

Erlendar eignir fylgdu hins vegar Súdan þar

sem það hélt þjóðréttaraðild sinni.431

Eins og fram hefur komið gilda almennt sömu sjónarmið við aðskilnað hluta landsvæðis

og við upplausn ríkis. Hins vegar er í Vínarsamningi frá 1983 gerður grundvallarmunur á

afdrifum fasteigna sem staðsettar eru erlendis eftir því hvort ríki teljist halda áfram eftir

uppskiptingu landsvæðis. Þannig er í 18. gr. gert ráð fyrir að slíkar eignir erfist í sanngjörnum

hlutföllum á milli arftaka þess ríkis sem þannig brotnar upp. Skipting eigna fyrrum

Tékkóslóvakíu var t.d. gerð á grundvelli stjórnlaga áður en ríkið skiptist í tvennt. Fasteignum

var skipt eftir því hvar þær voru staðsettar en lausafé skipt í hlutföllunum tveir á móti einum

og var það nokkurnveginn í samræmi við íbúafjölda ríkjanna en eignum erlendis var svo skipt

í sömu hlutföllum.432

Inneignum fyrrum Tékkóslóvakíu hjá AG og AB var skipt þannig að

Tékkland fékk tvo þriðju hluta en Slóvakía einn þriðjung.433

Í samningum ríkja fyrrum

Júgóslavíu frá 2001 var einnig miðað við skiptingu eigna í ákveðnu hlutfalli.434

Tilfelli

Júgóslavíu er hins vegar skýrt dæmi um þá erfiðleika sem ríki glíma við þegar deilt er um

þjóðréttarlega stöðu þeirra ríkja sem taka við ríkisyfirráðum. Ágreiningur var milli Serbíu og

429

Þessi hlutföll samsvara 35,78% og 2, 23% af eignum og skuldum fyrrum Júgóslavíu samkvæmt samningnum

frá 2001 sbr. National Bank of Serbia, The Succession of the Former SFRY, sjá.

http://www.nbs.rs/internet/english/40/40_4.html (skoðað 5.4.2016). 430

Sjá ákvæði 4.1.1 og a.lið ákvæðis 4.1.2 samnings um efnahagslega samvinnu milli ríkjanna sjá:

http://sites.tufts.edu/reinventingpeace/files/2012/09/Agreement-on-Certain-Economic-Matters-

2709120001.pdf (skoðað 28. mars 2016). Í friðarsamningi milli ríkjanna frá 2004 var átréttað að opinberum

eignum skuli skipt með sanngjörnum hætti á milli ríkjanna og meginreglan að eign ætti að tilheyra því

stjórnvaldi sem hefði not af viðkomandi eign sbr. 11. gr. samningsins sjá:

http://unmis.unmissions.org/Portals/UNMIS/Documents/General/cpa-en.pdf (skoðað 5. apríl 2016) 431

Sjá ákvæði 3.1.1 samnings um efnahagslega samvinnu milli ríkjanna sjá:

http://sites.tufts.edu/reinventingpeace/files/2012/09/Agreement-on-Certain-Economic-Matters-

2709120001.pdf (skoðað 28. mars 2016). Sérsakt ákvæði um menningarverðmæti var að finna í samningi

milli Súdan og Suður-Súdan. Eignir sem voru sérstaklega mikilvægar vegna menningararfs ríkis eða voru

upprunalega frá því ríki skal tilheyra því ríki og skal skila ef því er komið við án þess að bætur koma fyrir Sjá

ákvæði 4.3 samnings um efnahagslega samvinnu milli ríkjanna sjá:

http://sites.tufts.edu/reinventingpeace/files/2012/09/Agreement-on-Certain-Economic-Matters-

2709120001.pdf (skoðað 28. mars 2016). 432

Fjöldi sendiráða var seldur og var ágóðanum þá skipt í þessum hlutföllum sbr. Gerhard von Glabn og James

Laty Taulbee: Law amongst Nations – An introduction to Public International Law, bls. 198-199. 433

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 58-59. 434

Bosnía-Hersegovina 15,5%, Króatía 23%, Makedónía 7,5%, Slóvenía 16% og Sambandsríki Serbíu- og

Svartfjallalands 38% sbr. 4. gr. samningsviðauka C, sjá tilvísun Malcolm N. Shaw: International Law, bls.

719 neðanmálsgrein 198. Einnig ber að nefna að fasteignir staðsettar innan landsvæðis Serbíska lýðveldisins

voru undir stjórn Bosníu þar sem hið fyrrnefna hafði ekki öðlast viðurkenningu sem ríki sbr. International

Crisis Group: State Succession to the immovable assets of Former Yugoslavia. Bosnia Report No. 20, 20

febrúar 1997, aðgengilegt: http://www.crisisgroup.org/~/media/Files/europe/Bosnia%206.pdf (skoðað

20.4.2016).

Page 70: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

69

Svartfjallalands annars vegar og annarra arftaka fyrrum Júgóslavíu hins vegar um afdrif

opinberra eigna og þá sérstaklega þeirra sem staðsettar voru utan yfirráðasvæðis fyrrum

Júgóslavíu.435

Bosnía-Hersegovína, Króatía, Slóvenía og Makedónía kröfðust þess að eignir

þess erlendis yrðu frystar á meðan á deila milli ríkjanna væri leyst og lýstu þau yfir lögsókn

gegn hverjum þeim sem framseldi slíkar eignir.436

Tillögur um skiptingu réttinda og

skuldbindinga fyrrum Jógóslavíu voru settar fram á alþjóðlegri ráðstefnu um málefni fyrrum

Júgóslavíu, og þá sérstaklega sérstökum vinnuhóp (Working Group on Succession Issues) og

hjá áðurnefndri Badinternefnd.437

Áhersla var lögð á skyldu ríkjanna til að komast að

samkomulagi með sanngirni að leiðarljósi auk þess sem hliðsjón skyldi höfð af meginreglum

Vínarsamningsins frá 1983 sem fyrrum Júgóslavía hafði verið aðili að.438

Fasteignir áttu að

fylgja því landsvæði sem þær voru staðsettar á og ríkin áttu að semja um aðrar eignir. En þar

til slíkt samkomulag komst á báru ríki ábyrgð á þeim eignum sem voru í þeirra umsjá.439

Áréttað var að það að neita þáttöku í samningaviðræðum fæli í sér brot að þjóðarétti.440

Hins

vegar gekk illa að ná samkomulagi. Ágreiningur var uppi um skilgreiningu á opinberri eign.

Sambandsríkið Serbía og Svartfjallaland tók þá afstöðu að undir hugtakið féllu hefðbundnar

ríkiseignir og aðrar þjóðareignir og þá meðal annars ýmsar náttúruauðlindir. Svo víðtækri

skilgreiningu var hafnað af öðrum arftökuríkjum og var sú afstaða staðfest af

Badinternefndinni. Fjöldi eigna hafði verið færður til einstakra ríkja áður en breytingarnar á

ríkisyfirráðum tóku gildi til að koma í veg fyrir að hægt væri að telja þær í flokki opinberra

eigna.441

Árið 2001 var að lokum gerður samningur milli ríkjanna og um afdrif hinna ýmsu

réttinda og skuldbindinga og þá meðal annars um skiptingu opinberra eigna. Þessi samningur

var að mestu leyti í samræmi við tillögur Badinter nefndarinnar og Vínarsamning frá 1983.442

Þannig runnu fasteignir til þess ríkis sem tók við yfirráðum á því landsvæði þar sem þær voru

staðsettar í samræmi við 1. mgr. 17. gr. og 1. mgr.18. gr. Vínarsamningsins frá 1983.443

Almennt fylgdi það lausafé sem staðsett var á yfirráðasvæði hvers ríkis fyrir sig miðað við

dagsetningu sjálfstæðis en hins vegar nutu menningarverðmæti sérstakrar verndar og

435

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 55 436

J.M. Ortega Terol: „The Bursting of Yugoslavia: An Approach to Practice regarding State Succecssion“ bls.

920. 437

Ibid., bls. 921. 438

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 55, vísað í Álit Badinter-nefndarinnar nr. 9 frá 4. júlí 1992, , ILM 1992,

bls. 1523, og nr. 12 frá 16. júlí 1993, ILM 1993, bls. 1589. 439

J.M. Ortega Terol: „The Bursting of Yugoslavia: An Approach to Practice regarding State Succecssion“, bls.

921. 440

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 55, vísað í álit nefndarinnar nr. 12 frá 16. júlí 1993 441

ILA, Ríó ráðstefnan 2008, bls. 55-56. 442

ILA, Ríó ráðstefnan 2008, bls. 55-56. 443

Ákvæði 1. mgr. 2. gr. viðauka A við samnings um álitamál tengd breytingu á ríkisyfirráðum fyrrum

Júgóslavíu https://treaties.un.org/doc/source/RecentTexts/29-1.pdf (skoðað 27. mars)

Page 71: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

70

fyrirkomulags. Þá var eignum utanríkisþjónustunnar skipt með hliðsjón af

sanngirnissjónarmiðum.444

Það sjónarmið hefur komið fram að hafi framsetning

Vínarsamnings frá 1983 varðandi afdrif erlendra eigna aðskilnað hluta ríkis eða upplausn ríkis

verið með öðrum hætti þá hefði að einhverju leyti mátt koma í veg fyrir þann ágreining sem

spratt upp við upplausn fyrrum Júgóslavíu.445

Eins og að ofan greinir þá erfa nýfrjáls ríki sjálfkrafa þær eignir sem tengast landsvæði

þeirra en einnig eignir nýlenduveldis sem ríkin hafa átt þátt í að skapa, sbr. 15. gr.

Vínarsamnings frá 1983. Framkvæmd nýfrjálsra ríkja bendir til þess að þau erfi sjálfkrafa

ríkiseignir í flestum tilfellum.446

Einnig ber að nefna að hér undir falla eignir sem tengjast

landsvæðinu óháð stjórnarfari ríkis áður en það var fært undir yfirráð annars ríkis.447

Þá var

talin ástæða til að árétta meginregluna um yfirráð ríkja yfir náttúruauðlindum sínum.448

Af framangreindri umfjöllun er ljóst að þó að meginreglum sé fylgt í framkvæmd þá eru

ýmis vandkvæði fólgin í þeim tilvikum þegar ríki klofnar í fleiri en eitt ríki og í þeim tilvikum

þegar deilt er um þjóðréttarlega stöðu ríkja í kjölfar breytinga á ríkisyfirráðum. Í þessu

sambandi er mikilvægt er að hafa í huga tengsl eignaskiptingar ríkja við skuldaskil en nú

verður vikið að afdrifum skulda við slíkar breytingar.

5.3 Skuldir

5.3.1 Almennt

Meðferð skulda við breytingar á ríkisyfirráðum er umdeilt álitamál meðal ríkja. Stafar það að

einhverju leyti af því að beinir hagsmunir þriðju ríkja eru undir við slíkar breytingar hvort

sem þau eru kröfuhafar eða koma fram fyrir hönd einkaaðila sem eiga fjárkröfu á hendur því

ríki sem sætir breytingum.449

Vínarsamningur frá 1983 tekur til ríkisskulda sem skilgreindar

eru í 33. gr. [...] sem sérhverjar fjárhagslegar skuldbindingar ríkis sem hafa orðið til í

samræmi við reglur þjóðaréttar gagnvart öðru ríki, alþjóðastofnun eða öðrum

þjóðréttaraðila“.450

Tekur ákvæðið því ekki með beinum hætti til fjárkrafna einkaaðila, sbr.

einnig 6. gr. samningsins.451

Einnig falla hér utan skuldir opinberra fyrirtækja og stofnana sem

444

Bosnía Hersegóvína 15%, Króatía 23,5%, Makedónía 8%, Slóvenía 14% og ríki nýju Júgóslavíu 39,5%, sjá

ILA: Draft Final Report 2008 bls. 56. 445

J.M. Ortega Terol: „The Bursting of Yugoslavia: An Approach to Practice regarding State Succecssion“, bls.

926 446

Jan Klabbers, Martti Koskenniemi ofl.: State Practice Regarding State Succession and Issue of Recognition:

the Pilot Project of the Council of Europe, bls. 120. 447

YILC 1981, vol II, part II, bls. 40 efnisgrein 14. 448

YILC 1981, vol II, part II, bls. 43 efnisgrein 32. 449

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 405. 450

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 405.

Í þessum kafla endurspeglar hugtakið „kröfuhafi“ því þessa skilgreiningu. 451

YILC 1981, vol II, part II, bls. 24 og bls. 79.

Page 72: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

71

eru fjárhagslega sjálfstæðir lögaðilar.452

Sú meginregla endurspeglast í 36. gr. Vínarsamnings

frá 1983 að breytingar á ríkisyfirráðum eða samningar um afdrif skulda við slíkar breytingar

hafa ekki bein áhrif á réttindi og skyldur kröfuhafa nema með samþykki hans.453

Í þessari

reglu felst fyrst og fremst að breytingar á fullveldisyfirráðum koma ekki sjálfkrafa á fót

lögskipum milli kröfuhafa og þess ríkis sem tekur við yfirráðum og hefur því ekki bein áhrif á

skuldakröfur þriðja ríkis eða annars þjóðréttaraðila.454

Þá hafa landfræðilegar breytingar

aðildarríkis almennt ekki áhrif á eignir eða fjárhagsskuldbindingar er tengjast aðild að

alþjóðastofnunum. Slíkar breytingar skapa nýju ríki engar kröfur eða skuldbindingar gagnvart

slíkri stofnun og hafa ekki bein áhrif á eignir og fjárhagsskuldbindingar sem tengjast aðild að

í þessu sambandi.455

Varðandi skilgreiningu á ríkisskuldum þá hefur almennt verið greint á milli hreinna

ríkisskulda (e. national debt) og skulda sem ríki ábyrgjast fyrir svæðisbundin stjórnvöld (e.

localized debt). Með hreinum skuldum er þá átt við opinberar skuldir ríkis og tekur það ekki

til skulda opinberra félaga eða stofnana þar sem eru sjálfstæðir lögaðilar með fjárhagslegt

sjálfstæði.456

Þá er almennt viðurkennt að skuldir svæðisbundinna sjálfstæðra stjórnvalda sem

njóta fjárhagslegs sjálfstæðis (e. local debt) teljast ekki til ríkisskulda í þessum skilningi.457

Þá

eru undanskildar þær skuldir sem stofnað var til með það að markmiði að vinna gegn

hagmunum íbúa landsvæðis eða í ólögmætum tilgangi í bága við reglur þjóðaréttar (e. odious

debt) og erfast þær ekki við breytingar á ríkisyfirráðum.458

Einnig má hér nefna álitamál um

452

YILC 1981, vol II, part II, bls. 76, efnisgr. 29-30. 453

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 405; H.

Lauterpacht: Oppenheim´s International Law, bls. 154, en höfundur vísar til þess að þetta sé almennt

viðurkennt á meðal fræðimanna og í ríkjaframkvæmd; Fletchenfeld: Public Debt and State Succession bls.

546. 454

Bent hefur verið á að líkindi séu með reglum um afdrif þjóðréttarsamninga vegna þessara tenginga við þriðja

aðila. Ábyrgð upphaflega skuldara á greiðslu lánsins færist yfir þegar skuldaraskipti hafa endanlega átt sér

stað. Þangað til ber það ábyrgð á greiðslu skuldarinnar gagnvart kröfuhafa en á jafnframt kröfu á hendur því

ríki sem tekur við fullveldisyfirráðum sbr. YILC 1981, vol II, part II, bls. 81, efnisgr. 2-5. Samningar ríkja

sem eru í ferli breytinga á ríkisyfirráðum um afdrif skulda hafa ekki sjálfkrafa bein áhrif á þriðja aðila sem er

kröfuhafi sbr. 34-36. Vínarsamnings um milliríkjasamninga frá 1969. Einhliða yfirlýsingar ríkja um yfirtöku

skulda eru heldur ekki sjálfkrafa skuldbindandi fyrir þriðja aðila. sbr. Ibid bls. 82-83 efnisgr. 7-9; D.P.

O´Connell: State Succession vol I, bls. 394-395. 455

Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations“, bls. 380-381. Sjá nánar um

framkvæmd AG: Hans Aufricht: „State Succession under the Law and Practice of the International Monetary

Fund“. 456

YILC 1981, vol II, part II, bls. 77 efnisgrein 29-30. 457

YILC 1981, vol II, part II, bls. 74 efnisgr. 14-16. Úrlausn um hvort svæðisbundnar skuldir teljist til ríkisskulda

(e. localized debt) felst í mati á tengslum við það ríki sem sætir breytingum á ríkisyfirráðum. Þeir þættir sem

ber að líta til við matið eru eftirfarandi: Hver skuldarinn er, fjárhagslegt sjálfstæði landsvæðis sem um ræðir,

tilgangur skuldsetningar og hvort einhverskonar trygging greiðslu sé þar staðsett, sbr. sbr. ibid. bls. 75

efnisgrein 19-28. Sjá almennt um svæðisbundnar skuldir: D. P. O´Connell: State Succession vol., 16. kafli. 458

YILC 1977, vol II, part I, bls. 45, skjal nr. doc. A/CN.4/301 and Add. 1; YILC 1981, vol II, part II, bls. 78-79,

efnisgr. 41-42. Þessar skuldir eru persónulegar og hægt er að greina í tvo flokka, annars vegar skuldir sem ríki

hefur ekki samþykkt og er gegn hagsmunum þess og hins vegar skuldir sem stafa af fjármögnum stríðs gegn

Page 73: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

72

skuldir gjaldþrota ríkis en sumir hafa bent á að ekki sé rétt að krefja ríki sem tekur við

yfirráðum um greiðslu slíkra skulda að öllu leyti.459

Skylda til greiðslu dráttarvaxta af

skuldum hvílir á upphaflega skuldaranum og ríki sem tekur við ríkisyfirráðum ber því

einungis ábyrgð á gjaldföllnum skuldum sem stafa frá því ríki sem missir yfirráð.460

Meginreglan er sú að hreinar skuldir ríkis sem stofnað var til fyrir ríkið í heild fylgj því

almennt með því við slíkar breytingar en missi ríki þjóðréttaraðild sína þá færast þær yfir til

þess ríkis eða ríkja sem taka við fullveldisyfirráðum.461

Almennt færist ábyrgð ríkisskulda

sem eru í sérstökum tengslum við landsvæði til þess ríkis sem tekur við fullveldisyfirráðum á

því svæði.462

Ábyrgð skulda svæðisbundinna stjórnvalda sem njóta fjárhagslegs sjálfstæðis

tengist áfram því landsvæði sem þær ná til og flytjast almennt til þess ríkis sem tekur við

fullveldisyfirráðum á því landsvæði.463

Tímamark yfirfærslu er dagsetning breytingar á

fullveldisyfirráðum, sbr. 35. gr. Vínarsamnings frá 1983. Í þessu felst að ríki sem tekur við

yfirráðum er ábyrgt fyrir greiðslu skuldarinnar frá þeim degi jafnvel þó að skuldaraskiptin taki

í raun lengri tíma. Ef hið fyrra ríki heldur af einhverjum ástæðum áfram að greiða af skuldinni

á meðan á þessu tímabili stendur þá getur það krafið hinn nýja skuldara um fjárhæð sem því

nemur.464

Í Vínarsamningnum eru skuldaskil ólík eftir því hvernig landfræðilegar breytingar eiga sér

stað. Eðli máls samkvæmt er ágreiningur almennt mestur í þeim tilvikum þegar ríki leysist

upp og kröfuhafar missa hinn eiginlega skuldara eða grundvallarbreyting verður á einkennum

hans.465

Því er almennt mælt fyrir um arftöku allra ríkisskulda ríkis nema í þeim tilvikum

þegar upprunalega ríkið heldur áfram að vera til eða þegar það leysist upp í fleiri en eitt ríki

því ríki sem tekur við ríkisyfirráðum, sbr. D. P. O´Connell: State Succession vol I, bls.459; ILA: Draft Final

Report 2008, bls. 53. 459

D. P. O´Connell: State Succession in Municipal Law and International Law, vol I, bls. 463. 460

Ibid., bls. 464. Höfundur vísar til tveggja gerðardóma Bretlands við Austurríki annars vegar og Ungverjaland

hins vegar þar sem niðurstaðan varð sú að Austuríska-Ungverska keisaradæmið bæri ábyrgð á greiðslu

dráttarvaxta af skulda fram að því tímamarki sem friðarsamningarnir tóku gildi. 461

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 405; H.

Lauterpacht: Oppenheim´s International Law, bls. 154, vísar til þess að þetta sé almennt viðurkennt á meðal

fræðimanna og í ríkjaframkvæmd.; Fletchenfeld,: Public Debt and State Succession, bls. 546. Sumir

fræðimenn hafa þó gert greinarmun á tryggðum og ótryggðum ríkisskuldum í þessu sambandi, sbr. D. P.

O´Connell: State Succession in Municipal Law and International Law, vol I, bls. 407-408. 462

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 405; YILC

1981, vol II, part II, bls. 75 efnisgr. 17. 463

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 405. Vísar í

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 722. Hins vegar eru slíkar skuldir ekki opinberar í þeim skilningi

að þær teljist með í þeim heildarpotti ríkisskulda sem koma til skiptingar við til dæmis klofnun ríkja. Þannig

eru þær í eðli sínu bundnar landsvæðinu sem þær ná til, sbr. YILC 1981, vol II, part II, bls. 74 efnisgr. 14-16. 464

Draft 1983 bls. 80 efnisgrein 2-4. Allur gangur virðist vera á því hvernig ríki haga þessum málum sjá: D. P.

O´Connell: State Succession in Municipal Law and International Law, vol I, bls. 457-458. 465

YILC 1981, vol II, part II, bls. 72 efnisgr. 4.

Page 74: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

73

en þá skiptast skuldir hlutfallslega í samræmi við sanngirnissjónarmið.466

Erfitt getur reynst

að slá því föstu hvaða þættir séu ráðandi við mat á sanngjarnri skiptingu skuldbindinga án

samnings eða úrlausnar alþjóðlegs úskurðaraðila.467

Meta verður þá hvað ríki getur lagt af mörkum að teknu tilliti til allra áhrifaþátta. Þeir

þættir sem hafa áhrif lúta að stærð landsvæðis, íbúafjölda, ríkisfangi kröfuhafa sem og ýmsir

efnahagslegir þættir líkt og skatttekjur, eignir og framlag landsvæðis til ríksins.468

Álitamál er

um hvernig skuldum skuli skipt á milli þegar fleiri en einn skuldari koma til greina. Bent

hefur verið á að kröfuhafi eigi kröfu á hendur því ríki þar sem eign til tryggingar skuld er

staðfest að því gefnu að þeir geti krafist efnda með sölu slíkra eigna.469

Hagsmunir kröfuhafa

skipta hér miklu máli og hafa þeir í mörgum tilfellum lagt sameiginlega ábyrgð á skuldum til

grundvallar. Ríki sem taka við yfirráðum eru hins vegar eðlilega almennt hlynnt þeirri

niðurstöðu að við mat á skiptingu skulda skuli taka mið af eignum sem þeim áskotnast. Hins

vegar hafa kröfuhafar stundum hafnað slíkri viðmiðun og vilja yfirleitt sem víðtækasta ábyrgð

af hálfu aftakanna.470

5.3.2 Framkvæmd ríkja

Venjulega veldur samruni ríkja ekki miklum ágreiningi hvað varðar skuldaskil enda tekur hið

sameinaða ríki almennt yfir beinar og óbeinar skuldir í þeim tilfellum. Í samræmi við þetta

mælir ákvæði 37. gr. Vínarsamnings fyrir um arftöku slíkra skuldbindinga í samræmi við

arftöku eigna í slíkum tilvikum. Framkvæmd ríkja er í samræmi við þetta en almennt eru

skuldaskil milli ríkja leyst í löggjöf ríkjanna en í nokkrum tilfellum hefur verið leyst úr slíkum

málum á sviði þjóðaréttar.471

Hins vegar hefur framkvæmd ekki verið alveg skýr hvað varðar

466

Ian Brownlie: Public Intenational Law, bls. 625. Rétt er að benda á að erfitt er að treysta á flokkun eftir því

hvort ríki heldur tilvist sinni eðs ekki við slíkar breytingar í ljósi þess að það er vandkvæðum bundið að setja

fram almenn viðmið um slíkt, sbr. YILC 1981, vol II, part II, bls. 112 efnisgr. 20. 467

D. P. O´Connell: State Succession vol I, bls. 395; Andrea Gioia: „State Succession and International Financial

Organizations“, bls. 381. 468

Sjá einnig D. P. O´Connell: State Succession vol I, bls. 454-456. 469

Sjá einnig D. P. O´Connell: State Succession vol I, bls. 456-457. 470

Paul Williams og Jennifer Harris: „State Succession to Debts and Assets: The Modern Law and Policy“, bls.

412. Þetta var til dæmis afstaða ríkja fyrrum Sovétríkjanna og fyrrum Tékkóslóvakíu. Hins vegar var slíkri

tengingu hafnað í tilfelli fyrrum Júgóslavíu. Þá kröfðust kröfuhafar fyrrum Sovétríkjanna ábyrgðar in solidum

án tillits til eignaskiptingar sbr. ibid bls. 416. 471

Við myndun Konungsríkis Niðurlanda árið 1814 tók það yfir skuldir þeirra landa sem sameinuðust samkvæmt

þjóðréttarsamningi. Holland og Belgía hafa vísað til þessa samnings við skiptingu skulda sín á milli. Hið sama

var upp á teningnum við sameiningu ríkja í Konungsveldið Ítalíu árið 1866 sbr. YILC 1981, vol II, part II, bls.

105-106, efnisgr. 1-5. Þá héldu ríki ábyrgð sinna skulda við sameiningu nýlenda í Kanada, Australíu og

Suður-Afríku og við sameiningu Sýrlands og Egyptalands árið 1958, sbr. D.P. O´Connell: State Succession

vol. I, bls. 386.

Page 75: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

74

innlimun ríkis í annað.472

Við sameiningu Þýskalands vöknuðu upp spurningar um afdrif

skulda Austur-Þýskalands og hvort þær teldust til opinberra skulda sem myndu sjálfkrafa

færast yfir á Þýskaland. Meginreglan er sú að skuldir ríkis sem sameinast öðru ríki þannig að

myndist nýtt ríki flytjast yfir til hins sameinaða ríkis hafi þær ekki verið stofnaðar í bága við

reglur þjóðaréttar.473

Ýmsar kenningar hafa sprottið um afdrif skulda við yfirfærslu hluta landsvæðis ríkis til

annars ríkis.474

Þjóðréttarsamningar í kjölfar styrjalda hafa almennt kveðið á um fyrirkomulag

skuldaskiptingar á milli ríkja í slíkum tilvikum. Framkvæmd ríkja staðfestir almennt aftöku

ríkisskulda sem tengast ákveðnu landsvæði sérstaklega ef skuldin hefur verið tryggð með

einhverjum hætti svo sem með ríkistekjum landsvæðisins eða eignum staðsettum þar.475

Framkvæmd hvað varðar hreinar ríkisskuldir er hins vegar ekki einsleit.476

Kenningar

472

Bandaríkin tóku við skuldum einstakra ríkja þess árið 1790 en við innlimun Texas árið 1845 var slíkum

skuldbindingum hafnað, sbr. Gerhard von Glabn og James Laty Taulbee: Law amongst Nations – An

introduction to Public International Law, bls. 198. Einnig var deilt um afdrif skulda Eystrasaltsríkjanna þegar

Sovétríkin lögðu þau undir sig árið 1940 sbr. D. P. O´Connell: State Succession vol. I, bls. 386-387. 473

Sjá ILA: Draft Final Report 2008, bls. 37. 474

Rök fyrir skiptingu skulda lúta að sjónarmiðum um að það ríki sem tekur við fullveldisyfirráðum yfir

landsvæði njóti góðs af fjármögnunni og að ekki sé eðlilegt að það fái einungis eignir en sé laust við skuldir

sem teknar voru að hluta í þágu þess landsvæðis. Einnig spila hér inn í sjónarmið um réttlæti og sanngirni.

Hins vegar má færa fyrir því rök að fullvalda ríki geti ekki talist skuldbundið ráðstöfunum annars fullvalda

ríkis auk þess sem persónulegt eðli skulda mælir á móti yfirfærslu skuldara til annars aðila, sbr. YILC 1981,

vol II, part II, bls. 84-96, efnisgrein 1-10. 475

Sjá D. P. O´Connell, State Succession vol I, bls. 416; Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 732.

Prússland tók yfir skuldir héraðsins Silesia árið 1742. Í friðarsamningi milli Frakklands og Austurríkis var

kveðið á um yfirfærslu skulda sem tengdust sérstaklega þeim héruðum sem afsalað var frá Austurríki til

Frakklands árið 1791 (áréttað í samningi milli Frakklands, Þýskalands og Austurríkis árið 1801). Eins var í

friðarsamningum í upphafi 19. aldar kveðið á um sambærilegt fyrirkomulag vegna yfirfærðra landsvæða milli

Frakklands og annarra ríkja og einnig í samningum Prússlands við m.a Danmörku. Þá var mælt fyrir um

yfirtöku skulda Frakklands sem tryggðar voru á landsvæðunum sem afsalað var í kjölfar seinni

heimstyrjaldarinnar. Einnig tók nasistastjórn Hitlers yfir skuldir Tékkóslóvakíu sem stofnað var til

uppbyggingar lestarsamgangna á því landsvæði sem stjórnin tók yfir. Þá féllst Frakkland á að taka yfir

opinberar svæðisbundnar skuldir Ítalíu á þeim landsvæðum sem ríkið endurheimti en þó að ákveðnum

skilyrðum uppfylltum. Hins vegar var slíkum staðbundnum ríkisskuldum hafnað sbr. 225. gr.

Versalasamningsins um opinberar skuldir Þýskalands sem tengdust eigum þess á þeim landsvæðum sem um

ræðir. Sjá YILC 1981, vol II, part II, bls. 89-90 efnisgrr. 25-33, 35. 476

Frakkland tók yfir hluta skulda skulda Sardiníu við yfirfærslu Nice árið 1860, Ítalía tók við hluta skulda sem

lutu að embætti páfa við innlimun Páfaríkjanna árið 1866 í samræmi við íbúafjölda og Grikkland tók yfir

hluta Ottóman skulda Tyrklands við innlimun Thessaly héraðsins árið 1881. Þá var kveðið á um yfirfærslu

skulda í friðarsamningum í kjölfar heimstyrjaldarinnar fyrri og þau ríki sem tóku við þýskum landsvæðum

ábyrgðust almennt hluta skulda Þýskalands. Hins vegar samþykkti Frakkland ekki að taka við skuldum vegna

yfirfærslu Alsace-Lorraine héraðsins í ljósi þess að Þýskaland hafði hafnað slíkri skyldu þegar héraðið var

innlimað í Þýskaland árið 1871. Skiptingu skulda var hins vegar hafnað þegar Rússland lagði undir sig hluta

Ottómans veldisins og gerði Rússland greinarmun á afdrifum skulda eftir því hvort ríki samþykktu

yfirfærsluna eða hvort landsvæðið hafi fengist í kjölfar stríðs. Þá var yfirfærsla Alsace-Lorraine til Þýskalands

eins og að ofan greinir framkvæmd án þess að skipting skulda ætti sér stað. Síle hafnaði einnig skiptingu

ríkisskulda Perú við innlimun héraðs þess síðarnefnda. Japan tók heldur ekki við neinum ríkisskuldum Japan

við yfirfærslu hluta eyjarinnar Sakhalin. Í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar var meginstefnan einnig sú að

ríkisskuldir fylgdu ekki því landsvæðis sem yfirfærðist. Sjá: YILC 1981, vol II, part II bls. 86-88 efnisgr. 11-

21. Þá er framkvæmd nýlenduveldanna þegar þau lögðu undir sig nýlendur er misvísandi. Sem dæmi má

nefna að við innlimun Hawaii, Tahiti og Kóreu tók yfirtökuríkið við ríkisskuldum að hluta eða öllu leyti. Hins

Page 76: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

75

fræðimanna, dómar og ríkjaframkvæmd benda þó til þess að rök standi til þess að hafna beri

slíkri arftöku ef hið eldra ríki heldur þjóðréttaraðild sinni.477

Þó virðist sem pólítík og

hentisemi ríkja hafi verið ráðandi þáttur við mat á því hvort skuldum var skipt eða ekki en

mikilvægt er að hafa í huga að þessar tegundir breytinga hafa í sögulegu samhengi yfirleitt átt

sér stað í kjölfar styrjalda og vafasamt er að fullyrða að sömu sjónarmið eigi við þegar ríki

yfirfæra landsvæði á friðsamlegan hátt.478

Í samræmi við þetta mælir ákvæði 37. gr. aðeins

fyrir um sanngjarna skiptingu skulda í þeim tilvikum þegar ríki ná ekki samkomulagi um

slíkt.

Þegar hluti landsvæðis klofnar frá og verður nýtt ríki þá gildir sama regla og að ofan

greinir um ábyrgð skulda nema þær standi í sérstöku sambandi við það landsvæði sem

klofnaði frá, sbr. 40. gr. Reglan er frávíkjanleg og nýtt ríki kann að taka við hluta skuldanna

en þær skuldir sem yfirfærast í slíkum tilvikum eiga að skiptast í sanngjörnum hlutföllum og

taka skal mið af þeim eignum sem falla í hlut ríkisins. Hvað varðar framkvæmd

alþjóðafjármálastofnana þá er hinn upphaflegi skuldari í samræmi við framangreint áfram

ábyrgur fyrir skuld þar til viðkomandi alþjóðastofnun hefur samþykkt yfirfærslu

fjárskuldbindinga að hluta eða í heild til hins nýja ríkis óháð umfangi landfræðilegra

breytinga.479

Alþjóðabankinn hefur hins vegar fjallað um skiptingu skulda milli ríkja. Almenn

lán halda þar áfram að skuldbinda hinn upphaflega skuldara en staðbundnar skuldir yfirfærast

þó til hins nýja ríkis. Bankinn hefur einnig fjallað um ábyrgðir og möguleika á að þær færist

yfir til hins nýja ríkis ef þær tengjast með einhverjum hætti fyrirtækjum eða verkefnum á því

landsvæði.480

Framkvæmd ríkja í þessum tilvikum er annars misvísandi og hefur arftöku bæði verið

hafnað og hún staðfest.481

Áður en Sovétríkin klofnuðu gerði sambandsríkið samkomulag í

vegar var slík ábyrgð ekki viðurkennd við innlimun Kongó og Madagasgar. Sjá YILC; 1981, vol II, Draft

1983, bls. 91-92, efnisgrein 3 og 4. 477

Sem dæmi sjá Ottoman Public Debt case, 18. apríl 1925, 1 RIAA. 1925, bls. 529. 478

YILC 1981, vol II, part II, bls. 90 efnisgrein 36; Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 722-723. 479

Andrea Gioia: State Succession and International Financial Organizations, bls. 380-381. 480

Ibid, bls. 380-381. 481

Texas hafnaði arftöku skulda Mexíkó árið 1840 og tók Panama ekki yfir skuldaábyrgð á ríkisskuldum

Kólumbíu við sjalfstæði árið 1903. Arftaka var hins vegar staðfest á hluta skulda Ottóman veldisins af hálfu

Búlgaríu, Svartfjallalands og Serbíu árið 1878 en hvorki Kýpur né Bosnía-Hersegóvína tóku við skuldum

þess. Þá tók Írland við ríkisskuldum Bretlands árið 1921 í samræmi við sanngirnissjónarmið og Singapúr tók

við hluta skulda sambandsríkisins Malaya. Pakistan tók hlutfall skulda Breska-Indlands sem var á ábyrgð

Indlands eftir sjálfstæði. Jafnframt tóku Arftakar Austuríska-Ungverska keisaradæmisins ábyrgð á hluta

skulda þess samkvæmt ákvörðun sérstakrar nefndar sem komið var á fót. Ríki sem skildu sig frá Tyrklandi

tóku einnig við hlutfalli skulda Ottóman veldisins miðað við stöðu þeirra ríkja sem voru hluti veldisins fram

til 1912. Arftakar Sovéska Rússlands tóku ekki við hluta skulda þess árið 1920 fyrir utan Pólland sem

samþykkti yfirtöku á hluta skulda í samningi við bandamenn. Sjá D. P. O´Connell: State Succession in

Municipal and International Law vol.I, bls. 398, 401-402, 404; Malcolm N. Shaw: International Law, bls.

723. Sjá ILA: Draft Final Report 2008, bls. 53. Samið var um afdrif ríkisskulda annarra en svæðisbundinna

Page 77: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

76

október 1991 við einstök ríki innan þess um óskipta ábyrgð þeirra in solidum á skuldum

Sovétríkjanna út á við.482

Rússland og aðrir arftakar Sovetríkjanna gerðu síðan með sér

samkomulag um hlutfallslega skiptingu skulda í desember sama ár. Þrátt fyrir það samdi

sovéski bankinn sem hafði milligöngu um greiðslur við erlenda kröfuhafa um óskipta ábyrgð

in solidum. Að lokum fór svo að ríki fyrrum Sovétríkjanna ákváðu afdrif skulda og eigna með

tvíhliða samningum. Rússland gerði samninga við öll hin arftökuríkin um að taka á sig

skuldaábyrgð gegn því að fá þeirra hluta í eignasafni fyrrum Sovétríkjanna. Ágreiningur

myndaðist hins vegar á milli Rússlands og Úkraínu varðandi eignir tengdar hernaði og þá

bæði tengt flota og kjarnorkuvopnum sem áður greinir.483

Eystrasaltsríkin höfnuðu hins vegar

hvers konar ábyrgð á skuldum fyrrum Sovétríkjanna enda töldu þau sig ekki til arftaka

þeirra.484

Við aðskilnað Svartfjallalands frá Serbíu árið 2006 skiptu ríkin með sér eignum og

skuldum í hlutföllunum 94, 12% fyrir Serbíu á móti 5,88% sem féll í hlut Svartfjallalands. Þá

var samið um ábyrgð lána fyrrum Júgóslavíu hjá Evrópuráðinu í hlutföllunum 90:10 að

undanskildu einu láni þar sem Serbía tók nánast yfir alla skuldina.485

Meginreglunni um

tengingu við landsvæði var beitt um skiptingu innlendra skulda Súdan og allar skuldir sem

tengdust landsvæði Suður-Súdan fyldu því ríki við skiptinguna.486

Erlendar eignir og

skuldbindingar fylgdu hins vegar Súdan þar sem það hélt stöðu sinni sem þjóðréttaraðili við

skiptinguna.487

Ef ríki hættir að vera til í kjölfar uppbrots þess þá gilda sömu meginsjónarmið, sbr. 41. gr.

þó að staðan sé að miklu leyti ólík í ljósi þess að hinn upphaflegi skuldari hverfur. Þau ríki

skulda þegar Noregur gekk úr ríkjasambandi við Danmörku og sameinaðist Svíþjóð árið 1814. Í 6. gr. Kíel

samningsins var kveðið á um að Noregur skyldi greiða hluta allra ríkisskulda hins fyrrum sameinaða ríkis en

Noregur mótmælti þessari skuldbindingu. Svo fór að Svíþjóð samdi við Danmörku í sérstökum

þjóðréttarsamningi þeirra á milli um að Noregur væri skuldbundinn til að greiða hluta af þessum skuldum en

þó lægra hlutfall en kveðið var á um í Kiel samningnum, sbr. Suzanne Thorpe: „Norway. Issues of Treaty

Succession“, bls. 397-398. 482

Skuldirnar voru metnar á 60 billjón dollara og var Rússlandi úthlutað 61,34%, Úkraínu 16,37% og Hvita

Rússlandi 4,13%. Hin ríkin fengu öll hluta sem var undir 4% sbr. Pierre M. Eismann og Martti Koskenniemi:

State Succession: Codification tested against the facts, bls. 91. 483

Martti Koskenniemi: „Report of the Director of studies of the English-speaking section of the Centre“. State

Succession: Codification against the facts“, bls. 91-93. 484

Pétur Dam Leifsson: Um breytingar á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins, bls. 406; Anthony

Aust: Handbook of International Law, bls. 363-364, 369. 485

Sjá ákvörðun Evrópuráðsins frá 2. október 2008 um hlutfallslega skiptingu skuldaábyrgðar vegna

langtímalána sem ráðið veitti fyrrum Júgóslavíu (síðar Sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands), Official

Journal of the European Union 10.10.2008, L 269/8 (2008/784/EC). 486

Sjá ákvæði 4.1.1 og b.lið ákvæðis 4.1.2 samnings um efnahagslega samvinnu milli ríkjanna sjá:

http://sites.tufts.edu/reinventingpeace/files/2012/09/Agreement-on-Certain-Economic-Matters-

2709120001.pdf (skoðað 28. mars 2016). 487

Sjá ákvæði 3.1.1 samnings um efnahagslega samvinnu milli ríkjanna sbr. ibid. Í 10. gr. Friðarsamnings Súdan

og Suður Súdan var kveðið á um að skuldir skyldu fylgja því stjórnvaldi sem stofnaði til slíkra skulda, sbr.

http://unmis.unmissions.org/Portals/UNMIS/Documents/General/cpa-en.pdf (skoðað 5. apríl 2016)

Page 78: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

77

sem myndast á landsvæði þess verða þá ábyrg fyrir greiðslu skulda hins fráfarandi ríkis.488

Hins vegar kann að vera vandasamt að ákvarða skiptingu í þessum tilvikum. Við klofnun

sambandsríkis Kólumbíu 1821 var miðað við hlutfallslega skiptingu skulda.489

Við skiptingu

Konungsríkis Niðurlanda árið 1830 náðu Holland og Belgía loks samkomulagi eftir miklar

deilur og laut það að árlegu framlagi Belgíu til Hollands til greiðslu skulda fyrrum

Konungsríkisins.490

Þegar ríkjasamband Noregs og Svíþjóðar leystust upp árið 1905 voru

ríkin áfram ábyrg fyrir eigin skuldum en skiptu sameiginlegum ríkisskuldum sín á milli.491

Við upplausn Júgóslavíu árið 1941 skiptust skuldir eftir íbúafjölda og efnahag ríkja þess.492

Við skiptingu skulda fyrrum Júgóslavíu í kjölfar kalda stríðsins var meginsjónarmiðið um

sanngjarna skiptingu lagt til grundvallar og tenging var á milli eignaúthlutunar og

skuldaskipta. Atbeina alþjóðasamfélagsins var þörf þar sem ekki var eining um stöðu ríkjanna

við þessa breytingar og ágreiningur var um skiptingu réttinda og skuldbindinga. Í

samningnum milli ríkjanna var gert ráð fyrir hlutfallslegri skiptingu ríkisskulda. Hvert ríki var

hins vegar ábyrgt fyrir þeim skuldum sem tengdust þeirra landsvæði sérstaklega.493

Úrlausn

skuldamála fyrrum Tékkóslóvakía gekk betur fyrir sig. Eins og áður hefur komið fram var

kveðið á um skiptinguna í stjórnlögum hins sameinaða ríkis áður en það klofnaði. Ríkin

skyldu því taka yfir þær skuldir sem tengdust sérstaklega landsvæði þess en að öðrum kosti

yrði þeim skipt í hlutföllunum tveir fyrir Tékkland á móti fyrir Slóvakíu.494

Álitmál vegna upplausnar ríkja skipta einnig miklu máli hvað varðar afdrif inneigna og

skuldbindinga þeirra hjá alþjóðafjármálastofnunum. Í þessum tilvikum þegar ríki missir

þjóðréttaraðild sína hefur AGS einhliða ákvarðað skiptingu á eignum og skuldbindingum og

gert slíka niðurstöðu að skilyrði fyrir aðild arftökuríkja að stofnuninni.495

AB hefur hins vegar

almennt leitast við að ná samningum við hlutaðeigandi ríki í slíkum tilvikum og er slíkur

samningur almennt skilyrði fyrir aðild að AB líkt og raunin varð í tilviki fyrrum Júgóslavíu.496

Við slíka skiptingu hefur AGS almennt haft hliðsjón af stærð efnahags en sama viðmið hefur í

488

D. P. O´Connell: State Succession vol. I, bls. 387; Feilchenfeld: Public debt, bls. 679. 489

Nýja Granada 50%, Venesúela 28,5%, Ekvador 21,5%., sbr. YILC 1981, vol II, part II, bls. 108-109, efnisgr.

7. Í gerðardómsmálum sem komu upp 50 árum síðar var hlutfallsleg ábyrgð Venesúela staðfest

gerðardómsmálum kennd við Sara Campbell og W. Ackers milli Bandaríkjanna og Venesúela, sbr. YILC

1981, vol II, part II, bls. 112 efnisgr. 16 og 17. 490

YILC 1981, vol II, part II, bls. 109-111 efnisgr. 8-13. 491

YILC 1981, vol II, part II, bls. 111 efnisgr. 14. 492

D. P. O´Connell: State Succession vol.1, bls. 389; Feilchenfeld: Public debt, bls. 390. 493

Skipting ríkisskulda: Bosnía-Hersegóvína 15,5%, Króatía 23%, Makedónía 7,5%, Slóvenía 16%,

sambandsríki Serbíu-og Svartfjallalands 38%). Sjá. ILA: Draft Final Report 2008, bls. 57. 494

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 58-59. 495

Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations“, bls. 382. 496

Ibid., bls. 383. Afstaða AB miðaði að því að Sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands héldi ábyrgð fyrrum

Júgóslavíu.

Page 79: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

78

þessum tilvikum verið notað hjá AB og Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EÞE)

varðandi eignir og ríkisskuldir en þó hefur svæðisbundnum inneignum og skuldum verið skipt

eftir tengslum við hlutaðeigandi landsvæði.497

Við klofnun Sambands arabíska lýðveldisins

miðaðist framkvæmd AGS og AB við að Sýrland og Egyptaland héldu áður ákveðnum

réttindum og skuldbindingum frá því fyrir sameiningu ríkjanna.498

Við ákvörðun skiptingar á

inneign og skuldbindingum fyrrum Júgóslavíu var lagt til grundvallar að fyrrum Júgóslavía

hafi misst þjóðréttaraðild sína og var hjá AGS notuð sömu viðmið og um aðild nýrra ríkja og

grundvallaðist niðurstaða því á efnahagslegum burðum hvers ríkis og lagði AB og EÞB sömu

viðmið til grundvallar.499

Jafnframt var réttindum og skuldbindingum fyrrum Tékkóslóvakíu

hjá AGS, AB og EÞE skipt nálægt hlutföllunum 2/3 á móti 1/3.500

Viðmið um sanngjarna

skiptingu kann að vera flókið að beita í framkvæmd og sumir hafa bent á að nauðsynlegt sé að

alþjóðastofnun á þessu sviði, líkt og AGS, skilgreini hvert inntak slíkrar skiptingar sé. Hins

vegar mun ávallt verða nauðsynlegt að ná samningum milli arftökuríkja þó að slíkar reglur sé

fyrir hendi.501

Í Vínarsamningi frá 1983 er að finna sérreglu í 38. gr. þess efnis að engar ríkisskuldir

flytjist yfir til nýfrjáls ríkis nema á grundvelli samkomulags hlutaðeigandi ríkja. Framkvæmd

ríkja er mjög misvísandi og felur ekki í sér viðurkenningu á ákveðinni reglu í þessum

efnum.502

Alþjóðalaganefndin taldi óhjákvæmilegt að þróa reglur á þessu sviði með skráningu

497

Ibid., bls. 383. 498

Ibid., bls. 355 og 363. 499

Sambandsríki Serbía-Svartfjallaland 36,52%, Slóvenía 16,39%, Króatía 28,49%, Bosnía-Hersegóvína 13,20%

og Makedónía 5,40%. Lán AG voru þess eðlis að teljast til ríkisskulda en lán AB voru svæðisbundin að eðli

sínu, sbr. YILC 1981, vol II, part II, bls. 57; Andrea Gioia: „State Succession and International Financial

Organizations“, 373-374. Þó var stefna AB í upphafi sú að miða við að Sambandsríki Serbíu og

Svartfjallalands héldi aðild sinni áfram þar til öll arftökuríkin höfðu gerst aðilar að AB. Síðar var vikið frá

þessu vegna þrýstings frá AGS, sbr. ibid. bls. 368. Áhrif breytinganna í Austur-Evrópu höfðu ekki eins mikil

áhrif á eignir og skuldbindingar hjá EÞB þar sem bankinn starfaði aðallega á sviði lánveitinga til

einkaréttarlegra fjármálafyrirtækja og einungis var gert ráð fyrir ábyrgð ríkja við veitingu lána til

ríkisfyrirtækja. Jafnframt er aðild að AGS ekki skilyrði fyrir aðild að EÞB, sbr. ibid. bls. 374. 500

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 58-59. Hjá AGS var miðað skiptinguna 69,61% fyrir Tékkland og 30,39%,

fyrir Slóvakíu, sbr. Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations“, bls. 362 og

375. 501

Ibid., bls. 382-383. 502

Nýlendur Bretlands sem síðar urðu Bandaríkin tóku ekki yfir neinn hluta skulda Bretlands hvorki Portúgal né

Holland tóku yfir hluta skulda Spánar við sjálfstæði. Við sjálfstæði Brasilíu frá Portúgal átti ríkin

gagnkvæmar kröfur á hendur hvor öðru og því var gerður samningur um greiðslu hluta skulda Portúgal. Við

sjálfstæði nýlenda Suður-Ameríku tóku ríkin almennt einungis yfir svæðisbundnar skuldir þó að tilvik Bólívíu

hafi vikið frá þessari framkvæmd. Þegar Kúba öðlaðist sjálfstæði að nafninu til frá Spáni árið 1898 var það

aðeins bundið við staðbundnar skuldir en ekki ríkisskuldir Spánar. Filippseyjar tóku við svæðisbundnum

skuldum Bandaríkjanna við sjálfstæði árið 1934. Þá féllst Pakistan á yfirtöku hluta skulda Indlands. Indónesía

hafnaði að lokum arftöku skulda Konungsríkis Niðurlanda árið 1956 og Líbía tók ekki við neinum hluta

ríksisskulda Ítalíu samkvæmt ályktun allsherjarþings SÞ árið 1950. Madagaskar tók við svæðisbundnum

skuldum þrátt fyrir að atbeina Frakklands hafi þurft til stofnunar þeirra. Deilt var um ábyrgð skulda Belgísku

Kongó en hvorugt ríki taldi sig skuldara að ríkisskuldum þess. Að lokum sömdu ríkin um stofnun alþjóðlegs

sjóðs með sameiginlegum framlögum Kongó og Belgíu sem átti að leysa úr ágreiningi í þessum efnum.

Page 80: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

79

og er í 38. gr.Vínarsamnings frá 1983 mælt fyrir um að ríkisskuldir nýlenduveldis yfirfærist

ekki á hin nýfjálsu ríki nema ríki geri gilt samkomulag þess efnis sín á milli. Í slíku

samkomulagi ber að taka tillit til þeirra eigna sem renna til hins nýfrjálsa ríkis.503

Þessar

breytingar eru sérstaks eðlis og ekki var talið viðeigandi að kveða á um sanngjarna skiptingu

skulda í slíkum tilvikum þar sem slíkt gæti gefið tilefni til mismunandi túlkunar og leitt til

misnotkunar.504

5.4 Skjalasöfn

Fræðilega séð teljast skjalasöfn til eigna en eðli þeirra gerir það að verkum að þau kunna að

vera nauðsynleg fleiri en einu ríki auk þess sem þau teljast oft vera óskiptanleg. Einnig er í

flestum tilvikum auðvelt að fjölfalda skjöl og uppfylla þannig þarfir allra hlutaðeigandi aðila

en sú er almennt ekki raunin hvað varðar hefðbundnar eignir.505

Þannig er III. kafli

Vínarsamningsins frá 1983 sérstaklega helgaður reglum um skjalasöfn. Ríkisskjöl eru öll skjöl

hvers eðlis sem þau eru sem tilheyrðu því ríki sem missir ríkisyfirráð samkvæmt landsrétti

þess ríkis á degi breytinga á fullveldisyfirráðum, sbr. 20. gr. Einnig falla hér undir önnur skjöl

í vörslu hins eldra ríkis þó að þau séu ekki skilgreind sem ríkisskjöl í landsrétti þess ríkis. Hér

undir falla skjöl í skráðu og óskráðu formi og af ýmsum gerðum. Sem dæmi má nefna skjöl,

bækur, myndskurð, myntir, tæknilegar teikningar, ljósmyndir, kvikmyndir og jafnvel

gagnagrunna.506

Hins vegar er hér ekki átt við listmuni í sinni hreinustu mynd né bókasöfn þó

að ríkisskjöl geti að sjálfsögðu einnig falið í ser menningar- og söguleg verðmæti.507

Afhending skjala við breytingar á ríkisyfirráðum fela í sér yfirfærslu eignarréttar, sbr. 21. gr.

og jafnvel þó að afhending skjala dragist á langinn þá skal miða skal við dagsetningu

breytinga nema ríki semji um annað 22. gr.508

Samkvæmt 23. gr skuli engar bætur skuldu

koma fyrir né skylda til greiðslu skatta eða annarra gjalda af slíkum eignum. Hins vegar skal

það ríki sem biður um afrit skjala bera kostnað af því.509

Að lokum ber að nefna að eignarhald

Einnig spruttu upp miklar deilur um skuldaskil við sjálfstæði Algeríu frá Frakklandi sem ríkin leystu að

lokum með samningi. Að lokum má nefna að bresku nýlendurnar tóku einungis við skuldum sem stjórnvöld

héraða höfðu tekið fyrir landsvæðið en ekki ríkiseignir Frakklands. Sjá YILC 1981, vol II, part II, bls. 92-98,

efnisgrein 5-38. 503

YILC 1981, vol II, part II, bls. 104 efnisgr. 64. 504

Ibid., bls. 104 efnisgr. 63. 505

Ibid., bls. 47-48. efnisgr. 1-3. 506

Ibid., bls. 50, efnisgrein 1; Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum

þjóðaréttarins“, bls. 407. Hér falla undir öll skjöl óháð efni þeirra og tegund sem hægt er að nota í

vísindalegum-, opinberum- eða hagnýtum tilgangi sjá nánar ibid. bls. 50-51, efnisgrein 3-5. 507

YILC 1981, vol II, part II, bls. 51, efnisgrein 6. Hér ber einnig að nefna að ríkisskjöl geta skarast við bókasöfn

og hefðbundin söfn sbr. Ibid. bls. 51-52 efnisgrein 9 og 10. 508

Ibid. bls. 52 efnisgr. 2-3. 509

Ibid. bls. 53, efnisgr. 5.

Page 81: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

80

þriðju ríkja á eignum sem staðsettar eru á því landsvæði sem sætir breytingum helst óbreytt.510

Þá ber einnig að viðhalda einingu ríkisskjala ef þau eru hluti af einhverskonar heild, sbr. 25.

gr. og ber ríkjum að gæta þess að skjöl eyðist ekki eða verði fyrir skemmdum, sbr. 26. gr.

Ríkisskjöl eru almennt nauðsynleg við ríkisrekstur og veita vísbendingar um sögulega,

menningarlega og efnahagslega þróun og einkenni ríkis en eru einnig til marks um hin ýmsu

réttindi einstaklinga og lögaðila.511

Ákvæði varðandi skjöl er að finna í fjölda

milliríkjasamninga Evrópuríkja en skortir almennt hvað varðar nýfrjáls ríki. Það hefur verið

rakið til þess að aðrir þættir njóta meiri forgangs við sjálfstæði nýlenduríkis auk þess sem

valdasamskipti milli þjóða spila stóran þátt í þessu sambandi. Skjöl sem varða stjórnsýslu og

þau sem eru tæknilegs eðlis yfirfærast almennt til þess ríkis sem tekur við ríkisyfirráðum en

gögn af sögulegum meiði virðast yfirfærast í samræmi við aðstæður hverju sinni.512

Samvinna

ríkja er mikilvæg við úrlausn ágreinings á þessu sviði og ríkjum ber að semja í góðri trú um

afdrif skjala við breytingar á ríkisyfirráðum með hliðsjón af tilmælum alþjóðastofnana líkt og

UNESCO.513

Meginreglan er sú að þau skjalasöfn sem tengast einungis því landsvæði sem

sætir breytingum á fullveldisyfirráðum skuli flytjast til ríkis sem tekur við yfirráðum þar. Þau

skjöl sem tengast því aðeins að hluta skulu vera í umsjá fyrra ríkis en þó skal nauðsynlegur

aðgangur beggja ríkja tryggður að þeim skjölum eins og kostur er.514

Við samruna ríkja er almennt lagt til grundvallar að skjalasöfn yfirfærast til hins

sameinaða ríkis, sbr. 29. gr. Ef ríki hafa ekki samið um afdrif skjalasafna við samruna þá

haldast skjalasöfn í eigu hvers ríkis um sig í samræmi við landsrétt þeirra þangað til löggjöf

hins sameinaða ríkis leysir þær reglur af hólmi. Bent hefur verið á að niðurstaða er ólík eftir

því hvernig ríkjasamband um ræðir og að hvaða marki ríki halda einkennum sínum og

þjóðréttaraðild við samruna. Þá skiptir máli hvers eðlis skjalasöfnin eru og rök standa til þess

að skjöl sem mikilvæg eru fyrir stjórnsýslu hins sameinaða ríkis flytjist til þess við

sameiningu á meðan söguleg og menningarleg skjöl hafa ekki eins mikla þýðingu fyrir rekstur

hins sameinaða ríkis.515

Í ákvæði 27. gr. Vínarsamningsins frá 1983 er gert ráð fyrir að ríki komist að

samkomulagi um afdrif skjalasafna við yfirfærslu hluta landsvæðis en að öðrum kosti fylgja

þau því landsvæði sem þau tengjast. Þessi meginregla hefur fasta stoð í framkvæmd ríkja á

510

Hér falla bæði undir tilvik þar sem eignir þriðja ríkis eru staðsettar á því landsvæði eða eignir þess ríkis sem

tekur við fullveldisyfirráðum en hefur af einhverjum ástæðum ekki fengið skjöl afhent áður en landsvæðið

tekur breytingum á ný sbr. Ibid. bls. 53, efnisgr. 6. 511

Ibid. bls. 48. efnisgr. 4. 512

Ibid. bls. 48-49, efnisgr. 7-10. 513

Ibid. bls. 49, efnisgr. 11. 514

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 52. 515

YILC 1981, vol II, part II, bls. 66-68, efnisgr. 1-6.

Page 82: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

81

alþjóðavettvangi.516

Framkvæmd ríkja í slíkum tilvikum bendir almennt til þess að það ríki

sem tekur við fullveldisyfirráðum taki við ríkisskjölum bæði hvað varðar stjórnsýslu sem og

skjölum sem lúta að sögu- og menningararfi sem tengjast sérstaklega umræddu landsvæði

hvort sem þau er að finna innan þess landsvæðis eða utan.517

Einnig ber að nefna að skjöl sem

eru að öllu leyti svæðisbundin eru ekki ríkisskjöl og koma ekki til skoðunar við breytingar á

ríkisyfirráðum.518

Við samningsviðræður um afdrif skjalasafna er leitast við að ná niðurstöðu

með hliðsjón af sanngirnissjónarmiðum og af aðstæðum hverju sinni.519

Skiljist hluti lands frá ríki og þar myndast nýtt ríki þá er meginreglan sú að ríkin skuli

semja um afdrif skjalasafna, sbr. 30. gr. samningsins og gildir sama regla um að þau

skjalasöfn sem tilheyra því landsvæði sem klofnar frá fylgi því. Í samningum ríkja fyrrum

Sovétríkjanna var kveðið á um að skjalasöfn skyldu yfirfærð óskert og í samræmi við tengsl

við landsvæði.520

Áður höfðu ríkin gert með sér samning um afhendingu menningar- og

listverðmæta til upprunaríkis en samningurinn var ekki alveg í samræmi við UNESCO

sáttmálann um bann við ólögmætum innflutningi, útflutningi og yfirfærslu

menningarverðmæta frá 1970. Þá var ekki fjallað þar um tímamörk og framkvæmd slíkrar

afhendingar.521

Hvað varðar afdrif skjalasafna Súdan við sjálfstæði Suður-Súdan þá sömdu

ríkin um að þau skjöl sem nauðsynleg væru til eðlilegrar stjórnsýslu ríkisins skyldu afhent

Suður-Súdan. Að auki skyldi Súdan veita upplýsingar um gögn sem tengdust beint landsvæði

Suður-Súdan. Réttur einstaklinga til aðgangs að gögnum um sögu þeirra og menningararf

skyldi þó ekki skertur. Þá var kveðið á um að gögn skyldu afhent án þess að bætur kæmu

fyrir. Mælt var fyrir um að afrit gagna sem tengdust landsvæðum beggja ríkja skyldu geymd

hjá stjórnvöldum þeirra beggja.522

Hætti ríki að vera til í kjölfar uppbrots þess ber að skipta skjalasöfnum þess milli

arfökuríkja með hliðsjón af tengslum þeirra við landsvæði en að öðrum kosti ber að skipta

516

ILA: Draft Final Report 2008, bls. 52. Sem dæmi má nefna friðarsamninga í kjölfar fyrri og seinni

heimsstyrjaldar og samkomulag Bretlands og Ísrael um skjalasöfn Palestínu. Sem dæmi um alþjóðastofnanir á

þessum vettvangi má nefna má vísa til Alþjóðaskjalaráðið (International Council of Archives) og UNESCO. 517

YILC 1981, vol II, part II, bls. 55-59, efnisgr. 3-16. Sem dæmi má nefna 3. gr. friðarsamnings milli

Frakklands og Þýskalands frá 1871, sjá ibid. bls. 56 efnisgrein 9. Hér má einnig nefna gerðardóm milli

Frakklands og Ítalíu (Franco-Italian Conciliation Commission) frá 9. október 1953, RIAA, vol. VIII. Hins

vegar ber að nefna að eldri framkvæmd ríkja hvað varðar yfirfærslu hluta landsvæðis ber að taka með

fyrirvara þar sem friðarsamningar endurspegluðu oft frekar valdasamband en sanngjarnar úrlausnir, sbr. YILC

1981, vol II, part II, bls. 54, efnisgrein 1. 518

Ibid. bls. 60 efnisgr. 22. 519

Ibid. bls. 60 efnisgr. 23. 520

Samningur ríkjanna frá 6. júlí 1992. 521

Natalia V. Dronova: „The Division of State Property in the Case of State Succession in the Former Soviet

Union“, bls. 815-816. 522

Sjá ákvæði 4.2 samnings um efnahagslega samvinnu milli ríkjanna sjá:

http://sites.tufts.edu/reinventingpeace/files/2012/09/Agreement-on-Certain-Economic-Matters-

2709120001.pdf (skoðað 28. mars 2016).

Page 83: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

82

þeim á grundvelli sanngirnissjónarmiða með hliðsjón af aðstæðum hverju sinni, sbr. 31. gr.

samningsins. Hér má nefna endurheimt Íslendinga á fornhandritum sem flutt höfðu verið til

Danmerkur þegar Ísland var undir yfirrráðum þess.523

Framkvæmd ríkja við upplausn fyrrum

Júgóslavíu var í samræmi við 1. og 2. mgr. 31. gr. Vínarsamningsins frá 1983. Skjalasöfn

fylgdu þannig því landsvæði þar sem þau voru búin til eða þau voru geymd. Öðrum skjölum

var skipt á sanngjarnan hátt. Þau skjöl sem ekki náðist samkomulag um urðu sameiginlegur

arfur hlutaðeigandi ríkja.524

Sömu reglur gilda að meginstefnu til um nýfrjáls ríki þ.e. um tengsl við landsvæði, en með

ákveðnum undantekningum þó, sbr. 28. gr. samningsins. Í tilviki nýfrjálsra ríkja þá eiga þau

einnig rétt á að fá afhent skjöl sem tilheyrðu landsvæðinu áður en nýlenduveldin tóku þar

völdin. Sem dæmi úr framkvæmd má nefna endurheimt sögulegra skjalasafna Eþíópíu við

sjálfstæði ríkisins sem fjarlægð voru á nýlendutímanum og flutt til Ítalíu og endurheimt slíkra

skjalasafna Víetnam eftir sjálfstæði þess samkvæmt samningi Frakklands og Víetnam. Hins

vegar var deilt um skjalasöfn sem fjarlægð voru frá Alsír til Frakklands.525

Þá er í

Vínarsamningi frá 1983 mælt fyrir um skyldu ríkja til að semja um aðgang að skjalasöfnum

sem tengjast sérstaklega tilteknu landsvæði og landamærum þess.526

5.5 Ályktanir

Það getur verið vandkvæðum bundið að skrásetja reglur á þessu sviði og rök standa til þess að

álitamál verði að leysa á grundvelli aðstæðna í hverju tilfelli fyrir sig þar sem tekið er mið af

hagsmunum aðila og þeim breytingum sem eiga sér stað.527

Hins vegar virðist framkvæmd

ríkja að mestu leyti vera í samræmi við Vínarsamninginn frá 1983. Þannig fylgja fasteignir

landsvæði óháð því hvers lags breytingar á ríkisyfirráðum er um að ræða. Þá erfast allar eignir

ríkis sem sameinast öðru eða er innlimað í annað ríki. Þegar landsvæði er yfirfært til annars

ríkis, hluti ríkis skilst frá eða ríki brotnar upp þá erfist með það lausafé sem er í tengslum við

landsvæðið sem sætir breytingum. Hins vegar hafa ríki samið með misjöfnum hætti um

lausnir sem eru ekki alltaf í samræmi við Vínarsamninginn frá 1983. Framkvæmd hvað varðar

nýfrjáls ríki endurspeglar meginreglunna um að þær fasteignir sem staðsettar eru á landsvæði

ríkis fylgi því en framkvæmd er ekki samræmd um afdrif fasteigna sem staðsettar eru utan

523

Sjá 8. kafla. 524

4. gr.viðauka D við samning ríkja fyrrum Júgóslavíu um álitamál í tengslum við breytingar á ríkisyfirráðum

frá 2001; ILA: Draft Final Report 2008, bls. 57. 525

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 720. 526

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 720. 527

Natalia V. Dronova: „The Division of State Property in the Case of State Succession in the Former Soviet

Union“, bls. 826.

Page 84: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

83

forræðissvæðis hins nýfrjálsa ríkis. Almennt hafa ríki fylgt sanngirnissjónarmiðum við

skiptingu á eignum sín á milli í samræmi við Vínarsamninginn frá 1983.528

Skjalasöfn fylgja

almennt því landsvæði sem þau tengjast en annars ber að skipta þeim á milli ríkja á

sanngjarnan hátt og virðist framkvæmd endurspegla þessa reglu að mestu leyti. Þá er skuldum

jafnan skipt eftir því hvaða landsvæði þær tengjast og haldi ríki þjóðréttaraðild sinni þá heldur

það almennt einnig skuldaábyrgð sinni þó að hið nýja ríki kunni að taka yfir þær ríkisskuldir

sem tengjast sérstaklega því landsvæði sem það þá fær yfirráð yfir. Við skiptingu skulda er

almennt miðað við hlutfallslega skiptingu á grundvelli sanngirnissjónarmiða og tekið tillit til

ýmissa þátta svo sem íbúafjölda, stærð landsvæðis og efnahagslegra atriða. Í reynd skipta þó

hagsmunir, og þar á meðal pólítískir, verulegu máli um niðurstöðu í þessu sambandi.

Erfitt er að draga almennar ályktanir af nýlegri framkvæmd Evrópuríkja varðandi eignir

og skuldir en ríki virðast þó kjósa að reyna að ná samkomulagi um afdrif þessara réttinda og

skuldbindinga. Samkomulag milli ríkja virðist því verða farsælasta lausnin við úrlausn um

ágreining á þessu sviði.529

Þá hafa fræðimenn bent á úrbætur á vettvangi þjóðaréttar til að

koma í veg fyrir ágreining við skiptingu eigna og skulda. Þannig hefur verið bent á að við

skuldaskil beri að taka mið af eignum sem ríki fær í sinn hlut. Þá þurfi að skilgreina

sanngjarna skiptingu með hliðsjón af viðmiðum líkt og íbúafjölda og efnahagsstyrk. Einnig

þurfi alþjóðlegir úrskurðaraðilar að beita sér til að koma í veg fyrir óljósa samninga milli ríkja

sem erfitt sé að framkvæma. Að lokum beri að hafna ósanngjörnum reglum um óskipta

ábyrgð arftökuríkja in solidum án þess að tekið sé tillit til eignastöðu og raunverulegrar

greiðslugetu.530

6 Áhrif á réttindi einstaklinga og lögaðila

6.1 Almennt

Áhrif breytinga á ríkisyfirráðum hefur ekki einungis áhrif á lögskipti ríkis heldur einnig

einkaréttarleg lögskipti þess af ýmsu tagi.531

Slíkar breytingar geta þannig einnig haft veruleg

áhrif á réttindi einstaklinga og lögaðila en við skráningu reglna á þessu sviði voru álitamál um

slík réttindi hins vegar undanskilin.532

Þjóðréttarleg álitamál tengd réttindum einstaklinga og

lögaðila þegar breytingar verða á yfirráðum landsvæðis beinast fyrst og fremst að vernd

528

ILA: Draft Final Report 2008, 71-72. 529

Jan Klabbers, Martti Koskenniemi ofl.: „State Practice Regarding State Succession and Issue of Recognition:

the Pilot Project of the Council of Europe“, bls. 118, 138 og 140. 530

Paul Williams og Jennifer Harris: „State Succession to Debts and Assets: The Modern Law and Policy“, bls.

417. 531

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 410. 532

Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 663.

Page 85: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

84

erlendra aðila á tilteknu landsvæði.533

Íbúar þess landssvæðis sem sætir breytingum verða að

fylgja lögum og reglum þess ríkis sem hefur tekið við yfirráðum. Þeir hafa því takmarkaða

möguleika að þjóðarétti á að fá úrlausn um réttindi sín ef frá eru talin tilvik sem heyra undir

alþjóðleg mannréttindi.534

Mat á því hverjir teljist til erlendra aðila í þessu sambandi byggir á

niðurstöðu um ríkisfang viðkomandi í kjölfar slíkra breytinga.

Þau álitaefni sem helst koma hér til skoðunar tengjast ríkisfangi, samningsbundnum

réttindum fjárhagslegs eðlis og grundvallarmannréttindumm hvort sem þau má rekja til

þjóðréttarvenju eða þjóðréttarsamninga.535

Að frátöldum réttindum einkaaðila samkvæmt

þjóðréttarsamningum kunna einstaklingar og lögaðilar að hafa áunnið sér ýmis réttindi á

grundvelli réttarkerfis hins eldra ríkis sem grundvallast ekki beint á þjóðréttarsamningum

milli ríkja. Við breytingar á ríkisyfirráðum koma upp álitamál um áhrif slíkra breytinga á

ríkisfang íbúa þess landsvæðis sem tekur breytingum. Einnig vakna spurningar um bein og

óbein áunnin eignarréttindi erlendra aðila samkvæmt samningum við hlutaðeigandi ríki. Sem

dæmi má nefna réttindi erlendra fjárfesta í skjóli tvíhliða fjárfestingasamninga.536

Afdrif slíkra réttinda sem stofnað er til á grundvelli réttarkerfis þess ríkis sem missir

fullveldisyfirráð ráðast almennt af landsrétti þess ríkis sem tekur við yfirráðum á viðkomandi

landsvæði eða mælt er fyrir um afdrif þeirra í þjóðréttarsamningi milli ríkjanna.537

Þannig

helst réttarkerfi ríkis almennt óbreytt þangað til það ríki sem tekur við fullveldisyfirráðum

afnemur eða breytir gildandi reglum.538

Þó kunna meginreglur þjóðaréttar að hafa þýðingu í

þessu sambandi og verða ríki almennt að veita erlendum aðilum a.m.k. lágmarksvernd á

yfirráðasvæði sínu þrátt fyrir breytingar á ríkisyfirráðum.539

Verður nú vikið að álitamálum í

þessu sambandi einkum hvað varðar ríkisfang og áunnin fjárhagsleg réttindi ýmisskonar.540

533

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 724. 534

Peter Malanczuk: Akehust´s Modern Introduction to International Law, bls. 170. 535

Um mannréttindasamninga hefur áður verið fjallað í kafla 3.7.3. Ríki eru almennt skuldbundin til að virða

mannréttindi einstaklinga á grundvelli þjóðréttarvenju. Auk slíkra efnisreglna endurspegla

mannréttindasamningar hins vegar einnig ákveðnar formreglur sem gerir einstaklingum kleift að fá slíkum

réttindum framfylgt. Vernd einstaklinga er því meiri ef riki telst vera arftaki slíkra samninga. 536

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 410. 537

YILC 1963, vol. II, bls. 114, efnisgr. 165, skjal nr. A/CN.4/157. Fjöldi dóma hafa fallið hjá landsdómstólum

um túlkun á slíkum lögum og samningum sbr. ibid. bls. 114-117, efnisgr. 166-195. 538

D. P. O´Connell: The Law of State Succession, bls. 213-215. Slík niðurstaða grundvallst þó ekki á skyldu ríkis

til að viðhalda réttarkerfi hins eldra ríkis heldur kjósa ríki oft að hafa þennan háttinn á til að auðvelda

yfirfærsluna og koma í veg fyrir ýmis vandamál henni tengd, sbr. Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of

Private Persons on State Succession“, bls. 664. Hér má sem dæmi nefna mikilvægi þess að fyrirliggjandi

dómsmál og mál hjá stjórnvöldum haldi áfram þó að engin almenn regla gildi um framkvæmd fullnustu slíkra

úrlausna þegar nýtt ríki hefur tekið við fullveldisyfirráðum. Ríki leitast við að leysa slík álitaefni annað hvort

með löggjöf eða með samningum sín á milli eins og raunin varð við sameiningu Þýskalands sjá 16-19. gr.

Sameiningarsáttmála Þýskalands, I.L.M., 30. bindi 1990, bls. 467, sbr. Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights

of Private Persons on State Succession“, bls. 713. 539

Ibid. bls. 666. Við upplausn fyrrum Júgóslavíu var lögð áhersla á að breytingar á fullveldisyfirráðum hefðu

ekki áhrif á grundvallarmannréttindi einstaklinga og réttindi minnihlutahópa, sbr. e. lið 1. gr. fyrsta álits

Page 86: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

85

6.2 Ríkisfang

6.2.1 Almennt

Ríkisfang felur í sér samfélagslega tengingu þegna við ákveðið ríki og byggir á gagnkvæmum

réttindum og skyldum.541

Þrátt fyrir að einstaklingar og lögaðilar séu almennt ekki

viðfangsefni þjóðaréttar kann ríkisfang að skapa þeim ákveðin réttindi og skyldur að

þjóðarétti auk þess sem þessir aðilar geta öðlast aðgang að alþjóðastofnunum í krafti

þjóðréttarsamninga þess ríkis sem þeir tilheyra en sem dæmi um slík réttindi eru diplómatísk

vernd og mannréttindi.542

Breytingar á ríkisyfirráðum landsvæðis geta haft áhrif á ríkisfang

íbúa þess en afleiðingar slíkra breytinga eru þó mjög ólíkar eftir því hvort um einstakling eða

lögaðila er ræða.543

Hagsmunir tengdir ríkisfangi einstaklinga lúta að

grundvallarmannréttindum en álitamál tengd ríkisfangi lögaðila verndar fyrst og fremst

fjárhagslega hagsmuni. Af þessum sökum hefur á vettvangi Alþjóðalaganefndarinnar verið

lögð áhersla á að skýra réttarstöðu einstaklinga á þessu sviði og í þessari umfjöllun verður það

einnig lagt til grundvallar.544

Áhrif breytinga á ríkisyfirráðum á ríkisfang einstaklinga er eitt af flóknustu álitamálunum

á þessu réttarsviði og grundvallarréttindi eru í húfi.545

Mikilvægt er að afmarka hvaða viðmið

ber að leggja til grundvallar við mat á því hverjir teljist þegnar hlutaðeigandi ríkis í þessu

sambandi og skilgreina hvaða þegnar hins eldra ríkis halda ríkisfangi sínu við slíkar

breytingar og hvort það gerist sjálfkrafa. Að lokum þarf að varpa ljósi á það hvort að

Badinternefndarinnar vegna fyrrum Júgóslavíu, I.L.R., 92. bindi 1993, bls. 164. Hér ber einnig að nefna

ákvæði 5. gr. Vínarsamnings frá 1978 felur i sér öryggisreglu sem áréttar að ríki eru bundin við

grundvallarreglur þjóðaréttar sem endurspeglast í þjóðréttarsamningi óháð samningsaðild. Hins vegar er

inntak slíkrar verndar óljóst en almennt falla hér undir grundvallarreglur jus cogens og meginreglur

þjóðaréttar. Varðandi meginreglur sem hafa áhrif í þessu sambandi má nefna að meginreglan um óréttmæta

auðgun er til dæmis grundvöllur verndar eignarréttar sbr. Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of Private

Persons on State Succession“, bls. 667-669. 540

Aukin áhersla á mikilvægi mannréttinda hefur leitt til þeirrar þróunar að mannréttindasamningar haldi gildi

sínu við breytingar á ríkisyfirráðum eins og áður hefur komið fram. Einnig má nefna að aðild ríkis að

tæknilegum samningum á sviði viðskipta, skattamála og efnhagsmála hafa oft á tíðum áhrif á réttindi

einkaðila og hafa ríki tilhneigingu til að viðhalda slíkum samningum, ibid. bls. 671-677. 541

AD Nottebohm case, 6. apríl 1955, I.C.J. Reports 1955, bls. 4, 23; YILC 1995, part I, vol. II, bls. 165, efnisgr.

37 og 38. 542

Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson: Þjóðaréttur, bls. 56; YILC 1995, part I, vol. II, bls. 166, efnisgr.

45. 543

YILC 1995, part I, vol. II, bls. 166, efnisgr. 46-50. 544

YILC 1996, vol II, part II,bls. 75 efnisgr. 80 og a.liður efnisgr. 88. Við ákvörðun á ríkisfangi lögaðila er

almennt miðað við staðsetningu, skráðar höfuðstöðvar, hvar viðkomandi lögaðili er með starfsemi eða

staðsetning stjórnar og hagsmuna hlutaðeigndi lögaðila, sbr. YILC 1998, part 1, vol. II, bls. 303, efnisgr. 10-

24, skjal nr. A/CN.4/489. Í máli AD Barcelona Traction, Light and Power Company Limited, 5. febrúar 1970,

I.C.J. Reports 1970, bls. 43, var miðað við höfuðstöðvar og skráningarstað við mat á því hvort lögaðili nyti

diplómatískrar verndar. 545

D. P. O´Connell: The Law of State Succession, bls. 245 og 248; D.P. O´Connell: State Succession,vol. I, bls.

497.

Page 87: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

86

einstaklingar hafi val uppfylli þeir skilyrði um ríkisfang fleiri en eins ríkis.546

Lengi hefur

verið deilt um afdrif ríkisfangs í þessum tilvikum en í kjölfar breytinga í Evópu sem áttu sér

stað í kjölfar kalda stríðsins beindust augu alþjóðasamfélagsins í auknum mæli að álitaefnum

um áhrif breytinga á fullveldisyfirráðum á ríkisfang og þá sérstaklega að vandamálum í

tengslum við ríkisfangsleysi. Þessi þróun leiddi að lokum til þess að gerðir voru tveir

samningar á vegum Evrópuráðsins, annars vegar Evrópusamningur um ríkisfang frá 1997

Evrópussamningur um leiðir að koma í veg fyrir ríkisfangsleysi við breytingar á

ríkisyfirráðum frá 2006.547

Þá samþykkti Alþjóðalaganefndin einnig drög að reglum um áhrif

breytinga á ríkisyfirráðum á ríkisfang einstaklinga (hér eftir reglur um ríkisfang frá 1999) með

það markmið að reyna að sporna við ríkisfangsleysi við þessar aðstæður.548

Þá hefur

Allsherjarþing SÞ áréttað mikilvægi þessara reglna í því skyni að koma í veg fyrir

ríkisfangsleysi.549

Veiting ríkisfangs og afturköllun þess heyrir almennt undir landsrétt sérhvers ríkis og

gildir slíkt hið sama við breytingar á fullveldisyfirráðum.550

Afmörkun ríkis á þegnum sínum

er óaðskiljanlegur hluti fullveldis þess og almennt öðlast einstaklingar ekki sjálfkrafa

ríkisfang í slíkum tilvikum.551

Þannig ákvarða lög hins eldra ríkis að hvaða marki

ríkisborgarar þess halda ríkisfangi sínu við slíkar breytingar og lög þess ríkis sem tekur við

546

Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls. 614. 547

Í Evrópusamningi um ríkisfang frá 1997 er í 6. kafla sérstaklega fjallað áhrif breytinga á ríkisyfirráðum á

ríkisfang einstaklinga og áhersla er lögð á að ríki virði meginreglur réttarríkis, mannréttindi, rétt til ríkisfangs

og bann við mismunun. Ríkjum ber að hafa viðmið af tengslum viðkomandi við ríki, uppruna hans, búsetu og

vilja einstaklingsins. Þá er lögð áhersla á að koma í veg fyrir ríkisfangsleysi. 548

Alþjóðalaganefndin ákvað árið 1993 að fjalla um álitamál um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum á einstaklinga

og lögaðila og studdi Allsherjarþing SÞ þá tillögu, sbr. ályktarnir Allsherjarþings SÞ nr. 48/31 frá 9. desember

1993 og nr. 48/10 frá 1994. Sérstakur eftirlitsmaður var skipaður árið 1995 á vegum SÞ og fjallaði hann um

málefnið í þremur skýrslum sem lauk með samþykkt Alþjóðalaganefndarinnar drögum að reglum um

ríkisfang einstaklinga við breytingar á ríkisyfirráðum (Draft articles on Nationality of Natural Persons in

relation to the Succession of States), sbr. Ályktun Allsherjarþings SÞ nr. 66/469 frá 9. desember 2011 og

YILC 1999, part II, vol. II. 549

Ályktun Allsherjarþings SÞ frá 9. desember 2011, A/RES/66/92,

http://www.un.org/ga/search/view_doc.asp?symbol=A/RES/66/92 (skoðað 1. maí 2016). 550

Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson: Þjóðaréttur, bls. 56. Sjá einnig ákvæði 1. og 2. gr. Haag samnings

um nokkur álitaefni tengd misræmi í löggjöf um ríkisborgararrétt frá 1930; Ráðgefandi álit FAD í máli

Nationality Decrees issued in Tunis and Morocco, 7. Febrúar 1923, P.C.I.J. 1923, Series B, nr. 4 og

ráðgefandi álit sama dómstóls í máli Acquisition of Polish Nationality, P.C.I.J. 1923, Series B, nr. 7.

Fordæmið var ítrekað í dómi AD Nottebohm case, 6. apríl 1955, I.C.J. Reports 1955, bls. 4, sbr. YILC 1995,

vol. II, part I,bls. 171 efnisgr. 52. 551

YILC 1968, vol II, part II,bls. 114 efnisgr. 133; YILC 1995, part I, vol. II, 161, efnisgr. 16; D. P. O´Connell:

State Succession, vol. I, bls. 501. Endurspeglast þessi meginsjónarmið með skýrum hætti í 6. gr. reglna um

ríkisfang frá 1999 þar sem ríki eru hvött til að setja lög um fyrirkomulag ríkisfangs og tengdra réttinda sem

fyrst eftir breytingar á ríkisyfirráðum en með tengdum réttindum er hér átt við rétt til búsetu, sameiningar

fjölskyldna, brottfalls herskyldu, lífeyris og annars konar félagslegra réttinda tengd ríkisfangi. Þessi

viðfangsefni eru flókin og bent hefur verið á að farsælast sé að semja um slíkt í þjóðréttarsamningi, sbr. YILC

1999, vol II, part II,bls. 30 efnisgr. 4-6.

Page 88: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

87

fullveldisyfirráðum gilda um skilyrði fyrir nýju ríkisfangi íbúa þess landsvæðis.552

Við mat á

slíkum áhrifum skiptir höfuðmáli að reglur landsréttar ríkja stangist ekki á í meginatriðum en

ríki hafa með þjóðréttarsamningum sín á milli oft leitast við að koma í veg fyrir óæskileg áhrif

mismunandi framkvæmdar í þessum efnum.553

Þannig hafa nokkrir þjóðréttarsamningar verið

gerðir um álitamál tengd ríkisfangi oftast til að koma í veg fyrir tvöfalt ríkisfang eða

ríkisfangsleysi.554

Þau vandamál sem upp geta komið við slíkar aðstæður endurspeglast t.d.

með skýrum hætti í tengslum við sjálfstæði Eritreu og Suður-Súdan en mikill ágreiningur

skapaðist um ríkisfang einstaklinga við sjálfstæði þessara ríkja og fjöldi fólks varð

ríkisfangslaust.555

Þrátt fyrir að landsréttur ríkja ráði almennt niðurstöðu um ríkisfang einstaklinga hafa

reglur þjóðaréttar þó ákveðnu hlutverki að gegna og þá fyrst og fremst til að koma í veg fyrir

óæskileg áhrif misnotkunar ríkis á lagasetningarvaldi sínu í þessu sambandi og verður löggjöf

að vera í samræmi við reglur þjóðaréttar svo sem mannréttindareglur.556

Nú verður vikið að

552

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 727. Taka ber fram að hugtakið ríkisfang kann að hafa ólíka

merkingu í landsrétti ríkja og margar tegundir ríkisfangs kunna jafnvel að vera til staðar innan hvers ríkis.

Sem dæmi má nefna að við myndun fyrrum Tékkóslóvakíu árið 1969 var greint á milli ríkisfangs

sambandsríkisins og ríkisfangs Tékklands og Slóvakíu, sbr. YILC 1995, part I, vol. II, bls. 165-166, efnisgr.

39-42. Þá er á vegum Evrópusambandsins einnig gert ráð fyrir evrópsku ríkisfangi samhliða ríkisfangi

aðildarríkja, sbr. ibid. bls. 166, efnisgr. 43. 553

Ibid. bls. 169, efnisgr. 70. 554

Sem dæmi um fjölþjóðasamninga á þessu sviði má nefna Haag samning um nokkur álitaefni tengd misræmi í

löggjöf um ríkisborgararrétt frá 1930. Einnig hafa verið settar reglur um ríkisfang þjóðréttarsamningum ríkja

Ameríku og í friðarsamningum í kjölfar heimstyrjaldanna, sbr. YILC 1952, vol. II, Annex I, bls. 5-6, efnisgr.

1-3. Þá fjallar samningur SÞ um að sporna við ríkisfangsleysi frá 1961 um reglur tengdar breytingum á

fullveldisyfirráðum þar sem ríki heldur áfram tilvist sinni og samningur ríkja Ameríku um þjóðerni frá 1933

fjallar um rétt einstaklings til að velja ríkisfang við yfirfærslu hluta landsvæðis. Sem dæmi um tvíhliða

samning má nefna samning milli Austurríkis og fyrrum Tékkóslóvakíu um þjóðerni og vernd minnihlutahópa

frá 7. júní 1920, sbr. Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls.

612. 555

Tvöfalt ríkisfang var óheimilt í löggjöf Eþíópíu frá 1930 og féll ríkisborgararréttur sjálfkrafa niður ef

einstaklingur gerðist þegn annars ríkis sbr. ákvæði a. liðar 11. gr. laga Eþíópíu um ríkisfang frá 22. júlí 1930,

sjá: http://www.refworld.org/docid/3ae6b52ac.html (skoðað 18. apríl 2016). Fjöldi einstaklinga varð

ríkisfangslaus í stríðinu sem geysaði á milli ríkjanna og var fjölmörgum einstaklingum vísað frá Eþíópíu.

Gerðardómsnefnd sem komið var á fót vegna ágreinings ríkjanna í stríðinu komst að þeirri niðurstöðu að

ríkisborgarar Eþíópíu sem fengu ríkisfang Eritreu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði árið 1933

hefðu bæði ríkisfang Eþíópíu og Eritreu, sbr. Award of the Eritrea-Ethiopia Claims Commission in Partial

Award, 17. desember 2004, efnisgr. 51, aðgengilegt hjá: http://www.pca-cpa.org/showpage.asp?pag_id=1151

(skoðað 18. apríl 2016).

Sambærileg álitamál komu upp við sjálfstæði Suður Súdan en í kjölfar breytinganna var gerð lagabreyting í

Súdan sem leiddi til þess að fjöldi einstaklinga sem gátu eða vildu ekki gerast ríkisborgarar Suður-Súdan urðu

ríkisfangslausir. Í breytingunni fólst að ríkisfang Súdan yrði sjálfkrafa afturkallað ef viðkomandi einstaklingur

ber ríkisfang Suður Súdan samkvæmt lögum eða í reynd (de jure og de facto), sbr. 2. mgr. 10. gr. súdanskra

laga frá 1994 með breytingum 10. ágúst 2011, sjá: http://www.refworld.org/docid/503492892.html (skoðað

18 apríl 2016) 556

Sjá síðari málslið 1. gr. Haag samnings um nokkur álitaefni tengd misræmi í löggjöf um ríkisborgararrétt frá

1930. Einnig má benda á dóm AD Nottebohm case, 6. apríl 1955, I.C.J. Reports 1955, bls. 4, ummæli bls. 23

og ráðgefandi álit Mannréttindadómstóls Ameríku nr. O4/84 frá 19. janúar 1984, Series A, nr. 4, bls. 94.

Page 89: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

88

þeim meginsjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við afmörkun þegna ríkja í kjölfar

breytinga á fullveldisyfirráðum og framkvæmd ríkja við hinar mismunandi aðstæður.

6.2.2 Almennar meginreglur

Ríki getur ekki veitt einstaklingi ríkisfang án viðeigandi tengsla við hlutaðeigandi ríki og telst

þessi regla til þjóðréttarvenju.557

Þannig verða að vera ákveðin tengsl milli þess ríkis sem fer

með fullveldisyfirráð á landsvæði og íbúa þess.558

Þó að þessi regla hafi fyrst og fremst

þýðingu út á við í tengslum við diplómatíska vernd þá kann að vera að raunveruleg tengsl

einstaklings við ríki skipti máli við mat ákvörðun um ríkisfang í kjölfar breytinga á

fullveldisyfirráðum og tryggir að ríkisfang feli í sér raunveruleg tengsl milli einstaklinga og

hlutaðeigandi ríkis (e. principle of effective nationality).559

Hún kemur þannig bæði í veg fyrir

að einstaklingum sé veitt ríkisfang til málamynda og einnig að ríki geri ráðstafanir til að

útiloka veitingu ríkisfangs til einstaklinga sem sannanlega hafa tengsl við ríkið.560

Þættir eins

og lögheimilisskráning, búseta eða fæðingarstaður hafa almennt verið lagðir til grundvallar

við mat á slíkum tengslum.561

Viðmið um hvenær viðkomandi teljist búsettur á ákveðnu

landsvæði eru annað hvort sett fram í þjóðréttarsamningi milli ríkja eða í landsrétti.562

Þessi

meginregla enduspeglast í ákvæði 5. gr. reglna um ríkisfang frá 1999 þar sem fram kemur að

veita beri þeim einstaklingum sem hafi fasta búsetu á því landsvæði sem tekur breytingum

ríkisfang þess ríkis sem tekur við fullveldisyfirráðum á því svæði. Ákvæði 19. gr. byggir

einnig á þessum sjónarmiðum en þar er mælt fyrir um að ríki séu ekki skuldbundin til að

557

YILC 1995, part I, vol. I, bls. 169, efnisgr. 68-69; D.P. O´Connell: State Succession in Municipal and

International Law vol. 1, bls. 499. 558

Ian Brownlie: Principles of Public International Law, bls. 630. Einnig má hér benda á dómaframkvæmd fyrir

landsdómstólum Ísrael kjölfar um stöðu Palestínumanna sem búsettir voru í landsvæði Ísrael þegar yfirráðum

Breta yfir Pelestínu lauk. Sumir komust að þeirri niðurstöðu að palestínskt ríkisfang hafi fallið niður og

ríkisfangseleysi þessara einstaklinga væri óumfrýjanlegt. Hins vegar kom einnig fram það sjónarmið að ríki

væri ekki til án ríkisborgara og að þeir sem búsettir væru á hlutaðeigandi landsvæði fengju sjálfkrafa ríkisfang

þess ríkis, sjá. International Law Review 1950, mál nr. 27, sbr. YILC 1963, vol. II, bls. 98, skjal nr.

A/CN.4/157. 559

YILC 1996, part I, vol. II, bls. 126, efnisgr. 27 og bls. 127, efnisgr. 33. 560

Vandamál við upplausn fyrrum Júgóslavíu lutu að því að ákveðnir einstaklingar sem búið höfðu á tilteknu

landsvæði i langan tíma voru sviptir ríkisfangi sínu með ýmsum ráðum sjá. Ibid. bls. 127, efnisgr. 30. 561

Ibid. bls. 171, efnisgr. 80. Sjá einnig dóm AD Nottebohm case, 6. apríl 1955, I.C.J. Reports 1955, bls. 4 þar

sem dómstóllinn setti fram ákveðin viðmið við mat á því hvort að slík tenging væri til staðar. Föst búseta,

áhugamál, fjölskyldutengsl, þáttaka í samfélaginu og tenging viðkomandi við ríkið voru að mati dómstólsins

talin hafa þýðingu í þessu sambandi, ibid. bls. 23. Hins vegar ber að hafa í huga að hér tekist á um viðeigandi

tengsl til að njóta diplómatískrar verndar en ef deilt er um vernd einstaklinga samkvæmt alþjóðlegum

mannúðarreglum þarf að ganga úr skugga um hvort einstaklingar sem þjóðréttarbrot beinist að séu í raun ekki

sama þjóðernis og þeir sem fremja umrætt brot þó að þeir teljist hafa sama ríkisfang samkvæmt landsrétti sbr.

dóm Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í málefnum fyrrum Júgóslavíu í máli Celebici(The prosecutor v. Delalic

et al), 20. febrúar 2001, ICTY Appeals Chamber Judgement Case no. IT-96-21. Sem dæmi má nefna að í

friðarsamningum eftir fyrstu heimsstyrjöldina var miðað við búsetu, sbr. YILC 1999, vol II, part II,bls. 40,

efnisgr. 4. 562

Peter Malanczuk: Akehust´s Modern Introduction to International Law, bls. 169.

Page 90: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

89

viðurkenna ríkisfang einstaklinga sem ekki hafi raunveruleg tengsl við hlutaðeigandi ríki en

þó með þeim fyrirvara að viðkomandi einstaklingur verði ekki ríkisfangslaus. 563

Þó að hafa

beri hliðsjón af tengslum einstaklinga við ríki eiga allir þegnar ríkis sem tekur breytingum þó

rétt til ríkisfangs óháð því hvernig þeir öðluðust ríkisfang sitt í upphafi, sbr. 1. gr. reglna um

ríkisfang frá 1999.564

Í ákvæði 15. gr. Mannréttindayfirlýsingar SÞ er kveðið á um rétt allra til ríkisborgararéttar

og að engan megi svipta slíkum réttindum eftir geðþótta.565

Réttur til ríkisfangs er einnig

tryggður í ákvæði 1. gr. reglna um ríkisfang frá 1999. Aukið vægi mannréttinda og

mannréttindasamninga hefur takmarkað enn frekar athafnir ríkja að þessu leyti og ríki hafa því

ekki fullt frelsi í þessum efnum. 566

Þannig miða reglur þjóðaréttar að því að hindra óæskileg

áhrif breytinga á fullveldisyfirráðum.567

Meginreglan um að sporna skuli við ríkisfangsleysi

hefur verið áréttuð í mörgum þjóðréttarsamningum og endurspeglast í reglum um ríkisfang frá

1999, sérstaklega ákvæði 4. gr.568

Þó að engin almenn regla gildi um skyldu ríkja til að veita

ríkisfang þá standa rök til þess að ríkjum beri að veita ríkisfangslausum einstaklingum

ríkisfang.569

Ríkjum ber að samræma löggjöf og framkvæmd auk þess að leysa ágreiningsefni

með samningaviðræðum og upplýsingagjöf sín á milli, sbr. 18. gr. reglna um ríkisfang frá

1999.570

Í raun miða flest almenn ákvæði framangreindra reglna að því að tryggja að

einstaklingur verði ekki ríkisfangslaus og hafi að minnsta kosti eitt ríkisfang.571

563

Einnig má hér nefna 12. gr. sáttmála SÞ um borgararleg og stjórnmálaleg réttindi mælir einnig fyrir um rétt

einstaklinga til að snúa til síns heimalands. Mannréttindanefnd SÞ hefur túlkað hugtakið heimaland í þessum

skilningi með víðtækum hætti og talið það fela í sér ríki sem viðkomandi hefur sérstök tengsl við þannig að

ekki beri að líta á hann sem útlending. Nefndin víkur sérstaklega að tilvikum þar sem einstaklingar hafa verið

sviptir ríkisborgararétti með ólögmætum hætti eða verið neitað um ríkisborgararétt í því ríki sem tók yfir

fullveldisyfrráðum eldra ríkisins sem viðkomandi átti ríkisfang hjá. Sjá. Mannréttindanefnd SÞ, almennar

athugasemdir nr. 27, 2. nóvember 1999, CCPR/C/21/Rev.1/Add.9. 564

YILC 1999, vol II, part II,bls. 25, efnisgr. 6. 565

Ályktun Allsherjarþings SÞ, 10. Desember 1948, GA Res 217A (III). Þessa meginreglu er einnig að finna í 1.

mgr. 20. gr. Mannréttindasáttmála Ameríku og í a-lið 4. gr. Evrópusamnings um þjóðerni frá 1997. Þá er

kveðið á um slíkan rétt í 3. mgr. 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá

1966(SBSR) og 7. og 8. gr. Samnings SÞ um réttindi barnsins frá 1989. 566

YILC 1995, part 1, vol. II, bls. 168-169, efnisgr. 63-66. 567

Ibid. bls. 169, efnisgr. 70; ibid. bls. 172 efnisgr. 85-89; YILC 1996, part I, vol. II, bls. 124. efnisgr. 15 og 16,

skjal nr. A/CN.4/474. 568

Hér má nefna samningar SÞ um aðgerðir til að sporna við ríkisfangsleysi frá 1961 og 1971 sem og samning

Evrópuráðsins um aðgerðir til að fyrirbyggja ríkisfangsleysi í tengslum við breytingar á ríkisyfirráðum frá

2006. Einnig má benda á að Evrópudómstóllinn hefur staðfest að missi ríkisborgari aðildarríkis ESB ríkisfang

sitt án þess að öðlast ríkisfang annars aðildarríkis gilda meginreglur Evrópuréttar um slík tilvik sbr. ED

Rottmann case, 2. mars 2010, (C-135/08). 569

D. P. O´Connell: State Succession in Municipal and International Law vol. I, bls. 503 og 517; Andreas

Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“,bls. 643. 570

YILC 1996, part 1, vol. II, bls. 127-128, efnisgr. 35-42; Andreas Zimmermann: „State Succession and the

Nationality of Natural Persons“, bls. 644-645. 571

Samkvæmt 8. gr. ber ríki sem tekur við fullveldisyfirráðum ekki skylda til að veita einstaklingum búsettum í

öðrum ríkjum ríkisborgararétt ef þeir hafa ríkisfang annars ríkis. Þá skal ríkið ekki þvinga einstakling sem

búsettur er erlendis til að gerast ríkisborgari þess nema hann sé ríkisfangslaus. Til að koma í veg fyrir tvöfalt

Page 91: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

90

Grundvöllur upphaflegs ríkisfangs er almennt fæðingarstaður (jus soli) eða ætterni (jus

sanguinis). Einnig kunna ríki að veita ríkisfang síðar meir á grundvelli ýmissa huglægra og

hlutlægra skilyrða.572

Við ákvarðanir um veitingu og afturköllun ríkisfangs ber ríkjum að hafa

hliðsjón af banni við mismunun sem er að finna í fjölmörgum þjóðréttarsamningum.573

Í

ákvæði 15. gr. reglna um ríkisfang frá 1999 er einnig að finna almenna reglu um bann við

mismunun í þessu sambandi.574

Þá er lögð áhersla á að veiting eða missir ríkisfangs í

tengslum við breytingar á ríkisyfirráðum sundri ekki fjölskyldum, sbr. 12. gr. reglna um

ríkisfang frá 1999. Einnig skal tryggt að börn ríkisfangslausra einstaklinga sem fæðast eftir

breytingar á fullveldisyfirráðum fái ríkisfang þess ríkis þar sem barn fæðist, sbr. 13. gr. sömu

reglna.575

Breytingar á ríkisyfirráðum hafa ekki áhrif á einstaklinga sem hafa fasta búsetu í

viðkomandi ríki og ber ríkjum að sjá til þess að þeim verði leyft að snúa til síns heima ef þau

hafi hrakist frá heimilum sínum í kjölfar slíkra breytinga, sbr. 14. gr. reglna um ríkisfang frá

1999.

Jafnframt ber ríkjum að virða vilja einstaklinga um hvaða ríki þeir kjósa að tilheyra ef þeir

uppfylla skilyrði ríkisfangs í fleiri en einu ríki eftir slíkar breytingar í samræmi við

meginregluna um sjálfsákvörðunarrétt þjóða að því gefnu að þeir uppfylli skilyrði um

viðeigandi tengsl.576

Endurspeglast þetta í ákvæði 11. gr. reglna um ríkisfang frá 1999. Slík

eða margfalt ríkisfang getur ríki sett það skilyrði fyrir ríkisfangi að einstaklingur hafni ríkisfangi í öðru ríki

sbr. 9. gr. sömu reglna. Í framkvæmd á þetta fyrst og fremst við um höfnun ríkisfangs þess ríkis sem missti

fullveldisyfirráð eða annarra arftöku ríkja sem verða til við breytingar á ríkisyfirráðum sjá. YILC 1999, vol II,

part II,bls. 31, efnisgr. 1-5. Þá er í 10. gr. er gert ráð fyrir gagnkvæmum möguleika ríkja á að hafna veitingu

ríkisborgararréttar ef viðkomandi öðlast ríkisfang annarra ríkja sem breytingarnar varða. Í raun er oft gert ráð

fyrir slíkri reglu í landsrétti ríkja eða þjóðaréttarsamningum, sbr. YILC 1999, vol II, part II,bls. 32, efnisgr. 1

og 2. Þá skal meðferð mála varðandi ríkisfang gerast án tafa og ákvarðanir skulu veittar skriflega auk þess

sem möguleiki til endurskoðunar skal vera fyrr hendi sbr. 17. gr. sömu reglna. 572

Evrópunefndin um lýðræði með lögum (Feneyjarnefndin): „Consequences of State Succession for

Nationality, Draft report“, efnigr. 18. Feneyjar, 13-14. september 1996. Aðgengilegt hjá:

http://www.venice.coe.int/webforms/documents/?pdf=CDL-NAT(1996)005rev3-e (skoðað 25. apríl 2016) 573

Sem dæmi má nefna ákvæði 1. gr. samnings SÞ um afnám kynþáttamisréttis frá 1966, 9. gr. samnings SÞ um

afnám allrar mismununar gagnvart konum frá 1979 og 26. gr. SBSR. Einnig kemur til greina að beita

Mannréttindasáttmála Evrópu en hann mælir ekki sérstaklega fyrir rétt til ríkisfangs. Hins vegar getur sviping

ríkisfangs falið í sér vanvirðandi meðferð í skilningi 3. gr. MSE, sbr. Andreas Zimmermann: „State

Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls. 650-651. 574

Fyrir utan hið almenna bann við mismunun sem er að finna í 5. gr. samnings um bann við kynþáttamismunun

frá 1965 er einnig kveðið á um slíkt bann í þjóðréttarsamningum í tengslum við ríkisfang, en sem dæmi má

nefna 9. gr. Evrópusamnings til að sporna við ríkisfangsleysi frá 2006 og 1. mgr. 5. gr. og 18. gr.

Evrópusamnings um ríkisfang frá 1997, sjá YILC 1999, vol II, part II,bls. 37, efnigr. 2. 575

Þessi regla tekur þó ekki til annarra ríkja en þeirra sem sæta breytingum nema ríkin hafi sérstaklega tekið á

sér slíkar skuldbindingar samkvæmd þjóðréttarsamningi, sbr. YILC 1999, vol II, part II,bls. 36, efnisgr. 5. 576

Hugtakið tengsl ber hér að túlka í víðara samhengi en almennt gildir um skilyrði þjóðaréttar um raunveruleg

tengsl. Ástæða þess er mikilvægi þess að koma í veg fyrir ríkisfangsleysi. Þannig ætti einnig að hafa hliðsjón

af því hvort viðkomandi sé afkomandi ríkisborgara hlutaðeigandi ríkis eða hefur áður verið búsettur á

landsvæði þess sbr. YILC 1999, vol II, part II,bls. 34, efnisgr. 9 og 10.

Page 92: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

91

regla hefur verið skrásett í fjölmörgum þjóðréttarsamningum og í landsrétti ýmissa ríkja.577

Hins vegar er framkvæmd ríkja ekki á einn veg og óljóst hvort reglan endurspegli gildandi

venjurétt.578

Í sumum tilvikum hafa ríki veitt öllum ríkisborgurum þess ríkis sem missir

fullveldisyfirráð á landsvæði möguleika á að öðlast ríkisfang án skilyrða í hinu nýja ríki en

sem dæmi um slíkt má nefna Rússland, Túrkmenistan og Slóvakíu. Önnur ríki hafa takmarkað

öflun ríkisfangs með áskilnaði um hreina sakaskrá, búsetu í ríkinu eða bann við tvöföldu

ríkisfangi en dæmi þess var að finna í löggjöf Tékkalands um veitingu ríkisfangs til

ríkisborgara Slóvakíu.579

Réttur einstaklinga til að kjósa um ríkisfang byggist ekki á

þjóðréttarvenju heldur verða ríki að semja sérstaklega um slíkt fyrirkomulag.580

Ákvörðun

ríkja um veitingu ríkisfangs byggir á flóknu samspili stjórnmálalegra, efnahagslegra og

menningarlegra þátta og erfitt er að setja fram almenna reglu um valrétt einstaklinga í þessu

sambandi.581

Missi á slíkum rétti fylgir gjarnan skylda til að yfirgefa viðkomandi landsvæði

og er ríki ekki óheimilt að vísa viðkomandi úr landi hafi hann hlotið ríkisfang annars ríkis.582

Hins vegar hefur verið bent á að slíkt fyrirkomulag kunni að vera ósamrýmanlegt

grundvallarmannréttindum. Ríki hafa í staðinn oft krafist þess að einstaklingur afsali sér í

kjölfarið ósamrýmanlegum ríkisborgararétti í öðru ríki.583

Af framangreindri umfjöllun er ljóst að við ákvörðun ríkisfangs einstaklinga við þessar

aðstæður þá ber ríkjum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir ríkisfangsleysi á grundvelli

samkomulags og samræmdar löggjafar með hliðsjón af megnreglum um viðeigandi tengsl við

landsvæði, mannréttindi og bann við mismunun. Að auki ber að virða vilja einstaklings eins

og kostur er. Verður nú vikið að þeim sjónarmiðum sem gilda um hina mismunandi flokka

landfræðilegra breytinga í tengslum við breytingu á ríksyfirráðum.

6.2.3 Sérstakar reglur um hina mismunandi flokka landfræðilegra breytinga

Við samruna ríkja er almenna reglan sú allir þegnar þeirra ríkja sem sameinast öðlist ríkisfang

hins sameinaða ríkis óháð því hvort það feli í sér nýmyndun ríkis eða hvort einhvert þeirra

577

Sem dæmi má nefna friðarsamninga í kjölfar fyrri heimstyrjaldar og friðarsamning við Ítalíu árið 1947. Þá var

einnig að finna slíkt ákvæði í sjálfstæðisyfirlýsingu Búrma og við upplausn fyrrum Tékkóslóvakíu, sbr. YILC,

1999, vol II, part II,bls. 33, efnisgr. 1-4. 578

Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls. 658-659; Maria Isabel

Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 693. 579

Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls. 657-658. 580

Ibid, bls. 635. Slíkt fyrirkomulag var algengt í friðarsamningunum í kjölfar fyrri heimstyrjaldar 581

Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on State Succession“,bls. 696. 582

Sjá niðurstöðu gerðardóms í máli Aquisition of Polish Nationality case, 1924, R.I.A.A., vol. I, bls. 401, sbr.

einnig YILC, 1962, vol. II, bls. 151, A/CN.4/151. 583

Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“,bls. 658-659.

Page 93: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

92

heldur tilvist sinni áfram, sbr. 21. gr. reglna um ríkisfang frá 1999. Þessari fremur sjálfsögðu

reglu hefur ítrekað verið beitt í framkvæmd og er talin hafa stöðu þjóðréttarvenju.584

Þegar hluti landsvæðis ríkis klofnar frá og fer undir ríkisyfirráð annars ríkis er álitamál um

hvort íbúar þess landsvæðis fái sjálfkrafa ríkisfang í því ríki eða tilheyri jafnvel áfram gamla

ríkinu. Í ákvæði 20. gr., sbr. 4. gr. reglna um ríkisfang er mælt fyrir um að veita beri öllum

þeim einstaklingum hið nýja ríkisfang sem hafa þar fasta búsetu en þeir missa jafnframt

ríkisfang þess ríkis sem lætur yfirráð af svæðinu af hendi nema þeir kjósi að viðhalda því.585

Þá er áhersla lögð á skyldu ríkja til að fyrirbyggja ríkisfangsleysi í slíkri stöðu og ekki skal

afturkalla ríkisfang einstaklinga fyrr en hann hefur sannanlega öðlast annað.586

Framkvæmd

ríkja í kjölfar fyrri heimstyrjaldar endurspeglar almennt framangreinda reglu um sjálfkrafa

veitingu ríkisfangs til þeirra sem eru með fasta búsetu á hlutaðeigandi landsvæði. Í

Versalafriðarsamningnum og öðrum þjóðréttarsamningum um yfirfærslu ýmissa landsvæða

Þýskalands í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar var almennt kveðið á um sjálfkrafa veitingu

ríkisfangs þess ríkis sem tók við fullveldisyfirráðum til þeirra einstaklinga sem búsettir voru á

viðkomandi landsvæði.587

En þó voru ákveðnir hópar í reynd oft undanskildir í

framkvæmd.588

Í kjölfar seinni heimstyrjaldar var í friðarsamningum við Ítalíu árið 1947 gert

ráð fyrir sjálfkrafa veitingu ríkisfangs Frakklands, Júgóslavíu og Grikklands til íbúa

584

YILC, 1999, vol II, part II,bls. 42, efnisgr. 6. Sú var framkvæmdin við innlimun Hawaii í Bandaríkin árið

1898, samruna ýmissa landsvæða við Grikkland á 19. öld, myndun Sameinaða arabíska lýðveldisins árið

1958, Tansaníu árið 1964, samruna Singapúr við Malasíu árið 1963, við sameiningu Norður og Suður

Víetnam, við samruna Þýskalands í kjölfar kalda stríðsins og sameiningu Norður og Suður Jemen árið 1990,

sbr. YILC 1997, part I, vol. II, bls. 57. efnisgr. 1-6, A/CN.4/480; Andreas Zimmermann: „State Succession

and the Nationality of Natural Persons“, bls. 615-618; Evrópunefndin um lýðræði með lögum

(Feneyjarnefndin): „Consequences of State Succession for Nationality, Draft report“, efnisgr. 41.

Ríkisborgarar fyrrum Austur-Þýskalands fengu sjálfkrafa ríkisfang sameinaðs Þýskalands, sbr. ibid. bls. 61. 585

Sumir hafa haldið því fram að slíkt gerist sjálfkrafa ispo facto, sbr. D. P. O´Connell: State Succession in

Municipal and International Law vol. I, bls. 499. Viðmið um fasta búsetu miðast við búsetu foreldra við

fæðingu hlutaðeigandi einstaklings en ekki þegar samningur milli ríkja tekur gildi sbr. Ráðgefandi álit FAD í

máli Acquisition of Polish Nationality), 15. september 1923, P.C.I.J. 1923, Series B, nr. 7. Með fastri búsetu í

þessu samhengi er átt við allt landsvæði ríkis en ekki einungis þann hluta sem tók breytingum, sbr.

Gerðardóm, Acquisition of Polish Nationality case, 1924, R.I.A.A., vol. I, bls. 401, sbr. einnig YILC, 1962,

vol. II, bls. 151, A/CN.4/151. 586

YILC 1999, part I, vol. II, bls. 41, efnisgr. 3-4. 587

Evrópunefndin um lýðræði með lögum (Feneyjarnefndin): „Consequences of State Succession for Nationality,

Draft report“, efnisgr. 43. 588

Þjóðverjar sem bjuggu á landsvæði fyrrum Tékkóslóvakíu fengu ríkisfang þess. Rússar, Austurríkismenn,

Ungverjar og Þjóðverjar sem búsettir voru í Póllandi fengu einnig sjálfkrafa pólskt ríkisfang nema þeir

Þjóðverjar sem fluttu þangað eftir 1908 en þeir þurftu sérstakt samþykki pólskra yfirvalda. Með sama hætti

fengu íbúar Slesvíkur sjálfkrafa danskt ríkisfang að undanskildum þeim einstaklingum sem fluttu þangað fyrir

1. október 1918, sbr. Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls.

619-620. Við endurheimt Alsace-Lorraine héraðsins til Frakklands var ekki gert ráð fyrir sjálfkrafa veitingu

ríkisfang og en það var aðeins veitt þeim sem höfðu misst ríkisfang sitt árið 1871 eða þeim sem fæddust í

héraðinu en ekki var vitað um uppruna foreldra, sbr. Evrópunefnd um lýðræði með lögum (Feneyjarnefndin):

„Consequences of State Succession for Nationality, Draft report“, efnisgr. 44.

Page 94: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

93

viðkomandi landsvæða sem færðust til.589

Þá fengu íbúar sjálfkrafa ríkisfang við

landamæratilfæringar Þýskalands gagnvart Belgíu og Hollandi árin 1956 og 1963.590

Þá fengu

íbúar landsvæða Macau og Hong Kong sjálfkafa ríkisfang Portúgal annars vegar og Bretlands

hins vegar þegar ríkin tóku við fullveldisyfirráðum en þó héldu þeir jafnframt kínversku

ríkisfangi sínu.591

Þegar Bretland lét Hong Kong aftur af hendi til Kína árið 1997 héldu íbúar

Hong Kong bresku ríkisfangi sínu en misstu rétt til að búa og starfa í Bretlandi. Þeir gátu hins

vegar sótt um sérstakt breskt ríkisfang sem veitti þeim diplómatíska vernd í öðrum ríkjum en

Kína.592

Við yfirfærslu Macau frá Portúgal til Kína árið 1999 héldu íbúar Macau portúgölsku

ríkisfangi sínu.593

Hins vegar bendir framkvæmd í Austur-Evrópu til gagnstæðrar niðurstöðu og eins þegar

hlutar Þýskalands færðust yfir til Póllands og Sovétríkjanna eftir seinni heimstyrjöld og eins

við afmörkun á þegnum Austurríkis við aðskilnað þess frá Þýskalandi.594

Þá var heldur ekki

gert ráð fyrir fyrir sjálfkrafa veitingu ríkisfangs né brottfalli þess eldra við yfirfærslu hluta

landsvæðis Suður-Afríku til Namibíu.595

Af þessu má ráða að framkvæmd dregur ekki

eindregið til kynna reglu í þessum tilvikum og erfitt er að fullyrða að veiting ríkisfangs í

þessum tilvikum gerist sjálfkrafa.596

Uppbrot ríkis í tvö eða fleiri ný ríki kann að fela í sér jafnvel enn flóknari álitaefni þar sem

landsréttur ríkjanna er þá oft á tíðum ekki samræmdur en það getur skapað vandamál tengd

tvöföldu ríkisfangi, ríkisfangsleysi og mismunun gagnvart minnihlutahópum.597

Samkvæmt

reglum um ríkisfang frá 1999 gildir hér sama regla óháð því hvort hið upprunalega ríki heldur

þjóðréttaraðild sinni við slíkar breyingar eða ekki. Samkvæmt þessu mæla 22. gr. og 24. gr.

reglanna fyrir um að ríki sem taki þannig við fullveldisyfirráðum skuli veita íbúum á

landsvæði þeirra ríkisfang sem og öðrum sem viðeigandi lagaleg tengsl hafa við landsvæðið.

Einnig ber að veita einstaklingum ríkisfang þó þeir uppfylli ekki þessi skilyrði ef viðkomandi

589

Sjá 19. gr. friðarsamnings milli Ítalíu og Bandamanna frá 1947. 590

Sjá samning Þýskalands og Belgíu annars vegar: Bundesgesetzblatt, 1958 vol. II, bls. 262, og samning

Þýskalands og Hollands hins vegar: Bundesgesetzblatt, 1963 vol. II, bls. 458. Tilvísun hjá: Andreas

Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls. 621. Þá var jafnframt ekki gert

ráð fyrir að hið fyrra ríkisfang yrði afturkallað sjálfkrafa heldur var undir íbúum komið hvoru ríkinu þeir

tilheyrðu óháð búsetu, sbr. Evrópunefnd um lýðræði með lögum (Feneyjarnefndin): „Consequences of State

Succession for Nationality, Draft report“, efnisgr. 86. 591

Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls. 622-623. 592

Ibid. 623. 593

Ibid. 623. 594

Evrópunefnd um lýðræði með lögum (Feneyjarnefndin): „Consequences of State Succession for Nationality,

Draft report“, efnisgr. 53 og 54; Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural

Persons“, bls. 620. Jafnframt neitaði Vestur-Þýskaland að afturkalla ríkisfang þeirra einstaklinga sem áttu rétt

til ríkisfangs Sovétríkjanna eða Póllands, sbr. ibid. nr. 85. 595

Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls. 621-622. 596

Ibid.,bls. 619-624, 660. 597

Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 686.

Page 95: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

94

fæddist á umræddu landsvæði, átti þar síðast búsetu eða tengist svæðinu sérstaklega. Sá

fyrirvari er gerður að ríkisfang skuli þó ekki veitt ef einstaklingur óskar eftir öðru, sbr. 23. gr.

og 26. gr. sömu reglna. Þá er í 25. gr. mælt fyrir um samhliða afturköllun á ríkisfangi þess

ríkis sem lætur fullveldisyfirráð af hendi en slík afturköllun skal þó ekki framkvæmd fyrr en

einstaklingur hefur sannanlega fengið ríkisfang hins nýja arftökuríkis. Jafnframt er mælt gegn

því að ríkisfang sé afturkallað ef viðkomandi hefur fasta búsetu á landsvæði hins eldra ríkis,

hefur viðeigandi lagaleg tengsl við það landsvæði, fæddist þar, átti þar síðast búsetu eða

tengist svæðinu sérstaklega. Rétt er að taka fram að þessi ákvæði um uppbrot ríkis taka einnig

til nýfrjálsra ríkja.598

Viðmið við ákvörðun þegna hins nýja ríkis eru breytileg milli ríkja en

þættir eins og föst búseta, lögheimili eða þjóðlegur uppruni hafa almennt þótt skipta mestu

máli í því sambandi. 599

Í tilfelli sambandsríkja þar sem ríkisheild samanstendur af mörgum

ríkjum sem áður höfðu sitt eigið ríkisfang virðast arftökuríki leggja slík lagaleg tengsl við

landsvæðið til grundvallar við mat á því hverjir teljist þegnar þess eftir uppbrot

ríkisheildarinnar og var sú raunin við uppbrot fyrrum Sovétríkjanna.600

Jafnframt takmörkuðu

Eystrasaltsríkin veitingu ríkisfangs við upprunalegan ríkisborgararétt sem setti t.d. Rússa sem

búsettir voru þar oft í erfiða stöðu.601

598

YILC 1999, vol II, part II,bls. 46, efnigr. 2. 599

Við sjálfstæði Írlands árið 1922 miðaðist veiting ríkisfangs fyrst og fremst við búsetu, sbr. Evrópunefndin um

lýðræði með lögum (Feneyjarnefndin): „Consequences of State Succession for Nationality, Draft report“,

efnisgr. 50. Við ákvörðun um ríkisfang Austur-Þýskalands í kjölfar seinni heimsstyrjaldar var einnig miðað

við búsetu. Þá var við sjálfstæði Alsír árið 1962 gert ráð fyrir að ríkisborgarar Frakklands ættu þess kost að

hljóta þar ríkisfang ef skilyrði um búsetu væri uppfyllt. Jafnframt var í franskri löggjöf gert ráð fyrir

möguleika Alsírbúa til að fá ríkisfang í Frakklandi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sbr. ibid., efnigr. 57-

59. Við upplausn Austuríska-Ungverska konungsdæmisins var í friðarsamningi Saint-Germain var hins vegar

gengið út frá tengingu íbúa við tiltekin samfélög við ákvörðun á því hvaða einstaklingar héldu sjálfkrafa

tilteknu ríkisfangi. Við aðskilnað Singapúr frá Malasíu fengu allir sem höfðu ríkisborgararétt Singapúr á

meðan a sambandinu stóð veitt ríkisfang í hinu nýja ríki. Einnig var gert ráð fyrir að íbúar landsvæðis

Banglades fengju ríkisfang þess við aðskilnað frá Pakistan. Hins vegar var sá fyrirvari gerður að þeir sem áttu

ekki rætur að rekja til Austur-Pakistan gætu ekki sjálfkrafa öðlast ríkisfang Banglades. Þannig var

einstaklingum með uppruna í Namibíu veitt ríkisfang við sjálfstæði þess jafnvel þó þeir væru búsettir erlendis,

sbr. Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls. 624-627. Við

sjálfstæði Eritreu var einnig miðað við uppruna og búsetu auk þess sem sérstakar takmarkanir voru á veitingu

ríkisborgararéttar til þeirra sem búsettir voru í ríkinu frá 1934-1953. ibid,bls. 633. Skilyrði fyrir ríkisfangi

Suður Súdan byggist á fæðingarstað eða búsetu eftir sjálfstæði Súdan árið 1956 sbr. 8. gr. laga Suður Súdan

um ríkisfang frá 7. júlí 2011, sjá: http://www.refworld.org/docid/4e94318f2.html (skoðað 18. apríl 2016). 600

Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls. 632-633. Í löggjöf

Rússlands var mælt fyrir um að allir ríkisborgarar fyrrum Sovétríkjanna sem höfðu fasta búsetu á landsvæði

Rússlands eða höfðu snúið aftur þangað fengju rússneskt ríkisfang og einnig þeir sem höfðu verið í

herþjónustu erlendis. Hvíta-Rússland, Moldóva, Úkraína, Úsbekistan, Kasakstan og Túrkmenistan veittu þeim

ríkisfang sem höfðu fasta búsetu á viðkomandi landsvæði. Í Georgíu og Kirgistan var nýtt ríkisfang tengt

hinum sovéska ríkisborgarrétti innan hvers ríkis. Þannig fengu allir ríkisborgarar fyrrum Sovétríkjanna sem

búsettir voru innan landsvæðis þess sjálfkrafa ríkisfang hjá einhverju arftökuríkjanna. Andreas Zimmermann:

Ibid.,bls. 627-632; Evrópunefnd um lýðræði með lögum (Feneyjarnefndin): „Consequences of State

Succession for Nationality, Draft report“, efnisgr. 68. 601

Ibid., efnigr. 67.

Page 96: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

95

Við upplausn ríkis þar sem hið upprunalega ríki hættir að vera til bendir framkvæmd ríkja

að sama skapi til þess að veiting ríkisborgararréttar grundvallast almennt á einhverskonar

tengslum við viðkomandi landsvæði. Ef hlutaðeigandi svæðiseiningar hafa haft sjálfstætt

ríkisfang frá upphafi er tilhneiging til þess að notast áfram við slíkt viðmið við ákvörðun á

ríkisborgurum þess ríkis í stað lögheimilis eða búsetu.602

Afmörkun ríkisborgara þeirra ríkja

sem mynduðust við uppbrot fyrrum Júgóslavíu byggðist þannig að meginstefnu til á viðmiði

um borgararétt í viðkomandi ríki innan sambandsríkisins en einnig var í sumum tilvikum

miðað við þjóðlegan uppruna.603

Þeir einstaklingar sem höfðu slíkan borgararétt í Tékklandi

eða Slóvakíu fylgdu sjálfkrafa ríki sínu við upplausn Tékkóslóvakíu.604

Þrátt fyrir að í þessu

geti felist frávik frá viðeigandi tengslum einstaklings við ríki sem tekur við

fullveldisyfirráðum þá hefur almennt verið talið að slík framkvæmd feli ekki í sér

þjóðréttarbrot.605

Þetta fer við fyrstu sín heldur ekki í bága við ákvæði 22. gr. reglna um

ríkisfang en þar er gert ráð fyrir veitingu ríkisfangs til þeirra einstaklinga sem hafa sérstök

lagatengsl við hlutaðeigandi landsvæði. Hins vegar kann þessi áhersla á afmörkun ríkisfangs

miðað við upprunalegan borgararétt í stað þess að miða við eiginlega búsetu að leiða til

ríkisfangsleysis vissra hópa og var ákvæðum reglna um ríkisfang frá 1999 að meginstefnu

ætlað að koma í veg fyrir slík tilvik.606

Einnig ber að hafa í huga að ríki verða ávallt að gæta

að grundvallarreglum svo sem að rétti til ríkisfangs og banni við mismunun.

Að lokum má velta fyrir sér álitaefnum um áhrif sjálfstæði Evrópuríkis, t.d. Skotlands eða

Katalóníu, á evrópskan sambandsborgararétt en 9. gr. Sáttmála um ESB sem tók gildi 2009 og

er mælt fyrir um slíkan rétt sem felur í sér ákveðin réttindi einstaklingnum til handa. Hann er

602

Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls. 641. 603

Einstaklingar sem báru ríkisfang Serbíu eða Svartfjallalands við gildistöku nýrrar stjórnarskrár árið 1992

samhliða ríkisborgararétti fyrrum Júgóslavíu öðluðust ríkisfang sambandsríkisins. Einnig var þeim

ríkisborgurum fyrrum Júgóslavíu sem búsettir voru erlendis veitt ríkisfang ef þeir svo kusu. Þeir sem voru

búsettir annars staðar innan landsvæðis fyrrum Júgóslavíu gátu einnig fengið ríkisborgararétt

sambandsríkisins en þó var ekki heimilt að bera tvö ríkisföng. Löggjöf um ríkisfang Slóveníu, Króatíu og

Makedóníu grundvallaðist af fyrri ríkisborgarrétti ríkjanna. Þá var einnig í löggjöf Króatíu gert ráð fyrir að

þeir sem höfðu fasta búsetu í Króatíu en voru ekki af króatískum uppruna þurftu að sækja um ríkisborgararrétt

og uppfylla öll lagaskilyrði sem því fylgdu. Þessi mismunun var eingöngu gerð af menningarlegum ástæðum

og var gagnrýnd af SÞ en stjórnlagadómstóll Króatíu komst að þeirri niðurstöðu að ríki hefðu forræði á því að

ákveða skilyrði fyrir ríkisborgararétti. Sambærileg regla gilti í tilviki Bosníu-Hersegovínu en þar var miðað

við fyrri ríksiborgararrétt og búsetu, sbr. Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of

Natural Persons“, bls. 635-639; Evrópunefndin um lýðræði með lögum (Feneyjarnefndin): „Consequences of

State Succession for Nationality, Draft report“, efnisgr. 63-66. 604

Að auki var ríkisborgurum fyrrum Tékkóslóvakíu heimilt að sækja um slóvenskt ríkisfang án skilyrðis um

búsetu. Einnig gátu ríkisborgarar Slóvakíu sótt um tékkneskt ríkisfang að ákveðnum skilyrðum uppfylltum

meðal annars um tveggja ára búsetu að því gefnu að þeir afsali sér hinu ríkisfanginu. Með sama hætti misstu

þeir Tékkar sem sótt höfðu um ríkisfang í Slóvakíu tékkneskt ríkisfang sitt, sbr. Andreas Zimmermann: „State

Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls. 640-641. 605

Ibid, bls. 641. 606

Malcolm N. Shaw: International Law, bls, 729.

Page 97: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

96

tengdur upprunalegu ríkisfangi aðildarríkis sem ákvarðast alla jafna af landsrétti þess.

Sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að missi einstaklingur ríkisfang sitt við breytingar á

fullveldisyfirráðum aðildarríkis þá fellur evrópskur ríkisborgaréttur niður samhliða ef gengið

er samhliða úr ESB.607

6.3 Fjárhagsleg réttindi einkaaðila

6.3.1 Almennt

Sérstök álitamál tengjast áunnum réttindum hvort sem þau leiða af samningum eða leyfum

útgefnum í samræmi við lög þess ríkis sem missti yfirráðin.608

Áunnin réttindi eru efnisleg og

óáþreifanleg réttindi einstaklings eða lögaðila sem eru fjárhagslegs eðlis og get falst í

eignarréttindum og kröfum ýmisskonar (e. aquired rights).609

Upphaflega voru þau hluti

þeirra umfjöllunarefna sem Alþjóðalaganefndin hugðist taka til skoðunar við skrásetningu

reglna á þessu sviði en að lokum var vikið frá því.610

Nokkur samhljómur virðist vera um það

viðhorf að breytingar á ríkisyfirráðum felli ekki niður slík áunnin réttindi og eigi ekki að hafa

meiri áhrif á hagsmuni einstaklinga umfram það sem nauðsynlegt er.611

Virði ríki ekki

fyllilega slík áunnin réttindi einkaaðila verður það þó að uppfylla kröfur þjóðaréttar um

lágmarksvernd en eins og fram hefur komið er ríki skuldbundið að þjóðarétti til að veita

erlendum ríkisborgurum lágmarksvernd á landsvæði sínu.612

Þó að meginreglan sé áframhald

slíkra réttinda við þessar aðstæður er ekki þá er ekki þar með sagt að hið nýja ríki geti ekki

breytt eitthvað slíkum réttindum eftir að hafa tekið við fullveldisyfirráðum. Þau fylgja því

607

Paula García Andrade: „State Succession and EU Citizenship“,

http://acelg.uva.nl/binaries/content/assets/subsites/amsterdam-centre-for-european-law-and-

governance/other/secession/paula-garcia-andrade---state-succession-and-eu-citizenship.pdf?2809481095439

(skoðað 25. apríl 2016). 608

D.P. O´Connell: The law of State Succession, bls. 216; Ian Brownlie: Principles of Public International Law,

bls. 624 609

O‘Connell: The Law of State Succession, bls. 81; D. P. O´Connell: State Succession in Municipal and

International Law, vol I, bls. 245. 610

YILC 1963, vol II, part II,2. viðauki, bls. 298; Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on

State Succession“, bls. 665. Þá tók Badinternefndin ekki sérstaklega á því hvernig leysa ætti úr ágreiningi

vegna einkaréttarlegra krafna í kjölfar upplausnar Júgóslavíu, sbr. Tai-Heng Cheng: State Succession and

Commercial Obligations, bls. 298. 611

D. P. O´Connell: State Succession in Municipal and International Law, vol. I, bls. 237, 239-240 og 266;

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 724. Ian Brownlie bendir þó á að fullyrðing um almenna

meginreglu í þessum efnum gefi tilefni til mismunandi túlkunar og geti valdið ruglingi. Í fullveldi ríkja sem

verða til vegna breytinga á ríkisyfirráðum geti ekki falist meira en hefðbundið löggjafarvald og lögsaga á því

landsvæði sem um ræðir. Áframhald laga ríkisins sem líður undir lok ráðist af samþykki þess nýja og

breytingarnar sem slíkar hafi ekki bein áhrif á gildi slíkra réttinda né veiti þeim sérstaka stöðu að þjóðarétti,

sbr. Ian Brownlie: Principles of Public International Law, bls. 624, 626. Í öllu falli getur reglan ekki talist

hafa stöðu þjóðréttarvenju ein og sér án tillits til lágmarksverndar einstaklinga að þjóðarétti, sbr. Pierre A.

Lalive: „The Doctrine of Acquired Rights“, bls. 200. 612

H. Lauterpacht: Oppenheim´s International Law, bls. 154; D. P. O´Connell: State Succession in Municipal

and International Law, 1. bindi, bls. 237-238, 263 og 266; Ian Brownlie: Principles of Public International

Law, bls. 624, 626.

Page 98: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

97

löggjöf hins nýja ríkis og geta breyst að efni til eftir að breyting á fullveldisyfirráðum á sér

stað.613

Fjárhagsleg réttindi njóta almennt verndar við breytingar á ríkisyfirráðum og eignir

verða einungis réttilega teknar eignanámi ef skilyrði til þess að þjóðarétti um

almannahagsmuni og bætur eru uppfyllt.614

Grundvöllur greiðslu eignarnámsbóta vegna

upptöku eigna byggist almennt á meginreglunni um óréttmæta auðgun.615

Álitamál þessu

tengd hafa fyrst og fremst varðað hagnýtingarleyfi erlendra aðila tengt auðlindum og skuldum

ríkis gagnvart erlendum kröfuhöfum.616

6.3.2 Eignaréttindi

Eignaréttindi einkaaðila falla ekki niður við breytingar á fullveldisyfirráðum en hið nýja ríki

getur tekið slíkar eignir eignanámi ef skilyrði til þess eru uppfyllt.617

Niðurstaða um hvort

stofnað hafi verið til eignarréttinda fer eftir löggjöf þess ríkis sem fer með fullveldisyfirráð á

viðkomandi landsvæði hverju sinni og sé slíkur réttur fyrir hendi ber því ríki sem tekur við

yfirráðum að virða hann.618

Meginreglan um að ríkjum beri að virða fyrirliggjandi

eignarréttindi var fyrst staðfest í máli Fasta Alþjóðadómstólsins (FAD) í svonefndu

landnemamáli en þar var deilt um eignaréttindi fólks af þýskum uppruna á landsvæði Póllands

sem áður tilheyrði Þýskalandi. Samkvæmt þýskum lögum höfðu þau áunnið sér eignarétt að

jörðunum en yfirvöld í Póllandi voru á annarri skoðun og höfðu reynt að vísa þessum

einstaklingum burt af landsvæðinu. Í ráðgefandi áliti dómstólsins varð niðurstaðan sú að um

eignarréttinn færi eftir þýskum lögum þar til yfirfærsla landsvæðisins ætti sér stað samkvæmt

samningi um réttindi minnihlutahópa frá 1919. Einnig var áréttað að óháð slíkum samningi þá

ættu fyrirliggjandi eignaréttindi einstaklinga að haldast þrátt fyrir breytingar á

ríkisyfirráðum.619

Fleiri mál fylgdu í kjölfarið sem staðfestu þessa meginreglu þjóðaréttar að

613

D.P. O´Connell: State Succession in Municipal and International Law, vol. I, bls. 264-265. 614

Peter Malanczuk: Akehust´s Modern Introduction to International Law, bls. 170; Sjá í þessu sambandi álit

FAD í Landnemamálinu (German Settlers), 10. september 1923, P.C.I.J. 1923, Series B, nr. 6, dómur FAD

máli Certain German interests in Polish Upper Silesia, 25. maí 1926, P.C.I.J. 1926, Series A, nr. 7, bls. 21-22

og FAD Case Concerning the Factory at Chorzów, 13. september 1928, P.C.I.J. 1928, Series A, nr. 17, bls.

46-48. 615

D. P. O´Connell: State Succession in Municipal and International Law, vol. I, bls. 266-267. 616

Peter Malanczuk: Akehust´s Modern Introduction to International Law, bls. 171. 617

Ibid., bls. 170. 618

Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 699-700. 619

Álit FAD í Landnemamálinu (German Settlers), 10. september 1923, P.C.I.J. 1923, Series B, nr. 6. Einnig má

benda á gerðardómsmál milli Bretlands og Bandaríkjanna um eignarrétt að landsvæði Fiji í máli G.R. Burt frá

1923, R.I.A.A, vol. VI. bls. 93 og máli Isaac M. Brower frá 1923, R.I.A.A., vol. VI., bls. 149, sjá. YILC 1962,

vol. II, bls. 139-140, skjal nr. A/CN.4/151. Framkvæmd landsdómstóla í Bandaríkjunum hvað varðar

eignarréttarkröfur vegna yfirfærslu hluta landsvæðis milli ríkja er einnig samræmd um að virða beri slík

réttindi við breytingar á ríkisyfirráðum sbr. YILC 1963, vol. II, bls. 122-124, A/CN.4/157.

Page 99: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

98

virða beri eignarréttindi einstaklinga sem stofnað var til samkvæmt eldri löggjöf.620

Nýfrjáls

ríki hafa hins vegar þótt njóta vissrar sérstöðu þar sem áframhald efnahagslegra ráðstafana

nýlenduveldis sem felur í sér erlent eignarhald á mikilvægum auðlindum kemur í veg fyrir

sjálfstæði ríkis til að stjórna efnahagslegri þróun ríkisins auk þess sem nýfrjáls ríki hafa

almennt ekki úrræði til að bæta eignaupptöku slíkra eigna að fullu.621

Af þessum sökum hafa

nýfrjáls ríki almennt ekki viðurkennt þess háttar eignarrétt erlendra aðila sem stofnað var til

fyrir sjálfstæði þeirra.622

Grundvallarbreyting á efnahagsumhverfi ríkja í Mið og Austur-Evópu eftir kalda stríðið

sem fólst í afnámi áætlunarbúskaps og innleiðingu markaðsskipulags flækti málin hvað varðar

afdrif eigna við breytingar á ríkisyfirráðum þessara ríkja.623

Árið 1990 lýstu Austur- og Vestur

Þýskaland því yfir að eignir sem teknar voru eignarnámi á árunum 1945-1952 yrði skilað aftur

eða greiddar yrðu viðeigandi skaðabætur. Settar voru reglur um skrásetningu krafna og

framkvæmd greiðslu eignanámsbóta. Við sameiningu ríkjanna árið 1991 voru sett lög sem

mæltu fyrir um afhendingu eigna sem höfðu verið ríkisvæddar eða framseldar.624

Þá var í

löggjöf fyrrum Tékkóslóvakíu gert ráð fyrir greiðslu skaðabóta vegna eigna þeirra

ríkisborgara þar sem neyddust til að yfirgefa ríkið á tímum kalda stríðsins.625

Þá missti fjöldi

einstaklinga heimili sín í kjölfar hernaðarátaka í tengslum við upplausn fyrrum Júgóslavíu.

Vinnuhópur í málefnum fyrrum Júgóslavíu lagði áherslu á mikilvægi þess að eigendur gætu

endurheimt eignir sínar en að öðrum kosti fengið greiddar bætur og í Dayton

friðarsamkomulaginu sem undirritað var á milli sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands,

Bosníu og Króatíu árið 1995 var mælt fyrir um rétt einstaklinga sem sviptir höfðu verið

620

Dómur FAD máli Certain German interests in Polish Upper Silesia, 25. maí 1926, P.C.I.J. 1926, Series A, nr.

7, dómur FAD Case Concerning the Factory at Chorzów, 13. september 1928, P.C.I.J. 1928, Series A, nr. 17

og dómur FAD í máli Mavrommatis Palestine Concessions (Greece v. U.K.),30. ágúst 1924, P.C.I.J. 1924,

Series B, nr. 3. Þetta fordæmi var einnig staðfest í öðrum tilvikum í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar þar

sem yfirfærsla landsvæðis Austurríkis til Ítalíu og Alsace Lorraine héraðsins til Frakklands átti sér stað. í

tilviki Sameinaða arabíska lýðveldisins sem samþykkti greiðslu eignanaámsbóta vegna þjóðnýtingar Egypta á

Súez skurðinum og öðrum eignum franskra og breskra ríkisborgara. Þegar Eritrea sameinaðist Eþíópíu voru

fyrirliggjandi fjárhagsleg réttindi einkaaðila einnig virt. D.P. O´Connell: State Succession in Municipal and

International Law, vol I, bls. 277-279. 621

YILC, 1968, vol II, bls. 115-117, skjal nr. A/CN.4/204; Ian Brownlie: Principles of Public International Law,

bls. 624; 622

Peter Malanczuk: Akehust´s Modern Introduction to International Law, bls. 170. Höfundur hefur samt sem

áður efasemdir um að slík afstaða sé til hagsbóta fyrir hið nýfrjálsa ríkis til framtíðar. 623

Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 701. 624

Ibid. bls. 701-703. 625

Skilyrði um tékkneskan ríkisborgararétt og fasta búsetu til að fá eignir endurheimtar eða bætur í þeirra stað

var í áliti Mannréttindanefndar SÞ ekki talið málefnalegt og talið fela í sér mismunun og brot gegn 26. gr.

SBSR, sbr. í áliti nefndarinnar í máli Simunek et al. gegn. Tékklandi frá 19. júlí 1995 í máli, nr. 516/1992.

Sambærileg niðurstaða varð í áliti nefndarinnar í máli Gratzinger gegn Tékklandi frá 24. júlí 2007, nr.

1463/2006.

Page 100: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

99

eignum sínum í stríðinu til að endurheimta þær en að öðrum kosti eiga rétt til skaðabóta vegna

eignaskerðingar.626

Framkvæmd ríkja er til marks um viðleitni til að viðhalda slíkum skuldbindingum við

breytingar á ríkisyfirráðum en eins og áður hefur komið fram kemur það þó ekki í veg fyrir að

takmarkanir verði gerðar á slíkum réttindum í framtíðinni.627

Að lokum ber að nefna að ýmsir

þjóðréttarsamningar sem mæla fyrir um vernd eignarréttinda kunna að hafa áhrif á afdrif

slíkra réttinda við breyingar á fullveldisyfirráðum svo sem á sviði hugverkaréttinda og

iðnaðar.628

6.3.3 Skuldakröfur

Ljóst er að ákvæði Vínarsamnings frá 1983 um afdrif skulda ríkja hafa ekki áhrif á skuldir

ríkis gagnvart einstaklingum og lögaðilum, sbr. 31. gr. samningsins.629

Miðað er við þrönga

skilgreiningu á hugtakinu skuld þar sem meðlimir laganefndarinnar komu sér ekki saman um

hvort undir ákvæðið ætti einnig að falla annars konar fjárskuldbindingar ríkis gagnvart

einkaaðilum.630

Í ljósi aukinnar hnattvæðingar leitast ríki þó nú fremur við að leysa álitamál

þessu tengd í þjóðréttarsamningum og þá sérstaklega hvað varðar skuldir við erlenda

kröfuhafa til að halda trúverðugleika hjá fjárfestum.631

Bent hefur verið á að framsetning

skýrra reglna á þessu sviði sé til hagsbóta fyrir kröfuhafa, skuldara og alþjóðafjármálakerfið í

heild sinni.632

Ríki hafa nú tilhneigingu til að vernda hagsmuni erlendra kröfuhafa við slíkar

breytingar og yfirfærast skuldir almennt í samræmi við umfang þeirra landfræðilegu breytinga

sem eiga sér stað á milli ríkja. Hið sameinaða Þýskaland tók þannig við skuldum Austur-

Þýskalands sem var síðan dreift á milli stoða hins opinbera.633

Við upplausn fyrrum

Sovétríkjanna var áhersla lögð á að viðhalda skuldum við kröfuhafa. Öll ríki fyrrum

Sovétríkjanna nema Eystrasaltsríkin undirrituðu árið 1991 viljayfirlýsingu varðandi skuldir

fyrrum Sovétríkjanna og arftaka þess við erlenda kröfuhafa þar sem þau tóku á sig

626

Sjá 1. gr. 7. viðauka samnings ríkja fyrrum Júgóslavíu um álitamál í tengslum við breytingar á ríkisyfirráðum

frá 2001, ILM, 35. bindi, 1996, bls. 137. 627

Lög Eystrasaltsríkjanna um eignaréttindi veittu einungis ríkisborgurum Eystrasaltsríkjanna rétt til að stofna til

eignarréttinda og taka þátt í einkavæðingu sem takmarkaði mjög réttindi annarra ríkisborgara sbr Maria Isabel

Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 706. 628

Ibid., bls. 706-707. 629

YILC 1981, part II, vol II, bls. 79. 630

Tai-Heng Cheng: State Succession and Comercial Obligations bls. 144. Í umfjöllun D. P. O´Connell um

afdrif skulda við breytingar a ríkisyfirráðum er lagt til grundvallar að kröfuhafi geti verið annað ríki,

alþjóðastofnun, opinbert fyrirtæki eða einkaðili sem á skuldakröfu á hendur ríki, sbr. D.P. O´Connell: State

Succession in Municipal and International Law, vol I, bls. 369. 631

Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 697. 632

J. L. Foorman og M. E. Jehle: „Effects of State and Government Succession on Commercial Bank Loans to

Foreign Sovereign Borrowers, 1 University of Illinois law Review, 1. tölubl. 1982, bls. 38. 633

Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 698.

Page 101: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

100

sameiginlega ábyrgð á erlendum skuldum.634

Í samningi ríkjanna sama ár var gert ráð fyrir

sameiginlegri ábyrgð á greiðslu skulda fyrrum Sovétríkjanna og þar með talið voru skuldir við

erlenda kröfuhafa en eins og áður hefur komið fram lauk málinu svo þannig að Rússland tók

yfir allar skuldir einstakra ríkja en hin ríkin urðu þá eftir atvikum skuldarar gagnvart

Rússlandi.635

Þá samþykktu kröfuhafar fyrrum Tékkóslóvakíu skiptingu skulda þess í

hlutföllunum 2 á móti 1 líkt og á öðrum skuldum og eignum auk þess sem Tékkland tók við

ábyrgð fyrrum Tékkóslóvakíu á láni einkaaðila til fjármögnunar á framkvæmd til orkuvinnslu

á landsvæði Tékklands.636

Árið 1998 gerði fyrrum Júsgóslavía samkomulag við hóp

viðskiptabanka um endurfjármögnun lána sem veitt voru árið 1988. Gert var ráð fyrir

sameiginlegri ábyrgð allra arftökuríkja. Hins vegar stóðu ekki öll ríkin við umsamdar

greiðslur og að lokum var skuldinni skipt í tvíhliða samningum við hvert ríki fyrir sig.637

Af

framangreindri umfjöllun er ljóst að ríki leggja almennt áherslu á efndir þessara skuldbindinga

á samningsgrundvelli og hefur þrýstingur fjársterkra einkaaðila sem eiga kröfur á hendur

hlutaðeigandi ríki haft mikil áhrif á framkvæmd á þessu sviði í seinni tíð.638

6.3.4 Önnur samningsbundin réttindi fjárhagslegs eðlis

Vínarsamningur frá 1978 tekur aðeins til þjóðréttarsamninga og er ríki sem tekur við

fullveldisyfirráðum almennt ekki bundið við samning eldra ríkis við einkaaðila enda ekki ekki

beinn aðili að slíku samningssambandi. Um gildi samnings einkaaðila og þess ríkis sem missir

fullveldisyfirráð yfir landsvæði við einkaaðila fer því almennt eftir lögum þess ríkis.639

Hins

vegar kann að vera að ríkjum beri að virða áunnin réttindi einkaaðila samkvæmt samningi á

grundvelli reglunnar um óréttmæta auðgun.640

Þá kann að vera gerður greinarmunur í þessu

sambandi á einkaréttarlegum samningum ríkis og þeim sem ríki gerir í krafti

634

Ibid., bls. 698. 635

Ibid. bls. 699. 636

Tai-Heng Cheng: State Succession and Commercial Obligations, bls. 261. 637

Ibid, bls. 309-316. 638

Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 699. 639

Ef samningur hins eldra ríkis við einkaaðila telst vera gildur að landsrétti þess ríkis sem tekur við

fullveldisyfirráðum ber því ríki að efna samninginn samkvæmt efni sínu. Teljist hann hins vegar ógildur við

slíkar breytingar ber hinu nýja ríki að greiða bætur vegna fjárhagslegra hagsmuna sem stafa af slíkum

samningi á grundvelli meginreglunnar um óréttmæta auðgun hvort sem um er að ræða samning við hið

opinbera eða svæðisbundin stjórnvöld, sjá. D.P. O´Connell: State Succession in Municipal and International

Law, vol I, bls. 302-303, 355, 367-368. 640

Peter Malanczuk: Akehust´s Modern Introduction to International Law, bls. 170; Maria Isabel Torres Cazorla:

„Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 709.

Page 102: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

101

fullveldisyfirráða.641

Að öðru leyti gilda hér viðlíka sjónarmið og um aðra hagsmuni

einkaaðila, sbr. framangreint.

Þó að ráðningarsamband einstaklings við það ríki sem missir fullveldisyfirráð slitni

almennt kunna að skapast álitamál um launakröfur og lífeyrisréttindi við slíkar aðstæður.642

Slíkar kröfur eru sérstakar samningsbundnar skuldbindingar milli ríkis og einkaaðila sem

byggja á framlögum viðkomandi. Áhersla hefur verið lögð á að viðhalda slíkum réttindum við

breytingu á ríkisyfirráðum.643

Í þeim tilvikum sem ríki missir þjóðréttaraðild sína í kjölfar

breytinga á ríkisyfirráðum ber hinu nýja ríki að virða lífeyrisréttindi sem stofnað hefur verið

til.644

Taki ríki hins vegar aðeins breytingum á hluta landsvæðis er erfiðara að setja fram reglu

um yfirtöku slíkra skuldbindinga og ekki er hægt að slá því föstu að það ríki sem missir

fullveldisyfirráð yfir hluta af landsvæði sínu beri eitt ábyrgð á öllum kröfum um opinber

lífeyrisréttindi.645

Þá hefur verið bent á að þessar kröfur séu þess eðlis að hægt sé að jafna

þeim til svæðisbundinnar skuldar sem erfist þá almennt til þess ríkis sem tekur við

fullveldisyfirráðum á hlutaðeigandi landssvæði.646

641

Í máli fyrir Hæstarétti Ísreal árið 1955 var deilt var um afdrif samnings einkaðaðila við stjórnvöld Bretlands

áður en Ísreal varð formlega til sem slíkt. Niðurstaðan varð sú að einungis þeir samningar sem gerðir voru í

krafti fullveldis ríkis gætu erfst til hins nýja ríkis, sbr. dóm Hæstaréttar Ísrael frá 1955 í máli Pales Ltd. gegn

Samgöngumálaráðuneyti Ísrael, ILR, 1955, bls. 113. Sjá YILC, 1963, vol. II, bls. 119. 642

Sjá yfirlit yfir dómaframkvæmd landsdómstóla: YILC 1963, vol. II, bls. 127-131. Þegar hluti ríkis klofnar frá

og myndar nýtt ríki kann þó að vera að það fækki stöðum opinberra starfsmanna sem kann að leiða til

atvinnuleysis eða lægri kjara þeirra hlutaðeigandi einstaklinga. Í slíkum tilvikum kunna rök að standa til

skaðabótaskyldu hins nýja ríkis sbr. Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of Private Persons on State

Succession“, bls. 710. Í framkvæmd halda starfsmenn hins opinbera hins vegar oft stöðu sinni þrátt fyrir

breytingar á ríkisyfirráðum sem dæmi má nefna að við sjálfstæði Namibíu hélt hluti opinbera starfsmanna

Suður-Afríku í Namibíu stöðu sinni. Við sameiningu Jemen sameinuðust hermenn ríkjanna undir stjórn hins

nýja ríkis. Við uppbrot fyrrum Sovétríkjanna héldu sovéskir starfsmenn hersins í viðkomandi ríkjum stöðu

sinni við sjálfstæði þeirra, að Eystrasaltsríkjunum undanskildum, sbr. Maria Isabel Torres Cazorla: „Rights of

Private Persons on State Succession“, bls. 710-711. 643

Sem dæmi má nefna 9. gr. samkomulags milli sambandsríkis Serbíu- og Svartfjallalands sem miðaði að því

að koma jafnvægi á samband ríkjanna, sbr. 35 ILM, 1996, bls. 968. Tilvísun að finna hjá: Maria Isabel Torres

Cazorla: „Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 712. 644

D. P. O´Connell: State Succession in Municipal and International Law vol. I, bls. 466-467. 645

Úrskurður kröfunefndar milli Eritreu og Eþíópíu: Eritrea-Ethiopia Claims Commission - Final Award:

Pensions-Eritrea's Claims 15, 19 & 23, bls. 486-487. R.I.A.A., 19. desember 2005, vol. XXVI, bls. 471-488,

aðgengilegt á: http://legal.un.org/riaa/cases/vol_XXVI/471-488.pdf (skoðað 4. maí 2016). Eritrea gerði kröfu

um greiðslu lífeyris fyrrum opinberra starfsmanna Eþíópíu sem búsettir voru á landsvæði Eritreu. Ein

málsástæða Eritreu laut því að ríkið ætti rétt samkvæmt reglum þjóðaréttar um áhrif breytinga á

ríkisyfirráðum skaðabótum vegna greiðslu lífeyris til ríkisborgara Eþíópíu á landsvæði þess og að Eþíópía hafi

auðgast á óréttmætan hátt þar sem ríkið hafði tekið við lífeyrisframlögum þessara einstaklinga. Nefndin lýsti

yfir efasemdum um að í gildi væri þjóðréttarvenja þess efnis að ábyrgð á greiðslu lífeyrisréttinda væri að öllu

leyti í höndum þess ríkis heldur þjóðréttaraðild sinni áfram við klofnun ríkis. Vísað var til misvísandi

framkvæmdar við klofnun ríkis og því hafnað að slík regla væri í gildi. 646

D. P. O´Connell: State Succession in Municipal and International Law vol. I, bls. 465 og 480. Sjá einnig dóm

Hæstaréttar Danzig lýðveldisins, Danzig Pension Case, Annual Digest, 1929-1930, mál nr. 4, sbr. YILC,

1963, vol. II, bls. 127. Í málinu krafði einstaklingur Danzig lýðveldið um greiðslu lífeyris vegna starfa hans

fyrir prússneska ríkið á því landsvæði sem sætti breytingum. Hann gerðist í kjölfarið ríkisborgari hins nýja

ríkis. Krafan var tekin til greina og talið að skuldbinding til greiðslu lífeyris hafi færst til hins nýja ríkis.

Dómstóllinn tók fram að slík krafa jafngildi svæðisbundinni skuld sem samkvæmt þjóðréttarvenju flytjist

Page 103: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

102

Jafnframt hefur ríkisfang kröfuhafa einnig þótt skipta máli í þessu sambandi og þá hvort

þeir öðlist ríkisfang hins nýja ríkis í kjölfar slíkra breytinga.647

Einnig hefur þýðingu hvort

viðkomandi var ríkisstarfsmaður eða opinber starfsmaður svæðisbundinnar héraðsstjórnar.648

Rétt er að taka fram að slík réttindi teljast hins vegar ekki áunnin í skilningi þjóðaréttar fyrr en

kröfur eru gjaldfallnar og hægt er að krefjast greiðslu þeirra fyrir dómstólum og fer staða

þeirra að þessu leyti eftir réttarkerfi þess ríkis sem missir fullveldisyfirráð.649

Ríki ber þá

almennt einungis ábyrgð á kröfum sem gjaldfallnar eru á degi yfirfærslu fullveldisyfirráða en

ekki á framtíðarréttindum. Þó ber ríki almennt að greiða hlutfall slíks lífeyris ef viðkomandi

heldur áfram störfum fyrir hið nýja ríki en þó ekki ef hann segir starfinu lausu.650

Í

framkvæmd leysa ríki oft á tíðum úr álitaefnum um ábyrgð á greiðslu slíkra krafna með

þjóðréttarsamningum en það er þó ekki trygging fyrir því að viðkomandi fái leyst úr réttindum

sínum með fullnægjandi hætti.651

Hagnýtingaleyfi eru samningsbundin réttindi milli ríkis og einkaaðila til hagnýtingar á

opinberum eigum gegn því að viðkomandi leggi fjármagn í ákveðið verkefni sem er yfirleitt

til langs tíma. Þetta kann að fela í sér hagnýtingu á náttúruauðlindum eða notkun á landi í

ríkiseigu til að stunda starfsemi í opinberum tilgangi.652

Efni slíkra samninga er á forræði

samningsaðila og afmarkast lögmætir hagsmunir leyfishafa á réttarreglum þess ríkis sem

veitir slíkt leyfi veitir.653

Almennt ber ríkjum að virða slík réttindi við breytingar á

fullveldisyfirráðum en það er þó háð mati á aðstæðum hverju sinni.654

almennt til þess ríkis sem tekur við fullveldisyfirráðum. Þá var einnig staðfest þjóðréttarvenja þess efnis að

slíkar kröfur haldi gildi sínu gagnvart hinu nýja ríki ef kröfuhafi kjósi að gerast ríkisborgari þess. 647

Danzig Pension Case, Annual Digest, 1929-1930, mál nr. 41, sbr. YILC, 1963, vol. II, bls. 127. Þá var einnig

að finna slíkt fyrirkomulag í þjóðréttarsamningum, sbr. D. P. O´Connell: State Succession in Municipal and

International Law vol. I, bls. 467. 648

D. P. O´Connell: State Succession in Municipal and International Law vol. I, bls. 469-473. 649

Ibid. bls. 465 og 480. Þá ber að nefna að loforð um lífeyri fela ekki í sér tilkomin réttindi einstaklings og

skuldbindur ekki nýtt ríki með neinum hætti nema með samþykki þess. 650

Álitamál þessu tengd sköpuðust í kjölfar uppbrots Indlands en ekki var talið að þeir embættismenn sem sögðu

upp störfum fyrir 1. nóvember 1948 ættu rétt á hlutfallslegum lífeyrisgreiðslum, sbr. D. P. O´Connell: State

Succession in Municipal and International Law vol. I, bls. 473-474. 651

Slíkir samningar voru algengir við sjálfstæði breskra nýlenda um miðja 20. öld, sbr. D. P. O´Connell: State

Succession in Municipal and International Law vol. I, bls. 474-479. Bretland og Ísrael gerðu með sér

samkomulag um að Ísrael tæki við greiðslu lífeyris fyrrum breskra embættismanna í Ísrael en þó var ekki

hægt að fá slíkum réttindum framfylgt fyrir dómstólum þar sem samningurinn hafði ekki verið innleiddur í

landsrétt, sbr. dóm Richuk gegn Ísrael, 27. mars 1958, 28 ILR bls. 442; Israel. Issues of Treaty Succession“,

Sources of State Practice in International Law, bls. 293. 652

D.P. O´Connell: State Succession in Municipal and International law vol. I, bls. 304. 653

Ibid, bls. 305. 654

H. Lauterpacht: Oppenheim´s International Law, bls. 156.

Page 104: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

103

Ríki hafa oft lent í deilum vegna álitamála um afdrif slíkra réttinda sem veitt voru í tíð

þess ríkis sem missir fullveldisyfirráð.655

Almennt er þó talið að ríki sem tekur við

fullveldisyfirráðum yfir landsvæði beri að greiða eignanámsbætur ef hagnýtingaleyfi sem

fyrra ríki gaf út er afturkallað.656

Þessi meginregla var staðfest í máli FAD milli Grikklands og

Bretlands um hagnýtingarleyfi í Palestínu þar sem yfirvöld Ottóman veldisins í Palestínu

höfðu veitt grískum ríkisborgara slíkt leyfi áður en Bretland tók við stjórn ríkisins.657

Í

vitamálinu milli Frakklands og Grikklands frá árinu 1956 varð niðurstaðan sú að Grikkland

hefði gerst staðgengill Tyrklands hvað varðar hagnýtingarleyfi sem veitt var til einkaaðila um

rekstur vita. Ríkið gæti því aðeins gert reksturinn upptækan að því gefnu að bætur yrðu

greiddar fyrir.658

Þá héldu einkaréttarlegir samningar sem fólu í sér sérleyfi til einstaklinga

gildi sínu þegar Macau féll aftur undir formleg yfirráð Kína.659

Innlimun Austur-Tímor í

Indónesíu leiddi hins vegar til þess að hagnýtingarleyfi sem áður voru látin í té vegna

auðlinda ákveðins svæðis í Austur-Tímor (Timor Gap) féllu niður en það kann að skýrast af

þeim sérstöku pólítísku aðstæðum sem uppi voru í því tilviki.660

Þrátt fyrir að almennt sé viðurkennt að bótaskylda sé fyrir hendi í slíkum tilvikum kann

meginreglan um yfirráð ríkja yfir náttúruauðlindum sínum að leiða til þess að arftökuríki sé

655

Sem dæmi má nefna mikill ágreiningur var um hagnýtingarleyfa bandarískra og breskra ríkisborgara þegar

Madagasgar færðist undir yfirráð Frakklands árið 1896. Frakkland tók enga ábyrgð vegna slíkra veittra

réttinda en Bretland og Bandaríkin voru hins vegar þeirrar skoðunar að slík réttindi væru friðhelg og bæri að

virða þrátt fyrir breytingar á fullveldisyfirráðum. Þá má einnig nefna tilvik þegar Kúbu og Filippseyjum var

afsalað frá Spáni til Ameríku árið 1898 og deildu Bretland og Bandaríkin um afdrif slíkra réttinda. Þó

Bandaríkin viðurkenndi skyldu til að virða slík réttindi setti ríkið þau skilyrði að leyfin væru veitt í ákveðnum

tilgangi til hagsbóta fyrir landsvæðið sem sætti breytingu á yfirráðum. Hins vegar samþykktu Bandaríkin

greiðslu sanngirnisbóta. Hins vegar taldi Bretland slíka niðurstöðu fara í bága við reglur þjóðaréttar. Þá var

bent á að þó að leyfi væru svæðisbundin í eðli sínu var bent á að þau hefðu frekar verið til hagsbóta fyrir

hernaðarlega stöðu Spánar en ekki hlutaðeigandi landsvæði. D.P. O´Connell: State Succession in Municipal

and International law, vol. I, bls. 308-316. 656

Sjá tvo gerðardóma sem komið var á fót samkvæmt ákvörðun Þjóðarbandalagsins: Mál járnbrautafyrirtækis

gegn Austurríki og Júgóslavíu, Case of the Zeltweg-Wolfsberg and Unterdraubug-Woellan Railway (1933,

1934 og 1938), R.I.A.A., 3. bindi, bls. 1795, sbr. einnig YILC 1962, vol. II, bls. 141, skjal nr. A/CN.4/151. Í

málinu var deilt um 90 ára hagnýtingarleyfi á járnbraut sem Austurrísk-Ungversk stjórnvöld höfðu veitt árið

1897. Ákvæði St. Germain samningsins um endurskipulagningu járnbrautarinnar var talið staðfesta þá

meginreglu þjóðaréttar að breytingar á ríkisyfiráðum hafi ekki áhrif á réttindi einkaaðila samkvæmt

hagnýtingarleyfi. Sjá einnig sambærilegt mál gegn Austurríki og Ungverjalandi, Case of Sopron-Köszeg

Railway, 1929, R.I.A.A., vol. II, bls. 961, sbr. YILC 1962, vol. II, bls. 141, skjal nr. A/CN.4/151. Þá má einnig

nefna gerðadómsmál milli Grikklands og Búlgaríu vegna hagnýtingarleyfis á skóglendi sem var á landsvæði

sem rann til Búlgaríu eftir uppbrot Ottóman veldisins og grundvallaðist niðurstaða túlkun ákvæðis

þjóðréttarsamnings um vernd einkaréttinda við yfirfærslu landsvæðis. Ákvæðið var talið endurspegla

meginreglu þjóðaréttar um að tillit skuli taka til áunninna réttinda við slíkar breytingar, Central Rhodope

Forest case (1931, 1933), R.I.A.A., vol III, bls. 1389 og 1405, sbr. YILC 1962, vol. II, bls. bls. 142, skjal nr.

A/CN.4/151. 657

Dómur FAD í máli Mavrommatis Palestine Concessions (Greece v. U.K.),30. ágúst 1924, P.C.I.J. 1924,

Series B, nr. 3, sjá YILC 1962, vol. II, bls. 142-143. 658

Lighthouse Arbitration between Greece and France, frá 24/17. júlí 1956, krafa nr. 27, sbr. YILC 1962, vol. II,

bls. 143-144. 659

Tai-Heng Cheng: State Succession and Commercial Obligations, bls. 225-226. 660

Ibid, bls. 200.

Page 105: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

104

heimilt að breyta eða binda endi á slík hagnýtingarleyfi.661

Að lokum má nefna að almennt fer

um slík réttindi og skyldur fjárfesta samkvæmt tvíhliða fjárfestingarsamningum milli ríkja ef

þeir eru fyrir hendi og hafa mörg mál komið fyrir gerðardóma þar sem deilt er um hvort nýtt

ríki sé skuldbundið að virða réttindi einkaaðila samkvæmt fjárfestingasamningi milli

heimaríkis hans og þess ríkis sem missti fullveldisyfirráð og mörg slík mál koma til kasta

ICSID sem tilheyrir Alþjóðabankahópnum (WBG).662

Réttindi einstaklinga samkvæmt slíkum

samningum velta því á niðurstöðu um áframhaldandi gildi hans við breytingar á

ríkisyfirráðum. 663

6.4 Ályktanir

Viðmið um reglur um veitingu og afturköllun ríkisfangs byggja í framkvæmd að meginstefnu

til á fastri búsetu einstaklinga.664

Aðrir þættir eins og fæðingarstaður hafa sérstaka þýðingu

við ákvörðun ríkisfangs einstaklinga sem búsettir eru utan landsvæðis þess ríkis sem tekur við

ríkisyfirráðum sérstaklega þegar fyrra ríkið leysist upp í kjölfar slíkra breytinga.665

Við

samruna öðlast allir þegnar þeirra ríkja sem sameinast, ríkisfang hins sameinaða ríkis og er

þessi regla talin hafa stöðu þjóðréttarvenju. Þegar hluti ríkis færist undir yfirráð annars ríkis er

reglan a.m.k. almennt sú að veita beri þeim ríkisfang sem hafa fasta búsetu á viðkomandi

landsvæði en framkvæmd ríkja er þó ekki samhljóma um slíka reglu. Þegar hluti ríkis klofnar

frá og verður nýtt ríki er reglan almennt sú að miðað er við búsetu eða önnur lagaleg tengsl

við landsvæði hvort sem hið eldra ríki hættir að vera til eða ekki. Í framkvæmd virðist þó sem

búseta, lögheimili eða þjóðlegur uppruni geti haft þýðingu í þessu sambandi. Við

uppskiptingu sambandsríkja hefur tilhneigingin verið sú að miða við einhverskonar

borgararétt í þeim ríkjum sem mynduðu slíkt samband. Þegar ákvörðun um ríkisfang er tekin

ber ríkjum eftir fremsta megni að komast að samkomulagi og samræma löggjöf með það að

661

Sjá í þessu sambandi 13. gr. Vínarsamning frá 1978. Sem dæmi má nefna að við sjálfstæði Namibíu var

áskildi ríkið sér rétt til að hafna eða breyta veittum hagnýtingarleyfum en þó að því gefnu að viðkomandi

fengi greiddar skaðabætur vegna tjóns sem af slíkum ráðstöfunum hlytist, sbr. Maria Isabel Torres Cazorla:

„Rights of Private Persons on State Succession“, bls. 708-709. 662

Patrick Dumberry: „An uncharted question of state Succession: Are new states automatically bound by the

BITs concluded by the predecessor states before independance?“, Journal of International Dispute Settlement,

2015, 6, 74-96. Höfundur rannsakar þau mál sem tengjast upplausn fyrrum Tékkóslóvakíu, fyrrum Júgóslavíu

og fyrrum Sovétríkjanna og telur að framkvæmd veiti engar skýrar leiðbeiningar en telur jafnframt að

samþykki ríkja skipti grundvallarmáli við áframhald fjárfestingasamninga líkt og annarra tvíhliða samninga.

Hann gagnrýnir jafnframt skort á rökstuðningi gerðardóma fyrir því að slíkur samningur haldi gildi sínu. 663

Hér má benda á áhugaverðan dóm sem nýlega féll í máli milli Kasakstan og kanadísks fjárfestis þar sem

Kasakstan var talið bundið við tvíhliða fjárfestingasamning milli Kanada og fyrrum Sovétríkjanna. Dómurinn

er ekki birtur en upplýsingar eru birtar hér: https://www.iareporter.com/articles/in-a-dramatic-holding-

uncitral-tribunal-finds-that-kazakhstan-is-bound-by-terms-of-former-ussr-bit-with-canada/ (skoðað 2.5.16) 664

Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“, bls. 661. 665

YILC 1999, vol II, part II,bls. 40 og 41, efnisgr. 2.

Page 106: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

105

markmiði að koma í veg fyrir ríkisfangsleysi. Þeim ber að hafa hliðsjón af meginreglum

þjóðaréttar um viðeigandi tengsl einstaklings við landsvæði, mannréttindi og banni við

mismunun. Þó að engin þjóðréttarvenja gildi um val einstalings á ríkisfangi í þeim tilvikum

þegar viðkomandi uppfyllir skilyrði fleiri en eins ríkis þá ber ríkjum þó almennt að virða vilja

einstaklings í þessum tilvikum eins og kostur er.

Þá halda áunnin réttindi einkaaðila almennt gildi sínu við breytingar á fullveldisyfirráðum

og ef skerða ber slík réttindi verður það aðeins gert í samræmi við kröfur þjóðaréttar um

lágmarksvernd erlendra aðila sem felst í því að eignir verða einungis teknar eignarnámi ef

skilyrði um almannahagsmuni og bætur eru uppfyllt. Framkvæmd ríkja bendir til þess að þau

leitist almennt við að viðhalda eignarréttarlegum skuldbindingum auk þess sem slík réttindi

kunna að njóta verndar á grundvelli þjóðréttarsamnings. Með sambærilegum hætti hafa ríki

leitast við að leysa álitamál í tengslum við skuldakröfur einkaaðila og að tryggja efndir

þessara skuldbindinga við breytingar á fullveldisyfirráðum auk þess sem hluttekning í

greiðslu slíkra skulda er oft skilyrði fyrir þáttöku í efnahagssamvinnu ríkja. Ennfremur halda

annars konar samningsbundin áunnin réttindi, líkt og gjaldfallnar launakröfur og

lífeyrisréttindi, almennt gildi sínu gagnvart hinu nýja ríki a.m.k. í þeim tilvikum þegar ríki

missir þjóðréttaraðild sína í kjölfar breytinga á fullveldisyfirráðum. Hins vegar er ekki hægt

að slá því föstu hvort að ríki sem heldur þjóðréttaraðild sinni þrátt fyrir landfræðilegar

breytingar beri að ábyrgð á öllum kröfum um opinber lífeyrisréttindi og almennt skiptir máli í

þessu sambandi hvert er ríkisfang kröfuhafa og hvort hann starfaði á vegum ríkisins eða

svæðisbundins héraðs þess. Að sama skapi eru hagsmunir samkvæmt hagnýtingarleyfum

almennt viðurkenndir við slíkar breytingar og ber ríki sem tekur við fullveldisyfirráðum

landsvæðis að greiða eignarnámsbætur ef það afturkallar hagnýtingarleyfi sem hið eldra ríki

gaf út. Þá ber að nefna að um réttindi erlendra fjárfesta fer almennt eftir tvíhliða

fjárfestingasamningum milli ríkja en ljóst er að mikilvæg réttindi einkaaðila velta þannig á

niðurstöðum um afdrif slíkra samninga við breytingar á ríkisyfirráðum. Meginreglan um

yfirráð ríkja yfir náttúruauðlindum sínum kann einnig að leiða til þeirrar niðurstöðu að heimilt

sé að breyta eða binda endi á slík hagnýtingarleyfi. Þá ber einnig að hafa í huga að

sérsjónarmið kunna að gilda um nýfrjáls ríki í þessu sambandi í ljósi sérstaks valdaójafnvægis

á milli nýlenda og nýlenduvelda en slík sjónarmið virðast þó heldur vera á undanhaldi í seinni

tíð vegna áherslu þróunarríkja í dag um að viðhalda trúnaði fjárfesta.

Page 107: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

106

7 Kröfur vegna ábyrgðar ríkja

7.1 Almennt

Fullveldi ríkis yfir landssvæði felur í sér einkarétt ríkis til athafna og jafnframt skylda til að

vernda réttindi annarra ríkja innan síns landssvæðis. Fullveldisyfirráð eru því ekki takmörkuð

við réttinn til að útiloka athafnir annarra ríkja heldur þjóna einnig þeim tilgangi að tryggja

lágmarksvernd að þjóðarétti.666

Ríki kunna að baka sér skaðabótaábyrgð vegna þjóðréttarbrota

en slík brot fela í sér athöfn eða athafnaleysi ríkis eða aðila á vegum þess sem fer í bága við

alþjóðlegar skuldbindingar ríkis.667

Efnið var undanskilið við skrásetningu og þróun

Alþjóðalaganefndarinnar á reglum um ábyrgð ríkja (hér eftir drög um ábyrgð ríkja frá 2001)

og nefndin hefur ekki samþykkt sérstakar reglur í tengslum við áhrif breytinga á

fullveldisyfirráðum.668

Hins vegar hefur Alþjóðalagastofnunin (The Institute of International

Law) fram ályktanir í þessu um áhrif breytinga á fullveldisyfirráðum í þessu sambandi (hér

eftir ályktanir Alþjóðalagastofnunarinnar frá 2013).669

Ríki ber almennt eitt ábyrgð á ólögmætum athöfnum sínum, sbr. 1. gr. tillagna

Alþjóðalaganefndarinnar um ábyrgð ríkja.670

Amennt hefur verið lagt til grundvallar að slík

ábyrgð erfist ekki milli ríkja.671

Hugmyndin að baki þeirri ályktun byggir á samlíkingu við

einkarétt og lýtur að persónulegu eðli slíkra krafna.672

Þannig byrja ný ríki með hreint borð og

krafa fellur niður ef ríki hættir að vera til. Þessi regla var staðfest í ákvörðunum nefndar sem

komið var á fót milli Bandaríkjanna og Bretlands í málum Robert E. Brown og Hawaiian

claims.673

En þrátt fyrir að ábyrgðin sé persónuleg í eðli sínu þá vakna álitamál um hvort

666

Pálmeyjarmálið. Island of Palmas case (Holland gegn Bandaríkjunum). Gerðardómur frá 1928, 2 R.I.A.A, 2.

bindi, bls. 829. 667

1. gr. draga Alþjóðalaganefndarinnar um ábyrgð ríkja vegna þjóðréttarbrota frá 2001, birt með ályktun

Allsherjarþings SÞ 12. desember 2001, A/RES/56/83. 668

YILC 2001, vol II, part II,bls. 51, efnisgr. 10 og bls. 52. efnisgr. 3. 669

Alþjóðalagastofnunin eru sjálfstæð félagasamtök sem stofnuð voru árið 1955 og eru ekki rekin í

hagnaðarskyni. Leiðbeiningar Alþjóðalagastofnunarinnar um áhrif breytinga á fullveldisyfirráðum á ábyrgð

ríkja, The Institute of International Law: Draft Resolution. State Succession in Matters of State Responsibility,

2013, sjá:

http://www.justitiaetpace.org/idiE/annuaireE/2013/Draft_Resolution_14_Commission_2013.pdf(skoðað

13.04.16) 670

„Every internationally wrongful act of a State entails the international responsibility of that State“.United

Nations“. Sjá einnig YILC 2001, vol II, part II,bls. 34 efnisgr. 6; First report on State Responsibility, Mr.

James Crawford Special Rapporteur,26. maí 1998, bls. 26. efnisgr. 106, U.N. Doc. A/CN.4/490 and Add. 1–7. 671

Sjá til dæmis: Konrad G. Buhler: „State Succession, Identity/Continuity and Membership in the United

Nations, í ritinu State Succession“,bls. 193-194; Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 729. Einnig má

benda á áðurnefndan dóm Dómur AD, Gabčikovo-Nagymaros Project (Hungary/Slovakia), 25. september

1997, I.C.J. Reports 1997, bls. 7, þar sem bæði Ungverjaland og Slóvakía lögðu til grundvallar að slík regla

hefði stöðu þjóðréttarvenju. 672

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 46-47; Peter Malanczuk: Akehust´s

Modern Introduction to International Law, bls. 169. 673

Hawaiians Claims case (Great Britain v. United States), frá 10. nóvember 1925, U.N.R.I.A.A., vol. 6, bls. 157

og R.E. Brown (United-States v. Great Britain), 23. nóvember 1923, U.N.R.I.A.A., vol 6., bls. 120.

Page 108: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

107

réttindi og skyldur vegna slíkrar ábyrgðar yfirfærist við breytingar á fullveldisyfirráðum.674

Bent hefur verið á að eðli og uppbygging ríkis leiði til þess að ekki sé hægt að útiloka arftöku

ábyrgðar ríkja vegna ólögmætra athafna að þjóðarétti og jafnframt mæli meginreglan um

hlutlæga ábyrgð ríkja með slíkri arftöku.675

Ýmsar meginreglur þjóðaréttar sem lúta meðal

annars að jafnræði, mannréttindavernd og tengslum athafna við landsvæði kunna í vissum

tilvikum að leiða til þeirrar niðurstöðu að ríki taki við slíkum skuldbindingum samhliða

yfirtöku á fullveldisyfirráðum.676

Bent hefur verið á ákveðin sjónarmið við mat á því hvort ábyrgð hvíli á því ríki sem tekur

við fullveldisyfirráðum. Eðli máls samkvæmt hefur samþykki viðtökuríkis mikið vægi við

slíkt mat. 677

Þá er almennt viðurkennt að ábyrgð á ólögmætum athöfnum hins eldra ríkis

yfirfærist til þess ríkis sem tekur við fullveldisyfirráðum ef það heldur áfram slíkum athöfnum

eftir að breytingar hafa átt sér stað.678

Einnig flyst ábyrgð yfir ef rekja má þær ólögmætu

athafnir sem um ræðir til uppreisnarhreyfingar sem leiddi til sjálfstæðis ríkisins eða til

sjálfstæðra stjórnvalda þess áður en ríkið öðlaðist fullt sjálfstæði.679

Að lokum ber að nefna að

ávallt þarf að hafa í huga meginregluna um óréttmæta auðgun sem er ætlað koma í veg fyrir

óæskileg áhrif athafna og byggir á sanngirnis og réttlætissjónarmiðum. Ábyrgð hvílir á því

ríki sem hefur auðgast með ólögmætum hætti og við mat á skiptingu ábyrgðar vegna brota á

þjóðarétti þarf að hafa hliðsjón af sanngirnissjónarmiðum.680

674

YILC 2001, part 2, vol. II, bls. 52, efnisgr. 3; James Crawford: State Responsibility, bls. 439. 675

Sjá mál Lighthouse Arbitration between Greece and France, 24/17. júlí 1956, 23 ILR, 1956, bls. 81; D. P.

O´Connell: State Succession in Municipal and International Law vol. 1, bls. 482; Patrick Dumberry: State

Succession to International Responsibility, bls. 48-52; James Crawford: State Responsibility, bls. 439. Í máli

Bandaríkjanna, Austurríkis og Ungverjalands í kjölfar fyrri heimstyrjaldar deildu ríkin um ábyrgð vegna

ólögmætra athafna Austuríska-Ungverska konungsveldisins. Austurríki og Ungverjaland voru talin erfa

skaðabótaábyrgð samkvæmt samningi þrátt fyrir þrátt fyrir að ríki væru með öllu ósambærileg hinu fyrra ríki:

United States, Austria, Hungary Claims Commissioner (Parker) appointed under Special Agreement of 26

November 1924. R.I.A.A, vol. VI, bls. 211. Því hefur jafnvel verið haldið fram að regla um sjálfkrafa arftöku

slíkra skuldbindinga hafi stöðu þjóðréttarvenju, sbr. Michael John Volkovitsch: „Righting Wrongs: Toward a

New Theory of State Succession to Responsibility for International Delicts“, bls. 2214. 676

Miriam Peterschmitt: La succession d´Etats et lat responsabilité internationale pour fait illicite, Mémoire de

DES, Université de Genéve/Institute Universitaire de hautes études internationales, 2001, bls. 87. Tilvísun að

finna hjá, Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 65. 677

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 301. 678

Drög um ábyrgð ríkja vegna þjóðaréttarbrota frá 2001 með athugasemdum, YILC 2001, vol. II, part II, bls.

52, efnisgr. 3. Sjá einnig 5. gr. ályktana Alþjóðalagastofnunarinnar frá 2013. 679

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 202, 301. Sjá einnig ákvæði 6. mgr.

10. gr. ályktana Alþjóðalagastofnunarinnar frá 2013. Þessi regla endurspeglast einnig í 10. gr. tillagna

Alþjóðalaganefndarinnar um ábyrgð ríkja, sbr. einnig YILC 2001, vol. II, part II, bls. 50. efnisgr. 6. 680

Ibid. bls. 303. Sjá einnig grein höfundar: „The use of the Concept of Unjust Enrichment to resolve issues of

State Succession to International responsibility“, bls. 523; D.P. O´Connell, State Succession in Municipal and

International Law,vol. 1, bls. 34.

Page 109: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

108

Jafnframt verður að gera greinarmun á gjaldföllnum og ógjaldföllnum kröfum í þessu

sambandi.681

Ef ríki sem missir yfirráð hefur viðurkennt ábyrgð vegna þjóðréttarbrota er

viðtökuríkið skuldbundið til að virða slíka kröfu og greiða bætur.682

Sama gildir um kröfur

sem dæmdar hafa verið af dómstólum áður en breytingar eiga sér stað.683

Ógjaldfallnar kröfur

erfast hins vegar almennt ekki en þó ber að tryggja að sá sem hefur beðið skaða vegna

ólögmætra athafna eldra ríkis fyrir breytingar á ríkisyfirráðum fái þó úr þeim skorið fyrir

dómstólum.684

Þá hefur verið bent á að þó ríki erfi aðild að þjóðréttarsamningi er ekki þar

með sagt að ábyrgð vegna samningsbrota fyrir breytingu á ríkisyfirráðum fylgi með í

kjölfarið.685

Vandamál kunna að koma upp varðandi kröfur einstaklinga sem missa ríkisfang sitt í

kjölfar breytinga á fullveldisyfirráðum. Í ákvæði 6. gr. ályktana Aljóðalagastofnunarinnar frá

2013 er gert ráð fyrir að það ríki sem tekur við fullveldisyfiráðum geti veitt ríkisborgurum

sínum diplómatíska vernd þó að viðkomandi hafi ekki haft ríkisfang þess þegar atburðir

gerðust að því gefnu að veiting ríkisfangs hafi ekki verið veitt einungis í þeim tilgangi og að

framkvæmdin hafi verið í samræmi við reglur þjóðaréttar, sbr. 1. mgr. 6. gr. reglnanna. Einnig

getur viðtökuríki tekið við kröfum vegna diplómatískrar verndar ríkisborgara hins fyrra ríkis,

sbr. 2. mgr. sömu greinar. Þá getur þriðja ríki beint kröfum sínum á hendur því ríki sem missti

fullveldisyfirráð að því ríki sem tekur við ríkisyfirráðum ef hið fyrrnefna hættir að vera til. Ef

arftakar eru fleiri en einn þá skiptist ábyrgðin með sanngjörnum hætti, sbr. 3. mgr. 6. gr.

Ljóst er að erfitt er að setja fram almenna reglu í sambandi við arftöku réttinda og

skuldbindinga sem stafa af ábyrgðar ríkja en niðurstaða ræðst af aðstæðum hverju sinni og

byggir á mörgum ólíkum þáttum.686

Verður nú reynt að varpa ljósi á reglur sem taldar eru

gilda við mismunandi tegundir breytinga á fullveldisyfirráðum.

681

H. Lauterpacht: Oppenheim´s International Law, bls. 156 -158 682

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls.. 210-211. Sjá dóm Áfrýjunardómstóls

Flórens í máli Orcesi v. The Ministry of War, Court of Cassation of Florence, 21. desember 1881, tilvísun hjá

ibid. bls. 66-67. 683

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 211-212. 684

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 726; Patrick Dumberry: State Succession to International

Responsibility, bls. 213-214. Sjá einnig gerðardómsmál kennt við R.E. Brown (Bretland gegn

Bandaríkjunum), gerðardómur frá 23. nóvember 1923, U.N.R.I.A.A., vol 6., bls. 120. 685

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 302. 686

Sjá ummæli dómsins í vitamálinu, Lighthouse Arbitration between Greece and France, frá 24/17. júlí 1956:

23 ILR, 1956 bls. 81, bls. 91-93.

Page 110: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

109

7.2 Framkvæmd í tengslum við mismunandi tegundir landfræðilegra breytinga á

ríkisyfirráðum

Við yfirfærslu landsvæðis á milli ríkja gildir sú meginregla að ríki heldur ábyrgð sinni

samhliða áframhaldandi þjóðréttaraðild þrátt fyrir breytt landsvæði þess og engin arftaka á sér

þá stað.687

Þetta endurspeglast með skýrum hætti í Vitamálinu svokallaða þar sem Frakkland

krafði Grikkland um skaðabætur vegna athafna yfirvalda Ottóman veldisins áður en

landsvæðið færðist undir yfirráð Grikklands. Yfirfærslu ábyrgðar var hafnað og

skaðabótaábyrgð talin í höndum Tyrklands þar sem ríkið var talið vera áframhald

Ottómanveldisins.688

Þessi regla hefur fasta stoð í framkvæmd ríkja.689

Þó eru einnig fordæmi

fyrir gagnstæðri niðurstöðu en við yfirfærslu landsvæðis frá Þýskalandi til Póllands í kjölfar

síðari heimsstyrjaldar var hið fyrrnefnda ekki talið bera skaðabótaábyrgð vegna atburða sem

þar áttu sér stað á meðan á stríðinu stóð.690

Þrátt fyrir að meginreglan sé sú að skuldbindingar

og réttindi í þessu sambandi haldist hjá eldra ríki er almennt talið að megi rekja hinar

ólögmætu athafnir til svæðisbundinnar stjórnar með sjálfstjórn frá ríkinu sem sætir

breytingum yfirfærist slík ábyrgð með landsvæðinu.691

Með sama hætti erfist tilkall til bóta

vegna slíkra athafna einnig ef afleiðingar hinna ólögmætu athafna tengjast sérstaklega

hlutaðeigandi landsvæði eða íbúum þess.692

Með sama hætti heldur ríki réttindum og skuldbindingum þrátt fyrir að hluti þess klofni

frá og myndi nýtt ríki, sbr. 1. mgr. 10. ályktana Alþjóðalagastofnunarinnar frá 2013.693

687

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 123; Sjá einnig ákvæði 1. og 3. mgr.

9. gr. leiðbeiningareglna Alþjóðalagastofnunarinnar. 688

The Lighthouse Arbitration case, krafa 12a, 23 I.L.R. 1956 bls. 81. 689

Þetta var einnig staðfest í gerðardómi milli Frakklands og Þýskalands í máli Levy gegn Þýskalandi frá 10. júlí

1924, Annual digest 1923-1924, mál nr. 27, sbr. Patrick Dumberry: State Succession to International

Responsibility, bls. 125-126. Reglunni hefur einnig verið beitt í dómaframkvæmd dómstóla Rúmeníu,

Frakklands og Ungverjalands hvað varðar mál um ábyrgð vegna brota ríkis gegn sínum eigin ríkisborgurum

sem síðar urðu ríkisborgarar þess ríkis sem tók við yfirráðum. Í 38. gr. friðarsamnings við Ítalíu í París árið

1947 var einnig lagt til grundvallar að Ítalía bæri áfram ábyrgð á ólögmætu eignarnámi sem fram fór á

landsvæði áður en því var afsalað til Grikklands, sbr. Patrick Dumberry: State Succession to International

Responsibility, bls. 129. 690

Mál áfrýjunardómstóls í Köln, Upper Silesia case, ILR. 1951 bls. 67, sbr. Patrick Dumberry: State Succession

to International Responsibility, bls. 133-134. 691

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 123; 1. og 3. mgr. 9. gr.

Leiðbeiningareglna Alþjóðalagastofnunarinnar. Sjá kröfu 4 í Vitamálinu þar sem Grikkland bar ábygð á

ólögmætum athöfnum Krítar gagnvart frönsku fyrirtæki sem var þar staðsett, sbr. The Lighthouse Arbitration

case, 23 I.L.R. 1956 bls. 81, krafa nr. 4. Í Samosmálnu fyrir grískum dómstólum var niðurstaðan einnig sú að

Grikkland bar ábyrgð á ólögmætum athöfnum yfirvalda á Samos eyjum sem áttu sér stað áður en þær

fyllveldisyfirráð færðust frá Ottómanveldinu til Grikklands, sbr. Court of the Aagean islands, 1924, Annual

Digest of Public International Law Cases Years 1923 to 1924, bls. 70, sbr. Patrick Dumberry: State

Succession to International Responsibility, bls. 141. 692

Ákvæði 2. mgr. 9. gr. ályktana Alþjóðalagastofnunarinnar frá 2013. 693

Patrick: State Succession to International Responsibility, bls. 142, 204-205, 323. Endurspegast reglan einnig í

dómaframkvæmd landsdómstóla en lýtur þó eingöngu að málum varðandi athafnir ríkis gagnvart sínum eigin

ríkisborgurum áður en breyting varð á fullveldisyfirráðum og hafa því takmarkað fordæmisgildi í þessu

Page 111: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

110

Rússland samdi við Þýskaland og Frakkaland um ábyrgð vegna athafna fyrrum Sovétríkjanna

í heimsstyrjöldunum tveimur.694

Einnig var afstaða Austur-Þýskalands sú að ríkið bæri ekki

ábyrgð á ólögmætum athöfnum nasistastjórnar Þýskalands í seinni heimstyrjöldinni.695

Árið

2007 dæmdi AD í hópmorðsmálinu milli Bosníu og fyrrum sambandsríkis Serbíu og

Svartfjallalands. Í ljósi þess að Svartfjallaland hafði slitið sig úr sambandinu árið 2006 var

Serbía álitin vera eini varnaraðili í málinu á grundvelli áframhaldandi þjóðréttaraðildar

sambandsríkisins.696

Einnig er þó að finna fordæmi fyrir gagnstæðri niðurstöðu sem tengist

aðskilnaði Belgíu frá Niðurlöndum en Belgía var talin bera ábyrgð vegna eigna erlendra aðila

sem skemmdust í sprengjuárásum Hollands á belgísku borgina Antwerpen. Belgía hafnaði

slíkri skyldu í upphafi en greiddi síðan bætur vegna stjórnmálalegs þrýstings.697

Hins vegar gildir sambærileg undantekning og að ofan greinir um að ríki kunni að taka við

slíkum réttindum og skyldum ef þær tengjast sérstaklega umræddu landsvæði eða hægt er að

rekja ólögmætar athafnir sérstaklega til sjálfstæðrar stjórnar á viðkomandi landsvæði.698

Hér

má nefna dóm MDE í máli Bijelic gegn sambandsríki Serbíu-og Svartfjallalands þar sem

reyndi á það hvort breytingar á ríkisyfirráðum hefðu áhrif á réttindi og skuldbindingar vegna

athafna sem færu í bága við reglur þjóðréttarsamnings. Svartfjallaland var talið aðili að MSE

þegar málsatvik áttu sér stað og var eitt talið vera ábyrgt vegna brota á samningnum sem

hófust tveimur árum fyrir aðskilnað þess frá sambandsríkinu en ólögmætar athafnir héldu svo

áfram eftir sjálfstæði ríkisins.699

Þá kann að vera að slíkum skuldbindingum sé skipt á milli

ríkja og skal þá miða við sanngjarna skiptingu á grundvelli þátta líkt og tengsla ríkis við

sambandi. Flest málin eru höfðuð fyrir pólskum dómstólum vegna breytinga á Austuríska-Ungverska

konungsveldinu sjá. ibid. bls. 142. 694

Ibid, bls. 144, 150-156, 205. Einnig má nefna viðhorf Litháen um að Rússland bæri ábyrgð á ólögmætum

athöfnum Rússlands við hernámið en Rússland var ekki sömu skoðunar sbr. ibid. bls. 156-157. 695

Ibid, bls. 148-149. Vestur- og Austur Þýskaland urðu til á landsvæði Þýska ríkisins eftir seinni heimsstyrjöld

en Vestur-Þýskland var talið áframhald þess. Líbýa krafði Austur-Þýskaland síðar um skaðabætur vegna

þjóðrettarbrota Þýska ríkisins í stríðinu en það hafnaði allri ábyrgð. Hins vegar viðurkenndi ríkið ábyrgð á

þjóðréttarbrotum nasista gagnvart Sovétríkjunum og Póllandi, sbr. Potsdamsamningurinn, 68 U.N.T.S bls.

190, 2. ágúst 1945. sjá ibid. bls. 165-166. Ekki kom þó ekki til neinna greiðsla þar sem Austur-Þýskland rann

síðar inn í hið sameinaða Þýskaland, ibid. bls. 167-168. 696

Dómur AD, Application of the Convention on the Prevention and Punishment of the Crime of Genocide

(Bosnia and Herzegovina v. Serbia and Montenegro), 27. febrúar 2007, I.C.J. Reports 2007, p. 43, við bls. 76

efnisgrein 76. Ekki var tekin afstaða til mögulegrar samábyrgðar vegna slíkra afbrota og málið afgreitt á

formsatriðum. Niðurstaðan var sú að ekki þótti sannað að Serbía hafi framið þjóðarmorð. 697

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 161-164 698

Ákvæði 2. og 3. mgr. 10. gr. ályktana Alþjóðalagastofnunarinnar frá 2013. 699

MDE Bijelic v. Montenegro and Serbia, 11. júní 2009 (nr. 19890/05). Sjá nánar: Benjamin Brockman-Hawe,

European Court of Human Rights Bijelic v. Montenegro and Serbia (Application No 19890/05) Judgment of

11 June 2009 (April 5, 2010). 59 ICLQ 845-867 (2010). Aðgengilegt hjá: http://ssrn.com/abstract=2759173

(skoðað 13.4.16).

Page 112: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

111

brotið, stærð landsvæðis, íbúafjölda, vergrar landsframleiðslu og sjónarmiða um óréttmæta

auðgun.700

Engin almenn regla gildir um afdrif slíkra réttinda og skuldbindinga þegar ríki hættir að

vera til. Sumir hafa bent á að niðurstaða um slíkt fari eftir aðstæðum og aðdraganda og eins

hvort arftökuríki samþykkir sérstaklega yfirfærslu slíkrar ábyrgðar.701

Eins og áður hefur

komið fram deila ríki oft um hvort hið upprunalega ríki hafi í raun liðið undir lok eða hvort

eitthvert hinna nýju ríkja teljist vera áframhald þess t.d. með öðru nafni og landamærum, sbr.

Rússland og fyrrum Sovétríkin. Þannig var gert ráð fyrir ábyrgð Austurríkis og Ungverjalands

vegna þjóðréttarbrota Austuríska-Ungverska keisaradæmisins í friðarsamningum í kjölfar

fyrri heimstyrjaldar.702

Slíkri niðurstöðu var hins vegar hafnað hjá austurískum dómstólum.703

Í ákvæði 13. gr. ályktana Alþjóðalagastofnunarinnar frá 2013 er lagt til grundvallar að réttindi

og skuldbindingar í tengslum við þjóðréttarbrot yfirfærast til arftökuríkja. Við mat á því hvaða

ríki skuli axla slíka ábyrgð vegna þjóðréttarbrota eldra ríkis eða eiga tilkall til bóta vegna

þjóðréttarbrota gagnvart eldra ríkinu ber að skoða tengsl brots við landsvæði hlutaðeigandi

ríkis auk þess sem hafa ber hliðsjón af áðurnefndum viðmiðum 4. gr. um stærð landsvæðis,

íbúafjölda, vergra landsframleiðslu og sjónarmiðum um óréttmæta auðgun. Jafnframt skiptir

máli hvort brot var framið af sjálfstæðum stjórnvöldum á því landsvæði sem að lokum verður

nýtt ríki.

Eldri framkvæmd endurspeglar hins vegar þá reglu að slíkar skuldbindingar og réttindi og

hverfi með ríkinu.704

Ríki hafa hins vegar oft samið um yfirtöku slíkrar ábyrgðar og má í

þessu sambandi nefna yfirtöku arftökuríkja fyrrum ríkjasambands Kólumbíu á ábyrgðar vegna

eignupptöku á bandarísku skipi á meðan sambandi stóð (sem í dag samsvarar Ekvador,

Kólumbíu og Venesúela). Jafnframt tók Egyptalands við kröfum vegna þjóðnýtingar á eignum

erlendra aðila á meðan á sambandi þess við Sýrland stóð yfir (fyrrum Sameinaða arabíska

700

Ákvæði 4. og 5. mgr. 10. gr. sbr. 4. gr. ályktana Alþjóðastofnunarinnar frá 2013. 701

Ian Brownlie: Public International Law, bls. 632. 702

Kemur fram í St. Germain friðarsamningnum frá 1919 og í tveimur samningum Bandaríkjanna við Austurríki

árið 1919 annars vegar og Ungverjaland árið 1922 hinsvegar. Gerður var sérstakur samningur um að Pólland,

Tékkóslóvakía og Júgóslavía bæru enga ábyrgð á ólögmætum athöfnum fyrrum Austurríska-Ungverska

konungsveldisings, sbr. Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 146-148,

205. 703

Í dómaframkvæmd austurískra dómsstóla var arftöku Austurríkis á þjóðréttarbrotum Austuríska-Ungverska

konungsveldisins hins vegar hafnað, sbr. Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility,

bls. 98-101. 704

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 98-99, 335. Sem dæmi má nefna

samning um upplausn Konungsveldisins Westphalia árið 1813. Einnig má leiða þessa niðurstöðu af

Vitamálinu svokallaða The Lighthouse Arbitration case, krafa 12a, 23 I.L.R. 1956 bls. 81 sbr. Malcolm N.

Shaw: International Law, bls. 726.

Page 113: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

112

lýðveldið).705

Þá veitir samkomulag ríkja fyrrrum Júgóslavíu frá 2001 vísbendingu um að

slíkar skuldbindingar hverfi ekki þó að ríki leysist upp en þar var gert ráð fyrir skiptingu slíkra

skuldbindinga á milli arftökuríkja.706

Einnig var ábyrgð Slóvakíu á skuldbindingum vegna

þjóðréttarbrota fyrrum Tékkóslóvakíu ekki útilokuð í deilu þess við Ungverjaland í

Gabčikovo-Nagymaros málinu en Slóvakía hafnaði þó arftöku á réttindum og skuldbindingum

vegna þjóðréttarbrota fyrrum Tékkóslóvakíu og krafðist aðeins bóta vegna tjóns eftir upplausn

þess.707

Nýleg framkvæmd veitir því vísbendingar um þróun í þá átt slík ábyrgð yfirfærist á

arftökuríki við upplausn ríkis.

Almennt taka nýfrjáls ríki ekki við skuldbindingum vegna ólögmætra athafna þess ríkis

sem áður fór með fullveldisyfirráð þar en teljast hins vegar almennt eiga tilkall til bóta vegna

þjóðréttarbrota annarra ríkja ef afleiðingar þess tengjast sérstaklega hinu nýja ríki.708

Rök fyrir

slíkri niðurstöðu hafa almennt byggst á því að óeðlilegt sé að nýfrjálst ríki beri ábyrgð á

athöfnum nýlenduveldis.709

Framkvæmd ríkja er heldur ekki samhljóma um almenna reglu í

þessu sambandi. Í friðarsamningi milli Japan og Indónesíu var gert ráð fyrir skaðabótum

vegna þjóðréttarbrota Japan í seinni heimsstyrjöldinni en á þeim tíma var Indónesía hollensk

nýlenda. Japan féll hins vegar frá kröfu um heimtu skaðabóta úr hendi Indónesíu vegna

þjóðréttarbrota Hollands vegna atburða sem gerðust áður en Indónesía öðlaðist sjálfstæði.710

Hins vegar eru einnig dæmi um að kveðið sé á um arftöku í stjórnarskrá hins nýfrjálsa ríkis

eins og tilfellið var við sjálfstæði Namibíu frá Suður-Afríku.711

Dómaframkvæmd styður

báðar niðurstöður en hafa verður í huga að flest dómsmál sem varða álitamál í tengslum við

nýfrjáls ríki tengjast athöfnum nýlenduveldis gegn eigin ríkisborgurum áður en

fullveldisyfirráð breyttust en ekki gegn ríkisborgurum annarra ríkja.712

Framkvæmd er því

misvísandi og niðurstöður ráðast oft af stjórnmálalegum ástæðum og atvikum hverju sinni.713

705

Um gildi slíkra samninga fer eftir almennum reglum um þjóðréttarsamninga, sbr. 3. gr. ályktana

Alþjóðalagastofnunarinnar um áhrif breytinga á fullveldisyfirráðum á ábyrgð ríkja. Patrick Dumberry: State

Succession to International Responsibility, bls. 103, 106-109. 706

Ákvæði 2. gr. viðauka F við samkomulagið frá 10. apríl 2001, 41 I.L.M. Patrick Dumberry: State Succession

to International Responsibility, bls. 119-122, 322-323; James Crawford: State Responsibility, bls. 451-452. 707

Dómur AD, Gabčikovo-Nagymaros Project (Hungary/Slovakia), 25. september 1997, I.C.J. Reports 1997,

bls. 7 708

1. og 2. mgr. 14. gr. ályktana Alþjóðalagastofnunarinnar frá 2013. Sem dæmi má nefna kröfur Namibíu vegna

þjóðréttarbrota Suður-Afríku, sbr. Ályktun Allsherjarþings SÞ frá 10. desember 1981, nr. 36/121; Patrick

Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 331. 709

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 168-169, 184-185. 710

Ibid., bls. 183. 711

Ibid., bls. 191-201. 712

Ibid., bls. 168-182. Reglan var til dæmis staðfest í tilfelli Indlands, Kongó en hafnað við sjálfstæði Indónesíu. 713

Ibid.,, bls. 202.

Page 114: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

113

Þá tekur nýfrjálst ríki við kröfum vegna ólögmæta athafna annarra ríkja gagnvart íbúum þess

sem áttu sér stað áður en það öðlaðist sjálfstæði.714

Við sameiningu ríkja er meginviðmiðið að hið sameinaða ríki tekur við ábyrgð vegna

ólögmætra athafna þeirra ríkja sem sameinast og bótakröfum sem þau kunna að eiga á hendur

þriðja ríki.715

Sem dæmi um slíkt má nefna sameiningu Egyptalands og Sýrlands árið 1958 en

Sameinaða arabíska lýðveldið tók þá við skuldbindingu til greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem

Egyptaland olli í tengslum við þjóðnýtingu Súes skurðarins árið 1956.716

Með sama hætti

tekur ríki við slíkum réttindum og skuldbindingum þegar annað fyrrum ríki gengur að öllu

leyti inn í það.717

Þannig veitir Sameiningarsáttmálinn milli Austur- og Vestur Þýsklands

vísbendingu um að Sambandsríkið Þýskaland hafi tekið við ábyrgð vegna þjóðréttarbrota

Austur-Þýskalands sem áttu sér stað fyrir innlimun landa þess.718

Hið sameinaða Þýskaland

gerði ýmsar lagabreytingar og tók að sér greiðslu eignanámsbóta vegna skerðingar á

eignaréttindum sem átti sér stað á landsvæði Austur-Þýsklands í og eftir seinni

heimsstyrjöld.719

Eldri framkvæmd er hins var ekki í samræmi við reglu um áframhald slíkra

skuldbindinga.720

Sem dæmi má nefna sameiningu Ítalíu 1860, innlimun Búrma í Bretland

árið 1886, yfirtöku Frakklands á Madagasgar 1896, innlimun Hawaii í Bandaríkin árið 1898

og þegar Bretland tók yfir Búa lýðveldi Suður-Afríku 1902.721

Skýrt dæmi um slíka afstöðu er

gerðardómsmál kennti við R.E. Brown milli Bretlands og Bandaríkjanna þar sem arftöku

Bretlands á skyldu til greiðslu skaðabóta vegna þjóðréttarbrota Búa lýðveldis Suður-Afríku

gagnvart bandarískum ríkisborgara var hafnað.722

Í Hawaii málinu var sömu reglu beitt en

deilt var um arftöku á skaðabótaskyldu af hálfu Bandaríkjanna vegna þjóðréttarbrota yfirvalda

á Hawaii áður en það var innlimað í Bandaríkin.723

714

Ákvæði 4. mgr. 14. gr. ályktana Alþjóðalagastofnunarinnar frá 2013. 715

Ákvæði 11. gr. álytkana Alþjóðalagastofnunarinnar frá 2013. Patrick Dumberry: State Succession to

International Responsibility, bls. 93-95, 315-318. 716

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 93-98. 717

Ákvæði 12. gr. ályktanir Alþjóðalagastofnunarinnar frá 2013; Patrick Dumberry: State Succession to

International Responsibility, bls. 98-102. 718

James Crawford: State Responsibility, bls. 450. 719

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 86-91. 720

Ibid., bls. 202; 721

Ibid., bls. 63-83; D.P. O´Connell: State Succession vol 1, bls. 486-491. 722

R.E. Brown gegn Bretlandi, gerðardómur frá 23. nóvember 1923, U.N.R.I.A.A., vol 6, bls. 120, sjá

sérstaklega bls. 129-130. 723

Hawaiians Claims case (Great Britain v. United States), gerðardómur frá 10. nóvember 1925, U.N.R.I.A.A.,

vol. 6, bls. 158.

Page 115: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

114

7. 3 Ályktanir

Niðurstaða um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum á skuldbindingar ábyrgðar ríkja er ólík eftir

eðli breytinga hverju sinni og erfitt er að draga almenna reglu af framkvæmd um afdrif

skaðabótaskyldu við slíkar aðstæður.724

Hins vegar er hægt að draga saman ákveðin

meginviðmið í þessu sambandi. Meginreglan virðist vera sú að ábyrgð ríkis helst óbreytt ef

ríkið heldur áfram að vera til í kjölfar breytinga á yfirráðasvæði þess nema afleiðingar

brotsins tengist sérstaklega því landsvæði sem skilur sig frá því eða íbúum þess eða

viðtökuríki samþykkir slíka yfirfærslu.725

Viðtökuríki ber því ekki sjálfkrafa ábyrgð á

ólögmætum athöfnum einungis vegna þess að þær voru framdar á núverandi landsvæði þess

en hins vegar standa rök til þess að telja það ábyrgt vegna brota á réttindum sem teljast

tengjast sérstaklega landsvæðinu.726

Missi ríki þjóðréttaraðild sína í kjölfar slíkra breytinga er

meginreglan hins vegar sú að ríki sem taka við fullveldisyfirráðum erfa slíkar skuldbindingar í

sanngjörnum hlutföllum.727

Þjóðréttarleg staða ríkis eftir breytingar hefur því úrslitaáhrif hvað

varðar afdrif slíkra skuldbindinga.728

Þá heldur ríki jafnframt bótarétti sínum vegna

þjóðréttarbrota annars ríkis sem áttu sér stað fyrir breytingar á ríkisyfirráðum. Slík réttindi

erfist hins vegar ekki ef kröfuhafi hættir að vera til nema ríkið sem tekur við

fullveldisyfirráðum verði fyrir tjóni vegna slíkra athafna.729

Þó að framkvæmd ríkja og dómaframkvæmd sé misvísandi og byggi að mestu á samþykki

og atvikum hverju sinni þá virðist sem að þróunin sé í þá átt að viðurkenna áframhald réttinda

og skuldbindinga vegna þjóðréttarbrota í ríkari mæli við breytingar á ríkisyfirráðum. Hins

vegar verður að hafa í huga að í þeim tilvikum þegar ríki tekur við skaðabótaábyrgð ríkis sem

hættir að vera til þá hefur arftökuríki oft samþykkt slíka yfirfærslu af sjálfdáðum. Ríki eru

hins vegar treg til að taka á sig slíkar skuldbindingar ef eldra ríki heldur áfram tilvist sinni.730

Hér vegur þungt að ríki kjósa almennt að viðhalda trúverðugleika út á við í samfélagi

þjóðanna.

724

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 202; James Crawford: State

Responsibility, bls. 455. 725

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 729-730; Patrick Dumberry: State Succession to International

Responsibility, bls. 206. 726

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 302. 727

Malcolm N. Shaw: International Law, bls. 729-730; Patrick Dumberry: State Succession to International

Responsibility, bls. 206. 728

Sjá grein Patrick Dumberry: „The Consequences of Turkey Being the ‘Continuing’ State of the Ottoman

Empire in Terms of International Responsibility for Internationally Wrongful Acts“, bls. 261-273. Þar fjallar

höfundur um stöðu Tyrklands sem áframhald Ottóman veldisins og ábyrgð þess á þjóðréttarbrotum gegn

Armeníu í fyrri heimstyrjöldinni. 729

Patrick Dumberry: State Succession to International Responsibility, bls. 310-315, 335-336. 730

James Crawford: State Responsibility, bls. 455.

Page 116: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

115

8 Breytingar á ríkisyfirráðum Íslands

8.1 Sögulegt ágrip um þjóðréttarlega stöðu Íslands

Ísland var numið á árunum 870-930 og varð allsherjarríki við stofnun Alþingis um 930. Engin

sameiginleg stofnun kom fram fyrir hönd Íslands út á við á landnámsöld. Þó er ekki talið að

Ísland hafi verið sett undir önnur ríki á þessu tímabili en þetta var fyrir tíma nútímahugmynda

um þjóðríki. Almennt er talið að Ísland hafi öðlast sjálfstæði og fullveldi á þjóðveldisöld eftir

stofnun Alþingis og þannig gerst fullgildur þjóðréttaraðili þó hafa verði þann fyrirvara að slíkt

hafði enga þýðingu þá. Þjóðréttarleg staða Ísland breyttist á 13. öld í kjölfar mikilla

innanríkisdeilna en þá gengu Íslendingar á vald Noregskonungs með gerð Gamla sáttmála á

árunum 1262-64 og breyttist þannig úr þjóðveldi og gekk í samband við konungsríki.731

Sáttmálinn var endurnýjaður með breytingum árið 1319 þegar konungssamband komst á milli

Noregs og Svíþjóðar.732

Ísland var á þessum tíma talið skattland Noregskonungs en tengsl

ríkjanna rofnuðu á árunum 1355-1374 þegar Svía konungur öðlaðist yfirráð yfir

skattlöndunum. Það breyttist þó snarlega í kjölfar andláts konungs Svíþjóðar og fylgdi Ísland

þá Noregi þegar það gekk í samband við Danmörku árið 1380. Var þetta upphaf langvarandi

konungssambands Íslands og Danmerkur en þegar Norðurlöndin gengu öll í samband

(Kalmarsambandið) árið 1397 fylgdi Ísland Noregi. Þegar sambandið leystist svo upp í byrjun

15. aldar vegna ófriðar efldist konungsvald Dansk-Norska ríkisins.733

Ísland undirgekkst svo

einveldi Danakonungs árið 1662 en þjoðréttarleg staða Íslands gagnvart Danmörku varð

óljósari þegar einveldið leið undir lok árið 1848. Í friðarsáttmála Svíþjóðar og Danmerkur árið

1814 var Noregur látinn af hendi til Svíþjóðar og Ísland fylgdi þá Danmörku.734

Ísland hafði

ávallt ákveðna sjálfstjórn ef frá er talið einveldistímabilið sem komið var á 1662 þegar

Íslendingar afsöluðu sér sjálfstjórn til Danakonungs.

Ísland þróaðist að lokum yfir í sjálfstætt ríki á löngu tímabili á 19. og 20. öld og á

grundvelli íslenkrar stjórnskipunar. Barátta íslensku sjálfstæðishreyfingarinnar og ágreiningur

um stöðu sambands Íslands og Danmerkur leiddu til setningu Stöðulaganna árið 1871 um

stöðu Ísland gagnvart Danmörku og þremur árum síðar tók fyrsta stjórnarskrá Íslands gildi.

731

Sigurður Líndal: Réttarsöguþættir, bls. 116,121. Samningurinn er birtur í Grágás og vísað til hans í

Íslendingabók, sbr. Páll Sigurðsson: Brot úr réttarsögu, bls. 161. Sjá þó Patricia Boulhosa, Gamli sáttmáli.

Tilurð og tilgangur. Smárit Sögufélags. Þar setur höfundur fram efasemdir um að sáttmálinn hafi verið

saminn á þessum tíma heldur tveimur árhundruðum síðar. 732

Sigurður Líndal: Réttarsöguþættir, bls. 123-124. 733

Ibid bls. 127-128 734

Ibid bls. 133. Sjá texta samningsins á frönsku, Helgi P. Briem: Samningar Íslands við erlend ríki sem taldir

eru í gildi í árslok 1961, að undanskildum tæknilegum samningum og lánssamningum (hér eftir Samningar

Íslands við erlend ríki) 2. bindi, bls. 1335. Í 4. gr. kemur meðal annars fram að Ísland fylgi Danmörku en

textanum var bætt inn af hálfu fulltrúa Danakonungs. Það var samþykkt af hálfu Svíþjóðar jafnvel þó að

viðurkennt hafi verið að Íslandi hafi aldrei verið eign Noregs, sjá. Ibid., bls. 1343.

Page 117: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

116

Með stöðulögunum var Alþingi veitt takmarkað löggjafarvald og fjárveitingavald auk þess

sem íslenska ráðuneytið í Kaupmannahöfn var flutt til Íslands. Íslendingar fengu þannig

heimastjórn árið 1904 og viðurkenning á sjálfsákvörðunarrétti þjóða eftir heimstyrjöldina fyrri

ýtti undir kröfur Íslendinga um frekari sjálfstjórn. Ísland varð síðan frjálst og fullvalda

konungsríki í sambandi með Danmörku árið 1918 með dönsk-íslensku sambandslögunum nr.

29/1918 frá 30. nóvember 1918.735

Þau voru svo formlega felld úr gildi árið 1944 og í

kjölfarið öðlaðist Ísland fullt sjálfstæði og lýðveldið Ísland varð til.736

Samband Íslands og Danmerkur var sérstakt að þjóðarétti og var að vissu leyti ólíkt öðrum

ríkjasamböndum.737

Þó að sambandslögin hafi verið upphafið að formlegu sjálfstæði Íslands

þá var sjálfstæð þjóðréttaraðild Íslands þó að miklu leyti viðurkennd á meðan á sambandinu

stóð.738

Með sambandslögunum hætti Ísland að vera óaðskiljanlegur hluti Danmerkur og ríkin

sameinuðust í ríkjasamband. Þau höfðu jafna stöðu að þjóðarétti sem fullvalda ríki en sama

þjóðhöfðingja.739

Þó að framsetning samkomulagsins sé í formi laga þá er um að ræða

bindandi þjóðréttarsamning milli Íslands og Danmerkur sem mælti fyrir um samband

ríkjanna.740

Í ljósi þess að Ísland var ekki sjálfstætt ríki þegar samband Íslands og Danmerkur

var stofnað hefur framkvæmdin í þessu tilviki ekki fordæmi fyrir mat á áhrifum breytinga á

ríkisyfirráðum við samruna ríkja í ríkjasamband að minnsta kosti hvað varðar afdrif

þjóðréttarsamninga.741

Sambandslögin fela í sér fyrsta skref Íslands til sjálfstæðis en Danmörk

fór áfram með utanríkismál í umboði Íslands, sbr. 6. gr. sambandslaganna, og tók Ísland ekki

við fullu forræði utanríkismála fyrr en við sjálfstæði ríkisins árið 1944. Í samningnum var

kveðið á um fyrirkomulag varðandi þjóðhöfðinga, ríkisfang, utanríkismál, fiskveiðisjórn,

735

Stjórnartíðindi A, 1918, bls. 75. 736

Í þessu má benda á sjónarmið um að Ísland hafi verið fullvalda ríki allt frá stofnun þess árið 930, sjá. Ragnar

Lundborg: Þjóðréttarleg staða Íslands, bls. 71. 737

Sveinn Björnsson: „Kongeriget Island“, bls. 11. 738

Dæmi eru um að þjóðréttarsamningar hafi verið gerðir sérstaklega við Ísland annars vegar og Danmörku hins

vegar. Áskilnaður sambandslaganna um samþykki Íslands fyrir aðild leiddi til þess að Ísland gerðist ekki aðili

að mörgum fjölþjóðasamningum sem Danmörk gerðist aðili að á meðan á sambandinu stóð, sbr. YILC 1974,

vol. II, part I, bls. 261. Sem dæmi má nefna tvíhliða samninga við Bandaríkin um láns og leiguhjálp vegna

varna Íslands milli ríkjanna, samning um skipti á opinberum ritum og viðskiptasamningur sjá. Samningar

Íslands við erlend ríki II.bindi, bls. 897-918. 739

Sumir hafa bent á að Ísland hafi verið í „þjóðréttarlegu samningsbundnu sambandi við Danmörku , án

sameiginlegra ríkisstofnana“ og að ekki hefði því verið „stofnað skandinaviskt ríkjasamband, heldur aðeins

bandalag“, sbr. Ragnar Lundborg: Þjóðréttarleg staða Íslands, bls. 93. Þá er höfundur einnig þeirrar skoðunar

að dansk-íslenska nefndin og gerðardómsnefndin samkvæmt sambandslögunum væri einungis ráðgefandi

þjóðréttarleg álitsnefnd, sbr. ibid. bls. 89-91. 740

Sveinn Björnsson: „Kongeriget Island“, bls. 7. Ísland gerði samninga við fjölmörg ríki á meðan á

ríkjasambandinu stóð. Sem dæmi má nefna samning um lausn deilumála með friðsamlegum hætti sem gerður

var á milli Íslands og Svíþjóðar árið1930 sbr. Stjórnartíðindi 1964, C2, bls. 106 og Samningar Íslands við

erlend ríki, I1. bindi, bls. 1270. 741

YILC 1974, vol II, part. I, bls. 255.

Page 118: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

117

myntskipun og dómstóla auk ákvæða um fjármál milli ríkjanna. Um aðra málaflokka áttu

ríkin að semja sín á milli, sbr. 12. gr. sambandslaganna.

8.2 Afdrif þjóðréttarsamninga og aðild að alþjóðastofnunum

Á þjóðveldisöld var Ísland sem fyrr segir sjálfstætt ríki og gat gert samninga við önnur ríki.742

Fyrsti milliríkjasamningur Íslendinga var vísast gerður við Ólaf Haraldsson Noregskonung

árið 1020. Hann er jafnframt elsta heimildin um réttarstöðu landsins gagnvart öðrum

ríkjum.743

Því næst kom Gamli sáttmáli en eins og fyrr segir þá leiddi hann til þess að Ísland

varð skattland Noregskonungs.744

Ísland varð aðili að fjölda samninga þegar það laut stjórn

Danmerkur. Í sambandslögunum er fjallað um afdrif þjóðréttarsamninga en í ákvæði 7. gr.

Sambandslaganna segir:

Samningar þeir, sem þegar eru gerðir milli Danmerkur og annarra ríkja og birtir, og Ísland

varða, gilda og þar. Ríkjasamningar þeir, sem Danmörk gerir eftir að sambandslög þessi hafa

náð staðfestingu, skuldbinda ekki Ísland, nema samþykki réttra íslenzkra stjórnvalda komi

til.“745

Þegar sambandið leið undir lok árið 1944 voru í gildi þjóðréttarsamningar frá því fyrir 1918

en einnig samningar sem gerðir voru á meðan á ríkjasambandinu stóð og vörðuðu Ísland.746

Í

7. gr. sambandslaganna er mælt fyrir um áframhaldandi gildi þeirra fyrrnefndu og að

samningar sem Danmörk gerði á sambandstímanum væru ekki skuldbindandi fyrir Ísland

nema með samþykki þess. Skilyrði fyrir gildi samninganna sem gerðir voru fyrir 1918 var að

þeir hefðu verið birtir en á þessum tíma var tilviljunarkennt hvort samningar sem vörðuðu

Ísland voru birtir eða ekki. Við gerð skrár yfir þjóðréttarsamninga Íslands við erlend ríki árið

1964 var því einnig litið til samninga sem ekki höfðu verið birtir.747

Lagt var til grundvallar

að í áskilnaði um birtingu hafi aðeins falist samkomulag við Dani um að þeir virtu meginreglu

þjóðaréttar í þeim tilvikum þegar ríki klofnar frá ríkisheild og stæðu ekki í vegi fyrir

áframhaldandi aðild Íslendinga að þeim samningum sem þeir kysu. Metið var hvort

742

Ragnar Lundborg: Þjóðréttarleg staða Íslands, bls. 12. 743

Efni samningsins var réttur konungs á Íslandi og rétt Íslendinga í Noregi. Samningurinn er týndur en efni hans

skráð Konungsbók og Skinnstaðabók sbr. Samningar Íslands við önnur ríki, I. bindi, bls. 5; Páll Sigurðsson:

Brot úr réttarsögu, bls. 120, 125-127. 744

Stjórnartíðindi C2 1964, bls. 108 sbr. Samningar Íslands við erlend ríki, II. bindi, bls. 1335. 745

Stjórnartíðindi A, 1918, bls. 76. 746

Samningar sem gerðir voru fyrir 1.janúar 1962 eru birtir í riti utanríkisráðuneytisins: Samningar Íslands við

erlend ríki", I.-II. bindi. 747

Við samantekt samninga í ritið Samningar Íslands við erlend ríki voru óbirtir samningar einnig teknir til

greina. Þar er að finna 36 óbirta tvíhliða þjóðréttarsamninga við erlend ríki sem gerðir voru fyrir 1918 og 6

sem gerðir voru á meðan á ríkjasambandinu stóð sbr. Stjórnartíðindi 1964, C2 bls. 43-46. Þessir samningar

héldu flestir gildi sínu við þessar breytingar sem leiddu að lokum til sjálfstæðis Íslands sbr. Stjórnartíðindi

1964, C2 bls. 93, 95-97, 99-103 og 106-107 sbr. SÍ II. bindi.

Page 119: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

118

samningar vörðuðu Ísland og hvort þeir væru því „til gagns eða ekki [auk þess sem]

leynisamningar sem voru til ógagns fyrir landið, féllu burt“. 748

Hér er í raun vísað til

kenningarinnar um hreint borð þar sem lögð var áhersla á forræði Íslendinga á ákvörðun um

áframhaldandi aðild að þjóðréttarsamningum eftir sjálfstæði.

Í framkvæmd voru Íslendingar þó almennt hlynntir áframhaldandi aðild að tvíhliða

þjóðréttarsamningum og samkomulögum. Skipti hvorki máli í því sambandi hvort Ísland

gerðist aðili fyrir eða eftir inngöngu í sambandið með Danmörku árið 1918 né hvort

samningar voru birtir eða ekki. Svo virðist sem flestir aðrir samningsaðilar hafi einnig verið

fylgjandi áframhaldandi gildi samninganna fyrir Ísland. 749

Ísland var þannig bundið af

tvíhliða framsalssamningum við önnur ríki sem gerðir höfðu verið áður en það öðlaðist

sjálfstæði og hið sama átti við um meirihluta þeirra tvíhliða viðskiptasamninga sem Ísland var

aðili að.750

Þó voru nokkur ríki sem tóku ekki afstöðu og önnur sem létu fylgja með

athugasemdir.751

Þær lutu aðallega að tilkynningum um samninga sem fallnir voru úr gildi,

afstöðu ríkja um að óþarfi væri að birta tvíhliða samninga sama efnis og fjölþjóðasamningar

sem síðar voru gerðir og tilkynningu um fyrirvara vegna samninga sem vantaði í skrána.752

748

Samningar Íslands við erlend ríki, I. bindi, bls. 9. 749

Ástralía, Austurríki, Bandaríkin, Belgía, Bretland (fyrir utan eina yfirlýsingu sem Bretar töldu ekki ástæðu til

að birta), fyrrum nýlendur Breta (Indland, Kanada, Nýja Sjáland, Sri Lanka/Ceylon) , Finnland, Frakkland,

Holland, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Rúmenía, Þýskaland/Sambandslýðveldið Þýskaland, fyrrum

Sovétríkin, Spánn og Svíþjóð samþykktu alla samninga sem Ísland lagði til grundvallar að væru í gildi og

gerðir voru áður en Ísland öðlaðist sjálfstæði óháð því hvort þeir voru gerðir fyrir eða eftir 1918. Sviss

samþykkti einungis hluta þeirra. Ekkert svar barst frá Brasilíu, Bólivíu, Síle, Grikklandi, Haiti, Líberíu,

Póllandi, Suður Afríku, fyrrum Tékkóslóvakíu, og Ungverjalandi, sbr. Stjórnartíðindi C2 1964, bls. 92-107.

Þeir samningar sem merktir eru með stjörnu eru samþykktir af hinu aðildarríkinu. Sjá einnig YILC 1974, vol

II, part. I, bls. 261. 750

Framsalssamningarnir voru allir gerðir fyrir árið 1914 milli Danmerkur og annarra ríkja og héldu gildi sínu

fyrir Ísland bæði við inngöngu í ríkjasamband við Danmörku og við lok þess. Hinir samningsaðiliarnir voru

Bandaríkin, Belgía, Bretland (einnig staðfestir af Ástralíu, Kanada, Indlandi, Nýja-Sjálandi og Sri

Lanka/Ceylon), Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg, Noregur, Spánn og Þýskaland /Sambandslýðveldið

Þýskaland, sbr. Stjórnartíðindi C2 1964, bls. 92,93,95,96,98, 99, 100, 101, 102, 103, 105, 107. Sjá einnig

YILC 1970, vol II, part II, efnisgrein 111 bls. 122 og efnisgrein 147 bls. 129, skjal nr. A/CN.4/229. Af þeim

27 tvíhliða viðskiptasamningum sem Ísland taldi vera í gildi voru 11 gerðir fyrir árið 1918 á milli Danmerkur

og annarra ríkja (við Belgíu, Síle, Frakkland, Ungverjaland, Ítalíu, Líberíu, Holland, Noreg, Svíþjóð, Sviss og

Bretland, einnig skráð undir Kanada, Sri Lanka /Ceylon, Indlandi og Suður Afríku) og 16 samningar voru

gerðir á árunum 1918-1944 (við Austurríki, Bólivíu, Brasilíu, Tékkóslóvakíu, Finnland, Grikkland, Haiti,

Pólland, Rúmeníu, Spán, fyrrum Sovétríkin og Bandaríkin) sjá: Stjórnartíðindi C2 1964, bls. 93, 95-100 og

102-107. Sjá einnig YILC 1970, vol II, part II, efnisgrein 109 bls. 171-172, skjal nr. A/CN.4/243/Add.1.

Suður-Afríka staðfesti ekki gildi samninga við Ísland en Íslendingar gerðu ráð fyrir að þeir væru í gildi vegna

þess að Suður-Afríku hafði staðfesti gildi þeirra við Danmörku árið 1928 sbr. Samningar Íslands við erlend

ríki, II. bindi, bls 1392. 751

Staðfesting barst frá öllum samningsaðilum nema tíu (Bólívía, Brasilía, Finnland, Grikkland, Haítí, Líbería

Pólland, Síle, Tékkoslóvakía, Ungverjaland) sbr. Stjórnartíðindi C2 1964, bls. 95,96, 98, 99,100,102,103,

106 og 107. 752

Samningar Íslands við erlend ríki, I. bindi, bls. 10. Embættismenn utanríkisráðuneytis Svþjóðar töldu að

ýmsir fleiri tvíhliða samningar væru í gildi milli ríkjanna, en ekki var fallist á það þar sem þeir hafi annað

hvort verið bundnir við Danmörku vegna landfræðilegrar legu þess eða um var að ræða samninga sem ekki

áttu sér stoð í íslenskum lögum.

Page 120: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

119

Ísland var einnig aðili að 21 fjölþjóðasamningum áður en það öðlaðist fullveldi árið

1918.753

Sex þeirra virðast hafa haldið sjálfkrafa gildi sínu við þær breytingar á ríkisyfirráðum

sem leiddu síðar til fulls sjálfstæðis árið 1944.754

Aðrir samningar voru annaðhvort

samþykktir sérstaklega síðar eða voru taldir í gildi vegna aðildar að síðari viðaukum.755

Þá

gerðist Ísland aðili að 19 slíkum samningum á meðan á ríkjasambandi við Danmörku stóð frá

1918-1944.756

Þannig var almennt viðurkennt að þær breytingar á ríkisyfirráðum sem leiddu

að lokum til sjálfstæðis Íslands höfðu engin áhrif á áframhaldandi aðild að gildandi

þjóðréttarsamningum.757

Hins vegar hefur verið bent á að framkvæmd varðandi afdrif

þjóðréttarsamninga í þessu tilviki hafi einungis verið vísbending um aðskilda þjóðréttaraðild

Íslands á meðan á sambandi við Danmörku stóð.758

Hvað varðar aðild að alþjóðastofnunum þá er ekki af mörgu að taka en þó virðist sem

framkvæmd sé ekki einsleit. Ólíkt hinum Norðurlöndunum þá stóð Ísland utan við

Þjóðabandalagið en Danmörk gerðist aðili að bandalaginu árið 1920.759

Ekki virðist sem

Ísland hafi erft aðild Danmerkur að alþjóðastofnunum við fullveldi enda meginreglan sú að

slík ný ríki verði að sækja um aðild. Sem dæmi má nefna að Ísland gerðist aðili að

Alþjóðahafrannsóknarráðinu 16. maí 1938 á grundvelli umsóknar en Danmörk varð aðili að

ráðinu árið 1901.760

Svo virðist sem Ísland hafi þó haldið aðild sinni að

Alþjóðapóstsambandinu frá árinu 1874 og aðild að Alþjóðastofnun til að gefa út tollalög frá

1891.761

753

Hér er um að ræða fjölþjóða samninga, yfirlýsingar, samkomulög og erindisskipti. Stjórnartíðindi C2 1964,

bls. 87-88. Flestir voru enn í gildi 1. janúar 2005, sbr. skrá utanríkisráðuneytisins um samninga Íslands við

erlend ríki sjá. https://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/ (skoðað 26.2.2016). 754

Samningar nr. 1, 3, 4, 9 og 23 sbr. Samningar Íslands við erlend ríki, I bindi, bls. 17, 37, 40, 53, 116. 755

Ísland var talið aðili að frumsamningnum um alþjóðastofnun til að gefa út tollalög frá 1890 vegna aðildar á

bókun um breytingar á honum frá 1949, sbr. Ibid., bls. 44. Þá varð Ísland varð ekki sjálfkrafa aðili að sáttmála

til að bæta kjör særðra og sjúkra manna í herþjónustu á styrjaldartímum frá 1906 heldur tilkynnti aðild árið

1925, sbr. Ibid. bls. 59. Árið 1909 varð Ísland aðili að tólf fjölþjóðasamningum sem staðfestir voru á

alþjóðafriðarfundi í Haag árið 1907. Aðild var staðfest sérstaklega árið 1955 en þó er miðað við að þeir hafi

tekið gildi árið 1907 sbr. Ibid., bls. 79. 756

Stjórnartíðindi C2 1964, bls. 88. 757

YILC 1971,vol. II, bls. 171, efnisgr. 108, skjal nr. A/CN.4/243/Add.1; YILC 1970, vol. II, bls. 122, efnisgr.

110, skjal nr. A/CN.4/229. 758

YILC 1974, vol. II, part. I, bls. 262 efnisgr. 7. 759

Sveinn Björnsson: „Kongeriget Island“, bls. 9. Í kjölfar sjálfstæðis Íslands gerðist ríkið aðili að Sameinuðu

þjóðunum árið 1946; Ragnar Lundborg: Þjóðréttarleg staða Íslands, bls. 83. Hins vegar tilkynnti Ísland

bandalaginu um hlutleysi sitt í hernaðarmálum og spurðist fyrir um hvort slíkt kæmi í veg fyrir inngöngu þess

í Þjóðarbandalagið en svo var ekki talið. Ísland sótti hins vegar aldrei um aðild og helgast það líklega af

fjárhagslegum ástæðum, sbr. ibid. bls. 83. 760

Samningar Íslands við erlend ríki, I. bindi, bls. 51. 761

Svar utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalssonar, við fyrirspurn um aðild að alþjóðastofnunum og

alþjóðasamnignum., svar nr. 807, 1994-1995, 118. löggjafarþing, 262. mál. Þá ber að nefna að Ísland hélt

aðild sinni að stofnsamningi um alþjóðastofnun til að gefa út tollalög frá 5. júlí 1809, sbr. Stjórnartíðindi C,

1964, sbr. Samningar Íslands við erlend ríki, 1. bindi, bls. 40.

Page 121: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

120

8.3 Eignir, skuldir og skjalasöfn

Í sambandslögunum var ekki kveðið sérstaklega á um afdrif ríkiseigna né annarra eigna við

fullveldi Íslands. Við uppbrot ríkjasambandsins árið 1944 virðist sem skjalasöfnum hafi verið

skipt með tilviljunarkenndum hætti.762

Árið 1927 gerðu ríkin með sér samning um gagnkvæma

afhendingu bóka og skjala.763

Í 1. gr. samningsins er kveðið á um afhendingu skjala sem

vörðuðu Ísland að hluta eða öllu leyti. Hluti þeirra skjala voru þó afhent með fyrirvara um

eignarrétt Danmerkur. Skjöl ráðuneytis Íslandsmála á tímabilinu 1848-1904 voru flutt til

Danmerkur skv. 2. gr. samningsins.764

Ríkin skuldbundu sig til að afhenda gögn sem tilheyrðu

hinu ríkinu, sbr. 3. gr. Þá var í 4. gr. mælt fyrir um möguleika til láns það ríki sem óskaði eftir

slíku átti að standa kostnað af flutningnum. Þá var kveðið á um afhendingu embættisskjala

sem geymd voru í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn og ríkisskjalasafns Danmerkur

auk þess sem Árna Magnússonar safnið í Kaupmannahöfn skyldi láta af hendi skjöl sem lánuð

voru úr íslenskum embættisskjalasöfnum, sbr. 5. og 6. gr. Loks var kveðið á um afhendingu

dómsskjala frá Hæstarétti Danmerkur sbr. 7. gr. samningsins

Þó svo að aðskilnaður Íslands og Danmerkur hafi að mestu gerst á friðsamlegan hátt

spruttu upp miklar deilur milli ríkjanna um afhendingu fornhandrita en fjöldi slíkra handrita

var fluttur frá Íslandi þegar ríkið var undir stjórn Danmerkur.765

Mikill fjöldi handrita

tilheyrðu safni Árna Magnússonar og voru varðveitt við háskólann í Kaupmannahöfn. Árni

hafði safnað saman fjölda íslenskra handritað og bjargað mörgum frá glötun. Handritin féllu í

raun ekki í flokk opinberra skjala þar sem Árni Magnússon hafði ánafnað háskólanum stærsta

hluta þeirra eftir sinn dag en hluta þeirra var skilað til Íslands eftir lát hans. Þrátt fyrir að

handritin hafi fyrst og fremst haft mikið sögu- og menningarlegt gildi höfðu þau einnig mikið

fjárhagslegt gildi.766

Íslendingar höfðu alveg frá upphafi 20. aldar gert tilkall til handritanna

og lagði Alþingi fyrst fram formlega beiðni þess efnis þegar ríkið fékk heimastjón 1904 en

hún var ekki samþykkt af dönskum stjórnvöldum.767

Mikill þrýstingur var á að fá handritin

heim eftir að Ísland fékk fullveldi árið 1918. Þjóðþing Dana tók loks ákvörðun um afhendingu

gagnanna en það reyndi á lögmæti hennar í málaferlum Stofnunar Árna Magnússonar í

Kaupmannahöfn við danska ríkið. Hæstiréttur Danmerkur staðfesti lögmæti ákvörðunar um

762

YILC 1981, part II, vol II, bls. 68, efnisgrein 3. 763

Samningur um gagnkvæma afhendingu úr söfnum á bókum og skjölum, gildistaka 15. október 1927,

Stjórnartíðindi 1964, C-deild, bls. 98, sbr. SÍ, II. bindi, bls.1072-1073. 764

Þessum skjölum var síðar skilað á grundvelli samkomulags mennta-og menningarmála ráðherra ríkjanna árið

2003, sjá. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/711617/ (skoðað 5. maí 2016). 765

Jeanette Greenfield: The Return of Cultural Treasures, bls. 17. 766

Þau voru metin á 600 milljón svissneskra franka sbr. YILC 1981, vol II, part II, bls. 68, efnisgrein 4. Sjá

einnig: YILC 1970, vol. II, bls. 156. 767

Jeanette Greenfield: The Return of Cultural Treasures, bls. 17; YILC 1981, part II, vol II, bls. 68, efnisgrein 3.

Page 122: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

121

afhendingu gagna en hafnaði kröfu um bætur í ljósi þess að ekki væri um endanlegt framsal

að ræða heldur afhendingu þeirra til systurstofnunar í Reykjavík. Í séráliti taldi einn dómari

fjárhagslegt tjón ekki sannað og tveir dómarar voru þeirrar skoðunar að verðmætin yrðu ekki

afhent án þess að bætur kæmu fyrir.768

Ísland og Danmörk náðu loks samkomulagi um

afhendingu handritanna og um fyrirkomulag við varðveislu, lán, eftirprentun og aðgengi að

þeim og var Flateyjarbók og öðrum handritum loks skilað til íslenskra stjórnvalda árið 1971

við hátíðlega athöfn og endir bundinn á áralanga deilu milli ríkjanna. Flestum þeim

mikilvægustu handritum sem eftir voru var skilað á næstu 25 árum en mörg þeirra eru þó enn

hjá Árnastofnun í Kaupmannahöfn og í Svíþjóð.769

Ályktun í handritamáli milli ríkjanna

bendir til þess að skjöl sem hafa mikið menningar- og sögulegt gildi fyrir það ríki sem tekur

við fullveldisyfirráðum ber að afhenda jafnvel þó að þau séu staðsett í öðru ríki og séu í eigu

einkaaðila. Einnig má benda á að sá langi tími sem leið þar til handritin voru endurheimt

veitir vísbendingu um að engin tímamörk gildi varðandi kröfu um afhendingu slíkra

verðmæta.770

Ísland og Danmörk stóðu lengi í deilum um fjárskipti milli ríkjanna og lauk henni að

mestu með setningu stöðulaganna árið 1871 en Ísland taldi sig eiga háa fjárkröfu á hendur

Danmörku vegna einokunarverslunar Dana.771

Í 1. málsl. 2. gr. stöðulaganna frá 2. janúar

1871 var Ísland undanþegið í þáttöku til lagasetningar um málefni ríkisins og ekki gert ráð

fyrir að það legði eitthvað að mörkum til almenns reksturs þess.772

Þá var kveðið á um

greiðslu fjárframlags frá ríksissjóði Danmerkur til að standa skil á útgjöldum vegna þessara

málefna sem áttu að falla niður að 30 árum liðnum, sbr. 5. gr. stöðulaganna.

Í samningaviðræðum ríkjanna um sambandslögin gerði Ísland hvorki tilkall til ríkiseigna

Danmerkur né taldi sig skuldbundið til að taka þátt í greiðslu ríkisskulda þess.773

Því var í

sambandslögunum ekki mælt fyrir um hlutfallslega ábyrgð Íslands á ríkisskuldum

Danmerkur.774

Sumir hafa bent á að ástæðan hafi að öllum líkindum verið sú að vilji hafi

768

UfR. 1971, bls. 299. 769

YILC 1981, vol. II, bls. 69, efnisgrein 4. 770

YILC 1970, vol II bs. 161. 771

Einar Arnórsson: Þjóðréttarsamband Íslands og Danmerkur, bls. 101. 772

Tíðindi um Stjórnarmálefni Íslands, 3. bindi 1870-1875, bls. 123. Í ákvæðinu segir: „Á meðan að Ísland

hefur ekki fulltrúa á ríkisþinginu, tekur það engan þátt í löggjöfinni um hin almennu málefni ríkisins, en aptur

á móti verður þess ekki krafiszt, að Ísland leggi neitt til hinna almennu þarfa ríkisins, á meðan að svo á

stendur.“ 773

Einar Arnórsson: Þjóðréttarsamband Íslands og Danmerkur, bls. 103. 774

Sumir hafa bent á það að ástæðan hafi verið sú að Ísland var „ósjálfstæð hjálenda“ sem tók engan þátt í

ákvörðun um sameiginleg útgjöldum Danmerkur ólíkt því sem raunin varð við upplausn ríkjasambands

Svíþjóðar og Noregs árið 1814, sjá. Knud Berlin: Den Dansk-Islandske Forbundslov, bls. 98. Jafnframt bendir

höfundur á að óalgengt sé að ríki sem myndast við aðskilnað hluta annars ríkis taki ekki á sig neinn hluta

Page 123: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

122

staðið til þess að hindra það að fjármálaágreiningur kæmi í veg fyrir samkomulag milli

ríkjanna.775

Svo virðist sem Danmörk hafi litið svo á að úr þessum málum hefði verið leyst

með 2. gr. stöðulaganna og var því í raun byggt á skipulagi stöðulaganna um að Ísland ætti

enga hlutdeild í ríkisskuldum og ríkiseignum Danmerkur.776

Í sambandslögunum var þó að einhverju leyti fjallað um fjármál ríkjanna þó að ekki hafi

beint verið kveðið á um skuldaskil. Í ákvæði 14. gr. sambandslaganna var kveðið á um

fyrirkomulag fjárhagsmála milli ríkjanna. Danmörk skyldi greiða 2 milljónir í tvo

menningarsjóði annars vegar fyrir vísindastarfsemi og hins vegar til að styrkja íslenska

námsmenn. Jafnframt var kveðið á um niðurfall hins árlega fjárframlags og kostnaður af

skrifstofu stjórnarráðs Íslands féll niður samkvæmt 13. gr. auk þess sem sérstök hlunnindi

íslenskra námsmanna við Kaupmannahafnarháskóla voru afnumin. Með þessu var talið að

öllum skuldaskilum ríkjanna væri lokið.777

Þá var kveðið á um úrlausn ágreiningsmála í 17.

gr. með stofnun gerðardóms ef á reyndi. Ákvæði sambandslaganna um fjármál og lausn

ágreiningsmála endurspegla meginreglu þjóðaréttar um að ríki skuli leitast við að komast að

samkomulagi um skiptingu eigna og skulda við breytingar á ríkisyfirráðum.778

8.4 Ríkisfang og fjárhagsleg réttindi einkaaðila

Sambandslögin fólu hvorki í sér afmörkun á íslenskum og dönskum ríkisborgararrétti né

reglur um áhrif fullveldis Íslands á fyrirliggjandi réttindi. Einungis var mælt fyrir um jafnræði

íslenskra og danskra ríkisborgara í hvoru ríki fyrr sig. Sumir hafa bent á að ekki hafi verið

skýrlega mælt fyrir um inntak ríkisfangs þar sem það hafi þótt óþarft í ljósi meginreglunnar

um jafnræði þegna ríkjanna.779

Ákvæði 6. gr. er svohljóðandi:

„Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á Íslandi sem íslenzkir ríkisborgarar fæddir

þar, og gagnkvæmt. Ríkisborgarar hvorts lands eru undanþegnir herskyldu í hinu. Bæði danskir

ríkisskulda þess sbr. ibid. bls. 98, neðanmálsgr. 3. Bent hefur verið á að þessi niðurstaða renni stoðum undir

sjálfstæða stöðu Íslands áður en það öðlaðist fullveldi sbr. Ragnar Lundborg: Þjóðréttarstaða Íslands, bls. 88. 775

Ragnar Lundborg: Þjóðréttarstaða Íslands, bls. 88. 776

Einar Arnórsson: Þjóðréttarsamband Íslands og Danmerkur, bls. 103. 777

Ragnar Lundborg: Þjóðréttarstaða Íslands, bls. 88. Nokkur ákvæði samningsins kveða á um hlutdeild Íslands

í kostnaði sem féll til við upplausn ríkissambandsins. Í 5. gr. sambandslaganna var kveðið á um að hvort ríki

um sig tæki ákvörðun um skattgreiðslur til konungs. Samkvæmt 8. gr. var fiskveiðieftirlit áfram í höndum

Danmerkur þangað til Íslendingar tækju upp annað fyrirkomulag og þá á eigin kostnað. Þá var kveðið á um að

Ísland greiddi kostnað vegna þeirra sendiherraembætta sem stofnað var til eftir ósk íslensku ríkisstjórnarinnar

og einnig bæri ríkinu að greiða kostnað ferða sendimanna til að semja um sérstök málefni Íslands. Að öðru

leyti var kveðið á um að ríkin ættu að semja um kostnaðarskiptingu í samningi á milli ríkjanna. 778

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttarins“, bls. 403. 779

Gudni Th. Jóhannesson, Gunnar Thór Pétursson, Thorbjörn Björnsson: „Observatory Country Report: Iceland

EUDO Citizenship“, bls. 6. European University Institute, Florence Robert Schuman Centre for Advanced

Studies EUDO Citizenship Observatory, janúar 2013, aðgengilegt á:

http://eudo-citizenship.eu/docs/CountryReports/Iceland.pdf (skoðað 22.4.2016).

Page 124: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

123

og íslenzkir ríkisborgarar hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til fiskveiða

innan landhelgi hvors ríkis. Dönsk skip njóta á Íslandi sömu réttinda sem íslenzsk skip, og

gagnkvæmt. Danskar og íslenzkar afurðir skulu gagnkvæmlega eigi að neinu leyti sæta

óhagkvæmari kjörum en nokkurs annars lands“.780

Aðgreining á milli danska og íslenskra ríkisborgara skipti þó máli til dæmis varðandi

herþjónustu, framsal, refsilögsögu og fólu sambandslögin því ekki í sér sameiginlegt ríkisfang

eða tvöfaldan ríkisborgararétt almennt.781

Ári síðar voru í fyrsta skipti sett lög um íslenskan

ríkisborgararétt og afmörkun á íslenskum þegnum í kjölfar fullveldis ríkisins árið 1918 en það

voru lög um veitingu og afturköllun ríkisfangs nr. 21/1919.782

Allir sem áttu lögheimili á

Íslandi 1. desember 1918 áttu rétt á íslenskum ríkisborgararétti, sbr. 9. gr. laganna með

ákveðnum undantekningum þó.783

Slíkt var takmarkað við íslenska og danska ríkisborgara og

gilti ákvæðið ekki um þegna annarra ríkja eða einstaklinga sem voru ríkisfangslausir 1.

desember 1918, sbr. 1. og 2. tl. 9. gr. Jafnframt héldu danskir ríkisborgarar með lögheimili á

Íslandi dönsku ríkisfangi sínu en höfðu rétt til áskilja sér íslenskt ríkisfang með yfirlýsingu

fram til 31. desember 1921. Slík yfirlýsing tók einnig til fjölskyldu viðkomandi og var ekki

skilyrði að hún væri heimilisföst á Íslandi á umræddu tímabili, sbr. 10. gr. Sambærileg regla

gilti um Íslendinga og fjölskyldur þeirra sem áttu lögheimili í Danmörku 1. desember 1918.

Með þessu var komið í veg fyrir ríkisfangsleysi en síðar voru í danskri löggjöf tekin af öll

tvímæli um þetta.784

Þá var einnig mælt fyrir um að Íslendingar búsettir í öðrum löndum en

Danmörku og uppfylltu skilyrði laganna um ríkisfang skyldu verða íslenskir ríkisborgarar sem

og fjölskyldur þeirra, sbr. 11. gr. laganna. Dómsmálaráðherra hafði úrskurðarvald í

ágreiningsmálum en hægt var að skjóta ákvörðun hans til dómstóla, sbr. 12. gr. laganna.

Með setningu nýrrar stjórnarskrár konungsríkisins Íslands árið 1920 var ríkisborgararéttur

aðeins veittur útlendingum með lögum, sbr. 64. gr. hennar.785

Þá voru ýmis réttindi takmörkuð

við íslenska ríkisborgara svo sem varðandi kosningarétt, kjörgengi og embættismannastöður

780

Stjórnartíðindi, A deild, 1919, bls. 38. 781

Ragnar Lundborg: Þjóðréttarleg staða Íslands, bls. 78-79. 782

Stjórnartíðindi, A deild, 1919, bls. 38. 783

Sjá hér ummæli Einars Arnþórssonar árið 1923: „Það er því aðalreglan, að heimilisfang ráði, eins og tíðkast

mun vera, þegar [skipta] þarf borgurum milli ríkja, er ríki tvístrast eða klofna, sem einkum er títt eftir

styrjaldir“, sbr. Einar Arnórsson: Þjóðréttarsamband Íslands og Danmerkur, bls. 135. 784

Dönsk lög nr. 504 frá 20. desember 1950: „Dansk indfødt, som den 1. december 1918 var bosat i Island, men

som ikke har erhvervet islandsk statsborgerret, anses for ikke at have tabt indfødsretten ved den i 1918

stedfundne adskillelse mellem Danmark og Island“. Í framkvæmd virðist þessi töf ekki hafa valdið

einstaklingum vanræðum bæði vegna jafnræðis íslenskra og danskra ríkisborgara og vilja yfirvalda til að leysa

ágreining í hverju tilviki fyrir sig, sbr. Gudni Th. Jóhannesson, Gunnar Thór Pétursson, Thorbjörn Björnsson:

„Observatory Country Report: Iceland EUDO Citizenship“, bls. 8. 785

Sjórnskipunarlög nr. 9/1920, Stjórnartíðindi fyrir Ísland, A deild, 1920, bls. 11.

Page 125: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

124

en danskir ríkisborgarar nutu sömu réttinda og íslenskir í þessu sambandi, sbr. 75. gr.786

Þó

var í bráðabirgðaákvæði 1 við stjórnarskránna gert ráð fyrir að aðrir erlendir ríkisborgarar sem

öðlast hefðu kosningarétt og kjörgengi fyrir gildistöku stjórnarskrárinnar héldu þeim rétti.

Eins og fram hefur komið var í sambandslögunum ekki kveðið sérstaklega á um afdrif

ríkiseigna né annarra eigna við fullveldi Íslands. Lengi höfðu verið settar skorður við

eignarhaldi erlendra aðila á Íslandi en í kjölfar fullveldis Íslands voru sett lög nr. 63/1919

gildi sem settu skorður við eignarhaldi erlendra aðila á fasteignum á Íslandi en í greinargerð

með frumvarpinu var rakin sú ástæða að smáríkjum stafaði hætta af erlendu eignarhaldi á

auðlindum landsins.787

Réttur til að eiga fasteignir var hins vegar ekki bundin við ríkisfang

heldur heimilisfesti. Í lögunum var gert ráð fyrir að hafi erlendur aðili eignast fasteignir á

Íslandi án þess að uppfylla skilyrði laga þó skyldi hún seld á uppboði og viðkomandi fékk

greiddan þann hlut sem honum hefði borið ef hann hefði eignast fasteignina á lögmætan hátt,

sbr. 5. gr. laganna. Þá var í 64. gr. stjórnarskrárinnar frá 1920 kveðið á um að erlendir aðilar

gætu aðeins átt hér fasteignir ef kveðið væri á um slíkt í lögum. Í 69. gr. stjórnarskrár Íslands

frá 1920 var hins vegar vísað til friðhelgi eignaréttar og að engan megi svipta eignum sínum

nema fullt verð komi fyrir og að almenningsþörf krefjist. Þá var Ísland einnig bundið við

samning um vernd eignarréttar á sviði iðnaðar frá 20. mars 1883.788

Þó svo að réttur til að

öðlast slík réttindi hafi verið takmarkaður var í löggjöf tryggt að erlendir aðilar nytu

lágmarksverndar gegn eignaupptöku.

8.5 Ályktanir

Samband Íslands og Danmerkur var ríkjasamband sem grundvallaðist á þjóðréttarsamningi á

milli ríkjanna. Það var um margt sérstakt enda ekki um hefðbundið ríkjasamband að ræða

heldur var um að ræða upphafið að formlegu sjálfstæði Íslands. Sjálfstæð þjóðréttaraðild var

að mestu viðurkennd á meðan á ríkjasambandinu stóð frá 1918 og höfðu ríkin þá jafna stöðu

að þjóðarétti sem fullvalda ríki. Við sjálfstæði Íslands var fjöldi samninga í gildi bæði frá því

fyrir ríkjasamband við Danmörku og á meðan á því stóð. Íslendingar voru almennt hlynntir

áframhaldandi aðild fyrirliggjandi samninga en þó var ákvörðun um áframhaldandi gildi í

höndum Íslands og þeir samningar valdir sem voru ríkinu til gagns. Var þannig ekki gert ráð

fyrir sjálfkrafa áframhaldi og var rýnt í þá samninga sem taldir voru gilda. Þá sótti Ísland um

786

Einnig má nefna að við sjálfstæði Íslands var í lögum nr. 18/1944 með breytingum kveðið á um að þeir sem

öðlast hefðu danskan ríkisborgararétt og voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu 10

árum fyrir þann tíma nytu jafnræðis við íslenskra ríkisborgara við dvöl á Íslandi eins og kveðið var á í 6. gr.

sambandslaganna. 787

Alþt. 1919 A-deild, bls. 420. 788

Samningar Íslands við erlend ríki, I. bindi, bls. 17.

Page 126: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

125

aðild að alþjóðastofnunum við sjálfstæði en öðlaðist hana ekki á grundvelli aðildar

Danmerkur. Þessi framkvæmd er í samræmi við þá meginreglu um að nýtt ríki verði að sækja

sérstaklega um aðild að alþjóðastofnunum. Hvað varðar eignir og skjalasöfn þá var ekki

sérstaklega kveðið á um afdrif þeirra þegar Ísland öðlaðist fullveldi og var skjalasöfnum skipt

með tilviljunarkenndum hætti við sjálfstæði ríkisins. Þrátt fyrir að ríkin hafi árið 1927 gert

með sér samning um gagnkvæma afhendingu bóka og skjala spruttu miklar deilur um

afhendingu fornhandrita Árna Magnúsonar sem varðveitt voru í Kaupmannahöfn.

Handritunum var loks skilað og er þessi framkvæmd dæmi um að skjölum sem hafa mikið

sögulegt og menningarlegt gildi beri að skila til upprunaríkis þrátt fyrir að þau séu í einkaeigu

og staðsett í öðru ríki. Einnig er hinn langi tími sem leið vísbending um að slíkar kröfur um

afhendingu fyrnist ekki. Þegar Ísland öðlaðist fullveldi gerði ríkið hvorki tilkall til ríkiseigna

Danmerkur né taldi sig skuldbundið til að taka þátt í greiðslu ríkisskulda þess og ekki var

mælt fyrir um slíka skiptingu í sambandslögunum. Ákvæði laganna um fjármál og lausn

ágreiningsmála endurspegla þá meginreglu að ríki skuli leitast við að ná samkomulagi um

skiptingu eigna og skulda við breytingar á fullveldisyfirráðum.

Hvað varðar ríkisfang þá fólu sambandslögin hvorki í sér afmörkun á íslenskum eða

dönskum ríkisborgarrétti né kváðu á um áhrif fullveldis Íslands á slík réttindi. Hins vegar var í

sambandslögunum mælt fyrir um jafnan rétt Íslendinga og Dana. Fljótlega eftir að Ísland fékk

fullveldi voru sett lög þar sem mælt var fyrir um að þeir sem væru með lögheimili á Íslandi

við gildistöku sambandslaganna fengju íslenskt ríkisfang. Hins vegar tóku þessar reglur ekki

til ríkisborgara annarra ríkja en Íslands og Danmerkur eða þeirra sem voru ríkisfangslausir. Þá

var í lögum gert ráð fyrir því að danskir ríkisborgarar sem af einhverjum ástæðum fengu ekki

íslenskt ríkisfang og Íslendingar búsettir í Danmörku ættu þess kost að áskilja sér íslenskt

ríkisfang innan tilskilins tímafrests. Löggjöf ríkjanna var samræmd um að koma skyldi í veg

fyrir ríkisfangsleysi í kjölfar þessara breytinga og er það í samræmi við þróun þjóðaréttar á

þessu sviði. Af þessum má ráða að skilnaður Íslands og Danmerkur gekk að mestu áfallalaust

fyrir sig og lítið rof var á fyrirliggjandi réttindum og skuldbindingum.

Niðurstöður

Af framangreindri umfjöllun má ráða að breytingar á fullveldisyfirráðum gerast á

margvíslegan hátt og geta haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér bæði í samskiptum ríkja

en einnig varðandi réttindi einstaklinga og lögaðila, og þá bæði fjárhagsleg og ófjárhagsleg.

Eðli máls samkvæmt skiptir grundvallarmáli hvort ríki teljist halda þjóðréttaraðild sinni við

Page 127: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

126

slíkar breytingar en engin skýr viðmið gilda í þeim efnum og niðurstaða um slíkt grundvallast

í meginatriðum á stjórnmálalegum grunni, afstöðu ríkja, viðurkenningu annarra ríkja og

alþjóðastofnana sem og á þeim hlutlægu skilyrðum sem almennt gilda við ákvörðun á tilvist

ríkis.

Venjuréttur hefur sérstaka þýðingu á þessu sviði sökum dræmra undirtekta ríkja við

Vínarsamninga frá 1978 og 1983. Þeir endurspegla þó að einhverju leyti gildandi venjurétt og

hafa í mörgum tilvikum verið hafðir til hliðsjónar við úrlausn mála á þessu sviði. Engar

almennar algildar reglur gilda um áhrif slíkra breytinga á réttindi og skuldbindingar ríkja enda

óljóst hvort að hægt sé að setja fram almenn viðmið um hina margbreytilegu framkvæmd ríkja

sem grundvallast á stjórnmálalegum veruleika. Niðurstaða um afdrif hinna ýmsu réttinda og

skyldna byggir því á atviksbundnu mati hverju sinni. Ríkjum er almennt annt um að viðhalda

ákveðnum stöðugleika í milliríkjasamskiptum sem leiðir þá til þess að þau leitast við að

viðhalda fyrirliggjandi samningsskuldbindingum við slíkar aðstæður. Í þessu sambandi virðist

þó skipta höfuðmáli hvort að breytingar hafi átt sér stað með friðsamlegum hætti eða átökum.

Samningar milli ríkja um afdrif réttinda og skuldbindinga er almennt það sem er traustast í

þessum efnum og reglur skipta eðli máls samkvæmt mestu máli þar sem því er ekki að fagna.

Efnisreglur á þessu sviði virðast stefna að jafnvægi á milli erfðakenningarinnar annars vegar

og reglunnar um hreint borð hins vegar. Fyrrnefnda kenningin lýtur að algerri yfirfærslu

réttinda og skuldbindinga en hin síðari miðar við að ríki sem tekur við fullveldisyfirráðum sé

óbundið af skuldbindingum þess ríkis sem missti slík yfirráð. Markmið með slíkum reglum er

að lágmarka óæskileg áhrif breytinga á fullveldi ríkja og skapa stöðugleika í

milliríkjasamskiptum.

Hvað varðar þjóðréttarsamninga þá hafa margir þættir áhrif á afdrif þeirra við slíkar

breytingar. Engin almenn regla gildir um arftöku og er þetta háð mati á atvikum hverju sinni.

Vínarsamningurinn frá 1978 hefur að meginstefnu til hliðsjón af erfðakenningunni en þó með

undantekningum varðandi nýfrjáls ríki. Samningurinn endurspeglar að einhverju leyti gildandi

venjurétt en annars er framkvæmd ríkja misvísandi. Almennt er talið að pólítískir samningar

haldi ekki gildi sínu við þessar aðstæður en niðurstaða um slíkt ræðst af því hvort ríki haldi

þjóðréttaraðild sinni að einhverju leiti í kjölfar slíkra breytinga. Hins vegar halda

landamærabundnir samningar sem kveða á um fyrirkomulag landamæra, afnotarétt og kvaðir

á landsvæði almennt gildi sínu og endurspeglar framkvæmd ríkja og dómaframkvæmd

þjóðréttarvenju í þessu sambandi. Hvað varðar fjölþjóða réttarskapandi samninga þá hafa ríki

leitast við að viðhalda slíkum samningsskuldbindingum en þó er tæpast hægt að fullyrða að

slíkir samningar erfist sjálfkrafa við breytingar á fullveldisyfirráðum. Hins vegar er í

Page 128: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

127

nútímarétti almennt talið að breytingar á fullveldisyfirráðum eigi ekki að hafa áhrif á

grundvallarmannréttindi einstaklinga og þróun hefur verið í þá átt að viðurkenna

áframhaldandi gildi mannréttindasamninga. Þá semja ríki almennt um afdrif tvíhliða

réttarskipandi samninga við slíkar breytingar. Annars fer niðurstaða um afdrif

þjóðréttarsamninga eftir eðli landfræðilegra breytinga hverju sinni. Við yfirfærslu hluta

landsvæðis þá hefur tilhneigingin verið sú að það landsvæði sem samningur tekur til breytist í

samræmi við breytt landamæri ef það er í samræmi við markmið og tilgang hans og felur ekki

í sér grundvallarbreytingu á forsendum samnings. Þessi regla er almennt talin endurspegla

framkvæmd ríkja. Við samruna eru réttaráhrif ólík eftir eðli breytinga en við sameiningu ríkja

er meginreglan sú að samningar haldi gildi sínu með þeim landfræðilegu takmörkunum sem

þeir fels í sér. Hins vegar á þessi regla sér ekki stoð í framkvæmd ríkja í þeim tilvikum þegar

ríki rennur að öllu leyti inn í annað eins og tilfellið var við sameiningu Þýskalands. Við

uppbrot ríkis verður almennt engin breyting á samningsaðild ef upphaflegt ríki heldur áfram

þjóðréttarlegri stöðu sinni en hvað varðar arftökuríkin þá er í Vínarsamningnum frá 1978 lagt

til grundvallar að þjóðréttarsamningar haldi gildi sínu nema í undantekningartilfellum. Þó að

ríki hafi lýst yfir vilja til að viðhalda slíkum samningsskuldbindingum er framkvæmd ekki

samræmd og tæpast hægt að fallast á að í gildi sé þjóðréttarvenja um áframhald skuldbindinga

í þessum tilvikum. Þá skiptir í þessu sambandi grundvallarmáli hvort breytingar hafi gerst

með samkomulagi á friðsamlegan hátt eða með átökum og byltingu. Þó að í Vínarsamniningi

frá 1978 sé lagt til grundvallar að nýfrjáls ríki hafi hreint borð við sjálfstæði þá hafa þau í

mörgum tilfellum kosið að viðhalda samningskuldbindingum forvera sinna.

Um aðild að alþjóðastofnunum skiptir einnig höfuðmáli hvort ríki teljist nýr þjóðréttaraðili

eða áframhald aðildarríkis. Almennt verður engin breyting á slíkri aðild ef ríki heldur

þjóðréttaraðild sinni en meginreglan er sú að ný ríki verða að sækja formlega um aðild í

samræmi við reglur hverrar alþjóðastofnunar fyrir sig. Framkvæmd alþjóðastofnana virðist í

sumum tilfellum reist á hagnýtum og stjórnmálalegum sjónarmiðum hverju sinni og úrlausn

álitamála í þessu sambandi virðist fólgin í því að finna jafnvægi á milli kenninga um reglur á

þessu sviði og hagnýtrar nálgunar hverju sinni.

Við mat á afdrifum eigna og skulda er meginreglan sú að eignir og skuldir skiptast eftir

tengingu við tiltekið landsvæði. Ef slík tenging er ekki fyrir hendi er almennt miðað við

sanngjarna skiptingu þar sem eignaúthlutun og skuldaskil haldast almennt í hendur. Við slíka

skiptingu er almennt miðað við íbúafjölda, stærð landsvæðis og ýmiss efnahagsleg atriði.

Hluttekning nýrra ríkja í skuldum hins eldra virðist vera mikilvægur þáttur í áframhaldandi

þátttöku hins nýja ríkis í samfélagi þjóðanna og er oft skilyrði þess að ríki geti öðlast aðild að

Page 129: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

128

alþjóðafjármálastofnunum. Hagsmunir kröfuhafa spila almennt stórt hlutverk í þessu

sambandi sem hafa í flestum tilvikum krafist óskiptrar ábyrgðar án þess að tillit sé tekið til

eignastöðu eða raunverulegrar greiðslugetu. Bent hefur verið á mikilvægi þess að afmarka

nánar inntak sanngirnishugaksins í þessu sambandi með það að markmiði að skýra réttarstöðu

ríkja í slíkum tilfellum.

Breytingar á fullveldisyfirráðum geta eins og áður segir einnig haft áhrif á einkaréttindi.

Þegar ríki taka ákvörðun um ríkisfang í kjölfar breytinga á fullveldisyfirráðum ber þeim eftir

fremsta megni að komast að samkomulagi og samræma löggjöf með það að markmiði að

koma í veg fyrir ríkisfangsleysi. Í þessu sambandi ber að hafa hliðsjón af meginreglum

þjóðaréttar um viðeigandi tengsl einstaklings við landsvæði, mannréttindareglum og banni við

mismunun. Þó að engin þjóðréttarvenja gildi um val einstakling á ríkisfangi í þeim tilvikum

þegar viðkomandi uppfyllir skilyrði fleiri en eins ríkis þá ber ríkjum þó almennt að virða vilja

einstaklings í þessum tilvikum. Viðmið um reglur um veitingu og afturköllun ríkisfangs

byggja í framkvæmd að meginstefnu á fastri búsetu einstaklinga eða öðrum lagalegum

tengslum einstaklings við landsvæði. Í framkvæmd hafa ríki þó oft á tíðum lagt aðra þætti til

grundvallar líkt og þjóðlegan uppruna eða fyrri borgararétt í því ríki sem myndar samband

með öðrum ríkjum. Við samruna öðlast allir þegnar þeirra ríkja sem sameinast, ríkisfang hins

sameinaða ríkis og er þessi regla talin hafa stöðu þjóðréttarvenju. Þegar hluti ríkis færist undir

yfirráð annars ríkis er reglan a.m.k. almennt sú að veita beri þeim ríkisfang sem hafa fasta

búsetu á viðkomandi landsvæði en framkvæmd ríkja er ekki á einn veg um slíka reglu. Þegar

hluti ríkis klofnar frá og verður nýtt ríki er reglan almennt sú að miðað er við búsetu eða

önnur lagaleg tengsl við landsvæði hvort sem hið eldra ríki hættir að vera til eða ekki. Þá

halda áunnin fjárhagsleg réttindi einkaaðila almennt gildi sínu við breytingar á

fullveldisyfirráðum og ef skerða ber slík réttindi verður það aðeins gert í samræmi við kröfur

þjóðaréttar um lágmarksvernd erlendra aðila sem felst m.a. í því að eignir verða einungis

teknar eignarnámi ef skilyrði um almannahagsmuni og bætur eru uppfyllt. Framkvæmd ríkja

bendir til þess að þau leitast almennt við að viðhalda slíkum samningsbundnum

skuldbindingum við þessar aðstæður hvort sem um er að ræða eignarréttindi, skuldakröfur,

hagnýtingarleyfi eða aðrar samningsbundnar fjárkröfur. Þá kann meginreglan um yfirráð ríkja

yfir náttúruauðlindum einnig að leiða til þeirrar niðurstöðu að heimilt sé að breyta eða binda

endi á slík hagnýtingarleyfi. Jafnframt ber einnig að hafa í huga að sérsjónarmið kunna að

gilda um nýfrjáls ríki í þessu sambandi í ljósi valdaójafnvægis milli nýlenda og nýlenduvelda.

Framkvæmd ríkja og dómaframkvæmd er misvísandi um hvort fyrirliggjandi réttindi og

skuldbindingar vegna ábyrgðar ríkja erfist við breytingar á fullveldisyfirráðum og er

Page 130: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

129

niðurstaða ólík eftir eðli breytinga hverju sinni. Þjóðréttarleg staða ríkis eftir breytingar hefur

úrslitaáhrif hvað varðar afdrif slíkra skuldbindinga. Meginreglan virðist vera sú að réttindi og

skuldbindingar erfist ekki ef ríki heldur áfram að vera til í kjölfar breytinga nema afleiðingar

brotsins tengist sérstaklega því landsvæði sem skilur sig frá, íbúum þess eða ef viðtökuríki

samþykkir slíka yfirfærslu. Missi ríki þjóðréttaraðild sína í kjölfar breytinga er meginreglan

hins vegar sú að ríki sem taka við fullveldisyfirráðum þess erfi slíkar skuldbindingar í

sanngjörnum hlutföllum en réttindi vegna slíkra athafna erfast almennt ekki þar sem kröfuhafi

hættir að vera til að undanskildum þeim tilvikum þegar hinar lögmætu athafnir hafi verið því

ríki sem tekur við fullveldisyfirráðum til tjóns. Þó að þróunin virðist vera í átt að viðurkenna

áframhaldandi gildi slíkra skuldbindinga þá eru ríki treg til að viðurkenna arftöku í þeim

tilvikum þegar hlutaðeigandi ríki heldur áfram þjóðréttaraðild sinni og í þeim tilvikum sem

slík yfirfærsla á sér stað hefur aftökuríki sérstaklega samþykkt slíkt fyrirkomulag.

Samandregið virðist ljóst að breytingar á ríkisyfirráðum kunna að hafa afdrifaríkar

afleiðingar í för með sér bæði í samskiptum ríkja og hvað varðar réttindi einkaðaila. Fáar

reglur hafa öðlast gildi þjóðréttarvenju á þessu sviði, en þó hafa reglur á sviði þjóðaréttar falið

í sér ákveðin meginviðmið sem ríkjum ber að fara eftir við slíkar breytingar. Ríki virðast

almennt treg til að viðurkenna almennar reglur á þessu sviði þar sem slíkt kann að takmarka

frelsi þeirra til ákvörðunar um afdrif réttinda og skuldbindinga hverju sinni og niðurstaðan

ræðst í flestum tilvikum á samkomulagi á milli ríkja þar sem hliðsjón ef höfð af

hagsmunamati og stjórnmálalegum veruleika. Hins vegar leitast ríki í flestum tilvikum við að

lágmarka rask sem af slíkum breytingum hlýst enda nauðsynlegur þáttur í að viðhalda

friðsamlegum samskiptum milli ríkja.

Page 131: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

130

HEIMILDASKRÁ

Bækur og greinar

Alþingistíðindi.

Akbar Rasulov: „Revisiting State Succession to Humanitarian Treaties: Is There a Case

for Automaticity?“. European Journal of International Law, vol.14 2003, bls. 141-170.

Andrea Gioia: „State Succession and International Financial Organizations.“ State

Succession: Codification tested against the facts. Ritstj. Pierre Michel Eisemann og Martti

Koskenniemi. Hague Academy of International Law, Haag 2000, bls, 327-382.

Andreas Zimmermann og James G. Devaney: „Succession to treaties and the inherent limits

of international law“. Research Handbook on the Law of Treaties. Christian J. Thams. Ritstj.

Antonios Tzanakopoulos, 2012, bls. 505-540.

Andreas Zimmermann: „State Succession and the Nationality of Natural Persons“. State

Succession: Codification tested against the facts. Ritstj. Pierre Michel Eisemann og Martti

Koskenniemi. Hague Academy of International Law, Haag 2000, bls, 611-661.

Anthony Aust. Handbook of International Law. Cambridge 2010.

Anthony Aust. Modern Treaty Law and Practice. Cambridge 2000.

Anthony P. Lester: „State Succession and Localized Treaties“. Harvard International

Law Club Journal, 4. tbl. 1961, bls. 145-175.

Badinter gerðardómsnefndin um Júgóslavíu (Abitration Commission on Yugoslavia)

Álit nr. 1 frá 29. nóvember 1991, International Law Reports, 1993, 92. bindi, bls. 162.

Álit nr. 8 frá 4. júlí 1992, ILM 1992, bls. 1521.

Benjamin Brockman-Hawe, European Court of Human Rights Bijelic v. Montenegro

and Serbia (Application No 19890/05) Judgment of 11 June 2009 (April 5, 2010). 59

International & Comparative Law Quarterly, vol. 59 2010, bls. 845-867.

Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson. Þjóðaréttur. Reykjavík 2011.

Glen Anderson: „Secession in International Law and Relations: What Are We Talking

About?“ Loyola of Los Angeles International and Comparative Law Review, 35. árg. 2013,

bls. 343-388.

David I. Efevwerhan: „Kosovo´s chances of UN Membership: A Prognosis“. Goettingen

Journal of International Law, 4. tbl. 1. tölublað 2012, bls. 93-130.

D. B. Majzub: „Does Secession Mean Succession? The International Law of Treaty

Succession and Independent Quebec“. Queens Law Journal, 24. tbl. 1998-1999, bls.

411-450.

Page 132: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

131

Daniel Patrick O´Connell. State Succession in Municipal Law and International law, 1. og 2.

bindi. Cambridge 1967.

Daniel Patrick O´Connell. The Law of State Succession. Cambridge 1956.

D. P. O´Connell: „Reflections on state succession“, Max-Planck-Institut für

ausländisches öffentliches Recht und Völkerrecht, 35. bindi 1979, bls. 725-739. Aðgengilegt

á: http://www.zaoerv.de/39_1979/39_1979_4_a_725_739.pdf

Einar Arnórsson, Þjóðréttarsamband Íslands og Danmerkur. Hið íslenzka bókmenntafélag,

Reykjavík 1923.

Evelyn Ma: „Singapore. Issues of Treaty Succession“. Sources of State Practice in

International Law, Ritstj. Ralph Gaebler og Alison A.Shea. Leiden 2001, bls.452-467.

Feilchenfeld. Public Debt and State Succession, London 1931.

Gerhard von Glabn og James Laty Taulbee. Law amongst Nations – An introduction to Public

International Law, 2007.

Hans Aufricht: „State Succession under the Law and Practice of the International

Monetary Fund“. International and Comparative Law Quarterly, 11. tbl. 1962, bls. 154-

170.

Helgi Áss Grétarsson og Pétur Dam Leifsson: „Húgó Grótíus – lærifaðir þjóðaréttar –

æviágrip og helstu hugmyndir“. Afmælisrit Páll Sigurðsson sjötugur. Ritstj. Eyvindur G.

Gunnarsson. Reykjavík 2014, bls. 295-307.

Ian Brownlie. Principles of Public International. New York 2003.

Isabelle Poupart: „Succession aux traites et droits de l´homme: vers la reconnaissance

d´une protection ininterrompue des individus“. State Succession: Codification tested

against the facts. Ritstj. Pierre Michel Eisemann og Martti Koskenniemi. Hague

Academy of International Law, Haag 2000, bls. 465-490.

James Crawford: State Responsibility, Cambridge 2013.

James Crawford. The Creation of States in International Law. Oxford 2006.

James Crawford og Alan Boyle: Annex A Opinion: Referendum on the Independence of

Scotland – International Law Aspects,

https://www.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/79408/Annex_

A.pdf (skoðað seinast18. nóvember 2015).

James M. Boughton: „Tearing down walls: The International Monetary Fund, 1990-

1999“. International Monetary Fund, Washington, D.C 2012.

Jeanette Greenfield: The Return of Cultural Treasures, bls. 17. Cambridge 1996.

Page 133: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

132

J. L. Foorman og M. E. Jehle: „Effects of State and Government Succession on Commercial

Bank Loans to Foreign Sovereign Borrowers“, University of Illinois law Review, 1. tölubl.

1982, bls. 38

Johannes Chan: „State Succession to Human Rights Treaties: Hong Kong and the

International Covenant of Civil and Political Rights“, bls. 928. The International and

Comparative Law Quarterly, vol. 45 no. 4 1996, bls. 928-946.

Juan Miguel Ortega Terol: „The Bursting of Yugoslavia: An Approach to Practic Regarding

State Succession“. State Succession: Codification tested against the facts.Ritstj. Pierre Michel

Eisemann og Martti Koskenniemi. Hague Academy of International Law, Haag 2000, bls.

889-926.

Jure Vidmar: „South Sudan and the International Legal Framework Governing the Emergence

and Delimitation of New States“. Texas International Law Journal, 47. árg. 3. tbl. 2012, bls.

541-559.

Konrad G. Buhler: „State succession, Identity/Continuity and Membership in the United

Nations.“ State Succession: Codification tested against the facts. Ritstj. Pierre Michel

Eisemann og Martti Koskenniemi. Hague Academy of International Law, Haag 2000,

bls. 187-326.

Konrad G. Buhler. State succession and membership in international organizations.

Haag 2001.

Natalia V. Dronova: „The Division of State Property in the Case of State Succession in the

Former Soviet Union“. State Succession: Codification tested against the facts, bls. 781-826.

Knud Berlin. Den Dansk-Islandske Forbundslov. Kaupmannahöfn 1924.

Krystyna Marek. Identity and Continuity of States in Public International Law. Genf 1968.

Maria Isabel Torres Cazola: „Rights of Private Persons on State Succession“. State

Succession: Codification tested against the facts. Ritstj. Pierre Michel Eisemann og Martti

Koskenniemi. Hague Academy of International Law, Haag 2000 , bls. 663-717.

María del Carmen Márquez Carrasco: „Régimes e frontiéres et autres régimes

territoriaux face à la succession d´Etats“. State Succession: Codification tested against

the facts. Ritstj. Pierre Michel Eisemann og Martti Koskenniemi. Hague Academy of

International Law, Haag 2000, bls. bls. 493-577.

Martti Koskenniemi: „Report of the Director of Studies of the English-speaking Section of the

Centre“. State Succession: Codification tested against the facts. Ritstj. Pierre Michel

Eisemann og Martti Koskenniemi. Hague Academy of International Law, Haag 2000, bls,

65-132.

Martti Koskenniemi og Marja Lehto: „Succession d'États de l'ex-U.R.S.S., avec examen

particulier des relations avec la Finlande“, bls. 181. Annuaire français de droit

international, vol. 38, 1992, bls.179-219.

Page 134: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

133

Matthew Craven. The Decolonization of International Law: State Succession and the Law of

Treaties. Oxford 2007.

Matthew Craven: „The problem of State Succession and the Identity of States under

International Law“, European Journal of International Law, 9. tbl. 1998, bls. 142-162.

Malcolm N. Shaw. International Law. Cambridge 2014.

Menno T. Kamminga: „State Succession in Respect of Human Rights Treaties“,

Eurpean Journal of International Law, vol. 7 1996, 469-484.

Michael John Volkovitsch: „Righting Wrongs: Toward a New Theory of State

Succession to Responsibility for International Delicts“, bls. 2214. Columbia Law

Review, vol. 92, 1992, bls. 2162-2214.

Miriam Peterschmitt: La succession d´Etats et lat responsabilité internationale pour fait

illicite, Mémoire de DES, Université de Genéve/Institute Universitaire de hautes études

internationales, 2001, bls. 87.

Mohamed S. Helal: „Inheriting International Rivers: State Succession to Territorial

Obligations, South Sudan, and the 1959 Nile Waters Agreement“. Emory International Law

Review, 27. tbl., 2. tölublað, bls. 907-985.

Oscar Schachter: State Succession: „The Once and Future Law“, Virginia

Journal of International Law, vol. 33 1993, bls. 253.

Helgi P. Briem: Samningar Íslands við erlend ríki sem taldir eru í gildi í árslok 1961,

að undanskildum

tæknilegum samningum og lánssamningum. 1. og 2. bindi. Utanríkisráðuneyti Íslands,

1963, Reykjavík

H. Lautherpacht. Oppenheim´s International law – A Treaties Vol. I. London 1947.

Patricia Boulhosa, Gamli sáttmáli. Tilurð og tilgangur. Smárit Sögufélags. Reykjavík

2006.

Patrick Dumberry and Daniel Turp: „State Succession with Respect to Multilateral Treaties in

the Context of Secession: From the Principle of Tabula Rasa to the Emergence of a

Presumption of Continuity of Treaties“. Baltic Yearbook of International Law, 13. árg. 2013,

bls. 27-65.

Patrick Dumberry: „An uncharted question of state Succession: Are new states automatically

bound by the BITs concluded by the predecessor states before independance?“ Journal of

International Dispute Settlement, vol. 6 2015, bls.74-96.

Patrick Dumberry: „The use of the Concept of Unjust Enrichment to resolve issues of State

Succession to International responsibility“. Belgian Review of International Law, 39. árg. 2.

tölubl. 2006, bls. 507-528.

Patrick Dumberry. State Succession to International Responsibility. Boston 2007.

Page 135: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

134

Patrick Dumberry: „The Consequences of Turkey Being the ‘Continuing’ State of the

Ottoman Empire in Terms of International Responsibility for Internationally Wrongful

Acts“. International Criminal Law Review, vol. 14 2014, bls. 261-273

Páll Sigurðsson. Brot úr réttarsögu. Reykjavík 1971.

Peter Malanczuk. Akehust´s Modern Introduction to International Law. London 1997.

Pétur Dam Leifsson: „Um áhrif breytinga á ríkiyfirráðum samkvæmt reglum

þjóðaréttarins“. Úlfljótur, 3. tbl. 2015, bls. 391-413.

Paul Williams og Jennifer Harris: „State Succession to Debts and Assets: The Modern Law

and Policy“, Harvard International Law Journal, 42. tbl. 2. tölubl. 2001, bls. 355-418.

Ragnar Lundborg. Þjóðréttarleg staða Íslands. Þjóðræknifélag Íslendinga í Vesturheimi,

Winnipeg 1939

Ralph F. Gaebler: „Canada. Issues of Treaty Succession“ Sources of State Practice in

International Law. Ritstj. Ralph Gaebler og Alison A.Shea. Leiden 2001, bls.115-128.

Pierre A. Lalive: „The Doctrine of Acquired Rights. Rights and duties of

private investors abroad“. International and comparative law center, New York, 1965,

bls. 145-200.

Ralph F. Gaebler og Jennifer Allison: „Germany, Issues of Treaty Succession“. Sources of

State Practice in International Law. Ritstj. Ralph F. Gaebler og Alison A. Shea, Leiden 2014,

bls. 207-216.

Rebecca M. M. Wallace og Olga Martin Ortega. International Law. 2013 London.

Rein Mullersson. International Law, Rights and Politics- Developments in Eastern Europe

and the CIS. London 1994.

Rein Mullersson: „The Continuity and Succession of States, by reference to the Former

USSR and Yugoslavia“, International and Comparative Law Quarterly , vol 42, 1993,

bls. 473-493.

Robert Yewdall Jennings. The Acquisition of Territory in International Law. Manchester

1963.

Sigurður Líndal. Réttarsöguþættir. Reykjavík 2007.

Stjórnartíðindi 1919.

Stjórnartíðindi 1920.

Stjórnartíðindi 1964.

Suzanne Thorpe: „Norway. Issues og Treaty Succession“, Sources of State Practice in

International Law, Ritstj. Ralph Gaebler og Alison A.Shea. Leiden 2001, bls. 397-405.

Page 136: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

135

Sveinn Björnsson: „Kongeriget Island“. International Review of the Northern Countries.

Kaupmannahöfn 1939.

Tai-Heng Cheng. State Succession and Comercial Obligations. New York 2006.

Talia Einhorn: „Israel. Issues of Treaty Succession“ Sources of State Practice in

International Law. Ritstj. Ralph Gaebler og Alison A.Shea. Leiden 2001, bls.283-308.

Tarja Långström: „The Dissolution of the Soviet Union in the Light of the 1978 Convention

Succession of States in Respect of Treaties“. State Succession: Codification tested against the

facts. Ritstj. Pierre Michel Eisemann og Martti Koskenniemi. Hague Academy of

International Law, Haag 2000, bls 723-779.

Tarja Långström: Transformation in Russia and International Law, bls. 230-231,

Boston 2003.

Tíðindi um Stjórnarmálefni Íslands, 3. bindi 1870-1875, bls. 123.

Jan Klabbers, Martti Koskenniemi ofl.: State Practice Regarding State Succession and Issue

of Recognition: the Pilot Project of the Council of Europe, Evrópuráðið 1999.

Yolanda Gamarra:„Questions Relating to Multilateral Treaties“. State Succession:

Codification tested against the facts. Ritstj. Pierre Michel Eisemann og Martti Koskenniemi.

Hague Academy of International Law, Haag 2000, bls. 387-435.

Vefsíður

Alþjóðahugverkastofnunin,

http://www.wipo.int/treaties/en/notifications/phonograms/treaty_phonograms_85.html

(skoðað seinast 3. maí 2016).

Alþjóðalaganefnd Sameinuðu Þjóðanna, http://www.legal.un.org/ilc/

Flóttamannasamtök Sameinuðu Þjóðanna (UNHCR)

http:www.refworld.org

Sameinuðu Þjóðirnar, http:www.un.org

Safn milliríkjasamninga sem skráðir eru hjá SÞ, https://treaties.un.org (síðast skoðað

5. maí 2016)

Listi yfir aðildarríki SÞ,

http://www.un.org/en/member-states/ (skoðað seinast 31.mars 2016)

Utanríkisráðuneyti Íslands, http://www.utanrikisraduneyti.is

Ýmis gögn af vefsíðum

Alþjóðalaganefnd Sameinuðu Þjóðanna,

Page 137: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

136

Yearbooks of the International Law Commission (YILC),

http://legal.un.org/ilc/publications/yearbooks/

Alþjóðalagasamtökin (International Law Association).

Skýrsla um álitaefni tengd breytingum á ríkisyfirráðum, Ríó de Janeiro ráðstefnan 17-21.

ágúst 2008 (International Law Association, Draft Final Report of the ILA Committee on

Aspects of the Law of State Succession), http://www.ila-

hq.org/en/committees/index.cfm/cid/11 (skoðað seinast 1. maí 2016).

Alþjóðalagastofnunin (The Institute of International Law)

Leiðbeiningar um áhrif breytinga á fullveldisyfirráðum á ábyrgð ríkja. The Institute of

International Law: Draft Resolution. State Succession in Matters of State Responsibility,

2013,

http://www.justitiaetpace.org/idiE/annuaireE/2013/Draft_Resolution_14_Commission_2013.p

df (skoðað seinast 13.04.16)

Evrópunefndin um lýðræði með lögum (Feneyjarnefndin): „Consequences of State

Succession for Nationality, Draft report“, efnigr. 18. Feneyjar, 13-14. september 1996,

http://www.venice.coe.int/webforms/documents/?pdf=CDL-NAT(1996)005rev3-e (skoðað

seinast 25. apríl 2016)

Evrópuráðið. State Union of Serbia and Montenegro,Continuation by the Republic of Serbia of

membership of the State Union of Serbia and Montenegro in the Council of Europe: Declaration by

the Committee of Ministers of the Council of Europe, 14. júní 2006,

https://wcd.coe.int/ViewDoc.jsp?p=&id=1010125&direct=true (skoðað seinast 31. mars

2016)

David Edward: „Scotland and the European Union,“, 17. desember 2012,

http://www.scottishconstitutionalfutures.org/OpinionandAnalysis/ViewBlogPost/tabid/1

767/articleType/ArticleView/articleId/852/David-Edward-Scotland-and-the-European-

Union.aspx (skoðað seinast 31.3.2016)

Forsætisráðuneyti Suður Súdan. Leiðbeiningar vegna sjálfstæðis Suður Súdan,

http://www.scribd.com/doc/40343514/Southern-Sudan-a-guide-to-critical-post-2011-issues

(sótt 16.03.2016)

Frétt um afhendingu íslensku handritana,

árið 2003, sjá. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/711617/ (síðast sótt 5. maí. 2016)

Friðarsamningur Súdan og Suður-Súdan,

http://unmis.unmissions.org/Portals/UNMIS/Documents/General/cpa-en.pdf (seinast skoðað

5. apríl 2016)

Gudni Th. Jóhannesson, Gunnar Thór Pétursson, Thorbjörn Björnsson: „Observatory

Country Report: Iceland EUDO Citizenship“, bls. 6. European University

Institute,Florence Robert Schuman Centre for Advanced Studies EUDO Citizenship

Observatory, janúar 2013,

http://eudo-citizenship.eu/docs/CountryReports/Iceland.pdf (skoðað seinast 22.4.2016).

International Monetary Fund, Kosovo Becomes the International Monetary Fund’s

Page 138: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

137

186th Member, Press Release No. 09/240 (29. júní 2009),

http://www.imf.org/external/np/sec/pr/2009/pr09240.htm (skoðað seinast 17. nóvember 2015)

International Crisis Group: State Succession to the immovable assets of Former

Investment Arbitration Reporter: Uncitral Tribunal finds that Kazakhstan is bound by terms of

former USSR BIT with Canada,

https://www.iareporter.com/articles/in-a-dramatic-holding-uncitral-tribunal-finds-that-

kazakhstan-is-bound-by-terms-of-former-ussr-bit-with-canada/ (skoðað seinast 2.5.16)

National Bank of Serbia, The Succession of the Former SFRY,

http://www.nbs.rs/internet/english/40/40_4.html (seinast skoðað 5.4.2016)

Paula García Andrade: „State Succession and EU Citizenship“,

http://acelg.uva.nl/binaries/content/assets/subsites/amsterdam-centre-for-european-law

and-governance/other/secession/paula-garcia-andrade---state-succession-and-eu-

citizenship.pdf?2809481095439 (skoðað seinast 25. apríl 2016) (skoðað seinast 5. maí., 2016)

Sameinuðu Þjóðirnar. Multilateral Treaties Deposited with the Secretary General 2009. hluti,

1. bindi, kaflar 1-7. ST/LEG/SER.E/26,

https://treaties.un.org/doc/source/publications/MTDSG/2009/English-I.pdf (skoðað seinast 5.

maí 2016)

Samningur milli Súsan og Suður-Súdan um efnahagleg málefni,

http://sites.tufts.edu/reinventingpeace/files/2012/09/Agreement-on-Certain-Economic

Matters-2709120001.pdf (skoðað seinast 28. mars 2016).

Stjórnarskrá Sambandsríkis Serbíu-og Svartfjallalands,

http://www.worldstatesmen.org/SerbMont_Const_2003.pdf

Utanríkisráðuneytið. Skrá um samninga Íslands við erlend ríki miðað við 1. janúar 2005,

https://www.utanrikisraduneyti.is/utgefid-efni/2005/ (Sótt 1.3.2016).

World Bank, Kosovo Joins World Bank Group Institutions, Press Release No.

2009/448/ECA (29. júní,2009),

http://web.worldbank.org/WBSITE/EXTERNAL/NEWS/0,,contentMDK:22230081~m

nuPK:34463~pagePK:34370~piPK:34424~theSitePK:4607,00.html (seinast skoðað 17.

nóvember 2015)

Yugoslavia. Bosnia Report No. 20, 20 febrúar 1997, aðgengilegt:

http://www.crisisgroup.org/~/media/Files/europe/Bosnia%206.pdf (skoðað seinast 20.4.2016).

Þjóðþing Quebec: Fullveldisfrumvarpið

http://www.assnat.qc.ca/en/travaux-parlementaires/projets-loi/projets-loi-35-1.html (síðast

skoðað seinast 1.maí 2016)

Ályktanir á vegum Sameinuðu Þjóðanna

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Economic and financial provisions relating to Lybia.

Ályktun A/RES/388 (V), 15.desember 1950.

Page 139: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

138

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Economic and financial provisions relating to Eritrea.

Ályktun A/RES/530 (VI), 29. janúar 1952.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Report of the International Law Commission. Ályktun

A/RES/1902 (XVIII), 18. nóvember 1963.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Restoration of the lawful rights of the People´s Republic

of China in the United Nation. Ályktun A/RES/2758(XXVI), 25. október 1971.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Situation in Namibia resulting from the illegal

occupation of the Territory by South Africa. Ályktun A/RES/36/121A, 10 desember 1981.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, „Admission of the Republic of Armenia to membership

in the United Nation. Ályktun A/RES/46/227, 2. mars 1992.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Azerbaijani Republic to membership in

the United Nations. Ályktun A/RES/46/230, 2. mars 1992.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Republic of Kazakhstan to membership

in the United Nations. Ályktun A/RES/46/224, 2. mars 1992.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Republic of Kyrgyzstan to membership

in the United Nations. Ályktun A/RES/46/225, 2. mars 1992.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Republic of Tajikistan to membership

in the United Nations. Ályktun A/RES/46/228, 2. mars 1992.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of Turkmenistan to membership in the United

Nations. Ályktun A/RES/46/229, 2 mars 1992.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Republic of Uzbekistann to

membership in the United Nations. Ályktun A/RES/46/226, 2 mars 1992.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Republic of Moldova to membership in

the United Nations” ályktun A/RES/46/223, 2. mars 1992.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Republic of Bosnia and Herzegovina to

membership in the United Nations. Ályktun A/RES/46/237, 22. maí 1992.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Republic of Croatia to membership in

the United Nations. Ályktun A/RES/46/238, 22. maí 1992.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Recommendation of the Security Council of 19 Setember

1992. Alyktun A/RES/47/1, 22 september 1992.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Republic of Slovenia to membership in

the United Nation. Ályktun A/RES/46/236, 22. maí 1992.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the State whose application is contained in

document A/47/876-S/25147 to membership in the United Nations. Ályktun A/RES/47/225, 8.

apríl 1993.

Page 140: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

139

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Letter dated 19 May 1993 from the charge d´affaires a.i.

of the Permanent Mission of Yugoslavia to the United Nations addressed to the Security-

General. Ályktun A/48/170, 21. maí 1993.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of Eritrea to membership in the United

Nations” ályktun A/RES/47/230, 28. maí 1993.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Report of the International Law Commission on the

work of its 45th session. Ályktun nr. A/RES/48/31 frá 9. desember 1993.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Federal Republic of Yugoslavia to

membership in the United Nations. Ályktun A/RES/55/12, 1. nóvember 2000.

Ályktun Allsherjarþings Sameinuðu Þjóðanna, Responsibility of States for internationally

wrongful acts, A/RES/56/83, 12. desember 2001.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Democratic Republic of Timor-Leste to

membership in the United Nations” ályktun A/RES/57/3, 27. september 2002.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Republic of Montenegro to membership

in the United Nations. Ályktun A/RES/60/264, 28. júní 2006.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Admission of the Republic of South Sudan to

membership in the United Nations. Ályktun A/RES/65/308, 14. júlí 2011.

Ályktun Allsherjarþings Sameinuðu Þjóðanna, Nationality of natural persons in relation to the

succession of States. Ályktun nr. 66/469, 9. desember 2011.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, Letter dated 27 April 1992 from the charge d´affaires a.i. of

the Permanent Mission of Yugoslavia to the United Nations addressed to the president of the

Security Council. Ályktun nr.92-19271 frá 5. maí 1992. S/23877.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, Letter dated 19 May 1993 from the charge d´affaires a.i. of

the Permanent Mission of Yugoslavia to the United Nations addressed to the Security-

General. Ályktun nr.92-29943 frá 21. maí 1993. S/25801.

Mannréttindanefnd SÞ: CCPR General Comment No. 26/1997: Continuity of Obligations, 8.

desember 1997, CCPR/C/21/Rev.1/Add.8/Rev.1

Ákvarðanir og álit mannréttindanefnd SÞ samkvæmt alþjóðasamningi um

borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi

Ákvörðun Mannréttindanefndar SÞ um afdrif skuldbindinga samkvæmt Alþjóðasamningi um

borgararleg og stjórnmálaleg réttindi vegna fyrrum Júgóslavíu, European Human Rights

Reports, 15 (1993).

Ályktun nr. 1993/25 frá 25. mars 1993,

Ályktun nr. 1994/16 frá 25. febrúar 1994

Ályktun nr. 1994/16 frá 25. febrúar 1994

Page 141: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

140

Álit Mannréttindanefndar SÞ máli Simunek et al. gegn. Tékklandi frá 19. júlí 1995, nr.

516/1992.

Álit Mannréttindanefndar SÞ í máli Gratzinger gegn Tékklandi frá 24. júlí 2007, nr.

1463/2006.

Almennar athugasemdir um fyrrum Júgóslavíu frá 28. desember 1992, UN. Doc.

CCPR/C/79/Add16 (1992).

Almennar athugasemdir nr. 27: CCPR General Comment No. 27: Article 12 (Freedom of

Movement), 2 November 1999, CCPR/C/21/Rev.1/Add.9

Ályktanir og ákvarðanir á vegum Evrópuráðsins

Leiðbeiningar Evrópuráðsins um viðurkenningu nýrra ríkja í Austur Evrópu frá 16. desember

1991 (Guidelines on the Recognition of New States in Eastern Europe), 4 European Journal of

International Law, vol.72 1993.

Ákvörðun Evrópuráðsins frá 2. október 2008 um hlutfallslega skiptingu skuldaábyrgðar

vegna langtímalána sem ráðið veitti fyrrum Júgóslavíu (síðar Sambandsríki Serbíu og

Svartfjallalands), Official Journal of the European Union, 10. október 2008, L 269/8

(2008/784/EC).

Gerðardómsnefnd vegna fyrrum Júgóslavíu (Arbitration Commission of the Conference on

Yugoslavia (Badinter)

Álit nr. 1, ILM, 1992, bls. 1494.

Álit nr. 2, ILM, 1992, bls. 1497.

Álit nr. 3, ILM, 1992, bls. 1499.

Álit nr. 8, ILA, 1992, bls. 1521.

Álit nr. 9, ILM, 1992, bls. 1523.

Álit nr.14, ILM, 1993, bls.1593.

SKRÁ YFIR ÞJÓÐRÉTTARSAMNINGA, YFIRLÝSINGAR OG

SAMÞYKKTIR

Versalasamningurinn frá 28. júní 1919 (Treaty of Versailles)

St. Germain friðarsamningnum (Saint Germain Peace Treaty frá 1919

Samningur milli Austurríkis og fyrrum Tékkóslóvakíu um þjóðerni og vernd minnihlutahópa

(Polish minority Treaty) frá 7. júní 1920, League of Nations Treaty Series, vol. III. bls. 189.

Haag samningur um nokkur álitaefni tengd misræmi í löggjöf um ríkisborgararrétt (Hague

Convention on Certain Questions Relating to the Conflict of Nationality Laws) 12. apríl 1930,

League of Nations, Treaty Series, vol. 179 bls. 89.

Page 142: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

141

Montevídeo samningurinn um réttindi og skyldur ríkja (Montevideo convention on rights and

duties of states), 26. desember 1933. Organization of American states, Law and treaty series

nr. 37.

Sáttmáli Sameinuðu Þjóðanna (Charter of the United Nations), 24. október 1945, 1 United

Nations Treaty Series XVI.

Potsdamsamningurinn frá 1945, 68 U.N.T.S bls. 190.

Alþjóðlega mannréttindayfirlýsingin (Universal Declaration of Human Rights) frá 10.

desember 1948, A/RES/3/217A.

Mannréttindasáttmáli Evrópu (European Convention on Human Rights) frá 3. september 1953.

Samningur um gagnkvæma afhendingu úr söfnum á bókum og skjölum, 15. október 1927,

Stjórnartíðindi 1964, C-deild, bls. 98.

Vínarsamningur um milliríkjasamninga (Vienna Convention on the Law of Treaties), frá 23.

maí 1969, United Nations, Treaty Series, vol. 1155, bls. 331.

Vínarsamningur um afdrif þjóðréttarsamninga við breytingar á ríkisyfirráðum (Convention

on Succession of States in respect of Treaties), 23. Ágúst 1978, United Nations Treaty Series,

vol. 1946, bls. 3.

Friðarsamningur við Ítalíu (Treaty of Peace with Italy), 10. febrúar 1947, 49 U.N. Treaty

Series, bls. 126

Samningur SÞ um afnám kynþáttamisréttis (International Convention on the Elimination of

All Forms of Racial Discrimination) UN Treaty Series, vol. 660, p. 195, New York 7. mars

1966

Samningur SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (International Covenant on Civil and

Political Rights), UN Treaty Series, vol. 999, bls. 171 and vol. 1057, bls. 407, New York 16.

desember 1966.

Mannréttindasáttmáli Ameríku (American Convention on Human Rights) frá 22. nóvember

1969, OAS, Treaty Series, Nr. 36.

Sáttmáli SÞ um leiðir til að sporna við ríkisfangsleysi (Convention on the Reduction of

Statelessness) frá 13. desember 1975, UNTS, vol. 989, bls. 175.

Samningur Evrópuráðsins um aðgerðir til að fyrirbyggja ríkisfangsleysi í tengslum við

breytingar á ríkisyfirráðum (Council of Europe, Council of Europe Convention on the

Avoidance of Statelessness in Relation to State Succession) frá 15 mars 2006, CETS 200.

Yfirlýsing Allsherjarþings Sameinuðu Þjóðanna um meginreglur þjóðaréttar í tengslum við

friðsamlega samvinnu ríkja (Declaration on Principles of International Law concerning

Friendly Relations and Co-operation among States in accordance with the Charter of the

United Nations), 24. október 1970, GA Res 25/2625.

Page 143: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

142

Vínarsamningur um afdrif ríkiseigna, opinberra gagna og fjárskuldbindinga við breytingu á

ríkisyfirráðum frá 1983 (Convention on Succession of States in respect of State Property,

Archives and Debts), frá 8. apríl 1983, United Nations A/CONF.117/14.

Sameiningarsáttmáli Þýskalands frá 1990, 30 ILM 1990, bls. 467.

Evrópusamningur um þjóðerni (European Convention on Nationality) frá 1997, ETS nr. 166.

Samningur um álitamál vegna breytinga á ríkisyfirráðum fyrrum Júgóslavíu ( The agreement

on Succession Issues of the Former Socialist Federal Republic if Yugoslavia), 43 ILM 2002.

Aðgengilegt hjá:https://treaties.un.org/doc/source/RecentTexts/29-1.pdf (skoðað seinast 5.

maí 2016).

Evrópusamningur til að sporna við ríkisfangsleysi í kjölfar breytinga á fullveldisyfirráðum frá

2006: CETS 200 – Avoidance of statelessness in relation to State succession, 19.V.2006.

Stofnsáttmáli ESB (Treaty of Lisbon amending the Treaty on European Union and the Treaty

establishing the European Community) frá 2007, OJ C306/01.

DÓMAR OG ÚRLAUSNIR

Dómar Alþjóðadómstólsins

Case of the Free Zones of Upper Savoy and The District of Gex, 6. desember 1930, PCIJ,

Series A, nr. 24.

Case Concerning rights of nationals of the United States of America in Morocco, 27. ágúst

1952, I.C.J. Reports 1952, bls. 176.

Nottebohm case, 6. apríl 1955, I.C.J. Reports 1955, bls. 4,

Case concerning Right of Passage over Indian Territory, 12. apríl 1960, I.C.J. Reports 1960,

bls. 6.

Case concerning the Temple of Preah Vihear (Cambodia v. Thailand), 15. júní 1962, I.C.J.

Reports, bls. 6.

Barcelona Traction, Light and Power Company Limited, 5. febrúar 1970, I.C.J. Reports 1970,

bls. 3.

Frontier Dispute, 22. desember 1986, I.C.J. Reports 1986, bls. 554

Territorial Dipute Lybian Srab Jamahiriya/Chad, 3. febrúar 1994, I.C.J. Reports 1994, bls. 6.

Case Concerning Application of the Convention on the Prevention and Punishment of the

Crime of Genocide (Bosnia-Herzegovina v. Yugoslavia), 11. júlí 1996, I.C.J. Reports 1996,

bls. 595.

Gabčikovo-Nagymaros Project (Unverjaland gegn Slóvakíu), 25. september 1997, I.C.J.

Reports 1997, bls. 7.

Hópmorðsmálið. Application of the Convention on the Prevention and Punishment of the

Crime of Genocide (Bosnia and Herzegovina v. Serbia and Montenegro), 26. febrúar 2007,

ICJ Reports 2007, bls. 43.

Page 144: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

143

Álit Alþjóðadómstólsins

Tunis and Morocco Nationality. Álit frá 1923. P.C.I.J, series B, nr. 4Accordance with

Frontier betweeen Turkey and Iraq. Álit frá 1925, P.C.I.J., Series B nr. 12, bls. 20.

International Law of the Unilateral Declaration of Independence by

the Provisional Institutions of Self Government of Kosovo. Álit frá 2010, I.C.J. Reports 2010,

bls. 403.

.

Dómar fasta Alþjóðadómstólsins

Landnemamálið (German Settlers), 10. september 1923, P.C.I.J. 1923, Series B, nr. 6.

Mavrommatis Palestine Concessions (Grikkland gegn Bretlandi), 30. ágúst 1924, P.C.I.J.

1924, Series B, nr. 3.

Certain German interests in Polish Upper Silesia, 25. maí 1926, P.C.I.J. 1926, Series A, nr. 7.

Case Concerning the Factory at Chorzów, 13. september 1928, P.C.I.J. 1928, Series A, nr.

17.

Case of the Free Zones of Upper Savoy and The District of Gex, 6. desember 1930, P.C.I.J,

Series A, nr. 24.

Austur-Grænslandsmálið. Eastern Greenland Case, 5. apríl 1933, P.C.I.J., Series A/B, nr. 53.

Peter Pázmany University case, 15. desember 1933, P.C.I.J. 1933, Series A/B, nr. 61, bls. 207

Álit fasta Alþjóðadómstólsins

Acquisition of Polish Nationality, 15. september 1923, P.C.I.J. 1923, Series B, nr. 7.

Nationality Decrees issued in Tunis and Morocco, 7. febrúar 1923, P.C.I.J. 1923, Series B, nr.

4

Dómar Fasta Alþjóðlega gerðardómstólsins

The Eritrea – Yemen Arbitration (Eritrea gegn Jemen). Dómur frá 9. október 1998. bls. 47.

Vitamálið. Lighthouse Arbitration (Grikkland gegn Frakklandi), frá 24/17. júlí 1956: 23 ILR,

1956 bls. 81.

Úrlausnir gerðardóma

Gerðardómur G.R. Burt frá 1923, R.I.A.A, vol. VI. bls. 93

Gerðardómur Isaac M. Brower frá 1923, R.I.A.A., vol. VI., bls. 149

Gerðardómur Tinoco Arbitration (Bretland gegn Kosta Ríka). Gerðardómur 18. október

1923, I R.I.A.A., bls. 369.

Gerðardómur R.E. Brown (Bretland gegn Bandaríkjunum), 23. nóvember 1923,

U.N.R.I.A.A., vol 6., bls. 120.

Gerðardómur, Acquisition of Polish Nationality case, 1924, R.I.A.A., vol. I, bls. 401.

Gerðardómur milli Frakklands og Þýskalands í máli Levy gegn Þýskalandi frá 10. júlí 1924,

Annual digest 1923-1924, mál nr. 27,

Gerðardómur United States, Austria, Hungary Claims Commissioner, 26. nóvember 1924.

RIAA vol. VI, bls. 210.

Page 145: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

144

Gerðardómur Hawaiians Claims case (Bretland gegn Bandaríkjunum), frá 10. nóvember

1925, R.I.A.A., vol. 6, bls. 158.

Gerðardómur Ottoman Public Debt case, 1 RIAA 1925, bls. 529

Gerðardómur Island of Palmas case (Holland gegn Bandaríkjunum), frá 1928, 2 R.I.A.A, bls.

829

Case of Sopron-Köszeg Railway, 1929, R.I.A.A., vol. II, bls. 961,

Central Rhodope Forest case (1931, 1933), R.I.A.A., vol III, bls. 1389 og 1405

Case of the Zeltweg-Wolfsberg and Unterdraubug-Woellan Railway (1933, 1934 og 1938),

R.I.A.A., 3. bindi, bls. 1795

Gerðardómur SÞ fyrir Líbýu. Succession of Libya to Italian property in Libya (Ítalía gegn

Bretlandi), 31. janúar 1953, RIAA, vol. XII, bls. 390.

Gerðardómur Eritrea Ethiopia Claims Commissioon, Partial Award, Prisoners of war frá 17.

desember 2004.

Gerðardómur Eritrea-Ethiopia Claims Commission, Final Award, Pensions, frá 19. desember

2005, R.I.A.A., vol. XXVI, bls. 471.

Gerðardómur Lauder gegn Tékkalandi, 3. september 2001, UNCITRAL.

Gerðardómur CME Tékkland B.V. gegn Tékklandi, 13. september 2001. UNCITRAL

Alþjóðastríðsglæpadómstóll SÞ í málefnum fyrrum Júgóslavíu

Celebici case (The prosecutor v. Delalic et al), 20. febrúar 2001, ICTY Appeals Chamber

Judgement Case no. IT-96-21.

Dómar mannréttindadómstóls Evrópu

MDE Bijelic v. Montenegro and Serbia, 11. júní 2009 (nr. 19890/05).

MDE, Bijelic gegn Svartfjallalandi og Serbíu, 28. apríl 2009 (11890/05).

Mannréttindadómstóll Ameríku

Ráðgefandi álit Mannréttindadómstóls Ameríku 19. janúar 1984 (O4/84) Series A, nr. 4, bls.

94.

Dómar Evrópudómstólsins

EBD, Hansen v Hauptzollamt Flensburg, mál 148/77, ECR 1978, bls. 1787.

ED Rottmann case, 2. mars 2010, (C-135/08),

Dómar landsdómstóla

UfR. 1971, bls. 299.

Dómur Hæstaréttar Quebec: Reference re Secession of Quebec, [1998] 2 S.C.R. 217.

Dómur Áfrýjunardómstóls Flórens í máli Orcesi v. The Ministry of War, Court of Cassation

of Florence, 21. desember 1881.

Dómur Hæstaréttar Ítalíu í máli Gastaldi v. Lepage Hemery (1927) Italy, Court of Cassation

Rivista di diritto internazionale, XII. (1930), Annual Digest, 1927-1928, nr. 61 og 1929/1930,

nr. 43.

Dómur Hæstaréttur Danzig lýðveldisins, Danzig Pension Case, Annual Digest, 1929-1930,

mál nr. 4.

Page 146: Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar€¦ · 6 Inngangur Ríki heimsins skapa og þróa réttarheimildir þjóðaréttar sem lúta að réttindum

145

Dómur Hæstaréttur Ísrael frá 1955 í máli Pales Ltd. gegn Samgöngumálaráðuneyti Ísrael,

ILR, 1955, bls. 113.

Richuk gegn Ísrael, 27. mars 1958, 28 ILR bls. 442.

Mál áfrýjunardómstóls í Köln, Upper Silesia case, ILR. 1951 bls. 67