fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii abstract subject of this project...

33
Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum? Birtingarmynd kynjanna í íslenskum íþróttafréttum Sigríður Grétarsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í fjölmiðlafræði Félagsvísindadeild Apríl 2018

Upload: others

Post on 13-Jul-2020

17 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum? Birtingarmynd kynjanna í íslenskum íþróttafréttum

Sigríður Grétarsdóttir

HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í fjölmiðlafræði Félagsvísindadeild Apríl 2018

Page 2: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?

Birtingarmynd kynjanna í íslenskum íþróttafréttum

Sigríður Grétardóttir

6 eininga lokaverkefni

sem er hluti af

Bachelor of Arts-prófi í Fjölmiðlafræði

Leiðbeinandi

Sigrún Stefánsdóttir

Félagsvísindadeild

Hug- og félagsvísindasvið

Háskólinn á Akureyri

Akureyri, apríl 2018

Titill: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum.

Birtingamynd kynjanna í íslenskum íþróttafréttum

6 eininga lokaverkefni sem er hluti af Bachelor of Arts-prófi í Fjölmiðlafræði

Höfundaréttur©2018 Sigríður Grétarsdóttir

Page 3: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

Öll réttindi áskilin

Félagsvísindadeild

Hug- og félagsvísindasvið

Háskólinn á Akureyri

Sólborg, Norðurslóð 2 600 Akureyri

Sími: 460 8000

Skráningaupplýsingar:

Sigríður Grétarsdóttir, 2018, B.A. verkefni félagsvísindadeild, hug- og félagsvísindasvið,

Háskólinn á Akureyri, 33 bls.

Prentun: Selfoss, Ísland

Akureyri, apríl 2018

Page 4: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

Yfirlýsing

Ég lýsi hér með að ég ein er höfundur þessa verkefnis

og að það er ágóði eigin rannsókna

__________________________________

Sigríður Grétarsdóttir

Það staðfestist hér með að lokaverkefni

þetta fullnægir að mínum dómi kröfum til B.A. – prófs við

hug- og félagsvísindasvið

__________________________________

Sigrún Stefánsdóttir

Page 5: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

i

Útdráttur

Viðfangsefni þessa verkefnis fjalla um fjölmiðla og konur í íþróttum. Markmið verkefnisins er

að gera tilraun til þess að svara því hvernig fjölmiðlar fjalla um konur í íþróttum og hvort

umfjallanir hafa breyst í gegnum tíðina og þá hvernig. Fjallað verður um rannsóknir sem hafa

verið gerðar, þar á meðal nýja rannsókn sem var kynnt fyrir almenningi á meðan verkefnið var

unnið. Einnig verður farið yfir orðræðu kvennaíþrótta, forvarnargildi íþrótta, jafnréttisstefnu í

fjölmiðlum í garð íþrótta og staðalímyndir. Tekin voru viðtöl við Eddu Sif Pálsdóttur

íþróttafréttakonu hjá RÚV og Skapta Hallgrímsson blaðamann við íþróttadeild hjá

Morgunblaðinu. Þau gáfu innsýn meðal annars hvernig íþróttafréttir hafa þróast, hvort konur í

íþróttum fái verðskuldaða athygli í fjölmiðlum og hvort skortur sé á kvenkyns fyrirmyndum í

fjölmiðlum. Einnig voru tekin viðtöl við tvær afrekskonur í íþróttum, annars vegar Ólafíu

Þórunni Kristinsdóttur golfkonu og hinsvegar Fjólu Signý Hannesdóttur frjálsíþróttakonu. Þær

segja frá sínum viðhorfum gagnvart fjölmiðlum og hvernig umfjöllun hefur verið um þær

persónulega og svo almennt um konur í íþróttum. Niðurstaða þessa lokaverkefnis er sú að margt

bendir til að Ísland er komið langt á veg hvað fjölmiðla varðar og umfjöllun þeirra um konur í

íþróttum, samanborið við önnur lönd. Samt sem áður er íþróttafréttafólk og afrekskonur í

íþróttum ekki sammála þegar kemur að umfjöllun um konur í íþróttum.

Lykilhugtök: fjölmiðlar, umfjöllun, íþróttir, konur

Page 6: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

ii

Abstract

Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an

attempt to answer how the media discuss women in sports and if reviews has in any way

changed over time and how. Researches that have been done will be covered, including a new

research which was introduced to the public during the project. Also will be reviewed discourse

of women sports, preventive of sports, media gender equality for sports and stereotypes.

Interviews were taken with Eddu Sif Pálsdóttur sports news cast at RÚV and Skapta

Hallgrímsson journarlist with the sport department at Morgunblaðinu. They gave insight how

the sports news have developed, whether women in sports are getting worthy of attention with

the media and if there is a lack of female role models in the media. Also interviews were taken

of two achievements women in sports, Ólafíu Þórunni Kristisnsdóttur who competes in golf and

Fjólu Signý Hannesdóttur who competes in athletics. They will report about attitudes to the

media and how reviews have been about them personally and general about women in sports.

Conclusion of the project is that it indicates that Iceland has come far ahead as far as the media

is concerned and reviews about women in sports, compared to another countries. However

sports journalists and achievements women do not always agree when it comes to reviews about

women in sports.

Key terms: media, reviews, sports, women

Page 7: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

iii

Formáli og Þakkarorð

Þegar ég skráði mig í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri haustið 2015 vissi ég fljótlega

hvert lokaverkefnið mitt yrði. Ég hef frá unga aldri haft mikinn áhuga á fréttum, ég man eftir

að hafa hlustað á fréttirnar í útvarpinu við matarborðið þegar ég var yngri, bæði í hádeginu og

á kvöldin og eins og lagið segir: „Mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.“ þá hlustaði ég.

Ég man eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi, flóðum, stríði og hryðjuverkum. Eftir því

sem ég varð eldri jókst áhugi minn á fréttum og ég á það til að sökkva mér ofan í ýmsa atburði

og lesa og horfa á allt sem finnst um þann tiltekna atburð. Í seinni tíð fór ég að fá áhuga á að

horfa á íþróttir í sjónvarpinu og fór að taka meira eftir því hversu lítið var fjallað um konur í

íþróttum. Eftir að ég eignaðist dóttur mína sem fór að æfa fótbolta varð vitundarvakning hjá

mér um það hversu oft stelpur eru settar í annað sæti á eftir strákum. Því fannst mér tilvalið að

flétta þessu tvennu saman og fjalla um fjölmiðla og konur í íþróttum í lokaverkefninu mínu.

Ég vil byrja á að þakka Sigrúnu Stefánsdóttur fyrir en hún var svo miklu meira en bara

leiðbeinandi við gerð verkefnisins og þakklæti til hennar er mér efst í huga. Ég vil líka þakka

manninum mínum Stefáni Teit sem hefur hvatt mig áfram hvað eftir annað og dóttur minni

Dagnýju Báru sem hefur sýnt mér endalausa þolinmæði við skrifin. Ég vil að lokum þakka Jónu

Heiðdísi Guðmundsdóttur og Margréti Elísu Gunnarsdóttur fyrir að lesa lokaverkefnið yfir og

leiðrétta það. Ég á yndislega fjölskyldu og vini sem ég gæti ekki verið án en þau hafa sýnt

verkefninu mínu mikinn áhuga sem gerðu skrifin miklu auðveldari.

Page 8: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

iv

Efnisyfirlit:

Útdráttur .............................................................................................................................................. i

Abstract ................................................................................................................................................ii

Formáli og Þakkarorð .......................................................................................................................... iii

Inngangur .................................................................................................................................. 1

1 Hlutverk og ábyrgð fjölmiðla ........................................................................................... 2

2 Fjölmiðlakenningar ........................................................................................................... 3

2.1 Kenningin um bein og milliliðalaus áhrif ................................................................................. 3

(e. magic bullet theory/hypodermic needle theory) ........................................................................... 3

2.2 Tveggja þrepa kenningin (e. two step flow of communication) .............................................. 3

2.3 Notagildiskenning Elihu Katz (e. Uses og gratifications) ......................................................... 4

2.4 Ræktunarkenningarinnar (e. cultivation theory)..................................................................... 4

2.5 Dagskráráhrif (e. agenda setting theory) ................................................................................ 4

3 Hvað er frétt? .................................................................................................................... 5

4 Sýnileiki .............................................................................................................................. 5

5 Íþróttir á Íslandi ................................................................................................................ 6

5.1 Golf .......................................................................................................................................... 6

5.2 Frjálsar íþróttir ......................................................................................................................... 7

6 Konur í íþróttum ............................................................................................................... 7

6.1 Orðræða kvennaíþrótta ........................................................................................................... 7

6.2 Íþróttir sem forvarnagildi ........................................................................................................ 9

6.3 Fjölmiðlaumfjöllun................................................................................................................. 10

6.4 Staðalímyndir í íþróttum ....................................................................................................... 11

6.5 Konur og karlar í íþróttum og fjölmiðlum .............................................................................. 11

7 Viðbrögð fjölmiðla .......................................................................................................... 13

7.1 Jafnréttisskýrsla RÚV ............................................................................................................. 13

7.2 Fleiri íþróttafréttakonur ........................................................................................................ 14

8 Konur og karlar í fjölmiðlum (Ísland í alþjóðlegri fjölmiðlavöktun) ........................ 15

9 Ísland í dag ....................................................................................................................... 16

10 Niðurstöður ...................................................................................................................... 17

11 Umræður .......................................................................................................................... 19

12 Heimildaskrá ................................................................................................................... 20

13 Viðauki ............................................................................................................................. 24

13.1 Viðauki 1 – munnlegar heimildir ........................................................................................... 24

Page 9: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

1

Inngangur

Íslendingar eru heppnir með það að eiga afreksíþróttafólk í sínum röðum, konur og karlar sem

hafa lagt mikið á sig til að láta drauma sína rætast og vinna við það sem þau hafa yndi af. Til

að almenningur fái að fylgjast með treysta þeir á að fjölmiðlar flytji þeim fréttir en það er jú

hlutverk þeirra. Spurningin er sú hvort konur í íþróttum fái verðskuldaða athygli í fjölmiðlum

og hvaða mynd sé dregin upp af þeim? Myndin er ekki alltaf sú rétta þar sem oft er verið að

einblína á hluti sem koma íþróttinni ekkert við.

Sífellt fleiri konur eru að gera það gott í íþróttum og í þjóðfélagi sem er breytist hratt á

tíma tækninnar geta fjölmiðlar brugðist við með aukinni umfjöllun. Aukið jafnræði ríkir á milli

karla og kvenna en það má alltaf gera betur því konur í íþróttum eru enn að falla í skuggann af

körlum.

Fjölmiðlar þurfa að tileinka sér gagnrýna hugsun, spyrja sig hvort þeir séu að gera nóg

í umfjöllun sinni um konur í íþróttum og hvað má betur fara því það er alltaf hægt að bæta sig.

Fjölmiðlar þurfa líka að skoða kynjahlutfall íþróttafréttamanna, bæði hjá ljósvakamiðlum og í

blaðamennsku en stéttin er mjög karllæg.

Til að fá skýra mynd hvort afreksíþróttakonur sitji við sama borð og karlar í

fjölmiðlaumfjöllun þá þarf hópur viðmælenda að vera sem breiðastur. Rætt verður við

íþróttafréttafólk, prófessora í fjölmiðlafræði, stjórnendur hjá bæði ríkisreknum fjölmiðli sem og

einkareknum og svo þær sem mestu máli skiptir, afreksíþróttakonurnar sjálfar.

Farið verður yfir hvernig birtingarmynd kvenna í íþróttum kemur fram í fjölmiðlum og

hvað viðmælendur sem koma frá ólíkum starfsvettvöngum hafa um málið að segja. Einnig

verður rýnt í rannsóknir, bæði eldri og nýlegar sem gerðar hafa verið um konur í íþróttum.

Page 10: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

2

1 Hlutverk og ábyrgð fjölmiðla

Í skýrslu Menntamálaráðuneytsins um íslenska fjölmiðla frá árinu 2005 er farið yfir hvert

hlutverk fjölmiðla er og hvert það þarf að vera. Þar segir að til að tryggja bæði fjölbreytni og

fjölræði á fjölmiðlamarkaði þurfi að vera til staðar menningarleg og stjórnmálaleg innsýn sem

stuðli að því að almenningur geti tekið afstöðu, metið og tekið þátt í lýðræðislegum

ákvörðunum því fjölmiðlar eru sennilega ein mikilvægasta upplýsingalind almennings í

lýðræðissamfélögum (Nefnd menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla, 2005).

Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 og er sameign íslensku þjóðarinnar. Því bar að

uppfylla lýðræðislegar, menningarlegar og samfélagslegar þarfir í þjóðfélaginu og þar með

fyrsta upplýsingalind sem til var á Íslandi (RÚV, e.d.). Hlutverk RÚV var rekstur fjölmiðils í

almannaþágu sem hafði gætur á íslenskri tungu, menningararfleið og sögu þjóðar en sinnir

einnig því mikilvæga hlutverki að sinna öryggis- og upplýsingaþjónustu í gegnum útvarp

(RÚV, e.d.). Hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum aðhald og upplýsa almenning um það

sem máli skiptir. Þessu hlutverki ber að taka alvarlega og má alls ekki draga úr því með nokkru

móti.

Til að gegna starfsskyldum sínum vel þarf hver fagmaður að tileinka sér faglegar skyldur.

Faglegar skyldur eru m.a. að fagmanneskja þurfi að hafa góða kunnáttu og þekkingu á þeim

viðfangsefnum í viðkomandi starfi og sé tilbúin til þess að tileinka sér nýjungar. Þetta er

tæknilega hlið faglegra dyggða en fagmanneskja þarf líka að hafa siðferðislega færni sem felur

í sér að vera fær um að meta af þekkingu og réttsýni hvernig viðkomandi beitir kunnáttu sinni.

Þetta kemur fram í grein Sigurðar Kristinssonar prófessors um skyldur og ábyrgð starfsstétta

frá árinu 1993. (Sigurður Kristinsson, 1993). Í sömu grein fer Sigurður Kristinsson yfir hver

frumskuldbinding starfsins er en ásamt henni er siðferðisgildi gríðarlega mikilvægt en hver sá

sem ætlar að verða fagmanneskja í sinni starfsstétt, t.a.m. fjölmiðlum, þarf að búa yfir

siðferðislegri færni. (Sigurður Kristinsson, 1993). Fjölmiðlar eru oft nefndir fjórða valdið við

hlið dómsvaldsins, framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Fagleg vinnubrögð fjölmiðla og

ritstjórnarlegt frelsi eiga að stuðla að því eins og kostur er að þeir sem eiga hagsmuna að gæta

og eigendur fjölmiðla hafi ekki áhrif á fréttamat og umfjöllunarefni. (Menntamálaráðuneytið,

1997).

Page 11: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

3

2 Fjölmiðlakenningar

Fræðimenn hafa rannsakað áhrif og hegðun fjölmiðla í fjölda ára. Settar hafa verið fram

kenningar til að útskýra hver áhrif fjölmiðla geta orðið og þó svo fjölmiðlakenningarnar séu

margar hverjar komnar til ára sinna er enn hægt að tengja þær við fjölmiðla til dagsins í dag og

gefa mynd af því hversu mikil áhrif fjölmiðlar geta haft á daglegt líf neytandans.

2.1 Kenningin um bein og milliliðalaus áhrif

(e. magic bullet theory/hypodermic needle theory)

Kenningin vísar til að fjölmiðlar höfðu bein og öflug áhrif á áhorfendur sína. Á þessum tíma

sem kenningin var að mótast höfðu fjölmiðlarannsóknir sýnt að fjölmiðlar gætu haft bein áhrif

á að breyta skoðunum fólks og það sem staðfesti það enn frekar var hversu hröð útbreiðsla og

hversu áhrifamiklar auglýsingar í sjónvörpum voru á þessum tíma. Orðin sprauta/skjóta sem

vísa til ensku heitanna á kenningunni (bullet/needle theory) vísa til hvernig fjölmiðlar gátu haft

bein áhrif á neytandann og hversu auðvelt var að koma ákveðnum skilaboðum til að kalla fram

ákveðna svörun sem sýndi einnig hvað kenningin gat verið hættuleg og sýndi hvað neytandinn

var í raun valdalaus gagnvart fjölmiðlum. Kenningin um bein og milliliðalaus áhrif var ekki

talin áreiðanleg kenning og tveggja þrepa kenningin (e. two step flow theory) var kynnt til

sögunnar en hún náði til upplýsingaflæðis til almennings frá fjölmiðlum og áhrifin sem þau

höfðu. (University of Twente, e.d. –a).

2.2 Tveggja þrepa kenningin (e. two step flow of communication)

Tveggja þrepa kenningin er um áhrif kosningaáróðurs í fjölmiðlum á kosningahegðun fólks í

Bandaríkjunum.

Það voru Paul Lazarsfeld, Bernard Berelson, og Hazel Gaudet sem kynntu kenninguna

fyrst árið 1944. Þeir áttu von á annarri niðurstöðu en þeirri sem kom í ljós en persónuleg tengsl

á milli fólks og skoðun kjósenda var það sem styrkti ákvörðunarferlið fremur en áhrif fjölmiðla.

Í framhaldinu af þessum upplýsingum þróuðu Eliha Katz og Paul Lazarfeld nýja kenningu,

tveggja þrepa kenninguna. Kenningin er um upplýsingar sem koma frá fjölmiðlum og skiptist í

tvö áhrifastig. Í fyrra stiginu er fjallað um einstaklinga (e. opinion leaders) sem sýna

upplýsingum eða skilaboðum fjölmiðlum mikinn áhuga. Þeir deila svo upplýsingunum áfram

gjarnan með sinni eigin túlkun til þeirra sem hafa ekki jafn miklar upplýsingar um efnið. Í

Page 12: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

4

seinna stiginu eru svo oft einstaklingar, oft nefndir skoðunarleiðtogar sem hafa svo áhrif á

meðlimi í þeim hópum sem þeir tilheyra. Skoðunarleiðtogarnir eru góðir í því að beita áhrifum

sínum og fá fólk til að breyta skoðunum og viðhorfum sínum. Tveggja þrepa kenningin hefur

aukið skilning fræðimanna á því hvernig fjölmiðlar geta haft áhrif á ákvarðanir almennings

(University of Twente, e.d.-b).

2.3 Notagildiskenning Elihu Katz (e. Uses og gratifications)

Eliha Katz kynnti notagildiskenninguna sem útskýrir notagildi fjölmiðla fyrir einstaklinga og

samfélagið í heild og hversu miklir neytendur við erum. Katz vildi sýna fram á hvernig miðlar

hafa áhrif en líka að neytendur vita hvað þeir vilja fá út úr miðlunum og nota þá á mismunandi

vegu. Neytendurnir taka sjálfir ákvörðun um hvað þeir vilja sjá/horfa á og hvort þeir verði fyrir

áhrifum fjölmiðlanna eður ei. Fjölmiðlar eru margir hverjir að koma sömu skilaboðum til

neytandans en hafa ekki sömu áhrif á alla og samkvæmt kenningu Katz þarf að finna

undirliggjandi ástæðu þess hvers vegna fólk velur einn miðil fremur en annan (University of

Twente, e.d.-c).

2.4 Ræktunarkenningarinnar (e. cultivation theory)

George Gerbner prófessor kom með þessa kenningu um miðjan fimmta áratug sem útskýrir

hversu auðvelt fjölmiðlar eiga með að beina áhrifum sínum að neytendum eins og t.d. með

sjónvarpsáhorfi. Þeir sem aðhylltust þessa kenningu vildu meina að sjónvarpsáhrif gæti haft

langvarandi áhrif á einstaklinga og bæði mótað og haft áhrif á menningu þeirra. Því meiri tíma

sem fólk horfir á sjónvarp því meira færi það að trúa þeim raunveruleika sem sjónvarpið sýnir.

Gerbner hafði áhyggjur af þeim áhorfendum sem trúðu öllu því sem þeir sáu í

sjónvarpinu og skorti tengingu við raunveruleikann og getu til þess að skilja á milli

sýndarveruleika. Kenning Gerbner fékk á sig töluverða gagnrýni en hefur verið ein af

vinsælustu og umdeildustu kenningum í fjölmiðlarannsóknum (University of Twente, e.d.-d).

2.5 Dagskráráhrif (e. agenda setting theory)

Kenningin um dagskráráhrif er um hversu mikinn mátt fjölmiðlar hafa á neytendur sína.

Fjölmiðlar beina athygli sinni að því sem þeim finnst mikilvægast og samfélagið fylgir á eftir.

Page 13: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

5

Fjölmiðlar leiða neytandann áfram að ákveðnu mynstri til að fara eftir, t.d. staðsetningu

frétta í dagblöðum og fréttatímum, og neytandinn fer að mynda skoðanir um umhverfið eftir

þessum dagskráramma sem fjölmiðlar hafa búið til (University of Twente, e.d.-e).

3 Hvað er frétt?

Fréttir eru upplýsingar sem fjölmiðlar fjalla um, hvort sem það eru atburðir, skoðanir eða

ákvörðun einhvers. Hvort sem þetta eru nýjar fréttir, átök, áhrif eða óvenjulegar fréttir skipta

þær máli fyrir fjölmiðla því fréttir sem vekja athygli er leiðin til að ná til neytandans (Harcup.

T., 2009). Fréttir eru mikilvægar samfélaginu og gefa því það hlutverk að skoða sig innan frá

með gagnrýnum hætti og hvaða úrbætur má gera. Fréttir eru líka mikilvægar einstaklingum í

samfélaginu og hjálpa þeim við að taka ákvarðanir. Fjölmiðlar eiga að geta flutt fréttir óáreittir

frá stjórnvöldum og eru hliðarverðir á sínum starfsvettvangi. En með tilkomu samfélagsmiðla

og athugasemdakerfa standa hliðarverðirnir ekki jafn sterkir og þeir gerðu áður þar sem hver

sem er getur skrifað og birt skoðanir án þess að það sé ritskoðað (Book. J., 2009). Fréttamiðlar

bera þá skyldu að koma skilaboðum til neytenda sinna og að allir hafi jafnan aðgang að fréttum.

4 Sýnileiki

Í þeim kenningum sem eru útskýrðar hér að ofan er glögglega hægt að tengja þær við fjölmiðla

hér á Íslandi í dag. Fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á vægi frétta með auknum sýnileika sem

birtast annaðhvort hjá ljósvakamiðlum eða í dagblöðum. Til dæmis með staðsetningu fréttar

eða fyrirsögnum. Þar eru íþróttafréttir engin undantekning en skortur er á kvenfyrirmyndum í

íþróttaumfjöllunum hjá fjölmiðlum. Konur í íþróttum eru ekki jafn sýnilegar og karlar í

fjölmiðlum, þó svo miklar framfarir hafa orðið og meira jafnvægi við fréttaflutning eru konur

enn að falla í skugga karla.

Dóra Magnúsdóttir skrifaði grein sem ber nafnið “Af íþróttaafrekum kvenna og karla“

sem var birt í Fréttablaðinu árið 2015. Þar fer hún inn á hversu litla umfjöllun konur í íþróttum

fá á síðum dagblaða eða milli 0-10%. Í sömu grein segir Dóra að meira sé lagt í aðstöðu fyrir

íþróttir sem eru vinsælli hjá strákum en stelpum og meira fé sé varið í íþróttastarf karla en

kvenna því að karlar hafa meiri möguleika fara í atvinnumennsku. Til að auka sýnileika kvenna

þá skoraði ÍTR á samband íþróttafréttamanna að velja bæði íþróttakonu og íþróttamann en val

á íþróttamanni ársins fer fram í lok hvers árs , frá árinu 1956 hafa 55 karlar verið sæmdir þessari

Page 14: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

6

heiðursbót en aðeins fjórar konur. Í lok greinarinnar segir Dóra að: “Fyrirmyndir hvetja ungt

fólk til frekari dáða og því mikilvægt að bæði kynin séu sýnileg börnum og ungmennum“ (Dóra

Magnúsdóttir, 2015). Umræðan um val á íþróttamanni ársins sprettur upp á hverju ári og margar

háværar raddir heyrast þá annaðhvort með eða á móti. Árið 2013 var Gylfi Sigurðsson

knattspyrnumaður kosinn íþróttamður ársins og Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona lenti í öðru

sæti (mbl.is, 2013). Eftir valið urðu margir ósáttir yfir því að Aníta hafi ekki verið valin

íþróttakona ársins og fólk skiptust á skoðunum á samfélagsmiðlum en þeim fannst tími til komin

að kona yrði sæmd heiðurbótinni. Í lok desember 2017 var Ólafía Þórunn Kristisndóttir

kylfingur valin íþróttakona ársins, sjötta konan í 62 ára sögu kjörsins og Aron Einar Gunnarsson

knattspyrnumaður lenti í öðru sæti (mbl.is ,2017).

Sama kvöld og Ólafía Þórunn var kosin, tísti fyrrum formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson

að hann væri ósáttur við að knattspyrnumaður hafi ekki verið kosinn íþróttamaður ársins

(mbl.is, 2017). Aftur skapaðist mikil umræða í samfélaginu, en margir sem létu í sér heyra voru

mjög ósammála Geir. En svo virðist sem umræðan að skipta kjörinu og kjósa bæði íþróttamann

og íþróttakonu verði háværari með hverju árinu.

Í byrjun árs 2018 tók KSÍ stórt skref í átt að jafnræði karla og kvenna þegar stigabónus hjá

A landsliðum í knattspyrnu var gerður sá sami óháð því um hvort lið var að ræða

(Knattspyrnufélag Íslands, e.d.). Um er að ræða umtalsverða hækkun fyrir A landslið kvenna

og segir í tilkynningu sem KSÍ gaf frá sér í kjölfarið að KSÍ beri hag allrar

knattspyrnufjölskyldunnar fyrir brjósti og vonar að þetta verði hvatning í átt að meira jafnrétti

milli karla og kvenna (Knattspyrnufélag Íslands, e.d.). Vonin er það verði hvetjandi fyrir fleiri

íþróttafélög og íþróttasambönd fylgi í kjölfarið og sýni í verki að íþróttaiðkun kvenna skipti

jafn miklu máli og íþróttaiðkun karla.

5 Íþróttir á Íslandi

5.1 Golf

Golfsamband Íslands var stofnað 14. ágúst 1942 og tilgangur sambandsins var að vinna að

fullkomnun golfíþróttarinnar og útbreiðslu hennar á Íslandi, og þá hafa í hendi yfirstjórn

golfmála á Íslandi, að samræma leikreglur og að koma á kappleikjum fyrir landið allt. Íþróttin

hafði samt numið land á Íslandi mun fyrr eða 1935, áhuginn fyrir golfinu breiddist hratt út og

átti vinsældum að fagna ekki síst á meðal Íslendinga sem stunduðu nám erlendis, þá helst á

Norðurlöndunum og í Bretlandi. Skilyrði til iðkunar á Íslandi voru ekki góð því ekki var til

Page 15: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

7

nothæft landsvæði undir golfvöll en golfíþróttin var komin til að vera á Íslandi. Í ágúst 1937

var farið að leika golf á fyrsta golfvelli Íslendinga á Öskjuhlíðarvellinum. Í dag eru til fjölmargir

golfvellir hringinn í kringum landið og golfíþróttin ört vaxandi íþrótt en Golfsamband Íslands

er næst fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ (Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig

Sæmundsdóttir, 2012).

Konur eru að gera það gott í golfinu og ber þar hæst að nefna þær Ólafíu Þórunni

Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur en báðar hafa verið að standa sig mjög vel á mótum

erlendis. Ólafía Þórunn hefur verið að keppa í einni sterkustu golfmótaröð í heimi, LPGA

mótaröðinni og nú hefur Valdís Þóra tryggt sér keppnisrétt í sömu mótaröð og verða þær því þá

báðar í sviðsljósinu á komandi mótum (Golf.is, 2018).

5.2 Frjálsar íþróttir

Nútíma frjálsar íþróttir á Íslandi má rekja til stofnunar ÍR árið 1907. Andreas J. Bertelsen,

stofnandi ÍR, fékk Matthías Einarsson lækni með sér í lið og hófu þeir frjálsíþróttaæfingar á

vegum ÍR á Landakotstúni sumarið 1907. Í kjölfarið fylgdu ungmennafélögin og hófu

frjálsíþróttaæfingar á sínum vegum. Árið 1909 var fyrsta landsmót UMFÍ haldið á Akureyri og

var keppt í stangastökki, langstökki og hástökki, einnig í hlaupi og göngu (Sigurður Á.

Friðþjófsson, 1994). Samkvæmt heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins þá eru 24 starfrækt

ungmennafélög um land allt. Fjóla Signý Hannesdóttir frjálsíþróttakona hefur keppt á öllum

helstu mótum innanlands síðustu þrjú ár en stærstu mótin eru RIG innanhúss og meistaramót

Íslands. Þá hefur Fjóla Signý keppt á mótaröðinni Folksham í Svíþjóð, á smáþjóðaleikum með

landsliði Íslands í frjálsum og Evrópubikar í þraut og landsliða. Fjóla Signý hefur ekki verið að

þjálfa síðustu ár þar sem hennar æfingar stangast á við æfingar hjá öðrum iðkendum en hefur

séð um Frjálsíþróttaskólann sem er haldinn á sumrin sem og aðstoðað á mótum og í

afleysingum.

6 Konur í íþróttum

6.1 Orðræða kvennaíþrótta

Íþróttir sem tómstundaiðja hjá einstaklingum eða hópum nær almennt ekki athygli fjölmiðla,

iðkendur vita það sem þeir þurfa um íþróttina, ekki er þörf að sýna frá viðburði eða draga

ályktanir að honum loknum. Íþróttir geta bæði verið skemmtiefni og fréttaefni, en þegar íþróttir

Page 16: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

8

verða meira en bara tómstundir og hluti af afþreyingariðnaði fara fjölmiðlar að skipta íþróttirnar

máli (Kolbeinn Tumi, 2007).

Í orðræðu samfélagsins verða til ímyndir kynja og kynjahlutverka, ekki síst fyrir tilstilli

fjölmiðla og áberandi einstaklinga eins og til dæmis leikara og annarra fyrirmynda og eru

íþróttamenn engin undantekning þar á (Guðmundur Sæmundsson, 2012). Íslenskar afrekskonur

byggja sig upp og leggja mikið á sig til að ná sem mestum árangri í sinni íþrótt en í staðinn fyrir

hrós fá þær oft gagnrýni. Kylfingurinn og íþróttakona ársins 2017 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

segir umfjöllun yfir heildina litið jákvæða í sinn garð, en þó birtast oft neikvæðar fréttir af gengi

golfara sem eru e.t.v. ekki neikvæðar heldur þekkir fréttamaður/blaðamaður lítið til íþróttinnar

og túlkar hana rangt. Umfjöllun um konur í íþróttum í fjölmiðlum hefur aukist á milli ára en

hún nefnir dæmi að fyrir nokkrum árum vann hún mjög sterkt áhugamót í Danmörku sem engin

vissi af. Ólafía Þórunn segir þó að Ísland sé að standa sig betur en aðrar þjóðir, t.d. í Þýskalandi

viti almenningur ekki hverjir fremstu golfarar þar í landi eru en þekkja hvern einasta

atvinnufótboltamann (Ólafía Þórunn Kristinsdóttir munnleg heimild, 26.nóvember 2017).

Fleiri en ein rannsókn hafa sýnt að orðræða fjölmiðla um afrekskonur og konur í íþróttum

er minni, eins og í stærð fyrirsagna og staðsetningu þeirra í prentmiðlum og myndum. Annað

sem ber að nefna í orðræðu fjölmiðla er að orðið metnaður er sjaldnar notað um karla en konur.

Því er hægt að velta fyrir sér hvort konur þurfi sérstakan metnað til að ná árangri í íþróttum

(Guðmundur Sæmundsson, 2012). Ólafía Þórunn segir að tækifærin séu mismunandi milli

kvenna og karla í golfinu og ekki alltaf sanngjörn. Í háskólagolfinu í Ameríku er auðveldara

fyrir stelpur að fá fullan skólastyrk en stráka þar sem samkeppni þeirra á milli er meiri.

Hinsvegar skiptir getan hjá stelpum ekki öllu máli þar sem verið er að fylla upp í lið og

strákar fái alltaf meira borgað fyrir sína þátttöku og þeir frekar kallaðir hetjur, segir Ólafía

Þórunn. (Ólafía Þórunn Kristinsdóttir munnleg heimild, 26.nóvember 2017). Umfjöllunin getur

líka oft verið ósanngjörn, talað sé meira um útlit kvenna en árangur en Ólafíu Þórunni finnst þó

að sú umfjöllun sé að breytast og vitundarvakning í samfélaginu sé komin til að vera. Konur í

íþróttum þurfa að vera afrekskonur til að fá almennilega umfjöllun en það á líka við karla. Best

er að láta verkin tala og þá ætti umfjöllunin að koma sjálfkrafa segir Ólafía Þórunn (Ólafía

Þórunn Kristinsdóttir munnleg heimild, 26.nóvember 2017).

Ekki er rétt að skella allri skuldinni á fjölmiðla. Þeim ójöfnuði sem er í garð kvennaíþrótta

hefur verið haldið út hjá íþróttahreyfingum með sjálfsmynd og sagnaritun og verður haldið

áfram ef ekki verður sértækum aðgerðum beitt til að vinda ofan af þeim. Hug- og

félagsvísindafólk má alls ekki hunsa kvennaíþróttir og verður að halda áfram að rita og tala

Page 17: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

9

máli þeirra því annars verður sögutúlkun íþóttahreyfingarinnar að ríkjandi viðhorfi í framtíðinni

segir í greininni “Svo sæt og brosmild“(Guðmundur Sæmundsson, 2012).

6.2 Íþróttir sem forvarnagildi

Í gegnum tíðina hefur það sýnt sig að íþróttir gegna mikilvægu hlutverki í forvörnum barna og

unglinga. Börn sem æfa íþróttir eru ekki eins líkleg til að byrja að reykja eða drekka. Margsinnis

hefur verið sýnt fram á að íþróttaiðkun barna hefur jákvæð áhrif, sem er mikilvægt, sérstaklega

hjá stúlkum. Brottfall ungra stúlkna í íþróttum eykst hlutfallslega meira með aldrinum meðal

annars vegna skorts á kvenkyns fyrirmyndum. Fjölmiðlar ættu að vera vettvangur til að skapa

nýjar fyrirmyndir og festa gamlar í sessi segir í grein sem birtist í morgunblaðinu um konur,

íþróttir og kastljós fjölmiðla (Konur, íþróttir og kastljós fjölmiðla, 1999).

Ólafía Þórunn var 10 ára þegar hún byrjaði að æfa golf en hún fékk áhugann í gegnum

fjölskylduna. Þegar hún var 13-14 ára var hún farin að keppa á mótum og segir að

fjölmiðlaumfjöllun geti vel átt þátt í vali barna á íþróttum sem þau vilja æfa, sem geti bæði

verið gott og slæmt. Öll hvatning til að fá börn til að hreyfa sig er góð en neikvæð umfjöllun

fjölmiðla geti líka haft áhrif og virkað fráhrindandi. Börn ættu að njóta skemmtanagildis íþrótta

á meðan þau eru ung en ekki sækjast eftir frægð og frama, segir Ólafía Þórunn (Ólafía Þórunn

Kristinsdóttir munnleg heimild, 26.nóvember 2017).

Í Golklúbbi Selfoss eru 360 skráðir iðkendur, þarf af 45 börn. Heiðrún Anna Hlynsdóttir

og Alexandra Eir Grétarsdóttir æfa báðar með Golfklúbbi Selfoss og hafa gert frá unga aldri.

Pabbi Heiðrúnar Önnu er fyrrum landsliðsmaður í golfi og golfkennari og bæði afi og pabbi

Alexöndru Eirar æfa golf og segja báðar að þær hafi fengið áhugann í gegnum þá. Heiðrún

Anna segir að pabbi hennar sé hennar fyrirmynd en hún líti einnig upp til Ólafíu Þórunnar og

Valdísar Þóru (Heiðrún Anna Hlynsdóttir munnleg heimild, 13.janúar 2018). Þær eru báðar

duglegar að fylgjast með erlendum konum í golfi, t.d. Brooke Henderson og Lexi Thompson

en sú síðarnefnda er dugleg að setja inn myndir inn á Instagram og segist Alexandra Eir vera

dugleg að fylgjast með henni þar því þar er ýmislegt gagnlegt að finna sem hefur hjálpað henni

að bæta sig í golfinu (Alexandra Eir Grétarsdóttir munnleg heimild, 13. janúar 2018). Heiðrún

Anna og Alexandra Eir segja báðar að fjölmiðlar hafi ekki haft nein áhrif á að þær byrjuðu að

æfa golf en hafi þau áhrif núna að þær vilji verða betri og ná langt í íþróttinni (Alexandra Eir

Grétarsdóttir og Heiðrún Anna Hlynsdóttir munnleg heimild, 13. janúar, 2018).

Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdarstjóri Golfklúbbs Selfoss segir að fleiri séu að æfa

golf núna en áður en æfingarnar hafi breyst og orðið skemmtilegri. Golfíþróttin er líka að fá

Page 18: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

10

meiri umfjöllun frá fjölmiðlum með góðum golfurum eins og Ólafíu Þórunni og Valdísi Þóru

en þær eru orðnar miklar fyrirmyndir hjá ungum iðkendum og telur hann að gott gengi þeirra

útskýri fjölgun iðkenda (Hlynur Geir Hjartarson munnleg heimild, 26. janúar 2018).

6.3 Fjölmiðlaumfjöllun

Í bandarískri rannsókn um konur, fjölmiðla og íþróttir (e. women, media and sport) kom í ljós

að á árunum frá 1980-1990 stóðu fjölmiðlar fast á því að fjalla einungis um karlkyns

íþróttamenn og létu kvenkyns íþróttakonur sitja á hakanum þrátt fyrir að umfjöllunin væri til

staðar. Þetta fyrirbæri á þessum tíma var ekki bara þekkt í Bandaríkjunum heldur um heim allan.

Í Ástralíu var hlutfall kvenna í íþróttum enn minna. Í sömu rannsókn er sagt að fjölmiðlar

eigi að endurspegla það sem er að gerast í þjóðfélaginu og sú afstaða sé tekin innan

fjölmiðlaheimsins að fjalla lítið sem ekkert um íþróttakonur og með því er verið að gera lítið úr

þeim og árangri þeirra (Bernstein. A., 2002).

Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttakona hjá RÚV segir að konur séu enn í skugga karla

þegar kemur að íþróttaumfjöllunum en hlutfall kvenna fer vaxandi og nefnir hún dæmi netmiðla

eins og síðuna fótbolti.net, þar hafi áður einungis verið fjallað um karlafótbolta en nú er farið

að tala mun meira um kvennaboltann. Edda Sif segir að á RÚV sé rík krafa um að fjalla jafnt

um íþróttir kvenna og karla. Á Stöð 2 sport eru fleiri umfjallanir um karlaíþróttir en það er líka

vegna þess að 365 miðlar sýna fleiri deildir og fleiri leiki en RÚV gerir. Í gegnum árin hefur

mikil vitundarvakning orðið og viðhorf til kvennaíþrótta breyst sem sýnir sig m.a. að

sjónvarpsstöðvar eru farnar að sýna frá stórmótum kvenna í miklu mæli segir Edda Sif (Edda

Sif Pálsdóttir munnleg heimild, 26. október, 2017). Ísland er engin undartekning en Edda Sif

segir að ljósvakamiðlarnir hafa virkilega staðið sig vel þegar kemur að þáttum og sér

umfjöllunum um gengi íþróttakvenna, sem dæmi þá hafa 365 miðlar fjallað sérstaklega um

Pepsi deild kvenna í fótbolta og Dominos deild kvenna í körfubolta. Konur hafa náð festu hvað

fjölmiðla varðar, sérstaklega á stórmótum en spurningin er líka hvort aukinn umfjöllun sé að

skila sínu (Edda Sif Pálsdóttir munnleg heimild, 26. október, 2017).

Íþróttakonur á Íslandi fá sanngjarna umfjöllun að mati þeirra tveggja íþróttafréttamanna,

þeirra Eddu Sifjar Pálsdóttur og Skapta Hallgrímssonar, sem tekið var viðtal við. Þau segja bæði

að íþróttakonur fái sömu umfjöllun og karlar ásamt því að umræðan sé að ná til fleiri sem verði

til þess að íþróttakonur fái meiri umfjöllun en áður.

Page 19: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

11

6.4 Staðalímyndir í íþróttum

Fjóla Signý Hannesdóttir frjálsíþróttakona byrjaði að æfa frjálsar þegar hún var 14 ára. Hún

keppti á sínu fyrsta móti árinu áður en þá tíðkaðist að fá fríska krakka til að keppa þó svo þeir

væru ekki að æfa. Hún segir að yngri iðkendum hafi fjölgað eftir að frjálsíþróttahallirnar komu

til sögunnar en áður voru frjálsar meira sumarsport. Frjálsar íþróttir hafa þann kost að konur og

karlar keppa á sömu mótunum og því verður öll fjölmiðlaumfjöllun jafnari og er jákvæð að

mestu leyti í garð íslenskra keppenda en íslendingar geta verið stoltir af afreksfólki sínu í

frjálsum, segir Fjóla Signý (Fjóla Signý Hannesdóttir munnleg heimild, 13. febrúar 2018). Öll

umfjöllun um frjálsar mætti vera í miklu meiri, segir Fjóla, en íþróttin er í lægð á Íslandi og

umfjöllunin eftir því. Hinsvegar eru margir sem hafa gaman að horfa á frjálsar, íþróttin er

einföld og ekki mikið af flóknum reglum sem þarf að skilja, hver keppni í frjálsum tekur stuttan

tíma og því minni tími sem fer í að bíða eftir úrslitum útskýrir Fjóla Signý. Fjóla Signý nefnir

einnig að fjölmiðlar megi taka sig verulega á þegar kemur að umfjöllun um konur í íþróttum og

það er eins og að konur þurfi að standa sig virkilega vel til að fá umfjöllun en samt þá er verið

að draga þær niður. Það hafa verið uppi háværar raddir um að fá fleiri fréttir af kvennaíþróttum

en það gengur hægt. Telur Fjóla Signý að ein af ástæðum þess sé að íþróttafréttir séu

mestmegnis skrifaðar af karlmönnum og sem viti lítið um hvernig eigi að fjalla um

kvennaíþróttir. Ekki bætir það svo úr að sumir karlmenn halda því fram að kvennaíþróttir séu

ekki eins spennandi því konur eru ekki eins góðar í greininni, sérstaklega þá í kvennaboltanum

(Fjóla Signý Hannesdóttir munnleg heimild, 13. febrúar 2018).

6.5 Konur og karlar í íþróttum og fjölmiðlum

Í lok árs 2004 var farið af stað með verkefni sem fól í sér samvinnu milli fimm Evrópulanda

þar á meðal Íslands, um íþróttir, fjölmiðla og staðalmyndir Íþróttir, fjölmiðlar og staðalmyndir

– konur og karlar í íþróttum og fjölmiðlum (e. Sports, media and stereotypes – women and men

in sports and media). Verkefnið hafði það að leiðarljósi að skapa þekkingu á hlutverkum karla

og kvenna í íþróttafréttum í Evrópu og leita leiða til að brjóta upp staðalmyndir kynjanna í heimi

íþróttanna (Kjartan Ólafsson, 2005). Hluti af verkefninu var gerð rannsóknar til að greina ólíkar

og líkar birtingamyndir kynjanna í íþróttafréttum. Aflað var upplýsinga um kyn þess sem fjallað

var um í viðkomandi frétt, þeirra hlutverk og ímyndir í alþjóðlegum sem og innlendum

íþróttafréttatímum þeirra þátttökulanda, sem tóku þátt í verkefninu. Einnig var gögnum um

almenna íþróttaþátttöku karla og kvenna safnað og dregin upp mynd af íþróttamenningu hvers

lands fyrir sig. Þær upplýsingar sem rannsóknin gaf var ákveðið að nota til fræðslu m.a. til að

Page 20: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

12

brjóta upp það mynstur staðlaðra kynímynda sem einkennir íþróttaumfjöllun (Kjartan Ólafsson,

2005).

Til að tengja rannsóknina betur við íslenska fjölmiðla var fenginn íþróttafréttamaður til

margra ára til að gefa smá innsýn hvernig fjölmiðlar litu á kvennaíþróttir og hverskonar

umfjöllun þær fengu en einnig hvernig umfjöllunin hefur breyst og er orðin faglegri og meiri.

Skapti Hallgrímsson sem hefur unnið fyrir Morgunblaðið í 38 ár, þar af 35 ár í íþróttadeildinni

og segir að á árum áður hafi íþróttafréttamenn oft verið sakaðir um að hafa ekki áhuga á öðrum

íþróttum en boltaíþróttum og átti það ekki við rök að styðjast í öllum tilfellum. Hann segir að

mest sé fjallað um afreksfólk, hvort sem það eru konur eða karlar og að Morgunblaðið og mbl.is

leggi þar lóð á vogaskálarnar. Fyrir hálfum fjórða áratug var viðhorf til kvennaíþrótta annað en

það er í dag. Með kynslóðabreytingum fór fréttir af konum í íþróttum að fjölga og má þar þakka

breyttu hugarfari starfsmanna og breyttu viðhorfi í þjóðfélaginu. Íþróttakonur fóru að leggja

meira á sig við æfingar og rifjar Skapti upp viðtal fyrir þrjátíu árum við afrekskonu sem kvartaði

undan yngri stelpum í liði sínu væru að sleppa æfingu til að fara í bíó eða afmæli, Slíkst þekkist

ekki í dag því metnaðurinn er orðin svo miklu meiri. Skapti segir að þó svo að Morgunblaðið

fjalli mikið um konur í íþróttum, bæði í dag og áður fyrr var umfjöllunin meiri hér áður fyrr. Í

kringum 1990 og fram á tíunda áratuginn, þá var blaðið í heild töluvert stærra með fleiri síðum

og meira pláss til að setja inn íþróttafréttir. Í dag eru efnahagsaðstæður og fjárhagsaðstæður

aðrar og íþróttablað kemur út með Morgunblaðinu einu sinni í viku, átta síður og oft þrjár

auglýsingasíður (Skapti Hallgrímsson munnleg heimild, 29. nóvember 2017).

Helstu niðurstöður rannsókninnar fyrir öll löndin sýndu að birtingamyndir karla og

kvenna í íþróttafréttum voru mjög ólíkar. Konur birtust í miklu minna mæli en karlar í

íþróttafréttum, karlar voru gerðir að hetjum. Mikið var fjallað um frægð þeirra og einkalíf

fremur en íþróttina sjálfa en að konur sitji ekki við sama borð. Aðaláhersla í umfjöllun þeirra

er íþróttin sjálf en ekki einkalíf því þær njóta í flestum tilfellum ekki sömu frægðar og karlar. Í

rannsókninni kemur í ljós að ein á móti hverjum þremur fréttum þar sem fjallað er um konur er

ýtt undir staðalímyndir kvenna en hins vegar lítið sem ekkert ýtt undir staðalímyndir karla.

Niðurstöður rannsókninnar fyrir Ísland voru að mörgu leyti þær sömu og fyrir hin fimm löndin

og kemur það fram í rannsókninni að það þurfi að sýna konur í jákvæðara ljósi og útrýma þarf

fréttamennsku sem hlutgerir konur með því að ýta undir staðalmyndir. Til að breyta þeim djúpu

gildum og viðmiðum sem eru ríkjandi í karllægum heimi íþróttanna þarf gagnrýna sjálfsskoðun

allra hlutaðeiganda (Kjartan Ólafsson, 2005).

Bæði Edda Sif og Skapti segja að engin pressa ríki frá ritstjórn um aukna umfjöllum um

annað kynið en hitt í íþróttaumfjöllunum. Á RÚV sé krafa um algjört jafnræði og hjá

Page 21: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

13

Morgunblaðinu hafi aldrei verið þrýstingur þó svo umræðan væri körlum í hag framan af en

umfjallanir um konur hafa aukist. Stefna RÚV er að fylgja íslensku afreksfólki hvort sem það

eru landslið eða einstaklingar (Edda Sif Pálsdóttir og Skapti Hallgrímsson munnleg heimild,

26.október og 29. nóvember 2017).

7 Viðbrögð fjölmiðla

7.1 Jafnréttisskýrsla RÚV

RÚV hefur unnið markvisst að jafna stöðu karla og kvenna í starfssemi og dagskrá og hefur

hlotið fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir metnaðarfullt jafnréttisátak í umfjöllun sinni

og meðal starfsfólks. Til að mynda hafa verið gerðar breytingar á framkvæmdarstjórn,

millistjórn og jafnvægi í hópi umsjónarmanna sem birtast í sjónvarpi og heyrast í útvarpi. RÚV

sker sig úr frá öðrum ljósvakamiðlum á Íslandi hvað þetta varðar (RÚV, e.d.).

Í nóvember 2015 kom út skýrsla á vegum Velferðarráðaneytsins og Fjölmiðlavaktinnar

um viðmælendur í fréttum og völdum umræðuþáttum fjölmiðla. Markmið skýrslunnar var að

gera grein fyrir kyni viðmælenda í fréttum og völdum fréttaþáttum í útvarpi og sjónvarpi á

tímabilinu september 2014 til september 2015. Skýrslan sýndi fram á að konur eru enn í miklum

minnihluta sem viðmælendur eða ein á móti fjórum körlum. Frá árinu 2000 hafa aðeins 23%

kvenna verið í fréttatímum ljósvakamiðlanna á móti 77% karla. Rósa Guðrún Erlingsdóttir

sérfræðingur hjá Velferðarráðaneytinu tekur fram að nefndin vilji sjá breytingar, m.a. með því

að efla vitund fjölmiðlafólks, auka fræðslu í skólum og koma upplýsingum á framfæri

(Velferðaráðuneytið, 2015).

Í kjölfar birtingar skýrslunnar var tekið viðtal við þáverandi ráðherra jafnréttismála,

Eygló Harðardóttur, sem sagði í viðtali við Kjarnann að framundan væri ærið verkefni í

jafnréttisbaráttunni. Hún lagði til að fjölmiðlar myndu birta lista yfir fjölda viðmælenda og

kynjaskiptingu þeirra og lagði Eygló Harðardóttir einnig til að settar yrðu reglur um fjölda

viðmælenda en þar var blaðamaður Kjarnans ekki sammála þáverandi ráðherra því að ummælin

beri vott um skilningsleysi á hvernig fjölmiðlar virki að hans mati. Ef settar yrðu reglur um

fjölda viðmælenda þá væri alveg eins hægt að setja reglur um umfjöllunarefni. Blaðamaður

Kjarnans var þó sammála ráðherra að aðhald og áminning væri góð fyrir fjölmiðla og

nauðsynlegt að upplýsingar séu aðgengilegar um fjölda viðmælenda enda lög í landinu sem

krefjast þess af öllum fjölmiðlum að skila inn þeim upplýsingum á hverju ári (Þórunn Elísabet

Bogadóttir, 2015).

Page 22: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

14

Í kjölfar skýrslunnar tók RÚV upp árið 2015 markvissar mælingar á hlutfalli karla og

kvenna í hópi viðmælenda í föstum þáttum og fréttum og eru tölurnar eru birtar fjórum sinnum

á ári og tölur frá 2.ársfjórðung 2017 sýnir fram á að það ríkir jöfnuður í dagskrá RÚV í heild. Í

mars 2017 vann RÚV Gullmerki jafnlaunaúttektar PWC en til að fá þá viðurkenningu þarf

launamunur kynjanna að vera undir 3,5% en RÚV var heldur undir þessu merki eða 3,1%.

Magnús Geir útvarpsstjóri RÚV sagðist ætla að halda áfram að bæta launamál hjá RÚV og

útrýma launamun með öllu og að hljóta Gullmerkið væri sönnun að RÚV væri á réttri leið

(RÚV, e.d.). En fyrir RÚV að komast á þann stað sem það er núna þurfti heilmikla naflaskoðun.

Birting skýrslunnar varð hvatning innan veggja RÚV um að gera betur í jafnréttismálum, bæði

gagnvart viðmælendum og fjölmiðlafólki.

7.2 Fleiri íþróttafréttakonur

Hilmar Björnsson íþróttastjóri hjá RÚV segir að Ríkisútvarpið leggi mikla áherslu að dagskrá

þess og starfssemi endurspegli allt þjóðfélagið. RÚV hefur markað sér þá stefnu að jafna hlut

kynjanna í hópi dagskrágerðarfólks og fréttafólks, sem og viðmælendur og umfjöllunarefni. Þá

segir hann að erfiðlega hafi gengið að fá konur í hóp íþróttafréttamanna og kom þá upp

hugmynd að halda íþróttaskóla til að stuðla að jafnara kynjahlutfalli á skjánum. Ekki eru mörg

svið innan fjölmiðla sem eru jafn margbreytileg og krefjandi og íþróttaumfjöllunin er. Þess

vegna er rík ástæða til að kynna það skemmtilega starf fyrir konum sem hafa áhuga á að starfa

í fjölmiðlum. Kristjana Arnardóttir var ein af þeim sem mætti í íþróttaskólann og í kjölfarið

gekk hún til liðs við íþróttadeild RÚV (Hilmar Björnsson munnleg heimild, 14. nóvember

2017).

Í fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi eru karlar oft ráðandi sem íþróttafréttamenn, bæði sem

álitsgjafar og við íþróttaumfjallanir hvort sem er í sjónvarpi eða í blöðum. Sjónarmið, gildi og

viðmið karlmanna í íþróttafréttum er ráðandi en ástæðan fyrir því er að karlar eru í miklum

meirihluta en konur þegar kemur að íþróttafréttamönnum. Því má gera ráð fyrir að þau ójöfnu

kynjahlutföll ýta undir og styrkja staðalmyndir kynjanna í íþróttum (Kjartan Ólafsson, 2005).

Sem dæmi má nefna að Í Pepsi mörkunum sem sýndur er á Stöð 2 sport hafa álitsgjafar verið

karlar og til að byrja með var aðeins sýnt og fjallað um karlaleiki í Pepsi deildinni í fótboltanum.

Nýverið hefur verið fjallað um leiki kvenna en álitsgjafarnir eru enn allt karlar. Sama á við með

Dominos deildina í körfubolta, fjallað er um bæði karla og kvennaleiki en aðeins karlar sem

álitsgjafar og umsjónarmenn þáttarins sem er sýndur á Stöð 2 sport. Á RÚV gætir meira

jafnræðis, til dæmis þá eru konur í flestum tilfellum álistgjafar í setti á kvennaleikjum og Þóra

Page 23: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

15

Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur stjórnað umfjöllunarþáttum í kringum stórmót í handbolta,

núna síðast EM karla í handbolta.

Edda Sif hefur starfað við íþróttadeild RÚV síðan 2007 en þá losnaði staða og hún ákvað

að sækja um. Íþróttafréttamennskan er lítill heimur og mikið af sömu mönnunum hafa unnið

við þetta síðustu áratugi. Íþróttardeildin er mikill karlaheimur en starfið er ekkert erfiðara en

annað starf innan fjölmiðla. “maður þarf bara að vera tilbúin að vera í karllægum heimi, allir

fjölmiðlar ættu að bæta við sig konum og tækifærin eru núna“segir Edda Sif (Edda Sif

Pálsdóttir munnleg heimild, 26. október, 2017). Þegar kemur að jöfnum tækifærum innan

íþróttadeildarinnar þá fá konur sömu tækifæri og karlar í langflestum tilfellum. Edda Sif segir

að það sé oft gert ráð fyrir að hún segi fréttir af konum í íþróttum, eins og hún gæti ekki fjallað

um íþróttir karla. Henni hefur aldrei verið haldið frá neinum fréttum, hvort sem þær eru um

kvenna eða karla íþróttir. Það að vera eina konan í karlaheimi krefst ákveðnis hugafars. Karlar

hugsa öðruvísi en konur að mati Eddu Sifjar og það er allt í lagi. Einu breytingarnar sem Eddu

Sif langar að sjá er að hún sé fær um að fjalla jafn mikið um íþróttir karla eins og kvenna (Edda

Sif Pálsdóttir munnleg heimild, 26.október 2017).

8 Konur og karlar í fjölmiðlum (Ísland í alþjóðlegri fjölmiðlavöktun)

Í rannsókn, sem gerð var af Eygló Árnadóttur, Valgerði Önnu Þorsteinsdóttur og Þorgerði

Einarsdóttur í samstarfi við Háskóla Íslands, kemur fram að í framkvæmdaráætlun Sameinuðu

þjóðanna er sérstakur kafli um konur í fjölmiðlum sem var samþykktur árið 1995. Þar er kveðið

á um mikilvægi jafnrar þátttöku kynjanna í fjölmiðlum og að raunhæf mynd sé gefin af konum

í fjölmiðlum (Eygló Árnadóttir, Valgerður Anna Þorsteinsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir,

2010). Árið 2009 tóku háskólar, samtök fjölmiðlafólks og kvennasamtök kvennasamtök,

samtök fjölmiðlafólks og háskólar frá 108 löndum sig saman og vöktuðu alla helstu fréttamiðla

í hverju landi fyrir sig. Fyrsta fjölmiðlavaktin af þessu tagi var gerð 1995 af Global Media

Monitoring Project (GMMP) og hefur síðan verið gerð á fimm ára fresti, en þetta er í fyrsta

skipti sem Ísland tekur þátt í slíkri könnun. Niðurstöður Íslands árið 2005 voru svipaðar og

annarsstaðar, hlutfall kvenna sem fjallað var um í fréttum var 21% eða um það bil ein kona á

móti hverjum fimm körlum. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur gerði fyrstu rannsóknir hér

á landi á árunum 1966 -1986 sem sýndu að það var ekki fyrr en 1971 að konur byrjuðu fyrst að

birtast á skjánum hjá Ríkisútvarpinu en árið 1986 voru þær 13% af viðmælendum. Rannsóknir

Sigrúnar Stefánsdóttur sýndu að konur voru ósýnilegar í umfjöllun á ýmsum málaflokkum, svo

sem orkumál, fiskveiðar, iðnað, fjármál o.fl. (Eygló Árnadóttir, Valgerður Anna Þorsteinsdóttir

Page 24: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

16

og Þorgerður Einarsdóttir, 2010). Sama hvar var skoðað, konur lutu í lægra haldi fyrir körlum

þegar kom að umfjöllun í fjölmiðlum, í íþróttum var algengt að umfjöllun um konur væri með

kynferðislegum undirtónum en karla segir í rannsókninni Konur og karlar í fjölmiðlum – Ísland

í alþjóðlegri fjölmiðlavöktun (Eygló Árnadóttir, Valgerður Anna Þorsteinsdóttir og Þorgerður

Einarsdóttir, 2010). Niðurstöður rannsókninnar sem er frá árinu 2010 sýna að birtingamyndir

kynjanna í fjölmiðlum er körlum í hag. Karlar ráða ríkjum í íþróttafréttum, meðan konur eru

algengt umfjöllunarefni hjá fræga fólkinu. Á Íslandi eru konur í minnihluta í allri

fjölmiðlaumfjöllun, eða 27% samanlagt hvort sem um ræðir fjölmiðlafólk eða viðmælendur.

Karlar eru oftar viðmælendur þegar kemur að fréttum um efnahagsmál, vísindum og heilsu en

konur frekar viðmælendur í fréttum tengdum félagsmálum og afbrotum.

Með kynjamismuninum í umfjöllun er verið að skapa og viðhalda stöðluðum

kynjaímyndum sem fjölmiðlar taka þátt í. Fjölmiðlar verða að taka tillit til kynja-og

jafnréttissjónarmiða og axla ábyrgð og taki skyldur sínar og hlutverk í jafnréttismálum alvarlega

segir í rannsókninni (Eygló Árnadóttir, Valgerður Anna Þorsteinsdóttir og Þorgerður

Einarsdóttir, 2010).

9 Ísland í dag

Í nýlegri rannsókn sem var gerð af Maríu Rún Bjarnadóttur lögfræðingi og doktorsnema í

samstarfi við laga-og íþróttasvið Háskóla Íslands kemur fram að ekki er tekið tillit til

kynjasjónarmiða við lagasetningu, stefnumótun og úthlutun fjárveitinga ríkisins til

íþróttahreyfingarinnar (RÚV, 2018). Sé dæmi tekið úr rannsókninni þá eru Norðurlöndin í

sérflokki þegar kemur að jafnrétti kynjanna í fótbolta. María Rún segir að Ísland sé

heimsmeistari þegar kemur að jafnrétti og standi sig vel í íþróttum, bæði kvenna og karla.

Íslenskt íþróttafólk hafa enga réttarstöðu ef það stundar íþróttir að atvinnu og íþróttir

sem atvinnugrein er eitthvað sem þarf að skoða betur segir María Rún (RÚV, 2018). Guðni

Bergson formaður KSÍ segir að Knattspyrnufélög á Íslandi og Noregi standa framar en önnur

lönd þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Til að mynda og eins og var nefnt hér að ofan þá hafa

stigabónusar til landsliða karla og kvenna verið jafnaðir sem er stórt og jákvætt skref fyrir

íþróttafólk. Hjá Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA) er ekki mikill hljómgrunnur fyrir

hugmyndum Guðna um að fá meiri jafnréttishugsjón á yfirborðið og leggja meira fé til

kvennafótboltans en það er aðeins brot af því sem fer til karlafótboltans (RÚV, 2018). Guðni

segir að á Norðurlöndunum sé mikill vilji fyrir hugmyndum hans og setja því Norðurlöndun og

Ísland þar með talið í sérflokk innan íþróttahreyfingarinnar.

Page 25: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

17

10 Niðurstöður

„Ísland eru heimsmeistarar í jafnrétti í íþróttum“ Í nýlegri rannsókn er þessi fullyrðing sett fram

(RÚV, 2018). Vissulega er Ísland langt á veg komið í jafnréttisbaráttunni, hvort sem það er í

íþróttum eða annarsstaðar. Fjölmiðlar eru líka langt komnir þegar kemur að jafnrétti. Ekki er

þörf á að fjalla sérstaklega um metnað kvenna í íþróttum, að konur þurfi sérstakan metnað til

að ná langt í íþróttum. Það þurfa allir metnað til að takast á við áskoranir, hvort sem það eru

konur eða karlar. Hér áður fyrr, á árunum 1980-1990 var gerð rannsókn í Bandaríkjunum sem

leiddi það í ljós að konur fengu litla sem enga umfjöllun í fjölmiðlum. Fjölmiðlar vestanhafs

voru ekki að endurspegla það sem var að gerast í þjóðfélaginu og gerði lítið úr konum með að

halda þeim utan kastljósins. Þessi sjónarmið eru af gamla skólanum enda er rík krafa gerð í

þjóðfélaginu að jafnrétti sé í hávegum haft og því eru þessi sjónarmið ekki þekkt í dag, hvorki

í Bandaríkjunum né á Íslandi. Hinsvegar það sem þarf að gerast í fjölmiðlum er að sýna konur

í jákvæðari ljósi, í einni á móti hverri þremur íþróttafréttum um konur er ýtt undir staðalímyndir

og útrýma þarf fréttamennsku sem hlutgerir konur.

Í verkefninu var tekið viðtal við íþróttafréttakonu hjá RÚV og íþróttafréttamann hjá

Morgunblaðinu. Einnig var tekið viðtal við afrekskonu í golfi og afrekskonu í frjálsum.

Sjónarmið þeirra voru ekki alltaf þau sömu en þau fjögur voru sammála að fjölmiðlar væru að

standa sig vel yfir heildina litið í umfjöllun um íslenskar afrekskonur í íþróttum.

Hjá bæði RÚV og Morgunblaðinu er jafnréttis gætt í allri íþróttaumfjöllun, hvort sem

það eru landslið eða einstaklingar. Konur fái réttmæta umfjöllun eins og um karl væri að ræða.

Konur eru meira sýnilegar en með meiri vitundarvakningu í þjóðfélaginu fyrir kvennaíþróttum

er fjallað um konur á fleiri vettvöngum en áður fyrr. En þrátt fyrir meiri og jákvæðari umfjöllun

eru konur enn að falla í skugga karla en hlutur kvenna fer þó vaxandi og meiri krafa um jafnrétti

bæði inann fjölmiðla og almennings því að þakka.

Afrekskonurnar tvær nefna nokkrar ástæður fyrir minni umfjöllun um konur en karla í

íþróttum eins og t.d. skilningsleysi íþróttafréttamanna á íþróttinni sem kemur fram sem neikvæð

umfjöllun þegar e.t.v. eitthvað jákvætt er um að vera. Íþróttafréttir eru skrifaðar mestmegnis af

körlum og því minna fjallað um konur og að þær þurfi að standa sig virkilega vel, miklu betur

en karlar til að fá athygli fjölmiðla. Þær eru sammála að íslenskt afreksfólk sé að gera mjög

góða hluti bæði á alþjóðavettvangi og hér heima.

Ísland stendur öðrum löndum framar þegar kemur að jafnrétti og hefur oft verið talað

um það út í hinum stóra heimi. Fjölmiðlar eru eftir bestu getu að standa sig vel í umfjöllun sinni

um íslenskt afreksfólk í íþróttum og þó að megi alltaf gagnrýna og gera betur, þá hafa viðhorf

Page 26: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

18

breyst og vitundarvakning orðið sem er af hinu góða, sérstaklega fyrir konur í íþróttum sem

hafa þannig fengið meiri umfjöllun. Einstaklingar sem og landslið eru að ná góðum árangri sem

gefur fjölmiðlum fleiri tækifæri að fjalla um íslenskt afreksfólk. Hugsunin í þjóðfélaginu er

önnur en hún var, konur eru meira áberandi í íþróttum sem endurspeglast í meiri umfjöllun um

konur í íþróttum.

Page 27: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

19

11 Umræður

Það sem kom mest á óvart við gerð verkefnisins voru sjónarmið íþróttafréttamanna annars vegar

og sjónarmið afrekskvenna í íþróttum hinsvegar, en það vantar heilmikið upp á að leiðir þeirra

liggi saman. Það er þó aldrei hægt að ætlast til að fjölmiðlar og afreksfólk sjái hlutina með sömu

augun enda nauðsynlegt að skiptar skoðanir og ganrýni sé til staðar, hvort sem það er jákvætt

eða neikvætt. Til dæmis þá er upplifun Fjólu Signý Hannesdóttur frjálsíþróttakonu alls ekki eins

og þeirra Eddu Sifjar og Skapta íþróttafréttamanna sem telja að konur séu að fá nægja umfjöllun

á öllum sviðum. Fjóla Signý bendir sér til stuðnings að aðeins þurfi að skoða íþróttafréttirnar

til að sjá hversu margar fréttir eru um íþróttakonur á móti íþróttakörlum.

Konur í íþróttum eru orðnar meiri áberandi en áður og fleiri afrekskonur að verða til

sem skilar sér út í samfélagið og ungar stelpur eiga orðið fleiri fyrirmyndir. Afstaða

íþróttafélaganna er að breytast, meiri vitundarvakning er til staðar hjá íþróttasamböndunum,

eins og til dæmis hjá KSÍ þar sem stigabónusar eru orðnir jafnir hjá bæði karla-og

kvennalandsliðunum. Fjölmiðlar eru líka að breytast, gerð er meiri krafa í samfélaginu að fjallað

sé um konur í íþróttum og íslendingar eiga orðið margar afrekskonur í íþróttum sem er mjög

jákvæð þróun því íþróttir eiga alltaf eftir að vera til og því meira sem er lagt í kvennaíþróttirnar,

hvort sem það eru íþróttafélögin eða umfjöllun fjölmiðla þá verða til fleiri afrekskonur og fleiri

fyrirmyndir.

Page 28: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

20

12 Heimildaskrá

Alþingi. (2013). Lög um fjölmiðla nr 38/2011. Sótt af:

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011038.html

Alþingi. (2013). Lög um ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágunr 23/2013. Sótt af:

https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.023.html

Bernstein, A. (2002). Is it time for a victory lap? Changes in the media coverage of women in

sport. International Review for the Sociology of Sport, 37(4), 415-428. Sótt af:

http://journals.sagepub.com/doi/pdf/10.1177/101269020203700301

Book, J. (2009). Sport in Society. Issues & Controveries. McGraw-Hill.

Dóra Magnúsdóttir. (2015). Af íþróttaafrekum kvenna og karla. Sótt

af: http://www.visir.is/g/2015151229170

Eygló Árnadóttir, Valgerður Anna Jóhannsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir. (2010). Konur og

karlar í fjölmiðlum Ísland í alþjóðlegri fjölmiðlavöktun. Sótt

af: http://hdl.handle.net/1946/6832

Golf.is. (2018). Valdís þóra tryggði sér keppnisrétt á LPGA mótinu í ástralíu. Sótt

af:https://golf.is/valdis-thora-tryggdi-ser-keppnisrett-a-lpga-motinu-i-astraliu/

Guðmundur Sæmundsson. (2012, 9.september). Svo sæt og brosmild …umfjöllun í blöðum og

tímaritum um íslenskar afreksíþróttakonur á alþjóðavettvang. Netla, Sótt

af: http://netla.hi.is/greinar/2012/ryn/008.pdf

Guðmundur Sæmundsson og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2011). Hetjur nútímans:

Orðræða prentmiðla um afreksíþróttafólk. Íslenska Þjóðfélagið: 2(1), 91-117. Sótt af:

http://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/32/pdf

Page 29: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

21

Harcup, T. (2009). Journalism : Principles and practice. (3.útgáfa). SAGE Publications. Sótt

af:https://books.google.is/books?hl=en&lr=&id=RcOICwAAQBAJ&oi=fnd&pg=PP1&d

q=Journalism+:+Principles+and+practice&ots=bRvEAA26sz&sig=f5c5-

n2wjbVwdgyI9QFJS0_9PpY&redir_esc=y#v=onepage&q=Journalism%20%3A%20Prin

ciples%20and%20practice&f=false

Íþróttir í Reykjavík. (1994). Reykjavík: Íþróttabandalag Reykjavíkur.

Knattspyrnusamband Íslands.(e.d). Sami stigabónus til leikmanna A landsliða karla og

kvenna. Sótt af: http://www.ksi.is/landslid/nr/14596

Kjartan Ólafsson. (2005). íþróttir, fjölmiðlar og staðalmyndir – konur og karlar í íþróttum og

fjölmiðlum (e. sports, media and stereotypes – women and men in sports and media. Sótt

af:http://staff.unak.is/not/kjartan/rannsoknir/ko_ritverk/thytt_country_reports_Iceland.pdf

Kolbeinn Tumi Daðason. (2013). Íþróttafréttamennska á íslandi. íþróttaumfjöllun um karla

og konur á íslenskum vefmiðlu. Háskóli Íslands. Sótt af:http://hdl.handle.net/1946/13757

Konur, íþróttir og kastljós fjöðmiðla. (1999, 18. júlí). Morgunblaðið. Sótt

af:https://www.mbl.is/greinasafn/grein/480571/

Mbl.is. (2017). Geir ekki sáttur með val á íþróttamanni ársins. Sótt af:

https://www.mbl.is/sport/fotbolti/2017/12/28/geir_ekki_sattur_vid_val_a_ithrottamanni_

arsins/

Mbl.is. (2013). Gylfi Þór Sigurðsson íþróttamaður ársins 2013. Sótt af:

https://www.mbl.is/sport/frettir/2013/12/28/gylfi_thor_sigurdsson_ithrottamadur_arsins_

2013_6/

Mbl.is. (2017). Ólafía kjörin íþróttamaður ársins. Sótt af:

https://www.mbl.is/sport/frettir/2017/12/28/olafia_kjorin_ithrottamadur_arsins/

Page 30: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

22

Menntamálaráðuneytið. (1997). Nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. Skýrsla

nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. Sótt af:

https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/10179/skyrsla_ithr_stulkna_kvenna_97.pdf?s

equence=1

Nefnd menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla. (2005). Skýrsla

nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla. Reykjavík: Sótt af:

http://brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/RSSPage.xsp?documentId=6360E328071

A0E50002576F00058DAC3&action=openDocument

Rósa Guðrún Erlingsdóttir. (2015). Viðmælendur í fréttum og völdum

umræðuþáttum fjölmiðla.Velferðarráðuneytið. Sótt af:

https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-

media/media/frettatengt2015/Vidmaelendur_kynning_rosaerlings.pdf

Runólfur Trausti Þórhallsson. (2018). Norðurlöndin í sérflokki. Sótt

af:http://www.ruv.is/frett/nordurlondin-i-serflokki

Sigurður Kristinsson. (1993). Skyldur og ábyrgð starfstétta. Í Róbert H. Halldórsson (ritstjóri),

Erindi Siðfræðinnar: (bls 131-150). Siðfræðistofnun.

Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig Sæmundsdóttir. (2012). Golf á íslandi -

upphafshöggið Uppheimar.

Thelma Arngrímsdóttir. (2013). Dagskráráhrif fjölmiðla. Háskóli Íslands. Sótt af:

http://hdl.handle.net/1946/14950

University of Twente. (e.d.). Mass media, agenda setting theory. Sótt

af:https://www.utwente.nl/en/bms/communication-theories/sorted-by-

cluster/Mass%20Media/Agenda-Setting_Theory/

Page 31: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

23

University of Twente. (e.d). Mass media, cultivation theory. Sótt

af:https://www.utwente.nl/en/bms/communication-theories/sorted-by-

cluster/Mass%20Media/Cultivation_Theory/

University of Twente. (e.d). Mass media, hypodermic needle theory. Sótt

af: https://www.utwente.nl/en/bms/communication-theories/sorted-by-

cluster/Mass%20Media/Hypodermic_Needle_Theory/

University of Twente. (e.d). Mass media, two step flow theory. Sótt

af: https://www.utwente.nl/en/bms/communication-theories/sorted-by-

cluster/Mass%20Media/Two_Step_Flow_Theory-1/

University of Twente. (e.d). Mass media, uses and gratifications approach. Sótt

af: https://www.utwente.nl/en/bms/communication-theories/sorted-by-

cluster/Mass%20Media/Uses_and_Gratifications_Approach/

Velferðarráðuneytið. (2015). Skýrsla félags- og húsnæðismálaráðherra um

stöðu og þróun jafnréttismála 2013. Velferðarráðuneytið. Sótt af:

https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-

media/media/Rit_2013/Jafnrettisskyrsla_2013.pdf

Þórunn Elísabet Bogadóttir. (2015). Að endurspegla raunveruleikann í fjölmiðlum. Sótt

af: https://kjarninn.is/skodun/2015-11-25-ad-endurspegla-raunveruleikann-i-fjolmidlum/

Page 32: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

24

13 Viðauki

13.1 Viðauki 1 – munnlegar heimildir

Alexandra Eir Grétarsdóttir. Munnleg heimild, 13.janúar 2018.

Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttakona á RÚV. Munnleg heimild, 26.október 2017.

Fjóla Signý Hannesdóttir frjálsíþróttakona. Munnleg heimild, 13.febrúar 2018.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir. Munnleg heimild, 13.janúar 2018.

Hilmar Björnsson íþróttastjóri hjá RÚV. Munnleg heimild, 14.nóvember 2017.

Hlynur Geir Hjartason framkvæmdarstjóri GOS. Munnleg heimild, 26.janúar 2018.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir afrekskona. Munnleg heimild, 26. nóvember 2017.

Skapti Hallgrímsson blaðamaður. Munnleg heimild, 29.nóvember 2017.

Page 33: Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum?¡ konur... · ii Abstract Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt

25