„ glapráð hvíta mannsins “: frumbyggjar norður-ameríku

22

Upload: adonia

Post on 12-Jan-2016

70 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

„ Glapráð hvíta mannsins “: Frumbyggjar Norður-Ameríku. Ásgerður María Franklín. Frumbyggjar Norður- Ameríku. Lengi vel hafa frumbyggjar þótt vera áhugavert efni fyrir fræðimenn til að fjalla um, sérstaklega innan mannfræði, fornleifafræði og safnafræði. - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku
Page 2: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Lengi vel hafa frumbyggjar þótt vera áhugavert efni fyrir fræðimenn til að fjalla um, sérstaklega innan mannfræði, fornleifafræði og safnafræði.

Ástæðan fyrir því hversu merkilegir gripir frumbyggja þóttu var vegna þess hversu framandi og öðruvísi þeir voru. Þeir voru taldir vera brúin á milli siðmenntaðra samfélaga og náttúrunnar.

Frumbyggjarnir hafa lengi verið taldir hverfandi kynstofn sem hefur þurft að bjarga.

Frumbyggjar Norður- Ameríku

Page 3: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Frumbyggjar hafa lagt mikið upp úr því að bæta ímynd sína og segja sína eigin sögu

Söfn, sérstaklega etnógrafísk söfn, hafa verið gagnrýnd fyrir að gefa villandi og staðnaða mynd af frumbyggjum og sögu þeirra

Frumbyggjar vilja ekki láta skilgreina sig út frá hugmyndum um þeirra upprunalega samfélag. Þeir vilja ekki að söfn haldi áfram að sýna þeirra sögu út frá fortíðinni heldur sýni fram á að þeir eru hluti af samtímanum og mikilvægur hluti af framtíðinni

Page 4: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Viðhorf frumbyggja Norður-Ameríku til

minjasafna Aðgerðasinnar frumbyggja Norður -Ameríku

hafa verið ósáttir við hvernig söfn hafa sett fram þeirra menningu og hafa lagt áherslu á tvenn málefni.

Í fyrsta lagi er það hvernig almenn söfn hafa jarðneskar leifar þeirra til sýnis, heilaga muni og muni sem tilheyra þeirra útfararsiðum.

Í öðru lagi er það hversu illa hefur verið staðið að þátttöku frumbyggja Norður-Ameríku í að sýna fram á raunverulega menningu þeirra og hversdagslegt líf

Page 5: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Að mati Vine Delori’s virðast allir áhugaverðir hlutir og frásagnir sem koma frá frumbyggjum Ameríku innan safna vera gamlir og lúnir og engum nýjum hlutum stillt fram.

Það er látið líta út fyrir að frumbyggjar hafi hætt framleiðslu hluta eða verkfæra og engar nýjungar átt sér stað síðan á nýlendutímum.

Á sýningum virðast þeir ekkert hafa breyst eða þróast. Oft virðast þau samfélög sem til rannsóknar hafa verið ekki þótt nóg framandleg og þau því gerð forneskjulegri en þau voru í raun.

Margir frumbyggjar telja að söfn séu staðir þar sem passað er upp á gripi en að söfnin eigi ekki í rauninni gripina.

Page 6: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Ólíkar aðferðir og hugsunarháttur

Mörg frumbyggjasamfélög óska eftir að fá aðgang að eða endurheimta gripi sem tilheyra þeirra menningararfleifð.

the Native American Graves Protection og the Repatriation Act in the US (NAGPRA)

Menningarleg forvarsla frekar en vísindaleg

Page 7: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Margir safnastarfsmenn sjá ekki fram á hvernig frumbyggjasamfélög geta varðveitt gripina á sama hátt og siðareglur vestrænna safna segja til um. Frumbyggjar eru spurðir um hvað þeir ætli að gera við hlutina og á hvaða hátt þeir ætli að varðveita þá.

Þessi ólíku sjónarmið um siðferði og varðveislu gripa geta gert samskipti milli frumbyggjasamfélaga og safna einstaklega erfið.

Page 8: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Samstarf við frumbyggja og safna

National Museum of American Indians Canadian Museum of Civilizations.

Page 9: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Á kvæðum Vestur-Íslendinga má sjá mismunandi hugsunarhátt gagnvart frumbyggjum Norður-Ameríku, hvort sem það var skilningur og samúð með þeim eða fordómar gagnvart þeim.

Mikið hefur verið skrifað um sögu Vestur-Íslendinga og hægt er að finna margar heimildir um líferni þeirra í byrjun landnáms og uppbyggingu á Nýja-Íslandi.

Íslendingar höfðu verið töluvert forvitnir um frumbyggja Norður-Ameríku

Viðhorf Íslendinga til frumbyggja Norður-Ameríku

Page 10: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

"Kanada: land og þjóð".

Landið beið um ótal aldaraðireftir mannsins virku hönd –þar til Íslands sveinar sigurglaðirsigldu að Vínlands fögru strönd.

Á Íslendingadeginum árið 1945 flutti Gísli Jónson kvæði sitt Kanada: land og þjóð. Það er víðtækt sjónarmið í kvæðum Íslendinga um Ameríku að álfan hafi verið sögulaus og mannlaus áður en hvíti maðurinn kom og "Íslands sveinar" voru fyrstir og byggðu landið "að hvítra manna sið".

Page 11: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Guttormur J. Guttormsson

Í skrifum Guttorms J. Guttormsson er hægt að sjá áhuga hans á lífi frumbyggjana.

,,Fyrir sína aldagömlu þekkingu á landinu og möguleikum þess, lifðu þeir miklu betra og léttara lífi en íslenzku landnemarnir. Þeir tóku ekkert upp eftir íslendingum, en Islend- ingar lærðu margt af þeim og hefðu átt að læra fleira.”

,,Þetta voru svonefndir Cree-Indíánar, mesta myndar- fólk, stórvaxið, hraustlegt, þrekmikið og fjörugt “….”Þeir voru sérlega vandaðir, stálu aldrei neinu, þó þeir sjálfir væru rændir og margsnuðaðir af kaupmönnum”. (Guttormur J. Guttormsson, 1964).

Page 12: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Hinn rauði flokkur réttlaus varsvo reiknaðist hvítum mönnum.Hann enda fátt úr býtum bartil bóta nýjum önnum.Og veiðilanda skortur skar,svo skjótt hann féll í hrönnum.Friðarpípan fannst ei þar,var feigð af nýjum grönnum.

Árið 1937 birtist kvæði eftir Jóhannes Húnfjörð og kemur fram gagnrýni á framferði vestrænna manna gagnvart frumbyggjum. Þar er talað um aðstæður "hins smáða kyns" og hvernig frumbyggjar hafa verið rændir landi sínu og hraktir burt. "Þinn auður var ei aurafjöld / en aldagömul menning.”

Glapráð hvíta mannsins

Page 13: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Stephan G. Stephansson

Öll járnbrautarskemman er skríðandi hafaf skrælingjadyrgjum og hyski.Og mannaþef leggur þeim ilmandi afsem úldnum og hálfreyktum fiski,þeim ræflunum, rauðum og bláumog röndóttum, bröndóttum, gráum. Með þverúðar ísglott um inndreginn munn,með íbygginn svip, er ei hýrnar,með hörundslit sama og hangikrof þunn,með hrafnsvarta kollinn og brýrnar,með hártog í fléttum og flókum,í flakandi voðum og brókum (Stephan G. Stephanson, 1889).

Indíánum

Page 14: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Gripir af Þjóðminjasafni frá

Frumbyggjum Norður-Ameríku

Indíánabátur frá A.P. Hanson

Page 15: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Indíánahanskar frá Kanada

Page 16: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Úrvasi frá Sólveigu Eymundsdóttir

Page 17: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Hanskar sem Sigurður Kristjánsson, bóksali í Reykavík gaf árið 1911. Hanskarnir koma frá indíánabyggð norðan við Hudsonflóa. Sigurður Ottense sem var íslenskur bóksali Í Winnipeg Kanada sendi Sigurði Kristjánssyni hanskana.

Page 18: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Indíánaskór úr sérsafni Tryggva Gunnarssyni

Page 19: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Indíánaskór frá A.P. Hanson 1885

Page 20: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Indíánaskór frá A.P. Hanson 1885

Page 21: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Skinnskór sem Sólveig Eymundsdóttir gaf árið 1912

Page 22: „ Glapráð hvíta mannsins “:  Frumbyggjar Norður-Ameríku

Munirnir hér að ofan eru flestir úr Þjóðfræðisafni Þjóðminjasafnins.

Þeir voru líklegast gefnir safninu af Vestur-Íslendingum eða fjölskyldum

þeirra sem höfðu verslað við frumbyggja Norður-Ameríku.

Í lýsingu á gripunum kom ávallt fram að þeir væru gerðir af frumbyggjum Norður-Ameríku á síðari hluta 19.aldar.